Virðist stefna hugsanlega í harðan árekstur á Spáni vegna deilna um Katalóníu

Á mánudag samþykkti héraðsþing Katalóníu yfirlýsingu - sem vægt sagt var ekki diplómatísk.

Catalan parliament to vote on break with Spain

  1. "The resolution commits the recently elected parliament to the “creation of the independent state of Catalonia, in the form of a republic”."
  2. "It also calls for the passing of new legislation to set up an independent tax authority and social security system within 30 days."
  3. "Most controversially, perhaps, it states that the Catalan parliament is no longer bound by the decision of Spanish institutions and, in particular, the constitutional court, the highest tribunal in Spain."

Sérstaklega mun reyna á næstunni á þátt yfirlýsingar þeirra - sem hafnar því að Stjórnlagadómstóll Spánar hafi lögsögu yfir Katalóníu, og málefnum Katalóniu.

Og ekki síður í því samhengi, að skv. yfirlýsingunni á héraðsþing Katalóníu þegar hefja formlegan undirbúning skipulagningar - eigin skattlagningar, talað víst um það að skattfé Katalóníu tilheyri Katalóníu, og hefja undirbúning á eigin félags tryggingarkerfi.

 

Graphic: Catalonia by the numbers.

Svar Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar, gat vart komið á óvart, þ.e. að vísa málinu til Stjórnlagadómstóls Spánar

Rajoy mun að sjálfsögðu - setja mál þannig fram, að sjálfstæðissinnar í Katalóníu, séu að slíta í sundur lög landsins.
Rajoy virðist nýlega hafa elft lagaramman utan um Stjórnlagadómstól Spánar.

Spanish PM accuses Catalan leaders of breaking national unity

  1. "Under recently passed legislation, the constitutional court has the power to order direct administrative measures against officials who defy its rulings, for example, by declaring them unfit for public duty."
  2. "As long as the Catalan resolution is under review, a process that could take many months, it will be formally suspendedmeaning it cannot serve as a legal basis for further action by Catalan lawmakers."

Þetta virðist mér - varasamur kokteill.
En miðað við yfirlýsingu héraðsþings Katalóníu <-> þá ætla þeir að hefja án tafar, formlegan undirbúning að sjálfstæði héraðsins.
Sem skv. -lið 2- er þá ólöglegt, þ.s. málinu hefur verið vísað til Stjórnlagadómstólsins, þá sé þar með - yfirlýsinging lagalega séð á Spáni sett í frysti.

En sjálfsstæðissinnarnir, sögðu einnig -ekki ætla að taka mark á Stjórnlagadómstólnum- og að auki að spönsk lög gætu ekki stöðvað þeirra athafnir.
Þá reynir að sjálfsögðu á -1- þ.e. nýlega sköffuð tæki Stjórnlagadómstólsins -> Til að fyrirskipa að þeir sem óhlýðnast dómstólnum, séu settir af.

  1. Það áhugaverða getur hugsanlega gerst, að þingmenn sjálfstæðissinna, geri alvöru af því að hundsa það ferli sem hefur farið í gang af hálfu Stjórnlagadómstóls Spánar.
  2. Síðan þegar ljóst er að meirihluti sjálfsstæðissinna á héraðsþingingu væri virkilega að hundsa það ferli - og þar með skipanir Stjórnlagadómstólsins.
  3. Þá væri Mariano Rajoy þar með kominn með alla þá lagalegu stöðu sem hann þyrfti <-> Til að senda herlögregluna á vettvang; og handtaka liðið.
  4. Þá getur maður ímyndað sér senu fyrir framan þinghúsið í Barcelona, með fjölmennan múg framan við þinghúsið, að leitast við að verja það <-> Síðan hefjist raunverulega óeirðir með öllu til komandi, óeirðalögreglumönnum með skildi - stórir trukkar með öflugar vatnsbyssur <-> Svo til að hressa upp á þetta, gætu Molof kokteilar farið að fljúga um.

Ekki skal ég fullyrða að mál fari í akkúrat þessa átt.
Það getur vel einnig gerst að sjálfsstæðissinnar lyppist niður.
Á hinn bóginn, virðist nú til staðar á héraðsþinginu - - > Mun róttækari þinghópur en áður.
Sem gæti alveg verið til í að <-> Gerast nokkurs konar píslarvottar í varðhaldi spænskra yfirvalda.

  • En punkturinn er auðvitað sá - að sena sem þessi, ef gengur fram alla þá leið.
  • Gæti virkilega orðið til þess að skapa nægar æsingar innan héraðsins meðal íbúa.

Að Spánn væri kominn þar með í alvarlega - - innanlands krísu.

 

Niðurstaða

Það getur loks verið raunverulega að hitna undir kolunum í tengslum við deiluna um Katalóníu. Hún virðist mér hafa hugsanlega nægan sprengikraft - til að skapa raunverulega alvarlega innanlands krísu á Spáni.

En enn tel ég unnt að semja um málið, um millilendingu.
En það verður erfiðara eftir því sem málin æsast frekar.

  • En upphaflega hófst þetta út af deilu um - - skiptingu á skattfé milli Barcelóna og Madríd.

 

Kv.


Áhugavert viðtal við; Garry Kasparov - sem að sjálfsögðu er mjög gagnrýnið á Pútín

Ég ætla að taka einn mikilvægan punkt úr því, en viðtalið í heild er á eftirfarandi hlekk: "Putin Needs Wars To Legitimize His Position".

Spurningin um vinsældir Pútíns

Ég er búinn að vera um hríð, skeptískur á hinar rosalegu vinsældir Pútíns - skv. mælingum í könnunum.
En eins og aðrar skoðanakannanir eru þær teknar með þeim hætti, að ókunnugt fólk hefur samband við viðkomandi.

  1. Mín rök fyrir því að efast um þær kannanir, hafa verið t.d. sú ábending, að ef könnun hefði verið gerð í ríki Stalins - þá geta allir vitað að enginn hefði þorað að segja annað en að viðkomandi styddi foringjann. Sama gilti um könnun er gerð væri í N-Kóreu.
  2. En ég vil meina, að þegar ákaflega gagnrýnin fjölmiðla herferð hófst í Rússlandi, í kjölfar Mayden-torgar byltingarinnar -- og ekki löngu síðar tók Pútín Krím skaga yfir með sérsveitum rússneska hersins. Þá hafi almenningur tekið þá ofsakenndu áróðursfullu umfjöllun, sem "signal" eða vísbendingu - þess að rétt væri að fara varlega.
  3. En það vekur athygli mína, t.d. í N-Kóreu, að hvarvegna í N-Kóreu þ.s. erlendir fjölmiðlamenn hafa í gegnum árin rætt við almenning, þá segjast allir aðspurðir gjarnan með umtalsverðu offorsi - styðja stefnu stjórnarinnar. En engum evrópskum fjölmiðlamanni dettur í hug, að skilja sambærileg viðbrögð - ofsalegrar ánægju sem rússn. einstaklingar á götu gjarnan tjá sig fyrir opnum tjöldum, með svipuðum hætti og þeir mundu taka slíkar yfirlísingar almennings ef þeir væru staddir í N-Kóreu.
  4. Ég meina þetta af fullri alvöru < - - > En pælið í þessu. Ef þær æsingakenndu umfjallanir um Úkraínu, um Bandaríkin, um NATO og Evrópu - sem hafa verið til staðar í rússn. fjölmiðlum sl. 3 ár < - - > Hafa eins og mig grunar, endurvakið óttann sem var til staðar í Rússlandi á árum áður, þegar Sovétríkin voru og hét < - - > Þá kemur það heim og saman við það, að þegar sú -ofsakennda áróðurskennda og ákaflega gagnrýna umfjöllun á alla yfirlýsta andstæðinga Rússlands, hófst. Þá samtímis fóru mælingar á vinsældum Pútíns að sína sífellt hærri tölur.
  • M.ö.o. að í stað þess að mæla vinsældir Pútíns - er ég að segja að þetta mæli hræðslu rússn. almennings við Pútín - hvernig sú hræðsla hafi vaxið - eftir því sem fjölmiðlar í Rússlandi hafa orðið æsingakenndari og stjórnvöld gagnrýnni á meinta óvini Rússlands.

Það áhugaverða er, að Garry Kasparov virðist sammála mér:

"Kasparov: I wouldn&#39;t place much stock in those numbers. I don&#39;t believe that they reflect Putin&#39;s true popularity. Just think about how the pollsters proceed. They call people and they ask them questions on the street. In today&#39;s Russia, it takes a lot of courage to tell a stranger something critical about the head of the Kremlin. And yet more than 20 percent do so nonetheless."

Ég tek einnig eftir af viðtalinu að ég og Garry Kasparov, erum algerlega sammála um skilning á Pútín, sem og einnig sammála um skilning á því Rússlandi sem Pútín hefur skapað!

Bendi fólki á að lesa þetta áhugaverða viðtal!

 

Niðurstaða

Ég vil virkilega meina, sem Kasparov virðist sammála mér - að það sé eitthvað fisklegt við mælingar á vinsældum Pútíns. Mig hefur grunað um töluverðan tíma, að hann sé í reynd ekki nándar nærri eins vinsæll - og kannanir virðast sína. Heldur að þvert á móti, mæli þær kananir - ótta almennings í Rússlandi við Pútín.

Ákafar stuðningsyfirlýsingar meðal almennings, við stefnu stjórnvalda, og við Pútín - sýni einmitt ótta.
Það gæti bersýnilega einfeldni blaðamanna í Vestrænni pressu, sem enn flestir hverjir virðast ekki hafa áttað sig á þessu.

Mér finnst skemmtilegt að Kasparov sé á sama máli.
Bendi fólki á að endilega lesa viðtalið við hann!

 

Kv.


Lítil grísk deila minnir mann á einn kost við það að notast við eigin gjaldmiðil

Þetta er eiginlega stormur í vatnsglasi. Tsipras er búinn að gefast upp fyrir kröfuhöfum. En í þessu tiltekna máli - er þó gríska ríkisstjórnin að gera tilraun til að sannfæra kröfuhafa að skipta um skoðun. En sennilega endar það svo að gríska ríkisstjórnin bakkar alla leið.

Greece stand-off with EU lenders delays €2bn bailout payment

  1. "According to senior officials, the two sides are at odds over how far Greece must go in scrapping current foreclosure protections."
  2. "Creditors are demanding a weaker safeguards, arguing that many mortgage arrears are “strategic defaults” by borrowers who could afford to pay but are seeking delays in Greece’s slow-moving legal system."
  1. "The Greek government wants to protect up to 90 per cent of about 300,000 outstanding mortgages, while bailout monitors are seeking tighter criteria that could affect 250,000 owners."
  2. "Greek officials insist they have made concessions on the issue...offering to lower the value of primary residences eligible for legal protection in a second law from those below €300,000 to only those under €180,000."
  3. "But the Greek government has resisted a push by creditors to further reduce the income ceiling for those who can seek the legal protections. "
  4. "According to two officials involved in the talks, negotiators for creditors are pushing for a ceiling of €1,100 in monthly income, while Athens is holding out for €1,850."
  5. "Officials involved in the talks said Athens has already backed off from a demand that the ceiling be at €2,200 per month, coming down to €1,980 before further conceding to €1,850 in talks on Sunday evening."
  • "Greek officials fear that if they concede on the issue, they will lose public support for the bailout programme just two months after Greek voters gave Mr Tsipras strong backing to go forward with the deal he struck in July — particularly among middle-class voters who would be most affected by a change in the law."

---------------

Á Íslandi tókum við ákvarðanir af þessu tagi - sjálf

Mér virðist reynslan af evrunni ekki síst sú - hve mikið af þínu sjálfstæði þú gefur upp.
Þá meina ég, fyrir utan að ganga í ESB, þá feli innganga í evruklúbbinn síðan í sér - enn frekara fullveldis afsal.

Gengi evru, 140,9 skv. Sedlabanka.is.

  1. 140,9 * 1.850 = 260.665 kr.
  2. 140,9 + 1.100 = 154,990 kr.

Takið eftir - - hve lágt Jeroen Dijsselbloem sem fer fyrir kröfuhöfum í þessari litlu deilu vill fara.
Til samanburðar - - þá virðast mér þær fjölskyldutekjur sem gríska ríkisstjórnin vill miða verndina við; afar lágar.

Þó svo að tekið sé tillit til þess, að lífskjör í Grikklandi eru mun lægri en hér, samtímis að verðlag er lægra - - > Þá virkilega finnst mér þetta harkaleg afstaða sem kröfuhafar taka.

Gríska ríkisstjórnin vill forða því, að selt sé ofan af húsnæðis-eigendum í lægstu tekjuhópum.
En það virðist sem að kröfuhafar vilji miða við - ca. gildandi fátæktar lágmark í Grikklandi.

Fólk sem sennilega hvort sem er, á enga eign.

Ekki finnst mér þessi framkvæmd dæmi um þá manneskjulegu nálgun.
Sem áhugamenn um ESB á tyllidögum gjarnan segja snúast um manngæsku og sameiginlega velferð.

 

Niðurstaða

Við hér á Íslandi gátum a.m.k. nálgast okkar skuldamál með til muna manneskjulegri hætti. Hér var ekki selt ofan af mjög mörgum. Margir hafa fengið skuldalækkanir - ef tekið er tillit til aðgerða -beggja ríkisstjórna. Þá hefur mikið verið gert til að létta undir með skuldugum húsnæðiseigendum.

En þegar land missir stjórn á sínum skuldum innan evrunnar.
Þá færast þessar ákvarðanir bersýnilega úr landi.
Og fulltrúar kröfuhafa aðildarlandanna, virðast klárlega hafa eitthvað annað en manngæsku í fyrirúmi.

 

Kv.


Róttæk vinstri stjórn andvíg útgjaldasparnaði og launalækkunum, virðist við það að ná völdum í Portúgal

Þetta minnir um sumt á valdatöku Syriza flokksins í Grikklandi við upphafa þessa árs, stjórn sem fór af stað með stór loforð um að - snúa við útgjaldaniðurskurði, launalækkunarstefnu, standa gegn fækkun starfa og ekki síst, að semja um lækkun kostnaðar af skuldum landsins.

En ekkert af þeim loforðum gekk eftir <-> Þvert á móti, enduðu mál með þeim hætti, að Alexis Tsipras át öll sín fyrri loforð - i staðinn skilaði til Grikkja, meiri niðurskurði en áður ásamt frekari launalækkunum, og enn harkalegri skilyrðum frá kröfuhöfum hvað varðar skuldamál landsins. Þó vann Tsipras frá kjósendum endurnýjað umboð - eftir að hafa farið þær hrakfarir.

Leftwing alliance set to topple Portugal’s government

Antonio Costa - formaður portúgalskra krata og sennilega nýr forsætisráðherra

Verður hann -Tsipras Portúgals- eða mun hann standa sig betur?

Mun sagan endurtaka sig?

  1. Portúgalskir kratar "PS" virðast hafa um helgina samið við,
  2. Róttæka-vinstribandalagið "BE,"
  3. og flokk kommúnista eða "PCP."

Í sameiningu kvá þessir 3-flokkar hafa meirihluta.
Það þarf því ekki að efa að á mánudag fella þeir minnihlutastjórn miðjumanna og hægri manna.

  1. "The programme supported by the left calls for public sector wage cuts made during Portugal’s international bailout to be restored within a year,..."
  2. "...as well as increasing social benefits..."
  3. "...and cutting taxes."

Vart er hægt að efast um að slík stefna, skapi árekstra milli hinnar nýju róttæku vinstri stjórnar, og þrenningarinnar svokölluðu þ.e. Björgunarsjóð Evrusvæðis - Seðlabanka Evrópu og AGS.

Mál eru eiginlega of fersk til að segja meira.
Heimsfjölmiðlar virtust almennt séð ekki - vaknaðir út af þessu.

 

Niðurstaða

Það virðist blasa við uppreisn í Portúgal gegn -björgunaráætlun- Portúgals. Nánar tiltekið þeim skilyrðum sem Portúgal hefur verið upp á lagt að framfylgja svo Portúgal geti endurgreitt þær himin háu skuldir sem á landinu hvíla.

Þetta að sjálfsögðu - - gefur manni sterka deja vu tilfinningu.


Kv.


Þýska pressan segir að yfirmenn hjá Volkswagen séu hræddir við handtöku - ef þeir ferðast til Bandaríkjanna

Ég hugsa að slíkur ótti sé á rökum reistur. En FBI - sem hefur fortíðinni ekki hikað við að handtaka bandaríska fylkisstjóra eða borgarstjóra; gæti sannarlega verið víst til að handtaka hvern þann yfirmann Volkswagen frá höfðuðstövðunum í Volksburg - sem mundi láta sjá sig í Bandaríkjunum.

Volkswagen managers afraid to travel to the U.S.

Fyrsti framhjóladrifs bíll sem Volkswagen smíðaði, mjög sjaldgæfir í dag

http://www.kfz-tech.de/Bilder/Hersteller/VW/VWK7001.jpg

"Volkswagen (VOWG_p.DE) managers are worried about traveling to the United States, a German newspaper reported on Saturday, saying U.S. investigators have confiscated the passport of an employee who is there on a visit."

"Citing a person with knowledge of the matter, the paper said it was now unlikely that new VW Chief Executive Matthias Mueller would travel to the United States in the second half of November as planned."

""We need legal security here before he can fly to the United States," the paper quoted a person from group management as saying."

Þó þetta séu - óstaðfestar fréttir, sem VW ber til baka.
Þá finnst mér það persónulega ákaflega sennilegt.
Að bandarísk yfirvöld - mundu halda eftir vegabréfi hvers þess yfirmanns Volkswagen AG sem færi til Bandaríkjanna frá höfuðstöðvunum í Volksburg.
Til þess að sá mundi ekki getað farið frá Bandaríkjunum - meðan að mál Volkswagen væri undir smásjá alríkisins, og líklega í kjölfarið - dómstóla.

  • En bandarísk yfirvöld eru með það til skoðunar að höðfa sakamál - jafnvel gegn einstökum yfirmönnum Volkswagen AG.


Niðurstaða

Það sé því líklegt að yfirmenn Volkswagen í þýskalandi - láti það alfarið vera að ferðast til Bandaríkjanna á nk. árum. En mjög líklega munu málaferli standa yfir í mörg - mörg ár þar Vestan hafs.
Þó svo að Volkswagen samsteypan muni borga himinháar skaðabætur án nokkurs vafa.
Þá má mjög líklega treysta því - að margvísleg einkamál verði í gangi þar Vestanhafs í langan tíma á eftir.
En jafnvel þó það hugsanlega mundi ekki fara svo að alríkið bandaríska mundi taka þá ákvörðun að höfða formlegt sakamál gegn Volkswagen samsteypunni, jafnvel einstökum yfirmönnum.
Þá sé sennilegt að fjölmargir höfði einkamál gegn Volkswagen samsteypunni. Og slík einkamál gætu alveg verið áhætta fyrir einstaka yfirmenn Volkswagen, því -ef fréttir af háttsettri heimsókn frá Volksburg mundu berast- þá gætu þeir átt það á hættu að fá á sig stefnu, frá einhverjum reiðum Bandaríkjamanni.

Það gæti tekið langan tíma fyrir slíka áhættu að líða hjá.

Kv.


Þá hefur Pútín ákveðið að banna frekara flug með rússneska ferðamenn til Egyptalands í óákveðinn tíma - Er ISIS að plotta að ná völdum í Egyptalandi?

Þetta er áhugaverð ákvörðun - hafandi í huga, að ekki lengra síðan en sl. fimmtudag, voru rússneskir fjölmiðlar gagnrýnir á orð David Cameron forsætisráðherra, að líklega hafi sprengja í farangri grandað rússnesku Airbus 321 vélinni - er fórst sl. sunnudag yfir Sínæ skaga.

Það virðist að Pútín hafi tekið þessa ákvörðun - í kjölfar skýrslu frá eigin leyniþjónustu; en engu hefur verið ljóstrað upp í fjölmiðlum, um innihalda þeirrar skýrslu.

Russia suspends Egypt flights, U.S. boosts security as intelligence points to bomb

Putin Suspends Flights From Russia to Egypt Amid Security Fears

Egypt’s Dismissal of Terrorism in Russian Plane Crash Creates a Rift

"Mourners in St. Petersburg, Russia, attended a funeral on Friday for Timur Miller, 33, who was killed in the plane crash on Oct. 31 in the Sinai Peninsula."

Tjónið fyrir Egyptaland er að sjálfsögðu - skelfilegt

Það sjálfsagt útskýrir af hverju egypsk yfirvöld hafna enn -sprengju- tilgátunni. En sama dag og Pútín ákvað að stöðva flug til Egyptalands með rússneska ferðamenn. Þá sagði Obama í fyrsta sinn opinberlega - að sprengju-tilgátan væri sennileg skýring.

Ég hef ekki fylgst með neinni nákvæmni með efnahag Egyptalands - en vitað er að hann hefur verið í molum síðan umrót hófst í landinu 2011, þegar bylgja mótmæla kennd við "arabískt vor" gekk í gegnum Mið-Austurlönd.

"The government has already imposed strict controls on the movement of hard currency out of the country, even at the cost of making it difficult for businesses to obtain raw materials and other goods."

Skv. fréttum sem hlekkjað er á að ofan, kemur fram að Egyptaland skammtar gjaldeyri. Það getur vart annað þítt, en - innflutningshöft og leyfakerfi.

Sem vart er gott í hagkerfi, sem þegar var þekkt fyrir mikla spillingu, eða, land sem hefur herforingjastjórn - þó Sisis hafi verið "kosinn." 
Þá fóru þær kosningar ekki fram - - skv. fullum lýðræðisreglum.

  • Megin hluti stjórnarandstöðu - bannaður.

Herinn í reynd ræður því sem hann vill ráða.

Við Íslendingar þekkjum af okkar sögu - hvílíkt spillingar dýki innflutningsleyfakerfið var á hafta-árunum milli 1947-1959.
Ég stórfellt efa að það virki betur í einræðiskerfi.

  1. Það má því gera ráð fyrir stórfelldri efnahagslegri óskilvirkni í Egyptalandi.
  2. En þetta hlýtur að þíða, að Sisi hefur valið þennan valkost, frekar en að - - fella gengi gjaldmiðilsins.
  3. Ég er algerlega viss, að þetta er mun lakari valkostur.
  4. En í staðinn er hann að velja - kerfi er skapar stórfellda spillingu, og þ.s. er verra - spillingu er ágerist sífellt, því lengur kerfið starfar.
  5. Kerfi sem eykur efnahagslega óskilvirkni <--> Svarti markaðurinn mun blómstra í þannig hagkerfi. Fullkomnar aðstæður fyrir - vel tengda gróða braskara.

Og nú - - mun gjaldeyris innkoma hagkerfisins skreppa verulega saman.
Sem þíðir - - að fækka þarf leyfum. Þau verða þá dýrari, múturnar stækka.

Kannski var þessi leið valin - vegna þess að kerfið var þegar spillt og elitískt fyrir.
Elítan getur þá - - beitt veitingu leyfa, vísvitandi til að hygla vel tengdum stuðningsaðilum.

En á kostnað landsins sem heild.

Afleiðingin hlýtur að verða - - skortur á varningi í landinu.
Meðan að tryggt er - - að elítan skorti ekki neitt.

Elítan sennilega valdi þessa leið - - til að tryggja sína sérhagsmuni.

  1. Þetta gæti einmitt verið hvað ISIS vill.
  2. Tilgangur árásarinnar verið sá, að auka fátækt í egyptalandi.
  3. Meðan að gríðarleg velmegun þeirra sem hafa aðgang að kjötkötlunum - - muni sá óvild og andstöðu gagnvart herforingjastjórninni.

ISIS hefur sýnt fram á - - trekk í trekk.
Að þau samtök hafa mikla færni til að lesa í pólitíska undirstrauma í samfélögum, þ.s. þau samtök beita sér.

 

Ég hef sjálfur velt fyrir mér - - af hverju ISIS framkvæmir þessa árás

En kannski útskýrist hún af því, að ISIS sjái möguleika til áhrifa innan Egyptalands. Þar sé jarðvegur - - sem unnt sé að sá í, og síðan uppskera.
Fyrir sé mjög víðtækur undirtónn óánægju gagnvart ríkjandi stjórnarfari.

Sem hafi komið fram í gríðarlega lítilli kosningaþátttöku - í nýlegum þingkosningum.
Meginhluti stjórnarandstöðu - - er bannaður sem hryðjuverkasamtök.
Mikill hluti hennar sytur í fangelsi, með langa dóma.

  • Fyrir bragðið má vera, að holrými hafi myndast í egypsku samfélagi, sem ISIS sér ef til vill möguleika á að fylla.
  • Það er, að verða - - öflugt stjórnarandstöðu afl innan egypks samfélags.

Stjórnin virðist sjálf hafa skotið sig í fótinn, með því að velja - - innflutningshöft.

Í kjölfar árásarinnar mun sverfa harkalega að gjaldeyristekjum landsins - - leiða til þess, að skömmtun á gjaldeyri verði til mikilla muna hert.
Það mun væntanlega leiða til verulegs efnahagssamdráttar og aukins atvinnuleysis.
Ásamt versnandi vöruskorti - - nema hjá elítunni.

  • ISIS ætli sér síðan að notfæra sér óánægjuna.
  • En þeir Egyptar er taka trúna alvarlega, eru margir meðal fátækra.
  • En börn þeirra gjarnan hafa einungis aðgang að trúarskólum.

Meðal þess hóps, hefur stuðningur ávalt verið sterkur við Bræðralag Múslima.

En með Bræðralagið veiklað - - leiðtoga þess í fangelsi

Getur verið að ISIS - sjái leik á borði, að koma í staðinn.

Það gæti því verið, að í staðinn fyrir Bræðralagið/komi til mikilla muna hættulegri hreyfing.

Þetta er það sem mér dettur allt í einu í hug.
Að tilræðið sé hluti af plotti ISIS, til að komast vil valda í Egyptalandi.
Fjölmennasta ríki Araba.

 

Niðurstaða

Það getur verið að aðstaða ISIS til að ná áhrifum innan Egyptalands sé góð. En það má fastlega reikna með því, að aukin fátækt og atvinnuleysi bitni harkalega á fjölskyldum fátækra verkamanna - - sem hafa verið helsti bakgrunnur stuðnings Bræðrlags Múslima.

Með leiðtoga Bræðrlagsins í fangelsum, þá má vera að stjórnvöld auðveldi ISIS verkið, að skipta út hugsanlega áhrifum Bræðralagsins í fátækra hverfunum í jaðri egypsku borganna. En annars má vænta, að þeir leiðtogar - mundu beita sér til að tryggja áhrif Bræðralagsins.
En eftir allt saman er ISIS einungis vinur ISIS.

Og í annað sinn má vera að stjórnvöld auðveldi ISIS verkið, með því að hafa valið sér einstaklega óskilvirka og óhagkvæma leið, til þess að - - halda aftur af gjaldeyrisneyslu. Sem samtímis, elur á spillingu - í stjórnkerfi sem fyrir var alræmt fyrir spillingu.

Reikna má fastlega með því, að kerfið verji hagsmuni hins fámenna hóps auðugra og vel stæðra er styðja stjórnina <-> Samtímis að fátækt vex.

Sem væntanlega enn frekar getur orðið vatn á myllu ISIS.

  • M.ö.o. getur vel verið að Egyptaland verði í stórhættu.

Ef ISIS nær völdum í Egyptalandi - þá mundi það þíða, að ISIS væri búið að skapa sitt kalífa veldi sem ISIS dreymir um.

 

Kv.


Bandarískir njósnahnettir virðast hafa séð leiftur af sprengingu, í þann mund er rússneska vélin hvarf af radar yfir Sínæ skaga sl. sunnudag

Þó það sanni ekki með hvaða hætti sú sprenging varð, þ.e. sprengja - eldflaug - eða bilun í hreyfli eða eldsneytistanki. Þá virðist a.m.k. mega taka það sem staðfest, skv. þeim gögnum, að rússneska Airbus 321 vélin hafi sprungið í tætlur yfir Sínæ skaga.

U.S. satellite detected &#39;heat flash&#39; around doomed Russian jet just before crash

Sinai plane crash: unusual noise and heat flash detected

Flash Was Detected as Russian Jet Broke Apart

Cameron says bomb likely caused Russian airliner crash

Plane Crash in Egypt ‘More Likely Than Not’

"Russian crews collected the personal belongings of passengers on the Metrojet flight on Tuesday on the Sinai Peninsula in Egypt"

  • "The black box flight recorders on board the Metrojet Airbus A321 picked up an unusual noise on the flight deck as the plane flew over the Sinai Peninsula, Russia’s Interfax agency reported on Tuesday." - "“Before the moment of the disappearance of the aircraft from radar screens, sounds are recorded which are not characteristic of a normal flight,” Interfax quoted an unnamed security source in Cairo as saying."
  • "A U.S. satellite registered a "heat flash" about the time that the plane crashed, a U.S. official said Tuesday, speaking on the condition of anonymity because he was not authorized to discuss the information publicly."
  • "Shortly before Sunday’s disaster, pilots and air traffic controllers held normal conversations, with no evidence of irregularities on board the flight from Sharm el-Sheikh to St Petersburg in Russia, the agency reported."
  1. Leiftur sést af njósnahnetti á réttum stað og tíma.
  2. Torkennilegur hávaði heyrist í hljóðupptöku - rétt áður en vélin hverfur af radar.
  3. Flugmenn ræða skömmu á undan við flugturninn í Sharm el Sheikh -- venjubundin samskipti, engar vísbendingar um vandræði.

Ég get ekki sagt annað - en að þetta styrki þá kenningu að sprengja hafi grandað vélinni.

Ég hef reyndar heyrt eitt dæmi þess að vél hafi farist í sprengingu sem rakin er til eldsneytistanks - - B747 ef mig rámar rétt, sem talin er hafa orðið fyrir því að skammhlaup varð í einhverjum búnaði tengd eldneytistanki vélarinnar undir miðjum búk.

Ég man ekki betur en að reglur um frágang á eldsneytistönkum í farþegavélum hafi verið hertar í kjölfarið - - a.m.k. var öllum vélum með svipaða tanka breytt.

Sprenging í eldsneytistanki vegna bilunar er ekki - gersamlega útilokuð.
Á hinn bóginn, hef ég ekki heyrt neitt um vandamál tengd eldsneytistökum Airbus 321.

  • Mér virðist - sprengjukenningin líklegust.

David Cameron forsætisráðherra Breta virðist á sama máli, en eftir honum er haft eftirfarandi - - “We cannot be certain that the Russian airliner was brought down by a terrorist bomb, but it looks increasingly likely that was the case.” 

  • Frakkar hafa nú bæst í raðir þjóða - sem vara við ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh.

 

Bretar segjast vera að aðstoða egypsk yfirvöld, við það verk að bæta öryggi á Sharm el Sheikh

Ekki er um að ræða - gustukaverk af hálfu Breta. Heldur snýst það um að koma þaðan þúsundum Breta sem eru innlyksa þar - eftir að bresk yfirvöld stöðvuðu flug þaðan.
Bretar vilja auknar öryggisráðstafanir meðan að verið er að koma þeirra fólki þaðan.

  1. "Britain said it was working with airlines and Egyptian authorities to put in place additional security and screening measures at the airport to allow Britons to get home."
  2. "It hoped flights bound for Britain could leave on Friday."

M.ö.o. - Bretar eru með eigið fólk á staðnum, og háð þeirra mati hvenær grænt ljós er gefið á brottför.

Bersýnilegur skortur á trausti á getu egypskra yfirvalda.

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu er útkoman ægilegt tjón fyrir Egyptaland - það getur verið áhugaverð spurning hvort að rannsóknin sé undir pólitískum þrýstingi. En augljóst hafa egypst stjórnvöld mikla hagsmuni af því að - niðurstaðan verði önnur en að vélin hafi verið vísvitandi sprengd.

Fyrir Pútín - gæti sú niðurstaða einnig orðið vandræðaleg af annarri ástæðu.
Vegna þeirrar staðreyndar, að í 2-ár samfellt hefur Assad keypt olíu og gas af ISIS - eftir að ISIS samtökin hertóku gas- og olíuhéröð Sýrlands fyrir 2-árum.
En þessir peningar hljóta að hafa skipt ISIS verulegu máli - hafandi í huga að þetta er einmitt hið sama tímabil, þegar ISIS er að vaxa úr áhrifalitum samtökum yfir í það veldi sem ISIS samtökin eru orðin í dag.

  • Pútín gæti raunverulega þurft að beina fókus árása sinna innan Sýrlands, að ISIS - - t.d. með því að eyðileggja þeirra enna helstu tekjulind - olíuvinnslu-/gasvinnslustöðvarnar sem ISIS ræður yfir í Sýrlandi.

 

Kv.


Bresk og írsk flugyfirvöld hafa ákveðið tímabundið að banna öll flug á vegum breskra eða írskra flugfélaga til Sharm el Sheikh eftir að rússnesk farþegavél fórst fyrir nokkrum dögum

Þetta er áhugaverð ákvörðun, því að enn liggur ekki neitt fyrir frá egypskum né rússneskum flugyfirvöldum, um orsakir þess að rússnesk Airbus vél brotnaði í sundur í loftinu, og brakið dreifðist síðan yfir nokkurra tuga ferkílómetra svæði á Sínæ skaga í Egyptalandi.

An Egyptian military helicopter flies over debris from a Russian airliner which crashed at the Hassana area in Arish city, north Egypt, in this file photograph dated November 1, 2015. REUTERS/Mohamed Abd El Ghany/files

"An Egyptian military helicopter flies over debris from a Russian airliner which crashed at the Hassana area in Arish city, north Egypt, in this file photograph dated November 1, 2015."

UK says bomb might have downed Russian jet over Sinai

  1. "Three flights set to depart Sharm-el-Sheikh for the UK were grounded..." - "The UK government said all flights to and from the Red Sea destination would be cancelled..."
  2. "Ireland was quick to follow the announcement, saying it was also suspending all flights to and from Sharm-el-Sheikh until further notice..."
  • “While the investigation is still ongoing we cannot say categorically why the Russian jet crashed,” - “But as more information has come to light we have become concerned that the plane may well have been brought down by an explosive device.
  • "David Cameron, the British prime minister, is holding an emergency meeting of COBR, the government’s security committee, to discuss what action to take in the coming days."

Mér skilst þetta sé alveg einstök ákvörðun - - að stöðva flug til og frá mikilvægum flugvelli með þessum hætti.
Þegar ekkert liggur enn formlega fyrir um oraskir.
Þó enn sem komið er - sé þetta einungis kynnt sem, skammtíma aðgerð.

En skv. þessu telja flug yfirvöld á Írlandi og í Bretlandi, það umtalsvert líklegt - að rússneska Airbus 321 vélin hafi verið sprengd í loftinu yfir Sínæ skaga.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að fylgjast áfran, með máli rússnesku Airbus vélarinnar er fórst sl. sunnudag. Það virðist greinilegt að hvort tveggja bresk og írsk flugyfirvöld óttist að um sprengjutilræði hafi verið að ræða, m.ö.o. hryðjuverk.

 

Kv.


Vandamál Volkswagen samsteypunnar versna heldur betur, þegar nýjar svindl ásakanir rísa upp frá bandarískum eftirlits-yfirvöldum

EPA eða "United States Environmental Protection Agency" sakar nú Volkswagen samsteypuna um svindl varðandi mengunarútblástur, frá 3000cc turbo diesel vélum.
Um er að ræða Audi módel er nota 3000cc vélina - af árgerð 2016, þ.e. A6 Quattro, A7 Qattro, A8L, og Q5. Síðan er það Porche Cayenne árgerð 2015, og Volkswagen Touareg árgerð 2014.
EPA vill meina að um - - vísvitandi svindl sé að ræða.
Þ.e. umræddar vélar, hafi viðbótar stýrikubb, er innihaldi annað stýrikerfi - sem aðeins fer í gang þegar stjórntölva vélarinnar veitir því athygli að verið sé að prófa viðkomandi ökutæki í prófunarstöð; en síðan skömmu síðar - - aukist mengunarútblástur frá vélinni í allt að 9-falt hámark skv. bandar. mengunarlöggjöf.

 The new allegations include the 2015 Porsche Cayenne.

EPA, California Notify Volkswagen of Additional Clean Air Act Violations

  1. "...VW manufactured and installed software in the electronic control module of these vehicles that senses when the vehicle is being tested for compliance with EPA emissions standards. When the vehicle senses that it is undergoing a federal emissions test procedure, it operates in a low NOx “temperature conditioning” mode. Under that mode, the vehicle meets emission standards. At exactly one second after the completion of the initial phases of the standard test procedure, the vehicle immediately changes a number of operating parameters that increase NOx emissions and indicates in the software that it is transitioning to “normal mode,” where emissions of NOx increase up to nine times the EPA standard, depending on the vehicle and type of driving conditions. In other tests where the vehicle does not experience driving conditions similar to the start of the federal test procedure, the emissions are higher from the start, consistent with “normal mode.”
  2. "VW&#39;s software on these vehicles includes one or more Auxiliary Emission Control Devices (AECD) that the company failed to disclose, describe and justify in their applications for certificate of conformity for each model. Every manufacturer must apply to EPA for and be approved for a certificate of conformity for each model, each year otherwise it is illegal to introduce the cars into commerce. An AECD designed to circumvent emissions test is a defeat device."

M.ö.o. segir EPA að Volkswagen samsteypan hafi algerlega sambærilegan búnað - í sinni nýjustu kynslóð af 3000cc turbo diesel vél; og EPA hafði fyrr á árinu fundið í 2-ja lítra turbo diesel vél einnig frá Volkswagen samsteypunni.

Frétt Financial Times er inniheldur viðbrögð Volkswagen: Volkswagen emissions scandal spreads to Porsche.

"VW insisted the issue was no more than a “software function which had not been adequately described in the application process”." - “Volkswagen wishes to emphasise that no software has been installed in the 3-litre V6 diesel power units to alter emissions characteristics in a forbidden manner,

Vægt sagt - finnst mér þessi viðbrögð ekki sannfærandi.

EPA lýsir því að vélin sýni sömu hegðan og 2-l díesel vélin er áður var afhjúpuð af EPA.
Að mæliingar sýni mjög mikinn mun á mengun - eftir því við hvort stýri prógramm vélarinnar virðist í gangi.

 

Niðurstaða

Eftir að 2-vélar Volkswagen samsteypunnar eru afhjúpaðar með svind búnaði af EPA. Þá virkilega líst mér ekki á framhaldið fyrir þetta gamalfræga fyrirtæki.
En sektir eiga án nokkurs vafa eftir að slá öll fyrri met - rétt að nefna að fyrir nokkrum árum var KIA sektað fyrir að gefa rangar upplýsingar upp um eyðslu tiltekinna bíla. Það var um einhverja milljarða dollara.
Sekt Volkswagen samsteypunnar - - augljóst, verður til mikilla muna hærri.

Volkswagen gæti þurft að selja eitthvað af eignum sínum, ekki síst - merkjum.
Til að standa straum af sektinni.

Þ.e. auðvitað gríðarlegt tjón á orðstír.
Þetta gæti leitt til skarprar hnignunar risafyrirtækisins.

 

Kv.


Böndin virðast beinast að sprengju um borð í rússnesku vélinni sem fórst yfir Sínæ skaga

Það athyglisverðasta er að ekkert heyrist frá vélinni - hún allt í einu fer að lækka flugið hratt í 31þ.feta hæð, og skellur að lokum í jörðina í mörgum pörtum.
Hvernig partar hennar dreifast, bendir til þess að hún hafi brotnað í sundur í loftinu.

Það er bara eitt dæmi þekkt í flug sögunni um það að stór farþegavél sé talin hafa brotnað upp, af völdum -strúktúr- vandamála í loftinu: China Airlines Flight 611.

En líklegasta ástæðan var talin uppsöfnuð málmþreytuvandamál frá viðgerð á tjóni á stéli þeirrar vélar, er framkvæmd var 22 árum fyrr.

Rússneska Airbus 321 vélin, fékk einnig stél viðgerð - sem að sögn fyrirtækisins var framkvæmd af verksmiðju Airbus, ekki þeim sjálfum.

Hún fór í eftirlit á Írlandi fyrr á þessu ári, fékk svo flughæfis vottorð endurnýjað.
Maður mundi halda að frændur okkar Írar - kunni sitt fag.

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að útiloka strúktúrinn sjálfur hafi gefið sig

Flight recorders show crashed Russian jet not struck from outside - investigator: "The aircraft disappeared from radar screens 23 minutes after take off at an altitude of 31,000 feet (9,400 meters), Egypt&#39;s Civil Aviation Ministry said. FlightRadar24, a Sweden-based flight tracking service, said the aircraft was descending rapidly when the signal to air traffic control was lost." - "The Russian plane that crashed in Egypt was not struck from the outside and the pilot did not make a distress call before it disappeared from radar, a source in the committee analyzing the flight recorders said on Monday."

Mystery Deepens Over Russian Airliner Crash in Egypt: "Mr. Smirnov, Metrojet’s deputy director of aviation, asserted, again without indicating his source, that the plane’s airspeed had slowed significantly and that it suddenly dropped 5,000 feet in altitude one minute before it crashed. Wild fluctuations in the plane’s altitude and airspeed in its final 20 seconds could indicate that the pilots were struggling to control the Airbus 321-200, he added."

Metrojet suggests external impact caused Egypt plane crash: "Russia’s Interstate Aviation Committee said on Sunday the plane had broken up in mid-air and its wreckage was scattered over an area of about 20 square kilometres,"

Mér virðist böndin beinast að sprengju um borð.
Höfum í huga að vélin tekur á loft frá Sharm el Sheikh í Egyptalandi.
Og þ.e. alveg ástæða að ætla að hryðjuverkamenn geti skipulagt hryðjuverk í því landi, þ.s. ekki er líklega nokkur skortur á hættulegum íslamistum.

B747 vél eins og frægt er var sprengd 1988 yfir Lockerbie og allir fórust.

  1. Hvað sem gerðist, þá var það svo snöggt að stjórnendur höfðu ekki svigrúm til að öskra í talstöðina að það væri vandamál.
  2. Það að vélin allt í einu lækkar flugið hratt, og flughraðinn sé óreglulegur - - gæti einmitt bent á sprengingu sem orsök.
  3. En sprengja líklega hefði valdið gríðarlegu strúktúr tjóni, sprengt stórt gat á vélina - það tekur hana kannski einhvern tíma að rífna í sundur.
  4. Meðan að hún er enn stórum hluta í heilu lagi í loftinu væri væntanlega stórfelld loftmótsstaða af gatinu á búknum, og auðvitað að hlutir væru að brotna af henni - gæti skapað mjög breytilega loftmótsstöðu.
  5. Svo eftir nokkra snúninga í loftinu - - gæfi strúktúrinn sig endanlega.

Það þarf ekki að vera að hún hafi þá verið undir stjórn flugmannanna.
Allt eins verið að -autopilot- væri að leitast við að gera tilraunir ítrekaðar til að rétta hana við.

 

Niðurstaða

Hvað sem menn rífast í dag - kemur þetta væntanlega fljótlega í ljós. Þ.s. allir bútar hafa fundist, þá verður unnt að raða vélinni saman inni í flugskýli - og sjá þannig hvað gerðist. En sprengja mun skilja eftir sig verks ummerki sem verða greinileg. Og að sjálfsögðu þá koma hugsanlegar aðrar orsakir fram.

En þessa stundina veðja ég á sprengju.

Það er ekki eins og slíkt sé frámunalega ósennilegt, hafandi í huga að Rússar hafa reitt marga Súnní Íslam Jihadista til reiði undanfarið.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 387
  • Frá upphafi: 871077

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 353
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband