Grísk stjórnvöld reka fram fingurinn gagnvart aðildarríkjunum

Mér virðist ákvörðun Syriza flokksins aðfararnótt miðvikudags -augljóst dæmi um "defiance" sem a.m.k. getur verið vísbending þess, að Syriza flokkurinn sé u.þ.b. hættur tilraunum til þess að semja við aðildarríkin um skuldir Grikklands.

Greece overturns civil service reforms

  1. "A new law proposed by the leftwing Syriza-led government and passed Tuesday night opens the way to rehire thousands of workers cut loose from the country’s inefficient public sector in a reform enacted by the previous government."
  2. "And it followed legislation passed last week to reopen the state broadcaster, ERT, which was shut down by the previous government as a cost-cutting measure."
  • "Opposition lawmakers accused Syriza of violating that agreement with the new laws, which could expand the government payroll by as many as 15,000 employees." - "“We aren’t going to consult [bailout monitors], we don’t have to, we’re a sovereign state,” Nikos Voutsis, the powerful interior minister, told parliament."

Sjálfsagt er það -tæknilega- rétt hjá Voutsis, að Grikkland sé í lagalegum rétti til þess að taka þessar ákvarðanir.

Og lagatæknilega séð, þurfi ekki að ræða þær breytingar við hin aðildarríkin.

  1. En menn þurfa að vera -heilabilaðir- til að skilja ekki, að þessar ákvarðanir - - víkka töluvert gjána milli krafna aðildarríkjanna - og afstöðu ríkisstjórnar Syriza flokksins.
  2. Og þar af leiðandi, minnka verulega -líkur á samkomulagi.

Og það á sama tíma, þegar flest bendi til þess, að einungis sé það spurning um -örfáar vikur- ekki mánuði; hvenær gríska ríkið verður greiðsluþrota.

  • Að auki, þá er ég viss um, að þessar ákvarðanir -minnka líkur þess að Seðlabanki Evrópu, auðsýni sveigjanleika gagnvart Grikklandi.
  • En hann gerir það vart, ef sérfræðingar -meta líkur á samkomulagi, litlar sem engar.

Það er auðvitað hugsanlegt, að hægri höndin og vinstri höndin í Syriza flokknum -samræmi ekki aðgerðir. En ég sé í sjálfu sér ekki -að það skipti máli.

Aðildarríkin og stofnanir ESB, hljóti að líta svo á, að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, standi einnig að baki þessum ákvörðunum.

Þetta geti augljóst bent til þess -- > Að Syriza flokkurinn sé búinn að gefa viðræður upp á bátinn. Þó ráðherrar hans, hafi ekki gefið slíkt upp með formlegum hætti. Þá megi lesa þá afstöðu -milli lína.-

Þessar ákvarðanir auki því greinilega líkurnar á því að greiðsluþrot Grikklands sé virkilega á leiðinni.

 

Niðurstaðan

Ef Syriza flokkurinn, raunverulega telur enn mögulegt að ná samkomulagi við aðildarríkin. Virðist mér sérkennilegt, að flokksmenn ákveði að -endurráða að nýju starfsmenn ríkisfjölmiðilsins- og að auki -endurráða þá ríkisstarfsmenn sem reknir voru af síðustu ríkisstjórn. Hvort tveggja voru -sparnaðar aðgerðir, sem eru þannig dregnar til baka.

En þessar ákvarðanir hljóta að minnka enn frekar líkur á samkomulagi, ég á erfitt með að trúa því, að flokksmenn Syriza séu það skyni skroppnir -að þeir átti síg alls ekki á því atriði.

Þannig að mig grunar að lesa megi það út úr þeim ákvörðunum, að Syriza flokkurinn hafi í reynd gefist upp á þeim viðræðum - - og sé mjög líklega því að stefna að greiðsluþroti.

Í því samhengi -hættir það að vera órökrétt, að Syriza flokkurinn standi við sín kosningaloforð. Sem m.a. voru þau, að endurráða brottrekna ríkisstarfsmenn og endurreisa ríkissfjölmiðil Grikklands.

  • Það megi nánast taka þessar ákvarðanir -sem lokastaðfestingu þess, að Syriza flokkurinn stefni á gjaldþrot.

 

Kv.


Rússland hótar að beita neitunarvaldi -gegn hugmyndum innan Evrópusambandsins um hernaðaraðgerðir gegn þeim sem smygla fólki á bátum til Evrópu

Ég held að þessi hugmynd, að -ráðast á stöðvar smyglara á strönd Líbýu. Hafi hvort sem er verið -arfa slæm hugmynd. En augljósa hættan -er að Evrópa hefði getað blandast inn í stríðið innan Líbýu.

Ég held að maður geti vel -unað Pútín einum áróðurssigri.

Russia scuttles Brussels’ plan to destroy migrants boats

Einhverjir virðast halda -að bátafólkið séu Líbýumenn á flótta undan átökunum þar

Þvert á móti, virðist -bátafólkið flest hvert. Vera frá löndum Sunnan við Líbýu. Þ.e. bláfátækum Sahel löndum sbr. Níger, Chad, Mali og jafnvel -enn Sunnar.

Þau lönd hafa hingað til -misst af þeirri efnahagsuppbyggingu, sem þó er hafin í mörgum löndum í Afríku, sérstaklega þeim sem eru -Sunnan við miðbaug og Norðan við S-Afríku.

Í þeim löndum er -samt hröð mannfjölgun. Útkoman er -hratt vaxandi straumur af ungu fólki í leit að betra lífi í Evrópu. Því það veit, að möguleikarnir á mannsæmandi lífi. Eru nánast engir í þeirra heimalöndum.

  1. Mér skilst að bátarnir sem notaðir séu af smyglurunum. Séu gjarnan það ódýrir og lélegir. Að þeir kosta minna -heldur en heildar farið sem fæst greitt fyrir hverja ferð.
  2. Það þíðir, að jafnvel þó að Evrópa mundi ákveða að -sökkva smyglbátum undan ströndum Líbýu. Væntanlega -eftir að hafa bjargað fólkinu um borð frá drukkun.
  3. Þá mundi það ekki -skaða að verulegu ráði smyglarana. Sem samt mundu græða á hverri ferð samt sem áður.
  4. Ef e-h er, mundi slík aðferð sennilega vera greiðasemi við smyglhringina. Því ef flotar Evrópuþjóða, mundu stöðva bátana rétt við strönd Líbýu. Þá mundi einfaldlega bátsferðin verða minna hættuleg. Því sennilega -meir aðlaðandi aðferð fyrir fátækt fólk að reyna að komast til Evrópu.

 

Ég kem ekki auga á nokkra lausn á vandanum - nema kannski?

En líklega eru smyglhringirnir orðnir að drjúgri tekjulind fyrir marga í Líbýu. Í ástandi þegar væntanlega -heiðarleg starfsemi í landinu liggur mikið til niðri.

Það mundi ekki koma mér á óvart -að smyglhringir greiði báðum stríðsaðilum -mútufé- til að láta þá í friði. Þannig að smyglið sé þá báðum fylkingum -tekjulind.

  • Ég held að flest þetta fólk sé -skilríkjalaust.
  • Og að auki, að löndin sem það fólk kemur frá, séu líkleg að notfæra sér slíkt -til þess að neita að taka við því aftur. Ef ætti að senda það til baka til heimalands.
  • Að ætla að senda það til Líbýu -væri vart fær lausn. Í landi í upplausn borgarastríðs. Sem fyrir bragðið væri ólíklegt að geta -brauðfætt það fólk.
  1. Það mætti ímynda sér - að aðildarríki ESB. Mundu hefja samstarf við -báða stríðsaðila.
  2. En það væri vart praktísk nálgun, nema í samhengi tilrauna til að -binda endi á stríðið í landinu.

En sennilega er eina leiðin sú -að endir verði bundinn á það stríð.

Þ.s. augljóst er enginn áhugi í Evrópu að senda landher til Líbýu.

Yrði það að vera -einhverskonar sáttaleið að samkomulagi.

Kannski ættu aðildarríkin að íhuga alvarlega að beita sér með slíkum hætti - - þ.s. eftir allt saman, bera þau töluvert stóra ábyrgð á ástandinu innan Líbýu. Þ.s. að á sínum tíma, beittu aðildarríkin sér gegn Muammar Gaddhafi þegar uppreisn hófst þar í landi fyrir nokkrum árum. Aðstoðuðu uppreisnina til sigurs - - en eftir það hafa átök milli þeirra hópa sem tóku þátt í þeirri uppreisn. Leitt til þess upplausnar ástands sem þar er til staðar.

Og sennilega einmitt það upplausnar ástand -skapar þann jarðveg sem smyglararnir þurfa.

 

Niðurstaða

Ég held að nánast eina leiðin sem hugsanlega er fær, ef binda á endi á gríðarlegan straum flóttamanna í gegnum Líbýu -síðan á bátskænum til Evrópu. Að Evrópa beiti sér til þess, að binda endi á borgaraátök í Líbýu.

Mér er í sjálfu sér sama -hver lausnin akkúrat yrði, sem sátt næðist hugsanlega um.

En eins og mál eru nú að þróast, með eina ríkisstjórn í V-Líbýu og aðra í A-Líbýu. Þá gæti stefnt í klofnun landsins í 2-þjóðríki. Þ.e.svæði með miðju í Tripolitania svæðinu, og svæði með miðju á Cyrenaica svæðinu.

 

Kv.


AGS beitir aðildarríki evrusvæði þrýstingi - að lækka skuldir Grikklands

Þetta er haft eftir blaðamanni Financial Times í Brussel, Peter Spiegel, sem segist hafa það eftir -fulltrúa AGS í Evrópu, að mat AGS á gríska prógramminu sé með þeim hætti - - að það sé "off track" eins og AGS gjarnan orðar það.

Sem þíðir að AGS telur að framvinda Grikkland sé ekki að standast þær væntingar sem miðað var við, þegar áætlanir voru gerðar um veitingu neyðarlána til Grikklands.

  • Þetta getur þítt - - að AGS neyti að afhenda Grikklandi 7,2ma.€ sen enn eru eftir að afhenda Grikklandi, skv. samningi um 2-lánsprógramm Grikklands, sem AGS hefur tekið þátt í.
  • En AGS er ekki heimilt að lána -nema mat sérfræðinga AGS sé að viðkomandi land, sé fært um að -endurgreiða lánið. Þegar metið er, að land sé ekki að -fylgja mörkuðu ferli- þannig að væntingar að baki prógrammi séu ekki að ganga upp -þá þarf AGS eigin reglum skv. -að stöðva frekari lánveitingar.

-----------------------

IMF takes hard line on aid as Greek surplus turns to deficit

"Without the funds, Greece is expected to run out of cash this month."

  • "Mr Thomsen said initial data the IMF had received from Greek authorities showed Athens was on track to run a primary budget deficit of as much as 1.5 per cent of gross domestic product this year."
  • "Under existing bailout targets, Athens was supposed to run a primary surplus...of 3 per cent of GDP in 2015."

"The IMF only signed off (on the current bailout program) after eurozone ministers agreed to consider, but never implemented, writing down their bailout loans to reduce Greece’s debt to “substantially lower” than 110 per cent of GDP by 2022."

-----------------------

Það virðist að AGS -hafi talið sig hafa loforð aðildarríkjanna 2012, þegar gengið var frá lánsprógrammi Grikklans No.2 - - að þau mundu lækka skuldir Grikklands og þannig tryggja að skuldir Grikklands mundu ekki verða hærri en 110% árið 2022.

Á hinn bóginn, virðist að aðildarríkin, hafi ekki veitt -skuldbindandi loforð.

En nú virðist AGS hafa tekið þetta mál upp að nýju.

 

Niðurstaða

Ef AGS neitar að afhenda lokagreiðslu sína -þá annað af tvennu þurfa aðildarríkin að veita Grikklandi það viðbótar fé -sjálf. Þ.s. það var reiknað með því þegar gengið var frá seinna prógrammi Grikklands 2012 að gríska ríkið mundi fá allt féð frá AGS. Eða, að aðildarríkin sætta sig við þá útkomu -að gríska ríkið verði greiðsluþrota algerlega þá pottþétt þetta sumar.

 

Kv.


Vara eindregið við hugmyndum að setja lögbann á fjölmenn verkföll sem eru fyrirhuguð á næstu vikum

Það er alveg augljóst - að þrýstingur á "lögbann" mun fram koma. En margir eru líklegir til þess að misskilja reynsluna af fyrri skiptum þegar lögbann hefur verið sett á verkfall.

  1. Málið er að -þau verkföll sem eru fyrirhuguð, eru miklu mun fjölmennari en -ég man til, að áður hafi verið beitt á lögbann.
  2. En allt að 100þ. manns fyrirhuga hugsanlega verkfall á næstu 2-mánuðum.

Þegar þú ert með slíkan fjölda þ.e. á bilinu 30 - 100þ.

Þá er áhættan á allt, allt, allt öðru stigi -að beita lögbanni.

 

Fjölmenn götumótmæli!

Þetta er sú áhætta sem ég vísa til -og ég vara fólk við því, að taka þau mótmæli sem viðmið, sem hafa -við og við sést árin frá 2009.

  • Ég er að tala um mótmæli, frekar á þeim skala sem við sáum beitt gegn ríkisstjórn Geira og Sollu, lokatíma þeirrar ríkisstjórnar við völd.

Ríkisstjórnin má alls ekki misskilja eða vanmeta það hættustig sem hún stendur frammi fyrir.

Ég er m.ö.o. að segja -lögbann í tilviki svo fjölmennra verkfalla -> Of áhættusama aðgerð.

Ég geri mér fulla grein fyrir því tjóni -á efnahagslíf þjóðarinnar sem þessi verkföll munu valda, ef af þeim verður.

Þess vegna - -> Mín seinni ályktun.

 

Ríkisstjórnin á ekkert annað raunhæft val en að fallast á kröfur félaga launamanna

Ég geri mér fulla grein fyrir því -hvaða afleiðingar það mun hafa, að láta þær launahækkanir sem -læknar og -kennarar hafa fengið, ganga yfir línuna.

Það þíðir að sjálfsögðu -verðbólgu og óstöðugleika.

Á hinn bóginn -lít ég svo á nú, að það sé samt skárri kosturinn í boði.

  1. Hætta er að sjálfsögðu að -ferðamannasumarið fari í súginn.
  2. Það þíðir mikið tap gjaldeyristekna, sem þjóðfélagið hefur síst efni á.
  3. Að auki, getur vel verið að ferðamenn mundu einnig að einhverju leiti, afpanta fyrir sumarið á eftir, vegna ótta við óstöðugleika hér. Þannig að tjón af stórfelldum verkföllum, væru ekki endilega - - > Bara sumarið í ár.
  1. Á hinn bóginn, ef -lögbann væri sett á yfirvofandi verkföll.
  2. Og það gerist sem ég á þá von, að í staðinn muni sömu verkalýðsfélög standa fyrir -fjölmennum götumótmælum.
  3. Sennilega -í leiðinni, snöggum skammtímaverkföllum. Þ.e. starfsmenn mæta á mótmælafund, í stað þess að vinna. Það séu kannski - mjög fjölmennir mótmælafundir t.d. 2-svar eða 3-svar í viku, á meðan að fámennari mótmælastaða verði haldið uppi stöðugt þess á milli.
  4. Það verði nefnt mótmæli ekki verkfall.
  5. Og bent á réttinn til að mótmæla, þetta séu ekki verkföll, því ekki brot á lögbanni.
  • Þá er mikil hætta á því, samt sem áður, að ferðamannasumarið mundi fara í súginn.

En það yrði óhjákvæmilega mikill hiti á slíkum, mótmælasamkundum í kjölfar lögbanns.

Og hætta stöðugt yfirvofandi á -óeirðum.

Það má reikna með -nákvæmlega sama viðbúnaði lögreglu, og þegar mótmælin stóru stóðu yfir þegar ríkisstjórn Geira og Sollu var við völd.

Sá kvittur gæti mjög auðveldlega skapast meðal ferðamanna, erlendra aðila í ferðaþjónustu -að hættulegt ástand vofi hér yfir.

Það er ekki einu sinni víst - að það yrðu stórar ýkjur.

 

Hvað er þá til ráða?

Úr því sem komið er -sé líklega of seint að forða þeirri verðbólgu og efnahags óstöðugleika sem líklega af hlýst, þegar gengið verður að kröfum verkafólks.

En málið er -að ég tel að stjórnendum og forsvarsmönnum helstu verkalýðsfélaga hljóti að vera það kunnugt, hvað mun gerast.

  1. Þannig að tilgangur þeirra krafna, að fá sambærilegar hækkanir við þær hækkanri sem aðrir hafa fengið.
  2. Sé einmitt sá, að framkalla þá verðbólgu og óstöðugleika - -því þá virðislækka laun þeirra sem þegar hafa fengið 30%. Enginn fær þá í reynd 30% heldur miklu minna.
  3. Verkalýðshreyfingin, sé að verja sneið síns fólks af þjóðarkökunni. En foringjar þeirra félaga hljóta að vita að 30% hækkun allar virkar ekki. Að það verður gengisfelling síðan verðbólga.
  4. Svo að sá eini -nytsami tilgangur sem ég kem auga á. Ég vil ekki gera ráð fyrir því að -forkólfar verkalýðsfélaga séu heimskir.
  5. Sé þá sá, að fyrst að við getum ekki fengið 30% eins og þeir, þá sé skárra fyrir okkur að lækka þá niður sem fengu 30%. Þannig að enginn fái þá raunverulega 30%.
  6. Það sé tilgangur í sjálfu sér því, að framkalla þá gengisfellingu og verðbólgu sem af hlýst.

Auðvitað -leiðir það til þess, að ríkisstjórnin getur ekki losað höft þetta ár.

En ég tel að ríkisstjórnin -hafi þegar verið búin að kasta þeim möguleika frá sér, þegar samningar við kennara sem tryggðu þeim 30% hækkanir voru undirritaðir.

Um þetta ályktaði ég þegar í júlí 2014:

Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?

Önnnur færsla frá janúar 2015 - þegar hlutir lágu nokkuð skírar fyrir:

Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?

  • Meginlínur þess sem ég átti von á, virðast vera að rætast

Með öðrum orðum, allt sem síðan þá hefur gerst, hafi verið óhjákvæmilegt!

Því að -hin félögin sætti sig ekki við, að sneið sinna félagsmanna af þjóðarkökunni minnki.

Það eina sem kemur mér á óvart í því samhengi, er að ríkisstjórnin hafi ekki séð þetta sjálf fyrir -en þ.e. augljóst að það gerði hún ekki.

Hún súpi nú biturt seiði af þeim mistökum.

 

Niðurstaða

Eins og ég skil tal forsvarsmanna verkalýðsfélaga -þegar þeir hafna því að ætla að valda óstöðugleika. Kenna ríkisstjórninni sjálfri eða vinnuveitendum.

Þá vísa þeir til þeirra háu prósentu launahækkana -sem nokkur fjöldi hátekjuhópa hefur fengið, eða tekið sér. Þeir séu m.ö.o. að segja sínar aðgerðir -afleiðingu þeirra hækkana sem ríkisstjórnin eða vinnuveitendur, hafi þegar samþykkt fyrir þá hópa.

Þannig að niðurstaðan -sé m.ö.o. þeim sjálfum að kenna. Þá vísa ég til þess sem ég bendi á að ofan. Að verkalýðsstéttinn; sé að verja sína sneið af þjóðarkökunni umræddu.

En eins og komið sé -sé eina leið verkalýðsfélaganna einmitt að knýja fram sambærilegar launahækkanir. Í fullkominni vitneskju ákaflega sennilega að þá komi gengisfelling síðar og verðbólga.

  • En þ.s. sú aðgerð geri, sé að hún ver -sneið viðkomandi hópa launafólks af þjóðarkökunni umræddu.
  • Gengisfelling og verðbólga, sé þá -hliðarafurð.

Ég sé ekkert sem bendi til þess, að ríkisstjórnin geti sannfært hópa launamanna um að hætta við kröfur sínar -eða slá umtalsvert af þeim.

Að auki tel ég að það væri ákaflega háskaleg aðgerð, að gera tilraun til lögbanns á svo afskaplega fjölmenn verfköll -slíkt gæti framkallað, raunverulega uppreisn meðal fjölmennra hópa almennings. Alltof áhættusamt með öðrum orðum.

  1. Ríkisstjórnin verði einfaldlega taka þá bitru pillu.
  2. Að hún hafi misst plottið, þegar hún samþykkti launahækkanir til kennara á sl. ári.
  3. Að allt sem síðan þá hafi gerst, sé afleiðing þess að hafa látið kennara síðan lækna fá háar prósentu hækkanir.

Hvað gerist þegar það kemur síðan í ljós - - að hvorki læknar né kennarar.

Fengu raunverulega, leiðréttingu launa?

Það má vera að þá verði landflótti í þeim stéttum, en eins og er að koma í ljós, er hvort sem er ekki unnt að -leiðrétta laun tiltekinna hópa, án þess að aðrir stórir hópar launamanna hafi gengist inn á að sætta sig við að sitt fólk fái mun smærri prósentu launahækkanir.

  • Það skársta í boði, úr því sem komið er, sé að samþykkja kröfur launamanna um stórar launahækkanir sem fyrst.
  • Svo að verkföll skaði ekki ferðamannasumarið.

Gengisfelling verður væntanlega síðar -nk. haust eða nk. vetur.

Allar aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar -leiði fram enn verri útkomu.

 

Kv.


Ríkisstjórnin verður -sjálfs sín vegna- að taka stjórnarskrármálið aftur fyrir

En ein af stóru ástæðunum fyrir gríðarlegri fylgisaukningu Pírata er örugglega hve ákveðnir Píratar hafa einatt verið í afstöðu sinnar til kröfunnar um - - aukið lýðræði. Þegar kemur að -auknu lýðræði- vilja þeir ganga mun lengra -en ég er sjálfur tilbúin til.

Niðurstöður könnunar Gallup

Mynd með færslu

Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

Tillaga Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga

En ég get vel fallist á það að 65. gr. tillögu stjórnlagaráðs, nái fram að ganga -verði færð inn í núverandi stjórnarskrá - með þeirri breytingu að miðað verði við 15%:

-----------------------------

65. gr.
Málskot til þjóðarinnar.
Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá því að krafa kjósenda var lögð fram.

-----------------------------

  1. En þetta er það form -beins lýðræðis- sem mér líst vel á.
  2. Að veita þegnum landsins, stöðunvarvald á Alþingi, með beinum hætti -án atbeina forseta.
  • Ég er aftur á móti -ekki tilbúinn að veita þegnum landsins með sama hætti, frumkvæðisvald - -en þ.e. ósamrýmanlegt við grunn regluna þingræði.

Ég hafna því 66. gr. tillögu Stjórnlagaráðs -Þó að ég sé til í að íhuga að þegnar landsins hafi -málsskotsrétt- þ.e. geti lagt fram -þingmál- en þá sé það alfarið á valdi Alþingis að hafna þeirri tillögu -einhliða.

Það þíðir, að ég annað af tvennu, hafna 66. gr. alfarið, eða til vara -legg til þá breytingu að ef Alþingi hafnar viðkomandi þingmáli, þá falli málið dautt -þannig að greinin veiti eingöngu -málsskotsrétt.

-----------------------------

66. gr.
Þingmál að frumkvæði kjósenda.
Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.
Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram
gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði, svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.
Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því
málið hefur verið afhent Alþingi.

-----------------------------

Ég mundi að auki leggja til þá breytingu við 67. gr. -hún væri færð inn í núverandi stjórnarskrá, að takmörkun sem snýr að -þjóðréttarskuldbindingum- verði afnumin. En ég lít svo á að ef e-h er, sé það þjóðinni sérlega mikilvægt að hafa stöðvunarvald um þjóðréttarlega gildandi skuldbindingar. Því slíkar skuldbindingar -geta bundið alla þjóðina um aldur of æfi. Það getur þess vegna, falið í sér -skuldsetningar skuldbindingu, sbr. Icesave.

-----------------------------

67. gr.
Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt
ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að
krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr.
Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um
form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis, svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.

-----------------------------

Ég er að tala um -stjórnarskrárbreytingu - - ekki um samþykki -Tillögu Stjórnlagaráðs- sem heild.

En ég held að vel sé unnt að ná fram samstöðu um þessi tilteknu ákvæði - - þannig afnema þá ásökun frá þjóðfélaginu að Alþingi og nánar tiltekið ríkisstjórnarflokkarnir -standi á móti lýðræðinu.

  1. Mjög líklega verður að auki, þrýst á um að -eignaréttarákvæði tillögu Stjórnlagaráðs, verði að auki sett inn í stjórnarskrána.
  2. Það verður sjálfsagt ekki vikist undan því, að a.m.k. ræða breytingu á núverandi eignarréttarákvæði Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

En ef tekið væri á öllum þessum atriðum - - þá ætti fylgissveifla Pírata að líða hjá.

Enda kem ég ekki auga á nokkur önnur stór mál sem þeir halda á lofti.

 

Niðurstaða

Stjórnarflokkarnir þurfa að átta sig á því að fylgissveifla Pírata er raunveruleg ógnun. Besta leiðin til þess að glíma við -ógn af þessu tagi. Er sögulega sú, að -stela þeim málum sem flokkur sem sækir fram fylgislega heldur hvað mest á lofti. Stjórnarflokkarnir eiga einfaldlega sjálfir -að standa fyrir ofangreindum lýðræðisumbótum.

Þá sofnar sú ásökun góðum svefni að þeir séu andlýðræðislegir.

Það ætti einnig að endurreisa -traust á þingræðinu- að veita almenningi stöðvunarvald skv. 65. gr. tillögu Stjórnlagaráðs.

En um leið og almenningur hefur stöðvunarvaldið með þannig formlegum hætti, þá hefur almenningur ekki lengur ástæðu til þess mikla vantrausts sem í dag virðist til staðar gagnvart Alþingi.

Með 15% viðmiði, ættu þjóðaratkvæðagreiðslur -ekkert að verða of tíðar. En hafandi í huga að í þau 3-skipti sem hefur verið með vel-heppnuðum hætti skorað á Forseta Íslands. Þá er 15% viðmið ekki of hátt!

 

Kv.


Verðþróun rúbblunnar á þessu ári - krystallar hraklega stjórnun Pútíns á Rússlandi

Sjálfsagt kemur þetta einhverjum á óvart -að ég haldi þessu fram. En til að halda staðreyndum á hreinu - - þá hefur rúbblan risið um 36% gagnvart Dollar síðan í febrúar. Það þíðir að Rúbblan hefur verið einn af þeim gjaldmiðlum sem staðið hefur sig hvað best á þessu ári.

  • Á hinn bóginn, þá er rétt að benda á að 26. júní 2014 var Rrúbblan í 0,3 gagnvart Dollar, berum það við 0,01942 staða Rúbblunnar nú miðað við Dollar; þá fæst heildargengisfall upp á 35% - - heimild: XE Currency Charts (RUB/USD)

Skv. frétt Financial Times: Russian central bank cuts interest rates as rouble rallies

  • Verðbólga 16,5% skv. nýlegri mælingu.
  • Seðlabanki Rússlands, var að lækka stýrivexti í 12,5%.
  • Reiknað er með efnahagssamdrætti milli 3-4% í ár.

Ris Rúbblunnar á þessu ári, virðist sennilega standa í samhengi við - - hækkun olíuverðs á þessu ári, en olíuverð hefur hækkað aftur í 66 Dollara fatið.

Lægst fór "Brent-Crude" rétt niður fyrir 50 Dollara.

The fast appreciation of the rouble that we saw, linked to the sharp upswing in the price of oil by 30 per cent — that’s over,

Það sem þetta sýnir fram á, er hve háð Rússland er olíuverði

Þetta minnir mann á þann tíma, þegar íslenska krónan sveiflaðist í takt við -fiskverð.

  1. En það blasir við, að stærstum hluta má útskýra lækkun gengis Rúbblunnar -sem mest varð rúmlega 50%.
  2. Með rúmlega 50% lækkun heimsverðs á olíu.
  3. Á þessu ári, hefur olíuverð - - rétt við sér í 66 Dollara eða ca. 30% miðað við lægstu stöðu.
  4. Og viti menn - - Rúbblan réttir við sér um 36%.
  • Það getur bent til þess, að gengið hafi undirskotið aðeins.

Það búa ca. 144 milljón manns í Rússlandi.

  • Þ.e. áhugaverður árangur - að svo stórt land sé enn með svo einhæft hagkerfi.

Það má sennilega fullkomlega útskýra - tímabil velmegunar sem hefur verið í Rússlandi um rúman áratug, sem margir eigna Pútín.

Með þróun olíuverðs - en það var lágt um tíma rétt áður en Pútín tók við, Rússland lenti í vandræðum með erlendar skuldir rétt fyrir 2000. Akkúrat þegar olíuverð fór snögglega niður.

Pútín hefur verið ríkjandi í Rússlandi öll ár þessarar aldar.

  1. Frá og með 2003 -varð olíuverð mjög hátt. En það ár hófst innrás Bandar. í Írak.
  2. Það hélst hátt, til júníloka ca. á sl. ári.
  • Þetta er akkúrat það velmegunartímabil, sem eignað hefur verið Pútín.

Svo hvað gerði Pútín - - sem hefur verið svo gott?

Ég kem ekki auga á það!

Samanborið við Boris Yeltsin, á árum Yeltsin var Rússland einnig jafn háð olíu, en a.m.k. var verulegt frelsi í Rússlandi á þeim árum. Fólk þurfti ekki að hræðast að segja skoðanir sínar opinberlega, hvorki í ræðu né riti.

Ég eiginlega kem ekki auga á það - - hvað er betra í tíð Pútíns.

Það að Rússland er svo gríðarlega háð olíu, með sama hætti og áður - - er að sjálfsögðu gríðarlegur áfellisdómur yfir þeim manni sem stjórnað hefur Rússlandi, nægilega lengi til þess að unnt hefði verið að framkvæma miklar breytingar til batnaðar.

En þær breytingar virðast ekki hafa verið framkvæmdar.

  • Þó að fyrirtæki sem voru -einkavædd gjarnan undir grunasamlegum kringumstæðum í tíð Yeltsin, hafi verið -tekin til baka.
  • Þá fæ ég ekki séð, að betra hafi tekið við, Pútín virðist einfaldlega hafa -afhent þau til hans eigin einkavina, þ.e. þó þau séu -eign ríkisins- þá stjórna einkavinir hans þeim, sem þau væru þeirra eign. Þetta minnir dálítið á ráðdeild Robert Mugabe í Zimbabve, án gríns.

Þannig, að í stað -spylltra einkafyrirtækja.

Komu, jafn spillt eða jafnvel spilltari, ríkisfyrirtæki.

Það hve góðan aðgang þeir aðilar virðast hafa að -almannasjóðum- grunar mig, að í raun og veru, geri þeirra aðstöðu enn betri- til þess að ræna almenning.

  • Ekkert hafi í raun og veru batnað.
  • Meginbreytingin virðist vera, að landið sé aftur orðið -ófrjáls.

 

Niðurstaða

Ég held að sú lotning sem margir bera fyrir Pútín -sé stórfellt misskilin. Hann hafi í raun og veru gersamlega brugðist sinni þjóð sem leiðtogi. Eiginlega ef e-h er, sé hann verri leiðtogi en Yeltsin.

 

Kv.


Der Spiegel tók viðtal við Alexander Zakharchenko, leiðtoga svokallaðs - Donetsk Peoples Republic

Mér virðist alls enginn vafi á því, að stjórnendur -svæða í uppreisn- í Donetsk, eru hættulegir öfgamenn. En það má tína nokkur atriði til - til að styðja slíka ályktun.

  1. En í fyrsta lag vek ég athygli á því að þeir skuli velja að nefna sitt -stjórnunarsvæði- "Peoples Republic" en kommúnistaríkin nefndu sig ávalt "alþýðulýðveldi."
  2. Í öðru lagi, þá nefnist þing þess hluta Donetsk héraðs, sem -uppreisnarmenn ráða- "Supreme Soviet." En til þess að menn skilji tenginguna, þá var það akkúrat nafnið á þingi "Sovétríkjanna sálugu." Það skemmtilega er, að NYtimes á sl. ári, tók viðtal við forseta þessa þings, og hann fór ekki leynt með að vera aðdáandi Sovétríkjanna sálugu: Rebels in Eastern Ukraine Dream of Reviving Soviet Heyday
  3. Að auki, hefur NYtimes vakið athygli á öðru atriði -hvernig uppreisnarmenn eru að endurskrifa sögu Úkraínu- : Ukraine Separatists Rewrite History of 1930s Famine. Það virðist alveg ljóst - hvaða fyrirmyndarríkis þessir uppreisnarmenn horfa til. En t.d. í umfjöllun um -Stalínstímann- virðist fjallað mjög -ljósrauðum hætti- um uppbyggingu vísinda og tækni, alveg skautað framhjá -hreinsunum stalíns- sem drápu milljónir manna, og þegar fjallað er um -hungursneyðina- í Úkraínu, sem drap óþekktan fj. Úkraínumanna, a.m.k. meira en milljón - er talað um það sem hluta af atburðarás sem skók öll Sovétríkin, þó að engin hungursneyð hafi verið utan Úkraínu. Það er með öðrum orðum -allt neikvætt um Sovéttímann fjarlægt- það virðist ekki mega vera neitt neikvætt í sögunni sem börnunum er kennd, sem má tengja Rússlandi. Igor V. Kostenok - menntamálaráðherra uppreisnarmanna, er ekkert að fara í felur með það, að með hinum nýja sagnfræðitexta eigi að -þurrka út sérstaka úkraínska þjóðarvitund- og treysta bönd fólksins sem býr á svæðinu og Rússlands.
  4. Það má nefna eitt til, að fyrr á þessu ári var Der Spiegel með merkilegt viðtal við fyrrum varnarmálaráðherra uppreisnarmanna í Donetsk. Viðtalið tekið í Moskvu, og hann var ekkert feiminn - að viðurkenna eitt og annað, í örygginu í Moskvu: : The Man Who Started the War in Ukraine. "In eastern Ukraine, Strelkov handed down death sentences on his own, citing a World War II decree issued by the Soviets in the summer of 1941 following the German invasion." - - > Sem er ekkert annað en viðurkenning á skipulögðum morðum án dóms og laga, einmitt skv. fyrirmynd Stalíns. Annað atriði - "He is among those powers who believe that Putin is not acting decisively enough in eastern Ukraine..." - ""Why didn't we destroy the Ukrainian army back in September?" Strelkov asks." - - > Hverjir eru "við"? Ath. - hann er í Moskvu er hann segir þetta. Þetta hljómar sem bein viðurkenning á því að rússn. her hafi verið þarna á svæðinu.
  • Punkturinn er sá, að Sovétríkin stunduðu einmitt grimmt, að endurskrifa söguna.
  • Uppreisnarmenn, virðast bersýnilega vera, að byggja upp sitt sjálfsstjórnarsvæði, með Sövétríkin sálugu, sem fyrirmynd í einu og öllu.

Það er afar erfitt að ímyndar sér, að þessi maður raunverulega ráði!

Alexander Zakharchenko -'We Are Not Citizens of Ukraine'

En ef hann raunverulega ræður einhverju - virðast friðarlíkur engar með hann við stjórnvölinn.

  • Hann viðurkennir að hafa ekki - - dregið til baka "þungavopn" eins og vopnahléssamkomulag kveður á um.

Zakharchenko: ...And Kiev is not withdrawing its heavy weapons.

SPIEGEL: You haven't done so, either.

Zakharchenko: I can tell you why. If we withdraw our weapons and the other side fires at us, we have to respond. That's logical, isn't it? And that's why the heavy weapons are returning to their old positions.

  • Síðan viðurkennir hann að stríðið muni halda áfram, að hann hætti ekki - fyrr en hann ráði öllu héraðinu - en í dag ræður hann ca. helming þess.

SPIEGEL: So the war is continuing.

Zakharchenko: Because Kiev is illegally occupying part of our territory. We define "our territory" as the entire Donetsk region, within the borders that previously made it part of Ukraine.

SPIEGEL: It doesn't appear that you will be able to reach a political compromise with Kiev. President Petro Poroshenko describes the People's Republics of Donetsk and Luhansk as "occupied territory." You are now threatening to take over Mariupol and Kharkiv.

Zakharchenko: I have always said that the Donetsk People's Republic is comprised of the entire former Donetsk region. We see any part that is not in our hands yet as being illegally occupied. Kharkiv isn't part of that.

SPIEGEL: The borders of the old Donetsk region are still too far away for you.

Zakharchenko: What do you mean by far? It's only 120 kilometers.

SPIEGEL: How do you intend to capture this additional territory?

Zakharchenko: The faster, the better. And by peaceful means, if possible.

  • Það þarf vart að taka fram, að stórfellt ólíklegt er -að stjv. í Kíev samþykki að eftirláta restina af héraðinu, friðsamlega.
  • Skv. samkomulaginu á að halda kosningar í héraðinu öllu, ef marka má orð hans í restinni af viðtalinu virðist ljóst -að ómögulegt verði að skilgreina kjörskrá svo allir séu sammála.
  • Þá fara engar kosningar fram, sem sennilega hentar -kommúnistum.

Miðað við það að tíðni vopnahlésbrota far vaxandi - - eru vísbendingar um að stríðinu verði sennilega fram haldið að nýju á þessu vori.

En þau brot eru nærri borginni Kharkiv og borginni Mariupol. En taka seinni borgarinnar, mundi veita svæði uppeisnarmanna -hafnarborg.

En erfitt að sjá að sú borg verði tekin án mikils blóðbaðs. Vegna íbúasamsetningar er virðist ca. 50/50 rússn. og Úkraínumenn. Sjá mátti myndir sl. sumar - - er borgarar þeirrar borgar aðstoðuðu úkraínska herinn, við gerð varnarvíga.

------------------------

Svo nefnir Spiegel atriði sem ég hafði ekki heyrt um áður, þ.e. -vitnisburð rússn. hermanns sem viðurkenndi að hafa barist ásamt skriðdrekasveit sinni í A-Úkraínu.

Prófið sjálf netleit - "Dorzhi Batomunkuyev interview"

Hlekkur á viðtalið á rússnesku: explosive interview. Hlekkur á enska þýðinguEnglish.

Hlekkur á greiningu áhugaverðs nethóps á viðtalinu og upplýsingum sem þeim hefur tekist að verða sér úti um - til að styðja vitnisburð hermannsins: How These Adorable Puppies Exposed Russian Involvement in Ukraine. Mér finnst greining þeirra sannfærandi. gggg

------------------------

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður sagt, er merkileg sú hjörð öfgamanna sem ræður ríkjum í -Alþýðulýðveldi Donetsk. Spurning þó hve miklu þeir ráða í reynd -þ.s. rússn. stjv. augljóslega þurfa að halda svæðinu uppi með -fjárframlögum. Og borga því mjög sennilega laun þeirra allra, fyrir utan að útvega vopn.

Vanalega ef þ.e. svo að þú ert gersamlega háður einum aðila - - þá stjórnar sá aðili sem þú ert gersamlega háður, því hvað þú gerir.

Mér finnst þetta mál minna mig einna helst á aðgerð sem Ronald Reagan stóð fyrir á 9. áratugnum, er hann -stofnaði svokallaðar Contra sveitir. Hægri sinnaðir skæruliðar, er börðust þá gegn -vinstri sinnaðri stjórn Sandinista hreyfingarinnar í Nicaragua.

Það var alltaf alveg ljóst að ríkisstj. Bandar. bjó þá hreyfingu til - á hinn bóginn fóru bandar. stjv. aldrei sérlega leynt með það atriði. Þetta fór fram fyrir opnum tjöldum.

Í því felst ef til vill -meginmunurinn- að Pútín neitar að kannast við það að vera hinn raunverulegi stjórnandi -uppreisnarmanna.

 

Kv.


Alþjóðleg hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af ástandi íbúa Yemen

Á þriðjudag varð einn -lítill atburður- sem sínir hvað erfitt er orðið að koma hjálpargögnum til landsins, þegar saudi arabískar orrustuvélar sprengdu upp flugbrautir flugvallarins í Sana höfuðborg landsins, til þess að koma í veg fyrir lendingu vélar frá Íran - - sem að sögn Írana flutti hjálpargögn, og að sögn aðila í Sana átti að flytja þaðan særða til Írans.

Þ.e. sjálfsagt ekkert unnt að fullyrða um sannleiksgildi þess, hvort að vélin flutti hjálpargögn eða ekki, eða hvort hún átti að flytja hópa af særðum frá Sana - - en þ.e. ekkert sem segir með óhyggjandi hætti að svo hafi ekki verið.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Yemen.gif

Fréttir af þessum atburði mátti finna í nokkrum fjölmiðlum, með -netleit- t.d:

Saudis pound arms depots in Yemen as bread, medicine run short

Russia Totay var einnig - videóið sem fylgir þeirri frétt er áhugavert:

Saudi Arabia bombs Yemen runway ‘to stop Iranian flight landing’ (VIDEO)

Ég gat einnig fundið það á Youtube - rétt að nefna að eyðilagða vélin er ekki vél íranska flugfélagsins sem sneri við þegar ljóst var að sprengjum hafði verið varpað á flugbrautina.

Skv. annarri frétt, var eyðilagða vélin í eigu Yemensks flugfélags:

Saudi-Led Coalition Bombs Airport In Yemen's Sanaa To Stop Iran Plane Landing

Hafnbannið, sem floti Saudi Arabíu hefur sett á landið, og síðan flugbannssvæðið sem flugher Saudi Arabíu viðheldur - - veldur því að nær ómögulegt er að koma matvælum og hjálpargögnum til landsins.

Vandinn er ekki síst, skortur á upplýsingum - því menn komast ekki heldur þangað, til að kanna aðstæður, og yfirlýsingum ráðamanna í Sana er að því er virðist -sjálfvirkt- hafnað af stjórnvöldum og herjum arabalandanna sem styðja Saudi Arabíu.

Ótti SÞ og Rauða Krossins, að alvarlegur mannlegur harmleikur sé í uppsiglingu, styðst því við reynslu þeirra aðila, af öðrum stríðsátökum.

Að það virðist -óhjákvæmilegt- að stöðugar árásir, hafnbann/flugbann, ásamt hörðum stríðsátökum milli stríðandi fylkinga - - > geti skapað útbreidda hungursneyð í landinu.

  • Saudi Arabar virðast staðráðnir að -heimila- ekki lendingar á flugvöllum, sem andstæðingar Saudi Araba í Yemen - ráða yfir. Þá þar á meðal, til Sana.
  • Það væntanlega þíðir einnig, að ekki er unnt að lenda í Aden.
  1. Það gæti stefnt í að -þetta fari að líkjast þeirri hertækni sem Assad beitir uppreisnarmenn í Sýrlandi.
  2. En hann hefur ekki síst beitt -hungri- gegn þeim. Með því að hindra með öllum tiltækum ráðum matvælaflutninga til svæða undir stjórn uppreisnarmanna.

Menn hafa ekki hingað til - - talið stríðsaðferðir Assads til eftirbreytni.

Vandinn er sá, að við erum að tala um allt að 12 milljón manns sem búa á svæðum þ.s. stríðandi fylkingar berjast, eða eru undir yfirráðum þeirra fylkinga sem Saudi Arabar hafa líst yfir -stríði gegn.

Svo að ef Saudi Arabar -eru að vísvitandi að beita fyrir vagn sinn- hungurvofunni, gæti sú aðferð leitt til eins mesta mannlega harmleiks sem sögur fara af.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta sérlega ljót atburðarás að verða vitni af. Að auðugasta landið í arabaheiminum, sé að ráðast að -fátækasta landinu í arabaheiminum. Með því að beita hafn- og flugbanni, þá virðist blasa við að þegar við bætum í kokteilinn -hörðum bardögum milli stíðandi fylkinga, sem enn standa yfir. Að þá geti orðið gríðarlega alvarlegur mannlegur harmleikur í landinu Yemen, ef utanaðkomandi öfl - - gera ekki nægilega mikið til þess, að þrýsta á þá sem -eru þáttakendur í átökum- að tryggja að matvælasendingar geti borist til landsins, og síðan til almennings.

 

Kv.


David Cameron virðist hafa skorið herafla Breta það mikið niður, að ólíklegt virðist að Bretland taki þátt í hernaðarævintýrum á næstunni

Þetta virðist -mikill niðurskurður- sumir tala um mesta minnkun herafla Bretlands síðan á fyrri hl. 4 áratugarins. Eitt það merkilegasta í þessu er -hve lítill breski flotinn er orðinn eða skv. frétt einungis 19 yfirborðsherskip. Það gerir hann t.d. að dverg miðað við þann flota sem Thathcer hafði til umráða. Þíðir að breski flotinn -gæti ekki endurtekið herför þá sem farin var, þegar breski herinn og flotinn, tók aftur Falklandseyjar á sínum tíma eftir innrás Argentínumanna.

Queen Elisabeth - er óneitanlega glæsilegt hátæknifley!

HMS Queen Elizabeth in Rosyth Dockyard MOD 45158230.jpg

  • Nýlega var tekið í notkun nýtt flugmóðurskip, Queen Elizabeth: Með svo fáum yfirborðs skipum, þá hefur breski flotinn einungis getu til að tryggja vernd eins flugmóðurskips úti á opnu hafi. Og Breski flotinn er með annað í smíðum, Prince of Wales.
  • En breski flotinn á ekki lengur -þær langfleygu eftirlitsvélar sem hann áður fyrr notaði, þ.e. Nimrod var tekin úr notkun í sparnaðarskyni, án þess að nýjar vélar væru keyptar. Þannig að þá á flotinn ekki lengur -vélar- sem geta sveimað yfir hafinu klukkustundum saman, og haft eftirlit í víðan hring um meginflotann. Þetta er augljós galli - ef beita á flotanum utan við það svæði sem flugvélar frá Bretlandseyjum sjálfum ná yfir.
  • Að auki, í sparnaðarskyni, voru Harrier flugsveitirnar lagðar niður, en það þíðir að flotinn á engar orrustuflugsveitir, þarf þá að þjálfa nýjar. Að auki á hann engar orrustuvélar, þarf að kaupa nýjar. Þá er babb, að framleiðsla þeirra véla sem fyrirhugað er að nota -er ekki hafin. Þetta skapar óneitanlega einstakt ástand í sögu breska flotans á seinni tímum.

Það sem blasir við, að þó svo að á endanum verði hinar sérhæfðu F35 vélar framleiddar, sem eiga að geta hafið sig á loft -lóðrétt- og lent aftur -lóðrétt- sem stendur til að nota; framleiddar.

Þá virðist þessi floti ekki hafa neina getu til að beita sér -utan N-Atlantshafssvæðisins, eða svæðisins nærri Bretlandseyjum.

Hann virðist orðinn að -hreinum- varnarflota.

Þ.e. alveg nýtt, að David Cameron -virðist vera að gefa upp á bátinn, þá getu sem Bretland hefur svo lengi viðhaldið, að geta beitt herafla sínum -langt utan eigin landamæra.

  • Annaðhvort þarf að fjölga yfirborðs skipum, svo að unnt sé að halda uppi 2-flotum með flugmóðurskipi sem kjarna.
  • Eða að nota þau til skiptis!

Svo er verið að rífast um endurnýjun - kjarnorkueldflaugakafbátaflota Breta. Sem er að komast til ára sinna, og mun kosta slatta að skipta um.

Sumir vilja meina, að fyrst að svo virðist stefni í að breski heraflinn verði fyrst og fremst, varnarherafli -sé engin ástæða lengur til að viðhalda kjarnorkueldflaugakafbátum.

  • En eins og nú er ástatt um heraflann, þá væri hann ekki heldur fær um að endurtaka þ.s. Tony Blair gerði, er hann sendi fjölmennan breskan her til innrásar í Írak.

Britain’s Drift From the Global Stage Becomes an Election Issue

Britain retreats

MPs urge review on cost of second aircraft carrier

 

Niðurstaða

Það sem er að auki áhugavert við Bretland -undanfarið- er að stóru málin sem voru að skekja þar, snerust um kosningarnar í Skotlandi um hugsanlegt sjálfstæði. Og síðan rifrildið innan Bretlands um Evrópusambandið.

Öryggismál - utanríkismál - meira að segja stríðið í A-Úkraínu; hafa ekki fengið nærri því sambærilegan sess í þjóðfélagsumræðunni.

Það sé með öðrum orðum -eins og að loksins hafi Bretland yfirgefið sína gömlu stórveldis drauma. Sé nú orðið að því sem Bretland raunverulega er -miðlungs veldi- í N-Evrópu.

Áhersla ríkisstjórnarinnar hefur verið á -viðskipti. Það er eins og að -hernaðarmáttur skipti núverandi ríkisstjórn mun minna máli en þær fyrri.

Það er áhugavert -að það sé ríkisstjórn undir forsæti Íhaldsflokksins, sem leiði þessa tilteknu stefnubreytingu -og síðan áhugavert að háværustu gagnrýnendur niðurskurðar heraflans séu þingmenn og leiðtogi Verkamannaflokksins.

Þ.e. af sem áður var!

 

Kv.


Bandarískir fjárfestar virðast í vaxandi mæli blóðmjólka fyrirtækin af fjármagni

Þetta mátti lesa út úr áhugaverðri grein í Financial Times, eftir Edward Luce: US share buybacks loot the future.

En það virðist fara hratt vaxandi - að fyrirtæki kaupi aftur til baka hluti í eigu hluthafa, sem gjarnan virðist leiða til þess að -hluthafar enda með rýkulegan arð.

Þetta gerist í -umhverfi, þegar -arðsemi fyrirtækja, er almennt enn slök.

  • Mikið af þessu, virðist fjármagnað -með lántökum.

"A large chunk of the buybacks are funded by corporate bonds issued at historically low interest rates."

  • Svo virðist einnig dæmi um að fyrirtæki -selji eignir til að fjármagna slík endurkaup.

"...General Electric, which recently announced it would sell off its non-industrial businesses...Yet its disposals will in the first instance help fund a $50bn share buyback."

  • Á síðasta ári vörðu fyrirtæki á skrá hjá Standards&Poors 95% af sínum hagnaði i endurkaup.

"Last year, the S&P 500 companies spent 95 per cent of their operating margins on their own shares or in dividend payouts."

  • Miðað við upphaf þessa árs, gæti stefnt í að -endurkaup, fari upp í rúmlega 100% af hagnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum að meðaltali.

"To judge by the activity since January, buybacks are on course to exceed 100 per cent of profits in 2015."

 

Skv. þessu, þá streymir fjármagn út úr fyrirtækjum - og stefnir í að á þessu ári streymi meir út úr þeim, en inn í þau

Þannig að í stað þess, að fyrirtæki á markaðí - sæki sér fé til fjárfesta. Séu fjárfestar að sækja sér -nettó- fé til fyrirtækja.

Mér finnst það merkileg þróun, að nærri 100% af hagnaði fyrirtækja hafi á sl. ári verið greiddur úr - - til eigenda hluta.

Það þíðir að sjálfsögðu, að - - lítið af því fé sem til verður í fyrirtækinu, nýtist því til þess að fjármagna fjárfestingar, eða þá rannsóknir og þróun.

  1. Það má alveg velta því fyrir sér, hvort þessi þróun á sl. árum - - að sífellt hærra hlutfall hagnaðar, sé greiddur úr - - > Geti ekki a.m.k. að einhverju verulegu leiti, útskýrt af hverju hagvöxtur hefur verið tiltölulega lélegur seinni ár.
  2. En með því að taka til sín, svo hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja, eða á bilinu frá 90-100% eða jafnvel yfir 100%, þá er rökrétt að það dragi úr -nýungagyrni- fyrirtækja, þ.e. fjárfestingum í kostnaðarsama endurnýjun, eða rannsóknum, eða yfirtökum, eða stækkun umfangs rekstrar.
  • Það gæti einnig útskýrt a.m.k. að einhveru verulegu leiti, af hverju lífskjör hafa verið í stöðnun -seinni misseri í Bandaríkjunum.

En vöxtur fyrirtækja - og nýungagyrni þeirra, hafa verið sl. 100 ár eða svo, megin driffjöður hagvaxtar.

Og þar með, bættra lífskjara.

 

Það getur verið að ástæðan fyrir þessu, séu vaxandi áhrif fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli um að -ná til sín sem mestu fé úr fyrirtækjum

En það sé hugsanlegt að í dag, ráði slíkir sjóðir yfir það miklu hlutfalli heildar flæðandi fjármagns, sem flæði um markaðinn. Að þeir geti stjórnað hegðan fyrirtækja -meira að segja risa eins og General Electric.

 

Þess vegna dettur mér í hug sá möguleiki, að -hlutafélagamódelið gæti verið á leið á ruslahauga sögunnar

En -fjölskyldufyrirtækið- hefur ekkert horfið. Hlutafélagamódelið hefur verið ríkjandi sennilega sl. 100 ár eða svo. Án þess að fjölskyldufyrirtækjum hafi verið útrýmt.

Það áhugaverða ástand gæti skapast, vegna áhrifa fjárfestingasjóða -mig grunar að áhrif þeirra séu að baki þeirri þróun, að hlutafélög almennt í Bandar. séu að greiða út til hluthafa stöðugt vaxandi hlutfall hagnaðar.

  • Að fjölskyldufyrirtækið verði einfaldlega -skilvirkara form.
  • Vegna þess, að fjölskyldufyrirtækið verði betur hæft um að -ráða yfir sínu fjármagni.
  • Og þannig tryggja  -að nægileg fjármagn til innri vaxtar, og, til þess að fjármagna stækkun, og ekki síst -rannsóknir og þróun.

Áhrif fjárfestingasjóðanna, gæti þannig leitt til hnignunar hlutafélaga módelsins á nk. árum.

 

Niðurstaða

Hvað haldið þið, gæti það verið að framtíðin liggi í -fjölskyldufyrirtækinu? Vegna þess að tæknin geri það of auðvelt fyrir utanaðkomandi aðila, að beita hlutafélög þrýstingi til þess að greiða út það hátt hlutfall hagnaðar til hluthafa - - að samkeppnishæfni hlutafélaga þar með skaðist til lengri tíma litið?

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 871078

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband