Eftirlitsmenn ÖSE handsamaðir af uppreisnarmönnum í A-Úkraínu

Það var hinn dularfulli, Vyacheslav Ponomaryov, sjálfskipaður borgarstjóri Slaviansk, sem er sagður hafa fyrirskipað töku "rútu" með eftirlitsmönnum ÖSE. Það sem þetta "kannski sýnir" er að "lögleysan" í SA-Úkraínu, sé að færast yfir á "varasamt stig" en það veit í reynd enginn, hver stendur að baki þessum Ponomaryov. Þannig séð, er ekki gott að segja heldur, hvað ráði ákvörðunum sem hans hópur tekur.

Þeir koma fyrir sjónir eins og hver annar hópur "vopnaðra öfgamanna."

From soap factory to commanding a rebel town in Ukraine

Og í viðtalinu, sjá hlekk að ofan, þá talar hann einnig alveg eins og "öfgamaður."

Hver var hans uppgefna ástæða fyrir því að "taka rútuna?"

"It isn't nice, people who come as observers from the European community are bringing with them a real spy. This isn't nice,"

Military Observers Taken Hostage

Mediators held in Ukraine as U.S. readies new Russia sanctions

Engin leið að vita, hvort þetta sé nefnt sem "yfirvarp" eða hvort hann raunverulega trúði orðróm, þess efnis að í rútunni væri njósnari á vegum stjórnvalda í Kíev.

  • Virkilega bendi fólki á að "lesa viðtalið að ofan" - en það bendir ekki til þess að sá ágæti maður, sé í góðu andlegu jafnvægi.

Það veit í reynd enginn hver raunverulegur stuðningur er að baki þeim hópum, sem hafa tekið yfir opinberar byggingar í A-Úkraínu

Þeir hafa ekki verið kjörnir til verka - það eitt er öruggt.

Donetsk governor plays down rebel threat

Eins og Vyacheslav Ponomaryov talar, þá líklega er hann og félagar hans, "þjóðernisöfgamenn."

Slíkir vanalega hafa "mjög takmarkað fylgi" - miðað við það hvað hann sjálfur sagði:

"Of course we don't have 100 percent" of support from the town's 110,000 inhabitants, he says. "Some hesitate. Others are afraid."  - > He adds: "There are also people who are openly right-wing. When the time is right, we'll take care of them. There are traitors.""

Það getur vel verið, að þeir "hræddu" séu "meirihlutinn" - það gýs í gegn "hatur" á stjórnarsinnum "sem hann kallar hægri-menn." Spurning hvað hann á við með "we'll take care of them." - - það hljómaði of mikið eins og, hann ætti við að ganga á milli bols og höfuðs.

Það hafa borist fregnir af því, að hann og félagar hans, haldi uppi "fangelsi í bænum" - þeir hafa m.a. handtekið "nokkra blaðamenn."

  • Það hve "skuggalegt þetta lið er" er ágætt að íhuga í samhengi "við fullyrðingar þess efnis" að stjórnin í Kíev, sé "dómineruð af fasistum."

----------------------------------------

Serhiy Tarhuta, sem nýlega var skipaður af stjórnvöldum í Kíev, stjórnandi Donetsk héraðs - - hann fullyrðir að "þessir öfgamenn" séu ekki nema rúmlega 500 manna "harður kjarni."

Íbúar héraðsins séu 4,5 milljón.

Engin leið að vita "hver sannleikurinn" að baki þeirri fullyrðingu er. 

Herra Tarhuta er út af fyrir sig, einnig "skuggaleg fígúra" þó af öðru tagi - - svokallaður "óligarki."

Forríkur verksmiðjueigandi og iðjujöfur. Hefur umtalsverð efnahagsleg ítök innan héraðsins, hann segir að "kosningarnar undir lok maí" muni fara fram skv. áætlun.

Hann segist standa í viðræðum við liðsmenn þeirra sem halda þeim höfuðstöðvum, sem tilheyra með réttu "embætti landstjóra."

  • Sjálfsagt á stjórnin í Kíev - enga valkosti aðra, en að velja einhvern sér til "bandalags" sem hefur sjálfstæð ítök.


Eins og staðan að mörgu leiti lítur út

Þá hafa æsingamenn og öfgamenn - - tekið yfir. Og gera sitt besta, til að "skapa ótta" meðal borgara, til að "fá þá með sér í lið."

Ég skal ekki segja - "að Svoboda" og tengdir þeim flokki, séu ekki skuggalegir.

  • En ég sé ekki að Vyacheslav Ponomaryov og liðsmenn, sé einhver - betri valkostur.

En æsingamennirnir í röðum beggja - virðast vera að halda uppi "gagnkvæmum hatursáróðri" þ.s. annarsvegar stjórnin í Kíev er borin saman við "faistastjórnina í Úkraínu" sem stóð með nasistum í Seinni Styrjöld - - - - það verður að segja sem er, að ekkert í aðgerðum hennar, bendir til þess að þar sé líkum að líkjast. En ef marka má æsingamenn í A-Úkraínu, verði fólk að rísa upp gegn stjórninni, og verja hendur sínar svo rússn.mælandi íbúar verði ekki beittir alvarlegu ofbeldi eða þaðan af verra.

Á sama tíma, sjá úkraínskir þjóðernissinnar, liðsmenn æsingamanna í A-Úkraínu sem "5-herdeild" á vegum Pútíns, liðsmenn á vegum hans, handbendi hans, þarna sé ekkert annað í gangi en "yfirtaka á úkraínsku landi" klædd í búning "yfirborðs lögmætis." Eiginlega - að innrásin sé þegar hafin.

Það er síðan merkilegt, hvernig netið - - er "meðvirkt."

En fullt af fólki, m.a. á Íslandi, virðist telja sig vita, nákvæmlega hvað er á seyði. 

Síðan virðist það "uppfullt af æsingatali" sem finna má á víð og dreif um netið.

  1. En þ.e. kannski "einmitt tilgangur" æsinga-talsins, að skapa ótta.
  2. Endurvekja hatrið sem gaus upp í Seinni Styrjöld.
  3. Búa til "borgarastríð."
  • Höfum í huga "að öfgamenn á báða bóga" líklega - efla hverja aðra.

Því fleiri sem trúa því, að Kíev-stjórnin stjórnist af "nasistum" og íbúar landsins, verði að "slá upp vegatálmum" og "taka yfir opinberar byggingar" - taka yfir stjórn mála í sínum héröðum. Annars muni nasistarnir fara illa "með okkur."

Því eflist fylgið á móti einmitt við, öfgasinnaða úkraínska þjóðernissinna, sem líta á andstæðinga sína sem "flugumenn Pútíns." Telja landið þegar í ástandi "innrásar."

  • Það er alls óvíst - - að meirihluti íbúa. Hafi orðið "róttækni að bráð.

-----------------------------------------

Spurning hvort að öfgamönnum í röðum beggja - - tekst að efla þessar "gagnkvæmu sviðsmyndir, í hugum almennra íbúa?

Sem betur fer, hefur ekkert umtalsvert manntjón enn orðið.

Þannig séð, er þetta með öðrum hætti en í Júgóslavíu, þ.s. mjög hratt spratt upp "mjög alvarlegt ofbeldi!

 

Niðurstaða

Það er eiginlega merkilegt, miðað við það - hve hatrömm umræðan er. Hve lítið ofbeldi í reynd hefur átt sér stað. Allt í allt á undanförnum vikum - hafa sennilega færri en 10 manns látið lífið. Höfum í huga að í Júgóslavíu létu tugir þúsunda lífið.

Þ.e. þegar menn skoða "hvað raunverulega hefur gerst" - sem að upphrópanirnar sem finna má víða um netið, hljóma verð ég að segja, "kjánalegar."

Ímyndum okkur hvað mundi gerast t.d. á Íslandi, ef hópar grímuklæddra manna mundu taka yfir bæjarskrifstorfur á "Vestfjörðum" - þeir væru með lambúshettur og vopnaðir. Á sama tíma, væru settir upp vegatálmar að þeim sveitafélögum, þ.s. einnig væri kjarni vopnaðir með grímur?

Mundi ekki vera safnað liði meðal "lögreglusveita" á landinu? Og hún mæta, vopnuð "hríðskotarifflum" á vettvang? En það eru til þýskir hríðskotarifflar í vopnageymslu lögreglunnar. Verið algerlega gersamlega viss - - og það er einnig líklegt að þeir tveir eða þrír brynvagnar sem víkingasveitin á, mundu vera notaðir einnig.

Gæti einhver farist? Hugsanleg, en ísl. lögreglan mundi beita þeirri hörku sem til þyrfti, að brjóta niður slíkar ólöglegar aðgerðir. Síðan yrðu menn handteknir og fengu fangelsisdóma líklega síðar meir.

---------------------------------

Höfum í huga að ríkisstjórnin í Kíev, er ekki "ólögleg." Hún situr í skjóli "þingsins" þ.e. þess sem síðast var kjörið í almennum kosningum. Þetta er svokölluð "utanþingsstjórn." Ráðherrar - ekki þingmenn. Þ.e. ekkert í stjórnlögum eða almennum lögum sem banna "utanþingsstjórnir." Þingið þarf auðvitað að samþykkja frumvörp á hennar vegum svo þau verði að lögum. Og sætta sig við utanþingsstjórnina.

Settur forseti og stjórnin, er bara fram að kosningum sem fyrirhugaðar eru undir lok mái.

Þær kosningar verða undir "alþjóðlegu eftirliti." 

Þ.e. áhugavert, að "uppreisnarmenn" skuli hafa "tekið" eftirlitsmenn á vegum ÖSE.

Þeir kannski "vilja ekki eftirlit." Og það má einnig velta því fyrir sér, að ef til vill - vilja æsingamennirnir í A-Úkraínu, ekki að kosningarnar fari fram, því þeir viti að fylgið sem þeir hafi sé í reynd lítið.

 

Kv.


Harkan í Úkraínudeilunni vex - virðist blasa við hótun um innrás frá Rússlandi

Það er mögnuð móðursýkin í orðaræðunni af hálfu deiluaðila. Ráðherrar bráðabirgðastjórnarinnar í Kíev, þegar þeir tala um þá sem standa fyrir uppreisn í A-héröðum Úkraínu. Þá nota þeir orðalagið "hryðjuverkamenn" eða "hryðjuverkaöfl" og sveipa aðgerðir sínar í búning "baráttu gegn hryðjuverkum."

Þetta er að sjálfsögðu afskaplega ósanngjörn "orðaræða." En þ.e. ekki verið að drepa fólk í stórum stíl. Þ.e. ekki heldur verið að fremja sprengjutilræði. Ekkert af dæmigerðum aðgerðum sem flokkast undir hryðjuverk - - á hinn bóginn er sannarlega til staðar "uppreisn."

Á hinn bóginn er orðaræða andstæðinga stjórnarinnar í Kíev, engu betri - - en ef stjórnin í Kíev talar um hryðjuverkaföfl, þá eru stjórnarliðar titlaðir fasistar eða nasistar, sakaðir um að vera málaliðar Vesturvelda sem víst að sögn andstæðinga, greiddu þeim sem frömdu byltinguna nýverið "laun" - skv. sögn andstæðinga var byltingin búin til af Vesturveldum alfarið, reyndar má því við bæta, að þeir nota orðalagið "valdarán" en ekki byltingu.

  • Þetta er "klassísk" ýkjukennd orðaræða, þegar 2-fylkingar takast á.
  • Og gagnkvæmt hatur er farið "illilega" að varpa sýn hvors aðilans á hinn.
Ukrainian security force officers at a checkpoint set on fire and left by pro-Russian separatists near Slaviansk.

Eftir atburði fimmtudagsins virðist móðursýkin í orðaræðunni hafa náð nýjum hæðum

Ef marka má orðaræðuna meðal andstæðinga Kíev stjórnarinnar á netinu, eru aðgerðir gegn andstæðingum í A-Úkraínu hvorki meira né minna en "tilraun til þjóðarmorðs" - - ráðherrar stjórnarinnar tala um aðgerðir gegn hryðjuverkum.

Það virðist töluvert á reiki - hve margir létu lífið.

  • Stjv. í Kíev tala um 5.
  • En talsmaður andstæðinga, segir 2 hafa farist.
  • Það hefur líka heyrst að 3 hafi farist, eða jafnvel 1. 

Miðað við þetta var ekki um nein "risaátök" - enda kemur fram í fréttum, að hermenn Kíev stjórnarinnar, á brynvörðum liðsflutningafarartækjum, gerðu tilraun til að komast að borginni Slaviansk í A-Úkraínu. Og náðu að brjóta sér leið í gegnum 3-vegatálma.

En undir kvöldið, varð frekari aðgerðum hætt, spurning hvort það stóð í sambandi við "nýjar hótanir" Rússa, sem fyrirskipuðu heræfingar nærri landamærum Úkraínu.

Sem magnar upp ótta um "hugsanlega innrás" - en 40þ. manna herlið Rússa við landamærin, getur mjög auðveldlega farið þarna inn, og sópað veiku úkraínsku herliði á brott.

En kannski var markmið Rússa einungis að ógna með tilburðum sínum, fá stjórnvöld í Kíev til að hætta við frekari aðgerðir - - hver veit. Það verður að koma í ljós á morgun hvort meir verður af aðgerðum.

Ukraine forces kill up to five rebels, Russia starts drill near border

Russia Begins Military Exercises Near Border After Deadly Clashes in Eastern Ukraine

Russia to Start Drills, Warning Ukraine Over Mobilization

Russia holds exercises as tensions mount in Ukraine

Ukraine forces move towards Slaviansk

Acting President Oleksandr Turchynov - "We won't retreat in the face of this terrorist threat and will continue taking steps to defend our citizens," - "We demand that Russia stop intruding in our internal affairs, to stop its constant threats and blackmail, and to remove its forces from the eastern border."

Russian foreign ministry - “Washington must force the current Ukrainian leadership to immediately stop its military operation in the south-east, and ensure the retreat of the Ukrainian military and its power structures to their bases,”

Russian minister of defence, Shoigu - “The starting gun on the use of weapons against their own civilians has already been fired,” - “If today this military machine is not stopped, it will lead to a large number of the dead and wounded.”

Mr. Putin - “If, in fact, the Kiev regime has started to use the armed forces against people inside the country, then, with no doubt, it is a serious crime against their own nation,”

Miðað við yfirlýsingar Rússa, virðast "heræfingar" Rússa, beint svar við aðgerðum stjórnvalda Úkraínu við Slaviansk.

Ógnunin er augljós, hafandi í huga að Pútín hefur sagt frá því, að hann hafi heimild rússnesku Dúmunnar, til þess að gera allt þ.s. þarf "til að tryggja rétt rússneskra borgara." Þ.e. áhugavert orðalag, en nýlega víkkaði Dúman rétt Rússa búsettra í öðrum löndum, til þess að sækja um ríkisborgararétt í Rússlandi.

 

Niðurstaða

Það er óhætt að segja, að Úkraína standi á barmi hyldýpis. Hingað til hafa aðgerðir beggja fylkinga verið "merkilega varfærnar" þ.e. fáir hafa látið lífið fram að þessu. En harkan í ummælum hefur á sama tíma verið "svakaleg." Vandi við orðaræðuna er, að hún getur haft "mótandi áhrif á viðhorf hvors aðila til hins" og á endanum, hvatt báða aðila til "aukinnar" hörku. 

Meðan aðgerðir hafa verið varfærnar, þá er hatrið í ummælum "augljóst."

Manni virðist að það sé einungis "rétt svo" tékkað af.

Ég á ekki von á því að innrás Rússa sé yfirvofandi. Heræfingar séu frekar til þess, að skapa þrýsting á stjórnvöld í Kíev. Að fara sér hægt í aðgerðum. En þau augljóslega eiga enga von til þess að verjast innrás. Ef slík verður fyrirskipuð.

Þ.e. því óhætt að segja, að menn séu að leika sér að eldinum - - annars vegar möguleikinn á borgarastríði. Hinsvegar möguleikinn á innrás, sem þeir eiga engan möguleika á að verjast.

Augljóslega "þurfa menn að setjast niður" og ræða saman. Byrjun gæti verið, að stjórnvöld í Úkraínu hætti að tala um "hryðjuverkamenn" fari þess í stað að tala um "uppreisnarmenn" eða "andstæðinga."

Það væri á móti ágætt, ef andstæðingarnir hætta að tala um "valdarán" og kalla stjórnarsinna "fasista."

Er einhver möguleiki á því að "skynsemi" komist að?

 

Kv.


Framsóknarmenn, þetta er orðið "alltof vandræðalegt" - með listann í Reykjavík

Síðan Óskar Bergsson hætti við framboð í 1. sæti í Reykjavík. Hófst - þ.s. ég verð að segja, að hefur verið afskaplega "vandræðaleg" syrpa, þ.s. "Kjördæmasambandið í Reykjavík" virðist hafa rætt við nokkurn fjölda aðila, ég get einungis gert ráð fyrir því að þeir sem rætt var við óformlega hafi sagt "nei" kannski kurteislega veit ekki, en nú í rúma viku hefur "planið virst vera" að Guðni Ágústsson, sá ágæti maður, sé fenginn til liðs á "ögurstundu."

Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar

En nú fullyrða tveir fjölmiðlar að Guðni Ágústsson ætli ekki fram fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík, á síðu flokksins, Framsokn.is, segir einungis að fundi hafi verið frestað af óviðráðanlegum orsökum.

Mín skoðun er sú, ég læt hana nú uppi, að þegar Óskar Bergsson hætti, hefðu allir fyrir neðan átt að færast upp um eitt sæti, en Óskar komið inn neðstur í heiðurssæti listans!

Þannig hefði listinn snúist eins og kefli um eitt prik, allir færst til, sá næst efsti orðið efstur - sá efsti orðið neðstur, en það eru fordæmi fyrir því að sá sem hættir við framboð "taki heiðurssæti."

  • Vandinn við hugmyndina, að fá inn einhvern "þekktan" - - er að þegar slík tilraun er gerð svo seint, þegar einungis vikur eru eftir af fresti til að skila inn lista, og fylgi er í lægstu lægðum.
  • Er að þá verður samningsstaða flokksins í Reykjavík gagnvart hverjum þeim sem óskað er eftir að "reddi málum" svo afskaplega - afskaplega veik.
  • Og síðan hitt, að þegar fylgið er þetta lítið, þá einnig verður það lítt spennandi í augum hugsanlegra þekktra einstaklinga, sérstaklega þegar eiga í hlut aðilar sem sjálfir hafa óflekkaðan orðstír - þá eðlilega verða þeir tregir til að "snerta á málinu."

 

Mín skoðun er sú - - ég læt hana nú uppi

Sé að hætt sé á því, að þessi "dauðaleit" að reddara, sé búinn að stórskaða möguleika flokksins í Reykjavík - frekar en orðið var. Var þó staðan ekki beisin fyrir, sem var ástæða þess að Óskar hætti.

  • Eins og ég skildi málið, þá stóð til að "framboð flokksins yrði á allra vörum" sem má segja að hafi tekist.
  • Nú verða menn að vonast til þess að Oscar Wilde hafi haft rétt fyrir sér fyrir 100 árum, þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að það sé ekkert illt umtal, bara umtal.
  • Höfuðatriðið sé að vera í "umræðunni."

Ég held reyndar, að ímynd og hvað sé rætt, skipti töluverðu máli.

Ég óttast að ímynd flokksins í Reykjavík sé sköðuð, þannig að erfitt verði að "endurræsa" listann, með það fólk "sem er á listanum" og "sannarlega hefur fram að þessu ekki hætt" og "er því búið að sanna að það vill koma fram fyrir hönd flokksins í Reykjavík."

En þ.e. nokkurs virði, að það sé fólk sem vill bjóða sig fram.

Ég legg til, að hætt verði við þær leikfléttur sem hafa verið uppi, og flokkurinn haldi sig við það fólk "sem er í framboði" - "hætti þessari skaðlegu leit að reddara."

 

Mynd sýnir hve miðlægur Reykjavíkurvöllur er á höfuðborgarsvæðinu!

File:Höfuðborgarsvæðið-kort.png

Þess í stað komi flokkurinn fram með útspil á sviði málefna!

Flokkurinn vill tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar. En það að segjast vilja að völlurinn sé um alla framtíð, er ekki nóg - til að vekja athygli og skapa þá umræðu sem framboðið þarf á að halda.

Þess vegna hef ég þá hugmynd, að flokkurinn leggi til að "hafið verði að nýju millilandaflug frá Reykjavík." Það væri tillaga sem líklega yrði "nægilega umdeild" en samt "fullkomlega verjanleg" til þess, að framboðið geti fengið athygli.

Að sjálfsögðu væri farið eftir "ströngum hávaðareglum" og síðan hef ég í huga, tiltölulega smáar vélar eins og B737 eða A318-320. Vélar sem duga til að fljúga á tiltölulega nálæga staði eins og New York, Boston, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Bergen og Osló.

Það þarf líklega nýja flugstöð, það má hugsa sér "bráðabirgðabyggingu" sem væri þannig frágengin, að hana mætti taka aftur niður - - ef það verður síðar meir niðurstaða íbúa að leggja völlinn niður. Við getum séð fyrir okkur byggingu svipuðum þeim ódýru íþróttahúsum, sem reist hafa verið víða. Ekki "sérlega elegant" endilega - - en nægilega rúmgóðar. Ástæðan er sú, að ég tel nauðsynlegt að "dæmið" komist í gagnið "innan kjörtímabilsins" svo að reynsla verði komin á, áður en því líkur. Á sama tíma, virðist flokkurinn mjög sáttafús, með því að reisa ekki "varanlega byggingu." Þó hún væri að sjálfsögðu þannig, að hún mundi geta staðið í áratugi, ef ákveðið er að "taka hana ekki niður." Þannig væri kannski unnt að ná málinu í gegn!

  • Snemma á árinu voru deilur milli Isavia og Wow Air, sem enduðu með þeim hætti, að Wow Air fékk ekki þá fyrirgreiðslu sem Wow Air hafði farið fram á: WOW hættir við flug til Boston og Stokkhólms.
  • Þar með hætti Wow Air við áður fyrirhugaða við útþenslu flugs á vegum félagins á þessu ári.

Sjá einnig þessa frétt: WOW air hættir við flug til Boston og Stokkhólms.

Og að auki: Sakar Isavia um að hygla Icelandair.

Ekki síst: Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli.

Isavia svarði á þá leið, að meðferð máls væri reglum skv: Isavia harmar ákvörðun WOW

---------------------------------

Deilan virðist hafa snúist um "flug á tilteknum tímum dagsins" sem eru eftirsóttastir.

Sjálfsagt tæknilega rétt hjá Isavia, að nóg sé af plássum - heilt yfir. En það "missi af punktinum."

  1. Punkturinn í þessu er sá, að ég "tel að það sé markaðstækifæri fyrir Reykjavíkurflugvöll."
  2. En ef boðið yrði einnig upp á millilandaflug frá Reykjavík, þá geta fleiri flugvélar "heilt yfir" komið og farið frá landinu, á þeim tímum sem mest eftirspurn er eftir.
  3. Ég veit að sjálfsögðu ekki hvort Wow Air væri til í að nýta flug frá Reykjavík, en ég sé enga ástæðu til þess - að það geti ekki verið.

Þegar haft er í huga hve gríðarlegur vöxtur hefur verið á umferð um Keflavíkurvöll, og það hefur verið látið uppi að það muni þurfa að stækka "Flugstöð Leifs Eiríkssonar" verulega fyrir 2020, ef aukning verður á sama dampi áfram og undanfarin ár.

Þá virðist mér algerlega klárt, að það sé "pláss fyrir Reykjavíkurvöll" á markaðinum.

  1. En ef það á að vera völlur hér áfram, þá þarf að tryggja honum tekjur.
  2. Vellir hafa tekjur af flugumferð, þannig að ef Reykjavík á að hafa tekjur í stað þess að hafa kostnað, þarf að "auka mjög verulega umferð um Reykjavíkurvöll."
  • Þetta er róttæk tillaga.
  • En ekki, of róttæk heldur.
  • Og ég held, að hún sé nægilega róttæk til að vekja næga athygli á framboðinu.

Það þurfi ekki að dubba upp einhvern þekktan - til að redda málum.

 

Niðurstaða

Sjálfsagt er Guðrún Bryndís Karlsdóttir, ekki mjög þekktur einstaklingur. En hún vill enn bjóða sig fram. Það hafa yfirlýsingar hennar undanfarna daga sýnt. Hún tengist engu vafasömu í fortíð flokksins á áratugnum á undan, þegar Halldór Ásgrímsson fór fyrir flokknum.

Við auðvitað sáum fyrir sl. þingkosningar, að framboðstilraunir fengu stundarfylgi, sem síðan hvarf - eftir því hvernig umræðan sveiflaðist. Einnig sást, að einn einstaklingur með umtalsvert persónufylgi, gat skipt máli. Mig grunar að framboð Lilju Mós, sé töluvert í huga manna - en flokkur hennar fékk töluvert fylgi um tíma, en þegar hún hætti sjálf þá var eins og allt fylgið gufaði upp.

Á hinn bóginn, ef við skoðum hvað Framsóknarflokkurinn gerði, þá var það í nafni "málefnalegs útspils" sem flokkurinn fékk verulegt viðbótar fylgi.

Þ.e. ekkert sem segir, að "málefnalegt útspil" geti ekki virkað í Reykjavík.


Kv.


Ný skandinavísk kreppa í farvatninu?

Ég rakst á áhugaverða umfjöllun á "Money Beat" Financial Times, það má þannig séð flokka þetta sem aðvörun. Að sjálfsögðu er þetta ekki formleg spá, heldur ábending um það hvað virðist varhugavert, og gæti alveg leitt til kreppuástands í framtíðinni.

Scandinavia Is Looking Scary

Sjá einnig verðbólgu á evrusvæði: Euro area annual inflation down to 0.5% 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/inflation_march.jpg

Það er líka áhugavert í samhenginu, að skoða eftirfarandi tölur EuroStat - Gross debt-to-income ratio of households.

Skv. tölum Eurostat skulda húsnæðiseigendur í Danmörku, Svíþjóð og Noregi miðað við eigin tekjur:

  1. 265,38%
  2. 147,22%
  3. 180,33%

Til samanburðar:

  • Holland: 250,54%
  • Írland: 197,75%
  • Portúgal: 120,44%
  • Spánn: 122,92%
  • Bretland: 131,91%


Eins og þeir í Money Beat réttilega benda á, hefur hægt mjög á verðbólgu í Skandinavíu "seinni misserin" þ.e. "verðhjöðnun í Svíþjóð" og mjög mjög hæg verðbólga í Danmörku.

Þó svo að vextir séu lágir í Danmörku, þá hlýtur óskapleg skuldsetning húsnæðiseigenda þegar verðbólga er þetta "lág" leiða til þess, að skuldsetning mun fara "vaxandi" frekar en hitt.

Verðhjöðnun í Svíþjóð, hlýtur að vekja ugg - í samhengi "hratt hækkandi húsnæðisverðs" og að auki hækkandi verðlags á leigumarkaði - hvort tveggja í sögulegum hæðum. En verðhjöðnun þíðir að skuldir í reynd "virðishækka" og á sama tíma, hefur hagvöxtur nær alfarið "numið staðar" þannig að lífskjör fara ekki hækkandi a.m.k. ekki upp á síðkastið.

Svo jamm, það gæti verið til staðar ástæða að ætla hugsanleg niðursveifla í Svíþjóð ásamt skuldavandræðum húsnæðiseigenda, geti verið framundan.

  • Ég hef reyndar ekki áhyggjur af Noregi, þó þar séu sambærileg ummerki til staðar, því að svo stór er olíusjóðurinn, að það verða engin vandræði að endurfjármagna bankakerfi þar í landi.
  • En deilur gætu þó vaknað innan Noregs, ef til stendur að snerta á olíusjóðnum, til að endurfjármagna banka og aðstoða skuldara.

En annað mál er Svíþjóð og Danmörk, rétt að muna að þegar Spánn lenti í kreppu, þá skuldaði ríkið á Spáni um 40% af þjóðarframleiðslu eins og danska ríkið skuldar kringum 46%.

En sjálfsagt þarf einhvern "trigger" atburð til að starta kreppu - eins og að það var "undirlánakrísan" í Bandar. sem startaði kreppu sem sprengdi lánabólur hér og þar um Evrópu.

  • Spurning hvort að deilan við Rússland geti virkað sem slíkur atburður?

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða neitt. En það getur verið að önnur Norðurlandakreppa sé í farvatninu. Það er kannski þess vegna, sem Norðurlönd hafa verið einkar varfærin í nálgun sinni á deilunni við Rússland, því þau vita að þeirra hagkerfi séu viðkvæm fyrir ruggi.

 

Kv.


Fulltrúi ÖSE sem ræddi við andstæðinga stjórnvalda Úkraínu í A-Úkraínu, sagði einungis að skipst hefði verið að skoðunum

Ég átti ekki von á að sendimaður Öryggis og Samstarfsstofnunar Evrópu, mundi ná fram tilætluðum árangri með sendiför sinni á Páskadag, þ.e. að sannfæra "aðgerðasinna" í Donetsk og Luhansk héruðum, að hætta aðgerðum sínum - skila vopnum - yfirgefa opinberar byggingar o.s.frv. En aðgerðasinnar í Luhansk hafa víst líst yfir stofnun sjálfstæðs Alþýðulýðveldis, þó sennilega meini þeir það ekki í sama skilningi og "svokölluð kommúnistaríki fyrri tíma er ávallt voru titluð "alþýðulýðveldi" a.m.k. opinberlega. Eins og fram kom í fréttum, var skotbardagi snemma morgunn á páskadag við Slaviansk í A-Úkraínu. 3 sagðir hafa fallið - og að sjálfsögðu kenna deiluaðilar hvorum öðrum um, sem er venja í slíkum deilum þegar allt er á suðupunkti. En a.m.k. ekki enn hafið eiginlegt "stríð."

Ég að sjálfsögðu hvet fólk til að taka öllum fréttum um slíka hluti með fyrirvara - þ.e. fullyrðingum hvors deiluaðila, þ.s. hinum er kennt um og viðhaft mjög harkalegt orðalag, og fordæming.

Við slíkar aðstæður þegar taugar eru þandar, tortryggnin er í algleyming, eru æsingar þ.s. maður á að vænta, viðbrögð vanalega ekki yfirveguð - - engin leið að vita hver sannleikur máls er.

En í slíkum deilum, eru frásagnir vanalega ákaflega "partisan" - það þarf ekki að vera menn ljúgi vísvitandi, þó slíkt sé ekki sjaldgæft við slíkar aðstæður, en gróusögur og ýkjur sérstaklega af neikvæða taginu þegar beint er að hinum aðilanum, verða gjarnan þættir sem trúnaður er lagður á - burtséð frá raunverulegum sannleika að baki.

Við slíkar aðstæður trúa menn gjarnan í fyllstu einlægni, margvíslegum raunverulegum þvættingi, um mótaðilann. Eins og ég sagði, þarf ekki að vera vísvitandi lýgi þó frásögn sé ekki sönn nema að einhverjum litlum hluta, en sannleikskorn getur verið upp blásið.

Eins og sagt er - sannleikurinn er gjarnan fyrsta fórnarlambið.

Ukraine peace deal falters as rebels show no sign of surrender

Deadly gun attack in eastern Ukraine shakes fragile Geneva accord

Russia steps up rhetoric on possible intervention

Russia, U.S. Trade Charges of Violating Ukraine Deal

  • Ummæli utanríkisráðherra Rússlands á mánudag vekja nokkurn ugg!

Sergei Lavrov - “There are more and more calls to Russia for rescue from this lawlessness,” - “That puts us in an extremely complicated situation. Those who are deliberately trying to trigger a civil war, obviously hoping to provoke a big, serious, bloody conflict, are engaging in a criminal policy. And we will not only condemn but also stop it.”

  • En það getur vel verið að ráðandi aðilar meðal aðgerðasinna í A-Úkraínu, vilji fá rússn. herinn inn í sín héröð. Þ.e. ekki útilokað að sannleikur sé að baki þessu tali herra Lavrov. Þó það geti einnig vel verið ósatt.

Ég á samt sem áður ekki von á því að Pútín sendi herinn inn - - hlutverk hans á landamærunum við Úkraínu.

Sé "intimidation" þ.e. gagnvart stjórnvöldum Úkraínu, tryggja að þau þori ekki að beita hernum - þó aðgerðir þeirra í sl. viku hafi runnið út í sandinn, endað í niðurlægingu. Þá eiga þau nokkur þúsund hermenn með skriðdreka, og herþotur.

En slíkar aðgerðir væru líklega "casus belli" fyrir Rússa, en það henti Rússum líklega - - að Luhansk og Donetsk héröð, séu komin undir stjórn "aðgerðasinna" sem virðast vera rússneskumælandi íbúar á þeim svæðum, a.m.k. í Donetsk hefur verið lýst yfir að til standi að halda almenna atkvæðagreiðslu meðal íbúa af hálfu þess aðila, sem segist yfir því sem hann titlar "Alþýðulýðveldi Donetsk."

  • Tæknilega geta þau lýst yfir sjálfstæði, og sennilega úr þessu er fátt sem stjórnvöld í Kíev geta gert, nema að hugsanlega - - að gefa heilmikið eftir, áður en héröðin 2 hafa sagt bless.
  • En miðað við tal setts forsætisráðherra allra síðustu daga, þá standi þeim héröðum til boða, verulega aukið "sjálfræði" - sennilega. Þetta nefndi hann þó ekki fyrr en aðgerðasinnar voru búnir að ná öllum völdum þar. Núna, getur slíkt tilboð verið þegar orðið um seinan.
  • Vandamál þeirra héraða væri að sjálfsögðu, að enginn mundi viðurkenna sjálfsætt "Luhansk" og "Donetsk" nema kannski Rússland, og Hvíta-Rússland. Tilvist þeirra væri því algerlega háð "góðvilja" stjórnvalda í Moskvu. Svo að þau mundu þá enda sem nokkurs konar "protectorates."
  • Ef Rússland tekur þá afstöðu, að taktískt séð snjallara, sé að viðhalda slíku millibilsástandi, í stað þess að fara leiðina sem farin var með Krímskaga, að innlima hann formlega.
  • Slíkur taktískur leikur, væri þá væntanlega af hálfu Pútín, til þess gerður að veikja samstöðu Vesturlanda, en líkur eru sterkar á því að almennar atkvæðagreiðslur í þeim héröðum, mundu um þessar mundir skila meirihluta íbúa með yfirlýsingum um sjálfstæði. 
  • En ef Pútin sendir ekki "herinn inn" og "samþykkir ekki að þau sameinist Rússlandi" en þess í stað "einungis viðurkennir þau sem sjálfstæð."

Þá gæti það flækt sérstaklega innan Evrópu, fyrir því að það myndist samstaða um verulega hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi.

En Pútín er örugglega til í að bíða nokkurn tíma, kannski 2. - 3. ár, t.d. Meðan að aðstæður gerjast frekar. Ef t.d. óöld væri hafin víðar í S-Úkraínu. Gæti verið að sjálfstæðisyfirlýsing Luhansk og Donetsk væri nánast gleymd. Í því fári sem þá væri komið. Og Pútín gæti samþykkt innlimun þeirra héraða, án þess að það vekti umtalsverð viðbrögð.

Ég er því a.m.k. að hluta sammála þessari grein: Putin playing the long game over Russian kin in Ukraine. Pútín sé alveg örugglega til í að auðsýna "taktíska þolinmæði."

Ef það skilar því að gagnaðgerðir Vesturvelda, lágmarkast.

Pútín sé að leita eftir því, að fá fram sem "mest" gegn sem minnstum "tilkostnaði."

 

Niðurstaða

Ég er alveg viss um að Pútín er mjög kaldur og rólegur þegar hann vegur og metur stöðuna. Nýlega talaði Pútín um söguleg mistök sem átt hefðu sér stað á 3. áratug 20. aldar, þegar Stalín færði nokkur héröð undir Úkraínu - sem þá var hérað í Sovétríkjunum. Þarna er verið að vísa til Donetsk og Luhansk, og einhverra frekari svæða. Þetta auðvitað skaut rótum undir grun margra, að Pútín ætli að færa þessu svæði aftur inn í Rússland.

Á hinn bóginn, þá flækir það töluvert málið - - að a.m.k. rússn.mælandi íbúahluti SA-héraða Úkraínu, virðist líta meir til Rússlands en stjórnvalda í Kíev. Kannski ekki undarlegt þ.s. þetta var hluti af sama ríkinu, til 1991. Á hinn bóginn, þegar Luhansk og Donetsk héruðum sleppir.

Þá eru rússn.mælandi alls staðar í "minnihluta" þó þeir séu í nokkrum héröðum "fjölmennur minnihluti."

Hættan er því augljóslega á því, að áhugi rússn.mælandi aðgerðasinna, ef sá breiðist út fyrir Donetsk og Luhansk héröð, þá skapist við það - átök við úkraínskumælandi íbúa meirihluta þeirra héraða. Eða með öðrum orðum, borgarastríð.

 

Kv.


Fulltrúi frá ÖSE mun gera tilraun til að sannfæra aðgerðasinna í A-Úkraínu - um að hætta aðgerðum

Rakst á þessa frétt á vef Reuters. Nú þegar páskadagur er að renna upp. Virðist lítið að gerast á síðum alþjóðlegra fjölmiðla.

En skv. frétt Reuters, mun fulltrúi á vegum Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu - einmitt á "páskadag" - hitta að máli aðgerðasinna í Donetsk og Luhansk héruðum í A-Úkraínu.

Mun fulltrúinn gera tilraun til að fá aðgerðasinna til þess að falla frá aðgerðum a.m.k. að sinni, þ.e. taka niður vegatálma - yfirgefa opinberar byggingar sem þeir hafa tekið traustataki - ekki síst að skila inn vopnum sem talin eru hafa verið tekin úr vopnabúrum úkraínska hersins.

Mediator heads to east Ukraine, seeking surrenders

  • Mínar væntingar þess að sá ágæti fulltrúi ÖSE hafi erindi sem erfiði, eru afskaplega litlar.
  • Mundi það koma mér mjög á óvart, ef tilraun þess ágæta einstaklings heppnast.
  • En það annars mun koma í ljós - eftir páska!

 

Gleðilega páska, annars - ágætu lesendur!

Hafið það gott - og hámið í ykkur súkkulaði :)

Og auðvitað annað góðgæti :)

 

Kv.


Fátt bendir til þess að samkomulag, sem átti að stuðla að sátt í Úkraínu, muni skila tilskildum árangri

Ég varaði við því í gær er ég frétti af samkomulaginu, að það gæti farið svo að það yrði án nokkurs árangurs: Það getur farið þannig að Genfar-yfirlísing Rússlands, aðildarþjóða ESB, Bandaríkjanna og stjórnvalda Úkraínu, hafi enga merkingu fyrir stöðu mála!

Þetta virðist ætla að verða útkoman, en andstæðingar stjórnvalda Úkraínu í A-héröðum. Neituðu um leið og þeir fréttu af yfirlýsingu Rússlands, Bandaríkjanna, stjórnvalda aðildarríkja ESB og ríkisstjórnar Úkraínu - - að afhenda vopn sín, rífa niður vegatálma, yfirgefa opinberar byggingar í þeim héröðum þ.s. þeir hópar virðast hafa tekið yfir alla stjórn mála, þ.e. Luhansk og Donetsk.

Síðan komu fram "nýjar hótanir um refsiaðgerðir á Rússland" - - sem er áhugavert. En túlkun Bandaríkjanna og aðildarríkja ESB - virðist vera sú, að ef "aðgerðasinnar neiti að hlýða skipunum" þá sé það Rússlandi að kenna.

New Russia sanctions threats as Ukraine stalemate goes on

Russia criticizes Washington's assessment of accord on Ukraine

  • Ég persónulega stórfellt efa, að "aðgerðasinnar" séu undir þannig beinni stjórn frá Rússlandi.
  • En þó margir séu að leggja að jöfnu rás atburða í Donetsk og Luhansk, og á Krímskaga. Þá virðast aðgerðasinnar í A-Úkraínu vera mjög sundurlaus samtíningur. Ekki eins og var á Krímskaga þ.s. þeir voru mjög augljóslega einstaklingar með herþjálfun.
  • Með öðrum orðum, á sumum stöðum má sjá greinilega einstaklinga með herþjálfun sem einnig eru harðvopnaðir, en síðan eru einnig vegatálmar undir stjórn einstaklinga er ekki virðast hafa slíka, og né nokkur sjáanleg vopn. Rétt að hafa í huga, að þó svo að til staðar séu einstaklingar með herþjálfun, þá er það ekki endilega sönnun þess að þeir séu rússn.flugumenn - en það geta t.d. allt eins verið liðhlaupar úr úkraínska hernum er gengið hafa í lið með "aðgerðasinnum."
  • Málið er líka, að á Krímskaga höfðu Rússar fyrir um 20þ. manna liðsafla í herstöð í borginni Sevastopol, svo það var þess vegna mjög trúverðugt að það væri lið þaðan væri verið að nota, í ljósi þess að hvert sem litið var - þá virtust vopnaðir einstaklingar á verði vera aðilar með herþjálfun.
  • En í A-Úkraínu sé ekki slík skýr mynd til staðar. Þannig, að ég er langt í frá viss um, að Pútín sé að "fjarstýra aðgerðasinnum í A-Úkraínu" eins og Vesturveldi virðast halda.
Eastern Ukraine's Pro-Russian Activists Stand Fast - "Denis Pushilin, the leader of the uprising that calls itself the People's Republic of Donetsk, said at a news conference in the southeast Ukrainian city's seized administration building that the activists wouldn't exit until the new leaders in Kiev leave the government, which he said they have been occupying unlawfully since late February."

""After that, we'll also agree to do it," Mr. Pushilin said. Instead, he said he and other activists in the building were continuing to prepare for a referendum on the southeast Ukraine region's future, which they intend to hold by May 11. We will defend our interests "until the last drop of blood if necessary" against the "Kiev junta," he said. (Follow the latest updates on the crisis in Ukraine.)"

Leiðtogi aðgerðasinna í Donetsk, sem sagt - segist leggja af sínar aðgerðir, ef stjórnin í Kíev fer frá og ef hópar úkraínskra þjóðernissinna, sem enn séu áberandi á götum og torgum Kíev, snúi heim til sín.

Hann sé annars að undirbúa almenna atkvæðagreiðslu í héraðinu - "væntanlega atkvæðagreiðslu þ.s. íbúar verða spurðir um hvort þeir vilja sjálfstæði héraðsins frá Úkraínu."

Mætast sem sagt - stálin stinn.

 

Niðurstaða

Mér sýnist að "aðgerðasinnar" ætli að leiða hjá sér samkomulag fimmtudagsins milli ríkisstjórna Rússlands - Bandaríkjanna - aðildarríkja ESB - og Úkraínu. Aðgerðasinnar muni líklega halda áfram undirbúningi fyrir "sjálfstæði Luhansk og Donetsk" frá Úkraínu.

Það áhugaverða við það er - - að það væri tæknilega mögulegt. Að þau héröð lýsi sig sjálfstæð í kjölfar almennrar atkvæðagreiðslu. En að Pútín, samþykki ekki inngöngu þeirra í Rússland. Þ.s. mjög ólíklegt er að nokkur annar en Rússland og hugsanlega Hvíta Rússland, muni viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra héraða frá Úkraínu. Þá mundu þau í reynd - - vera algerlega háð velvilja Rússlands um sína tilvist. Virka því eins og rússnesk fylgiríki eða leppríki. Rússland gæti meira að segja látið vera, að hafa rússneska hermenn staðsetta innan þeirra. Ef restin af Úkraínu væri t.d. fallin verulega í ástand stjórnleysis og því ekki ógn þaðan að sjá varðandi sjálfstæði Luhansk og Donetsk. 

Í ljósi þess að Vesturveldin og Rússland, virðast þegar vera farin að rífast um merkingu samkomulagsins, Vesturlönd búin að ítreka fyrri hótanir um frekari refsiaðgerðir. Má líklega vænta að eftir því sem upplausnarástand í Úkraínu versnar. Muni samband Rússland og Vesturvelda kólna frekar.


Kv.


Það getur farið þannig að Genfar-yfirlísing Rússlands, aðildarþjóða ESB, Bandaríkjanna og stjórnvalda Úkraínu, hafi enga merkingu fyrir stöðu mála!

Fyrir forvitna hlekkur á texta yfirlísingarinnar: Geneva Statement on Ukraine. Texti yfirlísingarinnar er ekki langur. Það vekur athygli að engu orði er minnst á Krímskaga. Sjálfsagt eru aðildarþjóðir samkomulagsins orðnar áhyggjufullar um þróun mála innan Úkraínu.

Four-way talks call for end to Ukraine violence

Geneva talks produce agreement on defusing conflict

Ukraine Talks End With Accord on Steps to De-Escalate Conflict

U.S. and Russia Agree on Pact to Defuse Ukraine Crisis

Four-way talks end with agreement on calming Ukraine tensions

U.S., Russia, Ukraine, EU call for end to Ukraine violence

 

Ástæða þess að ég segi, að það geti verið að þessi yfirlísing muni verða merkingarlaus

Er sú að það getur vel verið, að upplausnarástandið innan Úkraínu sé farið að lifa sínu lífi.

Með öðrum orðum, utanaðkomandi aðilar svo sem Rússar, eða Bandaríkin eða ESB - séu ekki með stjórn á því. Það sama eigi við stjórnvöld Úkraínu.

"All  illegal  armed  groups  must  be  disarmed;  all  illegally  seized  buildings  must  be  returned  to   legitimate  owners;  all  illegally  occupied  streets,  squares  and  other  public  places  in  Uk rainian   cities  and  towns  must  be vacated."

Þetta eru sannarlega virðingarverð markmið - sérstaklega í ljósi þess að því fylgir í næstu málsgrein, að sérhver sá sem skilar inn stolnum vopnum - yfirgefur opbinberar byggingar sem hafa verið teknar yfir; fái fulla sakaruppgjöf.

Vandinn er sá, að ég óttast að ekki sé boðið upp á næga eftirfylgni. Þó svo að það verði "monitoring mission" á vegum ÖSE. Þá mundi slík vart hafa meir en eigin lífverði, hvergi er minnst á að senda inn "SÞ liða" eða "liðssveitir" til að aðstoða við það verk að fylgja þessu fram.

En undanfarnir dagar hafa sýnt að ríkisstjórn Úkraínu, virðist hafa fullkomlega misst stjórn á tveim héruðum í landinu, þ.s. rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta. Þó svo að "aðgerðasinnum" í þeim héröðum sé heitið sakaruppgjöf. 

Þá er algerlega óvíst, að látið verði af núverandi mótmælastöðum. Eða að þeir sem hafi tekið vopn ófrjálsri hendir úr vopnabúrum hersins muni skila þeim. Eða að þeir sem hafa tekið yfir opinberar byggingar. Muni yfirgefa þær og afhenda aftur til aðila á vegum úkraínskra stjórnvalda.

  • Það auðvitað getur verið, að áhrif yfirlísingarinnar verði "mikil" og allt sem þar kemur fram gangi eftir, þegar eftirlitsmenn frá Rússlandi, aðildarríkjum ESB og Bandaríkjunum - mæta á staðinn; til að hafa eftirlit.
  • Þar sem því er lofað að hafin verði víðtæk umræða um nýja stjórnarskrá fyrir landið. Það loforð í samhengi við loforð um sakaruppgjöf - - getur alveg haft mikið að segja.

Ég ætla ekkert að fullyrða að mótmælendur muni fara sínu fram, að ástandið muni halda áfram að velta upp á sig stjórnlaust.

Ég er einfaldlega að benda á, að á þessari stundu er sennilega ekki unnt að spá fyrir um hvort áhrif yfirlísingarinnar verða: Mikil - lítil eða jafnvel, alls engin.

 

Niðurstaða

Næstu daga verða að leiða fram hver áhrif hinnar nýju yfirlísingar Bandaríkjanna, Rússlands, aðildarþjóða ESB og Úkraínu verða. Þau áhrif geta verið farið yfir allt sviðið, frá því að vera mikil í að vera nákvæmlega engin. Að snjóboltinn innan Úkraínu haldi áfram, að atburðarásin sé einfaldlega þegar orðin stjórnlaus. Eða, að Bandaríkin, aðildarþjóðir ESB og Rússland, hafi enn slík áhrif á rás atburða. Að þeir aðilar geti í sameiningu ákveðið - að stöðva snjóboltann. Þegar stjórnvöld Úkraínu virtust vera búin að missa alla stjórn á rás atburða.

 

Kv.


Stendur Úkraína frammi fyrir nýju Yalta samkomulagi? Þ.s. Rússland og Vesturlönd, ákveða framtíðar skipan innan Úkraínu?

Ég fæ ekki betur séð an að allur kraftur sé úr þeirri "afskaplega veiku" tilraun stjórnvalda í Kíev, að senda liðssveitir til Donetsk og Luhansk héraða í A-hluta Úkraínu. Þ.s. andstæðingar stjórnvalda í Kíev, hafa tekið völdin í fjölda borga og bæja, að auki hafa vegatálmar mannaðir mótmælendum sprottið upp um víðan völl, og að því er best verður séð - - dugað til að hindra för hersveita úkraínskra stjórnvalda á vegum þeirra héraða.

Fyrir bragðið lítur staða stjórnvalda í Kíev, afskaplega - afskaplega veikt út. Fyrir fund um stöðu mála í Úkraínu sem stendur til að halda á fimmtudag 17/4. Þar munu fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu, fulltrúar stjórnvalda helstu ríkja Vesturvelda og auðvitað fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi - - hittast og funda um málið.

  1. Vitað er að fram verður lögð krafa Pútíns, um það að Rússland og Vesturveldi skipti "nefnd" sem "aðstoði" Úkraínu við það að semja nýja stjórnarskrá. 
  2. Krafa Rússlands er að sjálfstæði einstakra héraða verði aukið mjög mikið, þeim veitt mikið sjálfforræði - - ég er ekki viss um akkúrat hve mikið sjálfforræði Rússar heimta. Þ.e. hvort þeir meina fyrirbærið "Federation" eða "Confederation." Það orð sem næst kemur að lísa fyrirbærinu "confederation" á íslensku gæti verið "ríkjasamband," reyndar er það fyrirbæri ekki til "nákvæmlega skilgreint" - en punkturinn er að "Confederation" er lausara samband. Eiginlega ástand sem gengur ekki langtum skemmra fullu sjálfstæði. Það mætti ímynda sér, að ef Úkraína yrði "Confederation" í stað "Federation" þá væru ákvæði þess efnis, að einstök héröð gætu ákveðið að yfirgefa "sambandið" með því að halda atkvæðagreiðslu íbúa. Það gæti verið sameiginlegur forseti - - áfram. En í "Confederation" gæti verið að ekki væri til staðar "sameiginleg ríkisstjórn" þ.e. líklega væri hvert svæði með sína ríkisstjórn. En í "Federation" væri til staðar "sameiginleg ríkisstjórn" og væntanlega réttur til þess að skattleggja allt landið, skv. samþykki sambandsþings. En í "Confederation" ástandi, væri óvíst að slíkur réttur til skattlagningar væri til staðar - - það mætti þess í stað hugsa sér það fyrirkomulag, að hvert hérað innheimti alla skatta en léti hlutfall af hendi til sameiginlegra mála. Mörgu leiti ekki ósvipað núverandi fyrirkomulagi innan ESB. ESB mætti kalla "Confederation." 
  3. Rússar tala um það, að hvert hérað hafi rétt til að velja, t.d. hvort það vildi viðskipti við Rússland fremur en við Evrópu t.d., hafandi það í huga - - virðist mér tillaga þeirra vera meir í átt að "Confederation."
  4. Það er sem sagt skilningur minn skv. fréttum, að Rússar séu að heimta að einstök héröð fái það mikið sjálfforræði, að samband héraða innan úkraínska sambandsríkisins, yrði sennilega afskaplega veikt. Miðstjórnarvald innan Úkraínu væri þá skorið "mikið niður." Ef þetta er réttur skilningur, þá væri það nánast tillaga um að "leggja Úkraínu niður" en skilja eftir laust samband nærri sjálfstæðra héraða, sem hvert um sig hallaði sér að þeim sem það vildi.

En ég er ekkert viss um að slík tillaga sé líkleg til að "róa ástandið."

Jafnvel þó hún væri samþykkt, þ.e. samþykkt að skrifa nýja stjórnarskrá sem veitti nær algert sjálfforræði til þeirra héraða sem Úkraína í dag samanstendur af.

En vandinn er sá, að það "mundi ekki endilega augljóslega" stöðva rás atburða í átt að hugsanlegu "borgarastríði" sem getur verið í gangi.

Til þess að menn átti sig á af hverju - - þá eru einstök héröð í S-hluta Úkraínu, skipt milli rússn.mælandi og úkraínsku mælandi. Þ.e. blanda frá um 20% Rússar upp í rúm 40%. En í héröðum fyrir utan Luhansk og Donetsk, eru Rússar allst staðar "minnihluti" en á sama tíma "fjölmennur minnihluti."

Það eiginlega - - óttast ég. Skapar hættu á átökum þá "innan hvers svæðis" um framtíðarstefnu hvers svæðis um sig.

Það getur þegar verið orðið erfitt að stöðva þá þróun - - nú eftir að svo virðist að íbúar í Donetsk og Luhansk, hafi tekið að mestu yfir stjórn sinna héraða!

Expectations low as ministers hold Ukraine peace talks

Kiev’s weak grip on east falters

Ukraine's Efforts to Regain Control of East Sputter

Separatists take armored vehicles, humiliating Ukraine forces

 

Fátt virðist geta hindrað að Luhansk og Donetsk héröðin yfirgefi Úkraínu á næstu vikum

Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda virðast hafa endað í "hreinni niðurlægingu" en skv. frásögn WSJ þá náðu rússneskir "aðgerðasinnar" á vald sitt 6 brynvörðum farartækjum Úkraínuhers. Að því er best verður séð, gáfust hermennirnir "upp" eftir að faratækin höfðu verið umkringd um nokkurn tíma, af reiðum hópi fólks sem innihélt vopnaðan kjarna. Það er engin leið að vita hvort þ.e. satt eða logið, að þeir hafi "gengið í lið" með uppreisninni eða ekki. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt. En vopnaðir aðilar sem gættu þeirra faratækja, sögðust aðspurðir af blaðamanni, vera fyrrum liðsmenn hers Úkraínu.

Þetta getur verið rétt, vegna þess að mórallinn innan úkraínska hersins virðist afskaplega á lágu plani, þ.e. gríðarleg spilling í gegnum árin, laun mjög lág, tæki og búnaður í lamasessi, sama á við um þjálfun - - það bárust meira að segja fréttir af því, að hermenn hafi þegið mat frá hópi aðgerðarsinna á öðrum stað og verið fegnir.

"Ukrainian forces attempted to establish an operating base in the town of Kramatorsk and moved units from a nearby military air base into the city. According to Ukraine's defense ministry and a witness who spoke by phone, a column of six armored vehicles was halted by an angry mob of civilians and then commandeered by heavily armed men wearing military-style uniforms."

"The six vehicles then took up positions around a cafe near the city council building, and dozens of masked men in fatigues—with no insignia—and carrying automatic weapons and sniper rifles formed a cordon around them." - "When asked who they were, a masked soldier patrolling near the vehicles claimed the unit was part of the 25th brigade of Ukraine's airborne forces that had switched sides."

Ég á ekki von á því að Vesturlönd og Rússland muni ná samkomulagi, eftir að hafa íhugað það nánar hvort að það væri líklegt til að leysa vandann, að auka mjög mikið sjálfstæði héraða - - er ég langt í frá lengur viss um að svo sé.

En mér virðist blasa við, að innan þeirra héraða sem eru verulega skipt milli hópa, þá séu líklegar að rísa í kjölfarið upp deilur milli hópanna - - um þá stefnu sem þeirra héröð skulu taka.

  • En líkur eru á að Úkraínskumælandi, styðji stjórnina í Kíev.
  • Meðan að rússneskumælandi, séu á móti henni.

Klofningurinn sem sé líklega að halda áfram í landinu með brotthvarfi Luhansk og Donetsk héraða, líklega síðan haldi áfram - - innan þeirra héraða sem séu skipt milli hópanna.

Það sé í þeim klofningi - - sem ástand mála geti þróast yfir í "borgarastríð."

 

Niðurstaða

Mig grunar að úr því sem komið er, sé lítill grundvöllur fyrir sátt milli þjóðahópanna sem byggja landið sem heitir Úkraína. Þjóðernishyggja hvors íbúahluta - stefni að markmiðum sem erfitt sé að samræma. Meðan að rússnesku mælandi vilji áfram halla sér að Rússlandi, vilji úkraínskumælandi frekar halla sér að Evrópu. Það sé þessi deila um "grunn stefnu landsins" sem sé að kljúfa landið.

Þetta sé spurning um "hvorn menningarheiminn" fólkið vill.

---------------------------

Undir niðri kraumar gamalt hatur frá hamförum 20. aldar - - Úkraínskumælandi muna enn eftir hungursneyðinni í Úkraínu á 3-4. áratugnum, sem drap milljónir. Afleiðing samyrkjubúskaparvæðingar Stalíns.

Það var að mörgu leiti hefnd úkraínskra þjóðernissinna í Seinni Styrjöld, er þeir gengu í lið með nasistum er þeir réðust á Sovétríkin. Þá var hermönnum nasista tekið tekið sem frelsurum í mörgum héröðum innan Úkraínu, ekki þó þ.s. rússn.mælandi voru fjölmennir.

Það að margir Úkraínumenn síðan börðust með nasistum, hafa Rússar aldrei síðar meir fyrirgefið. Alltaf lifir meðal Rússa - sú hugsun að úkraínskir þjóðernissinnar séu "fasistar."

  • Ég hef á tilfinningunni, að þegar rússneska pressan rifjar upp þjónkun úkraínskra þjóðernissinna við nasista í Seinni Styrjöld, þá láti þeir vera að minnast á milljónir Úkraínskra bænda sem dóu hungurdauða á 3. og 4. áratugnum.
  • Fólk gjarnan man þ.s. hentar þeirra málsstað hverju sinni - að muna.
Eins og átök Króata og Serba í fyrrum Júgóslavíu sýndu fram á, þ.s. er til staðar að mörgu leiti sambærileg bitur forsaga, þá getur gamalt hatur gosið upp að nýju af miklu krafti - fljótlega eftir að átök hefjast fyrir alvöru.

 

Kv.


Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn andstæðingum sínum í Luhans og Donetsk virðast í mýflugulíki

Að "crackdown" sé hafið, hefur verið blásið fremur út af stjórnvöldum í Kíev, það hefur verið fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims. En þegar ég rýni í pressuna, ber frásagnir saman, fæ ég ekki betur séð að þær aðgerðir, séu afskaplega í reynd "smáar í sniðum" og því lítt fallnar til þess að skelfa andstæðinga stjórnvalda í þeim héröðum Úkraínu, þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta.

Ukraine launches 'gradual' operation, action limited

Clash Erupts at Military Airport in Eastern Ukraine

Það hafa borist óljósar fréttir af lest brynvarinna farartækja, með 2-3 skriðdreka fremsta í flokki, en annars liðsflutningafarartæki. Sem lagði af stað á sunnudag. En fátt hefur borist af fréttum af för þeirrar liðssveitar síðan - - nema að það bárust óljósar fréttir af því að hún hefði mætt vegatálma.

Þetta sá ég sl. mánudag, á þriðjudag berast engar frekari fréttir af þessari lest farartækja. Svo ég verð að álykta. Að hún sé föst við þennan "vegatálma" og þannig standi mál hvað þá liðssveit varðar.

En á þriðjudag, var fjallað um það með umtalsverðu "fanfare" að herflugvöllur í grennd við borgina Kramatorsk hefði verið, eins og það var orðað af hálfu stjórnvalda í Kíev, frelsaður.

Skv. frásögn "Reuters" sem mér virðist mest trúverðug, þá var fámennum herflokki lent þar á tveim liðsflutningsþyrlum.

Sá herflokkur virðist hafa tekið sér stöðu á flugvallarsvæðinu, síðan urðu einhverjir pústrar við "innganginn" þar sem ekið er inn á svæðið, en þar var víst til staðar "vegatálmi" mannaður stjórnarandstæðingum.

  • Það fara nokkrar mismunandi sögur af þeim pústrum.
  1. Skv. RIA-Novosti létu 4 lífið og tveir slösuðust.
  2. Frásögn yfirvalda er sú, að völlurinn hafi verið tekinn án nokkurs manntjóns eða líkamsmeiðinga.
  3. Skv. WSJ slösuðust 3.
  4. Skv. Reuters, þá voru einhver hundruð óbreyttra borgara við vegatálma við flugvöllinn, og það urðu pústrar og deilur milli þeirra og hermannanna, en undir kvöldið hafi þeir leitað inn í byggingarnar á flugvellinum. Skv. þeirri frásögn var ekkert manntjón. Vegatálminn sé enn mannaður mótmælendum, hermennirnir hafi ekki komist út fyrir flugvallarsvæðið.

Auk þessa, virðist að þyrlur hafi verið notaðar til að flytja fámenna herflokka til valdra staða á svæðinu, væntanlega vegna vegatálma mannaða af stjórnarandstæðingum.

  • Það virðist a.m.k. ekki augljóst, að það hafi orðið mannfall.

Aðgerðirnar virðast bera því vitni, að menn eru logandi hræddir við "mannfall" - leitast í lengstu lög við að forðast slíkt. Um það getur ekki síst ráðið, vitneskjan um tugi þúsunda rússn. hermanna sem bíða gráir fyrir járnum nærri landamærunum við Úkraínu.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið að aðgerðir stjórnvalda í Kiev, verði stærri að umfangi á miðvikudag, en þær voru á þriðjudag. En a.m.k. fram að þessu, sé ég fátt í þeim sem líklegt sé að skefla andstæðinga stjórnvalda á þeim svæðum þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta, en á þeim svæðum hefur andóf verið mest áberandi. Ef aðgerðir Kíev stjórnarinnar, ná ekki því umfangi að stjórnvöld nái stjórn á atburðarásinni, þá geta mál alveg æxlast með þeim hætti. Að Donetsk og Luhansk héröðin yfirgefi Úkraínu.

Á hinn bóginn, gæti verið skynsamt af hinni þjóðernissinnuðu stjórn. Að íhuga tilboð Pútins af fullri alvöru, þ.e. um stórfellt aukið sjálfræði einstakra svæða. Þ.e. að tekið verði upp "fylkja" fyrirkomulag í landinu. Og auðvitað að landið, samþykki að ganga aldrei í NATO.

Væri það virkilega óásættanlegt, t.d. að hvert svæði væri eins sjálfstætt og fylkin í Bandaríkjunum?

Það gæti verið eini möguleikinn, til að hindra að andóf í V-héröðum Úkraínu. Færist jafnvel alla leið yfir í borgarastríð.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband