Ég er ekkert viss að það séu miklar líkur á því að Skotland yfirgefi Bretland í kjölfar Brexit

Það má alveg teikna upp þá mynd að líkur séu á því að Skotland yfirgefi Bretland.
Eftir allt saman þá vildu 62% Skota að Bretland væri áfram í ESB, meðan að einungis 38% Skota studdu Brexit.
-Ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, sagði það ólýðræðislegt að Skotland væri dregið út úr ESB gegn þess vilja - og sagði nýja atkvæðagreiðslu um brotthvart úr breska sambandinu, líklega.

Skotland væri að sjálfsögðu ekki sjálfvirkt meðlimur að ESB!

Rétt að ryfja upp þegar umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu Skota var í gangi -- og sjálfstæðissinnar í Skotlandi héldu því fram að Skotland yrði áfram meðlimur að ESB.

Þá var þeirri afstöðu samstundis hafnað af Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!
En forsætisráðherra Spánar er að glíma við sjálfstæðissinna í Katalóníu.
Og það síðasta sem hann vill - er að skapa það fordæmi að svæði innan meðlimalanda geti sagt bless við meðlimalandið, og verið sjálfkrafa ESB meðlimir.

Eftir umræðu milli meðlimalanda -- var formúlan skýr.

  • Sjálfstætt Skotland yrði að sækja um aðild að ESB.
  1. Þannig að ef maður ímyndar sér það að Skotar vilji sem fyrst hætta í breska sambandinu, til þess að halda í ESB aðildina -- áður en Bretland formlega yfirgefur ESB.
  2. Þá gengur það ekki upp!
  • Það má að auki nefna það, að stjórnvöld í Belgíu -- vildu ekki heldur skapa þannig fordæmi.

En ella gæti það verið fordæmi, sem leitt gæti til slita sambands Vallóníu og Flæmingjalands, þ.e. upplausnar Belgíu.

 

Olíuverð er í dag ennþá töluvert lægra en það var meðan Skotar höfðu sitt þjóðaratkvæði

Þjóðernissinnaðir Skota dreymdi um að lifa á olíunni eins og Norðmenn - en skoski olíuiðnaðurinn er eins og sá norski, þ.e. olíuborpallar og óskaplegur rekstrarkostnaður.
Sem þíðir, að olíuverð þarf að vera hátt - til að reksturinn skili hagnaði.

Í dag er skoski olíuiðnaðurinn örugglega í taprekstri eins og sá norski.
Það sem verra er - Skotar eiga engan olíusjóð eins og Norðmenn.

Það er örugglega um að ræða - umtalsverða fjármagnstilfærslur í formi skattfjár frá hinu hlutfallslega auðuga, Englandi - til Skotlands.
--Sem Skotar mundu missa af.

Ég sé ekki ESB aðildarlönd -- dæla miklu fé til Skota.

Enda nóg af verulega fátækari löndum í ESB í A-Evrópu, og SA-Evrópu.
--Sem fá rjómann af byggðastyrkjum úr sameiginlegum sjóðum, og styrkjum til vegaframkvæmda.

  • Það sem ég er að segja er, að Skotar yrðu fátækari utan við breska sambandið.
  • Og þeir yrðu að óska eftir ESB aðild - fara síðan í dæmigert umsóknarferli með samningum um aðild.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé ekki efnahagslega séð aðlaðandi kostur fyrir Skota að yfirgefa Bretland - þó svo að það líti út fyrir það að Bretland sé virkilega á leið út úr Evrópusambandinu.
Sem segir ekki að Skotar geti ekki tekið slíka ákvörðun -- þ.e. verða sjálfstætt land, síðan að ákveða að ganga í ESB.


Kv.


Fullkomin áætlun um ólympýugull fyrir Ísland :)

Mér flaug þetta í hug þegar ég velti því fyrir mér öllu þessu rússneska frjálsíþróttafólki sem verður bönnuð þátttaka í ólympýuleikunum í Ríó.
--Þegar formlegt bann á Rússland verður væntanlega samþykkt á næstunni!
Þannig að Rússneskt frjálsíþróttafólk verði ekki með á næstu ólympýuleikum.

http://www.thesundaytimes.co.uk/sto/multimedia/dynamic/01190/01_D08ATH_1190993k.jpg

Hvað ef Ísland býður völdu úrvali rússnesks íþróttafólks sem telst líklegt til afreka en lendir í banni á næstu ólympýuleikum -- íslenskan ríkisborgararétt?

Ísland er auðvitað ekki í banni!
Með ríkisborgararétt upp á vasann - ættu íþróttamenn að mega keppa fyrir Íslands hönd.
Þetta gæti veitt íþróttafólki - sem annars missir af sínu tækifæri til að keppa um ólympýtitil, tækifæri til afreka.
**Og auðvitað teldist sá ólympýutitill vera fyrir hönd Íslands.

  • Að sjálfsögðu ætti að gæta þess, að fylgjast vel með því að ekkert misjafnt fari fram -- þ.e. enginn passi t.d. án þess að standast próf um að vera laus við ólögleg efni.
  • Síðan vandlega fylgst með því að allt sé í lagi - reglum skv.

___En uppgefin ástæða þess að Rússland fer í bann, er sú - að ekki sé unnt að treysta því, vegna þess hve mikil spilling sé í kringum íþróttastarf innan Rússlands, með þátttöku rússneska stjórnkerfisins í þeirri spillingu -- að rússneskt íþróttafólk verði ekki undir áhrifum ólöglegra efna.

  • En enginn hefur a.m.k. enn klagað neitt upp á Ísland að þessu leiti!

Það hafi því enginn ástæðu til að hindra þetta fólk í að keppa fyrir Íslands hönd, ef leyfi fengist fyrir því í Rússlandi - og rússneskt íþróttafólk væri til í að slá til.
Þar sem að enginn hafi ástæðu að ætla, að Ísland sé ófært um að tryggja að ólympýufarar fari að settum reglum.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Það þarf ekki endilega vera að rússnesk stjórnvöld mundu bregðast illa við slíkri tillögu. En ef fólk sem mundi keppa fyrir Íslands hönd - mundi vinna til verðlauna. Og það hefði enginn ástæðu til að halda að ólögleg efni hefðu verið í spilum.
___Þá kannski minnka líkur á því að rússneskt íþróttafólk sem hefur unnið til verðlauna á ólympýuleikum þeim sem síðast fóru fram, verði svipt sínum verðlaunum.

Og Ísland gæti skemmt sér við það -- að sjá kannski ísl. fánann í miðjunni í einhver skipti á næstu ólympýuleikum.

 

Kv.


ISIS virðist hafa gert vel heppnaða gagnárás innan Sýrlands

Undanfarnar vikur hefur verið í gangi hæg sókn í átt að höfuðborg ISIS - Raqqa. Í annan stað sækja hópar sem Bandaríkin veita stuðning í átt að borginni. Á hinn veginn, sækja hersveitir Assads að henni með aðstoð Shíta hersveita í bandalagi við Íran.

ISIL 'recaptures' areas from Syrian forces in Raqqa

Islamic State regains areas lost to Syrian government

Islamic State launches counter-attacks on U.S.-backed forces, Syrian army

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/6a/Un-syria.png

Hersveitir sem styðja ríkisstjórn Assads voru komnar í næsta nágrenni við "Tabqa" - eða skv. kortinu, "Madinat al Thawrah."

En þar er herstöð og herflugvöllur sem ISIS tók 2014. Assad vill mjög gjarnan ná henni aftur.

En ef marka má fréttir af gagnárás ISIS -- þá tókst ISIS að hrekja hersveitir stjórnarsinna af höndum sér, og það svo rækilega - að hersveitir stjórnarsinna eru ca. þar sem þær voru er herförin var hafin fyrir ca. 3-vikum síðan.

Miðað við frásögn af herför liðssveita undir stuðningi Bandaríkjanna -- þá sitja þær um bæinn Manbij -- töluverðan spöl fyrir norðan.
--Isis sveitir réðust einnig þar fram -- en ef mark er takandi á fréttum, var umsátrinu um bæinn ekki hrundið.

  • Ég skal ekki fullyrða - að hersveitir stjórnarsinna muni ekki leggja aftur af stað.

En a.m.k. fram að þessu - virðist herförin ekki vera nein glæsiför.

___Og ISIS tók víst einnig aftur olíusvæðið sem stjórnarsinnar höfðu tekið.


Niðurstaða

Miðað við þessar fréttir þá virðist veikleiki hersveita Assads - augljós.
Þegar þeim er hrundið til baka -- þó þær séu studdar með ráðum og dáð af herflugvélum Rússa, enn þann dag í dag.

Sókn Súnní hersveita er njóta stuðnings Bandaríkjanna úr Norðri -- er sosum engin leiftursókn. En a.m.k. voru þær sveitir ekki hraktar til baka.

  • Miðað við þetta virðist fátt benda til þess að Assad geti staðið við þau orð í bráð, að taka aftur öll þau svæði sem ekki lúta hans hersveitum innan Sýrlands.

 

Kv.


Hefur æðsti dómstóll Þýskalands - aukið lýkur á nýrri evrukreppu?

Minn skilningur á fréttinni er nokkuð annar en blaðamanns sem skrifar hana, en hann virðist horfa á það atriði - að dómstóllinn í Karlsruhe dæmir að svokallað "OMT" prógramm "ECB" eða Seðlabanka-evrópu, standist þýsku stjórnarskrána.

German high court backs ECB on crisis-fighting tool

En, þá virðist hann ekki veita því nægilega athygli - að þýski stjórnlagadómstóllinn setur skilyrði.
Og einmitt þau skilyrði skipta töluverðu máli.

Þetta snýst um loforð Seðlabanka-evrópu, að til greina komi að hefja kaup án takmarkana!

Einmitt það er lykilatriðið -- að kaupin séu án takmarkana!

Að auki -- er litlu minna mikilvægt að Seðlabankinn geti keypt skuldabréf landa sem eru við það að detta út af markaði, eða eru þegar -de facto- dottinn út, þ.e. lántökukostnaður óheyrilegur.

  • "Mr Draghi has never had to use the OMT, in part because of the credibility of the ECB’s commitment to buy large amounts of government debt."
  • "Eurozone sovereign borrowing costs are now at or close to record lows in many economies — including some of the weaker members of the currency union."

Einmitt vegna þess, að markaðurinn hefur trúað því, að Seðlabankinn geti hafið inngrip án takmarkana -- ef þ.e. talið nauðsynlegt!
Þá hefur myndast að nýju sú staða sem var á evrusvæði fyrir evrukreppu -- þ.e. að lántökukostnaður aðildarríkja evrunnar sé með litlum breytileika!

  1. Ástæðan að þ.e. algert lykilatriði - - að kaupin séu án takmarkana, eða a.m.k. þau geti verið það ef þurfa þykir!
  2. Er að ef markaðurinn veit af því, að Seðlabankinn getur gripið til ótakmarkaðra kaupa --> Þá fer markaðurinn ekki að keppa við seðlabankann!
    M.ö.o. hann er þá mjög varfærinn í því að stunda spákaupmennsku með ríkisbréf aðildarríkja evru!

"The conditions attached to the Bundesbank’s participation in the OMT programme mean the volume of the ECB’s purchases must be limited from the outset," -- "that purchases are not announced," -- "that bonds are bought only from member states with market access," -- "and that this debt is sold as quickly as possible" -- "and only held to maturity in exceptional circumstances."

Öll þessi atriði eru vandamál!

OK - strangt til tekið, snúa þau eingöngu að þátttöku "Bundesbank" í slíkum kaupum -- en erfitt er að sjá að þau fari fram, ef fjársterkasti meðlimaseðlabanki Seðlabanka-kerfis-ESB tekur ekki þátt.

  1. Það ef kaupin verða að vera -- takmörkuð.
    --Þíðir skv. mínum skilningi, að þá er aftur komið sama ástand og var áður en Mario Draghi gaf sitt fræga loforð, um það að gera allt sem unnt væri til að halda evrunni á floti -- og síðar koma fram svokallað "OMT" prógramm.
    --Þá meina ég, að ef "ECB" hefur einungis takmarkaða -heimild- til kaupa.
    **Þá skapast um leið svigrúm fyrir -spákaupmenn- til að veðja gegn einstökum aðildarríkjum evru <--> Sambærilega þeirri spákaupmennsku er var í gangi í svokallaðri evrukrísu.
  2. Tjáskipti skipta máli - þ.e. hluti af tilgangnum með kaupum, að markaðurinn fái strax upplýsingar um þau.
    --Því tilgangurinn er einmitt að hafa áhrif á markaðinn með kaupum.
    **En það eru til þeir hagfræðingar -- sem eru andvígir markaðs inngripum af prinsipp ástæðum.
  3. Það er einmitt tilgangur "OMT" að kaupa af löndum sem eru í hættu á að missa markaðs aðgang -- auðvitað skiptir máli hvernig "markaðs-aðgangur" er skilgreindur.
    --En ef "ECB" getur ekki keypt bréf landa sem eru komin í vandræði á markaði.
    **Þá fellur sjálfur tilgangur "OMT" algerlega um sjálfan sig -- þó að dómstóllinn hafi ekki formlega lýst "OMT" stjórnarkrárbrot.__Þá auðvitað næst ef það skellur á kreppa -- getur ECB orðið ómögulegt að hindra að land hrekist úr evrunni.
  4. Svo er það krafan að bréfin séu seld -- helst strax.
    Einnig gengur gegn markmiði "OMT" kaupaprógramms, að halda niðri lántökukostnaði aðildarríkis evru -- í vanda.
    --Það auðvitað er viðbótar takmörkun á getu "ECB" til að verja aðildarríki undir ásókn spákaupmanna -- ef bréfunum er ekki unnt að halda frá markaðnum, nema í mjög stuttan tíma.


Niðurstaða mín er nefnilega sú!

Að þótt Stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi ekki formlega bannað Seðlabanka Evrópu að kaupa bréf aðildarríkja í vanda -- ef þau eru í hættu á að hrekjast út úr evru.
--Þá hafi hann dregið svo rækilega tennurnar úr möguleikum "ECB" til slíks <--> Að mér virðist næsta svo vera að mál séu komin aftur á sama stað og áður en Mario Draghi gaf út fræga yfirlýsingu sína!

Það þíðir ekki endilega að evrukreppa sé yfirvofandi -- strax nk. vikur eða mánuði.
En næst þegar kreppa skellur á í Evrópu -- virðist mér blasa við að þau vandræði sem við sáum 2011-2012, þegar spákaupmenn gengu á land eftir land, og það hrikti sjáanlega undir stoðum evrukerfisins --> Séu líkleg í slíkri kreppu til að endurtaka sig!

 

Kv.


Ný rannsóknarskýrsla Alþjóða-ólympýunefndarinnar, er á leiðinni - þá verður tekið til skoðunar að víkka út bann á rússneska íþróttamenn

Rannsóknarskýrslan er á grundvelli upplýsinga frá, Grigory Rodchenkov, dr. í lífefnafræði - sem var yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar opinberu í Rússlandi, sem meðhöndlaði þvagsýni úr íþróttamönnum: Russian Insider Says State-Run Doping Fueled Olympic Gold.

Ég verð að segja -- að við lestur greinarinnar virðast ásakanirnar afar sannfærandi, það sannfærandi að þær sannfærðu alþjóðlegu Ólympýunefndina að fara fram á - óháða rannsókn.

Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg eftir mánuð, skv: Russia’s athletes face extended ban.

  1. "After the report came out, Dr. Rodchenkov said, Russian officials forced him to resign. Fearing for his safety, he moved to Los Angeles, with the help of Mr. Fogel."
  2. "Back in Russia, two of Dr. Rodchenkov’s close colleagues died unexpectedly in February, within weeks of each other; both were former antidoping officials, one who resigned soon after Dr. Rodchenkov fled the country." <-- Án vafa myrtir af FSB.

Önnur manneskja augljóslega í stórfelldri hættu!

"...the whistleblower Yulia Stepanov, the Russian middle-distance runner who first revealed details of the national doping regime."

--Borgar sig líklega fyrir hana - að hætta að drekka te, en einn rússn. andófsmaður var sem frægt er myrtur af FSB þegar stórhættulegt eiturefni var sett í tebolla.
--Og sennilega einnig, ganga um í kevlar og hafa vopnaða verði, og eigin vopn meðferðis.

  • Þeir sem taldir eru -- svikarar í Kreml, verða líklega í stöðugri lífshættu út lífið.

Það virðist enginn vafi á að ótrúleg svik fóru fram í Sochi.
Miðað við umfang svikanna - að leyniþjónusta Rússlands, starfsmenn ráðuneyta og rannsóknarstöðvarinnar voru djúpt innviklaðir -- og auðvitað íþróttafólkið sjálft.
Þá verður virkilega erfitt fyrir Rússland í framtíðinni - að sannfæra þjóðir heims um að treysta Rússlandi að nýju fyrir - óympýuleikum!

Umtalsverðar líkur að rússneskir íþróttamenn verði enn í banni 2018, þegar ólympýuleikar fara fram í Seúl.
Eftir ótrúlega svikamyllu í Sochi -- getur nokkur maður undrast slíkt?

 

Niðurstaða

Í umræðunni á vefnum hefur verið bent á það að gríðarleg svik hafi farið fram í A-Evrópu á árum Kalda-stríðsins. Síðan halda ýmsir því fram - að fleiri lönd standi í skipulögðum svikum.
--Þannig séð skiptir þessi fortíð ekki máli, eða sá möguleiki að fleiri lönd svindli -- reyndar hefur alþjóðlega ólympýunefndin lofað því, að svik verði rannsökuð - ef skýrar vísbendingar koma fram.

Það sem máli skiptir -- er að Rússland gekk lengra en þekkt eru dæmi um á seinni árum.
Og ekki síst, svikin teljast fullkomlega sönnuð!

 

Kv.


Mikil skammsýni hjá Bernie Sanders og Donald Trump - andstaða þeirra gagnvartt viðskiptasamningi Bandaríkjanna við 12 Asíulönd

T.P.P. eða Trans-Pacific Partnership þ.e. Ástralía, Kanada, Japan, Malasía, Mexíkó, Perú, Bandaríkin sjálf, Chile, Brunei, Singapore, Nýja Sjáland og Víetnam.
Andstæðingarnir horfa til þess að þessi samningur inniheldur --> Japan og Víetnam, sérstaklega.
Og halda því fram, að hann muni eyða störfum innan Bandaríkjanna!

  1. Þannig séð eru Bernie Sanders og Donald Trump sammála að umtalsverðu leiti þegar kemur að -- einangrunarhyggju í viðskiptum!
  2. Á hinn bóginn er rétt að benda á að Bernie Sanders hefur nú samþykkt, að styðja við framboð Hillary Clinton - segir nú skilda allra Bandaríkjamanna að hindra kjör Donalds Trump: Sanders to work with Clinton to defeat Trump.
    ---Bernie Sanders - “It is no secret that Secretary Clinton and I have strong disagreements on some very important issues,” - “It is also true that our views are quite close on others. I look forward, in the coming weeks, to continued discussions between the two campaigns to make certain that your voices are heard and that the Democratic party passes the most progressive platform in its history and that Democrats actually fight for that agenda.” - “I also look forward to working with Secretary Clinton to transform the Democratic party so that it becomes a party of working people and young people, and not just wealthy campaign contributors.” - “This campaign is about defeating Donald Trump, the Republican candidate for president. After centuries of racism, sexism and discrimination of all forms in our country we do not need a major party candidate who makes bigotry the cornerstone of his campaign,” - “The major political task that we face in the next five months is to make certain that Donald Trump is defeated and defeated badly. And I personally intend to begin my role in that process in a very short period of time.” - “This campaign has never been about any single candidate. It is always about transforming America,”
    ---Það virðist liggja í loftinu að eitthvert óformlegt samkomulag hafi orðið milli Sanders og Clinton --> En einnig er líklegt að Trump sjálfur með hegðan sinni undanfarið hafi haft áhrif, t.d. árásir hans á dómara af mexíkóskum ættum, sem mörgum Repúblikönum blöskraði - og ítrekun hans á hvatningu hans til banns á það að Múslimar setjist að í Bandaríkjunum, og ítrekun hans á því að þeir sæti sérstöku eftirliti - hafi sérpassa, o.s.frv. - - atriði er væru augljós stjórnarskrárbrot.

Það sem andstæðingar viðskiptasamninganna líta framhjá - er að þeir eru sennilega ódýrasta aðferðin sem Bandaríkin hafa, til að - kaupa sér vinsamleg samskipti við fjölda landa!

Þessir samningar - eru hannaðir þannig, að þátttöku lönd -tapi- að sjálfsögðu ekki á þátttökunni, þá - þar með talið Bandaríkin og önnur þátttöku lönd.

Þetta er prinsippið - sameiginlegur gróði eða "mutual gain" sem einstaklingar eins og Donald Trump með sína Merkantílísku sýn og Bernie Sanders með sína sannfæringu að þeir eyði störfum - virðast þar með hafna!

Vegna þess að önnur þátttöku lönd en Bandaríkin, græða einnig, ekki Bandaríkin bara --> En hugsun Trumps virðist öll "zero sum," þannig að hann virðist í reynd vilja viðskiptakjör þ.s. Bandaríkin ein græða, þannig að önnur lönd virka eins og -- nýlendur Evrópumanna á öldum áður gerðu. --> Þá græða Bandaríkin einnig, bætt samskipti við önnur þátttöku lönd. --> Meðan að viðskiptastefna Trumps mundi hratt leiða til versnandi samskipta við fjölda annarra landa, og þ.s. ég er mjög viss um -- Kalt-stríð við Kína.

En alþjóða viðskiptasamningarnir sem Bandaríkin hafa tekið virkan þátt í um áratugi, hafa án nokkurs vafa -- einmitt haft þau áhrif, að tryggja Bandaríkjunum - vinsamleg, til mjög vinsamleg, eða í samhengi Kína a.m.k. friðsamleg - samskipti.

---En í tilviki Kína, þá er gróði Kína af viðskiptasamskiptunum við Bandaríkin augljós, og sá gróði einmitt tryggir það, að Kína fer ekki -meðan sá gróði er til staðar, að hefja einhver alvarleg átök við Bandaríkin.
---Sem þíðir að sjálfsögðu, að ef Kína er svipt þeim gróða, þá hverfur sú ástæða fyrir friðsamlega samvinnu við Bandaríkin innan alþjóða kerfisins.
---Síðan líklega verður Kalt-stríð, vegna þess að einhliða aðgerðir Trumps -- þ.e. háir verndartollar, en ég trúi ekki því að Kína samþykki kröfur hans, mundi líklega leiða til kreppu í Kína - sem þíddi sennilega að ráðamenn í Kína, hefðu ekkert annað val en að gera Trump að óvin og Bandaríkin sérstaklega, svo að reiði almennings í Kína er væri allt í einu orðinn atvinnulaus í miklum fjölda, mundi beinast út á við en ekki inn á við.

  • Þessir sammningar eru m.ö.o. ekki síst mikilvægir á samskiptasviði Bandaríkjanna við önnur lönd!

http://www.channelnewsasia.com/image/2172204/1444070968000/large16x9/768/432/tpp-map.jpg

Lítum nánar tiltekið á Víetnam vs. Bandaríkin, hvernig bæði lönd græða samtímis --> Málið er að viðskiptasamningar eru orðnir að einu megin valdatæki risaveldanna!

  1. Víetnam hefur nýverið af Obama verið heimilað að - kaupa bandarísk vopn.
    --Víetnamar höfðu óskað eftir því um nokkurt skeið, að vopnasölubanni væri aflétt, fengu það ekki fram fyrr en nýverið.
    --Það auðvitað blasir við, að ef maður gerir ráð fyrir því að samningurinn stuðli að því að Víetnam eflist efnahagslega <--> Þá stuðli samningurinn einnig að því, að Víetnam í vaxandi mæli í framtíðinni - kaupi bandarísk vopn.
  2. Það er sennilega e-h til í því að e-h störf innan Bandaríkjanna geti tapast!
    --Þetta er þ.s. andstæðingar viðskiptasamninga horfa alltaf á!
    --Á hinn bóginn, þá koma önnur störf í staðinn -- en ekki endilega í sömu starfsgreinum; og ekki endilega innan sömu fylkja innan Bandaríkjanna heldur.
    **T.d. munu innan Bandaríkjanna greinilega skapast ný störf í framleiðslu á vopnum.
    --En ekki endilega bara þar, í Bandaríkjunum er margt framleitt - frá farþegavélum, sem Víetnamar örugglega kaupa einnig, yfir í bifreiðar - tækjabúnað af margvíslegu tagi - tölvur - hugbúnað -- lúxus varningur, o.s.frv.
    --Víetnamar eignast mikið af dollurum <--> Það hvetur þá til að kaupa af Bandaríkjunum fyrir þá dollara.
  3. Það má fastlega reikna með því, að aukin viðskipti Víetnams og Bandaríkjanna, bæti samskipti landanna 2-ja í framtíðinni - færi þau m.ö.o. nær hvoru öðru samskiptalega séð.
    --Efling samskipta Bandaríkjanna við Víetnam - að sjálfsögðu einnig, skapar ný bandarísk áhrif í Víetnam, innan Víetnams í framtíðinni.
    --Og auðvitað, það má reikna með því að Víetnam smám saman verði háðara Bandaríkjunum með aðgang að vopnum - og auðvitað, varahlutum í þau vopn.**Þessi samningur eflir því áhrif Bandaríkjanna!
  • Síðasta atriðið - efling áhrifa Bandaríkjanna - er ekki síst mikilvægt.
  • En flest þessara landa eru fyrir - bandamenn Bandaríkjanna, þó ekki öll!
  • Samningurinn hefur m.a. þann tilgang -augljóslega- að þétta samskipti Bandaríkjanna við þessi lönd.
  • Og ekki síður, með því að binda þau nánar við Bandaríkin efnahagslega -- má reikna með því, að þau í framtíðinni - verði líklegri til að fylgja sjónarmiðum Bandaríkjanna!


Höfum í huga, að þetta eru allt sjálfstæð lönd, og þau geta samtímis gert aðra viðskiptasamninga - við önnur lönd!

Kína er í lófa lagið, að gera eigin viðskiptasamninga við flest eða jafnvel, öll sömu lönd.

Þannig að í gegnum viðskiptasamningana -- byrtist að nokkru leiti - viðleitni Bandaríkjanna og Kína, í því að efla sín áhrif á önnur lönd.

Og samtímis, visst -reipitog- þeirra á milli.
Það er á hinn bóginn, fullkomlega friðsamleg nálgun á þeirra samkeppni.
Og því ekkert við það, þannig séð, að athuga.

Samtímis -geta 3.-lönd grætt á samkeppni- þeirra á milli, ef hún er á þessu formi.

  1. 3.-lönd, geta því ef þau nálgast málin með snjöllum hætti.
  2. Spilað á þessa samkeppni Kína og Bandaríkjanna.
  • Ekkert að því, að löndin við Kyrrahafið - leitist eftir jafnvægi í samskiptum við risaveldin 2--einmitt með því, að gera viðskiptasamninga við þau bæði.
  • Samtímis geta þau lönd einnig grætt efnahagslega á tilraunum risaveldanna til að efla samtímis sín áhrif - og sinn efnahag.

Ég er m.ö.o. að segja - að smærri löndin ættu alls ekki að horfa endilega neikvæðum augum á slíka viðleitni risaveldanna!
Með því að spila rétt úr sínum spilum, þá geta smærri lönd - spilað jafnvægisleik þarna á milli.

http://www.npr.org/news/graphics/2012/09/map-island-dispute-624.gif
Kína getur haft mikil áhrif á það, hve náin bönd Víetnams og annarra SA-Asíu landa og Bandaríkjanna verða í framtíðinni

En áhugi Víetnams á bandarískum vopnum -- stendur í beinu samhengi við eflingu Kína á Suður-Kínahafi.
--Kortið að ofan sýnir - kröfur mismunandi ríkja í SA-Asíu til Suður-Kínahafs.

Kína hefur gengið sérlega hart fram til að tryggja sínar - hefur t.d. byggt upp a.m.k. 3-eyjar í Spratly skerjaklasanum, 2-þeirra eru þegar orðnar að her- og flotastöðvum.

Það sést einnig hvernig kröfur Kína - ná yfir nánast allt hafsvæðið.
--Kröfur sem standast ekki reglur Hafréttarsáttmálans --> Sem skýrir hvers vegna að sjálfsögðu Kína hefur verið að byggja upp fyrirfram andstöðu við úrskurð um hafréttarmál, sem Filipseyjar hafa óskað eftir.

  • Með því að byggja upp flotastöðvar í Spratly klasanum.
  • Samtímis og Kína hundsar kröfur nágranna landanna til svæðisins -- lætur sem nágrannalöndin eygi engan rétt.
  • Beitir nálgun sem nefna má -- rétt hins sterka.

__Þá auðvitað er Kína þar með að skapa þær aðstæður, að Víetnam er í vaxandi mæli að óttast vaxandi veldi Kína.
**Sem er auðvitað hvers vegna - Víetnam vill aðgang að bandarískum vopnum.

  1. Mjög einfalt - því harðar sem Kína gengur á rétt granna sinna í SA-Asíu.
  2. Því betur mun Bandaríkjunum ganga við það verk, að efla sín áhrif innan SA-Asíu.

__Þá halla löndin sér að Bandaríkjunum, í viðleitni til að styrkja sig gagnvart Kína.

  • Ef Kína heldur áfram með stefnu af þessu tagi - þá á einhverjum enda, verður uppskeran sú að Bandaríkin -- græða nýjan bandamann.

En ef maður ímyndar sér - að Kína mundi sýna meiri sáttfýsi um Suður-Kínahaf.
Og samþykkti einhvers konar skiptingu þess svæðis, eða sameiginlega nýtingu í samvinnu við nágranna löndin.
--Og gætti sín betur að því, að skapa ekki ótta í þeim löndum.

  • Þá mundu þessi lönd mun síður hafa ástæðu til að -- halla sér að Bandaríkjunum.

 

Niðurstaða

Málið er að heimurinn græðir á samkeppni milli risaveldanna -- í formi viðskiptasamninga!
Meðan að þeirra samkeppni er fremur þar, en á formi vopnakapphlaups.
--Þá stuðlar sú samkeppni að bættum lífskjörum í heiminum, og framþróun í tækni.

Það að Bandaríkin geri TPP -- þíðir ekki að samtímis geti ekki Kína gert aðra samninga við mörg sömu landa eða jafnvel þau öll.
Fyrir lönd sem taka þátt í slíkum samningum -- er einmitt snjallt að hafa samninga af slíku tagi við bæði risaveldin.

Þannig geta smærri lönd, tryggt visst jafnvægi í samskiptum.
Meðan að þau samtímis græða á viðskiptum við risaveldin 2.

  1. Ef aftur á móti samkeppnin fer yfir í vopnakapphlaup, og upphleðslu spennu.
  2. Þá gegna þeir samningar - öðru hlutverki.
  3. Að efla samskipti og efnahag landa -- sem annaðhvort þegar eru bandalagsþjóðir, eða - líklegar bandalagsþjóðir.

Það er undir báðum risaveldunum komið -- hvor þróunin verður ofan á!

  1. En hvorki Kína.
  2. Né Bandaríkin.
  3. Gera þessa samninga -- til að tapa á þeim.


Kv.


Rússnesku frjálsíþróttafólki bönnuð þátttaka á ólymplýuleikunum í Ríó

Skv. nýrri rannsóknarskýrlu á vegum Alþjóða-ólympýuhreyfingarinnar - Status update concerning Russian testing - koma fram alvarlegar ásakanir um áframhald skipulagðra brota rússneskra íþróttamanna.
En samkvæmt skýrslu um málið sem kom fram í fyrra - THE INDEPENDENT COMMISSION REPORT - þá er talið að rússnesk stjórnvöld hafi tekið virkan þátt í svindlinu, þar á meðal - rússnesku leyniþjónustunni verið beitt.

Ef fólk segir þetta ósanngjarna aðdróttun að Rússlandi, bendi ég á að Pútín á sl. ári lét loka rannsóknarstöðinni, þ.s. þvagsýni íþróttamanna voru rannsökuð og bauðst til að láta framkvæma opinbera rannsókn á vegum rússneskra stjórnvalda: Russia shuts Moscow lab after doping report - Vladimir Putin seeks to head off Russian ban for doping scandal.


Mat þeirra sem rannsaka málið af hálfu Alþjóða ólýmpýuhreyfingarinnar, er m.ö.o. að skipulagt svindl á vegum rússneskra stjórnvalda haldi enn áfram!

Þar af leiðandi, sé ekki unnt að treysta því - að rússneskt íþróttafólk sé ekki gangandi fyrir ólöglegum lyfjum.
Þar af leiðandi væri það ósanngjarnt fyrir íþróttafólk annarra þjóða - ef rússnesku frjálsíþróttafólki væri heimiluð þátttaka í Ríó.

Olympic Ban Adds to Russia’s Culture of Grievances

Russia’s Track and Field Team Barred From Rio Olympics

Það kom að sjálfsögðu engum á óvart - þegar ásakanir komu strax fram frá rússneskum stjórnvöldum, að bannið væri - pólitístk.

Sjálfsagt munu rússneskir fjölmiðlar fjalla um það með þeim hætti - að það sé enn ein "meint" sönnun þess, að Rússland sé undir stöðugum ofsóknum.

Í stað þess að taka á málinu, og hætta að beita skipulögðu svindli - þá beiti einræðisherrann í Kreml, málinu líklega fyrir vagn sinn með þeim hætti - að nota það til þess að æsa frekar en orðið er almenning í Rússlandi til reiði; vegna meintrar ósanngjarnrar meðferðar umheimsins á Rússlandi.

  1. Og fullkomlega fyrirsjáanlega - munu fylgismenn línunnar frá Kreml.
  2. Taka upp þá væntanlegu línu Kremlverja, að ákvörðun Alþjóðahreyfingar ólýmpýskra íþróttamanna, sé þáttur í -meintu- samsæri Vesturlanda - þá sérstaklega Bandaríkjanna, gegn Rússlandi.
  • Má væntanlega reikna með því - að fulltrúar Kremlverja á netinu, muni nú verja með miklum móð næstu daga og vikur, þá fyrirsjáanlegu afstöðu ráðamanna í Kreml -- að Rússland sé órétti beitt.

 

Niðurstaða

Það er algerlega einstakur atburður í ólýmpýusögunni, að heil þjóð sé bönnuð frá þátttöku í frjálsíþróttum á ólýmpýuleikum.
Þetta stafar væntanlega ekki síst af -- vaxandi andstöðu við lyfjamisnotkun í heiminum.
Þó það sé rétt sú mótbára - að lyfjasvindl sé mun víðar stundað en í Rússlandi.

Þá virðist það hafa verið mun umfangsmeira en þekkist annars staðar, og að auki -- að þátttaka stjórnvalda í svindlinu, beiting þeirra á leynistofnunum til að styðja við svindl íþróttamanna sinna - hafi skapað rússneska svindlinu óneitanlega sérstöðu.

  • Ég bendi fólki á að opna hlekkina á skýrslurnar að ofan!

 

Kv.


Hvernig stoppar Evrópa örvæntingarfulla flóttamenn frá ríkjum Sunnan Sahara?

Það er vinsæl kenning í dag - að lausnin á flóttamannavandanum sé einföld, þ.e. felist í því að Evrópa verði ákveðin - og sýni næga hörku.
M.ö.o. að flóttamönnum verði send þau skilaboð, að þeir séu ekki velkomnir!
---En eru raunverulegar líkur á að slík stefna geti virkað?
Ég held að það sé full ástæða til að hafa efasemdir þar um!
Þegar maður velti því fyrir sér þeirri ótrúlegu áhættu sem þetta fólk tekur, og samtímis þeim miklu erfiðleikum sem fylgja ferðalaginu sjálfu -- t.d. er vitað að mjög margir farast ár hvert á þeim hluta ferðalagsins er liggur yfir Sahara, ekki bara að þeir drukkna á Miðjarðarhafi.

Desperation Rising at Home, Africans Increasingly Turn to Risky Seas

http://www.africa-continent.com/pictures/north-africa.jpg

Samba Thiam í Senegal hugsar um fátt annað, en hvernig hann getur komist til Evrópu -- þó er bróðir hans látinn, drukknaði á flóttamannabát sem fórst á Miðjarðarhafi sl. sumar.

“I’m quite sure if he would have made it to Europe, our life would have changed,” Mr. Thiam said. “If I don’t get a job, I will take the risk and do the same.”

"More than 1,300 people have died trying to cross the Mediterranean in boats from North Africa in the last few weeks alone."

"On Thursday, the government of Niger reported that the bodies of 34 migrants, including 20 children, had been discovered in the Sahara near the Algerian border."

"Despite the risks, three to four times as many migrants as usual have been streaming into Libya from Niger, a popular place to cross the Sahara, in recent weeks, according to Giuseppe Loprete, chief of mission in Niger for the International Organization for Migration. As many as 17,000 people made the crossing in a single week in June."

"About 240,000 migrants are now in Libya, looking for work or waiting to cross, he said. The ones getting on boats in recent days are just the tip of the iceberg."

  1. Til þess að komast frá Senegal, þurfa gjarnan ættingjar og frændur -- að selja hluta bústofns síns - í veikri von um að einn einstaklingur komist alla leið til fyrirheitna landsins, eða álfunnar.
  2. Ástæður þær sem leiða til þess að ungt fólk sér enga von, og ættingjar eru til í að aðstoða þá - þó sjálfir séu þeir einnig bláfátækir --> Standi í samhengi við, hraða mannfjölgun, og litla sem enga von um það að komast úr sárri örbyrgð - nær engin von sé fyrir ungt bláfátækt fólk að fá starf.
  3. Ef ættinginn kemst alla leið, þá sé díllinn að ættinginn sendi hluta sinna launa heim, til að styðja við ættingja sína heima fyrir.
  • Enginn veit hve margir farast á leiðinni yfir Sahara ár hvert.
  • Þeir sem standa í flutningum þar yfir, séu aðilar sem virða líf viðkomandi lítils -- og viðkomandi hafi litlar varnir gegn því að vera rændur eða drepinn fyrir þá litlu peninga sem ættingjar og hann sjálfur hafi önglað saman.
  • Síðan taki við -- að borga smyglurum fyrir að koma viðkomandi yfir Miðjarðarhaf - enn sem fyrr sé vinsælast að safnast saman í Líbýu.
  • Eins og allir vita þá er Miðjarðarhafs siglingin mjög hættuleg í mörgum tilvikum vegna lélegra farkosta sem séu notaðir.

____Hvernig er mögulegt að fæla fólk frá slíkri hættuför, þegar ljóst er að það veit vel hversu hættuleg ferðin er -- og það samt stöðvar ekki sífellt fleiri í því að hefja þá för?

 

Niðurstaða

Miðað við frétt NyTimes, er ný flóttamannabylgja hafin yfir Miðjarðarhaf, sbr. 240þ. Afríkubúar innan Líbýu, sem hyggjast að flestum líkindum -- gera tilraun í ár að komast yfir til Evrópu yfir Miðjarðarhaf.
---Skv. fréttinni, eru enn fleiri að streyma inn í Líbýu yfir Sahara.
---Enginn geti vitað hve mörg þúsund beri beinin í auðnum Sahara ár hvert.
---Sannarlega blasir við að þúsundir drukkna í Miðjarðarhafi.

Fólk þetta örvæntingafullt, er til í hvað sem er - ef það kemst yfir til Evrópu.
--->Ég virkilega sé ekki hvernig það á að vera hægt að fæla fólk haldið örvæntingu á þessu stigi, frá þessu ferðalagi -- sbr. hugmyndir þeirra í Evrópu sem vilja sýna aukna hörku gegn aðkomumönnum, sbr. að senda þau skilaboð að flóttamenn séu ekki velkomnir.

En hvernig getur hver sú harka sem Evrópumenn eru til í að beita -- haft fælandi áhrif á fólk, sem er þegar búið að taka A)þá áhættu að farast í Sahara, B)þá áhættu að vera rænt eða myrt á leiðinni af þeim glæpahópum þeirra aðstoð það þarf að kaupa, og C)tekur síðan þá viðbótar lífshættuför að gera tilraun að komast yfir Miðjarðarhaf?

 

Kv.


Spurning hvort að Trump hafi gengið fram af bandarískum kjósendum

En skv. nýjustu skoðanakönnunum er Hillary Clinton komin nú með nokkuð mælt forskot á Donald Trump -- en ekki er langt síðan, ef það var ekki ca. 2-vikum síðan, þá sýndu sumar kannanir Trump með smávegis forskot.

 

Vísbending er uppi um að nýjustu viðbrögð Trumps við fjöldamorðinu á Florida um daginn, hafi skaðað hann - til viðbótar við þann skaða er hann olli sér með persónulegri árás á mexíkanskt ættaðan dómara!

En strax í kjölfar fjöldamorðanna á Flórída, þá ítrekaði hann ákall sem hann hafði áður komið fram með -- þess efnis að Múslimum mundi verða bannað að setjast að í Bandaríkjunum, a.m.k. tímabundið.
--Hann hélt því fram að hann hefði spáð fyrir um atburð sem slíkan.
--Hann hélt því fram, að Clinton og Obama styddu það að hundruðir þúsunda Múslima settust að í Bandaríkjunum á nk. árum.
--Hann hélt því fram, að bandarísku þjóðinni stafaði mikil framtíðar ógn - af þeim meinta aðflutningi Múslima.
--Og hann ekki síst, sagði að Obama ætti að hætta sem forseti - ef hann lýsti ekki fjöldamorðið, "íslamista hryðjuverk" og að Clinton ætti að hætta sem frambjóðandi - ef hún gerði slík ekki hið sama.

Á sama tíma og Trump blés í sína lúðra -- þá hvatti Clinton og Obama til samstöðu meðal þjóðarinnar, gegn glæpum af slíku tagi.
--Bæði hvöttu til þess að lög gegn byssueign, sérstaklega þegar kemur að fólki undir eftirliti lögreglu, verði hert.
--Og bæði fordæmdu afstöðu Trumps gegn Múslimum.

  • Einnig eru sterkar vísbendingar þess, að nýleg persónuleg árás hans á dómara af mexíkönskum ættum -- virkilega leggist illa í Bandaríkjamenn af mexíkönskum ættum, og skaði Trump einnig meðal Bandaríkjamanna almennt.

__________________

Donald Trump falls behind in US presidential polls

"Seventy per cent of Americans now have negative views of Mr Trump, according to a Washington Post-ABC News poll."

"Trump continues to be deeply unpopular with Hispanics, with 89 percent saying they have an unfavorable view of him, his highest mark in Post-ABC polling this campaign."

"...poll by Bloomberg Politics found that Mrs Clinton holds a 12 point lead over Mr Trump in national polls."

"...according to Bloomberg, 55 per cent of likely US voters say they could never vote for Mr Trump..."

"...while an equal percentage said they were bothered by Mr Trump’s while an equal percentage said they were bothered by Mr Trump’s..."

"A CBS poll found more Americans approved of both Mr Obama’s and Mrs Clinton’s response to the crisis (fjöldamorðið) than Mr Trump’s."

"Importantly, 51 per cent expressed outright disapproval for the Republican’s response."

"The same poll also showed Mrs Clinton’s calls for greater gun control had far broader support than Mr Trump’s plans to ban Muslims from entering the US."

__________________Spurning hvort að Bandaríkjamenn séu loksins að átta sig á því, að Donald Trump virðist einfaldlega vera -- einkar ógeðfelld persóna!

 

Niðurstaða

Loksins virðist fylgi Donald Trumps vera að dragast saman -- í fyrsta sinn má sjá þess stað í könnunum, að meirihluta bandarískra kjósenda - finnist hann hafa gengið of langt, og að meirihluti þeirra sé ósáttur við hans nýjustu framgöngu og tillögur.

Skv. könnun Washington Post -- hefur Trump nú 15% forskot í óvinsældum, umfram Clinton -- þau hæstu gildi sem hann hefur mælst með fram að þessu.
--Þ.e. 69% skráðra bandarískra kjósenda, mislíkar nú við Trump - samtímis að 56% skráðra bandarískra kjósenda mislíkar við Clinton.

Þetta getur verið að stuðla að fylgisaukningu Clinton -- að hún sé að hafa betur í "haturskosningunni."

  • Trump þarf greinilega að breyta um taktík.

 

Kv.


Áhugaverð viðbrögð rússnesks varaforseta rússneska þingsins við átökum rússneskra knattspyrnubulla við aðdáendur enska landsliðsins

Óhætt að segja að viðbrögð Igor Lebedev hafi vakið nokkra athygli -- en í stað þess að fordæma þátt rússneskra knattspyrnubulla í átökum við aðdáendur enska landsliðsins; þá er vart unnt að skilja orð hans með öðrum hætti - en að hann hvetji rússnesku knattspyrnubullurnar til dáða.

Videó af atburðinum sem varð til þess að rússneska landsliðið fékk -gula spjaldið- frá evrópska knattspyrnusambandinu -- Eins og sést undir lok þess, þá byrja enskir aðdáendur flótta undan rússnesku bullunum, með því að klifra yfir grindverk -- Sjónarvottar virðast almennt sammála því, að rússnesku bullurnar hafi ráðist að þeim hluta stúkunnar þ.s. aðdáendur enska landsliðsins sátu!

Auðvitað gilti annað um átök hópanna tveggja -- fyrir leikinn, þ.s. ójóst er, hvor hópurinn átti upptökin -- sjá annað videó -- Ég held að rússneski hópurinn sé sá hópur er virðist klæddur í svarta boli, meðan að enski hópurinn sé klæddur margvíslegum litum!

Euro 2016: Russian official tells hooligans &#39;well done lads, keep it up&#39; after Marseilles violence

Moscow football official to violent fans: well done lads, keep it up!

Ég virkilega get ekki séð það fyrir mér það geta gerst!
Að varaforseti íslenska þingsins - og samtímis einn háttsettasti einstaklingurinn innan knattspyrnusambandsins, mundi bera blak af hópi íslenskra aðdáenda - ef þeir hefðu gerst sekir um ólæti, hvað þá að hvetja þá til dáða!

  1. “I don’t see anything wrong with the fans fighting. Quite the opposite, well done lads, keep it up!
  2. “I don’t understand those politicians and officials who are criticising our fans. We should defend them, and then we can sort it out when they come home.
  3. “What happened in Marseille and in other French towns is not the fault of fans, but about the inability of police to organise this kind of event properly.
  4. “Our fans are far from the worst; it’s unclear why a lot of media are trying to say our fans’ actions were shameful. You should be objective. If there had been no provocation from English fans, it’s unlikely our fans would have got into fights in the stands.”
  • "...in comments given to the news website life.ru." - “In nine out of 10 cases, football fans go to games to fight, and that’s normal. The lads defended the honour of their country and did not let English fans desecrate our motherland. We should forgive and understand our fans,”

Magnað eiginlega!

Mjög sérstakt að einn háttsettasti einstaklingurinn innan rússneska knattspyrnusambandsins, hafi slík viðhorf.

_________Rétt að benda á að "ráðherra íþróttamála" í Rússlandi, Vitaly Mutko - tók allt annan pól í hæðina: Russian minister says violent fans brought shame on country.

  • Þessi senna innan Rússlands -- vekur samt sem áður nokkurn ugg, í ljósi þess að Rússland heldur Evrópumótið 2018.

 

Niðurstaða

Knattspyrnubulla-hegðan sú sem rússneskir og enskir aðdáendur sýndu -- er að sjálfsögðu báðum þjóðum til skammar. Á hinn bóginn, þá kom enginn sem gegnir háttsettu embætti í Bretlandi - ensku bullunum til varnar. Meðan að óhætt sé að orð eins af helstu forsvarsmönnum rússneska knattspyrnusambandsins og að auki, eins af varaforsetum rússneska þingsins - veki athygli.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband