15.10.2014 | 01:03
Hratt lækkandi verðlag á olíu - gæti skaðað efnahag Rússlands, ofan í refsiaðgerðir Vesturvelda
Vegna þess að það blasir við að hagvöxtur í heiminum verður lakari en fyrri hagspár höfðu gert ráð fyrir. Þá hafa væntingar um eftirspurn eftir olíu - minnkað. Sem hefur leitt til þess að verðlag hefur fallið og verið fallandi síðan sl. sumar.
En síðustu efnahags fréttir sem hafa allar verið á slæma hlið - - hafa nú ýtt verðinu niður fyrir 90 USD á fatið, sjá mynd - - þ.s. verð endaði á mánudag í 86,02 USD.
Eins og sjá má - - þá hefur verðfallið verið nokkuð skarpt síðan rétt fyrir mánaðamót júlí/júní sl.
Skv. frétt Financial Times - - þá hefur "International Energy Agency" eða "IEA" sagt að fleiri þættir hafi áhrif en "slæm efnahagstíðindi."
En t.d. hafi olíuútflutningur Líbýu náð sér aftur á strik - - þó að brotist hafi út borgarastríð þar. Síðan hafi stríðið í Írak ekki haft nein neikvæð áhrif á útflutning á olíu. Til viðbótar, hafi Bandaríkin aukið verulega - útflutning á olíu vegna aukningar á framleiðslu frá "oil shale." Eða leirsteinslögum er innihalda olíu.
- Ég skal ekki segja að ég sé sérlega sorgmæddur yfir því, að þetta séu líklega slæmar fréttir fyrir Rússland.
En lækkun olíuverðs mun slá á þeirra útflutningstekjur.
Ég hef heyrt að svo mikið hafi útgjöld rússneska ríkisins blásið út, að það þurfi til verðlag per fat ca. upp á 100 USD. Svo það myndist ekki "hallarekstur."
Og rússn. ríkið er núna með "umtalsverðan viðbótar kostnað" af - - refsiaðgerðum Vesturvelda. En á rússn. ríkið, fellur kostnaður af því - - að tryggja stöðu stórra rússn. fyrirtækja í ríkiseigu eða í eigu vel tengdra aðila. Svo þau lendi ekki í vandræðum með að greiða af skuldum, vegna þess að bæði ESB og Bandar. hafa lokað á aðgang þeirra fyrirtækja af bankaviðskiptum.
En það þíðir að þau getur skort lausafé í réttum gjaldmiðlum, til að greiða af lánum í Dollurum eða Evrum.
- Síðan bætist við, að lækkandi olíuverð - - eru slæmar fréttir fyrir áætlanir Rússa að bora eftir olíu langt Norður í Íshafi. En kostnaður þar er líklega það mikill, að það má vera að verðlag þurfi að vera a.m.k. 100 USD per fat.
---------------------------------
Allt setur þetta aukinn þrísting á Rússland að semja við Vesturlönd.
Með öðrum orðum, að gefa eftir deiluna sem Rússland stendur í.
Niðurstaða
Rússland er viðkvæmara fyrir lágu olíuverði heldur en t.d. Saudi Arabía. Vegna þess að mun kostnaðarminna er að ná upp olíu við aðstæður sem til staðar eru í Saudi Arabíu. En við aðstæður sem til staðar eru í Rússlandi.
Það þíðir að rússnesk olía hefur "hærri brake even point" þ.e. rússnesk olíuvinnsla lendir fyrr í tapi en olíuvinnsla í Saudi Arabíu. Líklega er kostnaður Sauda það lágur. Að erfitt sé að sjá olíuverð verða það lágt að hagnaður verði ekki af vinnslu Sauda.
Þetta er auðvitað -- hin hliðin á þeim pening. Að Rússland sé svo háð olíu sem Rússland er.
Að vera með öðrum orðum - - auðlindahagkerfi. Ekki ólíkt því ástandi sem Ísland býr við.
Þó Ísland búi ekki a.m.k. enn við olíuauðlindir.
- Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif þróun olíuverðs mun hafa á efnahag Rússlands, sem er undir þrýstingi refsiaðgerða Vesturvelda.
- En þessi 2-faldi þrístingur gæti orðið tilfinnanlegur.
- Spurning hvort það dugar til þess, að Rússland skipti um stefnu í megindeilu Rússlands og Vesturvelda?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2014 | 01:09
Frekari upplýsingar hafa komið fram um ógeðfellda meðferð "Islamic State" á minnihluta trúflokki Yazida
"Islamic State" - virðist hafa endurvakið "þrælahald." Upplýsingar um þetta athæfi hefur reyndar legið fyrir um nokkurn tíma. En "Human Rights Watch" hefur sent frá sér skýrslu - þ.s. sagt er frá gríðarlega alvarlegum mannréttindabrotum "IS" gegn Yazidi fólkinu.
- Það sem er nýtt við þetta, er "frásögn Islamic State af athæfinu" - þ.e. með hvaða hætti þeir fjalla sjálfir um þær aðfarir.
Ég bendi á þessa frétt Reuters:
Islamic State seeks to justify enslaving Yazidi women and girls in Iraq
Það eru sannarlega til fordæmi þess í Kóraninum, að "skilgreindir óvinir" séu hnepptir í þrældóm. Það er rétt að halda á lofti. Að í kringum 630 e.k. - þá var þrælahald ekki álitið rangur hlutur.
Það hafði tíðkast í árþúsundir, það voru gamlar venjur að baki því, þótti ofur eðlilegt - að hneppa fólk frá sigruðum hópum í þrældóm.
Þ.e. einnig rétt að árétta, að þ.e. ekki fyrr en á 19. öld. Að hreyfing gegn þrælahaldi nær það mikilli útbreiðslu. Að þjóðir fara að banna það athæfi - hver á eftir annarri.
- Í því ljósi, er ágætt að við rifjum það upp, að sennilega voru fáir stórtækari í þrælahaldi, en nýlenduþjóðir hinnar kristnu Evrópu.
- Þó svo að við tökum tillit til alls þessa, þá er það ákaflega "sérstakt" svo rosalega vægilega sé tekið til orða, að ætla að "endurvekja siðvenjur er tíðkuðust fyrir öldum."
"Islamic State" - - er eins og uppvakningur frá fornöld!
Skv. lýsingu Islamic State samtakanna
- Þá var fjölskyldum Yazida sem þeir náðu á sitt vald, skipt upp á milli hermanna "IS" sem þátt tóku í aðgerðinni, er lyktaði með töku þorpa Yazid-anna.
- "Islamic State" tók skatt af "sölunni."
- En fólkið var "selt."
Þ.e. "börn" - "gamalmenni" - "karlmenn sem enn voru lifandi" og sérstaklega "konur."
Konurnar eru þá í reynd "sex slaves" þeirra sem þær voru seldar til.
Abu Bakr al-Baghdadi - - leiðtogi samtakanna, hefur hvorki meir né minna en - lýst sig trúarleiðtoga allra múslima.
Sem slíkur, virðist hann hafa tekið sér rétt, sem maður verður að jafna við þann rétt, sem Múhameð á sínum tíma - - sem þá óskoraður trúarleiðtogi allra Múslima og einnig boðandi trúarinnar -- hafði.
En hann virðist "skilgreina alla Múslima sem berjast gegn hans stríðsmönnum" - - sem "gengna af trúnni."
Það virðist vera ástæða þess, af hverju "Islamic State" afhöfðar hermenn sem eru yfirbugaðir eftir bardaga.
Það að berjast gegn þeim - - þíði að þú sért "réttdræpur."
- Að auki, virðist hann beita þessu sem "hótun" að skilgreina aðila "gengna af trúnni."
- Liður í ákveðinni "ógnarstjórn" sem samtökin virðast reka á svæðum sem þau hafa tekið.
Öll andstaða sé bæld niður með miklum ofsa. Og skipulögð andstaða - - er alltaf í hættu að vera skilgreind "gengin af trúnni" og því samstundis - - réttdræp.
Það er þ.s. menn þurfa einnig að muna eftir - - að hann beitir einnig "aðra Múslima ofsóknum" ef þeirra trú eða afstaða til trúarinnar - - er önnur en sú sem er viðurkennd af, Abu Bakr al-Baghdadi.
Það sem ég verð að árétta, að skv. Kóraninum eru kristnir eða gyðingar, ekki trúleysingjar!
Þetta lá alveg skýrt fyrir t.d. í tíð Tyrkjaveldis, sem stóð yfir í nokkrar aldir. En Tyrkjaveldi fylgdi Kóraninum mjög nákvæmlega, þegar kom að "meðferð Kristinna og Gyðinga."
- Skv. Kóraninum, má Kristinn halda sinni trú, og það sama má Gyðingur.
- Kristnir eru skilgreindir, sem "trúað fólk" þ.e. ekki trúleysingjar. Þó Kristni og Gyðingdómur sé einnig skilgreind sem "trúvilla."
- Skv. þeim reglum sem giltu í Tyrkjaveldi soldánanna, sem voru í fullu samræmi við lög Kóransins; þá var Kristnum og Gyðingum, bannað að gegna opinberum embættum.
- Að auki, þurftu þeir að borga "sérstakan skatt" sem er - skilgreindur í Kóraninum.
- En hann er sérstök kvöð - - sem lögð er á "villutrúarfólk."
Kristnir máttu halda kirkjum sínum, Gyðingar sýnagógum - - og báðir hópar sínum bókum. Meðan þeir greiddu þennan skatt - - það ásamt annarri mismunun hélt þeim hópum fátækari.
Skv. þessu, er Gyðingum og Kristnum - auðsýnt verulegt misrétti. Ef ákvæðum Kóransins er framfylgt.
- En punkturinn er sá, að aðfarir -Abu Bakr al-Baghdadi- að lísa Kristna og Gyðinga "ekki villutrúarfólk" heldur "skurðgoðadýrkendur" og "trúleysingja" - - > er þá brot á ákvæðum Kóransins.
Ef þessi lýsing mín væri ekki rétt - - þá hefði það ekki verið mögulegt fyrir Kristna og Gyðinga, að lifa með Múslimum í margar aldir. T.d. ríktu Tyrkja soldánar yfir Balkanskaga í nokkrar aldir.
Það án þess, að þær þjóðir þar sem "eru kristnar" - - væru neyddar til þess að ganga af trúnni.
Niðurstaða
Málið með "Islamic State" og Abu Bakr al-Baghdadi - - er að í margvíslegum atriðum. Er hann og hans liðsmenn, að boða þ.s. miðað við það hvernig Íslam var boðað í aldir í Tyrkjaveldi; er trúvilla.
En soldánarnir fóru yfirleitt frekar nákvæmlega eftir ákvæðum Kóransins. Þó ekki í persónulegu líferni, enda varð Tyrkjaveldi alræmt fyrir spillingu.
Á hinn bóginn, var þrælahald ávalt til staðar í Tyrkjaveldi. Þrælahald var ekki afnumið í Mið-Austurlöndum, fyrr en eftir Fyrra Stríð. Þegar Vesturveldi eiginlega - - neyddu þá útkomu fram.
Þetta er þó í fyrsta sinn - - sem ég frétti af því. Að nútíma trúarleiðtogi meðal Múslima - - lofsyngi þrælahald. Það sé þá enn eitt atriðið sem seti Abu Bakr al-Baghdadi í nokkurn sérflokk.
- En hann virðist mér þó ekki vera að boða það Íslam sem boðað var öldum áður, miðað við boð hans um meðferð á kristnum og gyðingum. Sem virðist hans uppfinning.
- Hann er þá - - þvert á móti. Að boða nýtt form af Íslam. Eiginlega nýja "sértrú" af meiði Súnní.
- Einhvers konar "haturs Íslam."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2014 | 16:47
Síða "Islamic State" samtakanna sem hefur íslenskt lén, virðist mér dæmi um þá þróun - hvernig baráttusamtök af margíslegu tagi nota netið til að dreifa skipulögðum áróðri
Þessi árátta baráttusamtaka af margvíslegu tagi, að nota vefinn "til að setja upp fréttasíður" er eiginlega gott dæmi um það. Hve það skipti miklu máli, að stjórna því - hvernig er sagt frá atburðum. Hvaða sýn á þá er gefin. Ekki síst, hvaða sýn á rás atburða - verður ríkjandi í huga fólks.
En ef þ.e. eitt sem nasistar kenndu okkur, og þeirra áróðursmálaráðherra, þá er það - - að stjórna því hvað fólk telur vera satt og rétt.
Líklega voru það þó "Lenínistar" í Rússlandi, í hinum nýstofnuðu "Sovétríkjunum" á 3. áratugnum, sem fundu upp þá aðferð - - að með skipulegum hætti, dæla úr "fréttum" sem voru í reynd "áróður."
Þó lönd hafi lengi gert þetta, einkum í tengslum við stríð, þá var það nýtt - - að halda á lofti áróðurs sýn, sem gegntók alla samfélagsþætti frá A-Ö. Einhvern veginn með þessum hætti virðist starfa "ISLAMIC STATE" þ.e. - - þeir séu með hugmynd að samfélagi, með þeim hætti megi líkja þeim við nasisma og kommúnisma.
Síða Islamic State - http://khilafah.is
Síða samtakanna er ekki einstök að því leiti að vera að "flytja fréttir skv. sýn samtakanna." Það eru fjöldi annarra aðila á netinu sem stunda mjög sambærilega "fréttamennsku."
Það er, fréttamennsku sem hafi þann tilgang að "halda á lofti eigin sýn þess aðila á rás atburða." Ég þarf ekki annað en að "vitna í Pútín sjálfan" um það hvað hann vill að rússneskir fjölmiðlar geri:
Putin talks NSA, Syria, Iran, drones in RT interview
Putin - "When we designed this project back in 2005 we intended introducing another strong player on the worlds scene, a player that wouldnt just provide an unbiased coverage of the events in Russia but also try, let me stress, I mean try to break the Anglo-Saxon monopoly on the global information streams. And it seems to me that youre succeeding in this job." - "Certainly the channel is funded by the government, so it cannot help but reflect the Russian governments official position on the events in our country and in the rest of the world one way or another."
Akkúrat, Russia Today, sé með öðrum hætti - sambærileg fréttaveita við "fréttaveitu Islamic State" þ.e. tilgangurinn sé sá hinn sami, að "varpa upp sýn af því sem er satt og rétt, sem sé þeirra eigin." Og að afla stuðningsmanna út á við - við þá sýn. Hvort að sá aðili sem vill halda á lofti "eigin sýn" sé "Islamic State" eða "Pútín" skipti ekki megin máli.
- Punkturinn er sá, að þetta sé nákvæmlega sama tegund af athæfi.
- Að ástunda fréttamennsku, sem eigi meir skilt við skipulagðan áróður, en eiginlegar fréttir.
Ég vitna einfaldlega beint í orð Pútíns, að fréttastofan "Russia Today" geti ekki annað en endurspeglað sýn rússneskra stjórnvalda á rás atburða í Rússlandi, og innan alþjóðasamfélagsins.
Þarna sé hann með beinum hætti að viðurkenna, að RT sé vísvitandi áróðursmiðill. Þetta sést vel á fréttasýn RT-þ.s. sýn á rás atburða þ.s. Rússland er með einhverjum hætti í átökum við Vesturlönd, er öll á þann veg, að Rússland sé að berjast í bökkum í baráttu við ágang Vesturlanda. Aðgerðir Rússa séu þá ávalt varnaraðgerðir gegn þeirri ásókn.
- Það er fullt af fólki, sem trúir þessari vörpun rússneskra miðla.
- Það sem er síðan verra, er að verulegur fjöldi fólks er einnig farinn að trúa þeirri sýn sem "IS" varpar af rás atburða á eigin síðum.
- Tilgangurinn er, eins og ég sagði, í báðum tilvikum - - að halda sinni sýn á lofti.
- En ekki síður, að afla fylgismanna við sinn málstað.
Það er einmitt að gerast - - ég hef orðið var við mikinn fjölda vefara, sem eru greinilega orðnir "áhangendur" síðna, sem halda á lofti mjög neikvæðri sýn á Vesturlönd, og virðast eiga það allar sameiginlegt, að "Styðja Rússland" - - í átökum við Vesturlönd.
Mig hefur árum saman grunað, vegna þess hve þær síður "styðja ákveðið hagmunabaráttu rússneskra stjórnvalda" - "Takið eftir að ég tala ekki um hagsmunabaráttu Rússa heldur rússn. stjv." - - > Að þær síður, séu undir áhrifum a.m.k. frá "rússnesku leyniþjónustunni."
En þeirra málflutningur, gæti ekki verið ákveðnari fylgisspakur málstað rússn. stjv. - - en ef aðilar á þeirra vegum, væru að semja allt þ.s. þar er flutt. Þ.e. nákvæmlega þ.s. mig grunar.
Punkturinn sem ég er að halda á lofti er sá, að fyrst að rússnesk stjórnvöld geta aflað sér fylgismanna í gegnum netið, þá getur "ISIS/IS" það einnig
Ég sá frétt um daginn, þ.s. kom fram að japönsk stjv. væru að rannsaka stúdenta við japanskan háskóla, sem grunaðir væru um að ætla að fara til Sýrlands og berjast með "IS": Japönsk stjórnvöld rannsaka hóp af mönnum sem þau segja að hafi haft í huga að ferðast til Sýrlands og gang í lið með "Islamic State"
Það er einmitt þ.s. fólk þarf að hafa í huga, að þær síður sem "vísvitandi halda á lofti jákvæðri sýn á tiltekinn aðila" - "hafa þann tilgang að gera lesendur jákvæða gagnvart þeim aðila" - "og á endanum í von um að afla sér nýrra fylgismanna."
- Fólk getur nefnilega stutt "málsstað" með mjög mörgum hætti. Sem dæmi, þá eru örugglega margir fleiri en þeir sem gera sé för til Sýrlands - - sem styðja "ISIS/IS" fjárhagslega.
- Að auki, eru örugglega margir flr. en þeir sem gera sér för til Sýrlands, sem styðja málstað "ISIS/IS" á netinu, og taka þátt í umræðum.
- Eða í samfélagsumræðu almennt í viðkomandi landi.
Ég hef ekki orðið var við slíka - hérlendis. En það á örugglega annað við, í stærri löndum t.d. á meginlandi Evrópu.
Málið er að, þ.e. eðlileg þumalfingursregla - - að ef 1 gerist nægilega róttækur til að "berjast" þá séu sennilega a.m.k. aðrir 10 sem eru "stuðningsmenn" en ekki nægilega róttækir til að vilja berjast sjálfir.
Þ.e. líka mín ábending, að á móti þeim sem ferðast til Sýrlands - - er sennilega 10-faldur fjöldi, sem eru virkir stuðningsmenn, án þess að fara það djúpt - að þeir gerist stríðsmenn.
- Það er því afar líklegt, að í þeim sömu löndum -þaðan sem einhver hefur farið til að berjast með IS/ISSI- sé líklega að finna, "áhugamanna hópa sem styðja ISIS/IS - með virkum hætti."
- Og enn frekar, að áður en einhver fer til að berjast með "ISIS/IS" hefur slíkur hópur örugglega verið til, í einhvern tíma - og aflað sér hóps fylgismanna, áhangenda.
Meginhlutverk slíkra hópa- er líklega að "skipuleggja fjármögnun ISIS/IS" þ.e. standa fyrir fjáröflun fyrir samtökin í því landi og auðvitað útdreifa áróðri samtakanna. Þetta sé fólk, sem muni vera löghlýðið og ef maður mundi leita á heimilum, mundi ekkert augljóslega ólöglegt finnast. Annað en kannski óbeinar vísbendingar um að þau séu meðlimir.
- Síðan er einnig hætta á að út frá þeim hópum, myndist svokallaðar "sleaper cells."
Þ.e. hópar sem skipuleggi og undirbúi hryðjuverk - en séu ekki virkjaðir til slíkra. Nema gegn skipunum frá ráðamönnum innan "ISIS/IS."
------------------------------------
- Ísland þarf að vera á varðbergi gagnvart þeim möguleika - - að "IS/ISIS" afli sér fylgismanna á Íslandi.
- Og japanska dæmið, sýnir - - að það þarf alls ekki vera, að slíkir séu af múslímskum ættum eingöngu.
- Þvert á móti, gæti unglingar - og ungt fólk almennt, verið einmitt viðkvæmt fyrir áróðri þeirra samtaka.
Ungt fólk sérstaklega, því að þ.e. þegar við erum unglingar, sem við förum að hugsa í víðara samhengi og áður, við kynnumst gjarnan nýjum hugmyndum - - erum móttækileg. Mörg okkar hafa ekki hugsað mikið áður, um alvarlega hluti - rennum dálítið þekkingarlítið "inn í lífið" sem er akkúrat hvers vegna, við getum orðið "fórnarlömb hættulegs áróðurs."
Þegar haft er í huga, hve mikið af málstöðum er í boði, margir sem breiða boðskap sinn á netinu, og að flestir sem eiga unglinga, eru ekkert að fylgjast nákvæmlega með þeirra netvafri - - þá er þessi hætta mjög raunverulega fyrir hendi.
Þ.e. netið sem er orðið í dag - megin dreifingarstöð áróðurs. Bæði þess sem telst ekki alvarlegur - - og áróðurs frá samtökum eins og "ISIS/IS" sem eru virkilega stórhættuleg.
- Vandinn er sá, að "áróðurssíður" setja alltaf upp gagnrýnislausa mynd af sínum málstað.
- Ég bendi fólki á að opna síðuna - khilafah.is - og sjá sjált, hvernig "ISIS/IS" segir frá.
Ég þarf varla að taka fram - - að skv. þeirri síðu, eru hersveitir "ISIS/IS" hetjur. Og takið eftir - - þær sveitir eru að "frelsa svæði Kúrda" sem þær sveitir eru að taka yfir, magnað eiginlega. En það geta ekki verið margir "Kúrdar eftir á þeim svæðum" þannig að "ISIS/IS" er að taka yfir að mestu tóm og yfirgefin svæði. Eins og í gamalli sögubók sagt er um Rómverja: "They created a desert and called it peace."
Niðurstaða
Íslendingar þurfa að vera á varðbergi gagnvart "ISIS/IS." En þó svo að rætt sé gjarnan um þá sem gera sér för til Sýrlands. Þá er sá hópur einungis - - það sem er sýnilegur stuðningur. Það má gera ráð fyrir að "ósýnilegur stuðningur" sé líklega margfalt meiri -t.d. að á móti hverjum einum sem fer til Sýrlands, séu a.m.k. 10 fylgismenn. En hlutfallið getur einnig verið - 100.
ISIS/IS - er að afla sér fylgismanna. Í gegnum eigin vefsíður.
Ég vara við þeirri hugsun - - að halda að þeir fylgismenn, geti einungis verið af ættum múslima.
Það geti verið "hver sem er" sem er ungur, ómotaður, óreyndur - hefur lítt pælt í málum áður.
Þetta er þekkt atferli á netinu, en mjög margir hópar sem reka málstað af einu eða öðru tagi, starfa með sambærilegum hætti, og nota síður á eigin vegum, til þess að "afla stuðningsmanna eða fylgismanna."
Og margir þeir hópar - - leita einmitt á ungt fólk. Vegna þess að "ungt og ómótað fólk" er "móttækilegra."
Langsamlega flestir þeirra hópa, eru baráttuhópar fyrir málstað - - sem ekki er hættulegur. En aðferðirnar eru mjög svipaðar.
Þ.e. einmitt dæmigert, að reka "fréttasíðu" og þá nota "fréttaflutning" til að halda á lofti "sýn samtakanna" og því í reynd að "vera með fréttir í áróðursskyni."
Oft leika baráttusamtök þann leik, "að gera sína fylgismenn tortryggna gagnvart hefðbundnum fréttamiðlum" því að "baráttusamtökin vilja stýra hugsun sinna félagsmanna" og því er það að sá tortryggni gagnvart hefðbundnum fjölmiðlum "liður í því að stjórna sýn sinna félagsmanna."
Þetta er eiginlega orðin gríðarlega - algeng aðferð.
Ég spyr fólk, hve oft hafið þið ekki rætt við einhvern á netinu - - "sem segir ekkert að marka venjulega fjölmiðla" og "sem lætur þig fá hlekk á síðu" eða "hlekki" sem sá segir "flytja sannar fréttir" meðan að venjulegir fjölmiðlar "flytja lygar."
Maður getur eiginlega þá vitað strax - - að þar fer einhver, sem hefur gerst fylgismaður málstaðar "sem einmitt stundar slíkt atferli" að "sá tortryggni á aðra fréttamiðla" til þess að "geta stjórnað sýn sinna stuðningsmanna" með það markmið að "gera þá að virkum stuðningsmönnum síns málstaðar."
Það er einmitt þ.s. ég hef kynnst, aðilum sem bersýnilega eru "virkir stuðningsmenn." Og auðsýna þessi einkenni.
Í flestum tilvikum, eru slík samtök ekki hættuleg. Þau eru ekki að leitast við að fá til sín "hryðjuverkamenn."
Þannig að einstaklingar sem styðja það atferli að dreifa áróðri þess málstaðar sem þeir styðja, eru almennt séð að öðru leiti - meinlausir.
En aðferðirnar eru svipaðar, og samtök sem "dreifa hættulegum áróðri" beita. Stuðningsmenn hættulegra hreyfinga, beita mörgum af sömu aðferðunum, þegar þær afla sér fylgismanna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2014 | 01:45
Mýtan um stöðugleikann sem fylgi einræði
Það er töluvert vinsæl kenning í dag, að rétt sé að "styðja til valda að nýju einræðisstjórnir í löndum eins og Líbýu - Sýrlandi og Egyptalandi. Því að einungis "ófrelsi einræðis geti haldið við stöðugu ástandi í þessum löndum."
- Vandinn við þessa kenningu er sá, að einræðisstjórnir eru ekki stöðugar.
- Annars hefðu einræðisstjórnir í Líbýu, Túnis, og Egyptalandi - ekki fallið eftir allt saman.
Þeim þarf alltaf að halda saman með valdi - því þær búa við andstöðu fjölmennra hópa. Að auki hafa þær yfirleitt ekki "réttmæti" eða "lögmæti" í nútímaskilningi, sem grefur undan stuðningi við þær. En ekki síst, er vandinn sá, að einræði leiðir ávalt til "óskaplegrar spillingar" og þ.e. ekki síst hún, sem grefur undan stuðningi við þær. Á endanum falla þær, þegar spilling hefur veikt þær nægilega innan frá, til þess að hinir fjölmögru andstæðingar þeirra heima fyrir "þori að rísa upp í byltingu."
- Ástæða þeirrar óreiðu sem finna má í löndum, eins og Sýrlandi og Líbýu - má örugglega rekja til þeirra ára, sem þau lönd hafa verið "einræðis lögregluríki."
- En einræði hefur tilhneigð, vegna þess að slíkar stjórnir byggja á valdi eingöngu - vegna þess að þær verða smám saman mjög spilltar; að skapa ástands hatur innan samfélagsins.
- Þetta hatur brýst síðan upp á yfirborðið þegar stjórnin á endanum fellur.
- Þá tekur við uppgjör milli þeirra hópa sem landið byggja.
Franska byltingin
Það er ágætt í ljósi þessara atburða, að minnast byltingarinnar í Frakklandi - sem hófst á falli svokallaðrar Bastillu. Sem var alræmt fangelsi og ákaflega hatað.
Það gekk einmitt mjög mikið á í frönsku byltingunni - - Frakkland fékk á tímabili "ógnarstjórn" uppreisnarmanna, sem gengu mjög hart fram í "morðæði" er einstaklingar er tilheyrðu elítunni í Frakklandi, voru eltir uppi hvar sem til þeirra náðist - og þeir leiddir fyrir fallöxina.
Síðar fékk Frakkland, "einræði Napóleóns" - og Napóleóns stríðin. Ef það var ekki nóg, þá var konungsdæmið endurreist í nokkur ár að afloknum Napóleóns stríðunum. Þar til að því varð bylt - og gerð tilraun með lýðræði. En eins og þekkt er, þá endaði sú tilraun í nýju einræði - Napóleón III.
Lýðræði var síðan endurreist eftir fall Napóleóns III, eftir að í nokkra mánuði ríkti svokölluð Parísarkommúna yfir París og nágrenni - en Napóleón III féll eftir að hann tapaði stríði við Prússland.
- Þá eru liðin nærri 90 ár eftir upphaf frönsku byltingarinnar.
- Og það var ekki fyrr en með 3-lýðveldinu. Sem Frakkland fékk loksins sæmilega stöðugt lýðræði.
Í dag er 5-lýðveldið. En eftir Seinni Styrjöld, var lýðræði endurreist og það kallað 4-lýðveldið. Það féll síðan í óeirðum í Frakklandi kenndar við 1968 kynslóð.
Það sem margir gleyma - - er hve erfið saga lýðræðis hefur verið í þeim löndum mörgum hverjum, sem í dag eru velheppnuð lýðræðisríki.
Hægt væri að taka dæmi nær í tíma, t.d. Brasilíu eða Chile, en í báðum löndum féll lýðveldið í valdaráni hersins -- og var ekki endurreist fyrr en mörgum árum seinna.
Þó að báðar þjóðir hafi búið við ógnarstjórnir - þá sýnir endurreisn lýðveldis í báðum löndum. Sem í dag eru stöðug lýðræðisríki. Að fólk gefst samt ekki upp. Það missir ekki vonina.
- Ég segi þetta, ekki síst til að svara þeim, sem staðhæfa að "lýðræði sé ekki fyrir lönd eins og Egyptaland svo dæmi sé tekið.
- En það hefði verið ákaflega auðvelt, að draga sambærilegar ályktanir af sögu Frakklands á 19. öld.
- Eða þegar menn voru að skoða aðstæður í S-Ameríku á 8. áratugnum, en þá voru herforingjastjórnir í nánast hverju landi.
Það eru nefnilega - afskaplega mörg þau dæmi. Að lýðræði falli, sé endurreist, það falli aftur, og síðan sé það endurreist aftur - - kannski eru þetta margar tilraunir sbr. Frakkland.
Þó að lýðræði hafi ekki tekist í fyrstu tilraun í Egyptalandi - sé brokkgengt í Túnis, Líbýa sé fallin í borgaraskærur milli fylkinga.
Þá þíðir það ekki, að engin von sé þess, að lýðræði verði endurreist síðar - kannski áratug seinna, eða jafnvel, tveim eða þrem eða fjórum.
Og þó það gangi ekki upp í - fyrsta sinn, eða jafnvel annað eða þriðja, getur það virkað samt fyrir rest.
Eins og saga Frakklands - Portúgals - Spánar - Argentínu - Brasilíu og Chile - -> Sýnir.
Þá gildi að - - gefast ekki upp.
Heldur reyna aftur, og aftur og aftur.
Niðurstaða
Ég hef alltaf tekið mikið mark á orðum Churchill þess efnis. Að lýðræði sé ákaflega gallað fyrirkomulag. Samt það skásta sem við þekkjum. Það er enginn vafi á að lýðræðislönd, eru oft skammsýn því þ.e. eðli lýðræðis, og þau gjarnan endurtaka sambærilega efnahagskreppur - því eftir allt saman er minni kjósenda ekki langt og fólk kýs þá sem endurtaka sambærileg mistök og áður, gjarnan.
Á hinn bóginn, sýnir reynslan - að einræði er enn gallaðra fyrirkomulag. Hrun einræðis, fylgir einmitt gjarnan - - borgaraátök. Þó ekki alltaf.
Átökin í Líbýu, Sýrlandi, Írak - - sína í reynd fram á galla einræðis.
Það að einræði, safnar upp spennu innan samfélaganna, meðan það er við völd.
Það leyfir ekki þjóðfélagsumræðu, það leysir ekki deilur - heldur frekar skapar þær, spennan og hatrið hleðst síðan upp; þannig að þegar hún fellur. Brýst uppsafnaða spennan og hatrið gjarnan út í átökum.
Franska byltingin er að sjálfsögðu - þekktasta dæmið. En þannig séð, má alveg líkja átökunum í Sýrlandi við uppreisnina í Frakklandi "hvað hefði gerst ef konungsstjórnin hefði haldið velli í París og nágrenni en á sama tíma ekki getað kveðið uppreisnina niður?"
Að styðja aftur einræði til valda - - er í reynd að endurtaka leikinn sem gerðist á undan. Og lyktaði síðan með uppreisn og innanlands átökum. Það virðist ákaflega rökrétt, að sú rás atburða fari líklega í endurtekningu - - en eftir að 100.000 mann hafa verið drepnir 8 milljónir hraktar frá heimilum innan Sýrlands er hatrið sennilega það mikið meðal íbúa á stjórnvöldum að nær óhugsandi virðist, að unnt verði að færa klukkuna í Sýrlandi til baka í "einræði sem mundi líta stöðugt út á yfirborðinu."
- Sýrland mun örugglega skiptast. Ég sé ekki það land, hanga saman.
- Mig grunar einnig, að það sé hugsanlega í farvatninu í Lýbíu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2014 | 00:21
Draghi lofar að Seðlabanki Evrópu muni auka verðbólgu á evrusvæði
Ekki hans nákvæma orðalag, en í ræðu sem Draghi flutti á fundi sem haldinn var í Washington þá lofaði hann því, að "óhefðbundnum aðferðum yrði beitt eftir þörfum" og að "eignasafn Seðlabanka Evrópu því stækkað í samræmi við það." En ekki síst því, að verðbólga yrði aukin.
- "Let me be clear: we are accountable to the European people for delivering price stability, which today means lifting inflation from its excessively low level. And we will do exactly that.
- "The Governing Council has repeated many times, even as it was adopting new measures: it is unanimous in its commitment to take additional unconventional measures to address the risks of a too prolonged period of low inflation."
- "This means that we are ready to alter the size and/or the composition of our unconventional interventions, and therefore of our balance sheet, as required.
Þessi yfirlýsing virðist beind gegn vaxandi ótta að evrusvæði sé á leið í verðhjöðnun.
Draghi vows to fight eurozone deflation
Orð Draghi benda sannarlega til þess að stuðningur við víðtæka prentunaraðgerð fari vaxandi innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu
Ég bendi sérstaklega á orð hans, að hann túlkar nú hlutverk bankans að stuðla að "verðstöðugleika" með þeim hætti - - að það hlutverk kalli nú á aðgerðir til þess að auka verðbólgu úr núverandi stöðu 0,3%.
Það er ákaflega "sterk yfirlýsing" - þó hún sé ekki eins sterk og yfirlýsing Seðlabanka Japans um að auka verðbólgu í 2%, þá a.m.k. lofar Draghi því að Seðlabanki Evrópu muni koma verðbólgu á evrusvæði upp úr núverandi fari.
Þetta er ekki síst merkileg yfirlýsing, þegar hún er höfð í samhengi við það loforð - - að eignasafn Seðlabanka Evrópu verði stækkað eftir þörfum.
Ekki síst, hans orð, að bankaráðið sé á einu máli í stuðningi við þessar fyrirætlanir.
Það er einnig áhugaverður punktur á öðrum stað í ræðunni - "I expect credit to pick up soon next year."
Ég get vart annað en túlkað það svo, að hann reikni með því - að fyrirhugaðar "kaupaðgerðir" Seðlabanka Evrópu, muni flýta það mikið fyrir "hreinsun eignasafna banka" að aukning verði í lánveitingum á nk. ári.
- Seðlabanki Evrópu, getur sannarlega skapað slíkt ástand, með nægilega stóru kaupa prógrammi.
- En annað fyrirhugað kaupa prógrammið, virðist sniðið að þörfum bankanna - tilboð til þeirra, að kaupa eignir í formi lána til einkaaðila, á afleiðuformi.
- Með því að kaupa slíkar afleiður af bönkum í Evrópu, getur Seðlabanki Evrópu flýtt stórfellt fyrir "hreinsun eignasafna banka" með því - - að taka "slæm lán" yfir og þannig taka taka áhættuna af þeim lánum, af bönkunum - yfir á Seðlabanka Evrópu.
Eins og Draghi sagði - - verði óhefðbundin prógrömm eins stór, og þörf er fyrir.
Þannig að Draghi skv. þessu -ef ég skil hann rétt- ætlar að tryggja að bankakerfi Evrópu verði endurfjármagnað með þessum hætti, svo að "lánveitingar geti aukist á nk. ári."
Niðurstaða
Ég get ekki skilið orð Draghi með öðrum hætti, en sem loforð um "um mjög stórt kaupa prógramm" - "fjármagnað með prentun" - sem muni stækka stórfellt eignasafn Seðlabanka Evrópu. Áður hafði Draghi talað um að stækka eignasafnið um 1.000 ma.. En nú skv. hans orðum, að eignasafnið verði stækkað eftir þörfum. Þá gæti það allt eins stækkað um 2.000ma. jafnvel 3.000ma..
Það verður auðvitað að koma í ljós, hvort stuðningur við þessi loforð Draghi - er eins einhuga og hann segir þann stuðning vera.
En þ.e. áhugavert - - að hann efnir ekki 2% sem viðmið. Heldur segir, að Seðlabankinn muni lyfta verðbólgunni upp úr núverandi fari. Sem getur þítt, að þó hann sé búinn að fá samstöðu um verulega mikil kaup og stóra seðlaprentun - - sé enn til staðar einhver andstaða gagnvart því að kaupa prógrammið verði virkilega rosalega stórt.
En þegar kemur að því "síðar meir" má vel vera, að Draghi muni geta teigt og togað prógrammið yfir í að verða alfarið sambærilegt að umfangi, við prógramm það sem "US Federal Reserve" hefur keyrt í gegnum kreppuna í Bandaríkjunum. Sem virðist í hraðri rénun á þessu ári.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2014 | 22:49
331 manns hafa látið lífið síðan svokallað vopnahlé hófst í Úkraínu
Þetta kemur fram í skýrslu mannréttindaskrifstofu SÞ: Report on the human rights situation in Ukraine 16 September 2014. Eins og fram kemur, þá hafa báðar fylkingar gerst sekar um alvarleg brot á mannréttindum. Vísbendingar séu um "dauðasveitir" á vegum svokallaðs "Donetsk People's Republic" sem hafi skotið fólk án dóms og laga, sem grunað hafi verið um að "aðstoða óvininn." Einnig séu vísbendingar um að fólki sem sé haldið án dómsúrskurðar af yfirvöldum meðal uppreisnarmanna, hafi verið þvingað til nauðungarvinnu. Að auki, séu dæmi þess - að fólk hafi verið gripið haldið og síðan boðið í skiptum fyrir uppreisnarmenn í haldi stjórnvalda. Á sama tíma, séu fjöldi tilvika þ.s. sveitir vinveittar stjórnvöldum í Kíev, hafi handtekið og lúbarið fólk - grunað um samstarf við óvininn. Einhver dæmi þess, að slíkum aðilum hafi verið haldið í einhverja daga, meðan þeir hafi sætt illri meðferð.
- Skv. þessari lýsingu - - virðist ógnarástand til staðar í A-Úkraínu.
Uppreisnarmenn séu síst minna sekir um að skapa það sbr. "dauðasveitir þeirra meðlimir kalla sig gjarnan NKVD í höfuðið á leynilögreglu Stalíns" - "fólk sé gripið og neytt í nauðungarvinnu" - "fólk sé gripið af förnum vegi eða heimilum, boðið í skiptum."
Sjá einnig frétt: Ukraine fighting has killed at least 331 people since ceasefire UN
Áhugaverðar myndir á þessum hlekk: Shocking pictures
Á myndinni sést í rústir flugstöðvar byggingar Donetsk borgar flugvallar
Á þessari mynd má sjá hvernig flugturn Donetsk borgar flugvallar hefur verið leikinn
Síðan má sjá uppreisnarmenn skjóta sprengjuvörpum á stöðvar stjórnarhermanna
Það virðist að stöðugir bardagar hafi staðið yfir síðan svokallað vopnahlé tók gildi - einmitt við Donetsk flugvöll. Þar skiptast stjórnarhermenn á skotum og sprengjuregni sbr. mynd að ofan af uppreisnarmönnum að skjóta á stöðvar stjórnarhermanna þar - - óbreyttir borgarar fá fyrir ferðina, þegar sprengjukúlur eða eldflaugar hitta ekki "rétt skotmark."
Skv. skýrslunni er áætlað heildarmannfall - - 3.660. En viðurkennt, að flr. geti í reynd hafa fallið.
Uppreisnarmenn - virðast raunverulega vera "ruddar og ribbaldar"
Ég hef alveg frá upphafi talið það "fullvíst" að þeir væru a.m.k. í engu skárri en svokallað "Right sector" í Úkraínu, þ.e. róttækir úkraínskir þjóðernissinnar. Sem einnig hafa gerst sekir fyrir fjölda mannréttindabrota.
Ég bendi á umfjöllun mína frá því um daginn: Áhugavert að nafn þings "Alþýðulýðveldisins Donetsk" skuli vera "Supreme Soviet"
En ég einmitt velti fyrir mér á sínum tíma, af hverju þeir völdu að kalla sitt sjálfskipaða lýðveldi "Alþýðuýðveldið Donetsk."
Það var vegna þess, að ég mundi eftir því - að öll fyrrum kommúnistaríkin. Kölluðu sig ávalt, "alþýðulýðveldi."
Svar við því virðist mega finna í grein sem ég fann á netinu, og vitna til í mínum pistli.
- En málið virðist einfaldlega vera, að þetta lið séu "unreformed communists" þ.e. kommar sem séu enn jafn sannfærðir í dag, eins og það hefði aldrei orðið "hrun kommúnismans."
- Forseti þings þeirra, "Supreme Soviet" -takið eftir en það kallaðist einnig þing Sovétríkjanna í den- fer í enga launkofa með, að hann sé aðdáandi Sovétríkjanna sálugu. Og líti til þess tíma, sem dýrðardaga.
Þá skilur maður - af hverju "alþýðulýðveldi" en ekki "lýðveldi" og af hverju "Supreme Soviet" en ekki t.d. "Duma."
Og auðvitað, að meðlimir "dauðasveita" alþýðulýðveldisins skuli kalla sig "NKVD" í höfuðið á leynilögreglu Stalíns, en kannski hefur einhver heyrt nafn Beria - fyrrum yfirmanns hennar. Og þekktur blóðhundur.
En NKVD var einmitt þekkt fyrir það - - að skjóta fólk gjarnan á staðnum.
Það virðist, að uppreisnarmenn - séu einnig að afrita þær starfsaðferðir.
-------------------------------
Ég bjóst við því, að uppreisnarmenn væru frekar til "öfgahægri" en "öfgavinstri" en kannski er stutt í reynd milli þeirra "öfga."
Niðurstaða
Ég vorkenni fólkinu í A-Úkraínu. En íbúar svæðisins - virðast milli steins og sleggju, tveggja öfgafylkinga - - sem séu í besta falli "vondur" vs. "verri." Og mig er farið að gruna miðað við upplýsingar Mannréttindaskrifstofu SÞ, að kannski séu uppreisnarmenn eftir allt saman "verri." Þó að "right sector" sé sannarlega skipað hættulegum öfgamönnum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.10.2014 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2014 | 18:22
Þýska iðnaðarvélin að bræða úr sér?
Það vekur athygli - að hagvöxtur í Þýskalandi virðist í frjálsu falli upp á síðkastið. Skv. nýjustu tölum, er umtalsverður samdráttur í iðnframleiðslu - sá mesti síðan febrúar 2009, þ.e. 4% minnkun.
Plunge in industrial production stokes German recession fears
German factory orders suffer biggest fall since 2009 crisis
Þessar tölur eru það ógnvekjandi, að hagfræðingar telja nú hugsanlegt að samdráttur mælist í Þýska hagkerfinu á 3. fjórðungi þessa árs, t.d. - 0,2%. Þá teldist Þýskaland skv. reglum ESB í "kreppu" en á öðrum fjórðungi ársins, var mældur samdráttur þýska hagkerfisins um einmitt - 0,2%.
- Þýskaland er augljóslega enginn mótor þessa mánuðina skv. fram komnum tölum.
Skv. seinni hlekknum, þá var einnig - mesti mældi samdráttur í pöntunum til iðnaðar í Þýskalandi, þ.e. minnkun milli mánaða um 5,7%. Þetta eru skv. tölum er fram komu í október yfir pantanir í ágúst. Pantanir líta eðlilega aðeins fram í tímann, og gefa vísbendingu um samdrátt iðnframleiðslu í framhaldinu. Sá samdráttur virðist nú kominn fram.
Eins og sést á myndinni að neðan, þá má lesa þá þróun úr - að uppsveifla er í gangi frá og með fyrri hl. sl. árs, síðan er eins og að "ný niðursveifla" hefjist áður en sl. ári er lokið; sú þróun hafi síðan haldið áfram að ágerast á þessu ári - - nú sé svo komið, að tölur séu loks komnar niður fyrir "0" punkt.
Á kortinu hér fyrir neðan, má sjá graf yfir hagvöxt í Þýskalandi. Úr því má lesa "hraða hnignun" á þessu ári. Ef 3. fjórðungur endar í mældum samdrætti - þá er vel hugsanlegt að allt árið endi með þeim hætti, þegar þ.e. gert upp fyrir rest. Það er þó ekki víst, þ.s. vöxtur var á fyrsta fjórðungi. Það mundi því ekki þurfa mikinn mældan vöxt síðasta hluta ársins - til þess að endanlegt uppgjör mundi sína smávægilegan vöxt.
Gavyn Davies var einnig með áhugaverða umfjöllun: Germany is stalling
Hann bendir á að þessi þróun komi á óhagstæðum tíma fyrir ríkisstjórn Þýskalands, en fundur verður á næstunni í Washington á vegum Heimsbankans, þ.s. má reikna með að stefna Þjóðverja - verði gagnrýnd. Að auki, er hún nú undir harðri gagnrýni bæði Hollande og Renzi forsætisráðherra Ítalíu - bæði löndin vilja fá að "slaka á niðurskurðarstefnu" til að milda samdráttartilhneigingar í þeirra hagkerfum.
Þessar tölur verði líklega - vatn á myllu þeirrar gagnrýni, að breytingar þurfi að gera á ríkjandi efnahagsstefnu í Evrópusambandinu. Auka þurfi áherslur í þá átt að - efla hagvöxt.
Gavyn Davies, birtir þó tölur sbr. mynd að neðan, sem sýnir að svokallað "heildar undirliggjandi vaxtarferli" -þegar leitast er við að núlla úr með tölfræðikúnstum skammtímasveiflur- sé einungis jákvætt upp á 0,9%. Neysla hafi viðhaldist innan Þýskalands, vinnumarkaðurinn sýni ekki heldur samdrátt.
Skv. sama hagfræði módeli, segir Davies - ætti síðasti fjórðungur líklegast að enda á 1,4% vexti miðað við 12 mánaða reikning. En líkur séu samt ca. 1/6 skv. því módeli, að sá fjórðungur endi á samdrætti. 3-sviðsmyndir um framhaldið eru reiknaðar.
Niðurstaða Davies - - er sem sagt sú, að líklega sé Þýskaland ekki í kreppu, þó að tölur 2. og. 3. fjórðungs geti sýnt samdrátt - telur skv. tölfræði mati á "undirliggjandi vexti" að heildarútkoman verði upp á tæpt prósent.
Megin samdrátturinn sé í iðnframleiðslu - vegna þess að viðskiptalönd hafi sýnt slaka framvindu á þessu ári, þ.e. Frakkland + Ítalía og Kína; hafi öll verið undir væntingum - lakari en árið áður. Fyrir bragðið hafi útflutningur iðnvarnings - - beðið nokkurn hnekki.
- Meðan að fyrirtæki halda þetta "skammtímasveiflu" þá sennilega eru þau ekki að "stunda uppsagnir."
- En ef þær hefjast, mundi líklega það bitna á neyslu.
Það er komin fram yfirlýsing þýskra stjórnvalda: Berlin holds the line on fiscal rigour despite recession risk
En skv. henni, ætlar ríkisstjórn Þýskalands - ekki að slaka á þeim áformum, að skila "hallalausum fjárlögum á nk. fjárlagaári." Með því, er væntanlega - fyrirfram hafnað kröfum sem líklega koma fram á fundinum í Washington; að Þýskaland auki eyðslu - t.d. með því að auka framkvæmdir. Sambærilega kröfur hafa einnig komið fram innan ESB - viðbrögð þýskra stjv. er líklega "nei" við þeim kröfum einnig.
Niðurstaða
Útkoman virðist skýr a.m.k. að einu leiti. Að hagvöxtur þessa árs innan ESB - verður umtalsvert lakari. En opinberar hagspár töldu í upphafi þessa árs. Í stað þess að vöxtur innan ESB sé öflugri á þessu ári en því síðasta. Virðist hann stefna í að verða - heldur lakari á þessu ári.
Þetta sést einnig í verðbólgutölum, að heildarhagkerfið er nærri "stöðnunarpunkti" með mælda heildarverðbólgu skv. síðustu mælingu 0,3%.
- Þýska iðnvélin - virðist ganga á 2-sílindrum af 4. Hökta áfram rétt svo ofan við heildar núllpunkt.
- Mótorinn virðist því vanta í ESB.
-----------------------------
Ps: Skv. AGS eru 40% líkur á kreppu á evrusvæði í ár, og 30% á verðhjöðnun á evrusvæði. Ég hefði í reynd haldið, að líkurnar væru akkúrat 30 - 40, að verðhjöðnun væri líklegri. En þetta er mat AGS:
IMF sees risk of new eurozone recession
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2014 | 00:32
Japönsk stjórnvöld rannsaka hóp af mönnum sem þau segja að hafi haft í huga að ferðast til Sýrlands og gang í lið með "Islamic State"
Þetta er mjög lítil frétt - en merkileg þó. Því hún sýnir hvað það stoðar lítt í dag að "berjast gegn moskum." Hvað á ég við? Það, að "IS" er ákaflega virkt á netinu, og það eru einnig margir aðrir hópar svokallaðra "jihadista." En enginn þeirra -skilst mér þó- hafi nærri því eins skilvirka og umfangsmikla nettilvist og "ISIS/IS."
-------------------Þetta er öll fréttin: Japanese Men Were Planning to Fight for ISIS, Police Say
TOKYO The Tokyo police said Monday that they were investigating several Japanese men suspected of planning to go to Syria to fight for the jihadist group Islamic State. The police provided few details of the men, whom they described as university students in their 20s who were not actively attending classes.
They said one of the men, identified as a 26-year-old student at a university in Hokkaido, was recruited by the Islamic State via the Internet. The authorities said the men were the first Japanese suspected of wanting to join the Islamic State.
In Japan, engaging in war acts against a foreign government is a crime punishable by up to five years in prison.
----------------------------------------
En ég hef ekki heyrt um nokkrar moskur í Japan: Þannig að nánast eini möguleikinn á því, að japanskir háskóla stúdentar hafi ánetjast "IS" - sé þá að það hafi gerst í gegnum "netið."
Ég hef áður bent á það - hve tilgangslítið það sé í dag. Að berjast gegn "Mosku í Reykjavík" einmitt út af því, að í dag sé "netið" orðið "megin áróðurs vettvangur hættulegra íslamista."
Að hindra það að moska verði sett upp í Reykjavík, með öðrum orðum - í engu minnki líkur þess, að íslenskir ríkisborgarar ánetjist "IS" og taki upp á því, að gera sér ferð til Sýrlands - til þess að ganga í lið með þeim.
Það þarf ekki einu sinni, að þeir séu af ættum innflytjenda, en í Japan eru tiltölulega fáir innflytjendur - þannig að afar líklegt er. Að þessi japönsku stúdentar, séu ekki af ættum innflytjenda.
Það hafa verið töluvert af dæmum þess, að ungir Íslendingar - ánetjist sértrúar söfnuðum í gegnum árin. Þó að "IS" sé miklu mun grimmari hreyfing en nokkur sá sértrúarsafnaður, sem hér hefur starfað - svo ég viti til.
Þá sýni þetta, að við ættum alls ekki að halda, að hættan af því að íslenskir ríkisborgarar ánetjist "IS" - - sé einskorðuð við "innflytjendur frá múslima löndum."
- Þessi möguleiki geti alveg verið fyrir hendi frá okkar eigin fólki.
Tja - ég gæti ímyndað mér, t.d. meðal hóps Íslendinga sem hafa fyllst andúð á "Vesturveldum" og telja á sama tíma, að Múslimar hafi í langan tíma verið fórnarlömb - - Vesturlanda.
Einhverjir af slíkum, gætu hugsanlega verið viðkvæmir fyrir áróðri öfgasamtaka, sem segja "Vesturlönd" vera -spillt- og -lýðræði Vesturlanda það líka- eða -íjað að því að það sé ekki raunverulegt- :að tími sé kominn til að stokka spilin í heiminum - þar á meðal á Vesturlöndum.
Aðeins "IS" geti leitt slíka baráttu.
En ég get ekki ímyndað mér, nokkra aðra geta ánetjast þeim samtökum - - nema þeir séu þegar orðnir töluvert djúpt sokknir í "andúð á Vesturlöndum."
Því þegar sjálfir komnir með töluvert "varpaða hugsun."
Niðurstaða
Eitur hættulegra íslamista samtaka er í dag - einkum spúð yfir netið. Þannig séð, sé það því "úrelt hugmynd" að moskur séu megin miðstöðvar dreifingar hættulegs íslamista áróðurs. Ég bendi á þetta, vegna þess að nokkur hópur manna er andvígur mosku á Íslandi - vegna þess að þeir telja að moska auki hættu á dreifingu áróðurs af hættulegu tagi. En eins og japanska dæmið sýnir - - er engin vernd gegn Íslamista áróðri að "hafa engar moskur."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er merkilegt vegna þess, að það var nafnið á þingi Sovétríkjanna á sínum tíma. Forseti þingsins í Donetsk Alþýðulýðveldinu, fer fögrum orðum um Sovétríkin sálugu, og fer ekkert í felur með það - að hann sé sannfærður kommúnisti af gamla skólanum. Þó segir hann, að ekki standi til að stjórna eins og í Sovétríkjunum, heldur sæki þeir fyrirmyndir í Rússland seinni tíma. Á hinn bóginn, segir aðstoðar-varnarmálaráðherrann, að "lýðræði" muni þurfa að bíða betri tíma. "Lýðræði sé lúxus sem menn hafi einungis efni meðan þeir hafa nóg af öllu. Meðan að stríð sé í gangi og upplausn, verði herstjórn áfram til staðar.
Þá er það spurning - hve lengi stríðsástand varir, en þ.e. alveg hugsanlegt, að það verði töluverður varanleiki þar um.
- Áhugaverðast er, að forseti þingsins - viðurkennir að "fólk hafi verið handtekið án dóms og laga" og "haldið föngnu án dóms og laga."
- Segir að því ástandi verði breytt á næstunni.
- Aðstoðar varnarmálaráðherrann, segir að réttmætt hafi verið að breyta listasafninu þ.s. hann áður flutti fyrirlestra, í fangelsi, þ.s. lystin sem þar hafi verið sýnd. Hafi hvort sem er, verið tilgangslaus.
Sérlega áhugaverð viðhorf þessara herramanna - - sem eru háttsettir meðlimir stjórnar uppreisnarmana í Donetsk Alþýðulýðveldinu svokallaða.
-----------------------------------------
Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday
"In the Donetsk region of eastern Ukraine, the Supreme Soviet, as its separatist legislature is known, is nationalizing coal mines and reviving collective farms."
"There is now a secret police force called the M.G.B.,...Some rebels call it,...jokingly, the N.K.V.D."
"Boris O. Litvinov, the chairman of the Supreme Soviet..." - Over the past 23 years Ukraine created a negative image of the Soviet Union, ... The Soviet Union was not about famine and repression. The Soviet Union was mines, factories, victory in the Great Patriotic War and in space. It was science and education and confidence in the future. - Some military men say, I am from the N.K.V.D., but its just bravado,
- "Mr. Litvinov said that extrajudicial imprisonment here was a temporary wartime expedient, and that a court system would be up and running by December."
- "After elections scheduled for Nov. 2, he said, the Supreme Soviet would be renamed the Peoples Soviet."
"Fyodor D. Berezin, a deputy defense minister, who before the uprising was an author of science fiction novels, described the system of government the Donetsk Peoples Republic as aiming to build as military Communism."
"The Isolation art space, where he once held talks as an author, is better used as a prison and garrison, he said, because the art there was beautiful but senseless."
"Yes, we have a parliament and so on, but we will rule with military methods, he said in an interview. Its a necessary situation. Democracy, that beautiful structure of society, is possible when resources are abundant. We dont have that now. Winter is here."
-----------------------------------------
Hvenær voru síðast hantökur án dóms og laga í Rússlandi?: á dögum byltingarinnar 1917. Það virðist þó ekki vera svo, að handeknir hafi verið drepnir unnvörpum eins og Lenínistarnir hófu fljótlega fjöldamorð eftir valdatöku.
En fréttir hafa borist af "nauðungarvinnu" fanga - en áhugaverð frásögn fyrrum fanga, sem hefur borist í alþjóða fjölmiðla. Segir einmitt frá vist "akkúrat í hinni umtöluðu byggingu er áður var listasafn" sem hafi verið einkar ömurleg, við léleg skilyrði. Skv. frásögn hans, hafi hann verið handtekinn vegna þess að hann var með úkraínskt vegabréf og talaði með úkraínskum hreim. Honum var síðan sleppt að hans sögn - vegna þess að uppreisnarmenn hafi átt von á fjölda nýrra fanga.
En skv. þeirri frásögn, fór hann aldrei fyrir neinn dómstól - heldur hafi hann frá handtöku lent í þeirri ömurlegu vist, sem hann sagði frá.
- Frásögn forseta þings Donetsk Alþýðulýðveldisins, virðist staðfesta - að fólk sé einmitt handtekið og ekki dregið fyrir dóm, haldið síðan án réttarhalda eða tækifæris til að verja sig með nokkrum hætti.
Skv. því, virðist hann þar með - - viðurkenna að Donetsk Alþýðulýðveldið, sé þar með sekt - um fremur alvarleg brot á mannréttindum.
Fólk sé handtekið, en síðan fari engin sérstök skoðun á þeirra málum fram - - og ég sé enga ástæðu til að draga í efa. Frásögn fyrrum fangans, um "nauðungavinnu."
- En það var eitt af því, sem kommarnir gerðu alltaf á sínum tíma.
- Það var að handtaka fólk, að því er best varð séð, til þess eins að - - > Útvega þrælavinnuafl.
Ég velti því fyrir mér, hvort að Donetsk Alþýðulýðveldið, hafi þar með - - einnig gerst sekt um "þrælahald" ofan í það, að í reynd viðurkenna - - >> að vera sekt um að halda fólk án réttarhalda, eða málsvarnar af nokkru tagi.
Niðurstaða
Ef þetta eru réttmætar aðferðir í augum talsmanna "Donetsk Alþýðulýðveldisins" - sem viðurkenna sjálfir að sjá Sovétríkin sálugu í dýrðarljóma. Þá grunar mig, að Rússarnir sem styðja baráttu uppreisnarmanna; séu ef til vill - - að koma sér úr öskunni í eldinn.
En þrælavinna í fangabúðum, var einmitt eitt af megineinkennum Sovétríkjanna, og uppreisnarmenn virðast hafa - - endurskapað gúlag í smáum stíl.
Það var ekkert "frelsi" í Sovétríkjunum - - það var ákveðin "velferð til staðar" en samtímis, iðkuð mjög alvarleg mannréttindabrot. Ásamt því, að ekkert umburðarlyndi var til staðar - gagnvart andstöðu eða gagnrýni.
Eins aðstoðar varnarmálaráðherrann orðaði þetta svo skemmtilega - - "sé lýðræði lúxus" sem menn hafa einungis efni á, þegar þeir hafa nóg af öllu.
Kannski ætti efti allt saman, "Novo Rossia" ekki að bera akkúrat það nafn, ef til vill er "Novo Soviet" nær lagi -- því framtíðaríki sem til standi að mynda þarna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2014 | 22:44
Joe Biden ásakar bandamenn Bandaríkjanna, fyrir að hafa stuðlað að því að "Islamic State" samtökin urðu til
Þessi ummæli vekja athygli, en Biden var staddur á fundi með háskólastúdentum sl. fimmtudag í Harvard. Þetta er í fyrsta sinn, sem háttsettur ráðamaður innan Bandaríkjanna - opinberlega kvartar undan hegðan bandamanna Bandaríkjanna árin sem borgarastríðið innan Sýrlands hefur staðið.
Biden Apologizes to Turkish President
Syrian border town still under siege by Islamic State despite allied air strikes
Turkey clashes with US over rise of ISIS
Það er vart unnt að ímynda sér að Biden sé að segja þetta óvart:
------------------------------------------------
Joe Biden - "Our allies in the region were our largest problem in Syria. - They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? . . . They poured hundreds of millions of dollars and thousands of tonnes of weapons into anyone who would fight against Assad. - Except that the people who were being supplied were [al-Qaeda affiliate Jabhat] al-Nusra and al-Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.
- "In an apparent attack at former colleagues such as Hillary Clinton, ex-secretary of state, who pushed during President Barack Obamas first term for the US to arm the Syrian opposition..."
- "..., Mr Biden suggested that such a step would have left weapons such as anti-aircraft missiles in the hands of Isis and al-Qaeda."
------------------------------------------------
En hann virðist vera að staðfesta - - þ.s. mér hefur virst vera í gangi í Mið-Austurlöndum, að utanaðkomandi ríki hafi verið að misnota stríðið í Sýrlandi, til að vega hvert að öðru með óbeinum hætti.
Leitast við að gera stríðið að "proxy war" sín á milli, þ.e. sérstaklega Arabalöndin - - þá Saudi Arabar og flóa Arabar - - sem hafi dælt linnulaust fé og vopnum, einmitt eins og Biden sagði - - > hvern þann sem var til í að berjast.
Meðan að Íran -sérstaklega- studdi stjórnina í Damascus, er hefur verið bandamaður Írana í gegnum árin, þ.e. vart unnt að ímynda sér að án Írans og bandamanna Írans þ.e. Hesbollah, hefði stjórnin í Damascus haldið velli. Á sama tíma, má vænta þess að - - án áhuga Írana. Hefðu Saudar og Flóa Arabar líklega ekki heldur skipt sér eins mikið af þeim átökum.
Rússland hefur einnig stutt stjv. í Damascus - í formi vopnasendinga. Síðan rétt eftir sl. áramót, samdi Rússland við stjv. í Damascus, um gas- og olíuleit í lögsögu Sýrlands.
- Eins og við vitum, þá hefur "ISIS" síðan "IS" risið upp úr þeim jarðvegi, sem þar myndaðist - - að utanaðkomandi "jihad"-istar leituðu eins og mý að mykjuskán, til Sýrlands.
- Og gátu þar fengið vopn og peninga til að berjast. Smám saman urðu "erlendir stríðsmenn" að meginaflinu meðal þeirra fylkinga sem berjast við Assad.
- En þ.e. 2013, en átökin hófust 2011, sem að "ISIS" rís upp og sópar þannig séð, völlinn. Stórt hlutfall erlendu "jihad"-istanna virðist hafa gengið í lið með "al Baghdadi" þegar hann það ár, lýsti yfir stofnun "ISIS."
- Og sá hópur hafði verið mikið til vopnaður af Arabaríkjunum við flóann, og Saudi Arabíu.
------------------------------------------------
Biden bætti við - - Everyone in the region has awakened, now under US leadership the coalition has been put together and they are moving. - Saudi Arabia has stopped the funding going in and the Qataris have cut off their support for the most extreme elements of the terrorist organisations - It took a while for Turkey, a Sunni nation, to figure out that ISIL was a direct and immediate threat to their well-being,
Tyrkland virðist hafa einnig spilað sinn eigin leik - - með því, að viðhafa nánast ekkert eftirlit við landamærin að Sýrlandi - - og heimila þekktum "Jihad"-istum að fara viðstöðulaust yfir landamærin.
Að auki, lá megin birgðaflutningaleið uppreisnarmanna, í gegnum Tyrklands. Og þ.e. augljóst að í algeru lágmarki, þá létu Tyrkir það afskiptalaust.
Skv. fréttum kvartaði forseti Tyrklands formlega undan ummælum Biden:
------------------------------------------------
Skv. talsmanni Biden - The vice president apologized for any implication that Turkey or other allies and partners in the region had intentionally supplied or facilitated the growth of ISIL or other violent extremists in Syria, - The United States greatly values the commitments and sacrifices made by our allies and partners from around the world to combat the scourge of ISIL, including Turkey.
------------------------------------------------
- Takið eftir - - að Biden skv. því, hefur ekki dregið til baka þá ásökun, að bandamenn Bandaríkjanna hafi stuðlað að því að "ISIS" varð til.
- Einungis, skýrt ummæli sín með þeim hætti, að þau feli ekki í sér þá ásökun - að þeir hafi vísvitandi ætlað "ISIS" að verða til.
Niðurstaða
Þetta eru með eftirminnilegustu ummælum sem ég hef séð frá svo háttsettum Bandaríkjamanni - í langan tíma. Ég tek þessum ummælum eins og þau standa, þ.e. að þau sýni fram á - að sín mín á rás atburða hafi verið rétt. Með þeim hætti, að Bandaríkin sjálf, hafi að mestu verið "áhorfendur" að "proxy war" bandamanna sinna -Saudi Araba og flóa Araba- við Íran, sem hafi blossað upp af krafti - meðan átökin innan Sýrlands hafa staðið yfir.
Með því að styðja hvern þann sem vildi berjast við Assad. Hafi bandamenn Bandaríkjanna, endurtekið mistök Bandaríkjanna sjálfra í Afganistan á 9. áratugnum, þegar þau "óvart" stuðluðu að tilkomu "al Qaeda" er þau með sambærilegum hætti - vopnuðu og þjálfuðu hvern sem vildi berjast í Afganistan, gegn her Sovétríkjanna þar.
"Al Qaeda" síðar reis upp og beit Bandaríkin með eftirminnilegum hætti, í svokölluðum 9-11 atburði. Það tók síðan Bandaríkin - nokkur ár. Að - að mestu, berja þau samtök niður. Og leita Osama Bin Laden uppi, og koma honum fyrir kattarnef.
- En nú virðast bandamenn Bandaríkjanna innan Mið-Austurlanda, hafa tekist að skapa - - enn verra skrímsli, þ.e. "Islamic State."
Ég samþykki með öðrum orðum, ekki þá kenningu - að Bandaríkin sjálf, hafi verið einhver pottur og panna að baki tilurð "IS" eins og hópur "and bandarískra netverja heldur fram."
En það virðist byggja stórum hluta á því, að bandamenn Bandar. eiga í hlut, en það ágæta fólk áttar sig ekki á því - - að þó að land sé bandamaður Bandaríkjanna - - > Þá þíði það ekki endilega. Að það land fari alltaf í einu og öllu að vilja Bandaríkjanna.
Við getum t.d. tekið sjálf okkur sem dæmi - - en Ísland hefur ekki hingað til hætt hvalveiðum. Ef það væri svo, að vera bandamaður Bandar. væri það sama, og sitja og standa skv. vilja Bandar. í einu og öllu; þá væri það ekki svo að Ísland hefði í gegnum árin - - komist upp með að hundsa vilja Bandaríkjanna innan Alþjóða Hvalveiðiráðsins.
- Það kemur alveg fyrir, að bandamennirnir eru að framkvæma sína eigin stefnu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 871099
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar