Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023
Staðan í Bakhmut er sú - að Rússar eru nú komnir í Yhahidne - sambærilegt við það að ef maður að óvinaher væri staddur í Kópavogi á leið að Reykjavík - Yahidne sem sagt, samhangandi byggðalag við, Bakhmut.
--Þ.e. sóknar-broddurinn sem sjá má efst á myndinni.
Sjá einnig vef: MilitaryLandNet.
Þessi ljósmynd tekin af tölvuskjá - sýnir stöðuna í Bakhmut!
Eins og sjá má, eru Rússar einnig að berjast - Austarlega í Bakhmut borg, og Sunnarlega í henni.
--Þetta hefur ekki verið hröð þróun, sbr. Rússar náðu fyrst að Bakhmut á Austur-væng, fyrir ca. 2-mánuðum, og að Suður-væng, ca. fyrir mánuð.
--Sóknin að Norður-væng hennar, er nýrri - hefur staðið síðan snemma í Janúar, en er nú sl. viku, við það að ná alveg að ystu mörkum Bakhmut úr þeirri átt.
- Eins og sést er, er staða Bakhmut að verða afar þung, með Rússa-her brátt á 3-hliðum, Úkraínumenn virðast þó enn -- verjast þar af mikilli hörku.
- En, spurningar vakna augljóslega hvort Úkraínu-her dragi sig ekki þaðan fljótlega.
Hins-vegar sést á myndinni, að enn er nokkuð í að Bakhmut sé umkringd!
- Rússar eru afar nærri járnbrautarlínu, sem glittir í á myndinni er liggur Austur vs. Vestur frá borginni.
- Hinn bóginn, nokkru ofar á myndinni ekki eins sjáanlegt -- er enn fær vegur er liggur einnig Austur vs. Vestur.
Sá er enn í sæmilega öruggri fjarlægð frá rússaher.
- Miðað við þetta, gæti það hugsast að Úkraínuher, haldi út t.d. einn mánuð enn, eða jafnvel tvo.
- Eða, Úkraínuher gæti ákveðið að hörfa t.d. innan 2-ja til 3-ja vikna.
Þ.e. auðvitað betra að fara áður en öllum aðflutningaleiðum er lokað.
Af hverju ég segi, ekki merki enn um nýja-stórsókn!
Er sú, þó svo að bardagar hafi síðan í Janúar -- verið ívið harðari en ca. 2-mánuðina þar á undan, þá lítur það dæmi samt ekki út -- sem þessi mikla rússn.stórsókn er var boðuð.
Hörðustu bardagarnir séu í Donetsk héraði, þ.e. grennd við Bakhmut, og svæðum nokkrum sunnan og norðan við þá borg!
--Samt í því, eins og megin-fókus Rússa sé á töku, Bakhmut borgar.
- Orusturnar eru ekki, eins stórar og orrustur t.d. í Maí-Júlí 2022.
Þegar barist var um, Lycychansk, og Sievirodonetsk. - Að auki, sé lið Rússa -- greinilega ekki eins fjölmennt í núverandi árásum, eins og í sumar.
Í Sumar þá náðu Rússar 2-borgum, á ca. 3-mánuðum.
Bardagar um Bakhmut -- hafa nú staðið í um yfir 7 mánuði.
--Bakhmut ekki enn fallin!
- Ég held það verði að skoðast sem augljós veikleika-merki Rússn.hersins.
Að eftir þetta langan tíma, þ.e. 7 mánuði, sé rússn.herinn. - Enn að berjast um Bakhmut.
M.ö.o. bardagarnir eru ekki á stærð við bardaga sumarsins -- a.m.k. ekki enn.
Ég vil ekki tala um -- sýnilega nýja stórsókn, nema umfang bardaga stækki a.m.k. slatta.
Rússneskur bloggari gerir lítið úr yfirlýsingu stjórnarsinna í Moskvu!
Igor Girkin -- hæddist af yfirlýsingu Medvedev, 24/3 sl.
Medvedev virðist hafa talað um góðan árangur af átökum, samtímis lýst yfir bjartsýni um fullnaðarsigur Rússa -- Girkin greinilega ekki sammála: Hlekkur.
The case when it would be better not to read this news at all.
Since what Luntik assures usually comes out exactly the opposite ... But it is impossible not to mention Dmitry Anatolyevich - he is the only one from the inhabitants of the Planet of the Pink Ponies who dared to remind the population of the Russian Federation that today is exactly one year of our amazingly implemented NWO... Newspaper.ru Medvedev expressed confidence in Russia's victory in the special operation in Ukraine Dmitry Medvedev, Deputy Chairman of the Security Council of the Russian Federation, said that Russia would win the special military operation and regain its territories. The politician wrote about this in his Telegram channel.
Hann útnefnir sem sagt -- Medvedev sem íbúa plánetunnar, bleikir hestar.
Ég geri ráð fyrir - plánetan bleikir hestar - sé Ríkisstjórn Rússlands.
En Medvedev er í ríkisstjórn Rússlands.
Enginn annar í ríkisstjórn Rússlands virðist hafa séð ástæðu að minnast sérstaklega dagsins 24/3/2023 -- m.ö.o. akkúrat 1 ár frá upphafi innrásar í Úkraínu.
- Áhugavert hvernig Girkin, kemst ítrekað upp með að hæðast að yfirlýsingum rússn. yfirvalda, þeim er tengjast málefnum stríðsins í A-Úkraínu.
Sem Girkin telur ganga miklu mun verr, en rússn. stjv. hingað til staðhæfa.
Menn eins og Girkin, eru forvitnilegir -- því svo ákveðnar gagnrýniraddir eru ekki margar innan Rússlands, það forvitnilegasta -- hann fái enn að komast upp með að tjá sig þannig.
Niðurstaða
Breytingar milli vikna í Úkraínu eru ekki risastórar -- stöðugt er barist vítt á víglínunni í Donetsk héraði A-Úkraínu, stöðugir bardagar samfellt sl. 7 mánuði.
Það sem er öðruvísi en þegar bardagar voru heitastir milli Maí 2022 og Júlí 2022.
Er einmitt, að bardagar þó stöðugir séu!
Eru þó enn sem komið er síðan Júlí 2022 -- ekki eins stórir og sl. sumar.
Ég er þarna að vísa til -- sóknartilburða Rússa!
Það þíðir á mannamáli, að enn bólar ekki á nýrri stórsókn Rússa.
--Er átti að hefjast!
- Því lengri tími liður án þess að bardagar stækki verulega.
- Fær mann að velta fyrir sér, hvort Rússa-her sé kannski of veikur til að hefja nýja stórsókn.
Of snemmt enn þó að ákveða slíkt.
Orðrómur um nýja rússn. stórsókn hefur verið stöðugur sl. 2 mánuði.
--En, enn er hún ekki sjáanleg.
Ath. eitt, það hefur verið aukning í bardögum sl. 2-mánuði.
Ef þ.e. allt og sumt sem Rússlandsher nú getur.
--Þá tja yrði maður að álykta að Rússlands-her sé hugsanlega þegar úrbræddur.
Vandamálið er alltaf að maður getur einungis ályktað út frá stöðunni sem er.
Kannski hafa verið tafir í liðssöfnun í Rússlandi.
Og stórsóknin hefjist einfaldlega - síðar.
En því lengur líður án þess að á henni bólar, því skeptískari verð ég.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
NATO virðist hafa sæst á varfærnar tölur, þ.s. heildarmanntjón Rússa sé metið 200.000.
Þá meinar NATO, særðir + fallnir. Ég hef heyrt töluvert hærri tölur en það!
Á móti metur NATO í dag, manntjón Úkraínu, særða og fallna, 100.000.
--Sú tala er aftur á móti ca. á þeim slóðum ég hef heyrt frá öðrum áttum, hæsta matið sem ég tel hugsanlega áreiðanlegt, er 160.000.
--Ath. ég hef heyrt umtalsvert hærri tölur um mannfall Rússa, ég tel koma til greina.
Þess vegna álít ég mat NATO nú birt, varfærið m.ö.o. síst of hátt.
- Í upphafi innrásar í Úkraínu, réðst Rússland fram með milli 200-300þ.
Ef maður notar hærri töluna, væri það mannfall upp á 2/3 hluta upphaflegs innrásarhers. - Hinn bóginn, hafa Rússar bætt töluverðu liði við, þannig viðhaldið stöðugum liðsfjölda nokkurn veginn.
- Á sama tíma, birta Rússar stórfellt ýktar tölur sem þeir halda fram um mannfall Úkraínu -- tölur langt langt yfir því sem sé sennilegt.
- Rússar hafa auðvitað - hvatir - til að íkja mannfall, Úkraínu.
Þeir gjarnan, staðhæfa að fj. útlendinga þ.e. annarra en Úkraínu-manna, falli reglulega, sem líklega eru einnig íkjusögur -- til að væntanlega styðja málflutning í Rússn.fjölmiðlum, að Rússland berjist við NATO.
--En það eru engir NATO hermenn, í bardögum.
--E-h fj. sjálfboðaliða, ca. 10.000 samanlagt frá fj. landa, eru taldir vera þarna, á eigin vegum, m.ö.o. þeir berjast í einkennisklæðum Úkraínuhers, undir stjórn herforingja Úkraínu. Þeir eru því, hluti af her Úkraínu. Staða þeirra m.ö.o. í engu önnur, en staða hvers annars hermanns í Úkraínu-her.
Donbas svæðið A-Úkraínu!
Eftir 3-vikur af harðari bardögum virðist ljóst ný sókn Rússa, hafi ekki þann liðsstyrk er sennilega dugi til verulega sóknar-árangurs gegn Úkraínuher!
Þetta sjáist af niðurstöðum bardaga þess tímabils --: MilitaryLandNet.
Vegur MilitaryLandNet -- birtir enn betri kort af bardagasvæðunum. Opna hlekk og skoða!
- Þ.s. sést á þeim kortum, að það sé fyrst og fremst í grennd við borgina Bakhmut að Rússar séu í stöðu til að ógna mikilvægu byggðalagi!
- Eins og kort MilitaryLandNet sýni, sé sókn Sunnan við Bakhmut, komin nærri mikilvægri járnbrautarlínu, nái kannski á nk. dögum að skera hana.
- Þar fyrir utan, sæki annar sóknar-broddur Norðan að Bakhmut, enn sé þó byggðalagið Yahidne á milli -- ef Úkraínuher verst þar af hörku, gætu Rússar enn þurft töluverðan tíma að ná að Bakhmut úr þeirri átt.
- Enn er þó sæmilega öruggur vegur milli Bakhmut -- er liggur Austur/Vestur.
Engin Rússn.sókn enn nærri þeim veg.
En ef Suður/Norður sóknar-broddarnir ná alveg að Bakhmut, væri sú borg umkringd úr 3-áttum, en nú a.m.k. 2-mánuði, hefur rússn. her verið alveg upp-við Bakhmut, beint í Austri, þar verið nú um nokkurt skeið harðir bardagar í A-úthverfum borgarinnar.
- Samanlagt hefur það tekið Rússa -- nú ca. 7 mánuði að ná þessari stöðu!
Ath. samanlagt hafa Rússar náð ca. 700ferkílóm. á þeim tíma, á því svæði. - Berum það saman við, 6000ferkílóm. Úkraínumenn tóku annars staða á sama tíma.
Talið -- a.m.k. 30.000 Rússar hafi orðið fyrir líftjóni eða óvígir á þeim tíma.
Einungis í bardögum um Bakhmut og í grennd við Bakhmut.
Þúsundir Úkraínumanna hafa auðvitað einnig særst eða látist!
--Talið er samt sem áður, manntjón Rússa í þeim bardögum sé umtalsvert hærra.
- Vegna þess, talið er staðfest Rússar hafi beitt: Fyrra-stríðs taktík.
- M.ö.o. vegna mikils fj. fanga, ca. 40þ. fangar taldir hafa tekið þátt í bardögum á Bakhmut svæðinu -- og talið, megin-þorri þeirra hafi fallið eða særst.
- Vagner sveitirnar hafi beitt, Fyrra-stríðs taktík, þ.s. fangarnir hafi ekki fengið nokkra hina minnstu herþjálfun.
Ekki talið mannfall fanganna - sé pent talið af Rússa-her.
- Punkturinn er sá, að á öðrum vígsstöðum í Úkraínu, fyrir utan Bakhmut.
- Virðist að varnir Úkraínu, haldi.
- Meira segja Bakhmut, gæti hugsanlega haldið enn -- mánuð eða 2 til viðbótar.
En sennilega hörfa Úkraínumenn þaðan fyrir rest!
Takið eftir, Úkraína á enn eftir ca. sama fj. skriðdreka!
Meðan skriðdrekum Rússa hefur fækkað ca. um helming!
Kom fram í máli varnarmálaráðherra Bretlands, sókn Rússa sé það veik, að lítið sé að óttast að verulegar breytingar verði á víggstöðunni út af henni!
- There is no evidence to date of a great, big Russian offensive, Wallace said. What we have seen is an advance on all fronts, but at the expense of thousands of lives . . . We should actually question the assertion that they [the Russians] can go on.
- He cited reports that 3,000 Russian soldiers had died during a three-day attack last week on the southern Ukrainian town of Vuhledar.
- *Russia still has significant forces at its disposal, Wallace said. But what we have discovered is that when they muster them, they get whacked . . . Theyre struggling.
Þó það virðist rétt að Rússar komist lítið áfram -- ath. margir mánuðir af sókn.
Hafa skilað Rússum einungis 600 ferkílóm. gegnt a.m.k. 30.000 særðum og föllnum.
Talið að Úkraínumenn hafi -- líklega misst, líklega ekki meir en ca. helming sama fj.
--Hugsanlega minna en helming á móti.
Þá þíði það ekki, að Úkraína geti keyrt í gegnum Rússa-her!
- Hvort að gjafir NATO á yfir 100 skriðdrekum, breyta þeirri stöðu á eftir að koma í ljós.
- En ef við sjáum ekki aukinn kraft í tilraunir Rússa, þá líklega mun víggstaðan ekki stórfellt breytast, áður en Úkraínumenn -- hafa a.m.k. 100 Leopard 2, og 14 Challenger 2 skriðdreka.
Það mun alveg örugglega skipa máli - þ.s. þessar tvær týpur taka þeim skriðdrekum Rússa langt fram, sem enn hafa sést í átökum í Úkraínu.
- Talið að Rússar hafi misst, a.m.k. helming T72 skriðdreka, og marga T80.
Military Balance.
- Ástæða þess að Úkraína - þrátt fyrir 12 mánuði af stríði.
Hafi enn ca. sama fj. skriðdreka sbr. v. febr. 2022. - Er ekki síst, mikill fj. rússn. skriðdreka Úkraína tók herfangi.
Í bardögum í grennd við Kíev - þ.s. Úkraínumenn náðu hundruðum skriðdreka óskemmdum.
Margir segja í gríni -- Rússland sé duglegra en nokkurt annað land, að sjá Úkraínu fyrir vopnum.
Vefurinn Oryx - hefur í marga mánuði tekið saman eigin tölur um tjón Rússa og Úkraínu: Attack On Europe: Documenting Russian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
- Skriðdrekar: destroyed: 1027, captured: 548.
M.ö.o. Úkraína tók 548 Rússn. skriðdreka!
Það auðvitað þíðir: Rússar hafa misst nærri 1.600. - Yfir 3000 brynvarinna liðsflutningafarartækja á beltum.
Oryx birtir einnig eigin tölur um farartækja-tjón Úkraínu: Documenting Ukrainian Equipment Losses During The 2022 Russian Invasion Of Ukraine.
- Skriðdreka-tjón Úkraínu sé:467.
M.o.ö. -- Úkraína hefur tekið flr. skriðdreka herfangi, en samsvarar tjóni Úkr. - Ef marka má Oryx -- er heildar-herfang Úkraínu, 867 hertekin tæki.
Móti sé heildartjón Úkraínu á öllum brynvörðum herfarartækjum: 2979.
--Nettó talan m.ö.o. ca. 2.100. - Það séu einkum, liðsflutninga-tæki, rýflega 2000 stykki.
Þetta samt sem áður framkallar það áhugaverða:
- Úkraína hefur ekki færri skriðdreka en áður.
- Meðan Rússa, hafa misst -- nærri helming, virks skriðdreka-flota síns.
Það sé ekki af ástæðulausu -- Rússland hafi virkjað hundruði af T62 skriðdrekum.
Yfir 50 ára gömlum!
- Vegna þess skriðdreka-framleiðsla í Rússl. sé óveruleg, þá gengur Rússland til að bæta tjón á gamlar birgðir.
- Talið að hátt hlutfall þeirra, séu líklega ónýt.
Eftir gjarnan yfir 20. ár af því að vera geymd fyrir opnu.
Eins og flestir vita, þá skemmast tæki - ef þau eru mörg ár óhreyfð fyrir vindum og veðrum.
Sumir hafa nefnt -- Rússar eigi 5.000 slíka.
En, mjög margir þeirra líklega ónýtir eftir mörg - mörg ár, óvarðir fyrir veðri og vindi.
- Þess vegna talið, Rússa skorti í vaxandi mæli, skriðdreka.
Það sé hluti af hverju, Rússar í vaxandi mæli -- beiti: Human-wave-attakcs. WW1 style.
Auðvitað leiði skriðdreka-skortur einnig til, Rússar eigi trautt um gegnumbrot.
Tjón Rússa sé trúverðugt -- því her Rússa hegðar sé eins og maður bíst við, her er hafi orðið fyrir miklu tjóni, hegði sér!
- Eins og sagt er, ef það kvakar eins og önd -- o.s.frv.
Rakst á áhugaverða gagnrýni hjá Rússneskum stríðsbloggara!
Ég get ekki metið sannleiksgildi þessa: Hlekkur.
VETERAN'S NOTES A catastrophic situation has developed with the monetary allowance of the participants of the NWO. The scale of the problem is simply indecently huge. This problem exists in every military unit.
In every battalion, in every company and every platoon. Total non-payment of the promised and due monetary allowance. Volunteer units such as BARS are particularly affected in this regard. People who volunteered for the front in the spring - in the summer of 2022 are simply marinated and strangled by the bureaucracy. People wait half a year for a seal on a piece of paper to prove that they are combatants. Then the circles of hell begin in the military registration and enlistment offices for registration of the status of the WBD.
The circles of hell lie in the fact that the bureaucratic machine in the warring units is simply disgusting. But the most egregious case that I know is when a person was mobilized on September 22, 2022, and on September 26 he was already in Svatovo. We talked with him at the end of January and at that time he did not receive a penny from the MO! On the card he only received a salary from his previous place of work. But that's not all.
In November, he was injured. There is a certificate in form 100. But they refuse to pay compensation, citing the fact that they consider the injury not severe enough! It's just thrash. A man was called up for mobilization, he has been fighting for almost half a year, he was wounded and he is not paid! And I personally know dozens of such stories. People grumble. Discontent and anger build up. If the situation does not change, it will lead to a social explosion in the veteran community. Do you need it!?
It is necessary to take tough measures to normalize the situation in this sector. It is necessary either to return the financiers in part, or to take other measures. But it can't go on like this. Next will be an explosion.
En ef þetta vandamál hann nefnir er -- ósjaldgæft.
Þá auðvitað spyrst það út meðal þeirra sem - hugsanlega íhuga auglýsingar yfirvalda þ.s. Rússum er boðið peningur, gegn því að bjóða sig fram til stríðs.
M.ö.o. vandamál af þessu tagi, gæti auðvitað skaðað -- tilraunir yfirvalda í Rússl. til að, fá fólk til þess að bjóða sig fram, gegn borgun.
--Þannig, aukið líkur á því, að rússn. yfirvöld þurfi að, þvinga fleira fólk í herinn.
Ég tel mig í engri aðstöðu til að meta sannleiksgildi þessara umkvartana.
--Ath. hlekkurinn að ofan, vísar beint í rússn. texta.
Niðurstaða
Það virðist ólíklegt að ný sókn Rússa leiði til verulegra breytinga á vígsstöðu Rússlands gagnvart Úkraínu í A-Úkraínu, þ.s. sóknar-tilraun Rússa er í gangi.
Því þrátt fyrir harðari árásir nú í ca. 3 vikur, séu hreyfingar á línum einungis á litlu svæði í grennd við Bakhmut í A-Úkraínu, þ.s. Rússar sækja virkilega á hraða snigilsins að borginni Bakhmut.
Átök um þá borg haf staðið samfellt í 7 mánuði, og geta staðið í kannski - viðbótar 2 mánuði. Ef maður gefur sér, að sókn Rússa að þeirri borg stoppi ekki.
--Yfirgefa Úkraínumenn hana fyrir einhverja rest.
Það áhugaverða er að Úkraínumenn, enn eiga ca. sama fjölda skriðdreka og fyrir febr. 2022, meðan að skriðdreka-eign Rússa áætlað hefur minnkað ca. um helming.
--Það sem geri tjón Rússa, tilfinnanlegra en tölurnar sýna.
Sé að þeir skriðdrekar hafi verið þau tæki, sem Rússar höfðu varið peningum til að uppfæra tæknilega -- í staðinn m.ö.o. taka þeir í notkun: óuppfærða T72.
Og að auki, hafa þeir í noktun einhver hundru af 50 ára T62.
--M.ö.o. gæðastandard rússn. skriðdreka í stríðinu, hafi farið verulega aftur.
Meðan hafi gæðastandard Úkraínskra skriðdreka ekki minnkað.
Og eftir að þeir fá kannski um 150 vestræna-skriðdreka.
--Þá mun koma í ljós, hvaða áhrif svo miklu mun öflugari tæki hafa á stríðið.
- Vegna þess að Úkraína, hervæddi strax í upphafi stríðs.
Þá hefur Úkraína í dag, líklega ekki tapað gæðastandard eigin herliðs þrátt fyrir mannfall. - Meðan hegðan rússn. hersins sýni, gæðastandard rússn. hersins hafi greinilega farið aftur.
Það sýni einfaldlega notkun einfaldra bardaga-aðferða.
Er hafi einkennt aðferðir rússn. hersins a.m.k. sl. hálft ár.
En því lakara liðið er, því einfaldari þurfa aðferðirnar að vera.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef vaxandi mæli sl. mánuði fylgst með áhugaverðri gagnrýni rússneskra bloggara á aðferðafræði Rússneska hersins í Úkraínu - framarlega hefur verið, Igor Girkin.
Sá maður hefur verið hluti af stríði Rússlands gegn Úkraínu síðan 2014.
Útgangspunktur Girkin, og annarra sambærilegra gagnrýnenda er sá!
Að yfirvöld Rússlands, séu ekki að gera nóg -- til að sigur geti unnist.
Bendi einnig á skrif Alexander Khodakovski, yfirmanns herafla Donetsk Peoples Republic.
- Nokkrir rússneskir gagnrýnendur í skrifum sínum ganga það langt.
- Að spá Rússlandi ósigri, nema -- gripið sé til þeirra aðgerða, þeir heimta.
Hvað vilja þeir? Sagt á ensku -- full mobilization, á íslensku -- fulla hervæðingu.
Igor Girkin, einnig þekktur undir nafninu, Igor Strelkov!
Hlekkur á færslu Girkin: Hlekkur. Byggt á viðtali við Girkin á rússn. veitu.
Without a new wave of mobilization, we will not be able to defeat Ukraine. At the same time, it is necessary to mobilize not only people, but also the rear (the economy, industry, etc., which has not yet been carried out). He also said that without mobilization - it would be better not to undertake - a new attempt at a major offensive. Because it - may turn out even worse - than the first one (which is "Kyiv in three days").
Alexander Khodakovsky, enn aftur með áhugaverða bloggfærslu!
Hlekkur: Hér!
Hafið í huga, að Khodakovsky - er yfirmaður herafla svokallaðs, Donetsk Peoples Republic.
Það gerir Khodakovsky sambærilegan við hershöfðingja í hinum almenna her Rússlands.
Það þíðir að sjálfsögðu, að ekki er hægt að efa hann veit hvað hann singur.
Þegar kemur að málum er tengjast stríði Rússlands gegn Úkraínu.
Alexander Khodakovsky Why do we climb to storm cities and towns, if there are impressive distances between them, and it is possible to break through the defenses in open areas and enter the operational space?
Because we do not know how to act there with the forces and means that we have.
There are not enough numbers, training and equipment to fill the space until the enemy is put in a passive position, in which he himself will need to think about saving and securing on new frontiers, which will give us the opportunity to deal with the economy that has fallen on our hands ". In this economy there will also be a bunch of settlements from which the enemy will not have time, or will not want to retreat, and which will need to be blocked by encirclement - that is, a bunch of such circles on the map in the rear of the new front, for which you need to have a lot of forces and means. The new front line itself, on which we have to burrow while the enemy comes to his senses .... Not only will all this require a resource - this resource will still need to be somehow managed in the process of developing an offensive, and this is the same as playing three-dimensional chess, keeping acrobatic combinations in mind.
That is why I said and continue to think that now it is more optimal to act from the defense on the held lines, accumulating and preparing the potential necessary for a full-scale offensive.
But being on the defensive is kind of like giving the initiative to the enemy. It looks non-cinematic from the outside, and then there are the successes in certain sections of the "private traders", abundantly accompanied on the air by accusations of various kinds against the military authorities ... How can one not attack here? Here we go, how we go.
But while we are advancing like this, we do not have time to accumulate the potential necessary for solving larger tasks. But not only the military is to blame for this technique - to a large extent, subjective factors influence their decisions today: competition, when they are provoked to unprepared actions, philistine expectations, when millions of consumers are waiting for good news, and when the army does not give them - the public mood is not formed the way you would like... And the conductor of all these currents and moods is the information space, which has divided itself and is at war with itself with varying degrees of success.
It is precisely this that today largely determines the nature of war, depriving military decisions of the necessary degree of rationality. So, when assessing what is happening, it is absolutely not correct to narrow the context only to military circumstances - the influence of multi-level politics on war today is stronger than ever.
- Eins og ég skil færslu hans, telur Khodakovsky ekki rétta ákvörðun að hefja sókn á þessum punkti, af hálfu Rússlands -- vegna þess, hann bendir á, her Rússlands ráði einfaldlega ekki þessa stundina yfir nægum herafla.
- Þess í stað, leggur hann til að -- her Rússa taki varnar-stöðu -- að slík skynsöm ákvörðun sé ekki tekin; kennir hann greinilega um, pólitík!
- Hann telur ástæðu þess slík skynsemi nái ekki fram að ganga -- sé ekki einungis hernum að kenna; heldur ekki síður vaxandi áhrifum -- netsins í Rússlandi. Hann telur að netið í Rússlandi, hafi stöðugt vaxandi áhrif á ákvarðanatöku um aðgerðir hersins -- m.ö.o. hernaðarlega mikilvægar ákvarðanir séu vaxandi mæli, pólitískar -- því ekki teknar af þeirri yfirvegun og skynsemi sem til þurfi, svo árangur geti náðst!
Mér finnst þetta stór-athyglis-vert, að aðal-hershöfðingi uppreisnarmanna í Donetsk er styðja Rússa-her, og berjast með Rússa-her; telji að ákvarðana-taka um stríðið.
--Sé í vaxandi mæli, óskynsöm!
Samtímis, er ekki síður áhugavert, að hann greinilega reiknar ekki með árangri af núverandi sóknartilburðum Rússa.
--Sbr. orð hans, að lið Rússa sé ekki nægilega fjölmennt.
Ég verð að vera sammála herra Girkin og Khodakovsky!
- Úkraína áætla að Rússa-her er nú sækir að þeim, sé ca. 500.000.
- Úkraína til varnar, hefur a.m.k. ekki minni fjölda en 500.000.
- Almenna regla um stríð: Er að 3-falt ofurefli liðs þurfi til sigurs, gegn liði sem sé í varnarstöðu í víggyrtum vígum -- ef lið beggja er jafnt að gæðum og vopnatækni.
Rússland hefur í engu, forskot í hertækni yfir Úkraínuher.
Hermenn Rússa eru í engu betri, en hermenn Úkraínu-hers.
Sjá hlekk: MilitaryLandNet.
- Þessa viku hafa verið mjög harðir bardagar Norðan við Bakhmut í A-Úkraínu, hart er sókt að bæ er heitir, Krasna-Hora.
Ef Krasna-Hora fellur, yrði skammt þess að bíða, að sókn Rússa að Bakhmut frá Norð-Austri, nái að Bakhmut. - Næsti bær, heitir Yahidne - ca. eins nærri og t.d. Kópavogur er nærri Reykjavík.
ISW: Russian Offensive Campaign Assessment, February 11, 2023
Institute For Study of war -- telur að bærinn Krashna-Hora, hafi fallið um helgina.
Þannig, að Rússar séu þegar að stefna að -- Yahidne.
Úkraínumenn halda því fram -- í þessari viku hafi orðið, mesta mannfall Rússa á einni viku í gervöllu stríðinu!
A.m.k. hafa Rússar viðurkennt, að árás -- á Vuhledar í vikunni.
--Langt sunnan við Bakhmut.
Hafi verið -disaster- en Rússar hafa þó ekki samþykkt, fullyrðingar Úkraínu um mannfall Rússa um -- liðlega 1.000 hermenn þann dag.
Gagnrýni innan rússn. bloggheima hefur verið hörð, á þá aðgerð.
Sumir gengið svo langt, að krefjast þess, að yfirmenn hersins er staðið hafi fyrir þeirri aðgerð, verði handteknir og síðan réttað yfir þeim.
Birti hér blogg - Igor Girkin um þá árás, hann er vægt sagt harðorður: Hlekkur!
Since the defeat near Vuhledar is already widely known (many videos shot by drones of Kyiv partners are posted on the network), I will have to comment separately (I didnt want to do this before, as well as report losses).
It seems that all the events of the past year passed by our generals. However, since some of them are (at least from the moment they entered military schools) complete cretins, all the mistakes that were made before were exemplarily repeated. The advance of tank and motorized columns along narrow roads along rare forest plantations on ideally flat terrain (since there are minefields on the sides), not covered from the air and by EW forces, ended in defeat. Part of the equipment was destroyed by ATGM strikes (launched from the high-rise buildings of Ugledar), part was shot by enemy artillery, which fired extremely accurately. More than 30 units of armored vehicles were lost (I will not give a breakdown by type), losses of "two hundred" only among tankers - many dozens. Marines, special forces and motorized riflemen died even more. And - most importantly - all these losses turned out to be "one-sided" - the ukry shot the attackers "like in a shooting range", our fighters could not inflict counter losses on them. The enemy again without much difficulty held his positions in the fortified area, which had already been repeatedly attempted to take in the spring and summer of last year (also "head-on").
At the same time, our military leaders (so as not to "get up twice") habitually sent for slaughter in the familiar area in the Donetsk "industrial complex" (they went on the assault dozens of times) to Avdeevka "renamed the Armed Forces of the Russian Federation" battalions of the former NM of the DPR and volunteer units. Without supporting them with either normal artillery fire (which was extremely inaccurate), or armored vehicles (which were "protected from mines", and it was not possible to clear the area for technical reasons). They killed two more companies of assault infantry with the same result as before - that is, to no avail.
In general, this was the end of the "offensive of the Russian army on the entire Donetsk front" widely announced over the network by "cheers-military corps". Complemented by the rebellion (refusal to take the position) of the battalion of Tuvinian nomads and not only (in principle, I do not report anything about this kind of events until they are "leaked" by someone into the network and become publicly available).
Ef marka má þá lýsingu Igor Girkin -- er mjög líklegt að Rússar hafi misst afar marga í þeirri hrakfalla-sögu sem sú árás greinilega varð að!
Girkin gengur svo langt í niðurlagi færslunnar - segja þetta ónýta sókn Rússa.
- Flest bendir til að megin-sóknar-þungi Rússa, sé í Donetsk.
- Þ.e. að Bakhmut og í grennd við þá borg.
- Og gagnvart borginni, Vuhledar.
A.m.k. virðist ljóst, bardagar eru óskaplega harðir - á Bakhmut svæðinu.
Og við borgina, Vuhledar -- langt sunnan við Bakhmut.
- Bardagar um Bakhmut hafa nú staðið hátt á 7-mánuð.
- Orrusta um, Vuhledar -- hófst fyrir ca. mánuð.
- Líklegt virðist að Úkraínumenn -- hörfi frá Bakhmut, innan nk. mánaðar.
- Ekki fyrir löngu síðan, sagði úkraínskur hershöfðingi -- Úkraínumenn hefðu úthald í ca. 2 mánuði í Bakhmut.
Það var áður en -- Rússar sendu nýjan liðsstyrk til þeirra bardaga!
Þannig að þeir bardagar hafa nú hitnað upp til mikilla muna!
--Síðan v. upphaf sl. viku.
- Verður að telja líklegt að ný sókn Rússa sé hafin -- þar með.
- Hún sé fókusuð á Donetsk hérað!
Bendi á að Bakhmut er ekki umkringd - þó ef Krashna-Hora hafi fallið
Jafnvel þó Yahidne væri einnig tekin, væri Bakhmut ekki umkringd.
- Hinn bóginn, væru Rússar þá við Bakhmut á 3-hliðum!
- Eini vegurinn til og frá Bakhmut í höndum Úkraínu, væri þá undir mjög harðri fall-byssu-skothríð.
M.ö.o. það væri líklega skynsamara fyrir Úkraínumenn, að hörfa frá Bakhmut.
En að halda áfram mikið lengur þar!
Það má vera að Úkraínumenn þurfi ekki að taka slíka ákvörðun fyrr en eftir ca. mánuð!
Eftir allt saman, tekur það Rússa e-h tíma, að berjast í gegnum - Yahidne.
Hinn bóginn, á eftir að koma fram hvernig Úkraínumenn bregðast við - auknum liðsstyrk Rússa á svæðinu -- en Úkraínumenn, klárlega hafa þann valkost - að fjölga í eigin liði á svæðinu.
Lauslega hefur verið áætlað, Úkraína hafi ca. 50þ. til varnar í grennd og í Bakhmut.
Þannig, Rússar hljóta að vera -- afar fjölmennir á svæðinu!
Til að geta beitt þeim hörðu stöðugu árásum þeir nú viðhalda stöðugt!
Rússar sjálfir hafa viðurkennt að barist sé af mikilli hörku.
Þó þeir nefni sjálfir enga eigin mannfalls-tölu í núverandi rymmu.
Niðurstaða
Ég ætla að beita skoðunum þeirra Girkin og Khodakovski, fyrir vagn minn.
Þegar ég áætla að þeir líklega hafi rétt fyrir sér að styrkur liðs Rússa sé ólíklega nægur til þess að ná fram mjög miklum árangri með núverandi sóknar-aðgerð.
En líklega er stefnan að taka -- þann helming af Donetsk Úkraínumenn enn ráða.
Líkur virðast vaxa að Úkraínumenn hörfi frá Bakhmut!
Víglínan færðist þá Vestur til -- Chasiv Yar, og Dubovo-Vaylivka!
Nokkru þar fyrir Suð-Vestan, er borgin -- Konstantinivka.
Þarna er sem sagt -- þétt-býli, við þétt-býli.
Úkraínumenn geta - að virðist - alltaf hörfað að næsta, virki.
Með hvert virkið á eftir því næsta, er auðvelt að skilja.
Af hverju -- Khodakovski, og Girkin.
--Telja réttar að Rússar safni mun stærri her, en að ráðast nú fram með mun minna.
- Spurningin stendur opin til þeirra er lesa.
- Þ.e.: Af hverju fyrirskipar Pútín ekki, allsherjar-hervæðingu?
Þ.e. ekki eins og að -- það skorti raddir innan Rússlands, er hvetja hann til þess.
Og sumar af þeim röddum, ganga svo langt að spá Rússlandi ósigri!
--Ef og nema, Rússland hervæðist algerlega.
Ég held það sé klárlega rétt -- að án fullrar hervæðingar sé engin séns á heildar-sigri.
Ég er reyndar ekki á þeirri skoðun, Rússar hefðu sigur -- þó þeir hervæddust algerlega!
En a.m.k. er ég sammála þeim Girkin og Khodakovski, sigur hafist ekki klárlega án hennar.
M.ö.o. tek ég undir með þeim, að meðan Pútín heykist við að hrinda því í framkv.
Þá sé mun líklegar en hitt, að núverandi sókn Rússa kulni -- innan nk. 1-2ja mánaða.
Og það skapi Úkraínu, annað tækifæri sambærilegt því þeir fengu seint sl. sumar.
--Að ná fram góðum sóknum!
- Auðvitað þá verða þeir komnir með sennilega e-h nærri 150 vestræna skriðdreka.
Kv.
Sveitarstjórnarkosningar | Breytt 13.2.2023 kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2023 | 23:39
Útlit fyrir Rússland fyrirhugi nýja sókn í Donbas A-Úkraínu, áður en ca. 120 Vestrænir skriðdrekar berast í úkraínskar hendur!
Loforð um afhendingu Vestrænna skriðdrekar eru komin á það stig, að nú er ljóst að Leopard 2 skriðdrekar -- verða a.m.k. rýflega: 100. Loforð þegar 100 +.
Þar fyrir utan, 14 Challenger 2 skriðdreka.
Og 34 M1 skriðdreka!
- Áætluð koma fyrstu skriðdrekanna, er í apríl.
- M.ö.o. að fyrstu áhafnir verði búnar að ljúka þjálfun ca. þá.
- Flest bendi til að Pútín hafi ákveðið að flýta fyrir fyrirhugaðri árás Rússlands-hers á Úkraínu -- sem getur bæði verið gott eða slæmt.
- Jákvæða við það, að væntanlega - leiðir flýtir til þess - sú árás er minna öflug.
En árás t.d. 1-2 mánuðum síðar, gæti hafa orðið.
Er Rússland hefði gefið sér meiri tíma, til liðsafnaðar.
Og til þess að þjálfa nýliða.
Ef marka má upplýsingar -- hafa nýliðar í Rússa-her, er ekki hafa enn hafið orrustu.
- Fengið ca. mánuð af þjálfun.
- Þ.e. afar lítl þjálfun - þó betra en ekkert.
Berum það saman við, er Úkraína -- í Febr. 2022 hóf almennt herútboð.
Og nýliða-þjálfun hófst þá strax og unnt var.
Síðan, hefur Úkraína -- 2 mikilvægar sóknir seint í júlí 2022.
- Þarna á milli: 6 mánuðir.
En þ.e. einmitt það tímabil, löng hermennsku-hefð segir, að sé lágmarks-tímabil.
- Skv. því eru Rússar ekki enn að gefa sér tíma til að þjálfa nýliða almennilega.
- Þ.e. í skilningi jákvætt fyrir Úkraínu - þar eð, því slakari sem þjálfunin er, því lélegri eru þeir hermenn: m.ö.o. t.d. þarf tíma til að læra að hitta almennilega.
Það er auðvitað markt annað - notkun tækja af margvíslegu tagi.
- Erfitt að sjá að -- 1 mánuður dugi til þess, hermenn kunni hermennsku vel.
Bakhmut loftmynd
Flest bendi til þess, að samsetning liðsins verði!
Þ.s. Rússland enn á af góðum her, fari fyrir liðinu:
- Þ.e. véla-herdeildir, ásamt þeim vel þjálfuðu hermönnum, Rússland enn á.
Slíkar hersveitir kunna svokallað -combined arms.- - Hinn bóginn, er vart að búast við því.
Að bróðurpartur liðsins -- 1 mánuð af þjálfun.
Séu færir um það flóknar athafnir.
Þó svo að Rússar virðist ætla að senda þær véla-herdeildir þeir eiga enn.
Þ.e. skriðdreka + þjálfað herlið búið liðsflutninga-tækjum á beltum.
--Séu þær sveitir veikari til muna, en þær voru í Febrúar 2022.
- Úkraína sé til muna, betur búin undir stríð -- nú en Febr. 2022.
- Þ.e. ekki einungis fengið gríðarlegt magn vopna frá NATO löndum, betri vopn en Rússland hefur -- heldur er her Úkraínu mun fjölmennari en Febr. 2022.
M.ö.o. það lið er þjálfað var skv. skipun um herútboð.
Er ekki einungis í dag þjálfað, betur þjálfað, heldur nú combat veterans.
Ég hef því ekki gríðarlegar áhyggjur af þessari árás sem Rússland fyrirhugar!
Reikna fastlega með því varnir Úkraínu haldi á flestum stöðum!
Þó mögulegt sé auðvitað að her Úkraínu -- hörfi taktískt t.d. í Bakhmut!
Bardagar um Bakhmut voru afar harðir í sl. viku!
Rússar eru nú komnir nokkurn spöl inn í Bakhmut á, A-hlið borgarinnar.
Ef maður getur ráðið af kortum -- hafa Rússar ca. 15% borgarinnar.
Eru enn að berjast í úthverfum A-megin hennar.
- Miðað við þetta, gætu bardagar um borgina, enn tekið mánuði.
- Hafa þegar tekið 6-7 mánuði.
En þ.e. ágætur möguleiki, að hluti af nýrri árás Rússa-hers.
Verði ný og enn fjölmennari árás á þá borg.
- Liðssafnaður Rússa, er sjáanlegur nærri Kreminna - í Luhansk héraði, þ.s. Rússar hafa hafið nú þegar -- töluverða gagnárás á þ.s. hefur verið sókn Úkraínu á því svæði: En nýlega komst sú sókn alveg upp að Kreminna.
Reiknað er með því, að a.m.k. -- hluti nýs liðssafnaðar Rússa.
Styrki við árásir á því svæði. - M.ö.o. er frekar búist við því, Rússar skipti liðinu milli Luhansk, og Donetsk svæðisins -- frekar en að safna liðinu öllu á einn punkt.
- Einhver hópur virðist einnig vera til staðar, sunnan við borgina Zaporizhzhia.
Áætlaður ca. 40þ. Þ.e. þó ekki reiknað með fjölmennri árás í átt að þeirri borg.
En Zaporizhzhia hefur milli 200-300þ. íbúa. Liðssafnaður að því umfangi, er ekki talinn nándar nærri þeirri stærðargráðu að -- geti orðið veruleg ógn þar. - Þar fyrir utan, er ekki reiknað með -- nýrri atlögu að Kiev, þ.e. annarri innrás frá Hvíta-Rússlandi.
M.ö.o: Luhansk og Donetsk -- verði fókus Rússa!
- Í Luhansk, að íta her Úkraínu aftur til baka frá Luhansk, en sl. mánuði hafði Úkraínuher tekist á ný, að taka aftur nokkra skika -- a.m.k. eina borg, Lyman.
- Og auðvitað, tilraun til að taka Donetsk: Enn ráða Úkraínu-menn ca. 50/50 móti Rússum af því svæði.
- Það sé því alls ekki hægt að segja: Rússland hafi enn tekið Donbas.
Höfuðstöðvar NATO!
Ný árás Rússa-hers mun að sjálfsögðu hvetja NATO til enn frekari vopnasendinga!
Þannig hefur það alltaf verið -- eins oft og Rússar kvarta yfir NATO.
Þá eru NATO aðgerðir hingað til -- ætíð viðbragð við aðgerðum Rússa!
- Ástæða þess að NATO ákvað að senda yfir 100 skriðdreka til Úkraínu.
- Er nákvæmlega vegna þess, að NATO veit að Rússar hafa um nokkurt skeið verið að safna nýju liði -- orðrómur um nýja vorsókn hefur verið sterkur og vaxandi.
T.d. hefur verið skoðun - a.m.k. sumra - vorsóknin gæti haft 1.000.000 hermenn.
Hvað sem satt er í því: Þá taldi Úkraína nýlega, að Rússar fyrirhuguðu a.m.k. 500þ.
- Samtímis, hefur Rússland í engu sjáanlega gefið eftir af kröfum sínum um land á hendur Úkraínu.
- Stjórnvöld Rússlands stefna enn að fullum sigri.
Þannig viðbrögð NATO eru þá -- senda þessa skriðdreka!
- Til þess, að auðvelda Úkraínu að brjóta upp þá fyrirhuguðu sókn.
- Þannig sýna Rússum fram á, þeir geti ekki haft fram sigur.
Líta má -- viðbrögð NATO sem nokkurs konar samninga-tækni við Rússa.
M.ö.o. tilgangur NATO sé ekki einungis að hindra mögulegan sigur Rússa.
Heldur einnig, að knýja Rússlands-stjórn til eftirgjafar.
Ég held að margir fatti ekki þetta: Stríðið sé þannig séð, samninga-tækni.
- Rússland hafi ekki verið sátt við þau tilboð það fékk frá NATO löndum.
Þannig að Rússland -- hefur innrás, til að þrýsta fram sínum kröfum.
Þrátt fyrir allar þær blóðsúthellingar og tjón því fylgi. - NATO, styður við sínar kröfur -- með vopnasendingum.
Og síðan, enn frekari vopna-sendingum.
- Spurningin er þá, hvort að Rússland hafi getu til að knýja sitt fram.
Ég stórfellt efa persónulega að svo sé.
Þetta er a.m.k. orðin heilt helvíti rosalega kostnaðarsöm samninga-aðferð fyrir Rússa.
Þó það kosti slatta að senda Úkraínu vopn -- sé sá kostnaður miklu mun smærri í hlutfalli við þjóðarframleiðslu NATO landa; en stríðskostnaður Rússa sé sbr. þjóðarframl. Rússl.
--Álag fyrir NATO lönd borið við kostnað, tjón, mannfall Rússa, lítiðfjörlegt.
Því eiginlega skrítið Rússar stöðugt vænta þess NATO gefi eftir!
Mynd frá Póllandi af röð flóttamanna!
Bendi einnig á, að Rússland einnig hótar stórfelldri flóttamannakrísu!
Ég heyri aldrei nokkurn Rússa-vin ræða þann þátt!
- 6 millj. Úkraínumanna a.m.k. eru landflótta í löndum Evrópu, síðan Febr. 2022.
- 11 millj. a.m.k. til viðbótar, eru á flótta frá heimkynnum, innan Úkraínu.
- 17 - milljónir samanlagt m.ö.o.
- Ef Rússa-her næði mun meiri árangri.
Væri veruleg hætta á að margir af þessum 11-millj. flýðu Úkraínu til V-Evrópu.
Að auki, gæti heildarfj. flóttamanna - auðveldlega náð: 20millj.
- Rússar hafa gjarnan gamnað sér yfir -- meintum verðbólgukostnaði fyrir Evrópu.
Og einnig meintum stríðskotnaði. - Þá algerlega gleyma þeir hótun Rússa um allt að: 20millj. Úkr. flóttamenn.
Ég er algerlega öruggur um það!
Að þessi flótta-mannavandi, er a.m.k. hluta-ástæða þess!
Að NATO lönd senda Úkraínu vopn.
- Einfalt, því betur Úkraínu-her gengur.
- Því færri flóttamenn!
- Rússar virðast ekki fatta, að ef NATO ætti að gefa eftir.
Þíddi það samtímis samþykki NATO að taka við hálfi Úkr. þjóðinni, sem flóttamenn.
Ef menn halda að -- flótta-manna-vandi geti ekki verið mikilvægt atriði.
Þá hafa menn greinilega algerlega gleimt -- umræðu í V-Evrópu um, Sýrlands-flóttamanna-vandann á sl. áratug.
Ég held að Rússlands-stjórn stórfellt vanmeti hvernig þessi vandi.
Virkar á móti hótunum Rússa -- t.d. um verðbólgu.
- Rússl. segir, ef þið samþ. okkar kröfur - minnkar verðbólgan hjá ykkur. Og þið hættið að hafa kostnað af vopnasendingum.
- En að láta að kröfum Rússa, þíddi stórfellda sprenginu í fj. flótta-manna frá Úkraínu -- ekki einungis kostnað að búa til störf, fæða og hýsa 20m. - heldur þau samfélags-vandamál er fylgja, það stórri flóttamanna-bylgju, á það stuttum tíma.
Ég er sæmilega viss um að -- flestum í Evrópu, finnst það -- betra að senda vopn.
Og samtímis, verðbólgan sé -- þrátt fyrir allt, ekki það rosalega slæm í samanburði.
Niðurstaða
Þegar ég íhuga heildarmyndina -- held ég þrátt fyrir allt.
Að fyrst að öruggt var að Pútín mundi senda nýja sókn á Úkraínu.
Sé skárra hún komi snemma!
Eins og bent á að ofan, rússn. nýliðar fá þá að virðist einungis 1 mánuð af þjálfun.
Rússland, hefur sókn fyrr -- að sjálfsögðu með minna lið, en ef sókn væri síðar.
Það þarf ekki að vera alvarlegt það að sóknin hefst áður en Úkraína fær Vestrænu skriðdrekana -- því að sóknin sé liðfærri og þar með veikari út af flýtinum.
Líklega hafi Úkraína nægan styrk til að stöðva hana - án Vestrænnu skriðdrekanna!
- Það þíði, að þegar Vestrænu skriðdrekarnir séu komnir -- líklega ca. þegar þeir bardagar eru þegar langt komnir, eða ca. að ljúka!
- Þá komi skriðdrekarnir akkúrat á réttum tíma, til að snúa vörn í sókn.
Sögulega séð er rétti tíminn fyrir gagnsókn -- þegar sókn andstæðingsins missir afl.
Ég á ekki von á því, að þessi sókn leiði til einhverra stórra sigra fyrir Rússa!
Þ.e. áður en liðsstyrkur til Úkraínu í formi skriðdrekanna góðu, sé stórum hluta kominn.
Þjálfun á Leopard 2 skriðdreka er þegar hafin.
Rökrétt senda Úkraínumenn, reyndar áhafnir - er þurfa einungs vikur til að ná að beita skriðdrekum með nýrri tækni.
--Sannarlega er viðmið NATO, 6 mánaða þjálfun - en það á við, óreyndar áhafnir.
- Niðurstaðan gæti orðið sú, Pútín skapi aðstæður fyrir vorsókn Úkraínu.
Sú gæti náð góðum árangri, sérstaklega ef Rússar hafa misst mikið af liði og hergögnum í þeirri sókn sem nú er fyrirhuguð. Þannig þeir eigi enn minna eftir en nú er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar