Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Íran og Saudi-Arabía taka aftur upp stjórnmálasamband -- með milligöngu Kína! Líklega forvitnilegasti atburður sl. viku - vísbending um aukin áhrif Kína í Mið-Austurlöndum!

Það eitt að taka aftur upp stjórnmálasamband -- þíðir ekki endilega að hafin sé vegferð sem jafnvel hugsanlega endar með formlegu friðarsamkomulagi milli Írans, og Saudi-Arabíu.
Fyrir þá sem ekki þekkja, hafa löndin 2 eldað grátt silfur -- alla tíða síðan Íran/Írak stríðinu, 1980-1988.
--Þá studdu Saudi-Arabar, í fylgd með Araba furstadæmum við Persaflóa, Saddam Hussain.

Innrásarstríð Saddams Hussain, er áætlað samanlagt hafa lagt allt að milljón manns að velli, en að verulega fleiri Íranar hafi fallið í átökum herja landanna, en Írakar.
--Hinn bóginn, endaði stríðið fyrir rest, með því að Saddam Hussain skyndilega dróg allt sitt lið til baka, er enn var innan landamæra Írans.

  1. Punkturinn í þessu, er að Íran hefur aldrei fyrirgefið þessa aðstoð Saudi-Arabíu, né annarra araba-fursta við Persaflóa, við árás Saddams Hussain á Íran.
  2. Þannig, að samfellt síðan -- hafa verið átök, ekki alltaf stöðug, en þannig að löndin nota sérhvert tækifæri - til að skaða hagsmuni hvers annars.
  • Þessi átök, hafa ekki síst hitnað, síðan stríð hófst í Yemen, þ.s. Íran styður hreyfingu Hútha, sem er Shíta-hreyfing, meðan að Saudi Arabar, ásamd Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, dæla vopnum í andstæðinga Hútha innan Yemen.
    --Talið a.m.k. 300þ. manns hafi látist í landinu, síðan það stríð hófst.
  • Þessi lönd, áttu einnig í - óbeinum átökum - meðan borgarastríð í Sýrlandi geisaði, þ.s. Íranar studdu Assad, meðan Arabafurstar dældu vopnum í vopnaða Súnní skæruhópa, er börðust við ríkisstjórn Assads - þau ár er það stríðið stóð yfir.

Sýrland er nokkurn veginn enn í rjúkandi rúst.
Yemen sannarlega er það einnig.

Iran Saudi Arabia China

China’s top diplomat Wang Yi, Ali Shamkhani, the secretary of Iran’s Supreme National Security Council, and Minister of State and national security adviser of Saudi Arabia Musaad bin Mohammed al-Aiban

Svæðisbundið Kalt-Stríð -- má sannarlega nefna þau átök.
Þ.s. aðferðafræði er sú hin sama, og er Sovétríkin og Vesturveldi börðust um áhrif heiminn vítt, frá ca. 1950 - 1989.

Iran and Saudi Arabia to renew ties after seven-year rift

What to expect after Iran, Saudi Arabia agree to restore ties

Of snemmt er að spá fyrir um hugsanleg víðtæk áhrif formlegs sambands.

  1. Þ.e. auðvitað forsenda þess, að hugsanlega binda endi á átök í Yemen, að Saudi-Arabía og Íran, geti ræðst við með formlegum hætti.
    Óþekkt á þesum pukti hvort slíkt geti verið í farvatninu.
  2. Þetta vekur upp hugsanlegar spurningar um stöðu samskipta Bandar. og SA.
    En, augljós áhugi Kína á bættum samskiptum við - auðug Arabaríki.
    Augljóslega veitir þeim ríkjum - annan valkost.
    Það eitt, getur minnkað áhrif Bandaríkjanna á svæðinu.
  • Þ.e. einfalt að skýra það - því ef Arabaolíuríkin hafa Kína sem valkost.
  • Veikir það bersýnilega, samnings-stöðu Bandar. gagnvart olíuríkum Aröpum.
  • M.ö.o. Bandar. geta þá síður, beitt þau ríki þrýstingi - til að fylgja sinni stefnu.

Með öðrum orðum, verða þá araba-olíuríkin við Persaflóa sjálfstæðari.

  1. Það þíði ekki endilega þau kúplí yfir til Kína.
  2. Enda, er það klárlega þyrnir í þeirra augum -- jákvæð samsk. Kína v. Íran.

Þess vegna er það augljós lausn fyrir Kína, að stuðla að friði þeirra í millum.
Þannig, að sú fjand-vinátta, ógni ekki áfram möguleikum Kína, til að vingast við olíuauðugu arabaríkin.

Hinn bóginn, verður það langt í frá auðvelt að leysa deilur Írana og Arabaríkjanna.
Ekki má gleyma því, að hatrið þarna á milli hefur náð að byggjast upp í töluverðan tíma.

Það hatur er slíkt, að um nokkurt árabil nú, hafa Arabaríkin álitið Íran sinn mesta óvin.
Sem hefur leitt til þess, sl. 10 ár hefur þiðnað mikið í samsk. milli Arabaríkja, og Ísraels -- skv. því forna, óvinur óvinar míns er vinur minn.

Hvað sem öllu því lýður er líklega kominn upp nýr áhugaverður vinkill.
Þ.s. sátta-tilraunir Kína, sem vert sé að fylgjast með.

Tel fram, í mínum augum væri það allra besta mál ef Kína gæti bundið endir á þá löngu óvináttu er hefur staðið yfir síðan upp úr 1980.
Ég ætla þó hvorki að spá árangri þar um, eða að það augljóslega mistakist.
Einungis vert að hafa í huga, að hatrið er mikið fyrst að átökin hafa leitt til friðsamlegra jafnvel nærri vinsamlegra samskipta Arabaríkja og Ísraels.
--En einu sinni virtist það óhugsandi, að Arabaríkin mundu friðvæðast við Ísrael.

 

Niðurstaða
Þetta er líklega áhugaverðasta frétt mánaðarins í alþjóðasamskiptum, það að Íran og Saudi-Arabía hafa tekið upp formælegt stjórnmálasamband, eftir þeim var ryftað er átök geisuðu í Sýrlandi á sl. áratug.
Í tíð, Donalds Trumps, virtist ganga mjög nærri formlegu stríði milli Írans og Saudi-Arabíu, þegar Húthí-menn, með augljósum stuðningi Írans, gerðu ítrekaðar árásir á olíumannvirki Saudi-Arabíu.
Sl. 2-3 ár, hafa átök þau ekki verið eins heit.

Sem er kannski af hverju Kína telur sig sjá tækifæri.
Vert að fylgjast með þessu.

Kína virkilega má stilla þarna til friðar.
En ég reikna ekki endilega með slíkum árangri.
Segi einungis að það væri afar gott mál.

Ég sé ekki í þessu, einhverjar verulegar líkur á að Kína skipti Bandar. út við Persaflóa.
Þó að ég bendi á, að það eitt að Saudi-Arabar og aðrir olíuríkir Arabar hafa Kína sem valkost, muni sennilega hafa áhrif á samskipti þeirra við Bandaríkin.
Þá meina ég, að jafnvægið í þeim samskiptum breytist.

En það á allt eftir að koma í ljós í því síðar meir.

 

Kv.


Rússneski herinn hefur sókt nokkuð fram Norðan við Bakhmut, A-Úkraínu -- að öðru leiti vígsstaðan í Úkraínu, afar lítt breytt milli vikna! Enn töluvert í að Rússum takist að umkringja rústir Bakhmut!

Megin-breyting vígsstöðunnar í Úkraínu, virðist við rústir Bakhmut borgar, þ.s. enn er barist hart, afar hart -- Rússar hafa greinilega náð nokkrum krafti í sóknar-væng Norðan við Bakhmut. Fyrir utan þetta:
Sé stríðið stærstum hluta, kyrrstöðu-hernaður.

Gætt dæmi, mynd frá sl. viku!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_1.jpg

Ný mynd af stöðunni í Bakhmut!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_2.jpg

Með samanburði á myndunum sést megin-breytingin -- Rússar séu greinilega með töluverðan kraft í sókn, á Norður-væng við Bakhmut. Náð að þröngva sér í gegnum, sveitafélag það síðasta er enn var Norðan við Bakhmut, Yahidne.
--Yahidne sé greinilega fallin, því Norður-vængur sóknarinnar, á Norður-útjaðri Bakhmut. Þ.e. nokkur breyting!

  • Bakhmut, er þá umkringd - á 3 vegu.
  • Enn er þó opin hlið - beint í Vestur.
  1. Úkraínuher, hlýtur þó vera farinn að alvarlega íhuga, undanhald.
  2. Eftir allt saman, hafa bardagar staðið yfir í 7-mánuði,um Bakhmut.

Þetta er því orðin, langsamlega lengsta -- orusta stríðsins til þessa.

Hlekkir á sömu kort:

  1. Sl. vika: MilitaryLandNet.
  2. Þessi vika: MilitaryLandNet.


Þetta sýnir samt, rússneski herinn er miklu mun veikari en fyrir 12 mánuðum!
Það var miklu - miklu - miklu meiri kraftur í sókn Rússa sl. vor og sumar.
Þá vísa ég til bardaga er stóðu frá apríl 2022 - til Júlí 2022.
Er Rússar þvinguðu Úkraínu-her frá síðustu svæðum Úkraína réð í Lugansk héraði.
--Þá voru 2-borgir teknar, Lysychansk og Sivierodonetsk.

  1. Rússar eru að taka þarna, á ath. 7-mánuðum, mun smærra svæði en þeir tóku á 3-mánuðum sl. sumar.
  2. Og ekki gleyma, að Rússar hafa ekki enn tekið, Bakhmut.
  • Ath. yfir sama tímabil -- er Rússar hafa tekið milli 600/700 ferkm. - tóku Úkraínumenn, rýflega 7000ferkm. -- sbr. sókn út frá Kharkiv, er náði nærri öllu því héraði sem kennt er við þá, nærri alla leið að rússn. landamærunum - og Úkraínumenn náðu aftur, smá sneið af Lugansk héraði; ekki síst með töku Lyman, náðu Úkraínumenn -- skotfærageymslum, er innihéldu mikilvæg skotfæri.
  • Seinni sóknin var við Kherson, endaði með þvinguðu undanhaldi Rússa.
  1. Sannarlega hafa Rússar verið að sækja fram -- allan liðlangan tímann, samhliða þessum atburðum -- í Donetsk héraði.
  2. Og þ.e. ekki hægt að gefa sér að, Úkraínumenn hafi kraft í aðra stórsókn -- en hver veit; orðrómur er til staðar að Úkraína safni liði og vopnum.
    --Tja, eins og þ.e. orðrómur, um meinta yfirvofandi stórsókn Rússlands.

En þ.e. ekki hægt að halda því fram -- að það sé yfirvofandi líklegt!
Að Rússar sópi gólfið -- eins og gjarnan var haldið fram enn sl. sumar.

Það virðist einfaldlega líta þannig út.
Að vindurinn sé stórum hluta farinn, úr hinum rússneska her.

  1. Hvað sem fullyrt er um stöðu Úkraínu, er vígsstaða Úkraínu, greinilega heilt yfir skárri en á sama tíma á sl. ári.
  2. En á ca. sama tíma á sl. ári, var innrás Rússa í fullum gangi í Norður-hluta Úkraínu, í grennd við Kharkiv, og alla leið að hliðum Kiev borgar - eða Kænugarðs.
  3. Og þá einnig réðu Rússar -- svæðinu við Kherson, og hótuðu sókn í átt að -- Odessa.
  4. Úkraína, í dag ræður yfir -- líklega afar fjölmennu varaliði, þ.e. einhvers staðar á bilinu 3mn. grunar mig sem hafi fengið fulla herþjálfun -- meðan að Úkraína, hafi ekki vopn næg, til að halda uppi meir en ca. 500.000 undir fullum vopnum.
  5. Ég er að vísa til þess, Zelenski fyrirskipaði allsherjar - vígvæðingu.
    Þannig, að allir karlmenn á herskyldu-aldri voru þjálfaðir, og teknir í störf er tengjast stríðinu -- þó líklegast sé einungis hluti þeirra við vopn.
    Og þar með, beinir þátt-takendur í átökum.

Í rússn. fjölmiðlum er sífellt haldið uppi augljósum þvættingi um óskaplegt mannfall.
Að Úkraína - eigi einungis eftir aldraða og unga drengi!
--Alger dómadags vitleysa.

  • Video sem Wagner militia tók um daginn, er augljós fölsun.
    Staged - eins og það heitir.

Úkraína -- hefur í mesta lagi, misst 200.000 særða og látna.
Langt - langt - langt innan við þær 3.000.000 sem líklega fengu herþjálfun.
--M.ö.o. Úkraínumenn - eigi mjög langt í þann stað, að skorta hermenn!

  1. Úkraínumenn, skorti vopn.
  2. Ekki, hermenn.

Þess vegna, vopni Úkraína ekki - milljón eða meir.
Heldur, ca. 500.000.
--Úkraína, líklega getur róterað fólki af víglínunni, til að hvíla hermenn.
Ekki síst, einnig til þess að sem flestir í varaliði, hafi bardaga-reynslu.
Og á virkilega nóg af búkum, til að fylla skörð - vegna mannfalls.

  1. Einhverra hluta vegna, hefur Pútín -- ekki framkv. sambærilega -- hervæðingu Rússlands.
  2. Heldur, virðist Pútín einungis -- fyrirskipa, takmarkaða hervæðingu -- í hvert sinn, að mannfall í röðum Rússa -- þrýstir á fleiri séu kallaðir í herinn.

Gallinn við þá aðferð, er að -- Rússar hafa ekki, þjálfað upp, eins og Úkraínumenn -- stóra púlíu af fólki, sem unnt er þá að kalla inn -- með litlum eða nær engum fyrirvara.
Margir telja að, þetta sjáist á einfaldri taktík Rússa, þ.e. frontal attacks.
--M.ö.o. ekki verið að gera neitt flókið, ráðist beint framan á víglínur Úkraínu.

  • Það er rökrétt, ef lið Rússa er í dag -- stórum hluta skipað, nær algerlega óþjálfuðum einstaklingum.

 

Niðurstaða
Það er heilmikill munur á umræðunni um stríðið nú og fyrir ári -- fyrir ári, var mikil umræða um það, hvort Úkraína geti haldið velli. Enda margir þá að spá fullum sigri Rússlands, maður sá og heyrði stöðugar væntingar frá -- Rússavinum, á þann veg að Rússar mundu sópa gólfið -- sækja alla leið að Odessa, gera Úkraínu landlukt.
Væntingar um sigur Rússa, háværar meðal Rússa-vini, fyrir ca. akkúrat ári.

Í dag, er þessi hávaði um - meintan sigur Rússa, að mestu hljóðnaður.
Enda greinilegt af vígsstöðunni, og hvernig her Rússa ber sig fram.
--Að her Rússa, er var nema skugginn af þeim her er réðst inn fyrir ca. 12 mánuðum.

Hinn bóginn, er enn eftir að koma í ljós, hvaða orku Úkraína sjálf á eftir.
Ég er í engum vafa að, Úkraína á nóg af fólki er vill berjast, og vill berjast.
Spurningin sé einungis um það, hve mikið af vopnum -- NATO vill eða getur látið Úkraínu fá.

  1. Þrátt fyrir harða bardaga við Bakhmut, einkennist stríðið af Kyrr-stöðu-hernaði.
  2. Árásir Rússa séu víðast hvar of veikburða, til að rugga víglínunni.

Það kemur í ljós, eftir að Úkraína fær milli 100-150 vestræna skriðdreka.
Hvort það verður Úkraínuher, sem hefur stóra vorsókn!
--En ég er farinn að efa að, meint stórsókn Rússa er hefur átt að vera yfirvofandi, eigi sér stað yfir höfuð -- efa sannast sagna nú, Rússland eigi eftir næg vopn og skotfæri, til að vopna þann stækkaða her er til þess þyrfti.

En vaxandi vísbendingar eru um skort á mörgum vopnakerfum, og einnig á skotfærum.
Á móti, skortir Úkraínumenn -- einnig vopn og skotfæri.
Ef það á við báða heri, þá auðvitað er það -tæknilega séð- næg skýring fyrir því, að hernaður sé - a.m.k. að einhverju verulegu leiti - lamaður.

Það getur einfaldlega verið - að málið sé frekar, skortur á vopnum og skotfærum hjá báðum. En, að það sé skortur á búkum, hjá báðum.

 

Kv.


Engin merki enn um nýja stórsókn Rúss! Bardagar í Donetsk héraði A-Úkraínu, hafa þó verið harðari sl. 2 mánuði! Rússar náðu einu þorpi í grennd við Bakhmut í sl. viku, sækja hægt en örugglega inn í borgina sjálfa!

Staðan í Bakhmut er sú - að Rússar eru nú komnir í Yhahidne - sambærilegt við það að ef maður að óvinaher væri staddur í Kópavogi á leið að Reykjavík - Yahidne sem sagt, samhangandi byggðalag við, Bakhmut.
--Þ.e. sóknar-broddurinn sem sjá má efst á myndinni.

Sjá einnig vef: MilitaryLandNet.

Þessi ljósmynd tekin af tölvuskjá - sýnir stöðuna í Bakhmut!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bakhmut_mynd_1.jpg

Eins og sjá má, eru Rússar einnig að berjast - Austarlega í Bakhmut borg, og Sunnarlega í henni.
--Þetta hefur ekki verið hröð þróun, sbr. Rússar náðu fyrst að Bakhmut á Austur-væng, fyrir ca. 2-mánuðum, og að Suður-væng, ca. fyrir mánuð.
--Sóknin að Norður-væng hennar, er nýrri - hefur staðið síðan snemma í Janúar, en er nú sl. viku, við það að ná alveg að ystu mörkum Bakhmut úr þeirri átt.

  1. Eins og sést er, er staða Bakhmut að verða afar þung, með Rússa-her brátt á 3-hliðum, Úkraínumenn virðast þó enn -- verjast þar af mikilli hörku.
  2. En, spurningar vakna augljóslega hvort Úkraínu-her dragi sig ekki þaðan fljótlega.

Hins-vegar sést á myndinni, að enn er nokkuð í að Bakhmut sé umkringd!

  1. Rússar eru afar nærri járnbrautarlínu, sem glittir í á myndinni er liggur Austur vs. Vestur frá borginni.
  2. Hinn bóginn, nokkru ofar á myndinni ekki eins sjáanlegt -- er enn fær vegur er liggur einnig Austur vs. Vestur.

Sá er enn í sæmilega öruggri fjarlægð frá rússaher.

  • Miðað við þetta, gæti það hugsast að Úkraínuher, haldi út t.d. einn mánuð enn, eða jafnvel tvo.
  • Eða, Úkraínuher gæti ákveðið að hörfa t.d. innan 2-ja til 3-ja vikna.

Þ.e. auðvitað betra að fara áður en öllum aðflutningaleiðum er lokað.

 

Af hverju ég segi, ekki merki enn um nýja-stórsókn!
Er sú, þó svo að bardagar hafi síðan í Janúar -- verið ívið harðari en ca. 2-mánuðina þar á undan, þá lítur það dæmi samt ekki út -- sem þessi mikla rússn.stórsókn er var boðuð.

Hörðustu bardagarnir séu í Donetsk héraði, þ.e. grennd við Bakhmut, og svæðum nokkrum sunnan og norðan við þá borg!
--Samt í því, eins og megin-fókus Rússa sé á töku, Bakhmut borgar.

  1. Orusturnar eru ekki, eins stórar og orrustur t.d. í Maí-Júlí 2022.
    Þegar barist var um, Lycychansk, og Sievirodonetsk.
  2. Að auki, sé lið Rússa -- greinilega ekki eins fjölmennt í núverandi árásum, eins og í sumar.

Í Sumar þá náðu Rússar 2-borgum, á ca. 3-mánuðum.
Bardagar um Bakhmut -- hafa nú staðið í um yfir 7 mánuði.
--Bakhmut ekki enn fallin!

  1. Ég held það verði að skoðast sem augljós veikleika-merki Rússn.hersins.
    Að eftir þetta langan tíma, þ.e. 7 mánuði, sé rússn.herinn.
  2. Enn að berjast um Bakhmut.

M.ö.o. bardagarnir eru ekki á stærð við bardaga sumarsins -- a.m.k. ekki enn.
Ég vil ekki tala um -- sýnilega nýja stórsókn, nema umfang bardaga stækki a.m.k. slatta.

Rússneskur bloggari gerir lítið úr yfirlýsingu stjórnarsinna í Moskvu!

Wanted Russian rebel Igor Girkin scorns MH17 trial - BBC News

Igor Girkin -- hæddist af yfirlýsingu Medvedev, 24/3 sl.

Medvedev virðist hafa talað um góðan árangur af átökum, samtímis lýst yfir bjartsýni um fullnaðarsigur Rússa -- Girkin greinilega ekki sammála: Hlekkur.

The case when it would be better not to read this news at all.
Since what Luntik assures usually comes out exactly the opposite ... But it is impossible not to mention Dmitry Anatolyevich - he is the only one from the inhabitants of the Planet of the Pink Ponies who dared to remind the population of the Russian Federation that today is exactly one year of our amazingly implemented NWO... Newspaper.ru Medvedev expressed confidence in Russia's victory in the special operation in Ukraine Dmitry Medvedev, Deputy Chairman of the Security Council of the Russian Federation, said that Russia would win the special military operation and regain its territories. The politician wrote about this in his Telegram channel.

Hann útnefnir sem sagt -- Medvedev sem íbúa plánetunnar, bleikir hestar.
Ég geri ráð fyrir - plánetan bleikir hestar - sé Ríkisstjórn Rússlands.
En Medvedev er í ríkisstjórn Rússlands.

Enginn annar í ríkisstjórn Rússlands virðist hafa séð ástæðu að minnast sérstaklega dagsins 24/3/2023 -- m.ö.o. akkúrat 1 ár frá upphafi innrásar í Úkraínu.

  • Áhugavert hvernig Girkin, kemst ítrekað upp með að hæðast að yfirlýsingum rússn. yfirvalda, þeim er tengjast málefnum stríðsins í A-Úkraínu.
    Sem Girkin telur ganga miklu mun verr, en rússn. stjv. hingað til staðhæfa.

Menn eins og Girkin, eru forvitnilegir -- því svo ákveðnar gagnrýniraddir eru ekki margar innan Rússlands, það forvitnilegasta -- hann fái enn að komast upp með að tjá sig þannig.

 

Niðurstaða
Breytingar milli vikna í Úkraínu eru ekki risastórar -- stöðugt er barist vítt á víglínunni í Donetsk héraði A-Úkraínu, stöðugir bardagar samfellt sl. 7 mánuði.
Það sem er öðruvísi en þegar bardagar voru heitastir milli Maí 2022 og Júlí 2022.
Er einmitt, að bardagar þó stöðugir séu!
Eru þó enn sem komið er síðan Júlí 2022 -- ekki eins stórir og sl. sumar.

Ég er þarna að vísa til -- sóknartilburða Rússa!
Það þíðir á mannamáli, að enn bólar ekki á nýrri stórsókn Rússa.
--Er átti að hefjast!

  1. Því lengri tími liður án þess að bardagar stækki verulega.
  2. Fær mann að velta fyrir sér, hvort Rússa-her sé kannski of veikur til að hefja nýja stórsókn.

Of snemmt enn þó að ákveða slíkt.
Orðrómur um nýja rússn. stórsókn hefur verið stöðugur sl. 2 mánuði.
--En, enn er hún ekki sjáanleg.

Ath. eitt, það hefur verið aukning í bardögum sl. 2-mánuði.
Ef þ.e. allt og sumt sem Rússlandsher nú getur.
--Þá tja yrði maður að álykta að Rússlands-her sé hugsanlega þegar úrbræddur.

Vandamálið er alltaf að maður getur einungis ályktað út frá stöðunni sem er.
Kannski hafa verið tafir í liðssöfnun í Rússlandi.
Og stórsóknin hefjist einfaldlega - síðar.

En því lengur líður án þess að á henni bólar, því skeptískari verð ég.

 

Kv.


Ný sókn Rússa í Úkraínu ekki eins öflug og óttast var - árásir víða, en varnir Úkraínu haldi; einungis á svæði í grennd við borgina Bakhmut hafi Rússlandsher náð einhverjum árangri! NATO metur í dag - manntjón Rússa, 200.000, Úkraína hafi misst 100.000

NATO virðist hafa sæst á varfærnar tölur, þ.s. heildarmanntjón Rússa sé metið 200.000.
Þá meinar NATO, særðir + fallnir. Ég hef heyrt töluvert hærri tölur en það!
Á móti metur NATO í dag, manntjón Úkraínu, særða og fallna, 100.000.
--Sú tala er aftur á móti ca. á þeim slóðum ég hef heyrt frá öðrum áttum, hæsta matið sem ég tel hugsanlega áreiðanlegt, er 160.000.
--Ath. ég hef heyrt umtalsvert hærri tölur um mannfall Rússa, ég tel koma til greina.
Þess vegna álít ég mat NATO nú birt, varfærið m.ö.o. síst of hátt.

  • Í upphafi innrásar í Úkraínu, réðst Rússland fram með milli 200-300þ.
    Ef maður notar hærri töluna, væri það mannfall upp á 2/3 hluta upphaflegs innrásarhers.
  • Hinn bóginn, hafa Rússar bætt töluverðu liði við, þannig viðhaldið stöðugum liðsfjölda nokkurn veginn.
  • Á sama tíma, birta Rússar stórfellt ýktar tölur sem þeir halda fram um mannfall Úkraínu -- tölur langt langt yfir því sem sé sennilegt.
  • Rússar hafa auðvitað - hvatir - til að íkja mannfall, Úkraínu.
    Þeir gjarnan, staðhæfa að fj. útlendinga þ.e. annarra en Úkraínu-manna, falli reglulega, sem líklega eru einnig íkjusögur -- til að væntanlega styðja málflutning í Rússn.fjölmiðlum, að Rússland berjist við NATO.
    --En það eru engir NATO hermenn, í bardögum.
    --E-h fj. sjálfboðaliða, ca. 10.000 samanlagt frá fj. landa, eru taldir vera þarna, á eigin vegum, m.ö.o. þeir berjast í einkennisklæðum Úkraínuhers, undir stjórn herforingja Úkraínu. Þeir eru því, hluti af her Úkraínu. Staða þeirra m.ö.o. í engu önnur, en staða hvers annars hermanns í Úkraínu-her.

Donbas svæðið A-Úkraínu!

Eftir 3-vikur af harðari bardögum virðist ljóst ný sókn Rússa, hafi ekki þann liðsstyrk er sennilega dugi til verulega sóknar-árangurs gegn Úkraínuher!
Þetta sjáist af niðurstöðum bardaga þess tímabils --: MilitaryLandNet.
Vegur MilitaryLandNet -- birtir enn betri kort af bardagasvæðunum. Opna hlekk og skoða!

  1. Þ.s. sést á þeim kortum, að það sé fyrst og fremst í grennd við borgina Bakhmut að Rússar séu í stöðu til að ógna mikilvægu byggðalagi!
  2. Eins og kort MilitaryLandNet sýni, sé sókn Sunnan við Bakhmut, komin nærri mikilvægri járnbrautarlínu, nái kannski á nk. dögum að skera hana.
  3. Þar fyrir utan, sæki annar sóknar-broddur Norðan að Bakhmut, enn sé þó byggðalagið Yahidne á milli -- ef Úkraínuher verst þar af hörku, gætu Rússar enn þurft töluverðan tíma að ná að Bakhmut úr þeirri átt.
  4. Enn er þó sæmilega öruggur vegur milli Bakhmut -- er liggur Austur/Vestur.
    Engin Rússn.sókn enn nærri þeim veg.

En ef Suður/Norður sóknar-broddarnir ná alveg að Bakhmut, væri sú borg umkringd úr 3-áttum, en nú a.m.k. 2-mánuði, hefur rússn. her verið alveg upp-við Bakhmut, beint í Austri, þar verið nú um nokkurt skeið harðir bardagar í A-úthverfum borgarinnar.

  • Samanlagt hefur það tekið Rússa -- nú ca. 7 mánuði að ná þessari stöðu!
    Ath. samanlagt hafa Rússar náð ca. 700ferkílóm. á þeim tíma, á því svæði.
  • Berum það saman við, 6000ferkílóm. Úkraínumenn tóku annars staða á sama tíma.

Talið -- a.m.k. 30.000 Rússar hafi orðið fyrir líftjóni eða óvígir á þeim tíma.
Einungis í bardögum um Bakhmut og í grennd við Bakhmut.
Þúsundir Úkraínumanna hafa auðvitað einnig særst eða látist!
--Talið er samt sem áður, manntjón Rússa í þeim bardögum sé umtalsvert hærra.

  • Vegna þess, talið er staðfest Rússar hafi beitt: Fyrra-stríðs taktík.
  • M.ö.o. vegna mikils fj. fanga, ca. 40þ. fangar taldir hafa tekið þátt í bardögum á Bakhmut svæðinu -- og talið, megin-þorri þeirra hafi fallið eða særst.
  • Vagner sveitirnar hafi beitt, Fyrra-stríðs taktík, þ.s. fangarnir hafi ekki fengið nokkra hina minnstu herþjálfun.

Ekki talið mannfall fanganna - sé pent talið af Rússa-her.

  1. Punkturinn er sá, að á öðrum vígsstöðum í Úkraínu, fyrir utan Bakhmut.
  2. Virðist að varnir Úkraínu, haldi.
  • Meira segja Bakhmut, gæti hugsanlega haldið enn -- mánuð eða 2 til viðbótar.
    En sennilega hörfa Úkraínumenn þaðan fyrir rest!

Takið eftir, Úkraína á enn eftir ca. sama fj. skriðdreka!
Meðan skriðdrekum Rússa hefur fækkað ca. um helming!

Kom fram í máli varnarmálaráðherra Bretlands, sókn Rússa sé það veik, að lítið sé að óttast að verulegar breytingar verði á víggstöðunni út af henni!

  1. There is no evidence to date of a great, big Russian offensive,” Wallace said. “What we have seen is an advance on all fronts, but at the expense of thousands of lives  . . . We should actually question the assertion that they [the Russians] can go on.
  2. He cited reports that 3,000 Russian soldiers had died during a three-day attack last week on the southern Ukrainian town of Vuhledar.
  3. *Russia still has significant forces at its disposal,” Wallace said. “But what we have discovered is that when they muster them, they get whacked . . . They’re struggling.

Þó það virðist rétt að Rússar komist lítið áfram -- ath. margir mánuðir af sókn.
Hafa skilað Rússum einungis 600 ferkílóm. gegnt a.m.k. 30.000 særðum og föllnum.
Talið að Úkraínumenn hafi -- líklega misst, líklega ekki meir en ca. helming sama fj.
--Hugsanlega minna en helming á móti.

Þá þíði það ekki, að Úkraína geti keyrt í gegnum Rússa-her!

  1. Hvort að gjafir NATO á yfir 100 skriðdrekum, breyta þeirri stöðu á eftir að koma í ljós.
  2. En ef við sjáum ekki aukinn kraft í tilraunir Rússa, þá líklega mun víggstaðan ekki stórfellt breytast, áður en Úkraínumenn -- hafa a.m.k. 100 Leopard 2, og 14 Challenger 2 skriðdreka.

Það mun alveg örugglega skipa máli - þ.s. þessar tvær týpur taka þeim skriðdrekum Rússa langt fram, sem enn hafa sést í átökum í Úkraínu.

  • Talið að Rússar hafi misst, a.m.k. helming T72 skriðdreka, og marga T80.
    Military Balance.
  1. Ástæða þess að Úkraína - þrátt fyrir 12 mánuði af stríði.
    Hafi enn ca. sama fj. skriðdreka sbr. v. febr. 2022.
  2. Er ekki síst, mikill fj. rússn. skriðdreka Úkraína tók herfangi.
    Í bardögum í grennd við Kíev - þ.s. Úkraínumenn náðu hundruðum skriðdreka óskemmdum.

Margir segja í gríni -- Rússland sé duglegra en nokkurt annað land, að sjá Úkraínu fyrir vopnum.

Vefurinn Oryx - hefur í marga mánuði tekið saman eigin tölur um tjón Rússa og Úkraínu: Attack On Europe: Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.

  1. Skriðdrekar: destroyed: 1027, captured: 548.
    M.ö.o. Úkraína tók 548 Rússn. skriðdreka!
    Það auðvitað þíðir: Rússar hafa misst nærri 1.600.
  2. Yfir 3000 brynvarinna liðsflutningafarartækja á beltum.

Oryx birtir einnig eigin tölur um farartækja-tjón Úkraínu: Documenting Ukrainian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.

  1. Skriðdreka-tjón Úkraínu sé:467.
    M.o.ö. -- Úkraína hefur tekið flr. skriðdreka herfangi, en samsvarar tjóni Úkr.
  2. Ef marka má Oryx -- er heildar-herfang Úkraínu, 867 hertekin tæki.
    Móti sé heildartjón Úkraínu á öllum brynvörðum herfarartækjum: 2979.
    --Nettó talan m.ö.o. ca. 2.100.
  3. Það séu einkum, liðsflutninga-tæki, rýflega 2000 stykki.

Þetta samt sem áður framkallar það áhugaverða:

  1. Úkraína hefur ekki færri skriðdreka en áður.
  2. Meðan Rússa, hafa misst -- nærri helming, virks skriðdreka-flota síns.

Það sé ekki af ástæðulausu -- Rússland hafi virkjað hundruði af T62 skriðdrekum.
Yfir 50 ára gömlum!

  • Vegna þess skriðdreka-framleiðsla í Rússl. sé óveruleg, þá gengur Rússland til að bæta tjón á gamlar birgðir.
  • Talið að hátt hlutfall þeirra, séu líklega ónýt.
    Eftir gjarnan yfir 20. ár af því að vera geymd fyrir opnu.
    Eins og flestir vita, þá skemmast tæki - ef þau eru mörg ár óhreyfð fyrir vindum og veðrum.

Sumir hafa nefnt -- Rússar eigi 5.000 slíka.
En, mjög margir þeirra líklega ónýtir eftir mörg - mörg ár, óvarðir fyrir veðri og vindi.

  • Þess vegna talið, Rússa skorti í vaxandi mæli, skriðdreka.

Það sé hluti af hverju, Rússar í vaxandi mæli -- beiti: Human-wave-attakcs. WW1 style.
Auðvitað leiði skriðdreka-skortur einnig til, Rússar eigi trautt um gegnumbrot.

Tjón Rússa sé trúverðugt -- því her Rússa hegðar sé eins og maður bíst við, her er hafi orðið fyrir miklu tjóni, hegði sér!

  • Eins og sagt er, ef það kvakar eins og önd -- o.s.frv.

 

Rakst á áhugaverða gagnrýni hjá Rússneskum stríðsbloggara!

Ég get ekki metið sannleiksgildi þessa: Hlekkur.

VETERAN'S NOTES A catastrophic situation has developed with the monetary allowance of the participants of the NWO. The scale of the problem is simply indecently huge. This problem exists in every military unit.

In every battalion, in every company and every platoon. Total non-payment of the promised and due monetary allowance. Volunteer units such as BARS are particularly affected in this regard. People who volunteered for the front in the spring - in the summer of 2022 are simply marinated and strangled by the bureaucracy. People wait half a year for a seal on a piece of paper to prove that they are combatants. Then the circles of hell begin in the military registration and enlistment offices for registration of the status of the WBD.

The circles of hell lie in the fact that the bureaucratic machine in the warring units is simply disgusting. But the most egregious case that I know is when a person was mobilized on September 22, 2022, and on September 26 he was already in Svatovo. We talked with him at the end of January and at that time he did not receive a penny from the MO! On the card he only received a salary from his previous place of work. But that's not all.

In November, he was injured. There is a certificate in form 100. But they refuse to pay compensation, citing the fact that they consider the injury not severe enough! It's just thrash. A man was called up for mobilization, he has been fighting for almost half a year, he was wounded and he is not paid! And I personally know dozens of such stories. People grumble. Discontent and anger build up. If the situation does not change, it will lead to a social explosion in the veteran community. Do you need it!?

It is necessary to take tough measures to normalize the situation in this sector. It is necessary either to return the financiers in part, or to take other measures. But it can't go on like this. Next will be an explosion.

En ef þetta vandamál hann nefnir er -- ósjaldgæft.
Þá auðvitað spyrst það út meðal þeirra sem - hugsanlega íhuga auglýsingar yfirvalda þ.s. Rússum er boðið peningur, gegn því að bjóða sig fram til stríðs.
M.ö.o. vandamál af þessu tagi, gæti auðvitað skaðað -- tilraunir yfirvalda í Rússl. til að, fá fólk til þess að bjóða sig fram, gegn borgun.
--Þannig, aukið líkur á því, að rússn. yfirvöld þurfi að, þvinga fleira fólk í herinn.

Ég tel mig í engri aðstöðu til að meta sannleiksgildi þessara umkvartana.
--Ath. hlekkurinn að ofan, vísar beint í rússn. texta.

 

Niðurstaða

Það virðist ólíklegt að ný sókn Rússa leiði til verulegra breytinga á vígsstöðu Rússlands gagnvart Úkraínu í A-Úkraínu, þ.s. sóknar-tilraun Rússa er í gangi.
Því þrátt fyrir harðari árásir nú í ca. 3 vikur, séu hreyfingar á línum einungis á litlu svæði í grennd við Bakhmut í A-Úkraínu, þ.s. Rússar sækja virkilega á hraða snigilsins að borginni Bakhmut.
Átök um þá borg haf staðið samfellt í 7 mánuði, og geta staðið í kannski - viðbótar 2 mánuði. Ef maður gefur sér, að sókn Rússa að þeirri borg stoppi ekki.
--Yfirgefa Úkraínumenn hana fyrir einhverja rest.

Það áhugaverða er að Úkraínumenn, enn eiga ca. sama fjölda skriðdreka og fyrir febr. 2022, meðan að skriðdreka-eign Rússa áætlað hefur minnkað ca. um helming.
--Það sem geri tjón Rússa, tilfinnanlegra en tölurnar sýna.

Sé að þeir skriðdrekar hafi verið þau tæki, sem Rússar höfðu varið peningum til að uppfæra tæknilega -- í staðinn m.ö.o. taka þeir í notkun: óuppfærða T72.
Og að auki, hafa þeir í noktun einhver hundru af 50 ára T62.
--M.ö.o. gæðastandard rússn. skriðdreka í stríðinu, hafi farið verulega aftur.

Meðan hafi gæðastandard Úkraínskra skriðdreka ekki minnkað.
Og eftir að þeir fá kannski um 150 vestræna-skriðdreka.
--Þá mun koma í ljós, hvaða áhrif svo miklu mun öflugari tæki hafa á stríðið.

  • Vegna þess að Úkraína, hervæddi strax í upphafi stríðs.
    Þá hefur Úkraína í dag, líklega ekki tapað gæðastandard eigin herliðs þrátt fyrir mannfall.
  • Meðan hegðan rússn. hersins sýni, gæðastandard rússn. hersins hafi greinilega farið aftur.

Það sýni einfaldlega notkun einfaldra bardaga-aðferða.
Er hafi einkennt aðferðir rússn. hersins a.m.k. sl. hálft ár.
En því lakara liðið er, því einfaldari þurfa aðferðirnar að vera.

 

Kv.


Útlit fyrir Rússland fyrirhugi nýja sókn í Donbas A-Úkraínu, áður en ca. 120 Vestrænir skriðdrekar berast í úkraínskar hendur!

Loforð um afhendingu Vestrænna skriðdrekar eru komin á það stig, að nú er ljóst að Leopard 2 skriðdrekar -- verða a.m.k. rýflega: 100. Loforð þegar 100 +.
Þar fyrir utan, 14 Challenger 2 skriðdreka.
Og 34 M1 skriðdreka!

  1. Áætluð koma fyrstu skriðdrekanna, er í apríl.
  2. M.ö.o. að fyrstu áhafnir verði búnar að ljúka þjálfun ca. þá.
  • Flest bendi til að Pútín hafi ákveðið að flýta fyrir fyrirhugaðri árás Rússlands-hers á Úkraínu -- sem getur bæði verið gott eða slæmt.
  • Jákvæða við það, að væntanlega - leiðir flýtir til þess - sú árás er minna öflug.
    En árás t.d. 1-2 mánuðum síðar, gæti hafa orðið.
    Er Rússland hefði gefið sér meiri tíma, til liðsafnaðar.
    Og til þess að þjálfa nýliða.

Ef marka má upplýsingar -- hafa nýliðar í Rússa-her, er ekki hafa enn hafið orrustu.

  1. Fengið ca. mánuð af þjálfun.
  2. Þ.e. afar lítl þjálfun - þó betra en ekkert.

Berum það saman við, er Úkraína -- í Febr. 2022 hóf almennt herútboð.
Og nýliða-þjálfun hófst þá strax og unnt var.
Síðan, hefur Úkraína -- 2 mikilvægar sóknir seint í júlí 2022.

  • Þarna á milli: 6 mánuðir.

En þ.e. einmitt það tímabil, löng hermennsku-hefð segir, að sé lágmarks-tímabil.

  1. Skv. því eru Rússar ekki enn að gefa sér tíma til að þjálfa nýliða almennilega.
  2. Þ.e. í skilningi jákvætt fyrir Úkraínu - þar eð, því slakari sem þjálfunin er, því lélegri eru þeir hermenn: m.ö.o. t.d. þarf tíma til að læra að hitta almennilega.
    Það er auðvitað markt annað - notkun tækja af margvíslegu tagi.
  • Erfitt að sjá að -- 1 mánuður dugi til þess, hermenn kunni hermennsku vel.

ISW Ukraine Conflict Updates

Bakhmut loftmynd

Russian attacks grind on in eastern Ukraine as Bakhmut is 'destroyed'

Flest bendi til þess, að samsetning liðsins verði!
Þ.s. Rússland enn á af góðum her, fari fyrir liðinu:

  • Þ.e. véla-herdeildir, ásamt þeim vel þjálfuðu hermönnum, Rússland enn á.
    Slíkar hersveitir kunna svokallað -combined arms.-
  • Hinn bóginn, er vart að búast við því.
    Að bróðurpartur liðsins -- 1 mánuð af þjálfun.
    Séu færir um það flóknar athafnir.

Þó svo að Rússar virðist ætla að senda þær véla-herdeildir þeir eiga enn.
Þ.e. skriðdreka + þjálfað herlið búið liðsflutninga-tækjum á beltum.
--Séu þær sveitir veikari til muna, en þær voru í Febrúar 2022.

  1. Úkraína sé til muna, betur búin undir stríð -- nú en Febr. 2022.
  2. Þ.e. ekki einungis fengið gríðarlegt magn vopna frá NATO löndum, betri vopn en Rússland hefur -- heldur er her Úkraínu mun fjölmennari en Febr. 2022.
    M.ö.o. það lið er þjálfað var skv. skipun um herútboð.
    Er ekki einungis í dag þjálfað, betur þjálfað, heldur nú combat veterans.

Ég hef því ekki gríðarlegar áhyggjur af þessari árás sem Rússland fyrirhugar!
Reikna fastlega með því varnir Úkraínu haldi á flestum stöðum!
Þó mögulegt sé auðvitað að her Úkraínu -- hörfi taktískt t.d. í Bakhmut!


Bardagar um Bakhmut voru afar harðir í sl. viku!
Rússar eru nú komnir nokkurn spöl inn í Bakhmut á, A-hlið borgarinnar.
Ef maður getur ráðið af kortum -- hafa Rússar ca. 15% borgarinnar.
Eru enn að berjast í úthverfum A-megin hennar.

  • Miðað við þetta, gætu bardagar um borgina, enn tekið mánuði.
  • Hafa þegar tekið 6-7 mánuði.

En þ.e. ágætur möguleiki, að hluti af nýrri árás Rússa-hers.
Verði ný og enn fjölmennari árás á þá borg.

  1. Liðssafnaður Rússa, er sjáanlegur nærri Kreminna - í Luhansk héraði, þ.s. Rússar hafa hafið nú þegar -- töluverða gagnárás á þ.s. hefur verið sókn Úkraínu á því svæði: En nýlega komst sú sókn alveg upp að Kreminna.
    Reiknað er með því, að a.m.k. -- hluti nýs liðssafnaðar Rússa.
    Styrki við árásir á því svæði.
  2. M.ö.o. er frekar búist við því, Rússar skipti liðinu milli Luhansk, og Donetsk svæðisins -- frekar en að safna liðinu öllu á einn punkt.
  • Einhver hópur virðist einnig vera til staðar, sunnan við borgina Zaporizhzhia.
    Áætlaður ca. 40þ. Þ.e. þó ekki reiknað með fjölmennri árás í átt að þeirri borg.
    En Zaporizhzhia hefur milli 200-300þ. íbúa. Liðssafnaður að því umfangi, er ekki talinn nándar nærri þeirri stærðargráðu að -- geti orðið veruleg ógn þar.
  • Þar fyrir utan, er ekki reiknað með -- nýrri atlögu að Kiev, þ.e. annarri innrás frá Hvíta-Rússlandi.

M.ö.o: Luhansk og Donetsk -- verði fókus Rússa!

  1. Í Luhansk, að íta her Úkraínu aftur til baka frá Luhansk, en sl. mánuði hafði Úkraínuher tekist á ný, að taka aftur nokkra skika -- a.m.k. eina borg, Lyman.
  2. Og auðvitað, tilraun til að taka Donetsk: Enn ráða Úkraínu-menn ca. 50/50 móti Rússum af því svæði.
  • Það sé því alls ekki hægt að segja: Rússland hafi enn tekið Donbas.

 

Höfuðstöðvar NATO!

 

Ný árás Rússa-hers mun að sjálfsögðu hvetja NATO til enn frekari vopnasendinga!
Þannig hefur það alltaf verið -- eins oft og Rússar kvarta yfir NATO.
Þá eru NATO aðgerðir hingað til -- ætíð viðbragð við aðgerðum Rússa!

  • Ástæða þess að NATO ákvað að senda yfir 100 skriðdreka til Úkraínu.
  • Er nákvæmlega vegna þess, að NATO veit að Rússar hafa um nokkurt skeið verið að safna nýju liði -- orðrómur um nýja vorsókn hefur verið sterkur og vaxandi.

T.d. hefur verið skoðun - a.m.k. sumra - vorsóknin gæti haft 1.000.000 hermenn.
Hvað sem satt er í því: Þá taldi Úkraína nýlega, að Rússar fyrirhuguðu a.m.k. 500þ.

  1. Samtímis, hefur Rússland í engu sjáanlega gefið eftir af kröfum sínum um land á hendur Úkraínu.
  2. Stjórnvöld Rússlands stefna enn að fullum sigri.

Þannig viðbrögð NATO eru þá -- senda þessa skriðdreka!

  1. Til þess, að auðvelda Úkraínu að brjóta upp þá fyrirhuguðu sókn.
  2. Þannig sýna Rússum fram á, þeir geti ekki haft fram sigur.

Líta má -- viðbrögð NATO sem nokkurs konar samninga-tækni við Rússa.
M.ö.o. tilgangur NATO sé ekki einungis að hindra mögulegan sigur Rússa.
Heldur einnig, að knýja Rússlands-stjórn til eftirgjafar.

Ég held að margir fatti ekki þetta: Stríðið sé þannig séð, samninga-tækni.

  1. Rússland hafi ekki verið sátt við þau tilboð það fékk frá NATO löndum.
    Þannig að Rússland -- hefur innrás, til að þrýsta fram sínum kröfum.
    Þrátt fyrir allar þær blóðsúthellingar og tjón því fylgi.
  2. NATO, styður við sínar kröfur -- með vopnasendingum.
    Og síðan, enn frekari vopna-sendingum.
  • Spurningin er þá, hvort að Rússland hafi getu til að knýja sitt fram.
    Ég stórfellt efa persónulega að svo sé.

Þetta er a.m.k. orðin heilt helvíti rosalega kostnaðarsöm samninga-aðferð fyrir Rússa.
Þó það kosti slatta að senda Úkraínu vopn -- sé sá kostnaður miklu mun smærri í hlutfalli við þjóðarframleiðslu NATO landa; en stríðskostnaður Rússa sé sbr. þjóðarframl. Rússl.
--Álag fyrir NATO lönd borið við kostnað, tjón, mannfall Rússa, lítiðfjörlegt.

Því eiginlega skrítið Rússar stöðugt vænta þess NATO gefi eftir!

 

Mynd frá Póllandi af röð flóttamanna!


Bendi einnig á, að Rússland einnig hótar stórfelldri flóttamannakrísu!
Ég heyri aldrei nokkurn Rússa-vin ræða þann þátt!

  1. 6 millj. Úkraínumanna a.m.k. eru landflótta í löndum Evrópu, síðan Febr. 2022.
  2. 11 millj. a.m.k. til viðbótar, eru á flótta frá heimkynnum, innan Úkraínu.
  • 17 - milljónir samanlagt m.ö.o.
  • Ef Rússa-her næði mun meiri árangri.

Væri veruleg hætta á að margir af þessum 11-millj. flýðu Úkraínu til V-Evrópu.
Að auki, gæti heildarfj. flóttamanna - auðveldlega náð: 20millj.

  1. Rússar hafa gjarnan gamnað sér yfir -- meintum verðbólgukostnaði fyrir Evrópu.
    Og einnig meintum stríðskotnaði.
  2. Þá algerlega gleyma þeir hótun Rússa um allt að: 20millj. Úkr. flóttamenn.

Ég er algerlega öruggur um það!
Að þessi flótta-mannavandi, er a.m.k. hluta-ástæða þess!
Að NATO lönd senda Úkraínu vopn.

  1. Einfalt, því betur Úkraínu-her gengur.
  2. Því færri flóttamenn!
  • Rússar virðast ekki fatta, að ef NATO ætti að gefa eftir.
    Þíddi það samtímis samþykki NATO að taka við hálfi Úkr. þjóðinni, sem flóttamenn.

Ef menn halda að -- flótta-manna-vandi geti ekki verið mikilvægt atriði.
Þá hafa menn greinilega algerlega gleimt -- umræðu í V-Evrópu um, Sýrlands-flóttamanna-vandann á sl. áratug.

Ég held að Rússlands-stjórn stórfellt vanmeti hvernig þessi vandi.
Virkar á móti hótunum Rússa -- t.d. um verðbólgu.

  1. Rússl. segir, ef þið samþ. okkar kröfur - minnkar verðbólgan hjá ykkur. Og þið hættið að hafa kostnað af vopnasendingum.
  2. En að láta að kröfum Rússa, þíddi stórfellda sprenginu í fj. flótta-manna frá Úkraínu -- ekki einungis kostnað að búa til störf, fæða og hýsa 20m. - heldur þau samfélags-vandamál er fylgja, það stórri flóttamanna-bylgju, á það stuttum tíma.

Ég er sæmilega viss um að -- flestum í Evrópu, finnst það -- betra að senda vopn.
Og samtímis, verðbólgan sé -- þrátt fyrir allt, ekki það rosalega slæm í samanburði.

 

Niðurstaða
Þegar ég íhuga heildarmyndina -- held ég þrátt fyrir allt.
Að fyrst að öruggt var að Pútín mundi senda nýja sókn á Úkraínu.
Sé skárra hún komi snemma!
Eins og bent á að ofan, rússn. nýliðar fá þá að virðist einungis 1 mánuð af þjálfun.
Rússland, hefur sókn fyrr -- að sjálfsögðu með minna lið, en ef sókn væri síðar.

Það þarf ekki að vera alvarlegt það að sóknin hefst áður en Úkraína fær Vestrænu skriðdrekana -- því að sóknin sé liðfærri og þar með veikari út af flýtinum.
Líklega hafi Úkraína nægan styrk til að stöðva hana - án Vestrænnu skriðdrekanna!

  1. Það þíði, að þegar Vestrænu skriðdrekarnir séu komnir -- líklega ca. þegar þeir bardagar eru þegar langt komnir, eða ca. að ljúka!
  2. Þá komi skriðdrekarnir akkúrat á réttum tíma, til að snúa vörn í sókn.

Sögulega séð er rétti tíminn fyrir gagnsókn -- þegar sókn andstæðingsins missir afl.
Ég á ekki von á því, að þessi sókn leiði til einhverra stórra sigra fyrir Rússa!
Þ.e. áður en liðsstyrkur til Úkraínu í formi skriðdrekanna góðu, sé stórum hluta kominn.

Þjálfun á Leopard 2 skriðdreka er þegar hafin.
Rökrétt senda Úkraínumenn, reyndar áhafnir - er þurfa einungs vikur til að ná að beita skriðdrekum með nýrri tækni.
--Sannarlega er viðmið NATO, 6 mánaða þjálfun - en það á við, óreyndar áhafnir.

  • Niðurstaðan gæti orðið sú, Pútín skapi aðstæður fyrir vorsókn Úkraínu.

Sú gæti náð góðum árangri, sérstaklega ef Rússar hafa misst mikið af liði og hergögnum í þeirri sókn sem nú er fyrirhuguð. Þannig þeir eigi enn minna eftir en nú er.

 

Kv.


Spurning hversu miklu máli það skiptir - að NATO ætlar að senda Úkraínu a.m.k. 100 Vestræna skriðdreka er tæknilega taka rússneskum skriðdrekum langt fram! Sumir fullyrða 100 Vestrænir, skipti ekki sköpum - meðan aðrir halda öðru fram!

Skriðdrekarnir sem stefnir í að Úkraínumenn fái -- er 14 Challenger 2, 31 M1 Abrahams, þegar liggja fyrir loforð um a.m.k. 40 Leopard skriðdreka -- óvissa er enn um endanlegan fjölda Leopard 2; en mögulegt þeir verði á endanum 100 - jafnvel flr. en 100.
--Heildarfj. gæti orðið á bilinu 100 - 150.

Bandaríkin ætla að láta Úkraínu fá: M1 -- beint frá framleiðenda!
Það þíðir að þeir taka mánuði að skila sér til Úkraínu.
Þannig að M1 skriðdrekarnir, ný framleiddir - þá af nýjustu gerð.
Skila sér líklega ekki fyrr en - síð-sumars, eða jafnvel um haust.

  • M1 skriðdrekarnir munu því ekki skipta máli, líklega, um átök vors og sumars.

File:Tank Leopard 2A7 NATO Days 2022.jpg

Leopard 2:

Þyngd - A6 62,3 tonn.
Þyngd - A7 66,5 tonn.

Ekki er birt þyngd -- þegar umfram-brynvörn er notuð.
Þ.e. boltuð-á auka-brynvörn. En ef notuð, bætir nokkrum tonnum við.
--Möguleg þyngd gæti því verið allt að: 70 tonn.

Aðalvopn er -- 120mm smooth bore fallbyssa.
Brynvörn er Chopham -- er tekur brynvörn rússn. farartækja fram.

Hraði er 70km / Drægi er 340km.
Vélarafl 1.500hestöfl dísil.

Munur milli A6 og A7 er fullkomnari miðunar-búnaður.
Og öflugari radar og turn er hefur hraðari snúning.

  • Það gerir A7 týpunni mögulegt að skjóta niður, þyrlur og lágfleygar flugvélar.
    Með megin-vopninu.

File:Challenger 2 Main Battle Tank patrolling outside Basra, Iraq MOD 45148325.jpg

Chellengar 2:

Þyngd 64 tonn - án auka-brynvarnar.
Þyngd 74 tonn - með auka-brynvörn.

Aðalvopn 120mm -- riffluð fall-byssa.
--Bretar eru þeir einu, er enn nota - rifflaða byssu.

Til stendur að skipta út aðalvopni Challenger 2 fyrir sama vopn og á Leopard 2.
Samtímis mundi Challenger 2 fá nýjan turn með fullkomnari radar og miðunarbúnaði, ásamt því að hafa hraðan snúning eins og á Leopard A7.
--En það hefur ekki enn verið gert.

Rifflaða byssan, getur ekki notað -- standard NATO skot.
Heldur einungis sérstök skot er Bretar hafa smíðað sjálfir.
--Nýlega í samanburði, kom í ljós þýska skriðdreka-skotið er ívið betra.

Challenger 2 hefur ekki getu sem Leopard A7 hefur, til að skjóta niður þyrlur og flugvélar -- bendi á að sama á við um Leopard A6.

Hámarkshraði 60km. / Drægi 550km.
Vélarafl 1.200hestöfl dísil.

File:Alabino05042017-40.jpg

T72 -- mest notaður af Rússum í Úkraínu!

Þyngd 41,5 - 44,5tonn hærri talan gæti verið, ásamt viðbótar-brynvörn.

Aðalvopn 120mm smooth bore fallbyssa.

Rússneska vopnið hefur minna afl heldur en meginvopn Challenger 2 og Leopard 2.
Virðist um að kenna, einhverju leiti týpu af -autoloader- sá skriðdreki notar.
En fyrir hann er fallstykkjum raðað lárétt - er takmarkar lengd þeirra.
Það þíðir, að Rússar urðu að minnka sprengi-hleðsluna m.ö.o. stytta hana.
Annars kæmist áhöfnin ekki fyrir í skriðdrekanum, milli skothylkjanna sitt hvoru megin.

Í Írak 2003 kom í ljós, að megin-vopn T72 hafði ekki afl til að skjóta í gegnum fram-brynvarnir þeirra M1 skriðdreka er þá voru notaðir, né Challenger 2.
--Þessi galli á líklega enn við, T72 þ.s. allir rússn. T72 nota sama autoloader.

Hámarkshraði er 70km. -- drægi 460km. Vélarafl 750hestöfl dísil.

File:Средний танк Т-62.jpg

T-62 -- athygli vakti er 50 ára gamlir T62 sáust í Úkraínu sl. sumar!

Óþekkt er hver hátt hlutfall skriðdreka er Rússar beita eru T62.
En síðan sl. sumar hafa þeir gerst sífellt meir áberandi.

  • Ath. þeir skriðdrekar voru þegar taldir úreltir á 9. áratug 20. aldar af Sovétríkjunum.
    En þeir eru tæknilega einfaldir.

Aðalvopn 115mm smooth bore.

Þyngd 37 tonn.
Hraði 50km. -- drægi 450km. -- vél 580 hestöfl dísil.

Alveg öruggt megin-vopn þeirra, dregur ekki í gegnum frambrynjur Vestrænu tækjanna.
Samtímis var brynvörn þeirra metin - ónóg af Sovétríkjunum, þegar 1980.
--Einfaldlega, dauðagildrur fyrir áhafnir.

File:T-90M.jpg

T90 er fullkomnasti skriðdreki Rússa í fjöldaframleiðslu!

Þar sem T90 er byggður á T72, og notast við uppfærða útgáfu af undirvagni T72 -- tel ég fullvíst að hann noti sama -autoloader- og T72.
Hann sé því líklega með sama galla og T72 -- meginvopn skorti nægilegt afl.

T72 hefur þó vel varðan turn, sem sé með - composite - brynvörn, sem Rússar sjálfir hafa hannað; og því líklega betur varinn á turninum en aðrir rússn.skriðdrekar.

En undirvagn hafi - stálbrynvörn - því líklega ca. sú sama og á T72.

  • Á myndum virðist T72 yfirleitt þakinn af ERA (Explosive Reactive Armor)er veitir vörn gegn - high-explosive shaped charge warheads.
  • Það þíði, að hann sé a.m.k. betur varinn gagnvart skriðdreka-vopnum er beiti slíkum sprengi-hleðslum.

Hinn bóginn, veita ERA tiles -- enga vörn gegn, solid core penetrator.
-----------

Því ættu Vestrænu skriðdrekarnir ekki eiga í vandræðum með að skjóta T90 í spað.
Og líklega komast skot T90 einfaldlega ekki í gegnum frambrynjur Vestrænu skriðdrekanna.

Þyngd 46 - 48 tonn.

Aðalvopn 120mm smooth bore.

Hraði 60km. -- drægi 550km. -- vélarafl 840 eða 1000 hestöfl.

 

Málið sé einfaldlega að Rússnesku skriðdrekarnir séu -- outclassed!
Líklega þar af leiðandi yrðu bardagar afar -- einhliða.

  1. Sumir halda því fram, að Seinni-Styrrjöld sanni annað -- að tæknilega outclassed andstæðingur geti samt unnið - m.ö.o. fjöldi sé eina sem máli skipti.
  2. Hinn bóginn er það ekki rétt, að Bandar. hafi ekki haft -- tæki er drógu í gegnum brynvarnir Panther og KingTiger.

M10 - M18M36M4A3(76) Sherman, gátu allir skotið í gegnum frambrynju Panther.
Meðan að M36 gat einnig skotið í gegnum frambrynju KingTiger.

  • M10 - M18 - M4A3(76) Sherman höfðu 76mm fallbyssu, er var öflugari en eldri 75mm.
  • M36 var með 90mm byssu, er gat skotið í gegnum hvað sem til var 1944-1945.

Bretar voru einnig með tæki er gátu skotið í gegnum brynju Panther: Sherman Firefly.
Hann var með nýrri 7 tomma byssu Bretar notuðu eftir seinna stríð í Centaurion.
Sú var nægilega öflug til að skjóta í gegnum frambrynju Panther.

  1. Sannarlega er það rétt, meginþorri M4 Sherman í Frakklandi 1944, voru eldri framleiðslutýpur með einungis -outclassed- 75mm vopn sem var vonlaust gegn Panther.
  2. Þ.s. framleiðsla Sherman M4A3(76)hófst ekki fyrr en síðla árs 1943, var sennileg ekki nema í besta falli -- 10% Sherman skriðdreka í Frakkl. með 76mm vopnið.

Hinn bóginn, voru M10 og M18 skriðdreka-banarnir með 76 vopninu, í Frakkl. frá byrjun.
Meðan að M36 kemur í framleiðslu 1944 - tja eins og KingTiger.
--Sem þíddi báðar týpurnar komu fram ca. á sama tíma.

  1. Það var aldrei þannig, að bandamenn væru -- outclassed -- gagnvart Þýskalandi.
  2. Sama átti við um Sovétríkin -- þá, þ.e. T34(85) með 85mm vopni, hafði sambærilegan skotkraft er einnig dugði til að skjóta í gegnum frambrynju Panther.
  • Að auki áttu Sovétríkin Stalin2 og Stalin3 -- með 120mm vopni.
    Er skaut í gegnum brynvörn KingTiger.

Punkturinn er einfaldlega sá -- að þ.e. ekki hægt með því að vísa til Seinni-Styrrjaldar, að nota rök á grunni hennar.
--Til að staðhæfa, að 100 Leopard 2 ásamt 14 Challenger 2 - séu ekki hugsanlega decisive.

Segi auðvitað hugsanlega - því einungis reynslan mun sína fram á hvað gerist!

 

Niðurstaða

Það að ljóst er líklega að Úkraína fær sennilega a.m.k. 100 Leopard 2 skriðdreka, hugsanlega e-h flr. Ásamt 14 Challenger 2 skriðdrekum.
Mun örugglega draga verulega eða minnka til muna möguleika þess.
Að sennileg vor-sókn eða snemm-sumars sókn Rússlands.
Sem talin er að geti haft hugsanlega allt að 1mn.
--Skili e-h er nálgast þeim árangri Pútín líklega stefnir að.

Það sé óvíst að svo miklu munar að þessi gjöf NATO leiði til sigurs Úkraínu.
En það að fá þessa skriðdreka með algera tæknilega yfirburði yfir þá skriðdreka.
Sem Rússland hefur til þessa beitt í Úkraínu -- mun án vafa muna mjög mikið um.

Svokallaður - T14 Armada skriðdreki, hefur hingað til ekki sést í Úkraínu.
Ég hef efasemdir að sá hafi yfir höfuð fram til þessa verið settur í fjöldaframleiðslu.

  • Rökin eru einföld, ef Rússar ættu hann í magni - hefðu þeir notað hann.

Harðir bardagar halda enn áfram í Donetsk héraði í Úkraínu.
Ekkert stórfellt hefur þó gerst um hríð - Wagner herinn virðist í hnignun.
Vísbending að megin-her Rússlands, sé aftur tekinn yfir, eða að taka yfir.
Það gæti leitt til nýrra sóknar-aðgerða, þó ekki sé endilega búist við því að sókn Rússar á svæðinu herðist endilega við það að einhverju verulegu ráði.
--Almennt talið, virðast varnir Úkraínu á svæðinu halda, þ.e. við stærri staðina, þó þeir hafi gefið eftir nokkur þorp og a.m.k. einn eða tvo smærri bæi.

Flest bendi til stórfellds mannfalls Rússa í bardögum undanfarið.
En kannski þegar megin-herinn aftur tekur yfir sviðið.
--Taka Rússar upp aðferðafræði sem sé ekki eins mikil slátrun fyrir Rússa sjálfa.

Wagner sveitirnar virðast útbrunnar a.m.k. í bili.


Kv.


NATO: 188.000 Rússar fallnir í Úkraínu - nýjar tölur! Rússneskir fjölmiðlar fullyrða ný rússnesk sókn sé í Zaporizhzhia héraði S-Úkraínu! Vestrænir fjölmiðlar ekki enn séð skýrar sannanir fyrir þeirri atburðarás!

Ef marka má fullyrðingar Rússneskra fjölmiðla, þá er sókt að borgunum -- Orikhiv og Hulyaipole, sem eru nokkra tugi km. frá víglínu Rússa og Úkraínu, í Zaporizhzhia héraði.
Hinn bóginn, hafa Úkraínumenn ekkert tjáð sig um -- þá meintu sókn.
Fregnir í Vestrænum fjölmiðlum -- vitna einungis í fullyrðingar rúss. miðla.
--Engar skýrar sannanir liggja fyrir því, að sókn sé í gangi á þeim slóðum!

  • Slík sókn væri frá línu Rússa Sunnan við Zaporizhzhia línu Úkraínuhers, til norðurs!

Fréttaskýring Varnamálaráðuneytis Rússlands, sagði einungis: Hlekkur!

In the Zaporozhye direction, as a result of offensive operations, units of the Eastern Military District have taken more advantageous lines and positions.

  1. Er segir afskaplega lítið annað - en að einhver tilfærsla hafi orðið á línunni milli herjanna!
  2. Þetta er eiginlega afar hófsöm yfirlýsing -- engin fullyrðing um töku staðar.

Þetta slær því -- annan tón!
En fullyrðingar - rússn.bloggara - um töluvert annað!

Bloggari er kallar sig - WarGonzo: Hlekkur!
In the Zaporozhye direction, Russian troops are attacking in the area of ​​Stepnoye and Malaya Tokmachka, trying to reach Orekhov from the west and southeast. Artillery hit the city itself. Also, the Armed Forces of the Russian Federation fired at Belogorye, Charovnoye, Gulyaipole, Malinovka and Olgovskoye. The Armed Forces of Ukraine launched a missile attack on Tokmok.

  1. Virðist sú sérkennilega saga, að það ber mikið milli einstakra bloggara, hvað er sagt vera gerast --.
  2. Á sama tíma og ráðuneytið sjálft, segir afar afar lítið.

Sem eiginlega setur mann í þann stað!
Þegar enginn utanaðkomandi -- utan Rússlands meina ég.
Hafi staðfest nokkuð af þeim fullyrðingum!
--Að taka þetta með haugum af saltkornum.

Virðist í vexti -- að mikið beri í milli, fullyrðinga Rússa; og þ.s. tekist hefur að staðfesta með - t.d. gerfihnatta-myndum, hermenn í tilteknum klæðum - tæki og tól!
Spurning hvort -- a.m.k. einhverjar þeirra fullyrðinga, flokkast áróður!
Fall einuingis - Sil er þarna staðfest, með myndum er tekist hefur að staðsetja!
--Getur verið kominn sé fullyrðingaslagur milli Wagner Militia, og Rússa hers!

Staða Úkraínuhers við borgina Bakhmut virðist enn sæmilega örugg!

Þrátt fyrir fall Soledar og Sil, norður af borginni -- og áframhaldandi sóknarhörku Rússahers á svæðinu Norðan af Bakhmut!

  1. Sé enn, lítil sjáanleg hætta að, Rússar nái því takmarki að einangra Bakhmut.
  2. Þó fall Soledar og Sil, hafi lokað flutninga-leið beint Norður.
    Sé ágætlega greið leið -- beint Austur/Vestur, vegur er liggur á þann kannt, til og frá Bakhmut borg.

Rússar þyrftu að sækja langa leið lengur í Austur, og síðan Suður -- áður en það takmark að umkringja Bakhmut væri í sjónmáli.

Hafandi í huga, að Rússar hafa verið að dunda þetta -- í 6 mánuði nú.
Þá virðist a.m.k. ekki líkur á falli Bakhmut -- innan nk. 4-6 mánaða.

  • Alls óvíst að Rússar nái Bakhmut nokkru sinni.

Frétt: Russian casualties in Ukraine have hit an eye-watering 188.000

 

Ótrúlegt mannfall Rússarhers í Úkraínu: 188.000!
Höfum í huga að -- enn er ekki liðið fullt ár frá upphafi innrásarstríðs Rússa, 24/02/2022.
Á 11. mánuðum hafa Rússar tapað 188.000 föllnum!
A.m.k. 2-3 sinnum sú tala, í særðum!

  1. Sinnum tveir: 376.000.
  2. Sinnum þrír: 564.000.
  • 376 + 188: 564.000.
  • 564 + 188: 752.000.

Fallnir + særðir skv. því, a.m.k.: 500.000.
Miðað sinnum 3, fallnir og særðir: 3/4 af milljón.

  • Sovétríkin misstu: 13.000 milli 1979-1989 í Afghanistan.
  • Bandaríkin misstu58.220 -- 30 ár í Víetnam!

Ef einhver segir þetta ekki geta staðist!
Birti ég aftur -- blogg-færslu Igor Girkin:

Áhugaverð skoðun: Igor Girkin/Strelkov:  - hlekkur á færslu Girkin/Strelkov.

Strelkov Igor Ivanovich: In other sectors of the front, the Russian command does not need such a goading, there it itself, voluntarily drives to the slaughter the last remnants of the infantry, no longer very combat-ready due to previous losses. The Russian military has an incredible talent for turning any village with a couple of landings and a pig farm into Verdun (Verdun var orrusta í Fyrri-Styrrjöld, alræmd fyrir blóðbað), on which their own, not enemy, units are grinded. 

From the fact that the Russian army can do nothing but, bleeding, take another village, surrendering a district center or an entire region on the other flank, the Russian army made an amazing conclusion - let us take more villages! And arranged the maximum possible Verdun along the entire front line, including the very infamous Pavlovka in the DPR. And, of course, Bahmut. How could it be without him. How not to kill the last remnants of combat-ready infantry about him? It is not possible at all. These fucking bastards need to get a positive for the news somewhere! Here, we freed another 100 meters of such and such a village. And whoever is the first to report on the complete liberation of the village - that order.

I think that the Ukrainian command, too, later, already in captivity, will give these people the appropriate orders. -Gold and very dark amber- (c) Because on the eve of the winter offensive of the Armed Forces of Ukraine, it is almost impossible to provide the Armed Forces of Ukraine with some more significant service than killing the remnants of our infantry and the remnants of our tanks. Although no, I'll call. Can! It was provided to the dill by the organizers of mobilization in the Russian Federation, who drove the lion's share of those mobilized into -rifle regiments- without heavy weapons and artillery, the same state as the regiments of the Donbass -mobiks-. These absolutely uncontrollable due to the lack of normal command personnel and, of course, the lack of communications, the units are simply created in order to devour the human resource and do not represent any combat value. They are simply created for the Armed Forces of Ukraine to locate them by clusters of constantly turned on cell phones, bug their analog -Baofengs- and strike precisely at them, inflicting strikes on their neighbors, battered formations of the regular troops of the Russian Federation and the Republics during 10 months of the war. flank and rear.

Could these people be replenished with personnel units, in which motivated officers and sergeants, military equipment remained? It could be. It was possible to eliminate that monstrous patchwork that the RF Armed Forces are fighting with, when units of various military units, the National Guard, -private traders-, -leopards-, -Akhmads- crowd one or two kilometers? It could be. But no one did. The enemy has been rendered a large-scale service, worthy of a military tribunal, which, of course, will not happen.

Punkturinn í þessu að aðferðir Rússa-hers eins og Girkin/Strelkov lýsir þeim.
Er full skýring á miklu mannfalli Rússahers!

  1. Hann segir Rússar-her beita WW1 tækni í átökum í A-Úkraínu.
  2. Sbr. lýsingu hans, að Rússaher hafi gert hvern bæ í Donetsk héraði, að Verdun.

Slíkar aðferðir -- þ.e. fjölmennar árásir með stórum hópum af hermönnum.
Sem skipað er að hlaupa yfir í átt að víglínu andstæðings.
--Augljóslega leiða til óskaplegs mannfalls meðal liðs þess hers er beitir þannig tækni.

 

Niðurstaða

Fregnir um meintar nýjar árásir Rússarhers í Zaporizhzhia héraði í S-Úkraínu, besta falli teljast óljósar -- Varnarmálaráðuneyti Rússa, einungis segir Rússa-her hafa náð, hagstæðari -stöðum- hvað sem það akkúrat þíðir.
Er bendi til einhverra árása á varnarlínu Úkraínuhers, er hafi leitt fram einhverja tilfærslu á þeirri varnarlínu.

Fullyrðingar um meira -- frá rússn. bloggurum, séu líklega -vafasamar.-

Staða Úkraínuhers virðist enn sterk við borginar Bakhmut!
Varnarlínur Úkraínuhers við þá borg, halda enn vel - að best verður séð!

Nýleg sóknarlína Rússa Norðan frá, sé enn nokkurn spöl frá.
En til þess að möguleiki væri á að umkringja staðinn, þyrfti Rússa-sókn að ná verulega lengra til Vesturs, en hún hingað til hefur náð.

En jafnvel þó sóknin að Norðan næði að Bakhmut, þá er enn opinn leið í Vestur.
Það langt í frá loki því á flutninga til Bakhmut, þó sókn Rússa er fyrst tók Soledar Norðan við Bakhmut, næði að varnarlínum Úkraínumanna við Bakhmut sjálfa.

Flutningar auðvitað undir stöðugri stórskotahríð, en það ástand hefur verið til staðar -- mánuðum saman!

  1. Fregnir um: 188.000 Rússar séu fallnir.
  2. Staðfestir líklega gríðarlegt mannfall Rússa, í bardögum á Bakhmut svæðinu.

Mannfall Rússa var áætlað 100.000 seint í nóvember 2022 af NATO.
Viðbótar áætlað mannfall, hlýtur að vera fyrst og fremst, áætlað mannfall af árásum Rússa í Donetsk héraði A-Úkraínu er hafa verið stöðugar og miklar.
--Samfellt lokamánuði sl. árs og einnig frá upphafi þessa árs.

  • Þetta er langt í frá ótrúverðugt há tala!

Ef maður hefur í huga aðferðafræði Rússahers.
Eins og lýst af Igor Girkin/Strelkov.

Hver sá er efast um tölurnar -- bendi mér á, af hverju sá veit betur en: Girkin/Strelkov.

En sá maður hefur tekið beinan þátt í stríði Rússa við Úkraínu síðan 2014.
Og bauð sig fram þegar nýtt stríð hófst gegn Úkraínu 2022.
Hann er í stríðinu, ætti því að vita hvaða aðferðum er beitt.

---------

PS: Skv. nýrri frétt, ætlar Þýskaland ekki lengur að hindra að NATO lönd er eiga þýsk framleidda, Leopard II, gefi eintök af slíkum í eigin eigu til Úkraínu.
Þetta gæti verið stór ákvörðun, því hópur landa er eiga slíka skriðdreka.
Vill deila fjölda þeirra með -- Úkraínu.
Er gæti leitt til þess -- t.d. 100 jafnvel 200 slíkir, verði gefnir Úkraínu:

Germany ready to let Poland send Leopard tanks to Ukraine

Kemur í ljós væntanlega í vikunni hvort löndin taka formlega ákvörðun um slíkt.

 

Kv.


Úkraínuher kominn að borgarhliðum Kreminna Luhansk héraði. Eins og allir vita réðst Rússher að bænum Solidar fyrir viku! Bardagar einnig við Bakhmut - sunnan Solidar, varnarlínur Úkraínuhers þar ítrekað undir árásum liðlanga sl. viku!

Það virðist að tiltöluleg rólegheit í sókn Rússa á Bakhmut svæðinu í Donetsk héraði í A-Úkraínu, í desember 2022 -- hafi verið vegna liðsflutninga að bænum Solidar.
Sem er nokkurn spöl Norð-Austan við Bakhmut.

Eins og allir ættu að vita í dag, hóf Rússaher ásamt Vagner Militia -- stór-árás á Solidar fyrir rúmri viku, þ.e. helgina á undan þeirri sl.
Hefur síðan verið barist afar harkalega um þann bæ - ca. á stærð við Akureyri.

Átakasvæði í Donetsk héraði A-Úkraínu!

Satíriskt hvernig Vagner Militia og Rússaher, hafa rifist um Solidar.

Fréttaskýring frá Wagner militia - Hlekkur: We also publish media inquiries: The network edition -Ridus- appeals to the press service of Yevgeny Prigozhin with a request for comment. During the daily briefing of the Ministry of Defense of the Russian Federation, the official representative of the department, Igor Konashenkov, said that Soledar had not yet been taken, but was only blocked by units of the Airborne Forces from the south and north, and the assault detachments of the Russian armies are fighting in the city. This does not correspond to the statement of Evgeny Viktorovich that his fighters took control of the entire territory of Soledar. - Why is the information from the Ministry of Defense different from the data voiced by Evgeny Viktorovich? - Did the units voiced by Konashenkov together with PMC fighters really take part in the assault on Soledar? - How is the situation in Soledar at the moment?


Í sl. viku var um hríð - skrítin ritdeila í Rússlandi, þ.s. rússn. herinn tók undir með Úkraínuher, enn væri barist um Soldiar -- en Wagner liðar, staðhæfðu fall staðarins.

  • Ég ætla að varpa fram þeirri kenningu, stríðsþreitu gæti nú í Rússlandi.
    Það skýri rifrildið milli hers Rússa og Wagner-liða.

Vegna þess, að gagnrýni á stríðið fari vaxandi - það þvingi aðila til þess.
Að rífast um, sérhvern þann árangur menn geta fundið.

Samtímis segjast Úkraínumenn, enn hanga á svæði í Vestur hluta Solidar.
Hvað sem nákvæmlega satt er í því, réðust Rússar á svæði í grennd við Solidar á sunnudag, meðan Úkraínumenn -- segjast hafa hrundið þeim árásum!
--Rússar þó staðhæfa annað, fullyrða þeir hafi náð framrás að þorpi er heitir, Krasna Hora -- þorp spölkorn frá Solidar.

Ef þetta er rétt, að átök standi nú um þorp, í næsta nágrenni við Solidar.
Hafa Rússar líklega tekið bæinn, meðan Úkraínumenn hafi hörfað að næstu byggðalögum.

Ef marka má fregnir af átökum um Solidar -- var mannfall gríðarlegt í árás á staðinn.
Rússar hafa ekki lagt fram tölur.
En ef marka má lýsingar - þ.e. Rússar hafi ráðist fram, trekk í trekk, þangað til þeir loks komust inn fyrir varnir Úkraínuhers - hljóti mannfall árásinnar hafa verið mikið.

  • Mannfall Rússa gæti skv. því hafa verið -- nokkur þúsund!

Síðan geta menn rifist um það, hvort það sé þess virði -- að taka stað ca. á stærð við Akureyri, tapa -- ef til vill, 5þ. hermönnum ásamt kannski 10þ. særðum.
--Kannski þannig, 15K í heildina.

  • Hinn bóginn, tala Rússar atburðinn upp -- það mikið, að það hljómar sem þeir séu að tala um fall, stórrar borgar, ekki staðar á stærð við Akureyri.
  1. Kannski er það vegna þess, hvað Rússar hafa verið á undanhaldi -- misst t.d. svæði í grennd við Kharkiv borg -- þ.s. sókn Úkraínuhers heldur enn áfram, er nú í grennd við -- Kreminna.
    Einnig tapað stórum svæðum við Kherson borg, og Kherson borg.
    M.ö.o. sé farið að gæta stríðsþreitu innan Rússlands.
  2. Að, menn leita því logandi ljósi að einhverjum árangri -- til að réttlæta því, að halda stríðinu áfram í gangi.
    Þannig, þá sé leitað að einhverju -jákvæðu- það hafið upp til skýja.

Rússar hafa í 5 mánuði sókt að Bakhmut, sem er borg öfugt Solidar sem er bæ!
Rússaher hefur verið nærri Suð-Austan jaðri Bakhmut, nú í nærri 2 mánuði.
Án þess að takast að brjótast yfir varnarlínu Úkraínuhers, þar rétt fyrir innan.

  1. Málið er einmitt að orrustan um svæðið nærri Bakhmut hefur staðið stöðugt í 5 mánuði.
  2. Með gríðarlegu mannfalli allan liðlangan tímann.
  • Kannski er byrjuð stríðsþreita innan Rússlands.
  • Af hverju ætti það að vera ótrúlegt?

Þess vegna skipti svo miklu máli -- að æpa hátt.
Þegar -- smábær er tekinn!

Til að -- lækka róminn í óánægju-röddum.

 

Sókn Úkraínuhers í Luhansk héraði A-Úkraínu!

Áhugavert, yfir sama tímabil, hefur Úkraínuher nálgast Kreminna - Lugansk héraði.
Úkraínuher, skv. fregn á sunnudag, er nú alveg uppi við Kreminna!

MiliTaryLandNet: Ukrainian forces advanced and reached the vicinity of Kreminna.

Kreminna er í engu minna mikilvægur staður en -- Bakhmut!

  1. Að sjálfsögðu er óvíst að Úkraínuher taki Kreminna.
  2. Eins og ekki er hægt að fullyrða, Rússaher nái Bakhmut.

Hinn bóginn -- eru nú a.m.k. 2-mánuðir síðan, Rússar náðu upp að Bakhmut.
Það hafa verið stöðugar árásir á - Bakhmut línunni á Suð-Ausur-jaðri Bakhmut.
Án þess að Rússar hafi komist -- þar í gegn.

  1. Það gæti verið - tilraun til að opna stöðuna hjá Rússum.
  2. Að færa til lið, og ráðast að við Solidar í staðinn.
  • Skv. fréttum hafa Úkraínumenn --: 50.000 til varnar á Bakhmut svæðinu.

Örugglega allir í dag - combat-weterans - sem væntanlega útskýri.
Af hverju Rússum hefur gengið illa að ná í gegnum - víggirtar varnir við þá borg.

  • Mér finnst koma til greina: 40-50þ. manna mannfall hjá Rússum.
    Ég meina heilt yfir sl. 5 mánuði í bardögum í héraðinu v. Bakhmut.

Þegar haft er í huga, að Rússar hafa stöðugt verið að ráðast fram þá 5 mánuði.
Í ljósi þess, bardagar hafa verið -- samfelldiir þá 5 mánuði.

  1. Finnst mér uppskera Rússa ekki rosalega mikil, þann tíma: 10 þorp ca. + Solidar.
  2. Innan sama tíma, tóku Úkraínumenn -- Kharkiv borg, og nokkra tugi af smærri byggðalögum - þ.e. allt héraðið þeim megin við Kharkiv.
  • Ath: Úkraínuher er nú -- kominn að, Kreminna -- í Luhansk héraði.

 

Niðurstaða
Ég held að ég breyti ekki megin skoðun minni að stríð Rússa sé á fallandi fæti.

  1. Heildar-sagan er sennilega sú, sókn Úkraínumanna haldi áfram.
    --Sókn Úkraínuhers í framhaldi af töku svæðis Austan við Kharkiv, hefur haldið áfram - allan liðlangan tímann, þ.e. einnig í 5-6 mánuði samfellt.
    Og er nú komin að Kreminna í Luhansk héraði.
  2. Úkraínumenn, tóku einnig - eins og allir ættu muna, héraðið við Kherson borg og borgina sjálfa -- þ.e. nokkrir tugir af þorpum.
  • Þetta þarf að hafa til samanburðar, er menn ræða -- árásir Rússa í Donetsk héraði.
    En sl. 5-6 mánuði, hefur þar verið eina svæðið þ.s. Rússar sækja fram!
    Uppskera Rússa - þann tíma hefur verið ca. 10 þorp.
    Ásamt nú -- Solidar.

Ég held það sé hvers vegna Rússar hefja fall Soldar til skýja.
Vegna þess að sennilega gætir nú vaxandi stríðsþreitu í Rússlandi.
Og það þvingar menn til að leita logandi ljósi -- að sérhverju jákvæði.

Þannig að árásin á Solidar er nú -- stórfelld hetjudáð.
Enginn talar greinilega um mannfallið, líklegt mælt í þúsundum.

Enginn í Rússlandi virðist heldur tala um það, að Solidar er -- smábær.
Ekki borg! Meira að segja, var talað um -- borgina, Solidar.
--Þó bjuggu það fyrir stríð, ekki meir en 10.000.

  • Sem geri Solidar á evrópskum mælikvarða, smábæ.

Ég held að fólk þurfi að fylgjast með hvað mun gerast við Kreminna.
Fyrst Úkraínumenn eru komnir upp að borgarhliðum þar!
--Það verður líklega stór-orusta.

Ef Úkraínumenn hefja atlögu, en Rússar hafa safnað umtalsverðu liði þar til varnar.
Og þeir eins og Úkraínumenn hafa við - Bakhmut.
--Hafa grafið skotgrafir allt í kring.

  • Óvíst er að Úkraínumönnum gangi betur atlagan þar, en Rússum hefur gengið atlagan við Bakhmut.

 

Kv.


Kína að ganga í gegnum sína fyrstu efnahagskreppu í meir en 30 ár! Flutningakeðjur lenda líklega í verulegum truflunum fyrri hluta þessa árs!

Tölurnar sem ég vísa til, voru birtar við árslok sl:

China’s factories suffer from end of zero-Covid policy

Svokallaður -Purchasers Manager Index- eða PMI:

  1. Iðnframleiðsla 47: 3% samdráttur.
  2. Neysla, 41,6: 8,4% samdráttur.

Tölur fyrir desember: China official PMI data

Augljósa ástæðan er COVID!
Kína að taka COVID kreppu - sambærilega þeirri Vesturlönd tóku, 2020.

Þrátt fyrir langvarandi lokanir, virðist Kína ekki hafa verið - vel undirbúið fyrir þær slakanir, sem hafa orðið upp á síðkastið.
Augljóslega, ef maður ber saman tíma-ramma, þá brást yfirstjórn Kína með þessum hætti við þeim kröfum, er komu fram í víðtækum mótmælum seint á sl. ári.
--Fyrsta sinn ég man eftir því, mótmæli hafi raunveruleg áhrif innnan Kína.

COVID virðist nú ganga eins og eldur um sinu innan Kína.

  1. Ástæða samdráttar í neyslu, líklega fólk er hikandi að versla að óþörfu - einnig að margir eru veikir.
  2. Samtímis, má reikna með því - að samverkandi áhrif, neyslu-samdráttar, og veikina í verksmiðjum -- valdi tímabundnum truflunum á starfsemi.

Flutninga-keðjur gætu því orðið fyrir verulegum truflunum á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, er síðan gæti tekið restina af árinu -- að vinda ofan af.

China/Covid-19: spiralling infections will disrupt supply chains

Lex FT -- bendir á aðvaranir frá þjónustufyrirtækjum í Peking, er reikna með því að fljótlega verði ca. helmingur starfsmanna orðnir smitaðir.
--Ályktar, að ef sambærilegt hlutfall gengur í gegnum risa-verkmiðjur Kína-vítt, þá hljóti að verða mjög verulegar truflanir á flutninga-keðjum.

China banks: Covid will eclipse property woe this new year

Í þessari grein, segir Lex FT frá því, að kínv. yfirvöld áætla að yfir 250mn. manns hafi smitast af COVID í sl. mánuði.
--Menn velta fyrir sér hver áhrifin verða á - húsnæðisverðlag í Kína, er hafi verið undir þrýstingi, allt liðlangt sl. ár.

Megnið af Kínverjum - kvá hafa stærstan hluta af -eign- sinni í, húsnæði.
Sem er ekki endilega -sérstætt við Kína- en Kína á móti skorti -- sambærilegt kerfi eftirlauna-sjóða, er mörg önnur lönd hafa.
--Þannig, að lækkun húsnæðis-verðs, gæti komið verulega við kauninn á fólki.

  • Margir hafa verið að velta upp möguleika á - skuldakreppu innan Kína.
    En af henni hefur ekki orðið, fram til þessa.

Hinn bóginn, gengur Kína líklega gegnum -- einstakt ár!

Recession will hit a third of the world this year, IMF chief warns

For the first time in 40 years China's annual growth is likely to be at or below global growth, Georgieva said, meaning it could drag down worldwide economic activity rather than propelling it. That has never happened before, she said.

Nánar tiltekið -- aldrei síðan Kína hóf hraða uppbyggingu seint á 9. áratug 20. aldar.

  1. Samdráttur í Kína, gæti víxlverkað við -- samdrátt í Evrópu.
  2. Vegna þess, að Evrópa flytur mikið út til Kína.

Þýskaland - eins og frægt er - er með mjög nærri jöfn verðmæti í inn- og útflutningi vs. Kína, þó flest Evrópulönd nái ekki í jafnvægi í viðskiptum.
Þá er Kína í dag, eftir Bandaríkjunum - mikilvægasti markaður Evrópu.

  • Ég get því séð, kreppu á fyrra árshelming 2023 víxlverka við líklega kreppu á þessu ári í Evrópu; m.ö.o. skapa stigmögnun.
    Að hvaða marki -- kemur í ljós síðar.
  • Að sjálfsögðu, getur kreppa í Kina, líklega þegar skollin á, skapað kreppu í mörgum 3-heims löndum, er selja hrá-vörur til Kína.
    Mörg af þeim löndum, gætu þá lent í skulda-vanda.

Það væri þá spegill við -- hvað hefur oft gerst er kreppa hefur orðið í Bandar.
En Kína er í dag -- risahagkerfi, sambærilegt að stærð.
Og þar af leiðandi, má reikna með -- keimlíkri víxlverkan, víða um heim.

 

Niðurstaða
Ég get náttúrulega ekki séð 100% fyrir allar afleiðingar þeirra fyrstu efnahagskreppu er núlifandi Kínverjar upplyfa. En fólk um fertugt hefur aldrei lyfað eiginlega kreppu, né þaðan af yngra. Um fertugt voru of ung, til að muna hvað foreldrar gengu í gegnum.
Öll mótunar-ár síðan, og alla yngri -- mótast af uppgangi.
Það verður því forvitnilegt að fylgjast með - hvað gerist.
Kreppan ætti ekki að vara lengur en COVID kreppan á Vesturlöndum 2020.

En þetta er alveg nýtt fyrir fólki, sem væntanlega verður alveg ringlað.
Og þ.e. svo sutt síðan ungir kínverjar upplyfðu þeir hefðu áhrif, sbr. mótmæli seint á sl. ári er greinilega leiddu til þess -- að kínv. yfirvöld gáfust upp á COVID lokunar-stefnu.

Ég ætla ekki að spá endilega mótmælum - vegna atvinnuleysis, sem fólk hefur sennilega aldrei upplyfað þar í stórum stíl, eða vegna mannfalls - en líklega deyr töluverður fj. fólks þegar heilbrigðiskerfi ræður ekki við COVID hámarkið.
--En möguleiki á óróleika meðal almennings, er greinilega fyrir hendi.

Og auðvitað, mun kreppa í Kína - vegna umfangs Kína, setja mark á heiminn vítt.
2023 getur því orðið nokkuð eftirmynnilegt ár.

 

Kv.


Vísbendingar nú er ári lýkur hafi Úkraína haft sigur í 5 mánaða löngum slag um Donetsk hérað í A-Úkraínu!

Vísbendingarnar eru þær, að her Rússa í Donetsk héraði er hefur gert linnulitlar árásir sérstaklega á svæði nærri borginni -- Bakhmut, en einnig víðar í Donetsk héraði; sé nú orðinn nær uppiskroppa með hermenn!
Sl. 2 vikur hafi árásir af hálfu Rússa verið til muna - liðsminni.
Vísbending þess, að her Rússa á því svæði, sé magnþrota.

  1. Mig hefur grunað -allan tímann- að þær árásir væru mistök, líkt þeim við -Battle of the Bulge- Des. 1944, er Þjóðverjar geistust fram í Ardenna-fjöllum, þá.
  2. En niðurstaðan var fyrst og fremst sú, að her Hitlers eyddi upp sínu, síðasta varaliði ásamt því að þynna til muna, varnir hers Hitlers á Vestur-Vígsstöðvum.

Í kjölfarið þíddi það, er sókn bandamanna fór aftur af stað, að þá var lítt um varnir í Þýskalandi, þannig her Bandamanna rauk fram -- suma daga sækja fram 100km. per dag.

Ég á ekki endilega von á slíku af hálfu Úkraínumanna, hinn bóginn -- þá rökrétt bætir það vígsstöðu Úkraínu -heilt yfir- að her Rússa, eyði upp sínum liðsstyrk.

ISW:Russian Offensive Campaign Assessment, December 30


Igor Girkin/Strelkov -- lengi einn helstu leiðtoga svokallaðrar uppreisnar í A-Úkraínu

Wanted Russian rebel Igor Girkin scorns MH17 trial - BBC News

Áhugaverð skoðun: Igor Girkin/Strelkov:  - hlekkur á færslu Girkin/Strelkov.

Strelkov Igor Ivanovich: In other sectors of the front, the Russian command does not need such a goading, there it itself, voluntarily drives to the slaughter the last remnants of the infantry, no longer very combat-ready due to previous losses. The Russian military has an incredible talent for turning any village with a couple of landings and a pig farm into Verdun (Verdun var orrusta í Fyrri-Styrrjöld, alræmd fyrir blóðbað), on which their own, not enemy, units are grinded. Why? Yes, because BUSV, the Combat Charter of the Ground Forces, these people have not opened and read almost never. And more than any "Javelins" and "Haymars", more than any "NATO satellite groups" are fighting against us, bitch, the Combat Charter of our own Ground Forces, on which our valiant command wanted to shit. And dill - they read it and creatively processed it, taking into account the available new technologies.

In the text about radio communications, I described the main problem of command and control in the Russian army, because of which the army cannot really advance, cannot maneuver, cannot even fully repel enemy attacks. Nothing larger than the -remnants of a motorized rifle battalion- in the RF Armed Forces cannot be controlled as a single organism. And, of course, in this situation, the battalion commanders and company commanders of these -remnants- become well-deserved heroes, who, if possible, take out the entire star and drag the party in their area. Although more often, alas, they do not drag. And they are buried with their subordinates when, after half a dozen assaults, organized one worse than the other, ours still capture another piece of land and collect their rotten remains.

From the fact that the Russian army can do nothing but, bleeding, take another village, surrendering a district center or an entire region on the other flank, the Russian army made an amazing conclusion - let us take more villages! And arranged the maximum possible Verdun along the entire front line, including the very infamous Pavlovka in the DPR. And, of course, Bahmut. How could it be without him. How not to kill the last remnants of combat-ready infantry about him? It is not possible at all. These fucking bastards need to get a positive for the news somewhere! Here, we freed another 100 meters of such and such a village. And whoever is the first to report on the complete liberation of the village - that order.

I think that the Ukrainian command, too, later, already in captivity, will give these people the appropriate orders. -Gold and very dark amber- (c) Because on the eve of the winter offensive of the Armed Forces of Ukraine, it is almost impossible to provide the Armed Forces of Ukraine with some more significant service than killing the remnants of our infantry and the remnants of our tanks. Although no, I'll call. Can! It was provided to the dill by the organizers of mobilization in the Russian Federation, who drove the lion's share of those mobilized into -rifle regiments- without heavy weapons and artillery, the same state as the regiments of the Donbass -mobiks-. These absolutely uncontrollable due to the lack of normal command personnel and, of course, the lack of communications, the units are simply created in order to devour the human resource and do not represent any combat value. They are simply created for the Armed Forces of Ukraine to locate them by clusters of constantly turned on cell phones, bug their analog -Baofengs- and strike precisely at them, inflicting strikes on their neighbors, battered formations of the regular troops of the Russian Federation and the Republics during 10 months of the war. flank and rear.

Could these people be replenished with personnel units, in which motivated officers and sergeants, military equipment remained? It could be. It was possible to eliminate that monstrous patchwork that the RF Armed Forces are fighting with, when units of various military units, the National Guard, -private traders-, -leopards-, -Akhmads- crowd one or two kilometers? It could be. But no one did. The enemy has been rendered a large-scale service, worthy of a military tribunal, which, of course, will not happen.

  1. Eftir því ég best fæ séð, hefur spádómur Girkin/Strelkov ræst.
  2. Þ.e. skv. því hann segir, miðað við hans túlkun á aðferðum Rússa-hers í Donetsk héraði -- þá hafi Rússa-her þar, eytt upp miklu af sínu liði.
    Án þess að fara nærri því að ná yfirlýstum markmiðum.
  3. Takið eftir, hve orðljótur herra Girkin/Strelkov er í textanum.
    Hann virkilega hefur ekki gott álit á þeim, er hafa leitt þær árásir.
  4. Hann hreinlega segir -- yfirmenn Rússa-hers vinna skemmdarverk á eigin her.
    Að þeir ættu skilið verðlaun frá Úkraínu-mönnum.
    Því þeir hafi gert Úkraínu stórfelldan greiða, með því að eyða upp - nýliði Rússa.
  • Orð Girkin/Strelkov eru ca. 2ja vikna gömul nú.
  1. Girkin/Strelkov telur greinilega í textanum að ofan, að Rússar hafi nú gereytt sínum nýliðum, rétt áður en -- sókn Úkraínuhers hefst.
  2. Ef hann hefur rétt fyrir sér, að Úkraína hefji öfluga sókn á ný-árinu.
    Mundi það styrkja samlíkingu mína, við Des. 1944.

Það er sterkur orðrómur að Úkraína, sé með sókn í undirbúningi í Luhansk héraði, til að taka Kreminna þ.s. er mikilvæg samgöngumiðstöð því mikilvægur hlekkur í varnarlínu Rússa þar, í von um að þvinga Rússa til verulegs undanhalds á því svæði.

Rétt að taka fram, bardagar í Donetsk hafa ekki hætt, aftur á móti virðast árásir Rússa sl. 2 vikur hafa ívið minni lyðsstyrk - smærri hópar fara fram í hvert sinn!

Það er megin-vísbending þess, að lið Rússa sé komið að þrotum!

Pútín getur auðvitað sent flr. nýliða á svæðið - þannig endurtekið leika.
Svo fremi, her Rússa hafi -- vopn fyrir fleiri nýliða.

Frétt RÚV bendir til slíks: Rússar líklegir til að herða árásir sínar á nýju ári.

Ath. Það tekur samt nokkurn tíma, að safna liði að nýju - senda til Úkraínu.
Er getur þítt, að Úkraína - hafi glugga a.m.k. jan. og febrúar.
Áður en, nýr liðssafnaður Rússa, ef maður gerir ráð fyrir, nýrri liðssöfnun.
Nái að vera myndaður, vopnaður - síðan sendur á vígsstöðvarnar í Úkraínu.
--Girkin/Strelkov getur því haft rétt fyrir sér, er hann spáir nýrri sókn Úkraínuhers.

  1. Ef marka má, Girkin/Strelkov -- var vopnabúnaður nýliðanna skorinn við nögl, þ.e. rifflar líklega Kalashnikov.
  2. Fjöldi liðsforingja skorinn við nögl - liðið með lítinn undirbúning.
  3. Árásir hafi því verið á einföldu formi - sbr. líkinguna við: Verdun.
    M.ö.o. sennilega - human-wave.
    Sem í samhengi Fyrra-Stríðs var afar mannskæð aðferð.
    100 árum síðar, miðað við nútíma-vopnabúnað, líklega enn mannskæðari.
    Þá að sjálfsögðu fyrir -- árásina.

Eftir mánuði af slíku blóðbaði -- sé ekki órökrétt, að Rússar séu búnir að klára sitt lið, aftur - eins og júlí.

  1. Ef nýr liðssafnaður Rússa, er kominn til leika í mars/apríl: getur samt verið að Úkraínumenn hafi náð að lagfæra vígsstöðuna, í jan./feb. - jafnvel einni góðri sókn.
  2. Þreittur her Rússa, akkúrat núna, gæti vel hugsanlega gefið eftir, ef bankað er fast á hann -- áður en Rússum vinnst tími til, að safna liði að nýju.

Ég held að ég sé sammála Girkin/Strelkov -- að líklega hafi myndast sóknar-gluggi fyrir Úkraínuher, jan. til feb. a.m.k.

 

Niðurstaða
Igor Girkin/Strelkov hefur verið tengdur átökum í Úkraínu, síðan 2014 -- er hann var einn af helstu leiðtogum svokallaðrar uppreisnar, með stuðningi Rússa-hers. Hann virðist hafa boðið sig fram til átaka, feb. 2022 -- bjartsýnn um árangur af nýrri innrás.
Miðað við hvernig hann talar um herstjórn Rússa, aðferðafræði með öðrum orðum -- er ljóst að í dag, sé hann orðinn vonlítill um sigur.
Lýsingar hans af aðferðum Rússa, í Donetsk átökum sl. 5 mánuði, er stórfellt áhugaverð.
Ég sé enga ástæðu til að draga í efa, þær lýsingar séu réttar!

  1. Að Rússar hafi beitt Fyrra-Stríðs aðferðafræði.
  2. Það komi líklega til, vegna þess að lið það sem hvatt var í herinn af Pútín, hafði nánast enga -- þjálfun.
  3. Samt var það lið, sent nánast strax til átaka.

Þegar menn eru með, herlið nær algerlega án þjálfunar - samtímis vopnabúnaður skorinn við nögl, skv. lýsingu Girkin/Strelkov, of fáir yfirmenn að auki, til að stjórna liðinu almennilega.
Þá geta menn ekki búist við, flókinni aðferða-fræði.

Ég talaði einmitt um það, fyrir mánuðum -- að gæðastandard Rússa-hers hafi farið niður.
Mér virðist að aðferðir Rússa-hers í Donetsk, sýni fullkomlega fram á það mat hafi verið rétt.

  1. Girkin/Strelkov meinar að Rússa-her hafi eytt sínu liði, í tæka tíð fyrir sókn Úkraínuhers.
  2. Við skulum sjá, hvort sú spá -- Girkin/Strelkov reynist rétt.

Bendi á, hann er ekki vinur Úkraínu - hann vill að Rússl. ráði svæðinu.
Hann sé, úrkola vonar um sigur, greinilega - eftir að hafa orðið vitni, að aðferðum Rússahers, með eigin augum.

Einmitt vegna þess, að hann -- vill raunverulega að Rússar vinni.
En trúir ekki lengur á sigur -- tel ég ummæli hans hafa trúverðugleika.

Ég meina, hann er vitni - hann greinilega er ekki fylginn Vesturlöndum.
Ástæður þess hann hefur tapað trúnni á sigur, sé aðferðafræði Rússa-hers.

  • Sem skv. orðum Girkin/Strelkov -- komi nærri landráðum við Rússland.
    Vegna þess, að hann óttast -- að þær aðferðir stefni í að færa Úkraínu, sigur.

Kemur í ljós grunar mig fljótlega á nýárinu hvort bölsýni Girkins/Strelkov.
Reynist á rökum reist.

 

Gleðilegt nýtt ár til allra!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband