Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2024
Við áramót skrifaði ég þessa færslu:
Það er nánast hægt að endurtaka nánast allt það sama!
- Heildarstaðan m.ö.o. ennþá, patt-staða meðfram víglínum.
Er minnir sterkt á Fyrra-Stríð - a.m.k. miklu fremur en Seinna-Stríð. - Helsta breitingin er sú, að vegna - skorts á skotfærum - hafa Úkraínumenn, a.m.k. í bili, hætt öllum sóknar-aðgerðum. Þannig, að það eru að nýju Rússar er ráðast fram.
- Hinn bóginn, þrátt fyrir - af flestum talið vera - gríðarlegt mannfall.
Heldur víglína Úkraína nánast hvarvetna.
- Þess vegna minnir þetta svo sterkt á Fyrra-Stríð.
- Sóknar-aðgerðir beggja, skortir afl, til að raska heildarstöðunni.
- Hvorki sóknar-aðgerðir Rússa né Úkraínumanna, megna að raska pattstöðunni.
Institute For Study of War: Russian Offensive Campaign Assessment, February 24, 2024
ISW byggir sínar greiningar og kort á gerfihnatta-myndum.
Gerfihnettir í dag eru það góðir, að engin ástæða að ætla að kort ISW séu 'röng.'
Luhansk svæðið 24. Febrúar 2024
Til samanburðar, Luhansk svæðið 30. Desember 2023
Takið eftir hve sáralitlar hreyfingar hafa verið á þeirri víglínu!
Donetsk víglínan 24. Febrúar 2024!
Donetsk víglínan, 30. Desember sl.
- Takið eftir hve lítt, fall Avdiivka breytir heildarmyndinni.
Í desember 2023, var Avdiivka - deild inn í víglínu Rússa.
Við fall hennar, er deildin farin - víglínan sléttari. - Hinn bóginn, þ.s. eftir er, getur verið verjanlegri víglína fyrir Úkraínu.
Her Úkraínu, virðist hafa hörfað á - aðra víglínu, er þegar var undirbúin.
Skv. fregnum er ég heyrði, sendi nýr yfirhershöfðingi - aukið lið.
Það lið tók sér stöðu á, þeirri víglínu.
Til þess að, her Úkraínu gat þá hörfað með sæmilegu öryggi, frá Avdiivka. - Pælingin með verjanlegri línu, er einfaldlega sú.
Að línan er þarna - sléttari, m.ö.o. styttri.
Ætti því að vera auðveldara fyrir, tiltölulega undirmannaðan her Úkraínu, að halda.
Talið er af Vestrænum löndum, að her Rússa hafi misst: 15. - 20. þúsund hermenn.
Við atlöguna að Avdiivka!
- Til samanburðar var mannfall Sovétríkjanna, 10 ár í Afganistan ca. 3.500.
- Það er atriði er gerir þetta stríð svo sérstakt, vilji Pútín stjórnarinnar, að leggja í miklar mannfórnir.
- Höfum í huga, að uppskera - margfalds mannfalls samanborið við, Stríð Sovétríkjanna milli 1979-1989 -- er einungis þessi tiltölulega litla tilfærsla á, Donetsk víglínunni.
Maður veltir fyrir sér:
- Hafa meira að segja Rússar efni á öllu því mannfalli?
- Pútín greinilega treystir á að, vilji rússn. þjóðarinnar til að sætta sig við gríðarlegar mannfalls-tölur, viðhaldist.
- Þ.e. augljóslega fyrirfram ósannað -- bendi á, að Sovétríkin fóru frá Afganistan, eftir 10 ár; nenntu stríðinu ekki lengur, þrátt fyrir miklu mun minna mannfall.
Heildarmannfall Rússa: Getur verið komið yfir 1.000.000. - ef maður telur særða með!
- Stríðið er að sjálfsögðu ekkert tilvistar-stríð fyrir Rússland.
- Rússland getur hætt þessu stríði, algerlega án nokkurra vandamála fyrir Rússland - fyrir utan einhvern smá álitshnekki, en slíkan er auðvelt að lifa niður.
A.m.k. ekki meira vandamál, en fyrir Bandar. er yfirgáfu Afganistan, við upphafa valdatíðar Bidens forseta.
- Hinn bóginn, er stríðið án nokkurs vafa: tilvístarstríð fyrir Úkraínu.
Þess vegna er ég enn að reikna með möguleikanum á stríðsþreitu meðal almennings í Rússlandi, þ.s. mannfall Rússa er í dag -- líklega meira orðið, en mannfall Bandaríkjanna gerfvallt Kalda-stríðið frá upphafi þeirra átaka ca. 1949.
Þ.s. þetta er stríð, sem ekkert vandamál er fyrir Rússland að yfirgefa - m.ö.o. það sé í engu ógn eða tilvistarkreppa fyrir Rússland, að pent gefa það eftir -- frekar en það var ógn eða tilvistarkreppa fyrir, stjórn Stalíns 1940 -- að semja um vopnahlé við Finnland.
Tilgangur Vesturlanda með aðgerðir til stuðnings Úkraínu eru:
- A)Ekki þær að brjóta Rússland niður, heldur einungis sá - að sannfæra Rússland um að, draga sig út úr átökum í Úkraínu.
- B)Sem auðvitað þíddi, að gefa eftir tilkall til landsvæða í Úkraínu.
Ég held það sé langt í frá vonlaust spil, að ná fram slíkri hugarfarsbreytingu í Rússlandi. Hinn bóginn, greinilega er Pútínsstjórnin afar einbeitt í sínum vilja.
Eina leiðin í boði, er því greinilega áframhaldandi stríð.
Þar til það markmið næst fram, að sannfæra Rússland um að draga til baka!
Flest bendi til að, það stríð vari líklega - önnur 2 ár.
Zaporizhia víglínan, að lokum - 24. Febrúar 2024
Zaporizhia víglínan, 30. Des. 2023
Eiginlega ekki hægt að sjá nokkra minnstu hreyfingu á því svæði undanfarna mánuði.
Varðandi efnahagsmál í Rússlandi og Úkraínu!
Eitt sem ég hef ekki enn nefnt, að bæði löndin - Úkraína og Rússland, standa efnahagslega betur nú; en á fyrsta ári stríðsins.
- Nokkur hagvöxtur var sl. ár í Úkraínu, sem kemur til af því - að Úkraínu tókst á sl. ári að endurreisa korn-útflutning frá landinu í gegnum hafnarborgina Odesa.
Það má sannarlega kalla sigur. Að Úkraínu tókst að brjóta á bak aftur, hafnbann Rússa á kornútflutning landsins. M.ö.o. að slíkt hefur tjón Svartahafsflota Rússa verið, ca. 1/3 af heildarskipaflota hans hefur verið sökkt.
Að Úkraínu tókst á sl. ári að, opna nægilega örugga siglingaleið, frá Odesa til Vesturs meðfram strönd Úkraínu, síðan inn í landhelgi NATO landsins Rúmeníu. - Hagvöxtur mældist einnig í Rússlandi -- sá hefur aðrar orsakir!
Það varð ca. 50% aukning í útgjöldum Rússlands til hermála á sl. ári.
Höfum í huga, samtímis var samdráttur í öðrum atvinnuvegum.
Á móti, var slík aukning í hergagna-framleiðslu, og auðvitað að stækkun hers Rússa þ.s. ca. 500.000 manna fjölgun varð af hermönnum á launum.
Að heilt yfir mældist töluverður hagvöxtur.
- Það er þó ekki hættulaus hagvaxtaraðferð:
- Aukning ríkisútgjalda, er að valda verulegri aukningu seðlaprentun. Búist er því við að - verðbólga geti vaxið verulega í Rússlandi á þessu ári.
- Stækkun hergagna-framleiðslu, og að færa aukinn mannafla til hersins.
Kemur á kostnað, restarinnar af hagkerfinu. - Það má því reikna með, verulegri kjara-rýrnun í Rússlandi á þessu ári.
Framleiðsla til innlendrar neyslu, minnkar - þ.s. mikið vinnuafl hefur verið fjarlægt úr þeirri framlaiðslu. Það, hefur sjálfstæð verðhækkandi áhrif. - Seðlaprentun, en stórfellt aukinn ríkishalli í Rússlandi. Er borgar fyrir útþenslu hersins og hergagnaframleiðslu. Veldur án nokkurs vafa, verðbólgu.
Þetta getur orðið mjög forvitnilegt:
- Metið er að, skotfæraframleiðsla Rússa, sé nú komin yfir 2.000.000 skot per ár.
Til samanburðar: Ætlar Evrópusambandið að ná 1.300.000 skotum í ár.
Bandaríkin, framleiða einhvers staðar á bilinu 1.600.000 - 2.000.000. - Skv. því, getur ESB - eitt og sér, líklega haldið Úkraínu á floti.
Ef Bandaríkin - hugsanlega draga sig út. Segjum ef Trump verður kjörinn.
En, með 1.300.000 skot á móti 2.000.000 - 2.500.000 skotum.
Væri einungis möguleiki á varnarstríði fyrir Úkraínu. En 1/3 getur dugað.
Til að, Úkraína samt haldi velli. En, gagnsókn væri útilokuð.
Spurning um hugsanlega óánægju rússnesks almennings!
- Verðbólga í Rússlandi verður örugglega næg á árinu, til að skapa kjararýrnun.
Augljóslega blasir ekki enn við, hve mikil sú kjararýrnun verður. - Kjararýrnun auðvitað skapar óánægju - það bætist síðan ofan á.
Aðra óánægju, ég reikna með að sjálfsögðu verði til staðar.
Það er, óánægja með stríðiðm sjálft.
Ath. ESB hefur þegar staðfest drjúgan efnahagspakka fyrir Úkraínu!
- ESB hefur borið meginþungan af því, að styðja Úkraínu fjárhagslega.
- Og hefur haft samvinnu með Úkraínu, um að tryggja útflutning landsins.
Ég held að, jafnvel þó við gefum okkur að -- Bandaríkin dragi sig úr stríðinu.
Þá, muni Rússlandi líklega ekki takast, að umpóla stríðsstöðunni í ár.
M.ö.o. að stríðið haldi áfram, nokkurn veginn í sömu pattstöðu.
Megin árangur Rússa, verði -- stórfellt mannfall.
Gegn, afar litlum tilfærslum á heildarvíglínu.
- Einmitt þetta, augljós sára lítill ávinningur - litlar líkur á öðru.
- Gegn samt sem áður, afar háum mannfalls-tölum.
- Bætum við, óánægju með -- lífskjara-hrun, á árinu.
Þá grunar mig að á þessu ári sjáist raunveruleg stríðsþreita í Rússlandi!
Bendi aftur á, að tilgangur Vesturlanda er að þreita Rússa, ekki að eyðileggja Rússl.
- Vegna rausnarlegs efnahagsstuðnings ESB við Úkraínu!
- Vegna þess, að kornútflutningur Úkr. verður líklega ótruflaður í ár.
Á ég ekki von á öðru en að, efnahagsleg viðreisn Úkraínu haldi áfram í ár!
Þrátt fyrir allt, stendur Úkraína mun betur nú 2. árum eftir að stríðið hófst.
En á 1. ári stríðsins.
Niðurstaða
Eins og kortin ég birti sýna, hefur fall Avdiivka ekki raskað stríðinu í Úkraínu.
Pattstaðan er hefur ríkt í stríðinu meir en ár, með mestu kyrrstæðar víglínur: Viðhelst.
Ég held að - fátt bendi til að Rússlandi takist að raska þeirri kyrrstöðu.
Úkraína virðist enn síður líkleg til þess.
Hinn bóginn bendi ég á, að þó Úkraína hafi ekki unnið stóra landsigra á sl. ári.
Verði það að teljast stórsigur fyrir Úkraínu, að kollvarpa hafnbanni Rússa.
Málið er að stríðið nú snúist um úthald. Efnahagsleg endurreisn Úkraínu því mikilvæg.
Skv. yfirlýsingum ESB, var stefnt að 1.300.000 skotum undir lok Apríl 2024.
Nú er viðurkennt að það markmið náist ekki fyrir Apríl lok.
--Tel þó ekki óréttmætt að gefa mér ESB lönd nái því markmiði á árinu.
Það gerir ESB ca. hálfdrætting í framleiðslu skota á móti Rússlandi.
Það tel ég nóg, til að ESB eitt - líklega er fært að halda Úkraínu gangandi.
--Ef Bandaríkin draga sig út.
Það þíddi, að stríðið - líklega yrði að langvarandi patt-stöðu-stríði.
Ef Biden aftur á móti er áfram forseti, hafandi í huga Bandar. eru einnig að auka eigin skotfæra-framleiðslu.
--Þá, gæti sá möguleiki skapast, að byggja upp skotfærabirgðir Úkraínu að nýju, þannig að Úkraína gæti hugsanlega skipulagt sóknir.
- Ég álít það langt í frá vonlaust, að Bandaríkjaþing muni samþykkja - stóran vopnapakka fyrir Úkraínu. Slíkur pakki, hefur þegar verið samþykktur í Efrideild Bandaríkjaþings.
- Sá pakki bíður eftir því, Neðrideild hefji sína yfirferð. Sá pakki inniheldur fjármögnun um margt annað en bara Úkraínu -- nokkrum óskamálum bandar. Repúblikana verið þar bætt inn, til að laða að Repúblikana-atkvæði.
Það kemur í ljós hvernig það á eftir að ganga!
Pútín er greinilega að taka stóra áhættu í ár:
- Stórfelld útþensla hersins, þ.s. a.m.k. 500.000 hermönnum hefur verið bætt við.
- Þar fyrir utan, er hann að færa vinnu-afl yfir til hergagna-framleiðslu, en einnig yfir til hersins.
- Það þíðir að - mikill skortur er nú á vinnuafli í Rússlandi. Líklega þíðir það, verulega mikinn samdrátt í iðnframleiðslu Rússlans, sem ekki er til hermála.
Mikið af þeirri framleiðslu, er fyrir innlenda neyslu.
Því má reikna með því, að skortur leiði tið verðhækkana - verðbólgu m.ö.o. - Allt til hermála hefur algeran forgang. Þannig að ólíklega reddar Pútín þeim skorti, með því að nota gjaldeyri til innflutnings á - móti.
- Þar fyrir utan, sé aukningin í ríkisútgjöldum - stærstum hluta seðlaðrentun.
Klárlega skilar það, vaxandi verðbólgu - sífellt vaxandi, meina ég.
Þess vegna reikna ég með því, að teikn þess að almenningi í Rússlandi líki ekki staða mála, muni fara að sjást í ár - síðan vaxandi mæli.
Kjararýrnun bætist ofan á aðra óánægju, m.ö.o. hið óskaplega mannfall Rússlands af stríðinu; sennilega yfir 1.000.000 heilt yfir: Illa særðir og látnir.
--Ég held að slík ónánægja geti þróast yfir í ógn fyrir ríkisstjórn Pútíns.
Endurtek aftur, markmið Vesturlanda er að sannfæra Rússlandsstjórn, að draga sig úr stríðinu, og um að gefa eftir allt tilkall til Úkraínu.
--Ég tel það langt í frá vonlaust þau markmið náist.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Málið er einfalt að, sitjandi forsetar vinna vanalega þegar vel gengur í efnahagsmálum.
Enginn vafi að Trump tapaði 2020, vegna COVID kreppunnar - enginn gat séð fyrir.
Eins og hönd guðs hefði birst og slegið hann niður.
Annars væri sitjandi forseti, Donald Trump - ekki, Joe Biden.
Hafið í huga, að efnahagurinn hefur verið á uppleið sl. 9 mánuði!
Samfellt það lengi hafa launahækkanir verið - ofan við mælda verðbólgu í Bandaríkjunum.
Auðvitað hjálpar að verðbólgan hefur ívið lækkað sl. 12 mánuði.
En það er einnig það að verki, að hagvöxtur virðist raunverulega sterkur sl. 6-9 mánuði.
US economy defies recession fears with 3.3% growth in fourth quarter
The US economy grew at a 3.3 per cent annualised rate during the final quarter of last year, capping off a strong 2023...."
Stunning US jobs growth of 353,000 far outstrips estimates
The US economy added 353,000 jobs in January, almost twice as many as forecast ...
Uppbyggingarprógramm Bidens í innviðum landsins, farið að skila sér!
Biden ræsti -infrastructure- eða innviða-uppbyggingarprógramm, strax á 1. ári forsetatíðar.
Slík prógrömm taka tíma að, skila sér inn - þ.s. verkefnin þarf að undirbúa, áður en framkvæmdir geta hafist.
Hinn bóginn, er nú nægur tími liðinn, svo að fjöldi þeirra er nú í gangi.
Þetta er að skila nokkurs konar -- turbo áhrifum á hagkerfi Bandaríkjanna.
- Ekki gleima því, Trump 2016 lofaði slíku prógrammi.
- En stóð ekki við það loforð.
Af því sýpur Trump nú seiði.
Því, nú græðir Biden á því -- að hafa tekið upp loforð Donalds Trumps, og staðið við.
Niðurstaða
Vísbendingar eru að Trump sé nú í nokkurn vanda með sitt prógramm, er hefur hingað til fullyrt að Biden sér - disaster - í efnahagsmálum.
Hinn bóginn eru þær fullyrðingar hratt að úreltast nú, í ljósi lækkandi verðbólgu - og vaxandi hagvaxtar, auk hækkandi launa.
Það verður forvitnilegt að fyglgjast með umræðu í Bandaríkjunum nk. mánuði.
En almenningur hlýtur að taka eftir þessu fyrr eða síðar.
Trump t.d. var aldrei með hraðari hagvöxt en Biden nú hefur.
Fjölgun starfa þarf ekki að halda lengi á sama dampi, til að sama gildi um atvinnumál.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar