Bloggfærslur mánaðarins, september 2023

Staðfest gegnumbrot Úkraínmanna, á Varnarlínu Rússar No. 2 -- Zaporizhia svæðinu Úkraínu, hinn bóginn hafa Rússar 3ju varnarlínu - gegnumbrot Úkraínu er enn afmarkað!

Bendi á mjög áhugavert viðtal við úkraínskan hershöfðingja: Ukrainian forces have broken through in Verbove, top general says. Þar fyrir utan á umfjöllun, Institute for Study of War: RUSSIAN OFFENSIVE CAMPAIGN ASSESSMENT, SEPTEMBER 23, 2023

Video sagt sýna úkraínsk brynvarin tæki á svæði handan við Verbove!

Bendi á, Rússar hafa sjálfir birt mjög svipað myndband, þeir segjast eyðileggja úkraínsk tæki í grennd við Verbove: Hlekkur á rússneskt videó

Google Translate á rússn. texta:

Battles near Verbov: an armored group of the Ukrainian Armed Forces was ambushed by the Osman special forces

Northeast of the village. Verbovoe, together with the Osman special forces group, we caught and destroyed an American MRAP armored car and a BMP-2. Enemy losses amounted to about a platoon of infantry.

Skv. því eru Rússar sammála því, að Úkraínumenn hafa náð - inn fyrir varnarlínu Rússa No. 2 - við Verbove. En til þess að vera Austan við Verbove, kemur ekkert annað til greina.

  1. Varðandi rifrildi um varnarlínur - bendi ég fólki á að það tók Úkraínu, 4 mánuði að ná í gegnum 1. varnarlínu Rússa - síðan er liðinn nú liðlegur mánuður, m.ö.o. Úkraínumenn náðu í gegnum 2. varnarlínu Rússa, á 1. mánuði.
  2. Þessi punktur ætti að enda rifrildi um það, hvort varnarlínan Úkraínumenn náðu í gegn fyrir rýflegum mánuði, hafi verið - einhver auka eða varalína; vs. að lína 2 hafi í reynd verið, meginlínan.
  • Bendi aftur á, að það var greinilega miklu mun erfiðara fyrir Úkraínumenn, að ná því að komast í gegnum -- fyrri línuna. Fyrst að það tók heila 4 mánuði.
  • Það ætti að endanlega að undirrstrika að, sú lína sbr. hvað úkraínskur hershöfðingi sagði fyrir mánuði, var megin-varnarlínan.

Endurbirti viðtal við, Olexandr Tarnavisky - þ.s. fram kemur lýsing á 1. línunni.

Viðtal við, Brig Gen Oleksandr Tarnavskiy: When we started the counteroffensive ... we spent more time than we expected on de-mining the territories, - In my opinion, the Russians believed the Ukrainians would not get through this line of defence. They had been preparing for over one year. They did everything to make sure that this area was prepared well. - As soon as any equipment appeared there, the Russians immediately began to fire at it and destroy it. That’s why de-mining was carried out only by infantry and only at night. - Now that the minefield has been breached, Russians have lost much of their advantage. - We are now between the first and second defensive lines,

1. varnarlínan - skv. lýsingu hans, var röð af steynsteyptum skotvirkjum - þetta kemur fram ef allt viðtalið er lesið - skotvirkin að sjálfsögðu sett þannig upp, að skothríð frá þeim - nær alltaf saman, að sjálfsögðu voru þau sett þannig upp, að skotlínan beindist að jarðsprengjusvæðinu fyrir framan -- meginvarnarlínuna.

1. Varnarlínan, þurfti ekki að vera algerlega samfelld - m.ö.o. bil voru milli skotvirkjanna, þ.s. skothríðin náði alltaf saman; og þykkt jarðsprengjusvæði gerði það að verkum, að ómögulegt var fyrir nokkurn að komast að virkjunum -- nema með gríðarlegum erfiðismunum.

  • Ég hugsa að misskilningurinn - að þetta hafi ekki verið megin-línan, byggist á því að - þ.e. bil milli virkjanna - m.ö.o. ekki samfelld lína.
    Það hafi skapað þá hugmynd, þetta væri ekki - eiginlega varnarlínan.
  • Varnarlína 2, aftur á móti, sé venjubundin - niðurgrafin, og samfelld.
    En, ekki með sambærilegum, steyn-steyptum vígum.

Fyrir leikmenn - en flestir sem tjá sig um stríðið á t.d. Youtube, eru amatörar - hefur það virkað flottari lína -- með því að rýna í loftmyndir.

En þá leiða menn hjá sér, hvað greinilega gríðarlega erfiður farartálmi, lína 1. greinilega var -- með því, að setja upp, rammgerð skotvirki - fyrir aftan mjög víðfemt jarðsprengjusvæði.

  1. Bendi aftur á, að það tók Úkraínumenn 4 mánuði að komast gegnum þann tálma.
  2. Meðan, þeir ná í gegnum - Línu 2, á liðlega mánuði.
  3. 3ja línan er enn eftir.

Úkraínumenn eru m.ö.o. ekki að storma beint til Azovshafs strax.

 

Það flækir mál fyrir Úkraínu enn frekar!
Að gegnumbrotið er enn á - takmörkuðu svæði. M.ö.o. Rússar halda enn löngum köflum á Línu 2. Og hafa meira segja ekki enn, hörfað frá mörgum svæðum á Línu 1.

Þar fyrir utan, eru Rússar að endurtaka leikinn, að hermenn taka sér stöðu - milli varnarlínanna, eins og er Úkraínumenn þurfti að berjast um hvern metra - milli Varnarlínu 1 og Varnarlínu 2 -- eru rússn. hermenn, strax búnir að koma sér stöður á milli.
--Þó það þíði, að þeir berjast þá nokkurn veginn fyrir opnu, við Úkraínumenn.

Þetta er greinilega gert til að tefja fyrir Úkraínuher, til að Rússa-her hafi meiri tíma til að undirbúa varnir á -- Línu 3. Hinn bóginn, má reikna með því, að Rússar lendi í meira mannfalli - er þeir láta hermenn taka sér stöður, á smáhæðum og smálautum, í sérhverju smáskjóli af gróðri -- á svæðinu á milli. Þ.s. rússn. hermennirnir eru eðlilega, verr varðir á tiltölulega opnu svæði, en ef þeir væru í niðurgrafinni línu.
--Spurning hvernig það kemur út fyrir Rússa.

  1. Úkraínumenn, virðast sækja fram fyrst og fremst, með fótgönguliði.
  2. Þeir virðast, almennt séð, spara brynvarin tæki - í þessum hernaði.

M.ö.o. virðast Úkraínumenn, líta svo á -- þeir geti frekar tekið mannfall, en tjón á tækjum.
Áhugavert, að Rússar hegða sér eins - þ.e. þeir virðast einnig mæta með fótgönguliði.

  • Þessi átök líkjast m.ö.o. meir átökum í -- Fyrra-Stríði, en því Seinna.
  • Fyrir utan, að báðir herir -- beita, drónum.

Forvitnilegt að sjá hvernig þessi hernaður er að þróast.

 

Oleksandr Tarnavsky herhöfðingi -

Oleksandr Tarnavsky is pictured during an interview with CNN.

sagði í viðtali CNN - að haustrigningar mundu ekki hafa nokkur veruleg áhrif á sókn Úkraínuhers -- vegna þess að, sóknin færi fram með þeim hætti lýst að ofan.
En haustrygningar gera beitingu vélknúinna tækja erfiða, er landið verður að forarsvaði.
Þ.s. Úkraínumenn, beittu fótgönguliði - hvort sem er - mundi sóknin halda áfram af fullum þunga í gegnum haustrygningarnar. Hann taldi einnig ekki vandamál að halda henni áfram, inn í veturinn. En ef frostin eru nægilega mikil, frýs jörðin -- þá er aftur hægt að beita vélknúnum tækjum.

Skv. þessu, er það hugsanlegt - að hershöfðinginn hagi sókninni með ofangreindum hætti.
Vegna þess, að hann veit af reynslu sem Úkraínumaður, að tækin verða fljótlega ónothæf hvort sem er -- er landið breytist fljótlega í ófæru fyrir tæki hvers konar.

 

Niðurstaða

Skv. Tarnavsky hershöfðingja, verður ekkert stopp á Suður-sókn Úkraínuhers. Fyrir mánuði, lýsti hershöfðinninn hvernig Úkraínuher komst í gegnuum 1. línuna, með því að beita fótgönguliði í litlum hópum, er unnu allt verkið -- í myrki yfir nætur.
Sem er reyndar merkilegt, því það bendi til skorts á - nætursjónaukum hjá Rússum.

Vandinn hafi verið sá, að skotvirkin á 1. línunni, hafi gert það ómögulegt að vinna að degi til, að auki hafi þau eyðilagt tæki nánast um leið, ef Úkraínumenn reyndu að nota tæki.
Mér virðist skiljanlegt því, að Tarnavsky hafi því leiðst til að beita fótgönguliði.

Varnir Rússa á svæðinu virðast enn töluvert öflugar vera, videóin að ofan sýna greinilega að notkun hertækja - er erfið. Þ.e. kannski af hverju, hershöfðinginn, kýs áfram að halda tækjum til hlés meðan fótgöngulið taki verkið.

Hinn bóginn, get ég ekki efað að - fótgönguliðs aðferðin sé nauðsynleg í gegnum haustrygningarnar, meðan landið allt er forarsvað.

  • Það verður að koma í ljós á nk. vikum, hvernig Úkraínuher - gengur í því verki að þvinga sér fram að -- Varnarlínu 3.

En ef Úkraínuher nær í gegnum 3ju línuna. Væri hann líklega kominn alveg í gegn.
Kannski tekur það -- 1. mánuð.

Kannski að þeim mánuði liðnum, er loksins hægt að senda - megin-vélaherdeildirnar fram.

 

Kv.


Hafa Úkraínumenn, þegar 'de facto' haft sigur á Rússum í S-Úkraínu? Þeir sem mótmæla, svarið því -- af hverju hafa Rússar ekki enn, gert gagnárás á gegnumbrot Úkraínuhers, gegnum 1. víglínu Rússa á - Zaporizhia svæðinu í Úkraínu?

22. ágúst sl. - tókst Úkraínu-her að rjúfa skarð, í fyrsta hluta víglínu Rússa á Zaporizhia svæðinu -- nú er 1. vika í September langt komin.
--Ekki bólar enn á rússneskri gagnárás!

Gegnumbrotið eins og það leit út, 22.07.2023!

Gegnumbrotið eins og það lítur út, skv. nýlegum gerfihnattamyndum!

Eins og sést, er Úkraínuher að nálgast -- varnarlínu Rússa no. 2.
Holan í varnarlínu Rússa, hefur dýpkað nokkuð sl. umliðnar vikur.

  1. Herfræðin segir, að það eigi að ráðast að slíkum gegnumbrotum.
    Eins fljótt og mögulegt er.
  2. Því, að andstæðingurinn ella, flytur stöðugt meira lið í gegn.
    Þannig, að ef nægur tími líður -- glatast fyrir rest.
    Möguleikinn, á gagnárás - með sæmilegan séns.
  3. En, þ.e. lítill vafi, að ef rússn. gagnárás, hefði verið framkv. - loka-viku ágúst, er gegnumbrotið var ferskt, Úkraínumenn, enn höfðu lítið lið þar.
  4. Þá hefði, gagnárás, átt -- líklega ágætan séns.

Af hverju segi ég það? Ég vitna beint í úkraínska herstjóra!

Hlekkur: Ukrainian Tavriisk Group of Forces Spokesperson Oleksandr Shtupun - Shtupun added that heavy minefields forced Ukrainian breaching operations onto narrow paths — the exact intent of minefields under Russian defensive doctrine.

Viðtal við, Brig Gen Oleksandr Tarnavskiy: When we started the counteroffensive ... we spent more time than we expected on de-mining the territories, - In my opinion, the Russians believed the Ukrainians would not get through this line of defence. They had been preparing for over one year. They did everything to make sure that this area was prepared well. - As soon as any equipment appeared there, the Russians immediately began to fire at it and destroy it. That’s why de-mining was carried out only by infantry and only at night. - Now that the minefield has been breached, Russians have lost much of their advantage. - We are now between the first and second defensive lines,

  1. Mikilvægasti punkturinn er sá, er kemur fram hjá Shtupun, að -- leiðin í gegnum, jarðsprengjusvæðin, er voru greinilega afar umfangsmikil, er þröng.
  2. Það þíðir, að flutnings-geta þeirrar leiðar í gegn, er mjög takmörkuð.
    M.ö.o. Úkraínumenn, geta einungis flutt takmarkað magn af liði og hergögnum í gegn, í einu.
  3. Þess vegna, hefði rússn. gagnárás, ef framkv. 1. vikuna eftir að gegnumbrotið hófst, líklega geta heppnast -- m.ö.o. lokað gatinu í gegnum 1. víglínuna.
  • Þ.e. enginn vafi, rússn. herstjórar skilja þetta mæta vel.
  • Það geti ekki verið, þeir hafi ekki framkv. gagnárás, vegna þess - að þeir skildu ekki, að öll rök væru með því að framkvæma slíka.
  1. Eini möguleikinn, er að e-h annað komi til.
  2. Þá, eru valkostirnir -- allir með tölu, neikvæðir fyrir Rússa!

Augljósi valkosturinn er sá, að rússn. herinn þarna sé of veikur, til að framkv. gagnárás, jafnvel þegar eins og í tilvikinu -- tækifærið hafi líklega verið frábært!

Ef svo er, sem ég fullyrði ekki, þá hefur Úkraína í reynd þegar unnið sigur í S-Úkraínu.
Restin sé einungis þ.s. á ensku nefnist -- mopp-up.

  • Rökin eru einfaldlega þau, að ef rússn. herinn virkilega var of veikburða - til að notfæra sér, augljósa veikleika úkraínska gegnumbrotsins -- fyrstu dagana.
  • Þá sé einfaldlega ekki mikið eftir af bardagagetu þess liðs, er Rússar hafa þarna.

Sem þá þíði, að loka-sigur Úkraínu. Sé þá líklega yfirvofandi nú. Á svæðinu þ.e.
--Það gæti samt tekið nokkurn tíma, en þá væri ekki veruleg ástæða að ætla annað, en að Úkraína nái alla leið til sjávar við Azovshaf - nk. t.d. 2-3 mánuði.

Ef menn er styðja Rússa mótmæla þessu - óska ég frá þeim eftir útskýringu þeirra á því, af hverju rússn. herinn hefur síðan 22/8 sl. - ekki gert gagnrárás til að loka gatinu.

 

Niðurstaða

Bjartsýni mín um framgang Úkraínuhers hefur vaxið stórum sl. vikur - eftir að Úkraína hóf gegnumbrot á Zaporizhia svæðinu. Í þessari viku, gerði ég mér grein fyrir. Að það var og er liðinn nokkur tími. Rússar hafa ekki enn gert gagnárás!

Endurtek rökin, að það á skv. herfræði að ráðast á gegnumbrot eins fljótt og unnt.
Annars heldur andstæðingur áfram að troða liði sínu í gegnum gatið, þannig að gegnumbrotið þá vex -- fyrir rest getur orðið, óviðráðanlegt.

Það er á tæru, sbr. tilvitnanir í úkraínska herstjóra, að Rússar höfðu ágætt tækifæri til gagnárásar, í lokaviku ágúst, er gegnumbrotið var ferskt - vegna þess hve leið Úkraínu gegnum jarðsprengjusvæðin var þröng, hefðu Úkraínumenn átt erfitt með að senda fjölmennt lið hratt í gegn, til að sigrast á slíkri gagnárás.

Nú hafa vikur liðið, og líklega er sénsinn til slíkrar gagnárásar farinn.
Og ég kem ekki auga á nokkra ástæðu þess að Rússar framkv. enga gagnárás.
Sem sé til muna sennilegri en sú ástæða -- að her Rússa á svæðinu sé of veikburða.

Ef það er rétt, hafa Úkraínumenn líklega þegar haft sigur - á svæðinu.
Vegna þess, að þá er rússn. herinn á svæðinu, líklega einnig of veikburða.
Til að geta stöðvar/hindrað frekari framrás Úkraínuhers.
--Gegnum víglínurnar alla leið til sjávar.

Ef ástæðan er sú, að gagnrárás var ekki framkv. vegna veikleika hins rússn. svæðishers.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband