Virðast hafnar nornaveiðar gegn helsta pólitíska flokki Kúrda í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, virðist haldin stórhættulegu valdabrjálæði. En rétt er að rifja upp að fyrri hluta sumars í ár, voru haldnar þingkosningar í Tyrklandi - þá ætlaði Edogan að breyta stjórnarskránni. En hann er nú kjörinn forseti landsins. Sú breyting átti að færa völdin til embættis forseta landsins - svo hann mundi áfram stjórna landinu sem forseti.

  1. En hann gat ekki lengur setið sem forsætisráðherra - skv. stjórnarskrá landsins.
  2. Til þess að ná þessu fram, þurfti AKB flokkur Erdogan að ná - nægilega stórum þingmeirihluta.

Í staðinn, tapaði AKB flokkurinn sínum meirihluta.

http://www.phibetaiota.net/wp-content/uploads/2013/07/turkey-ethnic-groups.png

Lýðræðisflokkur Kúrda, eins og má þíða nafn flokksins, náði óvænt 11% hlutfalli atkvæða. Komst þá upp fyrir 10% múrinn á tyrkneska þinginu - sem er óvenju hár múr, svo flokkur fái þingmenn.

  1. Ég held að það sé alls ekki tilviljun - að Erdogan fyrir nokkrum vikum hóf stríð gegn -Verkamannaflokki Kúrdistan, þekkt skammstöfun "P.K.K." En það leiðir til þess, að nú víða í borgum og bæjum í héruðum meirihluta byggð Kúrdum - - > Er nú öryggis-ástand, og ferðir borgara takmörkunum háðar.
  2. Síðan berast - - tvær mjög merkilegar fréttir:

Fears raised as violence escalates in Turkey: Múgur réðst á skrifstofur "H.D.P" eða Lýðræðisflokks Kúrda, í Ankara höfuðborg Tyrklands - og kveikti í þeim. Ekkert bólaði á afskiptum lögreglu. Skrifstofur flokksins urðu fyrir svipuðum árásum í nokkrum öðrum borgum.

Það sem ég líki þessu við, eru aðfarir "S.A." sveita nasista á árunum 1926 - 1933, er nasistar náðu völdum. En "S.A" sveitirnar sérhæfðu sig einmitt í "mob attacks" - sem skipulega var beitt til að skapa ótta og ringulreið.

En ég stórfellt efa að það sé tilviljun að ráðist sé á skrifstofur "H.D.P."

Turkey opens criminal inquiry on Kurdish political leader: "DHA, Turkey’s main secular news agency, reported late on Wednesday that the state prosecutor in Diyarbakir, the regional capital of Turkey’s predominantly Kurdish populated south-east, had opened an investigation into Mr Demirtas on charges ranging from humiliating the Turkish people to insulting the president and producing propaganda for a terrorist organisation."

Það þarf vart að taka fram - - að þessar ásakanir gegn leiðtoga Lýðræðisflokks Kúrda, eru augljóslega af pólitískum meiði.

  1. En það má hugsa sér, að minnsta gagnrýni á hugmyndir eða stefnu Erdogan, túlkist á grunni þeirrar kæru.
  2. Að minnsta gagnrýni á skipan mála innan Tyrklands, geti skoðast einnig út frá sömu kæru.
  3. Og ekki síst, það að kvarta yfir aðförum tyrkneskra yfirvalda -í átökum þeirra á svæðum Tyrkja -geti einnig að auki skoðast út frá þeirri ákæru.

-------------

  • Mér virðist blasa við, að tilgangurinn sé að - hindra Lýðræðisflokk Kúrda í því að ná inn á þing, í nýjum þingkosningum sem boðað hefur verið til nú í haust.

Og til þess, sé Erdogan tilbúinn að beita ótrúlegum fantaskap, sbr. að hefja stríð gegn "P.K.K." -munið að flugher Tyrklands er stærstum hluta að beita sér gegn sveitum tengdum P.K.K. Sýrlandsmegin landamæranna.

Erdogan m.ö.o. virðist tilbúinn að taka þá áhættu, að sveitir -ISIS- nái að sækja gegn Kúrdum.

Síðan bætist við - sem virðast skipulagðar múgárásir á skrifstofur Lýðræðisflokks Kúrda.

Og þetta síðasta, tilraun til þess að - koma þekktasta pólitíska leiðtoga Kúrda í fangelsi.

  1. Með árásum á P.K.K. vonist Erdogan til að, þétta þjóðernissinnaða Tyrki að AKB flokknum. Tilgangur þeirra árása sé augljóst - pólitískur.
  2. Síðan sé með atlögu að helsta pólitíska flokki Kúrda, ætlað að koma í veg fyrir, að nokkur kúrdískur flokkur nái inn á þing.
  • Þetta snúist allt um - tilraun Erdogan að ná því markmiði að AKB flokkurinn nái aftur meirihluta í haust - og helst, nægilega stórum svo Erdogan geti breytt stjórnarskránni að vild.

Í því markmiði - sé Erdogan tilbúinn að taka áhættu á borgarastríði í Tyrklandi.

Og auk þess - að hætta á að áhrif ISIS í Tyrklandi vaxi enn frekar.

 

Niðurstaða

Ég get ekki annað en kallað - aðfarir Erodgan geggjun.

Kúrdar eru ca. 18% landsmanna, heildarfjöldi íbúa Tyrklands ca. 77 milljón. Ég hef heyrt töluna 13 milljón manns. Tyrkir eru í kringum 70% landsmanna. Restin kraðak lítilla hópa.

En mér virðist hann vera að hætta á - hugsanlega umtalsvert alvarleg innanlands átök í Tyrklandi. Tyrkneski herinn mundi þá sennilega beita Kúrda, mjög miklu harðræði.

Við getum átt eftir að sjá - næsta flóttamannastraum, koma frá Tyrklandi.

Það þarf vart að taka fram - að efnahagslegar afleiðingar fyrir Tyrkland, af slíkum átökum - yrðu miklar. Augljóst mjög slæm fyrir ferðamennsku - en einnig ekki síður slæm, fyrir fjárfestingar í landinu. En hingað til, hefur uppbygging í efnahagsmálum verið helsti árangur Erdogans.

Hann gæti verið að taka þá áhættu, að leggja þann árangur stórum hluta í rúst. Á altari persónulegs valds.

 

Kv.


Samningur Írana og Bandaríkjanna - er nú öruggur

Skv. frétt Reuters hefur Obama nú fengið næg atkvæði í Öldungadeild Bandar.þings til að "Filibuster" eins og þ.e. kallað, tillögu Repúblikana um að - hafna samningnum við Íran.

Obama musters key 41 Senate votes for Iran nuclear deal

Þetta þíðir m.ö.o. að Obama hefur tryggt sér nægan fjölda atkvæða - til þess að ekki þarf að koma til beitingar Obama á neitunarvaldi.
41 atkvæði - dugi til þess að hindra framgöngu tillögu Repúblikana.

  • Þetta þíðir m.ö.o. - - > Að samningur Bandaríkjanna við Íran, er kominn í örugga höfn.
  • M.ö.o. hann mun komast til framkvæmda.

Þegar hefur legið fyrir að alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran, falla niður

Þannig að ef Repúblikönum hefði tekist að -hindra þátttöku Bandar. í samkomulagi svokallaðra 6-velda við Íran. Hefði það ekki leitt til þess, að önnur þeirra 6-velda mundu hætta við að aflétta sínum refsiaðgerðum.

Að auki var orðið ljóst -að önnur hinna svokölluðu 6-valda, mundu hafna því að endurreisa alþjóðlegar refsiaðgerðir.

  • Það hefði þítt að Bandar. hefðu nánast ein staðið að aðgerðum gegn Íran.
  • Sem sennilega hefði haft þau megináhrif að viðhalda slæmum samskiptum við Íran.
  • En hefði ekki -hindrað að neinu ráði, nýja efnahagsuppbyggingu Írans.
  • Nú geta a.m.k. bandar. fyrirtæki -tekið þátt í þeirri uppbyggingu.

-----------------

Warm welcome awaits ‘Great Satan’ in Iran

Skv. nýlegri könnun í Íran -njóta bandarískar vörur og fyrirtæki verulegrar hylli meðal Írana, ásamt evrópskum vörum og fyrirtækjum -einkum þýskum.

"By a huge margin, Iranians would prefer to work for a US company than one from any other country, with 83 per cent of those surveyed interested in working for a US company, way ahead of second-placed Germany on 40 per cent."

Íranar virðast skv. þeirri könnun -bera verulega virðingu fyrir bandar. þjóðinni, þó það nái ekki endilega til bandar. stjv.

"The US is also the country they would most like to visit, ahead of Italy, France and Spain." - "Germany in particular was cited as a source of good quality products, with an approval rating of 87 per cent, closely followed by the US, Japan, the UK and France."

Sú könnun virðist benda til þess, að Vestrænar vörur eigi upp á pallborð hjá Írönum.
Skv. þeirri könnun, virtust indverskar vörur og kínv. njóta mun minni virðingar í skv. þessari neytendakönnun í Íran.

"Just 18 per cent of the survey respondents said China produced good quality products, with India lower still at 16 per cent..."

Þetta getur bent til þess, að viðsk. milli Írans og Vesturvelda, geti aukist verulega mikið á nk. árum. Auk þess að Vestrænir orkurisar hafa gríðarlegan áhuga nú á Íran. Ekki einungis þeir, Peugeot franski bifreiðasmiðurinn -hefur kynnt að Íran verði eitt af framtíðar vaxtarsvæðum þess fyrirtækis.

 

Íran er auðvitað mjög aðlaðandi land út frá landfræðilegum sjónarhóli

Hef bent á þetta áður, með 2-strandlengjur við hafssvæði þ.s. finna má olíu og gas í grennd.

  1. Turkmenistan, Uzbekistan og Azerbaijan við Kaspíahaf eru olíu- og gasauðug lönd. Íran getur verið flutningaleið fyrir olíu og gas frá þeim löndum, í gegnum eigin hafnir við Kaspíahaf - og leiðslu yfir land, til útflutningshafna við Persaflóa.
  2. Síðan hefur Íran sjálft lindir nærri Persaflóa, og hyggst auka útflutt magn á nk. 5 árum í 5 milljón föt per dag.
  • Ekki má heldur gleyma því að Íran framleiðir sl. 10 ár ca. að jafnaði um milljón bifreiða per ár - 2 megin framleiðendur, annar tengdur Peugeot. Hinn virðist seinni ár einkum í samstarfi v. S-kóreanska framleiðendur.

Ég er mjög bjartsýnn fyrir Írans hönd.

Að vandamál þeirra verði að mestu úr sögunni á nk. árum.

Íranar voru á öldum áður oft viðskiptaveldi, og geta orðið það að nýju. Sennilega þó ekki, heimsveldi - eins og stundum í fyrndinni.

Sjá 2-áhugaverðar umfjallanir NyTimes:

Cheney hefur bersýnilega ekkert lært - Dick Cheney Denounces Nuclear Deal With Iran as ‘Madness’

Mjög forvitnilegur vinkill á samninginn við Íran um kjarnorkumál - Plutonium Is Unsung Concession in Iran Nuclear Deal

 

Niðurstaða

Mig grunar að í framtíðinni, verði samningurinn við Íran eitt af mikilvægari breytingum í utanríkisstefnu Vesturvelda. En hann gerir a.m.k. mögulegt að samskipti Vesturvelda og Írans, batni stórfellt. Þó að það endi ekki endilega með vinskap, þá er það a.m.k. ekki lengur ómögulegt. En framundan eru mjög sennilega stórfelldar fjárfestingar vestrænna orkufyrirtækja í Íran - þær fjárfestingar koma sennilega í stað þeirra er áður voru fyrirhugaðar í samtarfi við Rússland, áður en núverandi deilur við Rússland spruttu upp.
Að vissu leiti má segja, eins dauði er annars brauð - að Íran geti að miklu leiti eða jafnvel að öllu, komið í stað Rússlands fyrir Vesturveldi. Í gegnum Íran, sé yfrið næga orku að fá -hvort sem sjónum er beint að aðgengi Írans að Kaspíahafi eða eigin lindum Írana sjálfra.Mig grunar að á nk. árum, verði Íran til mikilla muna öflugara hagkerfi en Rússland, og ekki ósennilega töluvert einnig öflugara sem herveldi. En vaxandi auð, fylgir gjarnan einnig aukin geta á hernaðarsviðinu eða a.m.k. að land sem safnar auðæfum hefur efni á stærri herafla en áður.

Samningurinn við Íran - geti átt eftir að reynast mjög mikilvægt strategískt skref fyrir Vesturveldi.

Íran sennilega tekur aftur fyrri stöðu - sem mikilvægasta ríkið við Persaflóa.

Kv.


Bandaríkin fara fram á að Grikkland stöðvi yfirflug rússneskra herflutningavéla

Um virðist að ræða andstöðu Bandaríkjastjórnar, við tilraunir rússneskra stjórnvalda til að aðstoða stjórnvöld í Damaskus - ég vakti athygli á fréttum þess efnis á sunnudag, að Rússland væri sennilega að undirbúa einhvers konar hernaðaraðstoð við stjórnvöld í Damaskus: Rússland að undirbúa hernaðaríhlutun í Sýrlandi?.

Það að Bandaríkin virðast vera að beita stjórnvöld í Aþenu þrístingi, um að neita rússneskum herflutningavélum um -yfirflug, um lofthelgi Grikklands.

Má sennilega taka sem staðfestingu þess, að Rússar séu virkilega að undirbúa einhvers konar aðstoð við stjórnvöld í Damaskus á hernaðarsviðinu.

En vart væru bandarísk stjórnvöld að standa í þessu, að þrýsta á stjórnvöld í Aþenu, ef enginn fótur væri fyrir því, að Rússar væru að undirbúa einhvers konar hernaðaríhlutun.

http://www.makehummusnotwar.com/images/content/levant.jpg

U.S. asks Greece to deny Russian flights to Syria

Bandaríkin geta sennilega flækt það mjög fyrir Rússlandi, að aðstoða stjórnvöld í Damaskus með beinum hætti, ef þeim tekst að hindra að rússneskar vélar fljúgi yfir Grikkland.

En hafandi í huga, að Erdokan af Tyrklandi, er mjög andvígur stjórnvöldum í Damaskus - þá má reikna með því, að yfirflug rússneskra herflutningavéla til Sýrlands, sé bannað í gegnum lofthelgi Tyrklands.

Þó ég hafi ekki heyrt beinar frétti um það atriði - þá grunar mig það sterklega.

Þannig að -eins og sjá má á korti- þá verða réttindi til yfirflugs um lofthelgi Grikklands, töluvert lykilatriði - ef Rússar ætla að viðhalda einhverjum fjölda eigin liðs í Sýrlandi.

  • Það gæti verið mögulegt að fljúga yfir - Íran.
  • Síðan Írak.
  • En það væri sennilega miklu mun óhentugri flugleið.
  • Spurning líka hvort að bandarískur flugher á svæðinu, mundi láta það yfirflug ótruflað.

En bandarískar herflugvélar eru reglulega með flug yfir Írak og svæðum Sýrlands undir yfirráðum ISIS, sbr. loftárásir Bandaríkjanna á stöðvar ISIS.

Flugleiðin yfir Mið-jarðarhaf er aftur á móti utan þess átakasvæðis.

 

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta forvitnilegar fréttir, þ.e. A)Að Rússar séu að undirbúa einhvers konar beina hernaðar-aðstoð við stjórnina í Damaskus. En eins og ég sagði frá síðast, bendi það til þess að fréttir þess efnis að her Damaskus stjórnarinnar sé í slæmu ástandi - eigi við rök að styðjast. En eins og ég sagði frá, sjá fyrri færslu mína, þá eiga Rússar hagsmuna að gæta í Sýrlandi. B)Síðan að Bandaríkin séu að leggja sig fram um að hindra að stjórnvöldum Rússlands, takist að koma stjórninni í Damaskus til aðstoðar. En ef aðstaða hers stjórnarinnar í Damaskus er virkilega orðinn alvarleg - gæti farið að styttast í eiginlegan ósigur þeirra.

Þá auðvitað skilst af hverju stjórnvöld í Rússlandi - eru að beita sér núna.

En ekki t.d. á sl. ári.

 

Kv.


Rússland að undirbúa hernaðaríhlutun í Sýrlandi?

Það sem ef til vill hefur ekki farið hátt í umræðunni, er að Rússland hefur umtalsverða hagsmuni bundna við núverandi stjórnvöld Sýrlands: Rússland ætlar ekki að gefa Sýrland eftir - punktur!. 31.12.2013 sagði ég frá því, að Rússar hefðu gert samning við Assad, sem veitir rússneskum aðilum einkarétt til leitar og nýtingar á olíu og gasi í lögsögu Sýrlands.

Engar fréttir hafa síðan borist af, að Rússar séu að hagnýta sér þennan möguleika.

En hann er sannarlega fyrir hendi, sjá - mynd að neðan.Gas claims for the Tamar Gas fields in the Eastern Mediterranean.

  • En þar má sjá mörk lögsögu Sýrlands.
  • Á kortinu sér hvar fundnar gaslindir í lögsögu Kýpur, og Ísraels eru staðsettar.
  • Það eru ágætar líkur á því að gas geti einnig verið undir hafsbotninum við Sýrland.

En þetta er samt sennilega ekki ástæða þess - af hverju það virðist geta verið að Rússar séu að undirbúa íhlutun í Sýrlandi.

Rússar eiga flotastöð borginni Tartus: Russian naval facility in Tartus.

http://images1.naharnet.com/images/46595/w460.jpg?1343396884

  1. Ég hef í sjálfu sér ekkert við það að athuga, að þeir reka flotastöð í Tartus.
  2. Heldur vekur það athygli, að ef Rússar eru nú að undirbúa hernaðaríhlutun, þá sennilega eru fréttir um hratt versnandi vígsstöðu stjórnarinnar í Damascus, réttar.

Russia 'is building military base in Syria'

U.S. voices concern to Russia over latest military moves in Syria

"The anonymous officials say Russia has set up an air traffic control tower and transported prefabricated housing units for up to 1,000 personnel to an airfield serving the Syrian port city of Latakia." - "Russia has also requested the rights to fly over neighbouring countries with military cargo aircraft during September, according to the reports."

Ég ætla ekki að gagnrýna það með neinum sérstökum hætti.

Þ.e. í sjálfu sér ekkert í heiminum sem bannar Rússlandi, að senda hersveitir til að - styðja við sinn gamla bandamanna, stjórnvöld í Damaskus.

Það sé fyrst og fremst sú ákvörðun - að gera þetta núna.

Sem vekji athygli.

En fregnir hafa borist af versnandi vígsstöðu, og alvarlegu ástandi hersveita stjórnarinnar í Damaskus.

Viðbrögð Rússa, geta bent til þess - að þær sögur, séu á rökum reistar.

 

Niðurstaða

Sú uppbygging sem fregnir eru um af hálfu Rússa í Sýrlandi, er ekki stórfelld. 1 - þúsund manna sérsveitir, t.d. Speznac, mundu ekki valda staumhvörfum. En þær geta þó veitt aðstoð við þjálfun nýliða, við skipulagningu hersveita - aðstoðað aðrar hersveitir við útfærslu aðgerða, aflað upplýsinga um andstæðinginn, o.s.frv.

Það að Rússar séu að þessu núna, en ekki árum fyrr. Getur bent til þess að fregnir af hratt versnandi vígsstöðu, og ástandi hersveita Damaskus stjórnarinnar - séu á rökum reistar.

Ég sé ekki sérstaka ástæðu til að draga þessar fregnir í efa - enda hafa Rússar hagsmuna að verja í Sýrlandi. Þannig að það sé með engum hætti bersýnilega ótrúverðugt, að þeir kunna að vera nú að bregðast við með ofangreindum hætti.

 

Kv.


Hverjum er að kenna hinn mikli flóttamannavandi frá Sýrlandi?

Pútín karlinn óð til verks, og eins og mátti reikna með - þá sagði hann það mistökum Vesturlanda að kenna, að það væri stríð í Sýrlandi og gríðarleg flóttamannakrísa.

Putin blames ‘failed’ US foreign policy for European migrant crisis

“This is a crisis which was absolutely expected,” - “We in Russia and your humble servant said several years ago that there would be massive problems if our so-called western partners conduct what I have always called the ‘wrong’ foreign policy, especially in regions of the Muslim World, the Middle East and north Africa, which they continue practically to this day.”

Róta stríðsins í Sýrlandi, þarf að leita til hreyfingar sem gjarnan er kennd við "Arabískt vor" eða "Arabian Spring Movement."

  1. Þetta hófst í desember 2010, þegar bylgja mótmæla reis fyrst upp í Túnis, og lauk með flótta einræðisherra landsins Ben Ali í janúar 2011.
  2. Mubarak einræðisherra Egyptalands, sagði síðan af sér í febrúar 2011 eftir að gríðarlega fjölmenn mótmæli höfðu staðið í Kæró í nokkrar vikur.
  3. Gaddhafi einræðisherra Líbýu tapaði völdum í ágúst 2011 eftir fjölmenna uppreisn, sem fékk aðstoð flugherja Evrópulanda, sigraði í átökum við her hans.
  4. Í Sýrlandi höfðu hafist mótmæli í fjölda borga sama sumar, en þau breyttust í vopnaða uppreisn ca. í september 2011.

Það hafa verið í gangi vinsælar samsæriskenningar - sem hafa haldið því fram að Vesturlönd hafi staðið að baki, eða jafnvel búið til þessa hreyfingu.

Á hinn bóginn hef ég veitt því athygli, að slíkar ásakanir koma gjarnan fram - hvenær þegar fjölmenn mótmæli spretta fram í einræðisríkjum.

Það virðist fremur augljóst, þær ásakanir koma frá löndum þ.s. einræði er einmitt ríkjandi fyrirkomulag, og stjórnendur er rökrétt illa við mótmæli er krefjast lýðræðisumbóta.

 

Rauðlituðu svæðin eru yfirráðasvæði Assads

Syrian civil war.png

Borgarastríðið í Sýrlandi hefst m.ö.o. ca. í sept. 2011

En ég er þess fullviss, að Assad hafi gert alvarleg mistök í nálgun - þegar hann beitti frá upphafi óskaplegri hörku. En mótmæli hófust í borgum Sýrlands, kennd við arabískt vor, fyrri hluta sumars 2011.

  1. Meðan átökin voru í formi -götu-uppþota- þá var enn möguleiki, að leysa málið með samningum.
  2. Það hafi verið mistök Assads, að heimila of mikið harðræði - þ.e. viðbrögð herlögreglu voru það harkaleg, að hundruðir létu lífið í götumótmælum.
  3. Það má vera að stjórnin hafi ætlað sér að - berja mótmælin niður. Enda hafði hún orðið vitni að falli Mubaraks og Ben Ali - fyrr sama ár, og þá voru átök í gangi í Líbýu.
  • En ég held að þetta hafi verið eini punkturinn - þegar raunverulega hafi verið mögulegt, að leysa málið með samningum.
  • Þ.e. að Assad hefði heimilað - aukið lýðræði.

Það þarf að hafa í huga að stjórnin í Sýrlandi - er töluvert með öðrum hætti en í hinum löndunum. Þ.e. bakhjarl hennar, er ca. 10-12% þjóðarinnar, svokallað - Alavi fólk.

Þetta er minnihluti, sem hafði náð völdum á sínum tíma, þegar faðir Assads náði völdum innan Bath flokksins, stjórnarflokks landsins - síðan skipulega þá kom hann fulltrúum Alavi fólksins inn í mikilvægustu stöður í stjórn landsins.

Og lykil-sérsveitir hersins, sem og flugher hans - varð eingöngu skipaður liðsmönnum af fólki Alava eða Alavíta.

-------------------

Það að þetta var í reynd - - þjóðernis-minnihlutastjórn.

Getur hafa verið tragedía landsins.

Þ.e. krafan um aukið lýðræði - - þíddi líklega óhjákvæmilega, að Alavi fólkið hefði misst völdin yfir landinu.

  1. Þetta getu skýrt - af hverju farin var sú leið að beita ítrustu hörku, stjórnin ekki til í að deila völdum.
  2. Og einnig, af hverju sá hluti hersins, sá sem skipaður er Alavi fólkinu, hefur reynst vera tilbúinn til að beita þetta - - mannskæðum aðferðum í stríðinu.
  • Hugsunin - við vs. hinir.

 

Átök hætta að vera götuóeyrðir þegar stór hluti sýrlenska hersins gengur í lið með uppreisninni

Þetta átti ekki að koma á óvart - að það sama mundi gerast eins og í Lýbanon, þegar þjóðernisátök geisa - - að þá klofni her landsins eftir þjóðernishópum.

  1. Sá hluti hersins, sem skipaður var einkum fólki af þjóðerni Alava eða Alavíta, var áfram hollur stjórn Assads.
  2. En megin hluti hersins, þ.s. meirihluti íbúa eru Arabar - gekk til liðs við uppreisnina.
  • Það að uppreisnin vann ekki þegar sigur - hafði með það að gera.
  • Að þeir hlutar hersins er voru mannaðir Alavi fólkinu - voru best vopnuðu hersveitirnar - - og síðan var flugherinn mannaður Alavi fólkinu.

Þetta er málið með þetta stríð.

Að það minnir mjög sterklega á stríðið í Lýbanon.

  • Hersveitir Assads - - eru í dag einkum hersveitir mannaðar hans fólki, þ.e. Alövum eða Alavítum.
  • Þær eru eiginlega lítið meir en - - "militias."

Eiginlega er Assad minnkaður niður í að vera - - ein af fylkingunum sem stríða.

 

Ég lít svo á að Assad beri mesta ábyrgð á því hversu illa hefur farið

Í dag ræður stjórnin í Damascus ef til vill 1/3 af landinu, þó sá hluti sé enn með meira en helming af íbúum.

Lauslega áætlað mannfall er nú 300þ. og að 4 milljónir hafi flúið land. Aðrar 4 milljónir séu flúnar frá heimilum, en enn innan landsins.

Megnið af borgunum er í rústum. Barist hefur verið nær því í þeim öllum af gríðarlegri hörku og skepnuskap.

  1. Þegar mótmælin hófust, þá réð Assad enn öllu landinu, og herinn var ekki kominn í uppreisn gegn honum af stórum hluta.
  2. Assad hefði getað samið um nýja valdaskiptingu í landinu - - t.d. með því að embætti forsætisráðherra yrði valdameira, og þingið að auki.
  3. En hann hefði t.d. haldið áfram að vera yfirmaður hersins, og því áfram með mikil völd.

Það hefði líklega dugað til að tryggja - öryggi Alavi fólksins.

Það er ekki ólíklegt að unnt hefði verið að ná þannig samningum.

Þannig að átök hefði aldrei náð lengra en á það form - - þ.e. fjölmennar stöðug á götum og torgum.

M.ö.o. að landið hefði ekki flosnað upp.

Ég lít svo á, að þegar -en ég verð að túlka að svo hafi verið- hann virðist hafa metið stöðuna þannig, að réttast væri að brjóta mótmælin á bak aftur með hörku, þó það kostaði blóðbað á götum landsins.

Þá hafi hann misreiknað stöðuna mjög svakalega.

  • En her landsins eftir allt saman var - - meirihluta mannaður Aröbum, sem eftir allt saman eru 70% landsmanna.
  • Þ.e. eins og stjórnendur landsins, hafi ekki áttað sig á því - að uppreisnin mundi berast til hersins, ef lögreglan færi að skjóta byssukúlum á vopnlausa borgara, sem þátt tóku í fjölmennum mótmælum, er einkum voru af arabísku bergi brotnir.
  • Margir hermenn hlutu að þekkja einhvern er þátt tóku í þeim götumómælum, og þegar mótmælendur fóru að láta lífið - þá var líklegt að margir hermenn þekktu einhvern er hefði látið lífið.

En þ.e. samt eins og það hafi komið landsstjórnendum í opna skjöldu, er stór hluti hersins hóf vopnuð átök gegn stjórnvöldum landsins.

Og frá því augnabliki - varð ekki við snúið.

Svokallaður "Frjáls sýrslenskur her" var upp risinn.

 

Niðurstaða

Ég hafna alfarið samsæriskenningum þess efnis, að það hafi verið Vesturlönd er stóðu að baki þeim uppþotum sem kennd eru við - arabískt vor. Þau uppþot hafi þvert á móti verið sjálfsprottin í hverju landi fyrir sig. Og markast af djúpstæðri óánægju fólks í þeim sömu löndum.

Stjórnarfar t.d. í Sýrlandi hafi lengi verið afar ósanngjarnt. Í 40 ár hafi Assadarnir ríkt með harðri hendi. Og hlaðið undir eigið fólk - Alavi fólkið.

Í Afríku sáum við oft sambærilega hegðan, þ.e. að einræðisherrar - í stað þess að stjórna með hag landsmanna í fyrirrúmi. Að þá hlaði þeir undir - - þann ættbálk sem þeir tilheyra.

Þegar slík forréttindahópa stjórnmál eru í gangi - - þá hleðst upp óánægja meðal hinna hópanna, gjarnan einnig hatur þeirra hópa gagnvart þeim hópi sem hlaðið er undir, og að sjálfsögðu einnig gagnvart landsstjórnendunum sjálfum.

Í mörg skipti í Afríku, fylgdi slíkri uppsöfnun óánægju - tilraunir til stjónarbyltinga, og jafnvel borgarastríð.

  • Fyrir einhvern sem fylgdist með mörgum slíkum borgarastríðum í Afríku, í Kalda-Stríðinu.
  • Þá kemur rás atburða í Sýrlandi - - ekki gríðarlega á óvart.

Landið var orðið að púðurtunnu.

Sem er eins og að Assad sjálfur hafi ekki nægilega skilið.

--------------------

Niðurbrot Sýrlands - í kjölfar mistaka Assads er ég tel hafa leitt af sér borgarastríðið. Hafi síðan skapað tækifæri fyrir þá hreyfingu er heitir ISIS. En uppreisn stórs hluta hersins, eðlilega leiddi til - valdatóms í miklum hluta landsins. Stjórnin réð einungis við það að halda svæðunum með stærstu borgunum.

Inn í það valdatóm - - kom ISIS. Ef það valdatóm hefði ekki myndast, vegna uppreisnar innan sýrlenska hersins - - > Þá hefði ISIS aldrei getað byggt upp yfirráð innan Sýrlands, sem stökkpall til innrásar í Írak 2014.

Það hafi verið Assad sjálfur er skóp ISIS það tækifæri að verða að meiriháttar valdamáli.

Án borgarastríðsins í Sýrlandi, hefði ISIS haldist sem áhrifalítil hreyfing óánægðra fyrrum leiðsmanna Bath flokks Saddams Hussain innan Íraks.

  • Og auðvitað - án stríðsins innan Sýrlands, hefði ekki skapast 4 milljón manna bylgja af sýrlenskum flóttamönnum.

 

Kv.


Nú staðfest að hlutur úr væng sem fannst á eyjunni Reunion, sé af malasísku flugvélinni er fórst yfir Indlandshafi á sl. ári

Það sem þetta gerir er a.m.k. að staðfesta það að vélin hafi sannarlega farið niður yfir Indlandshafi á sl. ári. Og þar með sé það staðfest að líkindum án nokkurs raunhæfs vafa - að allir um borð hafi farist.

Analysis Confirms Plane Debris Came From Malaysia Airlines Flight 370

Ég skrifaði um það færslu þegar hluturinn fannst: Það virðist loksins hafa fundist brak úr malasísku flugvélinni er fórst yfir Indlandshafi á síðastliðnu ári

  • Ég reikna með því, að það a.m.k. veiti aðstandendum fullvissu um afrif ættingja sinna.
  • Það geti enginn raunhæft reiknað með að viðkomandi sé á lífi.

Sennilegt virðist að vélin hafi einfaldlega flogið á sjálfsstýringu til Suð-Vesturs yfir Indlandshafi, þangað til að eldsneytið kláraðist.

Þ.e. a.m.k. hugsanlegt að sjálfstýring sé nægilega góð, til að halda vélinni á réttum kili, þegar hún svífur niður eftir að hreyflarnir eru dauðir.

En án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að hægja á vélinni rétt fyrir lendingu á hafinu, þá geti það ekki hafa orðið annað en brotlending með þeim hætti að hún hafi farið strax í ótal parta, og flestir látið lífið samstundis - en þó einhverjir hugsanlega lifað af hangandi á braki í einhverja klukkutíma þar til þeir örmögnuðust og drukknuðu.

  1. Ég held að enginn viti - það verði sennilega aldrei vitað.
  2. Hvort það var vísvitandi gert - að láta vélina farast með þessum hætti.
  3. En ég man eftir því þegar þetta var í umræðunni, að þá var henni snúið í við úr fyrri stefnu í átt til Kína, nánast í fullkomna U-beygju.
  4. Hinn bóginn er tæknilega hugsanlegt, að eitthvað hafi komið fyrir - flugmenn snúið henni við, en mér skilst að það séu flugvellir á þeirri stefnu er vélin tók sem hún hefði getað ætlað að stefna á. En það sást til hennar að sjálfsögðu meðan að hún flaug aftur til baka í átt til Malasíu og síðan yfir út á Indlandshaf, þ.s. hún síðan flýgur út úr sýn flugleiðsögukerfa.
  5. Það má alveg hugsa sér að flugmenn hafi örmagnast eftir að þeir sneru henni við - höfum í huga að skv. reglum í dag síðan eftir svokallaðan 9/11 atburð í Bandar, eru hurðir stjórnklefa í farþegavélum alltaf kyrfilega læstar. Enginn hefði getað komist inn úr farþegarýminu. Þetta sást einnig vel þegar flugvél fór niður yfir Evrópu fyrir nokkrum mánuðum, þegar vísbendingar eru um að flugmaður hafi vísvitandi flogið henni í jörðina, platað flugstjórann til að fara fram - læst síðan klefanum. En það heyrist í upptöku barið á dyrnar - rödd sem grátbænir um að opna, síðan hættir upptakan skömmu síðar.
  • M.ö.o. ekki hægt sennilega að fullyrða að þetta hafi verið sambærilegur atburður við þann sem gerðist í Evrópu, þ.s. fullvíst virðist vera að vél var vísvitandi flogið niður.

Reunion sést á kortinu Austan við Madagaskar

http://www.bluebird-electric.net/oceanography/ocean_pictures/indian-ocean-map-ports-bases-pirate-attacks-2009.jpg

Um er að ræða hlut úr væng B777 vélarinnar, má sennilega nota orðið - flapsa

Mynd sem tekin var á vettvangi þar sem hluturinn fannst við flæðarmálið

One of the images on Twitter which reportedly shows a section from the wing of flight MH370

Hluturinn borinn í burtu af löggæsluaðilum

Það staðfest er að vænghluturinn er sannarlega úr malasísku vélinni, þó líklega færir okkur ekki neitt nær því að finna hvar megnið af brakinu liggur á hafsbotni. Enda getur á ca. ári vænghluturinn er barst upp á land á Reunion hafa flotið langa leið.

Skv. fyrirliggjandi gögnum, þá liggja straumar í þá átt að hlutur berst til Reunion frá Austri - þarna á milli og leytarsvæðis er veruleg fjarlægð.

A handout picture made available by the Australian Joint Agency Coordination Centre (JACC) on 17 April 2015 shows the search area map for missing Malaysia Airlines flight MH370 expanded to 120,000 sq km, in the Indian Ocean, off Western Australia, 16 April 2015.

Það getur verið að brakið liggi töluvert lengra í Vestur, en skv. þessari leitarlínu. En um gríðarlega stórt svæði er að ræðam, þarna á milli - hvar hún getur hafa endað.

Og má mjög vel vera að brakið finnist aldrei.

 

Niðurstaða

Það verður sennilega aldrei unnt að taka flugmenn malasísku vélarinnar af lista yfir grunaða, samtímis að sennilega verður heldur aldrei unnt að sanna fullkomlega - að þeir séu sekir. En hvernig loka kveðja flugstjórans var ofur venjulega, síðan skömmu síðar er henni snúið við - og enginn eftir það talar við nokkurn mann, henni er síðan flogið í þögn inn í eilífðina.

Það var sagt á sl. ári að slökkt hafi verið á svokölluðum "transponder." Hann a.m.k. hættir að senda sjálfvirk merki um staðsetningu - eftir að henni er snúið. Þá hættir vélin að senda sjálfvirk boð til flugleiðsögukerfa.

Þ.e. a.m.k. afar grunsamlegt.

 

Kv.


Píratar og Vinstri-Grænir saman í stjórn 2017?

Ég hef verið að velta fyrir mér - hverjir gætu hugsanlega þegið "úrslitakosti" Pírata, sem fram komu á fundi Pírata um sl. helgi: Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði.

  • Síðast sagðis ég efa - að Píratar geti fengið nokkurn með sér.
  • En síðan, eftir viðbótar íhugun - hef ég komist að þeirri niðurstöðu að VG gæti ákveðið að taka þessu og slá sér saman með Pírötum.

Það sem Píratar segjast vilja:

  1. Að á næsta þingi verði bara 2-mál, þ.e. ný stjórnarskrá, og að kjósa um það hvort á að hefja aðildarviðræður við ESB að nýju.
  2. Þingið sitji í 6 mánuði, kosið aftur að 9 mánuðum liðnum.

 

Mér virtist strax ljóst, að þetta gæti ekki höfðað til aðildarsinnaðra flokka

En augljóst mundu þeir vilja klára viðræður um aðild. Af hugmynd Pírata að dæma. Að gefa þinginu bara 6-mánuði. Þá líklega færi nær allur tími þess, í - stjórnarskrármálið.

Þó að fá mál hafi verið eftir í samningaferlinu -svokallaða- þá voru erfiðustu málin eftir.

Ósennilegt að 6-mánuðir dugi.

Líklega mundu aðildarsinnaðir flokkar vilja fullt kjörtímabil, til að vera sæmilega vissir að ná að klára málið; og auðvitað málefnasamning þ.e. stjórnarsáttmála - m.ö.o. öll þau atriði sem Birgitta talaði gegn, nefndi stjórnmál gamla tímans.

 

Augljóst höfða hugmyndir Pírata ekki til Framsóknarflokks, eða Sjálfstæðisflokks

En þar virðist öflug andstaða til staðar við það að - kjósa um spurninguna varðandi aðildarviðræður.

 

En VG er sennilega í nægilega örvæntingarfullri stöðu, til að vera tilbúinn að íhuga að slá til

Formaður VG hefur auðvitað gefið út - að hún styðji að spurningin um aðildarviðræður fari í þjóðaratkvæði.

Samtímis er VG enn yfirlýst á móti aðild. Þannig að það virðist mér geta verið aðgengilegt fyrir VG - að kjósa um það mál. En láta vera að hefja viðræður strax aftur.

Það væri þá málefni kosninganna þar eftir - að þjóðin fengi að velja hvort hún þá kýs flokka er styðja viðræður eða ekki.

  • VG - er ekki að fá til sín neitt viðbótar fylgi nú í stjórnarandstöðu.
  • VG - gæti því slegið til, í þeirri von - að stuðningur þeirra við prógramm Pírata, mundi skila þeim - vænlegri stöðu gagnvart kjósendum, í kosningunum þar á eftir.

 

Niðurstaða

Þannig að ályktun mín er sú, að VG - sé eini valkostur Pírata. Ef þeim er virkilega fúlasta alvara með það að - heimta að hlutir verði akkúrat með þeim hætti, að einungis 2-þingmál verði afgreidd á nk. þingi, það fundi í 6 mánuði, og síðan kosið aftur eftir 9. mánuði frá nk. Alþingiskosningum vorið 2017.

  • Eðlilega óttast maður að slík stjórn mundi magna upp vinstri róttæklingana í röðum beggja.

 

Kv.


Spurning hversu vel Alexis Tsipras mun ganga í endurkjöri, eftir að hafa nokkurn veginn svikið hvert einasta kosningaloforð

Vegferð Syriza flokksins undir Alexis Tsipras verður að teljast með þeim -ófrægari- í seinni tíma sögu stjórnmála, m.ö.o. hann lofaði að semja um verulega lækkun skulda Grikklands, og hins vegar að semja um verulega vægari skilyrði.

En fékk í staðinn - skuldirnar verulega hækkaðar, þ.e. viðbótar 86ma.€, og til mikilla muna stífari skilyrði en áður þ.e. landinu verður nánast fjarstýrt af kröfuhöfum - sem virðast víst nú hafa neitunarvald um nánast hverja þá ákvörðun varðandi stjórnun fjármuna og einnig þær sem valda nýjum kostnaði sem grískum stjv. gæti dottið í hug.

Og til að kóróna allt saman, samþykkti hann skilyrði sem fyrri stjv. höfðu hafnað þ.e. að færa 50ma.€ andvirði ríkiseigna í sjóð - undir stjórn kröfuhafa.

  • Rétt að árétta að fyrir kosningarnar í janúar, hafði hann fordæmt fyrir stjv. fyrir - já, linkind við samninga.

Útkoman er nokkurs konar brandari - en þ.e. þó mjög mikil -tragedía- í þeirri -kómedíu.-

En sennilega er þó einna stærsti brandarinn - hvernig Tsipras er að reyna að matreiða þennan ósigur ofan í kjósendur:

Greece's Syriza party lead shrinks further in election race: poll:"We are proud we gave this battle all these months, defending Greek people's rights." - "We've made a tough choice to not lead the country to a national disaster,"

Greek election may reopen can of worms

 

Það hljóta að vera margir reiðir kjósendur í Grikklandi!

En í ofan-á-lag má minna á þjóðaratkvæðagreiðsluna sem Tsipras hélt í vor, þegar kringum 60% þátttakenda höfnuðu - "bailout." Tsiprast hefur m.ö.o. haft kjósendur að fíflum eins rækilega, og ég man eftir í Evrópulandi seinni ár.

  1. "Tsipras’ own approval rating, which used to be sky high, has come down to earth."
  2. "In a poll by the University of Macedonia, only 30 percent of those asked had a positive view of him, down from 70 percent in March."
  3. "Worryingly perhaps for Tsipras, more than two-thirds of the poll respondents disapproved of his government's performance in its seven months in office."

Í ljósi þessa - er merkilegt að flokkur hans sé enn að mælast í fylgi ofan við - Nýtt Lýðræði megin hægri flokk Grikklands.

Á hinn bóginn er kosningabaráttan vart enn hafin, og ekki ástæða að taka könnunum of hátíðlega í augnablikinu.

Mig grunar að það að 2/3 kjósenda séu óánægðir með árangur ríkisstjórnarinnar.

Sé skýr vísbending þess, hvaða flokkur muni eiga á högg að sækja í kosningabaráttunni.

Og þ.e. bersýnilega - - mjög kaldhæðinn brandari af hálfu Tsipras - að lísa viðræðum hans við kröfuhafa í einhverjum hetjuljóma.

Mig grunar að ferill Tsipras sem pólitíkus - eigi eftir að reynast afar skammur. Þ.e. hann komst til valda í janúar sl. Hann gæti sannarlega misst þau nú í kosningunum framundan þann 20. sept nk.

Í kjölfarið stórlega efa ég að hans pólitíski ferill endist að ráði umfram það.

 

Niðurstaða

Ég held að sjaldan hafi sést eins rækilegt -"crash and burn" - hjá nokkurri ríkisstjórn eins og ríkisstjórn Syriza flokksins þá mánuði sem hún hefur verið við völd. En fátt bendir til þess að flokksmenn hafi haft úthugsaða viðræðuáætlun, þrátt fyrir að viðræður hafi verið miðpunktur stefnu þeirra. Síðan kom í ljós - að Syrisa stjórnin hafði enga hótun sem nokkurt bit var í, þ.s. er á reyndi voru þeir ekki til í að hóta því að yfirgefa evruna. Þannig að þess í stað - - þá gat fjármálaráðherra Þýskalands hótað því að reka Grikkland út úr því samstarfi, þ.e. um evruna. Þá blikkaðir - Tsipras. Og að því er best verður séð samþykkti möglunarlaust öll þau skilyrði sem kröfuhöfum datt í hug að gera kröfu um.

Hótunin sem Tsipras hefði átt að sjálfur beita, var þess í stað beint gegn honum.

Þ.e. fátt sem bendi til þess að það hafi verið undirbúið - plan B.

Eiginlega skýrasta dæmi um vanhæfni sem maður hefur séð lengi.

 

Kv.


Efa Píratar fái nokkurn til að starfa með sér - upp á að aftur verði kosið eftir nokkra mánuði

Eins og fram kemur í -ræðu Birgittu- og skv. fréttum að aðalfundur Pírata hafi samþykkt - Píratar vilja tvö mál á stutt þing - þá samþykktu Píratar þá hugmynd Birgittu. Að næsta þing mundi sitja einungis í 9 mánuði, þar af að það starfaði í 6. Og á því væru einungis 2-þingmál, þ.e. að samþykkja nýja stjórnarskrá, væntanlega - tillaga Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá: Frumvarp til stjórnskipunarlaga, til samanburðar sjá einnig; Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands - og að standa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort á að hefja að nýju viðræður um aðild að ESB.

Það eru reyndar til fordæmi fyrir því að ríkisstjórnir sitji í skamman tíma, til þess að koma í gegn tiltekinni breytingu: Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, Emilía, sat í skamma hríð í skjóli Sjálfstæðisflokksins 1959.

Sú stjórn hafði þann tilgang að framkvæma breytingar á kosningakerfi landsins, síðan var kosið aftur skv. þeim breytingum - og við tók svokölluð "Viðreisnarstjórn."

En þá voru Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. þegar búnir að semja um samstarf eftir þær kosningar.

 

Ég hef heyrt þá hugmynd, að ræða við aðildarsinnaða flokka!

Segjum að Píratar hefji formlegar viðræður við Bjarta Framtíð, og Samfylkingu. Báðir flokkar ákaflega áhugasamir um aðild Íslands.

  1. Þá finnst mér afar afar ósennilegt - að þeir samþykki stutt kjörtímabil.
  2. Því augljóslega ætla þeir þá að starta viðræðum að nýju, og gera tilraun til þess að landa samningi innan kjörtímabilsins.

Ef maður les ræðu Birgittu - er eins og að hún átti sig ekki á þessu atriði. En þ.e. eins og að hún sé einungis að miða - starfstíma þings, við þau 2-atriði. Að atkvæðagreiðslan sé haldin, og að þingið taki stjórnarskrármálið fyrir, geri þær breytingar sem taldar séu bráðnauðsynlegar - afgreiði það mál síðan sem lög frá Alingi. Þingið hætti störfum þegar þessu tvennu sé aflokið - að halda atkvæðagreiðsluna og koma í gegn nýrri stjórnarskrá.

  • Hún talar niður fyrirbærið stjórnarsáttmála, vegna þess að þá þurfa flokkar að gefa eftir sín stefnumál að einhverju leiti a.m.k.
  • Talar um bútasaums aðferð, þegar breytingar eru gerðar án þess að ferli sé heildar-endurskoðað.

En þ.e. sannarlega rétt að mun algengara er að lagfæringar séu gerðar innan ferlis, heldur en að það sé allt tekið upp - heildarendurskoðað. En punkturinn er auðvitað sá - - að mun auðveldara er að gera mistök þegar menn heildarendurskoða, en þegar tilteknar afmarkaðar breytingar eða lagfæringar á kerfi eru unnar.

En þumgalfingursregla er sú, að því stærri breytingu sem þú vilt gera.

Því meiri hætta sé á mistökum, og að þú þurfir eftir á að framkvæma lagfæringar.

Síðan finnst mér það harkaleg afstaða, að heimta heildarendurskoðun í hvert sinn, í stað þess eins og er venja að einstök atriði atriði eru skoðuð ef vankantar hafa komið upp í ferli eða kerfi - til að lagfæra þá, sbr. bútasaum.

En það eðli sínu skv. er mun líklegra til að valda mistökum, að taka allt kerfið upp í heild, en að lagfæra á því einstaka vankanta - þegar þeir birtast, einfaldlega vegna þess að heildarendurskoðun er miklu mun flóknara ferli. Fyrir utan að þ.e. mun tafsamara og til mikilla muna kostnaðarsamara, að fara í þá vinnu - að taka heildarendurskoðun.

 

Mér finnst þetta dálítið hljóma sem svo, Píratar eru öðruvísi flokkur, þess vegna þarf hann að haga sér öðruvísi - - ekki endilega vegna þess að öðruvísi sé betra

Það verður merkilegt að fylgjast með því - hvernig Pírötum gengur með sína hugmynd.

Það er til ágætt máltæki - - "If it aint broke, don't fix it."

Mér finnst þetta ágætis svar við tali Birgittu, bersýnilega með nokkurri fyrirlitningu, um bútasaumsaðferð.

En samfélagið er síbreytilegt - þess vegna er eðlilegt að það komi upp vankantar, gjarnan vegna þess einfaldlega að samfélagið er síbreytilegt. Það sem virkaði í gær, smám saman hættir að virka.

Vegna þess að Birgitta hugsar svo mikið tengt tölvum - - þá er ágætt að nota líkingu við forrit. En flestir forritarar, beita -bútasaumsaðferð- þ.e. þeir skrifa ekki alfarið nýtt forrit í hvert sinn, þegar gallar koma upp eða að einhver annar hugbúnaður breytist svo að forritið virkar ekki lengur sem skildi.

  • Heldur uppfæra þeir sín forrit.
  • Oft eru forrit uppfærð oft og mörgum sinnum, löngu áður en íhugað er að skrifa alfarið nýtt.

Gamalt forrit er ekki endilega ónýtt - ef það virkar enn. Svo fremi sem það hefur alltaf verið uppfært reglulega.

Það þíðir að það þá inniheldur það enn að stórum hluta gamla kóðann. En uppfærslur eru gjarnan eins og plástrar á forrit: Skoða t.d. hvernig gamla stjórnarskráin hefur verið marguppfærð -  Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

  1. Menn gera þetta með þessum hætti -vegna þess að þ.e. miklu mun kostnaðarsamara að skrifa alfarið nýtt.
  2. Heldur en að lagfæra það gamla.
  3. Að auki bendi ég fólki að íhuga, hvort að það muni nokkru sinni eftir flóknu forrits kerfi, sem var - nýtt. Sem virkaði alveg án galla frá fyrsta degi?
  4. Þurfti ekki strax að lagfæra sand af göllum, sem komu í ljós?

Málið er að þetta á allt saman einnig við þau atriði sem Birgitta gagnrýnir.

Hún nefnir t.d. Tryggingastofnun, þar er sannarlega til staðar afar flókið kerfi. Og alveg með sama hættinum, og ef þú værir með afar stórt og flókið forritunarkerfi, þá vex mönnum í augum að -skrifa alfarið nýtt- heldur er það valið að framkvæma "bútasaum."

En það sama heldur, að ef þú ákveður að semja alfarið nýtt kerfi - vegna þess hve þau mál eru flókin - - > Þá er nærri alfarið öruggt, að nýtt kerfi væri verulega gallað, einfaldlega vegna þess hve þessi mál eru flókin þá er erfitt að sjá fullkomlega fyrir hvernig mál víxlverka. Þannig að eins og að ef nýtt forritunarkerfi væri innleitt - þá mundi fljótlega í kjölfarið þurfa að hefja "bútasauminn" svo kerfið raunverulega virki eins og það á að gera.

  • M.ö.o. virðist mér Birgitta vera að hníta í aðferðafræðina, án þess að gera sér grein fyrir því, að það eru góðar og gildar ástæður fyrir því - að menn leiðast í þá tilteknu aðferð. Að gera litlar breytingar, bútasaum, heldur en að skrifa upp alfarið nýtt stýrikerfi fyrir það kerfi sem menn eru að vinna með.

Það má ef til vill líta á Stjórnarskrána sem stýrikerfi landsins.

Síðan er Tryggingastofnun með sitt eigið.

  1. Ef ég væri spurður, þá sé ég ekkert óframkvæmanlegt við það að gera lagfæringar á núverandi stjórnarskrá - - en þó svo að margt í textanum sé gamalt, þá þíðir það ekki endilega að sá texti sé nærri alltaf úreltur. T.d. er mannréttinda hluti hennar frá 10. áratug sl. aldar. M.ö.o. ca. 25 ára. Þannig hefur hún verið smá uppfærð í gegnum árin. Þ.e. ekki svo að Ísland hafi verið að nota hana í marga marga áratugi, án þess að uppfæra þ.s. þurft hefur nauðsynlega að uppfæra.
  2. En þ.e. mikilvægur punktur, að fjöldi dóma liggur fyrir sem byggja á núverandi texta stjórnarskrárinnar - sem skíra þann texta. Þ.s. dææmt hefur verið í málum - - en lögfræðingar hafa bent á að ef sá texti er algerlega endurskrifaður jafnvel þó sá sé efnislega svipaður að innihaldi, þá mundi þurfa ný dómsmál að skera úr því hvort að sá nýi texti - hafi nákvæmlega sömu merkingu.
  3. M.ö.o. er ég að segja, að heppilegra væri að láta gamla textann eftir óbreyttan -ef texti "Tillögu um Stjórnarskrá" er efnislega að segja það sama. En ný stjórnarskrá skilgreinir flestu leiti sömu atriði og sú gamla - - og þegar maður les hana í gegn. Er í reynd ekki mjög margt sem er nýtt. En margt er endursagt í öðrum orðum, og köflum er raðað upp með öðrum hætti.
  4. Síðan eru innan um raunveruleg ný atriði - - það væri unnt að taka þau fyrir sérstaklega. Og fella inn í stjórnasrkána, skipta út gömlum köflum eða setja inn nýja í þeim tilvikum að fjallað er um mál sem ekki er um fjallað í þeirri gömlu.

Mér finnst alltof mikið sem að fólk tali illa um stjórnarskrána.

Mér finnst mjög oft ekki mikil hugsun að baki slíku tali.

 

Niðurstaða

Mér finnst Birgitta og Píratar vera töluvert úti á túni með þá hugmynd, að ætla láta næsta þing starfa í 6 mánuði, kjósa aftur að 9. mánuðum liðnum.

En fyrir utan þau atriði er ég nefndi, þá mun samstarfsflokkur alltaf hafa sín eigin baráttumál, sem sá vill koma í gegn. Þetta hljómar pínu, eins og að Píratar séu að segja - að hvað hinn flokkurinn leggur til skipti ekki máli.

Eins og t.d. að hugsa ekki það atriði, að ef farið er í kjör um það að hefja kannski aftur viðræður ef þjóðin segir já - að þá detti ekki Birgittu eða öðrum Pírötum í hug, að þá mundi líklegur samstarfsflokkur heimta að þingið starfaði a.m.k. þangað til að aðildarviðræðum væri lokið, og samningur í höfn - svo að unnt væri að leggja samning fyrir þjóðina; eins og aðildarsinnar tala alltaf um að þeir vilji gera.

Ég held því að afar ósennilegt sé að þeir fái samstarfsflokk með sér, upp á þau býti að þing starfi bara í 6-mánuði.

Eða að þeir sleppi frá því að fara í samninga um gerð stjórnarsáttmála til 4-ára. Eiginlega eins og Pírataflokkurinn og Birgitta talar, þá mundi hann þurfa að fá hreinan meirihluta.

Þá þarf hann ekki að semja við neinn, ekki gefa neitt eftir af sínu.

 

Kv.


Er það í reynd snjallasta leiðin að bjóða 5 þúsund flóttamönnum hingað?

Spurningin er - hvert væri yfirmarkmiðið? En ef sá tilgangur er að hámarka fjölda flóttamanna sem Íslendingar mundu aðstoða. Að þá væri það ekki endilega augljóslega - mest skilvirkasta form slíkrar aðstoðar. Að senda þá hingað til Íslands.

  1. En ímyndum okkur að sama fjármagn sem til þarf - ég hef heyrt töluna 20 milljarða, væri varið til þess að aðstoða flóttamenn í flóttamannabúðum í nágrannalöndum Sýrlands?
  2. Þá grunar mig sterklega, að það fjármagn mundi nýtast mun betur - þ.e. til að hjálpa mun fleiri flóttamönnum en 5.000 - ef t.d. því fjármagni væri beitt innan landanna í næsta nágranni við Sýrland, þangað sem stærstu hópar sýrlenskra flóttamanna hafa leitað.

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2013/07/20/article-2371311-1AE19CB8000005DC-348_964x545.jpg

Það eru t.d. yfir 600.000 sýrlenskir flóttamenn í Jórdaníu:

Jordan | Syrian Refugees.

Jórdanía er mjög fátækt land!

Jórdaníumenn, væru örugglega mjög fegnir því - ef einhverjir mundu aðstoða þá við það verkefni, að aðstoða það örvæntingarfulla fólk sem hefst þar við.

Málið er auðvitað - að hver Dollar eða Evra - - dugar fyrir miklu meiru í Jórdaníu.

Þannig að sama féð sem þyrfti að nota, til að halda uppi 5.000 manns hér á Íslandi.

Mundi sannarlega - duga miklu mun fleira fólki, meðal sýrlenskra flóttamanna í Jórdaníu.

 

Það getur verið varasamt, að flytja fjölmenna hópa til annars lands, þar sem er mjög ólík menning og siðir

Ég er alls ekki að gagnrýna þá sem múslima - sami vandi væri ef við værum að tala um 5þ. Indverja, ef þar væru upplausn.

Þ.e. auðvitað aðlögunarvandi - því má ekki gleyma, að sá er - gagnkvæmur.

Þ.e. aðlögunin er bæði erfið fyrir samfélagið sem tekur við.

Og fyrir flóttamennina, sem leita til mjög ólíks samfélags.

Þetta er ein af þeim meginástæðum, að mig grunar að heppilegra sé að beina aðstoðinni að flóttamannabúðunum innan Mið-Austurlanda sjálfra. Aðstoða fólkið - til að búa þar áfram.

  1. Höfum í huga, að fyrir örfáum árum voru óeirðir í Svíþjóð meðal ungmenna af innflytjendafjölskyldum.
  2. Það kemur til af því að atvinnuleysi er mun meira, meðal þeirra - en sænskra ungmenna. Það er mjög eðlilegt - að ungmenni sem finna að þau hafa mun minni möguleika á vinnu en sænskir jafnaldrar - að þau verði pyrruð.
  • Ég þekki ekki nákvæmlega, af hverju svo er - að þau eru mun frekar atvinnulaus.

En ungmennin ættu að vera orðin vel fær í sænskunni, ég held að það sé ekki vandinn.

Það getur verið að sannleikur máls, liggi í - tortryggni samfélagsins, sem erfitt sé að yfirstíga.

Eins og ég sagði - aðlögunarvandinn er gagnkvæmur.

  • En um leið og það kemur upp pyrringur meðal innflytjenda.
  • Þá verður það alltaf vatn á myllu öfga-afla sem eru gegn innflytjendum.

---------------

  1. Eins og dæmið frá Svíþjóð sýnir!
  2. Er það mjög mikilvægt, að ekki sé tekið við fjölmennari hópi en svo, að samfélagið hér ráði við það að koma þeim til vinnu, að hóparnir - sætti sig við hvorn annan.

Í Svíþjóð vegna hins mikla fjölda sem þeir hafa tekið við.

Séu komin heil afmörkuð innflytjenda-samfélög, sem séu orðin eins og sérsamfélög - til hliðar við það sænska.

Þau séu ekki að renna inn í það sænska.

Og það sé að myndast greinilegur hópur - sem hætt er við að verði alltaf, undirmáls.

Sem fær mjög erfiðlega vinnu - er því mun fátækari en meðal Svíinn.

  1. Slíkt er hættuleg, vegna þess að slíkir hópar upplifa samfélagslega höfnun.
  2. Það er líklega úr röðum slíkra hópa sem séu pyrraðir fyrir, sem róttæklingar sækja í - til að afla sér fylgismanna. Til að fá einstaklinga til að snúast gegn samfélaginu.

Þegar hópar verða útundan - þá skapast hætta.

 

Niðurstaða

Það er full ástæða að ræða hérlendis hvað Ísland getur best gert, til að aðstoða við hinn gríðarlega flóttamanna vanda sem hefur sprottið upp í seinni tíð. Stærsta einstaka orsökin, virðist vera stríðið í Sýrlandi - milljónir Sýrlendinga eru flúnir út fyrir landamæri Sýrlands.

Flestir þeirra flóttamanna - eru þó enn tiltölulega nærri Sýrlandi. Það er, í nágrannalöndum Sýrlands.

Í þeim löndum eru gríðarlega fjölmennar flóttamannabúðir.

Í þeim búðum er mikil neyð.

Mig virkilega grunar að það jákvæðasta sem við getum gert, sé frekar en að - flytja 5þ. manns hingað. Og gera tilraun til þess að aðlaga það fólk Íslandi. Að frekar beina því sama fjármagni til að aðstoða við flóttamenn í nágrannalöndum Sýrlands.

Ég bendi einna helst á Jórdaníu - sem er bláfátækt land. Og er örugglega ekki fært um að veita rausnarlega til hins mikla fjölda flóttamanna sem þar eru.

Slík aðstoð væri örugglega mjög vel þegin af ríkisstjórn Jórdaníu. Og örugglega af því örvæntingarfulla fólki, sem þangað hefur leitað.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 386
  • Frá upphafi: 871075

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 353
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband