23.6.2015 | 00:35
Grikkland og aðildarþjóðir - hálfblikka á bjargbrúninni
Megindeila Grikklands og kröfuhafa - virðist ekki leyst. En Grikkland virðist hafa komið til móts við sumar kröfur -kröfuhafa- a.m.k. að hluta. Sem virðist duga til þess að - samningaviðræðum Grikklands og kröfuhafa, verður framhaldið.
Greece offers new proposals to avert default, creditors see hope
Greece and Its Creditors Show Signs of Headway in Debt Talks
Greek reform proposal prioritises taxes over pensions
Tillögur ríkisstjórnar Grikklands, hafa klassíska - vinstrislagsíðu
- Lausnin á vanda lífeyrissjóða, virðist vera að - hækka greiðslur inn í þá, skipta þeim hækkunum milli einstaklinga sem greiða í þá og vinnuveitenda. M.ö.o. réttindi ekki lækkuð. Þessi breyting bæti stöðu lífeyriskerfisins um 800 milljón evra á nk. ári.
- Syrisa samþykkir að hækka lífeyrisaldur í áföngum í 67 ár og afnema hvatir til að fara snemma á lífeyri. Það á að spara ríkinu 300 milljón evra nk. ár.
- Virðisaukaskattkerfið einfaldað, afsláttur á grísku eyjunum afnuminn, flest gæði fái 23% skatt, en matur og orka 13%. Skilar 680 milljón evra á þessu ári, en 1,36 milljörðum evra nk. ár.
- Skattar á fyrirtæki hækkaðir úr 26% í 29%. Þessi breyting kvá skila 410 milljón evra.
- Sérstakur 12% skattur lagður á hagnað fyrirtækja sem er umfram 500 milljón evra, sá skal skila 945 milljón evra á þessu ári, 405 milljón evra nk ár, er svo lagður af.
- Þetta mætir ekki ítrustu kröfum, en er nær þeim en fyrri tillögur.
- Og ríkisstjórn Grikklands hefur ekki fallið frá kröfum um - höfuðstólslækkun lána.
Fulltrúar stofnana ESB virtust jákvæðir, sem og yfirmaður Evruhópsins:
- "I am convinced that we will come to a final agreement in the course of this week," European Commission President Jean-Claude Juncker told a late-night news conference.
- Jeroen Dijsselbloem - "Greek proposal was welcome and a positive step in the process. The proposal appeared to be broad and comprehensive and a basis to really restart the talks, he said."
En fulltrúar aðildarríkja og AGS, öllu neikvæðari:
- "German Chancellor Angela Merkel, whose country is Greece's biggest creditor, was more cautious. "I can't give any guarantee that that (final agreement) will happen," she said of a final agreement. "There's still a lot of work to be done.""
- "German Finance Minister Wolfgang Schaeuble was the most negative, telling reporters earlier in the day he had seen nothing really new from Greece."
- "Germanys Wolfgang Schäuble and Michael Noonan, his Irish counterpart, pushed for curbs on emergency liquidity for Greek banks unless capital controls were imposed, one of the officials said."
- "Christine Lagarde, the International Monetary Fund chief, was particularly tough, suggesting that the new Greek plan still did not go far enough."
Það á eftir að reikna hvort að fulltrúar kröfuhafa eru sammála því að tillögur grískra stjórnvalda raunverulega skila því sem grísk stjórnvöld telja að þær skila.
Það verður væntanlega búið fyrir fundinn á fimmtudag.
Seðlabanki Evrópu er farinn að lyfta þakinu á neyðarlán til grískra banka - einn dag í senn
- "The European Central Bank on Monday raised the limit on the amount of emergency liquidity assistance (ELA) available to Greek lenders by about 2bn, said two central banking officials."
- "But it is due to discuss the issue again on Tuesday a sign that it is now keeping Greek banks on a short leash."
- "The daily, rather than normal weekly, approvals are a sign of how concerned the ECB governing council is about the risk of a bank run. "
Þetta er áhugaverð breyting - - sem sýnir væntanlega í annan stað, hve miklar áhyggjur menn hafa af stöðu gríska bankakerfisins, en skv. eigin reglum má "ECB" einungis lána gegn nothæfum veðum og gríska bankakerfið kvá vera að nálgast þann punkt að verða uppiskroppa með slík - - og á hinn bóginn, þá óttast menn allherjar áhlaup á grísku bankana.
- Vilja því skoða stöðuna - - hvern dag fyrir sig.
- En daginn sem Seðlabanki Evrópu - - lyftir ekki neyðarlánaþakinu.
- Þarf sennilega að setja - - takmarkanir á úttektir fjármagns úr grísku bönkunum.
- Það getur auk þess verið, að þörf verði fyrir viðbótar takmarkanir á flutninga fjármagns úr landi.
Niðurstaða
Það verður annar fundur á fimmtudag, og þá á að vera búið að reikna tillögur grískra stjórnvalda. Það sem virðist fyrst og fremst hafa náðst fram, er að viðræðum var ekki slitið - og Seðlabanki Evrópu heldur áfram að halda grísku bönkunum á floti. Merkilegt þó, að "ECB" taki formlega ákvörðun - hvern dag fyrir sig.
En þó að það megi rökstyðja í ljósi óvissu innan gríska fjármálakerfisins.
Þá að sjálfsögðu, skapar það fyrirkomulag - óvissu. Þ.s. að menn eru ekki 100% vissir hvað "ECB" gerir nk. dag, þó ákvörðun dagsins liggi fyrir.
Sú óvissa, gæti ítt undir óróleika - hvatt fólk til að færa sitt fé, frekar en hitt. Þannig að ég er ekkert viss, að það sé snjall leikur - að ákveða þetta nú, hvern dag fyrir sig - í stað viku í einu.
- Það má líka vera, að eiginlega ástæðan - sé pólitík innan bankaráðsins.
Evrusvæði og Grikkland löbbuðu ekki fram af hengifluginu á mánudag.
En það gæti þess í stað gerst á nk. fimmtudag.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2015 | 01:34
Merkilega margir spá Grikkland þróist í - misheppnað ríki
Þetta heyrist frá töluverðum hópi hagfræðinga - sérstaklega þeim sem segja að "Grikkland megi alls ekki hlaupa frá skuldunum sínum" - - eina von þess liggi í því að semja, og sætta sig við það sem úr því kemur, þó það verði - - vont, þá sé það samt skárra.
Dæmigerðar fullyrðingar:
- Gríska ríkið geti ekki fengið fjármögnun nokkurs staðar frá.
- Muni ekki geta fjármagnað eigin starfsemi.
- Þurfi því þá að lifa á eigin tekjum.
- Því framkvæma mun harkalegri niðurskurð - en gríska ríkið hefur þurft fram að þessu að framkvæma.
- Afleiðing, gríðarlegur samdráttur - miklu meira atvinnuleysi en nú.
- Kaos á Grikklandi, samfélagshrun jafnvel - hætta á að öfgahópar nái völdum.
- Grikkland þróist í -misheppnað ríki- eða "failed state."
Þetta er allt rökrétt - - ef Grikkland heldur sér við evruna; eftir gjaldþrot
Þá auðvitað - hættir aðgangur að fjármagni frá Seðlabanka Evrópu. Gríska ríkið getur ekki haldið áfram að selja ríkisbréf til grísku bankanna gegn neyðarlánum "ECB." Þannig hættir gríska ríkið að geta fjármagnað eigin halla.
Og í ástandi greiðsluþrots, líklega getur það ekki útvegað einkafjármögnun - óháð verði.
Til þess að forða hruni bankanna, en allar innistæður munu vilja leggja á flótta, þá þarf að setja strangar á hömlur á úttektir - bæði á reikninga í eigu almennings sem fyrirtækja.
Það hefur auðvitað slæmar hliðarverkanir, því þar með er aðgangur fyrirtækja sem og almennings að fjármagni - - skertur.
Það má reikna með að fyrirtæki eigi í vandræðum með að greiða laun a.m.k. að fullu, líklega einungis greidd að hluta - þau lendi í vandræðum með að greiða byrgjum - greiða af lánum, o.s.frv.
Almenningur, sem ekki fær laun greidd að fullu, ekki hefur nema mjög takmarkaðan rétt til að taka af reikningum -launareikningum þar með talið- standi fyrir sambærilegum vandræðum, að geta ekki greitt af lánum, eiga í vandræðum með að standa við skuldbindingar við 3-aðila almennt.
Þetta þíðir auðvitað, að fyrirtæki og almenningur samtímis - mundu skera allt niður sem þau geta í eyðslu - - > Gríðarlegur samdráttur í neyslu og í veltu. Mjög sennilega verði mörgum sagt upp störfum, sem auðvitað víxlverkar og gerir ástandið enn verra.
Þrátt fyrir að höft verði án vafa á fjármagnshreyfingar úr landi, þá mun fjármagni örugglega vera smyglað frá Grikklandi eftir mörgum leiðum - - sem muni gera fjármagnsskortinn verri eftir því sem frá líður.
Og þar með magna ofangreind vandræði.
Ríkið verður þá auðvitað fyrir því, að tekjur þess hrynja saman - sveitarfélög upplifa það sama, og ríkið/hið opinbera almennt, lendir þá í sömu kröggunum - sem hrísli í gegnum starfsemina, hafi lamandi áhrif - - neyði fram "drakonískan niðurskurð" og vegna þess að samdrátturinn haldi áfram, taki sá niðurskurður ekki enda.
- Svo slæmt getur það orðið, að hagkerfið þróist yfir í barter.
- Fyrirtæki sem hafa gjaldeyristekjur, sennilega halda þeim eftir eins og þau geta - - kjósa þess í stað sennilega að eiga bein skipti á gæðum, við önnur.
- Ríkið hættir ekki alveg að hafa tekjur, og gæti leikið sama leikinn - að bjóða skipti.
- Í Argentínu rétt upp úr 2000, þá síðast sást þróun sem þessi, en þar var -peningakerfið- ekki yfirgefið fyrr en peningaþurrð, hafði neytt hluta hagkerfisins í barter.
- Að auki, mynduðust fjöldi ó-opinberra gjaldmiðla, þegar fyrirtæki sem höfðu gjaldeyristekjur, buðu skuldaviðurkenningar til að kaupa vinnu af 3-aðilum, og þeir pappírar síðan gjarnan gengu á milli aðila.
- Innan ríkiskerfisins gætti þess einnig, að gefnar væru út skuldaviðurkenningar, með nokkurs konar veð í þeim skatttekjum er enn voru til staðar.
Argentína var með svokallað -currency bord- kerfi.
Eftir ríkisþrot - eftir að peningaþurrð var kominn á hátt stig - eftir að samdráttur hagkerfisins var búinn að valda gríðarlegri eymd - - þá fyrst var peningakerfið yfirgefið, og tekið upp venjulega gjaldmiðilskerfi að nýju og sá gjaldmiðill látinn falla.
Hagkerfið tók að rétta við sér að nýju - fljótlega eftir það.
- Ályktunin er einföld, að sjálft kerfið var orðið að helsi!
Ef Grikkland endurreisir Drögmuna eins fljótt og auðið er, eftir gjaldþrot
Þá erum við að tala um verulega aðra framvindu - en í því tilviki þá sér Seðlabanki Grikklands um það, að tryggja nægt peningamagn í umferð.
En þegar Argentína lenti í vandræðum með "currency bord" kerfi, en slíkt kerfi virkar í eðli sínu ákaflega svipað og svokallaður -gullfótur- þ.e. í stað gulls er settur gjaldmiðill X sem er settur í sama hlutverk og -gull- hefur í gullfæti.
----------------------------------
Málið er að -currency bord- hefur alveg sömu galla og gullfótarkerfi.
- M.ö.o. þ.s. gjaldmiðillinn er 100% "convertable" þ.e. kerfið byggist á að gjaldmiðillinn sé 100% skiptanlegur yfir í það grunnverðmæti er liggi að baki, hvort sem um er að ræða gull eða t.d. Dollar.
- Þá þarf alltaf að eiga nægilega mikið magn af gulli eða dollar, til að unnt sé að skipta.
Gullfótarkerfið hrundi í kreppunni á 4. áratugnum, vandræði Argentínu voru mjög sambærileg við þau vandræði, er leiddu til falls gullfótarins.
- Fyrirbærið - - viðskiptahalli.
Hann drap gullfótarkerfið - og hann drap "currency bord" kerfi Argentínu.
- Málið er, að viðskiptahallinn veldur því að - - fjármagn nettó streymir úr landi.
- Þar með, minnkar fjármagn innan landsins.
- Og ef ekki tekst að snúa þeirri öfugþróun við, þá versnar stöðugt það ástand og þróast yfir í - - fjárþurrð.
- Og það ástand er óskaplega samdráttarvaldandi.
Sú hugmynd, að það verði að nema á brott þann möguleika að geta fellt gengi, dúkkar upp öðru hvoru. Þ.e. alltaf sama hugmyndin, að gengisstöðugleiki og lág verðbólga, sé það besta ástand sem unnt sé að hafa. Þessi rökleiðsla hefur ekkert breyst sl. 150 ár.
- Þetta á að leiða fram efnahagsstöðugleika.
- En þ.e. alltaf efnahagssóstöðugleiki er drepur þessar tilraunir.
- M.ö.o. þær tilraunir hafa aldrei læknað efnahagsóstöðugleika.
-------------------Evran er ekkert annað en, nýjasta tilraunin
Grikkland þarf ekki að endurtaka mistakasúpu Argentínu með þetta mikilli nákvæmni.
En með því að taka upp Drögmu um leið og landið verður gjaldþrota, eða mjög fljótlega eftir. Þá um leið er þeim vandræðum sem -fjárþurrð- innan hagkerfisins framkallar, forðað.
En þ.e. ástand fjárþurrðar, er skapar þá samdráttar víxlverkan, sem mundi leiða fram gríðarleg vandræði innan Grikklands - er síðan gæti skilað þeirri endaútkomu að Grikkland gæti þróast yfir í misheppnað ríki.
- Með endurreisn Drögmu, getur Seðlabankinn tryggt nægt fjármagn innan bankakerfisins.
- Þá er engin ástæða til að takmarka aðgang að reikningum, eftir að öllu fé hefur verið umbreytt yfir í drögmur á þeim reikningum - og sama gert við skuldir innan Grikklands í eigu grískra fjármálastofnana.
- Þá fá allir sín laun greidd.
- Fyrirtæki geta greitt birgjum.
- Og almenningur sem og fyrirtæki, geta greitt af skuldum.
- Og þ.e. engin ástæða til að ætla að það verði stórfelldur samdráttur í gríska hagkerfinu, og þar með ekki ástæða til að ætla að skatttekjur þess hrynji saman með stórfelldum hætti - - svo að ekki er þá ástæða til að ríkið standi fyrir stórfelldum niðurskurði sinnar starfsemi. Sama um sveitafélög.
- Og ríkið getur fjármagnað sig áfram með þeim hætti, að gefa út ríkisbréf -nú í Drögmum- og þ.e. engin ástæða að ætla að verðlagið á þeim verði óhóflegt.
Auðvitað mun gríska ríkið - ekki getað fengið lán erlendis frá.
En þ.e. alveg unnt að lifa við slíkt ástand.
Unnt er að stilla gengið þannig af, að alltaf sé a.m.k. smávægilegur viðskipta-afgangur.
Þá er unnt að fylgja sambærilegri reglu og viðhöfð hefur verið í haftakerfinu hér, að gjaldeyri þuri að skila í Seðlabankann. Þannig er smám saman unnt að safna gjaldeyrissjóði og samtímis tryggj innflutning brýnna nauðsynja.
Um leið og lágmarks forði er til staðar, getur verið fullt innflutningsfrelsi. Gengið tryggi áfram að forðinn haldi áfram að byggjast upp.
Eðlilega verður 1-stykki stórt gengisfall, en eftir að það er um garð gengið, þá hverfur sú verðbólga úr hagerfinu þegar kostnaðarhækkanir á innfluttu hafa gengið yfir.
Engin ástæða er að ætla annað en að unnt sé að koma á sæmilegum stöðugleika í hagkerfinu, þrátt fyrir ástand greiðsluþrots gagnvart opinberum aðilum á Evrusvæði og AGS.
Niðurstaða
Ég er alls ekki að halda því fram að það verði gósentími á Grikklandi eftir gjaldþrot og upptöku Drögmu. En á sama tíma, hafna ég þeim fullyrðingum - að það sé óhjákvæmileg útkoma að landið lendi í alvarlegri efnahagslegri ringulreið, enn alvarlegra atvinnuleysi en nú, og hætta á samfélagshruni blasi við.
Ég er frekar að segja, að ástandið verði ekki stórfellt verra en það ástand sem til staðar er í dag.
En samtímis er ég að segja, að gríðarleg mistök væri af Grikklandi að halda sér við evruna, eftir að ástand gjaldþrots er orðin staðreynd. En ég get ekki séð það sem mögulegt fyrir Grikkland að ná fram efnahagslegu jafnvægi eftir gjaldþrot - ef Grikkland eftir gjaldþrot reynir að halda sér innan evrunnar.
En ég sé þ.s. vel mögulegt en að sjálfsögðu ekki óhjákvæmilegt, að Grikkland skapi sér ástands sæmilegs efnahagslegs jafnvægi innan 3-ára frá endurupptöku Drögmu. En þ.e. að sjálfsögðu unnt að klúðra hagstjórn, og framkalla slæmt ástand í þeirri sviðsmynd.
En ef við gerum ráð fyrir því, að sæmilega skynsamar ákvarðanir séu teknar eftir Drögmu upptöku, þá sé ég ekkert ómögulegt við það að hagkerfi Grikklands nái jafnvægi eftir upptöku Drögmu - - þrátt fyrir ástand gjaldþrots.
- Stjórn Syriza gæti reynst fullkomlega óhæf, og öllu klúðrað - - eða, kannski ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2015 | 23:30
Seðlabanki Evrópu, saumar fast af grískum yfirvöldum
Sl. 6 mánuði, kvá 20% heildarinnistæðna grísku bankanna, hafa smám saman lekið úr landi - einkum til annarra meðlimalanda evrusvæðis. Skv. fréttum föstudags, hefur vaknað nýr ótti um stöðu grísku bankanna, vegna þess að töluverð aukning hefur verið að mælast í flótta innistæðna sl. daga - - um 5 milljarðar evra af innistæðum fóru í sl. viku.
Í því ljósi hefur Seðlabanki Evrópu ákveðið að lyfta þakinu á heimildir til veitingu neyðarlána til grísku bankana, en einungis um 1,75 milljarða evra:
- "The ECB agreed to raise the amount of emergency liquidity assistance (ELA) available to Greek banks by around 1.75bn to 85.9bn on Friday..."
- "The Bank of Greece had originally asked for a 3.5bn increase in liquidity which officials believed would be enough to last until the next scheduled meeting of the ECBs governing council on Wednesday."
- "...the decision to grant only enough support to last until the end of Monday."
- "Officials said the ECB would review the ELA emergency liquidity limit again on Monday night after the emergency summit in Brussels..."
M.ö.o. þá hefur verið blásið til leiðtogafundar aðildarlanda evrusvæðis.
Seðlabanki Evrópu, virðist einungis hafa -lyft þakinu- til að halda gríska bankakerfinu gangandi -lauslega reiknað- út nk. mánudag.
M.ö.o. þarna virðist saumað afskaplega fast að grískum yfirvöldum.
ECB boosts emergency funding as Greek banks bleed, Tsipras calm
ECB approves rise in emergency loans to Greek banks
ECB boosts emergency funding as Greek banks bleed, Tsipras calm
Þetta hljómar eins og samræmd aðgerð, til að herða þumalskrúfur að grískum yfirvöldum
En augljóst - liggur þarna að baki sú hótun. Að neyðarlánaþakinu verði ekki lyft - frekar nk. mánudag, ef niðurstaða leiðtogafundarins nk. mánudag - - leiðir ekki fram samkomulag grískra yfirvalda, að mæta kröfum aðildarríkjanna.
- Skv. þessu, virðist blasa við Alexis Tsipras sú ákvörðun, ef hann nær ekki fram markmiðum sínum á fundinum nk. mánudag.
- Að annað af tvennu, draga í land svo um munar, eða ganga af fundinum án þess að nokkur lausn liggi fyrir.
Í seinna tilvikinu - - þurfa grísk yfirvöld sennilega nánast tafarlaust, að skella á höftum á fjármagnshreyfingar.
En í því fyrra, virðist blasa við, að starfsmenn Seðlabanka Evrópu - - mundu víkka frekar út heimildir Seðlabanka Grikklands, til veitingu neyðarlána.
Grikkland getur sjálfsagt búið við -höft- innan evru, um nokkurn tíma. Kýpur sýndi fram á, að slíkt er mögulegt.
Það mundi augljóslega minnka álagið á gríska bankakerfið.
- Höft innan evru, eru þó augljóslega, einungis - biðleikur.
Niðurstaða
Það virðist blasa við að stefni í höft í Grikklandi á nk. dögum. Ef Seðlabanki Evrópu neitar að lyfta neyðarlánaþaki frekar nk. mánudag - - þá mjög sennilega verða höft algerlega óhjákvæmileg.Það má vera, að einnig muni þurfa að - takmarka rétt til að taka út af eigin reikningum.
Það þarf þó að hafa í huga, að um leið og farið er að takmarka réttinn til að taka fé af reikningum, mundi sverfa verulega að veltu hagkerfisins á Grikklandi - vegna þess að minnkaður aðgangur að fé á reikningum innan bankanna, mundu augljóslega minnka lausafé í umferð.
Þannig slá á neyslu - sem og geta skapað vandamál fyrir fyrirtæki, að greiða laun og standa við greiðslur til birgja, og að auki af skuldum.
Sennilega mundu grísk stjv. einungis setja bann við flutningi fjármagns yfir á erlenda bankareikninga - - ekki takmarka aðgang að innistæðum til innanlands nota.
En sú þörf mundi geta myndast, að takmarka aðgang að fé á reikningum -almennt- ef raunverulega mundi fara að skorta lausafé á Grikklandi. Það þarf sjálfsagt ekki að vera, að slíkt gerist alveg strax.
- Ég vil meina, að um leið og lausafjárskortur verður það alvarlegur, að það þarf að takmarka aðganga að reikningum -almennt- þá sé betra að skipta strax yfir í drögmu.
- Því ástand alvarlegrar lausafjárþurrðar, væri ákaflega lamandi fyrir hagkerfið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2015 | 23:27
Vangaveltur uppi hvort bankar í Grikklandi opna nk. mánudag
Sá þessar pælingar á vef Financial Times, en þetta er haft eftir aðilum innan Seðlabanka Evrópu, sem hafa umsjón með neyðaráætlun Seðlabanka Evrópu: EU calls crisis summit after failure of Greece bailout talks.
- "According to two officials present, Benoit Coeuré, the European Central Bank board member responsible for crisis issues, warned that the uncertainty over Greeces future had become so severe he was unsure Greek banks would be able to open on Monday."
- "A senior Athens banker said that nearly 2bn in deposits had been withdrawn from Greek banks from Monday through Wednesday of this week."
- "The Greek central bank late on Thursday night requested an unscheduled conference call of the ECB governing council on Friday to get approval for additional emergency loans to keep Greek banks afloat."
Skv. þessu, er farið að hitna mjög verulega undir fjármálastöðugleika í Grikklandi, bankakerfið geti verið nærri því - að riða til falls.
- Ég hef lengi búist við höftum á fjármagnsflutninga í Grikklandi.
- Það getur verið, að sú stund sé upp að renna.
En þ.e unnt með höftum, að kaupa viðbótar tíma - - þau mundu líklega ekki algerlega samt stöðva útflæði, en a.m.k. verulega hægja á því.
En mjög sennilega eru margar leiðir fyrir fé út úr Grikklandi, sem eru - ópinberar.
M.ö.o. er farið að gæta krísuandrúmslofts að nýju - og eins og fyrirsögn fréttarinnar segir, hefur verið blásið til neyðar leiðtogafundar aðildarlanda evrusvæðis.
Í veikri von um það, að leiðtogar aðildarríkjanna, geti tekið ákvörðun sem fundur ráðherra aðildarríkja evrusvæðisríkja tókst ekki að ná fram á fimmtudag.
Niðurstaða
Það getur verið að -höftum- verði slegið upp í Grikklandi áður en bankar opna á mánudag. Það þíðir ekki endilega að Grikkland sé farið strax út úr evru. Þar sem sennilega samþykkir Seðlabanki Evrópu að halda áfram að veita bönkum í Grikklandi - einhverja lágmarksþjónustu. Og væntanlega Seðlabanka Grikklands lausafé - - þannig að Grikkland haldist a.m.k. eitthvað áfram innan evrunnar.
En sennilega mundi Seðlabanki Evrópu taka slíka ákvörðun, til þess að vera ekki hindrun í vegi þess, að viðræður aðildarlandanna og Grikklands geti haldist áfram.
Og einnig vegna þess, að Seðlabanki Evrópu mjög sennilega er verulega tregur til þess að sjá Grikkland hrökklast út úr evru - - ekki vegna væntumþykju gagnvart Grikklandi; heldur vegna væntumþykju gagnvart evrunni.
Þ.e. fjármálastöðugleiki á Evrusvæði sem Seðlabanki Evrópu hefur áhyggjur af.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2015 | 19:38
Það getur vel verið að - greiðsluþrot Grikklands frestist
Það er búin að vera vaxandi spenna vegna Grikklands, því að það er ekki það langt til loka júní, er Grikkland á að greiða AGS 928 milljón evra, en gríska ríkið ákvað að fresta greiðslum í þessum mánuði til mánaðamóta - sem skv. reglum AGS má. Síðan er skammt í greiðsludag í júlí þann 12/7 465 milljón evra.
Fyrir utan þetta, stendur Grikkland frammi fyrir greiðslu af láni í eigu Seðlabanka-Evrópu þann 19/7 upp á 3,45 milljarða evra.
- Skv. þessu virðist gjaldþrot nær óumflýjanlegt.
- En þ.e. kannski samt ekki alveg þannig!
- Punkturinn er sá, að AGS skv. starfsvenju lætur gjarnan hjá líða að skilgreina alveg strax að lán sé í greiðsluvandræðum - - það hefur komið fyrir áður, að þjóðir hafa verið seinar með greiðslur, og AGS hefur gjarnan áður beðið allt að 3-mánuði með það að framkalla hinn svokallaða "credit event." Að lísa yfir greiðslufalli.
- Málið er, að mig grunar að ekki sé ósennilegt að Seðlabanki-Evrópu, afriti þá venju AGS, og geri það sama - að fresta því að lísa lán í vanskilum, þó ekki verði greitt af því þann 19/7.
Seðlabanki Evrópu hefur það yfirhlutverk - að tryggja jafnvægi innan peningakerfi evrusvæðis
Með það í huga, virðist mér sennilegt að "ECB" hiki við það að - lísa yfir vanskilum. Kjósi frekar annað af tvennu, að veita viðbótar greiðslufrest eða að bíða með yfirlýsingu um greiðslufall.
Það þíði ekki að nákvæmlega ekki neitt gerist - þegar gríska ríkið stendur ekki við greiðslur gagnvart AGS nk. mánaðamót, eða við "ECB" þann 19/7 nk.
Það má segja að þá við hvorn atburð - - bætist við hættustig.
En "ECB" ber engin skilda til að lísa yfir vanskilum - þann sama dag og ljóst er að greiðsla berst ekki.
Mér virðist afar sennilegt að "ECB" fresti þeirri tilkynningu, vegna þess að starfsmenn "ECB" eru ekkert algerlega vissir um það - að það valdi engum vandræðum á evrusvæði ef Grikkland flosnar úr evrunni.
En ólíkt t.d. ríkisstj. aðildarlandanna, er "ECB" sennilega ekki að einangra skoðun sína á því hvað getur gerst - - einungis við nk. 3-4 ár eða svo.
- Ef "ECB" lætur hjá líða að lísa strax yfir greiðslufalli - - þá getur "ECB" tæknilega áfram haldið að heimila svokallað "ELA" þ.e. að gríski Seðlabankinn hafi áfram heimild til að veita bönkum í Grikklandi neyðarfjármögnun - fé sem höfuðstöðvar "ECB" skaffa.
- Þannig að á meðan það ástand er enn til staðar, að "ECB" skaffar lausafé - þá getur Grikkland áfram haldist innan evrunnar.
- Það má samt reikna með því, að til staðar verði sjáanlegt rugg á mörkuðum - ekki bara innan Grikklands.
- Og önnur teikn um aukna hættu, t.d. aukinn flótti innistæðna frá Grikklandi.
Eftir 19/7 verður það algerlega ákvörðun "ECB" á hvaða punkti Grikkland hrökklast út úr evrunni.
Meðan að starfsmenn þar telja enn einhverja von um samkomulag, getur verið að þeir séu til í að fresta yfirlísingunni um vanskil um nokkurn tíma - - það verði þó erfitt fyrir þá að fresta þeirri yfirlísingu fram yfir greiðsludaginn í ágúst eða 19/8, ef ljóst er að greiðsla berst ekki heldur þann daginn.
Niðurstaða
Ég er að segja að ég viti í reynd ekki hvenær Grikkland verði greiðsluþrota "formlega séð." Því að það geti verið mat starfsmanna AGS og starfsm. "ECB" að rétt sé að festa því að lísa skuldir við Grikkland í eigu þeirra stofnana - í vanskilum.
Meðan að hvorug stofnun gefur úr þá yfirlísingu - þá verður væntanlega enginn "credit event."
Það geti því vel verið að samningar milli gríska ríkisins og aðildarlanda, haldi áfram út júní og síðan júlí að auki a.m.k. Það geti verið að það verði þó of stór kaleikur fyrir starfsm. "ECB" að leiða hjá sér greiðsludaginn í ágúst að auki.
Þannig að greiðsluþrots atburðurinn verði þá í ágúst, ekki júlí eins og ég hef talið líklegast.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.6.2015 kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2015 | 23:42
ISIS virðist farið að veita hefðbundna almenningsþjónustu á umráðasvæðum
Sá þessa áhugaverðu grein á NyTimes: Offering Services, ISIS Digs In Deeper in Seized Territories. Þetta er sennilega snjöll afðerð hjá ISIS.
- Með því að lagfæra skemmdar lagnir.
- Koma rafmagni í lag.
- Handtaka þjófa, tryggja lágmarks öryggi borgara.
- Borga starfsmönnum laun - sem sjá um slíka þjónustustarfsemi.
Þá græðir ISIS víðtækara samþykki meðal íbúa þeirra svæða, sem ISIS nú ræður yfir.
Þeir virðast raunverulega hafa metnað til að verða ríki
Það þíðir - að veita alla lágmarks grunnþjónustu. Greiða starfsmönnum laun, sem sjá um þá vinnu. Þannig fjölgar þeim sem eru háðir ISIS - ekki bara hermenn, heldur einnig starfsmenn sveitafélaga á þeirra umráðasvæði.
Þeir séu farnir að mynda - stjórnsýslu.
Þá hefur vaxandi fjöldi fólks, lífsviðurværi sitt af ISIS.
- Þetta þíðir að sjálfsögðu einnig, að stærri hluti samfélaganna á þeirra umráðasvæði, er þá sennilega tilbúið að - - berjast með þeim.
- En það að verða samþykktara innan samfélagsins - - væntanlega fylgir sá hliðarágóði, að fá meiri stuðning á því sviði einnig.
Þannig festi ISIS sig í sessi - og það verði enn erfiðara en áður, að losna við það.
Ekki síst, að með því að skjóta þannig rótum innan samfélaganna undir þeirra stjórn - þá er ISIS væntanlega einnig að slíta rætur þeirra samfélaga frá þeim ríkisstjórnum sem hafa ráðið þeim svæðum áður.
- Ríkisstj. Sýrlands í Damascus.
- Og ríkisstj. Íraks í Bagdad.
Það er í raun og veru algerlega einstakt í seinni tíma sögu, að verða vitni af því - að nýtt ríki sé þannig myndað með valdi.
Áður fyrr var þetta algeng aðferð, en hún hefur mun síður tíðkast seinni ár.
Ef svo heldur sem horfir, þá verður það stöðugt fjarlægara að unnt sé að halda þessum löndum saman, þ.e. Sýrlandi / Írak.
ISIS sé þannig að - - ganga úr skugga um það, smám saman, að þau lönd klofni.
Niðurstaða
Það er nefnilega atriðið sem gerir ISIS algerlega einstakt í sögu rótækra íslamista samtaka, það er sá metnaður ISIS að verða ríki. Í því ástandi að hóparnir sem byggja þau svæði sem ISIS ræður yfir - hata ríkisstjórnir þeirra landa sem þau svæði enn "lögformlega tilheyra" meir heldur en það fólk hugsanlega hatar ISIS; þá sennilega heldur ISIS áfram að skjóta dýpri rótum í þeim samfélögum.
Á einhverjum tímapunkti - verði sennilega ekki aftur snúið.
Verkið verði fullkomnað - íslamska ríkið verði staðreynd.
Og klofningur þeirra svæða sem ISIS ræður yfir frá Sýrlandi og Írak, staðreynd.
Hvort sem sú verður formlega viðurkennd eða ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2015 | 00:01
Er eina leið Grikklands að knýja fram eftirgjöf aðildarríkja, að verða of seint með greiðslur til Seðlabanka Evrópu í júlí?
Wolfgang Münchau hjá Financial Times, kemur fram með þá röksemd - að Grikkland tapi sennilega ekki á því, að keyra fram af bjargbrúninni. Að hans mat sé það eina leiðin til þess, að brjóta upp ísvegg andstöðu aðildarríkja evrusvæðis sérstaklega í Þýskalandi og Frakklandi, um að veita umtalsverða eftirgjöf: Greece has nothing to lose by saying no to creditors
Hann bendir á 3-atriði:
- Hann bendir á að samanlagt skuldi Grikkland 160 milljarða evra ríkisstjórnum Frakklands og Þýskalands.
- Það verði hvorki meira né minna, en stærsta fjárhagslega tap þeirra landa gagnvart öðru landi í mjög langan tíma - - og hljóti að hafa pólitískar afleiðingar innan Þýskalands og Frakklands.
- Og hann vill meina, að það blasi ekki endilega við - að Seðlabanki Evrópu muni klippa á naflastrenginn við Seðlabanka Grikklands, þó svo að Grikkland verði seint með greiðslur til Seðlabanka Evrópu í júlí þ.s. Seðlabankinn þarf að sjálfsögðu að meta áhrif brotthvarfs Grikklands úr evrunni á stöðugleika evrusvæðis.
Einungis með því að hafna núverandi - tilboði aðildarríkja, enn eina 11. stundar tilboðið, og keyra síðan fram af þeirri brún, að semja um greiðslur í tæka tíð fyrir greiðsludaginn stóra á lánið í eigu Seðlabanka Evrópu - - > Blasi við staða sem sé nægilega grimm til að leiðtogar Frakklands og Þýskalands, hafi þá afsökun sem þeir leiðtogar þurfa, til að bakka!
- Hann vill einnig meina, að nýjasta tilboð aðildarlandanna, sé enn það dýrt - - að gjaldþrot sé betri valkostur fyrir Grikkland; þó svo að aðildarlöndin mundu ekki blikka á lokastundu.
"I come to a figure of a cumulative hit on the level of GDP of 12.6 per cent over four years. The Greek debt-to-GDP ratio would start approaching 200 per cent. My conclusion is that the acceptance of the troikas programme would constitute a dual suicide for the Greek economy, and for the political career of the Greek prime minister."
- Hann bendir einnig á, að Alexis Tsipras þurfi ekki að standa frammi fyrir nýjum þingkosningum fyrr en 19. jan. 2019, m.ö.o. hann hefur rúm 3 - ár til þess að ná fram lágmarks efnahagsstöðugleika eftir þrot.
- Ég hugsa að það sé vel gerlegt að ná gríska hagkerfinu inn í ástand sæmilegs stöðugleika að 3-árum liðnum.
Nýlega í grein, benti ég á að því fylgi nokkrir kostir fyrir Grikkland að kjósa þrot:
Ég er ekkert viss um -gjaldþrot- sé verri kosturinn fyrir Grikkland
- En skv. greiningu sem ég rakst á, þá er megnið af ríkisskuldum Grikklands í erlendri eigu. Þetta er auðvitað afleiðing björgunarprógrammsins svokallaða.
- Þegar skuldir eru nær allar í eigu útlendinga, þá þarf gjaldeyrisöflun þjóðarbús að standa undir þeim skuldum.
- Því miður er Grikkland lokaðasta hagkerfi ESB, þ.e. hlutfall útflutnings er einungis um 1/3 af þjóðarframleiðslu, sem er lægra en t.d. á Spáni og einnig í Portúgal. Það þíðir að samsetning skulda Grikklands, þ.e. í eigu útlendinga - - gerir greiðslustöðuna til muna erfiðari en ella væri, en ef t.d. helmingur væri í innlendri eigu.
- Þetta ástand einmitt - - gerir það sérlega freystandi, að velja þrot.
En í stað greiðslubyrði upp á 3,5% af þjóðarframleiðslu, í reynd mun hærra hlutfall gjaldeyristekna - - fari nk. 30 ár til erlendra eigenda skulda.
Þá heldur gríska hagkerfið þessu fé!
- Að auki virðist almenningur hafa sent svo mikið fé úr landi síðan evrukrísan hófst, að nú eiga grískar fjölskyldur meir á erlendum bankareikningum en nemur skuldum grískra fjölskylda við erlenda aðila.
- Nærri 60% allra innistæðna fyrirtækja í Grikklandi sé einnig varðveittur erlendis, meðan um 80% skulda fyrirtækja sé innan Grikklands. Það þíðir, að grísk fyrirtæki verða fyrir umtalsverðum gengisgróða ef við gerum ráð fyrir skiptum yfir í drögmur, að skuldir þeirra verði að drögmum meðan að peningar þeirra í erlendum bönkum hækkka í virði miðað við drögmu. Grískar fjölskyldur einnig verða fyrir gengisgróða.
- Skv. greiningu sem vitnað er til, sé sá gengisgróði um 5% af þjóðarframleiðslu Grikklands, ef gert sé ráð fyrir 30% gengisfalli drögmu.
Þetta mildar skv. þeirri greiningu, það áfall sem grískt hagkerfið og almenningur verður fyrir - fyrsta kastið.
Grísk fyrirtæki ættu ekki að verða fyrir neinu umtalsverðu tjóni - meira að segja bankarnir ættu að standa þetta af sér, ef gert er ráð fyrir skiptum yfir í drögmur.
- Munchau bendir á, að grísk yfirvöld mundi sennilega gæta þess, að halda áfram að borga af skuldum í eigu - - einkaaðila.
- Til að missa ekki traust fjárfesta og annarra einkafyrirtækja - - niður úr öllu valdi.
Niðurstaða
Ég held að þegar staða Grikkland sé höfð í huga, þ.e. samsetning skulda - það að fyrirtæki og almenningur, virðast hafa gætt hagsmuna sinna og þegar vera búin að koma fé undan til annarra landa í skjól þar.
Þá verði afleiðingar þrots gríska ríkisins gagnvart - "opinberum kröfuhöfum" þ.e. AGS, Seðlabanka Evrópu og ríkissjóðum aðildarlanda; ekki endilega nándar nærri eins hræðilegar fyrir Grikkland og margir halda fram.
Þetta eru eiginlega rök fyrir því - að aðildarlöndin ættu að bakka, þegar Grikkland vísvitandi fer fram af brúninni í júlí nk., þegar kemur að greiðsludeginum gagnvart Seðlabanka Evrópu, er gríska ríkið á að greiða um 3,45 milljarða evra.
Þá verði staðan sett fram eins svörtum litum og hægt er, þ.e. annaðhvort verði veitt eftirgjöf, eða virkilega Grikkland velur þrot.
Þrot sé sennilega raunverulega skárri valkosturinn fyrir Grikkland - nema að opinberir kröfuhafar, veiti umtalsverða eftirgjöf.
Ég hugsa að það þurfi að vera a.m.k. helmings afskrift, til þess að það borgi sig frekar fyrir gríska ríkið - - að greiða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2015 | 12:03
Vinstri stjórn hefði einnig sett lög á vekfall BHM og hjúkrunarfræðinga
Um þetta atriði er eg 100% viss, m.ö.o. að gagnrýni formmanna Samfylkingar og VG sé fyrst og fremst klassísk pólitísk tækifærismennska. En ég reikna með því að flestir viti af því með hvaða hætti félögin á almenna vinnumarkaðnum - - settu ríkisstjórninni úrslitakosti.
Lagasetning á verkföll BHM og FÍH samþykkt :Alþingi samþykkti nú undir kvöld lagasetningu á verkfallsaðgerðir 17 aðildarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 30 atkvæðum gegn 19. Sigurður Ingi Jóhannsson, flutningsmaður frumvarpsins, sagði það alltaf erfitt og þungbært að setja...
Vitna aftur í orð Ólafía Rafnsdóttur, formanns Verslunarmanna fyrir 2-vikum:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
- Menn verða að átta sig á því, að félögin á almenna vinnumarkaðnum, með 75þ. félagsmenn ca. samtals.
- Geta nokkurn veginn, stöðvað alla verðmætasköpun í íslenska hagkerfinu.
- Og ef ríkið ætlaði að setja lög á þeirra verkföll, eru þetta það fjölmenn félög - - að ef þau standa fyrir skipulögðum mótmæla-aðgerðum, þá eru þau um leið ógn við ríkið.
- En við höfum orðið vitni að því bæði hér og erlendis, að ríkisstjórnum sé ýtt frá völdum, fyrir tilstuðlan fjölmennra mótmæla.
Ef við aftur á móti berum þetta afl félaganna á almenna vinnumarkaðnum við afl félaga í BHM og hjúkrunarfræðinga. Þá sannarlega valda verkföll þar - vandræðum innan stjórnkerfis sveitafélaga sem og ríkis, og innan heilbrigðiskerfisins.
- En þau skaða lítt verðmætasköpun samfélagsins.
- Og Þeir hópar eru ekki nægilega fjölmennir, til að geta ógnað ríkinu með beinum hætti.
Ég er því ekki í nokkrum vafa, að útkoman hefði orðið sú hin sama, ef vinstristjórn VG og Samfylkingar hefði haldið áfram eftir kosningarnar 2013.
Eðlilega setur ríkisstjórnin ekki þau skilirði, sem mundu leiða til þess að Gerðardómur hleypti upp samningum á almenna vinnumarkaðnum.
Og ég er handviss um, að Árni Páll mundi bregðast nákvæmlega eins við ef hann væri í ráðherrastól í þetta sinn.
Ég væri mjög hissa ef dómstólar dæmdu gegn ríkinu, enda frekar auðvelt að sýna fram á - - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, voru og eru nú fullkomlega vonlausri stöðu. Samtímis því að verkföll þeirra - skaða sjúklinga, þó þann skaða sé ekki auðvelt að sanna til skamms tíma, þíða verkföll þeirra að sjúklingar undir eftirliti fara ekki í skoðanir tímanlega eða í annað eftirlit tímanlega - - það þíðir að hvort það hefur orðið tjón kemur ekki í ljós fyrr en heilbrigðiskerfið vinnur niður biðlistana sem eru komnir.
Og ég sé enga möguleika í stöðunni - - sem ekki skilar landflótta hjúkrunarfræðinga.
Eins og ég sagði - kröfur þeirra eru í fullkomlega vonlausri stöðu.
- En ljóst er, fyrst að samningar á almenna vinnumarkaðnum - eru ekki einu sinni nærri því að uppfylla þeirra kröfur, og sama gildir um kröfur BHM.
- Að þá hlýtur það að sprengja samninga á almenna vinnumarkaðnum, ef ríkið hefði gengið að kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.
- Ríkið stóð frammi fyrir úrslitakostum.
Félögin á almenna vinnumarkaðnum hafa afl í sameiningu einmitt til þess, að setja ríkinu stólinn fyrir dyrnar.
Á sama tíma, munu þau einnig -ef samningar þeirra eru sprengdir- tryggja með því að framkalla nægilega mikla verðbólgu - - að þó svo að hjúkrunarfræðingar og BHM næðu fram prósentu launahækkunum skv. þeirra kröfum - - > Þá mundi það ekki leiða til kaupmáttaraukningar umfram samninga þá sem félögin á almenna vinnumarkaðnum samþykktu fyrir 2-vikum.
Þannig að það sé virkilega svo - að kröfur hjúkrunarfræðinga og BHM, séu í vonlausri stöðu.
Þannig að ekkert komi í veg fyrir landflótta úr þeim stéttum - þeirra sem eru óánægðastir.
Ríkið hafi því ekki haft þ.s. raunhæfan kost, að ganga að þeirra kröfum. Það sé skárri kostur fyrir þjóðfélagið, að ríkið leitist við að -verja samningana á almenna vinnumarkaðnum- sem þíðir að setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga.
Niðurstaða
Það er búið og gert, lögin hafa verið sett. Og verkföllum BHM og hjúkrunarfræðinga frestað. Það var fyrirfram vitað að hluti félaga í þessum hópum, mundi fara í kjölfarið af landi brott. Á hinn bóginn, eins og ég hef áður bent á, tel ég enga leið hvort sem er að forða þeim landflótta - þ.s. félögin á almenna vinnumarkaðnum mundu tryggja að hann yrði einnig í því tilviki að BHM og hjúkrunarfræðingar næðu kröfum sínum fram; með því að keyra sömu kröfur í gegn fyrir sína félaga og þannig skapa það mikla verðbólgu í þjóðfélaginu að enginn, þar með ekki BHM né hjúkrunarfræðingar, mundu enda með umtalsverða nettó kaupmáttaraukningu.
Þannig að landflótti úr stéttunum tveim, hafi legið í loftinu burtséð frá því hvort ríkið mundi samþykkja kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga eða ekki.
Þannig að eina skynsama í stöðunni, hafi verið af hálfu ríkisins, að binda endi á þau verkföll í ljósi þess, hve fullkomlega vonlaust er að félögin 2-nái fram kaupmáttaraukningar kröfu sinni til sinna félagsmanna fram að sinni.
- Ef þau vilja samt halda kröfu sinni til streitu.
- Þá þurfa þeir hópar -rökrétt séð- að ræða þær kröfur við félögin á almenna vinnumarkaðnum.
Því þau félög -de facto- hafa vald til þess að hindra að kröfur BHM og hjúkrunarfræðinga nái fram að ganga. Og félögin á almenna vinnumarkaðnum einmitt beittu því valdi sínu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég leit á fréttir þá stóðu umræður enn yfir á Alþingi, og því frumvarp ríkisstjórnar um að fresta verkföllum - ekki enn orðið lög.
- Það er sannarlega rétt, að slík lagasetning - er viss atlaga að samningsrétti félaganna tveggja.
- Á hinn bóginn, virðist þessi deila í gersamlega óleysanlegum hnút.
- Á sama tíma, virðast þeir sem standa fyrir þeim verkföllum - - hreinlega ekki til í að samþykkja það sem við blasir, að ekki sé nokkur leið að ná kröfum félagsmanna fram.
En það hefur blasað við síðan samningar á almenna vinnumarkaðnum voru undirritaðir, að ríkið ætti ekki það sem raunhæfan valkost - að mæta kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga.
Skv. því sem Ólafía Rafnsdóttir, formaður Verslunarmanna sagði:
Teflt á tæpasta vað með samningunum: Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að ef ekki verðið staðið við þau ákvæði sem sett hafi verið í samningnum þá sé hægt að nýta opnunar ákvæði í kjarasamningnum. Þá er bara búið að rjúfa samninginn. Sama gerist ef þeir hópar sem eiga eftir að semja ná fram miklu meiri launahækkun en fólst í samningunum í dag.
Þá stilltu félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum ríkinu upp við vegg:
- Þannig að ríkið er þvingað til að velja hvort það mætir kröfum BHM og hjúkrunarfræðinga, og þar með rýfur samninga við samtals 75þ. félagsmenn 15 félaga á almenna vinnumarkaðnum.
- Eða setur lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga, ef félögin 2-neita að sætta sig við sambærilega samninga þeim samningi sem félögin 15 gerðu.
Ég lít þannig á, að með því að gefa BHM og hjúkrunarfræðingum - 2 vikur til að hugsa málið, átta sig á að þau félög ættu í reynd engan valkost annan í stöðunni.
Hafi ríkið í reynd sýnt samningssrétti þeirra félaga, eins mikla virðingu og því var fært.
Ef ríkið hefði strax fyrir 2-vikum sett lög á verkföll BHM, og hjúkrunarfræðinga, þá hefði mátt segja - - að þeim félögum væri sýnt lítilsvirðing.
En nú 2-vikum seinna, þá virðist ljóst af viðbrögðum félaganna 2-ja, að þau félög hafa engan áhuga á því að taka tillit til þessarar stöðu; þegar þau halda kröfu sinni til streytu - - > Sem er algerlega ljóst að mundi sprengja samninginn við félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum.
- Félagsmenn félaganna 2-ja hafa vísað allri ábyrgð á bug.
- Sakað ríkið um skilningsleysi.
- Talið sig ekki hafa ástæðu til að taka nokkuð hið minnsta tillit til stöðunnar sem varð til, þegar ljóst var hvernig samningur félaganna á almenna vinnumarkaðnum leit út.
Það verður einfaldlega að álykta að - - þeir sem fara fyrir þessum 2-verkföllum, séu sjálfir ekki að sýna þá eðlilegu ábyrgð, sem fólk sem gegnir svo mikilvægum störfum ætti að auðsýna.
Þetta ágæta fólk, virðist haldið - - veruleikabrenglan á umtalsvert háu stigi.
Þegar þau heimta, og það ítrekað - - að ríkið sprengi samninginn á almenna vinnumarkaðnum.
Vandi ekki síst sá, að vonlaust er að BHM og hjúkrunarfræðingar nái fram þeirri kjarabót sem þeirra félög heimta
En það kemur til af því, að félögin 15 á almenna vinnumarkaðnum - hafa látið það í skína að þau mundu sækja sambærilegar launahækkanir til sinna félagsmanna - - ef samningurinn sem þau félög undirrituðu fyrir 2-vikum er sprengdur.
Það þíðir að þá ganga sambærilegar hækkanir í prósentum talið til 75þ. meðlima þeirra samtaka - - og ég hreinlega trúi því ekki að landið hafi efni á það mikilli launahækkun fyrir þetta fjölmenna hópa, þegar félagar í BHM og hjúkrunarfræðingar bætast þar við.
Þannig að - - gengisfelling væri örugg útkoma.
- Það þíði eiginlega að nú 2-vikum liðnum.
- Og ekkert bendi til þess að félögin 2-séu að átta sig á þvi hve vonlaus staða krafna þeirra er.
Þá virðist ljóst, að það eina rökrétta sem eftir sé í stöðunni - sé að setja lög á verkföll þeirra.
Niðurstaða
Það að almenni vinnumarkaðurinn setti það ákvæði inn í sinn kjarasamning, að ef ríkið mundi semja um meira við aðra hópa - - þá mundi samningur þeirra vera sprunginn. Sýnir að auki fram á, að ljóst er að félagsmenn þeirra félaga séu sennilega ekki mikið haldnir af samúð þegar kemur að kröfum um launahækkanir - - verulega umfram þ.s. þau félög hafa samþykkt fyrir 2-vikum.
En ljóst er að viðbrögðum talsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga, að kröfur þeirra félaga eru umtalsvert meiri.
Það má vel vera að í kjölfarið verði flótti út hópi hjúkrunarfræðinga og þeim sem undir hatt BHM falla - til Noregs t.d.
Það verður þá að taka á því þegar það gerist - - t.d. auglýsa þær stöður á evrópska efnahagssvæðinu. En ég held það sé vel unnt að fá fólk til að gegna þeim störfum t.d. bjóða útlendingum ríkisfang á Íslandi eftir 6 ára starf.
Það hlýtur að vera nóg af fólki sem getur sinnt þeim störfum, þó það séu ekki endilega íslenskt. Ef Noregur getur sókt sé fólk að utan, getur Ísland það einnig gert, og á þeim kjörum sem hér bjóðast.
Kv.
11.6.2015 | 23:11
Sala Arionbanka og Íslandsbanka til útlendinga fer sennilega fram án þess að hugmyndir Frosta verði að veruleika
Frosti Sigurjónsson - - eins og kom fram fyrr í vikunni, var með eftirfarandi Facebook færslu:
"Slitabú föllnu bankana eiga Íslandsbanka og Arion banka að mestu leiti og áforma að selja þá á þessu ári ef aðstæður leyfa. Verði kaupandinn erlendur, mun hann eins og aðrir vilja hámarka hagnaðinn, en hann vill auk þess taka arðinn úr landi í gjaldeyri. Hagnaður Arion og Íslandsbanka hefur numið tugum milljarða á ári. Á einum áratug gæti erlendur kaupandi sogað hundruði milljarða í gjaldeyri út úr hagkerfinu. Mér finnst því afar einkennilegt að það geti samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og þjóðarhagsmuni að selja erlendum aðilum bankana."
Þetta er að sjálfsögðu allt rétt hjá Frosta - að erlendir aðilar munu kaupa þá til þess að hagnast á þeim, og að sjálfsögðu - - því hærra sem söluverðið verður því stífari verður að líkum hagnaðarkrafa þeirra sem kaupa.
Frosti áttar sig greinilega að EES-samningurinn kemur í veg fyrir að unnt sé að hindra kaup útlendinga á bönkunum tveim
Enda kom fram í viðtali við hann á þriðjudag sú hugmynd - - að Alþingi setti lög um að gera alla banka á landinu að svokölluðum "non profit" bönkum. Þetta væri auðvitað tæknilega mögulegt, og sennilega eina tæknilega færa leiðin til að draga úr þeim hagnaði sem nýir eigendur hugsanlega taka til sín úr Íslandsbanka og Arionbanka.
- Ég skal viðurkenna að ég þekki ekki almennilega hvernig "non profit" bankar virka.
En þetta fyrirbæri er til t.d. sums staðar í Bandaríkjunum.
Það eru samt ákveðnir gallar sem má vera að Frosti hafi ekki íhugað.
- Það þarf að hafa í huga, að ef -hagnaður- er þurrkaður nær alveg út í bankakerfinu hérlendis, þá auðvitað mundi söluverð Arionbanka og Íslandsbanka verða til mikilla muna lægra en annars.
- En það hefur komið fram í máli Sigmundar Davíðs, að ef söluverð á eignarhlut slitabúanna á bönkunum tveim - - er umfram þau viðmið sem gefin hafa verið upp, í samkomulagi við ríkið - > Þá fái ríkið til sín dágóðan slurk af þeim viðbótar hagnaði.
- Augljóst virðist - að ef þessi breyting yrði gerð á Ísl. lögum, þá mundi söluverð bankanna 2-ja fara mjög líklega undir þau viðmið, sem um hefur verið samið af hálfu ríkisins, við kröfuhafa Glitnis sáluga og Íslandsbanka sáluga.
- Punkturinn er sá, að það mundi líklega ónýta það samkomulag sem ríkið virðist þegar hafa gert við skilanefndirnar tvær, þar með við þá hópa kröfuhafa sem eiga kröfur í þau þrotabú.
Ekki veit ég nákvæmlega hvaða afleiðingar það hefði fyrir ríkið - - að ónýta það samkomulag.
En mig grunar þó, að það gæti sett þá lausn sem ríkisstjórnin sagði þjóðinni frá sl. mánudag í vanda - - en sú tímasetning tók örugglega tillit til þess að ríkið var þá þegar komið með samkomulags ramma við stóran hluta kröfuhafa.
En nú væri allt í einu - - samkomulag í uppnámi við þá hópa kröfuhafa sem tengjast þrotabúi Glitnis sáluga, og Íslandsbanka sáluga.
- M.ö.o. - - ríkið yrði örugglega að lágmarki, færa þá dagsetningu þegar 39% skattur á að leggjast á eignir þrotabúanna, sennilega um heilt ár.
- Þar með fresta haftalosun um ár.
En líklegt væri að kröfuhafahóparnir yrðu nokkuð pyrraðir - - enda mundu sjá fram á minni heimtur úr búunum tveim.
Það gæti því tekið nokkurn tíma, að ná fram nýju samkomulagi - - segjum að það verði í höfn innan árs héðan í frá - - þá væri komið afar óþægilega nærri þingkosningum.
- Það sem mig grunar í reynd sterklega, er að það samkomulag sem þegar liggur fyrir milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafahóps þess sem á Arionbanka og Íslandsbanka.
- Bindi í reynd hendur ríkisstjórnarinnar, og það sé afar ólíklegt að hún sé til í að taka þá áhættu að fórna því samkomulagi, með einungis 2 ár til kosninga.
Niðurstaða
Ég held að spurningin hvort að við íhugum hugmyndir Frosta Sigurjónssonar snúist um það hvort að við leggjum í það að ónýta það samkomulag er virðist liggja fyrir við þá kröfuhafahópa er eiga Arionbanka og Íslandsbanka.
Það stefnir í að ríkið fái mjög mikið fé út úr því samkomulagi er virðist liggja fyrir, þ.e. fé er nemur hundruðum milljarða króna.
Ég held að sá söluhagnaður sem kröfuhafarnir og auðvitað ríkið fær sinn skerf af, sé mikilvægur þáttur í því samkomulagi.
Ég sé því ekki fyrir mér það sem sennilega útkomu, að ríkið fylgi hugmyndum Frosta fram.
Þessir 2-bankar verða örugglega seldir hæstbjóðanda. Og þó forsætisráðherra hafi sagt mikilvæga spurningu hver kaupir - - þá sé það ekki á valdi hans að velja þá kaupendur.
Kröfuhafar vilja auðvitað fá sem mest fé út úr sölunni, svo það verður örugglega hæstbjóðandi í bæði skiptin - - sem þíðir alveg örugglega að í báðum tilvikum mun kaupandi leggja áherslu á að sækja sér sem mestan hagnað úr bönkunum tveim á nk. árum.
Og það mun örugglega hafa neikvæð áhrif á þróun gengis krónunnar, nákvæmlega eins og Frosti nefndi í sinni Facebook færslu - - hann hefði mátt koma þessum ótta sínum fyrr á framfæri!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 387
- Frá upphafi: 871077
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 353
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar