Harkan í Úkraínudeilunni vex - virðist blasa við hótun um innrás frá Rússlandi

Það er mögnuð móðursýkin í orðaræðunni af hálfu deiluaðila. Ráðherrar bráðabirgðastjórnarinnar í Kíev, þegar þeir tala um þá sem standa fyrir uppreisn í A-héröðum Úkraínu. Þá nota þeir orðalagið "hryðjuverkamenn" eða "hryðjuverkaöfl" og sveipa aðgerðir sínar í búning "baráttu gegn hryðjuverkum."

Þetta er að sjálfsögðu afskaplega ósanngjörn "orðaræða." En þ.e. ekki verið að drepa fólk í stórum stíl. Þ.e. ekki heldur verið að fremja sprengjutilræði. Ekkert af dæmigerðum aðgerðum sem flokkast undir hryðjuverk - - á hinn bóginn er sannarlega til staðar "uppreisn."

Á hinn bóginn er orðaræða andstæðinga stjórnarinnar í Kíev, engu betri - - en ef stjórnin í Kíev talar um hryðjuverkaföfl, þá eru stjórnarliðar titlaðir fasistar eða nasistar, sakaðir um að vera málaliðar Vesturvelda sem víst að sögn andstæðinga, greiddu þeim sem frömdu byltinguna nýverið "laun" - skv. sögn andstæðinga var byltingin búin til af Vesturveldum alfarið, reyndar má því við bæta, að þeir nota orðalagið "valdarán" en ekki byltingu.

  • Þetta er "klassísk" ýkjukennd orðaræða, þegar 2-fylkingar takast á.
  • Og gagnkvæmt hatur er farið "illilega" að varpa sýn hvors aðilans á hinn.
Ukrainian security force officers at a checkpoint set on fire and left by pro-Russian separatists near Slaviansk.

Eftir atburði fimmtudagsins virðist móðursýkin í orðaræðunni hafa náð nýjum hæðum

Ef marka má orðaræðuna meðal andstæðinga Kíev stjórnarinnar á netinu, eru aðgerðir gegn andstæðingum í A-Úkraínu hvorki meira né minna en "tilraun til þjóðarmorðs" - - ráðherrar stjórnarinnar tala um aðgerðir gegn hryðjuverkum.

Það virðist töluvert á reiki - hve margir létu lífið.

  • Stjv. í Kíev tala um 5.
  • En talsmaður andstæðinga, segir 2 hafa farist.
  • Það hefur líka heyrst að 3 hafi farist, eða jafnvel 1. 

Miðað við þetta var ekki um nein "risaátök" - enda kemur fram í fréttum, að hermenn Kíev stjórnarinnar, á brynvörðum liðsflutningafarartækjum, gerðu tilraun til að komast að borginni Slaviansk í A-Úkraínu. Og náðu að brjóta sér leið í gegnum 3-vegatálma.

En undir kvöldið, varð frekari aðgerðum hætt, spurning hvort það stóð í sambandi við "nýjar hótanir" Rússa, sem fyrirskipuðu heræfingar nærri landamærum Úkraínu.

Sem magnar upp ótta um "hugsanlega innrás" - en 40þ. manna herlið Rússa við landamærin, getur mjög auðveldlega farið þarna inn, og sópað veiku úkraínsku herliði á brott.

En kannski var markmið Rússa einungis að ógna með tilburðum sínum, fá stjórnvöld í Kíev til að hætta við frekari aðgerðir - - hver veit. Það verður að koma í ljós á morgun hvort meir verður af aðgerðum.

Ukraine forces kill up to five rebels, Russia starts drill near border

Russia Begins Military Exercises Near Border After Deadly Clashes in Eastern Ukraine

Russia to Start Drills, Warning Ukraine Over Mobilization

Russia holds exercises as tensions mount in Ukraine

Ukraine forces move towards Slaviansk

Acting President Oleksandr Turchynov - "We won't retreat in the face of this terrorist threat and will continue taking steps to defend our citizens," - "We demand that Russia stop intruding in our internal affairs, to stop its constant threats and blackmail, and to remove its forces from the eastern border."

Russian foreign ministry - “Washington must force the current Ukrainian leadership to immediately stop its military operation in the south-east, and ensure the retreat of the Ukrainian military and its power structures to their bases,”

Russian minister of defence, Shoigu - “The starting gun on the use of weapons against their own civilians has already been fired,” - “If today this military machine is not stopped, it will lead to a large number of the dead and wounded.”

Mr. Putin - “If, in fact, the Kiev regime has started to use the armed forces against people inside the country, then, with no doubt, it is a serious crime against their own nation,”

Miðað við yfirlýsingar Rússa, virðast "heræfingar" Rússa, beint svar við aðgerðum stjórnvalda Úkraínu við Slaviansk.

Ógnunin er augljós, hafandi í huga að Pútín hefur sagt frá því, að hann hafi heimild rússnesku Dúmunnar, til þess að gera allt þ.s. þarf "til að tryggja rétt rússneskra borgara." Þ.e. áhugavert orðalag, en nýlega víkkaði Dúman rétt Rússa búsettra í öðrum löndum, til þess að sækja um ríkisborgararétt í Rússlandi.

 

Niðurstaða

Það er óhætt að segja, að Úkraína standi á barmi hyldýpis. Hingað til hafa aðgerðir beggja fylkinga verið "merkilega varfærnar" þ.e. fáir hafa látið lífið fram að þessu. En harkan í ummælum hefur á sama tíma verið "svakaleg." Vandi við orðaræðuna er, að hún getur haft "mótandi áhrif á viðhorf hvors aðila til hins" og á endanum, hvatt báða aðila til "aukinnar" hörku. 

Meðan aðgerðir hafa verið varfærnar, þá er hatrið í ummælum "augljóst."

Manni virðist að það sé einungis "rétt svo" tékkað af.

Ég á ekki von á því að innrás Rússa sé yfirvofandi. Heræfingar séu frekar til þess, að skapa þrýsting á stjórnvöld í Kíev. Að fara sér hægt í aðgerðum. En þau augljóslega eiga enga von til þess að verjast innrás. Ef slík verður fyrirskipuð.

Þ.e. því óhætt að segja, að menn séu að leika sér að eldinum - - annars vegar möguleikinn á borgarastríði. Hinsvegar möguleikinn á innrás, sem þeir eiga engan möguleika á að verjast.

Augljóslega "þurfa menn að setjast niður" og ræða saman. Byrjun gæti verið, að stjórnvöld í Úkraínu hætti að tala um "hryðjuverkamenn" fari þess í stað að tala um "uppreisnarmenn" eða "andstæðinga."

Það væri á móti ágætt, ef andstæðingarnir hætta að tala um "valdarán" og kalla stjórnarsinna "fasista."

Er einhver möguleiki á því að "skynsemi" komist að?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 846663

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband