6.7.2016 | 01:27
Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða
Fyrir áhugasama: 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information.
"(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer
Shall be fined under this title or imprisoned not more than ten years, or both."
Eins og sést á þessum lagatexta -- þarf bersýnilega að sanna að gögn hafi tapast.
Skv. yfirlýsingu James B. Comey, FBI: FBI Director Comeys full remarks on Clinton email probe
- Þá hafi ekki tekist að sanna að gögn hafi lekið - þó Comey telji það sennilegt, í ljósi þess að 7 skilgreindir "top secret" e-mailar voru ræddir meðan notast var við hreyfanlegan búnað "mobile devices" í löndum þ.s. vitað er að aðilar ráða yfir fullkominni njósnatækni - og síðan varðveittir á vefþjóni í eigu Clinton.
- Að hans mati, hljóti Clinton átt að hafa verið ljóst -- að slík meðferð leyndargagna væri á hæsta máta kærulaus, eiginlega - vítavert kærulaus. Á hinn bóginn segir Comey að FBI hafi orðið þess áskynja, að kúltúrinn innan utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna hafi verið værukær varðandi meðferð leyndargagna orðinn.
- Í mati hans á því hvort sennilegt væri að saksókn væri eðlileg í þessu tilviki -- þá er það hans mat og FBI.
"Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case." - Síðan hafi fram að þessu einungis verið ákært formlega í málum þ.s. umtalsverðir gagnalekar hafi sannast - eða, að gögnum hafi vísvitandi verið lekið hafi verið talið sannað.
"All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here." - Að mati Comey -- mundi starfsmaður sem hefði gerst sekur um slíkt athæfi, samt sæta refsingu á einhverju formi -- þó ekki að hans mati, formlegri lögsókn.
"To be clear, this is not to suggest that in similar circumstances, a person who engaged in this activity would face no consequences. To the contrary, those individuals are often subject to security or administrative sanctions. But that is not what we are deciding now."
Á venjulegu kosningaári mundi þetta sennilega duga til að gera út um möguleika frambjóðanda!
En Trump er ekki venjulegur frambjóðandi.
--Nei, skv. nýlegum könnunum hafa um 70% bandarískra kjósenda - neikvæða sýn á hans karakter.
Sama gildi um ca. 90% íbúa Bandaríkjanna af spænsku mælandi ætterni.
Sennilega ætti Clinton -- enga möguleika gegn nánast hvaða frambjóðanda sem er, öðrum.
--Í kjölfar niðurstöðu FBI.
En sennilega mun það einungis skaða hennar möguleika.
Ekki gera út um þá!
Vegna þess að hennar mótframbjóðandi -- er Donald Trum.
- Það má þannig séð líta á það sem eitt af afrekum Trumps.
- Að takast að vera -- enn verri frambjóðandi en Clinton, þrátt fyrir þessar afhjúpanir.
Niðurstaða
Líklega gerir niðurstaða FBI-Clinton erfiðar fyrir, að auglýsa sig upp - út á reynslu sína sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna í embættistíð Obama. Yfirlýsing yfirmanns FBI - klárlega setur stóran blett á þá sýn sem hún vill teikna af sér - þar sem hún vísar til meintrar reynslu og hæfni sinnar.
Í hvert sinn sem hún talar um hæfni sína -- geta Repúblikanar vitnað í gagnrýni Comey.
- Miðað við þetta þá mundi hún líklega tapa fyrir hvaða frambjóðanda sem Repúblikanar mundu bjóða upp á, sem ekki er Donald Trump.
- En honum tekst að vera samt enn síður aðlaðandi frambjóðandi.
Miðað við þessa valkosti.
Gætu margir Bandaríkjamenn valið að sitja heima -"in disgust"- í stað þess að mæta á kjörstað.
Valið milli Trumps og Clintons gæti orðið óþægilega spennandi -- en stefna Trumps væri sannkallað risatjón, ef hún næði fram!
T.d. umfjöllun mína frá 16/3 sl:
Donald Trump með harkalegustu ummæli gegn -heimsverslun- sem ég hef áður séð
A.m.k. engin ástæða að ætla að Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda tjóni - en fullkomlega er öruggt að stefna Trumps mundi valda Bandaríkjunum sem og heiminum öllum, risastóru tjóni - ef hún mundi komast til framkvæmda!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2016 | 01:15
Sumir virðast halda að það væri sniðugt af ESB að reyna að kljúfa Bretland samhliða BREXIT viðræðum
Þetta er með allra sérkennilegustu hugmyndum sem ég hef lesið, en skv. nefndum prófessor við Queen Mary háskóla í London -- þá ætti Skotland tæknilega að geta yfirtekið aðildarsamning Bretlands, ef Skotland færi í viðræður við aðildarríkin samhliða BREXIT viðræðum Bretlands.
---Til þess þyrfti einungis meirihluta samþykki aðildarríkja, vill sá ágæti maður meina -- þ.s. hann heldur því fram að Skotland geti beitt - Gr. 50.
Mér finnst stundum sérkennilegt -- hvað sérfræðingar láta stundum hafa sig í.
__________________________: núgildandi sáttmáli ESB
Article 50
1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements.
2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.
3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.
4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.
5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be subject to the procedure referred to in Article 49.
------------------------------
Mér finnst þetta vægt sagt sérkennileg lagaskýring!
- Fyrsta lagi þá er Skotland ekki meðlimur að ESB -- heldur hérað í landi sem er meðlimur að ESB - ergo, Skotland samdi ekki um ESB aðild á sínum tíma heldur sambandsríkið Bretland.
- Greinilega þá er Gr. 50 um þann hugsanlega möguleika, að aðildarríki -- ákveði að hætta sem meðlimaríki.
--Skotland er greinilega ekki meðlimaríki.
Gr. 50 getur því ekki vísað til Skotlands. - Skotland getur augljóslega ekki - yfirgefið Bretland, nema að Bretland samþykki eða viðurkenni sjálfstæði Skotlands -- en væntanlega mundi breska lögreglan hindra allar ólöglegar aðgerðir.
- Meðan að Skotland er enn meðlimur að Bretlandi -- þá er Skotland ekki -fullvalda.-
--ESB hefur aldrei samið um aðild við hérað sem tilheyrir öðru landi.
--Sem er bundið samþykki þess lands, til að geta náð fram sínu sjálfstæði.
Ég held að þessi hugmynd sé í einu orði -- rugl!
- Mariano Rajoy - forsætisráðherra Spánar: I am radically against it, the treaties are radically against it, and I think everyone else is radically against it." - If the United Kingdom leaves [the EU], so does Scotland, - Scotland has no competences to negotiate with the EU. The Spanish government rejects any negotiation with anyone other than the United Kingdom.
Spánn augljóslega mundi líta hugmyndir af slíku tagi sem alvarlega ógn við Spán.
--Við erum því ekki að tala um -- einhverja litla andstöðu.
En Spánn óttast augljóslega sköpun fordæma sem sjálfstæðissinnaðir Katalónar gætu notað.
Spurning einnig hvaða afstöðu Belgía mundi taka -- en lengi hefur verið töluvert erfitt að halda Belgíu saman, vegna deilna Vallóna og Flæmingja.
Belgía gæti m.ö.o. hætt að vera til, ef fordæmi af slíku tagi væri skapað.
--Spurning hversu öruggt það væri að eitthvert þýsku landanna gæti ekki hugsað sér til hreyfings.
--Eða svæði innan Rúmeníu með umtalsverðan ungversku mælandi minnihluta.
--Eða ítalska Tírol.
- Spurning hvort að ESB hafi ekki nóg af krísum?
- Hvort að snjallt væri að fjölga þeim frekar?
Aftur á móti er örugglega engin hætta á því að ESB mundi hafna aðildarumsókn frá Skotlandi, eftir að Skotland væri hugsanlega síðar meir búið að slíta ríkjasambandi við Bretland!
Örugglega rétt að skoða ummæli Sigmar Gabriel í slíku ljósi.
Niðurstaða
Ég ætla að leyfa mér að efa það að ráðandi pólitíkusar í aðildarlöndum ESB séu það veikir á geðinu, að þeim komi til huga að - opna eitt Pandóru boxið til viðbótar; ofan í þær krísur sem ESB er þegar með í gangi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2016 | 02:02
Bankakreppa yfirvofandi á Ítalíu?
Ef BREXIT spilar þarna inn í - þá sé það einungis sem "trigger event" þ.s. undirliggjandi þættir séu - gríðarlegir veikleikar ítalska bankakerfisins, sem hafi í langan tíma (eða síðan svokölluð evrukreppa hófst 2010 og hefur síðan ca. 2012 virst hafa kulnað) virst á barmi hengiflugsins.
Renci Bank Rescue is on Thin Ice
Eins og kemur fram í þessari umfjöllun - hefur Ítalía síðan evrusvæði gerði samkomulag um svokallað "bankasamband" 2013 (ef ég man rétt) stofnað skv. reglum þess "björgunarsjóð" fjármagnaður af ítalska bankakerfinu -- sbr. "Atlante."
Eins og þarna kemur fram, þá ræður sjóðurinn yfir 4,25ma. -- samtímis og umfang vandans er 360ma. af slæmum lánum.
--Eins og kemur fram í fréttinni - er það fjármagn sem Atlante ræður yfir að þurrkast upp hratt.
Ef einhver man eftir -- þá var stofnað til þessa "bankasambands" skv. kröfu Þýskalands, að fjármálafyrirtæki - sjálf borgi fyrir björgunarkerfi.
- Ef einhver man eftir því -- hversu vel slíkt kerfi virkaði á Íslandi, þ.e. T.I.F. (Tryggingasjóður Innistæðueigenda og Fjárfesta).
- Að sjálfsögðu lendir nýtt kerfi af slíku tagi í nákvæmlega sama vanda og TIF, ef vandinn er -- kerfislægur í landi X.
Lausn Þýskalands á vandanum voru svokallaðar "bail-in" reglur, þ.e. fyrst er gengið að; eigendum hlutafjár, síðan ótryggðum skuldum, svo ótryggðum innistæðum --> Og ef það dugar ekki, þá fyrst má ítalska ríkið fjármagna björgun!
- Renzi vill alls ekki beita þessum meðulum: Italian Bank-Rescue Push Falters as Merkel Sticks to the Rules
"We cant do everything all over again every other year, Merkel told reporters after a European Union summit in Brussels on Wednesday. The blocs laws on the resolution and recapitalization of banks offer enough leeway for the specific conditions in individual member states."
"We know what we have to do on the banks and well do it knowing it serves the country and respects European rules, Renzi shot back shortly after Merkel had spoken. We are not here to be given a lesson by the schoolteacher."
Renzi m.ö.o. gerir kröfu um að fá að leggja 40ma. inn í ítalska banka sem standa höllum fæti, án þess að fyrst sé gripið til þeirra úrræða ofangreind -- með því að ítalska ríkið mundi fjármagna yfirfærslur á verðlausum eignum yfir á ítalska ríkið sjálft --> Endurtekning á írsku björguninni sbr. "bad bank."
Og Merkel hefur með skýrum hætti sagt -- "Nein." - Skv. Financial Times, er Renzi samt að íhuga að -- fara af stað án samþykkis Berlínar eða Brussel; sem getur auðvitað verið - klassískur "brinkmanship" áður en hann samþykkir einhver erfið skilyrði, sem Berlín getur lifað við: Renzi ready to defy Brussels and bail out Italys troubled banks.
"Italy is prepared to defy the EU and unilaterally pump billions of euros into its troubled banking system if it comes under severe systemic distress..."
--Þetta er auðvitað, hótun frá Renzi -- að gera það sem honum sínist, reglur eða ekki reglur.
--Sem mundi auðvitað þegar í stað, jarða þetta "banking union" eða "banka samband."
Þá er auðvitað klukkan aftur komin til baka til tímans -- rétt eftir að Mario Draghi kom fram með sitt fræga loforð, að gera allt í sínu valdi til að tryggja framtíð evrunnar.
--En áður en búið var að semja milli aðildarríkjanna -- um eitthvert tiltekið framhald.
Sjálfsagt eru margir pólitískt tengdir auðmenn og iðjuhöldar að væla í Renzi
Það má auðvitað velta því fyrir sér -- hvað gerist ef "bail in" reglum er framfylgt.
--Það fer auðvitað einnig töluvert mikið eftir því, hve mörg skref eru stigin.
- Iðjuhöldar - gömul nöfn, jafnvel aldagömul - gætu orðið fyrir miklu fjárhaglegu áfalli.
- Jafnvel gæti hugsanlega einhver verulegur fjöldi þeirra séð fram á gjaldþrot.
Ef "bail in" reglum - að þurrka upp hlutafé banka í vanda, síðan ótryggðar skuldir þeirra - væri framfylgt.
Næst mundi koma að - ótryggðum innistæðum.
En það er líklegt að verulegu leiti að vera -- rektrarreikningar fyrirtækja og stærri aðila.
- Það fer auðvitað eftir því -- hve margar fjármálastofnanir lentu í þessu, hve útbreitt áfallið yrði fyrir iðjuhölda - fyrirtæki, og aðra í auðugri kantinum.
En það getur mjög vel gerst -- að þegar markaðurinn fer í "paník" -sem er ekki sérlega ósennilegt- að fjármálastofnanir reynist viðkvæmari en talið var, og það verði eins og var í evr. fjármálakreppunni fyrir nokkrum árum -- að það þarf jafnvel ekki meira en orðróm til að umrót hefjist hjá næstu fjármálastofnun.
- Það má m.ö.o. alveg ímynda sér -- virkilega alvöru fjármálakreppu á Ítalíu.
- Og síðan -- mjög djúpa efnahagskrísu.
Þar sem við erum að tala um Ítalíu -- langsamlega skuldugasta ríkið á evrusvæði.
--Þá erum við að tala um krísu-umfang sem fullkomlega gerir grísku krísuna að gárum í vatnsglasi í samanburðinum.
__________
Svo mig grunar að raunveruleg hræðsla sé að íta við Renzi.
Spurning hvort að Merkel hafi áttað sig á því -- umvafin af öðrum vandamálum, þ.e. BREXIT og flóttamannakrísunni -- að evrukrísan sé ef til vill við það að skella á að nýju, og hugsanlega nú af enn meiri þunga en áður!
- En umfang Ítalíu er slíkt -- að einungis kaup prógramm Mario Draghi getur haldið Ítalíu frá ríkisþroti - eftir að allsherjar paník mundi hefjast.
- Björgunarsjóður evrusvæðis - eins gagnslaus og lauf í stormi miðað við skala Ítalíu vandans.
- En nýverið setti Stjórnlagadómstóll Þýskalands -- skilyrði fyrir þátttöku "Bundesbank" í slíku prógrammi --> Þ.e. má ekki kaupa bréf lands sem hefur misst aðgengi að mörkuðum.
_Þá skv. úrskurði dómstólsins er "Bundesbank" bönnuð þátttaka.
Ef kaup-prógramm er ekki framkvæmanlegt.
Og Ítalía mundi standa fyrir -- mjög djúpu efnahagshruni.
Ásamt yfirvofandi hættu á ríkisgjaldþroti.
- Þá mundi það geta gerst -- sem var möguleiki þegar krísan var sem verst sumarmánuðin 2012.
- Að evrukerfið brotnar upp -- gersamlega.
- Þ.e. hvert land fyrir sig, setur upp höft á fjármagnsflutninga.
- Og síðan fara evrur í hverju landi fyrir sig fljótlega að þróa misvísandi verðmæti.
- Það væri einungis spurning um tíma -- hvenær evra X, Y eða Z -- fengi nýtt nafn, þ.e. að nöfn gömlu gjaldmiðlanna væru endurvakin.
Í því samhengi mundi líklega gervöll Evrópa lenda í snöggri en djúpri kreppu.
Og fjármálakreppan sem mundi hefjast í Evrópu -- yrði á örfáum klukkustundum að hnattrænni kreppu, bæði fjármála og efnahags.
Ég er að sjálfsögðu ekki að spá þessum ósköpum!
Einfaldlega að benda á hvaða hugsanlegu hættur geta búið undir niðri.
--Það þarf ekki að vera að ítalska kerfið sé það rosalega viðkvæmt -- að einhvers konar dómínó hrina sé líkleg að fara af stað.
En kannski!
- En ef ítalska kerfið er viðkvæmara en menn halda.
- Og Renzi grípur til einhliða úrræða -- tja, ekki ósvipað og Írland gerði þegar Írar framkvæmdu sína bankabjörgun.
- Það mundi hann líklega gera í örvæntingu.
Þá mundi skella á ný krísa í Evrópu - ofan á þær sem fyrir eru þ.e. BREXIT og flóttamanna.
Það mundi þá koma í ljós -- hversu alvarleg sú krísa mundi verða.
- Þ.s. ég setti fram -- er kannski, versta mögulega sviðsmynd.
Niðurstaða
Kannski er evrukrísan við það að skella aftur á -- eftir hlé frá ca. júlí/ágúst 2012. M.ö.o. að hún hefjist að nýju nærri því akkúrat 4 árum síðar.
--Það getur verið að nýlegur dómur Stjórnlagadómstóls Þýskalands hafi veiklað hugsanlegt kaupa prógramm Mario Draghi.
--Þannig að það líklega dugar ekki til þess að stýra væntingum markaðarins, ef og þegar þær fara á flug.
Ef þ.e. svo -- að úrræði Mario Draghi sem hann lofaði síð sumars 2012 -- hafi verið holað að innan; þá gæti þetta fært okkur aftur til baka til þess punkts sem við vorum stödd á 2012 síð sumars.
En ef einhver man svo langt aftur, þá stóðu mál svo að markaðurinn var búinn að gang á röð aðildarlanda evru -- og röðin var komin að Spáni og Ítalíu.
Í millitíðinni lítur Spánn mun betur út en Spánn þá gerði.
En Ítalía er aftur á móti í ef e-h er, í enn verri málum en þá.
- Ítalía gæti þá farið mjög hratt aftur á sama punkt og þá, þ.e. á þann punk er það leit út sem að markaðurinn væri ca. við það að gera Ítalíu ókleyft að leita til markaða með ríkisbréf.
Ef OMT prógramm Mario Draghi hefur haft tennurnar úr dregnar -- þá væri ekkert til staðar að bjarga Ítalíu frá gjaldþroti.
Og evrukerfið gæti þá farið í það hrun sem virtist nærri við það að hefjast síð sumars 2012, er Mario Draghi - stappaði niður og sagði hingað og ekki lengra.
___________
Fögnum ekki -- því risafjármálahrun af þessari stærðargráðu, ef það verður, leiðir á nóinu til heims kreppu og hnattrænnar fjármálakreppu.
- Þannig að við skulum vona heitt -- að ekkert af þessu sé líklegt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2016 | 05:02
Það væri einkar óviðeigandi ef íslensk stjórnvöld færu að skipta sér af málefnum þeim sem tilheyra stjórnvöldum Bretlands!
Þorsteinn Pálsson hefur skrifað 2-pistla þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að skipa sér í raðir stjórnvalda sem hafa tjáð sína eindregnu skoðun á því - hvað þau telja að Bretland skuli gera þegar kemur að BREXIT:
Ísland á að fylgja Norðurlöndum
Þeir unnu kosningarnar en hafa týnt röksemdunum
Þorsteinn setur þetta þannig fram - að það séu 2-lið, þ.e. ábyrgð lönd sem mælast eindregið fyrir því að Bretland hætti við Brexit, og einhver ónefnd önnur lönd sem séu óábyrg.
- Með því að setja einungis fram 2-valkosti.
- Þá lítur hann hjá 3-valkostinum.
- Sem sé sá, að sína Bretum þá kurteisi, að vera ekki að skipta sér af!
Mín persónulega skoðun á BREXIT -- t.d. er ekki fyrir hendi, þ.e. mér er slétt sama hvort að BRETLAND yfirgefur ESB, eða ekki!
Augljóslega hefur Þorsteinn Pálsson sterka skoðun á BREXIT, þ.e. hann er eindregið andvígur BREXIT.
- Mín skoðun er einföld -- að þetta sé ákvörðun Breta eingöngu.
--Enginn annar eigi með réttu að skipta sér af þeirri grundvallarákvörðun.
Það sem mér finnst áhugavert við orð Þorsteins er eftirfarandi!
"Ætla þeir að skipa Íslandi í fylkingu með þeim sem vilja nota úrslitin í Bretlandi til að fá fleiri ríki til að yfirgefa innri markaðinn og stuðla að upplausn Evrópusambandsins? Eða er ríkisstjórnin fús til að standa með þeim hófsömu og ábyrgu öflum í Evrópu sem ætla að standa vörð um innri markaðinn og um leið Evrópusambandið?"
- En þetta er í fyrsta sinn sem ég sé hann tala með þeim hætti - að skín í gegn, að hann óttast að upplausn ESB geti verið yfirvofandi.
- Og kannski er það einmitt ótti við slíka útkomu, sem hefur rekið nokkrar ríkisstjórnir í Evrópulöndum -- til að hefja upp raust sína.
Málið með mig -- að ég er einnig hlutlaus gagnvart tilvist ESB.
--Það er, mín vegna má það vera til, en mín vegna má það einnig farast!
En augljóslega er Þorsteinn það ekki :)
- Málið með þessa afstöðu mína er það --> Að mitt megið prinsipp er, sjálfsákvörðunarréttur þjóða!
- Sem þíðir það, að ég virði frjálsar ákvarðanir sem þjóðir taka um sína framtíð -- hver sem sú ákvörðun er.
--M.ö.o. að ef þjóð sannarlega tekur frjálsa ákvörðun um ESB aðild, virði ég það!
--Sem þíðir, að það þveröfuga einnig gildir, að ef þjóð neitar aðild, eða í þessu tilviki, vill fara út -- þá einnig virði ég það!
_______Þetta er auðvitað hvers vegna, ég hef brugðist svo harkalega við afskiptum Rússlands að málefnum Úkraínu --> Þ.e. tilraunum Pútíns að ákveða framtíð þess lands, gegn augljósum vilja meirihluta íbúa þess lands, um annað!
--Mér er algerlega sama hvort að draumur Úkraínumanna sé um ESB aðild, einhverntíma í framtíðinni --> Fyrir mér eigi alltaf að virða frjálsan vilja þjóðar!
- Þ.e. engin tvískinnungur hjá mér þegar kemur að Krím-skaga, því að kosningin sem þar fór fram --> Var ekki lýðræðisleg! Heldur með, sovéskri aðferð!
--Þannig að sú kosning geti ekki talist réttmæt mæling á vilja íbúa þar!
--Sá vilji verði að teljast, óþekktur!
*Einhverjar skoðanakannanir, gerðar án þess að íbúar hafi tækifæri á að fá að vita sannleikann, séu einskis virði.*
--Það mætti hugsa sér að þar færu fram nýjar kosningar -- með lýðræðislegri aðferð, þ.s. tryggt væri að íbúar væru nægilega upplýstir um allar hliðar málsins --> Í stað þess sem var, að - að þeim var ýtt einhliða heilaþvotti, skipulögð lygaherferð.
Niðurstaða
Ég vona að stjórnvöld Íslands haldi áfram að sleppa afskiptum af ákvörðun Bretlands um sína framtíð. Sýni þannig rétti Bretlands, og bresku þjóðarinnar - til að taka ákvörðun um sína framtíð - fulla tilhlýðilega virðingu.
Jafnvel þó það megi halda því fram að það geti verið betra út frá hagsmunum Íslands, að Bretland haldi sér innan ESB -- þá væru afskipti af því tagi sem Þorsteinn Pálsson hvetur til að mínu mati - fullkomlega óviðeigandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2016 | 01:50
Taugaveiklunarkennd umræða um útlendingalög
Las yfir þau ákvæði sem eru gagnrýnd -- sé eiginlega ekkert að þeim: Útlendingalög.
Það sem menn fetta fingur út í - er réttur sem lögin veita þeim sem veitt er dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða fær svokallaða "alþjóðalega-vernd" að fá dvalarleyfi fyrir sína nánustu ættingja -- sbr. börn innan v. 18 ára, eiginkonu/eiginmann - eftirlifandi forelda.
Tal um að hingað verði stjórnlaust flæði af þessa völdum, virðist mér lýsa háu stigi - taugaveiklunar.
Eiginlega krystallast þessi taugaveiklun afar vel í áhugaveðri teikningu sem vakið hefur athygli - sjá frekar taugaveiklunarkennda umfjöllun Eyjunnar: Teiknari Morgunblaðsins sagður stjórnast af mannfyrirlitningu.
- Ég hef að sjálfsögðu ekkert að athuga við rétt teiknara Mbl. að teikna það hvað sem honum sýnist, eða telur að í okkar samfélagi --> En þá á móti má hann reikna með gagnrýni, þegar hann sjálfur er gagnrýninn!
--Ef hann hallar að einhverju leiti réttu máli - má að sjálfsögðu gagnrýna það á móti.
Vek athygli á texta myndarinnar þ.s. íjað er að mikilli fjölgun flóttamanna!
Eiginlega sé ég ekki að viðkomandi hafi nokkuð hið minnsta fyrir sér í þessu!
Að það ákvæði að börn viðkomandi megi dvelja með honum eða henni, eiginmaður eða eiginkona og hugsanlega aldrað foreldri --> Geti skapað alvarlega ógn við Ísland.
--Eins og taugaveiklunarkennt tal manna heldur á lofti.
**Verð ég að kalla taugaveiklun er jaðrar við - ofsóknarbrjálæði.
Þetta sé svo víðsfjarri því að vera sennilegt!
- Tek fram að ég er ekki að verja aðgerð tiltekins prests, sem hindraði brottvísun erlends einstaklings, eftir að viðkomandi hafði - löglega verið vísað úr landi.
- Einfaldlega að benda á þessa vægt sagt sérkennilegu túlkun teiknarans, Helga Sigurðssonar, á útlendingalögum -- sem mér virðist fullkomlega úr öllu röksamhengi.
Þessi umræða tónar við svipaða taugaveiklunarkennda umræðu frá Evrópu - þ.s. t.d. haldið er fram staðhæfingum sem gjarnan standast ekki tölfræðilega greiningu!
- Rétt að árétta það, að meðalfjöldi Múslima í V-Evrópu er á bilinu 6-7% af heildarmannfjölda.
- Nú, ef þeir hafa hneigð til að safnast saman í tilteknum borgarhverfum, þá á móti þíðir það væntanlega að -- mjög fáir eru þá í þeim hverfum þ.s. þeir safnast ekki saman.
- Íbúafjöldi V-Evr. á bilinu 500-600 milljón.
Hver og einn ætti að sjá það, að þó að aðstreymi væri 2-milljónir per ár, þá væru það 200 milljón á 100 árum.
--Sem klárlega dugar samt ekki til þess að Múslimar mundu verða meirihluti.
- Augljóslega er það þá ekki rétt - að þeir geti náð meirihluta á örfáum áratugum.
____Það sem mig grunar, er að þessi taugaveiklunarkennda umræða, sé fyrst og femst - pólitísk.
M.ö.o. að tilgangurinn sé að skapa -- ótta innan samfélagsins.
Til þess að afla samtökum sem standa fyrir umræðu til að skapa þann ótta!
--Aukins fylgis og áhrifa innan samfélagsins.
- Það sé sennilegur tilgangur taugaveiklunarkenndrar umræðu á Íslandi um Útlendingalög, algerlega sjáanlega úr takti við raunverulegt tilefni.
- Að skapa ótta innan samfélagsins, eða a.m.k. einhvers hluta þess -- í von um að geta fiskað einhver atkvæði nk. haust.
--En þ.e. örugglega ekki tilviljun að þessi umræða kemur nú fram, þegar fáir mánuðir eru til Alþingiskosninga nk. haust.
--Sjálfsagt vonast menn til að flokkur sem boðar andúð gagnvart flóttafólki og aðkomufólki, sérstaklega ef þeir eru Múslimar --> Geti fiskað einhver atkvæði nk. haust.
Ég vara þessa hópa við því að -- hjálpa Íslamista hryðjuverkamönnum við sína iðju!
Það er nefnilega það kaldhæðna í þessu öllu -- að markmið hryðjuverkamanna Íslamista - og hópa sem boða útlendinga-andúð, sérstaklega ef um eru að ræða Múslima.
--Fara nefnilega að hluta til saman!
- Íslamistum nefnilega hentar það mjög vel, ef andúð gegn Múslimum vex í Evrópu -- því í fullri kaldhæðni, þá þjónar það einmitt þeirra markmiðum að sú andúð vaxi.
--Þar með aðstoða andstöðuhópar við Múslima -án þess að ætla sér það- hættulega Íslamista við sitt verk, þegar þeir hópar fyrir sitt leiti, boða andstöðu og andúð við Múslima almennt. - En hættulegir Íslamistar -- vilja magna sem allra mest, gagnkvæmt hatur milli Kristinna samfélaga og Múslima, sem og annarra V-Evrópumanna og Múslima.
--Því það þjónar því markmiði þeirra -- að efla sem mest áhrif þeirra samtaka, þ.e. stuðla að fjölgun hryðjuverkamanna! - Þetta þíðir, að V-evr. hópar, sem og kristnir hópar, sem í misskildri sókn í því að verja sín samfélög; hvetja til útbreiðslu andúðar á Múslimum í Evrópu --> Þar með aðstoða -án þess að líklega ætla sér það- hættuleg íslamista hryðjuverkasamtök við það markmið þeirra samtaka, að fjölga hættulegum Múslima hryðjuverkamönnum í Evrópu.
- Ég er m.ö.o. að segja að mikilvægir þættir baráttu V-evr. hópa, sem stuðla að aukinni andúð á múslimum --> Hafi nær fullkomlega þveröfug áhrif miðað við þeirra ætlan.
- Eða m.ö.o. að þeirra barátta -- sé óskynsöm!
Það sem vekur athygli við samfélög aðkomufólks í Evrópu -- er atvinnuleysi sem er mun hærra en meðaltal í Evrópu; sem er þó hátt fyrir.
Það bendir til þess að aðgengi að vinnu sé erfiðara -- sem er ekki sögulega óvenjulegt.
Aðkomufólkið er einnig fátækara en meðaltalið -- sem einnig er sögulega séð venjulegt.
Og ekki síst, glæpatíðni ívið hærri en meðaltal -- það einnig er dæmigert sögulega séð fyrir hópa aðkomufólks.
En mannkynssaga sl. 150 ára, færir okkur ítrekað svipaða sögu -- þ.e. hópar aðkomumanna, eiga framan af erfiðar uppdráttar en meðaltal íbúa -- því fylgir meiri fátækt en meðaltal íbúa -- og það ásamt atvinnuleysi umfram meðtaltal leiðir til hærri glæpatíðni en meðaltal.
En rannsóknir á aðkomuhópum í gegnum áratugi -- bendir til þess að það sé verra aðgengi að vinnu og sú tiltölulega fátækt sem það leiðir til --> Er leiðir fram hærri glæpatíðni hópa aðkomufólks en er dæmigert fyrir meðaltal íbúa lands, sem hefur fjölmenna hópa aðkomufólks.
- Hryðjuverkahópar geta notfært sér slíkar aðstæður - þ.e. meiri fátækt, meira atvinnuleysi --> Til að efla andúð meðal slíkra hópa á samfélaginu þar sem þeir dvelja.
- Þ.e. alltaf möguleiki á að einhver hluti láti glepjast til fylgilags!
___Til þess að draga úr getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks!
- Þarf þvert á móti að efla tengingu þess fólks við samfélagið þ.s. það býr.
- Stuðla að því að það fólk fái vinnu ca. til jafns við heimafólk -- svo sú hugmynd að samfélagið sé þeim andvígt, verði ekki til staðar.
- Og tryggja almennt séð séu borgararéttindi þeirra hin sömu og annarra.
En einmitt þessi þættir -- draga út getu hryðjuverkamanna til að afla sér fylgis meðal undirmálshópa aðkomufólks.
Og þar með stuðla að lágmörkun fjölda hættulegra hryðjuverkamanna -- sem spretta fram meðal aðkomufólks er dvelur í V-Evr.
Niðurstaða
Málið er að það versta sem samfélög Evrópu geta gert, ef markmiðið er að stuðla að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna. Er að stuðla að aukinni - andúð á trúarminnihlutahópum innan Evrópu.
Sú hugmynd svokallaðra baráttuhópa gegn Múslimum innan Evrópu, að efling andúðar á Múslimum í almennum skilningi -- stuðli að fækkun hættulegra hryðjuverkamanna; sé sbr. útskýringar, fullkomlega röng!
Þvert á móti, þá hjálpi slíkir hópar hryðjuverkamönnum við sitt verk, þ.e. stuðla að fjölgun hættulegra hryðjuverkamanna!
Því það sé einmitt sjálft hatrið -- sem býr til hryðjuverkamenn!
Þannig að með því að aðstoða hryðjuverkamenn við það verk að styrkja við útbreiðslu haturs milli Múslima er búa í Evrópu - og annarra íbúa Evrópu.
Þá þvert á móti að aðstoða við fækkun hryðjuverkamanna, þá aðstoða þeir hópar við fjölgun þeirra -- þannig að þeir þar með hjálpa hryðjuverkahópunum við sitt verk.
M.ö.o. að barátta hópa sem telja sig verja evr. og Vestræn samfélög gegn hryðjuverkamönnum, með eflingu andúðar á múslimum - sé þar af leiðandi, óskynsöm!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.6.2016 | 23:36
Mariano Rajoy ítrekar andstöðu við þá hugmynd að Skotland einhvernveginn haldist innan ESB þó Bretland yfirgefi sambandið
Nicola Sturgeon fékk fund með Jean-Claude Juncker, þ.s. hún ræddi hugmynd sína að Skotland fái að vera áfram meðlimur að ESB -- þó Bretland yfirgefi sambandið.
"After Mr Juncker met with Ms Sturgeon on Wednesday evening, a commission spokesperson offered qualified support: The president respects Scottish democracy and the result in Scotland; However, this is an issue that pertains to the constitutional order of the United Kingdom and will have to be dealt with in this context. "
Á hinn bóginn, þ.s. allar æfingar í slíka átt mundu þurfa samþykki allra aðildarríkja -- þá auðvitað skiptir skoðun Mariano Rajoy miklu máli.
"Spanish prime minister, Mariano Rajoy, said: I am radically against it, the treaties are radically against it, and I think everyone else is radically against it." - If the United Kingdom leaves [the EU], so does Scotland, - Scotland has no competences to negotiate with the EU. The Spanish government rejects any negotiation with anyone other than the United Kingdom.
Vegna þess að það hefur engin fordæmi að hérað fái að haldast meðlimur að ESB -- ef heimalandið fer; þá þarf að sjálfsögðu - samþykki allra meðlimalanda.
Þess vegna þá skiptir mun minna máli, að t.d. forsætisráðherra Írlands - talaði máli Nicola Sturgeon við einhverja ónefnda samleiðtoga ESB landa.
"Irish leader Enda Kenny revealed that he spoke on behalf of Ms Sturgeon during Tuesdays meeting of heads of government in Brussels, repeating her message that Scotland should not be dragged out of the EU against its will."
Það virðist rétt vera að Skotar séu mjög hlinntir áframhaldandi veru í ESB.
Að einhverju leiti er það þá þeirra tragedía - að lenda utan sambandsins, ef Bretar ganga út.
En ég sé ekki að þeir eigi nokkra von um að haldast innan sambandsins; nema að Bretar sjálfir hætti við - Brexit.
- Mariano Rajoy - getur ekki hugsað sér að gefa fordæmi af þessu tagi, þegar Katalónía stefnir að sjálfstæði, og hefur sambærilegan áhuga og Skotland að haldast innan ESB.
- Ef slíkt fordæmi væri gefið -- gæti það opnað nokkuð Pandórubox; en Flæmingjar og Vallónar hafa lengi eldað grátt silfur, og má vel vera að þeir gætu hugsað sér slíka lausn, þ.e. að slíta belgíska sambandinu og verða - beinir meðlimir að ESB.
- Það eru auðvitað héröð víðar t.d. í ítalska Tíról, síðan má nefna að Bæheimur í Þýskalandi hafði nærri 1000 ára sögu sjálfstæðis, fyrir stofnun þýska sambandsins um 1870 -- Bæjarar hafa um nokkurt skeið verið svolítið sér á parti meðal þýskra sambandsríkja.
___Þannig að vilji Skota er m.ö.o. fangi hagsmuna aðildarríkja sem glíma við áhuga eigin héraða til sjálfstæðis.
Niðurstaða
Staða Skota er einfaldlega sú að þeir geta ekki fengið að vera meðlimir að ESB - ef Bretland gengur út. Það væri ekki í boði að veita þeim sérstöðu - sem héraðs sem vill vera áfram. Eða heimila þeim að vera áfram meðlimir að ESB - ef þeir yfirgefa breska sambandið áður en BREXIT tekur formlega gildi.
M.ö.o. þeir yrðu að ganga úr breska sambandinu - síðan óska eftir aðild, ganga í gegnum aðildarferli - evruna síðan fengu þeir ekki nema skv. gildandi reglum, að uppfylla stöðugleika skilyrðin.
- Á hinn bóginn gætu samningar við Bretland um skil að skiptum reynst tafsamir.
Ósennilegt að Bretar mundu ljúka þeim áður en þeir sjálfir klára sín vandamál gagnvart ESB.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2016 | 00:23
Frakkar gætu fengið sína eigin þjóðaratkvæðagreiðslu
Sú er reyndar ekki líkleg að vera um -- FREXIT. Þó að Marine Le Pen tali nú fyrir slíkri atkvæðagreiðslu.
--En athygli hefur vakið að nokkrir þekktir stjórnmálamenn hafa hálf-lofað þjóðaratkvæðagreiðslum.
Þeir vilja meina að næsta stóra sáttmálabreyting - verði að fá stuðning almennings innan Frakklands, til að skapa þeim lögmæti í augum franks almennings.
--Á sama tíma, vilja þeir gjarnan einnig - sínar stórstígu sáttmálabreytingar!
French politicians promise their own referendums on a new Europe
"Mr Juppé, a candidate for the centre-right presidential nomination..." - "...the people have the feeling that the EU has been built without them," - "We will have to hold a referendum, not just in France but in all the countries, at some point in the European construction.
"...economy minister Emmanuel Macron." - We have never had the courage to organise a real European referendum, - This next project has to give it the strength.
Bæði Juppe og Sarkozy -- vilja búa til fjármálaráðuneyti evrusvæðis.
Og auka á hlutfall skatttekna sem renna í sameiginlega sjóði - meðal aðildarríkja evru.
Hefja m.ö.o. það ferli að evrusvæði þróist í átt að því að vera ríki.
Sarkozy hefur þó ekki tekið undir hugmyndir um -- þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Alan Juppe væri þá skv. því að binda sig til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, um breytingar af slíku tagi - ef þær næðust fram.
Spurning hvernig þetta allt kemur út fyrir Marine Le Pen?
En hún hefur fagnað atkvæðagreiðslunni í Bretlandi, niðurstöðu hennar - kallað hana hugrakka og sigur lýðræðis. Og vill halda FREXIT atkvæðagreiðslu.
Hún mun án nokkurs vafa snúast öndverð gagnvart hugmyndum forsvarsmanna stóru flokkanna þ.e. Sarkozy og Macron, ásamt Juppe -- að draga úr sjálfstæði Frakklands, með því að færa aukið vald yfir fjárlögum yfir til sameiginlegs fjárlagaráðuneytis - evrusvæðis.
Fyrir utan að hún hefur áður lofað því að taka Frakkland út úr evrunni!
Svo má vel vera að hún geti grætt pólitískt á þeirri afstöðu stóru gömlu frönsku flokkanna -- að ganga mjög hart fram gegn Bretlandi!
--Sem hún mun að sjálfsögðu túlka sem - tilraun til að refsa breskum kjósendum, fyrir að kjósa rangt.
- Þ.e. auðvitað áhugavert að sumir af sömu frönsku stjórnmálamönnunum og fordæma David Cameron fyrir að heimila BREXIT atkvæðagreiðslu.
- Skuli sjálfir a.m.k. hálf lofa atkvæðagreiðslu heima fyrir.
Það má því velta því fyrir sér -- hversu mikil alvara sé að baki þeirra ummælum, um þörf á lögmætingu sáttmálabreytinga - með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á hinn bóginn, mun Marine Le Pen án nokkurs vafa hamast á þeim.
Og gera þeim þar með mjög erfitt með að sleppa við að standa við slík loforð.
- En hún mun örugglega á sama tíma -- höfða til allra þeirra Frakka, sem ekki vilja frekari tilfærslur á sjálfsforræði Frakklands til sameiginlega stofnana.
- Og gera kröfur um stóraukinn rétt Frakklands um að ákveða hvert flæði flóttamanna til Frakklands verður.
- Auk þess að árétta loforð um endurreisn Frankans.
- Og að Frakkland fái eigin FREXIT atkvæðagreiðslu.
Skv. spám er henni spáð inn í 2-umferð frönsku forsetakosninganna 2017.
Þar sem hún líklegast mætir Sarkozy!
- Fyrrum forseta Frakklands -- en ekkert dæmi þekki ég þess að fyrrum forseti Frakklands, nái síðar meir aftur kjöri.
Skv. því er alls ekki hægt að afskrifa fyrirfram þann möguleika að hún nái kjöri 2017.
Niðurstaða
Hvað gerist í kjölfar Brexit atkvæðagreiðslunnar getur haft áhrif á fylgi Front Nationale og Marine Le Pen - nánar tiltekið. En einn möguleiki er sannarlega sá, að í það muni fara í gang - löng störukeppni milli nýrrar forystu Íhaldsflokksins breska nk. haust; og aðildarlanda ESB.
En skv. lögum ESB getur Bretland einungis með því að virkja ekki lögformlegt ferli skv. Grein 50 í lögum sambandsins -- fyrr en í lengstu lög; haft áhrif á það hvaða meðferð meðlimalöndin veita Bretlandi.
Það getur auðvitað vel farið svo að meðlimalöndin neita að ræða óformlega við nýja stjórnendur Bretlandseyja -- samtímis og þeir neita að virkja Gr. 50.
Þ.e. auðvelt að sjá með hvaða hætti slík störukeppni gæti orðið vatn á myllu FN og Marine Le Pen - það síðan ofan í hugmyndir Juppe - Sarkozy og núverandi stjórnarflokks Frakklans, um verulegar valdatilfærslur yfir til evrusvæðis; sem Marine Le Pen mun auðvitað veita andstöðu og höfða til allra Frakka andstæða frekari valdatilfærslum til sameiginlegra stofnana.
- Með allt þetta í huga - gæti Marine Le Pen staðið fyrir mjög vænlegri stöðu fyrir forsetakosningarnar 2017.
Hún mun leitast til að tala upp einhvers konar kjósenda uppreisn gegn hugmyndum stóru flokkanna gömlu -- um slíkar viðbótar valdatilfærslur, meðan að hún lofar almenningi þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvægustu framtíðarmál landsins - leitast þannig til að slá sig til riddara sem lýðræðissinna.
Það gæti ofan í deilur um innflytjendamal - hreinlega einfaldlega virkað!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2016 | 23:47
Tyrkland biður Pútín afsökunar - Ísrael og Tyrkland formlega ganga frá endurreisn samskipta
Merkilegt að þetta er tilkynnt sama dag, þ.e. að Erdogan biðjist formlega afsökunar á því að Tyrkland skaut niður rússneska sprengjuvél fyrir um ári síðan, og að samkomulag Ísraels og Tyrklands um endurreisn samskipta -- sé full frágengið!
Turkish president apologises to Putin over downing of fighter jet
Israel and Turkey Agree to Resume Full Diplomatic Ties
Israel and Turkey agree to restore full diplomatic relations
Ekkert liggur fyrir um viðbrögð frá Rússlandi - nema það að afsökunarbréfi Erdogans hafi verið veitt móttöku.
Opinber tilkynning Rússlands um málið er álitin af sérfræðingum í alþjóðamálum, vísbending þess efnis að afsökunarbeiðnin hafi verið samþykkt.
--Sel það ekki dýrar en ég keypti.
Hvað það þíðir um samskipti Rússlands og Tyrklands er enn á huldu - gæti þó þítt að Rússland slaki á viðskiptabanns aðgerðum gagnvart Tyrklandi.
--Kannski að Erdogan dragi úr aðgerðum líkleg til að vera Rússlandi andstæð í Miðausturlöndum.
Vangaveltur í netheimum sá ég þess efnis -- að Pútín hafi á laun stutt uppreisn Kúrda innan Tyrklands - og sá stuðningur sé ástæða þess að Erdogan bakkar.
--Sel það ekki heldur dýrar en ég keypi.
Samningur Tyrklands og Ísraels getur verið raunverulega merkilegur!
- Um virðist að ræða -- full dyplómatísk samskipti.
- Að lausn var fundin á nokkurra ára deilumáli þjóðanna, þ.s. Ísrael sættist á að biðjast afsökunar á dauða nokkurra tyrkneskra ríkisborgara fyrir nokkrum árum, og greiða ættingjum þeirra bætur -- á móti fellur Tyrkland frá málshöfðunum gegn ísraelskum sérsveitarmönnum.
- Viðskiptasamningur milli Tyrklands og Ísraels - samþykkt kaup á gasi frá Ísrael frá svokallaðri "leviathan" gaslynd -- sem kvá vera það stór, að Ísrael hafði ekki bolmagn til að hefja nýtingu hennar, fyrr en stór tryggur kaupandi væri fundinn.
--Með því að Tyrkland samþykkir að kaupa gas!
--Getur nýting gaslyndarinnar komist í fullan gang - þ.e. sala til Tyrklands, og til Evrópu í gegnum Tyrkland.
--Mjög góðar fréttir fyrir efnahag Ísraels - til lengri tíma litið.
**Og Tyrkland skiptir um orkusala! - Eðlilega tekur nokkur ár fyrir gasið að streyma -- þannig að Tyrklandi er sennilega a.m.k. í hag, að halda Rússlandi - sæmilega góðu, þangað til að Rússland getur ekki lengur hótað, að skrúfa fyrir gasið.
- Það virðist um að ræða endurreisn að takmörkuðu leiti á hernaðarsamstarfi beggja þjóða - sem var umfangsmikið á árum áður, en a.m.k. fyrst í stað virðist einungis stefnt að varfærnum skrefum þar um.
_____Strategískt séð þíðir þetta, að eftir nokkur ár verður Tyrkland búið að hætta gaskaupum af Rússlandi!
_____Að efnahagur Ísraels og Tyrklands verður tengdur nánum böndum til framtíðar.
- Það þykir mér benda til þess að Ísrael og Tyrkland séu að rotta sig saman.
En bæði löndin líta á vaxandi áhrif Hezbollah og Írans í Sýrlandi - sem ógnun.
Ísrael án einskis vafa lítur á þá þróun að Hezbolla virðist ætla að vera með sambærilega stöðu í Sýrlandi og innan Lýbanons, sem ógnun við sitt öryggi.
Ísrael að auki hefur margsinnis líst því yfir að það álítur Íran alvarlega ógn.
--Það virðist rökrétt að Tyrkland -miðað við afskipti Tyrklands af átökum innan Sýrlands- sé einnig vaxandi mæli í keppni um völd og áhrif við Íran.
- Sameiginlegir hagsmunir geta því einfaldlega verið að ýta þessum tveim löndum saman.
Niðurstaða
Hverjar verða heildar afleiðingar afsökunarbeiðni gagnvart Pútín - persónulega frá Erdogan; liggur allt á huldu um! En líklega hafa leynileg samskipti verið til staðar milli landanna, og leynilegar samningaviðræður.
Vangaveltur hafa lítinn tilgang - þegar svo lítið er vitað!
En samningurinn milli Ísraels og Tyrklands hefur nú verið í býgerð - síðan Tyrkland skaut niður rússnesku vélina, eða nánar tiltekið - skömmu síðar.
--Þar virðist að Ísrael hafi gripið tækifæri sem bauðst, með því að leggja fram tilboð til Erdogans, sem maður verður að gera ráð fyrir að hann hafi tekið vel í, viðræður síðan hafist.
- Útkoman virðist í þessu vera -- gróði Ísraels.
- Sem græðir efnahagslega, sem styrkir stöðu Ísraels eitt og sér, en að auki má reikna með því að Ísrael sé einnig að græða - bandamann!
- Tyrkland skiptir máli, með sinn fjölmenna her - þann næst fjölmennasta innan NATO.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2016 | 00:06
Kannski ætti frekar að líta á Brexit sem tækifæri fyrir Evrópusambandið
Punkturinn sem ég kem með er sá, að ef nokkru sinni það á að vera mögulegt að halda áfram svokkallaðri dýpkun sambandsins - sérstaklega ef hugmyndin er að halda áfram með þá hugmynd að sú dýpkun skuli vera jöfn og stöðug, með myndun sameiginlegs ríkis sem - loka endapunkt.
- Þá hlýtur að vera ljóst -- að Bretland er einungis fyrsta landið sem fer!
- En augljóslega gengur ekki módelið um stöðuga dýpkun samstarfsins upp - nema að þau lönd sem ljóst er þegar að aldrei ætla að taka upp evruna --> Fari öll með tölu út.
Í því liggur þá Brexit sem tækifæri!
En þau lönd sem verða þá ekki með í stofnun sameiginlegs ríkis - þurfa þá samt að hafa eitthvert form af samskiptum við það ríki í framtíðinni.
Réttast væri að sjálfsögðu, að utan um það nýja ríki -- verði myndaður einn fríverslunarklúbbur, ekki ósvipað því að Bandaríkin bjuggu NAFTA til utan um Norður-Ameríku lönd sem ekki tilheyra Bandaríkjunum.
- Þá er augljósa ábendingin sú -- að þegar fyrsta landið, þ.e. Bretland er að fara út.
- Í þeirri röð ríkja sem líklega yfirgefa sambandið.
Þá er að skapast tækifæri að hefja sköpun þess fríverslunarsvæðis, sem í framtíðinni mundi innihalda væntanlega -- öll Evrópuríki utan ESB.
--Kannski jafnvel A-Evrópulönd ekki síður en V-Evrópulönd.
Slíkt svæði þarf þá að vera hugsað til langs tíma!
Eftir allt saman þá ætti það rökrétt að vera til svo lengi sem hið nýja sambandssríki nokkurs fjölda Evrópuríkja - hefði rauntilvist.
Evrusvæðið t.d. þarf mjög nauðsynlega á frekari dýpkun að halda!
En allar þær tilhneygingar rekast á hagsmuni landanna utan Evru -- sem líklega ætla sér aldrei að taka evruna upp; og þ.e. mjög flókið og verður vaxandi enn flóknara, að láta þá hagsmuni landanna utan evru og innan evru - ganga upp.
- Löndin utan evrunnar -- munu ekki sætta sig við það að fara!
- Nema að löndin innan evrunnar -- skapi þeim nægilega hagsælt til framtíðar, umhverfi.
- Rökréttast er að evrusvæðið hafi sínar viðskiptareglur -- þær þróist óháð reglu-umhverfi þeirra landa sem verða fyrir utan.
Þær reglur þróist miðað við þarfir hins nýja ríkis. - Síðan eins og þegar NAFTA var búið til -- þá eru viðskiptareglurnar innan fríverslunarsvæðisins, búnar til sameiginlega milli -hins nýja ríkis- og landanna sem verða áfram fyrir utan; þannig að löndin fyrir utan hafi einnig áhrif á þá setningu regla er gilda innan þess frísvæðis.
Auðvitað -- eins og Bandaríkin eru lang sterkust innan NAFTA.
Væri nýja Evrópuríkið -- langsterkast innan þess frísvæðis, og hefði því langsamlega mest áhrif á mótun þess reglu-umhverfis.
___En punkturinn er sá, að löndin utan evru -- mundu aldrei sættast við að kerfið virkaði þannig að þau hefðu engin áhrif á þær viðskiptareglur sem þau eiga að nota.
___Þannig að rökréttast er að ESB gefi það strax eftir -- til þess að nýja fríverslunarsvæðið verði nægilega aðlaðandi; svo að löndin utan evru -- öll með tölu sættist á það að evrulöndin sigli síðan sína leið áfram inn í sífellt dýpkandi samstarf með stofnun Evrópuríkis sem lokaniðurstöðu.
Niðurstaða
Þessa dagana eru menn að hamast á því að Brexit sé -tragedía- bæði í Bretlandi og í Evrópu. En kannski eru menn ekki að sjá tækifærið í þessu. En það hefur lengi verið ljóst að ESB verður að taka stórstígum breytingum -- sérstaklega evrusvæðið. Ennþá er evrusvæðið - hálf karað hús, sem líklega skýrir af hverju evrusvæðið er ekki að skila fullri skilvirkni.
En meðan að ESB inniheldur fjölda landa sem aldrei ætla sér að taka upp evru - þá er mjög erfitt að sleppa út þeim vítahring sem Evrópusambandið hefur nú verið statt innan um nokkurt árabil.
Ef kjarnasvæði ESB á nokkru sinni að geta klárað sitt hús -- þá sennilega þarf það að losa sig við þau lönd sem hafa engan áhuga á frekari dýpkun!
--Í því liggur einmitt tækifærið við Brexit -- því ef kjarnasvæði ESB á að geta haldið vegferð sinni áfram, þá þarf kjarnasvæðið að sannfæra löndin utan evrunnar - að fara af sjálfdáðum!
Það verður að sjálfsögðu ekki gert -- nema að fyrir þeim standi nægilega vænleg framtíð.
Kannski er þá Brexit einmitt tækifæri fyrir -- kjarna Evrópu, að skapa þá framtíð sem löndin utan evrunnar gætu þá sætt sig við.
Þannig að skilnaðurinn geti í framtíðinni orðið -- með vinsemd!
__Sú vegferð gæti hafist með því að viðskilnaður ESB og Bretlands þá verði einmitt í vinsemd og sátt beggja aðila!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mjög sérkennilegur fundur utanríkisráðherra upphaflegu fyrstu 6-stofn ríkja hins upphaflega Evrópubandalags - fyrirrennara Evrópusambandsins: Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Lúxembúrgar og Hollands.
Sýndi eiginlega -- frekar sundrung sambandsins.
En samstöðu þess!
En þegar sama dag -- t.d. lýsti Angela Merkel sig, á töluvert annarri skoðun, en utanríkisráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar -- en sá kemur frá sósíal-demókrata-flokki Þýskalands, meðan að Merkel fer fyrir megin hægri flokki Þýskalands.
Merkel sees no need to rush Britain into quick EU divorce
Angela Merkel pushes back on EU pressure for quick divorce
- Þessi fundur ráðherranna 6 - er einnig sérkennilegur fyrir þær sakir!
- Að utanríkisráðherrar 21-meðlimríkis, voru ekki með - og voru ekki spurðir.
- Þannig að það mætti túlka yfirlýsingu ráðherranna 6-sem hroka!
En þ.e. full ástæða að ætla að t.d. Norðurlönd, sem hafa umtalsverða viðskiptahagsmuni við Bretland -- séu ekki alveg sammála þeirra afstöðu.
En hvatning ráðherranna 6-var á þá leið, að Bretland ætti að virkja Grein 50 í sáttmála ESB sem fyrst!
Svo að Brexit sé unnt að afgreiða með hraði -- enda hafi breska þjóðin tekið ákvörðun um að fara.
__________________________: núgildandi sáttmáli ESB
Article 50
1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements.
2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.
3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.
4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.
5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be subject to the procedure referred to in Article 49.
Eins og sést af lestri Greinar 50 -- þá gerir hún ekki ráð fyrir því, að land sem hyggst hætta sem meðlimur --> Fái að hafa nokkur hin minnstu áhrif á samninga um brottför úr sambandinu!
Þannig að raunverulega eru ráðherrarnir 6-að segja!
Að þeir vilji sem fyrst -- einhliða ákveða hvaða meðferð Bretland fær við Brexit.
Þannig að Bretland þyggi eitthvað "hand me down" sem Bretland fái ekkert að hafa nokkur hin minnstu áhrif á!
En þarna skýn líklega í afstöðu -- sem virðist algeng meðal svokallaðra "federalista" þ.e. þeirra sem styðja stöðuga dýpkun sambandsins, með hugsanlegt Evrópuríki sem endapunkt.
En sú hugmynd virðist njóta fylgis meðal fólks með þá grunn afstöðu --> Að það þurfi að stíga harkalega á Bretland, og bresku þjóðina -- öðrum til aðvörunar!
Þeir sem hafa þá afstöðu -- virðast halda að, það að refsa bresku þjóðinni fyrir að vilja hætta í ESB; sé besta leiðin til þess - að forða því að fleiri þjóðir hugsanlega ákveði að fylgja fordæmi Breta!
- Ég er að sjálfsögðu á þeirri skoðun, að afstaða sem þessi - sér yfirmáta heimskuleg.
--Þá meina ég, í tilliti til hagsmuna Evrópusambandsins sjálfs! - En ef ESB raunverulega mundi gera sitt ítrasta til þess, að Brexit verði sem harkalegastur skellur fyrir bresku þjóðina --> Sem að sjálfsögðu er eðlilegt að líta á sem, refsingu!
- Þá mundi ESB þar með -- í augum sinna gagnrýnenda, sem halda því fram t.d. að ESB beri ekki virðingu fyrir lýðræðinu - að ESB sé eðli sínu ólýðræðislegt - að innan ESB ráði fámennur valdahópur sem sé gegnsýrður valdahroka!
--Virðast staðfesta þá gagnrýnispunkta í öllum höfuðatriðum. - Sem mundi að sjálfsögðu verða vatn á myllu flokka andstæðinga sambandsins innan aðildarríkjanna!
- Síðan er rétt að benda á, að slík -- varnarstaða, sem ráðherrarnir 6-virðast vilja taka, í eðli sínu inniber ákveðið vantraust þeirra sjálfra á ESB.
- Þ.e. upp á ensku "lack of confidence" -- þ.e. þeir óttast að geta ekki haldið í einhvern ónefndan fjölda annarra meðlimaþjóða!
--Nema að refsivöndurinn sé hafinn á loft.
_____Ég aftur á móti held að slík aðferð hafi akkúrat þveröfug áhrif!
En hrokinn sem skýn úr þessu - hlýtur að stuða fjölda þeirra landa, einmitt hugsanlega þau sem þeir óttast að hugsanlega gætu fylgt fordæmi Bretlands.
Og auðvitað vanvirðingin við hinn breska þjóðarvilja - er líklega ekki heldur til þess fallinn, að bæta samskiptin við þau lönd sem þeir óttast að geti tekið svipaða ákvörðun.
- Það áhugaverða er -- að með þessu, gætu þeir hafa skapað Bretlandi nokkra samúð!
- Sennilega þvert á það sem þeir ætluðu sér!
Auðvitað í þeim löndum sem þeir óttast að geti fylgt fordæmi Breta!
Bretar gætu þá óvænt reynst líklegri að hafa bandamenn innan ESB í viðræðum sínum við sambandið!
--Tja ekki ósvipað því þegar Danmörk aðstoðaði Grænland á sínum tíma.
Niðurstaða
Hrokafullur fundur 6-ráðherra er ekki sú sýn sem ESB ætti að halda á lofti, í kjölfar þess atburðar sem nú skekur sambandið, þ.e. niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi sl. fimmtudag.
--Þvert á móti er sá fundur mun sennilegar vatn á myllu gagnrýnenda sambandsins.
--Þar hafi ráðherrarnir, mun sennilegar, skaðað sambandið - þvert á þeirra ætlan!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 871091
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar