Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2023
25.8.2023 | 22:31
Nýleg könnun í Bandaríkjunum - sýnir, dómsmálin ógna möguleikum Trumps til hugsanlegs sigurs á nk. ári!
Það hefur verið kenning Trumps, talsmanna Trumps og svokallaðra - fans. Að Trump styrkist við mótbyrinn, því meir sem sá verður stærri. Þannig að könnun Politico/Ipsos er áhugavert innlegg:
Sjá einnig: Lock Him Up? A New Poll Has Some Bad News for Trump.hhh
1. Spurning um sekt vs. sakleysi Trumps:
- 14% Repúblikana telja Trump sekan.
- 64% Repúblikana telja Trump, saklausan.
- 21% Repúblikana, telja sig ekki vita.
14% Repúblikana telja Trump sekan - fynnst mér áhugaverðast.
- 53% Óháðra telja Trump sekan.
- 20% óháðra, telja Trump saklausan.
- 27% óháðra, telja sig ekki vita.
Þarna skiptir mestu máli - mun flr. hafa myndað sér skoðun gegn Trump.
Ef maður gefur sér, Biden og Trump, eigi þá er ekki hafa skoðun jafnt.
--Þá hefur Biden klárlega þarna, hugsanlegt forskot.
Ég læta vera að nefna frekari tölur um þessa spurningu.
Þ.s. fókus minn er á hugsanlegar vinningslíkur Trumps.
--Þá skipta skoðanir Repúblikana og óháðra - einungis máli.
2. Ef dómur fellur gegn Trump, hefur það skoðanamyndandi áhrif?
- 44% aðspurðra -- töldu dóm ekki sannfæra þá að hætta stuðningi við Trump.
- 32% töldu dóm gegn Trump, hafa þá afleiðingu að þeir kjósi ekki Trump.
- 34% óháðra, voru sömu skoðunar, dómur mundi snúa þeim gegn Trump.
- 13% - töldu að dómur gegn Trump, mundi snúa þeim til Trumps.
Skv. því, þá líklega snúast margir - óháðir, er ekki enn hafa myndað skoðun.
--Gegn Trump, ef hann er dæmdur.
Klárlega skv. því, hefur dómur neikvæða áhrif á sigurlíkur Trumps.
Ef hann fellur gegn Trump.
--Þ.s. Trump þarf á atkvæðum óháðra að halda.
Með helming óháðra þegar með þá skoðun, Trump sé sekur.
Skiptir -öllu máli- fyrir Trump, að ná til restar þess hóps.
--En þeir sem hingað til ekki hafa myndað sér skoðun, virðast mun líklegri skv. ofannefndu, að snúast þá gegn Trump.
Þau 13% er í könnuninni, segjast snúast með Trump - duga ekki til að vega á móti.
3. Áhugavert margir vilja, að dómsmál klárist fyrir kosningar!
- 33% Repúblikana - gegn 45%.
- 63% Óháðra - gegn 14%.
Þ.e. merkilegt hve margir Repúblikanar vilja þetta - þ.s. Trump leitast við að tefja mál.
Drjúgur meirihluti Óháðra þíðir líklega, að margir þeirra bíði eftir niðurstöðunum.
--Svo þeir geti ákveðið hvað þeir kjósa. Vísa aftur til þess, að margir þeirra, segjast snúast gegn Trump, ef dómar ganga gegn honum.
4. Flestir aðspurðra telja sig, skilja ákærurnar vel!
- 60% töldu sig vel á nótum.
- 1/4 - 1/3 taldi sig ekki skilja ákærurnar almennilega.
Líklega fækkar er á líður þeim er ekki skilja.
5. Á að fangelsa Trump, eða ekki?
- 11% Repúblikana, jánka því.
Ca. 30% þeirra, vilja vægari refsingu en fangelsi. - 43% enga refsingu.
Mér finnst merkilegt - hve margir þeirra eru samt til í að, Trump sé refsað.
11% hópurinn -- sýnir, að þ.e. til harður kjarni Repúblikana.
- 51% Óháðra, vilja fangelsa Trump.
- Einungis ca. 20% vilja vægari refsingu.
- 14% ekki refsa.
Aftur er afstaða Óháðra -- áhugaverð.
--Þetta sýnir, að Trump hefur greinilegan mótbyr þar.
6. Er saksóknin gegn Trump, sanngjörn vs. ósanngjörn?
- 23% Repúblikana segja saksóknina, sanngjarna.
- 74% Repúblikana, akkúrat á öfugri skoðun.
Aftur finnst mér áhugavert - að þ.e. nokkur hópur Repúblikana.
--Sem greinilega eru ekki, Trump-sinnar.
- 64% óháðra, telur saksóknina sanngjarna.
- 34% þeirra, telur hana ósanngjarna.
Þetta tónar við spurninguna að ofan, sbr. hlutfall þeirra að ofan sem telja Trump líklega sekan vs. líklega saklausan.
--Þarna birtist greinilega enn á ný, mótbyr hjá Trump meðal óháðra.
7. Almennt álit vs. andstyggð gagnvart tilteknum einstaklingum!
- 27% líkar við Trump -- 58% líkar ekki við hann.
- 36% líkar við Biden -- 45% líkar ekki við Biden.
- 22% líkar við, Merrick Garland -- 22% líkar ekki við hann.
- 26% líkar við, Jack Smith -- 20% líkar ekki við hann.
- 40% líkar við Dómsmálaráðuneytið -- 33% líkar ekki við það.
Trump hefur einkunnina: -31%.
Biden á sama tíma: -9%.
Niðurstaða
Ég er ekki að sjá úr þessum tölum -- þann mikla aukna stuðning við Trump.
Sem stuðningsmenn Trumps tala um. Nema kannski, þeir einungis meina - Repúblikana.
- Staða Trumps í þessum tölum, er klárlega veik.
- Takið eftir, ég skoða einungis svör Óháðra og Repúblikana.
Þ.e. sérstök ógn við Trump.
Sá - minnihluti Repúblikana - er virðist hafa snúist alfarið gegn honum.
Þó sá minnihluti sé ekki - rosalega stór.
Í kosningu er hann nægilega stór. Til að geta skipt sköpum.
--Ég meina, ef 10% - 15% Repúblikna, skila auðu við nafn Trumps.
Þá er það eitt og sér líklega nóg til hann geti ekki haft sigur.
Þar fyrir utan, hefur hann sterkan mótbyr meðal - óháðra.
--Hann þarf að hafa betur en Biden, um atkvæði þess hóps.
En miðað við ofangreind svör, lítur ekki vel út fyrir þess lags niðurtöðu.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins og allir vita hefur sókn Úkraínu gengið löturhægt sl. 3 mánuði.
Vegna þess að Rússar voru búnir að víggirða varnarlínur sínar - afar vel.
Um er að ræða - lagskiptar varnarlínur - þ.s. varnarlína tekur við af varnarlínu!
- Þar af leiðandi, er gegnumbrotið líklega með takmarkaðar afleiðingar.
- Þ.s. Rússar eiga hægan leik, að hörva á næstu varnarlínu.
Þannig séð, er þetta endurtekning á stríðinu í Úkraínu sl. vetur.
En þá voru það Úkraínumenn, er vörðust - með lagskipt kerfi varnarlína.
Og Rússar glímdu við það vandamál, af - þó ein varnarlína félli.
Þíddi það einungis að - þá tók við orrustan um, næstu línu þar við hlið.
Úkraínuher tók myndband er sýnir herlið Úkraínu í,Robotyne.
Í myndbandinu má sjá íbúa heilsa hermönnum - virðist þetta taka af öll tívmæli um að, Úkraínuher hafi tekið, Rotodyne.
- Það þíði, að Úkraínuher, hafi náð alla leið í gegnum.
Part af fyrstu varnarlínu Rússa, á Zaporizhia svæðinu. - Náttúrulega, verður það gegnumbrot - ógn við aðra parta af þeirri línu.
Þannig, líklega hörfa Rússar smám saman að - línu 2.
Fólk þarf ekki að skilja úkraínsku til að -- skynja tilfinningar íbúanna.
Reuters frétt: Ukraine forces raise national flag in Robotyne in Zaporizhzhia region.
Rétt að stilla bjartsýni í hóf!
Þetta - takmarkaða - gegnumbrot.
Einungis þíðir, að við tekur -- orrustan um, næstu varnarlínu.
Sú eins og sést á mynd frá - Institute For Study of War.
Er einungis - fyrsta lagið, af þeirri lagköku, sem varnir Rússa eru á svæðinu.
- Sá möguleiki er þó fyrir hendi.
- Að, Rússar hafi lagt mest púður, í varnarlínu 1.
M.ö.o. að - næstu línur að baki, séu ekki eins öflugar.
T.d. getur verið, að á milli varnarlínu 1 og 2, sé mun minna af - t.d. jarðsprengjum.
Að auki, gæti varnarlína 2 - verið minna rammgerð.
- Einfaldlega vegna þess, Rússar hafa takmarkaðar bjargir.
- Því sennilegt, að mesta púðrið hafi verið lagt, í varnarlínu 1.
M.ö.o. gæti bardaginn um, línu 2 -- tekið styttri tíma.
Tíminn einn getur leitt það fram!
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með á næstunni - en gegnumbrotið við, Robotyne.
Er a.m.k. ekki enn, mjög stórt.
Samt sem áður, ógnar það nú - svæðum á 1. línu Rússa, í grennd.
Svokallað -- flanking.
Þ.e. ekki síst ógn af - flanking - sem líklega leiði til þess.
Að allt rússn. liðið smám saman hörfi, til línu 2.
Það áhugaverða við það - að það gæti þítt.
Að Rússar hörfi frá Zaporizhia kjarnorkuverinu, Úkraínumenn ráða borginni sjálfri.
Hafa gert allan tímann. Verið er nærri henni.
Ef Rússar hörfa meðfram allri línunni, á - línu 2.
Líklega þíði það, að þeir hverfa frá - kjarnorkuverinu.
A.m.k. ætti þetta þíða, meiri hreyfing á stríðinu a.m.k. um hríð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2023 | 22:01
Er Kína á leið í kreppu - eða þegar í kreppu?
Financial Times birti á þriðjudag áhugaverð gögn er sýna umtalsverð samdráttar-einkenni.
Ég er að tala um samdráttar-einkenni, er mundu valda augljóst umræðu um kreepu.
Tja, í hvaða Vesturlandi sem mér kemur til hugar.
Chinese exports suffer worst fall since start of pandemic
- Sbr. mynd, þá má sjá greinilega COVID kreppuna í Kína.
- Síðan hvernig kínverska hagkerfið náðir sér úr kreppunni.
- En síðan er ljóst - 2023 er farið að líta út: slæmt ár.
Samdráttur sl. 2 ársfjórðunga í samtímis: Innflutningi/Útflutningi.
- Myndin að neðan, sýnir - sundurgreiningu á samdráttarþáttum á þessu ári.
Þegar kemur að útflutningi frá Kína. - Eins og sést, þó útflutningur rafbíla vaxi, dugar það hvergi til.
Forvitnilegt hve útflutningur tölvu-búnaðar og talva, dregst mikið saman!
- Samdráttur í innflutningi - eru augljós teikn.
Um samdrátt í almennri neyslu. - Þetta er ekki fyrsta vísbending þess, að innanlands neysla í Kína.
Sé ekki beisin - nú er hún sennilega að skreppa verulega saman. - Samdráttur í útflutningi, þ.s. Kína er slíkt risa-útflutningsland á margíslegum iðnvarningi -- þá hlýtur atvinnuleysi fara vaxandi.
- Ég hef þegar heyrt fyrr á árinu, vísbendingar um vöxt í atvinnuleysi.
Sérstaklega í yngri aldurshópum - er líklega missa vinnuna fyrr.
Rétt að benda á, þetta þíðir ekki endilega, kreppa sé að skella yfir heiminn!
Samdráttur útflutnings á tölvum - sem er sérstaklega mikill!
- Gæti bent til þess, að bann Bandaríkjanna - sem sett var á seint á sl. ári - á sölu top-line örtölva til Kína.
Geti verið að valda Kína vandræðum. - Hin atriðin - eru flest hver ekki hátækni-vara.
M.ö.o. það getur verið, að vaxandi samkeppni ódýrari landa.
Sbr. Indland, er nú vex hraðar en Kína sl. 3-4 ár.
Og Bangladesh, Indónesíu, Víetnam - sem keppa vaxandi mæli við Kína.
Í framleiðslu - tiltölulega ódýrs varning.
--Geti verið að kosta Kína, markaðshlutdeild.
Vinsælar pöntunarsíður - ef þær eru ekki beint kínverskar, geta svissað milli framleiðslulanda, ef þau bjóða varninginn ódýrari.
- Kreppa í Kína, líklega veldur lækkun á verði hrávara almennt.
Sem yrði skellur fyrir hrávörulönd!
Meina, allt frá korni - málmum, yfir í olíu og gas. - Hrávörulönd, líklega tapa mest á kreppu í Kína.
T.d. hrávörulandið, Rússland.
En einnig mörg önnur, er selja Kína margvíslega málma.
- Lækkun hrávöruverðlags - allt frá olíu, gasi, yfir í aðrar hrávörur.
- Líklega heilt yfir, kemur sér vel fyrir -- Vesturlönd.
Mundi þannig, milda verulega - einhvern skell fyrir Vesturlönd.
Af hugsanlegri eða yfirvofandi eða jafnvel þegar hafinni kreppu í Kína.
Niðurstaða
Ef virkilega er hafin kreppa í Kína. Er það afar forvitnilegt.
Því að 40 ára gamalt fólk í Kína - hefur aldrei séð kreppu.
Þekkir ekki annað en, hagvöxt - fyrir utan skamma stund er COVID gekk yfir.
En kreppa er hefst eða er hafin í ár - er af allt öðru tagi.
Ég mundi kalla það, alvöru kreppu.
Hversu djúp hún verður eða gæti orðið.
Verður einfaldlega að koma í ljós.
En íbúar Kína, verða örugglega töluvert ringlaðir.
Ég legg til að menn veiti fregnum frá Kína athygli.
Því að þó fólk sé ef til vill ringlað fyrst.
Ef kreppan endar ekki fljótt - þá gæti skollið reiðibylgja yfir stjórnvöld.
Ég spái engu um fall Xi - bendi þó á, að Kínverjar hafa einu sinni mótmælt.
Þegar almenningur var kominn með upp í kok og meir - af lokunarstefnu Xi.
Vísa til COVID aðgerða, hann hætti ekki við - fyrr en eftir fjölmenn mótmæli.
Punkturinn í því, að Kínverjar sáu Xi gefa eftir.
Kínverjar gætu því, mótmælt aftur - í næsta sinn, klassísk kreppumótmæli.
--------------
Ps. Sá viðbótar frétt frá FT:
Chinese economy falls into deflation as recovery stumbles.
Verðbólga í Júlí - mældist skv. henni í Kína: -0,3%.
M.ö.o. verðhjöðnun.
Meðalverð frá framleiðendum, lækkuðu 4,4%.
Skv. því gæti verið í uppsiglingu - klassískur verðhjöðnunar niðurspírall.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.8.2023 kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar