27.10.2014 | 02:16
Verulegur fjármagnsflótti frá nýmarkaðslöndum
Skv. frétt FT þá varð verulegur fjármagnsflótti frá Nýmarkaðslöndum í október - - áætlað að ca. 9ma.UDS hafi lagt á flótta þaðan. Talið að þetta standi í samhengi við óróleikann sem varð á vestrænum mörkuðum í sama mánuði. Sá óróleiki er rakinn til slæmra efnahagstíðinda, vísbendinga þess að Evrópa verði í mjög hægum vexti - sambærilegur við svokallaða japanska stöðnun á 10. áratugnum. Meðan að verulega hefur hægt á í Kína, þó vöxtur þar sé strangt til ekki "lítill" þá hefur vöxtur þar mjög greinilega minnkað verulega frá því sem áður var. Og nú eru menn farnir að hallast að því, að þetta sé sennilega - - varanleg breyting á Kína. Það land sé að nálgast þann punkt, að það svissi yfir á hægari vöxt.
Menn sjá ekki - - hvaða annað land. Sé líklegt að halda uppi þeim vexti, sem vonast var eftir.
Global turbulence triggers flight from EM equities
Myndin er smávegis óskýr - - enda í verulegri stækkun
- Þrátt fyrir þetta, virðist ekki a.m.k. enn - - að menn óttist kreppu.
- Heldur sé það sem hafi gerst, að væntingar um framtíðar vöxt í heiminum - - hafi verið endurskoðaðar niður.
- Sem þíði, að aðilar þar með hafi endurskoðað væntingar sínar um - - framtíðar hagnað á fjárfestingum.
- Sem þíði, að menn meta fyrirtæki -í þessu tilviki í nýmarkaðslöndum- minna verðmæt.
Þá taka margir sig til, og selja þau bréf sem þeir áttu - - síðan ef þeir meta að betri hagnað sé að fá fyrir það fjármagn sem bundið var í þeim bréfum annars staðar. Þá færa þeir þá peninga þangað, þar sem þeir telja þá peninga betur komna.
Það virðist að mikið til hafi þetta fé leitað til Bandaríkjanna.
Af hverju menn selja eignir í Nýmarkaðslöndum, er þá sennilega vegna þess - að þau eru háð mörkuðum í þeim löndum sem, lengra eru komin í iðnvæðingu og iðnþróun.
Þannig, að ef menn meta það svo, að framtíðar hagvöxtur í "iðnvæddum löndum" sé lakari en þeir áður höfðu væntingar um - - þá bitnar það á væntingum þeirra einnig um hagvöxt í Nýmarkaðslöndum, þar með um framtíðar hagnað fyrirtækja í þeim löndum.
En vomir yfir spurningin um hugsanlega kreppu í Nýmarkaðslöndum. En einkaaðilar í mörgum þeirra, virðast hafa notfært sér að lánsfé í Dollurum og Evrum var sérdeilis hagstætt árin eftir 2007, eftir að kreppa skall á í Evrópu og í Bandar. Meðan kreppan var í hámarki í Evrópu og Bandar., þá hækkaði gengi gjaldmiðla margra Nýmarkaðslanda miðað við evru og dollar. En síðan mitt ár 2012, hefur verið viðsnúningur í þeirri þróun. Eftir ár 2013 hefur dollarinn og evran hækkað verulega miðað við gjaldmiðla Nýmarkaðslanda. Sem eiginlega hlýtur að setja fyrirtæki í þeim löndum - - sem tóku lán með "gengisáhættu" undir þrýsting.
Ef fé leitar frá Nýmarkaðslöndum til Bandar. nú í auknum mæli, þá væntanlega stígur dollarinn enn frekar gagnvart gjaldmiðlum þeirra landa. Og "dollaralán" tekin meðan gengið var mun hagstæðara, verða sífellt minna hagstæð - - þ.e. verðmæti þeirra stígur, á sama tíma og hagnaður fyrirtækjanna minnkar, og verðmæti þeirra lána hækkar mælt í gjaldmiðlum þeirra landa.
- Þegar um er að ræða, útflutningsfyrirtæki - - er þetta sennilega ekki hættulegt.
- En ef um er að ræða, aðila er hafa tekjur eingöngu í gjaldmiðlum þeirra landa; þá geta slíkir aðilar sannarlega lent í vanda - - t.d. fyrirtæki í byggingum.
Niðurstaða
Stórar tilfærslur á fjármagni, geta skapað kreppur. Það er eitt af stóru vandamálunum við hið flæðandi fjármagn sem er til staðar í alþjóðakerfinu. Það kemur - þegar staðan virðist góð um hríð. En fer síðan um leið og það virðist halla undan fæti.
Þar með leiðir það til þess, að hagsveiflur verða upp magnaðar. Þ.e. innkoma þess eykur um tíma hagvöxt, en síðan er það fer - - þá magnar brottför þess samdráttinn er þá verður.
Í verstu tilvikum eins og þegar Ísland krassaði í okt. 2008. Þá skella á fjármagnshöft.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2014 | 16:02
Vopnamálið - stormur í tebolla, eða alvarlegt mál?
Mín prívat afstaða er - stormur í tebolla. Ég hef ekkert annað en fjölmiðla að miða við. En skv. því sem fram hefur komið, voru vopnin komin til landsins þegar í febrúar sl. Þau virðast hafa verið fengin af Landhelgisgæslunni hingað til lands. Síðan bendir fátt til þess að hún hafi látið ráðherra vita af því. Þau hafi verið varðveitt mánuðum saman í læstri hirslu á Kefló sem Landhelgisgæslan á.
Skv. Verdens Gang sbr. umfjöllun Eyjunnar - Verdens Gang: Byssumál lögreglunnar getur orðið ríkisstjórninni að falli -- á norski herinn verulegt magn af MP5 byssum - Heckler & Koch MP5. Norska lögreglan hafi t.d. keypt fyrir slikk nokkur hundruð nýlega, sem um hafi verið nokkur umræða í Noregi.
Þetta þykja ekki merkileg vopn í dag, svokölluð "submachine gun" sem skítur sambærilegum skotum og notaðar eru af handbyssum. Því hafa þær verið vinsælar oft af lögreglu, sem á þá einnig gjarnan frá Hekler&Koch handbyssu sem notar sömu skothylki.
Þá notar lögreglan bara eina tegund af skothylkjum. Þykir hagkvæmt.
Gallinn þ.s. þetta eru ekki "öflug skot" er að þau ráða ekki við "kevlar vesti" eða þaðan af öflugari hlífðarbúnað, ef andstæðingur er búinn slíkum. Þess vegna eftir þekktan skotbardaga í Bandar. þá hefur bandar. lögreglan tekið öflugari "hríðskota riffla" í notkun í staðinn: North Hollywood shootout
- Það virðist síðan gerast nýverið að "Innanríkisráðherra" heimilar ísl. lögreglunni, að taka við 150 MP byssum, sem þá þíðir væntanlega að "Landhelgisgæslan" heldur eftir 100.
- Ekki hef ég hugmynd um, hvað "Landhelgisgæslan" hyggst fyrir með þau vopn. En tæknilega séð má hugsa sér gæslumenn hafa vopn um borð í skipunum í læstum skápum. Til hugsanlegrar notkunar við töku landhelgisbrjóta.
Er ástæða að ætla að það sé hættulegt fyrir borgarana að lögreglan sé vopnuð?
Ég held að "eðlilegra" sé að miða við reynslu Norðmanna - - en þ.e. eftir norskri fyrirmynd sem er farið. Í blaðagrein sem ég sá vitnað til í af netverja, má sjá eftirfarandi upplýsingar:
- Rogaland--- "Tre ganger avfyrte norsk politi sine våpen i fjor det samme som året før." - "To av de tre skuddene traff og skadet mennesker. Det tredje var et varselskudd." - "Norsk politi har ikke drept noen siden 2006."
- Síðan má nefna að Víkingasveitin hefur skotið einn einstakling, eftir að sá skaut lögreglumann í höfuð af stuttu færi hlífðarfatnaður sem betur fer tók það skot en lögreglumaður féll aftur fyrir sig niður stiga sennilega vissi sá sem skaut manninn ekki líðan hans er hann tók það skot - - þetta er eina skiptið sem ég veit til þess að "Víkingasveitin hafi beitt vopnum sínum á vettvangi" öll árin sem hún hefur verið til.
Svo má nefna málið á "Hnífsdal" fyrir nokkrum árum: Sérsveit lögreglu yfirbugaði byssumann á Hnífsdal í nótt --- Sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal
- Gallinn við það að búa við það, að einungis Víkingasveit hefur vopn, er auðvitað sá að þá er eins gott að - - enginn brjóti af sér meðan veðrið er vont.
- En Víkingasveitin er kannski 2-3 tíma að mæta á staðinn, við bestu aðstæður. Ef veðrið er vont - - getur verið að ómögulegt sé fyrir hana að mæta. Vegna þess að flugvellir eru lokaðir.
- Eigum við ekki að segja - - að spurningin með vopnin sé einmitt varðandi stór undantekningatilvik. Ef lögreglan hefur vopn t.d. á stöðinni í næsta bæjarfélagi í læstri hirslu. Þá er a.m.k. unnt að nálgast þau í skilgreindu neyðartilviki.
- Ef vopnin eru í bifreiðum - - eru þau "heldur aðgengilegri" og kannski því fyrir bragðið "líklegri til að vera notuð" en ef þau eru læst inni á lögreglustöð. Auðvitað kemur á móti, að sums staðar úti á landi er langt til næstu stöðvar kannski 200km. Það gæti alveg tekið töluveðran tíma að sækja vopn.
Þetta verðum við að vega og meta skv. líkum.
Skv. reynslu norsku lögreglunnar þ.s. vopn eru höfð í bílunum læst í sérstökum kistli í skottinu, þá eins og fram kemur að ofan, var vopni beitt í 3-skipti sl. ár og 3-skipti árið á undan.
Enginn verið skotinn síðan 2006. Noregur er auðvitað rúmlega 10-falt fjölmennara land. Taka þarf tillit til þess, þannig skv. því - - má alveg hafa þau tilvik í huga í hlutfallinu 1/10.
- Það gæti þítt, að vopni sé beitt þriðja til fjórða hvert ár t.d.
Ef vopnin eru ekki í bílunum heldur á næstu stöð, þá getur tíðnin verið enn lægri.
Mig grunar að ótti sumra um stigmögnun í vopnaeign sé ástæðulítill. En það virðist ekki reynsla Norðmanna að slíkt sé í gangi.
Niðurstaða
Ég læt liggja milli hluta - hvort lögreglan á að þiggja þessi vopn. Í annan stað virðist þörfin ekki svakaleg þ.s. ekkert alvarlegt hefur hingað til gerst. Bendi þó á, að það að ekkert alvarlegt hafi hingað til gerst - segir í reynd ekkert um líkur. Það getur t.d. heppni hafa ráðið í tilvikum. Einstaklingar í rugli hvort sem þeir eru fullir eða á einhverju verra - geta verið frekar óútreiknanlegir.
Á hinn bóginn, bendir reynsla Norðmanna ekki til þess, að tilvist vopna með þeim hætti sem venja hefur verið um í Noregi. Skapi mikla tíðni vopnanotkunar af hálfu lögreglunnar, eins og má ætla af ótta sumra sem hafa verið að ræða málið í fjölmiðlum. Það má því segja - - að ótti við lögregluna sé "ástæðulítill."
Mín ályktun er þá sú, að ef lögreglan vill þessi vopn. Þá má hún fá þau - ég óttast ekki að ísl. lögreglan misbeiti þeim frekar en sú norska. Mér virðist reynsla norsku lögreglunnar ekki styðja ótta sumra um að lögregla sé að beita vopnum í tíma og ótíma. Á sama tíma, ef niðurstaðan er sú að hún þiggur þau ekki. Þá er ég alveg rólegur yfir þeirri útkomu - - ég treysti með öðrum orðum mati lögreglunnar á því, hvort hún þarf þau eða ekki. Ef hún þiggur þau ekki, þá væntanlega væri það mat hennar að þörfin sé ekki brýn.
Stormur í tebolla!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.10.2014 | 22:12
Spurning hvort að stjórnvöld Ungverjalands hafa fundið leið til að takmarka svokallað ólöglegt niðurhal?
Það vekur athygli nýstárleg skattlagning stjórnvalda Ungverjalands, sem er nýr skattur lagður á "hvert gígabæt af niðurhöluðu." Skv. frétt þá jafngildir skattur á hvert gígabæt 66 centum, eða eða 80 ísl.kr. Skatturinn er nánar tiltekið - - settur á internet þjónustuaðila. Sem má reikna fastlega með síðan að þeir leggi síðan á notendur sinnar þjónustu.
Hungary to impose worlds first internet tax
"Mihály Varga, economy minister, on Wednesday unveiled the plans, which include a charge of Ft150 (62 US cents) for each gigabyte of internet data consumed. Mr Varga said the tax to be paid by internet service providers was a logical extension of levies on phone calls and text messages the government announced in 2011." - "...state secretary, estimated would raise Ft20bn next year."
Ég velti fyrir mér hvernig íslenskum netnotendum mundi líka við það - - að slíkur skattur væri lagður á niðurhalið hjá þeim?
Það mundi þíða að niðurhöluð kvikmynd mundi kosta 800kr. í skatt - ef hún væri 10 gíg.
- Mig grunar persónulega, þegar tillit er tekið til þess að verðlag er umtalsvert lægra í Ungverjalandi en hér - - að það verð gæti verið nokkuð nærri verði á DVD mynd út úr verslun.
- Ísl. stjv. gætu þá sett sambærilegan skatt, en t.d. miðað við það að hvert gíg kostaði 200kr. t.d. sem mundi leiða til þess, að niðurhöluð kvikmynd upp á 10 gíg mundi kosta 2000kr. í skatt. Það mætti einnig hugsa sér - - 500kr. per gíg, þannig 5000kr.
Ég veit ekki nákvæmlega hver er tilgangur laganna í Ungverjalandi - - yfirlýstur er að afla ríkinu fjármagns.
En mér dettur í hug, að hagsmunaaðilar hafi barist fyrir slíkum skatti - - t.d. þeir sem selja DVD myndir á diskum, eða músík á diskum, eða leiki á diskum eða jafnvel bækur á diskum.
- Því kemur mér til hugar, að ef reynslan í Ungverjalandi er sú - - að skatturinn nær að "takmarka niðurhalað gagnamagn."
- Þá geti það vel hugsast, að önnur lönd muni veita þeirri reynslu eftirtekt - - og a.m.k. íhuga að taka upp sambærilega skattheimtu.
- Einnig kemur mér til hugar, að hagsmunaaðilar þeir sömu ég nefndi í öðrum löndum, geti dottið í hug að berjast fyrir slíkri sambærilegri skattlagningu.
Mér dettur alveg í hug, að þessi aðferð geti verið nokkuð áhrifarík í því - - að minnka niðurhal.
Auðvitað mundi hún einnig "skaða löglega sölu á efni" sem er síðan "niðurhalað."
Niðurstaða
Boð og bönn virðast ekki virka - ekki heldur það atferli að loka síðum sem bjóða upp á "ólöglegt" - niðurhal. En mundi slík skattlagning ef til vill vera til muna áhrifaríkari - - með því að auka til muna kostnað notenda sem niðurhala? Mig grunar að það gæti haft þau áhrif, að draga úr niðurhali.
Því velti ég fyrir mér þeim möguleika, að nýstárleg skattheimta Ungverja - - geti átt eftir að breiðast til annarra landa.
Ef slík skattheimta mundi minnka almennt í heiminum niðurhal hverskonar - þá gæti hún verulega breytt netnotkun.
- Hvað segja íslenskir netnotendur um þetta?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2014 | 23:52
Islamic State - virðist notfæra sér frelsið í Túnis, til að útbreiða boðskap sinn og afla sér fylgismanna
Rakst á þessa áhugaverðu grein í NYTimes: New Freedoms in Tunisia Drive Support for ISIS. En í þeirri grein eru birt viðtöl við nokkurn fjölda ungra Túnisa. Þar gæti bersýnilega töluvert "barnalegra viðhorfa" gagnvart "IS" samtökunum - sbr. þá trú, að "IS" séu baráttusamtök fyrir réttindum allra Múslima, og samtímis virðist útbreidd sú trú að fréttir af ógnarverkum "IS" - séu lygar erlendra fjölmiðla.
"Islamic State" - virðist takast að notfæra sér, útbreidda tortryggni gagnvart Vestrænum fjölmiðlum - annars vegar og hins vegar - útbreidda tortryggni gagnvart stjórnvöldum almennt í Arabaríkjum, sem og stofnunum þeirra landa.
Hin almenna sýn virðist að stofnanirnar séu til þess að vernda "spillingu" og séu óvinir fólksins.
- Þegar slík viðhorf tortryggni ríkja - þá virðist mörgum "Islamic State" sem segist vilja sópa í burtu núverandi arabalöndum, skipta þeim út fyrir eitt - - - íslamskt ríki.
- Vera boðberi framtíðar - sem þess sé verð að berjast fyrir.
- Mér finnst þetta dálítið minna á þá útbreiddu trú á kommúnismann, sem áður var til staðar í Vestrænum samfélögum.
- En kommúnismi -að einhverju leiti eins og Islamic State gerir- setti fram framtíðarsýn, sem var einmitt þ.s. laðaði að flesta fylgismenn.
- Þegar Kalda Stríðið var í gangi, þá naut Kommúnismi alltaf stöðugt umtalsverðs fylgis meðal V-evrópskra landa. Ungir róttækir menn og konur, sem voru óánægð með eigin samfélög. Gjarnan leituðu í marxisma síðan Kommúnisma.
- Þeir Túnisar sem leita til "IS" - virðast leita til þeirra samtaka af nokkuð sambærilegum ástæðum. Þ.e. "almenn óánægja með eigin samfélög" - "með þær stofnanir sem eru til staðar" og "vantrú á því að venjuleg pólitík megni að skapa betra ástand."
Trú ungra V-evr. kommúnista var mjög oft ákaflega "naív." Eins og skv. viðtölum trú margra ungra Túnisa á "Islamic State" virðist vera.
Túnis er samt sem áður merkileg tilraun
Túnis var vagga svokallað "vors" í Mið-Austurlöndum, þegar ungt fólk reis upp í nokkrum fjölda landa og bylti þeim ríkisstjórnum er fyrir voru. Síðan hefur herforingja gagnbylting í Egyptalandi snúið málum aftur til baka til fyrri vegar - þ.e. til baka í lögregluríkisástand. Í Líbýu geisar nú borgarastríð milli tveggja megin fylkinga - - en það má vera þó, að önnur þeirra sé að nálgast sigur.
- Einungis í Túnis - - virðist lýðræðistilraunin enn í fullum gangi.
- Á næstunni verður kosið til þings, í annað sinn frá því að byltingin varð.
- Og það skv. nýrri stjórnarskrá, sem sæmilega víðtæk sátt virðist um.
Punkturinn við það að gera samanburð á "Islamic State" og "kommúnisma" er sá að benda á það, að ungir Túnisar hafa fulla ástæðu til að vera óánægðir.
Ég er þá einnig að meina, að Kommúnismi hafi í engu verið "vitrænni stefna" heldur en sú, er "Islamic State" rekur.
Þannig því, að sú staðreynd að "Islamic State" í Túnis sé sennilega með nærri því eins mikið fylgi og t.d. Alþýðubandalagið á Íslandi hafði á sínum tíma á Íslandi.
Sanni ekki að Túnisar séu vitlausari heldur en Íslendingar á árum áður, þar sem merkilega margir - - flykktust um stefnu heims kommúnismans.
Munið einnig, að sennilega drap engin stefna í sögu mannkyns fleira fólk, heldur en heims kommúnisminn. Þannig að samanburðurinn við "Islamic State" er alls ekki út úr korti.
- Þessi samanburður getur líka gefið ákveðna vísbendingu um líklegt fylgi "Islamic State" meðal ungs óánægðs róttæks fólks í Mið-Austurlöndum.
Róttæk samtök hafa afskaplega sjaldan - - meirihlutafylgi. En í ástandi þ.s. fátækt er útbreidd, atvinnuleysi er mikið - - er þekkt að róttæk samtök geta náð fjöldafylgi.
Upprisa nasista á 4. áratugnum var full sönnun þess.
Túnis er fátækt land, þar er atvinnuleysi mjög mikið - - þó að í dag sé lýðfrelsi þar. Hefur efnahagsástand ekki a.m.k. enn batnað að neinu ráði, það sé þó vaxandi skilningur meðal nýrra stjórnenda landsins. Að þörf sé virkilega á því að efla efnahag landsins.
Við skulum vona að Túnis verði ekki "öfgamönnum" að bráð, eins og Þýskaland 4. áratugarins.
Að samfélaginu takist að skapa sér framtíðar farveg, þ.s. lýðfrelsi ríkir.
- Það sem getur hafa bjargað Túnis hingað til. Er ef til vill það. Að Túnis sé ekki nægilega mikilvægt í augum utanaðkomandi landa. Að ástæða sé til að búa þar til "enn eitt proxy stríðið."
Niðurstaða
Ég held að sama gildi um baráttuna gegn kommúnismanum og um baráttuna gegn "Islamic State" - að einn megin lykillinn í þeirri baráttu. Verði uppbygging þeirra samfélaga þ.s. "IS" hefur vaxandi fylgi. Þó það ráði þar ekki a.m.k. enn.
Þ.s. styrki "IS" sé ekki síst, hve mörgum landanna sé stjórnað af spilltum og lítt hæfum stjórnendum.
Og samtímis að efnahags uppbygging í Mið-Austurlöndum þegar olíulöndum er sleppt, hefur hingað til verið meira eða minna í skötulíki.
Gríðarleg spilling hafi ekki síst, staðið henni fyrir þrifum.
Það sést á viðhorfum þeirra stuðningsmanna "IS" sem blaðamenn ræða við. Að baki stuðningi þeirra við "IS" stendur einmitt "vantrú á eigið samfélag" - "vantrú á stofnanir þess" og "vantrú á eigin stjórnendur."
Fólk þarf að öðlast trúa á framtíðina. Annars sé þessi hætta til staðar. Að fólk laðist að öfgasamtökum, tja - - eins og gerðist í Þýskalandi á 4. áratugnum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2014 | 20:16
Óvinsælasta tillaga allra tíma?
Eins og við þekkjum eru vandræði hjá ríkinu að ráða við verkefni sín - listinn er orðinn töluvert langur: Varðskipin eru í höfnum en ekki úti á rúmsjó, Landhelgisgæslan er ekki einu sinni með mannskap til að manna þau öll, svo mikill hefur niðurskurðurinn verið. Hafrannsóknarstofnun hefur nýverið kynnt, að öll rannsóknarskipin verði í höfnum, líklega stefnir í að Hafró í náinni framtíð geti ekki heldur mannað þau því fjölda manns hefur verið kynntar uppsagnir.
Þarna erum við að tala um - mjög mikilvæg grunnverkefni séu í hættu; eftirlit með Landhelginni, að sjófarendur fylgi reglum og lögum, skip innlend sem erlend virði takmarkanir og landhelgi - ekki litlir hagsmunir í húfi. Síðan í annan stað, þá erum við að tala um sjálfa "grunnauðlind landsmanna" að haldið sé uppi nægum rannsóknum á henni, til þess að "veiðistýring" geti farið fram með sæmilega vitrænum hætti - en rangar ákvarðanir þar um geta haft töluverðar afleiðingar, síðan er það einnig það að - mikilvægt er að stunda rannsóknir almennt á hafinu ekki síst vegna þess að enn þann dag í dag er mjög margt sem ekki er nákvæmlega vitað um botndýralíf við landið, síðan að sjálfsögðu dúkka upp öðru hvoru nýjar fiskigöngur sbr. makríl - - með öðrum orðum, þ.e. virkilega þörf fyrir öflugar hafrannsóknir.
Flestir þekkja vandræðin í heilbrigðisgeiranum, sérstaklega að meginsjúkrahús landsins er í byggingum sem hafa hlotið alltof lítið viðhald til margra ára, sem hefur leitt til alvarlegs ástands nokkurra þeirra - það má vera að ein meginbygginganna gömlu sé í reynd ónýt. Ef þetta er ekki nóg, þá hefur ríkið ekki getað greitt starfsfólki þau laun sem það getur sætt sig fyllilega við, þannig að - erfiðlega gengur að ráða lækna og þeim fer heldur en hitt, fækkandi. Okkur helst ekki á hæfileikafólki - þeir sem eru eftir, eru of hlaðnir störfum - þetta á víst einnig við um hjúkrunarfræðinga. Þetta er ástand - sem getur ekki gengið til lengdar, samt er engin lausn í augsýn.
Það hefur einnig verið mjög verulega skorið niður í löggæslu, of fáir lögregluþjónar eru á vakt hringinn í kringum landið. Veik löggæsla - er klassískt áhættuatriði, því þá geta glæpir grasserað.
Það má bæta við - viðhald vega og samgöngumannvirkja sem rétt svo heldur í horfinu.
Óánægja er innan skólanna, hún er í svipuðum tón, að erfiðlega gengur að halda í hæfileikafólk.
Spurning er því ef til vill kominn, hvort Ísland þurfi ekki að skera niður -stóra kostnaðarliði-
Eins og ljóst er af upptalningunni, vantar annað af tvennu - mikið fé. Eða, það þarf að afnema eitthvað sem kostar mikið, færa það fé í aðra hluti.
- Vaxtabætur.
- Leigubætur.
- Þetta eru sannarlega stórir kostnaðarliðir.
- Og það er unnt að leggja þá niður með pennastriki.
Augljóst kemur þetta við marga - en þannig gildir það alltaf um "niðurgreiðslur."
Sem dæmi, þá hafa stjórnvöld í Úkraínu lengi - niðurgreitt í öllu landinu "gas" til heimilisnota. Þar eru stjórnvöld nú tilneytt til að falla stórum hluta frá þeim, og þá auðvitað bitnar það á "almenningi."
Á sama tíma, hafa stjórnvöld verið í útgjaldavandræðum af margvíslegu tagi - mjög margt í niðurníðslu, að stór hluti útgjalda fari beint til að niðurgreiða gas, hefur auðvitað átt sinn þátt í þeim vanda.
Á Indlandi hafa hrísgrjón verið niðurgreidd og vatn til landbúnaðar, þó víða sé vatnsskortur. Í Venesúela, er eldsneyti selt til almennings, á mjög niðursettu verði. Þetta eru nokkur dæmi.
Punkturinn er auðvitað sá:
- Niðurgreiðslur eru ávalt settar á af góðum hug.
- Það er yfirleitt mjög erfitt síðar meir, að afnema þær - vegna andstöðu þeirra sem njóta.
- Þær hafa tilhneigingu til að "blása út" og þar með, minnka þ.s. ríkið hefur aflögu til annarra mála. Ekki síst vegna þess, að gjarnan er "pólit. aðlaðandi" að lofa aukningu slíkra greiðsla - - atkvæðavænt.
Ísland er augljóslega engin undantekning - alveg eins hér, að niðurfelling niðurgreiðsla - mun koma illa við marga.
Ég held að enginn vafi sé um, að ef það fé sem fer í dag í "vaxtabætur" og "leigubætur" væri þess í stað, fært yfir á "heilbrigðiskerfið" - - væri unnt að gersamlega laga allt það þar sem miður er.
Ég held einnig að unnt sé að koma til móts við þá sem minna mega sín með öðrum hætti
Ég held að það losni það mikið fé, að það þurfi ekki allt - - að fara í heilbrigðiskerfið. Það eru auðvitað "valkostir."
- Einn möguleiki væri að - - hækka skattleysismörk. Hækkun þeirra mundi geta töluvert vegið á móti fyrir marga.
- Annar möguleiki væri að - - hækka lágmarkslaun.
- Svo er það sá möguleiki - - að koma til móts við almenning í gegnum heilbrigðiskerfið, t.d. með lækkun "kostnaðarþátttöku" - koma aftur á frýjum skólatannlækningum.
Ég hugsa að það komi ekki til greina, að framkvæma þessa breytingu - - án einhverra slíkra "mótaðgerða."
Sem dæmi, væri skynsamlegt - - að lækka, jafnvel afnema, þátttöku almennings í kostnaði við notkun þjónustu heilbrigðiskerfisins, að auka til muna kostnaðarþátttöku ríkisins í lyfjum o.s.frv.
En heilbrigði þjóðarinnar er mikilvægt - - mig grunar að, meiri skynsemi sé í því, að halda kostnaðarþátttöku almennings á þeim sviðum í lágmarki. En að niðurgreiða "vexti" eða "leigu."
Heilsan sé enn mikilvægari þáttur. Dýrt sé fyrir þjóðfélagið, að setja mál upp þannig - - að fátækt fólk hafi ekki efni á að nota þjónustu heilbrigðiskerfisins.
Niðurstaða
Ég man eftir því að á 9. áratugnum rak Ísland 4 varðskip, 3 -stór, eitt lítið. Þau voru í meira eða minna stöðugri notkun. Hér voru í meira eða minna stöðugum rekstri, 3-hafrannsóknarskip, þar af 2 stór. Berið þetta saman við ástandið hér. Þegar Landhelgisgæslan hefur eingöngu í seinni tíð verið að halda úti einu að öllu jafnaði. Á ekki áhafnir lengur á öll 3. Eða, að á nk. fjárlagaári - verður ekkert hafrannsóknarskip rekið.
Ísland - - er ekki fátækara í dag, en það var ca. 1980.
Það virðist alveg ljóst - - að einhvers staðar er verið að nota fjármagn með röngum hætti.
Hafið í huga, að þessi vandi er ekki alfarið nýr - hans var farið að gæta á sl. áratug, fyrir hrun. Það bendir til þess, að "einhver stór fjárlagaliður hafi sennilega verið að draga til sín það mikið fjármagn" að þrátt fyrir "vaxandi skatttekjur" hafi þá þegar verið farið að þrengja að mikilvægri starfsemi ríkisins. Síðan kom auðvitað hrunið - - og allt varð svo miklu mun erfiðara.
Nú virðist mér Ísland statt þar, að eitt smávegis efnahagsáfall til viðbótar.
Gæti skapað alvarlegt hrun á mikilvægum sviðum starfsemi ríkisins.
Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Við þurfum að hætta einhverju sem er dýrt. Sú ákvörðun mun óhjákvæmilega koma við kaunin á mörgum.
Ég hef bent á 2-þætti sem hægt væri að leggja af. Og nota það fjármagn í staðinn innan mikilvægra fjársveltra sviða. Bæta þar með þjónustu við almenning.
Kv.
20.10.2014 | 21:34
Liggur kannski kynslóða slagur að baki vanda Evrópu?
Ég setti inn athugasemd um þennan möguleika á blogg Wolfgang Münchau, Eurozone stagnation is a greater threat than debt, og mér fannst undirtektir sæmilega góðar. En þetta er annar póll á það, af hverju Evrópa er í þessu ástandi - að vera stórskuldug, það ekki bara einstök ríki, heldur samfélögin sjálf, atvinnulíf til viðbótar, og sveitastjórnir að auki - samtímis að mikil og hörð andstaða er við svokallaða verðbólguleið. Samtímis að álfan sem heild virðist stefna í verðhjöðnun.
Hvernig gæti kynslóða slagur skipt máli?
Útgangspunkturinn er; hvernig meta einstaklinga sem eru á eftirlaunum sína hagsmuni?
- Mig grunar, að ellilífeyrisþegar, séu í eðli sínu - andvígir verðbólgu. Því hún gæti skaðað þeirra sparnað, þar með grundvöll þeirra tekna, þar með þeirra kjör.
- Að auki, gæti verið að þeim mundi hugnast - verðhjöðnun. Því að slíkt ástand, mundi sennilega auka "raunverðmæti" þeirra ellisparnaðar, þar með kaupmátt þeirra lífeyris, þar með þeirra lífskjör.
Þá er seinni útgangspunkturinn sú spurning; hvort að - - ellilífeyrisþegar séu ef til vill orðnir það fjölmennir í samfélögum Evrópu, að þeirra sjónarmið geti ráðið ferð?
Gæti það skýrt andstöðu -sem er sérstaklega áberandi í Þýskalandi- gegn verðbólgu, að Þýskaland er án efa - - einna hlutfallslega elsta samfélag Evrópu?
Að auki virðist töluverður stuðningur við þau sjónarmið innan Þýskalands -að verðhjöðnun sé alls ekki slæm.
Aldraðir séu líklega til að grundvalla lífskjör sín á peningalegum eignum
Það skapar líklega aðra grunnhagsmuni, en hjá - yngra fólk á vinnumarkaði, sem skuldar hlutfallslega mun meira, á hlutfallslega minna af peningalegum eignum.
- Kenningin gæti þá verið sú, að ef aldraðir eru nægilega margir til þess að geta hindrað, að beitt verði þeim úrræðum, að "auka verðbólgu" - til að berjast við skuldakreppu og skort á hagvexti.
- Þá gæti niðurstaðan orðið akkúrat sambærileg þróun á við þá sem gerðist í Japan - - sem ath, er einnig ákaflega aldrað samfélag. Sú að nægileg andstaða sé innan samfélagsins gagnvart leiðum til þess að efla verðbólgu - - til þess að "þróun í átt til verðhjöðnunar verði ekki stöðvuð."
- Síðan séu aldraðir, ef þeir eru orðnir nægilega fjölmennir, líklegir til að - líta ekki neikvæðum augum á þá verðhjöðnun. Þannig líklegir til þess, að leitast við að hindra að úrræðum verði beitt til þess, að lyfta samfélaginu úr því ástandi.
Grunnhagsmunir yngra fólks, séu aftur á móti, að - - létta undir skuldum. Í þeirra augum, "er verðhjöðnun hræðileg því þá hækkar raunvirði skulda stöðugt" - samtímis því, að yngra fólk ætti að vera líklegt -sinna hagsmuna vegna- að styðja það að lánum sé eytt upp í verðbólgu.
Af því, að lækkun skuldabyrði leiðir til bættra kjara þess hóps.
- Á milli aldurshópanna - séu líkur á reipitogi. Þegar skuldakreppa geisar. Og andstæðir hagsmunir koma þá fram.
Niðurstaða
Ef þessi kenning er rétt. Að kynslóðaslagur gæti legið að baki - andstöðu við það að vinna á mjög lágri verðbólgu, ástandi sem stefnir að því er virðist, í átt að verðhjöðnun. Að í skuldakreppu, sé líklegt að gjósa upp á yfirborðið - - mismunandi hagsmunir aldurshópa innan samfélaga.
Þá geti ráðið niðurstöðu - - hlutfallsleg skipting hópanna meðal íbúa.
Ef þ.e. allt rétt - - þá getur það verið, að ef aldraðir eru mjög fjölmennir, að þá verði mjög erfitt að ná fram samstöðu um aðgerðir gegn ástandi - verðstöðnunar, jafnvel verðhjöðnunar.
- Þá geti íbúasamsetning verið mikilvæg skýringarbreyta fyrir því, af hverju samfélag - - endar í japönsku gildrunni.
- Það gæti einnig hugsanlega gefið vísbendingu um það - - að slík samfélög geti verið lengi í því ástandi, eða þangað til að íbúasamsetning fer að breytast að nýju - - yngri hópunum í hag. Eftir því sem aldraðir enda ævina.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2014 | 16:19
Ég velti fyrir mér, hvað ef - - Ebola berst til Kína eða Indlands?
Ákvað að lesa aðeins um Ebola sjúkdóminn - Ebola virus disease. Ebóla sjúkdómurinn virðist vera náttúrulegur sjúkdómur á röku hitabeltissvæðunum í Afríku Suð-Vestanverðri.
Á hitabeltis svæðum Afríku virðist svokallað "bush meat" vinsælt, þ.e. kjöt af dýrum sem veidd eru í regnskógunum.
- Helsta kenningin virðist sú, að ef -viðkomandi dýr hefur verið sýkt af Ebola- þá geti meðhöndlun kjöts -þegar þ.e. hrátt- og eða -blóðs- og eða annarra -vökva- af dýrinu.
- Ef viðkomandi vökvar eða kjöt komast í snertingu við bert hörund viðkomandi, eða kjötsíns er neytt án þess að það sé steikt eða soðið alveg í gegn - - - leitt til þess að sýkillinn berist í manneskju.
- Síðan getur manneskja sem er sýkt, borið sýkinguna áfram í aðra sem viðkomandi þekkir.
Skv. því sem fram kemur á Wikipedia síðunni:
- Þá eru lík þeirra sem látast af sjúkdómnum -- hættuleg. Það má ekki snerta þau með beru hörundi. Sennilega þarf að vera í mjög góðum vatnsheldum hönskum. Og líklega að auki fatnaði sem einnig er algerlega vatni heldur.
- Svo fylgir sjúkdómnum hár hiti - fyrir utan almenna vanlíðan, séu stundum blæðandi sár, oftar innvortis blæðingar, það má reikna með - svita. Helsta dánarorsök - - of lágur blóðþrýstingur. Eða með öðrum orðum, viðkomandi blæðir út. Oftast nær sjáist það ekki, því innri blæðingar séu mun algengari.
Hvernig dreifist sjúkdómurinn milli manna?
- Bein snerting eingöngu - - því miður geta hlutir sem sýkt persóna hefur snert berum höndum verið hættulegir, t.d. hurðarhúnar eða hvað annað t.d. borðbúnaður.
- Að snerta sýkta persónu er hættulegt, hvort sem sýkt persóna snertir af fyrra bragði eða ósýkt snertir sýkta.
- Að vera í sömu flugvél og sýkt persóna - eða í sömu bifreið; er ekki endilega hættulegt.
- Ef aldrei fer bein snerting fram, hvorki við sýkta persónu eða nokkurt af því sem sýkt persóna snerti.
Sýkt persóna sem fer um borð í flugvél - t.d. veit ekki að sá eða sú er sýkt; sýkir því sennilega ekki alla um borð.
Ég velti fyrir mér, hvað sá eða sú sem grunar að vera sýktur getur gert? Til að sýkja ekki þá sem eru nærri.
- Ætli það væri ekki helst það, að fara í "fullan regngalla" - "vatnsheld stígvél" - "vatnsheldir hanskar" - "vatnsheldar buxur" og "vatnsheldur jakki" - - gæta þess að bert hörund snerti hvergi.
Af hverju kemur mér til huga, að Ebola gæti verið vandamál fyrir Indland eða Kína?
Það kemur til af því, að bæði löndin - - hafa enn mikið af svæðum þar sem heilsugæsla og uppbygging er ekki enn komin á sambærilegt stig við þ.s. tíðkast í þróuðustu löndum heims. Enn sé mikið af fátæku fólki, sem ekki hafi aðgang að - - góðri þjónustu í stærri borgum.
Indland sé töluvert verra hvað þá þætti varðar.
Kína sé með mikið af starfsemi í Afríku - - Indland hefur þó aldalanga sögu viðskipta við lönd Afríku við Indlandshaf.
Í báðum tilvikum séu Kínverjar á reglulegu flakki á milli í viðskiptaerindum og Indverjar.
Kína sé þó með umtalsvert meiri viðskipti í dag, að auki eru starfandi stórfyrirtæki á vegum Kínverja í dag í nokkrum fjölda Afríkuríkja - - með fjölda kínv. starfsmanna.
Ég gerir ráð fyrir því, að það sé hreyfing á þeim starfsmönnum, milli Kína og Afríku.
Mér virðist því - - þessi möguleiki fyrir hendi.
- Málið er - að ég er alveg viss um það, að Evrópulönd, lönd N-Ameríku, Japan, Ástralía, S-Kórea, Nýja Sjáland - - svo þróuðustu svæðin séu nefnd. Muni ágætlega geta höndlað hættuna af - Ebólu.
- En ég er ekki eins viss um Kína eða Indland.
Niðurstaða
Ég held að Ebóla sé ekki líkleg til að verða alvarlegt vandamál á Vesturlöndum. En hún gæti hugsanlega orðið að vandamáli "fyrir heimshagkerfið" ef hún berst til annarra af risalöndunum tveim - - þ.e. Indlands eða Kína. Sérstaklega Kína er það stórt orðið í heimhagkerfinu, að vandræði þar hafa hnattræn áhrif.
Þessi 2-lönd eru sennilega líka það stór.
Að þau verða að sjá um sig sjálf.
Önnur lönd séu ekki fær um að bjarga þeim.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2014 | 00:05
Það virðist vinsæl kenning að færri unnar stundir á viku stuðli að aukningu framleiðni
Ég hef í sjálfu sér - ekki hugmynd hvort nokkuð sé að marka þá kenningu, eða ekki. En ég ræddi við nokkra í dag, þá hugmynd "Pírata" að fækka vinnustundum á viku í 35: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum.
"Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa. Frakkland, sem hefur verið með 35 stunda vinnuviku síðan árið 2000, er með talsvert hærri framleiðni en Ísland og er mun ofar í mælingunni um jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista, þar er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri. Í öllum þessum löndum eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða."
Það er sem sagt uppi kenning: um samhengi milli vinnustunda og framleiðni.
Ég held að margir vanmeti "smæðar áhrif Íslands" annars vegar og hins vegar "samsetningu atvinnugreina" sem hugsanlega "hluta skýringu" á tiltölulega lágri framleiðni
- Öll þessi lönd eru miklu fjölmennari en Ísland, punkturinn í því er sá - að hér eru vinnustaðir almennt séð smáir; og mig grunar - - að vinnustaðir sem hafa 5.000 starfsmenn t.d. að á slíkum sé frekar grundvöllur fyrir notkun "vinnusparandi tækjabúnaðar" en á vinnustöðum er hafa 50 - 150 starfsmenn.
- Síðan er það spurning um samsetningu starfsemi, þarna er t.d. vitnað til landa eins og "Belgíu" - "Danmerkur" og "Frakklands." Allt lönd með þróaða framleiðsluatvinnuvegi. Punkturinn er sá, að mig grunar einnig, að þegar verið er að framleiða "tæki" úr "stöðluðum einingum" - þá auðveldi það til muna það að koma við "vinnusparandi tækni" sem sé því "framleiðniaukandi."
- Á Íslandi er grundvöllurinn - - ferðamennska, sem í eðli sínu er ákaflega mannaflafrek, erfitt er að sjá með hvaða hætti væri unnt að beita vinnusparandi stöðlun, eða ef auka ætti vinnuframlag hvers og eins starfsmanns, gæti það bitnað að þjónustunni sjálfri og ánægju viðskiptavina. Síðan er það fiskur - fiskar eru náttúrulega ekki í eðli sínu "staðlaðir" - þú færð þá í margvíslegum stærðum, tegundum og einnig gjarnan margvíslegan annan meðafla. Síðan þarf vinnslan að glíma við þ.s. "veiðist" og ná verðmætum úr því. Þó að margvíslegar tilraunir hafi verið gerðar til tækjavæðingar hennar, virðist mér sennilegt að eðli aflans hafi hamlandi áhrif á það hve mikilli "framleiðni" sé unnt að ná fram.
Það sem ég hef bent á, er að Íslandi vanti framleiðslustörf einmitt af því tagi - - sem gætu verið í starfsemi þ.s. auðvelt væri að ná fram góðri framleiðni, því líklega - - háum launum.
Auk þessa, hef ég bent á það, að hér sé nóg af áli sem flutt sé út sem "hrávara" og því ekki nýtt til neins á Íslandi.
Mér virðist blasa við, að "tæknilega" sé fyrir hendi tækifæri, að líta á þetta "framleidda ál" sem - - vannýtta eða í reynd ónýtta auðlind.
Og að Íslendingar, þurfi að horfa akkúrat til nýtingar þeirrar auðlindar, til þess að skapa hér á Íslandi þau verðmætu framleiðslustörf er akkúrat gætu skaffað þau háu laun - - sem svo marga hér á landi langar til að auðnast.
- Jafnvel þó um væri að ræða einungis framleiðslu álfelga - styrktarbita - íhluta í önnur tæki - jafnvel leikföng --- hvað sem er, sem væri tiltölulega einfalt að framleiða.
- Þá væri það strax framför - - aukning á verðmæti þess áls sem væri nýtt til þeirrar framleiðslu.
Auðvitað felast há launuðu störfin, í framleiðslu - - á hærra þrepi í "tæknistiganum" en framleiðsla slíkra tiltölulega einfaldra hluta.
En einhvers staðar þarf að byrja! Það þarf að læra að ganga áður en maður getur lært að hlaupa.
Mig grunar með öðrum orðum, að samsetning atvinnuvega hér, sé að verulegu leiti skýring þess, að framleiðni sé tiltölulega lítil á Íslandi.
Ég efa því, að þó svo að "lögboðin væri stytting vinnuviku" að þá mundi það í reynd leiða til þess að meðal Íslendingurinn mundi í reynd "vinna skemur per viku að meðaltali." Vegna þess að sú starfsemi sem mikið til fer fram hér virðist ekki megna að bjóða það há laun, að fólkl mundi telja sig hafa efni á að fækka við sig unnum stundum.
Okkur vanti "há virðisauka framleiðslu" sem geti skilað hárri framleiðni og dýrum störfum. Störf sem einmitt þau lönd sem vitnað var í að ofan - - hafa.
Ísland hafi einungis gengið í gegnum "iðnvæðingu" í einni grein - - sjávarútvegi.
Það skorti að landið iðnvæðist einnig í - - áliðnaði, þá meina ég ekki í formi nýrra álvera.
- Ég held að þetta sé "stórt algerlega ónýtt tækifæri."
Hvernig munu vinnuveitendur bregðast við því, ef lögboðið væri að unnið skuli ein klst. skemur í dagvinnu?
Mér dettur í hug, að "tekin verði af" - - "kaffi" og "matarpásur." Þannig að morgunverðurinn verði sannarlega "mikilvægasta máltíð dagsins" því að fólk verði orðið "hungrað" þegar dregur að lokum vinnu annað hvort kl. 3 eða 4.
Annar möguleiki er að "áhrifin séu nær engin" þ.e. að fólk fari einfaldlega klst. fyrr yfir á yfirvinnutaxta.
Með öðrum orðum, að fólk vinni jafn lengi - og áður. Vinnufyrirkomulag verði það sama áfram, og ekki verði hreyft við "kaffi" og "matarpásum."
--------------------------
Kannski er það síðara - sennilegra.
Niðurstaða
Mig grunar að áhrif lögboðinnar breytingar úr 40 stunda vinnuviku í 35 stundir á mælda framleiðni, verði mjög sennilega akkúrat engin. En sennilegast þá muni fólk áfram vinna sama klst. fjölda og áður, fólk þurfi á þeim launatekjum að halda - - sem fullri vinnu fylgi.
Varðandi af hverju framleiðni er lág á Íslandi - - þá grunar mig að ástæðan sé ekki sú að fyrirtækjum sé illa stjórnað eða íslenskir stjórnendur séu vanhæfari en stjórnendur annars staðar. Heldur stafi tiltölulega lág framleiðni hérlendis - - af annars vegar "smæð landsins" sem leiði til þess að ísl. vinnustaðir séi smáir miðað við vinnustaði í öðrum löndum - og - hins vegar af samsetningu atvinnuvega hérlendis sem séu atvinnuvegir er séu í eðli sínu mannaflsfrekir og síður til þess fallnir en megin atvinnuvegir stórra Evrópulanda að verði við komið vinnusparandi tækni sem auki framleiðni.
- Að auka framleiðni hér, snúist því ekki síst um - að breyta samsetningu atvinnuvega.
- Að hækka laun til langframa, snúist um það sama.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2014 | 23:38
Líbýa gæti hugsanlega klofnað í 2-ríki, eftir austur/vestur línu
Borgarastríðið í Líbýu er hófst sl. sumar, virðist vera að skila skýrari markalínum milli stríðandi fylkinga. Það áhugaverða er - - að fylking kennd við "íslamista" virðist hafa að verulegu miklu leiti "haft betur" í átökunum. En skv. frétt NYTimes, ræður sú fylking Tripoli -eftir að hafa hrakið hina frá höfuðborginni í mánaðarlöngum átökum- og að auki ræður stærstum hluta strandar Líbýu.
- Það þíðir, mjög líklega, en ég hef séð fréttir þess efnis, að olíuútflutningur landsins sé aftur kominn á fullan skrið, að "íslamista-fylkingin" ráði nú yfir - - olíuhöfnunum þar með tekjunum.
Málið sé þó flóknara - en bara Íslamistar gegn þeim sem segjast ekki vera Íslamistar. Einnig sé um að ræða, að önnur fylkingin hefur innan raða fjölda berba úr fjöllunum nærri Tripoli; meðan að hin fylkingin -sú sem segist and íslamísk- sé stærstum hluta einnig "arabísk."
Þannig að átökin hafi einnig þann blæ - að vera átök "þjóðernishópa."
- Takið eftir kortinu - - skv. fréttum ræður íslamista, berba - fylkingin ströndinni alla leið að borginni Benghazi á Kýernæka skaga; sem sé í þeirra höndum!
- Meðan að miðstöð hinnar fylkingarinnar, sú sem segist "and íslamísk" en kvá einnig vera arabísk, sé með miðstöð í borginni Tobruk - nærri landamærum við Egyptaland.
Ég geri ráð fyrir að þetta hljóti að þíða, að íslamista-berba fylkingin ráði nú olíunni.
Það er auðvitað ekkert "smávegis" forskot.
Fighting erupts in Benghazi as renegade general battles Islamists
General Escalates Libya Attack
Libyan Militias Seize Control of Capital as Chaos Rises
Khalifa Hifter, sjá mynd að ofan, er leiðtogi "and íslamísku fylkingarinnar" virðist hafa stuðning herforingjastjórnarinnar í Egyptalandi - sem og "Saudi Arabíu ásamt bandamönnum Sauda við Persaflóa.
Skv. fréttum, þá tóku herþotur frá flugher Egyptalands þátt í árás Hifter á Benghazi, sem skv. fréttum - - mistókst samt sem áður. Hifter kvá ráða yfir litlum flugher, einhverjum leifum flughers Líbýu. Og einnig hefur einhver hluti af fyrrum herforingjum og hermönnum Gaddhafi - gengið í lið með honum. Hann sjálfur var herforingi í her Gaddhafis, þar til hann gekk í lið með uppreisninni gegn honum, og tók þátt í að steypa stjórn hans.
Hersveitir Hifter, virðast fá vopn og þjálfun frá Saudi Arabíu - flóa Aröbum, og Egyptalandi. Stjórnin í Egyptalandi er hvort sem er "fjármögnuð" af Saudi Arabíu og flóa Aröbum - - þannig að spurningamerki má setja við það, hvort hún sé "sjálfstæður aðili." Eða einfaldlega "þeirra liðsmaður."
- Þetta stríð hefur því a.m.k. að einhverju leiti, þann tón að vera "proxy war."
Andstæðingar Hifter og liðs hans, hafa notað það gegn honum, að með honum í liði eru margir af þeim er áður þjónuðu Gaddhafi - - sakað þá um að standa fyrir tilraun til "gagnbyltingar."
Hafandi í huga, hvaðan Hifter hefur stuðning, er það ekki endilega - - augljóslega "ósönn ásökun."
- En ef Hifter tekst að ná "Benghazi" og þar með Kýrenæka skaga öllum - - þá gæti skapast "skipting landsins" í Austur vs. Vestur.
Það slæma fyrir A-hlutann, er að "olían er í V-hlutanum."
Olíuútflutningshafnirnar - eru hafnirnar í V-hlutanum skammt frá borginni Misratah á ströndinni, sem kvá vera miðstöð hinnar fylkingarinnar.
- Líbýa gæti þannig klofnað í "Tripolitaníu" vs. - -
- Kýrenæku, sem er svæði með árþúsunda sögu.
Ég er ekkert viss um að menning þeirra, eigi mikið sameiginlegt. Líbýa er þannig séð, enn eitt landið sem búið var til af nýlenduveldunum - - án þess að tekið væri tillit til "íbúaskiptingar" eða sögu svæðisins.
Niðurstaða
Líbýa gæti verið enn eitt landið, sem stefnir í að klofna. En þegar hefur Sýrland "de facto" klofnað í umráðasvæði stjórnvalda vs. umráðasvæði sem í vaxandi mæli er undir stjórn "Islamic State." Síðan er það Írak, sem getur klofnað í "þrennt" þ.e. svæði Kúrda, svæði Shíta og svæði Súnníta sem í dag eru mestu undir stjórn "Islamic State."
Það sem getur verið að flosna upp, eru þau landamæri sem -Ítalía, Frakkland og Bretland- bjuggu til, í samkomulagi sín á milli. Án nokkurs tillits til íbúanna sem þar bjuggu.
Kýrenæka svæðið, er t.d. "fornt menningarsvæði" alveg út af fyrir sig. Að fornu voru þar forn grískar borgir og svæði undir áhrifum gríska menningarheimsins í fornöld. Það svæði sé "menningarheild út af fyrir sig" og þ.s. mig grunar, að það sé "Tripolitan" svæðið einnig í A-Líbýu.
Að auki er vísbending um, ólíka íbúasamsetningu svæðanna.
- Fyrst að andstæðingar Hifter, virðast hafa náð að mestu V-hluta landsins, strönd landsins að mestu, og þ.s. við virðist einnig blasa, olíunni.
- Þá virðist mér erfitt að sjá, hvernig "Hifter" geti haft betur, nema að Saudi Arabía og bandamenn Sauda, ásamt herforingjunum í Egyptalandi, auki til mikilla muna - stuðning sinn við herflokka Hifters.
Það verður síðan að koma í ljós, hversu róttækur Íslamismi þeirra sem ráða stærstum hluta landsins, raunverulega er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2014 | 01:56
Lækkun olíuverðs, ætti að skoðast sem "góðar fréttir" fyrir efnahag heimsins. Undanfarna daga hafa verið verulega lækkanir á mörkuðum, ekki síst í Evrópu
Það hefur kannski farið framhjá einhverjum, en undanfarna daga - hafa verið mestu lækkanir gengis verðbréfamarkaða --> Síðan 2011. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum, virðast hafa misst alla þá hækkun sem orðið hefur á "þessu ári" og gott betur.
Lækkun hefur verið mest dramatísk í Evrópu, sjá: Fears About Eurozone Economy Hammer Markets
Umfang lækkunar er í stærðum, sambærilegt við þ.s. sást í evrukrísunni 2011.
Það sem -getur verið í gangi- er að markaðir séu farnir að fyllast "efasemdum" um þá "sögu" sem þeir hafa trúað um framtíð efnahags Evrópu, og evrusvæðis sérstaklega. Þeir séu þó ekki enn a.m.k. - í fullri paník. En þegar efasemdir eru komnar, er paník - - ekki endilega langt undan.
- Traust markaða á Mario Draghi, sem myndaðist sumarið 2012 er hann setti fram sitt "fræga" loforð, um að gera hvað sem í hans valdi væri - til að bjarga evrunni.
- Sé kannski farið að fölna.
En menn eru ef til vill, byrjaðir að fyllast efasemdum um það, að Draghi - - geti staðið við sitt fyrirheit er hann setti fram fyrir tveim árum.
Þeir séu þó ekki enn, komnir í fullt "vantrúar ástand." En trúin sé nú komin undir álag.
Þ.s. menn eru að bíða eftir - biðja um, er full prentunaraðgerð af hálfu "ECB."
Hún er ekki hafin enn, en gögn þau sem hafa hrannast inn, sem sýna að hagvöxtur í Evrópu hefur dalað síðustu mánuði, og sýnir ekki neinar skýrar vísbendingar um neinn viðsnúning frá þeirri hreyfingu. Og að auki, að verðbólga sé mæld að meðaltali einungis 0,3%.
Knýja sennilega á um þessar - - efasemdir.
Eins og ég hef margoft áður á bent, þá var það -trúin á Draghi- sem endaði evrukrísuna júlí 2012 þegar menn voru að óttast yfirvofandi hrun hennar - - > Vonin sem hann bjó til með sínu fræga loforði.
Þessi von, hafi síðan lifað sterkt með fjárfestum, skilað þeim miklu hækkunum á hlutum í Evrópu er hafa skilað sér síðan síð sumars 2012, auk þess að vaxtakrafa aðildarríkja evrusvæðis -flestra hverra- hefur aftur fallið niður undir þau mörk er hún var í; fyrir upphaf krísunnar.
- Það auðvitað blasir við, að ef þessi tiltrú slökknar, þá tja - geta menn að nýju staðið frammi fyrir sömu spurningu; ásamt sama ótta -- > og síð sumars 2012.
Þetta er auðvitað ekki orðið enn - - Seðlabanki Evrópu hefur enn einhvern tíma, til viðbragða.
Ef nægilega sannfærandi prentunaraðgerð, skilar sér - - munu markaðir í Evr. líklega róast að nýju.
Lækkandi olíuverð eru góðar fréttir
Citigroup Sees $1.1 Trillion Stimulus From Oil Plunge
Ég held það sé rétt hjá greinendum "Citi" að lækkun olíuverðs um rúmlega 20% miðað við meðalverðlag sl. 3-ára, geti skilað þetta miklum áhrifum.
Þá má vænta þess að jákvæð áhrif taki nokkra mánuði að skila sér inn í heimshagkerfið - - olía hefur reyndar ekki verið eina hrávaran sem hefur lækkað.
Málmar hafa einnig lækkað - -einna helst rakið til minnkandi hagvaxtar í Kína.
Og sennilega eins og "Citi" spáir, lækka þeir enn frekar - vegna áhrifa lækkunar olíuverðs.
Eins og gjarnan er -eins dauði er annars brauð- þá tapa hrávöru útflutningslönd sbr. Rússland og Ástralía. Þau lönd eru mörg fleiri, en þessi 2-eru ákaflega áberandi hrávöru útflytjendur.
Rússland - - olía og gas. Ástralía - - málmar af margvíslegu tagi.
En á móti, þá græða lönd sem framleiða úr málum. Og lönd sem neyta olíu og olíutengdra vara. Svo má ekki gleyma því, að kostnaður við - - flutninga minnkar. Það virkar -innan landa, utan landa, í flugi, á landi, og á sjó.
Þannig að til lengdar litið - þá ætti lækkun á olíu að stuðla að aukinni heimsverslun. Sem og að bæta efnahag þeirra landa, þ.s. samgöngur treysta mikið á olíuafurðir.
- Þannig að þó að verðfall markaða, ekki bara í Evrópu - - heldur einnig í Bandar. og Asíu.
- Sýni að markaðir eru að endurmeta framvinduna í ljósi nýs mats á aðstæðum.
Þá gefur verðfall á olíu - - heimshagkerfinu nýja von.
Auðvitað, þegar hagvaxtaráhrifa gætir frá því, þá mun það á endanum skila sér í auknum væntingum um neysluaukningu á olíu - - og þar með hærra verði.
Þannig gengur þetta - hring eftir hring eftir hring.
Niðurstaða
Ég held að fáir séu að óttast heimskreppu enn. En ef Seðlabanki Evrópu getur ekki hrint í framkvæmd nægilega öflugum aðgerðum til að snúa stöðugri lækkun verðbólgu við, sem síðast mæld er mæld sem 0,3%. Höfum í huga, að ef "Citi" hefur rétt fyrir sér - - þá mun lækkun olíuverðlags. Stuðla að frekari lækkunum á öðrum hrávörum sbr. málmum og matvælum. Sem mun skapa enn frekari verðhjöðnunar áhrif. Sem alveg -getur dugað til þess að ýta Evrópu niður fyrir verðhjöðnunar þröskuldinn.
Þá gæti ný hræðsla um stöðu skuldugra landa á evrusvæði, orðið það sterk. Að sá ótti gæti yfirskyggt þau annars jákvæðu áhrif á heimshagkerfið sem lægra olíuverð ætti annars að hafa.
---------------------------------
PS: Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur nýtt verðfall orðið á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í morgun, þetta kemur m.a. fram hjá Financial Times:
US and Europe stocks resume slide
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 871099
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar