Trump hótar að loka bandaríska ríkinu - ef hann fær ekki vegginn sinn fjármagnaðan!

Já - þetta hljómar sem gamalt mál - vegna þess að Donald Trump virðist ætla að endurtaka drama sem var í gangi - haustið og fyrri hl. vetrar 2017: Trump warns of government shutdown next month over border security

Rétt að benda á hvernig mál fóru síðast -- Trump fékk ekki vegginn fjármagnaðan.
--Ég veit ekki til þess, að enn hafi verið hafin bygging á - veggnum.
En Trump hélt þá umræðu um fjárlög í spennu, en hann a.m.k. í 3-skipti neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp án þess að veggurinn væri fjármagnaður.

Hinn bóginn á enda varð hann undir!
En þingmenn Repúblikana og Demókrata fyrir rest, náðu samkomulagi er hafði það mikinn stuðning innan þingsins, að DT átti engan annan kost en að skrifa undir!
--M.ö.o. þingið hafði náð 2/3 meirihluta, sem þíddi að neitun um undirritun, hefði verið án tilgangs.

Donald Trump: "Could there be a shut down? There certainly could and it will be about border security, of which the wall is a part,..."

Mig grunar að Trump eigi ekki mikla möguleika á að fá vegginn sinn fjármagnaðan fyrir nk. ár.
Eins og allir vita, þó Repúblikanar hafi aukið meirihluta sinn í Öldungadeild - misstu þeir meirihluta í Fulltrúadeild yfir til Demókrataflokksins.
--Það er afar afar afar ólíklegt, að Demókratar er á sl. ári neituðu veggnum fjármögnun, samþykki vegg fjármögnun fyrir nk. ár.

  • Þannig, að ég sé ekki annan tilgang fyrir Trump - að endurtaka leikinn, en þann.
    --Að senda skilaboð til þess stuðningshóps hans sem vill vegginn.
    --Að það sé ekki honum að kenna, að ekki sé verið að reisa vegginn.
  • OK, DT - beitir þingið þrýstingi.
    --En hann alveg örugglega fær ekki vegginn fjármagnaðan í þetta sinn fremur en síðast.

Aftur eins og síðast, er það afar sérstakt - að það sé forsetinn sem sé að hóta - lokun eigin stjórnar.

Þegar Obama á sínum tíma var undir þrýstingi, var það þingið sem var að hóta forsetanum - lokun á hans ríkisstjórn.

En Trump hefur snúið þessu algerlega við - virðist nota þá hótun, sem nokkurs konar hótun á þingið.

--Hinn bóginn, eins og kom í ljós á sl. ári - virkar það einungis takmarkað, eða þangað til að þingið nær tilskildum meirihluta til að knýja fram frumvarpið burtséð frá hugsanlegri neitun forseta.

--En sjálfsagt, vinnur Trump einhverja punkta hjá þeim stuðningsmannahóp er styður vegginn - að viðhalda þannig séð, baráttunni.

En á endanum, held ég að hann muni aldrei fá veggnum framgengt. Hann verði aldrei reistur.

 

Niðurstaða

Fyrir mér er þetta nánast eins og vindmylluslagur, það sé svo augljóst DT muni aldrei geta þvingað bandaríska þingið til þess að fjármagna vegginn hans. Hinn bóginn, sendir hann skilaboð til þess stuðningsmannahóps sem vill vegginn - að forsetinn standi með þeim. En það sé nánast það eina sem ég get komið auga á, sem hugsanlegur nytsamur tilgangur fyrir Donald Trump að endurtaka sama dramað og hann lék í fyrra.
--Eins og ég sagði, þessi veggur verður alveg örugglega ekki reistur.
--En sjálfsagt svo lengi sem DT er forseti, mun hann halda áfram að tala um hann.


Kv.


Bloggfærslur 22. nóvember 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 47
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 399
  • Frá upphafi: 847040

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 377
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband