Saudi-arabísk stjórnvöld segja Lýbanon hafa líst yfir stríði

Verð að segja að þetta tónar á mig sem létt eða jafnvel meira en létt geggjuð umræða. En það virðist blasa við ný staða í samskiptum Lýbanons og Saudi Arabíu - eftir að virðist sem að forsætisráðherra Lýbanon Saad al-Hariri hafi verið þvingaður til afsagnar - staddur í opinberri heimsókn í Riyadh.
Hariri virðist hafa flogið til Riyadh sl. föstudag, um sl. helgi hefst síðan atburðarás sem líkja þarf væntanlega við hreinsanir innan Saudi-Arabíu.
--Hvernig sem að fjölskylda Hariri tengist þessu, en hún virðist hafa gömul sambönd við al Saud valdafjölskylduna, þá virðist nú birtast miklu mun harðari afstaða stjórnvalda Saudi Arabíu gagnvart Lýbanon.
--Þetta virkar á mann með þeim hætti, að þeir sem ráða nú í Riyadh, ætli sér ekki lengur að sætta sig við það ástand sem hefur nú lengi verið til staðar í Lýbanon; að Hezbollah sé þar nánast allsráðandi.

En hvernig núverandi yfirvöld Saudi-Arabíu þykjast ætla að nálgast það atriði, að smætta til mikilla muna áhrif Hezbollah -- blasir ekki beint við!
Það virðist a.m.k. ekki líklegt til að fara friðsamlega fram!

Saudi Arabia says Lebanon declares war, deepening crisis

Saudi Arabia says Lebanon has declared war on it

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/saudi_arabia_pol_2003.jpg

Krónprins Saudi-Arabíu, Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, er greinilega mikill andstæðingur Írans

Hann hefur rekið mannskætt stríð í Yemen - eftir 2 ár af kostnaðarsömum hernaði, blasir sigur ekki við. Þessi átök hafa greinilega þróast yfir í - "proxy war" milli Írans og Saudi Arabíu.

Deila sem krónprinsinn hóf við Quatar á þessu ári, hefur einnig ekki virst ætla skila tilætluðum árangri, að leiða fram þá niðurstöðu - sem krónprinsinn æskir.

  • Ég velti fyrir mér hvað krónprinsinn er að hugsa!

En nú er hann með í gangi - eitt kostnaðarsamt stríð, og aðra stóra milliríkjadeilu; hvort tveggja sem hann ákvað að starta.
Meðan að átökin í Sýrlandi, sem hófust árum áður en hann komst til valda, virðast ætla að skila því sem kalla verður -- íranskur sigur.

--Niðurstaða stríðsins í Sýrlandi, blasir við að efli frekar hvort tveggja í senn, völd og áhrif Írans - sem og völd og áhrif bandamanns Írans, Hezbollah.
--En nú saka stjórnvöld í Riyadh ríkisstjórn Lýbanons fyrir að vera meðsek Hezbollah, þar með fyrir að hafa - hafið stríð gegn Saudi Arabíu; vegna þess að þau hafi ekki staðið sig í því að hindra aðgerðir Hezbollah sem að mati núverandi stjórnenda í Riyadh skaða hagsmuni Saudi Arabíu.

  • Mér virðist þessi nýja afstaða Riyadh - hrein geggjun.

Áhugaverð ummæli:

Purge of Saudi princes, businessmen widens, travel curbs imposed
"“The kingdom is at a crossroads: Its economy has flatlined with low oil prices; the war in Yemen is a quagmire; the blockade of Qatar is a failure; Iranian influence is rampant in Lebanon, Syria and Iraq; and the succession is a question mark,” wrote ex-CIA official Bruce Riedel."

Ummæli CIA mannsins benda á þá staðreynd - að utanríkisstefna krónprinsins sé ekki beinlínis, skýnandi ljós árangurs.
--Aðgerðir hans gegn hluta elítunnar í Saudi Arabíu, gæti þannig séð allt eins verið ætlað að kæfa andstöðu við stefnu krónprinsins, sem gæti vel hafa verið til staðar.

En það má vel spyrja sig þess hvort 32 ára krónprinsinn sé almennilega fyllilega að skilja hugsanlegar neikvæðar afleiðingar sinnar stefnu.
--Ný afstaða gagnvart Lýbanon, sérstaklega ef henni fylgja frekari aðgerðir af hálfu Saudi Arabíu, gætu hugsanlega kollvarpað þeim litla stöðugleika sem til staðar hefur verið í Lýbanon síðan borgarastríðinu þar lauk á 10. áratugnum.

Nýtt Lýbanon stríð er ekki endilega það sem Mið-Austurlönd þurfa á að halda!

 

Niðurstaða

Í ljósi nýjasta útspils stjórnvalda Saudi Arabíu - velti ég fyrir mér hvor krónprins landsins, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, sé haldinn geggjun. En hafandi í huga utanríkisstefnu prinsins síðan hann var fyrst skipaður utanríkisráðherra 2015, tók síðan við sem krónprins í hallarbyltingu í sumar - þ.e. stríðið í Yemen sem undir hans stjórn Saudi Arabía hefur tekið nú fullan þátt í - í 2 ár án niðurstöðu. Krísan í samskiptum við Quatar sem krónprinsinn ákvað að hefja fyrr á þessu ári, það mál einnig án niðurstöðu a.m.k. fram að þessu.
--Þá lyktar ný stefna Riyadh gagnvart Lýbanon alls ekki vel.

Hljómar nánast eins og Riyadh íhugi að opna nýjar víggstöðvar í "proxy" stríðum við Íran.
--Lýbanon yrði þá fórnarlamb, ásamt íbúum.

Trump auðvitað twítaði stuðning sinn í dag við innanlandsaðgerðir krónprinsins - sjálfsagt mundi hann einnig twíta stuðning við slíka opnun nýrra víggstöðva: Trump praises Saudi rulers.

Nýtt stríð í Mið-austurlöndum er ekki þ.s. heimurinn þarf á að halda, né Mið-austurlönd sjálf.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. nóvember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 195
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 847028

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 365
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband