Færsluflokkur: Bloggar

Ríkisstjórnin gerir stórfelld mistök!!

 

Einar Björn Bjarnason-1

Herfileg mistök ríkisstórnarinnar!!

Stefna ríkisstjórnarinnar, skv. innleiðingu kafla um greiðsluaðlögun inn í lög “nr. 21, 26. mars 1991” mun leiða til stórfellds ófarnaðar fyrir almenning.

 

Ágæt lög:

Hin breyttu lög, eru sem slík, til mikilla bóta. Innleiðing nýs kafla um greiðsluaðlögun, er jákvætt skref, í almennum skilningi. Það sem gengur ekki, er að ætla þeim kafla að leysa þann núverandi vanda sem þjóðfélagið á við að glíma. Vandinn, er allt of stórfelldur, til að þau lög dugi ein og sér sem lausn. 

 

Hver eru vandkvæðin?

Ferlið er allt of tímafrekt, til að vera nothæf lausn á svo stórfelldum vanda. Samkvæmt nýlegum tölum, eru heimili á Íslandi 109.328. Samkvæmt Seðlabanka Íslands, eru 13% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. um 14.200 heimili. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, voru 17.794 atvinnulausir, á öllu landinu, þann 1. apríl 2009. Auk þessa, eru fjölmargir einstaklingar, enn í vinnu, sem hafa orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu. Til viðbótar, er einnig umtalverður fjöldi einstaklinga, sem hvorki hafa orðið fyrir kjaraskerðingu né misst vinnu, en sem eru í vandræðum, vegna óhagstæðrar gengisþróunar og stórfellda hækkun lána í erlendri mynnt, sem og sambærilega hækkun afborgana af þeim lánum. Það er ekki svo einfalt, að hægt sé að leggja þessa hópa saman. Ekki eru allir, með neikvæða eiginfjárstöðu í greiðsluvandræðum, t.d. En, þessi samantekt, gefur þó ástæðu til að ætla, að þeir séu vart færri en á bilinu 10 – 20 þúsund. 

 

Tímafrekt ferli:

Samkæmt  lögum “nr. 21, 26. mars 1991” samkvæmt breytingum sem tóku gildi þann 1. apríl 2009, ( nr. 21, 26. mars 1991 ), þá geta einstaklingar, sem ekki eiga eða reka fyrirtæki, og sem eru fyrirsjáanlega ófærir um að greiða af lánum sínum, óskað eftir greiðsluaðlögun. Þessari beiðni, sé beint til héraðsdómstóls í heimahéraði. Ef dómstóll í heimahéraði veiti samþykki sitt, þá sé sýslumanni í því héraði heimilt í umboði Dómsmálaráðherra að skipa umboðsmann með nauðasamningi um greiðsluaðlögun. Lögum þessum samkvæmt, ber umboðsmanni að veita lánadrottnum 4 vikur, til að lýsa kröfum. Síðan, ber honum að halda fund með kröfuhöfum, sem lýst hafa kröfum, og viðkomandi einstakling, innan 2 vikna frá lokum 4 vikna frestsins. Að afloknum fundi milli kröfuhafa og einstaklings, þ.s. umsjónarmaður leitast við að miðla málum, hefur hann svo viku til að fella úrskurð. Ef úrskurður fellur einstaklingi í hag, hefur einstaklingur viku frest til að koma úrskurði umboðsmanns, ásamt gögnum, til dómstóls í viðkomandi héraði. Þegar því er lokið, hefur dómstóll í héraði, viku frest til að boða aðila til sín, skv. boðaðri dagsetningu, þ.s. aðilar fá að tjá afstöðu til málsatvika. Ef úrskurður, fellur einstaklingi í vil, fá gagnaðilar vikufrest til að kæra úrskurðinn til hæstaréttar.  

 

Leikur að tölum:

Frestir byggðir inn í ferlið, í vikum taldir; 4 + 2 + 1 + 1 + 1 + 1=10 vikur. (10 * 20.000)/52=3846 ár. Deilum í þetta með fjölda dómara, við Héraðsdóm Reykavíkur, og niðurstaða er 167 ár. En, ef við ætlum að hver ráði við 10 mál per tímabil, er niðurstaðan 16,7 ár. Ef fjöldi mála er 10.000, þá helmingast tölur, og niðurstaða er 8,35 ár. Þetta er sett fram, þó sennilega mjög ónákvæmt sé, til að gefa lesendum smá hugmynd um, hve víðsfjarri því að vera raunhæfar, hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru. Taka ber fram, að héraðsdómarar, þurfa að sinna mjög mörgum öðrum dómsmálum, sem ekki er hægt að víkja til hliðar. 

 

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna:

Ríkisstjórnin hefur lofað, að Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, muni vera til taks til að veita einstaklingum ókeypis ráðgjöf. Augljóslega, verður það umtalsverð vinna fyrir einstaklinga að sækja sitt mál um greiðsluaðlögun. Þörf fyrir sérfræðiaðstoð við undirbúnings málsgagna, er augljós. En hitt er einnig, að slík aðstoð er öllu jafna dýr, og að auki, að einstaklingar í greiðsluvandræðum, eru ekki sérstaklega aflögufærir um fjármagn til að greiða fyrir þá aðstoð. Spurningin, er þá, hvort aðstoð sem standi til boða sé nægileg. Samkvæmt lista yfir starfsmenn Ráðgjafarstofu, þá eru þeir: 14 alls; 9 ráðgjafar, 1. lögfræðingur, 1. þjónustustjóri, 1. forstöðumaður, og 2 með ótilgreindan starfstitil. Þetta er allt og sumt, virkilega. Ríkisstjórnin, hefur lofað að veita fjárveitingu fyrir 3 viðbótarstarfsmönnum. Ég vek athygli á, að einungis 1 lögfræðingur, er þarna starfsmaður. Mjög augljóslega, mun Ráðgjafarstofa drukkna undir mjög þykkum bunka umsókna um aðstoð. 

 

Niðurstaða:

Leið ríkisstjórnarinnar til björgunar fólks sem á í greiðsluvandræðum, og mun á næstunni eiga í slíkum vandræðum, er mjög augljóslega víðsfjarri því að ráða við vandamálið. Ef ríkisstjórnin bregst ekki við, hið fyrsta, og leggur til raunhæfar leið, þá er krystaltært að stefnir í mjög mikinn ófarnað fyrir stórann hóp einstaklinga. Látum ekki ríkisstjórnarflokkana komast upp með að hrósa sér af lausn, sem er engin lausn, og mun nánast í engu leysa vandann, en ef til vill duga um tíma til að slá ryki í augu fólks.

 

Virðingarfyllst,

Einar Björn Bjarnason,

Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur,

9. á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Suður.

 

 

 


Herfileg mistök í uppsiglingu!!

Það er ljóst, af lestri nýsamþykktra lagabreytinga um greiðsluaðlögun að alvarleg mistök eru í uppsiglingu.

Best er að byrja á að vitna í upphaflega útgáfu laganna, þ.e. 1991 nr. 21 26. mars , og sleppi ég öllum ákvæðum sem ekki eiga við einstaklinga:

  7. gr. Beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings og krafa um gjaldþrotaskipti skal vera skrifleg. Í henni eða fylgigögnum með henni skal eftirfarandi koma fram svo skýrt sem verða má:
   1. hvers sé beiðst eða krafist,
   2. fullt nafn skuldarans og kennitala hans; sé skuldarinn einstaklingur skal enn fremur koma fram hvert lögheimili hans sé og dvalarstaður, sé hann annar en lögheimili, hvort hann hafi atvinnurekstur með höndum og ef svo er hver sá rekstur sé, hvar hann fari fram og hvort um firma sé ræða sem beri sérstakt heiti; ...,
   3. við hver atvik, rök og lagaákvæði beiðnin eða krafan sé studd.
Ef beiðni eða krafa stafar frá skuldaranum sjálfum skulu að auki koma fram sundurliðaðar upplýsingar um eignir hans og skuldir.
Ef krafa stafar frá öðrum en skuldaranum skal koma fram hver hafi hana uppi ásamt kennitölu hans og heimili, svo og yfirlýsing af hendi hlutaðeiganda um að hann ábyrgist allan kostnað af þeirri aðgerð sem hann krefst.
Þau gögn sem beiðni eða krafa er studd við skulu fylgja henni. ... .

Ég byrti þessa grein, til áréttingar, þ.s. hún fær að haldast í óbreyttri mynd.

Til þess að fólk, átti sig á hvað ég á við um vandamál, þá er best að ég vitni með sama hætti beint í einstakar greinar, nýs kafla um greiðsluaðlögun .

 a. (63. gr. a.)
    Samkvæmt fyrirmælum þessa kafla getur maður leitað nauðasamnings til greiðsluaðlögunar ef hann sýnir fram á að hann sé og verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa í skilum með skuldbindingar sínar.
    Lögin ná ekki til einstaklinga sem undangengin þrjú ár hafa borið ótakmarkaða ábyrgð á atvinnustarfsemi, hvort sem þeir hafa lagt stund á hana einir eða í félagi við aðra, nema því aðeins að atvinnurekstri hafi verið hætt og þær skuldir sem stafa frá atvinnurekstrinum séu tiltölulega lítill hluti af heildarskuldum þeirra...

Þessi liður, er í sjálfu sér ekki, það slæmur. Ákveðið, er að greiðsluaðlögun sé til handa, einstaklingum sem hafa ekki verið að stofna til skulda vegna fyrirtækjarekstrar.

  b. (63. gr. b.)
    Með greiðsluaðlögun má kveða á um algera eftirgjöf samningskrafna, hlutfallslega lækkun þeirra, gjaldfrest á þeim, greiðslu þeirra með hlutdeild í afborgunarfjárhæð skv. 3. mgr. 63. gr. c í einu lagi eða með ákveðnu millibili á nánar tilteknu tímabili, breytt form á greiðslu þeirra eða fernt það síðastnefnda í senn.

Í ofantöldum lið, er talið upp, í hverju greiðsluaðlögun getur falist.

  c. (63. gr. c.)
    Skuldari sem æskir heimildar til að leita greiðsluaðlögunar skal gera beiðni um hana samkvæmt því sem segir í 7. gr. og 1., 3. og 4. tölul. 34. gr. Henni skulu fylgja gögn sem hún er studd við ásamt greiðsluáætlun skv. 2. mgr. og gögnum til staðfestingar upplýsingum í henni, vottorði um hjúskaparstöðu og fjölskyldu og síðustu fjórum skattframtölum skuldara.
    Í greiðsluáætlun skuldara skal koma fram:
    1.      hverjar tekjur hans eru og annarra sem teljast til heimilis með honum, hvort sem er af vinnu eða öðrum sökum, og upplýsingar um af hvaða samningum eða atvikum tekjurnar ráðast, svo og hvort horfur séu á að breytingar verði á tekjum þeirra eða atvinnuhögum,
    2.      hvort hann muni hafa fé af öðru en tekjum sínum til að greiða af skuldum, svo sem vegna sölu eigna eða fjárframlaga annarra,
    3.      sundurliðuð fjárhæð skulda sem þegar eru gjaldfallnar, svo og fjárhæð ógjaldfallinna skulda og eftir atvikum upplýsingar um afborgunarkjör, gjalddaga, vexti og verðtryggingu þeirra, en frá þessu öllu skal greint án tillits til þess hvort greiðsluaðlögun sé ætlað að ná til þessara skuldbindinga,
    4.     framtíðaráætlun um meðaltal mánaðarlegra útgjalda skuldara og þeirra sem teljast til heimilis með honum, þar á meðal vegna framfærslu, opinberra gjalda, húsaleigu og afborgana af skuldum sem tryggðar eru með veði eða á annan hátt í íbúðarhúsnæði eða öðrum eignum skuldara sem hann hyggst leitast við að eiga áfram,
    5.      hvað ætla megi af framansögðu og öðru sem máli getur skipt að afborgunarfjárhæð geti orðið af samningskröfum, hvenær hún verði greidd í einu lagi eða með reglubundnum greiðslum á tilteknu tímabili og hvort og þá hvaða trygging verði sett fyrir þeim.
    Afborgunarfjárhæð, sem fundin er skv. 5. tölul. 2. mgr., skal bundin við launavísitölu eða á annan hátt við tilteknar mælingar á verðlagsbreytingum sem svara til þess hvernig skuldari hyggst afla tekna til að standa undir greiðslu hennar. Tekið skal fram í greiðsluáætlun hvernig verðtryggingu samkvæmt þessu verði háttað.
    Í greiðsluáætlun má setja ákvæði um að kröfur innan tiltekinnar fjárhæðar, sem hefðu ella talist samningskröfur, verði greiddar að fullu ef sú fjárhæð verður talin óveruleg í ljósi fjárhags skuldara, en ákvæði sem þetta má ekki standa nema allar samningskröfur fáist að minnsta kosti greiddar með þeirri fjárhæð. Leiti skuldari eftir því að tilteknir lánardrottnar hans afsali sér í einhverju tilkalli til hlutdeildar í afborgunarfjárhæð skal þess sérstaklega getið í greiðsluáætlun.
    Dómsmálaráðherra er heimilt að ákveða með reglugerð að skuldara bjóðist endurgjaldslaus aðstoð við gerð beiðni og fylgigagna með henni hjá opinberri stofnun eða öðrum. Eigi skuldari kost á slíkri aðstoð getur hann ekki notið greiðslu sem þessu svarar eftir lögum um réttaraðstoð við einstaklinga sem leita nauðasamninga.

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að ætlun ríkisstjórnarinnar er að Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna muni vera sú opinbera stofnun, sem notuð verði í því skyni að veita fólki ókeypis aðstoð, við undirbúning mála sinna. Hérna er svo tæmandi listi yfir starfsmenn Ráðgjafarstofu , þ.e. 14 alls; 9 ráðgjafar, 1. lögfræðingur, 1. þjónustustjóri, 1. forstöðumaður, og 2 með ótilgreindan starfstitil. En, vilyrði eru komin frá ríkisstjórninni, að starfsmönnum verði ef til vill fjölgað um 3.

Vinnumálastofnun byrtir á forsíðu fjölda atvinnulausra. Þann 31/3 2009 var fjöldi atvinnulausra á landinu, 17.733

Ég reikna fastlega með því, að stór hluti þeirra sem eru skráðir atvinnulausir, eigi í erfiðleikum við að greiða af lánum. Að auki, bætist við, að fjöldi fólks, enn í starfi, hefur orðið fyrir tekjutapi vegna minnkaðrar vinnu, lækkaðs starfshlutfalls, eða einfaldlega þess, að samið hefur verið um að lækka laun gegn því að ekki fari fram uppsagnir. Einhver umtalsverður fjöldi úr þessum hópum, reikna ég einnig með, að eigi í greiðsluvandræðum. Til viðbótar, bætist fólk, sem ekki hefur orðið fyrir launaskerðingu, er enn - sem sagt - í fullu starfi, en sem eru í greiðsluvandræðum, samt. Í þeim tilvikum, er sennilega oft um að ræða einstaklinga sem tóku húsnæðislán í erlendri mynt, áður en krónan féll, sem síðan hafa hækkað mjög í andvirði og að á sama tíma hafa afborganir einnig hækkað af sama skapi.

Nú, ég held að ég sé ekki að hlaupa nein gönuhlaup, ef ég geri ráð fyrir, að fólk í greiðsluvandræðum, um þessar mundir, og því líklegt að æskja greiðsluaðlögunar, og einnig aðstoðar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, geti verið á bílinu 20 - 30 þúsund. Þetta, getur allt eins verið varlega áætluð tala.

Þennan fjölda, ber að hafa í huga, annars vegar, og, hins vegar, þá staðreynd, að það ferli, skv. lagabreytingu, er umtalsvert af vöxtum, og þá er ég að segja, að hvert mál út af fyrir sig, muni augljóslega, taka allnokkurn tíma, í meðferð. 

   e. (63. gr. e.)
    Í innköllun umsjónarmanns til lánardrottna skuldara skal auk þess sem segir í 1. mgr. 44. gr. koma fram að leitað sé greiðsluaðlögunar, svo og hvenær fundur verði haldinn með þeim sem telja sig eiga samningskröfur á hendur skuldara til að fjalla um greiðsluáætlun hans. Áætlunin skal fylgja tilkynningu til lánardrottna skv. 2. mgr. 44. gr.
    Þeir lánardrottnar sem fara með samningskröfur á hendur skuldara og hafa lýst kröfum sínum fyrir umsjónarmanni innan kröfulýsingarfrests eiga einir upp frá því rétt á að láta málið til sín taka.
    Þegar kröfulýsingarfrestur er á enda skal umsjónarmaður gera skrá um samningskröfur sem borist hafa innan frestsins og skal greint í henni frá þeim atriðum sem getið er í 1. og 2. tölul. 1. mgr. 46. gr. Nú hefur samningskröfu ekki verið lýst sem skuldari hefur gert grein fyrir í greiðsluáætlun og skal þá umsjónarmaður krefja þann lánardrottin svara um hvort krafan sé til, en reynist svo vera skal hún tekin upp í skrána með þeirri fjárhæð sem upplýst hefur verið um. Þegar skuldara hefur gefist kostur á að kynna sér skrána skal umsjónarmaður veita honum aðstoð til að gera breytingar á greiðsluáætlun ef efni standa til þeirra.

Það er greinilegt, að tafsamir samningar, milli skuldara og kröfuhafa, þ.s. gert er ráð fyrir hefðbundnum kröfulýsingafresti, fara síðan í hönd. Ákvæði gömlu laganna um þann kröfulýsingarfrest fá að gilda áfram, sjá 1991 nr. 21 26. mars:

44. gr. Umsjónarmaðurinn skal tafarlaust eftir skipun sína gefa út og fá birta tvívegis í Lögbirtingablaði innköllun þar sem skorað er á lánardrottna skuldarans, sem telja sig eiga samningskröfur á hendur honum, að lýsa kröfum sínum fyrir umsjónarmanninum innan fjögurra vikna frá því innköllunin birtist fyrra sinni. Í innkölluninni skal koma fram nafn skuldarans, kennitala og heimilisfang, að honum hafi verið veitt heimild til að leita nauðasamnings með úrskurði uppkveðnum tiltekinn dag og hvert kröfulýsingar skuli sendar. Þá skal einnig tiltekið í innkölluninni hvar og hvenær fundur verði haldinn með atkvæðismönnum til að greiða atkvæði um frumvarp skuldarans.

Ég ítreka, þ.s fram hefur komið að ofan, að þetta ferli mun þurfa að fara fram, allt að því á bilinu 20 - 30 þúsund sinnum. Þarna, erum við því að tala um umtalsverðan fjölda mannára, í heildina litið. Fjöllum áfram um nýbreitni laganna.

   f. (63. gr. f.)
    Fundur skal haldinn til að fjalla um greiðsluáætlun skuldara innan tveggja vikna frá lokum kröfulýsingarfrests og gilda um hann ákvæði 1. og 2. mgr. 48. gr. eftir því sem á við. Sé kröfu á skrá skv. 3. mgr. 63. gr. e mótmælt af öðrum lánardrottni eða skuldaranum skal umsjónarmaður staðreyna hvort deila standi um kröfuna í heild eða afmarkaðan hluta hennar og leitast annars við að jafna ágreining um hana. Slíkur ágreiningur stendur að öðru leyti ekki því í vegi að umleitunum til greiðsluaðlögunar verði fram haldið.
    Á fundinum ber skuldara að gefa þær skýringar sem lánardrottnar leita eftir, en umsjónarmaður skal síðan gefa þeim hverjum fyrir sig kost á að lýsa afstöðu sinni til greiðsluáætlunar skuldara sem greint skal frá í fundargerð. Skuldara skal að því gerðu gefinn kostur á að endurskoða greiðsluáætlun vegna fram kominna athugasemda og taka eftir atvikum afstöðu til þess hvernig hann hafi í hyggju að fara með umdeilda kröfu, en að þessu öllu gerðu skal hann lýsa yfir að greiðsluáætlun sé endanleg.

Athugið, að í sjálfu sér, er þetta ferli mjög eðlilegt. Skuldari og kröfuhafar, fá að koma fram með sín sjónarmið, og tíma til að taka afstöðu til þeirra, og skuldari hefur tíma til að endurskoða sína afstöðu, og síðan að tilkynna sína lokaafstöðu. 

Við allar eðlilegar, og venjulegar, aðstæður, væri ekkert við þetta að athuga. En, aðstæður eru allt annað en venjulegar og einnig allt annað en eðlilegar.

Með varlega áætlaðan fjölda fólks, með líkleg skuldavandræði, á milli 20 - 30 þúsund, þá verður heildarferlið, mjög augljóslega, allt of tafsamt.

  g. (63. gr. g.)
    Þegar greiðsluáætlun skuldara er orðin endanleg skal umsjónarmaður innan viku taka rökstudda afstöðu til þess í skriflegri greinargerð hvort hann mæli með því að greiðsluaðlögun komist á fyrir skuldarann. Við mat á því skal umsjónarmaður meðal annars líta til þess hvort nokkuð hafi komið fram sem í öndverðu hefði átt að standa í vegi greiðsluaðlögunar, hvort skuldari leiti eftirgjafar umfram það sem eðlilegt megi telja í ljósi fjárhags hans og framtíðarhorfa, hvort skuldari hafi sinnt skyldum sínum skv. 2. mgr. 63. gr. f og staðið að öðru leyti heiðarlega að verki við umleitanir til greiðsluaðlögunar, hvort raunhæft sé að hann muni geta staðið við skuldbindingar sínar að fenginni aðlögun þeirra að greiðslugetu sinni og hvert sé viðhorf þeirra lánardrottna sem hafa látið samningsumleitanirnar til sín taka.
    Mæli umsjónarmaður gegn því að greiðsluaðlögun komist á skal hann tafarlaust senda greinargerð sína ásamt skriflegri tilkynningu til skuldara og héraðsdómara. Þegar sú tilkynning berst héraðsdómara fellur sjálfkrafa niður heimild skuldara til að leita greiðsluaðlögunar. Falli heimildin niður samkvæmt þessu eða af öðrum þeim ástæðum sem greinir í 41. eða 42. gr. skal umsjónarmaður fá birta svo fljótt sem verða má auglýsingu um þau málalok í Lögbirtingablaði.
    Nú mælir umsjónarmaður með því að greiðsluaðlögun komist á og svarar það þá til þess að samþykkt hafi verið við atkvæðagreiðslu frumvarp að nauðasamningi eftir ákvæðum VIII. kafla. Skal umsjónarmaður þá boða skuldara tafarlaust á sinn fund og láta honum í té greinargerð sína ásamt samþykktu frumvarpi að greiðsluaðlögun þar sem eftirfarandi skal koma fram:
    1.      hvað skuldari bjóðist til að inna af hendi til greiðslu á samanlögðum samningskröfum, þar á meðal með greiðslu af afborgunarfjárhæð, hvort heldur með eingreiðslu tiltekinn dag eða á nánar tilgreindum gjalddögum hverju sinni, svo og hvernig sú fjárhæð verði verðtryggð,
    2.      hvaða lánardrottnar eigi þessar samningskröfur, hversu mikið hver og hvaða hlutfallslega greiðslu þeir fái af kröfum sínum eða hvert hlutfall hvers þeirra verði í afborgunarfjárhæð,
    3.      hvort skuldari geri ráð fyrir að umdeild krafa, ein eða fleiri með nánari tilgreiningu, sé meðal þeirra sem greitt verði af skv. 2. tölul. eða hvort hann beri sjálfur áhættu af niðurstöðu um hana,
    4.      hvort tilteknar skuldir verði greiddar að fullu eða meira gefið eftir af þeim en af öðrum samningskröfum, sbr. 4. mgr. 63. gr. c,
    5.      hvort trygging verði sett fyrir greiðslum og þá hver hún sé.
    Umsjónarmaður skal senda lánardrottnum, sem lýst hafa kröfu við umleitanir til greiðsluaðlögunar, greinargerð sína og eftir atvikum samþykkt frumvarp að greiðsluaðlögun ásamt tilkynningu um lyktir málsins í hans höndum.

Eins og sést af ofantöldu, er umsjónarmanni falið umtalsvert úrskurðarvald þegar mál einstaklinga sem ekki eiga eða reka fyrirtæki eiga við. Hin almenna regla, er að allir úrskurðir eru kæranlegir.

 h. (63. gr. h.)
    Hafi umleitunum til greiðsluaðlögunar lokið á þann hátt að umsjónarmaður mæli með því að hún komist á skal skuldari leggja skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamningsins fyrir héraðsdómara innan viku frá þeim fundi sem umsjónarmaður boðaði skuldara til skv. 3. mgr. 63. gr. g. Með þeirri kröfu skal fylgja greinargerð umsjónarmannsins, skrá um samningskröfur og samþykkt frumvarp að greiðsluaðlögun, auk fundargerða af fundum skv. 63. gr. f og 63. gr. g.
    Greiðsluaðlögun hefur sömu áhrif og réttarsátt milli skuldara og lánardrottna hans um þær samningskröfur sem þeir hafa lýst og koma fram í skrá skv. 3. mgr. 63. gr. e, að því leyti sem skuldari mótmælti þeim ekki.

Lögin öðlast gildi frá og með 1. apríl 2009.

Um málsmeðferð Héraðsdómara, sjá. 1991 nr. 21 26. mars:

55. gr. Þegar héraðsdómara hefur borist krafa skv. 1. mgr. 54. gr. skal hann svo fljótt sem verða má ákveða þinghald til að taka hana fyrir. Boðað skal til þinghaldsins með auglýsingu sem héraðsdómari gefur út og fær birta einu sinni á kostnað skuldarans í Lögbirtingablaði með minnst einnar viku fyrirvara, en í henni skal eftirfarandi koma fram:
   1. að samþykki hafi fengist með tilteknum atkvæðafjölda fyrir frumvarpi að nauðasamningi handa skuldaranum, en greina skal nafn hans, kennitölu og heimilisfang,
   2. hvers efnis frumvarpið hafi verið,
   3. áskorun til þeirra sem vilja koma fram mótmælum gegn staðfestingu nauðasamnings samkvæmt frumvarpinu um að mæta til þinghalds á tilteknum stað og tíma.

 ...

59. gr. Skjóta má úrskurði héraðsdómara um kröfu skuldarans um staðfestingu nauðasamnings til æðra dóms innan viku frá uppkvaðningu hans. Hafi málskot ekki átt sér stað innan þess frests verður niðurstaða héraðsdómara endanleg við lok hans.

Ef ákvæði 55 - 59 eru skoðuð, þá sést að málsmeðferð er hefðbundin, málsmeðferð fyrir Héraðsdómi, þ.s. málsaðilar hafa tækifæri að tjá sig, flytja kröfu og gagnkröfu, sem héraðsdómari setur svo sitt eigið mat á, sem kemur fram þegar hann byrtir úrskurð sinn. Til viðbótar, er rétt að nefna, að frestur til að kæra úrskurð undirréttar, til hæstaréttar, er 1 vika.

Til gamans, Héraðsdómur Reykjavíkur og starfsmenn Héraðsdóms Reykavíkur, 51 talsins; þar af 23 dómarar og einn dómstjóri. Eitthvað segir mér, að fjöldi mála, eigi eftir að vaxa mjög, mjög mikið, hjá þeim.

Ef við leikur okkur aðeins með tölur, þá eru frestirnir byggðir inn í ferlið, í vikum taldir; 4 + 2 + 1 + 1 + 1 + 1 = 10 vikur. (10 * 20.000) / 52 = 3846 ár. Ef við deilum í þetta með fjölda dómara, við Héraðsdóm Reykavíkur, þá er niðurstaðan 167 ár. En, ef við leyfum okkur að ætla, að hver ráði við 10 mál á viku, er niðurstaðan 16,7 ár.  

Fyrir utan þetta, má fastlega reikna með að einstaklingar þurfi einhvern undirbúningstíma, fyrir málarekstur sinn. Auk, þessa, má reikna með að þeir þurfi einhverja sérfræðiaðstoð, við undirbúning máls, sem verður ekki ókeypis, í flestum tilvikum.

 

Niðurstaða: Eins og ég sagði í upphafi, þá sagði ég að það stefndi í alvarleg mistök. Ég held, að það sé alveg kristaltært, að það fyrirkomulag sem ríkisstjórnin ætlar sér að viðhafa, þ.s. mál hvers og eins, er metið algerlega sjálfstætt, og úrskurðað algerlega sjálfstætt, með öllum þeim tíma sem hvert mál fyrir sig mun taka, sem síðan margfaldast með væntum heildar málafjölda, upp á a.m.k. 20 - 30 þúsund; að í algert óefni stefnir fyrir íslenskt þjóðfélag, ef ekki verður hægt að fá ríkistjórnarflokkana til að snúa af leið, og íhuga einfaldari og um leið fljótfarnari leiðir.

Er það alveg öruggt, að leið, sem ég tel ekki ósanngjarnt að kalla ófæra, að þá sé ekki miklu mun skárra að fara leið sem Framsóknarflokkurinn hefur stungið upp á?

Augljóslega er leið Framsóknarflokksins, ekki gallalaus. En, hún aftur á móti, er fær; og ef menn reikna með hinum gríðarlega kostnaði sem annars mun verða vegna tafa mikils fjölda mála, þá stórefa ég að leið Framsóknarflokksins sé í raun og veru dýrari, eins og fram hefur verið haldið.

Þvert á móti, treysti ég mér til að fullyrða, að ríkisstjórnin sé sek um alveg stórfellt vanmat, ekki einungis á þeim tíma sem úrræði það sem þeir leggja til muni taka, heldur einnig fullkomlega sambærilega stórfellt vanmat á kostnaði við leið þá sem hún og ríkisstjórnarflokkarnir vilja fara.

Sjá tillögur Framsóknarflokksins.

 

Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason

Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur, 

Frambjóðandi Framsóknarflokksins, í sæti nr. 9 í Reykjavík Suður.


Hinar þjóðhættulegu hugmyndir :)

Í seinni tíð, virðist Jóhanna Sigurðardóttir, ekki getað flutt ræðu, án þess að hníta í Framsóknarflokkinn. Hvernig á þessu stendur, þ.s. Framsóknarflokkurinn, er eftir allt saman, óformlegur samstarfsflokkur hennar ríkisstjórnar, sem hennar ríkisstjórn eftir allt saman, á nokkur undir...veit ég ekki.

Hvað gæti það verið? Ein hugsanleg ástæða, gæti verið að dreifa athyglinni, frá þeirri staðreynd, að hennar eigin ríkisstjórn, á í umtalsverðum vanda. En, eitt gamalt trix, til að dreifa athygli frá eigin vanda, er að benda á aðra, og úthrópa þá í staðinn. Ekki stórmannlegt, en þetta er það sem mér dettur einna helst í hug.

Hvað eru menn að úthrópa: það eru hugmyndir, sem Framsóknarmenn, komu með...einfaldlega sem umræðutillögur, ekki pólitískt útspil, handa hennar ríkisstjórn, einfaldlega í því skyni, að reyna að hjálpa til. En, hverjar voru þá þakkirnar, alls engar. Í staðinn fyrir að ræða hlutina, í einrúmi, var farið beint í fjölmiðla, hugmyndir Framsóknarmanna, slitnar úr samhengi, misfluttar, túlkaðar á versta hugsanlega veg; og þannig hefur það verið æ síðan...sbr. nýjustu ræðu forsætisráðherra á aukaþingi ASÍ.

Forsætis­ráðherra: Tímar ofurlauna eru liðnir

 

Hinar þjóðhættulegu efnahagstillögur Framsóknarflokksins :)

Það má samt viðurkennast, að þessar tillögur, voru ekki í endanlegri mynd. Sem dæmi, stendur til að hafa hámarksafskriftarupphæð, per. einstakling, sem myndi svara stórum hluta gagnrýni forsætirráðherra. Fleiri útfærsluatriði eru í skoðun, enda eru þessar hugmyndir enn í vinnslu.

Feluleikur forsætisráðherra: Svo, að ég vindi mér aftir að forsætisráðherra, og spurningunni, hvað hún hefur að fela, þá er það væntanlega veikleikar þeirra leiða, sem ríkisstjórnin hefur valið að fylgja.  Augljós ábending, er sú, þ.s. hún hefur valið þá leið, að skoða mál hvers og eins, velja leiðir sem henta hverjum og einum, sem ku vera svo sanngjörn leið; þ.e. um það, hve praktísk sú leið sé, í raun og veru.

Gerið ykkur í hugarlund, þ.s. við erum að tala um þúsundir heimila í bráðum skuldavanda. Mál hvers og eins þeirra, á sem sagt að meta, alveg sjálfstætt. Ég geri ráð fyrir, að mál hvers og eins, sé skoðað af nokkurri vandvirkni, þ.e. gagna sé aflað, fundir haldnir með viðkomandi skuldurum, hverjum og einum, tillögur um lausn mótaðar af starfsmönnum viðkomandi banka eða Íbúðarlánasjóðs fyrir hvert mál fyrir sig, síðan fari hvert og eitt mál til viðkomandi yfirmanna, sem ákvarðanatökuvald hafi, til samþykkis eða synjunar. EKKI MEÐ ÖÐRUM ORÐUM, FERLI HESPAÐ AF Á EINNI KVÖLDSTUND. ÞETTA ÞARF SVO AÐ ENDURTAKA, NOKKRUM ÞÚSUND SINNUM. Þetta er einungis vandi heimilanna. Eftir að tala um vanda fyrirtækja, en skv. Vinnuveitendasambandinu, eru allt að því 3000 fyrirtæki í alvarlegum skuldavanda, þ.e. þörf er á niðurfellingu skulda og/eða niðurfellingu lána, fyrir þau öll, í mismiklum mæli þó.

PUNKTURINN ER EFTIRFARANDI: hvaða tímaramma er ríkisstjórnin að miða við?

PUNKTUR FRAMSÓKNARMANNA: Þetta er óframkvæmanlegt, fullkomlega, innan viðunandi tímaramma.

 


Gjaldþrot einstaklinga, sem lausn!!

einar_bjorn_bjarnason-1_815583.jpg

Hvernig leysum við vanda þeirra einstaklinga, sem standa frammi fyrir gjaldþroti, þrátt fyrir 20% niðurfellingu skulda?

 

PLAN B: Hvað ef, þeim er einfaldlega leyft að verða gjaldþrota?

 

Til, að gera það að manneskjulegri leið, legg ég til að ákvæðum laga um gjaldrot einstaklinga verði breytt. Lög um gjaldþrot einstaklinga verði færð upp að, lögum um gjaldþrot fyrirtækja og hlutafélaga. Hugmyndin, er sú, að skuldir núllist út, við gjaldþrot, með einhverjum undantekningum, svo sem meðlagsskuldir.

 

Hugsa má sér, að fólki verði leyft að halda áfram að búa í sínum húsum. Það megi ekki reka það út, þó að banki eða önnur einka- eða opinber stofnun hafi leyst eign þeirra til sín. Það er þó sennilega rétt að hafa einhvern tímaramma, þannig að fólk þurfi að festa sér kaup á því húsnæði, sem það býr í, á nýjan leik, innan sanngjarnra tímamarka. Ef það geri það ekki, sé það búið að fyrirgera sér þeim rétti, að búa í því húsnæði. Ég geri ráð fyrir, að fólk fái ákveðinn forgangsrétt til að festa kaup á sínu húsnæði á nýjan leik, þ.e. fyrsta kauprétt, svo lengi sem þ.e. gert innan frests. Ef áhugasamur kaupandi kemur fram, sem býður hærra, þá hafi það rétt til að hækka sig á móti. Ganga inn í tilboðið. Ekki megi, selja ofan af þeim, fyrr en fresturinn ofantaldi er liðinn, án þess að það hafi gert kauptilboð, eða að það hafi ekki ákveðið að hækka sig upp til að mæta hærra tilboði frá þriðja aðila.

 

Augljóslega, verður sú tillaga, að núlla út skuldir við gjaldþrot, fordæmd af ímsum. En, þetta er það sem fyrirtæki, hafa lengi komist upp með, og þykir allt í lagi á þeim vettvangi. Bankar, og aðrir lánaveitendur, verða einfaldlega, að reikna með þessu, eins og þegar fyrirtæki eiga í hlut.

 

Lánaveitendur, verða þá líklega liðlegri en áður, til að fella skuldir niður að hluta, enda er gjaldþrot þá ekki lengur eins hagstæð leið fyrir þá og reyndin er í dag. Vopnin hafa snúist við, því þarna er gjaldþrot orðið vopn fyrir lánatakendur.

 

Með þessu, verður það mjög mikilvægt fyrir lánaveitendur, að veita einungis lán, eftir vandlega greiningu á greiðslugetu. Með þessu er nefnilega hvötunum snúið við, frá því sem nú er. Því, í þessu kerfi, er mun áhættusamara fyrir þá en áður, að vera mjög ógrandvarir gagnvart því hverjum er lánað og hve mikið.

 

Þetta ætti því, að gera það mun ólíklegra en í núverandi kerfi, að lánaveitendur, láni langt út fyrir greiðslugetu. Að þeir falbjóði lán, á kjörum sem virðast lág, en sem eru eitruð, sbr. lán með endurskoðunarákvæðum. Málið, að þetta er einmitt mjög þörf breyting, að framkalla kerfislægan hvata, sem hamlar óábyrgum lánaveitingum.

 

Varðandi, hættu á misnotkun, þá má hugsanlega, beita "three strikes out," þ.e. að miðað sé við 10 ára tímabil, þannig að við þriðja gjaldþrot innan þess tímabils, þá taki gömlu reglurnar gildi gagnvart þriðja gjaldþrotinu. Viðmiðið, sé að 2 gjaldþrot á 10 árum, séu ekki fyrir utan það sem eðlilegt geti talist, en það þriðja bendi til að maðkur sé í mysunni, þ.e. að annað tveggja eigi við, að einstaklingur sé of úr hófi fram kærulaus eða að viðkomandi sé að reyna að spila á kerfið. Ég held, að slík regla, ætti að nægja til að hamla gegn óhóflegri misnotkun.

 

Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason

 


Hefjum Framsóknarflokkinn til framfara á ný?

Einar Björn BjarnasonGóðan dag, kæru framsóknarmenn,

ég heiti Einar Björn Bjarnason, og er stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur, að mennt. Ég er sonur hjónanna, Bjarna Einarssonar - sem er látinn, og, Gíslínu Guðrúnar Friðbjörnsdóttur, sem lifir enn. Bjarni Einarsson, eins og kunnugt er, var um langt árabil áhrifamaður innan Framsóknarflokksins, sat lengi í miðstjórn, var samstarfsmaður Steingríms Hermannssonar, var á tímabili bæjarstjóri á Akureyri, seinna aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, á meðan sú stofnun var enn í Reykjavík. Eftir, að Halldór Ásgrímsson, gerðist formaður, urðu átök á milli föður míns og hans, sem einkenndust af deilum um stefnu, sem enduðu með því að föður mínum var komið á eftirlaun, fyrr en aldur kvað á. Á sama tíma, gekk ég einnig úr flokknum, og hef ekki skipt mér af málum hans síðan, fyrr
en ég nýverið gekk í hann í um miðjan janúar 2009.

Stefnubreyting sú, sem virðist ætla að eiga sér stað, eftir dramatíska kosningu nýs formanns og miðstjórnar, vekur mér gleði í hjarta, og nýjan áhuga á Framsóknarflokknum, sem ég hafði gengið í sem unglingur, og síðan skilið við í fússi.

Það sem ég vil gera við flokkinn, er að gera umbreyta ímynd hans, frá því að vera sú sem margir hafa af honum að hannn sé íhaldsamur flokkur gegnsírður af spillingaöflum.

  • Til að efla ímynd hans sem framsíns flokks, vil ég efla mjög starfsemi flokksins á netinu. Reyndar, vil ég innleiða skipulag, sem gerir áhugasömu fólki kleyft, að fylgjast með flestu því sem fer fram á vegum flokksins í gegnum netið, og að auki gerir því kleyft að hafa áhrif á mál, allt án þess að stíga upp frá tölvunni.
  • Til að tryggja stöðu flokksins hjá kjósendum til frambúðar, vil ég gera hann að

framsæknum umbótaflokki, með sterka áherslu á umhverfismál.

 

 

I. Lýðræðis- og samfélagsmál:

 

Síðan bankahrunið varð á Íslandi, hefur spunnist upp mikil umræða hérlendis, um lýðræði, og hvaða fyrirkomulag, skuli vera á því. Hvað mig varðar, þá vil ég byggja á núverandi fyrirkomulagi, sem grunn, en gera á því breytingar til aukins lýðræðislegs aðahlds, frá almenningi.
* Ég styð ákveðið stefnu Framsóknarflokksins um að halda stjórnlagaþing, vil að til þess verði kosið, helst samfara Alþingiskosningum. Tel, til greina koma að seinka Alþingiskosningum, til að báðar kosningarnar geti farið fram jafnhliða.

* Ég vil halda í 5% regluna, þ.e. þá reglu að framboð þurfi að ná a.m.k 5% atkvæða til að ná inn á þing. Ég vil að hún miðist við kjörfylgi á landsvísu. 5 reglan, er að mínu mati, nauðsynleg lýðræðinu. Þó það hljómi sem öfugmæli, í eyrum einhverra, þá verða menn að muna að stjórnmál þurfa einnig að vera skilvirk. Stórfelld fjölgun stjórnmálaflokka, þó slíkt þjóni sjónarmiðum að auðvelda þeim, sem hafa hagsmuna að gæta og/eða áhuga á stjórnmálum, aðgang að Alþingi, þá vegur á móti að því fleiri sem þingflokkar eru, því erfiðara er að ná samkomulagi um þingmál - annars vegar - og erfiðara að mynda starfhæfar ríkisstjórnir - hins vegar. Ekki má gleyma Weimarlýðveldinu, en greining á orsökum falls þess, var ein helsta ástæða 5% reglunnar. En, vandræði við að ná samstöðu um aðgerðir, skammlífar og innbyrðis sundurþykkar ríkisstjórnar, sem virtust einnig vera nær lamaðar við ákvarðanatöku, urðu á endanum vatn á millu öfgahópa til hægri og vinstri, þannig að á endanum - eins og frægt er - kaus fólkið yfir sig hóp, sem lofaði bættum efnahag gegn afnámi lýðræðis. Af þessu álykta ég, að 5% reglan sé lýðræðinu nauðsynleg.

* Varðandi kjördæmaskipan, þá sannarlega er Ísland mjög lítið land, og út frá fólksfjölda kappnóg, að hafa landið eitt kjördæmi. Á hinn bóginn, gæti það valdið því að landið yrði í reynd nánast borgríkið Reykjavík. Það er engin töfralausn á þessu. Menn verða einfaldlega að
vega og meta markmið, og vandinn er að þau stangast á. Eitt kjördæmi tryggir algerlega, að vægi atkvæða verði jafnt. Ef það er höfuðmálið, þá skal stefna að því að gera landið að einu kjördæmi. Ef, á hinn bóginn, önnur sjónarmið hafa einnig vægi eða svipað vægi, þá vandast
málið. Ég mun fylgja þeirri stefnu, sem flokkurinn tekur í þessu máli.

VARÐANDI KRÖFUR UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR :

Hef ég komið mér niður á eftirtaldar hugmyndir. Ég legg til:
* 1/3 reglu, á Alþingi. Þ.e. 1/3 hluti þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, um umdeilt þingmál. Einfaldur meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, ráði niðurstöðu.
* 20% kjósenda reglu, gagnvart nýjum lögum frá Alþingi. Á sama tíma, ráði einfaldur meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæða greiðslu niðurstöðu.
* 40% kjósenda reglu, til að knýja Alþingi til að taka afstöðu til tiltekins málefnis, t.d. lagafrumvarps, sem lagt væri fram af utanaðkomandi. Einnig hér, að einfaldur meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, ráði niðurstöðu.
* 51% reglu kjósenda, til að fá fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni, sem áður hefur farið þjóðaratkvæðagreiðsla um. Að niðurstaða kosningu þurfi að fara á þann veg, að fleiri greiði atkvæði um þá niðurstöðu sem meirihluti næst um, en var í fyrri
kosningu.
* 51% kjósenda reglu, til að knýja á um þingrof, og nýjar Alþingiskosningar. Í þessu tilviki, þurfi meirihluti þátttakenda einnig að vera a.m.k. 51% kjósenda, þannig að niðurstaða hafi gildi.
* 40% kjósenda reglu, til að knýja á um að nýr samningur sem skuldbindur Ísland gagnvart annarri þjóð, fari í þjóðaratkvæði. Einfaldur meirihluti þátttakenda ráði niðurstöðu.
* Allir fjölþjóða- eða alþjóðasamningar, sem skuldbinda Ísland gagnvart tilteknum hópi þjóða eða öllum þjóðum fari í þjóðaratkvæði, og að ráðandi niðurstaða þurfi einnig einfaldan meirihluta kjósenda.

PERSÓNUKJÖR:

Ég legg til, varðandi PERSÓNUKJÖR, að haldið verði í lystakosningar:
* Fyrst, að reglur um útstrikanir verði afnumdar. Þetta er neikvæð aðferð, þ.e. einstaklingur þarf að strika út nafn einhvers, sem viðkomandi á enga sök við til að auka líkur á kjöri þess hvers brautargengi viðkomandi kjósandi hefur áhuga á að bæta. Ég legg til jákvæða í staðinn.
* Flokkar, haldi áfram að leggja fram lysta, eftir sem áður, en að kjósendur hafi heimild til að láta í ljós vilja sinn um að tiltekinn einstaklingur færist til á listanum. Það geri þeir með því að undirstrika nafn hans. Reglum, um undirstrikanir verði breytt þannig, að áfram megi aðeins undirstrika nafn á lista sem X - að er við, en ég legg til að einungis megi undirstrika 1 nafn. Á móti, sé hver undirstrikun jafngild einu atkvæði til handa viðkomandi, eins og um prófkjör væri að ræða. Listi flokksins, verði því einskonar tillaga að uppröðun. Einu muni gilda, hvort prófkjör hefur áður farið fram, en ef svo er bætast undirstrikanir við nafn við greidd atkvæði í prófkjöri.

RÁÐHERRAR EKKI ÞINGMENN Á SAMA TÍMA:
* Ráðherrar skuli ekki vera þingmenn, á sama tíma og þeir eru ráðherrar. Þannig, komi varamaður í stað þingmanns, sem gerist ráðherra. Þetta sé aðgerð, til að auka skilin á milli framkvæmdavalds og þingvalds.

AÐSTOÐARMENN ÞINGMANNA:
* Aðstoðarmönnum þingmanna, fjölgað í 63. Hérna verða menn að ákveða hvaða markmið séu aðal. Markmið rekast á. Ef það að styrkja sjálfstæði þingmanna sjálfra, og þannig að veikja flokksvald, er aðalatriði, þá þjónar fjölgun aðstoðarmanna því markmiði. Einnig, má vænta að viðvera þingmanna á þingi batni, þ.s. persónulegir aðstoðarmenn geta sinnt erindum, trúnaðarerindum sem og öðrum erindum, sem þingmennirnir sjálfir þyrftu annars að sinna sjálfir. Það ætti öllu að jafnaði að bæta gæði verkefna hvers þingmanns, ef sá tími sem hver og einn hefur aflögu til að sinna þeim, eykst. Þannig þjónar þetta einnig því markmiði, að auka gæði vinnu þingmanna, þ.e. helstu afurða Alþingis, samþykktra laga og annarra samþykktra þingmála.
* Til vara, ef verður ofan á, að leggja þessa aðstoðarmenn niður, að styrkja að sama skapi þá sérfræðiaðstoð sem þingmönnum öllum stendur til boða. Á móti kemur, að þó slíkt aðstoðarfólk sé allt af vilja gætt, þá getur aldrei myndast sambærilegt trúnaðar samband milli þeirra og persónulegra aðstoðarmanna. Ég reikna því með að fjarvera þingmanna verði tíðari, í þessu tilviki, vegna trúnaðarsamskipta úti í bæ og úti um land. Hver einstakur þingmaður, verður ekki eins öflug eining í þessu tilviki. Báðar leiðir, ættu þó að stuðla að auknum gæðum þingmála. Á móti komi, að þingmenn verði háðari flokksforystu en í fyrra tilvikinu, tel ég.

 

BRESTIR Í EMBÆTTISMANNA-KERFI LANDSMANNA:

Ljóst er öllum, eftir hrun bankanna, að miklar umbætur þarf að gera á ráðningu embættismanna, hérlendis. Tryggja þarf, að einstaklingar séu valdir útfrá sjónarmiðum um hæfni, fyrst og fremst. Vandinn er sá, að hæfni þarf að vera til staðar einhver staðar í kerfinu. Ekki er formlega séð gerð nein krafa um hæfni kjörinna fulltrúa, enda litið svo á að slíkt myndi draga úr tilfinningu fólks fyrir því að fulltrúar séu fulltrúar þess. Á móti, þarf að vera til staðar góð hæfni innan stjórnkerfisins, svo að fulltrúar þjóðarinnar fái vandaða ráðgjöf.

* Ég legg til, að stofnuð umfjöllunar nefnd, um ráðningu nýrra embættismanna, skipuð fyrrverandi embættismönnum á eftirlaunum. Það er hugsað til að gera hana sem óháðasta. Reglan verði sú, að laun fyrir störf, í þessari tilteknu nefnd, skerði ekki rétt þeirra sem sitja þar, til töku eftirlauna. Þeir geti, með öðrum orðum verið á fullum eftirlaunum á sama tíma. Hugsunin, er að hámarka sjálfstæði þeirra.

* Þeir fari yfir umsóknir og geri tillögur til ráðherra um 3 hæfustu einstaklingana til starfsins. Ráðherra, hafi svo rétt til að velja einn af þremur, án sérstakra útskýringa. Ef ekki eru til staðar, 3 einstaklingar, sem nefndin telur vera nálægt svipað hæfa, þó einhver munur á hæfni sé til staðar, eða, að umsækjendur eru færri en 3; þá má nefndin gera tillögu til ráðherra, um einungis 2. Með ákvörðunum nefndar, fylgi ætíð skriflegur rökstuðningur. Ef einungis, einn sækir um, skal viðkomandi samt vera metinn af nefndinni, og gerð tillaga um viðkomandi ef telst vera hæfur.

* Ef enginn umsækjanda, samkvæmt mati nefndarinnar, telst hæfur, skal auglýsa stöðu á nýjan leik.

 


NOTKUN INTER-NETSINS Í TENGSLUM VIÐ ALÞINGI:
* Stofnaður verði almennur vefur, í tengslum við Alþingi, þ.s. stuðlað verði að almennri umræðu um þingmál, og þ.s. þingmenn sjálfi taki þátt. Þetta sé þó lagskiptur vefur, sem skiptist í ysta lag, með almennan aðgang, og innri lög, með aðgangs-takmörkunum sem fari stighækkandi. Þetta er öðruvísi en hugmyndir sem hafa fram að þessu verið ræddar á vefnum, en þsr er yfirleitt ekki gert ráð fyrir neinum aðgangs-takmörkunum. Með aðgangs takmörkunum, sé viðhaldið gæðastýringu á umfjöllun vefjarins sjálfs. Einnig, sé vinsað inn það fólk til frekari afreka, sem sýni lit og leggi sig fram við að fjalla um mál af háum gæðastandard og áhuga. Með þessu, skapist Alþingi bættur aðgangur að hæfileikum, sem mikið sé af þarna úti, en einnig skjótari aðgangur að viðbrögðum landsmanna, við hugmyndum þingmanna um þingmál. Við Íslendingar sem fámenn þjóð, þurfum að nýta alla okkar hæfileika, hvar sem þá er að finna. Fjölmargir sem búa erlendis, hafa áhuga á málefnum lands og þjóðar. Við þetta bætist einnig, að fjölmargir sem búa hérlendis, hafa takmarkaðan tíma frá erli vinnu og, sem og bús og barna. Fyrir þessa hópa nýtist aðgangur í gegnum Internetið. Vefurinn sé 'moderaður' og íll ummæli og persónulegar svívirðingar, séu bannaðar.
* Aðferðir við einkunnagjöf, geta verið t.d. stjörnugjöf. Allir sem taka þátt, þurfi að gefa tiltekinn fjölda greina einkunn, fyrir hvern dag sem þeir eru loggaðir inn. Hvert og eitt logg, sjái einungis eigin stjörnugjöf. Einnig, sé kvöð að hver og einn þurfi að senda inn tiltekinn fjölda athugasemda og/eða greina, fyrir hvern loggaðan dag. Síðan, sé tiltekinn fjöldi þeirra sem hæsta meðaleinkunn hafi, fyrir innsendar greinar og/eða athugasemdir, valdir inn í næsta innra lag. Ysta lagið, gegni þannig hlutverki úrvinsunar. Þar hafi allir aðgang að málum sem séu þegar í dag án aðgangshindrana, en þó þannig að þingfundir séu til staðar á stafrænu formi um leið, og að allar ræður séu skrifaðar niður og settar á vefinn samdægurs. Þetta eigi við allt sem fer fram í þingsal.
* Þeir sem hafa aðgang að lagi tvö, verði að fá aðgangslykil sambærilegum þeim sem tíðkast í tengslum við einkabanka. Þar hafi menn aðgang að lagafrumvörpum þeim, sem séu til umræðu á Alþingi, með þeim hætti að þau hafi verið skrifuð inn í sama forritið og Wikipedia síðan fræga notar. Þetta sé gert með þeim hætti, að menn megi gera breytingatillögur á virkum flipum. Fyrst séu þær þó ræddar á spjallsíðu, á bakvið flipann, greitt atkvæði um breytingatillögu af þeim sem þátt taka. Það sé gert þannig, að þeir sem þátt taka, um leið og þeir skrifa breytingatillögu þá sendi þeir hana starfsmanni eða starfsmönnum síðunnar. Þeir, síðan færi þær inn á tiltekið svæði á síðunni, þ.s. hægt er að greiða atkvæði af meðlimum. Sú
breytingatillaga, sem sé efst - hverju sinni - sé skrifuð af starfsmanni inn á Wikipediu flipann. Þannig, geri ég ráð fyrir að aðgangur að flipanum sé takmarkaður einnig gagnvart þátttakendum, þannig breytinga áráttu haldið í skefjum. Gagn Alþingismanna af þessu, verður það að þingmenn hafa aðgang að frjóum huga þeirra sem eru á netinu. Næsta víst má telja, að nýjar útfærslur og hugmyndir skapist, sem gagn getur verið af. Einnig fá þeir betri tilfinningu fyrir því, hver sé vilji almennings, um viðkomandi mál.
* Úr lagi 2, veljist einstaklingar sem áhuga hafa á umfjöllun um mál, sem eru fyrir fastanefndum Alþingis. Það sé þriðja lag. En fyrir hverja fastanefnd, sé vefur. Nú, úr lagi 2 bjóða sig fram einstaklingar. Það sé listi á síðunni, fyrir hverja nefnd, þ.s. einstaklingar geta lýst yfir áhuga á þátttöku í nefndarumfjöllun. Hver geti einungis fengið að taka þátt í starfi einnar nefndar. Valið fari fram þannig, að aðrir meðlimir en þeir sem bjóða sig fram greiði atkvæði um þá sem gefa sig fram. Ákveðinn fjöldi þeirra sem efstir eru, veljist inn á hvern nefndarvef. Þeir veljist þá sjálfkrafa út úr lagi 2, þ.e. þeir séu ekki lengur meðlimir í lagi 2. Þannig komist nýir að, lagi 2. Á móti, hafi þeir sem veljast inn á nefndarvef aðgang að vefútsendingu af nefndarfundum. Nefndarvefútsendingar, séu einnig varðveittar til enduráhorfs. Þeir hafi ekki atkvæðarétt, á nefndarfundinum sjálfum, en tillögur þeirra séu þó með það vægi að nefndarmönnum beri að taka afstöðu til þeirra, og rökstyðja þá
afstöðu. Ég geri ráð fyrir, að þeir einstaklingar, sem nái alla leið inn í lag 3, verði öflugir einstaklingar, með frjóa hugsun, og sem verða mjög gagnlegir fyrir nefndarmenn. Afleiðingin, verði bæting á umfjöllun fastanefndanna um mál.
* Úr lagi 2, eigi einnig sér stað úrvinsun, með þeim hætti, að þeir einstaklingar sem minnstan þátt hafa tekið verði felldir niður á almennan aðgang. Þeir þurfi að skila inn aðgangslykli. Þetta sé gert öðru hvoru. Þannig sé tryggt, hvort tveggja í senn, aðhald og einnig að einungis þeir sem leggja sig fram haldist inni.

 

KREPPAN:
Framsóknarflokkurinn, hefur kynnt aðgerðir, vegna kreppunnar. Ég er fullkomlega sammála þeim hugmyndum, og styð þær heilshugar.
* Ljóst er að ný ríkisstjórn, mun þurfa að standa fyrir miklum niðurskurðar aðgerðum. Augljóslega, munu þær aðgerðir bitna á þjónustu hins opinbera við fólkið í landinu. Leitast ber við, að sú minnkun þjónustu, verði með eins manneskjulegum hætti og mögulegt er.
* Menn hafa orðið margsaga um skuldamál þjóðarinnar. Heyrst hafa tölur frá milli 5 og 6 hundruð milljörðum upp í rúmlega 3000 milljarða, eða 3 trilljónir króna (sbr. milljarður = billjón). Þetta þarf að komast á hreint, þ.s. mismunandi aðgerðir henta mismunandi skuldastöðu. Með landsframleiðslu í kringum 1.3 þúsund milljarða, er þetta mjög
alvarlegt mál.
* Hin alþjóðlega kreppa, gerir íllt verra, þ.s. landsframleiðslan fer lækkandi á meðan samdráttur hagkerfisins heldur áfram. En, sú kreppa bætist við okkar sjálfsprottnu kreppu. Alþjóðlega kreppan mun seinka því að hagkerfið rétti úr kútnum.
* Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í nýlegri yfirlýsingu býst ekki við hagvexti í Bandaríkjunum fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. En, það byggist á að efnahagsaðgerðir Obama skili góðum árangri. Ef þær gera það ekki, má vera að hagvöxtur byrji ekki fyrr en árið þar
á eftir eða jafnvel enn seinna. Ísland, mun fylgja á eftir, hvenær sem þetta gerist.
* Ljóst er að næstu ríkisstjórn bíður mikið af mjög erfiðum verkefnum.
* Ég legg til að Framókn, geri sig gildandi, óháð því hvort hún komist í ríkisstjórn. Ef utan stjórnar, þá standi hún fyrir uppbyggjandi andstöðu á Alþingi, þ.s. stungið verður upp á lausnum, í staðinn fyrir að leggja áherslu á að þræta fyrir hverja hreyfingu
ríkisstjórnarinnar. Þannig verði reynt að skapa nýja hefð, fyrir samstarf Alþingis og ríkisstjórnar.

EVRÓPUMÁL:
* Ég er ekki á móti umsókn um aðild að ESB. Ég er ekki heldur, sérlega spenntur fyrir því heldur. Vitað er að Evruaðild fæst einungis eftir áralanga baráttu, eftir að aðild að ESB er um garð gengin. Ábendingar um að hægt sé að tengja krónuna við Evruna með aðstoð seðlabanka
Evrópu, eða að hægt sé að fá að nota hana án aðildar, geta verið villuljós. Það er vegna þess, að fordæmi frá smáríkjum eins og San Marino, Lichtenstein, Andorra eða Svart Fjalla Landi, eru ekki sambærileg við okkar stöðu. Annars vegar, var um að ræða, smáríki, sem höfðu fyrir sérstöðu sem um var kveðið í eldri samningum á milli Evrópuríkja. Hefð í Evrópu er fyrir, að slíkir hlutir fái að halda sér. Þeir samningar voru aðlagaðir í tengslum við samninga þegar myntbandalagið var sett á fót. Hvað varðar Svartfjallaland og önnur ríki fyrrum Júgóslavíu, hafa þau fengið ákveðna sér meðferð, vegna þess að ESB og meðlimaríki þess, sáu sér hag í að efla stöðugleika á Balkanskaga, til að minnka líkur á nýjum hernaðar átökum. Að mínu mati, er það langsótt að telja það mikilvæga hagsmuni ESB, að Ísland rétti úr kútnum.

* Eins og sést af þessu, er staða Íslands, alls ekki sambærileg.
* Vitað er að Ísland fær ekki varanlega undanþágu frá sjávarútvegs stefnu ESB. Undanþága Möltu, er fyrir sjávarútveg, sem er mjög smár í sniðum. Eingöngu smábáta útgerð, sem rær skammt út frá landi. Aflinn einungis brota brot af afla hér við land. Sjávarútvegur Möltu, er ekki sambærilegur. Lausnir fyrir Ísland, eru ekki sambærilegar.
* Einnig er vitað, að landbúnaðarstefna ESB, mun á endanum gilda hérlendis af fullum þunga. Má vera að fáist í gegn að landbúnaður hérlendis, teljist vera svokallaður heimskauta landbúnaður.
* Auk þessa, gleymist í umræðunni, að eftir að Framkvæmdastjórn ESB, fær aðildaumsókn í hendur, er fyrsta málið að taka út Ísland, þ.e. stöðu hagkerfisins, samfélagsins, stofnana þess, o.s.frv. og mat slegið á hve tilbúið Ísland er í heild undir aðild. Síðan, þegar sú skýrsla hefur borist til Framkvæmdastjórnarinnar, gerir hún tillögu um hvar í röð umóknar ríkja Ísland lendir. Þetta, er vinnuregla sem er algerlega föst í sniðum. Við getum ekki vitað fyrirfram, hver ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar verður.
* Hugsanlegt er að hún krefjist umbóta hérlendis, einkum í ljósi atburðarásar síðasta árs og umliðinna ára, sem hafa varpað ljósi á ýmsar brotalamir, hérlendis. Fordæmi eru til um að umbóta á stjórnkerfi, embættiskerfi, jafnvel dómskerfi, séu hluti af aðlögunar pakka, sem krafa sé gerð um. Málið er, að ekki fyrr en Framkvæmda stjórnin, er ánægð mun hún hefja formlegar aðildarumræður. Þetta er hugsanlegur dráttur, jafnvel um einhver ár.


 

II. Framsóknarflokkurinn:


FRAMSÓKNARFLOKKURINN OG INTERNETIÐ,

Ég legg til að Framsóknarflokkurinn beiti Internetinu fyrir sig, með miklu mun virkari hætti en áður. Ég tel fullvíst að hægt sé að beita netinu, til að bæta aðgang flokksins að hæfileika fólki víða um land, en einnig erlendis, en fjöldi Íslendinga erlendis, án efa hefur áhuga á þjóðfélagsmálum, og eru með reynslu og þekkingu sem væri akkur að. Ég tel fullvíst að margar góðar hugmyndir gætu komið fram. Að mínu mati, er almennt séð hægt að nýta netið miklu meira en gert er í dag, sem aðferð til að fá aðgang að hæfileikum, sem eru til þarna úti.

 

            Hvað gæti unnist með þessu?:

  • Framsókn kemur sér með öflugum hætti inn í þjóðfélagsumræðuna sem nú á sér stað.
  • Þetta gæti orðið öflug byrjun í því að gjörbreyta ímynd flokksins.
  • Nýir hópar gætu fengið áhuga á að starfa innan vébanda Framsóknarflokksins.
  • Gæti skilað sér í fjölgun flokksmeðlima og ekki síst, atkvæðum.
  • Síðast, en alls ekki síst, er stóraukinn aðgangur, að öllu því hæfileikafólki, sem aðgang hefur að netinu, en sem margt hefur takmarkaðan tíma. Sá aðgangur, getur orðið gríðarlega mikilvægur, ekki síst vegna þess, að hér getur einnig verið um að ræða landa okkar, sem starfa við sérhæfð störf erlendis, og sem einfaldlega eiga ekki heimangengt.

 

* Ég sting upp á, að Framsóknarflokkurinn, komi sér upp skipulögðum umræðuvef um stjórnmál, og önnur málefni samfélagsins, þ.s. allir flokksmenn fái sjálfkrafa aðgang og einnig þar sem þeir sem starfa fyrir hönd flokksins, þingmenn sem aðrir, verði á staðnum og taki þátt. Ég er að tala t.d. um svokallað 'phorum' sem hefði stjórnanda. Einnig, mætti hafa sama fyrirkomulag, og er á Wikipedia. Öllum Íslendingum væri boðin þátttaka. Málið væri auglýst í fjölmiðlum. Nethópurinn, "'Lýðveldisbyltingin' http://lydveldisbyltingin.is/index.php?title=Fors%C3%AD%C3%B0a" er mjög gott dæmi um hvað ég á við. En þessi hópur verið að byggja sig upp, og viðhaldið galopinni umræðu. Henni er þó lítt stjórnað, og tel ég að með öflugari umsjón, og þátttöku einhverra þekktra einstaklinga úr flokknum, mætti hleypa sambærilegri umræðusíðu, á vegum flokksins, á miklu stærra flug. Ég vil líka, haga skipulagi síðunnar með nokkuð öðrum hætti.

* Til að gera umræðuna sem líflegasta, eins og ég sagði, væri gott að hafa þingmenn, sem og stjórnarmenn, Framsóknarflokksins, á meðal þátttakenda. Þó svo, að þeir væru þarna einungis við og við. Umræðan, gæti verið lagsett, þannig að það væri innri og ytri kjarni, í stað þess að allir eru saman á einum stað. Ytri kjarni, þ.s. allir hefðu aðgang. Innri kjarni, þ.s. utanaðkomandi gætu unnið sér inn aðgang. Hugsa mætti sér, að meðlimir flokksins, hefðu aðgang að innri kjarna.

* Til að komast í innri kjarna, gæti verið netkosning, þ.s. þátttakendur byðu sig fram, hefðu komið einhverju á framfæri, verið virkir þátttakendur í umræðunni. Sú kosning færi fram reglulega, og þeim efstu væri hleypt inn í innri kjarna. Önnur möguleg aðferð, væri að þátttakendum, væri gert skylt að gefa innsendum greinum og þátttakenda, einkunn, sem gæti t.d. verið stjörnugjöf. Þá virkaði þetta þannig, að þeir sem hafa unnið sér inn flestar stjörnur, þeir kæmust inn í innri hópinn. Það væri valið reglulega, bæði til að viðhalda áhuganum og einnig til að viðhalda ferskleikanum í umræðunni. Með þessari aðferð, væri einnig viðhaldið ákveðnum gæðastandard á umræðunni.

* Setja mætti þá reglu, að Framsóknarflokkurinn skuldbindi sig, til að haga því þannig, að málefnahópur á vegum flokksins, sem vinnur að undirbúningi stjórnlagaþings fyrir hönd flokksins, væri í nánum samskiptum við innri hóp nethópsins, þannig að þar færu fram raunveruleg skoðanaskipti milli þessara aðila um þau mál, og að þeir muni einnig taka tillit þessa spjalls þegar endanlegar tillögur verða mótaðar og skilað til Miðstjórnar.

* Þetta, gæti svo orðið fyrsta tilraunin í almennri innleiðingu netsins, með miklu öflugri hætti en áður, inn í flokkstarfið. Ég legg til að málefnavinna, verði öll sett á netið. Áfram verði haldnir fundir, með hefðbundnum hætti, en að þeir verði héreftir varpaðir inn á netið. Meðfram hverjum málefnahóp, verði héreftir einnig starfandi nethópur. Til nethópsins, geta valist einstaklingar með sömu aðferðum, og ég tók fram áðan. Síðan víxlverki nethópurinn, og hefðbundni hópurinn, saman, þ.e. þegar nethópurinn ræði málin, og tjái sig og álykti, þá beri þeim að tjá sig um það sem hefðbundni hópurinn ræddi síðast. Að sama skapi, beri hefðbundna hópnum, að tjá sig um ályktanir frá nethópnum, taka afstöðu til þeirra. Eftir, að umræðan hefur farið þannig fram og aftur, um nokkurn tíma,,,taki svo hefðbundni hópurinn endanlega afstöðu. Sá hópur, væri skipaður flokksmeðlimum.

* Ég legg sem sagt til, að almenn og frjáls umræða, þó undir eftirliti, fari fram á sérstökum umræðu-síðum sem verði reknar af flokknum, og auglýstar með nægilegum hætti. Það sem vinnst með þessu, er það sama og ég tók fram að ofan.

* Meira mætti gera af þessu, þannig mætti hugsa sér að einstakir þingmenn hefðu sér hóp ráðgjafa, sem hefðu með ekki ósvipuðum hætti verið valdir af netinu. Þeir gætu veitt þingmönnum ýmsa þjónustu, er ég sannfærður um, og verið mjög nytsamir.

Það er góð spurning hversu langt á að fara í þessa átt. En, flokkurinn gæti verið með algerlega tvöfalt skipulag, þ.e. hið hefðbundna og svo spegilmynd þess í gegnum netið.

 

GERUM FLOKKINN AÐ 21. ALDAR FLOKKI!!!

 

 

STOFNUM SANNLEIKSNEFND:

* Ég legg til, að Framsóknarflokkurinn, taki forystu fyrir herferð gegn pólitískri spillingu með því að standa fyrir stofnun SANNLEIKSNEFNDAR.

* Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað undanfarið, hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar hérlendis, verið gagnrýndir mjög undanfarið úti í samfélaginu, fyrir spillingu og óstjórn. Upplifun margra, er því miður sú, að Framsóknarflokkurinn hafi í gegnum árin verið þarna framarlega í flokki. Ég hef talað við margt ungt fólk, og ljóst er að flokkurinn hefur mjög slæma ímynd. Helmingaskiptareglan, er oft nefnd, í slíkri umræðu og það orð hefur mjög neikvæðan stimpil. En, eins og í mörgu, er sókn besta vörnin. Flokkurinn, hefur þegar skipt um stjórnendur, en meira þarf til, ef ráða á bug á neikvæðri ímynd.

* Ný framboð, sem stefnt er gegn hinum svokölluðu valdaflokkum, geta ógnað erndurreisn flokksins, með því að taka fylgi sem annars gæti farið til hans. Hér þarf að taka til stórræðanna, og sækja fram af festu, einurð og dyrfsku. Engar, hálfvelgjuleiðir, munu duga, ef flokkurinn á að ná fullri endurreisn. Þess vegna, legg ég þetta til, að flokkurinn gangi fram fyrir alþjóð, og taki forystuna við að afmá spillingar ímyndina af íslenskum stjórnmálum.

* Framsóknarmenn, hafa hingað til í gegnum lýðveldissöguna, verið óhræddir að hafa forystu um mikilvæg mál. Rétt er, að byggja á þeirri hefð, og sýna alþjóð að Framsóknarmenn duga enn til forystu.

* Flokkurinn, er þegar búinn að viðurkenna, að sú síðasta ríkisstjórn, er hann tók þátt í, hafi gerst sek um alvarleg afglöp, sem séu hluti af því sem þjóðin er að súpa seiðið af í dag.

* Nú er komið, að næsta skrefi, að takast á við Spillingarímyndina með sama hætti, þ.e. að sýna að Framsóknarmenn hafi þann styrk, að vera óhræddir viðurkenna öll þau mistök sem forystumenn flokksins kunna að hafa gert í gegnum árin. Mikilvægt er að framkvæma þá þessa hreinsun fyrir galopnum tjöldum, þannig að þessi aðgerð hafi raunverulega þau áhrif að hreinsa ímynd flokksins.

* Eins og ég sagði, er sókn besta vörnin. Að flokknum er vegið, úr öllum áttum. Hann hefur náð nokkuð vopnum sínum, með kosningu nýs formanns og nýrrar stjórnar, en enn eru fylgistölur ekkert sérstakar í sögulegu tilliti. Það er því ljóst, að meira þarf til. Miklu meira. Mín skoðun, er að flokkurinn eigi að taka það djarfa skref, að hefja hreinsun spillingarímyndar íslenskra stjórnmála, með því að byrja innan eigin raða. Sannleiksnefnd, taki hið fyrsta til starfa, á vegum flokksins sjálfs.

* Ef þetta væri framkvæmt með sannfærandi hætti, þá getur flokkurinn þvegið af sér spillingarímyndina með nákvæmlega sama hætti, og hann hefur þvegið af sér efnahagsleg mistök þau er hann framkvæmdi síðast er jamm var í ríkisstjórn. Þannig getur hann bætt álit þjóðarinnar á flokknum.

* Síðan, þegar flokkurinn hefur framkvæmt þessa hreinsun, getur hin nýja stjórn Framsóknarflokksins, og forysta, fordæmt spillingu af því tagi, sem átti sér stað á Íslandi. Eftir slíka hreinsun, mun flokkurinn hafa fulla burði til að sækja á þau fylgismið að hafa forystu um hreinsun ímyndar íslenskra stjórnmála, þannig að þetta mál verði eitt af meginmálum flokksins fyrir næstu kosningar.

* Hreinsum flórinn. Siðbætum íslensk stjórnmál. Sýnum, að Framsóknarmenn, hörfa aldrei, gagnvart þeim málum, sem þarf að framkvæma, þjóðinni til heilla!! Stefnum að fylgi upp á rúm 20% í næstu kosningum.

 

RÁÐSTEFNA UM UMHVERFISMÁL/Stefna um umhverfismál:
* Ég vil að Framsóknarflokkurinn í framtíðinni skilgreini sig sem umhverfisflokk, og sem mótvægi við Vinstri Græna. Umhverfismál, séu eftir allt saman ekki á leiðinni út um fyrirsjáanlega framtíð. Með því að tryggja stöðu sína í augum kjósenda, í þeim málaflokki, gæti flokkurinn þannig tryggt sig til langframa.
* Tel heppilegt að Framsóknarflokkurinn leitist til við samstarf við aðila sem starfa við ferðaþjónustu, og taki að sér hagsmunagæslu fyrir þá aðila.
* Þetta færi vel saman við hagsmuni landbúnaðar, sem eðli sínu vegna verður alltaf smár í sniðum miðað við landbúnað erlendis. Afleiðing þess, er að einungis með því að efla ímynd sérstæðni og hreinleika, geti íslenskur landbúnaður verið samkeppnishæfur við erlenda framleiðslu. Einnig, eru bændur í dag oft að auki eða með tekjur af ferðaþjónustu, jafnvel sem aðaltekjur, svo markmið fara saman.
* Ég legg til að Framsóknarflokkurinn, á næsta kjörtímabili, taki forystu í stefnumörkun landsmanna hvað umhverfismál varðar. Stefnt verði að því að græni liturinn verði litur Framsóknar, í merkingu dagsins í dag.
* Ég legg til að Framsóknarflokkurinn standi fyrir því, á næsta kjörtímbili, að stór ráðstefna um stefnumörkun landsmanna um umhverfismál, fari fram. Ráðstefna, þ.s. þekktum erlendum sérfræðingum, verði boðin þátttaka. Þessi ráðstefna, verði í samvinnu við aðra flokka, sem þátt vilja taka í þeirri stefnumótun. En, að Framsókn geri sig gildandi með nægilegum hætti, til að enginn vafi verði á hjá kjósendum, að Framsókn sé mótvægið við Vinstri Græna.
* Ég legg til, varfærna nýtingarstefnu, þ.e. stefnu þ.s. verndun náttúrunnar, verði í forgrunni a.m.k. til jafns við nýtingarsjónarmið. Náttúran, fái að njóta sanngjarns vafa. Sem dæmi, um nýtingu jarðhita, verði gætt meðalhófs, þannig að jarðhitakerfi verði ekki þurrausin á nokkrum árum, heldur nýtingu stillt í það hóf að nýtingaráform séu til langs tíma.
* Höfuðáhersla, verði á að bæta meðferð á náttúru hérlendis, sama hver á í hlut.
* Sjávarútvegurinn sé ekki undanskilinn, sem dæmi, þurfi að rannsaka mun meira hafsbotninn hér við land, svo meiri vitneskja fáist um þá staði þ.s. takmarka beri notkun botnvörpu, en þekkt er að hún skemmir botndýralíf - en er skaðlegri á sumum svæðum öðrum fremur.
* Ferðamanna iðnaðurinn er ekki undanskilinn, en bæta þarf úr málum, gera umbætur á ferðamanna stöðum, til að draga úr skemmdum vegna átroðnings. Taka ber til skoðunar, hvort ekki eigi að girða af vinsælustu staðina og selja þar inn aðgang.
* Áherslu ber að leggja á að starfa með einkaaðilum, við mótun umhverfisstefnu.



Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason
Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur

 


 


Árni Matthiesen og hryðjuverkalögin!!

Það virðist ljóst, af tali Alistair Darling, að það var samtalið sem hann átti við Árna Matthiesen, þá fjármálaráðherra Íslands, sem varð til þess að hann beitti hryðjuverkalögunum á Ísland.

Uppgefin ástæða, að Mathiesen hafi staðfest, í samtalinu, að íslensk stjórnvöld ætluðu að mismuna breskum spariffjáreigendum samanborið við íslenska.

Það er sannarlega rétt, að samkvæmt reglum ESB og evrópska efnahagssvæðisins, þá bar okkur einungis skylda að tryggja IceSave reikninga skv. 20.000 Evra reglunni.

Á hinn bóginn, þá má ekki heldur gleima janfvægis eða jafnréttis eða jafnræðis reglu ESB, þ.e. reglu sem kveður á að öllum þegnum  evrópska efnahagssvæðisins skuli tryggður sami réttur, alls staðar.

Þessi regla kemur til sögunnar, þegar öðrum reglum sleppir. Henni er ætlað að koma í veg fyrir mismunun á milli þegna heimalands og þegna sem eru gestkomandi í því landi, en sem eru þegnar meðlima lands efnahagssvæðisins.

Þessi regla kemur, sem dæmi, til sögunnar, ef veittur er réttur umfram lágmarksrétt, reglum samkæmt.  Þá ber að gæta jafnræðis, þ.e. veita öllum þegnum efnahagssvæðisins, jafnan aðgang að þessum aukna rétti.

Á þessu flöskuðu íslensk stjórnvöld, þegar þau ákváðu, að ábyrgjast öll innlán Íslendinga sjálfra í innlendum bönkum, en ekki að beita sömu reglu á innlánsreikninga er voru á ábyrgð Íslendinga í útibúum íslenskra banka erlendis. Það, var mismunun, sem er brot á jafnræðisreglunni.

Þegar ég skiptist á skoðunum, um IceSave málið, á erlendum vefsíðum, hef ég einmitt orðið var við reiði, út af þessari mismunun. Það er sannarlega rétt, og það viðurkenna útlendingarnir, að við gátum ekki staðið undir slíkum skuldbindingum. En, þá er ábendingin, að við hefðum átt að beita jafnræðisreglunni niður á við, þ.e. að beita einnig 20.000 Evra reglunni á reikninga Íslendinga hérlendis.

Íslendingar brutu jafnræðisregluna, og viðbrögð Breta, voru beiting hryðjuverkalaganna.

Íslensk stjórnvöld gerðu sig sek, um mjög herfileg mistök, að hafa ekki áttað sig á að bresk og hollensk stjórnvöld, hlutu að bregðast við með einhverjum neikvæðum hætti, þannig að eftir væri tekið, lögbrotum íslenskra stjórnvalda. En, skv dómafordæmum Evrópudómstólsins, þá hefur verið margdæmt jafnræðisreglunni í hag, svo að hún er gildandi lög 'de facto'.


Kjarnorkukafbátar í Stríðsleik!!

Nýleg frétt þess efnis að tveir kjarnorkukafbátar hlaðnir eldflaugum búnum kjarnorkusprengjum, hafi lent í árekstri undan strönd Frakklands, hafa vakið nokkra athygli. Gætt hefur furðu í rödd ímsra, hvernig svona nokkuð getur komið fyrir, svo fullkomnar vígvélar, búnum nýjustu og bestu hlutstunar og staðsetningartækjum.

Ég tel mig vita, hvað hefur gerst, í aðalatriðum. Ég hef borið mínar getgátur undir nokkra pennavini, sem ég hef átt árum saman, sem eru Bandaríkjamenn sem hafa starfað fyrir herinn, og telja sig hafa þekkingu á nútíma vígvélum. Þeir eru sammála mér, um að uppástunga mín sé á hæsta máta líkleg.

Það sem ég tel að hafi átt sér stað, er herleikur. Vitað er, að í þjálfunarskyni, stunda kafbátaflotar NATO, það að elta kafbáta hvers annars. Þeir leika, sem sagt, óvin hvers eða hvors annars. Til að gera þetta, sem næst veruleikanum ef til kæmi, þá er öllum tæknilegum brögðum beitt til að fara laumulega.

Menn, þurfa að átta sig á, að slíkir leikir, eru ekki gerðir til gamans. Heldur er tilgangurinn, að þjálfa áhafnir, við sem raunverulegust skilyrði og hægt er að framkalla. Þetta eykur og/eða viðheldur hæfni áhafna, þannig að líkur aukast á að þær muni standa sig í stikkinu, ef til stríðs kæmi. Þar sem, mikla, langa og erfiða þjálfun þarf, til að beita nútíma kjarnorkukafbátum af viti, er það álitið mikils virði að standa fyrir reglundnum stríðsleikjum af þessu tagi. Þetta er vitað með vissu.

Það sem hefur sennilega átt sér stað, er að áhafnir kafbátanna, hafa tekið þátt í slíkum leik, þ.s. önnur áhöfnin leikur óvin og hin vin. Eða öfugt. Annar kafbáturinn, leitast til við að elta hinn, og 'challengið' er að ná að komast eins nálægt hinum kafbátnum og áhöfnin getur, án þess að hin áhöfnin verði þess var. Enn flottara, er að ná því að elta viðkomandi kafbát, um umtalsverða vegalengd, í töluverðri nálægð allann tímann. Eins og sést á þessu, er slíkur leikur ekki án áhættu.

Það sem menn þurfa að hafa í huga, er að nútíma kafbátar, eiga mjög auðvelt með að dyljast. Skrúfuhljóð er orðið mjög lítið í nútíma kafbátum, en kafbátaskrúfur eru smíðaðar með brot úr millimetra nákvæmni, og hannaðar til að framkalla lítið hljóð. Þeir eru einnig huldir sérstökum efnum, sem draga mikið úr segulmagnsútspeiglun stálsins í byrðingnum, sbr. 'stealth' tækni á landi, en efnin sem gleipa þessa segulmagnsútspeiglun, áður en hún nær út í umhverfið, framkalla þannig áhrif sem má alveg samlíkja við 'stealth' áhrif. Auk þessa, er allur tækjabúnaður hannaður og komið fyrir með þeim hætti, að hann framkalli lágmarks hávaða. Mikið er um dempara og hljóðdeyfandi búnað. Áhöfninni, er meira að segja bannað að hlaupa um ganga, ganga þess í stað hljóðlega á mjúkum hljóðdeyfandi sólum. Öll hróp og köll bönnuð.

Auk þessa, þá beita kafbátar, sem eru að reyna að leinast, engum leitartækjum sem framkalla útgeislun, sbr. sónar. Notkun sónars, er stórt nei, sambærilegt við að öskra 'HÉR ER ÉG' eða 'DREPIÐ MIG'. Í reynd er sónar, aðeins notaður, í algerri neyð þ.s. hann rústar feluleiknum. Einungis hlutstunartækjum, sem í dag eru gríðarlega nákvæm, og segulmagnsskynjurum, sem einnig eru alveg gríðarlega nákvæmir, er beitt. 

Til viðbótar öllu þessu, má bæta áhrifum frá umhverfinu.  Umhverfishljóð, eins og öldugangur, dýrahljóð...nýtast, þ.s. bakgrunnshávaði hjálpar kafbát að dyljast. Auk þessa, eru áhrif skila á milli heits og kalds sjávar. En, þessi hitaskil hjálpa einnig kafbáti að dyljast, vegna þess að hljóðbylgjur í sjó hafa tilnheygingu til að varpast af hitaskilunum - eins og þau væru veggur. Þannig komast þær trauðlega, þarna á milli. Þetta nýta kafbátaskipstjórar sér, með þeim hætti, að halda slíkum hitaskilum á milli sín og hvar þeir halda að andstæðingur sinn sé. Sem, dæmi eiga herskip á yfirborði, miklu mun erfiðara með að heyra í kafbáti, sem siglir rétt undir skilunum á milli kaldsjávar og heitsjávar, en þeim sem siglir yfir þeim mörkum. 

Í stríðsleikjum, sem þeim sem ég held að hafi verið stór orsakaþáttur í kafbátaóhappinu umræðna, þá hefur örrugglega öllum brögðum verið beitt. Ekki bara, brögðum sem hjálpa að dyljast, heldur einnig stefnu og hraðabreytingum. Fyrir bragðið, gat þetta gerst að kafbáturinn sem var að elta sigldi á kafbátinn sem var eltur, og hlutust víst nokkrar skemmdir af.

Einar Björn Bjarnason


Pólitíkusana út úr Seðlabankanum!

Varðandi athugasemdir við frumvarp um Seðlabankann, þá er algerlega nauðsynlegt hérlendis, að kveða á um það í lögum um Seðlabanka Íslands hvaða ráðningarskilyrði skuli vera fyrir hendi.

Í öðrum löndum, eru ráðningarskilyrði mjög mismunandi. Víða, eru engin formleg ráðningarskilyrði, heldur er rík hefð fyrir hendi, sem nægir til að tryggja að einungis eru ráðnir hæfir einstaklingar.

Hérlendis, er alls ekki hægt að treysta á neitt þvíumlíkt. Hefðin er pólitísk afskipti, eftir allt saman.

Rétt má vera, að meistara próf í hagfræði, sé ekki endilega sjálfkrafa mælikvarði um hæfni í þetta tiltekna starf. Rétt er sennilega einnig, að gott sé að sá einstaklingur sem velst í þetta starf, hafi víðtæka þekkingu á peninga og verðbréfa mörköðum. 

Sennilega, var frumvarp ríkisstjórnarinnar flausturlega unnið, og einfaldlega nauðsynlegt að endurskoða það. Eins gott, að samvinna ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, leiði til nothæfra laga um Seðlabanka Íslands.

Endurskipulagning Seðlabankans, er einfaldlega ein af frumforsendum þess, að Ísland geti unnið sér traust á nýjan leik.


Aumingja Davíð!

Ef skilja má bréf Davíðs Oddsonar, þ.s. hann hafnar tilmælum Forsætisráðherra um afsögn, þá er með því freklega að honum vegið, fyrir alls engar sakir. Af honum að skilja, þá séu engar málefnalega forsendur fyrir brottvikningu Seðlabankastjóra.

Bréf Davíðs:

http://www.ruv.is/servlet/file/dav%C3%AD%C3%B0.pdf?ITEM_ENT_ID=249897&COLLSPEC_ENT_ID=32

Greinilega hefur Davíð mjög valkennda eftirtekt, sbr. nýlega ræðu Gylfa Magnússonar, Viðskiptaráðherra, þ.s. hann segir Seðlabankann rúinn trausti, og í reynd aldrei hafa rekið sig með sannfærandi hætti.

Frétt OMX: http://www.amx.is/stjornmal/3919/

Forsætirsáðherra, sýndi það vit að taka ekki beituna, og stað þess að svara reiðilega, gaf hún út mjög þroskað svar, sjá:

Frétt MBL.is: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/02/08/lysir_miklum_vonbrigdum/

Vænta má hressilegum mótmælaaðgerðum, á mánudags morgunn. En, þær standa fyrir dyrum, og augljóslega mun bréf Davíðs hleypa þeim kapp í kinn.

Greinilega, er Davíð haldinn mikilmennsku brjálæði. Telur sig geta leitt yfirmann sinn hjá sér, í krafti þess að vera ráðinn Seðlabankastjóri án uppsagnarákvæða. Þetta verður áhugavert sjónarspil eða drama. 

Reikna má með að Sjálfstæðisflokkurinn muni sýna ósjálfstæði sitt, og sem ein hjörð styðja sinn gamla formann, og básúna 'pólitísk afskipti' :)

Sá málflutningur, að ráðherra sé með óþolandi pólitísk afskipti af Seðlabanka, er hreinn brandari, þegar Seðlabankastjóri hefur augljóslega aldrei yfirgefið pólitíkina, virðist ráða meiru innan Sjálfstæðisflokksins, en sá sem á að vera ríkjandi formaður hans.

Þeir sem halda, að Davíð hafi rétt fyrir sér, með að engin málefnaleg rök séu fyrir brottvikningu, vegna þess að í öllum störfum sínum hafi þeir fylgt lögum. Þá líta þeir þannig algerlega hjá því, að stefna Seðlabankans í gegnum árin, hefur í grundvallaratriðum verið röng. Að bankinn, hefur í krísunni sem Ísland er að glíma við, gert fjölmörg þjóðþekkt mistök. Það að stefna bankans, hafi verið í grundvallaratriðum röng, án þess að stjórnendur hafi áttað sig á því, og að auki hafi þeir staðið sig herfilega ílla við krísustjórnun,,,eru fullkomlega nægileg, og einnig fullkomlega málefnaleg, rök fyrir því að krefjast afsagnar þeirra.

Til viðbótar, bætist við að stjórn Bankans er fullkomlega rúin trausti, bæði hérlendis og erlendis. Eina leiðin til að byrja að byggja upp traust í tengslum við bankann, er að skipta um stjórnendur. Það telst einnig til málefnalegra raka.

Um ofantalin rök, eru flestir sérfræðingar um efnahagsmál, bæði innlendir og erlendir, sammála.

Ríkisstjórnin, þarf greinilega næst að keyra frumvarpið um breytingu á lögum um Seðlabanka í gegn, á næstu dögum. Reikna má með málþófsaðgerðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Það gæti leitt til tafa á afgreiðslu málsins, ef til vill um rúmlega viku. Á meðan má sennilega reikna með daglegum mótmæla-aðgerðum fyrir utan Seðlabanka.

Á meðan, mun Davíð sennilega sytja þar fyrir innan dyra, og básúna óréttlætið gagnvart honum, og einnig hvað honum finnst - sennilega - óvanþakklæti sinnar þjóðar.


Til hamingju ný ríkisstjórn!

Vonum það besta. Ég heyrði reyndar ekkert um niðurskurðar áform, en eftir allt saman, með skuldir yfir 3 þúsund mlljörðum, og væntan halla á ríkissjóði upp á liðlega 150 milljarða, á þessu ári, og auk þessa alveg kristal tært að búast má við a.m.k. öðrum 150 milljörðum til viðbótar þau hin næstu 2, nánast sama hversu blóðugur niðurskurður verður, þá er ljóst að í óefni stefnir, einkum í ljósi þess að þjóðarframleiðslan er einungis um 1500 milljarðar. Skuldirnar, eru með öðrum orðum á hraðleið vel yfir 2 þjóðarframleiðslna múrinn. Þetta er alveg gríðarlega alvarleg staða. Við einfaldlega verðum að stöðva þessa skuldaaukningu, ef á að forða þjóðargjaldþroti.

Það verður spennandi að sjá, hvernig ríkisstjórnin mun taka á þessu meginvandamáli. Megin áhersla hennar virðist ætla að verða félagslegs eðlis, þ.e að bjarga heimilum frá greiðsluþroti - annars vegar - og - hins vegar - að bjarga fyrirtækjum frá greiðsluþroti. Í þessu samhengi á að hraða uppgjöri bankanna, sem er nauðsynlegt, svo hægt sé að vita hvað þeir eiga í reynd af fjármagni. En, stóri vandinn við þetta, er að allt þetta kostar peninga.

Líkleg niðurstaða, er að uppgjör bankanna leiði í ljós frekari fjárþörf, sbr. auknar skuldir ríkisins, enda má þess vænta að það muni þurfa að færa niður að verðgildi lána fjölmargra einstaklinga og fyrirtækja. Þetta geta verið hæglega 200 milljarðar, ofan á allt hitt. Að sjálfsögðu, mun fyrirgreiðsla ríkisstjórnarinnar, sama hversu markmiðin eru góð, vera dýr í framkvæmd, þannig að skuldirnar munu hækka enn meira.

Þarna liggur helsta hættan, að skuldirnar, hrannist og hrannist upp, á sama tíma veldur kreppan því, bæði hin innlenda og erlenda, að þjóðarframleiðslan skreppur saman. Það eru einhver takmörk á hve margar þjóðarframleiðslur ríkið getur skuldað, áður en að greiðsluþroti kemur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 96
  • Sl. viku: 910
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 785
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband