Lánshæfi Ítalíu lækkað!

Þetta gerðist á þriðjudagskvöld að Standards&Poors kynntu ákvörðun sína að lækka lánshæfi ríkissjóðs landsins úr BBB+ í BBB. Sem er 2-prikum ofan við svokallaðan ruslflokk.

Horfur eru áfram - - neikvæðar. Sem þíðir að líkur eru á frekari lækkun matsins í framtíðinni.

S&P Cuts Italy Rating to BBB

S&P cuts Italy rating, leaves outlook negative

Italy’s Credit Rating Cut to BBB by S&P; Outlook Stays Negative

 

Punktar:

  • Meðalvöxtur Ítalíu sl. áratug - - neikvæður um 0,4% per ár.
  • Skuldir ríkisins 129% af þjóðarframleiðslu v. árslok.
  • Samdráttur ársins skv. nýrri spá S&P 1,9% í stað 1,4% sem spáð var áður.
  • Hagkerfi Ítalíu nálgast þá að vera 10% neðan við stöðu 2007 v. árslok.
  • Ef hagvöxtur nær ekki yfir 0% þarf ríkissj. Ítalíu 5% afgang af frumjöfnuði fjárlaga, til að standa undir skuldum.
  • Líkur þess að slík staða náist fram - - taldar minnkandi - “Risks to achieving such an outturn appear to be increasing,”
  • Atvinnulífið sé enn ósamkeppnisfært - "The firm said European Union data suggests that wages have become misaligned with underlying productivity trends, which is weighing on Italy's competitiveness."
  • Útflutningi Ítalíu hafi farið hnignandi sl. ár - "Additionally, Italy's share of the global goods and services market declined by about one-third between 1999 and 2012."
  • Samkeppnishæfis staðan virðist alvarleg - " As a result nominal unit labor costs have increased more in Italy than in any other major member of the euro zone, it said."
  • S&P telur skort á hagvexti stafa af skorti á aðgerðum til að glíma við vandamál á ítölskum vinnumarkaði, sem leiða til mikils skorts á sveigjanleika!

-----------------------------------------

Svo er rétt að hafa í huga lömunina í ítalskri pólitík. 

 

Hvað segir þetta okkur?

Það er sennilega ekkert land á evrusvæði sem myndi græða meir á því að yfirgefa evruna. En Ítalía á mörg góð fyrirtæki. Sem þíðir að um leið og samkeppnishæfni í kostnaði per vinnustund er náð til baka. Með einu stóru gengisfalli. 

Ættu þau að geta hafið öfluga sókn til þess að ná til baka tapaðri markaðshlutdeild á alþjóða mörkuðum.

En án hagvaxtar, er algerlega augljóst að Ítalía er gjaldþrota.

Auðvitað snögghækka skuldirnar í hlutfalli við þjóðarframleiðslu fyrst í stað, ef Ítalía yfirgefur evruna. En mig grunar að þrátt fyrir það, gæti traust markaða á Ítalíu styrkst.

En þ.s. skiptir máli er framvindan frekar en staðan akkúrat í augnablikinu, með samkeppnishæfni endurreista myndi sú framvinda þegar verða mun betri - þ.s. ítalska hagkerfið myndi geta farið að vaxa að nýju.

En líkur eru samt sterkar á því, að Ítalía myndi þurfa að semja við kröfuhafa um a.m.k. hagstæðari greiðslukjör eða lengingu á lánskjörum. En það má vera að höfuðstóls afskriftir yrðu óþarfar.

  • En mig grunar að þær aftur á móti verði óhjákvæmilegar ef Ítalía heldur sig innan evrunnar.

 

Niðurstaða

Það sem tölurnar segja okkur er að Ítalía er á hægri en öruggri siglingu í greiðsluþrot meðan að Ítalía er enn innan evru. Að hafa tapað þriðjungi af markaðshlutdeild á alþjóðamörkuðum, skýrir væntanlega fullkomlega af hverju ítalska hagkerfið stefnir í að vera 10% minna við árslok en við uppaf árs 2007. Sú niðurstaða er að sjálfsögðu vegna þess, að á Ítalíu hækkaði - eins og fram kemur - launakostnaður per vinnustund meir en í öðrum svokölluðum stórum löndum í Evrópusambandinu.

En hafandi í huga þá pólitísku lömun sem til staðar er á Ítalíu sem fátt bendir til að taki enda í bráð, virðist ekki sérdeilis líklegt að vilji skapist til að taka þær "róttæku" aðgerðir í vinnumarkaðsmálum sem þyrfti til - - svo unnt væri að lækka launakostnað með "launalækkunar" aðferðinni.

Án hagvaxtar er staða Ítalíu þannig séð ekki sjálfbær innan evrunnar.

 

Kv.


Vandamálum Grikklands sópað undir teppi fram yfir kosningar í Þýskalandi!

Þetta er það sem mér virðist hafa gerst. En á mánudag samþykktu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB á fundi að - - fjármagna Grikkland út sumarið. Með afaströngum skilyrðum þó eins og kemur fram í Reuters - sem segir Grikkland "on dripfeed." En þ.e. vegna þess að greiðslunum er nú skipt, hluti peninganna kemur í júlí, síðan rest í október.

Þetta er líklega vegna þess, að í reynd eru öll vandamál útistandandi í Grikkland.

Þó segir í Reuters: "Even the first payment of 2.5 billion euros requires that Athens show creditors by July 19 that it is serious about cutting thousands of public sector jobs by the end of the year, as well as modernising the tax code."

  • Ég á samt virkilega erfitt með að sjá þá neita að afhenda Grikklandi þá peninga!

Samþykki virðist hafa komið eftir að Antonis Samaras lofaði að "virkilega reka" 25þ. ríkisstarfsmenn fyrir áramót. Þó ekki hafi tekist einu sinni að reka þá 2000 sem átti að reka fyrir lok júlí.

Og koma skikk á skattamál og umframkostnað á sviði heilbrigðismála. 

En af hverju það er svo erfitt er reka fólk - - sést á eftirfarandi stjórnarskrárákvæði:

Article 103

4. Civil servants holding posts provided by law shall be permanent so long as these posts exist. Their salaries shall evolve in accordance with the provisions of the law; with the exception of those retiring upon attainment of the age limit or when dismissed by court judgement, civil servants may not be transferred without an opinion or lowered in rank or dismissed without a decision of a service council consisting of at least two-thirds of permanent civil servants.

Ekki veit ég hvernig Samaras á að fara að því að reka 25þ. starfsm. fyrir árslok, en skv. þessu virðist vart mögulegt að reka nokkurn, nema staðan sé lögð niður.

Sem var einmitt þ.s. gríska ríkisstj. gerði tilraun til, er hún ætlaði að leggja af ríkisfjölmiðilinn. En var stöðvuð með það mál af grískum dómstól, skv. því sem erlendir fjölmiðlar hafa sagt - - vegna þess að málið var ekki rétt útfært af ríkisstjórninni. Ekki v. þess að hún mætti ekki loka ríkisfjölmiðlinum.

Það er því gefið út, að prógrammið sé "on track" sbr. yfirlísingu "Þrenningarinnar": 8 July 2013 - Statement by the European Commission, ECB and IMF on the review mission to Greece.

Ekkert hefur heyrst neitt hönd á festandi um nýjar niðurskurðaraðgerðir, nema þetta sem kemur fram í tilkynningu "Þrenningarinnar" að lofað sé að tekið skuli á umframkostnaði í heilbrigðisgeiranum, sem virðist benda til þess að ekki liggi fyrir nein undirbúin aðgerð - - spurning hvernig á að loka því 4ma.€ fjárlagagati sem var komið til staðar að sögn erlendra frétta?

Það er þó hugsanlegt, að greiðsla 2ma.€ svokallaðs hagnaðar Seðlabanka Evrópu, af grískum ríkisbréfum í eigu hinna ýmsu undirseðlabanka Seðlabanka Evrópu, sem kemur fram í fréttum. Að verði greitt út nú í júlí og október.

Sé reitt fram nú, til þess að stoppa í það gat - a.m.k. að hluta!

"Central banks in the Eurosystem will contribute 1.5 billion euros in July and 500 million euros in October, by dishing out the profits that they and the European Central Bank made from the sale of Greek debt that they had held."

Hinn hlutinn liggi í "loforði" Samaras um að koma sölu grískra ríkisfyrirtækja aftur af stað.

Wall Street Journal - EU Agrees to Keep Aid Flowing to Greece

Reuters - Euro zone grants multi-billion euro lifeline for Greece

Der Spiegel - France Demands Direct Funding for Greek Banks

Der Spiegel - Why Austerity Still Isn't Working in Greece

Financial Times -  Greece secures €4.8bn bailout tranche

 

Hvað ætli að gerist í október?

Það er engin tilviljun að valið sé að greiða út rest þá. Því þingkosningar í Þýskalandi fara fram í september. Líklega liggur fyrir í október að Merkel haldi áfram sem kanslari annaðhvort í hægri - vinstri bandalagi með þýskum krötum, eða áframhaldi núverandi stjórnar með "Frjálsum Demókrötum."

Það er einmitt tilfinningin sem maður fær - - að ákveðið hafi verið að sópa vanda Grikklands undir teppið.

En ég hef ekki áður séð - - svo lítið á spýtunni hvað varðar tilteknar aðgerðir. 

Það virðist lítið á að byggja en loforði Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands, að framkvæma þær aðgerðir sem þegar eru komnar á eftir!

Der Spiegel: "This means Stavridis will almost certainly fail to reach his original 2013 privatization goal of €2.6 billion. Because of these and other difficulties, the financing plan for Greece now faces a large shortfall of €11.1 billion by 2015."

En í sumar tókst grískum stjv. ekki að selja DEPA sem er veitufyrirtæki, til GASPROM - sem var eini kaupandinn sem var nægilega áhugasamur. Til þess að formlegir samningar skuli hafa komist á legg.

En GASPROM hætti við. Skv. nýlegum fréttum er einnig sala ríkislottósins í vanda. Í yfirlísingu Þrenningarinnar, er talað um sölu tveggja banka: "...including through the sale of two bridge banks...".

Sjálfsagt hefur Samaras gefið loforð um það, en ríkisstjórnin á að selja eignir fyrir rúma 2ma.€ í ár, sem er náttúrulega helmingurinn á útistandandi halla ársins ef ekki tekst að selja fyrir slíka upphæð.

---------------------------------------

Punkturinn sem aðilar innan viðskiptalífs Grikklands ræddu við blaðamenn Der Spiegel  - - er að fátt bendi til þess að Grikkland geti haft það af, án frekari skulda-afskrifta. 

En þær sem þá þurfa fara fram, séu af pólitískt erfiða taginu. 

Því sé málum sópað undir teppi fram yfir kosningar í Þýskalandi á næstunni.

 

Niðurstaða

Það sem kannski er helst áhugavert við þetta, er að sagt er af erlendum fjölmiðlum að AGS muni reiða fram sinn hluta af fjármagns í júlí. En hafði áður hótað því að gera það ekki. Því að Grikkland væri ekki fullfjármagnað nk. 12 mánuði. Sem skv. fyrri yfirlýsingu AGS átti að þíða að AGS væri ekki heimilt að reiða fram fjármagn. Fyrr en að nægar tryggingar væru fyrir þeirri fjármögnun.

Augljóst er að þ.e. enginn fullvissa fyrir því að Grikkland sé það nk. 12 mánuði. Skv. Wall Street Journal verður formleg ákvörðun um greiðslu ekki tekin innan AGS fyrr en 29/7 nk

Spurning hvort fréttir þess efnis, að AGS muni reiða fram sinn hluta - - séu því ýktar?

En það virðist flest benda til þess að ákvörðun fjármálaráðherra ESB hafi fyrst og fremst verið pólitísk.

Mér virðist flest benda til þess að einungis lítið brotabrot fáist út úr einkavæðingaráformum ríkisrekstrar í Grikklandi, miðað við þ.s. var ráð fyrir gert. Sem auðvitað þíðir margra ma.€ holu í reynd. Miðað við framreiknað prógramm. Ólíklegt virðist að unnt verði að knýja Grikkland til þess að skera fyrir þeim milljörðum. Að auki, mun Grikkland örugglega ekki snúa við í hagvöxt. Eins og miðað er við að eigi sér stað á næsta ári. Í núverandi áætlunum. Ekki síst, mér myndi koma mjög á óvart. Ef Samaras raunverulega tekst að reka þessa 25þ. ríkisstarfsmenn - með sinn 3. sæta þingmeirihluta að vopni. Hvað þá bara 2000.

Það getur því orðið forvitnilegt að fylgjast með því hvað gerist eftir þingkosningarnar í Þýskalandi í september. En þ.e. eins og engar erfiðar ákvarðanir verði teknar fyrr - - sem sýnir líklega enn einu sinni - - hina drottnandi stöðu Þýskalands!

 

Kv.


Portúgal mun leita eftir því að endursemja um björgun!

Þetta virðist ljóst eftir að stjórnarflokkarnir tveir náðu samkomulagi að sögn erlendra fjölmiðla. En samkomulagið felur í sér töluverðar tilslakanir af hálfu flokks forsætisráðherra gagnvart sínum samstarfsflokki. Sem fær í sína hendur - mjög mikilvæga málaflokka.

En í ljósi gagnrýni formanns hins hægri sinnaða samstarfsflokks forsætisráðherra Portúgals á það hvernig björgunarprógrammið hefur verið útfært fram að þessu, virðist nú blasa við að Portúgal mun leggja í þá vegferð - - að óska eftir því að prógrammið verði mildað.

Portuguese PM makes coalition partner his deputy, to end crisis

  • ""We have reached a solid and far reaching agreement," Prime Minister Pedro Passos Coelho told a news conference after his center-right Social Democrats met with CDS-PP leaders. "This agreement will guarantee political stability until the end of our mandate.""
  1. "...Portugal's prime minister promoted the head of the junior coalition party to be his deputy on Saturday"
  2. "In another major concession, the prime minister gave Portas the role of co-ordinating negotiations with the 'troika' of lenders to the bailout - the European Union, European Central Bank and IMF."
  • "Portas has periodically been a strong critic of austerity policies under the 78 billion-euro ($100 billion) bailout as Portugal languished in three years of recession."
  • "The prime minister said the agreement with his coalition partner would mark the start of a new phase of the bailout, with a greater focus on economic growth and a push to reduce unemployment, which is at record highs near 18 percent."

Formaður hægri flokksins, Paulo Portas, er gerður að "aðstoðar forsætisráðherra" og því staðgengli Coehlo forsætisráðherra í embætti.

Og Portas fær yfirumsjón með viðræðum við þrenninguna um hið svokallaða "björgunarprógramm."

Forsætisráðherrann Pedro Passos Coelho segir þetta marka ný skref í björgunarprógramm Portúgals, þ.s. áherslan verði héðan í frá á sköpun starfa og á það að minnka atvinnuleysi.

------------------------------

Ég ætla sosum ekkert að tjá mig mikið um þetta. En bendi á að þ.e. eitt líkt með Íslandi og Portúgal, að öllu óbreyttu blasir ekki mjög mikil framtíðar hagvaxtargeta við landinu.

En til þess að skapa hagvöxt þarf að búa til nýjar útflutningsgreinar. Og það blasir ekki beint við mér hvað það ætti að vera. En menntunarstig Portúgala er vel neðan við þann standard sem ríkir í N-Evr.

En landið er ekki beint vaðandi í náttúruauðlindum. Þannig séð væri nánast það eina sem fræðilega væri unnt að gera. Að keyra á uppbyggingu nýrra "láglauna" atvinnugreina.

En á sl. áratug, fór meginútflutningsiðnaðurinn fata og vefnaðariðnaður úr landi, eftir að hann varð ósamkeppnishæfur við láglaunasvæði Asíu. Ekki tókst að skapa fullnægjandi útflutningsgreinar til að vega það tekjutap hagkerfisins upp.

Skuldsetning landsins upp á ca. 300% þ.e. sambærileg heildarskuldsetning og á Íslandi, virðist megni til kominn til vegna hallans á þjóðarbúinu sem varð til - árin í kjölfar brotthvarfs meginútfl. greina landsins.

  • Til þess að skuldastaðan geti orðið sjálfbær, þarf að vinda sig í það verk af krafti - - að skapa þær nýju greinar.
  • En því miður virðist mér að skilvirkasta leiðin væri sú, að segja bæ - bæ við evru, taka aftur upp sinn gamla gjaldmiðil sem þá gengisfélli skarpt - - í kjölfar þess væru Portúgalar á ný samkeppnisfærir.
  • En hafandi í huga, að þetta land er í reynd ekki hótinu þróaðra en lönd Asíu, á það ekkert augljóslega skilið hærri laun. Með menntunarstig vel undir meðaltali ESB landa.

 

Niðurstaða

Þ.s. er áhugavert við Portúgal að mínu viti, er að Portúgal hugsanlega sýnir hvað gæti komið fyrir Ísland. Ef Ísland asnaðist inn í evru. Og léti laun hækka það mikið - eins og reyndar átti sér stað í bankabólunni - til þess að meginútfl. greinar væru reknar með tapi. Ef ekkert er gert í því þá rökrétt loka fyrirtæki fyrir rest. Portúgalar gerðu þetta þó án þess að taka eitt stykki bankabólu eða húsnæðisbólu. Söfnuðu síðan viðskiptahallaskuldum ár eftir ár eftir ár, þangað til að skuldirnar voru orðnar of miklar. Eftir að meginútfl. iðnaðurinn var farinn.

Þetta þarf að laga í dag, og þ.s. meira er. Skapa þær nýju greinar í staðinn sem ekki tókst á seinni hl. sl. áratugs.

Ég sé ekki í reynd að þeir komist hjá því að taka þá lífskjaraskerðingu með vöxtum og vaxtavöxtum, sem hefði dugað til að halda meginútfl. greininni í landinu á sínum tíma.

En Portúgal þarf að finna vinnu fyrir það lítt menntaða vinnuafl sem er í landinu. Ég sé ekki að Portúgalir geti reiknað með hærri launum. En þeim sem t.d. kínv. eða víetnamskir verkamenn þurfa að sætta sig við. En þau hagkerfi eru í hraðri sókn upp samkeppnishæfnis stigann.

 

Kv.


Átti Ísland að veita Snowden hæli?

Sumir setja málið með mjög einföldum hætti fram, að Íslendingar eigi að standa með "réttlæti" - Snowden standi frammi fyrir hættu á dauðarefsingu sem sé mannvonska eða villimennska, hann hafi að auki með gerðum sínum, gert mannkyni öllu greiða þar með okkur. Með því að veita honum hæli, stæðum við með réttlæti gegn ranglæti, gegn mannvonsku - verðlaunuðum að auki hans greiðasemi við alla.

  • En það eru mun fleiri sjónarmið sem máli skipta, eins og hverjar væru afleiðingar þess að veita honum hæli fyrir Ísland og Íslendinga?
  • Íslendingar hafa sannarlega stöku sinnum tekið áhættu í deilum við aðrar þjóðir, en í öllum tilvikum hefur legið undir - barátta fyrir lífskjörum allra landsmanna.

Rétt er að halda til haga, að í deilum við Breta um fiskveiðar við landið, þá er vitað að Bandaríkin héldu aftur af Bretum, þannig að þeir t.d. sökktu ekki varðskipum okkar með sprengikúlnahríð á nokkrum mínútum. Þeir voru beittir þrýstingi Bandaríkjanna, um að beita engum vopnum - sem þeir gerðu ekki. Þannig voru þeir reynd í þorskastríðunum með hendur fyrir aftan bak.

Við höfum aldrei raunverulega deilt við Bandaríkin, ég kalla það ekki deilu þegar þeir kvöddu herinn heim, enda augljóst aldrei á okkar valdi að halda þeim hér er þeir lengur vildu ekki hafa sinn her hérna.

Þau hafa í fjölda tilvika - sýnt okkur velvilja:

  1. Ísland fékk að vera hluti af Marshall áætlun Bandaríkjanna fyrir Evrópu, þó hér hefði ekki verið neitt tjón á landi af völdum stríðsins - - en Ísland var enn ákaflega fátækt á þeim árum og vanþróað á margan hátt. Eiginlega var þetta "þróunaraðstoð."
  2. Eftir að Marshall aðstoð lauk formlega, fengu nokkur ríki aðstoð áfram - þar á meðal Ísland. Ég er að tala um gjaffé ekki lán. T.d. var Sementsverksmiðjan á Akranesi byggð fyrir bandar. gjafpeninga á þeim árum. Þessari aðstoð lauk á 8. áratugnum. Þegar Ísland var ekki lengur talið vera "þróunarland."
  3. Ekki gleyma þeim tilvikum sem þrýstingur hefur verið af hálfu umhverfissamtaka í Bandaríkjunum, um það að setja á Ísland viðskiptabann vegna hvalveiða. Sem alltaf hefur fram að þessu verið hafnað af bandar. stjv.

Við þekkjum þau ríki sem njóta íllvilja Bandaríkjanna:

  1. Íran er þar framarlega í flokki. Ein þyngsta refsingin sem Bandaríkin beita. Er bann við því að fyrirtæki sem starfa í Bandaríkjunum, þar á meðal bankar. Eigi viðskipti við Íran. Hafið í huga, þetta á við fyrirtæki sem starfa innan lögsögu Bandar., þar á meðal fyrirtæki í erlendri eigu.
  2. Það þíðir í reynd, að fyrirtæki sem verslar við Íran, má ekki eiga nokkra starfsemi innan Bandaríkjanna, þar á meðal bankar. Þetta bann nær yfir erlend fyrirtæki, þannig að þeim er þá bannað að eiga í fyrirtækjum sem starfa innan Bandar. eða reka útstöðvar í Bandar., ef þau eiga viðskipti v. Íran.
  3. Það er ekki bara það, heldur er einnig auki er fyrirtækjum starfandi í Bandar. bannað að eiga fyrirtæki sem eiga viðskipti við Íran.
  • Ég get ekki fullyrt að Bandaríkin myndu beita okkur þetta þungu úrræði.
  • En þ.e. möguleiki.
  • Þetta bann er mjög öflugt, því það fælir almennt frá öll stærri alþjóðleg fyrirtæki.
  • Setur land sem beitt er því banni, í djúpfrysti - hvað erlendar fjárfestingar varðar eða viðskipti almennt.
  • Það verður mjög erfitt fyrir það land, að eiga utanríkisviðskipti.

 

Punkturinn er sá að áhættan af því fyrir Íslendinga að heimila Snowden að koma hingað, er gersamlega óútreiknanleg!

Ég er gersamlega viss um það, að það yrði aldrei svo að Bandaríkin gerðu nákvæmlega ekki neitt. Eina spurningin er - hversu harkalegar yrðu aðgerðir þeirra í kjölfarið. Og því, hve mikið yrði tjón á formi lífskjara fyrir Íslendinga. En það þarf vart um að efast - - að ef Snowden kæmi hingað. Myndu þær aðgerðir halda áfram svo lengi sem hann væri hér enn. Einungis ef hann væri afhentur bandar. yfirvöldum, myndu þær hætta. Ef hann t.d. væri sendur til 3-lands. Myndu þær líklega ekki hætta.

Jafnvel þó að Snowden væri síðar meir afhentur, væri líklega um varanlegt tjón á samskiptum við Bandaríkin að ræða.

Þ.e. velviljinn væri líklega varanlega tapaður. Sem myndi örugglega hafa margvíslegar neikvæðar afleiðingar síðar. T.d. næst þegar umhverfissamtök í Bandar. krefjast viðskiptaaðgerða gagnvart Íslandi vegna hvalveiða.

  • Mig grunar að svo harkalega yrðu aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart okkur, að um mjög umtalsvert lífskjaratjón yrði að ræða, auk umtalsverðs viðbótar atvinnuleysis.
  • Það myndi líklega leiða landið í greiðsluþrot í stíl við Argentínu.
  • Ekki síst, að líklega myndi engin þjóð koma okkur til aðstoðar - en ég bendi á að ekki stóðu Norðurlandaþjóðir með okkur í Icesave deilunni, þegar Bretar og Hollendingar töfðu afgreiðslu AGS láns þegar gjaldeyrissjóður okkar var þurrausinn í kjölfar bankahruns, þá lögðust þau á árarnar með Hollendingum og Bretum, þegar okkur var í reynd hótað gjaldþroti.
  • Þarna örugglega var um að ræða hreinan hagsmunaútreikning Norðurlandanna, að þau hefðu meiri hagsmuna af góðum samskiptum við Bretland og Holland en við Ísland. Það mun algerlega pottþétt endurtaka sig ef Bandaríkin beita okkur refsiaðgerðum - - að þjóðir munu hugsa um sjálfar sig, sína hagsmuni, og meta að það borgi sig ekki að styggja Bandaríkin.
  • Við stæðum því algerlega ein gagnvart reiði Bandaríkjanna, eins og í dag Snowden sem einstaklingur gerir.


Ég skal ekki fullyrða að Snowden eigi enga samúð skilið!

En honum gat ekki dulist að hann yrði eftirlýstur af Bandaríkjunum, ef hann myndi leka mikilvægum gögnum. Honum gat ekki verið ókunnugt um réttarhöldin yfir Bradley Manning, að Manning væri líklegur að fá ævilangt fangelsi. Eða um það að stofnandi WikiLeeks er hundeltur af Bandaríkjunum, og einangraður í sendiráði Bólivíu í London þaðan sem hann líklega kemst ekki næstu árin.

Þannig séð kom hann sér vísvitandi í þann vanda sem hann er í þessa dagana, enda hefur hann viðurkennt að hafa tekið það starf er hann hafði síðast - til þess að safna gögnum í því skini að leka þeim.

Eins og Julian Assange, þá virðist hann í eigin krossferð gegn leynistofnunum Bandaríkjanna, í baráttu fyrir því að allt sé upplýst - ákveðin hugmyndafræðileg afstaða að leynistarfsemi njósnir almennt sé rangur hlutur.

  • Þarna snýr rétt eða rangt um hugmyndafræðilega afstöðu.
  1. Punkturinn er sá - - að burtséð frá þeirri hugmyndafræðilegu sýn á það hvort njósnir séu rangur hlutur, og söfnun leyndra upplýsinga almennt.
  2. Þá getur það ekki verið réttmætt - - að leggja í svo áhættusama vegferð fyrir heila þjóð, að bjarga einum einstaklingi frá réttvísi eigin þjóðar, þegar um er að ræða öflugustu þjóð heimsins og sú þjóð sem á í hlut á móti er ein af þeim veikustu í heiminum. Getur enga björg sér veitt, ef stórþjóðin beitir sér gegn henni - - sem hún alveg pottþétt mun gera.
  • Það getur ekki verið réttmætt, að tryggja rétt eins einstaklings, þegar það kostar mjög verulegar fórnir fyrir hóp einstaklinga sem telur heila þjóð þó sú þjóð teljist vera smá. 
  • Hópurinn hlýtur að hafa rétt líka - - hagsmunir margra einstaklinga, framtíð næstu kynslóðar þeirra jafnvel næstu kynslóða þeirra; hlýtur að vera mikilvægari á vogarskálunum.

Þannig að þegar við metum hvað telst rétt vs. rangt.

Þá væri það röng aðgerð að veita Snowden hæli á Íslandi.

Fyrir utan að það væri ólíklegt að við gætum varið hann fyrir bandar. flugumönnum, sem myndu vilja ræna honum upp á hvern dag áratugina á eftir þar til hann væri kominn í gröfina.

Og ekkert bendir til þess að fórn Snowden, þó við bætum í púkkið fórn allra Íslendinga á sínum lífskjörum til nútíðar og framtíðar; hefði nokkur hin minnstu áhrif í þeirri baráttu sem þeir sem eru á móti njósnum og söfnun upplýsinga í njósnaskyni - standa fyrir.

 

Niðurstaða

Einstaklinga eiga rétt á að fórna sinni framtíð er þeir berjast fyrir málstað sem þeir trúa á. En allt annað gegnir um það að taka ákvörðun sem myndi leiða til sambærilegrar fórnar fyrir heila þjóð. Það getur ekki talist réttmæt fórn eða sjálfsögð. Jafnvel þó málsstaðurinn væri góður. Ekki síst þegar líkur þess að sú fórn hefði áhrif virðast fjarskalega litlar og í reynd litlar sem engar. Barátta við vindmyllur.

Sannleikurinn er sá, að njósnir munu halda áfram hvað sem hver segir. Internetið er einfaldlega nýr vettvangur fyrir njósnastarfsemi. 

Í ljósi þess að mikið af skipulagðri glæpastarfsemi er til staðar á netinu, auk skipulagðrar hryðjuverkastarfsemi, er það mjög "barnalegt" að ætla að ekki verði njósnað um netiið.

Megin spurningin snýr ekki um að banna upplýsingasöfnun, heldur um notkun þeirra upplýsinga, að það sé nægt eftirlit með slíkri starfsemi af hálfu hvers lands fyrir sig.

Réttmætt er því að þrýsta á þau ríki sem stunda mjög virkar njósnir af þessu tagi, að gæta að því hvernig þeim upplýsingum er beitt. En vitað er að Bandaríkin - Bretland - Frakkland - Kína og örugglega Rússland a.m.k., stunda slíkar njósnir. Örugglega mun fleiri.

Þetta er hlutverk almennings í hverju landi fyrir sig, og auðvitað þurfa ríkin að íhuga áhrifin af sínum njósnum á samskipti sín á milli. Þegar allir njósna um alla að þvi er virðist.

 

Kv.


Yfirlýsingar seðlabankastjóra Bretland og Evrópu vekja athygli!

Þ.e. mikið látið með svokallað "forward guidance" sem ný Seðlabankastjóri Bretlands Mark Carnay áður í Seðlabanka Kanada, og Seðlabankastjóri Evrusvæðis Mario Draghi; veittu í dag.

Mark Carney: “At its meeting today, the Committee noted that the incoming data over the past couple of months had been broadly consistent with the central outlook for output growth and inflation contained in the May report,” - “The significant upward movement in market interest rates would, however, weigh on that outlook; in the Committee’s view, the implied rise in the expected future path of Bank Rate was not warranted by the recent developments in the domestic economy.”

Mario Draghi: "The Governing Council expects the key ECB interest rates to remain at present or lower levels for an extended period of time. This expectation is based on the overall subdued outlook for inflation extending into the medium term, given the broad-based weakness in the real economy and subdued monetary dynamics. In the period ahead, we will monitor all incoming information on economic and monetary developments and assess any impact on the outlook for price stability."

Þarna eru samt sem áður seðlabankastjórarnir tveir - - að leitast við að kæla væntingar um, vaxtahækkun í náinni framtíð.

En eitthvað hefur borið á slíkum væntingum síðustu vikur eftir að raunveruleg breyting virðist hafa orðið á afstöðu Seðlabanka Bandaríkjanna - "Federal Reserve." Þar hefur bersýnilega verið hellt köldu vatni á fyrri væntingar, um áframhald prentunaraðgerða næstu árin.

Orðalag nýlegra tilkynninga leiða til þess, að nú er þess vænst að í náinni framtíð verði dregið verulega úr prentun í Bandaríkjunum, henni jafnvel hætt með öllu innan nk. 12-18 mánaða.

Þetta hefur valdið nokkru róti á mörkuðum, sem er í reynd lítið annað en "leiðrétting" á væntingum, gengi dollars hefur hækkað nokkur og gengi annarra gjaldmiðla lækkað nokkuð á móti dollar, sérstaklega gjaldmiðla Asíu og S-Aneríku. 

Þetta hefur einnig leitt til nokkurs verðfalls í verðbréfahöllum í löndum Asíu og S-Ameríku.

Áhrifa hefur einnig gætt í Evrópu þó þau hafi verið fremur smáar gárur.

  • Skv. fjölmiðlum við yfirlýsingar Draghi og Carney, hækkuðu verð hluta á hlutabréfamörkuðum í Evrópu.
  • Á sama tíma lækkaði gengi evru og punds - - sem einnig eru metnar sem "góðar fréttir" af hagfræðingum.


Það sem er eiginlega - virkilega áhugavert við yfirlýsingu Draghi!

Er "present or lower levels" hve sterklega ýjað er að því að næsta vaxtaákvörðun geti verið til lækkunar. Með því má einnig segja að Draghi undirstriki enn sterkar - að líkur á vaxtahækkun séu nær engar í náinni framtíð.

Þegar maður les svör hans við spurningum blaðamanna, þá kemur fram að hann er að meina a.m.k. 18 mánaða tímabil, þegar hann segir líkur á verðbólgu lágar á næstunni.

Að auki bendi ég á: Mario Draghi, President of the ECB, Vítor Constâncio, Vice-President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 July 2013

  1. Overall, euro area economic activity should stabilise and recover in the course of the year, albeit at a subdued pace.  
  2. " the annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) weakened further to -2.1% in May, from -1.9% in April."
  3. "In order to ensure an adequate transmission of monetary policy to the financing conditions in euro area countries, it is essential that the fragmentation of euro area credit markets continues to decline further and that the resilience of banks is strengthened where needed. "

ECB spáir eins og á sl. ári að hagvöxtur hefjist fyrir árslok á evrusvæði - - kannski mun það eiga sér stað í ár. En það eru raunverulegar vísbendingar í tölum yfir pantanir til framleiðslufyrirtækja sem sína a.m.k. að samdráttur pantana er í hraðri rénun. Sem a.m.k. er hugsanlegt að sé vísbending um uppsveiflu síðar á árinu. En hann réttilega bendir á, að í því tilviki yrði það mjög lítill vöxtur.

Áhugavert er að enn er að draga úr útlánum til fyrirtækja. Eins og hingað til, er það samdráttur í S-Evr. sem er megintrendið.

Þess vegna kemur hann að þriðja atriðinu - - þ.s. hann vísar því yfir til stjórnmálastéttarinnar, að laga það niðurbrot innan fjármálakerfis evrusvæðis sem verið hefur í gangi. En eins og hefur komið fram í eldri fréttum. Þá var Seðlabankinn að íhuga eigin aðgerðir - - en hætti við þær eftir harða andstöðu innan bankaráðsins. 

Svo vonir Draghi eru þá að pólitíkusarnir reddi málinu, í tengslum við það að komið verði á fót "bankasambandi" sem hefði þau áhrif, að auka traust á bankakerfum þeim sem eru í vanda.

Ég held reyndar að fátt bendi til þess, að slík skilvirk pólitísk lausn verði til - - flest bendi til þess að líkleg útkoma sé bankasamband sem verði með sameiginlegt eftirlit.

En kostnaður verði áfram hjá hverju aðildarríki fyrir sig við eigið bankakerfi, en hugmyndir Þjóðverja er að sjóðakerfi verði "local" fjármögnu með öðrum orðum í hverju landi fyrir sig. 

Sem myndi koma í veg fyrir að bankasamband hefði þau áhrif, að binda enda á þá óskilvirkni sem komin er upp í fjármálakerfi evrusvæðis.

Sem kemur í veg fyrir að S-Evr. löndin í reynd njóti lágu vaxtanna frá Seðlabankanum. Því að þeir í þeim löndum skili þeim áhrifum, að örva hagkerfin.

  • Megináhrif þess eru þau, að þá líklega heldur innlend eftirspurn í þeim löndum áfram að dala, í stað þess að ná gólfi fljótlega. Eins og Draghi vonast eftir.
  • Sá hluti atvinnulífsins sem háður sé innlendri neyslu, verði því áfram í hnignun - - samdráttur í útlánum til fyrirtækja sýnir það trend enn í gangi.

Sú tilhneiging til jafnvægis sem er til staðar í nýlegum tölum, er öll á grunni - - aukningar í útflutningi.

En það virðist ólíklegt að hann dugi einn og sér til að lyfta upp S-Evr.

Þetta má sjá í tölum fyrir Ítalíu og Spán, sem hafa verið að sjá nokkra aukningu í útflutningi. Sem hefur aðeins lagað stöðu framleiðslugreina í þeim löndum. Meðan í Frakkl. t.d. er þróunin á hinn veginn. Litlu löndin Portúgal og Grikkland eru ekki heldur að græða á því nýja trendi.

En það virðist afskaplega ólíklegt að án viðsnúnings á innlendum neytendamarkaði, sé líklegur viðsnúningur sem dygði til að gera skuldir Ítalíu eða Spánar - sjálfbærar.

Það er því "crusial" að vextir á Ítalíu og Spáni lækki aftur! En bankavextir í þeim löndum hafa hækkað hressilega v. þess að bankarnir þar fá ekki lán frá 3-löndum, og á sama tíma v. tapa sem þeir þurfa að fjármagna einhvern veginn; þá neyðast þeir til þess að halda í fjármagn sem þeir hafa gert með því að hækka tilboð um vexti á veitt lán mjög verulega.

Sem auðvitað dregur úr neyslu - dregur úr áhuga á nýjum lánum - dregur því úr fjárfestingu í þeim löndum, að auki eykur á gjaldþrotatíðni því samdrátt!

Draghi vonast til þess að pólitíkusarnir reddi þessu - - vegna þess að bankaráðið hans er of klofið í málinu til þess, að hann geti fengið það til að samþykkja það að Seðlabankinn sjálfur reddi því.

En það reyndar getur Seðlabankinn gert! 

 

Niðurstaða

Þá vitum við það ef enginn vissi það áður. Að bæði "Bank of England" og "European Central Bank" ætla ekki að hækka vexti á næstu 18 mánuðum eða svo. Draghi segir það reyndar með þeim fyrirvara að verðbólga haldist áfram lág. En segir þó fátt benda til annars en að það verði hún. Hann meira að segja gaf í skyn að vextir yrðu lækkaðir næst án þess að lofa því.

Niðurstaða bankaráðs Seðlabanka Evrusvæðis hefði verið án mótatkvæðis. Þannig að meira að segja íhaldsmennirnir í bankaráðinu, voru með í þeirri ákvörðun.

Það verður forvitnilegt að sjá hvort spá Mario Draghi um hagvöxt fyrir árslok stenst í ár. En miðað við nýleg trend, er það a.m.k. hugsanlegt að af verði. En það yrði þá í besta falli mjög veikur vöxtur. Hvergi er að sjá möguleika á þeim snarpa vexti sem raunverulega þyrfti til - - ef atvinnuleysið ætti að minnka að ráði.

Þess í stað yrði útkoman meir í stíl við þ.s. sást á 10. áratugnum í Japan. En þá komu við og við tímabil mjög hægs vaxtar. Án þess þó að þau væru til frambúðar. Í reynd hefur Japan verið hagvaxtarlega flöt lína að mestu leiti síðan ca. 1990. Mér virðist ekki sérlega líklegt að Evrópa standi sig betur.

 

Kv.


Óvissa í Portúgal bætist við hina nýju óvissu vegna Grikklands

Það varð sprenging í ríkisstjórn Portúgals þ.s. af er vikunni, tveir ráðherrar hafa sagt af sér þ.e. fjármálaráðherrann Viktor Gaspar og utanríkisráðherrann Paulo Portas. Um virðist að ræða ágreining um framhaldið í landinu. En samstarfsflokkur Pedro Passos Coelho forsætisráðherra - virðist í vaxandi mæli standa gegn frekari aðhaldsaðgerðum. Virðist vilja umpóla yfir í hagvaxtarhvetjandi stefnu.

En staða samstarfsflokksins í könnunum getur spilað rullu!

" The conservative Popular party (CDS-PP) has suffered one of the sharpest drops in popularity, falling from third to fifth position in the party ranking with 8.4 per cent of the vote."

Án stuðnings samstarfsflokksins hefur Coelho ekki starfhæfan meirihluta. Getur engum málum komið í gegn.

Á næstu dögum má reikna með því að fundað verði í gríð og erg milli stjórnmálaflokka Portúgals.

En forsætisráðherrann mun líklega leita í lengstu lög að forða þingkosningum, en þá skv. skoðanakönnunum mun stjórnarandstaðan vinna verulega á!

"...the centre-left Socialists (PS), the main opposition party... is currently ahead in opinion polls with about 36 per cent of the vote, against 25.9 per cent for the prime minister’s centre-right Social Democrats (PSD)."

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stefnu stjórnarinnar, hinn mikla niðurskurð - - þá það sannarlega geti verið að ef á reynir, þá fylgi hún fram björgunarprógramminu eins og núverandi stjórn.

Portugal’s political woes to complicate bailout programme

Portuguese Coalition Works to Survive

 

Portúgal vs. Ísland!

Sjálfsagt kemur einhver fram og kvartar undan því, að Portúgal sé mun fátækara en Ísland og þar er menntunarstig töluvert lægra - menning nokkuð ólík.

Þ.e. alt rétt. Eitt af því sem heldur aftur af Portúgal er hve menntunarstig er lágt almennt séð. 

En það eru samt þættir sem gera reynslu Portúgals innan evrunnar áhugaverða fyrir okkur.

  1. En Portúgal er jaðarríki eins og Ísland, ef maður færir klukkuna aftur fyrir þann tíma er Portúgal tók upp evruna. Þá eins og Ísland hafði Portúgal einn ofurmikilvægan útflutningsiðnað. Í tilviki Portúgals var það vefnaðar- og fataiðnaður. Sem þá stóð á margra alda gömlum merg. Að einhverju verulegu leiti skýrir það lágt menntunarstig því ekki var þörf fyrir háskólamenntun almennt séð, en mjög margir störfuðu við þá atvinnugrein á árum áður.
  2. Sumir hérlendis segja að gengi krónunnar sé "fellt til þess að halda sjávarútvegnum á floti" og gjarnan segja þetta í nokkrum ásökunartón. Ég hef stöku sinnum velt því fyrir mér - - hvað myndi gerast á Íslandi ef við myndum virkilega taka upp evru. Og ráðum þeirra fylgt sem segja "ílla rekin fyrirtæki fari á hausinn" og sú afstaða tekin. Að bregðast ekki við - ef sjávarútvegurinn yrði ósamkeppnisfær og færi í taprekstur. Jafnvel ekki, þó svo fyrirtæki í greininni færu að loka unnvörpum.
  3. Á sl. áratug stóð Portúgal frammi fyrir sambærilegri spurningu, þ.e. á að halda í vefnaðar- og fataiðnaðinn eða ekki? En samkeppnin við Asíu varð á þeim árum greininni mjög erfið. Til þess að halda iðnaðinum í Portúgal hefðu laun í landinu orðið að lækka töluvert. Sú afstaða var tekin að það væri óásættanlegt. Þannig að vonir voru þess í stað bundnar við - - uppbyggingu "nýiðnaðar." Hljómar kunnuglega ekki satt?
  4. Sannarlega byggðist e-h nýtt upp, einna helst varð aukning í timburiðnaði en sérstaklega hefur aukning verið í ræktun "eucalyptus" trjáa, sem þrífast í Portúgal. Ég held það sé eina Evrópulandið sem ræktar þau með skipulegum hætti í stórum stíl. Um 38% af landinu er viði vaxið þ.e. hærra hlutfall en notað er undir ræktun. Svo skógariðnaður var sennilega nokkuð augljós grein að efla. En lítið hefur í reynd sést til "hátæknigreina" sem vonir voru einnig bundnar við.
  • Vandinn er sá, að ný uppbygging dugði ekki til að fylla þá holu sem myndaðist þegar vefnaðar- og fataiðnaðurinn fór. 
  • Í Portúgal var engin húsnæðisbóla.
  • Í Portúgal voru engar ofsalegar launahækkanir í hlutfalli við önnur lönd.
  • Þarna varð engin risa neyslusprenging!
  • En samt skuldar Portúgal í heild svipað og Ísland þ.e. rúmlega 300%.

Málið er að þegar fata- og vefnaðariðnaðurinn fór, hefðu lífskjör átt að falla frekar stórt.

En svo mikil minnkun útflutnings án þess að innflutningur væri minnkaður á móti.

Skapaði að sjálfsögðu viðskiptahalla - - ár eftir ár eftir ár.

Að auki, minnkuðu skatttekjur ríkisins við þetta, svo það fór í hallarekstur. Því hefur ásamt skuldasöfnun vegna viðskiptahalla fylgt skuldasöfnun vegna hallarekstrar ríkisins.

Þegar síðan kreppan í Evrópu hófst 2008, á versnaði málið enn - - og landið stefndi hratt í óefni.

  1. Lykilvandi Portúgals er - að Portúgal vantar útflutning.
  2. Það er nokkuð sambærileg tegund af vanda og við glímum við.
  • Nema að við erum ekki með gríðarl. uppsafnaðar skuldir af völdum viðskiptahalla.
  • En okkur tókst að krækja í þær eftir öðrum leiðum.

Alveg eins og á Íslandi, þarf að skapa hagvöxt með því að búa til nýjar greinar.

Það er hægar sagt en gert!

Og þ.e. því eðlilegt að kröfuhafar Portúgals séu smá skeptískir þegar þ.e. ekki ljóst, hvaða atvinnu uppbygging á að skapa þá framtíðar greiðslugetu sem landið þarf.

Vandi okkar Íslendinga er eftir þessa skoðun ekki svo róttækt öðruvísi en vandi Portúgals.

Þó Portúgal sé fátækara land - sé með lægra menntunarstig og töluvert aðra menningu.

 

Niðurstaða

Hvernig Portúgal ætlar að skapa þann framtíðar hagvöxt sem þarf ef á að vera unnt að greiða niður skuldir sem nálgast 130%, það veit ég ekki.

Að því leiti er vandi okkar Íslendinga ekki eins alvarlegur, því þ.e. hið minnsta unnt að sjá mögulegar leiðir til að auka hérlendis útflutning.

Þ.e. eiginlega sá tiltekni vandi - - hvernig á að búa til hagvöxt. Sem líklega mun þíða að Portúgal mun líklega neyðast til að fara inn í framhalds björgunarprógramm. En þungar greiðslur eru framundan í Portúgal og markaðsvextir í boði í 7% eða rúmlega 7% eru svipaðir þeim er voru, er Portúgal neyddist til að óska eftir björgun, sem sýnir að markaðurinn trúir ekki því að staða landsins sé sjálfbær.

Portúgal að einu leiti er þó betur statt en Grikkland sem einnig er í vanda nú enn á ný:

Reuters - Greece has three days to deliver or face consequences - EU officials

En Portúgal er fullfjármagnað út 2013. Þannig að Portúgal getur haldið þingkosningar þetta ár, án þess að skapa þá hræðslu um yfirvofandi hrun sem vofði yfir Grikklandi sl. sumar.

  • En Grikkland getur einmitt eina ferðina enn, staðið frammi fyrir "bráðahruni."

 

Kv.


Er efnahagslegur viðsnúningur við það að hefjast á evrusvæði?

Ég veitti því athygli í sl. mánuði sbr. - Hægir á samdrætti á Evrusvæði! - að þá virtist eiga sér stað umsnúningur á hagtölum á evrusvæði. Velti þeirri spurningu upp - - hvort viðsnúningur væri að hefjast?

Nú í næsta mánuði, er þetta trend að styrkjast - þ.e. tölur eru annan mánuðinn í röð betri en tímabilin á undan.

Þó enn sé víðast hvar þó ekki alls staðar samdráttur í tölum, þá er hann mun minni víða en sl. 12 mánuði á undan.

Ef þetta heldur svona áfram enn um sinn, gætu tölur farið í "hreina" aukningu - - sem gæti þá skilað hagvexti fyrir árslok. Skv. spá Seðlabanka Evrópu.

Þannig að spá hans rætist í ár - þó hún hafi ekki ræst sl. ár.

 

Pöntunarstjóravísitala Markit!

Þetta er pöntunarstjóravísitala fyrir iðnframleiðslu!

Yfir 50 er aukning - innan við 50 er samdráttur!

Countries ranked by Manufacturing PMI ® : June

  1. Ireland 50.3, 4 - month high
  2. Spain 50.0, 26 - month high
  3. Italy 49.1, 23 - month high
  4. Netherlands 48.8, 4 - month high
  5. Germany 48.6 (flash 48.7 ), 2 - month low
  6. France 48.4 (flash 48.3 ), 16 - month high
  7. Austria 48.3, 4 - month high
  8. Greece 45.4, 24 - month high

Ég bendi fólki á að opna hlekkina að ofan og skoða gögn MARKIT.

  • En tölur Spán vekja mesta athygli, en í fyrsta sinn í 26 heila mánuði, mælist Spánn ekki í samdrætti í pöntunum til iðnfyrirtækja. Auðvitað er stopp í samdrætti bara stopp í samdrætti. Enn er eftir að vinna upp rúmlega 2-ja ára samfelldan samdrátt, mánuðina á undan.

Hvað er í gangi á Spáni? Skv. greiningu Markit, er innlend eftirspurn ennþá að koðna saman þannig að líklega mun vísitala þjónustufyrirtækja sýna samdrátt þennan mánuð. En samtvinnuð vísitala þ.s. báðar vísitölurnar eru lagðar saman. Ætti þá að sýna minnstu samdráttarmælingu heilt yfir í langan tíma.

"Respondents indicated that growth of overall new orders was largely reflective of higher new export business. New orders from abroad rose for a second successive month, and at a marked pace that was the fastest in more than two years. Respondents indicated that higher new business had been received from a range of international markets."

Einnig kemur fram að fækkun starfa sé sú minnsta sem mælst hafi á Spáni í töluverðan tíma - - byrgðir hjá fyrirtækjum hafi minnkað - - verð á fjárfestingavörum hafi lækkað en minna en áður - - minnkun neyslu einnig sú minnsta mæld um nokkra hríð.

Það sem valdi þessu sé aukning eftirspurnar að utan!

Hvort þessi aukning í útflutningi geti haldið áfram á þessum dampi, verður forvitnilegt að fylgjast með!

En það verður háð því hvað gerst á erlendum mörkuðum.

En höfum í huga samt þó að spænska útfl. hagkerfið er hlutfallslega lítið miðað við landsframleiðslu - man ekki töluna nákvæmlega en einhvers staðar á milli 35-40% af þjóðarframleiðslu.

Það þarf því að stækka í prósentum talið frekar ört - svo það lyfti heildarhagkerfinu. En ennþá er samdráttur á móti í þeim hluta hagkerfisins sem er í kreppu, líklega er aukningin í útfl. hagkerfinu ennþá ekki nægilega stór. Til að framkalla nettó vöxt alls hagkerfisins.

Síðan getur tekið mörg ár fyrir útl. hagkerfið að vinna á atvinnuleysinu. Þá gef ég mér það, að Spáni takist með stífu aðhaldi þau ár að viðhalda þeirri áunnu samkeppnishæfni sem útfl. hagkerfið nú hefur.

  • En ef þessi aukning heldur áfram á þessum dampi, er það hugsanlegt að næsta ár verði smávegis nettó hagvöxtur! 
  • En mun það duga til þess, að forða spænska ríkinu frá "gjaldþroti"?

Skuldirnar nálgast óþægilega hratt 100% múrinn - - og þó svo að útfl. hagkerfið vaxi áfram næstu ár, þá líklega mun samdráttur þess hagkerfis - - sem beið skipbrot á Spáni. Halda áfram enn um sinn!

Jafnvel 1-2 jafnvel 3 ár enn, þó svo að nettó hagvöxtur verði þau ár. Ef vöxtur útfl. hagkerfisins nær því að verða stærri en sogið af hinu draslinu.

  • En kannski fer saltfisksala til Spánar aftur að glæðast - - góðar fréttir fyrir Ísland. 

------------------------------------------

Hvað með Ítalíu? Ítalía virðist einnig vera að fá - aukin viðskipti að utan.

"The level of total new orders was supported by a solid rise in incoming new work from foreign clients. New export orders have now increased for six successive months, and the latest rise was the sharpest since April 2011. "

En samanborið við Spán eru jákvæð áhrif til staðar - þ.e. þau sömu, en ívið mildari atriði fyrir atriði. 

Síðan skuldar ítalska ríkið svo skelfilega mikið - - mér skilst að Ítalía þurfi ca. 3,3% hagvöxt til að standa undir þeim.

Þannig að jafnvel þó að Ítalía hugsanlega eins og Spánn hefji sig upp í smávegis mældan vöxt, þá væri ítalska ríkið samt líklega á leið í gjaldþrot - þ.e. einhvers konar "nauðasamninga" við kröfuhafa.

Mér grunar reyndar, að Spánn endi í þeim bát einnig - - þó lítill séns geti verið til staðar, að Spánn sleppi.

------------------------------------------

En hvað er í gangi í Þýskalandi? Þýskaland er eina landið á þessum lista, sem er með verri tölur en síðast. En þ.s. áhugavert er að þá voru tölurnar einnig slæmar. 

"New order volumes received by manufacturers fell marginally in June. Panellists linked the decline – the third in the past four months – to lower client demand and weak economic conditions. New export orders meanwhile fell at the sharpest rate in 2013 to date, with respondents particularly seeing a reduct ion in new work from Asia and the rest of Europe."

"Reflective of the weaker trend for new orders, manufacturers reduced their workforces for the third consecutive month in June. Almost 14% of panellists reported job losses, with the overall decline the strongest since January."

Mér finnst áhugavert - - fækkun pantana frá Asíu?

Það kemur ekki á óvart að það dragi úr eftirspurn í Evrópu, en samdráttur ofan í það frá Asíu. Hefur hitt Þýskaland - harkalega. Kína á leið í vandræði? En Þýskaland hefur verið háð viðskiptum v. Kína í seinni tíð, vonin verið sú að aukning eftirspurnar þar bæti upp minnkun eftirspurnar innan Evrópu. En ef Kína er raunverulega á leið í kreppu?

Síðan fækkar störfum 3-mánuðinn í röð í þýskum iðnaði. Viðsnúningur sem sagt á þessu ári hvað þetta varðar.

  • En hvert ætli þá að Spánn og Ítalía séu að sækja "aukin viðskipti"? 

Mig grunar að Spánn sé að fá viðskipti frá S-Ameríku. En Ítalía hefur lengi verið sterk á sviði tískuiðnaðar, það má vera að sú eftirspurn sé meira "robust" um þessar mundir. En eftirspurn eftir bifreiðum og vélum/tækjum - sem Þjóðverjar selja.

Ef Kína endar í kreppu eins og fj. fólks er farinn að óttast, þá líklega koðnar allt niður að nýju.

------------------------------------------

Frakkland:  Þar virðist að innlend eftirspurn sé að dragast mun síður saman í júní en mánuðina á undan, en samdráttur í pöntunum til útflutnings var í reynd meiri í júní en í maí.

Það hefur verið bent á, að hin risavaxna samneysla í Frakklandi, dragi töluvert úr sveiflum - - en hún er e-h í kringum 53% af þjóðarframleiðslunni. Magnað!

En það hlýtur að grafa undan getu Frakklands að rísa undir þeim 53% ef útflutningur Frakka heldur áfram að dala á þessum dampi!

En Frakkland er þegar með viðskiptahalla - - kann ekki góðri lukku að stíra, ef sá vex frekar.

------------------------------------------

Holland: Ég hef smávegis verið að fylgjast með Hollandi. En það hefur verið eitt af þeim löndum sem sögð eru standa "vel." En eigi að síður hefur það undarið verið í samdrætti. Eða síðan seinni part sl. árs.

Það áhugaverða er - - að meginástæðan fyrir fækkunum pantana. Er minnkun innlendrar eftirspurnar.

En pöntunum í reynd fjölgaði að utan!

"Weighing on the performance of the sector was a further reduction in the level of new orders received by Dutch manufacturers. The latest decrease in new work was the ninth in consecutive months, albeit marginally. The principal area of weakness was again the domestic market, as shown by a further increase in new export orders. Although moderate, growth of foreign sales was the fastest in five months."

Það er ástæða til að veita Hollandi athygli, því Holland hefur akkilesarhæl - - nefnilega að Holland er með skuldseigustu húsnæðiseigendur á gervöllu evrusvæði. Í Evrópu allri skulda einungis danskir húsnæðiseigendur meir að hlutfalli af tekjum.

Þ.s. það ástand þíðir "rökrétt" er að staða húsnæðiseigenda er þá "viðkvæm" - hætta á að þeir lendi í vanda, ef tekjur skreppa saman. Og auðvitað, ef þeir tapa vinnunni.

Fækkun starfa eru því slæmar fréttir - - líklega íta undir frekari minnkun innlendrar eftirspurnar.

"Employment continued to decline in the lates survey period, in line with the trend observed since February. Moreover, the pace of job shedding accelerated to the fastest in four months."

Greinilegt að kreppan er að skapa harða samkeppni milli seljenda og framleiðenda, sem sést á lækkandi verðum bæði fyrir fjárfestingavörur og fyrir endanlega framleiðslu.

En kannski, þíðir það að samkeppnishæfni þeirra batni - - sem getur þítt aukin viðskipti að utan, áfram.

Spurning hvort að Holland - - sleppur frá því að lenda í húsnæðisskuldakreppu!

"Input costs faced by Dutch manufacturers were down for a fourth con secutive month in June, reflecting lower prices for a range of raw materials. Although easing slightly since May, the rate of decline remained substantial."

"Output prices also fell, albeit to a less marked degree than input costs. The latest decrease in se lling prices was solid, but slightly slower than in the preceding two months. Panellists frequently cited competitive pressures as a factor weighing on selling prices."

------------------------------------------

Grikkland: Tja, það heldur áfram að vera "basket case." Þó samdráttur þar sé minni - - er hann samt ennþá mikill. Og það ofan í allan þann samdrátt sem þegar er orðinn.

Áhugavert í upplýsingum um Grikkland er, að pantanir að utan minnkuðu meir en innlendar pantanir, og var samdráttur erlendra pantana sá mesti mældur síðan í febrúar þetta ár. Ekki er því að sjá, að Grikkland sé að ná fram sambærilegum útflutningsárangri sem sjá má stað á Spáni eða Ítalíu.

Erfitt að sjá að Grikkland eigi nokkra möguleika á því að komast úr sínu skuldafeni.

Verður örugglega að fá mikið af núverandi skuldum - fyrirgefnar.

 

Niðurstaða

Heildarniðurstaða MARKIT er að pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði dragast minna saman í júní en þær hafa gert í 16 mánuði. Mælt PMI er 48,8 eða 1,2% samdráttur. 

Það er samt of snemmt að fullyrða að þetta sé "viðsnúningur" en - að tveir mánuðir í röð séu þetta mikið skárri en tímabilin á undan. Lofar samt góðu.

Rétt að árétta þó, að enn eru mældar tölur yfir pantanir í samdrætti, sem kemur ofan á samdrátt fyrri 16 mánaða. Mikið því af samdrætti sem eftir er að vinna upp.

Það þyrfti töluvert kröftugan hagvöxt, til að vinna að ráði á því gríðarlega atvinnuleysi sem er til staðar, en slíkur vöxtur virðist ekki í kortunum.

Heldur að hugsanlega slefi evrusvæði upp í últra hægan hagvöxt. Ef það raunverulega á sér stað, að viðsnúnings "trend" sl. 2-ja mánaða heldur áfram.

Það myndi þíða, áframhaldandi samfélagslega tragedíu - - vegna áframhalds hins ofsalega atvinnuleysis.

Upplifun almennings að það sé kreppa, myndi líklega ekki breytast nærri því strax. Eða ekki fyrr en það fer raunverulega að rofa að ráði til um atvinnumál. Sem enn getur verið nokkur ár í.

------------------------------------------

Ef þ.e. útkoman - - þá væri þetta "japönsk" stöðnun! 

En 10. áratuginn, þá mældist oft í Japan hægur hagvöxtur.  Lífskjör hafa ekki orðið neitt hrikaleg í Japan, en séð heilt yfir hefur hagkerfið í Japan verið nokkurn veginn alveg "flöt lína" frá 1990.

Japan því hnignað hlutfallslega verulega mikið. 

Á hinn bóginn, er ástandið á evrusvæði víða mun verra en það nokkru sinni varð í Japan, þegar kemur að hnignun lífskjara og atvinnumálum. Og því of snemmt að fullyrða að mál endi þó eins vel og í Japan.

 

Ps: Bendi fólki að lesa áhugaverðan pistil - eftir Otmar Issing: The Risk of European Centralization

Skoðanir fyrsta Seðlabankastjóra Evrusvæðis eru alltaf áhugaverðar. En hann er ekki þessi dæmigerði evrusinni, eða ESB sinni. Sem á ekki að skoðast svo að hann sé andvígur ESB eða evru. Hann barasta vill ekki endilega nákvæmlega sömu framtíðar ESB og sumir aðrir vilja.

 

Kv.


Snowden færi hæli í Rússlandi!

Þá virðist það staðfest sem mig grunaði - - að rússneski björninn hefur kokgleypt Snowden. Það þarf ekki að efast um, að þ.s. hefur verið í gangi síðan Snowden lenti í Moskvu, er leikrit undir stjórn rússneskra leynistofnana. Orð Putins um skilyrði hans til Snowden, einfaldlega - lítill leikstúfur í því leikriti. Putin að þyrla upp smávegis ryki - - til að villa um sýn. Tilraun til að bægja frá hinum augljósa grun!

Snowden sækir um hæli í Rússlandi

Snowden Seeks Asylum in Russia

Edward Snowden applies for asylum in Russia

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon - "There's only one condition: He must stop his work aimed at harming our American partners, strange as that may sound coming from my lips," said Mr. Putin.

Mér virðist að Putin geti verið húmoristi - þegar sá gállinn er á honum. En þetta er dálítið "svartur" húmor, því að sjálfsögðu hefur ekkert verið gert, nema skv. fyrirmælum Putins.

En það má kannski einnig skoða þessi ummæli, sem fyrirmæli til þeirra starfsm. leynistofnana Rússa - - ekki fleiri "Snowden" opinberanir í bili.

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon - "He considers himself an activist and a fighter for human rights and democracy and he by all indications doesn't intend to stop that work."

Sem væntanlega er afsökun fyrir því - - að leynistofnanir Putins láti frá sér frekari meinta "leka" Snowdens í framtíðinni.

Ef Putin telur það henta - - síðar meir.

En þá auðvitað - - mun Putin hafa skapað sér afsökun, þarna sé Snowden að verki.

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon- "Mr. Putin, a former Soviet KGB agent, underlined that he views Mr. Snowden as a spy. "He's not our agent, he's not working with us," he said."

Þarna virðist mér Putin - - neita því formlega, að Snowden sé að dreifa upplýsingunum fyrir Rússa. Augljóst grunar flr. en mig, að þetta sé "set-up."

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon  - ""Russia "never hands anyone over and doesn't plan to," Mr. Putin said, apparently referring to accused spies."

Að sjálfsögðu ekki, Snowden mun aldrei aftur verða frjáls maður - - verður vafið í bómull rússn. leynistofnana ævina á enda.

En það mundi ekki ganga að sjálfsögðu, að hann segi e-h aðra sögu, en þá sem Rússar vilja að sé haldið að fjölmiðlum.

  1. Þ.s. verður einna helst forvitnilegt er - - hvort Snowden kemur fram formlega eða ekki? Þ.e. í "news conference." 
  2. En ef hann kemur fram, þá væri hann búinn að sætta sig við, að vinna fyrir Rússa. En ef ekki, þá væri svo ekki, hann væri þá í reynd ekkert annað en - - fangi Rússa. 

Yfirlýsingin um "ósk eftir hæli" eitt allsherjar plat."

Mr. Putin, speaking at a Kremlin news conference Monday afternoon -  ""At best, we've exchanged our foreign-intelligence agents for those who were detained and convicted by Russian courts," he said."

Það er samt sem áður áhugaverð samlíking Putins við njósnara Kalda Stríðsins. Putin er þá að bera mál Snowdens saman við þekkta njósnara, sem sviku t.d. bresku leyniþjónustuna á sínum tíma. Og voru á endanum sendir til Rússlands í skiptum fyrir njósnara, sem höfðu verið teknir af Rússum.

Má velta fyrir sér - - hvort Putin sé að íja að þeim möguleika, að skipta Snowden fyrir einhvern sem Bandaríkin hafa ef til vill - dæmt sekan fyrir njósnir fyrir Rússa?

 

Niðurstaða

Mér virðist það staðfest að Snowden hafi lent í gini bjarnarins, við lendinguna í Moskvu. Þessar síðari opinberanir Snowden, eru alveg pottþétt komnar í reynd frá rússn. leynistofnunum. Sem hafi falsað með hraði, þ.s. hentaði rússn. hagsmunum - að væri "opinberað" af Snowden.

En ég bendi á áhugaverðan mun á þessum meintu njósna ásökunum innan veggja stofnana ESB, þ.s. tölvukerfi ESB á að hafa verið tekið sérstaklega fyrir, og að auki dreift hlustunartækjum í íverustaði og skrifstofur sendimanna Brussel í Washington - þegar þeir mættu þar á fundi.

Að áður fram komnar ásakanir, sem ég sé enga ástæðu til að draga í efa, voru um njósnir Bandar.manna almennt á internetinu. En einnig "tölvuárásir" sem gerðar hafi verið á kínv. tölvukerfi og gsm-símkerfi. En það getur verið "tit for tat" þ.s. vitað er að kínv. leynistofnanir hafa ítrekað gert "hakk" árásir, á tölvukerfi stofnana - fyrirtækja og símfyrirtækja í Bandar. 

En ásakanir sem koma um njósnir NSA innan stofnana ESB og hjá sendimönnum ESB, eftir að Snowden er lentur í Mosku. Virðast mér í hæsta máta grunsamlegar - - því það virðist miklu minna rökrétt að Bandaríkin séu að beita slíkum meðölum á ESB heldur en á Kína.

  • En aftur á móti, eru slíkar ásakanir mjög líklegar til að skaða samskipti Evrópu og Bandaríkjanna, atriði - - sem Moskvuvaldið sé líklegt til að sjá sem - sinn gróða.
  • En fram að þessu, virtist ekki að njósnaupplýsingar Snowden væru að skapa mjög mikinn hávaða í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna, en öðru máli - allt öðru máli gegnir um hinar síðari "afhjúpanir."

Manni virðist það afskaplega "áhugaverð" tilviljun, að afhjúpanir sem greinilega þjóna svo rækilega hagsmunum Rússland, væru að streyma fram - - akkúrat þegar Snowden er í Moskvu.

Líklega að það sé alls ekki tilviljun - - ég lít svo á að hælisbeiðni "meint" eða raunveruleg frá Snowden, sé nokkurs konar staðfesting þess, að grunur minn sé á rökum reistur.

En ég spáði því einmitt um daginn - - að ef það væri sem ég taldi rétt, að Snowden mundi einmitt "óska" hælis í Rússlandi. Gerast rússneskur ríkisborgari.

Það í reynd skiptir engu máli hvort hann er af fúsum frjálsum vilja að óska hælis eða ekki, ef hann hefur formlega lagt slíka beiðni fram - þá er það vegna þess að hann hefur samþykkt að spila leikritið eins og Moskva vill spila það. En ef Snowden sést ekki, enginn fjölmiðill fær að ræða við hann, hann hverfur inn í Rússland - - og sést ekki meir. Þá væri það v. þess að Snowden hefði ekki samþykkt, að leika leikrit Rússa og væri því "fangi" að öllu leiti. En þó svo hann samþykki að spila með - - þá held ég að hann fái ekki frelsi eins og við skiljum frelsi, en það gæti falið í sér "betri meðferð."

Hann fengi þá við og við að koma fram - - svo lengi sem hann segir einungis þ.s. honum er uppálagt að segja.

En það eru fleiri en Putin sem muna eftir Kalda Stríðinu og hvernig KGB kom fram.

----------------------------

Ps: Segir Obama hafa í hótunum við ríki

Yfirlísing frá "Snowden" á síðu Wikileaks. En þ.e. auðvitað engin leið að vita fyrir víst hvort þau eru frá honum komin. En líklega hefur hann "leyniorð" til umráða eða "dulkóða." Ef það síðara, væri það á einhverju rafrænu formi, sem rússn. leyniþjónustan gæti hafa náð af honum. Ef leyniorð þyrfti hann að hafa sagt frá því - - brotnað niður, en það sennilega eru nægilega margir dagar liðnir til þess að flestir myndu brotna niður, ef þeim er ekki leyft að sofa svo lengi.

Síðan getur hann eftir þennan dagafjölda, hafa komist að samkomulagi v. rússn. yfirvöld - - þannig að hann sé þá, að spila með. 

Verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli áfram.

 

 

Kv.


Framkoma ásakana um njósnir NSA innan stofnana ESB getur bent til þess að Putin ætli að veita Snowden hæli!

Mér finnst það smávegis grunsamlegt. Að þessar ásakanir um njósnir NSA (National Security Agency) dúkka upp. Nokkrum dögum eftir að fréttist, að Snowden hafi dagað uppi á Moskvu flugvelli. Sagður vera fastur á komusvæðinu. Á því hvá vera hótel. En starfsmenn þess, neita að svara hvort hann sé þar. En það þarf ekkert endilega benda til þess að hann sé þar. Þó svo sannarlega geti verið.

  • Spurningin er - - hverjum er í hag að þessar ásakanir koma fram?
  • Putin gamli KGB meistarinn, kann örugglega öll klassísku kaldastríðs brögðin, þegar kemur að "misinformation." En KGB stundaði mjög mikið af slíku.
  • Og enginn vafi er um, að núverandi leynistofnanir Rússlands, geta falsað mjög sannfærandi útlítandi gögn - - sem fljótt á litið virðast ekta. Jafnvel sérfræðingar væru í erfiðleikum með að greina þau sem falsanir.
  • En ég á smávegis erfitt með að sjá, hvað Bandaríkin gætu mögulega grætt á njósnum "National Security Agency" innan stofnana ESB.
  • Ég meina, hvað mögulega gæti þar verið þess virði fyrir Bandaríkin að njósna um?
  • Þess virði, að taka áhættuna af því, ef upp um málið kemst?

Mér virkilega dettur ekkert í hug!

NSA Spied on European Union Offices

NSA Accused of Spying on EU

EU demands answers over claims the US bugged its offices

Kremlin's Bet on Snowden Appears to Sour

 

Framkoma þessara ásakana getur bent til þess að Putin sé að undirbúa að veita Snowden hæli!

Grein Wall Street Journal kemur fram með áhugaverðan punkt - - að það höfði til rússneskrar þjóðerniskenndar, að veita Snowden hæli.

En ef þ.e. svo að Putin er að íhuga slíkt, undirbyggja þá stemmingu - - sem endar í því að Snowden fær að búa í Rússlandi, með ríkisborgararétti - borguðu húsnæði o.s.frv.

Þá þarf Rússland að fá eitthvað út úr Snowden sem réttlætir það, þann kostnað sem myndi felast í formi versnandi samskipta við Bandaríkin, að Snowden verði áfram í Rússlandi.

Spurning hversu frjáls Snowden væri, en það gæti í reynd verið nokkurs konar stofufangelsi, en ég efa að hann mundi hreyfa legg eða lið, án þess að vera umkringdur leyniþjónustufólki.

Ef þessi ákvörðun verður tekin, þá væntanlega verður sjónarspil sett upp - - þ.s. Snowden kemur fram hér og þar, klippir borða - brosir framan í myndavélar -  fær borgarlykilinn í ýmsum borgum Rússlands - - Snowden heldur ræður um meintar sem og raunverulegar njósnir Bandar. og hælir Putin "mannvininum" fyrir að standa gegn "ofurveldi Bandaríkjanna" og fyrir að "veita honum hæli."

-------------------------------------

Þ.e. eins og afhjúpunin sé sérstaklega beint að því að koma vik milli Bandar. og Þýskalands sbr:

"However, Germany is classified as a “third class” partner." - "“We can attack the signals of most foreign third-class partners, and we do it too,” Der Spiegel quoted a passage in a NSA document as saying." - "Sabine Leutheusser-Schnarrenberger, German justice minister, said: “If the media reports are true, then that is reminiscent of the methods of foes during the Cold War. It defies all belief that our friends in the US see Europeans as enemies.”"

Þarna sýnist mér skjalið "slá yfir markið" og líklega afhjúpa þ.s. augljósa líklega fölsun.

Ég er alveg viss um það, að Bandaríkin eru ekki að "ráðast að samskiptum" skilgreindra vinaþjóðar - sérstaklega vinaþjóðar sem er svo mikilvæg fyrir Bandar. sem Þýskaland er. Enda væri það til þess eins, að skapa úlfúð ef upp kæmist - skaða samskipti vinaþjóða, sem gæti skaðað verulega bandar. hagsmuni. Ef e-h sem er and-Ameríku sinnaður heldur að ég sé með þessu að ganga of langt - - þá bendi ég viðkomandi á þá miklu hagsmuni sem Bandar. hafa af góðum samskipum v. Þýskaland. En þar í landi eru mjög mikilvægar bandar. herstöðvar - - sem eru ekkert minna en "megin birgðastöðvar Bandar. hers utan eigin landsteina." Væri stórt högg fyrir Bandar. að missa þær - - svo þ.e. alveg öruggt. Að Bandar. umgangast ekki samskipti v. Þýskaland af "léttúð."

Öðru gegni um þjóðir sem skilgreint hafa sjálfar sig sem andstæðinga. En þá er engin áhætta í húfi fyrir Bandar. ef málið kemst upp, slæm samskipti eru einfaldlega slæm áfram.

-------------------------------------

Hugsanlegt bandalag milli Rússlands og Þýskalands, væri aftur á móti ótrúlega gagnlegt fyrir Rússland! Myndi geta gert Rússlandi það mögulegt, að verða stórveldi. Og Rússa dreymir um fátt annað en að verða stórveldi að nýju.

En með ríkustu þjóð Evr. sem bakhjarl, sem þíddi væntanlega ruglun reita í efnahagslegu tilliti, þá gæti Rússland með aðstoð þýskra fyrirtækja og fjárfestinga, orðið mjög öflugt hagkerfi - - til samans væru þau tvö stórveldi.

Og sem meira er, mjög vel fræðilega fær um að ógna stöðu Bandar.

Pentagon í Bandar. hefur örugglega teiknað upp fræðilega mögulega sviðsmynd af slíku tagi, sem ég ítreka - - er hvatning fyrir Bandaríkin. Að gera ekki Þýskaland að óvin.

Meðan að Þýskaland er einn mikilvægasti bandamaður Bandar. - - getur sú sviðsmynd ekki orðið að veruleika. Meðan að ég á mjög erfitt með að sjá, að Rússland mögulega geti keppt við Bandaríkin að eigin rammleik. 

Nema að öflugum bandamanni sé bætt við, og það getur ekki verið Kína. Því sem bandamaður Rússlands, þá væri Rússland komið í svipað ástand og Ítalía var þegar Mussolini var í bandalagi við Þýskaland þess tíma. Þ.e. mjög virkilega svo "junior partner."

Kína mundi líklega gleypa Rússland! Er í reynd það ríki, sem Rússlandi landfræðilega stafar mest ógn af. Meðan að Kína + Þýskaland, ásamt leppríkjum Þýskalands, væru til samans nægilega sterk til að standa samtímis gegn Kína og Bandaríkjunum. 

Verða 3-risaveldið í sameiningu.

  • Putin hefur með öðrum orðum, margvíslegar ástæður til að vilja - skapa vik milli Evrópu og Bandaríkjanna, og sérstaklega nánar tiltekið Þýskalands og Bandar.
  • En hann er klassískur "zero-sum" þ.e. allt þ.s. skaðar Bandar. er gróði Rússlands.
  • Ef tekst að skapa fjarlægð milli Bandar. og ESB, þá gæti skapast svigrúm fyrir Rússland!

 

Niðurstaða

Mér finnst ákaflega sennilegt reyndar, að leynigögn sem eiga að sýna fram á njósnir NSA á stofnunum ESB. Séu fölsuð. Og nánar tiltekið, fölsuð af rússnesku leyniþjónustunni.

Enda virðist mér orðalag þ.s. kemur fram í Spiegel - grunsamlegt. Eins og hannað til þess, að skapa úlfúð milli Evrópu og Bandar. Sérstaklega Þýskalands og Bandar.

Putin sé örugglega ljós, veik staða Rússlands eftir því sem Kína sem Rússland á mjög löng landamæri við styrkist. Ég sé það í hendi mér, að Rússland eitt - ræður ekki við Kína til lengdar.

En fræðilega væri líklega Rússland ásamt Þýskalandi og fylgiríkjum þess, nægilega sterkt afl. Til samans gætu þau verið 3-risaveldið. En ekki í sitt hvoru lagi.

Ef Putin ætlar að veita Snowden hæli, þarf hann að "mjólka" Snowden eins og hann getur, til að fá inn á móti þeirri áhættu af versnandi samskiptum við Bandaríkin, eitthvað gagn fyrir Rússland sem getur vegið það upp. 

Ef sá gambíttur að skapa vik milli vina þ.e. Evrópu og Bandaríkjanna tekst, þá væri það líklega fullkomlega réttlætt - kostnaðarlega séð fyrir Rússland - að veita Snowden hæli.

Þar væri hann þó líklega ekki í reynd frjáls maður - - og líklega er hann það ekki. Sennilega í reynd í haldi rússnskra leynistofnana. Líklega það alla tíð síðan hann lenti í Moskvu. 

Örugglega verið að hræða Snowden, til að gerast þjónn hagsmuna Rússlands. Gegnt loforðinu um góða meðferð og líf í atlæti ævina á enda. Spurning hvort að Snowden er lentur í "gini bjarnarins." Þaðan sem hann sleppi ekki!

 

Kv.


Hvað mundi risahöfn í Finnafirði gera fyrir Ísland?

Um daginn var sagt frá því að Sveitafélagið Langanesbyggð, hefði gert samkomulag við "Bremenports" í Þýskalandi, en að sögn sveitastjórnarmanna - - ætlar "Bremenports" sem sérhæfir sig í rekstri hafna, að verja eigin fjármunum til að rannsaka aðstæður í Finnafirði. Til að meta kosti staðarins, fyrir hugsanlega risahöfn.

Bremerhaven - "The port of Bremerhaven is the sixteenth-largest container port in the world and the fourth-largest in Europe with 4.9 million twenty-foot equivalent units (TEU) of cargo handled in 2007. In addition, more than 1,350,000 cars are imported or exported every year via Bremerhaven. Bremerhaven imports and exports more cars than any other city in Europe except for Rotterdam, and this traffic is also growing. In 2011 a new panamax-sized lock has been opened, replacing the 1897 Kaiserschleuse, then the largest lock worldwide."

"Bremenports GmbH & Co. KG is a privately funded port management company of the Municipality of Bremen and is responsible for the development, expansion and maintenance of ports in the ports of Bremen. The tasks of the company range from the marketing of the infrastructure of the ports on the control and coordination of major projects to building maintenance."

Brimarhöfn eða Bremerhaven er ca. svipað stór borg og Reykjavík - - en ætla má að rekstrarfélag hafnarinnar "Bremenports" hafi nokkra veltu, fyrst að höfnin er 16 stærsta gámaflutningahöfn heimsins.

Bremenports til samstarfs um Finnafjörð

Landeigendur í Finnafirði ósáttir

Trúnaðarkrafa kom í veg fyrir samráð

 

Google Earth - Finnafjörður!

 

Hve miklu fyrir Ísland myndi risahöfn breyta?

Rektrarfélag Brimarhafnar er líklega ekki nægilega stórt eitt og sér, til að taka þetta dæmi að sér. Svo við skulum aðeins halda okkur á Jörðinni ennþá. Á hinn bóginn, að svo virðulegt þýskt félag fæst til að koma með sína eigin peninga, til að skoða málið nánar - - kostnaður áætlaður nokkuð hundruð milljónir. Sem rekstrarfélagið væri ekki að verja, nema það teldi hugmyndina ekki "galna."

En það má mjög vel vera, að eftir að svæðið hefur verið rannsakað frekar - - sem líklega verður ekki lokið fyrr en núverandi kjörtímabil Alþingis er lokið. Að þá, hafi rekstrarfélag Brimarhafnar framgöngu um að - afla fjárfesta til verkefnisins.

En það myndi ekki koma mér að óvörum, ef rekstrarfélagið er með hugsanlegan áhuga á að reka höfnina, ef af því verður - að reisa hana í Finnafirði.

-------------------------------

Þessi höfn ef af verður - - getur fræðilega samtímis þjónað sem "olíuhöfn" og hugsanleg stórskipahöfn fyrir flutninga yfir pólinn frá Kína.

  1. Það mundi skipta miklu máli fyrir lífskjör landsmanna allra - - ef um er að ræða tilkomu risahafnar í samhengi "pólflutninga."
  2. En málið er, að þá myndi vöruverð á landinu lækka. Hafið samt í huga að við líklega erum ekki að tala um hlut, sem verður kominn að fullu á koppinn fyrr en eftir 20 ár eða svo.
  3. Af hverju lækkar vöruverð - - þ.e. vegna þess, að ef það mun streyma gríðarlegt vörumagn í gegnum landið, þannig að Ísland verður að mikilvægri umskipunarmiðstöð varnings fyrir pólsiglingar. Þá eykst mjög samkeppnin í siglingum hingað því vegna stórfellt aukins flutningsmagns myndu mun fleiri aðilar hafa áhuga á Íslandssiglingum. Og við það myndu flutningsgjöld til og frá landinu - - fara niður. Líklega töluvert.
  4. Þetta myndi einnig leiða til þess að ísl. fyrirtæki myndu geta greitt hærri laun, því að kostnaður við innflutning rekstrarvara myndi lækka samtímis því að einnig yrði ódýrara að flytja fullunna vöru úr landi.  
  5. Hærri laun samtímis því að vörur í verslunum yrðu ódýrari!
  • Þetta væru áhrif sem allt landið myndi njóta!
  • En auk þessa, myndi svæðið þ.e. Langanesbyggð, líklega verða miklu mun fjölmennara sveitafélag en í dag. En ef við skoðum kortið að ofan, má sjá að skammt er í Þórshöfn en nokkru fyrir sunnan er annað pláss - Bakkafjörður. Flóinn sem heild kallast Bakkaflói. Finnafjörður er fjörður út frá honum.
  • Mér myndi ekki koma á óvart, ef upp byggðist í kringum slíka höfn - - byggð ca. að umfangi byggðarinnar við Akureyri.

-------------------------------

Ef Pólflutningarnir eiga sér ekki stað, en Finnafjarðarhöfn yrði miðstöð fyrir gas-/olíuvinnslu, þá væri ekki um lækkun vöruverðs í landinu.

En olíu-/gastekjur að sjálfsögðu myndu einnig lyfta upp lífskjörum Íslendinga allra.

Og það yrði einnig stórfelld uppbygging á umráðasvæði Langanesbyggðar.

-------------------------------

Svo er auðvitað fræðilegur möguleiki á báðu - - þ.e. Pólflutningar og umskipunarhöfn, og miðstöð fyrir gas- og olíuvinnslu.

Það áhugaverða er, ef sá möguleiki er íhugaður - - að hvort tveggja gæti þá verið að eiga sér stað samtímis, þ.e. að vinnsla sé að hefjast fyrir alvöru, gæti einmitt verið að eiga sér stað eftir 20 ár.

Eins og það líklega tekur vart skemmri tíma, fyrir Pólflutninga að hefjast fyrir alvöru, þannig að höfn þurfi að vera tilbúin innan þess tímaramma.

2x - - þíddi náttúrulega að Ísland yrði ekki fátækara en Noregur!

  • Ef hvort tveggja - - tja, þá gæti það átt sér stað!
  • Að NA-land yrði smám saman efnahagsleg þungamiðja Íslands.
  • Yrði mikilvægari en Faxaflóasvæðið.
  • Þó það svæði væri ólíklegt til að visna upp og deyja.
  • Myndi það þó missa spæni úr aski sínum.

Þá erum við sennilega að tala um 50 ára samhengi. En að þeim liðnum, gæti öll sú breyting verið um garð gengin. Að NA-land væri nærri því jafn fjölmennt og í dag SA-hornið á landinu er. Sennilega ríkara.


Niðurstaða

Þ.e. óhætt að segja, að tilkoma risahafnar við Finnafjörð. Gæti valdið mikilli umbyltingu á Íslandi. En rétt er að rifja upp, að það var vegna tilkomu Reykjavíkurhafnar rétt fyrir Fyrra Stríð. Sem Reykjavík fór að byggjast upp fyrir alvöru.

Önnur og enn stærri höfn, með mun meira flutningsmagni. Myndi a.m.k. ekki hafa smærri áhrif. Þannig að það má reikna með því. Að mikil fjölgun íbúa NA-land mundi eiga sér stað. Sérstaklega ef olíu- og gasvinnsla á sér einnig stað. Ef við gerum ráð fyrir því að risahöfn komi til vegna flutninga yfir pólinn.

Þó að íbúa NA-land myndu græða hlutfallslega meira, myndu allir Íslendingar þó græða stórfellt. Sérstaklega ef hvort tveggja Pólflutningar og olía-/gasvinnsla á sér stað. Ef bara annaðhvort, væri það samt mjög stór breyting. Og eiginlega það stór, að um umbyltingu væri að ræða. 

En ef hvort tveggja samtímis, þá yrði Ísland ríkt.

  • Umhverfisáhrif eru eðlilega töluverð - - en líklega í reynd smærri en af einu stykki risaálveri. Ef við erum að hugsa málið í virkjunum - sökktu landi og rafstrengjum þvert yfir landið.
  • Sérstaklega ef ekki verður af olíu-/gasvinnslu, en það kemur samt risahöfn vegna pólflutninga. Þá verða engin olíuskip á ferðinni. Einungis flutningaskip. Engin olíu-/gasvinnsla.
  • En ef hvort tveggja á sér stað. Þá væru olíuskipin einnig á fartinni innan um stóru flutningaskipin. Og líklega sett upp birgðastöðvar jafnvel vinnslustöðvar fyrir olíu-/gasvinnslu. Umhverfisáhrif af slíku eðlilega yrðu nokkur. Þó þau væru ekki mæld í sökktu landi eða eyðilögðu lífríki áa!
Þannig séð er þetta - - eitthvað annað en álver!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 35
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 408
  • Frá upphafi: 871498

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 378
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband