Er stefna Donalds Trumps gagnvart Íran - gjöf til Kína?

Ef einhver man eftir, þegar svokölluð - þorskastríð stóðu yfir - gerði Ísland viðskiptasamning við Sovétríkin. Það var vöruskiptasamningur, er fól í sér sölu fisks til Sovétríkjanna, en kaup á rússneskum bílum sbr. Lödur, Volgur, Moskovitsar og rússnesku áfengi.

  1. Kína gæti auðveldlega gert sambærilegan vöruskiptasamning við Íran, sem fæli þá í sér kaup á olíu og gasi.
  2. Í staðinn gætu Íranar keypt vopn af Kína, eða hvað sem þeir vildu - fyrir ca. sambærileg verðmæti á móti.
  • Þessu gæti fylgt gjaldeyrisskiptasamningur, til að auðvelda viðskiptin - þannig að einkaaðilar gætu séð um málið.

Með þeim hætti gæti Kína - tæknilega - veitt Íran umtalsvert skjól gagnvart refsiaðgerðum Donalds Trump!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

  1. Eins og sést á kortinu á Íran einnig landamæri að Túrkmenistan, sem einnig er olíuríki.
  2. Í dag kaupir Kína nær alla olíu- og gasframleiðslu Túrkmenistan.

Íran hefur einnig strandlengju að Kaspíahafi eins og sjá má, og því er alveg hugsanlegt að Íran eigi hugsanlegar ónýttar auðlyndir undir botni þess hafs.
En Túrkmenar eru m.a. með olíuvinnslu í sjó við sína eigin strandlengju, þó lindir séu einnig á þurru landi.

Kína hefur um nokkurt skeið verið stærsti fjárfestirinn í olíuvinnslu í Írak!

Áhugi Kína á olíuríkjum hefur verið algerlega augljós sl. 15 ár!
Á sl. 15 árum hefur Kína náð til sín nær öllum auðæfum Mið-Asíu, þ.e. kaupir nær alla olíu- og gasframleiðslu Mið-Asíu landa.

  1. Bandalag við Íran, mundi væntanlega vinna vel með ítökum Kína í Túrkemistan, og Írak.
  2. Fyrir utan, að Kína hefur mjög náið samstarf við Pakistan - hinum megin við Íran.

Bandalag Írans og Kína - mundi væntanlega gera Kína ca. álíka valdamikið í Mið-Austurlöndum og Bandaríkin.

Það mundi fela í sér, mjög stórfellda valdayfirfærslu til Kína á því svæði.

Mér virðist það augljóst að ríkisstjórn Donalds Trumps átti sig alls ekki á þessum möguleika! En mér virðist það alveg á tæru, að því harðar sem Donald Trump lætur þjarma að Íran. Því stærri verði freysting Írans til að gera samning af ofangreindu tagi við Kína.

Ef Bandaríkin misreikna sína stöðu, gætu þau staðið frammi fyrir verulegum varanlegum missi á svæðisbundnum völdum! Að sama skapi, gæti Kína grætt völd á þeirra kostnað!
--Valdalega séð gæti það verið stærra tjón en fylgdi stefnu George Bush!

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að eftir því sem deila Bandaríkjanna og Írans líklega harðnar á nk. vikum og mánuðum, þá skuli fólk veita aðgerðum Kína mjög nána athygli - ekki síst hver samskipti íranskra sendifulltrúa og kínverskra eru.

Trump gæti beinlínis smalað Íran yfir til Kína!

 

Kv.


Spurning hvort Ísrael er að gera tilraun til að egna Íran til stríðs?

Eins og margir fréttu af á fimmtudag, framkvæmdi Ísrael umfangsmiklar loftárásir innan Sýrlands á svæðum þar sem Damaskus stjórnin er tæknilega við völd, þó hafandi í huga að Íran er í dag með fjölmennt herlið á sömu svæðum innan Sýrlands - að það má setja það upp sem spurningu, hvort það sé ekki raunverulega Íran sem ræður.

Skv. frásögn Ísraela sjálfra var ráðist á herstöðvar þar sem Íranar hafa aðstöðu.
Að sögn ísraelskra yfirvalda, var fjöldi herstöðva Írana lagðar í rúst.

Israel strikes Iranian targets in Syria after rocket fire

Israeli aircraft target Iranian military sites inside Syria

 

Það áhugaverða er að við höfum einungis orð ísraelskra yfirvalda fyrir því, að Íranar hafi verið fyrri til að gera árás á ísraelskt landsvæði!

Ég fullyrði að sjálfsögðu ekki að frásögn ísraelskra yfirvalda sé ósönn!

Yfirvöld í Ísrael hafa sagt að 20-eldflaugar hafa verið skotnar niður af eldflaugavarnarkerfi Ísraels! 
Þeim flaugum hafi verið skotið í átt að herstöðvum Ísraela í Gólan hæðum.

--Ég er einfaldlega með þá ábendingu, að ísraelsk yfirvöld eru ekki hlutlaus aðili.
--Þau hafa nú undanfarin ár margítrekað gert loftárásir innan Sýrlands, einkum beint að Hezbollah liðum starfandi innan Sýrlands, eða írönskum byltingavörðum innan Sýrlands.

Það má alveg varpa upp þeirri kenningu, að Ísrael eða nánar tiltekið Netanyahu, vilji fá Bandaríkin í stríð með sér. Aðgerðin sé frekar skilaboð til Trumps - en Írans.

Rétt að nefna, að um daginn birti Netanyahu ásakanir gagnvart Íran, sem reyndust margra ára gamlar - en taldar af flestum fréttaskýrendum ætlað að framkalla reiðiviðbrögð hjá Trump gagnvart Íran!

  1. Það mætti ímynda sér, að Netanyahu sé að endurtaka leikinn, að ástunda tjáskipti gagnvart Trump - með því í þetta sinn að láta það líta svo út að Ísrael sé undir árásum Írans.
  2. Tilgangurinn geti verið, að hleypa blóðrásinni hjá Trump af stað.

Bendi samt á, að langt í frá er útilokað að um raunverulega íranska eldflaugaárás hafi verið að ræða! 
Enda ekki langt síðan Ísrael gerði aðra umfangsmikla árás á aðstöðu Írans innan Sýrlands!
--Þannig að það má alveg halda því fram, að Íran hafi verið að svara fyrir sig.

Hinn bóginn, virðist mér það svo að hagsmunir Írans séu þessa stundina þeir.
Að kæla frekar niður ástandið, en að vera að - hita það upp.

Meðan að vitað er að Netanyahu hefur lengi hvatt til hernaðaraðgerða gagnvart Íran.
Hafandi það í huga, get ég alveg trúað Netanyahu til þess, að vera að ástunda hráskinnaleik.

 

Niðurstaða

Hafandi í huga að Netanyahu hefur lengi hvatt Bandaríkin til hernaðaraðgerða gagnvart Íran. Þá finnst mér alveg koma til greina að Ísrael hafi framið stórfelldar loftárásir á Sýrland.
Án nokkurra ögrana frá Íran í formi eldflaugaárásar, þannig að ísraelskar frásagnir um slíkt séu þá tilhæfulausar!

Ekki það að það sé alveg útilokað að Íran hafi verið að hefna nýlegra loftárása Ísraels á írönsk skotmörk innan Sýrlands. En hinn bóginn, virðist mér það ekki Íran í hag, að vera að efna til slíks ófriðar akkúrat núna.

En á sama tíma, eru loftárásir Ísraels framkvæmdar skömmu eftir uppsögn Donalds Trumps á kjarnorkusamningnum við Íran - sem er áhugaverð tímasetning. Hafandi í huga hve lengi Netanyahu hefur manað Bandaríkin til hernaðaraðgerða gegn Íran, virðist mér það a.m.k. ekki út í hött að Netanyahu sé í þessu tilviki - að vísvitandi egna til ófriðar.
--Væntanlega í trausti þess, að Netanyahu ef til vill metur það nú svo að hann hefði líklega Trump með sér.
--Hann getur einmitt verið að vísvitandi mana Trump út í stríð.

 

Kv.


Nýjar refsiaðgerðir Donalds Trumps á Íran - gætu smalað Íran upp í fang Kína

Ég hef margsinnis áður velt upp þeim möguleika, bandalagi Írans og Kína, sbr: 23.11.2014 Prúttið um Íran - vaxandi hætta á nýju köldu stríði, hefur sennilega styrkt verulega samningsstöðu Írans.

Í þeirri athugasemd, fjallaði ég um viðræður við Íran er síðar leiddu til samkomulags svokallaðra 6-velda við Íran. Einmitt það samkomulag sem Obama undirritaði, og Donald Trump vísaði út í hafsauga á miðvikudag!

Eins og ég benti þar á, er það augljós valkostur fyrir Íran að semja við Kína!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Kína er sennilega í bestu aðstöðu allra landa, að veita Íran efnahagslega vernd!

Sú mögulega sviðsmynd sem ég bendi á, gerir ekki ráð fyrir stríði milli Bandaríkjanna og Írans, né því endilega að Íran endurræsi kjarnorkuprógramm sitt.
En þó að íranskir stjórnmálamenn hafi talað hvasst undanfarið, og hótað að endurræsa skilvindurnar er auðga úran upp í mögulegt kjarnakleyft ástand til að búa til sprengju.
Þá virðist mér sennilegt að íranskir landstjórnendur, óttist mögulega hernaðarárás fyrirskipaða hugsanlega af ríkisstjórn Donalds Trumps - með Íran og Saudi-Arabíu í liði.

Hinn bóginn blasir við mér að Íran á mögulega útleið, ef Kína er tilbúið.

  1. Kína getur líklega keypt alla olíu og gasframleiðslu Írans - með renminbi.
  2. Auk þess framleiðir Kína gnægt vopna, sem Kína getur selt Íran í staðinn.
  3. Fyrir utan það, hefur Kína eins og allir í dag vita - mikla breidd af framleiðslu sem Kína gæti selt Íran í staðinn.
  • Þannig gæti Kína boðið Íran - viðskipti er færu fullkomlega framhjá öllum vestrænum gjaldmiðlum.
  • Og það væri ekkert sem ég kem auga á, sem Bandaríkin gætu gert í málinu ef Íran og Kína mundi virkilega setja slíkt viðskiptabandalag á koppinn.

 

Ég reikna með því að Íranir hafi verið tortryggnir gagnvart Kína!

Íran hafi ekki áhuga á að vera eitthvert leppríki - slíku samningur Írans og Kína, mundi gera Kína afar áhrifamikið um málefni Írans, óhjákvæmilega!

Það skýri örugglega hvers vegna Íran hafi ekki samið áður við Kína, árin fyrir lúkningu viðræðna við Íran er skiluðu kjarnorkusamkomulaginu 2015, sem Trump var að slíta af hálfu Bandaríkjanna.

  1. Hinn bógnn stefni í að efnahagslegar refsiaðgerðir Trumps verði afar harkalegar, svo harkalegar að þær séu líklegar að vera ákaflega skaðlegar fyrir íranskan efnahag.
  2. Það sé auðvitað stefna haukanna í Hvíta-húsinu, að gera þær svo harkalegar að Íran lippist niður - þeir virðast sannfærðir um að þeir geti þvingað Íran með þeim hætti.

Hinn bóginn, geti það í staðinn þítt, að þær séu það harkalegar að loksins sannfærist Íranar um að hefja formlegar viðræður við Kína - um djúp efnahags samskipti.

  1. Þannig að í staðinn fyrir að Íran lippist niður.
  2. Gæti Trump uppskorið strategískan ósigur gagnvart Kína.

Og að sú útkoma væri Trump einum að kenna!

 

Niðurstaða

Ég hef einmitt verið lengi sannfærður um það, að ný átök við Íran mundu einungis vera Bandaríkjunum sjálfum til tjóns. Og ef Íran svarar áskorun Trumps gagnvart Íran, með bandalagi við Kína. Gæti sú útkoma leitt til stórfellds strategísks ósigurs Bandaríkjanna!

Ég meina að fyrir svæðisbundin völd og áhrif Bandaríkjanna, gæti sá ósigur verið stærri en sá ósigur er Bandaríkin biðu vegna innrásarinnar í Írak 2003. Ég er ekki að tala um stríð við Íran -- heldur það að útkoman verði sú að staða Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum veikist verulega!

Eins og 2003 verði það ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjanna sjálfrar er verði orsakavaldur þeirra ófara!

 

Kv.


Spurning hvort uppsögn Donalds Trumps á Írans samningnum - færir Evrópu, Kína og Rússland nær hverju öðru. En forseti Írans hefur boðið Evrópu, Kína og Rússlandi til samninga!

Tilboð Rouhani forseta er einfalt og skýrt, að ef Evrópa, Rússland og Kína geta tryggt að Íran hafi aðgengi að heimsmörkuðum - þá muni Íran áfram standa við kjarnorkusamninginn!

  1. Hassan Rouhani - If we achieve the deal’s goals in cooperation with other members of the deal, it will remain in place..."
  2. By exiting the deal, America has officially undermined its commitment to an international treaty,..."
  3. "I have ordered the foreign ministry to negotiate with the European countries, China and Russia in coming weeks."
  4. "If at the end of this short period we conclude that we can fully benefit from the JCPOA (Joint Comprehensive Plan of Action) with the cooperation of all countries, the deal would remain,..."

Málið er ekki flókið, Íran þarf aðgengi að alþjóðamörkuðum fyrir sínar vörur - sbr. olíu og gas, en einnig landbúnaðarvöru og hvað annað sem Íran framleiðir.
Samtímis óhindrað aðgengi að því að afla sér nauðsynlegs varnings til innflutnings.

  • En Trump hefur sagst munu setja á þær grimmustu refsiaðgerðir sem hann getur.
  1. Þær fela í sér að Bandaríkin refsa fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Bandaríkin - fyrir viðskipti við Íran.
    --Mjög öflug fæling á stór alþjóðafyrirtæki er vilja geta skipt við Bandaríkin.
  2. Og þau munu leitast við að hindra viðskipti Írans á olíu og gasi - eins og þau geta.
    --Spurning hvort að Íran getur fengið - evruviðskipti t.d. - spurning einnig um viðskipti í gjaldmiðli Kína.

Trump abandons 'defective' Iran nuclear deal, to revive sanctions

Donald Trump pulls US out of Iran nuclear deal

"The sanctions include prohibitions on Iranians accessing US dollars, and the Trump administration will resume efforts to prevent Iranian oil from circulating on the international market."

Refsiaðgerðirnar taka gildi eftir 90 daga!

Það er sá tími sem Íran hefur til að finna leiðir í viðræðum við Evrópu - Rússland og Kína!

  1. Evrópa ræður auðvitað yfir eigin gjaldmiðlum - sá stærsti, Evran.
  2. Kína hefur sitt - renminbi.
  • Ég hugsa Rúbblan sé síður áhugaverð.

--En sameiginlega, ættu Evrópulönd og Kína - að geta veitt Íran töluverða aðstoð.
--Þetta er auðvitað gegn því, að Íran standi áfram við samninginn!

En annars hefur Íran raunverulega ekki ástæðu til þess!

 

Niðurstaða

Það yrði virkilega forvitnileg útkoma, ef Rouhani verður að ósk sinni - og samvinna við Evrópu, Rússland og Kína; finnur leiðir til að veita Íran það markaðs-aðgengi sem Íran þarf á að halda!
Evrópa vill auðvitað ólm halda Íran í samningnum, því rökrétt að ætla að Evrópulönd mundi leggja á sig að finna leiðir! En ástæða þess er augljós, að Íran ræður yfir eldflaugum er geta náð til Suður-Evrópu. Ef Íran eignast kjarnorkuvopn gæti Íran þá tæknilega gert kjarnorkuárás á Suður-Evrópu. Síðan, er rökrétt að Evrópa óttist hugsanleg kjarnorkuvopnakapphlaup innan Mið-Austurlanda, sem eru einungis steinsnar frá Evrópu handa Miðjarðarhafs, sem sagt nægilega nærri til þess að slíkt kjarnorkuvopnakapphlaup gæti reynst Evrópu afar hugsanlega skeinuhætt.

Það sé alveg ljóst að hin meðlimalöndin af samningnum ætla ekki að hefja eigin aðgerðir gegn Íran, en ef hinum löndunum tekst að leita leiða til að veita Íran því sem Íran þarf á að halda!

Mundi það marka vissa einangrun Bandaríkjanna!
Spurning hvort það gæti verið upphaf á einhverju nýju!

 

Kv.


Erdogan forseti Tyrklands hótar ríkisstjórn Bandaríkjanna

Um sumt er Erdogan að endurtaka fyrri hótanir, en einnig er um nýjar!

  1. Fyrsta lagi, hótar Erdogan því að herja á sýrlenska Kúrda, þar til að hernaðararmi Kúrda í Sýrlandi - hafi verið gereytt.
    --En Erdogan kallar hersveitir Kúrda, hryðjuverkasveitir þannig að þegar hann talar um að gereyða hryðjuverkaöflum meðfram landamærum Tyrklands, á hann við sveitir Kúrda í Sýrlandi.
  2. Síðan, hótar Erdogan Bandaríkjunum - ónefndum aðgerðum, ef Bandaríkin frysta vopnasölu til Tyrklands!
    --En Tyrkland ætlar að kaupa 100 F-35 herflugvélar, þær nýjustu frá Bandaríkjunum, sú sala yrði þá blokkeruð a.m.k. tímabundið.
    --Þangað til að rækileg endurskoðun hafi farið fram innan Bandaríkjanna, á samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna!
    --Þetta er skv. frumvarpi er liggur fyrir Bandaríkjaþingi.

Turkey's Erdogan says will carry out new military operations after Syria offensives

Turkey says it will retaliate if U.S. halts weapons sales

Image result for erdogan

Mér virðist að taka þurfi þessar hótanir alvarlega!

  1. Erdogan er í raun og veru að ítreka sína áður framkomnu kröfu - að Bandaríkin hypji sig frá Sýrlandi. En Bandaríkin halda í raun verndarhendi yfir YPG hersveitum sýrlenskra Kúrda á þeim svæðum sem þær sveitir ráða yfir í dag.
    --Bandaríkin voru ekki með vernd á Afrin héraði, sem Erdogan notfærði sér er hann fyrirskipaði Tyrklandsher að ráðast þar inn (rétt að nefna að Íslendingur lét lífið í þeim átökum). Sveitir Kúrda hafa verið hraktar þaðan.
  2. Óvíst er hvaða stefnu Trump hefur í þessu máli, en í annan stað hefur hann talað um að - taka allar bandarískar liðssveitir út úr Sýrlandi, sem þíddi að - eftirláta það til Erdogan að gera þ.s. honum sýnist við sýrlenska Kúrda. Það væru augljós svik við Kúrda, er hafa barist með stuðningi Bandaríkjanna síðan 2014 við ISIS með ákaflega vel heppnuðum hætti. Enn er Bandaríkjaher með samvinnu við Kúrda um að þrengja að síðustu leyfum sveita ISIS innan Sýrlands.
    --Augljóslega mundi slík ákvörðun Trumps, binda endi á frekari baráttu gegn því sem eftir er af sveitum ISIS á svæðinu. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og nýr utanríkisráðherra - hafa báðir hvatt Trump til að halda núverandi stöðu mála óbreyttri.
    --Það gerði einnig forseti Frakklands nýverið í heimsókn í Hvítahúsið.
  3. Síðan gengi það klárlega gegn yfirlýstri stefnu Trumps sjálfs, að veikja stöðu Írans í Mið-austurlöndum, þ.s. vitað er að Erdogan er með samvinnu við Íran um aðgerðir gegn Kúrdum, og hefur lofað því - að hersveitir Tyrklands hefðu ekki áform um að leggja landsvæði Kúrda í Sýrlandi með varanlegum hætti undir sig.
    --Sem væntanlega þíðir, að Tyrkland mundi eftirláta leppstjórn Írans í Sýrlandi þau svæði í kjölfarið, þar með að þau yrði hluti af umráðasvæði Írans.
    --Með öðrum orðum, að Trump mundi styrkja stöðu Írans með slíkri ákvörðun - samtímis og hann segist vilja stuðla að veikingu valdastöðu Írans í Mið-Austurlöndum.
  • Ef ég geri ráð fyrir því, að Trump átti sig á því að ef hann fyrirskipar brottflutning frá Sýrlandi - væri það gjöf til Írans.
  • Þá mundi blasa við stálin stinn - þar sem að sérhver tyrknesk árás mundi þá skapa möguleika á hernaðarátökum við Bandaríkin.

En Bandaríkjaher hefur varað við því, að þeirra liðssveitir mundu verja sínar hendur, ef á þær væri ráðist. Og þær eru til staðar á nokkrum stöðum á umráðasvæðum Kúrda!

Þeirra hlutverk er m.a. það, að halda aftur af Tyrklandi! Það er ekkert leyndarmál að svo sé!
Bandaríkin hafa m.ö.o. stundað þann leik, að staðsetja þær einmitt á lykilsvæðum þ.s. Erdogan hefur verið með hótanir.

  1. Ég held að enginn vafi geti verið að, ef Erdogan ræðst að bandarískum hersveitum, sé úti með bandalag Bandaríkjanna og Tyrklands.
  2. Það sé augljós aðvörun til Tyrklands - að verið sé að ræða á Bandaríkjaþingi, að frysta vopnasölu til Tyrklands a.m.k. um einhverja hríð.
  • Þó Erdogan hafi nýverið fyrirskipað kaup á loftvarnarkerfi frá Rússlandi!
  • Er nær allur vopnabúnaður Tyrklandshers bandarískt smíðaður!

Það gæti lamað Tyrklandsher frekar hratt, ef Bandaríkin frystu vopnasölu.
Sérstaklega ef þeirri frystingu mundi fylgja frysting á sölu varahluta!
Ef bandarískir hermenn falla undir árásum Tyrklandshers væri enginn vafi að lokað yrði hvort tveggja á sölu varahluta og nýrra vopna!

--Ég treysti mér ekki að gíska á það hvort Erdogan lætur samt vaða!
--En það sé alveg hugsanlegt að Erodgan hafi einungis - já menn í kringum sig!

Þá sé kannski enginn til staðar að vara hann við því ef hann er við það að taka heimskulega ákvörðun!

 

Niðurstaða

Líkur virðast vaxa á endalokum bandalags Bandaríkjanna og Tyrklands. Ér er ekki viss að til staðar í NATO sáttmála sé ákvæði um brottrekstur - en líklega geta önnur NATO lönd lokað á samvinnu við aðildarland, er færi að hegða sér gegn hagsmunum annarra NATO landa!

Manni virðist órökrétt af Tyrklandi að ráðst að svæðum innan Sýrlands, þ.s. bandarískir herflokkar eru til staðar - en Erdogan hefur nú margítrekað verið með hótanir einmitt þar um.
Hafandi í huga að hann lét verða að herför gegn Kúrdum í Afrin héraði, þó þar hefðu ekki verið nokkrar bandarískar hersveitir -- þá treysti ég mér samt ekki að vera algerlega viss, að það komi ekki til greina að Erdogan láti verða af sínum frekari hótunum um hernaðarárásir á svæðum Kúrda innan Sýrlands.

Bendi á að það sé hugsanlegt að Erdogan misreikni sig, að hann ofmeti sína stöðu - vanmeti vilja Bandaríkjanna til að halda í sína núverandi stöðu.
En hann gæti haldið, að ef hann lætur slag standa - muni Bandaríkin láta undan, því Tyrkland sé svo mikilvægt.
En á hinn bóginn, hafi vantraust gagnvart Tyrklandi stóreflst - og klárlega gengi það algerlega gegn þeirri stefnu að veikja stöðu Írans, fyrir Bandaríkin að taka ákvörðun er efldi þá stöðu frekar!

Það gæti jafnvel gengið svo langt, að bandarískar flugvélar létu sprengjum rygna yfir tyrkneskar hersveitir - eins og á sl. ári herflokkur er virðist hafa haft nokkra tugi rússneska málaliða var sprengdur í Sýrlandi er sá reyndi atlögu að svæði undir stjórn liðssveita innan Sýrlands er njóta verndar Bandaríkjanna!

Ég legg áherslu á óvissuna! Að mál geta lent mjög harkalega! Í því felst enginn spádómur!

 

Kv.


Trump virðist gera ævintýralegar kröfur á Kína - fyrir fund helgarinnar með fulltrúum stjórnvalda Kína

Ég get eiginlega ekki kallað það annað en ævintýralegt -- kröfu að viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Kína, yrði lækkaður um 200 milljarða Bandaríkjadala - á tveim árum.
--Á sl. ári var viðskiptahallinn 337ma.$

Fyrir utan að það er langt í frá eina krafan sem ríkisstjórn Trumps setur fram!

US demands China cut trade deficit by $200bn

Trade war looms as US and China take hardline stance

Trump team demands China slash U.S. trade surplus, cut tariffs

Trump says to meet Saturday with trade officials back from China

 

Óþekkt hve mikil alvara er að baki kröfum ríkisstjórnar Trumps
--En Trump sé þekktur fyrir að beita þeirri taktík í viðskiptum, að setja fram upphafskröfu langt ofan við það sem hann væntir að ná fram, sennilega í von um að mótaðilinn - gefi meir eftir en sá annars hefði.

Ef þetta er svo, að einungis sé um samningataktík að ræða, má vænta að í viðræðum - verði gefið mikið eftir.

  1. Hinn bóginn er algerlega augljóst - að ómögulegt er að minnka viðskiptahallann um eitthvað nándar nærri þetta stórfellt, án þess að Kínastjórn mundi beinlínis -- framkvæma bein inngrip í viðskipti kínverskra einkafyrirtækja, og það í mjög stórum stíl.
  2. Það sé áhugavert, að ríkisstjórn Trumps - setji fram kröfu sem ekki sé klárlega unnt að ná fram, nema með -- mjög stórfelldum ríkisinngripum af hálfu kínverska ríkisins í utanríkisviðskipti landanna.

Persónulega stórfellt efa ég, að svo stórfelld inngrip í löglega starfsemi einkafyrirtækja - séu lögleg, í samhengi Heimsviðskiptastofnunarinnar.

  1. Kína auðvitað heimtar líka - fyrsta krafan að bandaríkjastjórn hætti að hindra það í samhengi Heimsviðskiptastofnunarinnar, að Kína fái skilgreininguna -- markaðshagkerfi.
    --En í dag, hefur Kína enn skilgreininguna -- þróunarland.
    --Áhugavert að Bandaríkin hafa í reynd verið að blokkara þá breytingu -- hafandi í huga að þ.e. ekki langt síðan, að Trump gagnrýndi það að Kína enn væri skilgreint sem þróunarland, sagði það eitt dæmið um það hve "WTO" kerfið væri ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum.
    --Kannski vissi hann ekki, að Bandaríkin sjálf hafa verið að hindra þá breytingu.
  2. Kína heimtar, að Bandaríkin - hætti tilteknum viðskiptahindrunum í hátæknigeiranum, og heimili kínverska ríkisfjarskiptafyrirtækinu að kaupa bandarískan hátæknibúnað.
    --Þarna virðast Bandaríkin vera að hindra Kína í því að afla sér tiltekinnar tækni.

Bandaríkjastjórn vill auk ofangreindrar kröfu, að Kína falli frá nýrri iðnaðaruppbyggingarátaki, sem stefnir að því að Kína verði fremst í heiminum í tilteknum greinum -- fyrir 2025.

Og að Kína falli frá málssókn hverskonar gagnvart Bandaríkjunum fyrir "WTO."
--Að m.ö.o. að Kína hætti að beita málsvörn fyrir dómstól Heimsviðskiptastofnunarinnar, gagnvart þeim aðgerðum ríkisstjórnar Trumps - er líklega brjóta lög stofnunarinnar.

Fram að þessu hefur Kínastjórn ekki sjáanlega lofað nokkrum umtalsverðum tilslökunum.
Og talsmáti stjórnvalda í Pekíng, virtist leggja áherslu á að Kína væri óhrætt við Bandaríkin.

  1. Rétt að benda á, að Kínastjórn á í viðskiptum við mörg önnur lönd.
  2. Það sennilega takmarkar umfang þess svigrúms sem kínversk stjórnvöld hafa til að mæta kröfum bandarískra stjórnvalda.
  3. Vegna þess, að Kína þurfi væntanlega gæta þess - hvaða fordæmi Kínastjórn veitir, hafandi í huga að Kína á einnig í viðskiptum við flest önnur lönd heims fyrir utan Bandaríkin.
  • Punkturinn er augljóslega sá, önnur lönd gætu einnig gert kröfur á Kína!

Heilt yfir séu viskipti Kína og annarra heimshluta, mun verðmætari en viðskipti Kína við Bandaríkin.
Þó viðskipti Kína við Bandaríkin séu meiri en Kína við nokkurt annað einstakt heimsríki.

M.ö.o. að þó viðskipti Kína við Bandaríkin skipti miklu máli - sé það mikilvægi ekki ótakmarkað.
Mig grunar að það geti verið, að núverandi Bandaríkjastjórn ofmeti sína stöðu.

 

Niðurstaða

Augljóslega veit enginn hvað gerist - tollarnir hans Trumps á Kína hafa ekki enn tekið gildi, en gera það fljótlega ef ekki nást nokkrir samningar við Kína. Hafandi í huga gjána milli afstöðu stjórnvald Kína og Bandaríkjanna - virðast manni sára litlar líkur á að samningar náist áður en - viðskiptastríð skellur formlega á.

Það síðan ráðist líklega meir af því hve fast Trump heldur í þá kröfu til Kína um stórfellda minnkun viðskiptahalla, hverjar líkur séu á samningum meðan Trump er enn forseti en nokkru öðru.

En mig grunar persónulega að engar líkur séu á að Kína samþykki kröfur nokkru staðar nærri því takmarki sem Trump hefur nú virst hafa sett.

 

Kv.


Gaman að ryfja upp fullyrðingar 9-11 samsærissinna, að engir skýjakljúfar hafi hrunið vegna elds!

Ástæða þess ég nefni þetta að ég rakst einmitt á frétt þess efnis að turnbygging hafi hrunið í Sao Paulo eftir að hafa orðið alelda. Í því að ég googlaði þá frétt, rakst ég á aðra þess efnis að önnur turnbygging hafi skíðlogað fyrr á þessu ári í Teheran og einnig hrunið til grunna!

Blazing building collapses in Sao Paulo

Sao Paulo building collapses in huge blaze

More than 20 firefighters dead' in Tehran building collapse

Sao Paulo bruninn

Sao Paulo, bygging hrunin

Teheran fyrr á árinu

Firefighters work to control the blaze. Fars agency cited Mojtaba Doroodian, head of the shirt makers' union, as saying that the fire was the result of a leak in a small gas cylinder on the 10th floor, which caused an explosion when a merchant turned on the lights in his store. Tehran Fire Department spokesman Jalal Maleki said the cause of the building fire and collapse is being investigated.

Teheran, bygging hrunin

The rubble of the Plasco building in Tehran, Iran, is seen after it collapsed following a fire on Thursday, January 19. As many as 30 firefighters are feared dead, according to Iran's semi-official Fars news agency. Official news agency IRNA cited the head of Tehran Emergency Services as saying 70 people were injured in the fire.

Þetta eru eða voru mun smærri turnbyggingar en World Trade Center turnarnir, hinn bóginn ætti stærðin "per se" ekki að skipta máli - þegar maður íhugar þá ítrekuðu fullyrðingu sem ég heyrði í fjölda skipta -- að engin turnbygging hafi brunnið og hrunið, nokkru sinni.

Auðvitað, var það ekki bara bruni í tilviki turnanna tveggja - heldur mjög harður árekstur flugvélar í hvort sinn!

Fyrri árekstur - Norður Turn, eina myndskeiðið til!

Seinni árekstur, Suður Turn, fjöldi myndkeiða til - en þetta er gott!

Málið með myndskeiðin - að þau sýna mæta vel, báðar vélarnar fljúga beint inn í bygginguna - síðan að í bæði skiptin, verður risastór sprenging er sprengir alveg í gegn.
--Enginn veit í hvert tjónið akkúrat var af þeim árekstrum.
--Vegna þess að turnarnir hrundu eftir allt saman!

Hrun Norður Turns

Hrun Suður Turns

  1. Það sem mér hefur alltaf fundist mest sannfærandi er sú staðreynd, sem sést vel ef myndböndin af hrunum turnanna í sitt hvoru lagi eru skoðuð.
  2. Að þ.e. algerlega greinilegt að í báðum tilvikum - hefst hrunið á því svæði þ.s. greinilegt að árekstur flugvélar og turns átti sér stað.
  • En það er auðvelt að þekkja það svæði á myndum af atburðinum, að árekrarnir skildu eftir sig mjög sjáanlegt tjón á turnunum - og að eldurinn var sýnilega mestur á því svæði.
  • Þið getið einnig skoðað vel myndirnar af árekstrunum sjálfum!

Þetta var auðvitað afar sorglegt - ekki einungis vegna þess tjóns er varð þann dag.
Heldur einnig vegna þess - með hvaða hætti ríkisstjórn George Bush forseta síðan, notaði atburðinn.

Hinn bóginn séu vísbendingar nægilega skýrar að atburðurinn líklega varð með þeim hætti, að flugvél flaug á turn - orsakaði tjón líklega á strúktúr byggingar á þeim punkti, sem skýri af hverju hrun hefjist í hvort sinn nokkurn veginn þ.s. árekstur varð.

Að líklega samverkandi áhrif þess tjóns, og eldhafsins - en sannað er að eldhaf veiki styrkleika stálgrinda, hafi leitt til þess hruns sem heimurinn allur varð vitnis.

--Þó að Bush forseti hafi síðan notað atburðinn, sé líklegast að hann hafi gripið tækifærið.
--Ekki vísbending þess, að Bandaríkin sjálf hafi skipulagt verknaðinn.

Bendi á að farþegaflugvélar eru ekki - orrustuvélar sem taka beyjur á punktinum.
Það er gjarnan vindasamt nærri stórum skýjakljúfum - sem þíði, að líklega sé ómögulegt að miða með nákvæmni á einhvern tiltekinn punkt - heldur einfaldlega sé miðað á bygginguna.
--Sem þíði, að það sé ómögulegt sennilegast að vita akkúrat hvar vél mundi hitta!
--Augljóslega, veiki það atriði hugmyndir um - skipulagða röð sprenginga, svo allt líti rétt út!
--Fyrir utan stærð sprenginganna sjálfra sem sjáanlega verða er hvor vél um sig rekst á, m.ö.o. hvernig gætu menn vitað að búnaður með viðkvæmum elektrónískum móttökubúnaði, gæti þolað slíkt?
--Auk þess hitinn af eldhafinu, en ég hef ekki frétt af nokkrum kísilkubbum er þola nær þúsund gráða hita, en vitað er að hitinn af eldhafinu var líklega mjög mikill - enda vélarnar fullar af flugvélaeldsneyti.

 

Niðurstaða

Það er merkilegt fyrirbæri þegar fólk tekur ástfóstri við samsæriskenningu og síðan ver kenninguna eiginlega hvað sem á dynur. Fyrir mér virðist einfalda skýringin blasa við - en klárlega hafa turnar hrunið í eldi, og við höfum að auki risastóra árekstra við flugvélar sem líklega orsökuðu umtalsvert tjón.

Auðvitað síðan er hrunið sjálft hefst, er rétt að árétta að í hvort sinn eru einhverjar hæðir fyrir ofan þann punkt - þ.s. hrunið hefst; þannig að fallþunginn ofan á hæðina fyrir neðan, er þunginn af hæðunum fyrir ofan sem falla þar ofan á í margfeldi við fallhraðann!
--Það geri óskaplegt högg! En hver hæð var mjög stór að flatarmáli, hver um sig örugglega meir en hundrað tonn - fleiri hundruð hljómar sennilegt, plúsa það með fjölda hæða og maður væri fljótt kominn langt yfir þúsund tonn, síðan margfalda þá tölu með fallhraða - til að fá fallorku.
--Ég efa að sennilegt sé að við hönnum hafi verið gert ráð fyrir slíkum styrk, en sennilega þyrftu þá öll háhýsi vera byggð eins og - pýramýdar í lögun!

Ef einhver bendi á að gert hafi verið ráð fyrir árekstrum flugvéla, þá bendi ég aftur á -- að horfa á myndskeið af hruni hvors turns um sig.
En þó menn hafi gert slíka tilraun, er það langt síðan þær byggingar voru reistar, að menn hafa ekki framkvæmt tölvumódel - örugglega var aldrei prófað hvort turnarnir þyldu slíkan árekstur.

Þannig að óhætt sé að segja, að sú tilraun að hanna inn þol gegn árekstri við flugvél - hafi þá einfaldlega ekki heppnast!
--Fyrir utan að sennilegast hafi verið miðað við slys smáflugvélar eða þyrlu á lítilli ferð.

 

Kv.


Ástæða að hafa áhyggjur af fjandskap Trumps gagnvart Íran

Ef einhver vissi ekki, þá var Angela Merkel í heimsókn hjá Trump, viku eftir að Macron var í Washington. Og sjálfsagt kom engum á óvart að Merkel og Trump voru ekki sammála.

En ummæli Trumps um Íran, sem hann lét hafa eftir sér er Merkel og hann stóðu hlið við hlið frammi fyrir blaðamönnum vöktu athygli mína:

Trump and Merkel find little common ground

Donald Trump - "In our meetings today, the chancellor and I discussed Iran, the Iranian regime, bloodshed and chaos all across the Middle East," - "We must ensure that this murderous regime does not even get close to a nuclear weapon . . . No matter where you go in the Middle East and wherever there is a problem, Iran is right there."

Ágætt að hafa uppi mynd er sýnir hve Íran er fjöllótt!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Í íran búa 81 milljón manns - til samanburðar Írak 37 milljón.
Meirihluti íbúa eru Íranar - rúmlega 60%.
Stærstu þjóðarbrotin, Azerar um 16% - Kúrdar um 10%. Kraðak síðan af fámennum hópum.

Írak hefur einnig ríkjandi hóp - Araba með shíta trú, rúmlega helmingur íbúa. Súnní trúar íbúar skiptast síðan í Súnní trúar Araba og súnní trúar Kúrda.

  1. Í megninu af Íran séu Persar eða Íranar alger meirihluti.
  2. En Kúrdar búa í tilteknum fjallahéruðum, og Azerar í héruðum nærri - Azerbaijan.
    --Í þeim héruðum séu þeir hópar meirihluti íbúa!

Tæknilega gætu Bandaríkin gert tilraun til að egna þá hópa til uppreisnar - en þeir væru ólíklegir til að geta orðið að umtalsverðri ógn fyrir ríkisstjórnina í Teheran.
--Auk þess, að íbúar á öðrum svæðum væru meirihluta Íranar.

 

Sýn Trumps er svo fullkomlega einhliða!

Málið er að ég sé ekki hvernig Trump getur hindrað Íran - nema með innrás!
Hinn bóginn, er ég óviss að Trump hafi íhugað það mál gaumgæfilega.

Í tíð George Bush forseta yngra - þá kom fram í æfimynningum er hann gaf út eftir að hann lauk forsetatíð sinni 2009, að hann hafi verið að íhuga innrás í Íran.

Hann hafi látið PENTAGON vinna áætlun um það, hvernig kjarnorkuáætlun Írans gæti verið stöðvuð.
Og PENTAGON kom upp með áætlun um, skammvinna innrás!

Áætlunin gerðir ráð fyrir því að Bandaríkjaher mundi ráðst inn á þau landsvæði þ.s. vitað er um tilvist tiltekinna mannvirkja, og mundi hersytja þau nægilega lengi til þess að verkfræðingasveitir Bandaríkjahers gætu eyðilagt þau mannvirki gersamlega.

Síðan mundi herinn hverfa á braut frá Íran! PENTAGON lét vera að taka afstöðu til þess hvað mundi gerast eftir það.
Augljóslega væri það stríðsaðgerð, og engin leið væri að vita að Íranar mundi vera tilbúnir að hætta í stríði, eftir að Bandaríkin væru væntanlega búin að sprengja um landið vítt með lofthernaði og ráðast þar inn - jafnvel þó landherinn síðan mundi fara!

  • Jafnvel þó vopnahlé semdist í kjölfarið, yrði fjandskapurinn þaðan í frá miklu mun meiri.
  • Það algerlega örugglega, mundi ekki gera Íran afhuga kjarnavopnum - né Íran afhuga stuðningi við andstæðinga Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda.

Síðan er það náttúrulega ekki svo, að allt slæmt sem hefur verið í gangi innan Mið-Austurlanda, sé Íran að kenna!

  1. Íran bjó ekki til borgarastríðið í Sýrlandi.
    --Reyndar bjuggu Bandaríkin það ekki til heldur.
  2. Íran varð síðan þáttakandi í því, kaus að styðja stjórnina í Damaskus, gegn margvíslegum hópum í uppreisn - ímisst sjálfsprottnum hópum í uppreisn, en það var að sjálfsögðu sjálfsprottin uppreisn til staðar, eða tækifærissinnuðum hópum sem blönduðu sér í átökin eftir að þau hófust.
    --Slíkir aðkomuhópar urðu síðan smám saman fyrirferðamiklir - en áhrif þeirra efldust vegna þess að þeir nutu frekar aðstoðar utanaðkomandi landa.
    --Hezbollah er auðvitað utanaðkomandi hópur - þeir blönduðu sér í átökin með stuðningi Írans - síðan voru nokkrir aðrir aðkomuhópar er nutu stuðnings arabalandanna.
  3. Þó aðkomuhópar hafa verið fjölmennir -- var Sýrlandsstríðið samt sem áður, áfram borgaraátök Sýrlendinga sjálfra.
    --Samlíking væri borgarastríðið á Spáni 1936-1939, en fjölmennir utanaðkomandi hópar börðust með báðum megin fylkingum - fjöldi útlendinga fórst, en mun fleiri Spánverjar.

 

Sú fullyrðing að Sýrland hafi orðið fyrir innrás - er afar villandi, en til eru þeir sem gera ekki greinarmun á ISIS og öðrum hópum sem börðust -- sannarlega kom ISIS frá Írak upphaflega.
--En tilgangur ISIS var allt annar en uppreisnarhópa. Sá að búa til eitt Múslimaríki er næði yfir öll Mið-Austurlönd.
--Flestir uppreisnarhópar höfðu miklu mun takmarkaðri tilgang, að ná völdum í Sýrlandi - að steypa stjórninni í Damaskus -- þeir voru ekki eins og ISIS að berjast vítt um Mið-Austurlönd, né voru flestir þeirra að stunda hryðjuverk utan Sýrlands.

 

ISIS var aldrei hluti af uppreisninni í Sýrlandi frekar en að ISIS hafi verið það innan Íraks.
ISIS réðst ekki síður á uppreisnarhópa en hermenn stjórnarinnar í Damaskus.

  • Útkoma Sýrlandsstríðsins er síðan - að Íran greinilega stendur uppi sem sigurvegari.
  1. Íran bjó ekki heldur til stríðið í Yemen. Þar er sannarlega Shíta hópur er ræður yfir stórum svæðum í landinu - þar á meðal höfuðborg landsins.
    --Líklegt er að Íran styðji þann hóp.
  2. En ég get ekki samþykkt að aðgerðir Írans hugsanlega til stuðnings Húthí fylkingunni, séu verra mál - en aðgerðir Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna, sem hafa í 3 ár viðhaldið linnuælausum loftárásum á byggðir undir stjórn Húthí manna.
    --SÞ hefur oft fordæmt þær loftárásir er hafa orðið miklum fjölda manna að fjörtjóni.

Til að gæta sanngyrni, þá voru aðfarir Húthí manna sjálfra ekki endilega fallegar, er í fyrsta hluta stríðsins er þeir sóktu fram.
En þá beittu þeir oft stórskotahríð og þ.s. þeir höfðu náð flugher landsins, þá beittu þeir um hríð sjálfir loftárásum - eða þangað til Saudi-Arabar eyddu þeim flugher.

Það má alveg einnig gagnrýna stíðsaðgerðir Írans innan Sýrlands - þ.s. þeirra eigin her og hermenn sem studdir hafa verið af Íran, hafa í fjölda tilvika svo vitað sé farið mjög hart gegn þeim svæðum landsins er hafa verið lengi í uppreisn.
--Vitað er t.d. að Hesbollah hefur beitt þjóðernishreinsunum á svæðum meðfram landamærum Sýrlands við Lýbanon, þ.s. Hesbollah hefur búið til -- hrein Shíta svæði undir sinni stjórn.

  • Það sem ég er í raun að segja er -- að engvir hafa í þessum stríðum hreinan skjöld.
  • Sú nálgun sem Trump er með, sé engum til gagns að kenna Íran um allt sem miður fer!

 

Niðurstaða

Trump þarf að tala skýrar um hvað hann meinar. En skv. niðurstöðu PENTAGON í tíð George Bush, er innrás eina leiðin ef leggja á gersamlega í rúst kjarnorkuprógramm Írans. Vegna þess að Íranar grófu mikilvæga þætti þess undir fjöll - þau byrgi það örugg að lofthernaður getur ekki tryggt eyðileggingu þeirra mannvirkja. Þess vegna lagði PENTAGON fram innrásaráætlun, sem Bush notaði ekki þegar til kom. Enda hefði innrás margar alvarlegar afleiðingar og örugglega einhverjar þeirra af því tagi sem erfitt sé að sjá fyrir.

Menn hafa velt fyrir sér nýlegum ráðningum Trumps, sbr. Pompeo og Bolton - báðir Íranshaukar.
Afstaða Trumps hefur allan tímann verið skír - en hótanir Írana einnig eru skírar, ef kjarnorkusamningnum er sagt upp, að kjarnorkuprógrammið verði þá endurræst.

Hvernig ætlar Trump þá að standa við stóru orðin, að hindra Íran þegar flest bendi til þess að hann fyrirhugi uppsögn samningsins frá 2015 við Íran? En ég sé enga ástæðu til að efast um það að Íranar meina þ.s. þeir segja, að kjarnorkuprógrammið verði þá endurræst!

  • Það er ekki af ástæðulausu að menn íhuga það hvort Trump stefnir á stríð.

Ég er einungis viss um eitt, að ef Trump veður í Íran, að það verði mun stærra stríð en Írak.
Samlíkingin við Víetnam verður þá freystandi! Fjöllin í Íran, meira fjölmenni en í Afganistan.
--Bandaríkin yfirgáfu fyrir rest Víetnamsstríðið, nú ef þeir ráðast á Íran og síðan hverfa á braut, þá grunar mig að sú aðgerð mundi fyrst og fremst tryggja fullan fjandskap Írana.

Hættan yrði mjög mjög mikil á því að slíkt stríð yrði umtalsvert útbreitt, þ.e. Írak, Sýrland, Yemen, Afganistan gæti blandast inn í jafnvel - ásamt líklega Ísrael, Saudi-Arabíu og einhverjum bandalagsríkjum Saudi-Arabíu líklega í liði með Bandaríkjunum.
--Endanlegur stríðskostnaður gæti orðið meiri en af stríðunum í Asíu á sínum tíma.
--Og flóttamannafjöldi líklega miklu meiri en vegna Sýrlandsátakanna einna sér.

  • Áhrif á heimsolíuverð yrðu líklega svakaleg - svo mikil að alveg möguleiki að orsaki heimskreppu.

 

Kv.


Geta Bandaríkin valdið annarri olíukrísu?

Það hefur verið áhugaverð verðþróun á mörkuðum fyrir olíu - sl. 6-8 mánuði eða svo.
--Verðlag er komið í um 75 dollara fatið.

Þetta er 65% hækkun á 10 mánuðum!
--Menn eru auðvitað að leita skýringa, af hverju verðlag hafi rokið upp.

Iran deal looms over rising oil price

 

Einn möguleikinn, að markaðir hafi áhyggjur af afstöðu Donalds Trumps til Írans!

Rétt að benda á, að þegar George Bush yngri - réðst á Írak 2003, þá hækkaði heims olíuverð í kjölfarið og fór yfir 100 dollara fatið - á því verðbili hélt olíuverð, þar til að það snögg lækkaði sumarið 2015.
--2016 var meðalverðið nærri 50 dollurum!

  1. Það koma auðvitað til aðrar mögulegar skýringa - eins og að eftirspurn hafi aukist, vegna betri hagvaxtar í heiminum sl. 12 mánuði.
  2. Síðan hefur framleiðsla í Venezúela minnkað um 1/3 sl. 12 mánuði, sem augljóslega hefur einhver áhrif á heims verðlag.

--Á móti hefur framleiðsla í Bandaríkjunum vaxið aftur, eftir að hafa minnkað um hríð.
--Virðist framleiðsla í Bandaríkjunum vera aukast nokkurn veginn í takt við vaxandi heims eftirspurn!

"US oil production is indeed growing fast, and Opec expects an increase of 1.5m b/d this year, roughly equal to the entire increase in global consumption."

  1. Ef Bandaríkin eru að ná að framleiða upp í vöxt heims eftirspurnar.
  2. Þá sé aukinn hagvöxtur í heiminum, vart ástæða olíuverðs hækkana!

--Þá kemur til, hugsanleg áhrif minnkunar framleiðslu í Venezúela!
--Og hugsanleg áhrif ótta aðila að deila Bandaríkjanna við Íran, fari úr böndum!

  1. En menn eru ekki endilega að óttast stríð.
  2. Tæknilega geta Bandaríkin gert Íran erfitt fyrir að selja olíu í dollurum.

Evrópusambandið getur auðvitað keypt af Íran í evrum!
Og Kína tæknilega í renminbi.

  • Það sé hugsanlegt, að óttinn beinist að truflunum á olíuviðskiptum Írans.
    --En slíkar truflanir gætu sannarlega leitt fram verðsprengingu.

 

Ný verðsprenging, mundi auðvitað bæta mjög efnahag landa háð útflutningi á olíu

En slík verðsprenging gæti haft bælandi áhrif á heims hagkerfið.
Og auðvitað, bælandi áhrif á bandaríska hagkerfið!

  1. Ef maður gerir ráð fyrir því, að viðskiptastríð Trumps við Kína fari af stað af alvöru innan skamms.
  2. Þá bætast efnahagslega bælandi áhrif þess þar við.

Samanlagt gæti olíuverðkreppa!
Og áhrif viðskiptastríðs Bandaríkjanna við Kína, og hugsanlega fleiri lönd til.

Haft verulega bælandi áhrif á heims hagkerfið!
--Sama gildi auðvitað innan Bandaríkjanna!

Tímasetningin gæti verið óheppileg fyrir Repúblikana og Donald Trump.
Því þingkosningar eru í Bandaríkjunum nk. haust!

Ef almenningur er innan Bandaríkjanna verður farinn að finna fyrir neikvæðari horfum það haust.
Gæti það bitnað á vinsældum Repúblikana - þegar kosið verður til Fulltrúadeilar Bandaríkjaþings nk. haust.

 

Niðurstaða

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Donald Trump geti startað heims kreppu. Og ég hef ályktað að -- viðskiptastríð við Kína dugi ekki til.

En kannski geta sameiginleg áhrif nýrrar olíuverðs-kreppu.
Og viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína.
--Dugað til að skapa slíkan neikvæðan viðsnúning.

Gamla sagan um það, hve oft menn högga í sama knérunn.


Kv.


Þjófaræðið í Venezúela útskýrt

Ég rakst á afskaplega trúverðuga útskýringu á ástandinu í Venezúela - rökin eru það góð að mínu mati að ég er þess fullviss, að sérhvert atriði sé rétt álytkað: The crisis in Venezuela and its lessons for the left.

Það skapar þessu aukna vikt - að þarna virðist fara, vinstrimaður.
Ástæðan að ég segi það - að þeir sem enn verja Maduro, halda í hugmyndir um að stjórn hans sé fórnarlamb - hægri sinnaðs samsæris.
--Vinstrimaður ætti vart að vera að þjóna einhverju slíku!
--Að sjálfsögðu er það algert bull, að Maduro og stjórn hans sé fórnarlamb í nokkrum skilningi.

En Chris Carlsson svarar því sjálfur lið fyrir lið, hvernig stjórn Maduro hafi sjálf skapað krísuna í landinu - með eigin athöfnum.

 

I. Misnotkun á fastgengisstefnu og gjaldeyrisskömmun!

 

  1. Þetta hef ég frétt eftir öðrum leiðum, að þjófagengi tengt Maduro sjálfum - aðilar í núverandi innri valdakjarna landsins.
  2. Væri skipulega að auðgast á gríðarlegum mismun milli opinbers gengis - og markaðsgengis Bólivarsins.

En hvernig það fer fram er afar einfalt! Sambærileg svindl voru einnig stunduð á Íslandi á svokölluðum haftaárum - milli 1946-1959.

En gjaldeyrishöft sem fela í sér skömmtun á gjaldeyri, skapa mikla spillingarhættu. Ef innanbúðarmenn komast í að - geta skammtað sér skammtaðan gjaldeyri að vild.

Þá er gróðarvon því meiri - sem munurinn á milli opinbers gengis og markaðsgengis er stærri.

  1. Menn sem sagt, skammta sér gjaldeyri á opinberu gengi.
  2. Annaðhvort flytja hann síðan úr landi á reikninga í útlöndum, eða selja heima fyrir og fá miklu fleiri Bólivara fyrir -- þó mig grunar að í núverandi óðaverðbólgu ástandi, sé sennilegra að viðkomandi sendi féð beint til útlanda á falda reikninga.

Sterkar vísbendingar séu uppi að a.m.k. hundruðir milljóna dollara andvirði gjaldeyris - hafi horfið sporlaust. Það sé líklega einungis - toppurinn á ísjakanum.

Á sama tíma skorti gjaldeyri - fyrir innflutningi nauðsynlegra lyfja.
Og til að létta þá hungursneyð sem skollin sé yfir landið.

 

II. Hann bendir á gríðarlega aukningu fátæktar í landinu!

 

Andvirði lágmarkslauna - sé nú einungis 5 bandarískir dollarar. Mörg þúsund prósent óðaverðbólga hafi holað upp tekjur landsmanna það harkalega -- að fátækt sé mun alvarlegri en nokkru sinni í tíð svokallaðra hægri sinnaðra ríkisstjórna fyrri áratuga.

Fólk á einfaldlega ekki fyrir mat - hungursneyð og alvarlegt vannæringar ástand ríki í landinu.
Gríðarleg aukning fátæktar sé stór hluti ástæðunnar.

 

III. Hann bendir einnig á hrun í fæðuframleiðslu!

 

Hann segir einfaldlega sannleikann - að fæðuskorturinn í landinu, sé af völdum rangra stjórnvalds ákvarðana.

En landið býr við þá sérkennilegu stöðu, að meira segja í sveitum landsins sé fæðuskortur.

 

IV. Hrun í olíuframleiðslu!

Þetta hef ég ekki eftir Svíanum ágæta - heldur öðrum heimildum.

  1. En skv. þeim heimildum, hefur olíuframleiðsla dregist saman um 1/3 síðan á sl. ári, og sé í ár sú minnsta í yfir 30 ár.
  2. Hún sé helmingi minni, en árið sem Chavez komst til valda.

Ég hef fulla trú á að hrunið í olíuframleiðslunni - sé upphafið á eiginlegu dauðastríði Maduro stjórnarinnar.

Halliburton writes off investment in crisis-hit Venezuela

Under military rule, Venezuela oil workers quit in a stampede

Chevron evacuates Venezuela executives following staff arrests

Óstjórnin í olíuiðnaðinum í Venezúela - virðist hafa náð nýjum hæðum sl. mánuði

En skv. fréttum hafa yfir 90 háttsettir yfirmenn í ríkisolíufyrirtækinu verið handteknir - vísbending um valdaátök innan valdahópsins í landinu, líklega.

En á sl. ári virðist Maduro hafa ákveðið að láta herinn í landinu, sjá um stjórnun ríkisolíufyrirtækisins - þó herinn hefði ekki nokkra hina minnstu reynslu á því sviði.

Afleiðingin virðist - hæg hnignun er virðist hafa verið til staðar, hafi umbreyst til hins mun verra, í hratt versnandi ástand.

  1. Eins og sést, færði Halliburton eignir sínar í landinu niður í "0." Þó fyrirtækið formlega sé ekki hætt, hafi það sent flesta starfsmenn sína úr landi.
  2. Chevron virðist nú einnig lent í krísu með samvinnu við ríkisolíufélagið undir stjórn hersins -- eftir að tveir háttsettir yfirmenn voru snögglega handteknir eftir að þeir virðast hafa neitað að skrifa undir samning.
    --Skv. frétt, er vísbending að ákært verði fyrir landráð.

Meðan sífellt versnandi drama virðist til staðar innan ríkisfélagsins - berast fréttir af fjöldaflótta starfsmanna, að hratt vaxandi vandræði innan þess séu vegna þess - að lykilstarfsmenn hverfa og leggja á flótta úr landi.

Líkur á að ástandið innan fyrirtækisins sé orðið óbærilegt, annars vegar og hins vegar, skipti örugglega einnig máli að laun séu orðin nánast að engu í stjórnlausu verðbólgubálinu.

 

V. Ofan í allt þetta, ætlar Maduro sér enn eitt kjörtímabilið sem forseti!

Samtímis sé hann að láta skrifa nýja stjórnarskrá - er ef marka má orðróm, á að tryggja honum völd með varanlegum hætti.

Samtímis skreppa olíutekjur landsins hratt saman, sem eru 90% gjaldeyristekna.
Og fjöldaflótti landsmanna úr landi, ágerist hratt - vegna hungursástandsins í landinu.

Ef eins og flest bendi til, væntanlegar forsetakosningar leiða fram - að Maduro tryggi sér völd áfram. En hans fólk ræður í dag öllu í valdastofnunum landsins, sem og kærunefndum.
--Þannig getur hann í reynd ákveðið úrslitin sjálfur, og kærunefndir skipaðar hans fólki mundu líklega vísa frá málum eða hafna þeim.

Vart þarf að efa að þá eflist enn frekar fjöldaflóttinn úr landi.

Og hratt minnkandi tekjustreymi - hlýtur að naga greinina smám saman undan ríkisstjórninni, sem hún sjálf sytur á.

En herinn virðist nú síðasta haldreipið - en hermenn hljóta eins og aðrir að vera í þeim sama vanda, að fjölskyldur svelta!

  • Á einhverjum punkti, fer herinn sjálfur að hrynja saman!

Þá ef Maduro hættir ekki eða er steypt - hlýtur stjórnleysi smám saman að taka yfir.

 

Niðurstaða

Mér virðist ekki mögulegt annað en að ríkisstjórnin í Caracas hrynji á enda. En þjófagengið sem ráði landinu - sé líklegt að hanga eins lengi og það getur, meðan enn sé til staðar fé sem hægt sé að stela.

Mér virðist sennilegt, að sú ákvörðun að láta herinn taka yfir ríkisolíufélagið - lýsi örvæntingu Maduros; nokkurs konar lokagambýttur til að halda hernum góðum.

En spilling innan hersins hlýtur að vera töluverð, en slík ákvörðun að hleypa hernum beint að kjötkötlum ríkisolíufélagins -- en handtökur 90 stjórnarmanna þess hefjast í kjölfarið á þeirri ákvörðun Maduro á sl. ári -- hlýtur að auka á slíka spillingu.

Punkturinn með - sennilegt hrun hersins sjálfs fyrir rest. Snúist um þetta stöðugt áframhaldandi hrun, þ.s. tekjur til alls skreppa stöðugt saman.

Það sé nú útbreitt vitað innan landsins, að ríkið sé nú gerspillt. Með því að breiða þá spillingu út til hersins líka, þá hljóti óánægjan sem tengist þeirri spillingu einnig að beinast að hernum sjálfum.

Hermenn eru auðvitað hluti íbúa landsins, og eiga fjölskyldur. Þeir hljóta að lenda í sama vanda að launin hafi brunnið upp.

Spilling yfirmanna geti þá orðið síðasta stráið - sem leiði fram fjöldaóhlýðni innan hersins sjálfs.

En ef eitthvað getur steypt Maduro - sé það uppreisn innan hersins. Sögulega séð þegar spilling verður djúpstæð innan hers, séu það lágt settir herforingjar er leiða slíka uppreisn.

Hinn möguleikinn sé einfaldlega sá, að hermenn lendi í sömu örvæntingunni og margir aðrir landsmenn, að hungrið neyði þá til að leggja á flótta með fjölskyldur sínar úr landi.

Slík þróun gæti einnig holað herinn að innan, með þeim hætti að þeim hermönnum fækki stöðugt sem ríkisstjórnin ráði yfir -- eftir því sem aðgengi ríkisins að fjármagni hnignar áfram.

Slík þróun - gæti leitt til stjórnleysis innan landsins!
Það lít ég reyndar á sem - umtalsverða hættu nú eins og komið er!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 402
  • Frá upphafi: 871501

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 375
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband