3.11.2011 | 23:20
Grískur farsi!
Eins og rækilega hefur komið fram í helstu fjölmiðlum seinni part fimmtudags, þá hefur George Papandreo forsætisráðherra Grikklands samþykkt að afboða þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunaráætlun Grikklands, er hann boðaði fyrr í vikunni.
Skv. fréttum gerði hann þetta, þegar hann var búinn að fá það staðfest að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Grikklandi myndi greiða atkvæði með aðgerðapakka tengdum björgunaráætlun Grikklands, á gríska þinginu.
Þannig var orðið ljóst að meirihluti væri kominn fyrir þeim þingmálum!
Hvað var í gangi?
- Mér sýnist líklegast að George Papandreo hafi verið að beita stjórnarandstöðuna á gríska þinginu þrýstingi.
- Að með því að leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins samþykkti að greiða atkvæði með þeim lagafrumvörpum er tengjast björgunaráætlun Grikklands - hafi markmiðinu verið náð!
George Papandreo hafi þannig unnið pókerinn!
Orðrómur um afsögn hans eða væntanlega afsögn hans, virðist hafa verið orðum aukinn!
En mér sýnist það sigur fyrir Papandreo að hafa knúið stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, til að gerast samábyrgur - með þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Grikklands ætlar að hrinda í framkv. skv. kröfu Evrusvæðisríkja, Framkvæmdastj. ESB, Seðlab. Evrópu og AGS.
En sá flokkur hefur leynt og ljóst verið að reyna að knýja fram þingkosningar og á morgun föstudag 4. verður greitt atkvæði um vantraust - sem ég reikna með að Papandreo vinni.
Meginstjórnarandstöðuflokkurinn hefur beitt þeirri taktík að greiða atkvæði gegn öllum sparnaðarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar - þó svo hann alla tíð segðist styðja aðild Grikklands að Evru.
Þannig virðist sem að sá flokkur hafi viljað forðast að deila ábyrgð á þeim aðgerðum með ríkisstjórninni, í von sennilega um að óvinsældir þeirra aðgerða myndi bitna á stjórnarflokkunum fyrst og fremst!
Megin stjórnarandstöðuflokkurinn taldi sig sennilega hafa pálmann í höndunum við upphaf vikunnar, þegar ljóst virtist vera af andstöðu einstakra þingmanna stjórnarflokkanna - að Papandreo hefði ekki triggann meirihluta fyrir því að koma í gegnum þingið, málum tengdum björgunaráætluninni.
- Veðmálið hafi verið - að halda áfram að neita öllu samstarfi við ríkisstjórnina, í von um að hún myndi falla!
- Með því að kníja fram kosningar - næði hann svo völdum!
- En Papandreo er greinilega baráttujaxl, og stað þess að lippast niður - lagði hann allt undir!
Með því að ákveða að halda þjóðaratkvæðagreiðslu - sýnist mér að Papandreo hafi slegið vopnin úr höndum stjórnarandstöðunnar, hækkaði til mikilla muna veðmálið - enda nánast öruggt að gríska þjóðin myndi segja "Nei".
Þannig, að megin stjórnarandstöðuflokkurinn - var neiddur til að ákveða sig af eða á - evra "já/nei".
Hann valdi "já" - eða virðist hafa. Það var í reynd ekki nema einn valkostur í stöðunni í því tilviki, að samþykkja að styðja tiltekin lykilfrumvörp sem liggja fyrir á gríska þinginu.
Þannig er þá stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn orðinn einnig samábyrgur ríkisstjórninni, um framkvæmd björgunarpakkans - þeirra sparnaðaraðgerða sem honum tengjast.
Svo þá er ekki ef til vill lengur eins vænlegt fyrir aðal stjórnarandstöðuflokkinn - að kníja fram kosningar!
Þannig sýnist mér þetta liggja fyrir - að Papandreo hafi náð sínu fram - sé sigurvegarinn!
Niðurstaða
Þessi vika hefur verið undirlögð kennslu í grískum stjórnmálapóker. Svo magnaður var sá póker, að G20 fundurinn í Canne hefur nær engu öðru máli sinnt. Forseti Bandaríkjanna sem vanur er að vera fremstur í sviðsljósinu, þurfti að víkja úr því - og enginn annar en Papandreo fékk það í staðinn. En honum var boðið á fundinn, en grískir stjórnmálamenn þykja vanalega ekki nægilega mikilvægir. Og þar fékk Papandreo að vera í stjörnuhlutverki.
Kannski var þetta stærsta vikan í hans lífi!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2011 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 00:19
Hvað vakir fyrir Seðlabankanum með hækkun stýrivaxta?
Ég hef nefnt þetta nokkrum sinnum áður:
Sjá: Peningamál 2011/4 hafa verið birt á heimasíðu bankans - 2.11.2011
- Málið er að verðbólga getur haft fleir en eina orsök:
- Verð geta hækkað erlendis - t.d. á olíu, eða mikilvægum matvælum eins og korni. Þær hækkanir skila sér svo hingað, og valda verðbólgu hér.
- Svo er það dæmigerð víxlverkunar verðbólga, sem verður þegar laun eru hækkuð yfir línuna. Vandinn í ár er sérstaklega slæmur, því að fjárhagur sveitarfélaga og ríkis er þröngur - því velti ríki og sveitarfélög launahækkunum hjá sér beint í verðlag. Hækkun gjalda bættist svo við verðhækkanir verslana, en þær hækka óhjákvæmilega er almenn launahækkun á sér stað því verð er aðferð verslana til að eiga fyrir launum síns fólks. Þannig að það varð veruleg verðbólgu sprenging í ár í kjölfar kjarasamninga.
- Svo er það þensluverðbólga, sem verður með þeim hætti að eftirspurn eykst hraðar í hagkerfinu en aukning framboð getur aukist um einhvern mikilvægann lykilþátt, svo að markaðurinn fer að bjóða upp verð þess þáttar. Slíka þenslu könnumst við vel við t.d. þegar góðæri er nærri hámarki, algengur þáttur sem er boðinn upp hérlendis eru laun - sem þá þíðir að verslanir þurfa að hækka t.d. Flestir ættu að kannast við það að launaskrið - yfirborganir verða oft þegar hagsveifla er nærri hámarki.
- Punkturinn er að vegna þess að grunnorsakir þessara þriggja verðbólga eru af ólíku tagi - þá þarf einnig að beita ólíkum meðölum til að fást við þær!
- Mér finnst aftur á móti Seðlabankinn alltaf láta eins og verðbólga sé alltaf sama dýrið.
En að hækka stýrivexti er mjög góð aðferð - ef þ.e. þensla ríkjandi, því eftir allt saman hærri stýrivextir gera peninga dýrari, svo að það dregur úr útlánum banka - þannig að aðilar séu að slá sér lán fyrir því að fjárfesta eða kaupa dittenn eða dattinn.
En stýrivextir duga ekki gegn verðbólgu - sem hefur aðrar orsakir en þenslu!
Þar liggur einmitt hnífurinn í kúnni - því þ.e. engin verðþensla í hagkerfinu, einungis efirhreytur kjarasamninga frá því fyrri hluta árs er virðast nær alveg farið í verðlag - og einhver hækkun sem enn er inni í kerfinu vegna hækkana að utan.
- Stýrivaxtahækkun - er því afskaplega tilgangslítil!
- Vegna þess að það er engin verðþensla, þá er ekki réttmætt að nota "raunstýrivaxtaviðmið" til að mæla áhrif vaxtanna á hagkerfið - því þ.e. engin þensla til að draga úr áhrifum þeirra.
- Þess í stað bitna þeir á hagkerfinu af fullum þunga - þ.e. 5,5% er rétt mæling slævandi áhrifa núverandi stýrivaxta - ekki talan 1% eða 0,5%, eins og Seðlab. heldur fram, og ályktar að stýrivextir séu hóflegir.
Þvert á móti eru þessi vextir mjög skaðlegir - nema sá skaði sem þeir valda sé í reynd tilgangur sá er vakir fyrir Seðlabankamönnum!
Mér dettur sá möguleiki í hug - að þ.s. vakir fyrir Seðlabankanum með hækkun stýrivaxta, sé allt annar en þeir gefa upp!
- Málið er að í Peningamálum kemur fram, að nettó afgangur af viðskiptajöfnuði landsmanna hafi einungis verið 0,5% - fyrstu 6 mánuði ársins.
- Þá á ég við, að þegar búið er að taka tillit til greiðsla af erlendum skuldbindingum, sé borðið fyrir báru, einungis þetta.
- Sbr. að nettó afgangur sl. árs var einungis 0,3% skv. Seðlabanka!
Það sem ég á við, er að mér dettur í hug er ég les hvað Seðlabankamenn segja, að þessi hækkun snúist í reynd um viðskiptajöfnuðinn!
Hugmyndin sé að beita stýrivöxtum til að slá á neyslu, sem skv. Seðlabanka hefur verið að aukast nokkuð þetta ár - þeir beita sínu tali um nauðsyn þess að slá á verðþenslu til að þeita upp ryki, villa um sýn.
Hættan er alltaf sú hér vegna þess að flest er innflutt, að aukning neyslu fari megni til í innflutning.
Sem skýrir það samhengi sem ég er að íja að!
Niðurstaða
Hvað haldið þið - lesendur góðir? Er Seðlabankinn að hækka stýrivexti - til að bremsa aukningu á neyslu, sem sé að ógna því litla borði fyrir báru, sem viðskiptajöfnuður landsmanna skaffar - og tryggir að landið verður ekki greiðsluþrota svo lengi sem jöfnuðurinn er réttum meginn við núllið?
En umræðan um þörf þess að hækka vexti, til að berjast við verðbólgu - sýnist mér augljós tjara.
Þannig að í stað þess að halda að Seðlabankamenn séu þetta vitlausir - þá dettur mér þess í stað í hug, að þeir séu í reynd smávegis snjallir þrátt fyrir allt.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 3. nóvember 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 6
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871890
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 351
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar