Það kannast væntanlega allir við það: Máli getur verið vísað frá dómi, ef verjandi sannfærir dóminn - að málsækjandi hafi og þunnt mál eða lítið, til að það sé eiginlega tækt til réttarhalds. Slíkar frávísanir gerast öðru hvorum, ekki síður á Íslandi né annars staðar.
--Þær geta gerst, ef lögregla klúðrar mikilvægu atriði í rannsókn, eða saksón klúðrar undirbúningi máls með einhverjum hætti, metinn eyðileggja málið fyrir sér!
Í Bandaríkjunum, einnig hér, er einnig hægt að vísa máli frá: Ef verjanda tekst að sína fram á, óhlutdræga málssókn -- svokölluð, hefndar-málssókn er einnig bönnuð hér.
Trump virðist hafa veitt verjendumr Comey einstök gögn, er virðast geta stutt við frávísun á slíkum grunni,
Vitna beint til bandarískra laga: Selective or Vindictive Treatment.
- SELECTIVE PROSECUTION: Skv. textanum, þarf verjandi ekki að sanna að sinn skjólstæðingur sé beittur misrétti, heldur einungis að -- það sé sennilegt, að ákæruvaldið sé hlutdrægt. Skv. stjórnarskrá, eigi ákæruvald að nálgast mál af óhlutdrægni - það sé réttur fólks að svo sé. Það sé því réttarbrot, ef líkur eru á að brot sé þar um.
**Skv. málahefð í Bandar. sé erfitt að sannfæra dómstóla um þetta atriði.
**Trump sjálfum tókst það ekki í eigin málum.
Hinn bóginn, hefur nálgun Trumps á mál Comey verið svo einstök - hann getur hafa galopnað fyrir frávísun skv. því ákvæði. - VINDICTIVE PROSECUTION: 14. viðbót Stjórnarskrár Bandar. - bannar hefndar-málsókn, kemur fram í hlekk að ofan, að einungis 2 dómsmál í sögu Bandar. -- hafa náð að sannfæra á endanum dómstól um slíkt, fá máli hnekkt því á þeim grunni. M.ö.o. sé aftur um að ræða, að það sé erfitt að fá dómstóla til að samþykkja að slíkt sé í gangi.
Hinn bóginn, aftur hefur nálgun Trumps verið það sérstök, að það getur vel verið að -- hann hafi samtímis galopnað möguleika á, frávísun málsins skv. ákvæðinu er bannar, málsókn sem hefndarráðstöfun.
Vísum til nýlegra ummæla Trumps um Comey:
Pam: I have reviewed over 30 statements and posts saying that, essentially, same old story as last time, all talk, no action. Nothing is being done. What about Comey, Adam Shifty Schiff, Leticia??? Theyre all guilty as hell, but nothing is going to be done. Then we almost put in a Democrat supported U.S. Attorney, in Virginia, with a really bad Republican past. A Woke RINO, who was never going to do his job. Thats why two of the worst Dem Senators PUSHED him so hard. He even lied to the media and said he quit, and that we had no case.
No, I fired him, and there is a GREAT CASE, and many lawyers, and legal pundits, say so. Lindsey Halligan is a really good lawyer, and likes you, a lot. We cant delay any longer, its killing our reputation and credibility. They impeached me twice, and indicted me (5 times!), OVER NOTHING. JUSTICE MUST BE SERVED, NOW!!! President DJT
Svæðis-saksóknari, Erik Siebert -- er sá maður sem Trump talar um. Hann virðist hafa hafnað þrýstingi um að -- ákæra Comey. Kemur nægilega skýrt fram, að Trump rekur hann og líklega nægilega skýrt einnig, að brottrekstrarsökin er sú -- að hafna því, að ákæra Comey.
Samtímis, getur Bondi vart litið öðrum augum á skilaboð Trumps, en sem skipun um að -- setja, Lindsey Halligan í það hlutverk.
- Takið eftir, lokasetningu Trumps: Henni verður pottþétt beitt sem sönnun fyrir - hefndar-málsókn.
- Hitt er: Þrýstingur Trumps um málsókn á Comey - virðist algerlega skýr - skilaboð Trumps, verður því einnig án vafa beitt, sem sönnun þess - af verjanda Comey - saksóknin sé misbeiting á rétti skjólstæðings til, óhlutdrægrar málsóknar.
- Vandamál Trumps: hann birtir þetta allt á eigin vefmiðli. Trump síðan sinni fyrstu forseta-tíð, gjarnan notar sinn veðmiðil þess tíma -- til að senda skilaboð, til ráðherra sinnar ríkisstjórnar: Sem þeir ráðrherrar, þurfa að taka sem, skipanir.
Þannig, að Trump hefur gert miðil sinn -- að opinberum birtingarmiðli.
Trump virðist með þessu -- veita einstakar sannanir fyrir verjanda Comey.
- Yfirleitt er erfitt að sanna, ósanngjarna málsmeðferð.
- Yfirleitt einnig erfitt að sanna, hefndar-málsmeðferð.
Vegna þess, að yfirleitt eru aðilar - gætnir í orðum.
En, Trump veður á súðum - eins og sjá má - fullkomlega ógætinn í orðum.
Ef Trump var ekki nægilega ógætinn í orðum, bætti hann enn betur við:
JUSTICE IN AMERICA! One of the worst human beings this Country has ever been exposed to is James Comey, the former Corrupt Head of the FBI. Today he was indicted by a Grand Jury on two felony counts for various illegal and unlawful acts. He has been so bad for our Country, for so long, and is now at the beginning of being held responsible for his crimes against our Nation. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!
Hafandi í huga, hvernig Trump greinilega í fyrra skilaboðinu - beitti Bondi þrýstingi, að ráða tiltekna persónu sem - héraðs-saksóknara, og hann áður rak saksóknara þess héraðs að virðist nægilega skýrt fyrir þá sök: að hafa neitað að hefja mál gagnvart Comey.
Þá þarf var að efa, að verjandi Comey, beitir þessm ummælum Trumps.
Einnig sem sönnun fyrir -- hefndar-málssókn.
- Bendi fólki á, að Halligan er ekki þykk af málsóknar-reynslu, með fyrri saksóknara að virðist nægilega skýrt rekinn af tiltekinni ástæðu.
- Er, sennilega, góð rök fyrir því -- að Halligan sé ekki að komat að eigin sjálfstæðri niðurstöðu um málsókn -- eftir eigin athugun á máli. Heldur sé hún að hlíða skipun Trumps.
Þetta virðist því greinilega styðja sjónarmið um -- hefndar-málssókn.
Trump þurfti auðvitað að ausa meira yfir Comey:
Whether you like Corrupt James Comey or not, and I cant imagine too many people liking him, HE LIED! It is not a complex lie, its a very simple, but IMPORTANT one. There is no way he can explain his way out of it. He is a Dirty Cop, and always has been, but he was just assigned a Crooked Joe Biden appointed Judge, so hes off to a very good start. Nevertheless, words are words, and he wasnt hedging or in dispute. He was very positive, there was no doubt in his mind about what he said, or meant by saying it. He left himself ZERO margin of error on a big and important answer to a question. He just got unexpectedly caught. James Dirty Cop Comey was a destroyer of lives. He knew exactly what he was saying, and that it was a very serious and far reaching lie for which a very big price must be paid! President DJT
Trump vísar til tiltekins vitnisburðar Comey fyrir þingi Bandaríkjanna - þ.s. Comey sagðist hafa svarað skv. bestu samvisku.
Augljóslega hefur Trump alltaf verið óskaplega ósammála Comey.
Hinn bóginn, hefur Trump sjálfur oft haft rangt fyrir sér í mýmörgu.
Að hafa rangt fyrir sér, gefum okkur að Comey hafi flutt rangar staðhæfingar a.m.k. að einhverju leiti -- svo fremi, hann taldi þær vera réttar:
Það þarf beinlínis að sanna, viðkomandi hafi í fulli vitneskju flutt rangar staðhæfingar.
Ef Comey var algerlega sannfærður að - framboð Trumps á sínum tíma hafi brotið lög, þó Comey hafi mistekist að sanna það: Sé ég ekki að, það geti talist lögbrot, hafa rangt fyrir sér.
- Það er hin hliðin á málinu: Það virðist ákaflega ósennilegt að Comey sé unnt að draga til ábyrgðar, fyrir að hafa: rangt fyrir sér.
- Sem dæmi, staðhæfði Trump nýlega á Allherjarþingi SÞ: Að global warming væri það stærsta hoax er nokkru sinni hafi verið beitt á mannkyn. Algerlega kölröng yfirlýsing.
Einmitt vegna þess: Rangar yfirlýsingar eru ekki sjálkrafa sakamál.
--Jafnvel þó maður samþykkti að Comey hafi haft rangt fyrir sér í atriðum.
--Þá kem ég ekki auga á, hvernig það sé unnt að dæma þar um.
Það sé afar erfitt að sanna: Einhver hafi logið vísvitandi.
T.d. er ég viss, að Trump trúir eigin orðum.
Vegna trúar sinnar á þá staðhæfingu -- tæknilega er hann ekki að ljúga!
Sama á að sjálfsögðu við hver þau ummæli Comey er röngt geta verið hann trúði væru sönn!
Niðurstaða
Mig grunar að mál James Comey, nái aldrei lenga en inn í dómssal. Vegna þess að Trump hafi sjálfur líklega þegar eyðilagt málið. Krafa um frávísun skv. þeim sönnunum ég birti kemur án vafa alveg strax fram. Vegna þess að Trump hefur einkar ógætinn í orðum - í ræðu um málið algerlega fyrir opnum tjöldum, í skilaboðakerfi er framkvæmir opinbera birtingu á öllum póstuðum skilaboðum. Þá virðast algerlega einstakar sannanir til staðar - er ættu a.m.k. að eiga möguleika að leiða til frávísunar skv. báðum ofangreindum forsendum:
- Óhlutdrægri málshöfðun.
- Hefndar málshöfðun.
Kaldhæðnin er sú, Trump taldi sig alltaf hafa verið slíkum rangindum beittur.
Hinn bóginn, er hann einkar -- ógætinn. Hann varpar allri varúð fyrir borð.
Með því, að gera fyrirmæli sín -- skrifleg í birtingu sem er opinber.
Þannig virðist hann hafa veitt, einstækar sannanir mér virðast duga a.m.k. hugsanlega til að kollvarpa málinu. Trump getur einungis kennt sjálfum sér um.
--Hann hefði getað kallað Bondi, beint í viðtal í Hvíta-húsinu.
--Stað þess, að senda á hana skilaboð sem birtast á opnum miðli.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2025 kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef einhver man enn eftir sögu upphafs Fyrri Heimsstyrrjaldar - átti flétta af bandalögum stóran þátt í því; hvernig það stríð breiddist út frá litlu upphafi upp í bál er leiddi til dauða margra milljóna fyrir rest!
Agreements between the United States and Saudi Arabia: um gamla varnarsaming Bandar. og Saudi-Arabíu! Skrifað undir hann, 1951 - enn í gildi þó.
- Svokallaður - Mutual Defence Pact.
- Sem sagt, það sama - og Saudi-Arabía virðist hafa samþykkt gagnvart Pakistan.
Ráðamenn Saudi-Arabíu kampakátir yfir samningnum nýja!
Watershed: How Saudi-Pakistan defence pact reshapes regions geopolitics
Saudi-Pakistan Mutual Defence Pact: Implications for India, IMEC, and US Influence in the Gulf
Það sem virðist standa upp úr:
- Samningurinn virðist fela í sér, skuldbindingu um - gagnkvæma aðstoð, ef annað verður fyrir árás: E-h virðist enn óljóst, hversu umfangsmikil sú kann að vera.
- Hinn bóginn, virðist samningurinn segja: árás á annað, er árás á bæði.
M.ö.o. hljómar þetta sem klassískur - mutual defence pact.
M.ö.o. ef þau eru ekki tilbúin akkúrat núna - hugsanlega!
Þá væntanlega felst í þessu, að ríkin skuldbinda sig.
Til gagnkvæmrar varnar-uppbyggingar, er geri gagnkvæma aðstoð, mögulega.
Hvaða hugsanlega 3-Heims-Styrrjaldar hættu sé ég?
- Gætu Bandaríkin - þurft að lísa yfir hugsanlega stríði gagnvart landi, er ræðst á Pakistan?
- Vegna þess hugsanlega -- Saudi-Arabía, hefur dregist inn í stríð af völdum varnarsamings þess lands við Pakistan?
Spurningin hvort - það að Saudi-Arabía er samtímis með varnarsaming við: Pakistan/Bandaríkin.
Gæti leitt til þess: Að öll 3-löndin, gætu blandast inn í sama stríðið?
Klárlega hefur samningurinn áhrif á stöðu Indlands!
Modi getur t.d. þurft að íhuga þann hugsanlega möguleika - að lenda í stríði við Bandaríkin!
Ef, ný átök Indlands og Pakistan, draga Saudi-Arabíu - inn í stríð við Indland.
- Þ.s. sumir á Indlandi virðast óttast, að nýji samingurinn við Indland -- hvetji Pakistan til dáða, þannig að - Pakistan verði djarfari í samskiptum en áður.
- Ég hugsa að það sé sennilega full ástæða fyrir Indland: Að óttast slíkt.
Því, það er alls ekki ósennilegt -- að Pakistan líti svo á.
Að, Pakistan hafi - óbeina vörn af Bandaríkjunum.
--Því, Indland verði a.m.k. að taka tillit til þess möguleika, ég bendi á.
Niðurstaða
Hversu mikið varnarsamningur Saudi-Arabíu og Pakistan, breytir stöðunni við Indlandshaf og hugsanlega einnig í Mið-Austurlöndum -- verður væntanlega að koma í ljós.
En þetta er greinilega dálítil - bombshell.
Fyrir Indland, er þetta að auki klárlega aukið flækju-stig.
Pakistan er líklega að reikna með, að þetta dragi úr líkum þess.
Að Indland - geri frekari hernaðar-árásir á Pakistan.
M.ö.o. - fæling, virðist hugsun að baki þessu.
Hinn bóginn, ekki algerlega á tæru, hvað Saudi-Arabía græðir.
Sumir hafa velt upp því, að Pakistan hefur kjarna-vopn.
Kóngurinn af Saudi, hefur stundum a.m.k. virst áhugasamur um slík vopn.
Hinn bóginn, virðist ekkert í samningum vera um -- kjarnavopn, sérstaklega.
A.m.k. bendi ekkert til þess, að Pakistan hafi skuldbundið sig, til að bregðast við með Kjarna-vopnum, er ráðist sé á Saudi-Arabíu. Hinn bóginn, þarf það alls ekki þíða, slíkt viðbragðs sé útilokað.
Hinn bóginn, er samningurinn svo nýr nú. Að líklega á margt enn eftir að koma í ljós.
A.m.k. bendi hann til, stóraukins hernaðarlegs samstarfs landanna tveggja.
Það þarf ekki endilega vera, að þó ekkert komi fram um kjarnavopn.
Að það útiloki að þess-lags samstarf beggja, ríki síðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef 550 milljörðum Dollara verður stórum hluta stungið í vasa Trumps, sbr. fénu varið til fyrirtækja Trumps sjálfs. Þá er samningur Japans við Bandaríkin, er inniber 550 milljarða fjárfestingu, stærsta mútumál sennilega gervallrar heimssögunnar.
Trump to direct Japans $550bn investment in US after deal with Tokyo
- The memo, signed on Thursday in the US when Trump officially enacted the trade deal,gives Japan just 45 days to fund projects earmarked by the president or face the reimposition of his steep tariffs.
- The countries will evenly split the cash flow generated (from the investment) until Japans investment is paid off at which point the US (government of the USA) will take 90 per cent of the proceeds.
- The memorandum said Trump would be given the final pick of potential investment projects put to him by an investment committee chaired by US commerce secretary Howard Lutnick.
Mikilvægu þættirnir virðast vera:
- Trump tekur allar endanlegu ákvarðarnirnar - hvernig og hvar, fénu ver varið.
- Bandar. ríkið - þíðir það líklega, þegar talað er um að Bandar. taki helming af rentum meðan fjárfestingin er að borga sig, síðan renni 90% af rentum til bandar. ríkisins þaðan í frá -- m.ö.o. ríkið ákveður það, fær renturnar stærstum hluta.
- Trump er forseti Bandar. - og hann líklega sér engan mun á hans persónulega fé, og fé ríkisins.
- Mann grunar sterkt - að, féð renni til fyrirtækja Trumps; þ.s. Trump sé ríkið eða hann líklega sér það svo, þannig féð renni til hans þ.e. fyrirtækja hans.
Sannarlega er þetta -- afar skeptískt mat:
- Annað af tvennu, er þetta stórfelld aukning af ríkis-afskiptum, í Bandar. ef þ.e. svo að - það sé raunverulega ríkið en ekki Trump, er vasast með þetta fé.
- Hinn bóginn, er augljóst ástæða að ætla -- Trump stingi rentunum nær öllum í sinn vasa.
Eftir allt saman - hlíðir Bessent og öll ríkisstjórn Trumps, honum fullkomlega.
Mun engu máli skipta hvað Trump leggur til - þau munu framkv. verkið.
- Klárlega er Trump, er ákvarðar í hvað féð rennur.
- Því algerlega upp á Trump komið, hvort hann stingur fénu í eigin vasa.
Og mann virkilega grunar, hann nákvæmlega ætli að gera einmitt það.
Niðurstaða
Ef þ.e. svo mig grunar, Trump ætli að þiggja allt þetta fé persónulega sem mútur.
Þá, var aðferð Trumps gagnvart Japan -- klassísk fjárkúgun.
M.ö.o. hann hótar þeim stórfelldu fjárhagslegu tapi.
Þ.s. ríkisstjórn hans og bandar. þingið, hlíða honum persónulega út í eitt.
Engnn vafi, að Japan varð að taka hótanirnar fullkomlega alvarlega.
- Eina spurningin er -- hvað Trump gerir við féð.
- Þ.s. á tæru er, hann ákveður í hvað féð rennur.
Líkur þess hann hirði það nær allt persónulega, sem á skv. samningnum að renna til bandar. ríkisins, meðan hann er forseti -- virðast yfirgnæfandi!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Financial Times birti rétt fyrir helgi, niðurstöður um ferðamanna-sumarið í Bandaríkjunum; nánar tiltekið um -- túrisma Bandaríkjamanna sjálfra.
Athygli vekur sérstaklega - þróun hótel-tekna skipt eftir efnahag.
The US tourism slump that never happened
Grein FT vísar til þess - að ferðasumarið, endaði ekki í samdrætti.
Þegar mælt er - innlend ferðamennska í Bandar. Bandaríkjamenn sjálfir að ferðast.
Greinilega að, tekju-aukning af hærri tekju-hópum, heilt yfir - bætti upp tekjutap af minni tekjum hjá ódýrari hótelum.
Það er að sjálfsögðu einungis meðaltal yfir atvinnuveginn.
--Ódýrari hótel höfðu samdrátt, dýrari og dýrustu - aukningu.
- Bendi á - að í greininni kemur fram, að - erlendum ferðamönnum fækkaði í Bandar.
- Þannig, að væntanlega ef þ.e. tekið með - er heildar-samdráttur í ferðaiðnaði í Bandar.
Kannski væri þá réttari fyrirsögn á þá leið, samdráttur ferðamennsku hefði verið minni en var spáð. En framsetning er sú, að hún slapp við tap - þó til þess að sína þá niðurstöðu, þurfi að hundsa tölur um fækkun erlendra ferðamanna.
Myndin sýnir skýrt: Ódýrari hótel tapa tekjum - dýrari, græða!
Mér virðist á tæru - að þetta bendi til rauntekjuskerðingar millistéttar.
Sama tíma græða líklega hæstu tekjuhóparnir - á skattalækkunum.
- Skv. því, virðast gagnrýnendur stefnu Trumps, fyrir kjördag 2020:
Hafa haft rétt fyrir sér, að sú stefna leiði til - kjaraskerðingar milli og lægri-tekjuhópa. - Meðan, að hærri-tekju-hópar njóti ágóða þeirrar stefnu.
Kjósendur í lægri- og milli-tekjum, er kusu Trump.
Héldu margir, að loforð Trumps um - gósen-tíð framundan.
Þíddi, að atkvæði til Trumps - væri gott fyrir það fólk einnig.
- Það getur verið að Trump hafi einungis verið að tala fyrir - milljarðamæringa, og milljónamæringa -- dollurum talið.
En það virðist sannarlega gósentíð fyrir þá ríkja.
Alltaf spurning - hvað er lýgi, akkúrat - Trump, talaði aldrei nákvæmlega.
Talaði almennt um gósen-tíð framundan, þó - má vera, hann hafi aldrei sagt akkúrat - hverra!
--Þannig greinilega fékk hann marga kjósendur til að trúa, hann ætti við þá.
-----------------
Tariff revenue will cut US deficits by $4tn over next decade, fiscal watchdog says
Í grein FT kemur fram - einnig, gagnrýni á þessa túlkun stofnunar Bandar.þings.
- Það þarf, að gera ráð fyrir því að -- engin samdráttur verði í innflutningi.
Ath. stefna Trumps, er að tollar hafi öfug áhrif, minnka innflutning. - Það þarf einnig að gera ráð fyrir, engum neikvæðum efnahagsáhrifum.
Margir hagfræðingar benda á, að verðhækkanir er fylgja tollum er séu að loksins að byrja að skella yfir Bandaríkin -- lækki raunkjör almennings, er bitni greinilega einna mest á lægri tekju-hópum og millistétt.
Telja þeir hagfræðingar, líkleg neikvæð efnahags-áhrif augljós. - En, ef það verða neikvæð efnahagsáhrif, m.ö.o. að tollarnir hækki verð m.ö.o. skapi aukna verðbólgu - skapi rauntekjuskerðingu almennings, m.ö.o. lægri tekjuhópa og millistéttar - þ.e. megin-þorra almennings.
Þá dragi það úr neyslu þeirra tekju-hópa. - Ef það gerist, þá skapist við það -- neikvæð efnahags-áhrif.
Þau, að minnkuð neysla - skapi fækkun starfa í þjónustu-greinum, og lækkun hagvaxtar - er leiði þá fram, minnkaðar tekjur ríkisins af veltu-sköttum.
--Tollur, er einmitt - form af, veltu-skatti.
M.ö.o. toll-tekjur ættu þá einnig að gera lækkað af þessa völdum.
M.ö.o. sé gagnrýnin sú -- að fullyrðing um þetta miklar tekjur.
Sé augljóslega óraunsæ!
Trump fagnaði þessu -áliti- en - virðist ekki átta sig á.
Að, til að álitið gangi upp - þarf m.a. tolla-stefnan að virka með allt öðrum hætti.
--En Trump hefur alltaf staðhæft; m.ö.o. engar nýjar verksmiðjur.
En annars hvernig með öðrum hætti, er mögulegt að gera ráð fyrir að tollar skili - engri minnkun á innflutningi?
En tekju-áætlunin, geti einungis gengið upp: Ef hvorugt gerist, þ.e. nýju verkmiðjurnar, og efnahags-samdráttur - tengdur stefnunni.
-----------------
Mér virðist niðurstaða ferðamenna-sumarsins benda skýrt til þess.
Að tollarnir séu greinilega að byrja að hafa neikvæð efnahags-áhrif.
- En hvað annað skýrir samdrátt tekna - hótela að miða við lægri-tekjuhópa, og milli-stétt?
- Annað en einmitt það, að líklega sé tolla-stefnan farin akkúrat að skerða raunkjör þeirra hópa.
Það má lesa í stefnu Trumps - veðrmál það:
- Að tekju-aukning ríkra - bæti upp tekjuskerðingu lægri tekjuhópa, og milli-stéttar.
Bendi á, að síðast þegar Trump var forseti - var einnig skýr tekju-aukning hæstu tekju-hópanna; en sú aukning virtist einungis skila auknum hagvexti 2018.
Hagvöxtur það ár, náði 3% -- en strax árið eftir 2019 minnkaði hann í rýflega 2%.
M.ö.o. nærri það sama og 2017, fyrsta starfsár hans fyrri forsetatíð.
- Það var eins og ríka líðið - kassaði allt út strax.
Síðan var eins og - skatta-lækkunin hefði engin jákvæð áhrif á hagvöxt þaðan í frá.
En hún kostaði samt - viðbótar skuldasöfnun ríkissjóðs upp á nokkrar trilljónir.
--Þessi saga gæti endurtekið sig, að ríku tekjuhóparnir hjálpi hagvexti þessa árs.
--En síðan, birðist raun-samdráttur af völdum stefnu Trump, strax nk. ár.
Kemur í ljós!
Niðurstaða
Ég tel vísbendinar sína að, stefna Trumps sé sannarlega að valda rauntekjulækkun millistéttar og lægritekjuhópa. Samtímis græða hæstu tekjuhóparnir.
- Gjáin milli ríkra og fátækra víkkar enn eina ferðina.
Er þó talið af mörgum, kjör Trumps sé ekki síst - óánægju-atkvæði þeirra er reiðast yfir þeirri stöðugt víkkandi tekju-gjá. Það hljóta fljótlega að birtast töluverð vonbrigði þeirra hópa, þ.e. þeirra af þeim er kusu Trump -- er þeir töldu loforð hans um gósentíð, eiga við þá.
Ég er algerlega sammála þeirri gagnrýni að - mat um 4tn. í tekjur af tollum, sé alveg örugglega óraunhæf spá. Tel það þegar sannað - því nú þegar blasi við fyrstu merki um neikvæð efnahagsáhrif, vísa til sterka vísbendinga um lækkun rauntekna meginþorra bandar. almennings.
Ég held að þær niðurstöðu síni algerlega fram á að öll gagnrýni á tollastefnuna er hárrétt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sprengjurnar sem Bandarískar B2 vélar vörpuðu eru taldar ná milli 60-70 metra í gegnum berg. Hinn bóginn, er Fordow birgið grafið undir -fjall- m.ö.o. a.m.k. sennilega mörg hundruð metrar niður þ.s. byrgið er -- þaðan sem vélarnar vörpuðu sprengjunum.
Hinn bóginn, þíðir það ekki endilega að, kjarnorku-áætlun Írana hafi ekki beðið tjón.
UN nuclear chief estimates damage to Irans facilities very significant
Rafael Grossi - yfirmaður Alþjóða-Kjarnorkumála-Stofnunarinnar, benti á að, skildvindur Íranar nota við auðgun úrans, séu viðkvæmar gagnvart titringi.
the explosive payload utilised and the extreme vibration-sensitive nature of centrifuges
Sterklega orðað - málið er að, í notkun snúast þær á margra tuga þúsunda snúningum per mínútu - svipað og tromla í þvottavél - beitir miðflótta-afli til að þrýsta vatni úr fatnaði; beita þær skilvindur, miðflótta-afli við auðgun úrans.
Það virkar því að, há-geislavirkar samsætur úrans, hafa meiri massa.
En til þess að þær færist að jaðri, þarf öflug miðflótta-afls-áhrif.
Þess vegna, svo hraðan snúning -- sbr. margra tuga þúsunda.
Auðvitað skiptir töluverðu máli, hvort skilvindurnar voru í notkun, eða ekki.
Akkúrat þegar sprengjurnar féllu.
--Geri ráð fyrir, að þær hafi dempara til að hjálpa jafnvægi, eins og þvotta-véla-tromlur.
--Hinn bóginn, er sennilegt að svo harkalegur hristingur sem þetta stórar sprengjur orsaka, sé nægur samt til að skapa snöggt ójafnvægi - ef skilvindurnar eru á fullum snúningi.
- Ef þær voru ekki í gangi, gætu þær verið lítt skemmdar a.m.k. viðgeranlegar.
- Ef þær voru á snúningi, eru afleiðingar þess að þær lendi í ójafnvægi á svo miklum snúningi sem þær líklega þá eru -- sambærilegar við, öfluga sprengingu.
M.ö.o. þær fara þá líklega í tætlur og einhverjir óheppnir er voru í sama rými, látast.
- Gæti Fordov byrgið hafa fallið saman?
- Ég mundi halda, að Íranar hafi haft vit á að, setja upp öflugar styrkingar innan-dyra.
Enda hafa þeir vart geta ætlað, að aldrei yrði hent sprengjum á byrgið.
Myndir af vef: Satellite photos: See before and after images of bombing at Iran nuke sites.
Sést vel á myndunum að; meginatlagan hefur verið gagnvart, Fordow.
Þ.s. greinilega, líklega tvær B2 vélar vörpuðu sérgerðum, byrgja-eyðandi-sprengjum.
--Skv. upplýsingum til á netinu, geta þær borið 2stk. af þeim sprengjum.
--4 göt benda skv. því til, tvær slíkar vélar hafi varpað á það byrgi.
Meðan, að það virðist að - ein sambærileg sprengja hafi verið látin duga fyrir, Natanz.
Nema auðvitað, tveim hafi verið varpað það þétt - að þær myndi eina stóra.
- Bendir til þess, 3 B2 vélar hafi verið notaðar.
Árásin á Isfahan, virðist hafa verið með -- stýriflaugum, sennilega frá kafbát frá Persaflóa.
Íranar halda því fram, að ca. 400 kg. af 60% auðguðu úran, sé í öruggri geymslu.
Auðvitað er engin leið til að staðfesta eða falsa þá fullyrðingu.
- Tæknilega er hægt að búa til, sprengju með 60% úran.
Mér skilst að það sé mögulegt, hún væri hinn bóginn - afar óskilvirk. - Almennt er miðað við, 90% auðgun úrans, fyrir úran kjarna-klofnunar-sprengju.
- Kjarnaklofnunar sprengjur skiptast í 2 grunn-gerðir:
A) Úran sprengju, sem er almennt ekki notuð í dag. Kostur, krefst ekki kjarnorkuvers.
B) Plúton-sprengja, þ.s. plútóníum er hliðar-afurð kjarna-klofnunar, krefst kjarnorku-áætlun er stefnir að plútón-sprengjum, kjarnorkuvera. - Kjarna-samruna-sprengjur: Þær nota kjarna-klofnunar-sprengjur, sem hvell-hettur.
M.ö.o. þarf að lágmarki 3 slíkar, þ.s. kjarna-sprengingin þarf fyrst að þjappa vetninu, svo það framkallist hinn frægi; kjarna-samruni.
--Lágmark er 3 þ.s. annars er ekki unnt að þjappa í miðju.
- Eðli sínu skv. eru öll vígvallavopn, líklega plútón-sprengjur.
Þ.s. mun minna magn af plútón þarf en auðguðu úran, getur plútón sprengja verið mun smærri. Vegna þess að plútón er afar afar virkt efni. - Erfitt að ímynda sér, smáa samruna-sprengju, sbr. að það þarf lágmarki 3 stk. klofnunar-sprengjur, til að samuna-sprengja geti skilað - samruna.
Hafið í huga, þ.s. þetta eru ekki sprengi-efni í venjulegum skilningi.
Geta slíkar sprengjur einungis sprungið, með því að virkja -- kjarna-klofnun, viljandi.
--Þ.e. sérstakur kveiki-búnaður til staðar.
--Og auðvitað, code-locked.
Ef einhver stelur sprengju -- gæti viðkomandi ekki framkallað kjarna-sprengju, með þeirri einföldu aðferð, að binda sprengi-efni utan um.
--Það hinn bóginn, dreifði innihaldi sprengja, er gæti dreift hættulegri geislavirkni yfir áhrifasvæði sprengingarinnar. Dirty-bomb -- er slíkt stundum kallað.
Líklega völdu Íranar úrans-leiðina:
- Því auðveldara sé að grafa slíka áætlun niður í jörð.
Áætlun Írana, virðist hafa verið skipulögð út frá hættunni á árás.
Eftir allt saman, urðu Íranar vitni af eyðilegginu kjarnorkuáætlunar Saddams árum áður, einnig að áætlun Assada í Sýrlandi -- einnig var eyðilögð af Ísraelum.
---------
Afar afar sennilegt, að úrans-sprengju-leiðin.
Hafi verið vandlega valin.
--Út frá öryggis-sjónarmiðum.
Mesta tjónið fyrir kjarnorkuáætlun Írans:
Gæti reynst vera, Ísraela náðu að drepa -- 11 af vísindamönnum Írana.
Séns að það sé komin, þekkingar-hola.
Gerfihnattamynd af Fordow eftir sprengjuárás! Afar lítil ummerki á yfirborði.
Stækkun á mynd, sýnir hvar sprengjurnar fóru inn
Natanz svæðið - byrgi sem líklega liggur mun grinnra, gæti hafa eyðilagst!
Áætlaður, 5 m. víður gígur sést á -- kroppaðri/stækkaðri mynd!
Isfahan kjarnorku-rannsóknar-svæðið!
Eru Bandaríkin komin í stríð við Íran?
Virðist gæta djúprar sannfæringar hjá Trump og kollegum hans, svo sé ekki.
- Trump virðist hafa ályktað, Íranar muni ekki svara fyrir sig.
- Hann virðist telja, hótanir hans um frekari árásir á Íran -- hafi slík fælingar-áhrif að Írans stjórn, muni ekki svara fyrir sig.
Sumir líkja þeirri greinilegu sannfæringu Trumps - við Mission Complete Ræðu Bush.
Sú ræða reyndist síðar afar kaldhæðin, þ.s. eftir fall Hussains - hófst raunverulega stríðið.
- Ef Íranar ráðast að hernaðarmannvirkjum Bandar. við Persaflóa, ná að drepa eða særa einhverja tugi bandaríkjamanna við það.
- Þá, mundi líklega Trump -- telja sig knúinn til að, framkvæma þær hótanir.
Þá auðvitað eru Bandaríkin komin í stríð er gæti staðið alveg eins lengi og stríð Bush innan Íraks, er stóð yfir ca. 8 ár -- ef ég man rétt þá tímalengd.
- Ímsir telja, að það stríð þróist yfir í, víðbreitt Miðausturlanda-stríð.
Það getur reynst rétt, þ.s. meirihlúti íbúa Íraks eru Shítar.
Írak, því líklega lendir -- Írans megin í þeim átökum.
Að auki, yrðu aðrir svæðis-bandamenn Írans á fullu kafi.
- Ef Íran gerir gagnárás -- Trump svarar með stórri árás!
- Er rökréttasta mótsvar Íran -- allsherjar árás á olíumannvirki arabaríkja við Persaflóa!
Þau eru án vafa flest hver viðkvæm fyrir slíkri árás, og tjón því á þeim sennilega mikið.
Við það færi heims olíuverð sennilega langt yfir: 100$.
- Þetta væri skilvirkasta hefnd gegn Trump, Íranar geta framkvæmt.
Himin-hátt olíuverð gæti farið langa leið með að þurrka út vinsældir Trumps.
Þar fyrir utan, mundi þátt-taka í stórfelldu stríði, kljúfa Trumpara-fylkinguna.
- Stór hópur þar innan er mjög andsnúinn þátttöku Bandar.manna í erlendum stríðum, Trump græddi töluvert í kosninga-baráttu sinni síðast; á slíkri andstöðu.
- Beitti fyrir sig, andstöðu við -- þá þátt-töku sem Bandar. höfðu í Úkraínu-átökum, burtséð frá því að Bandar. hafa ekki haft þar neitt mannfall.
Ímsir telja, að þetta hafi a.m.k. verið hluti af sigri Trumps.
- Ef Trump, svíkur loforð um að vera -friðar-forseti- svo rækilega, að ræsa stríði með mun beinni þátttöku Bandaríkjanna -- en sannarlega afar óbein þátt-taka þeirra í Úkraínu.
- Er full ástæða að ætla, að það skapi raunverulegan klofning í Trump-fylkingunni.
Það er munur á -- óbeinni þátt-töku.
Og beinni, þ.s. bein þátt-taka leiðir til; mannfalls eigin liðs.
Niðurstaða
Áhætta Trumps, hann virðist ekki skynja akkúrat núna - þ.s. hann virðist halda sigur þegar unnin. Ekki ósvipað - mission complete ræðu Bush.
Er auðvitað að Írana svari fyrir!
Og Trump, telji sig knúinn - til að svara með mun stærri loftárás.
Slíku tilviki, hef ég þegar nefnt - líklegasta svar Írana við því.
Þ.s. Íranar örugglega vita hvernig þeir geta best hefnt sín á Trump.
Himin-hátt olíuverð, mundi valda kjara-falli innan Bandaríkjanna.
Bandaríski borgarar, hafa hingað til ávalt kennt sitjandi forseta um, kjarafall er verður er sá forseti er við völd. Meira að segja ekki ósanngjarnt að kenna honum í það skipti.
Þar fyrir utan, væri það litið svik við málstaðinn meðan -- verulegs stórs hópa innan MAGA hreyfingarinnar, sem er í henni -- stórum hluta út á loforð Trumps, að taka ekki þátt í stríðum.
- Trump mundi kljúfa MAGA hreyfinguna.
- Samtímis, minnka almennt fylgi við sig og sinn flokk.
M.ö.o. gæti stríð við Íran, hliðar-áhrif þess. Leitt til sigurs Demókrata næst.
-------------
Látum samt vera að fullyrða að Íranar svari fyrir sig.
Ef þeir gera það ekki, mun Trump líta út sem sá sigurvegari sem hann heldur sig vera.
PS: Vopnahlé Trump fékk Ísrael til að samþykkja - í gærkveldi, síðan heppnaðist Quatar að sannfæra Írani; virðist -- halda í dag. Hvað síðar verður.
En ef þetta er niðurstaðan, lítur Donald Trump frekar vel út.
- Svar Írana við árás Trumps, virðist einungis hafar verið til málamynda.
Íranar virðast hafa varað Bandar.menn við - svo enginn meiddist.
Ekkert tjón varð þ.s. Íranar virðast einungis hafa sent árás, ætlað vera skotin niður. - Trump áttaði sig á þessu - verður maður að reikna með - hóf strax ef marka má fréttir er útkoman var ljós, árás Írana var einungis -token- hringingar til aðila í Ísrael. Síðan, er samþykki lág fyrir -- haft samband við Doha, að Quatar mundi ræða við Írani.
- Ísrael augljós sigurvegari þeirra átaka.
- Trump, styrkir stöðu sína á alþjóðavettvangi.
Og líklega samtímis heima fyrir. Varla hægt að segja annað, Trump þori að taka áhættu.
--------
Ekki gleyma því, átökin sýna fram á yfirburði bandarísks vígbúnaðar - sérstaklega F35 Stealth-Fighter -- klárlega gagnvart rússneskum vígbúnaði.
Kannski tími kominn fyrir Írani, að leita eftir nýjum -- vopna-sala.
Þ.s. rússneska dótið greinilega dugar ekki!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.6.2025 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afstaða Netanyahu til Írans hefur verið á tæru í langan tíma -- hann hefur reynt að fá Bandaríkin til að leggja Íran gersamlega í rjúkandi rúst.
- George W. Bush, skv. ævisögu sinni, gefin út skömmu eftir hann lauk forseta-tíð sinni, kom fram -- að hann íhugaði möguleika á að:
Leggja kjarnorku-áætlun Írans í rúst.
Pentagon smíðaði fyrir hann skv. frásögn hans, áætlun er fól í sér - innrás Bandar.hers, markmið að til skamms tíma, hertaka tiltekin svæði -- beita verkfræðingasveitum Bandaríkjahers, til að leggja í rúst -- neðanjarðar-byrgi, þ.s. mikilvægustu þættir kjarnorkuáætlunar Írans eru varðveittir. - Að, Pentagon -- lagði til innrás, er Bush óskaði eftir áætlun -- um eyðileggingu kjarnorku-áætlunar Írans.
Hef ég síðan, talið sanna -- að kjarnorkuáætlun Írans.
Sé ekki unnt að eyðileggja, með -- loftárásum.
2 byrgi voru reist -- undir Natanz kjarnorkuverinu, Ísraels-flugher líklega eyðilagði orkuver þar á yfirborði.
Fordow byrgðið -- er grafið undir fjall: gæti verið öruggt gagnvart, kjarnorku-árás.
- Afar ósennilegt talið, byrgið undir Natanz verinu, hafi skemmst.
En, sumir eru með vanga-veltur, að -- með eyðileggingu versins á yfirborðinu, geti skilvindurnar í byrginu fyrir neðan verið rafmagnslausar.
--Augljósalega gæti það einnig verið, að til staðar sé vara-afl.
--Mér þætti það skrítin yfirsjón hjá Írönum, að hafa enga - vara-aflsstöð.
Slík yrði að sjálfsögðu að vera, í byrginu sjálfu.
Og auðvitað, eldsneyti slíkrar dugar ekki - endalaust.
En, kannski - dáldinn tíma. Kannski, vikur.
Spurning um - hvort tjón á yfirborði, lokar - inngöngu-leiðum.
Ef ekki, væri væntanlega unnt að - toppa upp tank vara-aflsstöðvar. - Byrgið undir, Fordow fjalli - er auðvitað super-öruggt.
M.ö.o. afar ólíklegt að -- Netanyahu, geti eyðilagt kjarnorkuáætlun Írans.
- Vegna þess, Netanyahu - getur ekki lagt þá áætlun í rúst!
- Jafnvel óvíst, hvort árásirnar - valdi nokkurri minnstu töf.
Skilvindurnar undir Natanz, gætu vel -- verið starfandi, burtséð frá yfirborðstjóni.
Hallast ég frekar að því, Netanyahu -- sé í tilraun til að egna til stríðs milli Írans og Bandaríkjanna, en hann haldi hann geti afrekað því - hann hefur lýst yfir sem markmið stríðs við Íran hann hefur hafið!
Málið er einnig að, þ.e. afar afar ósennilegt - að atlaga, Netanyahu, felli ríkisstjórn Írans.
- Ísrael getur ekki eyðilagt kjarnorkuáætlunina - með loftárásum.
Þar fyrir utan, er innrás landhers - ópraktísk af augljósum ástæðum, fyrir Ísrael. - Ef, Netanyahu, tekst ekki að egna - Trump til stríðs.
Væntanlega heldur stríðið áfram með sama hætti og sl. daga!
- Stöðugar loftárásir Ísraels-flughers.
- Svarað, með endurteknum eldflauga-árásum Írans.
Þegar hefur orðið manntjón meðal borgara Ísraels, eftir að einhverjar eldflaugar Írana náðu í gegn, eyðilögðu nokkrar íbúa-byggingar.
Án vafa er manntjón Írana mun meira, en - það mun í engu hindra Írans-stjórn.
- Írans stjórn, hefur sama þanþol fyrir manntjóni.
- Og Pútín hefur í samhengi Úkraínu-stríðs.
Algerlega enginn séns, að - Netanyahu, geti knúið fram einhvers konar uppgjöf Írans.
Þessi átök væntanlega eru afar óhentug fyrir Donald Trump!
Heims-olíuverð hefur rokið í: 70$.
- Óhentugt, því það veldur aukningur á verðbólgu í Bandaríkjunum.
- Ef olíuverð, helst 70 eða meir - þá bætist sú verðbólga, ofan á allar hugsanlegar hliðar-afleiðingar ákvarðana Trumps: Þeirra er geta aukið verðbólgu.
Slíkt verðbólga, getur skaðað - vinsældir Trump.
Trump augljóslega er ekki blindur fyrir slíku.
- Þolinmæði hans gagnvart, Netanyahu -- gæti því þorrið á -vikum- ef átök standa yfir einfaldlega með sama hætti; samtímis helst olíuverð: 70$. +
- Að fylgjast með viðbrögðum Trumps, verður því forvitnilegt.
- Þegar hefur komið fram - Netanyahu, er í nokkurri ónáð hjá honum.
Sennilega er Trump ekki neitt sérdeilis þakklátur, Netanyahu.
Fyrir, að Netanyahu hafi -- eyðilagt a.m.k. fyrst um sinn, möguleika á samningum.
- Trump a.m.k. virðist hafa áhuga á, að - eftir hann liggi, mikilvægur friðar-samningur.
- Ekki síst, ef það tækist, tækist honum þ.s. engum forseta hefur tekist.
Sem væntanlega er - gulrótin - í augum Trumps.
---------
Netanyahu, vill engan frið á hinn bóginn.
Svo lengi sem, Íran er stjórnað af núverandi valdhöfum.
- Hinn bóginn, eru engar líkur á að -- aðferð Netanyahu, veiki Írans-stjórn.
Mun sennilegar, hernaðar-árásir Netanyahu, séu að þétta Írans-þjóð að baki stjórninni. - Trump -planið- að bjóða samninga -- var miklu líklegra til árangurs.
Einfalt að skilja:
- Trump getur boðið, að afleggja refsi-aðgerðir í áföngum.
Þannig, boðið íbúum Írans, betri framtíð. - Ef, trúverðugur samningur lægi fyrir.
Klerkarnir höfnuðu honum -- eru ekki slæmir möguleikar, íbúar Írans gætu þá risið upp.
--Hinn bóginn, getur ekki aðferð Netanyahu -- haft þær afleiðingar.
--Einmitt vegna þess, herafli Ísrael er að drepa Írana, innan Írans.
Slíkt þéttir ávalt þjóð að baki ríkisstjórn - burtséð frá hve hötuð hún annars er.
Niðurstaða
Ég hallast að því, Netanyahu takist ekki að egna til stríðs milli Bandar. og Írans.
Muna, burtséð frá yfirlýsingum Netanyahu, hafa hingað til stjórnendur Írans - ekki sýnt irrational hegðunarferli.
Trump gaf Írönum auðvitað, sterkorðaða aðvörun. Hann þurfti það líklega ekki.
Sennilegast, halda átökin áfram - með tit for tat - loftárásum.
Manntjón Írana verður alltaf meira, en það sé minna sennilegt að það hafi áhrif á stjórnendur Írans, en tja -- minna manntjón borgara Ísraels hafi áhrif á ríkisstjórn Ísraels.
Fyrir einhverja rest, verður það nægilegt til að skapa ergelsi meðal íbúa Ísraels.
Þar fyrir utan, grunar mig að þolinmæði Trumps gagnvart stríði Netanyahu við Íran, muni reynast - takmörkunum háð. Burtséð frá því að Trump, hafi nýlega sagst sammála þeim árásum.
--Þetta allt kemur í ljós.
A.m.k. haldast olíuverð hærri en undanfarið, svo lengi sem þau átök standa yfir.
Það mun ekki virka fyrir Trump, segjast ekki bera ábyrgð á verðbólgunni heima fyrir.
Þ.s. borgarar Bandaríkjann skv. langri reynslu, kenna ávalt forseta þeim er situr, ef þeirra kjör eru að lækka undir þeim viðkomandi forseta.
Á einhverjum punkti, kviknar á peru Trumps - ef þetta fer að skaða hans fylgisstöðu.
Þangað til, gætu verið frá vikum upp í mánuði - bendi fátt til annars, en að stríðið geti varað þann tíma -- með nákvæmlega sama hætti, að Íran og Ísrael skiptast á loftárásum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í Bandaríkjunum eru lög, er almennt banna beitingu hers Bandaríkjanna, innan Bandaríkjanna: Posse Comitatus Act of 1878. Til er undantekning þar um, skv: Insurrection Act.
Þar fyrir utan, er réttur forseta til beitingar - Þjóðvarðaliðs; einnig takmarkaður: En til er undantekning, er réttlætir beitingu gegn uppreisn.
- Trump, beitti ákvæði; er heimilar að beita Þjóðvararliði: Gegn uppreisn.
Gengur greinilega gegn venju, að -- skilgreinar mótmæli, jafnvel óeirðir þannig.
Þ.e. því alls ekki augljóst, að beiting Trump þar um, standist dómstóla.
Newsom, hefur þegar kært málið: Trump is unhinged, speaking like an authoritarian.
Ath. fyrirsögnin - vitnar í orð, Newsom - er var afar harðmæltur. - Að Trump ákveður einnig að senda - US Marines á svæðið: Trump deploys Marines to Los Angeles. Bendir til þess, hann ætli að virkja -- 10 U.S.C. §§ 331-335 eða Insurrection Act.
Vanalegur skilningur skv. hefð á -Insurrection- eru útbreidd vopnuð átök
Mér finnst líklegt, að Hæsti-Réttur Bandar. mundi, hindra beitingu - Insurrection Act.
Einfaldlega vegna, þess -- að menn séu andvígir stefnu ríkjandi stjórnvalda; er ekki - Insurrection.
--Ég meina, ef slíkt er það; af hverju þá ekki: Verkfall.
Hinn bóginn, virðist lagagreinin er heimilar beitingu, National Guard - opin!
Ég hugsa því, að -- Hæsti-Réttur líklega dæmi Trump í vil, í máli Newsom þar um.
Þó auðvitað ef Trump gætir sín ekki í beitingu Þjóðvarðarliða, gæti málið snúist.
Vitnum einfaldlega beint í:
National Guard in Federal service: call
Whenever
- he United States, or any of the Commonwealths or possessions, is invaded or is in danger of invasion by a foreign nation;
- there is a rebellion or danger of a rebellion against the authority of the Government of the United States; or
- the President is unable with the regular forces to execute the laws of the United States;
Trump sagði einfaldlega:
- Mótmælin, væru í áttina að - uppreisn.
- Hinn bóginn -- er 3ji liður - National Guard in Federal Service Call - það loðið orðuð; Trump - líklega getur komist töluvert langt, í því að beita þeim lið fyrir sig.
Hinn bóginn - gæti hann samt sem áður: Tapað fyrir - Hæsta-rétt!
Ef hann gætir sér ekki í beitingu þeirra ákvæða.
------
Ég efa að -- Hæsti-Réttur heimili honum, að tegja þetta að - vild.
Greinarnar bersýnilega -- fela í sér, mikið þarf að vera í gangi.
Þess vegna, er a.m.k. séns, að Gavin Newsom, vinni málið fyrir - Hæstarétti.
--Ef, götu-átök eða óeirðir, einfaldlega eru bersýnilega ekki á þeim skala.
--Að, almenn lögregla, geti ekki ráðið við þau.
Niðurstaða
Ég fer ekki í þá dramatík, að taka undir -- sjónarmið, að aðgerðir Trumps sanni, hann stefni að, einræði. Tja, ekki að, slíkt geti ekki vakað fyrir honum.
Hinn bóginn, er vitað að Trump vill/hefur lofað, að reka gríðarlega mikinn fjölda innflytjenda úr landi.
Samtímis, er ljóst - fylki undir stjórn, Demókrata, ætla að spilla fyrir því.
----------
Líklegast virðist mér þar af leiðandi, fyrir Trump vaki.
Að, beita ítrustu úrræðum, til þess - að spilla fyrir ríkisstjórum Demókrata.
--Ef slíkir leitast við, að spilla fyrir - stefnumálum Trumps.
A.m.k. sé ég ekki nægilega ástæðu, til að taka undir.
Yfirdramatískar afstöður í þá átt, að Trump greinilega stefni að einræði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef Úkraína hefur eyðilagt síðustu nothæfu Mainstay radarvélar Rússa.
Breitir það stríðinu -- í hag Úkraínu.
Institute for Study of War, birti gögn -- margvíslegir óháðir aðilar hafa tínt saman. Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um þetta að sjálfsögðu.
Heildar-mat bendi til að, 10 flugvélar séu eyðilagðar.
Að aðrar 10, séu skemmdar - þó tilvikum geti það þítt, ónýtar í reynd.
Mynd sýnir á hvaða flugvelli var á ráðist!
Mynd tekin úr frétt: BBC.
Reuters - segir frá því, að áætlað tjón sé 20: 10 eyðilagðar, 10 skemmdar:
Ukraine hit fewer Russian planes than it estimated.
Þessi frétt, birtir video sem Úkraínu-her hefur birt:
Confirmed Losses Of Russian Aircraft Mount After Ukrainian Drone Assault.
Mynd tekin úr þeirri frétt, sýnir eyðilagðar flugvélar - Olenia Flugherstöð!
Þessi miðill, metur að: 7.
Flugvélar hafi verið eyðilagðar, á Belaya.
Auk þessa: Ivanovo Flugherstöð: Tvær skemmdar/ónýtar, Beriev A-50 fljúgandi-radarstöðvar!
Óljóst hvort - neðri vélin er viðgerðar-fær, eða báðar eru ónýtar!
Getur verið að miðjan sé raunverulega - kol-brunnin, m.ö.o. ónýt vél.
Úkraína hefur haldið því fram:
- Hafa eyðilagt síðustu MAINSTAY vélarnar í eigu Rússa.
- Ef marka má myndir að ofan -- er það kannski rétt.
Það væri raunveruleg breyting á stríðinu - ef Rússar eiga ekki lengur:
Fljúgandi radara, m.ö.o. AIWACS sambærilegar vélar.
Institute for Study of War, birtir eftirfarandi:
Now, with new satellite imagery from Maxar, we can clearly see the remains of three destroyed Tu-95MS and four destroyed Tu-22M3 bombers at Belaya: 7.
Olenya flugherstöð: Telja þeir, 2. Beriev A-50 vélar hafi verið eyðilagðar eða skemmar.
--Myndir of ógreinilegar til að vera viss, hvort þær séu alveg ónýtar.
Maxar satellite imagery collected on June 4 indicates that Ukrainian drone strikes destroyed at least two Tu-22 bombers and three Tu-95 bombers at Belaya Airbase ....
- 5 flugvélar.
Belaya, flugherstöð
Belaya, flugherstöð
Ukrainian open-source intelligence (OSINT) group AviVector posted satellite imagery on June 4 that indicates that Ukrainian drones destroyed four Tu-95MS bombers and one An-12 transport aircraft at Olenya Airbase.[14]
- 5 á Olenya flugherstöð, skv. gerfihnöttum.
Ath. - það eru 2. flugvellir af 4. er ráðist var á.
Ekki því tæmandi yfir skemmdir, lýsing frá þeim tveim.
Niðurstaða
Hver akkúrat fjöldinn er, áfall fyrir Rússa. Þ.s. engar þeirra véla sem eyðilagðar voru. Hafa verið í framleiðslu síðan, 1991. M.ö.o. hafi framleiðsla ekki verið endurreist, síðar.
--Þetta er geta til framleiðslu, Rússland hefur tapað niður. Frekar, en að framleiðslu hafi verið vísvitandi hætti.
Fækkun sprengjuvéla sem eru tiltækar til notkunar, þíðir -- að Rússar geta skotið færri - Stýrieldflaugum á Úkraínskar borgir.
--Þetta kemur auðvitað ekki veg fyrir, dróna-hernað.
Stýri-eldflaugar eru miklu mun hraðskreiðari, erfiðara því að skjóta niður.
-----------
Ef Rússar eiga ekki flr. Beriev A-50 vélar, nato codename Mainstay.
En, Úkraínumenn staðhæfa hafa eyðilagt þær síðustu er voru til taks í nothæfu formi.
- Er það alvarlegt áfall, fyrir getu Rússlands til að framhalda stríðinu!
Einfalt að útskýra:
- Fljúgandi radarstöðvar, sjá miklu lengra en - radarar orrustuvéla eða sprengjuvéla.
- Fljúgandi radarvélar, geta því - hindrað andstæðingavélar í því, koma rússnesku vélunum á óvart, eða séð þær í tæka tíð -- gert rússn. vélunum kleyft að koma úkraínskum vélum á ferð í grennd við víglínuna, á óvart.
- Afleiðing er líklega sú, að möguleikar úkraínska flughersins hafa batnað, m.ö.o. nú geti úkraínskar hervélar lónað nærri víglínunni -- gómað, rússn. vélar, er henda sprengjum á víglínuna -- svokallaðar -svifsprengjur.-
- Ef Rússar fara að missa þær vélar reglulega, dregur það úr tíðni og skilvirkni svifsprengju-árása; þær árásir hafa verið helsta aðferð Rússa sl. rúmt ár -- í því að opna göt á víglínur Úkraínuhers.
M.ö.o. ef Rússar hafa tapað síðustu Mainstay vélunum, gæti það leitt til þess.
Að Rússlandsher glati getu sinni, til að brjóta niður varnarvirki Úkraínuhers.
M.ö.o. sókn Rússa, er hefur verið mun hægari þetta ár, nemi staðar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.6.2025 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málið er að tolla-átökin eru nánast fullomin endurtekning frá rás atburða, frá fyrri forseta-tíð Trumps; kröfur Trumps eru í öllum aðal-atriðum, þær sömu - Trump náði ekki fram þá!
Skv. mínu minni, stóðu viðræður samfellt yfir - rúm 3. ár, án þess ESB breytti frá upphaflegu samnings-tilboði, er kom hvergi nærri að uppfylla kröfur Trumps í það sinn.
Fyrir rest, lauk málum það kjörtímabil með því -- að Trump skrifaði pent undir, tilboð ESB - þrátt fyrir að, það hafi verið það sama, og rifist hafði verið um liðlega 3 ár.
- Kallaði niðurstöðuna, sigur fyrir sína ríkisstjórn, líklega vegna þess pólitískur reikningur Trump hafði umsnúist, þ.s. kjörtímabili var þá bráðum að ljúka -- lokamánuði þess, snerist allt um það hjá Trump -- að klára mál, kalla útkomuna sigur; síðan nota það í kosninga-baráttu.
Mig grunar, ESB ætli pent að fylgja uppskrift sinni er gekk svo vel upp síðast.
--Þ.e. hvika í nær engu frá sínu upphaflega tilboði.
ESB líklega mun einnig, stúdera niðurstöðuna af rimmu Trumps við Kína.
--Er virðist nær engu hafa skilað til Trumps, kem t.d. ekki auga á - Trump hafi í nokkru náð einhverri af sínum megin-kröfum fram.
--Samt labbaði hann það tolla-stríð stærstum hluta til baka.
- ESB, getur einfaldlega lesið þá niðurstöðu þannig.
- Að, það borgi sig ekki, að gefa eftir gagnvart Trump.
- Heldur, að það skili betri niðurstöðu -- að hvika í nær engu.
Sú nálgun, sé mun líklegri að skila eftirgjöfum af hálfu Trumps, en í nokkru eftigjafir.
- Reynslan virðist sína, Trump túlki eftirgjafir sem veikleika.
- Að hann, sé líklegur að krefjast meira síðar.
- M.ö.o. túlka fyrri eftirgjöf þannig -- frekari kröfur, verði mætti með, frekari eftirgjöf.
- M.ö.o. að, það þvert á móti, borgi sig ekki að gefa eftir.
Því, Trump launi ekki -- eftigjafir, með því að - láta sömu lönd þá í friði.
Þar fyrir utan, virðast tilraunir til að blíðka Trump - virka einungis skamma hríð.
--Það sé m.ö.o. sennilega einfaldlega, líklegra til árangurs.
--Að gefa í litlu sem engu eftir.
- Því, þó svo að Trump muni ausa í reiði yfir þann aðila.
- Þá sama tíma, öðlist sá aðili virðingu Trumps.
- Þ.s. sá aðili, hafi sannað styrk sinn.
Þvert á móti -- sbr. árangur Kína í glímu við Trump.
Sé, þvermóðska gagnvart Trump - líkleg að leiða til þess.
Að Trump, færi sig yfir - í auðveldara fórnarlamb.
--Frekar en að, þverskallast áfram.
- M.ö.o. Trump, hafi orðið frústreraður af glímunni við Kína.
- Færir sig nú yfir á ESB, því hann haldi hann geti þar haft betur.
- Skv. þeim skilningi, geti ESB endurtekið árangur Kína.
- Með því, að standa fast fyrir -- blikka ekki.
- Þá blikki Trump -- fyrir rest.
- Og færir sig líklega yfir á, þar-næsta fórnalamb.
Þar með sé uppskriftin af því að hafa betur gegn Trump, komin.
Niðurstaða
M.ö.o. það eigi ekki að - gefa eftir, Trump taki slíkan sigur þannig - að aðilinn sé auðvelt fórnarlamb, og sé því líklegur til að - koma fram með frekari kröfur seinna.
Það skili, betri niðurstöðu, að standa fast fyrir - því þá fyrir rest, gefi Trump eftir.
Og færi sig á næsta fórnarlamb, í von að það gangi betur - næst.
--M.ö.o. uppskriftin af þvi hvernig á að meðhöndla Trump, sé komin.
--Xi, hafi sýnt fram á, hvernig á að nálgast Trump, og hafa betur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mynd tekin af vef Peterson Institute -- sýnir stöðuna í tollamálum milli Bandaríkjanna og Kína -- tímabilið frá Trump 1 -- fram á þann punkt tollastríð nær hápunkti undir Trump 2.
Sbr. mynd voru meðaltollar Bandar. og Kína hvort á annað ca. 20%
Þetta er þá afar einfalt: Skv. yfirlýsingum dagsins!
What does the US-China tariff deal mean?
The result is that additional US tariffs on Chinese imports - that's the extra tariffs imposed in this recent stand-off - will fall to from 145% to 30%, while recently-hiked Chinese tariffs on some US imports will fall from 125% to 10%.
Viðbótar tollarnir -- til viðbótar þeim er fyrir voru:
- Lækka í 10% -- Kína á Bandaríkin.
- Lækka í 30% -- Bandaríkjanna á Kína!
Það þíði, með teknu tilliti til tolla er áður tóku gildi:
- Kína hefur ca. 30% toll á Bandaríkin.
- Bandaríkin hafa ca. 50% toll á Kína.
Skv. mati Financial Times -- þíði það samt sem áður.
Að, afar samkeppnishæf kínversk fyrirtæki, geta keppt skv. því tolla-álagi á Bandaríkja-markaði, er getur þítt - gef mér að FT fari ekki með rangt mat - að líklega viðhelst viðskipta-halli Bandaríkjanna gagnvart Kína, ca. í óbreittu fari miðað við áður.
Who blinked first? How the US and China broke their trade deadlock
Alfredo Montufar-Helu, head of the China Center at The Conference Board think-tank in New York ... I think most Chinese imports into the US would regain their competitiveness.
Sem sagt, að kínverk fyrirtæki, geti vel starfað við það tolla-umhverfi.
Niðurstaða
Persónulega les ég ekki úr útkomunni -- sigur fyrir Trump stjórn 2. Þ.s. ekkert bendi til þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna, hafi tekist að ná fram nokkru formi af eftirgjöf af hálfu Kína.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna, hóf tollastríðið með fullyrðingar um það -- að Kína yrði fyrir meira tjóni, töldu að Kína yrði að beygja sig. Hinn bóginn, er ekkert er bendi til nokkurs slíks.
--Heldur virðist að, Bandaríkja-stjórn, hafi lagt til við Kína -- þetta vopna-hlé!
--Flestir lesa m.ö.o. það, að ríkisstjórn Bandaríkjanna, hafi blikkað.
- Þ.s. raun kom í ljós, efnahags-tjón Bandar. og Kína, var ca. jafnt.
- En, að líklega var pólitíkin í Bandar. viðkvæmari fyrir því tjóni.
Það virðist staðfesta skoðun mína -- að Bandaríkjunum sé ekki um megn.
Að valda Kína slíku efnahags-tjóni, með tollastríði.
Að, Kína sé það nauðugur kostur, að gefa eftir.
- Á þvert á móti von á, að Xi Jinping, gefi ekki eftir hænufet.
M.ö.o. hann treysti nú enn frekar ef e-h er á að, Kína geti staðið af sér storminn.
Og þurfi því ekki að gefa nokkurn hlut eftir.
- M.ö.o. tel ég nú sannað, Bandaríkin geti ekki unnið þetta tollastríð.
- Þau hafi gert risastór mistök, er ákveðið var að hefja tolla-stríð um víðan völl.
Því, sannleikurinn sé - Bandaríkin þurfi bandalög gegn Kína.
Til að eiga séns til að, setja þeim stól fyrir dyr. Ein, hafi þau ekki efnahagslegt afl til þess. En, Bandaríkjastjórn hafi eyðilagt alla möguleika til slíks, er þau hófu víðtækt tollastríð.
----------
Líklega kemur það í hlut næsta forseta Bandaríkjanna, að gera nýja tilraun.
Tel líklega tilraun Trumps sé þegar runnin út í sand.
Ps: Vegna þess að Trump ver gjöf Quatar á Boeing 747 vél útbúin með miklum lúxus innanborðs sem -cost free- fyrir Bandaríkin, vísa ég á þessa frétt: Trumps free plane is not so free.
Þeir meina, ef reka á hana skv. gildandi standard um forsetavél, þurfi miklar og afar dýrar breytingar á vélinni -- þar fyrir utan, þurfi að tékka að vélin innihaldi ekki njósna-búnað, m.ö.o. að njósnarar hafi ekki komið slíku fyrir um borð. Sem einnig sé dýrt tékk.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.5.2025 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring: 157
- Sl. viku: 369
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar