Mun gengi krónunnar í framtíðinni miðast út frá þörfum ferðamennsku?

Vöxtur ferðamennsku hefur verið svo gríðarlegur seinni misseri, að á sl. ári virðist hafa það gerst -að ferðamennska varð sú atvinnugrein sem mestum gjaldeyristekjum skilar.

Miðað við að sú grein er enn í vexti, þá líklega þíðir það -að hagsmunir ferðamennsku munu vega þyngst, þegar kemur að togstreitu hér innanlands um mismundandi þarfir starfsgreina.

Líklegt virðist m.a. að þetta þíði, að sú krafa að sífellt fleiri svæðum verði lokað fyrir annarri nýtingu -en þeirri sem felst í nýtingu þeirra sem ferðamannasvæða- muni óhjákvæmilega vaxa - - þetta felur m.a. í sér, að hugmyndum um að hætta almennt öllum framkvæmdum sem geta hugsanlega skaðað hagsmuni ferðamennsku vex fiskur um hrygg - - -> Ég er að vísa til rifrildisins um það hvort að svæði skili meira af sér sem ferðamannasvæði, eða sem grunnur undir aðra starfsemi, þ.e. meiri raforka vs. friðun.

Líkur virðast á að - - > Ferðamennska vinni þetta rifrildi.

Vegna þess að vera orðin stærsta atvinnugreinin - - > Leiðir til þess að hún hefur mesta fjármagnaið, fyrir utan að auki -skaffa flest störf. Þá styður hvort tveggja í senn, það vaxandi fjármagn sem fyrirtæki í þeirri grein hafa hagsmuni þeirrar greinar, sem og að það starfsfólk sem starfar við þá grein samtímis hefur vaxandi vikt í þjóðfélagsumræðunni.

 

Af hverju segi ég að þessi þróun muni sennilega leiða til þess að gengi krónunnar miðist út frá þörfum ferðamennsku?

  1. Ferðamennska hefur mörgu leiti sama galla og sjávarútvegur, þá er ég að vísa til gengisþróunar, en sá galli er. - - > Að það verður takmörkunum háð, hve miklar launahækkanir greinin mun þola.
  2. Þannig að mér virðist líklegt, að háar prósentu launahækkanir í framtíðinni, muni skila - - > kröfu um gengislækkun, að sú krafa komi til að verða þyngri frá fyrirtækjum í ferðamennsku, nákvæmlega vegna þess að þar muni flestir starfa.
  • Hvaða galla vísa ég til?

Fiskur er seldur á almennan neytendamarkað í Evrópu, þar sem hann er keyptur af -venjulegu fólki- þá meina ég, venjulegu fjölskyldufólki sem þarf eins og íslenskt fjölskyldufólk að gæta sín í eyðslu í hverjum mánuði - - hefur takmarkaðann kaupmátt.

  1. Neysla á fiski er ekki leidd af -milljónamæringum- heldur dæmigerðum -almenningi- sem þarf að velta hverri -evru- af sínm launum.
  2. Ef fiskur verður dýrari en svo, að það ágæta fólk treysti sér til að kaupa hann - - > Þá kaupir það ágæta fólk, einhver önnur matvæli - - > En þ.e. nóg framboð þarna úti af einhverju öðru nmatvælakyns, sem það hefur úr að velja. Jafnvel þó það -kjósi fisk- þá kýs það hann -ekki á hvaða verði sem er.
  3. Ef Íslendingar verðleggja sig yfir það verð sem -markaðurinn þolir- þá minnkar markaðshlutdeild Íslendinga; sjávarútvegurinn verður fyrir tjóni, sala minnkar og tekjur einnig.
  4. Klassískt sögulega séð, kallar slíkt ástand á -gengisfellngu, til að redda greininni.

 

Málið er, að mér virðist -rökrétt- að ætla að ferðamennska hafi sömu eiginleika?

  1. En það sama fylgir, að viðskiptavinir Ísendinga eru -venjulegt fjölskyldufólk- og það hefur -takmarkaðan kaupmátt- þ.e. eru ekki milljónamæringar, heldur þarf að -velta hverri- evru eða dollar eða pundi eða jeni - - sem það hefur í laun.
  2. Það þíðir, að þ.e. takmörkunum háð -hversu dýrt frýið á Íslandi getur verið- áður en þetta góða fólk; mun neyðast til að unnvörpum afpanta ferðir hingað.
  3. Eins og hefur gjarnan gerst með sjávarútveg, þá getur -hnignunin verið hröð- um leið og sú stund birtist, að Ísland er að verðleggja sig yfir þ.s. markaðurinn þolir.
  • Ég held það sé alveg óhjákvæmilegt að þetta muni gerast.
  • Get á hinn bóginn ekki sagt -akkúrat hvenær- þ.s. ég þekki ekki hvar þessi sársaukamörk liggja.
  • Er einungis viss um, að slík sársaukamörk eru til staðar.
  • Og að -hröð launaþróun hérlendis- sé líklegust til að leiða það fram, að Ísland rekist á þau sársaukamörk.

En sögulega séð, þegar þ.e. uppsveifla í launum á Íslandi, þá hefur alltaf -þá meina ég án nokkurra undantekninga, þau ár sem sjávarútvegur hefur verið megin atvinnugrein- sú stund komið á einhverjum enda, að gengi hefur verið fellt.

  1. Það sé þá fyrst og fremst spurningin, hvaða atvinnugrein mun -æpa hæst.
  2. En kannski ekki síður, óp hvaða atvinnugreinar, fái mesta áheyrn.
  • Rökrétt virðist mér, að óp þeirrar atvinnugreinar fái mesta áheyrn, sem skaffi flest störf og mestar útflutningstekjur.

 

Athygli beinist auðvitað að miklum launahækkunum framundan nú í þessu samfélagi

Ísland hefur aldrei hingað til, upplifað samdrátt í hinni nýju megin grein, ferðamennsku.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að þær verulegu launahækkanir sem eru í farvatninu á þessu ári, séu nægilega miklar vöxtum -að þær leiði til þess, að Ísland verði of dýrt sem ferðamannaland.

Ef það gerist, þá mun væntanlega -sagan með sjávarútveginn á árum árum endurtaka sig- þ.e. skýr merki um samdrátt í grein, muni leiða til -ákalls um gengislækkun, svo að störfum verði bjargað, og ekki síst -skuldugum fyrirtækjum innan greinarinnar bjargað frá þroti.

  1. Mig grunar að -fyrsta sinn þegar þetta gerist.
  2. Að ferðamennska leiðir kröfur um -gengislækkun.
  3. Þá verði það -töluverður "eye opener" fyrir marga.

Það verður líka spurning þá, hvaða flokkar munu æpa mest, með hagsmunum greinarinnar.

En það gæti farið eftir því, hvaða flokkar eða flokkur, hafa/hefur spyrt sig hvað mest við hagsmuni ferðamennsku.

 

Niðurstaða

Ég held að sú launahækkana bylgja sem er framundan, geti orðið mjög forvitnileg. En það sem er nýtt í dag, er að -nú er það ekki sjávarútvegur sem er stærsta gjaldeyris skapandi greinin. Heldur hefur ferðamennska tekið yfir það hlutverk.

  1. Ég spái því, að ferðamennska muni eins og sjávarútvegur árum áður, berjast fyrir sínum hagsmunum.
  2. Og það að ferðamennska sé orðin stærst, leiði það fram -að hennar hagsmunir verði fremur drottnandi.
  • Lágt gengi krónu, verði meðal þeirra hagsmuna.
  • Það gæti meira en verið, að í því -fari saman hagsmunir greinanna tveggja, þ.e. ferðamennsku og sjávarútvegs.

Vegna þess að báðar greinar séu háðar þeim sömu annmörkum.

Að kaupendur þess sem þær greinar selja, eru ekki -auðugt fólk.

Og samtímis, að sá kaupendahópur, hefur aðra valkosti.

Það þíðir -grunar mig- að ferðamennska verði ekki síður líkleg til að -krefjast gengislækkana í framtíðinni- heldur en hefur gilt um sjávarútveg.

Ég ætla ekki að fullyrða að sú stund sé upp að renna. En bendi þó á það sem möguleika, að það geti orðið -kröfur ferðamennsku- sem verði hvað háværastar um það að lækka gengið.

Kannski snemma á nk. ári, en þá ættu að liggja fyrir -tölur yfir pantanir ferðamanna um ferðir til Íslands sumarið 2016. Ef þá blasir við -samdráttur. Gæti krafan um gengislækkun orðið stíf.

  1. Þegar það hefur gerst, að gengið sé lækkað til að þjóna þörfum ferðamennsku.
  2. Þá grunar mig, að það muni hafa töluverð áhrif á viðhorf til greinarinnar.
  3. Og hugsanlega orðið aftur mögulegt, að taka að nýju upp þá umræðu -hvers konar atvinnu uppbyggingu til framtíðar, Íslendingar vilja- ég er að sjálfsögðu að vísa til stóryðju umræðunnar.
  4. En mín skoðun er sú, að einungis framleiðslugreinar geti í framtíðinni skaffað Íslendingum þau laun sem Íslendingar vilja hafa.
  • Ef Íslendingar vilja ekki vera "láglaunaþjóð" þurfi að byggja upp greinar, sem geta borgað há laun. Svo einfalt sé þetta!
  • Það verður einungis gert með þeim hætti, að -verðmætið að baki hverju starfi sé það mikið- að grundvöllur skapist fyrir þau háu laun.
  • Þá þarf sú vara sem er framleidd að vera nægilega verðmæt.

Eins og ég hef áður nefnt. Vil ég að Ísland stefni í þá átt -að verða iðnríki. Þ.s. byggt verði ofan á núverandi álframleiðslu, framleiðsla á varningu úr áli. Að fá hingað framleiðslu á sólarhlöðum úr kísil, og flr. verksmiðjur sem framleiða úr kísil. Getur haft mjög öflug samlegðar áhrif með framleiðslu tækja og búnaðar á grunni áls. En þá gæti t.d. tæki haft sólarhlöðu framleidda hér og að auki tölvubúnað með móðurborð framleiddur úr ísl. kísil.

 

Kv.


ISIS virðist hafa unnið stórsigur í Írak, samtímis því að ISIS sækir fram innan Sýrlands

Skv. fréttum virðist ISIS hafa tekið borgina -Ramadi- höfuðborg svokallaðs Anbar héraðs. Skv. Wikipedia var skráð íbúatala Ramadi 483þ. 2004 -þeir geta verið verulega færri í dag. Eftir að ISIS hélt borginni í herkví mánuðum saman - - virðist líklegt að margir séu flúnir.

Isis drives Iraqi troops out of stronghold to strengthen its grip on Ramadi

ISIS Fighters Seize Government Headquarters in Ramadi, Iraq

"It would also mark a significant defeat for Iraqi forces, who had allied with several powerful Sunni tribes in a bid to defend Ramadi and stop Isis from taking control of the highways west to Syria and Jordan, as well as the water supply to southern Iraq which is regulated by a dam on the Euphrates river that runs through the city."

Mig grunar, að það sem fram kemur í rauðlitaða textanum að ofan sé lykilatriðið. Í landi sem er -eyðimörk- fyrir utan þau svæði sem eru vökvuð af hinum forn frægu ám -Efrat og Tígris.

Þá er að sjálfsögðu, það algert lykilatiði -að stjórna vatnsveitum.

  1. Ef marka má kortið þá rennur Efrat í gegnum Ramadi.
  2. Allt fyrir sunnan er neðan stíflu.

Þ.e. auðvitað samt sem áður, takmörkunum háð -hve miklu vatni er unnt að safna fyrir ofan stíflu, á við allar stíflur.

En það virðist blasa við, að sterkar líkur séu á að -ISIS- notfæri sér með einhverjum hætti samt sem áður, að stjórna flæði í gegnum stífluna sem liggur um borgina Ramadi.

Tæknilega, væri unnt að framkvæma stórfellt hryðjuverk -með því að safna vatni fyrst ofan stíflu, síðan að sprengja hana.

Á hinn bóginn - - hefur reynslan af ISIS hingað til verið sú - -> Að ISIS gjarnan velur að þvinga fé út úr andstæðingum, ef ISIS hefur aðstöðu til þess.

ISIS gæti því frekar valið, að pína stjv. í -Bagdad- til að greiða ISIS háar fjárhæðir, fyrir að -valda ekki truflunum á vatnsfæði.

En t.d. innan Sýrlands, hefur ISIS selt stjv. í Damascus olíu úr olíulindum undir stjórn ISIS. Velur m.ö.o. að þiggja peninga, væntanlega svo ISIS geti aflað frekari vopna.

 

Niðurstaða

Framrás ISIS nú í Írak og Sýrlandi samtímis. Sýnir að ISIS er langt langt í frá sigrað afl. Þó að loftárásir hafi valdið samtökunum tjóni. Og að íraskir Kúrdar með aðstoð Bandar. hafi tekist, að taka aftur til baka landsvæði sem ISIS hafði tekið af íröskum Kúrdum.

Þá virðist samt sem áður fátt benda til þess, að stjv. í Bagdad séu líkleg til að -vinna sigur á ISIS á næstunni. Frekar en hitt, virðist að Bagdad þurfi að leggja áherslu á að halda því sem stjv. í Bagdad enn stjórna.

ISIS virðist hafa -öruggt tak á þeim svæðum í Írak, og Sýrlandi -sem samtökin stjórna.

Þar með er yfirlýsing samtakanna um stofnun -ríkis- ekki án trúverðugleika. Þ.e. þau ráða yfir landi - þau eru fær um að þvinga íbúa þeirra svæða til að hlíða þeirra boðum og bönnum.

Þó það ríki sé ekki formlega viðurkennt af nokkrum. Þá virðast rök fyrir að tala um ríki.

 

Kv.


Fátt virðist geta komið í veg fyrir að ISIS eyðileggi rústir Palmyra sem er á skrá UNESCO sem menningarverðmæti fyrir mannkyn allt

Upp á síðkastið virðist stjórnin í Damascus eiga í vök að verjast. En andstæðingar hennar meðal -uppreisnarmanna- virðast hafa sameinað krafta sína.

Síðan virðist -ISIS- einnig vera í sókn.

Ég hef heyrt að sveitir Damascus stjórnarinnar, eigi í vandræðum með -mannskap- í ár þ.e. mannfall sé farið að fækka í liði stjórnarinnar. Stjórnin eigi í vandræðum með að -útvega sér nýja liðsmenn til að fylla í skörð fallinna.

Hesbollah kvá hafa á móti -fjölgað í sínum sveitum innan Sýrlands upp í á bilinu 6-7þ.

  • Þetta sé samt skýr vísbending þess, að -bakland stjórnarinnar sé veikt.

Á þessu litla korti má sjá hvar innan Sýrlands rústir Palmyra eru

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bc/SyriaWWII_en.svg/300px-SyriaWWII_en.svg.png

Yfirlitsmynd yfir rústir Palmyra

File:Palmyra, view from Qalaat Ibn Maan, Temple of Bel and colonnaded axis.jpg

Ancient Ruins at Palmyra Are Endangered by ISIS Advance in Syria

Isis reaches gates of ancient Syrian city Palmyra, stoking fears of destruction

Hafandi í huga að liðssveitir Assad stjórnarinnar virðast í hnignun

Virðist fátt geta komið í veg fyrir -eyðileggingu rústa Palmyra. En þ.e. einmitt rökrétt afleiðing þess, að ef þ.e. rétt að liðssveitir Assads eiga í -mannaflavanda- að þá leiði frekara mannfall til -undanhalds.

M.ö.o. að liðssveitirnar hörfi í átt að þeim -kjarnasvæðum sem stjórnin verði að verja. Frekara mannfall, leiði til -frekara undanhalds.

  1. Nimrud.
  2. Nineve.
  3. Hatra.

Hafa þegar verið eyðilagðar af -ISIS. Allt rústir á lista UNESCO yfir einstakar minjar, sem hafi gildi fyrir mannkyn allt.

Afstaða ISIS er að sjálfsögðu -barbarismi. M.ö.o. að -fyrir íslam list- sé haram.

M.ö.o. að eyðileggja beri -öll ummerki um menningar-arf fyrri alda. Sem sé eldri en Íslam.

Til þess að koma í veg fyrir þennan -barbarisma- yrði að senda herlið til Sýrlands. Og þ.e. afar erfitt að ímynda sér, að utanaðkomandi þjóðir séu tilbúnar til slíks.

Jafnvel þó að skipulega muni ISIS sennilega eyðileggja forn menningarverðmæti Sýrlands, eftir því sem landsvæði þ.s. þau verðmæti er að finna - - falla í hendur ISIS liða.

 

Niðurstaða

Vísbendingar virðast um að -liðsstyrkur Assad stjórnarinnar- sé nú í hnignun eftir samfellt borgarastríð síðan 2011. En mig hefur lengi grunað, að það mundi koma sú stund -hafandi í huga að bakland Addad stjórnarinnar er fyrst og fremst -alavi- fólkið ca. 10% íbúa. Meðan að uppreisnin hefur stórum hluta verið meðal arabískra íbúa landsins, en um 70% íbúa Sýrlands eru Arabar.

  1. Málið er að þ.s. yfirleitt ræður því hver sigrar í löngu stríði.
  2. Er úthald.

Ef þ.e. svo komið að -Assad er að verða búinn að klára karlmenn meðal Alavi fólksins- þá er ekki undarlegt, að liðsstyrknum sé farið að hnigna - - sem rökrétt leiðir til, stöðugs undanhalds.

 

Kv.


Kim Jong-Un á að hafa látið taka af lífi varnarmálaráðherra sinn, með loftvarnarbyssu

Ef marka má fréttir, þá virðist - Kim Jong-Un - ástunda mun grófari aðferðir við aftökur en faðir hans, Kim Jon Il. Mér skilst að um sé að ræða vopn sem heiti - ZPU - sem sé "caliber 50" hríðskotaloftvarnarbyssa, fær um að skjóta allt að 600 skotum á mínútu, per hlaup.

Vopnið ofhitni þó hratt ef skotið sé á þeim krafti, 150 skot á mínútu per hlaup sé -eðlileg notkun. En hver veit -ef þú ert að taka einhvern af lífi, þá væri það sjálfsagt áhrifaríkt að nota -hámarks skotkraft.

Haft eftir sérfræðingi: "Bodies would be nearly pulverised", - "The gut-wrenching viciousness of such an act would make 'cruel and unusual punishment' sound like a gross understatement"

ZPU 0,5 two barrel

File:ZPU morrocan.jpg

Auðvitað er engin leið að -vera algerlega viss um sannleiksgildi frásagnar S-kóreanskra fjölmiðla, en þ.e. til ein vísbending sem bendir til að þetta geti virkilega verið satt:

Guardian - Satellite images capture North Korea executions 'carried out with anti-aircraft guns'

  • Það virðist hafa náðst mynd, af -sambærilegri uppsetningu- og á að hafa verið til staðar, þegar varnarmálaráðherra N-Kóreu skv. frétt, var tekinn af lífi.
  • Gervihnattamyndir, sýna þó líklega ekki akkúrat það tilvik.
  • En það styrki þann -orðróm- að aftakan hafi verið með þeim hætti.

Sjá nánar:

BBC - North Korea Defence Chief Hyon Yong-chol 'executed'

Guardian - Purges and political manoeuvres: how volatile is Kim Jong-un?

Hyon Yong Chol 64 ára

Það sem vekur athygli við þessa aftöku, er að Hyon Yong Chol var nánast eins nærri Kim Jong-Un og hugsast gat!

Samt, ef marka má fréttir, er hann tekinn af lífi -með litlum fyrirvara. Skv. greiningu BBC sem byggir á greiningu S-kóreanskra sérfræðinga.

Þá hafi Kim Jong-Un síðan hann komst til valda, að meðaltali -tekið af lífi per viku. Einn háttsettan embættismann.

Þ.s. vekur mína athygli við þetta, er að ef -svo menn úr innsta hring, geta risið svo hratt sem Hyon Yong Chol gerði, en það var Kim Jong-Un sjálfur -sem gerði hann að varnarmálaráðherra.

  • Og síðan sé hann skotinn í tætlur með litlum fyrirvara.
  • Þá gefi það til kynna -að hugsanlega sé enginn óhultur fyrir, "paranoya" æði Kim Jong-Un.
  1. Menn tala gjarnan um, að Kim Jong-Un -sé að leitast til við að, styrkja tök sín. En hafa ber í huga, að stjórn sem þessi - - sem byggir á valdaflokki er hefur verið við völd um áratugi.
  2. Innan þess flokks, sé valdakjarni -þröng elíta sem eigi landið. Sennilega ekki sérlega mikill fjöldi -áhrifamikilla fjölskylda.

Þá er hættan fyrir -Kim Jong-Un- einfaldlega sú, að ef -valdastétting verður sannfærð um, að -Kim Jong-Un- sé þeim persónulega of hættulegur.

Þá getur farið svo, að einfaldlega í því skyni að tryggja eigið persónulega öryggi þá sameinist -valdakjarninn- gegn Kim Jong-Un og skipuleggi plott fyrir einhverja rest, til að koma honum fyrir kattarnef.

  1. Þ.e. yfirleitt venjan í svona löndum, að þeir sem tilheyra -innsta kjarnanum. Fá aðra meðferð, ef þeir verða undir í valdabaráttu.
  2. En lægra settir aðilar, eða, þeir sem tilheyra minna áhrifamiklum ættum.

Kom Jon Il t.d., virðist ekki hafa -vanalega- tekið af lífi, einstaklinga úr þeim hópi.

Heldur hafi þeir, fengið að halda lífi, verið ýtt til hliðar -komið fyrir þ.s. þeir voru áhrifalausir, en lífs.

  • En -Kim Jong-Un- hafi brotið þessa -óskráðu- reglu að því er virðist, að innsti kjarninn sé sæmilega öruggur.
  • Það gæti leitt til þess, að á endanum myndist það plott gegn -Kim Jong-Un- sem hann sé allan tímann að leitast við að hindra að verði að veruleika.

Hann með ótta sínum, vegna þess -hve viðbrögð hans séu ýkt- þ.e. ofsafengin, skapi þær kringumstæður sem til þurfi, svo að sá ótti verði að veruleika.

Kim Jong-Un, gæti verið fífl, gæti orðið - - síðasti Kimminn.

 

Niðurstaða

Ef -Kim Jong-Un- verður drepinn á endanum kannski jafnvel ekki innan mjög langs tíma, af samsæri innan eigin flokks. Þá þarf það ekki að leiða endilega til hruns stjórnarinnar. Þ.s. eftir allt saman, sé það ekki endilega í slíku tilviki -vilji valdakjarnans að missa völdin.

Á hinn bóginn, gæti alveg farið svo, að -valdabarátta innan valdakjarnans yrði hörð í kjölfarið. Hjaðningavíg tíð þeirra á milli - - það gæti alveg hugsanlega gerst að slík innri valdabarátta eftir að valdakjarninn hefði losað sig við síðasta Kimmann.

Gæti grafið nægilega undan ríkinu, þ.e. valdaflokknum, til þess að stærri atburðarás breytinga - - gæti hugsanlega hafist. T.d. ef það yrði, valdarán af hálfu hersins.

  • Samfélagið sjálft, sé sennilega of veikt -eftir langvarandi alræði til þess að bylting neðan frá sé líkleg.
  • Nema að valdabarátta leiði til einhvers konar hruns innan frá fyrst.

Kína sennilega vill, að N-Kórea taki upp hið nútíma kínverska módel. Kína gæti mjög vel, öðlast tækifæri til þess -ef í gang mundi fara slík valdabarátta eftir -fráfall síðasta Kimmsins- til að koma til valda; einhverjum sem líklegur væri til að fylgja slíkri stefnu.

Að sjálfsögðu væri það stórfelld framför fyrir N-Kóreu, að færa sig yfir í kínverska módelið.

  • Það má alveg vera, að S-Kórea hafi á sama tíma, einnig tækifæri til afskipta af svipuðu tagi.
  • Þannig, að fráfall síðasta Kimmans, gæti opnað á margvíslega möguleika - - þó það sé með engum hætti öruggt - - > Að það leiddi til lýðfrjálsrar N-Kóreu.

 

Kv.


Grikkland borgaði af AGS láni sínu, með fé úr sjóðum AGS

Um er að ræða þá heimild sem öll lönd hafa, sem eru meðlimir að AGS og eiga þar með -eignarhlut- í AGS; að draga sér tímabundið fé úr sjóði AGS - - > Nokkurs konar yfirdráttarheimild.

Skv. frétt AGS, nam sá réttur Grikklands 700 milljón evra "SDR" (Special Drawing Rights).

"Greece’s allocation of SDRs is normally worth about €985m, but the account stood at €700m at the end of March..."

Og Grikkland tók út 650 milljón evra. - - > "Athens drew €650m from its holdings of the IMF’s Special Drawing Rights..."

Greiðslan sem þurfti að inna af hendi af láni AGS, var upp á 750 milljón evra.

Greece taps IMF reserves to pay €750m debt

  • "Ted Truman, a former US Treasury official who is an expert on the IMF’s operations at the Peterson Institute for International Economics in Washington." - "“It is actually a very sensible thing to do rather than default,” - "The SDR holdings amounted to a “rainy day fund”, he said, “and it’s a rainy day in Athens”."'

Ég held að ég taki undir orð -Ted Truman- að þetta hafi verið skynsöm björgun fyrir horn.

  1. En þá auðvitað veltir maður fyrir sér, hvað grísk yfirvöld gera í nk. mánuði?
  2. En þessa brellu er klárlega einungis unnt að nota -í þetta skipti.

Mér virðis það lísa ákveðinni örvæntingu -að klára með þessum hætti, inneignina hjá AGS.

 

Niðurstaða

Með því að -nota rétt sinn til yfirdráttar hjá AGS til fulls- náði Grikkland að bjarga sér fyrir horn í þessum mánuði. Samtímis og ríkisstjórn Grikklands, tókst að standa við allar launagreiðslur til -eigin starfsmanna- sem og greiðslur á bótum til aldraðra og öryrkja.

En maður virkilega veltir fyrir sér, hvernig grísk yfirövld ætla að redda sér í júní?

Þau keyptu sér 1-mánuð? Það gagnast kannski!

 

Kv.


Grikkland virðist bjarga sér frá gjaldþroti í maí

Það auðvitað svarar ekki spurningum hvað gerist í júní - hvað þá júlí eða ágúst. En skv. fréttum hefur ríkisstjórn Grikklands fyrirskipað greiðslu á 750 milljón evra greiðslu til AGS sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn átti inni hjá grískum yfirvöldum í máí.

Greece orders IMF payment as eurogroup meets

 

Það skemmtilega kaldhæðna, er að gjaldþrotið getur komið þegar Seðlabanki Evrópu á stóra greiðslu inni hjá gríska ríkinu

En mér skilst að í júlí og ágúst - eigi Seðlabanki Evrópu inni greiðslur á skuldabréf samanlagt 6,7 milljarða evra. Miklu mun stærri upphæð m.ö.o. en greiðslurnar til AGS í apríl og maí.

Þeir mánuðir, geta verið -"crunch time."

Með vissum hætti má einnig segja, hafandi í huga að "ECB" er sameiginlega í eigu aðildarlandanna, að með hugsanlegu greiðsluþroti þá - -> Væri Grikkland að senda aðildarlöndunum fingurinn.

  • AGS á enn eftir að láta Grikki fá 7,2 ma.€ af seinna björgunarprógrammi Grikklands. Sem er lokagreiðsla, en prógrammið tekur formlega enda í júní.
  • Skv. því, þarf væntanlega fyrir miðjan júní að liggja fyrir samkomulag við Grikki og aðildarríkin, um það hvernig Grikkland mætir skilyrðum AGS - - svo AGS afhenti það fé í tæka tíð.

En skv. eigin reglum má AGS ekki afhenda þá lokagreiðslu - - ef þ.e. niðurstaða sérfræðinga AGS að gríska prógrammið gangi alveg örugglega pottþétt ekki upp.

Og án þessara peninga, er afar erfitt að sjá - - Grikkland ráða við greiðslurnar 2. í júlí og ágúst til Seðlabanka Evrópu.

 

Niðurstaða

Gríski harmleikurinn er bersýnilega ekki enn kominn á endapunkt. Enn einn mánuðurinn er að líða án þess að sá endapunktur hafi komið. En manni virðist samt ljóst - - að sá endapunktur sé mjög örugglega innan nk. sumars. Nema að eitthvað stórt breytist. Annað af tvennu, fullkomin uppgjöf grískra stjórnvalda. Eða að aðildarríkin veiti stóra eftirgjöf.


Kv.


Ísland gæti þurft að taka við mun fleiri flóttamönnum en hingað til

En skv. frétt Financial Times, ætlar Framkvæmdastjórn ESB að leggja til gerbreytingu á aðferðafræði í tengslum við -dreifingu flóttamanna um ESB (EES líka). Um nokkurt árabil hefur verið kerfi þ.s. gildir svokölluð 1-lands regla. Sem Ísland hefur notfært sér, þ.s. Ísland er afar ólíklegt að vera nokkru sinni 1-land sem flóttamaður kemur til innan Evrópu.

Þægilegt fyrir Ísland, sem hefur almennt fyrir bragðið getað sent flóttamenn rakleiðis úr landi, til baka til þess lands -sem þeir komu fyrst til innan Evrópu.

Brussels to propose mandatory refugee quotas for EU states

  • Ekki liggur enn fyrir, hvernig kvótaskipting mundi breyta dreifingu flóttamanna um Evrópu - - > En hugmyndin er að gera þá dreifingu, jafnari en hingað til.
  • En hingað til, koma langsamlega flestir flóttamenn til S-Evrópu, en einnig er Þýskaland og Svíþjóð mjög vinsælir áfangastaðir fyrir flóttamenn frá 3-heims löndum eða N-Afríku, eða Mið-Austurlöndum.
  • Ísland, eins og við þekkjum, tekur við afskaplega fáum.
  • A-Evrópa, kvá einnig ekki vera umsetin af flóttamönnum frá þessum löndum.

Tillögur Framkvæmdastjórnarinnar eiga að liggja fyrir nk. miðvikudag.

  1. Þó að þær verði lagðar fram, þíðir það ekki endilega, að þær verði samþykktar.
  2. Eða þær verði samþykktar í óbreyttri mynd.

En vaxandi andstaða er í mörgum Evrópulöndum, seinni misseri, við móttöku flóttamanna. Samtímis og að straumur flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, N-Afríku og Afríku.

Hefur farið hratt vaxandi ár frá ári - - gæti farið í 200þ. á þessu ári.

Við hvað verður miðað - liggur ekki enn fyrir.

  1. Sjálfsagt skiptir fólksfj. máli.
  2. Sem og efnahagur lands.

Efnahagur Íslands er reyndar -þrátt fyrir neikvæða umræðu hérlendis- ofan við meðaltal ESB.

Sama á við lífskjör almennt! Það auðvitað þíðir, að verið getur að Ísland muni þurfa að taka við - - töluverðum fjölda.

Og ekki bara eitt skipti.

Heldur ár hvert þaðan í frá!

 

Niðurstaða

Það mun án nokkurs vafa margfalda í töluverðu margfeldi fjölda múslima er lifa á Íslandi. Umræðan um Íslam og moskur o.s.frv. Gæti því orðið heit á Íslandi á komandi árum. Þegar eða ef það verður að Ísland mun verða hluti af nýju kvótakerfi ESB - - en hafandi í huga hve hröð fjölgun flóttamanna hefur verið. Yfir 130þ. á sl. ári, sem var nær 2-földun miðað við árið á undan. Sem þíðir hugsanlega 200þ. í ár - - hver veit hvenær árlega aukningin mundi toppa.

En þetta eru langsamlega flestir hverjir -múslimar. Frá N-Afríku, Mið-Austurlöndum, eða Afríkulöndum á Sahel svæðinu svokallaða eins og Mali eða Chad.

Þessi umræða á Íslandi á því líklega eftir að verða -áhugaverð.

 

Kv.


David Cameron virðist hafa unnið út á hræðsluáróður -sem fékk byr undir báða vængi, skömmu fyrir kjördag

Sá áróður virðist hafa verið af -tvennum toga. Í fyrsta lagi hélt Cameron því fram, að hinum tiltölulega vinstri sinnaða leiðtoga Verkamannaflokksins, væri ekki treystandi í efnahagsmálum -sá efnahagsuppgangur sem er hafinn í Bretlandi, gæti verið í hættu.

David Cameron Cruises Home

Á hinn bóginn, er annað atriði sem gæti hafa haft mun meiri áhrif, en þ.e. þegar fregnir bárust af því, loka vikurnar fyrir kjördag -að verið gæti að Verkamannaflokkurinn mundi mynda minnihlutastjórn, með stuðningi flokks skoskra þjóðernissinna.

En Ed Miliban, hótaði því -opinberlega- að fella ríkisstjórn Cameron, en kannanir vikurnar fyrir kosningar, höfðu sýnt flokkana 2-nokkurn veginn hnífjafna. Þannig að það virtist geta gengið upp, miðað við það að kannanir virtust sýna Verkamannaflokkinn með nægilega marga viðbótar þingmenn. Til þess að slíkur -gambýttur- gæti gengið upp.

  1. Það virðist líklegt skv. þeim könnunum, að hvorki Verkamannaflokkurinn sé Íhaldsflokkurinn, næðu hreinum meirihluta.
  2. Það sem er hugsanlegt að hafi gerst, er að -margir kjósendur hafi kosið Íhaldsflokkinn- meir út á -hræðsluna út af því sem þeir kjósendur töldu geta gerst- ef Verkamannaflokkurinn mundi komast til valda.
  • Þá gæti mjög vel verið, að hræðsluáróður Cameron -út af hótun Ed Miliband- að stjórna með hlutleysi skoskra þjóðernissinna, hafi virkað.
  • Þ.e. að kjósendur í Englandi, sem hafi verið -pyrraðir yfir sjálfsstæðiskröfum Skota- hafi margir snúist gegn Verkamannaflokknum á lokametrunum fram að kjördegi.
  • Þegar þeir sáu fyrir sér, þann möguleika að skoskir þjóðernissinnar yrðu áhrifamiklir í landsstjórnmálum - - flokkur sem vill brjóta niður sambandsríkið Bretland.

Það geta þá hafa verið mjög alvarleg -taktísk mistök hjá Ed Miliband, hótun hans að mynda minnihlutastjórn, jafnvel þó að Verkamannaflokkurinn fengi e-h færri þingmenn, ef hvorugur stóru flokkanna næði meirihluta, með stuðningi skoskra sjálfsstæðissinna.

 

Niðurstaða

Kannski var það óttinn við áhrif skoskra þjóðernissinna á landsstjórnmál, frekar en að kosningin sé stuðningsyfirlýsing við Íhaldsflokinn; sem er að baki ósigri Verkamannaflokksins. En þ.e. áhugavert -hve lítið viðbótar fylgi Verkamannaflokkurinn náði að vinna á Englandi. Á sama tíma, galt hann algert afhroð í Skotlandi -fyrir stórsigri skoskra sjálfsstæðissinna.

En með stuðningi við hugsanlega minnihlutastjórn Verkamannaflokksins, hefðu skoskir sjálfstæðissinnar -getað haft margvísleg áhrif á sérmál Englands. Þ.s. eftir allt saman, ólíkt Skotlandi -er England ekki með sitt sérstaka þing, sem fjallar um sérmál Englands.

Heldur eru sérmál Englands, beint umfjöllunarefni breska þingsins. Hafandi í huga -yfirlýst markmið leiðtoga skoskra þjóðernissinna, að gera sitt besta til þess að -skapa úlfúð gegn skotum í Englandi "því hún telur það þjóna því markmiði að brjóta upp sambandið" þá gæti mjög vel verið -heilmikið til í því.

Að sú hugmynd að slá sér saman með skoskum þjóðernissinnum, hafi fengið marga breska kjósendur -til þess að skipta um skoðun í kjörklefanum.

En aldrei áður hafa kannanir verið eins fjarri kosningaúrslitum, síðan farið var að vinna kannanir í Bretlandi.

 

Kv.


Spurningin um sjálfstæði Skotlands -gæti aftur dúkkað upp

Sá atburður sem eðlilega mesta athygli vekur, er stórsigur Íhaldsflokksins. Sem vann öruggan meirihluta þingmanna. Getur því stjórnað sjálfur án atbeina annarra flokka.

Síðan má reikna með því, að ósigur Verkamannaflokksins hafi vakið -næst mesta athygli. En þ.e. eiginlega sá ósigur sem ætti að beina kastljósinu að næsta atriði.

Sem er gríðarlegur kosningasigur flokks þjóðernissinnaðra Skota. En skv. niðurstöðu kosninganna, þá hefur hann nú 56 af 59 þingsætum Skota á breska þinginu.

Ástæða ófara Verkamannaflokksins, er að sjálfsögðu -að hann tapaði öllum sínum þingmönnum er hann áður hafði í Skotlandi, yfir til flokks skoskra þjóðernissinna. Tap upp á 40 þingmenn, á móti vann hann nokkra í Englandi - - sem skilar heildarútkomu 26-töpuðum þingsætum.

Nicola Sturgeon núverandi formaður flokks skoskra þjóðernissinna

The look that says, I'm going to make your life hell

Ef marka má MailOnline, þá er hún eitilharður sjálfstæðissinni, sem ætlar sér að gera allt í sínu valdi -til að skaprauna Englendingum. Vegna þess að hún telur, að vaxandi -pyrringur- Englendinga gagnvart Skotum, þjóni markmiði sjálfsstæðissinna -sem er sjálfstætt Skotland.

  1. Það vekur athygli, að Verkamannaflokkurinn er áður hafði Skotland sem eitt sitt helsta vígi.
  2. Skuli missa alla sína þingmenn í Skotlandi.
  • En rétt er að muna, að Verkamannaflokkurinn, barðist gegn -sjálfstæðishugmyndinni- í kosningabaráttunni, áður en þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði fór fram.

Þ.e. því augljóslega áhugavert - að í þingkosningum árið eftir, refsi skoskir kjósendur Verkamannaflokknum, með þetta harkalegum hætti -að þurrka hann alveg út í Skotlandi.

Og það eru skoskir sjálfsstæðissinnar, sem fá öll þau þingsæti, sem Verkamannaflokkurinn tapaði.

Nicola Sturgeon, má því segja að sé -nokkurs konar "drottning Skota" þessa dagana. Með svo stóran meirihluta á þingi Skota að hún getur algerlega farið sínu fram.

 

Niðurstaða

Eitt virðist ljóst, að stórsigur skoskra sjálfsstæðissinna, þíðir að spurningunni um skoskt sjálfstæði -verður heldur betur haldið á lofti. Þó að ekki sé sennilega að vænta, nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Skota í bráð. Þá sé líklegt að flokkur þjóðernissinnaðra Skota muni gera allt í sínu valdi á breska þinginu -til þess að vekja áhuga á sjálfsstæðismálinu, auk þess að leitast við af fremsta megni. Að gera ríkisstjórn David Cameron lífið leitt.

Það má meira að segja vera, að sjálfsstæðissinnaðir Skotar muni veita ríkisstjórn Cameron, töluvert öflugari stjórnarandstöðu heldur en Verkamannaflokkurinn. Sem augljóst verður í sárum eftir stærsta tap sitt í 30 ár -þrátt fyrir að hafa verið heilt kjörtimabil í stjórnarandstöðu.

 

Kv.


Verkamannaflokkur Bretlands, getur verið að fá sína verstu útreið í 30 ár

Ef marka má -útgönguspár í Bretlandi- fær Verkamannaflokkurinn einungis 239 þingsæti. Það eru 20-færri en Verkamannaflokkurinn hafði fyrir kosningar. Um virðist að kenna -afhroði Verkamannaflokksins innan Skotlands- á móti virðist flokkur Sjálfstæðissinna í Skotlandi auka fylgi sitt og þingmannafjölda.

Sjálfsagt geldur Verkamannaflokkurinn fyrir baráttu sína gegn kröfunni um sjálfstæði Skotlands.

Á sama tíma, segir -útgönguspáin- að Íhaldsflokkurinn fái 316 sbr. að lágmarks meirihluti kvá vera 326 þingsæti. Frjálslyndi-Demókrataflokkurinn, fær skv. útgönguspánni 10 þingmenn, sem er hrun.

Skoskir Sjálfstæðissinar hafa skv. þessu, 58 þingsæti í breska þinginu. Sjálfstæðisflokkur Bretlands -virðist einungis fá örfá þingsæti. Þrátt fyrir að vera 3-stærsti flokkurinn skv. skoðanakönnunum.

Ed Miliband er þá líklega á leið út úr pólitík

Líklegasta ríkisstjórnin, virðist minnihlutastjórn Íhaldsflokksins

Frjálslindir-Demókratar muni sennilega velja að sleikja sárin -frekar en að halda stjórnarsamstarfi áfram. Það auðvitað þíðir, að Íhaldsflokkurinn getur -tæknilega- samið til skiptis við Frjálslinda-Demókrata eða skoska Sjálfstæðissinna.

Sjálfsstæðissinnar, gætu veitt Cameron sama samkomulag, og þeir nefndu sem hugsanlegt við Miliband. Þ.e. að -styðja einstök mál. Veita hlutleysi við -vantraust.

Það má vera, að Frjálslyndir-Demókratar, bjóði upp á svipuð kjör.

  1. Það væri þá frekar veik ríkisstjórn, sem alltaf mundi þurfa að semja við aðra þingflokka, til að koma lögum í gegn.
  2. Það væri stöðugt sú áhætta til staðar, að lagafrumvarp sem Íhaldsflokkurinn mundi vilja ná í gegn, mundi stöðvast í þinginu.
  3. Og tæknilega gætu -hinir flokkarnir- komið sér saman um að fella ríkisstjórn Íhaldsflokksins.
  • Þó sennilegra virðist að þeir mundu ekki velja þá leið, nema að skoðanakannanir bentu til hagsæðra fyrir þá, kosningaúrslita.

Hugsanlega mundi sú ríkisstjórn sitja út kjörtímabil.

Hugsanlega fellur hún innan þess.

 

Niðurstaða

Það virðist að Bretland sé að ganga í gegnum tímabil -veikra ríkisstjórna. En ég man ekki eftir því að áður hafi gerst. Að hvorki Íhaldsflokkurinn né Verkmanna, nái ekki hreinum meirihluta 2-kosningar í röð.

---------------------

Ps: Skv. Financial Times er ljóst að Íhaldsflokkurinn hefur sigur í þessum kosningum, og með meirihluta. Getur þá stjórnað einn og óstuddur.

Íhaldsfl. kominn með 325 þingmenn þegar skv. stöðu talningar. Búið að telja 641 af 650.

Demókratar, 229 tapa 26. UKIP - bara kominn með 1 þingmann.

Sjálfsstæðissinnaðir Skotar 56, bæta við sig 50.

Frjálslindir bara 8, tapa 46.

---------------------

Ps2: Eins og allir sem fylgjast með fréttum ættu að vita, hafa formenn Verkamannaflokksins, Frjálslindra og "UKIP" -sagt af sér formennsku- í sínum flokkum. Vonbrigði fyrir "UKIP" að fá bara 1-þingmann. Kannski verður formaður þess flokks -klappaður upp. En Clegg og Miliband -eru án nokkurs vafa, líklega hættir.

---------------------

Ps3: Lokatölur kvá vera eftirfarandi:

  1. Íhaldsflokkur, 331 þingsæti, bætir við sig 24.
  2. Verkamannaflokkur, 232 þingsæti, tapar 26.
  3. Skoskir Sjálfsstæðissinnar, 56 þingsæti, bæta við sig 50 (þar af 40 á kostnað Verkamannaflokksins sem þurrkaður var út í Skotlandi)
  4. Frjálslindir-Demókratar, 8 þingsæti, tapa 49.
  5. Sjálfstæðisflokkur Bretlandseyja, 1 þingsæti, hafði ekkert áður.
  6. 22 þingsæti fara til -annarra, einkum svæðisbundinna flokka.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband