Loforð Norður-Kóreu, að taka kjarnorkutilraunasvæði úr notkun, að hætta kjarnorku- og eldflaugatilraunum, ekki endilega sama það að Norður-Kórea samþykki að hætta vera kjarnorkuveldi

Mér virðist ríkisstjórnin í Washington, þar á meðal forsetinn sjálfur - Donald Trump, átta sig á því að yfirlýsing Kom Jon Un frá sl. föstudegi - þó mikilvæg opnun. Að þá sé sú yfirlýsing ekki samþykki um - afvopnun.

Trump says 'long way' to go on North Korea crisis

North Korea says will stop nuclear tests, scrap test site

Donald Trump: "We are a long way from conclusion on North Korea, maybe things will work out, and maybe they won’t - only time will tell,"

Nokkru á undan, hafði Trump greinilega misskilið tilboð Kom Jong Un.

Donald Trump: "Wow, we haven’t given up anything & they have agreed to denuclearization (so great for World), site closure, & no more testing!"

Ég reikna með því, að ráðgjafar Trumps hafi útskýrt málið fyrir honum - milli Twíta.

Nokkru síðar, bætti Trump við:

Donal Trump: "Funny how all of the Pundits that couldn’t come close to making a deal on North Korea are now all over the place telling me how to make a deal!"

Trump má alveg mín vegna hlægja að fjölmiðlum - ef hann landar samningi við Kim Jong Un, er væri betri en -- samningurinn sem Bill Clinton landaði á sínum tíma, við forvera Kims í embætti.

  1. En rétt að ryfja eina ferðina upp, að í tíð Bills Clinton var önnur kjarnorkukrísa í kjölfar fyrstu tilraunasprenginga Norður-Kóreu á kjarnorkusprengjum, og þá var Norður-Kórea einnig að gera tilraunir með sínar - fyrstu langdrægu eldflaugar, er þó voru töluvert tæknilega minna fullkomnar -- en þær flaugar sem Kom Jong Un hefur verið að fyrirskipa tilraunaskot á.
  2. Samkomulag náðist, en Clinton eins og Trump viðhafði harðar efnahagslegar refsiaðgerðir -- og samkomulag fól í sér að tilraunasvæði NK - væru innsigluð, einnig kjarnorkuver sem notað var til að framleiða kjarnakleyf efni - auk aðstöðu til að smíða langdrægar flaugar.
  3. Síðan voru reglulegar eftirlitsferðir af hálfu skoðanamanna á vegum SÞ - sem fylgdust með því, að innsigli væru ekki rofin.

Þetta eldra samkomulag Bills Clinton, setur auðvitað viðmið fyrir Donald Trump.

M.ö.o. það mundi ekki líta vel út, ef Trump skilaði slakari árangri - en Clinton.

Það er auðvitað góð spurning, hvort hann getur náð lengra með Kom Jong Un, en Bill Clinton náði með forvera núverandi Kims.

  • Það virðist full ástæða að efa, að Kim Jong Un, gangi að ítrustu kröfum - um fulla afvopnun, þ.e. eyðingu kjarnvopna NK - og allrar þeirrar kjarnorkutækni sem NK ræður yfir.

--Spurning hvort Trump getur náð fram, eyðingu langdrægra flauga NK.
--En tæknilega væri það sennilega næg aðgerð til að Trump gæti sagst hafa tryggt öryggi Bandaríkjanna, ef hann tryggði að langdrægar flaugar NK - væru ekki lengur til staðar.

Sem væntanlega þíddi, að þá yrði hann tryggja að öllum eintökum slíkra flauga væri eytt, og að auki að þeirri aðstöðu sem framleiðir eða smíðar slíkar flaugar - væri einnig eytt.

  • Ég er ekki viss, að Trump mundi líta sambærilegan samning við það sem Clinton náði fram, sem nægjanlegan árangur.

Hinn bóginn, virðist líklegt af viðbrögðum stjórnvalda í Pekíng, að þau mundu líta slíkt samkomulag - líklega ásættanlegt.

Það virkar ekki á mig ósennilegt, að stjv. í Suður-Kóreu, mundu einnig sætta sig við slíka lendingu.

 

Niðurstaða

Fundur Trumps og Kims nálgast, og það eina sem við hin getum gert er að fylgjast með fréttum.
Eins og ég raunverulega bendi á, sé ástæða að ætla að Kim Jong Un verði afar tregur til að samþykkja fulla afvopnun -- sennilegt að Trump geti ekki náð slíku fram.
--Þá meina ég, þegar snýr að kjarnorkuvopnum.

Þá sé spurningin, hvað Trump getur akkúrat náð fram -- umfram það sem Bill Clinton náði fram 1994. En klárlega mætti Trump ekki landa slakari samningi, eftir allt neikvæða talið um Clintona í gegnum árin meðal Repúblikanaflokksins bandaríska.

Samningur Bills Clinton hélt um nokkra hríð, eða þangað til Bush forseti -- klúðraði því að halda Norður-Kóreu við efnið, eftir 2003.

Svo það var ekki Demókrati sem lét Norður-Kóreu komast upp með að sleppa frá gerðu samkomulagi.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. apríl 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 847335

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband