6.12.2015 | 19:07
Von um frið og endurreisn miðstjórnarvalda í Líbýu
Þeir sem hafa fylgst við og við með átökum í Líbýu, vita að landið hefur verið um nokkurt skeið - klofið í tvennt. Ein fylking ræður Tripolitania svæðinu og þar með höfuðborg landsins, Tripoli. Önnur fylking er með miðstöð í borginni Tobruk í A-hluta landsins, og Cyrenaica svæðinu.
Á milli fylkinganna hefur verið - stjórnlaust svæði, og ISIS hefur tekist að koma sér þar fyrir. Miðstöð ISIS virðist vera í Surt. Síðan virðist hreyfingin ráða svæði nokkurn spöl til beggja átta.
Hvor megin fylkinganna fyrir sig - hefur forsætisráðherra, þing, og her.
2-ríkisstjórnir, sem báðar gera tilkall til alls landsins.
En það hefur verið ljóst um nokkurt skeið - að herir beggja megna ekki að ráða niðurlögum hins. Hættan af ISIS, má vera að sé að íta við fylkingunum, að semja frið sín á milli.
Rival Libyan lawmakers sign proposal for peace deal
Libya's rival parliament reach tentative agreement
Long-awaited breakthrough in Libya's political deadlock
Um virðist að ræða beinar viðræður fulltrúa þinganna í Tripoli og Tobruk!
Þetta virðist annað ferli, en þ.s. SÞ-hefur verið með í gangi.
Fylkingarnar sjálfar - virðast hafa ákveðið að hefja viðræður.
Samkomulagið virðist ekki ganga langt - fela í sér, að hafið verði formlegt viðræðuferli þinganna 2-ja skipað fulltrúum frá báðum.
En inniheldur þó þá hugmynd, að viðræður leiði til stofnunar sameiginlegrar ríkisstjórnar innan 2-ja ára, og nýrra þingkosninga í landinu öllu innan sama tímabils.
- Þó ekki sjáist neitt risaskref.
- Þá þíði a.m.k. þetta, að fylkingarnar 2-séu að hefja formlegt viðræðuferli.
- Og það séu þær sjálfar að gera, utan við tilraunir 3-aðila í gegnum SÞ.
Ég er í engum vafa - að í samvinnu, geta herir beggja ráðið niðurlögum sveita ISIS í landinu.
Enda hefur ISIS ekki getað tekið neinn stað, nærri valdamiðju hvorrar fylkingar.
En ræður nokkru svæði meðfram ströndinni, milli fylkinganna tveggja.
Niðurstaða
Strangt til tekið er ekki - algert stjórnleysi í Líbýu. Megin fylkingarnar 2-í landinu, hafa fulla stjórn hvor um sig á hluta landsins. Vestur fylkingin í Tripolitania, og, Austur fylkingina í Cyrenaica - þó skilst mér að V-fylkingin haldi enn Benghazi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir A-fylkingarinnar að taka þá borg. Hún er þá frekar einangruð - eftir að ISIS kom sér fyrir í Surt og ræður þar næsta nágrenni til beggja handa.
En átök beggja - hafa greinilega gert ISIS mögulegt að koma sér fyrir þarna á milli.
Það verður að koma í ljós, hvernig þessu nýja viðræðuferli meginfylkinganna - mun vegna.
- En meginfylkingunum stendur ógn af ISIS, sem hafi fullan áhuga á að skipta þeim báðum út. ISIS hafi þar með skaffað sameiginlegan óvin.
- Eins og þekkt er af mannkynssögunni, er fátt sem er öflugari samnefnari, en sameiginlegur óvinur --> Þar með getur ISIS, án þess að ætla það endilega, stuðlað að endalokum borgaraátaka í landinu - með þ.s. fókus að snúa saman bökum gegn ISIS.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2015 | 02:00
Tyrkir að þjálfa íraska hermenn nærri borginni Mosul, þessu virðist beint gegn ISIS, en nýtur þó andstöðu Bagdad
Þetta er áhugaverð frétt, en það eru nokkur merkileg atriði við þetta:
- Hafa stjórnvöld í Bagdad mótmælt aðgerð Tyrkja.
- Á sama tíma, virðast tyrknesku hermennirnir vera að þjálfa Súnní araba - og njóta aðstoðar fyrrum landstjóra Ninawa héraðs; sem hrakinn var á brott af ISIS þegar Mosul féll 2014.
- M.ö.o. virðist aðgerðinni, beint gegn ISIS - - > Samtímis að hún nýtur alls ekki velvildar stjórnarinnar í Bagdad.
- Vísbending um að Tyrkir séu að leika einhvern eigin leik.
Turkish soldiers training Iraqi troops near Mosul
Lausnin getur legið í því, að Tyrkir hafi áhuga á að gera S-Írak, að áhrifasvæði sínu
Athygli hefur vakið - meðan að samskipti Ankara og sýrlenskra Kúrda eru afar slæm, eru samskipti Ankara og íraskra Kúrda - afar góð.
En íraskir Kúrdar hafa fengið að flytja út olíu frá olíulindum er þeir ráða yfir, í gegnum pípu er liggur frá N-Írak, í gegnum Tyrkland, og síðan til tyrkneskrar hafna við Miðjarðarhaf.
Það getur vart gerst, nema að góð samskipti séu milli íraskra Kúrda og Ankara.
- "A statement from the Iraqi prime minister's media office confirmed that Turkish troops numbering "around one armed battalion with a number of tanks and cannons" had entered its territory near Mosul without request or permission from Baghdad authorities."
- "It called on the forces to leave immediately."
- "In a separate statement flashed on state TV, the Iraqi foreign ministry called the Turkish activity "an incursion" and rejected any military operation that was not coordinated with the federal government."
- "A senior Kurdish military officer based on the Bashiqa front line, north of Mosul, said additional Turkish trainers had arrived at a camp in the area overnight on Thursday escorted by a Turkish protection force."
- "The camp is used by a force called Hashid Watani (national mobilization), which is made up of mainly Sunni Arab former Iraqi police and volunteers from Mosul."
- "It was formed by former governor Atheel al-Nujaifi, who is close to Turkey. There was already a small number of Turkish trainers there before this latest deployment..."
M.ö.o. virðist þetta ekki vera íslamista-hópur, sem Tyrkir eru að búa til.
Og vera undir stjórn fyrrum héraðsstjóra, sem sé tyrkjum handgenginn.
____________________________
Það væri unnt að ímynda sér þá framtíð þessa tiltekna svæðis - að Tyrkir efli þarna upp "anti ISIS" Súnní Múslima her, sem sé Tyrkjum handgenginn - í reynd tyrkneskir leppar.
Hafandi í huga að íraskir Kúrdar virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu, að þeim sé fyrir bestu að hafa Tyrki góða.
Þá gæti þarna blasað við - - - > Tyrkneskt "protectorate" í ekki fjarlægri framtíð.
- Þá kannski verður auðveldar að skilja deilur Tyrkja og Rússa um Sýrland.
- Að máski sé sennilegar að þær deilur snúist um áhrifasvæði og völd, þ.e. að Tyrkir geti vel hugsað sér að efla innan Sýrlands á svæðum innan Sýrlands út frá landamærum Tyrklands - - sér handgengna aðila, sem séu háðir Tyrkjum um stuðning og vernd, annað "protectorate."
- Ástæða þess að Tyrkir koma með allt öðrum hætti fram við sýrlenska Kúrda, sé þá sennilega sú að sýrlenskir Kúrdar hafi ekki enn ákveðið, að beigja sig fyrir Tyrkjum - eins og íraskir Kúrdar virðast hafa ákveðið.
Niðurstaða
Ankara getur verið að sjá tækifæri í niðurbroti Sýrlands, og niðurbroti Íraks --> Að gera svæði út frá landamærum Tyrklands í báðum ríkjum, sér handgenginn - - -> Þ.e. að fyrirbærinu "protectorate."
Sú útkoma þarf ekki að vera okkur á Vesturlöndum á móti skapi.
Þ.s. Tyrkir munu vilja þá hafa aðila á þeim svæðum -> Sem þeir geta stjórnað, eða, sem a.m.k. séu það þægir að það leiði nokkur veginn til sömu niðurstöðu.
Það sé sennilegt að Tyrkir hafi í því samhengi, áhuga á að sparka ISIS frá þeim svæðum.
En Sýrland hefur ítrekað talað um að skapa - verndarsvæði innan Sýrlands út frá eigin landamærum, og sennilega er undirbúa myndun eins slíks innan Íraks út frá eigin landamærum þar.
- Ef þetta er rétt skilið, þá auðvitað er slík stefna <--> Beint á stefnu bæði Írans og Rússlands, að halda í sem mest af völdum Bagdad annars vegar og hins vegar Damaskus.
Þá verður Tyrkland í augum Pútíns - að ógn!
Þegar Tyrkland er að gera tilraun til að skapa í Sýrlandi og Írak --> Sitt eigið áhrifasvæði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2015 | 21:07
Hafa einræðisherrar alltaf rétt til að stjórna? Ágætt að ryfja upp fall Erich Honecker
Höfum í huga að lýðræðisrýki ganga út frá þeirri grunnhugmynd, að valdið komi frá fólkinu.
Sú grunnhugmynd einnig inniber aðra, nefnilega rétt fólksins til að losa sig við þau stjórnvöld, sem þeim ekki líkar við.
Í lýðræðisríkum er almenningur "sovereign"/fullvalda - ekki ríkið sem slíkt.
Þetta er í eðli sínu í algerri mótsögn við einræðisherra, og hugmyndir til stuðnings þeim.
En þá er stuðst við, ríkismiðaða valdshugmynd.
Þá er ríkið sjálft, miðja valdsins m.ö.o. ríkið er fullvalda eða "sovereign."
Það eru engin sérstök takmörk við valdi slíks ríkis, í ríkismiðuðu móteli.
Né þar af leiðandi á - rétti þess ríkis, til að beita þegna sína valdi.
- Hin lýðræðislega sýn.
- Og hin ríkismiðaða sýn.
- Eru eðli sínu, fullkomnar andstæður.
Í dag er gjarnan rifist um það - hvort á að styðja eða veita andstöðu einræðisstjórn Sýrlands.
Miðað við valds-miðuðu hugmyndafræðina ->Hefur Assad ekkert rangt gert.
En miðað við þá lýðræðislegu -> Þá hefur hann gert allt rangt.
Erich Honecker fyrrum leiðtogi til margra ára Austur-Þýskalands
Fall Honecker hófst í maí 1989, þegar Ungverjaland sem þá hafði tekið mörg skref í lýðfrelsis átt, ákvað að rífa járntjaldið á landamærum sínum við Austurríki.
Tugir þúsunda A-Þjóðverja notuðu þá smugu til að ferðast til Austurríkis - út úr fyrirmyndarríki Honeckers. Honecker auðvitað fyrir rest, lokaði landamærum A-þýskalands gagnvart Ungverjalandi.
Þann 3. október var Honecker búinn að loka landamærum A-Þýskalands, í allar áttir.
Þá hófust götumótmæli í Leipzig A-Þýskalandi.
Þau voru merkilega fámenn fyrst í stað, þ.e. 1.200 - 1.500 mótmælendur, dagana 4, 11, og 18 Sept. 1989.
Lögregla barði á hópnum í hvert sinn, handtók nokkurn fjölda í hvert sinn, en mótmælendur létu sér ekki segjast.Þann 25. sept. mættu 8.000. Síðan mánudaginn á eftir, mættu 10.000.
Það er vitað að Erich Honecker gaf skipun í kjölfarið --> Að næst þegar mótmælafundur færi fram, yrði skotið á mótmælendur.
Þann 9. október mættu 70.000. Síðan mánudaginn 16. okt. 1989, mættu 120.000.
Þann 18. október - fór fram innri bylting í stjórnarflokknum, og Honecker var settur af.
__________________
Þegar á reyndi, reyndust flokks yfirvöld í Leipzig ekki tilbúin til að hrinda í framkvæmd, skipunum yfirboðarar síns - leiðtoga landsins til margra ára, Erich Honecker.
Þegar Honecker gat ekki knúið vilja sinn fram --> Reyndist lýðræðisþróunin óstöðvandi í A-Þýskalandi, eins og hún reyndist vera annars staðar í A-Evrópu það ár.
Miðað við valdshugmynd þá sem styður Assad í Sýrlandi!
Þá hafði Honecker allan rétt - það er, að láta skjóta á óvopnaða mótmælendur, ef ekkert minna þurfti til, til að halda völdum.
Skv. þeirri valdshugmynd --> Eru uppreisnarmenn, alltaf glæpamenn.
Það eru alltaf þeir sem eru að brjóta af sér, aldrei ríkið - burtséð frá því hve marga það hefur drepið í tilraun til að brjóta niður uppreisn eða byltingartilraun.
- Það má alveg velta því fyrir sér, hvað hefði getað gerst, ef yfirvöld í Leipzig hefðu hlítt skipunum yfirboðara síns, og látið byssukjaftana tala.
- Munum að A-Þýskaland hafði mjög virka leynilögreglu, Stazi, sem hafði skipulagt njósnavef er umvafði allt samfélagið í landinu, þ.e. enginn íbúa gat verið viss hver væri ekki að njósna fyrir Stazi.
Það eru örugglega nokkrar líkur á að A-Þýskaland, hefði getað séð - vopnaða uppreisn í kjölfarið, síðan jafnvel borgarastríð. Sem síðan hefði getað skapað flóttamannastraum.
En skv. valdshugmynd þeirri sem styður Assad --> Eru engin takmörk fyrir rétti einræðisherrans, til beitingar valds gagnvart eigin þegnum, til að kveða niður uppreisnir.
_____________________
Það er áhugavert að hafa í huga Túnis:
- Þar var einnig einræðisherra við völd, Ben Ali.
- Fjölmenn mótmæli hófust gegn honum í des. 2010.
- Í jan. 2011 steig hann upp í þotu í útlegð frá Túnis.
Þetta er einnig áhugavert atriði varðandi spurninguna um vald!
Menn segja, að rétt sé að styðja - Assad, vegna stöðugleika prinsippis.
Þá verður merkilegt að íhuga, að í Túnis - skall ekki á borgarastríð, helstu borgir landsins hafa ekki verið sprengdar í tætlur, það eru ekki milljónir borgara landsins á flótta, og ekki síst - stór svæði landsins eru ekki undir stjórn hættulegra íslamista.
Það virðist að Ben Ali hafi betur áttað sig á því.
Hvað mundi stuðla að stöðugleika landsins - - heldur en Assad.
Spurning hvort að Assad telji enn, ynnst inni - að hann hafi tekið rétta ákvörðun.
Að berjast við eigin landsmenn! Verja völdin, hvað sem það kostaði.
Ítreka - engin stór landsvæði í Túnis undir stjórn hættulegra íslamista samtaka.
Niðurstaða
Eins og ég er að sýna fram á, punktur sem ég hef áður á bent, þá hafði Assad möguleika til að forða því að fjölmenn götumótmæli vorið og sumarið 2011 mundu myndbreytast í vopnaða uppreisn.
Skv. sýn þeirra sem styðja Assad <--> Er réttur einræðisherrans til valda slíkur, að hann sé hafinn yfir slíkar vangaveltu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.12.2015 | 20:06
Svartfjallaland að ganga í NATO <--> Stjórnvöld Rússlands mótmæla
Svartfjallaland er í reynd með afskaplega merkilega sögu - sem nær aftur mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis. En þetta er eina landið á Balkanskaga sem aldrei laut Tyrkjum.
Ekki laut það heldur Austurríki/Ungverjalandi keisaradæminu.
- Rétt að benda á að landið var ekki alltaf í núverandi stærð.
Af hverju ætli að Rússar séu að mótmæla?
Góð spurning - því það blasir ekki við nein góð ástæða!
Þó að Svartfjallaland hafi tilheyrt Serbíu frá lokum Fyrra Stríðs, er sambandsríkið Júgóslavía var stofnað, auk þess að Svartfellingar fengu ekki að vera sjálfstæðishérað í því sambandsríki heldur voru felldir undir Serbíu sem hérað þar.
*Þá var hvað gerðist, að Serbía afnam mörg hundruð ára sögu sjálfstæðis Svartfjallalands.
Sem þíðir ekki að það hafi verið sérstakur vilji Svartfellinga, að glata sínu sjálfstæði.
En NATO aðild Svartfellinga <--> Mun óneitanlega styrkja þeirra sjálfstæði frá Serbíu.
En það ætti þó að sjást að út frá hagsmunum Serbíu, er ákaflega hentugt að Svartfellingar tilheyri þeim - séu ekki sjálfstæðir; því þá er Serbía ekki landlukt.
Ég held að klárt sé að Ísland og Íslendingar eigi að styðja Svartfellinga í þessu máli!
Það er klárt að Svartfellingar vilja aðildina að NATO - - núverandi leiðtogi Svartfellinga fer heldur betur fögum orðum um NATO þjóðir!
Milo Djukanovic:Montenegro is entering the exclusive circle of states which are synonymous with the highest values of modern civilisation,
Höfum í huga, að í augum Svartfellinga - lítur fortíðin dálítið öðruvísi út, en Serbar setja hana gjarnan fram
Serbar gjarnan sjá Júgóslavíu samandsríkið í nokkrum ljóma, því þá voru áhrif Serba mun meiri en í dag.
Vissan hátt mini útgáfa af söknuðu Rússa yfir hruni Sovétríkjanna.
*En fyrir Svartfellinga, þá voru þeir sviknir.
En Svartfjallaland var hluti af bandalagi Vesturvelda og Rússlands gegn Þýska keisaradæminu og Austurríki Ungverjalandi.
Bæði löndin, Serbía og Svartfjallaland voru hernumin af her Austurríkis-Ungverjalands.
*En 1918 var Svartfjallaland lagt niður, og fært undir Serbíu.
Konungurinn af Svartfjallalandi samþykkti aldrei þann gerning, hann var þá staddur í Frakklandi ásamt útlagastjórn landsins sem ekki samþykkti gerninginn heldur - fjölmenn mótmæli og skæruhernaður brutust síðan út í Svartfjallalandi í kjölfarið.
*Svartfjallaland er hafði verið sjálfstætt samfellt í árhundruð, innlimað og fært undir Serbíu. Síðan þegar fljótlega á eftir Júgóslavía var stofnuð, fengu Svartfellingar ekki að vera eitt af fylkjum Júgóslavíu, heldur voru með þann lægri bás - að vera hérað í Serbíu.
- Svartfellingar notfærðu sér síðan, ósigur Serbíu til að hrifsa til sína - raunverulegt sjálfstæði 1996.
- Áratug síðar, eftir margra ára samninga við Serbíu - fór fram almenn atkvæðagreiðsla Svartfellinga, sem lauk með samþykki meirihluta íbúa fyrir formlegu sjálfstæði.
Viðbrögð Rússa á þá leið að Svartfellingar verði nú að ógn
"Russias foreign ministry...openly confrontational step, fraught with further destabilising consequences for the Euro-Atlantic security system... NATO once again confirmed the immutability of its commitment to reckless expansion of its geopolitical space,artificial division of states into us and them, and promoting ideas about its own security at the expense of the security of others
"Dmitry Peskov, spokesman for President Vladimir Putin - Moscow has always said that the continued expansion of Nato, of Nato military infrastructure in the east, cannot but lead to a response from the east, that is from Russia,"
"Viktor Ozerov, head of the committee on defence and security in Russias upper house - For Russia, Montenegro is becoming a potential participant in а threat to the security of our country,"
- Best að ítreka, að Svartfellingar klárlega sjálfir vilja þessa aðild.
- NATO hefur nú formlega boðið þeim aðild, þannig að Svartfellingar sjálfir þurfa aðeins að samþykkja boðið.
- NATO lönd stundum senda þannig boð, þegar fulltrúi viðkomandi lands hefur rætt við fulltrúa einstakra meðlima - óformlega, og rætt mögulega aðild.
- NATO hefur aldrei neytt neitt land til aðildar - þarf formlegt samþykki hvers lands, eins og það þurfti formlegt samþykki Íslands 1949.
Það sem þetta sýnir ákaflega vel - eina ferðina enn.
Að Rússar eru ekkert sérstaklega áhugasamir um vilja þeirra þjóða sem ganga í NATO.
Skv. frásögn Rússa eða þeirra er ráða í Kreml, og stuðningsmanna þeirra, þá er aðild sérhvers nýs Evrópulands að NATO - - form af ofbeldi NATO gegn Rússlandi.
Það virðist engu máli skipta, að í sérhverju tilviki síðan 1991, var það vilji viðkomandi þjóðar að fá aðild að NATO.
M.ö.o. eru Rússar í reynd eru rússneskir ráðamenn <--> Að forsmá sjálfstæðan rétt, þeirra landa er hvert í sínu lagi, út frá sínu mati á sínum hagsmunum - sannarlega ekki út frá þeirra mati á hagsmunum Rússlands, heldur mati á sínum hagsmunum <--> Tóku sína ákvörðun.
- Ísland, og Íslendingar, hljóta að verja --> Prinsippið um sjálfsákvörðunarrétt!
Niðurstaða
Það er nefnilega lóðið, vandamálið er undirliggur andstöðu Rússa við aðild þeirra þjóða er gengið hafa í NATO eftir 1991 <--> Að rússneskir ráðamenn, einfaldlega bera ekki nokkra virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þeirra þjóða.
Þegar þeir tala um ákvörðun þeirra þjóða - sem atlögu að Rússlandi.
Þá samtímis eru þeir í hvert sinn, að forsmá þann sjálfstæða vilja hverra af þeim þjóðum, er á sínum tíma tók sína ákvörðun í samræmi við - eigið hagsmunamat.
Krafan um að - tekið sé tillit til hagsmuna Rússa! Er í reynd ekkert minna en, krafa um að stjórnvöld í Rússlandi - megi hlutast til um sjálfstæði þeirra landa!
Er það því nokkur furða!
Að Evrópuþjóð eftir Evrópuþjóð, haldi áfram að taka þessa ákvörðun?
Ef rússneskir Ráðamenn halda að þeir séu að spyrna við.
Þá eru þeirra áhrif líklega frekar að hvetja þau lönd er enn eru áhugasöm um aðild, frekar en að letja!
Því hræddari sem þær þjóðir eru við Kreml - því stærri er löngun þeirra eftir aðild.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.12.2015 | 21:10
Fiskveiðar að hætti Norður Kóreu
Rakst á þessa frásögn í Reuters. Þó hún sé ekki þannig séð -stórfrétt- þá tjáir hún enn eina ferðina, grimmd þess samfélags sem Kimmarnir hafa búið til.
North Korean ghost boats, in deadly hunt for fish, wash up in Japan
"The Japanese coast guard and police reported 12 incidents of wrecked wooden boats, including some that were in pieces, on the country's shores and waters since October, containing 22 dead bodies, including five skulls."
"...hand-written sign identified one boat as belonging to unit 325 of the North Korean army, according to footage from Japan's NHK Television. Tattered cloth was found aboard the vessel that appeared to come from the North Korean flag, the video showed."
"TV images of some of the boats showed relatively large but otherwise primitive-looking motorized craft and the coast guard said they did not have GPS navigation systems. Those aboard could have died of starvation and exposure to the cold after getting lost."
"Kim Do-hoon, a professor of fisheries science at Bukyong National University in Busan. "Kim Jong Un has been promoting the fisheries, which could explain why there are more fishing boats going out," he said. "But North Korean boats perform really poorly, with bad engines, risking lives to go far to catch more. Sometimes they drift and fishermen starve to death," he said."
- Eins og sést, virðast þetta vera alveg opin fley, eins og kemur fram, með lélegar vélar, vantar nútíma staðarákvörðunarbúnað.
- Ég get vel trúað þeim ekki að hafa nein fjarskiptatæki.
Þá getur þetta mjög vel gerst með þeim hætti sem Próf. Kim Do-hoon lýsir.
Að aumingja mennirnir svelti í hel úti á hafi.
Þeir geta hafa villst í þoku.
Vélin gæti hafa bilað - jafnvel líklegasta skýringing.
Krókni úr kulda og vosbúð áður en hungrið dregur þá til bana - ekki endilega það ólíklegt, því sennilega eru þeir ekki vel búnir hvað fatnað varðar - í fyrirmyndarlandi Kimmanna.
Í einu tilvikinu finna japanarnir hauskúpur og beinagrindur.
- Áhugavert að n-kóreanski herinn sé að reka fiskibáta.
- En kannski ekki svo furðulegt, ef haft er í huga að sjálfsagt er meiriháttar vandamál að tryggja hernum nægilega fæðu - í fyrirmyndarlandi Kimmanna.
Það kemur fram í greininni - að Kim Jong Un, núverandi Kim, leggi áherslu á eflingu fiskveiða - til gjaldeyrisöflunar.
En þ.e. bersýnilega ekki verið að kosta miklu til öryggis - þeirra sem látnir eru veiða.
En höfum í huga <--> Ef Japanir hafa fundið 12 flök. <--> Þá er það örugglega einungis hlutfall af þeim fjölda, sem raunverulega hafa farist sl. 2 mánuði.
Niðurstaða
Ef maður heldur að Kimmarnir geti ekki sokkið lægra - þá virðist þeim ávalt takast að finna nýjar lægðir. Eins og sést á meðferð aumingja fiskimannanna, en örugglega mun fleiri hafa farist en þau fley er rekið hafa á japanskar strendur. Þá virkilega er N-Kórea rekin sem risastórar þrælabúðir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Niðurstaðan virðist að mesta magnið afli ISIS sér í gegnum sýrlenska vopnasala, en einnig afli ISIS sér skotfæra í gegnum íraska vopnasala.
Vopnasalarnir virðast vera - millimenn, þ.e. seljendur sem þeir kaupa af, sjá aldrei - né vita af - endanlegum kaupendum.
Og vopnasalarnir eingöngu selja þeim sem eiga peninga.
ISIS virðist mest nota rússneska hríðskotaryffla - Kalashnikov.
Sennilega vegna þess hve framboð er mikið í Mið-Austurlöndum af skotfærum fyrir þau vopn.
Rússneskar þungar vélbyssur virðast einnig vinsælastar meðal ISIS, af þyngri vopnum - sennilega aftur af sömu ástæðu, vegna þess hve mikið sé af skotfærabyrgðum fyrir þau vopn liggjandi um Mið-Austurlönd.
Mér finnst það áhugavert - að ISIS hafi ekki kosið að nota M16 Rifflana sem þeir náðu miklum fjölda af árið 2014 í Írak. En sennilega vegna þess hve Sovétríkin voru rosalega dugleg við að dreifa miklu magni af sínum gömlu vopnum, og byrgðum af skotfærum í Kaldastríðinu.
Þá sé samt mun hagstæðara að nota gömlu sovésku/rússnesku vopnin.
Örugglega ekkert annað ræða hjá ISIS en ískaldan hagkvæmnis reikning.
- En það þíðir, að aðgangur að birgðum sé bestur í gegnum spillta aðila, sem selja vopn úr skotfærabirgðum eigin herja <-> en gríðarlegar birgðir af gömlum skotfærum eru til staðar frá Sovéttímanum í Sýrlandi og Írak. Sennilega eftir 4 ár af stríði, algert efnahagslegt niðurbrot <-> Þá selja sjálfsagt margir sem hafa aðgang að vopnabirgðum, skotfæri - til að eiga fyrir mat fyrir eigin fjölskyldur. Það þarf ekki endilega að vera fjárplógsstarsemi - þó að slíkt sé reyndar klassískur vandi. Að selt sé úr skotfærageymslum, ef ekki er nægilegt eftirlit - eða ef spilling í landi er of útbreitt.
- Bæði Írak og Sýrland eru alræmd fyrir einmitt landlæga spillingu - svo bætist við niðurbrot landanna, og sú örvænting margra sem fylgir því efnahagslega niðurbroti er þá verður.
Höfum í huga <--> Það þarf ekki að vera að sýrlensku vopnasalarnir kaupi skotfæri eingöngu innan eigin lands, af spilltum aðilum tengdum varðveislu skotfæra eða hermönnum sem vantar aukapening.
Það eru einnig ágætir möguleikar að þeir versli víðar, t.d. getur vel verið að næg spilling sé innan egypska hersins - til þess að gömul rússnesk skotfæri streymi þaðan. En sennilega á ekkert land í Mið-Austurlöndum meir af gömlum skotfærum en einmitt egypski herinn.
Hann er einmitt alræmdur fyrir spillingu <-> Enginn utanaðkomandi hefur eftirlit með honum, það eru örugglega margir spilltir birgðastjórar þar.
Það þíðir ekki að kaupa af Saudi Arabíu - Tyrklandi - Jórdaníu -> Því þau lönd eiga engar byrgðir af rússn. skotfærum.
Sama á við um - Íran.
- Það segir áhugaverða sögu um spillinguna á svæðum þ.s. ISIS starfar, að þrátt fyrir að ISIS sé óvinur hvort tveggja ríkisstjórna Íraks og Sýrlands - þá samt kjósi ISIS að beita einna helst; gömlum sovésk smíðuðum vopnum, sem þá þá þurfa stöðugt framboð af sovésk smíðuðum skotfærum.
Þau er einungis unnt að fá frá - þeim löndum hvar sovésk smíðuð vopn voru notuð af herjum viðkomandi.
Lýbýa er sennilega of langt í burtu, Egyptaland er á milli.
Svo við erum að tala um: Sýrland sjálft, skotfærabirgðir stjórnarhersins sem leki á svarta markaðinn, einnig í Írak <-> Svo gætu skotfærabirðir egypska hersins komið til greina sem uppspretta.
Niðurstaða
Þetta er sjálfsagt ekki hvað vinir sýrlandsstjórnar vildu helst heyra. Að birgðastöðvar sýrlenska hersins séu lekar eins og gatasigti. Og hugsanlega einnig smærri birgðastaðir, nær víggstöðum - þegar einstakir hermenn væntanlega selja skotfæri til að afla sér aukapenings.
Vegna þess að seljendur sjá aldrei né þekkja kaupendur.
Þá væntanlega geta þeir lokað augunum fyrir því - hver líklegur kaupandi sé.
Sama sennilega eigi við um skotfærabirgðir íraska hersins.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.11.2015 | 20:17
Tyrkland fær 3 milljarða evra stuðning frá ESB á ári hverju, til að draga úr flæði flóttamanna í gegnum Tyrkland til Evrópu
Samkvæmt samningnum, þá hefjast aftur reglulegir fundir Tyrklands og ESB, um hugsanlega aðild.
Og teknar verða upp viðræður um - vegabréfalausar ferðir fyrir Tyrki til Evrópu.
Og auðvitað, Tyrkir fá 3ma. per ár meðan samningurinn er í gildi.
Declaring 'new beginning,' EU, Turkey seal migrant deal
E.U. Offers Turkey 3 Billion Euros to Stem Migrant Flow
Skv. samningnum eiga Tyrkir að sjá um að - vinsa út þá flóttamenn, sem einungis eru í atvinnuleit, þ.e. ekki á flótta frá stríði.
Og Evrópa hefur samþykkt að taka við tilteknum fjölda Sýrlendinga per ár.
Hver sá fjöldi akkúrat verður - á eftir að koma í ljós.
Sjálfsagt er mun rökréttara að hafa úrvinnslustöðvar fyrir flóttamenn innan Tyrklands!
Tyrkland er eftir allt saman meirihluta Súnní. Tyrkland geti mun frekar komist upp með að - koma harkalega fram við eigin trúbræður.
Heldur en hin Kristna Evrópa - en Múslimar sérstaklega í Mið-Austurlöndum, eru alltaf mjög fljótir að gagrýna; en meðal þeirra er til staðar gömul "fórnarlambs mýta" sem vísar til þeirrar staðreyndar að evrópsku nýlenduveldin lögðu Mið-Austurlönd nær öll undir sig, í kjölfar Fyrra Stríðs.
En þeir að sjálfsögðu eru að muna söguna <--> Eftir eigin vali.
Hernám Evrópulanda - t.d. endanlega afnam sjórán, sem um aldir höfðu verið meiriháttar vandmál.
Einnig - þrælahald og þrælasölu í Mið-Austurlöndum.
Og þrátt fyrir allt - hefur síðan verið minna um átök milli Evrópu og N-Afríku, en aldirnar á undan.
- Það er sjálfsagt ekki um neitt annað að velja <--> En að greiða Tyrkjum þau "danagjöld."
- Þetta mjög sennilega útilokar algerlega að vilji andstæðinga Tyrklands í Evrópu, að Evrópa skeri á samskipti - jafnvel beiti sér gegn Tyrklandi; geti orðið að veruleika.
Enda eru slíkar hugmyndir augljóst óraunhæfar - þó ef ekki væri um annað en NATO aðild Tyrkja.
Síðan er Tyrkland fyrsta mótttökulands mikils fjölda flóttamanna frá Múslimalöndum.
Það sé engin leið til að fá Tyrki til að tempra það flæði.
Án samkomulags við þá!
Niðurstaða
Mér virðist samkomulagið algerlega rökrétt. Enda hafa Evrópulöndin sjálf bent hvert á annað, þegar spurningin um það hvaða landa mundi - hafa umvinnslu-búðir fyrir flóttamenn hjá sér.
Ég skil mæta vel af hverju ekkert land í Evrópu - vildi þiggja þann kaleik, enda augljóst að þá gat það land setið uppi með verulegan uppsöfnunar vanda sem erfitt væri að losa sig við.
Að láta Tyrki sjá um málið - sé mun rökréttara.
Þetta auðvitað þíði - að Tyrkir hafa mjög gott tak á Evrópu.
Líklega gildir samningurinn einungis um þá sem leita í gegnum Tyrkland.
Ekki flóttamenn er leita yfir Miðjarðarhaf frá Lýbýu.
Evrópa verði að finna aðra lausn fyrir þá flóttamenn.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2015 | 16:32
Útlit fyrir að Parísar-ráðstefnan um vernd lofthjúpsins - valdi vonbrigðum
Vandamálið virðist ekki síst vera, Bandaríkjaþing er hefur Repúblikana meirihluta í báðum þingdeildum. Það liggi algerlega fyrir, að enginn þingmeirihluti sé mögulegur, fyrir bindandi markmiðum um minnkun útblástur gróðurhúsalofttegunda.
En allt skuldbindandi samkomulag þarf samþykki Bandaríkjaþings, skv. stjórnskrá Bandar.
Að sama skapi er útlit fyrir, að samkomulagið verði að heita eitthvað annað en sáttmáli/samningur eða "Treaty" því skv. bandarísku stjórnarskránni þarf þá samþykki Bandaríkjaþings, og jafnvel útvatnað samkomulag - mundi líklega ekki heldur fá bænheyrn.
France bows to Obama and backs down on climate treaty
Laurent Fabius - The accord needs to be legally binding. Its not just literature, - But it will probably have a dual nature. Some of the clauses will be legally binding. - Another question is whether the Paris accord as a whole will be called a treaty. If thats the case, then it poses a big problem for President Barack Obama because a treaty has to pass through Congress. - It would be pointless to come up with an accord that would be eventually rejected by either China or the US.
Það eru ákveðnar líkur á að stjórnvöld í Kína, séu ekki heldur vinsamleg hugmyndinni um bindandi skilyrði.
- Það að ekki verði bindandi skilyrði um minnkun gróðurhúsalofttegunda.
- Án vafa mun valda vonbrigðum hjá öllum umhverfisverndarmönnum.
Þettta sennilega minnkar til muna möguleika þess, að þessi ráðstefna stuðli að nægilega mikilli minnkun á losun, til að hitun lofthjúps fari ekki yfir 2°C.
Margir umhverfisverndarmenn hafa sagt að þetta sé ráðstefnan sem ekki má mistakast.
Niðurstaða
Þar með virðist það staðfest, að Parísarráðstefnan mun ekki skila bindandi skilyrðum um losun gróðurhúsalofttegunda.
Þá niðurstöðu má sennilega að verulegu leiti eigna þingmeirihluta Repúblikana á Bandaríkjaþingi.
En þó afstaða Kína sé minna þekkt í fjölmiðlum, er óvíst að afstaða stjv. þar sé öllu jákvæðari.
Kv.
27.11.2015 | 00:58
Spurning hvað gerðist ef Tyrkland lokaði sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs fyrir rússneskri skipaumferð
Það er til gamall alþjóðasamningur frá 1936, gerður í allt öðrum heimi - þegar Tyrkland var vanþróað 3-heims land, og mátti sín lítils. Þá var Frakkland - Ítalía og Bretland, meiriháttar flotaveldi og einnig nýlenduveldi, með nýlendur víða um heim.
Á þessum tíma var Stalin æðsráðandi Sovétríkjanna <--> Milli þessara aðila, var Tyrkland eins og mýfluga.
En í dag er gerbreyttur heimur - Evrópa er í hraðri hlutfallslegri hnigunun.
Sama á við um Rússland - sem er vart nema skugginn af því veldi sem Sovétríkin voru.
- Það áhugaverða er, ef maður skoðar eingöngu hefðbundin vopn, þá er Tyrkland afar nærri því álíka öflugt Rússlandi.
- Sannarlega með mun stærri herafla en Bretar eða Frakkar.
- Valdastaðan er allt allt önnur - Tyrklandi í vil.
Montreux Convention Regarding the Regime of the Straits
Málið er að ég held að Tyrkir geti komist upp með að loka sundunum á rússneska skipaumferð, tja - eins og Rússar sjálfir komust upp með að hirða Krímskaga!
Pútín einfaldlega - hirti Krímskaga, og hundsaði síðan öll mótmæli utanaðkomandi.
Aðferðin nefnist á mannamáli --> Réttur hins sterka.
Málið er að þetta virðist svo augljóst svar - við aðgerðum Rússa gegn Tyrklandi.
- Heilbrigðiseftirlit Rússlands, hefur fyrirskipað að allar tyrkneskar landbúnaðarvörur, þurfi að sæta rannsókn á rannsóknarstofu.
- Hefur sagt, að allar tyrkneskar vörur hafi verið fjarlægðar úr hillum verslana.
- Áhugavert að þetta eru sömu aðgerðirnar og Pútín beitti Úkraínu, rétt fyrir Maydan Torgar byltinguna.
En þetta virðist orðin aðferð Rússa, í refsiaðgerðum - formlega séu þær ekki slíkar.
Rússneskum ferðaskrifstofum hefur verið ráðið frá því að senda túrista til Tyrklands.
Einnig virðist í umræðunni - að banna tyrkneskum skipum að sækja rússneskar hafnir.
Einnig tyrkneskum flugvélum.
- Svo virðist Pútín senda Tyrkjum fingurinn, með því að ef eitthvað er, auka á þær loftárásir við landamæri Tyrklands sem Tyrkir voru óánægðir með.
- Og Pútín hefur fyrirskipað orrustufylgd fyrir sprengjuvélar.
Eins og ég útskýrði í gær - er Rússland að ógna mikilvægum hagsmunum Tyrkja, með loftárásum sínum, því þeim er augljóst beint að því að veikja stöðu uppreisnarmanna í Sýrlandi.
En á svæðum uppreisnarmanna, eru nærri á þriðju milljón flóttamenn, sem líklegir væru að leggja á flótta til Tyrklands, ef uppreisnarmenn eru sigraðir.
Þar með liðlega 2-falda eða jafnvel hugsanlega 3-falda fjölda flóttamanna í Tyrklandi úr núverandi 2-millj.
Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?
Augljóst hefur Tyrkland mikla hagsmuni af því að forða þeirri útkomu, sem best verður forðað með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna svo þeir haldi velli gagnvart árásum ISIS - Rússa og Hesbollah.
En ekki síst - - ef 3-4 milljónir bætast við flóttamenn frá Sýrlandi.
Þá mun hafa átt sér stað - - stærsta þjóðernishreinsun í heiminum síðan undir lok Seinna Stríðs.
M.ö.o. bróðurpartur Súnní Múslima meðal íbúa, hrakinn á brott.
- Tyrkir eru Súnní Múslimar.
- Mér finnst merkilegt, hve margir hafa afar litla samúð svo meir sé ekki sagt - gagnvart því fólki, sem hefur verið hreinsað innan Sýrlands, þ.e. mikill fj. Súnní Múslima.
- Það væri undarlegt, ef þetta fólk, sem er sömu trúar og Tyrkir almennt, nytu ekki víðtækrar samúðar innan Tyrklands.
- Þar með, að innan Tyrklands, sé gríðarleg uppsöfnuð reiði - yfir þessari hraklegu meðferð.
- Það verður ekki betur séð - - en að Rússar séu að gera sitt besta, með sínum árásum - með því að beina þeim einkum að Súnní uppreisnarhópum --> Til að leiða einmitt fram þá útkomu, að það verði - önnur stór flóttamannabylgja frá Sýrlandi.
Mér finnst mjög mikið talað - með afar heimskulegum hætti um afstöðu Tyrkja.
Eins og það sé rangt af þeim - að viðhafa andstöðu við stjórnvöld í Damaskus, sem hafa verið að hreinsa milljónir Súnní Múslima frá eigin heimilum.
Það hlýtur að vera raunverulegt hatur og fyrirlitning í dag, gagnvart Assad innan Tyrklands.
- Í þessu ljósi, að Rússar halda áfram að vega að trúbræðum þeirra innan Sýrlands.
- Virðast leitast við að stuðla að því, að hreinsanir á Súnní Araba hluta íbúa klárist.
Það sem ég er að gera tilraun til að fá fólk til að skilja, að innan Tyrklands hlýtur að vera nú óskapleg reiði gagnvart Assad, og nú einnig gagnvart Rússlandi!
Þá gæti skapast sú freysting að - - loka sundunum, fyrir Rússum.
- En augljóst væri það afskaplega öflugur mótleikur, ef það fer saman við flugbann yfir Tyrkland.
- Rússland muni lenda í afar miklum vandræðum með - flutninga á vistum til stöðva sinna í Ladakia og Tartus.
- Sprengjuvélarnar gætu gæti innan fárra vikna klárað sprengjurnar.
- Og meira að segja er hugsanlegt að eldsneyti mundi þrjóta um svipað leiti á flugvélarnar.
Þannig að á nokkrum vikum - eftir að Tyrkir hefðu sett, "embargo" eða bann á heralfa Rússa innan Sýrlands.
Mundu aðgerðir þess herafla sennilega - leggjast af.
Það er rétt, að til þess, þarf Tyrkland að brjóta samninginn frá 1936.
En - fyrst að Rússar gátu komist upp með að hundsa mótmæli vegna Krímskaga - grunar mig að Tyrkir geti komist upp með að hundsa mótmæli frá Rússum, vegna lokana á rússn. skip.
- Það sjálfsagt mundi hlakka í einhverjum.
- En lokun sundanna, mundi stórfellt minnka vægi Sevastopol, þar með Krímskaga.
- Og mundi gera rússneska Svartahafs flotann, algerlega einangraðan.
- Skip Rússa á Miðjarðarhfi, mundu fyrir rest komast í vandræði með vistir og olíu.
Eftir nokkurn tíma - væru öll rússn. herskip á Miðjarðarhafi í höfn, sennilega í Tartus.
Ég hugsa að aðgerð sem þessi - væri miklu mun áhættuminni, en að skjóta niður flr. rússn. vélar.
Þ.e. afskaplega fátt sem Rússar geta gert - annað en að mótmæla.
Niðurstaða
Ég skal ekki segja að öruggt sé að Tyrkir loki sundunum. En mig grunar samt sem áður að á komandi vikum, muni sú freysting fara vaxandi eftir því sem Tyrkir verða pyrraðri og reiðari gagnvart Rússum og stjórnvöldum í Damaskus.
Og mig virkilega sterklega grunar að Tyrkir komist upp með þá aðgerð, a.m.k. ekki síður en þegar Rússar innlimuðu Krímskaga.
En sú aðferð braut mun fleiri alþjóðalög - Tyrkir væri að brjóta einn sáttmála.
Sem var settur yfir þá - af stórveldunum, þegar Tyrkland var lítið peð.
En Tyrkland er ekki peð lengur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2015 | 23:32
Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?
Mitt svar - Tyrkland. Ég færi auðvitað rök fyrir því svari.
En málið er grófum dráttum að, þegar kemur að málefnum Sýrlands - fara hagsmunir Tyrklands og Vesturlanda meir saman, heldur en hagsmunir Vesturlanda og Rússlands.
- En þ.e. ljóst af nálgun Rússa, að þeir eru fyrst og fremst að hugsa um, að styrkja stjórnvöld í Damaskus, og veikja uppreisnarmenn sem berjast við stjórnvöld og ráða svæðum innan landsins.
- Þó Rússar ráðist einnig nú að ISIS, virðast enn stærri hluti sprengju-árása beint að uppreisnarmönnum.
Málið er - að Vesturlönd og Tyrkland hafa mjög ríka hagsmuni af því að forða hruni uppreisnarmanna.
Meðan að aðgerðir Rússlands sýna - að þeir vilja helst brjóta þá á bak aftur sem fyrst.
Til þess að skilja hvað ég á við um hagsmuni.
Þarf að skoða kort yfir dreifingu flóttamanna, innan Sýrlands!
Uppreisnarmenn ráða:
- Aleppo héraði a.m.k. hálfu leiti.
- Idlib héraði alveg.
- Verulegum hluta Homs héraðs.
- Og héraðinu á milli.
Svo geta menn talið - hve margar milljónir flóttamanna eru á svæðum uppreisnarmenna.
Skv. SÞ - er heildartala flóttamanna innan Sýrlands, 7,6 milljón.
Gróft litið virðist það fara nærri 3-milljón, sem sennilega eru undir vernd uppreisnarmanna.
Höfum í huga, að líklega stendur verulegur hluti íbúa á þeim svæðum með uppreisnarmönnum, og gætu líklega einnig gerst flóttamenn - - ef hersveitir stjórnvalda hefðu sigur.
Málið er, að stjórn Assads - er ekki stjórn allra landsmanna, hefur aldrei verið
Þetta virðist að stuðningsmenn Assads á Vesturlöndum og Pútíns - vilji aldrei heyra.
En stjórn Assads <--> Er minnihlutastjórn Alavi fólksins, ca. 12% íbúa - fyrir stríð.
Öðrum íbúum var haldið niðri með harðri hendi með klassískum lögregluríkis aðferðum.
Þessi stjórn eins og slíkar minnihluta stjórnir alltaf eru, hefur alltaf verið gríðarlega ósanngjörn - - þ.e. hlaðið undir "Alavi" fólkið
En einnig tiltekna hópa - - sem gerðust bandamenn hennar.
Áherslan var stærstum hluta á að halda niðri - Súnní Aröbum er fyrir stríð voru 70% íbúa.
- Sumum virðist finnast það afar undarlegt, að uppreisn skuli hafa myndast gegn þannig stjórnarfari - meðal meirihluta íbúa.
- Eins og þeim detti ekki í hug - að það geti verið, að fólki sé illa við að láta traðka á sér linnulaust áratug eftir áratug.
____________________
Eins og sést á Kortinu frá SÞ.
Þá virðist landið - alveg flosnað upp.
Takið eftir - það er fjöldi flóttamanna í öllum héröðum.
Það sennilega þíðir <--> Að mismunandi hópar er áður bjuggu saman.
Hafa verið að aðskiljast.
Fólk er hrakið burt.
Minnir mig á fyrrum Júgóslavíu - þegar stríðið þar hófst - voru:
- Króatar hraktir frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
- Serbar frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
- Sama gerðist með Bosníu Múslima.
Það þíddi - mikinn fjölda flótamanna innan landsins.
Þegar íbúar voru aðskildir og hraktir milli svæða.
Mér virðist nákvæmlega það sama vera að gerast innan Sýrlands!
Í Tyrklandi eru tæp 2-milljónir Sýrlendinga!
Það ætti að vera klárt - af kortinu að ofan.
Að Tyrkland hefur mjög ríka hagsmuni af því, að styðja við uppreisnarmenn - a.m.k. nægilega svo að þeir haldi velli gegn Assad - Rússum og ISIS.
- Klárlega eru loftárásir Rússa, að því leiti sem þær beinast að því að veikja víggstöðu uppreisnarmanna - atlaga að hagsmunum Tyrkja.
- Og við ættum ekki að ætla Tyrkjum að láta það liggja kyrrt.
Menn sem tala um það - eins og sjálfsagðan hlut, að styðja Assad.
Algerlega líta framhjá þeim - massívu hreinsunum sem hafa átt sér stað í stríðinu.
Og hvernig þær hreinsanir og gangkvæmir voða-atburðir - hafa stórfellt magnað hatur milli íbúa.
Ítreka - stjórn Assads, er ekki stjórn landsmanna!
Heldur eingöngu - hluta landsmanna, og þeirra hópa sem ákveðið hafa að standa með Alavi fólkinu, í því - að halda Súnní Aröbunum niðri.
- Hið augljósa er - að ef uppreisnarmenn mundu vera ofurliði bornir, árásir Rússa og bandamanna Írana mundu stuðla að því.
- Þá yrði ný stórfelld flóttamanna bylgja út úr Sýrlandi.
Það mundi sennilega einnig verulegur hluti íbúa þeirra svæða sem uppreisnarmenn nú stjórna, einnig leggja á flótta - ekki bara þeir sem hafa flúið inn á þeirra umráðasvæði.
- Tyrkland gæti því hæglega séð --> 3-földun flóttamanna í Tyrklandi, úr núverandi 2 millj.
- Og pælið aðeins í því --> Af hverju ætti Tyrkland ekki að senda þá áfram til Evrópu, ef Evrópa og Vesturlönd standa ekki með Tyrklandi.
- Svo að hagsmunir Vesturlanda séu settir fram með skýrum hætti.
Þetta væri mesta flóttamannabylgja - frá því þegar Þjóðverjar voru hraktir frá A-Prússlandi og Súdetahéröðunum í Tékklandi, undir lok Seinni Styrrjaldar.
Ég hef veitt athygli bersýnilegu kaldlyndi þeirra sem styðja Pútín og Assad - gagnvart stöðu flóttamanna.
Eins og þeim sé einnig slétt sama um þessar afleiðingar.
En það væri algerlega órökrétt af Vesturlöndum - að taka þá afstöðu.
Samkvæmt fréttum í dag, hafa Rússar ákveðið refsiaðgerðir á Tyrkland - auk þess að Pútín fyrirskipaði að héðan í frá verði sprengjuvélum fylgt af orrustuvél! - og loftárásum var haldið áfram af fullum þunga í fjallahéröðum nærri Tyrklandi!
Skv. því er Pútín að senda Tyrkjum - fingurinn.
Og hann heldur áfram að hundsa - raunverulega mjög ríka hagsmuni Tyrklands, af því að forða nýrri stórfelldri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Meðan að Rússland -þvert á móti- gerir sitt besta, til að stuðla einmitt að henni.
- Það virðist því stefna í - frekari átök.
Russia and Turkey refuse to back down in row over jet downing
Range of Frustrations Reached Boil as Turkey Shot Down Russian Jet
- Næst er hætta á að verði raunveruleg - loftorrusta.
Eins og ég benti á að ofan - þá eru það einnig hagsmunir Vesturlanda, að forða þeirri flóttamannabylgju - sem Rússland virðist leggja áherslu á að einmitt stuðla að.
Þannig er Pútín - þó hann tali nú um þörf á samstöðu gegn ISIS, að vinna gegn ríkum hagsmunum þeirra - sem hann þó segist vilja fá með sér.
Það er sérkennilegur kleyfhugagangur - nema að honum hafi aldrei verið raunverulega alvara með því tilboði um bandalag.
Niðurstaða
Megin rökin fyrir því, að styðja uppreisnarmenn - er að forða því að það fólk sem hefur flúið á náðir þeirra; leggi á flótta út fyrir landsteina.
Vegna þess, hvernig stríð þetta hefur verið, þá eru ríkar ástæður að ætla - að sigur stjórnarhers í bandalagi við Hesbollah og Rússland - einmitt leiði til stórfelldrar nýrrar flóttamannabylgju.
Í reynd - hreinsun að stórum dráttum á Súnní Araba íbúum landsins.
- Ég bendi fólki á auki á að íhuga - hvaða áhrif það hefði innan Araba-heimsins, ef sú hreinsun á Súnní Araba hluta íbúa - fer fram.
- Ég held að ekki nokkur vafi geti verið um - að það mundi valda gríðarlegum æsingum í Arabaheiminum, og stórfellt auka fylgi við öfgahreyfingar.
Sennilega er engin hreyfing er meir á því græddi - þeirri útkomu.
En einmitt - ISIS.
Þannig í reynd stuðlar sú stefna að styðja Assad til að ná aftur fullri stjórn innan Sýrlands. Að frekari eflingu ISIS í Mið-Austurlöndum. Og eflir þá ógn að stríðið í Sýrlandi dreifist frekar um Mið-Austurlönd. Og verði að svæðis-stríði eða "regional war."
Við erum í reynd að tala um sambærilegt stríð við - 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld.
En ef öll Mið-Austurlönd færu í bál og brand, eftir að flestir Súnní Araba íbúar hefðu verið hraktir frá Sýrlandi - þá er vart að ætla að þau átök stæðu stutt.
Ekki síst eru það ríkir hagsmunir okkar allra, að forða því að allt fari í bál og brand.
Sem aftur beinir sjón að því - að það verður að forða þeirri bylgju flóttamanna er yrði, ef uppreisnarmenn væru ofurliði bornir.
Sem rökrétt er best gert með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna, svo þeir haldi velli.
Flest í hegðan Rússa sýnir - að þeim virðist slétt sama um allt annað, en það að styðja við Assad. Og miðað við þeirra hegðan - virðist að þeir séu til í að hætta á þann möguleika að allt fari í bál og brand. Má vera þ.s. Rússland er langt í burtu, að Pútín meti það litla hættu fyrir Rússland. Að vandinn mundi fyrst og fremst lenda á Vesturlöndum og Evrópu.
- Það verður náttúrulega að skiljast - að Pútín er ekki vinur V-Evrópu, eða Vesturlanda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 26.11.2015 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 871078
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar