Víetnam setur upp vígbúnað sem ógnar nýjum flotastöðvum Kína á tilbúnum eyjum á Suðurkínahafi

Þetta kom fram í Reuters: Vietnam moves new rocket launchers into disputed South China Sea.
--En ef upplýsingarnar sem fram koma í féttinni eru réttar!
Þá virðist vígbúnaðarkapphlaup á Suðurkínahafi, vera að færast á nýtt stig.

En sl. 2 ár hefur Kína verið að smíða 3-eyjar. A.m.k. 2-þeirra hafa nú herstöðvar, þ.e. flugvöll og höfn. Stöðvar á 3-eyjunni enn í smíðum.

Kína hefur hegðað sér sem ruddi gagnvart réttindum nágrannalanda sinna Sunnan við Kína. Lætur sem að þau lönd eigi engin réttindi á svæðinu!

Kína virðist staðráðið í því að slá eign sinni á nær allt hafsvæðið, nánast upp að ströndum landanna sunnan við Kína.

Krafa Kína - sjá rauðu línuna!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/de/South_China_Sea_claims_map.jpg

Það sem Víetnam gerir með þessu, er að neita Kína um starfsöryggi á ný-smíðuðum stöðvum sínum á Suðurkínahafi

  1. "Vietnam has discreetly fortified several of its islands in the disputed South China Sea with new mobile rocket launchers capable of striking China's runways and military installations across the vital trade route, according to Western officials."
  2. "Diplomats and military officers told Reuters that intelligence shows Hanoi has shipped the launchers from the Vietnamese mainland into position on five bases in the Spratly islands in recent months, a move likely to raise tensions with Beijing."
  3. "The launchers have been hidden from aerial surveillance and they have yet to be armed, but could be made operational with rocket artillery rounds within two or three days, according to the three sources."

Augljóslega munu viðbrögð Víetnams -- auka spennu milli Víetnams og Kína.

Ég hugsa samt sem áður, að engum ætti að koma á óvart, að nágrannalönd Kína -- leitist við að mæta hernaðar uppbyggingu á svæðum --> Sem hin löndin telja sig eiga fullan rétt til.

  • Með því, að byggja upp sinn eigin herstyrk á móti.
  • Þá eru þau samtímis, að árétta sínar kröfur.
  • Leitast við að þrýsta á Kína til að semja við þau.

Auðvitað getur vaxandi spenna leitt til hernaðarátaka!
En grannar Kína hafa einungis þá valkosti, að mæta hernaðaruppbyggingu Kína.
Eða að "de-facto" gefast upp á að sækja rétt sinn!

Greinilega eru a.m.k. víetnömsk stjórnvöld ekki á þeim buxum að gefa eftir!

 

Niðurstaða

Þetta er merkileg þróun. Samtímis þróun sem ætti ekki að koma nokkrum manni að óvörum. Enda hefur það blasað við um nokkurt skeið. Að löndin við Suðurkínahaf fyrir utan Kína. Ef þau ætla sér að halda áfram að sækja rétt sinn gagnvart Kína. Þá eiga þau ekki annan valkost en þann -- að efla víbúnað sinn á svæðum sem eru umdeild. Sjá kort!

  • Suðurkínahaf gæti á nk. árum orðið eitt eldfimasta svæðið í heimi hér!

 

Kv.


Trump ítrekar loforð sitt að eyðileggja Parísarsamkomulagið gegn hitun lofthjúpsins, og vill afnám allra takmarkandi regla er tengjast nýtingu orkuauðlynda

Stefnuræða Trumps um efnahagsmál -- kveður á um miklar skattalækkanir á fyrirtæki, á hagnað einstaklinga, afnám erfðaskatta, lækkun tekjuskatta -- en einnig afnám margvíslegra takmarkandi regla.

Trump heldur enn í hugmyndir um að taka upp gildandi viðskiptasamninga Bandaríkjanna við önnur ríki -- Trump gerir enn kröfu um að viðskiptahalli Bandaríkjanna verði afnuminn.
--Viðskiptasamningum breytt þannig, að viðskiptaumhverfi verði að hans mati, hagstæðara fyrir Bandaríkin, að hans mati.

  • Heilt yfir verð ég að samþykkja þá gagnrýni - að heildaráhrif hugmynda Trumps --> Séu á þá leið, að útkoman verði mun líklegar í þá átt; að draga frekar úr hagvexti.
    --Reyndar, að líkleg útkoma verði kreppa!
  • Sem þíðir ekki, að ekki neitt sé í þessu, sem hafi öfug áhrif -- þ.e. til eflingar hagvaxtar.
  • Á hinn bóginn, séu neikvæð viðskipta-hugmynda Trumps það stór, að þau mundu vega upp og gott betur, öll þau önnur hugsanleg jákvæð áhrif sem sumir þættir efnahagsstefnu hans, geta skilað.

Donald Trump, Hoping to Change Subjects, Says He Will Bring Prosperity

"And on energy policy, Mr. Trump reiterated his pledge to tear up the Paris climate agreement and halt the United States’ payments to United Nations for programs to reduce global warming. He said energy regulations were killing manufacturing jobs."

  1. Trump virðist hafa ákaflega einhliða afstöðu -- til skuldbindinga Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum.
  2. Þ.e. að engu sé til fórnandi.


Tæknilega geta sumir þættir skattalækkunarhugmynd hans, hjálpað hagvexti

En engin leið er t.d. að sjá annað en að afnám erfðaskatts - einungis gagnist auðugu fólki, sbr:

"He did not mention that the estate tax currently exempts the first $5.45 million for an individual and $10.9 million for a married couple..."

M.ö.o. menn þurfa að vera afskaplega auðugir - til að lenda í þessum skatti.
__Afnám þessa skatts t.d. án vafa mundi gagnast börnum Trumps, síðar meir.

Tekjuskattslækkanir virðast einnig gagnast mun meir þeim sem hafa mestar tekjur en öðrum.

"Analysis by the Tax Foundation found that it would increase after-tax income for middle-income families (those in the 40th to 60th percentile) by 0.2 percent. It would increase after-tax income for the wealthiest 1 percent of Americans by 5.3 percent."

--------------

Ég kem ekki auga á það, að tekjuskattslækkanir sem einna helst gagnast þeim, er þegar eiga meiri peninga en þeir geta - nokkru sinni eytt.
--Skapi frekari hagvöxt.

  • En lækkun tekjuskatts á hagnað fyrirtækja í 15%.

Raunverulega gæti verið góð hugmynd.

 

Vandinn er barasta sá, að á móti -- þá eru neikvæð áhrif hugmynda Trumps er varðar viðskipti við útlönd, yfirgnæfandi!

  1. Hann segist ætla að -- hætta við samninga við ESB um fríverslunarsvæði yfir Atlantshafið.
  2. En einnig að hætta við sambærilegan samning, við fjölda landa við Kyrrahaf.
  3. Að auki, segist hann ætla -- að endursemja um NAFTA!
    --Sem hann telur ekki nægilega hagstætt Bandaríkjunum.
  4. Ef það er ekki nóg, vill hann enn -- taka upp viðskiptasamninga aðra í gildi, til að breyta viðskiptajafnvægi Bandaríkjanna við þau lönd -- sem Bandaríkin haga lengi haft viðskiptahalla gagnvart.

Trump m.ö.o. hefur ekki bakkað frá -- Zero/Sum -- hugsun sinni gagnvart utanríkisviðskiptum.

  1. Þetta er afskaplega einfalt, en til þess að færa til viðskipti t.d. milli Kína og Bandar. úr viðskiptahalla -- þyrfti verulegan toll.
    --Ég hef enga trú á því, að Kína samþykki slíkan, þ.e. það mikinn toll sem til þyrfti.
  2. Síðan fullkomlega misskilja -Trump-istar- afleiðingar slíkrar tollastefnu.
  • En afleiðing þess að setja verndartolla á þau lönd sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart.
  • Eru ekki þær að skapa hagvöxt.
  • Heldur þær, að skapa -- algerlega tafarlausa kreppu.

En viðskipti milli landanna eru í dag svo afskaplega flókinn vefur.
Að það er ekki á skömmum tíma unnt að vinda ofan af þeim vef á skömmum tíma.

  1. Í mörgum tilvikum er framleiðlan ekki til innan Bandar.
  2. Eða, að framleiðslugeta er langt undir því sem til þyrfti.
  3. Að auki, er orðið algengt að íhlutaframleiðendur -- þróa íhlutinn í samvinnu við endanlegan framleiðanda --> Sem þíðir, að ekki er unnt að fá sambærilegan hlut frá annarri verksmiðju.


Tollarnir hans Trumps muni því án nokkurs minnsta vafa - valda kreppu!

Vandinn er sá, að þeir skila neikvæðum áhrifum sínum --> Nánast samstundis.
--Þ.e. að hækka verðlag á því sem er framleitt í þeim löndum, sem lenda í tolli.

  1. Vegna þess að mikið af framleiðslunni -- er einfaldlega ekki mögulegt að færa til Bandaríkjanna á skömmum tíma.
  2. Þá væru það einmitt megin áhrif slíkrar tollastefnu:
    A) Að hækka verðlag, sem leiði til lækkaðra lífskjara.
    B) Að eyða störfum í verslunargeiranum, því hækkað verðlag mun að sjálfsögðu skila samdrætti í neyslu.
    C) Samdráttaráhrifin af tollastefnunni væru slík -- að þau drekktu öllum hugsanlegum jákvæðum áhrifum af stefnu Trumps.
  3. En í besta falli skila meint jákvæð áhrif sér á mörgum árum.
    A) Það tekur tíma að reisa nýjar verksmiðjur í Bandar.
    B) Það þíðir sannarlega nýja fjárfestingu -- en einnig að verðlagið helst hátt áfram, þ.s. að framleiðslan í nýju verksmiðjunum yrði að borga niður kostnaðinn af því að reisa þær + plús vegna hærri launa innan Bandaríkjanna.
    C) Sem þíðir að - lækkun lífskjara vegna hækkaðs verðlags; skilar sér ekki til baka! Ég meina --> Aldrei.
  4. Það tæki í besta falli mörg ár að vinna upp þau störf er mundu tapast í verslun, með hugsanlegum nýjum framleiðslustörfum.

Í stað þess að aukinn hagvöxtur skili ríkinu auknum veltutekjum.
Til að bæta því upp -- skattalækkanir.

  • Þá í staðinn, mundi efnahagssamdráttur vegna samdráttar í neyslu.
  • Leiða til minnkunar veltutekna ríkisins í Bandaríkjunum.
  • Þar með því, að er skattalækkanir leggjast þar við -->
    Væntanlega valda gríðarlegum rekstrarhalla alríkisins.
    Því hratt vaxandi skuldasöfnun alríkisins.

___Því má ekki gleyma, að Trump vill enn auka útgjöld til varnarmála!
Þ.e. færa þau til baka í það hlutfall af þjóðarframleiðslu er var 1993.

Þá að sjálfsögðu verðu hallinn -- enn enn stærri.
Og því skuldasöfnun!

  1. Trump gæti því tekist að hækka skuldir alríkisins það mikið.
  2. Að loksins bili traust heimsins á dollarnum.

 

Niðurstaða

Heildarútkoma efnahagsstefnu Trumps virðist enn vera sú sama og áður: A)Ný kreppa, innan Bandaríkjanna og einnig heimskreppa. B)Vegna efnahagssamdráttar mundi ríkishallinn í Bandaríkjunum óhjákvæmilega aukast - þar við bætast skattalækkana hugmyndir er frekar draga úr skatttekjum, og ekki má gleyma hugmyndum Trump um aukningu útgjalda til hermála. C)Það blasi því við -- algert met í hraðri skuldasöfnun hins sameiginlega ríkissjóðs Bandaríkjanna.

Þannig að Trump gæti hugsanlega tekist það sem fyrri forsetum Bandaríkjanna hefur fram að þessu ekki tekist - þ.e. að kalla fram missi á tiltrú heimsins á dollarnum.

 

Kv.


Herstjórnin í Tælandi fær nýja ólýðræðislega stjórnarskrá samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu er haldin var með ólýðræðislegri aðferð

Það sem vekur athygli við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar -- að þrátt fyrir að öll gagnrýni á tillögur um nýja stjórnarskrá hafi verið bönnuð í fjölmiðlum, og á netmiðlum einnig - að auki allir fundir gegn stjórnarskrártillögum hersins einnig bannaðir.

  1. Náði herinn samt einungis fram samþykki 61,4% þátttakenda.
  2. Þátttaka var einungis 55%.

____Aðferðin að sjálfsögðu minnkar mjög mikið - lögmæti hinnar nýju stjórnarskrár.

  1. En skv. henni, þá hefur ný Öldungadeild þingsins, sem herinn mun skipa.
  2. Neitunarvald á lög, sem meirihluti kjörinnar Fulltrúadeildar, mundi samþykkja.
  • Að sögn hersins, er pólitískur óstöðugleiki innan Tælands sl. 25 ár, spilltum stjórnmálamönnum að kenna!

____Það áhugaverða er, að herinn hefur nú 3-skipti steypt þjóðkjörinni ríkisstjórn.

Í öll skipti hefur verið um að ræða ríkisstjórn flokka sem tengjast fjölskyldu Thaksin Shinawatra.

  1. Glæpur þessara flokka, virðist fyrst og fremst sá, að hafa verið nærri ósigrandi við kjörborðið sl. 25 ár.
  2. Thaksin Shinawatra á sínum tíma, sá tækifæri í því að -- setja skattfé í það að þróa héröð inn til landsins sem þá voru fátæk sveitahéröð, með íbúum er höfðu litla kosningaþáttöku.
    --En fram að þeim tíma, var þróaði hluti Tælands nær einskorðaður við héröðin nærri höfuðborginni.
  3. Íbúar þeirra svæða sem fengu fé til að þróast - gerðust síðan mjög tryggir kjósendur flokka tengjda fjölskyldu Thaksin Shinawatra.

Það er mjög erfitt að skilja deilurnar í landinu -- en í stað þess að höfða til þessara kjósenda inn til landsins.
Þá virðast flokkar þeir sem sóktu fylgi til svæðanna nærri höfuðborginni -- hafa þess í stað stutt herinn í því, að --> Draga tennurnar úr lýðræðinu.

  • Mann grunar að eitthvað sé til í ásökunum þess efnis, að þeim svæðum sem tilheyra héröðum nærri höfuðborginni -- sé að finna elítu sem hafi verið vön að stjórna landinu.
  • Og hafi ekki áhuga á að sleppa þeim valdataumum.

Fyrst að þeim hafi ekki tekist að halda stjórn á landinu með lýðræðislegri aðferð.
Þá sé lausnin að -- takmarka til mikilla muna raunveruleg áhrif kjósenda!

Thai junta passes ballot box test with referendum win

Thai referendum: Military-written constitution approved

Sjá eldri umfjöllun mína: Tæland hefur nánast verið í samfelldri pólitískri krísu í rúman áratug

 

Niðurstaða

Það er sorgleg útkoma að elítan innan Tælands virðist ekki geta unað þeim niðurstöðum sem frjálsar lýðræðislegar kosningar leiða til innan Tælands. En ég lít svo á að það sé henni þvert á móti að kenna, sá óstöðugleiki sem hefur verið til staðar. En 3-skipti hefur réttkjörinni ríkisstjórn verið steypt af hernum sl. 25 ár!

Þeir sem hafi verið ósáttir hafi verið þeir sem töldu sig vera að missa spón úr sínum aski, vegna þeirra breytingar að héröð inn til landsins sem voru til samans fjölmennari en svæðin nærri höfuðborginni -- voru í reynd farin að stjórna landinu.

3-skipti stóðu slíkir hópar fyrir óspektum, sem í sömu skipti voru síðan notuð af hernum sem tilliástæður fyrir þörf fyrir að herinn mundi koma á röð og reglu.

 

Kv.


Uppreisnarmenn í Sýrlandi virðast óvænt hafa rofið umsátrið um Aleppo

Enn virðast fregnir ekki staðfestar - t.d. hafna fréttastofur stjórnvalda í Damaskus því gersamlega að uppreisnarmenn hafi tekið Ramousah herstöðina í Aleppo, segja þess í stað að árás uppreisnarmanna hafi verið hrundið með miklu mannfalli.

Á hinn bóginn, virðast sjónarvottar sem alþjóða fréttastofur hafa náð tengslum við - staðfesta a.m.k. það að uppreisnarmenn hafi náð herstöðinni að hluta.
En að á sama tíma, þó að fylkingar uppreisnarmanna er sóktu að stöðinni úr tveim áttum hafi náð saman, þá sé ekki komin -- örugg tenging milli svæða uppreisnarmanna og hverfa undir stjórn uppreisrnarmanna í Aleppo.

Það má einnig reikna með því, að fylkingar er styðja stjórnvöld í Damaskus, geri tilraun til gagnárásar -- til að enddurreisa umsátrið, ef það hefur sannarlega verið rofið.

Battle for key military base rages in Syria's Aleppo

Intense fighting as Syrian rebels break through Aleppo siege

Syria’s rebels unite to break Assad’s siege of Aleppo

Mynd tekin fyrir nokkrum dögum í kjölfar loftárásar!

 

Ef uppreisnarmenn ná að tryggja að nýju samgöngur við Aleppo

Þá væri það meiriháttar ósigur fyrir tilraunir stjórnarinnar - með stuðningi lofthernaðar frá Rússlandi, og hermanna samtímis frá íranska Byltingarverðinum og Hezbollah; að halda svæðum í Aleppo undir stjórn uppreisnarmanna í herkví.

Það mundi auðvitað, staðfesta veikleika stjórnarhersins -- sem hefur þrátt fyrir mikla aðstoð bæði úr lofti og á landi, frá hersveitum hliðhollum Íran.

Ekki gengið sérlega vel í því að sækja fram, t.d. fyrir nokkrum vikum þá mistókst gersamlega tilraun til sóknar í átt til Raqqa -- er ISIS sveitir gerðu gagnárás og hröktu hersveitir er studdu ríkisstjórnina á þeirri víglínu, alla leið aftur til baka.

Ef umsátrið um Aleppo -- mistekst einnig, en þar fer mun stærri tilraun.
Þá má reikna með því -- að "mórallinn" í liði stjórnarsinna, verði lakari í kjölfarið.

Samtímis að slíkur sigur væri vítamínsprauta fyrir uppreisnina.

 

Einn möguleiki væri sá, að þetta gæti stuðlað að því, að tilraunir til sátta í stríðinu verði hafnar að nýju!

En meðan að fylkingar er berjast -- trúa enn á hernaðarsigur.
Þá er rökrétt séð -- ómögulegt að ná fram samkomulagi um frið.

Þannig, að ef ósigur við Aleppo -- slær á sigur trú stjórnarsinna. Þá er það hugsanlegt, að í kjölfar slíks ósigurs; þá verði stjórnarsinnar tilbúnir til þess að gefa meir eftir við samningsborðið en þeir fram að þessu hafa verið tilbúnir til.

En síðustu sáttaumleitanir -- runnu eiginlega í sandinn, er atlaga stjórnarsinna að Aleppo hófst fyrir alvöru.

Kannski verða átökin um Aleppo -- fjörbrot tilrauna til að ljúka stríðinu með hernaðarsigri.

 

Niðurstaða

Til þess að unnt sé að ljúka átökum í Sýrlandi með sátt. Þá er það nauðsynlegt að helstu stríðsaðilar séu búnir að gefast upp á tilraunum til hernaðarlegs sigurs.
En meðan að aðilar trúa á sigur -- enn. Þá rökrétt, eru þeir ekki tilbúnir til að sýna nægilegan sveigjanleika í samningum, þannig að líkur séu á því að samningar leiði fram frið.

Þannig, að það staðfestist að umsátur stjórnarsinna um Aleppo hafi misheppnast.
Þá gæti það hugsanlega breytt afstöðu stjórnarsinna til sáttaumleitana.

Þannig aukið líkur á því að stríðinu ljúki við samningaborðið.

 

Kv.


30.000 e-mailar Clintons - stormur út af engu!

Rétt að ryfja upp atriði úr yfirlýsingu James B. Comey, yfirmanns FBI: FBI Director Comey’s full remarks on Clinton email probe.

Eins og frægt er - afhenti Clinton 30þ. e-maila til FBI -- en sagðist hafa eytt 32þ. e-mailum, vegna þess að þeir hefðu verið - persónulegir, ekki í tengslum við starfið.

Í öllu þessu fári út af e-mailunum 30þ. sem var eytt -- hef ég engin haldbær rök séð nokkurs staðar fyrir því; að um augljóst brot í starfi hafi verið að ræða - er þeim var eytt.

Eða nokkur haldbær rök fyrir því, að Clinton hafi verið að leyna gögnum.

  1. Það á barasta - einhvern veginn, að vera -- augljóst.
  2. Þetta sé fyrirbærið, pólitískur stormur.

 

Höfum í huga, hve lágt hlutfall 30þ. e-maila sem voru afhentir, reyndust innihalda leyndargögn

"From the group of 30,000 e-mails returned to the State Department, 110 e-mails in 52 e-mail chains have been determined by the owning agency to contain classified information at the time they were sent or received."

--> M.ö.o. 0,37% innihalda gögn sem töldust leyndargögn á þeim tíma sem Clinton starfaði sem - utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

"Eight of those chains contained information that was Top Secret at the time they were sent..."

--> 0,026% innihalda háleynileg gögn, á þeim tíma sem hún var utanríkisráðherra Bandar.

  1. Hvað lág prósenta afhentra e-maila innihalda leyni-gögn!
  2. Er áhugavert í samhengi þessara eyddu e-maila.

En fólk þarf að nefna betri ástæðu þess, að það sé sannfært um að í hinum 30þ. eyddu e-mailum hafi verið að finna viðkvæm gögn.

En einungis þá, að viðkomandi sé í nöp við Clinton.

Eða að þeir séu sannfærðir, án þess að hafa fyrir því nokkur haldbær rök, að hún sé að ljúga.

 

Það sem þetta segir okkur, er að langsamlega megnið af e-mailum, hafi ekki innihaldið viðkvæm gögn eða leyndargögn!

FBI-telur sig ekki hafa fundið nokkra ástæðu til að ætla, að e-mailum hafi verið eytt -- til að leyna gögnum.

  1. "The FBI also discovered several thousand work-related e-mails that were not in the group of 30,000 that were returned by Secretary Clinton to State in 2014. We found those additional e-mails in a variety of ways. Some had been deleted over the years and we found traces of them on devices that supported or were connected to the private e-mail domain. Others we found by reviewing the archived government e-mail accounts of people who had been government employees at the same time as Secretary Clinton, including high-ranking officials at other agencies, people with whom a Secretary of State might naturally correspond."
  2. "With respect to the thousands of e-mails we found that were not among those produced to State, agencies have concluded that three of those were classified at the time they were sent or received, one at the Secret level and two at the Confidential level. There were no additional Top Secret e-mails found."
  3. "I should add here that we found no evidence that any of the additional work-related e-mails were intentionally deleted in an effort to conceal them."
  4. "Our assessment is that, like many e-mail users, Secretary Clinton periodically deleted e-mails or e-mails were purged from the system when devices were changed."

Eins og kemur fram -- kemdu starfsm. FBI-í gegnum e-mail þjóna Clintons, einnig þann sem tekinn hafði verið úr notkun.
Fjöldi e-maila sem ekki höfðu verið afhentir til FBI - fundust.

Í allri þeirri rannsókn - tókst FBI ekki að finna nokkrar vísbendingar, um tilraunir til að leyna upplýsingum.

  1. Ég sé ekki nokkra ástæðu að ætla, að FBI hafi kastað til hendinni við þessa rannsókn.
  2. Eða að FBI sé að verja Hillary Clinton.

--Rétt að hafa í huga, að allir notendur e-maila.
--Eyða e-mailum, sérhvert okkar gerir það reglulega!
--Engin ástæða að ætla að Clinton hafi hegðað sér með öðrum hætti.

Maður eyðir náttúrulega ekki þeim - sem maður veit að það þarf að varðveita.
Þ.e. aldrei hvort sem er unnt að treysta á það, að þó e-mail sé eytt.
Þá sé ekki unnt að framkalla eyddan e-mail aftur.

  1. Það auðvitað gerði FBI - í rannsókn sinni.
  2. Þannig að Clinton gæti aldrei treyst á það, að geta raunverulega leynt FBI upplýsingum, fyrst að allir þjónarnir voru afhentir.
  • Síðan auðvitað, gat hún aldrei heldur treyst því að FBI-gæti ekki komist yfir þá frá þeim sem hún hafði samskipti við.
    --Eða að FBI mundi ekki skoða þjóna þeirra.

Ekki hefur komið fram nákvæmlega hve marga e-maila FBI fann!

 

Niðurstaða

Málið um 30þ. tíndu e-mailana, sé að öllum líkindum fyrst og fremst pólitískt. Hafandi í huga að unnt er að framkalla að nýju - eydda e-maila. Þannig að eina leiðin til að vera viss að eyddum e-mailum sé varanlega eytt af diski -- sé að eyðileggja sjálfan harðdiskinn fullkomlega þar sem gögnin voru varðveitt. En þá getur vel verið að unnt sé samt sem áður að sækja þá e-maila til aðila sem höfð voru samskipti við. En starfsmenn FBI, rannsökuðu e-mail þjóna þeirra sem vitað var að höfðu verið í reglulegum samskiptum við Clinton.

Það væri þar með afskaplega áhættusamt fyrir Clinton - að ætla sér að leyna FBI upplýsingum, með þeirri aðgerð að eyða þeim. Þar sem að hún gæti aldrei verið viss, að FBI-gæti ekki samt nálgast þá e-maila!

Ég sé enga skynsama ástæðu til að efast um mat FBI-að ekki sé ástæða að ætla að gögnum hafi verið vísvitandi leynt.

  • M.ö.o. sé málið með tíndu e-mailana, eingöngu pólitískur stormur.

 

Kv.


Hvað er að þeirri hugmynd Donald Trump að beita kjarnorkuvopnafælingu á ISIS?

Þessi staðfesta tilvitnun í Trump kom fram fyrir nokkru, og er hluti af þeim umdeilda sarpi sem komið hefur frá Trump.

In a March interview with Bloomberg Politics, for example,Trump was asked whether he would rule out using tactical nuclear weapons against the self-described Islamic State, also known as ISIS. He replied, “I’m never going to rule anything out — I wouldn’t want to say. Even if I wasn’t, I wouldn’t want to tell you that because at a minimum, I want them to think maybe we would use them.

 

Fyrsta vandamálið er auðvitað - getur slík fæling yfirhöfuð virkað?

Bandaríkin beittu þeirri stefnu í Kalda-stríðinu gagnvart Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu, að viðhalda óvissu um það með hvaða hætti Bandaríkin mundu bregðast við hernaðarárás frá Varsjárbandalagsríkjum.

Tilgangurinn var auðvitað sá -- að fæla Sovétríkin og Varsjárbandalagsríki; frá því að halda að nokkurt form af hernaðarárás á NATO ríki - væri aðgerð sem óhætt væri að grípa til.

  1. Vandamál við fælingu er það, að hún virkar einungis - ef mótaðilinn er með nægilega sterka rökhugsun.
  2. Síðan er það einnig nauðsynlegt -- að kjarnorkuárás sé skaðleg fyrir hagsmuni þess sem á í hlut.
    --En það má færa ágæt rök fyrir því - að t.d. bandar. kjanorkuárás á Raqqa --> Mundi styrkja ISIS frekar en að slík árás mundi veikja þau samtök.

 

Málið er að ég held, að ef Trump væri forseti og lísti yfir þessari stefnu --> Mundi ISIS gera allt sem þau samtök gætu, til að mana Trump einmitt til slíks!

  1. En kjarnorkuárás á Raqqa, mundi stórkostlega skaða hagsmuni Bandaríkjanna sjálfra út um heim -- en meðan að Varsjárbandalagið var með á hátindinum 18 milljón manna her, er raunverulega gat lagt alla Evrópu undir sig.
    --Þá er fjöldi hermanna ISIS í örfáum tugum þúsunda!
    M.ö.o. hættan af ISIS augljóslega -- réttlætir ekki slíka aðgerð.
    Þannig að slík árás, mundi stórkostlega skaða orðstír Bandaríkjanna út um heim.
    Og auðvitað NATO landa einnig.
  2. ISIS er í raun og veru fullkomlega sama um íbúa Raqqa!
    --Nú, ef þeir mundu brenna í kjarnorku-eldi.
    Þá mundi ISIS einfaldlega líta á það sem -- tækifæri til að styrkja stöðu sína innan Mið-austurlanda.
    En það getur enginn vafi verið um, að stórfengleg reiðibylgja mundi ganga í gegnum Mið-austurlönd, og Múslimalönd almennt. Ef slík árás væri framkvæmd, er mundi aldrei drepa færri en tugi þúsunda -- auk þess skv. reynslunni frá Hiroshima og Nagasaki, valda geislaveiki í eftirlifendum - næstu kynslóðir á eftir.--Þannig að það getur vart nokkur maður efast um, að ISIS mundi í kjölfarið styrkja stöðu sína innan Mið-austurlanda, vegna þess aukna stuðnings sem samtökin mundu öðlast meðal íbúa Mið-austurlanda.

 

Þannig að þessi fælingarhugmynd Trump er fullkomlega ónýt!

Vegna þess, að það mundi hjálpa ISIS stórfenglega ef slík árás færi fram.
Þannig að þvert á að skapa fælingu -- mundi slík yfirlýsing frekar hvetja ISIS til dáða.

  1. Síðan mundi slík framsetning -- einnig skaða hagsmuni Bandaríkjanna!
  2. Vegna þess, að í henni mundi felast -- útvíkkun Bandaríkjanna á þeim tilvikum sem koma til greina; að verði svarað með kjarnorkuárás.
  • En ef Bandaríkin mundu tjá heiminum -- að kjarnorkurás komi til greina sem andsvar við hryðjuverkaárás.
  • Sem mundi einnig fela í sér þá yfirlýsingu Bandaríkjanna - að það virkilega komi til greina, að drepa tugi þúsunda í staðinn -- fyrir t.d. hryðjuverkaárás er mundi drepa nokkur hundruð.

Þá mundi það magna stórfenglega ótta landa sem hafa staðið í deilum við Bandaríkin.

T.d. Írans!

  1. Slík stefna, með því að efla svo um munar ótta þjóða sem telja það hugsanlegt að reiði Bandaríkjanna beinist að þeim í framtíðinni; mundi sennilega leiða til þess að þær þjóðir bregðist við með þeim hætti.
  2. Að:
    A)Útvega sér kjarnorkuvopn, ef þau eiga ekki slík vopn þegar. En Bandaríkin hafa hingað til aldrei ráðist á land sem ræður yfir kjarnorkuvopnum.
    B)Ef þau ráða yfir kjarnorkuvopnum, að fjölga þeim -- til að draga úr líkum þess að svokölluð 1-árás geti heppnast.
    C)Ekki síst, hvatt þau til þess, að tryggja sem mest öryggi sinna vopna -- og auðvitað byggja kjarnorkubyrgi fyrir mikilvæga þætti varna.

___________________

Ég er að segja m.ö.o. að slík stefnu-yfirlýsing!
Gæti haft mikil áhrif til þeirrar áttar, að stuðla að frekari útbreiðslu kjarnavopna, ásamt því að stuðla að fjölgun þeirra.
Og einnig mundi líklega auka verulega líkur á því að núverandi upphleðsla spennu í heiminum leiði til -- nýs Kalds stríðs.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum er ég að segja, að hugmynd Trumps um að taka upp þá stefnu að lísa yfir óvissu ástandi um það hvort Bandaríkin mundu bregðast við ógnunum eða árásum frá ISIS með kjarnorkuárás --> Sé með endemum heimskuleg!


Kv.


Trump greinilega ætlar ekki að leita sátta innan síns eigin flokks

Það má vera að Trump telji sig einfaldlega ekki þurfa, eftir að það kom í ljós að framboði hans gekk vel að safna fé í júlí: Donald Trump Makes Up Major Financial Ground.

Hinn bóginn læðist að manni sá grunur, að Trump sé einfaldlega að hefna sín!

Mike Pence Splits With Donald Trump on Paul Ryan Endorsement

--En viðbrögð Trumps virðast vera nákvæmlega - "tit for tat."

  1. "Mr. Trump said...he was considering endorsing Mr. Ryan for re-election, but was not ready. “I’m just not quite there yet,” Mr. Trump said. “I’m not quite there yet.”"
  2. "Mr. Trump’s choice of words was strikingly similar to the speaker’s language in May, when Mr. Ryan said he was “not ready” to endorse Mr. Trump for president."

Sem gæti þítt að Trump ætlar hugsanlega að styðja framboð Ryans síðar.
--Á hinn bóginn, gæti annað atriði bent til þess - að verið geti að Trump ætli að nota tækifærið til að losna við Ryan.

  1. "Mr. Ryan is facing a primary challenge on Tuesday from a businessman, Paul Nehlen..."
  2. "...on Tuesday, Mr. Trump told The Washington Post that Mr. Nehlen was “running a very good campaign.

Jafnvel þó að Trump opinberlega segist -- líka við Ryan, leiðtoga Repúblikana á þingi.
Þá efa ég að nokkur maður raunverulega trúi því.

Það á auðvitað eftir að koma í ljós!

  • En varaforsetaefni Trumps, Mike Pence -- hefur aftur á móti líst yfir stuðningi við framboð framboð Ryans til endurkjörs á bandaríska þingið.

Hvað það akkúrat þíðir, er virkilega góð spurning.

  1. Einn möguleikinn er sá, en vitað er að Pence og Ryan raunverulega líkar við hvorn annan, að Pence sé einfaldlega að styðja sinn vin -- burtséð frá því hvað Trump segir eða gerir.
  2. Annar möguleiki væri að Trump og Pence séu að spila einhvern -- "good cop / bad cop" leik.

Hafandi í huga, hversu auðveldlega Trump virðist fara yfir í reiði viðbrögð -- sbr. viðbrögð hans um sl. helgi, er framboð Clintons tjaldaði foreldrum látins hermanns er fórst í Persaflóastríði George Bush, fólk af pakistönskum ættum - m.ö.o. múslimar.
--Og faðir látna hermannsins, gagnrýndi Trump!
Og Trump svaraði með því m.a. að gera lítið úr móður látna hermannsins, sem er óhætt að segja að hafi farið illa í marga innan Bandaríkjanna!---M.ö.o. viðbrögð sem sannarlega voru pólitískt séð, ósnjöll.

  • Þá einfaldlega grunar mig að það passi betur við karakter Trumps - að Trump sé að hefna sín á Ryan þingmanni og þingleiðtoga Repúblikana.
  • Þar með gefi hugmyndinni um að bera klæði á sárin innan Repúblikanaflokksins
    --> Fingurinn!

Þannig séð væri það fullkomlega í stíl við gagnrýni Trumps á sinn eigin flokk, meðan hann stóð í baráttunni um útnefningu!
Á hinn bóginn, ef Trump mundi vísvitandi ganga beint á hagsmuni þeirra sem hafa ráðið flokknum fram að þessu.
Þá væntanlega má hann einnig reikna með því, að þeir hætti öllum tilraunum til að vinna með honum!

Kannski þó án þess að formlega lísa yfir nokkru!
--En það gæti t.d. sést á því, ef áhrifamenn innan flokksins, mundu fókusa peninga undir stjórn flokksins og þær bjargir sem hann ræður yfir, í baráttu þingmanna flokksins um þeirra persónulega endurkjör.
--Í stað þess að fókusa þær bjargir og peninga, í stuðning við framboð Trumps til forseta.
_________________

Það er til fordæmi, en 1996 þá fókusaði flokkurinn frá framboði Bob Dole - einbeitti sér þess í stað, að framboðum einstakra þingmanna og fylkisstjóra.

 

Niðurstaða

Sú sérkennilega staða gæti myndast - að Repúblikanaflokkurinn vegna vaxandi rofs milli dæmigerðra íhaldsmanna og framboðs Trumps -- einfaldlega fylgi fordæminu frá 1996, er miðstjórn Repúblikanaflokksins - í reynd yfirgaf framboð Bob Dole.

En Trump er frambjóðandi flokksins hvort sem flokknum líkar eður ei.
--En ekkert í lögum flokksins í reynd bindur hann til að styðja frambjóðanda flokksins til forseta!

Þannig að ef Trump er alvara með að lísa sínu frati!
Þá gæti það mjög fljótlega orðið gagnkvæmt.
__________________

Framboð Trumps virðist hvort sem er ekki ætla að gera tilraun til þess að sækja inn á miðjuna, eins og venja er hjá frambjóðendum er þeir hefja beina baráttu um embættið.

Heldur ætla að halda sig við markaða stefnu er Trump hefur fylgt frá upphafi.
--Það yrði þá að koma í ljós, hvort hann geti unnið út á - "hate and controversy" eingöngu.

  • Ákveðið svar við því má hugsanlega sjá í fylgistölum:
    "The former secretary of state has even been performing remarkably well in polls taken in traditionally right-leaning states, such as Arizona and Georgia where Republican candidates typically win by healthy margins."
    __Það geti bent til þess að Clinton sé að takast að ná til sín hluta hefðbundinna kjósenda Repúblikana!
    **Á móti hugsanlega nær Trump einhverjum hluta hefðbundins fylgis meðal verkamanna af Demókrötum.

Þannig að það sé engin leið að fullyrða a.m.k. enn að kosningin geti ekki orðið spennandi!

 

Kv.


Engin takmörk hve langt Trump getur sokkið? Nú kallar hann Clinton - djöful, og talar um kosningasvik 100 dögum fyrir kosningar

Ákaflega sérstakt, að tala um kosningasvik -- 100 dögum fyrir kosningar!
En vanalega þegar slíkar ásakanir koma fram, gerist það að afloknum kosningum.
Trump: 'I'm Afraid' The General Election's 'Gonna Be Rigged'

""I'm afraid the election's gonna be rigged, I have to be honest," Trump told the crowd."

3-möguleikar koma upp í hugann!

  1. Trump sé með þessu, að leitast við að auka líkur á því að sem flestir stuðningsmanna hans, mæti til að kjósa.
    --Skapa tilfinningu spennu meðal þeirra.
  2. Gæti einnig verið tilraun til þess, að dreifa umræðu undanfarinna daga sem hefur verið Trump ákaflega óhagstæð -- eftir vægt sagt umdeilda sennu milli Trumps og foreldra hermanns er fórst í Persaflóastríði Bush forseta, er Trump virtist gera lítið úr móður hermannsins --> Sem er óhætt að segja að hafi ekki vakið lukku meðal bandar. þjóðarinnar.
  3. Og síðan - gæti hann hreinlega verið farinn að óttast að tapa kosningunum.
    Og sé farinn að undirbúa afsökun frammi fyrir eigin stuðningsmönnum -- að hann hafi í reynd ekki tapað, heldur hafi sigurinn verið tekinn af honum með svikum.

Alveg fullt af liði í kringum Trump - er væri fullkomlega tilbúið að trúa ásökunum um sviknar kosningar --> Burtséð frá því hvort nokkuð væri hæft í slíkum ásökunum.

Fyrir utan þetta, hefur Trump toppað öll ummæli tengd kosningabaráttu sem ég hef heyrt um, með eftirfarandi:
Trump calls Clinton 'devil,' warns of 'rigged' race, makes ISIS charge

"Speaking at a stop Monday night in Pennsylvania, Trump did not mince words as he also blasted Sanders for backing Clinton. “If he would have just not done anything, go home, go to sleep, relax, he would have been a hero. But he made a deal with the devil. She's the devil. He made a deal with the devil. It's true,” Trump said."

Augljóslega er Trump mjög pyrraður út í Sanders -- að hafa valið að styðja Clinton sem hinn skárri kost eða "lesser evil" - en ef Sanders t.d. hefði farið í sérframboð eru mjög miklar líkur að slíkt sérframboð hefði gert kosningasigur Trumps öruggan!

En nú -í ljósi ummæla þar sem hann talar um meint kosningasvik 100 dögum fyrir kosningar- þá er hann væntanlega nú -- enn pyrraðri en fyrr, gagnvart Sanders.

Kannski lísa ummælin um Clinton -- vonbrigðum Trumps.

Er hann ef til vill sjái sæng sína uppbreidda, í ljósi nýjustu skoðanakannana: Clinton extends lead over Trump to 8 percentage points: Reuters/Ipsos.

 

Niðurstaða

Ummæli Trumps um kosningasvik 100 dögum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, og ótrúlega hatrammleg ummæli um Sanders og Clinton þar sem Trump kallar Clinton -djöful- sem getur bent til biturðar. Séu ef til vill vísbendingar þess, að Trump sé að tapa voninni um sigur.

 

Kv.


Eðlilegt túlkun nýs viðtals við Trump virðist sú að Trump íhugi fullar sættir við Rússland þrátt fyrir yfirtöku á Krím, vilji sameina krafta með Rússum gegn ISIS

Tek fram að þessi túlkun er ekki endilega óhjákvæmileg - en óneitanlega freystandi miðað við hvernig Trump svarar spurningum GEORGE STEPHANOPOULOS.

  1. Best að nefna strax - að Trump hefur ekki enn skilgreint nákvæmlega - hvað hann akkúrat vill, er hann segir -- NATO lönd ekki borga Bandaríkjunum.
    -Sem hann ítrekar þarna að neðan.
    -Segir síðan, NATO lönd vera að notfæra sér góðvilja Bandaríkjanna.
    **En Trump hefur sagt, skýrt, að hann muni ekki verja NATO land, sem ekki hafi borgað!
    Enn vantar skilgreiningu hans á þeirri -- fjárkröfu!
    --En þ.e. alveg full ástæða að gagnrýnendur Trumps gagnrýna hann fyrir þetta --> En mun NATO virkilega standast það, ef aðstoð Bandaríkjanna er skilyrt --> Beinni fjárkúgun?
  2. Það er síðan athyglisvert hvernig hann bregst við því, er Stephanopoulos -- spyr hvort að Bandaríkin eigi að beygja sig fyrir Rússum út af Krím --> Og Trump hafnar því að hann beygi sig!
    --En ítrekar síðan, hversu gott það væri að eiga gott samstarf við Rússland, t.d. vegna ISIS.
    **Og síðan fyrir rest - viðurkennir Trump að hann íhugi að viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krím.
  3. Svo ítrekar hann það í frekari svörum að gott væri að vera vinur Rússa, er hann fullyrðir að bandarískir herforingjar hafi brugðist í baráttunni við ISIS.
    __En rétt er að nefna, að fram að þessu hafa Bandaríkin beitt sér afar takmarkað, þ.e. A)Með loftárásum, B)Með sérsveitum er aðstoða vinveittar sveitir Kúrda, og að einhverju leiti einnig hersveitir stjórnarinnar í Bagdad, C)Með vopnasendingum til Kúrda.
    **En Bandaríkin hafa ekki sent her til Mið-austurlanda, til þess að berjast við ISIS.
  4. Það vekur því spurningar --> Hvernig Trump hyggst sigrast á ISIS, í samstarfi við Rússland.
    Ályktun er virðist blasa við, ef mið er tekið af svörum Trumps.
    **En freystandi er að álykta að Trump muni senda herlið.
  • Sem væri óneitanlega áhættusamt!
  • En Rússland í samhengi Sýrlands átakanna, er greinilega bandamaður Írans - Hezbollah og Alavi minnihlutastjórnarinnar í Damascus.
    --Þetta færir átökunum mjög sterkan -- trúarbragða stríðs keim.
    --Þegar haft er í huga, að uppreisnarmenn eru án undantekninga -- Súnní Íslam trúar.
    **Og þeir eru studdir af Súnní Araba löndum við Persaflóa -- sem standa í átökum við Íran um stóran hluta Mið-austurlanda.
  • Bandaríkin, vegna þess að Flóa Arabar og Saudi Arabar eru mikilvægir bandamenn, og aðstaðan við Persaflóa er strategískt mikilvæg fyrir Bandaríkin --> Hafa ekki viljað styggja þau lönd --> Með því að virðast taka afstöðu gegn þeim í átökum þeirra við Íran.

Hvernig Trump mundi ætla m.ö.o. að fara í herför með Rússum!
Án þess að valda meiriháttar upplausn samskipta Bandaríkjanna við Arabalöndin við Persaflóa og Saudi Arabíu.
--Virðist þyrnum stráð a.m.k. við fyrstu sýn.

________________Úr viðtali við Trump

Trump: If our country got along with Russia, that would be a great thing...
Stephanopoulos: But if we have a good relationship —
Trump: — I think that's good.
Stephanopoulos: — by bowing to his annexation of Crimea—
Trump: We're not gonna be bowing to any—
Stephanopoulos: — is that a good thing—
Trump: Hey, George. You know me pretty well. I don't bow, okay? I don't bow. But if we can have a good relationship with Russia, and if Russia would help us get rid of ISIS, frankly, as far as I'm concerned, you're talkin' about tremendous amounts of money and lives and everything else. That would be a positive thing, not a negative—
Stephanopoulos: Even if that means conditioning our commitments to NATO, as you said?
Trump: No, because you're not gonna do that. NATO is gonna be just fine. But NATO countries, we have 28 countries, many of them are taking advantage of us. 'Cause they're not paying. So we're protecting these countries. And they're not paying...I was also right about the fact that NATO— we're t— being taken advantage of by NATO countries, totally advantage of, George—

Trump: You have Obama there. And frankly, that whole part of the world is a mess under Obama with all the strength that you're talking about and all of the power of NATO and all of this. In the meantime, he's going away. He take— takes Crimea. He's sort of, I mean—
Stephanopoulos: But you said you might recognize that.
Trump: I'm gonna take a look at it...And having a good relationship with Russia is a good thing, not a bad thing.

 

Niðurstaða

Það þarf varla að taka fram að svör Trumps valda deilum - en t.d. Repúblikanar sem styðja NATO, en fjöldi þeirra gerir. Geta eðlilega átt erfitt með að styðja stefnu Trumps --> Ef Trump er virkilega alvara með þá stefnu --> Að ætla að fjárkúga NATO lönd, eða neita ella að taka þátt í vörnum landa, sem ekki greiða uppsett verð.

Svo eru margir Repúblikanar mun harðari gegn Rússlandi en Obama stjórnin í deilum Rússlands við Úkraínu. Og sá hópur eðlilega er ekki par ánægður með það -- ef Trump virðist skv. viðtalinu ætla að viðurkenna einhliða yfirtöku Rússlands á Krím.
--En rétt er að benda á þá staðreynd, að á 10. áratugnum undirritaði Rússland yfirlýsingu þar sem Rússland formlega viðurkenndi þáverandi landamæri Úkraínu, um alla framtíð!

Svo er fullkomlega óljóst hvað Trump hyggst fyrir í Mið-austurlöndum, sem mundi virka svo miklu betur gegn ISIS - í samstarfi við Rússland.
--En eins og ég sagði, freystandi á álykta að Trump ætli að senda her!

En það gæti verið mjög eldfim aðgerð, í ljósi bandalaga Bandaríkjanna á Mið-austurlanda svæðinu.

  • Þetta krystallar eiginlega þá ábendingu, að stefna Trumps virðist augljóst geta sett nánast allt bandalagakerfi Bandaríkjanna í algert uppnám.
    --En í alvöru talað, einhliða fjárkrafa á bandamenn Bandaríkjanna! Með hótun um að neita að taka þátt í þeirra vörnum. Fjárkúgun - er eðlileg túlkun.

Hafandi þetta í huga, að Repúblikanaflokkurinn hefur áratuga sögu af því að standa þétt að baki bandalagakerfi Bandaríkjanna á erlendum vettvangi.
Þá get ég vel trúað því að margir Repúblikanar séu virkilega - sárónánægðir með Trump.

Sjá gagnrýni McCain á Trump: John McCain Denounces Donald Trump’s Comments on Family of Muslim Soldier
Sjá gagnrýni bandarískra hermanna á eftirlaunum á Trump: The VFW Strongly Condemns Donald Trump

 

Kv.


Ósmekkleg ummæli koma Trump í vandræði, meðan að framboð Clintons fékk nokkra ódýra áróðurspunka að gjöf

Ég er að vísa til -controversy- helgarinnar í Bandaríkjunum, frekar ósmekkleg viðbrögð Trumps við því þegar framboð Clintons tranaði fram foreldrum hermanns af pakistönkum ættum, en þeirra sonur lét lífið í átökum Bandaríkjahers í Írak.

Þetta var snjall leikur á framboði Clintons, að fá foreldra fyrrum hermanns er hafði látið lífið - fólkið af pakistönsku ætterni; sem þíðir - múslimar.
Til að tala gegn hugmyndum Trumps á kosningafundi fyrir Clinton - að banna Múslimum að setjast að í Bandaríkjunum.

  • Og Trump labbaði beint í gildruna!

Clinton accuses Trump of scapegoating Muslim soldier's parents

House Speaker Ryan: Khan family sacrifice should be honored

En herra Khan - sagði "He added that the Republican had “sacrificed nothing” for his country."

Sjálfsagt hefur ásökun herra Khan, að Trump hafi ekki fórnað neinu - gert Trump reiðan!
Þess vegna hafi Trump hlaupið svo rækilega á sig sem hann gerði, sbr. að það voru þau viðbrögð Trumps sem ollu fjölmiðlafárinu í Bandaríkjunum yfir helgina -- en Trump sagði:

  1. "Mr Trump fired back over the weekend, saying he had sacrificed by “working very hard”..."
  2. "...and “employing thousands and thousands of people”."
  3. "...and suggested the soldier’s mother had stood silently alongside her husband during his speech because “maybe she wasn’t allowed to have anything to say”."

Svo þegar ummæli hans voru gagnrýnd -- m.a. af nokkrum fjölda Repúblikana!

  1. “I was viciously attacked by Mr Khan at the Democratic Convention,”
  2. “Am I not allowed to respond? Hillary voted for the Iraq war, not me!”

Einn harðasti gagnrýnandinn -- :

Representative Mike Coffman of Colorado, a Republican who served in combat as a Marine, denounced Mr. Trump’s remarks. - ”Having served in Iraq, I’m deeply offended when Donald Trump fails to honor the sacrifices of all of our brave soldiers who were lost in that war,

Málið er að viðbrögð Trumps - setja sjálfsagt marga Repúblikana í vanda, því að látnir hermenn - foreldrar látinna hermanna - sjálfur herinn; hefur alltaf verið stórt heilagt vígi Repúblikanaflokksins.

  1. Viðbrögð Trumps voru greinilega - pólitískt séð ósnjöll.
  2. Og veittu Clinton og hennar framboði, tækifæri til að gagnrýna Trump með hætti sem án efa hefur náð eyrum töluverðs fjölda stuðningsmanna hersins meðal Repúblikana.

ISIS hefur síðan gefið sína eigin yfirlýsingu: Islamic State calls slain Muslim American soldier an 'apostate'.

En samtökin - íslamska ríkið eða einnig "daesh" líta á sérhvern hermann sem berst fyrir annan málstað en málstað "daesh" sem -- villutrúarmenn eða gengna af trúnni.
--En það er vörn þeirra fyrir því að beita sínum frægu - afhöfðunum.

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt að sjá hvort að írafár helgarinnar hafi haft áhrif á fylgi frambjóðenda - en skv. erlendum miðlum er þetta mesta fjölmiðlafár út af ummælum Trumps, síðan hann réðst að dómara af mexíkóskum ættum - með hætti sem margir Repúblikanar tóku undir að hefðu verið óásættanlega "rasísk."

Eins og ég sagði - herinn, látnir herinn, foreldrar látinna hermanna!
Eru heilög vé innan bandarísks samfélags!

  • Trump þarf að vara sig á því - að láta ekki spila þetta auðveldlega með sig.


Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 871099

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband