Matthew Whitaker í hlutverki dómsmálaráðherra Bandaríkjanna - virðist líklegur að setja steina í götu rannsóknar Roberts Mueller

Það liggja eftir Whitaker fræg ummæli höfð eftir honum í viðtali við CNN á sl. ári. En þá sagði hann að unnt væri að draga svo mjög úr fjárveitingum til rannsóknar Muellers - hún mundi lamast.

"So I could see a scenario where Jeff Sessions is replaced . . . and that attorney-general doesn’t fire Bob Mueller but he just reduces his budget to so low that his investigations grinds to almost a halt,..."

Nú þegar Whitaker er "acting" dómsmálaráðherra, gæti hann raunverulega farið að stíga slík skref.
Það er alveg hugsanlegt að Trump ákveði að skipa Whitaker - afar sennilegt ef Trump mundi ákveða slíkt, að stækkaður Repúblikanameirihluti í Öldungadeild, mundi samþykkja þá útnefningu.

Can the new U.S. attorney general shut down the Mueller probe?

Trump loyalist to oversee Mueller’s Russia investigation

Image result for whitaker

En Whitaker getur beitt sér með öðrum hætti!

Whitaker hefur t.d. gagnrýnt umfang rannsóknar Muellers - þó hann líklega geti ekki tekið frá honum gögn sem hann þegar ræður yfir, þarf Mueller að fá heimild Whitaker nú í hvert sinn - sem Mueller óskar gagna úr nýjum áttum - eða vill víkka rannsóknina út frekar með einhverjum hætti.

Sérstaklega gagnrýni Whitaker þegar Mueller fór að rannsaka fjármál fjölskyldu Trumps.
Sem Whitaker sagði stíga yfir -- rauð strik.

Þar er ekki langt síðan hann skrifaði gagnrýna lesendagrein: Mueller's investigation of Trump is going too far.

Greinin er alls ekki harðorðuð -- en hann greinilega telur Mueller hafa leitað nokkur skref út fyrir viðfangsefnið - sem hann segir vera rannsókn á málum tengdum kosningunum 2016.

Þetta er auðvitað skemmtileg umræða -- það má að sjálfsögðu varpa fram til baka, að ef rannsókn leiðir fram hugsanleg eða sennileg glæpsamleg atriði sem tengjast ekki upphaflegum skilgreindum markmiðum rannsóknar -- ber þá ekki rannsakanda sem er opinber rannsakandi þá ekki að rannsaka þann hugsanlega eða líklega glæp?

Að sjálfsögðu getur það verið rétt hjá Whitaker að ef rannsóknin er stöðugt víkkuð út, þá geti hún litið eins og "political fishing expedition" eins og hann orðar það.
Hinn bóginn, getur rannsókn farið í óvæntar áttir - ef kemur í ljós það sem óvænt er.

Rétt að taka fram að eftir Whitaker er einnig haft, hann beri virðingu fyrir Mueller.
Enda var Whitaker um árabil undirmaður Muellers er Mueller var yfirmaður FBI um hríð.

--Það þarf alls ekki vera Whitaker sé pólitískt dýr.
--Væntanlega fær hann nú að sjá þau gögn sem Mueller hefur undir höndum.

Þó Whitaker hafi nefnt það sem möguleika - að nýr dómsmálaráðherra gæti ákveðið að skrúfa fyrir nær allt fjármagn til rannsóknar Muellers.

Skulum við ekki gera því skóna, slíkt sé ætlan Whitakers.
Það má vel vera, að Mueller hafi slík gögn undir höndum.
Að þeir verði félagar - ekki andstæðingar!

 

Niðurstaða

Rétt að ryfja upp að þegar Mueller fékk það fram að leitað var á skrifstofu eins lögfræðinga Trumps, þá tókst honum að sannfæra héraðs saksóknara í svokölluðu Suður-svæði NewYork að taka það að sér að fara sjálfur til dómara - til að óska eftir þeirri leit. Til þess þurfti Mueller að sannfæra héraðs saksóknarann, sem er einn þeirra sem var skipaður af Trump sjálfum - en hann hefði aldrei skipað nokkurn nema þann sem talinn væri traustur Repúblikani, að verulegar líkur væru á að sannanir fyrir saknæmu athæfi væri að finna í þeim gögnum.
--Þetta hefur mér síðan virst ein besta vísbending þess að Mueller raunverulega hafi eitthvað bitastætt í pokahorninu.

Mueller hefur síðan rannsókn hófst gert nokkra "plea bargain" samnninga, þ.s. aðilar nærri Trump hafa lofað fullri samvinnu - gegn vægari refsingu.

Matthew Whitaker fær þá væntanlega að kíkja yfir öxl Mueller á næstunni, það verður þá í því samhengi að vita hvað þar er að finna -- sem hann mund standa frammi fyrir því vali, hvar hans samviska liggur.

Óþarfi að gefa sér að hann mundi velja að gera Mueller lífið leitt.

 

Kv.


Bloggfærslur 9. nóvember 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 84
  • Sl. sólarhring: 102
  • Sl. viku: 436
  • Frá upphafi: 847077

Annað

  • Innlit í dag: 79
  • Innlit sl. viku: 413
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband