Grunsamleg eitrun rússnesks svikara og dóttur hans hefur vakið spurningar

Sergei Skripal var auðvitað klassískur svikari - hann virðist hafa njósnað fyrir MI6 bresku leyniþjónustuna á 10. áratugnum. Talið er að hann hafi valdið handtöku fjölda rússneskra/sovéskra njósnara á því tímabili. Hann var síðan handtekinn 2004 var starfsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands frá 1999-2003. Síðan var hann dæmdur 2006 í 13 ára fangelsi. Í forsetatíð Medvedev fóru fram skipti á fangelsuðum njósnurum milli Rússlands og Vesturlanda - var Sergei Skripal þá náðaður og sleppt lausum.

--Hefur hann síðan búið í Bretlandi lifað rólegu lífi.

Salisbury, scratchcards and sausage: the quiet life of Sergei Skripal

Counter-terrorism police take over Sergei Skripal 'poison' case

Yulia Skripal

Yulia Skripal.

Sergei og dóttir hans Yulia fundust meðvitundarlaus sl. sunnudag!

Hryðjuverkadeild bresku lögrelunnar hefur nú málið undir sinni umsjá, sem bendir til þess að bresk yfirvöld taki máli mjög alvarlega.

Eins og mátti búast við hefur rússneska sendiráðið harðlega mótmælt umfjöllun breskra fjölmiðla á þá leið - að gert er ráð fyrir því að Pútín hafi fyrirskipað eitrunarárás á Skripal feðginin, sakað bresku pressuna um nornaveiðar.

Hinn bóginn get ég alveg trúað því á Pútín að hafa fyrirskipað slíka aðgerð, enda sennilega áhættan afar lítil fyrir rússn. yfirvöld.

Líklega hafa þau ekki aftur notað - geislavirkt efni sem nánast einungis er framleitt í Rússlandi - þannig að sennilega verður engin leið að sanna nokkurn skapaðan hlut.

En þetta kannski bendir til þess að bresk yfirvöld ættu að veita landflótta Rússum er búa í Bretlandi - vernd.

  • Dauði sonar Sergeis vekur athygli nú, en hann lést með dularfullum hætti í ferð til Rússlands.

Það er eins og að Pútín sé að leitast við að þurrka alla Skripal fjölskylduna út.

 

Niðurstaða

Eiturárásir virðast stundaðar af leyniþjónustu Rússlands í tíð Pútíns. Áherslan virðist á að drepa annars vegar svikara við Rússland og andófsmenn sem flúið hafa. Þetta virðast mjög vel útfærðar árásir!

--Nánast ekkert hægt að gera, nema að loka öllum rússneskum sendiráðum.
--En það mundi gera rússn. útsendurum eitthvað erfiðar fyrir.

 

Kv.


Mun bandaríska þingið taka völdin af Trump þegar kemur að setningu tolla?

Þetta virðist vera hugmynd sem hafi vaknað meðal forsvarsmanna bandarískra fyrirtækja sem berjast gegn innflutningstollum á stál - helstu stóru bandarísku iðnfyrirtækin virðast í spilum hvort sem á við GM eða Ford eða Boeing, og mörg önnur.

  1. Fordæmið væri aðgerð bandaríska þingsins á sl. ári þegar þingið með 2/3 meirihluta samþykkti frumvarp um herrtar refsiaðgerðir á Rússland - í greinilegri andstöðu við Trump.
  2. Umdeildasta ákvæði laganna, var ákvæði sem færði völdin yfir til þingsins um það hvort refsiaðgerðum þeim yrði breytt eða þær aflagðar.
    --Trump þarf að senda rökstuddar beiðni til þingnefndar, síðan ákveður þingið hvort eftir beiðni Trumps yrði farið.

Það væri sannarlega mjög stór og ekki síður umdeild ákvörðun, ef sambærilega stór meirihluti þingsins - tæki þá ákvörðun að setja lög þess efnis að það en ekki forsetinn - ráði yfir ákvörðunum um tollamál þegar í gildi eru samningar sem þingið hefur áður staðfest.
--Síðan yrði Trump að fara bónleiðir til þingsins með rökstudda beiðni, sem þingið síðan tæki afstöðu til, ekki forsetinn.

Companies, industry groups target Congress to derail Trump tariffs

 

Mig grunar að þetta atriði geti reynst grátt svæði í stjórnarskránni!
En þó sannarlega sé forsetinn yfir utanríkismálum almennt séð, m.ö.o. ríkisstjórnin sér um að semja við önnur lönd.
Þá er það þingið sem þarf að staðfesta alla skuldbindandi samninga.

  • Það mætti á þeim grundvelli, rökstyðja að Trump væri að grípa fram fyrir hendurnar á þinginu -- með aðgerð sem nokkrar líkur eru á að séu brot á viðskiptasamningum, sem þingið hefur staðfest.
    --Sem þingið geti túlkað sem afsögn gildandi samninga, án þess að þingið fái að taka á málinu - sem því ber í tilviki ef samningi sem staðfestur hefur verið af þinginu skal sagt upp.
    --Höfum í huga, að samningur sem Trump sagði upp í upphafi sitt kjörtímabils - hafði ekki á þeim tíma enn fengið staðfestingu þingsins.

Helstu iðnfyrirtæki Bandaríkjanna hafa nú sett tollana hans Trumps á oddinn.
Og þau vilja einfaldlega ekki sjá þessa tolla!

Það eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir öll helstu iðnfyrirtæki Bandaríkjanna - þannig að það þurfi ekki að efast um það, að þingið verði beitt óskaplegum þrýstingi á næstunni -- um það að hlutast til um málið með einhverjum hætti.
--Hvernig akkúrat liggur ekki fyrir!

"Congress could try to attach language to the spending bill due late this month restricting the ability of the administration to impose tariffs, while many Republicans were calling for hearings or urging the administration to limit the extent of the tariffs."


Trump virtist sjálfur grafa undan rökstuðningi eigin ríkisstjórnar
:

Donald Trump links planned steel tariffs to Nafta negotiations

"We have large trade deficits with Mexico and Canada. NAFTA, which is under renegotiation right now, has been a bad deal for USA. Massive relocation of companies & jobs. Tariffs on Steel and Aluminum will only come off if new & fair NAFTA agreement is signed,..."

  1. En reglan innan "WTO" sem ríkisstjórnin sagðist vera nota - snýst um neyðarrétt af ástæðum er koma við öryggi landsins. Sú regla hefur aldrei verið notuð með þessum hlætt og skv. frétt, ber Bandar. að bæta erlendum aðilum er verða fyrir tjóni -- út af ráðstöfun er skv. reglunni skal vera vegna tímabundins ástands.
  2. Hugmyndin var sem sagt að þetta væri öryggisventill - ekki afsökun fyrir einhliða tollum. En með því að tengja viðræður milli Bandar. og Mexíkó, og Kanada við málið. Virðist Trump m.ö.o. sjálfur grafa undan röksemdinni um - meintan neyðarrétt.
  • En höfum í huga, að hugmyndin að tilskipun um toll - er almenn, skv. því gildir um allan innflutning á stáli ef hún væri þannig innleidd.

Þegar Trump segist nota tollinn til að beita nágrannalönd þrýstingi -- virðist röksemd fyrir tolli er gildi fyrir öll lönd, þá fallin um sjálfa sig.

 

Niðurstaða

Það virðist enginn vafi að á nk. vikum muni nánast gervallt atvinnulíf Bandaríkjanna - leggjast á Repúblikana á þingi, um það að þeir tryggi að með einhverjum hætti verði ekki að tollaðgerðum sem að mati forsvarsmanna þeirra fyrirtækja skaða þau, og þar með heilt yfir atvinnulíf Bandaríkjanna.

Þar sem að þingmenn fá peninga frá fyrirtækjum, virðast mér töluverðar líkur á því að þingmenn Repúblikana rotti sig saman með þingmönnum Demókrata í þessu máli.

Þannig að í annað sinn getir 2/3 meirihluti myndast, sem er sá meirihluti sem þarf til svo Trump geti ekki beitt neitunarvaldi á aðgerð þingsins.

--Ef svo fer, þá mundi maður ætla að Trump hafi stórlega ofmetið sína stöðu -- en ég efa að þingið síðar meir afsali sér aftur því valdi ef það á næstunni hrifsar það af forsetanum.


Kv.


Bloggfærslur 6. mars 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 438
  • Frá upphafi: 847085

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 415
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband