Hefjum Framsóknarflokkinn til framfara á ný?

Einar Björn BjarnasonGóðan dag, kæru framsóknarmenn,

ég heiti Einar Björn Bjarnason, og er stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur, að mennt. Ég er sonur hjónanna, Bjarna Einarssonar - sem er látinn, og, Gíslínu Guðrúnar Friðbjörnsdóttur, sem lifir enn. Bjarni Einarsson, eins og kunnugt er, var um langt árabil áhrifamaður innan Framsóknarflokksins, sat lengi í miðstjórn, var samstarfsmaður Steingríms Hermannssonar, var á tímabili bæjarstjóri á Akureyri, seinna aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, á meðan sú stofnun var enn í Reykjavík. Eftir, að Halldór Ásgrímsson, gerðist formaður, urðu átök á milli föður míns og hans, sem einkenndust af deilum um stefnu, sem enduðu með því að föður mínum var komið á eftirlaun, fyrr en aldur kvað á. Á sama tíma, gekk ég einnig úr flokknum, og hef ekki skipt mér af málum hans síðan, fyrr
en ég nýverið gekk í hann í um miðjan janúar 2009.

Stefnubreyting sú, sem virðist ætla að eiga sér stað, eftir dramatíska kosningu nýs formanns og miðstjórnar, vekur mér gleði í hjarta, og nýjan áhuga á Framsóknarflokknum, sem ég hafði gengið í sem unglingur, og síðan skilið við í fússi.

Það sem ég vil gera við flokkinn, er að gera umbreyta ímynd hans, frá því að vera sú sem margir hafa af honum að hannn sé íhaldsamur flokkur gegnsírður af spillingaöflum.

  • Til að efla ímynd hans sem framsíns flokks, vil ég efla mjög starfsemi flokksins á netinu. Reyndar, vil ég innleiða skipulag, sem gerir áhugasömu fólki kleyft, að fylgjast með flestu því sem fer fram á vegum flokksins í gegnum netið, og að auki gerir því kleyft að hafa áhrif á mál, allt án þess að stíga upp frá tölvunni.
  • Til að tryggja stöðu flokksins hjá kjósendum til frambúðar, vil ég gera hann að

framsæknum umbótaflokki, með sterka áherslu á umhverfismál.

 

 

I. Lýðræðis- og samfélagsmál:

 

Síðan bankahrunið varð á Íslandi, hefur spunnist upp mikil umræða hérlendis, um lýðræði, og hvaða fyrirkomulag, skuli vera á því. Hvað mig varðar, þá vil ég byggja á núverandi fyrirkomulagi, sem grunn, en gera á því breytingar til aukins lýðræðislegs aðahlds, frá almenningi.
* Ég styð ákveðið stefnu Framsóknarflokksins um að halda stjórnlagaþing, vil að til þess verði kosið, helst samfara Alþingiskosningum. Tel, til greina koma að seinka Alþingiskosningum, til að báðar kosningarnar geti farið fram jafnhliða.

* Ég vil halda í 5% regluna, þ.e. þá reglu að framboð þurfi að ná a.m.k 5% atkvæða til að ná inn á þing. Ég vil að hún miðist við kjörfylgi á landsvísu. 5 reglan, er að mínu mati, nauðsynleg lýðræðinu. Þó það hljómi sem öfugmæli, í eyrum einhverra, þá verða menn að muna að stjórnmál þurfa einnig að vera skilvirk. Stórfelld fjölgun stjórnmálaflokka, þó slíkt þjóni sjónarmiðum að auðvelda þeim, sem hafa hagsmuna að gæta og/eða áhuga á stjórnmálum, aðgang að Alþingi, þá vegur á móti að því fleiri sem þingflokkar eru, því erfiðara er að ná samkomulagi um þingmál - annars vegar - og erfiðara að mynda starfhæfar ríkisstjórnir - hins vegar. Ekki má gleyma Weimarlýðveldinu, en greining á orsökum falls þess, var ein helsta ástæða 5% reglunnar. En, vandræði við að ná samstöðu um aðgerðir, skammlífar og innbyrðis sundurþykkar ríkisstjórnar, sem virtust einnig vera nær lamaðar við ákvarðanatöku, urðu á endanum vatn á millu öfgahópa til hægri og vinstri, þannig að á endanum - eins og frægt er - kaus fólkið yfir sig hóp, sem lofaði bættum efnahag gegn afnámi lýðræðis. Af þessu álykta ég, að 5% reglan sé lýðræðinu nauðsynleg.

* Varðandi kjördæmaskipan, þá sannarlega er Ísland mjög lítið land, og út frá fólksfjölda kappnóg, að hafa landið eitt kjördæmi. Á hinn bóginn, gæti það valdið því að landið yrði í reynd nánast borgríkið Reykjavík. Það er engin töfralausn á þessu. Menn verða einfaldlega að
vega og meta markmið, og vandinn er að þau stangast á. Eitt kjördæmi tryggir algerlega, að vægi atkvæða verði jafnt. Ef það er höfuðmálið, þá skal stefna að því að gera landið að einu kjördæmi. Ef, á hinn bóginn, önnur sjónarmið hafa einnig vægi eða svipað vægi, þá vandast
málið. Ég mun fylgja þeirri stefnu, sem flokkurinn tekur í þessu máli.

VARÐANDI KRÖFUR UM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUR :

Hef ég komið mér niður á eftirtaldar hugmyndir. Ég legg til:
* 1/3 reglu, á Alþingi. Þ.e. 1/3 hluti þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, um umdeilt þingmál. Einfaldur meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, ráði niðurstöðu.
* 20% kjósenda reglu, gagnvart nýjum lögum frá Alþingi. Á sama tíma, ráði einfaldur meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæða greiðslu niðurstöðu.
* 40% kjósenda reglu, til að knýja Alþingi til að taka afstöðu til tiltekins málefnis, t.d. lagafrumvarps, sem lagt væri fram af utanaðkomandi. Einnig hér, að einfaldur meirihluti þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, ráði niðurstöðu.
* 51% reglu kjósenda, til að fá fram nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni, sem áður hefur farið þjóðaratkvæðagreiðsla um. Að niðurstaða kosningu þurfi að fara á þann veg, að fleiri greiði atkvæði um þá niðurstöðu sem meirihluti næst um, en var í fyrri
kosningu.
* 51% kjósenda reglu, til að knýja á um þingrof, og nýjar Alþingiskosningar. Í þessu tilviki, þurfi meirihluti þátttakenda einnig að vera a.m.k. 51% kjósenda, þannig að niðurstaða hafi gildi.
* 40% kjósenda reglu, til að knýja á um að nýr samningur sem skuldbindur Ísland gagnvart annarri þjóð, fari í þjóðaratkvæði. Einfaldur meirihluti þátttakenda ráði niðurstöðu.
* Allir fjölþjóða- eða alþjóðasamningar, sem skuldbinda Ísland gagnvart tilteknum hópi þjóða eða öllum þjóðum fari í þjóðaratkvæði, og að ráðandi niðurstaða þurfi einnig einfaldan meirihluta kjósenda.

PERSÓNUKJÖR:

Ég legg til, varðandi PERSÓNUKJÖR, að haldið verði í lystakosningar:
* Fyrst, að reglur um útstrikanir verði afnumdar. Þetta er neikvæð aðferð, þ.e. einstaklingur þarf að strika út nafn einhvers, sem viðkomandi á enga sök við til að auka líkur á kjöri þess hvers brautargengi viðkomandi kjósandi hefur áhuga á að bæta. Ég legg til jákvæða í staðinn.
* Flokkar, haldi áfram að leggja fram lysta, eftir sem áður, en að kjósendur hafi heimild til að láta í ljós vilja sinn um að tiltekinn einstaklingur færist til á listanum. Það geri þeir með því að undirstrika nafn hans. Reglum, um undirstrikanir verði breytt þannig, að áfram megi aðeins undirstrika nafn á lista sem X - að er við, en ég legg til að einungis megi undirstrika 1 nafn. Á móti, sé hver undirstrikun jafngild einu atkvæði til handa viðkomandi, eins og um prófkjör væri að ræða. Listi flokksins, verði því einskonar tillaga að uppröðun. Einu muni gilda, hvort prófkjör hefur áður farið fram, en ef svo er bætast undirstrikanir við nafn við greidd atkvæði í prófkjöri.

RÁÐHERRAR EKKI ÞINGMENN Á SAMA TÍMA:
* Ráðherrar skuli ekki vera þingmenn, á sama tíma og þeir eru ráðherrar. Þannig, komi varamaður í stað þingmanns, sem gerist ráðherra. Þetta sé aðgerð, til að auka skilin á milli framkvæmdavalds og þingvalds.

AÐSTOÐARMENN ÞINGMANNA:
* Aðstoðarmönnum þingmanna, fjölgað í 63. Hérna verða menn að ákveða hvaða markmið séu aðal. Markmið rekast á. Ef það að styrkja sjálfstæði þingmanna sjálfra, og þannig að veikja flokksvald, er aðalatriði, þá þjónar fjölgun aðstoðarmanna því markmiði. Einnig, má vænta að viðvera þingmanna á þingi batni, þ.s. persónulegir aðstoðarmenn geta sinnt erindum, trúnaðarerindum sem og öðrum erindum, sem þingmennirnir sjálfir þyrftu annars að sinna sjálfir. Það ætti öllu að jafnaði að bæta gæði verkefna hvers þingmanns, ef sá tími sem hver og einn hefur aflögu til að sinna þeim, eykst. Þannig þjónar þetta einnig því markmiði, að auka gæði vinnu þingmanna, þ.e. helstu afurða Alþingis, samþykktra laga og annarra samþykktra þingmála.
* Til vara, ef verður ofan á, að leggja þessa aðstoðarmenn niður, að styrkja að sama skapi þá sérfræðiaðstoð sem þingmönnum öllum stendur til boða. Á móti kemur, að þó slíkt aðstoðarfólk sé allt af vilja gætt, þá getur aldrei myndast sambærilegt trúnaðar samband milli þeirra og persónulegra aðstoðarmanna. Ég reikna því með að fjarvera þingmanna verði tíðari, í þessu tilviki, vegna trúnaðarsamskipta úti í bæ og úti um land. Hver einstakur þingmaður, verður ekki eins öflug eining í þessu tilviki. Báðar leiðir, ættu þó að stuðla að auknum gæðum þingmála. Á móti komi, að þingmenn verði háðari flokksforystu en í fyrra tilvikinu, tel ég.

 

BRESTIR Í EMBÆTTISMANNA-KERFI LANDSMANNA:

Ljóst er öllum, eftir hrun bankanna, að miklar umbætur þarf að gera á ráðningu embættismanna, hérlendis. Tryggja þarf, að einstaklingar séu valdir útfrá sjónarmiðum um hæfni, fyrst og fremst. Vandinn er sá, að hæfni þarf að vera til staðar einhver staðar í kerfinu. Ekki er formlega séð gerð nein krafa um hæfni kjörinna fulltrúa, enda litið svo á að slíkt myndi draga úr tilfinningu fólks fyrir því að fulltrúar séu fulltrúar þess. Á móti, þarf að vera til staðar góð hæfni innan stjórnkerfisins, svo að fulltrúar þjóðarinnar fái vandaða ráðgjöf.

* Ég legg til, að stofnuð umfjöllunar nefnd, um ráðningu nýrra embættismanna, skipuð fyrrverandi embættismönnum á eftirlaunum. Það er hugsað til að gera hana sem óháðasta. Reglan verði sú, að laun fyrir störf, í þessari tilteknu nefnd, skerði ekki rétt þeirra sem sitja þar, til töku eftirlauna. Þeir geti, með öðrum orðum verið á fullum eftirlaunum á sama tíma. Hugsunin, er að hámarka sjálfstæði þeirra.

* Þeir fari yfir umsóknir og geri tillögur til ráðherra um 3 hæfustu einstaklingana til starfsins. Ráðherra, hafi svo rétt til að velja einn af þremur, án sérstakra útskýringa. Ef ekki eru til staðar, 3 einstaklingar, sem nefndin telur vera nálægt svipað hæfa, þó einhver munur á hæfni sé til staðar, eða, að umsækjendur eru færri en 3; þá má nefndin gera tillögu til ráðherra, um einungis 2. Með ákvörðunum nefndar, fylgi ætíð skriflegur rökstuðningur. Ef einungis, einn sækir um, skal viðkomandi samt vera metinn af nefndinni, og gerð tillaga um viðkomandi ef telst vera hæfur.

* Ef enginn umsækjanda, samkvæmt mati nefndarinnar, telst hæfur, skal auglýsa stöðu á nýjan leik.

 


NOTKUN INTER-NETSINS Í TENGSLUM VIÐ ALÞINGI:
* Stofnaður verði almennur vefur, í tengslum við Alþingi, þ.s. stuðlað verði að almennri umræðu um þingmál, og þ.s. þingmenn sjálfi taki þátt. Þetta sé þó lagskiptur vefur, sem skiptist í ysta lag, með almennan aðgang, og innri lög, með aðgangs-takmörkunum sem fari stighækkandi. Þetta er öðruvísi en hugmyndir sem hafa fram að þessu verið ræddar á vefnum, en þsr er yfirleitt ekki gert ráð fyrir neinum aðgangs-takmörkunum. Með aðgangs takmörkunum, sé viðhaldið gæðastýringu á umfjöllun vefjarins sjálfs. Einnig, sé vinsað inn það fólk til frekari afreka, sem sýni lit og leggi sig fram við að fjalla um mál af háum gæðastandard og áhuga. Með þessu, skapist Alþingi bættur aðgangur að hæfileikum, sem mikið sé af þarna úti, en einnig skjótari aðgangur að viðbrögðum landsmanna, við hugmyndum þingmanna um þingmál. Við Íslendingar sem fámenn þjóð, þurfum að nýta alla okkar hæfileika, hvar sem þá er að finna. Fjölmargir sem búa erlendis, hafa áhuga á málefnum lands og þjóðar. Við þetta bætist einnig, að fjölmargir sem búa hérlendis, hafa takmarkaðan tíma frá erli vinnu og, sem og bús og barna. Fyrir þessa hópa nýtist aðgangur í gegnum Internetið. Vefurinn sé 'moderaður' og íll ummæli og persónulegar svívirðingar, séu bannaðar.
* Aðferðir við einkunnagjöf, geta verið t.d. stjörnugjöf. Allir sem taka þátt, þurfi að gefa tiltekinn fjölda greina einkunn, fyrir hvern dag sem þeir eru loggaðir inn. Hvert og eitt logg, sjái einungis eigin stjörnugjöf. Einnig, sé kvöð að hver og einn þurfi að senda inn tiltekinn fjölda athugasemda og/eða greina, fyrir hvern loggaðan dag. Síðan, sé tiltekinn fjöldi þeirra sem hæsta meðaleinkunn hafi, fyrir innsendar greinar og/eða athugasemdir, valdir inn í næsta innra lag. Ysta lagið, gegni þannig hlutverki úrvinsunar. Þar hafi allir aðgang að málum sem séu þegar í dag án aðgangshindrana, en þó þannig að þingfundir séu til staðar á stafrænu formi um leið, og að allar ræður séu skrifaðar niður og settar á vefinn samdægurs. Þetta eigi við allt sem fer fram í þingsal.
* Þeir sem hafa aðgang að lagi tvö, verði að fá aðgangslykil sambærilegum þeim sem tíðkast í tengslum við einkabanka. Þar hafi menn aðgang að lagafrumvörpum þeim, sem séu til umræðu á Alþingi, með þeim hætti að þau hafi verið skrifuð inn í sama forritið og Wikipedia síðan fræga notar. Þetta sé gert með þeim hætti, að menn megi gera breytingatillögur á virkum flipum. Fyrst séu þær þó ræddar á spjallsíðu, á bakvið flipann, greitt atkvæði um breytingatillögu af þeim sem þátt taka. Það sé gert þannig, að þeir sem þátt taka, um leið og þeir skrifa breytingatillögu þá sendi þeir hana starfsmanni eða starfsmönnum síðunnar. Þeir, síðan færi þær inn á tiltekið svæði á síðunni, þ.s. hægt er að greiða atkvæði af meðlimum. Sú
breytingatillaga, sem sé efst - hverju sinni - sé skrifuð af starfsmanni inn á Wikipediu flipann. Þannig, geri ég ráð fyrir að aðgangur að flipanum sé takmarkaður einnig gagnvart þátttakendum, þannig breytinga áráttu haldið í skefjum. Gagn Alþingismanna af þessu, verður það að þingmenn hafa aðgang að frjóum huga þeirra sem eru á netinu. Næsta víst má telja, að nýjar útfærslur og hugmyndir skapist, sem gagn getur verið af. Einnig fá þeir betri tilfinningu fyrir því, hver sé vilji almennings, um viðkomandi mál.
* Úr lagi 2, veljist einstaklingar sem áhuga hafa á umfjöllun um mál, sem eru fyrir fastanefndum Alþingis. Það sé þriðja lag. En fyrir hverja fastanefnd, sé vefur. Nú, úr lagi 2 bjóða sig fram einstaklingar. Það sé listi á síðunni, fyrir hverja nefnd, þ.s. einstaklingar geta lýst yfir áhuga á þátttöku í nefndarumfjöllun. Hver geti einungis fengið að taka þátt í starfi einnar nefndar. Valið fari fram þannig, að aðrir meðlimir en þeir sem bjóða sig fram greiði atkvæði um þá sem gefa sig fram. Ákveðinn fjöldi þeirra sem efstir eru, veljist inn á hvern nefndarvef. Þeir veljist þá sjálfkrafa út úr lagi 2, þ.e. þeir séu ekki lengur meðlimir í lagi 2. Þannig komist nýir að, lagi 2. Á móti, hafi þeir sem veljast inn á nefndarvef aðgang að vefútsendingu af nefndarfundum. Nefndarvefútsendingar, séu einnig varðveittar til enduráhorfs. Þeir hafi ekki atkvæðarétt, á nefndarfundinum sjálfum, en tillögur þeirra séu þó með það vægi að nefndarmönnum beri að taka afstöðu til þeirra, og rökstyðja þá
afstöðu. Ég geri ráð fyrir, að þeir einstaklingar, sem nái alla leið inn í lag 3, verði öflugir einstaklingar, með frjóa hugsun, og sem verða mjög gagnlegir fyrir nefndarmenn. Afleiðingin, verði bæting á umfjöllun fastanefndanna um mál.
* Úr lagi 2, eigi einnig sér stað úrvinsun, með þeim hætti, að þeir einstaklingar sem minnstan þátt hafa tekið verði felldir niður á almennan aðgang. Þeir þurfi að skila inn aðgangslykli. Þetta sé gert öðru hvoru. Þannig sé tryggt, hvort tveggja í senn, aðhald og einnig að einungis þeir sem leggja sig fram haldist inni.

 

KREPPAN:
Framsóknarflokkurinn, hefur kynnt aðgerðir, vegna kreppunnar. Ég er fullkomlega sammála þeim hugmyndum, og styð þær heilshugar.
* Ljóst er að ný ríkisstjórn, mun þurfa að standa fyrir miklum niðurskurðar aðgerðum. Augljóslega, munu þær aðgerðir bitna á þjónustu hins opinbera við fólkið í landinu. Leitast ber við, að sú minnkun þjónustu, verði með eins manneskjulegum hætti og mögulegt er.
* Menn hafa orðið margsaga um skuldamál þjóðarinnar. Heyrst hafa tölur frá milli 5 og 6 hundruð milljörðum upp í rúmlega 3000 milljarða, eða 3 trilljónir króna (sbr. milljarður = billjón). Þetta þarf að komast á hreint, þ.s. mismunandi aðgerðir henta mismunandi skuldastöðu. Með landsframleiðslu í kringum 1.3 þúsund milljarða, er þetta mjög
alvarlegt mál.
* Hin alþjóðlega kreppa, gerir íllt verra, þ.s. landsframleiðslan fer lækkandi á meðan samdráttur hagkerfisins heldur áfram. En, sú kreppa bætist við okkar sjálfsprottnu kreppu. Alþjóðlega kreppan mun seinka því að hagkerfið rétti úr kútnum.
* Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í nýlegri yfirlýsingu býst ekki við hagvexti í Bandaríkjunum fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. En, það byggist á að efnahagsaðgerðir Obama skili góðum árangri. Ef þær gera það ekki, má vera að hagvöxtur byrji ekki fyrr en árið þar
á eftir eða jafnvel enn seinna. Ísland, mun fylgja á eftir, hvenær sem þetta gerist.
* Ljóst er að næstu ríkisstjórn bíður mikið af mjög erfiðum verkefnum.
* Ég legg til að Framókn, geri sig gildandi, óháð því hvort hún komist í ríkisstjórn. Ef utan stjórnar, þá standi hún fyrir uppbyggjandi andstöðu á Alþingi, þ.s. stungið verður upp á lausnum, í staðinn fyrir að leggja áherslu á að þræta fyrir hverja hreyfingu
ríkisstjórnarinnar. Þannig verði reynt að skapa nýja hefð, fyrir samstarf Alþingis og ríkisstjórnar.

EVRÓPUMÁL:
* Ég er ekki á móti umsókn um aðild að ESB. Ég er ekki heldur, sérlega spenntur fyrir því heldur. Vitað er að Evruaðild fæst einungis eftir áralanga baráttu, eftir að aðild að ESB er um garð gengin. Ábendingar um að hægt sé að tengja krónuna við Evruna með aðstoð seðlabanka
Evrópu, eða að hægt sé að fá að nota hana án aðildar, geta verið villuljós. Það er vegna þess, að fordæmi frá smáríkjum eins og San Marino, Lichtenstein, Andorra eða Svart Fjalla Landi, eru ekki sambærileg við okkar stöðu. Annars vegar, var um að ræða, smáríki, sem höfðu fyrir sérstöðu sem um var kveðið í eldri samningum á milli Evrópuríkja. Hefð í Evrópu er fyrir, að slíkir hlutir fái að halda sér. Þeir samningar voru aðlagaðir í tengslum við samninga þegar myntbandalagið var sett á fót. Hvað varðar Svartfjallaland og önnur ríki fyrrum Júgóslavíu, hafa þau fengið ákveðna sér meðferð, vegna þess að ESB og meðlimaríki þess, sáu sér hag í að efla stöðugleika á Balkanskaga, til að minnka líkur á nýjum hernaðar átökum. Að mínu mati, er það langsótt að telja það mikilvæga hagsmuni ESB, að Ísland rétti úr kútnum.

* Eins og sést af þessu, er staða Íslands, alls ekki sambærileg.
* Vitað er að Ísland fær ekki varanlega undanþágu frá sjávarútvegs stefnu ESB. Undanþága Möltu, er fyrir sjávarútveg, sem er mjög smár í sniðum. Eingöngu smábáta útgerð, sem rær skammt út frá landi. Aflinn einungis brota brot af afla hér við land. Sjávarútvegur Möltu, er ekki sambærilegur. Lausnir fyrir Ísland, eru ekki sambærilegar.
* Einnig er vitað, að landbúnaðarstefna ESB, mun á endanum gilda hérlendis af fullum þunga. Má vera að fáist í gegn að landbúnaður hérlendis, teljist vera svokallaður heimskauta landbúnaður.
* Auk þessa, gleymist í umræðunni, að eftir að Framkvæmdastjórn ESB, fær aðildaumsókn í hendur, er fyrsta málið að taka út Ísland, þ.e. stöðu hagkerfisins, samfélagsins, stofnana þess, o.s.frv. og mat slegið á hve tilbúið Ísland er í heild undir aðild. Síðan, þegar sú skýrsla hefur borist til Framkvæmdastjórnarinnar, gerir hún tillögu um hvar í röð umóknar ríkja Ísland lendir. Þetta, er vinnuregla sem er algerlega föst í sniðum. Við getum ekki vitað fyrirfram, hver ákvörðun Framkvæmdastjórnarinnar verður.
* Hugsanlegt er að hún krefjist umbóta hérlendis, einkum í ljósi atburðarásar síðasta árs og umliðinna ára, sem hafa varpað ljósi á ýmsar brotalamir, hérlendis. Fordæmi eru til um að umbóta á stjórnkerfi, embættiskerfi, jafnvel dómskerfi, séu hluti af aðlögunar pakka, sem krafa sé gerð um. Málið er, að ekki fyrr en Framkvæmda stjórnin, er ánægð mun hún hefja formlegar aðildarumræður. Þetta er hugsanlegur dráttur, jafnvel um einhver ár.


 

II. Framsóknarflokkurinn:


FRAMSÓKNARFLOKKURINN OG INTERNETIÐ,

Ég legg til að Framsóknarflokkurinn beiti Internetinu fyrir sig, með miklu mun virkari hætti en áður. Ég tel fullvíst að hægt sé að beita netinu, til að bæta aðgang flokksins að hæfileika fólki víða um land, en einnig erlendis, en fjöldi Íslendinga erlendis, án efa hefur áhuga á þjóðfélagsmálum, og eru með reynslu og þekkingu sem væri akkur að. Ég tel fullvíst að margar góðar hugmyndir gætu komið fram. Að mínu mati, er almennt séð hægt að nýta netið miklu meira en gert er í dag, sem aðferð til að fá aðgang að hæfileikum, sem eru til þarna úti.

 

            Hvað gæti unnist með þessu?:

  • Framsókn kemur sér með öflugum hætti inn í þjóðfélagsumræðuna sem nú á sér stað.
  • Þetta gæti orðið öflug byrjun í því að gjörbreyta ímynd flokksins.
  • Nýir hópar gætu fengið áhuga á að starfa innan vébanda Framsóknarflokksins.
  • Gæti skilað sér í fjölgun flokksmeðlima og ekki síst, atkvæðum.
  • Síðast, en alls ekki síst, er stóraukinn aðgangur, að öllu því hæfileikafólki, sem aðgang hefur að netinu, en sem margt hefur takmarkaðan tíma. Sá aðgangur, getur orðið gríðarlega mikilvægur, ekki síst vegna þess, að hér getur einnig verið um að ræða landa okkar, sem starfa við sérhæfð störf erlendis, og sem einfaldlega eiga ekki heimangengt.

 

* Ég sting upp á, að Framsóknarflokkurinn, komi sér upp skipulögðum umræðuvef um stjórnmál, og önnur málefni samfélagsins, þ.s. allir flokksmenn fái sjálfkrafa aðgang og einnig þar sem þeir sem starfa fyrir hönd flokksins, þingmenn sem aðrir, verði á staðnum og taki þátt. Ég er að tala t.d. um svokallað 'phorum' sem hefði stjórnanda. Einnig, mætti hafa sama fyrirkomulag, og er á Wikipedia. Öllum Íslendingum væri boðin þátttaka. Málið væri auglýst í fjölmiðlum. Nethópurinn, "'Lýðveldisbyltingin' http://lydveldisbyltingin.is/index.php?title=Fors%C3%AD%C3%B0a" er mjög gott dæmi um hvað ég á við. En þessi hópur verið að byggja sig upp, og viðhaldið galopinni umræðu. Henni er þó lítt stjórnað, og tel ég að með öflugari umsjón, og þátttöku einhverra þekktra einstaklinga úr flokknum, mætti hleypa sambærilegri umræðusíðu, á vegum flokksins, á miklu stærra flug. Ég vil líka, haga skipulagi síðunnar með nokkuð öðrum hætti.

* Til að gera umræðuna sem líflegasta, eins og ég sagði, væri gott að hafa þingmenn, sem og stjórnarmenn, Framsóknarflokksins, á meðal þátttakenda. Þó svo, að þeir væru þarna einungis við og við. Umræðan, gæti verið lagsett, þannig að það væri innri og ytri kjarni, í stað þess að allir eru saman á einum stað. Ytri kjarni, þ.s. allir hefðu aðgang. Innri kjarni, þ.s. utanaðkomandi gætu unnið sér inn aðgang. Hugsa mætti sér, að meðlimir flokksins, hefðu aðgang að innri kjarna.

* Til að komast í innri kjarna, gæti verið netkosning, þ.s. þátttakendur byðu sig fram, hefðu komið einhverju á framfæri, verið virkir þátttakendur í umræðunni. Sú kosning færi fram reglulega, og þeim efstu væri hleypt inn í innri kjarna. Önnur möguleg aðferð, væri að þátttakendum, væri gert skylt að gefa innsendum greinum og þátttakenda, einkunn, sem gæti t.d. verið stjörnugjöf. Þá virkaði þetta þannig, að þeir sem hafa unnið sér inn flestar stjörnur, þeir kæmust inn í innri hópinn. Það væri valið reglulega, bæði til að viðhalda áhuganum og einnig til að viðhalda ferskleikanum í umræðunni. Með þessari aðferð, væri einnig viðhaldið ákveðnum gæðastandard á umræðunni.

* Setja mætti þá reglu, að Framsóknarflokkurinn skuldbindi sig, til að haga því þannig, að málefnahópur á vegum flokksins, sem vinnur að undirbúningi stjórnlagaþings fyrir hönd flokksins, væri í nánum samskiptum við innri hóp nethópsins, þannig að þar færu fram raunveruleg skoðanaskipti milli þessara aðila um þau mál, og að þeir muni einnig taka tillit þessa spjalls þegar endanlegar tillögur verða mótaðar og skilað til Miðstjórnar.

* Þetta, gæti svo orðið fyrsta tilraunin í almennri innleiðingu netsins, með miklu öflugri hætti en áður, inn í flokkstarfið. Ég legg til að málefnavinna, verði öll sett á netið. Áfram verði haldnir fundir, með hefðbundnum hætti, en að þeir verði héreftir varpaðir inn á netið. Meðfram hverjum málefnahóp, verði héreftir einnig starfandi nethópur. Til nethópsins, geta valist einstaklingar með sömu aðferðum, og ég tók fram áðan. Síðan víxlverki nethópurinn, og hefðbundni hópurinn, saman, þ.e. þegar nethópurinn ræði málin, og tjái sig og álykti, þá beri þeim að tjá sig um það sem hefðbundni hópurinn ræddi síðast. Að sama skapi, beri hefðbundna hópnum, að tjá sig um ályktanir frá nethópnum, taka afstöðu til þeirra. Eftir, að umræðan hefur farið þannig fram og aftur, um nokkurn tíma,,,taki svo hefðbundni hópurinn endanlega afstöðu. Sá hópur, væri skipaður flokksmeðlimum.

* Ég legg sem sagt til, að almenn og frjáls umræða, þó undir eftirliti, fari fram á sérstökum umræðu-síðum sem verði reknar af flokknum, og auglýstar með nægilegum hætti. Það sem vinnst með þessu, er það sama og ég tók fram að ofan.

* Meira mætti gera af þessu, þannig mætti hugsa sér að einstakir þingmenn hefðu sér hóp ráðgjafa, sem hefðu með ekki ósvipuðum hætti verið valdir af netinu. Þeir gætu veitt þingmönnum ýmsa þjónustu, er ég sannfærður um, og verið mjög nytsamir.

Það er góð spurning hversu langt á að fara í þessa átt. En, flokkurinn gæti verið með algerlega tvöfalt skipulag, þ.e. hið hefðbundna og svo spegilmynd þess í gegnum netið.

 

GERUM FLOKKINN AÐ 21. ALDAR FLOKKI!!!

 

 

STOFNUM SANNLEIKSNEFND:

* Ég legg til, að Framsóknarflokkurinn, taki forystu fyrir herferð gegn pólitískri spillingu með því að standa fyrir stofnun SANNLEIKSNEFNDAR.

* Í ljósi þeirra atburða sem átt hafa sér stað undanfarið, hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar hérlendis, verið gagnrýndir mjög undanfarið úti í samfélaginu, fyrir spillingu og óstjórn. Upplifun margra, er því miður sú, að Framsóknarflokkurinn hafi í gegnum árin verið þarna framarlega í flokki. Ég hef talað við margt ungt fólk, og ljóst er að flokkurinn hefur mjög slæma ímynd. Helmingaskiptareglan, er oft nefnd, í slíkri umræðu og það orð hefur mjög neikvæðan stimpil. En, eins og í mörgu, er sókn besta vörnin. Flokkurinn, hefur þegar skipt um stjórnendur, en meira þarf til, ef ráða á bug á neikvæðri ímynd.

* Ný framboð, sem stefnt er gegn hinum svokölluðu valdaflokkum, geta ógnað erndurreisn flokksins, með því að taka fylgi sem annars gæti farið til hans. Hér þarf að taka til stórræðanna, og sækja fram af festu, einurð og dyrfsku. Engar, hálfvelgjuleiðir, munu duga, ef flokkurinn á að ná fullri endurreisn. Þess vegna, legg ég þetta til, að flokkurinn gangi fram fyrir alþjóð, og taki forystuna við að afmá spillingar ímyndina af íslenskum stjórnmálum.

* Framsóknarmenn, hafa hingað til í gegnum lýðveldissöguna, verið óhræddir að hafa forystu um mikilvæg mál. Rétt er, að byggja á þeirri hefð, og sýna alþjóð að Framsóknarmenn duga enn til forystu.

* Flokkurinn, er þegar búinn að viðurkenna, að sú síðasta ríkisstjórn, er hann tók þátt í, hafi gerst sek um alvarleg afglöp, sem séu hluti af því sem þjóðin er að súpa seiðið af í dag.

* Nú er komið, að næsta skrefi, að takast á við Spillingarímyndina með sama hætti, þ.e. að sýna að Framsóknarmenn hafi þann styrk, að vera óhræddir viðurkenna öll þau mistök sem forystumenn flokksins kunna að hafa gert í gegnum árin. Mikilvægt er að framkvæma þá þessa hreinsun fyrir galopnum tjöldum, þannig að þessi aðgerð hafi raunverulega þau áhrif að hreinsa ímynd flokksins.

* Eins og ég sagði, er sókn besta vörnin. Að flokknum er vegið, úr öllum áttum. Hann hefur náð nokkuð vopnum sínum, með kosningu nýs formanns og nýrrar stjórnar, en enn eru fylgistölur ekkert sérstakar í sögulegu tilliti. Það er því ljóst, að meira þarf til. Miklu meira. Mín skoðun, er að flokkurinn eigi að taka það djarfa skref, að hefja hreinsun spillingarímyndar íslenskra stjórnmála, með því að byrja innan eigin raða. Sannleiksnefnd, taki hið fyrsta til starfa, á vegum flokksins sjálfs.

* Ef þetta væri framkvæmt með sannfærandi hætti, þá getur flokkurinn þvegið af sér spillingarímyndina með nákvæmlega sama hætti, og hann hefur þvegið af sér efnahagsleg mistök þau er hann framkvæmdi síðast er jamm var í ríkisstjórn. Þannig getur hann bætt álit þjóðarinnar á flokknum.

* Síðan, þegar flokkurinn hefur framkvæmt þessa hreinsun, getur hin nýja stjórn Framsóknarflokksins, og forysta, fordæmt spillingu af því tagi, sem átti sér stað á Íslandi. Eftir slíka hreinsun, mun flokkurinn hafa fulla burði til að sækja á þau fylgismið að hafa forystu um hreinsun ímyndar íslenskra stjórnmála, þannig að þetta mál verði eitt af meginmálum flokksins fyrir næstu kosningar.

* Hreinsum flórinn. Siðbætum íslensk stjórnmál. Sýnum, að Framsóknarmenn, hörfa aldrei, gagnvart þeim málum, sem þarf að framkvæma, þjóðinni til heilla!! Stefnum að fylgi upp á rúm 20% í næstu kosningum.

 

RÁÐSTEFNA UM UMHVERFISMÁL/Stefna um umhverfismál:
* Ég vil að Framsóknarflokkurinn í framtíðinni skilgreini sig sem umhverfisflokk, og sem mótvægi við Vinstri Græna. Umhverfismál, séu eftir allt saman ekki á leiðinni út um fyrirsjáanlega framtíð. Með því að tryggja stöðu sína í augum kjósenda, í þeim málaflokki, gæti flokkurinn þannig tryggt sig til langframa.
* Tel heppilegt að Framsóknarflokkurinn leitist til við samstarf við aðila sem starfa við ferðaþjónustu, og taki að sér hagsmunagæslu fyrir þá aðila.
* Þetta færi vel saman við hagsmuni landbúnaðar, sem eðli sínu vegna verður alltaf smár í sniðum miðað við landbúnað erlendis. Afleiðing þess, er að einungis með því að efla ímynd sérstæðni og hreinleika, geti íslenskur landbúnaður verið samkeppnishæfur við erlenda framleiðslu. Einnig, eru bændur í dag oft að auki eða með tekjur af ferðaþjónustu, jafnvel sem aðaltekjur, svo markmið fara saman.
* Ég legg til að Framsóknarflokkurinn, á næsta kjörtímabili, taki forystu í stefnumörkun landsmanna hvað umhverfismál varðar. Stefnt verði að því að græni liturinn verði litur Framsóknar, í merkingu dagsins í dag.
* Ég legg til að Framsóknarflokkurinn standi fyrir því, á næsta kjörtímbili, að stór ráðstefna um stefnumörkun landsmanna um umhverfismál, fari fram. Ráðstefna, þ.s. þekktum erlendum sérfræðingum, verði boðin þátttaka. Þessi ráðstefna, verði í samvinnu við aðra flokka, sem þátt vilja taka í þeirri stefnumótun. En, að Framsókn geri sig gildandi með nægilegum hætti, til að enginn vafi verði á hjá kjósendum, að Framsókn sé mótvægið við Vinstri Græna.
* Ég legg til, varfærna nýtingarstefnu, þ.e. stefnu þ.s. verndun náttúrunnar, verði í forgrunni a.m.k. til jafns við nýtingarsjónarmið. Náttúran, fái að njóta sanngjarns vafa. Sem dæmi, um nýtingu jarðhita, verði gætt meðalhófs, þannig að jarðhitakerfi verði ekki þurrausin á nokkrum árum, heldur nýtingu stillt í það hóf að nýtingaráform séu til langs tíma.
* Höfuðáhersla, verði á að bæta meðferð á náttúru hérlendis, sama hver á í hlut.
* Sjávarútvegurinn sé ekki undanskilinn, sem dæmi, þurfi að rannsaka mun meira hafsbotninn hér við land, svo meiri vitneskja fáist um þá staði þ.s. takmarka beri notkun botnvörpu, en þekkt er að hún skemmir botndýralíf - en er skaðlegri á sumum svæðum öðrum fremur.
* Ferðamanna iðnaðurinn er ekki undanskilinn, en bæta þarf úr málum, gera umbætur á ferðamanna stöðum, til að draga úr skemmdum vegna átroðnings. Taka ber til skoðunar, hvort ekki eigi að girða af vinsælustu staðina og selja þar inn aðgang.
* Áherslu ber að leggja á að starfa með einkaaðilum, við mótun umhverfisstefnu.



Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason
Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband