24.11.2015 | 23:58
Tyrkland gæti auðveldlega skotið niður allar rússnesku herflugvélarnar sem eru staddar í Sýrlandi
Frétt gærdagsins var náttúrulega, að Su-24 Fencer vél rússneska flughersins var skotin niður af tyrkneskri F-16 vél, þ.e. umdeilt hvoru megin landamæranna við Tyrkland/Sýrland vélin var þegar hún var skotin niður. En höfum í huga, að eftir að hún er hæfð, fellur hún niður í boga - sem vel má sjá á myndbandi, og það getur vel verið að það hafi dugað til að flakið féll rétt handan landamæranna í stað þess að falla innan.
Turkey Shoots Down Russian Warplane Near Syrian Border
Eins og kemur fram í frétt, NyTimes, þá björguðust báðir flugmennirnir úr vélinni, og svifu í fallhlíf heilu og höldnu til jarðar - en skæruliðar Turkmena þarna á svæðinu, segjast hafa skotið þá báða til bana. Og síðan að auki, skotið niður rússneska þyrlu, er reyndi að bjarga flugmönnunum tveim.
Það hafa verið uppi ásakanir frá Tyrklandi - þess efnis, að Rússar væru að varpa sprengjum á þorp Túrkmena nærri landamærunum.
Það má þannig séð, líta á atburðinn - þannig, að Tyrkland sé að sýna Rússlandi veldi sitt.
Það sem menn þurfa að hafa í huga, að Tyrkland ræður yfir 2-stærsta her NATO, og hefur einnig samsvarandi öflugan flugher - og hvorugt er búið úreltri tækni!
- Heildarstærð rússneska heraflans í þessu tilliti skiptir ekki máli.
- Heldur, hve stórum heralfa getur Rússland haldið uppi í Sýrlandi, ef Tyrkland verður algerlega óvinveitt.
Það lítur ekki sérstaklega vel út - ef kortið er skoðað.
En eins og sjá má, þá dreifir Tyrkland ansi vel úr sér, milli Sýrlands og Rússlands.
- Tyrkir ættu að geta mjög auðveldlega hindrað að Rússar geti flutt vistir til sinna hermanna í Sýrlandi - flugleiðis.
- Og Tyrkir ráða sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs, svo þeir geta mjög auðveldlega lokað á siglingar þar á milli, gert Sevastopol nánast - einskis nýta.
Það þíðir einfaldlega - að Tyrkir ættu á afskaplega skömmum tíma, að geta ráðið niðurlögum hvort tveggja flughers Rússa í Sýrlandi, og þess herliðs er Rússar þar hafa.
Og síðan, ef Tyrkland hefur áhuga á - sent her sinn alla leið til Damaskus.
- Þetta segir ekki, að sérstaklega líklegt sé að Tyrkir láti af þessu verða.
- En það er a.m.k. möguleiki, að Tyrkir hafi skotið niður rússnesku vélina, til að koma þeim skilaboðum til Rússa - að fara varlega, að taka tillit til sjónarmiða Tyrkja, þ.s. eftir allt saman - væri herafli Rússa í Sýrlandi, algerlega upp á náð og miskunn Tyrkja kominn.
Ég held að enginn vafi geti verið um - að svo einmitt sé!
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því nk. daga og vikur, hvort að Rússar breyta eitthvað taktískri nálgun sinni, innan Sýrlands.
Tyrkir - t.d. heimta að Rússar hætti að varpa sprengjum á svæði byggð Túrkmenum.
Mundi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Tyrkland, ef Tyrkir létu verða af þessu?
Ég kem ekki auga á nokkrar sem máli skipta - en augljóst fer Pútín ekki að varpa kjarnasprengjum á NATO land.
Rússar eiga engin landamæri beint að Tyrklandi - þannig að Rússar geta afskaplega fátt gert, eiginlega - nánast ekki neitt.
Maður gæti ímyndað sér, tæknilega hugsanlegan möguleika, að Rússar fengju Írana í lið með sér. En ef einhverjum dettur það í hug, þá bendi ég viðkomandi á - að ef eitthvert land á svæðinu er með tæknilega séð gersamlega úreltan heralfa, þá er það Íran.
Þ.e. algert viðskiptabann síðan 1980.
Íranar eiga enga raunhæfa möguleika - gegn tæknilega fullkomnum landher.
Og það síðasta sem þeir mundu vilja, væri stríð við Tyrkland.
Þannig að Íranar mundu afskaplega kurteislega en samt ákveðið - segja nei við Pútín.
_____________________
Þ.e. einmitt vegna þess hve afskaplega veik staða Rússa er þarna!
Sem það eiginlega kemur einungis á óvart - að Tyrkir skuli ekki fyrr hafa ákveðið, að beita Rússa þrýstingi.
Niðurstaða
Það mun aldrei verða sannað hvorum megin landamæranna rússneska vélin var er hún var hæfð. En skv. frásögn Ankara varaði flugmaður tyrknesku orrustuvélarinnar, rússnesku sprengjuvélina - 10 sinnum. Áður en eldflaug var skotið sem grandaði rússnesku vélinni.
En eitt ætti að vera lýðum ljóst, nema menn séu haldnir blindu, að Tyrkland á nánast alls kosti - við liðsmenn Rússa í Sýrlandi.
Það verður virkilega forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni - hvort að Tyrkir auki þrýsting sinn á Rússa --> En það getur vel verið, að Tyrkir séu til í að umbera að Rússar séu þarna áfram, ef Rússar gerast nægilega auðsveipir.
Ég sé eiginlega ekki að Pútín eigi annan möguleika en þann, að bíta í það súra.
Og semja við Ankara!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
23.11.2015 | 13:28
Á nýr hægri sinnaður forseti Argentínu möguleika á að leysa stórfelldan vanda landsins?
Argentína er með haftakerfi, sem að sumu leiti líkist því haftakerfi sem Ísland bjó við á árunum milli 1946-1958. Ég held samt, að ekki sé til staðar -formleg innflutningsstjórnun, með nefnd er veitir leyfi- en hvað virðist til staðar.
- Takmörkun á aðgengi að gjaldeyri. Þekki ekki hve strangar.
- Opinber gengisskráning, er virðist víðsfjarri markaðsgengi.
- Mismunandi hagsmuna-aðilar í samfélaginu, og útflutningsaðilar, virðast fá gjaldeyri gegn mismunandi gengi. Þannig, virðist Argentína hafa - mörg gengi.
- Síðan er 20% fjárlaga varið í að - niðurgreiða eldsneyti til almennings. Í stað þess að eldsneytissala sé -tekjulynd- fyrir ríkið eins og hér.
- Ekki síst, ríkið er rekið með mjög miklum halla.
- Þrátt fyrir haftakerfi, er gjaldeyrissjóður - smár.
- Og Argentína er enn föst í deilu um gamlar skuldir argentínska ríkisins, frá þeim tíma er argentínska ríkið lenti í alþjóðlegu greiðsluþroti 2000. Deilur við harðan hagsmunahóp minnihluta kröfuhafa - sem neita að taka þátt í samkomulagi, sem flestir kröfuhafar samþykktu um -hluta niðurskurð- skulda. Sá hópur heimtar enn fullar greiðslur. Þó er vitað að þeir aðilar keyptur skuldabréf er þeir eiga - fyrir lítið. Raunverulegir hrægammar.
- Við þetta má bæta, að argentínska ríkið án vafa, er með umfangsmeiri ríkissrekstur, en er raunverulega ástæða til. Og sennilega er margt þar illa rekið.
Macri topples Argentina's Peronists, tough reforms ahead
Líkleg skýring á smáum gjaldeyrissjóði - þrátt fyrir höft, getur verið að mikið af neysluvörum séu innfluttar á, hærra gengi en landið hefur efni á!
Mér virðist sennilegt að forseti Perónista, hafi valið þennan valkost - margar gengissrkáningar, sem væntanlega er flókið í rekstri - og inniber sennilega spillingarhættu.
Til þess, að lágmarka óþægindi fyrir hennar helsta kjósendahóp, almennt verkafólk.
- En einu rökin sem ég kem auga á, er að forseti Argentínu --> Hafi viljað forða þeirri skerðingu á raunvirði launa, sem almenn gengisfelling hefði leitt til.
- En það þá væntanlega þíðir í staðinn, að --> Innflutningur er heldur mikill.
- Sem væntanlega útskýri - af hverju gjaldeyrisforðinn er smár.
- Og að gjaldeyrisforðinn, hafi verið að - skreppa saman.
- Til þess að halda útflutningsfyrirtækjum gangandi, hafi orðið að heimila þeim - að kaupa aðföng á mun lægra gengi.
- Og væntanlega leiðir það til margra gengissrkáninga, að mismunandi útflutningsgreinar - hafi mismunandi mikið undir sér, því mismundandi pólitísk áhrif.
Þetta eru ágiskanir - sem mér finnst þó sennilegar.
Nýkjörinn forseti, Mauricio Macri, á mjög erfitt verkefni framundan.
En nánast allt sem þarf að gera --> Verður óvinsælt.
Og það má treysta því, að það endurtaki sig síðan síðast að Argentína hafði hægri sinnaðan forseta, að stéttafélög sem flest hver séu hluti af flokki Perónista, viðhaldi öflugri stjórnarandstöðu - og geri sitt til að eyðileggja möguleika forsetans á því að stjórna.
- Argentína er ekki í samskonar ástandi og Ísland, hvað það varðar að gríðarlegt fé sé fast í landinu, sem vill leita út. Þannig að afnám hafta ætti --> Tæknilega að vera eins einfalt, og 1959. Þegar Viðreisnarstjórnin felldi gengið 30%.
En það blasir við, að líklega má treysta því - að Perónistar beiti verkalýðsfélögunum til að skapa glundroða, til að lama hagkerfið og þjóðfélagið, ef Mauricio Macri reynir að losa um gengið - með einni stórri gengisfellingu. - Mauricio Macri, hefur sagt - að höft verði losuð í áföngum. Sem væntanlega þíðir, að hann ætlar að gera tilraun til að tala til, hagsmuna-aðila í landinu, og gera tilraun til að vinna almenning inn á sitt band, að aðgerðirnar verði betri fyrir almenning - í lengra samhengi.
- Síðan virðist það einfaldasta sem unnt er að gera, til að draga úr miklum hallarekstri ríkisins - að draga úr, eða jafnvel afnema, niðurgreiðslur á eldsneyti á bifreiðar. En Mauricio Macri virðist varfærinn í yfirlýsingum, og sennilega ætlar hann aftur að gera tilraun, til að - afla sátta um málið. En það mætti hugsa sér, að niðurgreiðslur væru lækkaðar að hluta, það væri einhver niðurskurður í ríkisrekstri.
- Deilur um gamlar skuldir Argentínu, eru í afar erfiðu ferli - vegna þess að Argentína var það óheppin, að óvægnir aðilar eignuðust lítinn hluta skulda landsins.
- Rétt er að benda á, að samkomulag Argentínu við meirihluta kröfuhafa, útilokaði í reynd - að argentínska ríkið gæti veitt hluta kröfuhafa hagstæðara samkomulag, án þess að eyðileggja gildandi samkomulag við meirihluta kröfuhafa.
- Á hinn bóginn, þá var ekki langt í að það samkomulag, mundi renna úr gildi - ekki ólíklegt að það klárist á kjörtímabili, Mauricio Macri.
En það verður augljóslega afar óvinsælt í Argentínu - að greiða skv. kröfu þeirra aðila, er hingað til hafa ekki gefið eftir tommu, hvað varðar að krefjast að fá - fullar greiðslur skv. upphaflegu framreiknuðu virði gömlu krafnanna ásamt upphaflegum vöxtum skv. þeim skuldabréfum.
En erfitt að sjá að Argentína losni úr veseninu er skall á 2000 - nema að bíta í það afar súra, að greiða minnihluta kröfuhafa að fullu.
- Sá hópur kröfuhafa, hefur sennilega þó, minnkað til muna líkur þess að í framtíðinni, fari sáttagerð milli kröfuhafa og ríkis - um aðlögun og endurskipulagningu skulda, fram í New York.
- En eins og frægt er, vann minnihluti kröfuhafa mál í New York, þess efnis að minnihluti kröfuhafa, væri ekki bundinn af samkomulagi argentínska ríkisins og meirihluta kröfuhafa.
- En það var einmitt grundvöllur þess að endurskipulagning skulda, án boðvalds geti mögulega virkað --> Að meirihluta samþykki, tilskilins meirihluta, geti bundið minnihlutann.
Það getur einnig þítt - að ríki verði í framtíðinni, tregari til að gefa úr skuldabréf, með lögsögu í New York.
Þannig að dómstólar þar - úrskurði um deilur milli aðila.
Niðurstaða
Argentína er land sem er afar auðugt mörgu leiti eins og Ísland, frá náttúrufari. Í stað fiskimiða Íslands - koma Pampas slétturnar argentínsku. Þar sem óskaplega stórar hjarðir nautgripa fara um. Og enn er nautakjöt fyrir bragðið gríðarlega mikilvæg útflutningsafurð.
Þetta er endurnýjanleg auðlind - svo fremi sem þess er gætt að ofbeita ekki.
Argentína hefur einnig vínekrur og argentínsk vín fást víðast hvar.
Þar er að auki umfangsmikil akuryrkja.
Og leðuriðnaður -rökrétt séð- vegna allra þeirra skinna er falla til.
- Vín og kjöt, virðist meginútflutningur.
Argentína virðist föst virka eins og Ísland, þó Argentína sé mun stærra landa og fjölmennara - að þurfa að flytja út, til að geta flutt inn.
Að vera háð innflutningi fyrir hátt hlutfall varnings.
Í landinu er bifreiðaframleiðsla. Innan mestu lokaðs hagkerfis.
Eins og sjá má, eiga mörg þekkt merki þar aðild: List of automobiles manufactured in Argentina.
Þeir hafa lengi framleitt þar módel eða gerðir sem eru orðnar úreltar annars staðar.
- Argentína hefur alltaf haft mikla möguleika.
- Argentína enn hefur mikla möguleika.
- Að Argentína sé ekki ríkasta lands S-Ameríku, sé langri sögu innanlands óstjórnar að kenna án nokkurs vafa.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2015 | 03:43
Yfirlýsing öryggisráðsins gegn ISIS virðist veikari en mátti ráða af fréttum
Málið er að hún virkjar ekki með formlegum hætti, "grein 7. stofnsáttmála SÞ." Sem veitir formlega blessun Öryggisráðs SÞ-fyrir hernaðaraðgerð.
Heldur virðist textinn einungis skora á aðildarþjóðir SÞ - að beita "öllum löglegum úrræðum gegn ISIS" - "en hvað akkúrat telst löglegt er sjálfsagt afar teygjanlegt hugtak í þessu tilviki" - að auki skorað á aðildarþjóðir Sþ-að binda endi á það ástand að hryðjuverkamenn hafi örugg svæði til athafna í Sýrlandi og Írak.
"The resolution calls on UN members to take all necessary measures, in compliance with international law against Isis and called for the eradication of safe havens in Syria and Iraq. As well as Isis, it also includes Jabhat al-Nusra, the al-Qaeda affiliate in Syria."
Vegna þess að -grein 7- var ekki virkjuð, þá eru sjálfsagt einungis löglegar þær aðgerðir, er njóta blessunar - alþjóðlegra viðurkenndra ríkisstjórna þeirra landa!
M.ö.o. fara fram skv. beiðni þeirra.
Skv. því -ef við samþykkjum að ríkisstjórnin í Damascus sé lögmæt- þá eru einungis aðgerðir er njóta blessunar Assads með formlegum hætti - löglegar.
Væntanlega skv. því, á sama við um aðgerðir innan Íraks er njóta blessunar stjórnvalda í Bagdad.
- Stjórnvöld í Bagdad hafa - formlega heimilað árásir Bandaríkjanna gegn ISIS á íraskri grundu.
- En hingað til a.m.k. er engin formleg blessun á aðgerðir Bandaríkjanna og NATO landa gegn ISIS (nema að má vera að aðgerðir Frakka þessa stundin hafi fengið slíka blessun), á sýrlenskri grundu - að vísu hafa flugherir NATO landa, gætt þess að ráðst ekki gegn nokkru undir stjórn stjórnvalda í Damaskus. En sannarlega eru aðgerðir -án formlegrar blessunar- í besta falli á lagalega séð, gráu svæði.
- Aðgerðir NATO hafa þó a.m.k. óbeint hjálpað Assad - með því að veikja ISIS, sem væntanlega án þeirra aðgerða, hefði verið sterkara - og væntanlega líklegra til að ná svæðum af stjórnarhernum.
Það er áhugavert - að Jabhat al-Nusra og hreyfingar tengdar al-Qaeda, eru skilgreindar undir sama - hryðjuverkahattinn.
Sem virðist - fara nærri því, að blessa árásir Rússa a.m.k. að hluta, á uppreisnarher sem nefndur hefur verið, "army of conquest."
Vandamálið er auðvitað - að þar með, sé ég ekki betur, en að Rússar geti haldið því fram - að þeirra árásir á uppreisnarmenn, njóti blessunar SÞ.
En Rússar hafa bent á móti á að ekki sé auðvelt að greina hvar -hófsamari hreyfingar- sem NATO hefur sent vopn, eru staðsettar akkúrat - með sína liðsmenn. Óvissa sem Rússar hafa einfaldlega virst afgreiða þannig, að skilgreina allan uppreisnarherinn - undir sama hatti. Þannig ráðast gegn honum af fullkomnu miskunnarleysi.
Þetta getur því hugsanlega skapað -skemmtilega flækju- einmitt vegna þess, að þ.s. "army of conquest" er samstarfsverkefni - fjölda uppreisnarhreyfinga, hreyfinga sem eru mis róttækar þ.e. þarna er að finna hreyfingar tengdar "Frjálsa sýrlenska hernum" sem hafa notið vopnasendinga NATO landa, og sem hingað til hafa ekki verið flokkaðar sem "íslamistar" og - Jabhat al-Nusra, sem ef ég man rétt tengist "Bræðralagi Múslima." Meðan að "al-Qaeda" tengdar hreyfingar, tengjast "vahabi" hugmyndafræði sem ættuð er frá Saudi Arabíu.
NATO lönd segjast ekki senda þessum róttækari hreyfingum - vopn. En hefur kvartað undan árásum Rússa, á uppreisnarmenn.
- Höfum í huga, að "Bræðralagið" hefur verið skilgreint - hryðjuverkahreyfing af Saudi Arabíu.
- Að auki, fjármagnaði Saudi Arabía - valdarán sem steypti ríkisstjórn Bræðralagsins í Egyptalandi.
- Það sem mig grunar, er að Saudi Arabía - hafi gert þetta, vegna þess að ef Bræðralagið hefði haldið Egyptalandi, þá hefði það styrkt það sem - keppinaut vahabisma í Mið-Austurlöndum, og jafnvel víðar.
- Ég er nefnilega ekki sammála því, að "Bræðralagið" sé eins róttækt og "Vahabismi."
Höfum í huga - róttækustu hreyfingarnar sprotnar frá Vahabisma, eru - ISIS, og al-Qaeda.
En róttækustu hreyfingar sprottnar af meiði Bræðralagsins, eru "Hamas" og "Jabhat al-Nusra."
- Hvorug þeirra hefur fram að þessu, framið hryðjuverk á Vesturlöndum.
Mér finnst það nánast, meðmæli með -Bræðralaginu- að Saudi Araöbum, sé í nöp við það.
_________________
Það verður forvitnilegt að fylgjast með því - hvað ef nokkur þessi ályktun hefur.
Niðurstaða
Einn möguleikinn er, að ályktunin - breiti nákvæmlega engu. Þ.e. að þau lönd sem hafa sent a.m.k. sumum hreyfingum uppreisnarmanna í Sýrlandi vopn - haldi því líklega áfram.
Það er a.m.k. kýrskýrt, að uppreisnarmenn hafa verið undir stöðugum árásum ISIS.
Samtímis að megin átök hers Assads, og hersveita bandamanna Írans - hafa einnig verið við hreyfingar uppreisnarmanna.
Síðan hefur ISIS einna helst elfst, með því - að taka svæði af uppreisnarmönnum.
Það hefur því virst svo, að a.m.k. væri ISIS - að notfæra sér það ástand, að árásir hersveita er styðja stjórnina í Damascus, veikja hreyfingar uppreisnarmanna -það getur vel verið að ISIS einfaldlega hafi valið að ráðast þar að, þ.s. auðveldar væri að græða lönd.
- Þetta býr til þá fléttu, að með því að vopna uppreisnarmenn - hafa NATO lönd, hægt á sókn ISIS, gegn uppreisnarmönnum. Sem þjónar því markmiði að forða því að ISIS styrkist frekar. Meðan að Rússar hafa hingað til hent mun meira magni af sprengjum á uppreisnarherinn, en ISIS.
- Samtímis, mjög sennilega, vilja NATO lönd ekki styrkja uppreisnarmenn svo mikið í sessi, að verulega hætta skapist á að þeir sigrist á sveitum Assads, og bandamanna hans.
Enda mundi þá skapast umtalsverð flóttamannabylgja þeirra hópa Sýrlendinga er hafa stutt stjórnvöld - að sama skapi virðist einnig hætta, að margir íbúar landsins sem aðhyllast Súnní Íslam, gæti gerst flóttamenn - ef uppreisnarmenn tapa alfarið.
Þannig, að mig grunar að stuðningur NATO landa við uppreisnarmenn - ráðist stórum hluta, af því að leitast við að forða nýrri stórri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Sem þíðir væntanlega að til staðar sé viðkvæmt jafnvægi hvað þann stuðning varðar.
- En hvernig þessi ályktun á að skapa þær aðstæður sem ráða niðurlögum ISIS, blasir ekki endilega augljóst við.
- En loftárásir geta ekki leitt slíkt fram. Til þess þarf landher.
- Það einfaldlega gengur ekki að sá landher, sé skipaður Shítum.
- Né gangi það, að styrkja Assad til að ná landinu aftur.
Málið er <--> Að í bæði tilvikum, væri það gegn því markmiði.
Að hindra stóra nýja flóttamannabylgju.
Svo mikið sé ótti/hræðsla/hatur Súnní arabískra íbúa þeirra svæða þ.s. annaðhvort uppreisnarmenn eða ISIS stjórnar - að líklega mundu þjóðflutningar skella á.
Eina leiðin til að forða þannig útkomu - væri að efla Súnný her til verks.
En ef uppreisnarmenn má ekki nota - þá hreinlega vantar þannig herafla.
- Þá gæti málið farið þannig, að það þróaðist í margra ára langa pattstöðu, þ.s. allt væri gert til að einangra ISIS - reglulegum loftárásum væri haldið uppi.
- Þá mundi það minna á árin milli 1994-2003, þegar Saddam Hussain var einangraður, og undir reglulegum loftárásum - meðan að viðhaldið var "no fly zone" og "safety zone" innan Íraks.
En slíkt ástand - munti sennilega ekki letja ISIS til að beita hryðjuverkum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2015 | 22:38
Eykur það hættu af hryðjuverkum, að veita sýrlenskum flóttamönnum hæli? Eru Vesturlönd að auðsýna einfeldni með því að taka við fjölda sýrlenskra flóttamanna?
Replúblikanar eru að reyna að keyra í gegn um Bandaríkjaþing, frumvarp sem setur það ströng "öryggis skilyrði" fyrir því, að veita sýrlenskum flóttamanni hæli - að nánast virðist útilokað að þau gætu verið uppfyllt.
Þannig að frumvarpið, snúist í reynd um, að alfarið hindra komu þeirra til Bandaríkjanna!
"Under the proposal no refugees from Syria or Iraq could enter the United States until several top-level U.S. security officials verified they did not pose a threat."
Sennilega fullkomlega óframkvæmanlegt!
Þegar haft er í huga, að stjórnvöld Sýrlands séu afar ólíkleg til að vera liðleg þegar kemur að veitingu upplýsinga af þessu tagi. Meðan að flóttamennirnir flestir hverjir, eiga sennilega ekki afturkvæmt til sinna heimkynna er hafa annað af tvennu verið eyðilögð eða að stríðandi fylkingar koma í veg fyrir að þeir eigi afturkvæmt. Það þíðir auðvitað, að engin leið er að - ræða t.d. við fólk sem þekkir viðkomandi úr fyrri heimkynnum viðkomandi.
Þess vegna yrði augljóslega ekki mögulegt að ganga úr skugga um það, að viðkomandi sé sannarlega ekki tengdur neinum hryðjuverkasamtökum. Samtímis ósennilegt, að unnt væri að sína fram á það öfuga - - að viðkomandi væri sannarlega tengdur slíkum.
Höfum í huga, að í Guantanamo fangelsinu á sínum tíma, var um hríð haldið verulegum fjölda Afgana, sem á endanum - engin leið reyndist til að sannreyna hverjir voru. Á endanum var mörgum þeirra sleppt. Vegna þess að ekki tókst heldur að sýna fram á tengsl viðkomandi við hættulegar hreyfingar - - > En punkturinn er, sú endanlega útkoma tók mörg ár.
Það sé því ekki spurning <-> Að það sé enginn raunhæfur möguleiki á að útiloka óvissu um það, hvort tiltekinn flóttamaður - hafi hryðjuverkatengsl eða ekki.
Vesturlönd hafi hafi ekki valkost m.ö.o. að sætta sig ekki við þá óvissu - ég meina, þau verði að ákveða að taka við þeim, eða ekki <-> Þrátt fyrir þá óvissu.
- Þegar menn veifa þeirri óvissu - sem ástæðu þess, að ekki gangi að veita flóttamönnum hæli, sem ekki hafi tekist að sannreyna að hafi engin hryðjuverkatengls.
- Þá sé það í reynd það sama, vegna þess að ekki sé í reynd mögulegt að ganga úr skugga um þetta; og að hafna alfarið því - að tekið sé við flóttamönnum frá Sýrlandi.
- Það sé einungis unnt að ræða þetta út frá líkum!
Defying Obama, U.S. House passes tougher Syrian refugee screening
White House threatens to veto untenable refugee bill
"Republican Ben Carson compared Syrian refugees to 'rabid dogs'"
Höfum í huga, að þetta eru sennilega einmitt þau viðbrögð gagnvart sýrlenskum flóttamönnum - sem ISIS vonast eftir! ISIS sem sagt vinnur, ef þetta sjónarmið verður ofan á!
Hryðjuverk ISIS í París föstudaginn fyrir viku - er ástæða þess, að málefni sýrlenskra flóttamanna, fóru í hámæli á Bandaríkjaþingi - í þetta sinn.
Einkum sú staðreynd - að það fannst á vettvangi hryðjuverkanna, eitt vegabréf gefið út i Sýrlandi!
- Það að vegabréfið fannst á vettvangi, hefur vakið grunsemdir - sérfræðinga.
- En, það getur bent til þess, að það hafi vísvitandi verið skilið eftir á vettcangi - svo það mundi verða fundið.
- Enda virðist það annars afskaplega undarlegt - að hryðjuverkamenn, skilji eftir sig persónuskilríki, sem auðvelda að bera kennsl á þá. Þar sem eftir allt saman, sé það almennt hagur þeirra samtaka - að flækja fyrir yfirvöldum þegar kemur að því að bera kennsl á fallna hryðjuverkamenn, frekar en að auðvelda það verk.
- Þetta hefur leitt til þess - að fjöldi sérfræðinga, hefur stungið upp á því, að vegabréfið hafi vísvitandi verið skilið eftir.
- Einmitt í þeim tilgangi, að framkalla deilur um sýrlenska flóttamenn.
Ég verð að segja eins og er - að mér finnst sú tilgáta geta mjög vel staðist, vera rökrétt.
- Enda lítur ISIS á sýrlenska flóttamenn er flýja til Evrópu, sem svikara við málsstað Íslam. Þeir eigi að berjast með ISIS - eftir allt saman, að mati ISIS, í Sýrlandi.
- En fyrir utan það, meðan að flóttamennirnir eru staddir í Mið-Austurlöndum, í flóttamannabúðum þ.s. skilyrði eru afar slæm, lítið við að vera - örvænting rýkir. Þá séu til staðar kjöraðstæður fyrir ISIS. Að leita uppi hugsanlega nýja fylgismenn meðal þeirra. Af þeim ástæðum henti það ISIS betur - að flóttamennirnir séu áfram í Mið-Austurlöndum.
- En síðan að sjálfsögðu -bætist við- að ISIS vill auka hatur og tortryggni milli Múslima og Evrópu, bæði milli Múslima er búa í Evrópu og annarra Evrópumanna, og Múslima í Mið-Austurlöndum, og Evrópubúa. Að hvetja til þess - að Vesturlönd hafni alfarið að taka við sýrlenskum flóttamönnum, beita þá harðræði til að bægja þeim frá --> Þjóni m.ö.o. að auki þeim tilgangi ISIS, að fjölga þeim Múslimum í Evrópu sem og innan Mið-Austurlanda, sem hata Evrópumenn.
- Markmið ISIS sé alltaf það - að skapa sér sem besta aðstæður til að fjölga fylgismönnum ISIS.
Það sé því skýrt -að mínu mati- að sú áhersla, að loka á sýrlenska flóttamenn.
Að beita þá harðræði, til að bægja þeim frá.
- Þjóni málsstað ISIS - með margvíslegum hætti.
Eitt sem er áhugavert við þessar deilur <-> Á sama tíma, og afstaða Repúblikana í þessu máli, þjónar hagsmunum ISIS <-> Þá er mjög algengt að þeir sem aðhyllast þeirra sjónarmið, ásaki þá sem vilja veita sýrlenskum flóttamönnum mótttöku <-> Að vera -einfeldningar- um -kjánaskap.-
Samt virðist blasa við - að eins og ég bendi á, að einmitt sú afstaða Repúblikana, og annarra sem styðja sambærileg sjónarmið - þjónar hagsmunum málsstaðar hryðjuverkamannanna.
Sem eiginlega setur fram þá spurningu - - hverjir eru kjánarnir!
Sýrlenskir flóttamenn eru í langsamlega flestum tilvikum, venjulegt fjölskyldufólk - sem einmitt er að flýja stríðið í Sýrlandi, og þar með einnig - þær hreyfingar sem taka þátt í því stríði, þar á meðal ISIS!
Ég er með einn punkt til viðbótar!
En ef markmið manna er að - lágmarka hryðjuverkahættu.
Þá gæti einmitt það að bægja sýrlenskum flóttamönnum frá, það að Vesturlönd hafni mótttöku þeirra.
Þvert ofan í fullyrðingar stuðningsmanna slíkrar stefnu <-> Skapað aukna hryðjuverkahættu.
- En ég bendi fólki á, að ef hópnum er haldið í Mið-Austurlöndum, við þau ömurlegu skilyrði sem þar eru í flóttamannabúðum.
- Og ekki síst, ef flóttamennirnir vita af því - að Vesturlönd hefðu lokað á þá.
Þá er auðvitað rökrétt að ætla - að örvænting flóttamanna í flóttamannabúðum í Mið-Austurlöndum aukist.
Að auki er ekki ósennilegt, að það mundi fara nokkur reiðibylgja í gegnum samfélag flóttamanna, ef af því yrði - að sú stefna að loka á flóttamenn af hálfu Vesturlanda yrði ofan á.
- Ég er aftur að vísa til þess <--> Að ISIS vill frekar að flóttamennirnir verði áfram í Mið-Austurlöndum, því þá hefur ISIS betri möguleika til að - afla sér fylgismanna meðal þeirra.
- En einnig að, ef vonleysi flóttamannanna mundi aukast, auk þess ef reiðibylgja færi um þeirra samfélag gagnvart Vesturlöndum <-> Þá mundi það líklega, enn frekar bæta möguleika ISIS á að afla sér fylgismann meðal þeirra.
Það sem ég er að segja - að þvert á móti, að draga úr hryðjuverkahættu.
Gæti sú stefna, að loka á sýrlenska flóttamenn, aukið hana - jafnvel, verulega.
Ekki má gleyma því, að ISIS mundi nota -slæma meðferð á sýrlenskum flóttamönnum af hálfu Vesturlanda- til að efla reiði innan samfélags Múslima á Vesturlöndum.
- Þannig að þvert á móti, að draga úr hættu fyrir Vestræn samfélög - séu margvíslegar ástæður að ætla, að sú stefna að - loka á sýrlenska flóttamenn á leið til Vesturlanda, hafi akkúrat þau þveröfugu áhrif - að auka hættuna af íslamista hryðjuverkamönnum.
Þessi afstaða umtalsverðs fjölda hægri manna.
Sem gjarnan nálgast þá deilu með afar hrokafullum hætti, með ásökunum á þá leið að andstæðingar þeirra séu fífl eða kjánar.
Sé sennilega - gegn markmiðum Vesturlanda að lágmarka hættuna af hryðjuverkum.
Líklega því afar afar skammsýn!
Niðurstaða
Þvert ofan í það sem gjarnan er sagt, þá sé það líklega gegn markmiðum ISIS. Að Vesturlönd fari vel með sýrlenska flóttamenn - og veiti mörgum þeirra hæli, og betri framtíð.
Að auki sé sú stefna, þvert ofan á fullyrðingar um annað, líkleg til að lágmarka hryðjuverka hættu.
Þvert á móti <-> Sé sennilega einna öflugasti mótleikur Vesturlanda gegn haturs áróðri ISIS <-> Einmitt að veita sýrlenskum flóttamönnum sem varmastar móttökur, og þar með svara með eftirminnilegum hætti þeim áróðri að Vesturlönd hati Múslima.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.11.2015 | 23:39
Loftárásir virðast hafnar af krafti á olíu- og gasvinnslu ISIS
Ef frétt Financial Times er rétt, þá hafa Bandaríkin hafið umfangsmikinn lofthernað til höfuðs þeirra tekna sem ISIS hefur af gas og olíuvinnslu. Sem er að sjálfsögðu - fínar féttir. Því það er einmitt olíu- og gasvinnslan, sem hefur gert ISIS mögulegt, að vera að mig grunar - fjárhagslega sjálfstæðir.
Upsurge in air strikes threatens Isis oil production
Hvað virðist ráðist á - eru ekki gas-/olíulyndirnar sjálfar, heldur virðist ráðist að vinnslustöðum og flutningatækjum
Það má alveg færa rök fyrir því - að eyðileggja ekki búnaðinn við brunnana.
En rökin væru þá þau, að það verði kostnaðarsamt að byggja upp búnaðinn við brunnana að nýju. Hugsanlega kostnaður er geti numið milljörðum dollara.
M.ö.o. - draumurinn, að ná brunnunum stærstum hluta gangfærum.
Þannig að landið geti nýtt tekjur af þeim, um leið og tekist hafi að hrekja ISIS af svæðunum þar sem brunnana er að finna.
- Með því að eyðileggja flutningatækin, þó þau séu mörg hver í einka-eigu, þá sé möguleikar ISIS á að selja olíu og gas frá olíu og gassvæðunum - rökrétt skertir.
- Meðan að ekki er ráðist á búnaðinn við sjálfa brunnana, heldur samt sem áður - framleiðslan áfram næsta óskert.
- Spurning hvort þ.e. nóg að gert - að hindra að ISIS geti flutt gas og olíu á markað.
The strikes are insane, sometimes 20 in a few hours, - If the strikes go on like this they could stop oil production.
- Þessi leið hefur þó einn galla --> en ef búnaðurinn við brunnana er eyðilagður, þá er framleiðslan raunverulega stöðvuð - og það mundi þurfa mun meira til en ISIS hefur líklega getu til, að koma þá framleiðslunni aftur af stað.
- Gallinn er auðvitað sá, að fyrst að menn virðast tregðast við að eyðileggja búnaðinn við brunnana sjálfa - þá muni þurfa að viðhalda stöðugum árásum á þau tæki og tól sem notuð eru til að dreifa olíunni og gasinu - til að halda olíunni og gasinu sem streymir upp, af markaði.
- Þannig hindra ISIS frá því, að hafa af olíunni og gasinu, tekjur.
Niðurstaða
Þetta virðist ný áhersla af hálfu Bandaríkjanna, að halda uppi áköfum loft árásum, á þau tæki og búnað - sem notað er af ISIS, við það að dreifa olíu og gasi til kúnna. Á meðan að svo virðist að Bandaríkin láti vera, að ráðast að sjálfum olíu- og gasbrunnunum.
Það er reyndar áhugaverður vinkill á þessu - að stjórnvöld í Damaskus hafa verið einn helsti kaupandi á olíu og gasi frá olíu og gassvæðunum undir stjórn ISIS síðan 2013. Spurning því - hvort Bandaríkin eru ef til vill ekki síður, að leitast við að gera stjórninni í Damaskus lífið leitt.
Kv.
17.11.2015 | 22:57
Hvað ætli að Pútín sé nú að plotta, með yfirlýsingum um stuðning við Frakka og formlegri viðurkenningu þess að ISIS grandaði rússnesku farþegavélinni?
Mér finnst loftárásir Frakka á Raqqa, lykta meir af - pólitík. En raunverulegum hernaðarlegum tilgangi. Borg sem fyrir borgarastríð hafði um 300þ. íbúa.
Það getur vart verið að ISIS hafi ekki reiknað með því, að ráðist yrði á Raqqa.
Vegna þess að borgin er þekkt sem höfuðborg "íslamska ríkisins."
Þannig að mjög sennilega hafi ISIS þegar fært frá Raqqa allt sem skipti máli.
Spurning hvaða leik - - Pútín er að spila!
Putin orders Russian forces to work with French allies in Syria
En skv. tilkynningu rússneskra stjórnvalda - þá hefur rússnesku herliði í Sýrlandi verið skipað að veita Frökkum alla þá aðstoð sem þeir vilja þiggja, í aðgerðum gegn ISIS.
Putin vows payback after confirmation of Egypt plane bomb
Og sama dag, kynna rússnesk stjórnvöld að þau hafi nú sannanir fyrir því, að Airbus 321 vélin í eigu rússnesks flugfélags er fórst mínútum eftir flugtak frá Sharm el Sheikh á Sínæ skaga í Egyptalandi <--> Hafi verið sprengd af sprengju er hafi verið falin innan borðs.
Haft er eftir Pútín - að Rússar muni elta þá sem bera ábyrgð á ódæðinu, og að þeir muni hvergi vera óhultir á plánetunni.
________________
Það er örugglega ekki tilviljun <-> Að rússnesk stjórnvöld segja formlega frá því að vélin hafi verið sprengd.
Í kjölfar atburðarins í París sl. föstudagskvöld <-> Og í kjölfar þess, að Hollande hefur fyrirskipað sérstakar refsi-árásir gegn ISIS í kjölfarið.
- Pútín er greinilega að róa að því öllum árum, að endurreisa a.m.k. að hluta, það samstarf sem var til staðar, milli NATO landa og Rússlands, áður en deilurnar um A-Úkraínu hófust.
- Spurning hvað það þíðir fyrir, A-Úkraínu. En við skulum ekki gefa okkur, að þessar kringumstæður - styrki stöðu Pútíns endilega í því máli. Það sé frekar eins og að Pútín, sé einhverju leiti að leitast við að - laga samskiptin aftur til baka.
- Það gæti einmitt þítt - að Pútín sé smám saman að fjarlægja sig þeim átökum. Sem hugsanlega þíði - að hann sé að undirbúa það, að gefa A-Úkraínu alfarið eftir.
- Hugsanlega, sé hann að vonast eftir því, að reiðibylgja innan Rússlands - gagnvart ISIS. Geti veitt honum skjól fyrir slíka ákvörðun - sérstaklega, ef hann getur sínt fram á, að tilraun hans til að - fá NATO þjóðir í lið með sér, í svokölluðu -bandalagi gegn ISIS- sé að virka.
- En ég hef ekki trú á því, að hann geti sannfært NATO þjóðir um það - að rússn. aðstoð sé það mikilvæg í Sýrlandi. Að það sé þess virði fyrir NATO þjóðir - að gefa eftir að sínu leiti í þeirri deilu.
- Aftur á móti, þurfi Pútín á því að halda, að NATO þjóðir - samþykki fyrir sitt leiti - að Assad fái áfram að vera. Þannig, að Pútín haldi sínum bandamanni - og lepp. Enda hafa NATO þjóðir verið að veita uppreisnarmönnum, nokkra aðstoð. Og sé í lófa lagið að auka á þá aðstoð - ef þeim sýnist svo.
Það geti einfaldlega verið <--> Að það sé mikilvægara í augum Pútíns. Að halda aðstöðunni á strönd Sýrlands, þ.e. einu flota-aðstöðu Rússlands við Miðjarðarhaf í borginni Tartus, og herflugvellinum við Ladakia.
En að gera tilraun við að - keppa við NATO um A-Úkraínu.
________________
Það geti verið stutt í það - að NATO þjóðir formlega samþykki, lágmarks þarfir Rússlands - að halda strandhéröðum Sýrlands þ.s. borgirnar Tartus og Ladakia eru.
Og það má vera að í staðinn - gefi Pútín A-Úkraínu eftir.
Niðurstaða
Mig grunar eins og marga, að plott sé í gangi milli Pútíns og NATO þjóða, þ.s. prúttað sé um A-Úkraínu og Sýrland - á sama tíma. En öfugt við það sem sumir -aðdáendur Pútíns virðast halda- þá tel ég stöðu Rússlands augljóst verulega veikari. Pútín sé sannarlega leitast við að spila sína hönd eins og hann getur, en hann á endanum - haldi á veikari spilum.
Það þíði, að á endanum, þurfi hann að - gefa eftir annaðhvort aðstöðu Rússlands í Sýrlandi, eða, uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
Ef Pútín á að geta fengið aftur til baka, a.m.k. að einhverju leiti, þá samvinnu sem til staðar var milli Rússlands og NATO, áður en átökin um A-Úkraínu hófust.
Og binda hugsanlega endi á refsiaðgerðir NATO þjóða.
Sennilegar sé, að Pútín gefi A-Úkraínu eftir, gegn því að halda Assad og herstöðvunum í strandhéröðum Sýrlands - og losna við refsiaðgerðir NATO. En að það þveröfuga gerist, að hann gefi eftir Assad og aðstöðuna í Sýrlandi. En þá sé líklegar að hann losni við refsiaðgerðir NATO landa.
Það má vera - að nú þegar Pútín hefur formlega viðurkennt að ISIS hafi grandað rússnesku farþégavélinni. Sé við það að hefjast - ný fjölmiðlaherferð í Rússlandi. Sem verði ætlað að skapa reiðibylgju innan Rússlands - gagnvart ISIS.
Á sama tíma, verði alger þögn í rússneskum fjölmiðlum um A-Úkraínu. Og líklega þegar sá tími kemur, að Rússland formlega - sker á tengslin við uppreisnarmenn. Þá muni það sennilega ekki rata í rússneska pressuna <-> Sem verði í staðinn, stöðugt að básúna um aðgerðir gegn ISIS.
- Þannig verði stríðið gegn ISIS - að "diversion" fyrir rússneskan almenning, svo hann veiti því ekki athygli - að Pútín hafi selt uppreisnarmenn.
- Síðar muni hann kynnt það sem "triumph" hans að refsiaðgerðirnar séu fyrir bý.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.11.2015 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.11.2015 | 23:08
Óvinur óvinar míns er vinur minn, ég held að það sé kominn tími til að hugsa með þeim hætti í Sýrlandi
Til þess að forða misskilningi - tek ég strax fram að ég er ekki að tala um bandalag við Assad. En ég sé ekki nokkra leið til þess, að bandalag við Assad sé gagnlegt í átökum við ISIS.
- Málið er, að Assad ber alla ábyrgð á því, að átök sumarið 2011 urðu að borgarastríði, en Assad hafði valkosti er hefðu fullkomlega forðað þeirri útkomu - bendi t.d. á að í Túnis varð ekki borgarastríð. En Ben Ali steig upp í þotu og yfirgaf landið í janúar 2011. Í Túnis er mestu leiti friðsamt í dag, þ.e. ekkert stríð - borgir ekki í rústum - engar milljónir á flótta - ekki orðið gríðarlegt manntjón. Assad valdi að - - hanga á völdunum hvað sem það kostaði, og skipaði herlögreglu að skjóta á götumótmæli. Afleiðing, að uppreisnin barst til hersins - og upp reis svokallaður "Frjáls sýrlenskur her."
- Það að 12 milljón manns séu heimilislaus, meir en 50% íbúa - bendir til ótrúlegs tjóns á húseignum almennra borgara. Fullkomin sönnun þess, að stjórnarherinn hafi beitt sér af fullkomnu miskunnarleysi og skeitingarleysi um manntjón og tjón almennings.
- Síðan bendi flest til þess, að stjórnarherinn beri ábyrgð á bróður parti yfir 300þ. manna manntjóns.
Þetta leiðir til þess - að innan Sýrlands hlýtur að vera mikill fjöldi af fólki, sem hefur afskaplega litlu að tapa, hefur misst allt sitt - gjarnan ástvini einnig <-> En telur sig eiga blóðhefndir að hefna gagnvart Assad og fylgismönnum.
Þetta gerir það að verkum, að ég tel að ekki sé raunhæfur valkostur að vinna með Assad.
Hann sé of mikið hataður - og af of mörgum.
Í augum of margra - sé allt til vinnandi, að koma honum frá.
Það sé vatn á myllu ISIS <--> Sem virkilega, beiti þeim áróðri, að einungis ISIS geti varið fólkið í landinu <--> Gegn Assad, og bandalagi hans við Íran - og Hesbollah.
Þar sem að Íran og Hesbollah - er víðtækt hatað af Súnní Araba meirihluta landsmanna, þá virki sá áróður ISIS manna - afskaplega vel.
- Það gerir það að verkum - að bandalag við Assad, sé ekki gagnlegt.
- Það frekar geri - ógagn. Með því, að reka enn flr. til þess að ganga til liðs við ISIS.
Stríðið við ISIS - - verður ekki unnið, nema að til staðar sé á vígvellinum, Súnní arabískt afl - sem íbúar landsins geta mögulega stutt í staðinn - fyrir ISIS
Allur stuðningur við Assad <--> Muni styrkja ISIS frekar.
Vegna þess, hve víðtækt Assad sé hataður af meirihluta landsmanna, eftir það ótrúlega blóðbað og tjón, sem hann hefur valdið landsmönnum.
Sama gildi um, bandalag við Íran og Hesbollah, en þar komi inn -trúarvinkillinn- Súnní vs. Shía, þ.s. öflugt haturs ástand sé til staðar milli Súnní Araba meirihluta landsmanna og Írana, ekki síður gagnvart Hesbollah.
Þá gildi það sama <--> Að bandalag við Íran, og Hesbollah - mundi smala fólki til fylgis við ISIS, og líklega þar með - nettó styrkja ISIS.
- Ég er að horfa til, uppreisnarmanna í Sýrlandi - sem "the lesser evil."
- En þeir hafa samfellt verið undir árásum frá ISIS, síðan ISIS kom fram 2013. Og ISIS hefur tekist að ná stórum svæðum af uppreisnarmönnum - stór hluti ástæðu þess, að þeir hafa í dag, sameinast í her sem þeir kalla "army of conquest."
- Síðan þeir þannig sameinuðu krafta sína - hafa þeir haldið velli gagnvart ISIS. Og samtímis að auki, gagnvart árásum Írana - Hesbollah - Rússa og stjórnarliða.
- Það þíðir, að uppreisnarmenn, eru án nokkurs vafa - sæmilega sterkur her.
- Og þeir eru sannarlega - súnní.
Ég geri mér fulla grein fyrir því, að þeir eru flestir - Íslamistar.
En það hefur ekki hindrað ISIS í að ráðast stöðugt að þeim.
- En ISIS lítur á sig, sem uppsprettu hinnar réttu Íslam trúar, þ.e. hina einu réttu uppsprettu. Þeir telja sig, hafa leitað til uppruna Íslam - fundið aftur hið tæra upphaflega Íslam. Sem þeir séu að endurvekja.
- Það þíðir, að ISIS - lítur á alla aðra Múslima, sem villutrúarmenn. Þar með einnig, aðra Íslamista.
Þetta er þ.s. ég á við með - - óvinur óvinar míns, sé vinur minn.
Það sé ef til vill langt gengið að kalla Íslamistana í uppreisnarhernum, vini.
En þeir séu sannarlega án vafa - óvinir ISIS.
Og ISIS sannarlega lítur á þá sem - sína óvini.
Og uppreisnarmenn, hafa sannað sig sem hernaðarlegt afl innan Sýrlands.
Það sé "boots on the ground" sem vanti, svo unnt sé að ráða niðurlögum ISIS.
Og þau "stígvél" þurfa að vera Súnní arabísk.
Enda, verði ISIS ekki stöðvað - - nema af öðru Súnní arabísku afli.
Málið er - að ef uppreisnarmenn, mundu verða vopnaðir - með öflugum hætti.
Eins og gert hefur verið við Kúrda.
Þá sé full ástæða að ætla - að unnt sé að fá þá til þess, að ráðast gegn ISIS.
- Auðvitað þarf þá fyrst, að semja um - a.m.k. vopnahlé í borgarastríðinu.
- Og Rússar þurfa að samþykkja að hætta að ráðast gegn þeim.
- Vopnahlé gæti tekið gildi á þeirri línu sem her uppreisnarmanna, í dag heldur gagnvart stjórnarsinnum og Íran, ásamt bandamönnum Írans.
Í dag eru í gangi friðarviðræður í Sviss.
Til þess að unnt sé að einbeita sér að ISIS.
Þarf að algeru lágmarki - vopnahlé.
Í kjölfar þess, yrði her Sýrlands að halda sig til hlés í átökum.
Flugher Rússa gæti beitt sér gegn stöðvum ISIS.
En Hesbollah og Íran, einnig yrðu að halda sig til hlés.
Einungis Súnní her <--> Getur tekið þetta verk að sér.
Sá her er til - það þarf bara viljann til að beita þeim her.
Ég geri mér fullkomna grein fyrir því - að yfirráð uppreisnarmanna í stórum svæðum innan Sýrlands, leiða ekki til einhverrar óska stöðu.
Það sé samt skárra <--> En að búa við ISIS.
Niðurstaða
Einmitt - - óvinur óvinar míns, uppreisnarmenn. Einhver mun örugglega koma fram, og segja mig geggjaðan. En þetta er alls ekki geggjað. Innan Sýrlands er - geggjað ástand. Nú liggur á að binda enda á ISIS.
Og aðrir Íslamistar, þó slæmir séu að mörgu leiti, séu samt skárri heldur en ISIS.
Menn verða að skilja <--> Að sá her sem ræðst að ISIS.
Verður að geta stjórnað því landsvæði á eftir.
Það sé gersamlega útilokað - að stjórnarher Sýrlands sé fær um slíkt.
Eftir það sem á undan hefur gengið, vegna þess - hve hátt hlutfall þjóðarinnar lítur á ISIS, sem skárri valkostinn í samanburði við stjórnvöld í Damaskus.
En lái þeim það nokkur - eftir 12 milljón manns hafa verið gerð heimilislaus, eftir þ.s. hlýtur að hafa verið ótrúlega miskunnarlaust sprengjuregn og kúlnaregn, og yfir 300þ. drepin.
Þetta séu það stórir glæpir - að jafnvel glæpir ISIS blikni í samanburði, og samt eru þeir glæpir mjög miklir að umfangi.
Assad sé ekki nothæfur bandamaður - punktur.
Nú með einugis 20% landsins - sé hann mjög augljóslega orðinn afar veikt afl.
Hann sé algerlega háður Íran, sem þíði að Íran sé nú hið raunverulega afl á þessum 20% landsins. Assad sé -de facto- búinn að vera, ef Íranar vilja halda honum sem framhlið fyrir sín yfirráð, sé það þeirra mál.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2015 | 01:45
Við megum ekki láta hryðjuverkamennina sigra
Hryðjuverkamennirnir sigra - ef samfélög Vesturlanda láta þá kúga sig, til þess að fara í það ferli að skerða mannréttindi og almenn lýðréttindi einstakra hópa.
En það er hættuleg freysting við aðstæður sem þessar, þegar mannskæð árás - vekur ótta og eflir almennt óröyggi ibúa; þá fara gjarnan þeir á kreik - sem vilja notfæra sér ástandið, til að sveigja samfélagið í átt að þeirra vilja - gjarnan sett fram með þeim hætti, að um sé að ræða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir almennt öryggi.
Það er sennilega ekki til neitt það hugtak í nútíma sögu mannkyns er oftar hefur verið herfilega misnotað - heldur en hugtakið öryggi!
Á 20-öld var það notað til að réttlæta þætti, allt frá takmörkunum á - skoðanafrelsi, ritfrelsi, ferðafrelsi.
Yfir í fjöldafangelsanir, pólitísk morð og pyntingar.
- Ýktasta dæmið er að sjálfsögðu útrýmingarherferð nasista á gyðingum, sem réttlætt var á þeim grunni, að Gyðingar væru ógn fyrir heildarsamfélagið - sem framanaf var beitt til að réttlæta eignaupptöku, takmarkanir á ferðafrelsi - síðan fangelsun þeirra, og að lokum - skipulagða útrýmingarherferð.
- Að mörgu leiti sambærilegar eru útýmingarherferðir þær sem stjórnir kommúnista hófu alltaf án undantekninga fljótlega eftir valdatöku, á skilgreindum óvinum byltingarinnar.
Við þurfum að varast að endurtaka leika sem þessa.
Það er, að skilgreina tiltekna þjóðfélagshópa sem óvini.
Sem síðan sé réttlætt til að - beita þann tiltekna hópa, harðræði af margvíslegu tagi - sem miðað við sögu 20-aldar er hætt við að fari stig-magnandi.
- Ég skynja augljósa hættu á því - að áhrifamiklir skoðanahópar.
- Fari að berjast fyrir því, að Múslimar sem búa í Evrópu, séu beittir - almennum skerðingum, takmörkunum - sem sagðar verða í því skyni að verja samfélögin gegn þeim.
Miðað við það hvernig slíkum - almennum skerðingum á rétti einstakra hópa, hefur verið herfilega gjarnan misbeitt á 20-öld.
Þá tel ég fulla ástæðu til þess að vara við hugmyndum af slíku tagi.
Ég bendi fólki á að V-Evrópa beitti aldrei slíkum almennum skerðingum á rétti kommúnista í Kalda-Stríðinu!
Það voru mörg dæmi þess í öðrum heimshlutum, að kommúnistaflokkar - væru bannaðir.
Að skoðanafrelsi kommúnista væri skert, þeirra rit bönnuð.
Þeir fangelsaðir - án þess endilega að vera sekir um annað, en að hafa þessa sannfæringu.
- Vandamálið er, að þetta leiddi nær alltaf til - - miklu mun meiri átaka, en þ.e. mjög merkilegt í raun og veru, hve afskaplega vel V-Evrópa slapp við samfélagsleg átök í Kalda-stríðinu.
- En víða um heim, urðu gríðarlega harkaleg slík átök - ég er að tala um allt yfir í ákaflega mannskæð borgarastríð.
- Höfum í huga, að í Evrópu var meðal stuðningur við kommúnisma á bilinu 10-20%.
Hann m.ö.o. var alls ekki lítilfjörlegur.
Kommúnistar m.ö.o. voru mun flr. en Múslimar í dag eru innan Evrópu.
- Og það væri afskaplega rangt, að halda því fram að kommúnismi hafi verið, minna hættuleg stefna - en stefna öfga íslamista.
- Ítreka, að án nokkurra undantekninga - hófu kommúnistar í kjölfar valdatöku. Skipulagðar útrýmingarherferðir á þjóðfélagshópum - sem þeim var í nöp við.
- Alltaf varð gríðarlegt manntjón, í kjölfar valdatöku kommúnista - þegar þeir fóru að drepa í stórum stíl, skilgreinda óvini byltingarinnar - eða varpa í fangabúðir þ.s. margir létu lífið vegna slæmrar aðbúðar.
Við erum að tala um það.
Að hundruðir þúsunda - upp í milljónir, létu lífið.
Haturs Íslam hættulegra Íslamista, er ekki hin dæmigerða stefna Íslam - eins og hatursmenn Íslam gjarnan halda fram
Ég hef veitt því athygli - hvernig hættulegir Íslamistar eru að æsa upp gamalt og undirliggjand hatur gagnvart Íslam. Sem virðist hafa verið til staðar í Evrópu, en legið í dvala.
Íslam hatarar gjarnan - láta sem að haturskenningar öfgamúslima, séu réttmæt lýsing á því hvernig allir Múslimar hugsa, og hvernig Íslam með réttu sé.
- Þarna eru að rísa upp haturshópar - þeirra hatur með vissum hætti, virðist endurspeglun á hatri öfgaíslamista á samfélögum Vesturlanda.
- Hatur hvorra tveggja - virðist nærast á hatri hins, þannig efla hvort annað.
Þetta minnir mig töluvert á upprisu nasista á 4-áratugnum.
Algerlega án gríns.
__________________
En þær haturshreyfingar sem eru að rísa innan evrópskra samfélaga - sem endurspeglun gegn hatri öfgaíslamista.
Eru sennilega nærri því eins hættulegar evrópsku samfélagi, og sjálfir öfgaíslamistarnir.
- Þó þeir sem hatast við Íslam, séu ekki líklegir til að skjóta fólk á götum úti, eða sprengja sig í loft upp.
- Þá hvetja þeir til - skerðingar á frelsi; í nafni - öryggis sjónarmiða.
- Þannig getur þeirra stefna, þróast upp í hugsanlega alvarlega ógn við almennt lýðfrelsi í Evrópu. Ef þær haturshreyfingar - halda áfram að eflast.
- En frelsis-skerðingar, gjarnan færa sig upp á skaftið.
__________________
- Ég hef að auki veitt athygli - - hræðslu áróðri, sem rekinn er af þeim sem hata Íslam.
- Ég er að vísa til áróðurs sem heldur því fram - - að fjölgun Múslima í Evrópu, sé hvorki meira né minna en - ógn við sjálfa tilvist samfélaga Evrópu.
Það er nákvæmlega ekki neitt hæft í fullyrðingum af því tagi, að stórfelld hætta sé á að Múslimar - - verði meirihluti íbúa innan nokkurra áratuga.
Þær fullyrðingar styðjast við ákaflega barnalega lélega tölfræði.
En þegar menn eru komnar inn í slíkar hugmyndir.
Er samanburðurinn við nasismann orðinn ákaflega óþægilega mikill.
- Takið eftir, að nasistar skilgreindu ávalt herferð þeirra gegn Gyðingum, þannig að þeirra aðgerða væri þörf til varnar samfélögum svokallaðra -aría.-
- Þegar menn halda því blákalt fram, gegn öllum staðreyndum, að einungis nokkrir áratugir séu í að Múslimar taki yfir Evrópu.
Þá eru menn þar með farnir að skilgreina Múslima.
Með hætti, sem svipar óþægilega til þess, hvernig nasistar töluðu um gyðinga.
__________________
Með hugmyndum af þessu tagi.
Séu haturshópar sem vaxa eins og púkinn á fjósbitanum.
Að tala sig sennilega upp í það, að þörf sé á að beita múslímska íbúa Evrópu - afar harkalegu harðræði, til að verja samfélög Evrópu gegn þeim.
- Hætta sé á að evrópskir Múslimar verði Gyðingar framtíðarinnar.
Það er alls engin þörf á að skerða almenn réttindi Múslíma í Evrópu. Fullyrðingar um hættulega fjölgun Múslima - eiga ekki neitt skilt við veruleikann! Þetta sé staðhæfulaust rugl!
Við eigum að koma fram við Múslima í Evrópu - með algerlega sama hætti, og í Kalda-stríðinu var komið fram við Kommúnista.
Ég hafna því algerlega að öfga Íslam sé varasamara fyrirbæri, en heims kommúnisminn var.
Bendi á að yfir 100 milljón manns létu lífið í löndum kommúnista.
Ítreka að í kjölfar valdatöku kommúnista í landi, hófust alltaf - útrýmingarherferðir. Kommúnisminn, var - allsherjar kenning þ.e. "universal" og stefndi sannarlega á heims yfirráð.
Það vantaði ekkert upp á fanatík skæruliða kommúnista, eða þeirra er börðust fyrir honum.
Loforð kommúnismans, um nokkurs konar himnaríki á Jörðu - virtist algerlega duga til að hala inn ofsafengna fylgjendur, eins og hugmyndir um himnaríkisvist.
Ég er að tala um - fullt lýðfrelsi.
- Skoðanafrelsi.
- Ritfrelsi.
- Félagafrelsi.
- Óskertan kosningarétt.
- Óskertan rétt til framboða.
- Það er rökrétt að fylgjast með hópum öfgamanna - njósna um þá.
- Eins og njósnað var um og hafðar gætur á kommúnistum.
Um leið og menn brjóta lög, þá er farið með þá eins og aðra lögbrjóta.
Að sjálfsögðu, beitt fullri hörku á hverja þá hópa sem rísa upp, til að beita hryðjuverkum.
En ekki undir nokkrum kringumstæðum - á að beita "collective punishment."
- Bendi á að, sigur Vestrænna samfélaga í Kalda-Stríðinu, varð þegar samfélög A-Evrópu ákváðu sjálf að -kasta kommúnismanum, og taka upp vestrænt lýðræði.
- Það gerðu þau að sjálfsögðu vegna þess, að samfélög V-Evrópu stóðu vörð um sín lýðræðisgildi, og þannig tryggt að V-evr. samfélög væru til mikilla muna meir aðlaðandi fyrir íbúa - og þannig höfðuðu þau sterkt til annarra til eftiröpunar.
Ég á von á því - að "ISIS" eins og gilti um ríki kommúnista.
Muni mistakast að skapa - aðlaðandi samfélag.
Þvert á það sem -öfgamenn er hatast við Múslima halda fram- þá er lýðræðis-fyrirkomulagið sjálft, ásamt fyrirkomulagi lýðfrelsis.
Einn helsti styrkur Vesturlanda.
- Það að Múslimar vilja setjast að á Vesturlöndum, frekar en í öðrum Múslima löndum.
- Er eiginlega fullkomin sönnun þess, hve sterk Vestræn samfélög eru.
En þetta sýnir - að Vestræn samfélög eru aðlaðandi.
Og einmitt það er einn helsti styrkur Vestrænna samfélaga.
Þ.e. - aðlaðandi að búa í þeim.
Þ.e. - aðlaðandi að vera þar.
Það sést einnig á ítrekuðum sjálfs-sprottnum tilraunum til lýðræðisbyltinga í öðrum heimsálfum.
Að það mörgum öðrum þjóðum hugnast að öðlast frelsi og lýðræði.
Að þeim hugnast fordæmi Vestrænna samfélaga.
- Þó að arabíska vorið 2011 hafi megin hluta mistekist.
- Þá einnig er það fullkomin sönnun þess, að löngun í lýðfrelsi er til staðar í Mið-austurlöndum.
- Mjög sennilega - sýnir aðstreymi fólks þaðan, sem hefur aukist mikið eftir að arabíska vorið almennt séð rann út í sandinn.
- Einnig löngun til þess að lifa við slíkar aðstæður.
Fyrst að íbúum mistókst að skapa þær aðstæður heima fyrir.
Þá dreymi þá um að lifa þar hvar slíkar aðstæður þekkjast.
- Það sé einmitt hvað ég held, að eigi við um flesta þá sem séu að flytja til Evrópu frá Mið-Austurlöndum.
- Það sé að sjálfsögðu, duglegasta fólkið - en þ.e. alltaf duglegasta fólkið sem flytur annað, ef það getur - ef aðstæður eru slæmar heima fyrir.
- Það sé að sækja í sannarlega - betri kjör. En einnig, það lýðfrelsi sem er til staðar innan Evrópu; og svo ákaflega skortir víðast hvar í Mið-Austurlöndum.
Með tíð og tíma - muni þessi "diaspora" hafa áhrif til baka inn í sín heima lönd.
Vestræn samfélög séu - ekki veik.
Eins og öfgahægri menn - gjarnan halda fram.
Þvert á móti - sanni aðflutningurinn, styrk þeirra.
- Vestræn samfélög séu sterkari, og muni móta þá sem setjast að.
- Slíkt tekur gjarnan 2-3 kynslóðir að skila sér.
- Þ.e. barna-börn innflytjenda, séu oftast nær orðin full-aðlöguð.
- Menn gjarnan láta töluvert með það, hvernig - innflytjendur setjast að í sömu hverfunum. Leitast við að halda sinni menningu.
- En þetta gera einmitt Vesturlandabúar sjálfir, þegar þeir sjálfir lifa í Arabalöndum.
- Það gera Vesturlandabúar einnig, þegar þeir lifa í Asíulöndum.
Málið er - að þegar fólk sest að í framandi menningu.
Þá sest það innan um sína líka, vegna þess að því líður betur þannig.
Ef tekið er mið af Bandaríkjunum - en þar var gríðarlegur aðflutningur á 19. öld. Þá tekur full aðlögun, eins og ég benti á, ca. 3-kynslóðir.
Þá vísa ég til þess, ef að streyma fjölmennir hópar.
- Á 3-kynslóðum urðu þetta allt, að Bandaríkjamönnum.
- Ég sé enga augljósa ástæðu þess, af hverju það virkar með öðrum hætti fyrir Evrópu.
Niðurstaða
Málið er - að besta vörn Evrópu gegn áróðri hættulegra Íslamista. Er að halda fast í sjálft frelsið. Og hafna öllum hugmyndum í þá átt - að fara að tálga af því, skerða það - smám saman, stig af stigi.
En besta vörnin gegn áróðri hættulegra Íslamista, í þá átt að Vesturlönd hatist við Múslima, er að sjálfsögðu að - koma fram við Múslima er lifa meðal vor með sama hætti og aðra.
Málið með aðflutning Múslima til Evrópu <-> Er að Múslimar sjálfir sem flytjast búferlum eru með sínu vali, að sína fram á allt annan hlut.
Nefnilega þann hlut, að eftirsóknarvert sé fyrir Múslima að lifa í Evrópu.
En eftir allt saman, búa Múslimar í Evrópu við miklu mun víðtækari lýðréttindi og vernd mannréttinda - en tíðkast á nokkru byggðu bóli í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
Það ásamt betri kjörum, leiðir til þess að - Múslimum finnst eftirsóknarvert að lifa í Evrópu.
Þetta sýnir að sjálfsögðu fram á styrk evrópskra og vestrænna samfélaga almennt, að fólk úr öðrum heimshlutum vill stöðugt setjast þar að.
Að sjálfsögðu er ekki rétta svarið við hættum af öfga Íslam.
Að draga úr lýðréttindum - gera samfélög okkar, minna aðlaðandi.
En öfugt við það hvað sumir halda - mundi það minnka mótstöðu-afl okkar samfélaga.
Styrkur okkar samfélaga liggur að stórum hluta - í sjálfum lýðréttindunum.
Að veikja þau réttindi - mun einnig veikja okkar samfélög.
Og sennilega stuðla að - raunverulegri hnignun þeirra.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2015 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.11.2015 | 23:56
Magnað - Rússland hefur verið sett í allsherjar bann innan frjáls íþróttaheimsins
Bannið hefur ekki enn tekið formlega gildi, þ.e. Rússneska frjálsíþróttasambandið, getur óskað eftir því að fá að verja sig gegn ásökum með formlegum hætti, í nokkurs konar réttarhaldi sbr. "formal hearing."
World anti-doping agency committee decides Russian anti-doping agency breaking WADA rules
Russia provisionally suspended by IAAF
En miðað við fréttir - - getur farið svo að bannið haldi Rússlandi frá frjáls íþróttaheiminum, til fjölda ára.
Ég er ekki að grínast - - til fjölda ára.
Útlistun á ásökunum: Russia slammed in doping report, faces possible Olympic ban.
- Skv. ásökunum, þá er talið að svindl hafi verið skipulagt af rússneska ríkinu sjálfu.
- Það er sagt, að rússneska leyniþjónustan, hafi tekið þátt í því að trufla starfsemi eftirlits aðila, er þeir voru að fylgjast með rússnesku íþróttafólki á erlendri grundu.
- Íþróttamenn hafi komist reglulega upp með að - múta starfsfólki rannsóknarstöðvarinnar í Moskvu, þar sem sýni rússneskra íþróttamanna voru reglulega rannsökuð.
- Forstöðumaður þeirrar stöðvar, er undir ásökunum um að hafa eyðilagt mikinn fjölda sýna.
Það gefur þessum ásökunum - nokkurn byr; að rússnesk stjórnvöld hafa sjálf fyrirskipað lokun stöðvarinnar, þ.s. sýni rússneskra íþróttamanna voru rannsökuð: Russia shuts Moscow lab after doping report.
Þau einnig - lofuðu því sem þau kölluðu, "óháðri rannsókn" - meira að segja af hálfu Pútíns sjálfs: Vladimir Putin seeks to head off Russian ban for doping scandal.
Þrátt fyrir það hefur, Alþjóða Frjálsíþrótta-sambandið, ákveðið að banna þátttöku Rússlands.
Þátttaka Rússlands í ólympýuleikunum 2016 getur verið í stór hættu
- "As it stands, Russian athletes may not enter international competitions, including the World Athletic Series and Rio Olympics, which begin on 5 August next year."
- "Russia will also not be entitled to host the 2016 World Race Walking Cup in Cheboksary and the 2016 World Junior Championships in Kazan. "
Rússland þarf að sannfæra Alþjóða Frjálsíþrótta Sambandið um það - að eftirlit með því hvort að íþróttamenn noti ólögleg lyf eða ekki - hafi verið losað við spillingu.
Að auki, að það ferli sé - óháð, þ.e. ekki undir áhrifum stjórnvalda, eða leyniþjónustu.
- Vandinn er, að þetta getur tekið - - töluverðan tíma.
Þess vegna er mig farið að gruna.
Að Rússland geti verið út úr myndinni í alþjóða frjálsíþróttaheiminum - til fjölda ára.
Hver veit - - kannski vegna þess hve þetta er mikilvægt fyrir þjóðarstolt Rússa.
Þá munu Rússar gera það hvað þarf, til að sannfæra stjórn Alþjóða Frjálsíþróttahreyfingarinnar, um það - að Rússland geti kippt gagnrýnisverðum atriðum í liðinn, í tæka tíð - svo rússneskt frjálsíþróttafólk geti tekið þátt í nk. ólympýuleikum.
Það væri sannarlega sjónarsviptir af Rússland frá Ól.
Þó það væri ekki nema vegna þess, hve maður hefur oft haft ánægju að sjá gjarnan glæsileg tilþrif í gegnum árin.
Niðurstaða
Ég reikna með því að bann Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins, sé umtalsvert sálrænt áfall fyrir Rússa - sem a.m.k. fram á þennan dag, hefur tekist að halda sessi sem stórveldi a.m.k. innan íþróttaheimsins.
Nú er það - allt í einu í stórfelldri hættu.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með - en Rússland hefur enn fram á nk. sumar, til að sannfæra alþjóða sambandið um að - hleypta rússnesku frjálsíþróttafólki inn á ólýmpýuleikana.
Rússn. stjv. hafa a.m.k. ekki fram að þessu, kosið að neita því að alvarlegir hluti hafi farið úrskeiðis --> Rétt er þó að muna, að rannsóknarskýrslan sem er upphaf þessa banns, ályktar það að rússn. stjv. hljóti að hafa verið samsek.
Það verður því sennilega - yfir háan múr að klífa nk. mánuði.
Ef Rússar ætla að vera með á Ól. 2016.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2015 | 00:49
ISIS að reyna að breiða Sýrlandsstríðið til Lýbanon?
Það bárust fréttir af mannskæðu hryðjuverki í Beirút, sem ISIS samtökin hafa lýst ábyrgð á. Það þíðir að á 2-vikum hafa verið framkvæmdar 2-mannskæðar hryðjuverka árásir á -almenna- borgara af ISIS samtökunum.
1) Árásin á farþegavél í eigu rússnesks flugfélags.
2) Og nú árás á almenna borgara innan hverfis í Beirút þ.s. Shítar einkum búa.
Two suicide bombers hit Hezbollah bastion in Lebanon, 43 killed
ISIS Claims Responsibility for Deadly Blasts in Southern Beirut
Þessi árás var framkvæmd með sérdeilis viðbjóðslegum hætti
- Árásin var framkvæmd akkúrat á slaginu kl. 6. Einmitt þegar fólk var á leið úr vinnu, og gjarnan að versla sér það allra nauðsynlegasta rétt áður en það snýr heim.
- En árásin var gerð á - útimarkað á torgi fyrir framan spítala.
- Fyrst var sprengja á mótórhjóli sprengd, sennilega með síma.
- Síðan þegar hópur manna dreif að, til að aðstoða þá sem létu lífið eða slösuðust í þeirri sprengingu. Þá sprengi sjálfsmorðs-sprengjumaður er stóð í mannþrönginni sig í loft upp - og nærstadda með sér.
- Árásin m.ö.o. útfærð þannig að sem flestir láti lífið eða slasist eða örkumlist.
Þessi árás var gerð í hverfi þ.s. einkum Shítar búa, stuðningsmenn Hesbollah.
Og fyrir framan spítala, sem rekinn er af Hesbollah.
Þar fyrir framan, er þessi götumarkaður þ.s. sprengjan sprakk.
A.m.k. 43 látnir og 240 slasaðir.
- Einn tilgangur slíkrar árásar, gæti einnig verið - að ífa upp innanlandsmein Lýbanon.
- En þ.e. langt í frá, að allir sem þar búa, séu - - vinir Hesbollah.
Hesbollah er langsamlega sterkasta aflið í því landi.
En Hesbollah á sér þar samt marga óvini.
ISIS getur einnig með þessari árás.
Verið að sýna hópum sem fjandskapast við Hesbollah.
Að ISIS hafi afl til að beita sér - gegn þeirra óvini.
Þannig er a.m.k. hugsanlegt, að sú aðgerð - gagnist ISIS í því að afla sér fylgismanna meðal Lýbana sem fjandskapast við Shíta og Hesbollah sérstaklega.
Við skulum ekki halda að aðgerðir ISIS séu ekki útpældar.
Þeir oftast nær virðast vera Það.
Og þar með gjarnan einnig ætlað - þjóna flr. en einu markmiði samtímis.
Niðurstaða
ISIS sýnir klærnar í Lýbanon. Það að þessi sprengju-árás er gerð. Án vafa sannar að ISIS er þegar til staðar innan Lýbanon. M.ö.o. sé þegar búin að koma sér þar fyrir, meðal þeirra hópa Lýbana er hatast við Shíta.
Þannig að það geti mjög vel verið - - að ISIS sé í og með, að gera tilraun til þesss.
Að starta stríði innan Lýbanon, þannig að átökin í Sýrlandi dreifist einnig til Lýbanons.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 387
- Frá upphafi: 871077
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 353
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar