Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2022

Vendipunktur í Úkraínu-stríðinu líklega nærri, HIMARS skotpallar virðast valda Rússaher miklu tjóni, auk þessa skammt í að Úkraínuher hafi 3-faldan liðsafla á við innrásarher Rússa! Úkraína hefur hafið nýja sókn nærri Kherson!

Litlar upplýsingar eru til staðar um nýja sókn Úkraínuhers á Kherson svæðinu, vegna þess að Úkraínu-her lætur ekkert uppi um það, akkúrat hvar hann sækir fram - orðrómur er á hinn bóginn sá, að nokkur þorp nærri Kherson hafi fallið!
Mikilvægast, að Úkraínu-her virðist vera að -- einangra Kherson borg.
Sem bendi til þess, að markmið sóknar, geti verið -- að taka Kherson!



Úkraínuher virðist nægilega nærri Kherson, að vegir til og frá borginni, eru í stórskota-liðs-færi; skv. fregnum hefur allar 3 brýr til og frá borginni verið skemmdar.
Úkraínuher virðist geta skotið á þær, væntanlega með HIMARS.
--Úkraínu-her virðist þó ekki enn, hafa náð alveg upp að Kherson!

Hlekkur: Ukraine Conflict Updates

  1. Ukrainian forces struck the bridge over the dam at the Nova Kakhova Hydroelectric Power Plant on July 24, damaging the road but still allowing passenger vehicles to cross the bridge.
  2. Ukrainian partisans blew up a Russian-controlled railway near Novobohdanivka, Zaporizhia Oblast, 30 km north of Melitopol, overnight on July 23-24.
  3. Footage from July 23 shows passenger vehicles navigating around holes left on the Antonivskyi Bridge, suggesting that the damage to the free-standing Antonivskyi Bridge may be more complex to repair than the Nova Kakhova bridge.

Afar litlar upplýsingar eru um sókn Úkraínu-hers.
En árásir á brýr eru rökréttar í samhenginu, m.ö.o. hindra flutninga Rússl.hers.

Ukrainian officials are increasingly acknowledging Ukrainian counteroffensive operations in Kherson Oblast. Kherson Oblast Administration Advisor Serhiy Khlan stated on July 24 that Ukrainian forces are undertaking unspecified counteroffensive actions in Kherson Oblast.[1] Ukrainian President Volodymyr Zelensky said on July 23 that Ukrainian forces are advancing “step by step” in Kherson Oblast.[2] His statement does not make clear whether he is referring to small, ongoing Ukrainian advances in Kherson Oblast or a broader counteroffensive.[3] Ukraine’s Southern Operational Command reported on July 24 that Ukrainian forces are firing on Russian transport facilities in Kherson Oblast to impede maneuverability and logistics support. This activity is consistent with support to an active counteroffensive or conditions-setting for an upcoming counteroffensive.[4] Khlan also said that Ukrainian strikes on Russian-controlled bridges around Kherson City only aim to prevent Russian forces from moving equipment into the city without stopping food and other essential supplies from entering the city.[5]

 

HIMARS skotpallarnir virðast hratt vaxandi vandamál fyrir Rússa-her!

HIMARS - missile launched.jpg

HIMARS eldflauga-skotpallar virðast vera breyta hernaðarstöðunni!

Þeir hafa gert Úkraínu-her mögulegt að ráðast að birgða-stöðvum Rússa-hers, skv. fregnum sl. vikur - hafa fjöldi slíkra birgða-stöðva verið eyðilagðar.
Það er út af fyrir sig, nægileg skýring, til að útskýra -- af hverju Rússa-her sl. 2-vikur, virðist ekki geta skipulagt stórar árásir.

Það er, 70km. drægi þeirra eldflauga sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandar.
HIMARS getur skotið flaugum með lengra drægi en það!
--En eftir japl, jaml og fuður, var ákveðið í Washington, Úkraína fengi flaugar með 70km. drægi, þannig að þessa stundina eru HIMARS vagnarnir/pallarnir takmarkaðir við 70km.

En, 70km. drægi, er samt það stór breyting miðað við áður - að árásir með HIMARS eru að valda Rússlands-her verulegum truflunum í aðgerða-stjórnun!

  • Málið er ekki síst, að nákvæmin á því færi er mikil - meina cm. nákvæmni.
    Getum þakkað það, GPS - tækni.
    Það þíðir auðvitað, að sprengjurnar hafa stýri-ugga, og fínstilla sig sjálfar á skotmarkið, m.ö.o. leiðrétta fyrir truflanir sbr. vind.
  • Það að geta framvk. nákvæmnis árásir á slíku færi, virðast þegar - töluverð straumhvörf fyrir Úkraínu-her.

Skv. fregnum, eru Bandar. að senda flr. HIMARS skotpalla til Úkraínu.

 

MilitaryLandNet -- er önnur áhugaverð upplýsinga-síða!

Ukrainian side announced a strict embargo on all information regarding Kherson Oblast and advance of Ukrainian troops. The only allowed source for this area are the reports by Ukrainian General Staff.

Þeir benda á það sama, að Úkraínu-her - viðhefur stranga stjórnun á upplýsingum um sóknar-aðgerðir nærri Kherson.

Á þeirra síðu kemur það sama fram, að sl. 2-vikur hafa sóknar-aðgerðir Rússa, verið mun smærri í sniðum -- en mánuðina 2 á undan!

Einhver smá byggða-lög, sbr. þorp, virðast hafa skipt um hendur - sl. 2 vikur.
En hreyfingar á stöðu herjanna -- heilt yfir sára litlar sl. 2 vikur.

  • Það eru vaxandi pælingar, að HIMARS skotpallarnir, gætu verið -- skýring.

 

Rúss.blogg.síðan - Moscow-Calling (haft eftir þeirri síðu):

Moscow Calling notably defined the arrival of HIMARS as a distinct turning point in the war and stated that previously provided Western weapons systems (such as NLAWs, Javelins, Stingers, and Bayraktars) did very little against Russian artillery bombardment (they are not designed or intended to counter artillery attack), but that HIMARS changed everything for Russian capabilities in Ukraine.
Moscow Calling strongly insinuated that recent Ukrainian strikes on Russian warehouses, communication hubs, and rear bases are having a devastating and potentially irreversible impact on the development of future Russian offensives.

  1. Þetta er þ.s. mig hefur grunað -- að sendingar NATO á stórskota-liðs-vopnum, mundu binda endi á -- stórskota-liðs-forskot Rússa-hers.
  2. Þ.s. stór-skota-liðs-forskot, hefur verið grundvöllur sóknar-getu Rúss, sl. 3 mánuði.

Þá rökrétt þíði það, að missir stór-skota-forskots af hálfu Rússa, lami þeirra sóknargetu. Við getum nú verið mjög nærri þeim punkti í stríðinu!
Að frumkvæðið færist yfir til Úkraínuhers!

 

Niðurstaða
Ég held að við séum ca. við vendi-punkt í Úkraínu-stríðinu, nú er 6. mánuður þess er að hefjast; að frumkvæðið færist yfir á Úkraínu-her.
Langdræg stórskota-vopn, sem Úkraína hefur fengið frá NATO.
Eru greinilega að gerbreyta hernaðar-stöðunni.
Rússn. stríðs-bloggarar, sjá þetta einnig.

Sókn Rússa frá apríl 2022 byggðist á, getu stórskota-liðs Rússa, að eyðileggja varnarvígi Úkraínu-hers; en nú ræður Úkraína yfir langdrægari stórskota-vopnum.
Og þá, rökrétt, er það rússn.stórskota-liðið er verður hall-loka.
Þetta er algerlega rökrétt, ef annað stórskota-liðið hefur 70km. drægi.
En hitt stórskota-liðið milli 20-30km. drægi.
--Þá getur liðið með 70km. drægi, eyðilagt stórskotaliðið með minna færi, án þess að liðið með minna færi, geti svarað fyrir sig.

NATO hefur gefið Úkraínu, sérhæfða radara, sem skynja með nákvæmni - kúlur sem eru í loftinu, og geta áætlað með hárnákvæmni, hvaðan skothríð kemur.
Tölvustýrðir skotpallar, geta verið forritaðir, til að -- sjálfvirkt svara.
--Ég er að tala um, cm. nákvæmni.

  • Ég var viss að rússn.stórskota-liðið ætti ekki séns.
    Loks, þegar Úkraína, hefði NATO vopnin í sínum höndum.

Ítreka enn aftur, að Úkraína hefur verið að þjálfa nýjan her síðan stríð hófst.
Skv. hefð, er talið að 6 mánuði þurfi til nýliða-þjálfunar.
Fegnir benda til þess, að Úkraínu-her, hafi nú mikið af ferskum liðs-styrk.

  • Það má vera, að Úkraínu-her, meti að hægt sé að byrja að nota, það lið sem hefur verið í þjálfun nú í rúma 5 mánuði.
  • Ef marka má Zelensky, þá sagði hann við upphaf stríðs, að kvaddir í herinn væru yfir milljón.

Ef þ.e. rétt tala, þá er Úkraínuher nærri þeim punkti.
Að verða meir en 3-svar sinnum fjölmennari en innrásarher Rússlands.
Og stórskota-liðs-forskotið er að færast yfir til Úkraínu.

Það var einmitt þ.s. ekki síst vantaði fyrir Úkraínu-her.
Nægilega góð stórskota-vopn, til að brjóta víglínur Rússa.
Með, milljón í liðsauka, þá hefur Úkraína innan skamms að auki.
Meir en nægilegt lið, til að ráðast fram nokkurn veginn hvar sem er.

Rökrétt hljóta Rússar fljótlega, taka sér varnarstöðu!

 

Kv.


Í nokkra daga hefur pása ríkt hjá rússneska hernum, skv. fyrirmælum Pútíns sjálfs eftir fall Lysychansk að herinn fengi pásu! Stórskotalið Rússa heldur samt uppi stórskotahríð á stöðvar Úkraínuhers - Rússar taldir undirbúa sókn inn í Donetsk hérað!

Í liðlega viku hefur í reynd verið skortur á meiriháttar atburðum í Úkraínustríðinu, eftir fall Lysychansk -- er var síðasta borgin er Úkraínuher hélt í Luhansk héraði.
Strax og töku þeirrar borgar var lokið, gaf Pútín út fyrirmæli - að herinn fengi hvíld. Ekkert var gefið út um, hvað löng sú hvíld ætti vera.
Rás atburða þó sýni, að fyrir utan stórskota-hríð, sem áfram sé linnulítil, og lofthernað frá rússn. herflugvélum er skjóta eldflaugum að víglínu Úkraínuhers, og að byggðum í Úkraínu handan víglínunnar sem Úkraínumenn ráða.
--Þá virðist raunverulega ríkja, pása hjá Rússneska hernum.

  1. Talið er að þær sveitir sem tóku Lysychansk og Sievierodonetsk hafi orðið fyrir miklu mannfalli!
  2. Að það þíði, hersveitir er tóku þær borgir, þurfi á endurskipulagningu á að halda, eins og rökrétt sé -- er hersveitir bíða umtalsvert mannfall, þurfi nýtt fólk í stað fallinna og særða; það geti einnig þítt, liðssveitir þurfi að endurskipuleggja t.d. sameina sveitir sem séu undir-mannaðar.

--Vegna þess, að Rússar gefa ekkert uppi um mannfall, þá verða menn að ráða í það - út frá hegðan rússneska hersins; en ég trúi því ekki - rússn. herinn mundi stoppa.
Nema, vegna þess að það sé algerlega nauðsynlegt!
--Það fer enginn að selja mér þá sögu, að Pútín sé ekki sama um hermennina, hann hljóti að hafa fengið þær skýringar, að herinn geti ekki meira í bili.
En það þíði ekki, að ef Rússar finna fleiri hermenn, til að sláta í stríðinu; þannig að hersveitir verði fullmannaðar að nýju -- að þá láti þeir ekki til skarar skríða á ný!

  • Það getur einnig verið af hverju, engin tímsetning var gefin upp - þ.e. Rússar sjálfir viti ekki hve langan tíma, það taki að gera herinn tilbúin á ný.

 

Þetta kort er ágætis yfirlitsmynd, ljósbrúna svæðið umráðasvæði Úkraínuhers í Donetsk! Blátt eru sóknartilraunir Úkraínu!

INTERACTIVE - WHO CONTROLS WHAT IN UKRAINE- JULY11_2022

Reiknað er með því að Rússar fyrirhugi innrás í Donetsk hérað!
Russian Offensive Campaign Assessment, July 10

Russian forces are in the midst of a theater-wide operational pause in Ukraine. This operational pause has been largely characterized by Russian troops regrouping to rest, refit, and reconstitute; heavy artillery fire in critical areas to set conditions for future ground advances; and limited probing attacks to identify Ukrainian weakness and structure appropriate tactical responses. As ISW has previously noted, an operational pause does not mean a complete cessation of hostilities, rather that ongoing hostilities are more preparative in nature.

Eins og ég nefndi, er slík pása rökrétt - sérstaklega ef her hefur beðið verulegt tjón á mannafla og tækjum. Bardagar voru ákaflega harðir um Sievierodonetsk, þeir bardagar stóðu yfir í 2-mánuði, það voru einnig harðar orrustur er snerust um tilraunir til að komast yfir Severskyi-Donets á, framan af mistókust þær tilraunir - áætlað mannfall Rússa í einni af þeim orrustum hugsanlega allt að 1000. En fyrir rest, tókst Rússum að flytja umtalsvert lið yfir Donets á, og hefja þar með sókn í átt að, Lysychansk.
Hinn eiginlegi sigur, var líklega - er Rússar náðu yfir, Severskyi-Donets.

En eftir það, virðist Úkraínumönnum ekki takast, að stöðva sókn Rússa í átt að Lysychansk, hún tók þó vikur -- en er þeir náðu þangað fyrir rest, þá urðu Úkraínumenn strax að hörfa frá Sievierodonetsk, yfir til Lysychansk.
--Bardaginn um þá borg, stóð síðan einungis liðlega viku. Í kjölfar falls, Lysychansk -- gaf Pútín út skipun um hvíld.

  1. Á þessari stundu, veit enginn hvenær Rússar ætla að hefja sókn inn í Donetsk.
  2. Hinn bóginn, er talið að þeir séu í því -- að safna liði fyrir nýja sókn.

Ég vísa frá sem hverri annarri vitleysu, Rússar hafi ekki beðið mikið mannfall.
Annars væru þeir ekki að taka slíka pásu í meir en viku! Það sé augljóst!
Hugsanlega verður sú hvíld töluvert lengri en rúm vika!

 

Upplýsingar um nýjar herkvaðningar Rússa vekja athygli!

  1. Governor of Russia’s Primorsky Krai, Oleg Kozhemkayo, announced on July 9 that Russia is forming the “Tigr” volunteer naval infantry battalion to participate in combat in Ukraine.[29] Kozhemkayo said that not all volunteers have prior combat experience and that they will undergo 30 days of training prior to deployment. Social media users noted that footage of the “Tigr” battalion shows that the recruits are older than traditional military age and are likely in their 50s to 60s.[30] ISW has previously reported that Russian military leadership will continue to constitute such ad hoc, oblast, and regionally-based volunteer units as losses among professional troops mount.[31]
  2. Ukraine’s Main Intelligence Directorate (GUR) reported that private military companies (PMCs) are escalating recruitment drives to compensate for personnel losses among conventional forces fighting in Ukraine.[27] The GUR noted that PMCs are actively recruiting prisoners due to a lack of other volunteers, which is consistent with previous reporting that the Wagner Group PMC has been recruiting prisoners from the IK-7 Yablonevka and IK-6 Obukhovo penal colonies in St. Petersburg.[28] The GUR claimed that PMCs are recruiting prisoners irrespective of the nature of their crimes in exchange for full amnesty after serving time on the frontline.

Ég ætla a.m.k. ekki að efa að það sé satt - þ.s. það er haft eftir rússneskum borgarstjóra, að verið sé að ráða sjóliða til landhernaðar!
Hinn bóginn, er afar áhugavert ef þeir fá einungis 30 daga þjálfun, þ.s. sjóliðar hafa allt aðra þjálfun en land-hermenn.
--Almennt er talið, a.m.k. 6 mániði þurfi til nýliðaþjálfunar.

Hin sagan, er höfð eftir leyniþjónustu Úkraínska hersins - getur verið sönn - að verið sé að ráða beint úr rússneskum fangelsum, vegna skorts á vilja rússn. karlmanna til þess að bjóða sig fram til stríðsátaka!
--A.m.k. eru sögurnar -consistent- við þá skýringu, að rússn. herinn þurfi nýtt blóð, því taki hann pásu!

  • En ef virkilega er verið að kalla til, sjóliða án herþjálfunar -- 30 daga þjálfun, er pent morð; þ.e. langt langt frá nægileg herþjálfun.
  • Og auðvitað, ráða fanga, efa meira púðri verði varið í að þjálfa þá.

Það að senda fólk til stríðs - nánast algerlega án þjálfunar.
Er auðvitað ekki gert, nema her virkilega skorti alvarlega liðsmenn!
--Að ráða fanga, hefur stundum verið gert í hernaði, en þ.e. nýstárlegt að þjálfa þá nánast ekki.

 

Það kemur í ljós, hvenær Rússar hefja sókn að nýju!
En -recruitment drive- er -consistent- við þá söguskýringu, manntjón hafi verið mikið.
Því lengri sem pása Rússa verður, því betri verða sannanir um mikið manntjón!

  1. Ég tel enn, að möguleikar Úkraínu í þessu stríði, séu bærilegir.
  2. Sannarlega, hafa Rússar ennþá - the initiative.

Hinn bóginn, er það ekki að öllu leiti neikvætt - þ.s. Úkraínumenn, þurfa auðvitað að vinna stríðið með því að drepa óvinaherinn, og það gerist ekki nema herirnir berjist.

Að sjálfsögðu trúi ég í engu, fáránlega lágum mannfalls-tölum sem Rússar gefa upp.
Auðveldar er að komast að mannfalli Úkraínu, sem viðurkennir þúsunda manntjón, í orrustum sl. 2ja mánaða!
Ég geri ráð fyrir að mannfall Rússa, hafi alls ekki verið minna.En líklega meira!

  • En, pása, og nýtt - recruitment drive - vera ráða sjóliða veita þeim einungis 30 daga undirbúning, og ráða fanga - kannski veita þeim sama tíma!
  • Eru allt, vísbendingar að Rússa hafi skort lið, til að halda sókn áfram!

Kannski þíði það -- að sókn Rússa taki 30 daga pásu, þá fái sjóliðarnir að spreyta sig, og fangarnir!

 

Hér er annar vefur sem nefnist:Military.net! Ath. er á Twitter.

Skv. þeim vef:

Ukrainian President Zelensky ordered the Ukrainian Armed Forces to re-estabilish control over the coastal regions of southern Ukraine. The General Staff now prepares an offensive plan and says that up to one million Ukrainian soldiers might be ready to participate in the offensive.

  1. Þetta kemur mér ekki á óvart - en ég hef reglulega nefnt það, að Úkraínumenn eru að þjálfa nýjan her. M.ö.o. almenn herkvaðning við upphaf stríðs.
  2. Karlmenn fengu ekki að fara frá Úkraínu, flóttamenn voru konur - börn og eldra fólk. Karlmenn á herskyldualdri allir kvaddir til herþjónustu.

Hef reglulega bent á, að Zelensky nefndi tölu upp á rýflega milljón!
Hinn bóginn, hefur lítið fréttst af þessum her í þjálfun!

  • Hefðbundið viðmið herja, er 6 mánuðir þurfi til - nægilegrar lágmarks þjálfunar.
  • Úkraína hefur verið að þjálfa sinn nýja her -- nú í 4 mánuði.

Það kemur mér ekki á óvart, að Úkraína fyrirhugi, sókn á nk. 2-mánuðum!

  1. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að Úkraína sé með biðleik!
  2. Hlutverk standandi hers Úkraínu, sé að halda - tefja Rússa.

Þetta sé sami atvinnu-herinn, sem hefur barist í Luhansk/Donetsk síðan 2014.

Hans hlutverk, sé ekki að vinna stríðið - heldur að halda velli, en samtímis halda Rússum eins best og sá her getur!
Mér virðist, öll bardaga-aðferð Úkraínuhers, benda til þessa!

  1. Þ.s. óþekkt hvernig nýr Úkraínuher er vopnum búinn.
  2. En rökréttast væri, hann fengi Vestræn vopn.

Það þurfi hvort sem er að þjálfa á þau vopn -- gamla atvinnu-herinn, ef sá her fengi þau.
Rökréttast, að slá tvær flugur, og þjálfa nýja herinn á þau vopn!
--Meðan, gamli herinn noti þau vopn og nýti upp til agna, sem sá her þekki.

  • Ef það hefði ekki verið fyrir, að Úkraínumenn virðast hafa klárað 152mm fallbyssukúlur, þannig gömlu fallbyssurnar eru nær ónothæfar.
  • Hefði ekki þurft, að láta gamla herinn fá NATO fallbyssur að einhverju leiti strax.

En þetta - að Úkraínuher hefur klárað 152mm kúlur - er líklega af hverju Rússar geta í dag sókt fram! M.ö.o. ástæða þess, Rússar hafa nú - stórskotaliðsforskot!
En ég er viss, þetta sé einungis tímabundið ástand!

Um leið og -- nýi herinn sé fullþjálfaður, er stríð hefur staðið 6 mánuði.
Mæti hann til átaka, og ég er sæmilega viss -- að stóru NATO sendingarnar á vopnum, fara til þess hers. Og að, yfirburðir NATO stórskota-vopna muni þá eftirmynnilega koma fram!

Ég á fulla von á því, að mikil breyting sjáist á stríðinu, ca. undir lok sumars!
Ég er ekki viss, að sókn Rússa, reiknað er með í Donetsk, fari yfir höfuð af stað.

  1. En undir lok sumars, ef væntingar eru réttar - verður Úkraínuher a.m.k. 3-svar sinnum fjölmennari en hinn rússn. innrásarher.
  2. Samtímis, geri ég ráð fyrir, að það komi í ljós -- að stóru NATO vopnasendingarnar fóru rökrétt, til nýja hersins.

 

Staðan við Khersons, nær óbreytt nú í tvær vikur! Blátt sókn Úkraínu!

NATO stórskota-vopn eru mun betri, en rússn. stórskotavopn:

  1. 30km. drægi með venjulegum kúlum - en við erum samt að tala um -precision munition- þ.e. með stýriugga og GPS miðun, þ.e. kúlurnar leiðrétta miðið á fluginu, er þíði nákvæmni í cm.
  2. 40km. drægi, með kúlum er hafa litla vængi, er gefa svif er lengir drægi í 40km. Aftur stýriuggar og GPS miðun.
  3. Rocket assisted, hámark 70km. - aftur stýriuggar og GPS miðun.

Gömul Sovésk smíðuð vopn - hafa 20km. drægi - ekki með precision munition þannig nákvæmni er mæld í metrum.
--Rússar eiga lítið magn af nýrri vopnum með 30km drægi, en heimildir herma þeir hafi klárað öll precision munition hvort sem er -- þannig nákvæmni sé þá mæld í metrum.

  • Nákvæmnis vopn NATO, ættu að auðveldlega - að hafa sigur í stórskota-einvígum, þannig að -- stórskota-lið Rússa, ætti með hraði bíða stórtjón.
    Loks þegar nægilegt magn, NATO - stórskota-vopna loks kemst í átök.

Ég er skv. þessu, bærilega bjartsýnn um framvindu stríðsins - þrátt fyrir sókn Rússa sl. 3-mánuði, er hafi loks náð 10% af Luhansk héraði er var síðasta vígi Úkraínu þar!
Ég er á því, að Úkraína sé með biðleik í stríðinu, þangað til - annar her þeirra er tilbúinn, og fullbúinn vopnum!

Þá á ég von á að Úkraína blási loks til stórsóknar. Kannski nærri Kherson!

 

Niðurstaða
Þrátt fyrir sókn Rússa sl. 3 mánuði, er ég ágætlega vongóður um hagstæð stríðslok fyrir Úkraínu; enda blasað við að Úkraína hefur fylgt þeirri -strategíu- að verjast!
Eins og mér hefur verið bent á, þá þíðir það að Rússar halda enn frumkvæði.
Hinn bóginn, sé það greinilega val Úkraínu að spara sitt lið eins og þeir geta!
Samtímis, og þeir halda eins miklu og her Úkraínu er hefur tekið þátt í bardögum framast ræður við; auk þess að leitast sé við að selja sérhvern spöl af landi dýru verði.

Ég hef vitað af því allan tímann, Úkraína er að þjálfa nýjan her.
Tölur um stærð hans eru á reiki, óljóst talað um rýflega milljón.
Þ.e. ekki endlega óhugsandi, þ.s. íbúar Úkraínu eru rýflega 40 milljón.
Og allir karlmenn á herskyldu-aldri voru kvaddir í herinn.

Einhverra hluta vegna, hefur Pútín ekki enn - fyrirskipað almennt herútboð.
Úkraína hefur því, 4 mánaða forskot á að þjálfa það lið!
--Úkraínumenn, hafa ekki - eins og Rússar virðast gera, notað lítt til ekki þjálfað lið.
Þess í stað, hafa þeir greinilega beðið með að nota nýja herinn, þar til hann er tilbúinn.

Ég á ekki von á honum til átaka, fyrr en 6 mánaða hefðbundnu þjálfunarferli er lokið.
Stríðið hófst undir lok febrúar - það þíðir, nú er 4 og hálfur mánuður!
--Undir lok ágúst, ætti nýji herinn vera tilbúinn.

  • Það getur þítt, Rússar fái eina sókn til viðbótar.
  • Þ.s. ef sókn Rússa hefur sig af stað, í Donetsk.

Eftir það, á ég von á því að stríðið taki verulegum breytingum.
Þegar NATO vopnaður -- annar her Úkraínu, mætir til átaka.
Þá verður herafli Úkraínu - meir en 3-falt fjölmennari en Rússa-her í Úkraínu.
Og þá geri ég ráð fyrir, að Úkraína hafi bæði nægan mannafla, og vopn.
Til að hefja stórsókn -- þannig frumkvæðið flytjist yfir undir lok sumars.

Þ.s NATO stórsskota-vopn eru mun betri, tel ég stókn Úkraínu, ætti að eiga ágæta möguleika, þegar fara saman -- betri vopn, og 3-falt ofurefli liðs.

 

Kv.


Borgin Lysychansk í Úkraínu fallin eftir einungis rúma viku af bardögum; sókn Rússa umliðna daga virkar betur skipulögð en oft hingað til! Ekki séð rússn. herinn sækja þetta hart fram síðan stríðið hófst!

Ég er að meina, Úkraínuher hörfaði frá Sievierodonetsk - fyrir einungis 1 og hálfri viku, rússn. herinn er þá kominn að Lysychansk - eftir að hafa brotist í gegnum varnir Úkraínu á Vestari bakka Severskyi-Donets ár; en borgirnar eru sitt hvorum bakka Donets ár.
Það tók Rússa ca. 2-vikur að ná að Lysichansk, eftir Rússa-her komst yfir ána!

  • Fyrir rúmri viku, tekur Úkraínuher - loka-varnarstöðu í Lysychansk.
    Þá meina ég - loka - í samhengi Luhansk héraðs.
    En borgirnar 2. - og smærri nágranna sveita-félög.
    Hafa verið síðustu vígi Úkraínu, í Luhansk héraði.
  • Síðan núverandi lota stríðsins hófst, í Apríl.
    Hafa bardagar um -- síðasta 10% af Luhansk, staðið yfir.
    Nú, virðist að Rússar séu ca. búnir að taka Luhansk.
    Úkraínuher, sé enn í ferlinu að hörfa þaðan, undir árásum.
    Svokallað - fighting retreat.

Þannig -- að átökin um, síðasta svæðið Úkraína réð í Luhansk -- tók 3 mánuði.

Ukraine Conflict Updates: Click here to read the full report.

Talið er að Úkraínuher sé að hörfa að -- verjanlegri línu.
Skv. yfirlýsingu frá Úkraínu-stjórn, var styrkur sá er Rússlands-her, safnaði saman gegn, Lysychans, undanfarna daga - einfaldlega of mikill.

  1. Úkraínuher hafi verið borinn ofur-liði, út af liða-muninum!
  2. Þ.s. Rússa-her hefur ekki betri vopn:
    --Þá er gamla reglan sú, að ca. 3-faldan liðsmun þurfi til.
    --Ef taka á vígi, þ.s. lið er til varnar, sem er búið a.m.k. ekki lakari vopnum.
  • Það þíði auðvitað, að árásin býður mikið manntjón.
    En samtímis, að ef árásin hefur nægan liðsafla.
  • Getur hún þrátt fyrir slíkt tjón, tekið vígið.
Engar tölur liggja fyrir um mannfall -- en það hlýtur að hafa verið mikið.
Að sjálfsögðu, ef menn taka -- vel varið vígi, í krafti liðsmunar.
--Án þess að hafa nokkuð annað er skapi forskot.
Þá rökrétt, hefur árásin -- meira manntjón.
 
En árás ef hún hefur nægt lið, getur samt tekið varið vígi.
Það verður síðar að koma í ljós -- hvort Rússa-her varð fyrir slíku manntjóni við þetta!
--Að það verði ekki mögulegt að endurtaka leikinn!
  • En þ.e. alveg hugsanlegt, þetta sé -- Phyrric victory.
    Get auðvitað ekkert fullyrt um það!
  • En, framvindan nk. daga og vikur -- mun leiða það fram!
    --Einfaldlega það, hvort Rússar missa dampinn - í kjölfarið.
    --Eða, geta haldið áfram af sambærilegu afli.

En til þess að halda áfram að slíkum krafti - án þess að hafa betri vopn - þá þyrftu þeir áfram að viðhafa - 3faldan liðs-styrk a.m.k. á hvern punkt, þeir ráðast á!
Þá að auki, vegna mannfalls, þá þurfa Rússar einnig að geta fært til lið á sóknar-punktinn, til að mæta mannfalli -- svo sóknarþunginn geti haldist!
--Annars veikist sóknin dag frá degi, og fjarar síðan út!
--Það auðvitað skiptir að auki máli, að Rússar hafi heilt yfir nægt lið.
Til þetta sé allt hægt, þá ekki síst, þarf að auki góða herstjórn - svo liðið sé alltaf á réttum stað á hverjum tíma! Ef herstjórn er í molum, geta árásir mistekist út af því, þrátt fyrir liðsmun - eins og við höfum a.m.k. nokkrum sinnum séð!

Russian forces have likely secured the Luhansk Oblast border, although pockets of Ukrainian resistance may remain in and around Lysychansk.  Russian forces have likely not fully cleared Lysychansk and Luhansk Oblast as of July 3, despite Shoigu’s announcement. The Russian Defense Ministry stated that Russian forces are still fighting within Lysychansk to defeat remaining encircled Ukrainian forces, but the Ukrainian withdrawal means that Russian forces will almost certainly complete their clearing operations relatively quickly.

Russian forces will likely next advance on Siversk, though they could launch more significant attacks on Bakhmut or Slovyansk instead or at the same time. Ukrainian forces will likely continue their fighting withdrawal toward the E40 highway that runs from Slovyansk through Bakhmut toward Debaltseve. It is unclear whether they will choose to defend around Siversk at this time.

Two very senior Russian commanders are reportedly responsible for the tactical activities around Lysychansk. Commander of the Central Military District Colonel General Aleksandr Lapin and Commander of the Russian Aerospace Forces Army General Sergey Suvorikin (who also commands Russia’s “southern” group of troops in Ukraine) have been responsible for securing Lysychansk and the area to the west of it respectively.[4] The involvement of two such senior officers in the same undertaking in a small part of the front is remarkable and likely indicates the significance that Russian President Vladimir Putin has attributed to securing Lysychansk and the Luhansk Oblast border as well as his lack of confidence in more junior officers to do the job.

Eins og kemur fram - voru 2 hershöfðingjar að stjórna árásinni!
Það þykir óvenjulegt, þykir benda til gríðarlegrar áherslu á að klára töku Luhansk!

  1. Það vekur athygli, að framrás Rússa sl. 2 vikur, hefur verið -- sérdeilis öflug miðað við vikurnar og mánuðina 2-3 á undan.
  2. Það getur skýrst að mun betra skipulagi - þ.e. betri stjórnun.

Það getur þítt, Rússa-her hafi lagað - er virðist hafa verið, augljós stjórnunarvandi.

  • Næst talið að barist verði um: Bakhmut - eða, Siversk.
  • Borgin, Kramatorsk - er síðan í tuga km. fjarlægð.

Það er óþekkt hvort ný-til-kominn þungi í sókn Rússa getur haldist!
Rétt að árétta, þó Úkraínumenn hafi nú tapað -- Luhansk nú alfarið.
Ræður Úkraínuher, enn ca. helming -- af Donetsk héraði.
--Þar er fjöldi borga, sbr. Kramatorsk ég nefndi, sem enn á eftir að berjast um.
Ef maður gefur sér að sókn Rússa, fjari ekki út.
Heldur að Rússar hafi enn nægt lið, að skipulags vandi Rússa-hers sé leystur.
Það hafi verið - command problems/forystu-vandi fremur en skortur á liði.

  1. Rétt samt að árétta, að ég hef sterka vantrú á því, að Rússar hefi getu til að -- framhalda þeim sóknar-þunga er kom fram sl. 2 vikur.
  2. Líklega, hafi lið verið fært til frá allri yfir 2000km. langri víglínu Rússa í Úkraínu, á svæðið nærri Lysichansk.

Með þeim hætti, hafi myndast -- sá ca. 3-faldi liðsmunur er til þarf!

  1. Áætlað er að Rússa-her hafi ca. 100þ. liðsafla í Úkraínu í dag.
    Sbr. áætlað 190þ. er innrásin hófst.
  2. Við upphaf stríðs, er Úkraínu-her áætlaður ca. 260þ.

Hinn bóginn segir það ekki allt -- tölur í fjölda hermanna!

  • Rússar hafa mun flr. skriðdreka og önnur bryntæki, sem og mun flr. fallbyssur.
  1. Það er ekki síst í fj. fallbyssa, að Rússar hafa enn, yfirburði.
  2. Úkraínumenn, eru búnir að klára -- 152mm skotfæri.
    Þannig að gömlu fallbyssurnar, eru ekki -- enn nothæfar.
  • Úkraína, treystir nú á 155mm. byssur, NATO hefur sent Úkraínu.
    En, enn sem komið er, eru þær ekki nægilega margar.
  • Úkraína er samt sem áður, að fá nk. vikur mun flr. slíkar en til þessa.
    Þar við bætist, að Úkraína, þarf að taka tíma í að þjálfa sinn her í notkun þeirra.

Það er því nú -- tímabil, að Rússar hafa verulega yfirburði í stórskota-liði.
Það tímabil -- yfirburða, líklega tekur endi á nk. vikum.
Eftir því, sem NATO fall-stykki, verða tekin í notkun.
Mig grunar, að þetta sé málið, þ.e. tímabundnir yfirburðir -- einungis tímabundnir.

  • Þrátt fyrir þá - tímabundnu yfirburði - hefur sókn Rússa ekki verið hröð, þetta sumar.
  • En ekki gleyma því, að síðan í Apríl - hefur orrustan um síðasta 10% af Luhansk staðið yfir -- þ.e. um borginar: Sievierodonetsk - Lysichansk.
    Þá meina ég þær borgir, ásamt smærri nágranna-sveitafélögum.

Ef það tekur Rússa-her 3-mánuði, að ná síðasta 10% prósentinu af Luhansk!
Á ég ekki von á því, að Rússa-her geti tekið 50% af Luhansk, Úkraína enn ræður!
Fyrir nk. haust, er haust-rygningar hefjast, og landið víða verður að feni.

INTERACTIVE - WHO CONTROLS WHAT IN UKRAINE- JULY4_2022

Stríðið gæti vel breyst aftur nk. haust, þá verður Úkraínuher kominn með megnið af NATO vopnum sínum, auki búinn að fá öflugan lyðsstyrk!

  1. Úkraína fyrirskipaði almennt herútboð er stríðið hófst.
    Úkraína hefur nú þjálfað - conscript - í 4 mánuði.
    En öllum karlmönnum á herskyldualdri var skipað í herinn, við upphaf innrásar.
    Skv. hefð, teljast 6 mánuðir lágmarks tími, svo - nýliðar séu nothæfir.

    Rússar hafa ekki - ennþá fyrirskipað almenna herskyldu, og þeir þyrftu auðvitað einnig að þjálfa nýliða! A.m.k. 6 mánuði.
    Úkraína hefur þarna því -- augljóst forskot.
  2. Enn einu sinni, bendi ég á að Úkraínuher er að fá stærri vopnasendingar frá NATO, en nokkru sinni fyrr -- meir en líklega samanlagt fram til þessa.
    Það verður spennandi að sjá, hvaða áhrif það hefur á framgang stríðsins.

    Í haust, ættu þau vopn vera komin í notkun í stríðinu.
    Og því tímabundnir yfirburðir Rússa í stórskota-liði, búnir.

Bendi á að 155mm. stórskotavopn NATO hafa lengra drægi, en Sovét smíðuð 152mm vopn.
--Ca. 10km. drægi umfram Sovét-tímabil stórskota-vopn.
Þá miða ég við, venjulegar kúlur - en drægi NATO vopna er ca. 30km. með venjulegum kúlum!
Með, kúlum er hafa - litla vængi, nægilega til að framkalla svif - er drægi 40km.
Með - rocket assisted - nær drægið tæknilega upp í 70km.

  • Þ.s. skiptir mestu máli, er drægið með venjulegum kúlum.
    Þ.s. 20km. gömlu Sovét vopnin vs. 30km. NATO vopnanna.

Að auki, eru NATO vopnin með - tengingu við radar, og hafa mikla sjálf-virkni.
Þannig, vopnin geta sjálfvirk skotið, ef stillt þannig, til að skjóta á móti stórskota-vopni andstæðings, með mikilli nákvæmni því miklum hraða.
Spurning hvaða kúlur Úkraína fær, en ef þær hafa stýri-ugga, er nákvæmnin centimetrar.

Þær tölur sem Zelensky birti, er stríðið hófst -- voru upp á yfir milljón.
Þá meina ég, að her Úkraínu yrði yfir milljón stór -- með consript.

Síðan þá, hefur ekkert verið talað um þann her, sem Úkraína er með í þjálfun.
En rökrétt, ná þeir 6-mánaða lágmarks þjálfun v. upphaf nk. hausts.

  1. Nk. haust, gæti því Úkraína, samtímis haft - 3-faldan liðsmun á Rússa.
  2. Og, haft næg stórskota-vopn, sem eru betri en vopn Rússa!

Þ.e. út af þessu, sem ég velti fyrir mér hvort sókn Rússa sé: Positioning!

  • Rússar séu að leitast við að ná framrás, áður en Úkraínuher, hefur að fullu tekið öll þau vopn í notkun, og áður en nýþjálfaður her sé tilbúinn.
  • Rússar séu að leita eftir -- betri vígsstöðu!

Áður, en endurnærður Úkraínuher, geri loks sínar -- sóknar-tilraunir fyrir alvöru.
Ég ætla a.m.k. að kasta þeirri kenningu fram!
Tilgangur Rússa, sé að bæta vígsstöðu sína, áður en Úkraínumenn, undir haustið hafa loks getu til að sækja sjálfir fram!

Niðurstaða
Eins og fréttir um allan heim segja, hafa Rússar loksins eftir 3ja mánaða orrustur, ca. lokið töku - Luhansk héraðs í Úkraínu, þ.e. þeirra 10% af Luhansk Úkraína enn réði yfir í Apríl sl.
Orrustan um Lysychansk, stóð ekki yfir nema ca. eina og hálfa viku.
Að sögn Úkraínumanna, voru yfirburðir Rússa í orrustunni um borgina, miklir.

Þ.s. Rússar hafa í reynd ekki yfirburði í liði, þá vítt yfir Úkraínu.
Þá hljóta Rússar hafa fært lið á punktinn við, Lysychansk, frá öðrum víglínum.
Þannig, þynnt út lið sitt á þeim línum!
Það kemur ekki á óvart, litlar til engar hreyfingar hafi verið annars staðar.

Úkraínumenn sl. 2-3 mánuði, hafa tekið nokkuð svæði við Kherson. En blái liturinn á myndinni að ofan, sýnir hvar Úkraína, þrýsti á varnarlínu Rússa á því svæði.
Úkraína, hefur ekki þó náð þar, gegnum-broti.

Ekki er vitað, hvar Úkraína væri líklegust til að gera, sóknar-tilraunir.
En það væri óneitanlega freystandi, tel ég, að setja meira lið á Kherson línuna.
Þ.s. Úkraínuher er næst Kherson ca. 17 km., þ.e. mun nær Kherson, en Rússa-her er miðað við borgina Kramatorsk.

Ef Úkraína, gæti með flr. NATO fallbyssum, sprengt gat á þá línu.
Í ljósi þess, Rússar hafa líklega þynnt varnar-lið á þeirri línu.
Til að hafa nóg lið til að sækja fram í Luhansk, kannski áfram í Donetsk.
Þá er gegnumbrot á Kherson línunni, ekki óhugsandi í framtíðinni.

  • En Rússar augljóslega taka áhættu í sókn sinni.
  • Er þeir þynna varnir annars staðar.
  1. Líklega er það einungis skortur á stórskota-vopnum, er hafi hindrað gegnumbrot Úkraínu nærri Kherson -- þegar Úkraína hefur næg slík vopn í notkun.
  2. Og að auki, mörg hundruð þúsund til milljón - conscript - tilbúna til átaka.

Þá sé ég möguleika er geta vel reynst raunhæfir, til að stríðið gæti tekið stakka-skiptum.

Endurtek, að ég tel - yfirburði Rússa í stórskota-liði, einungis tímabundna. Rússar séu líklega að notfæra sér glugga. Áður en Úkraína hefur tekið stórar sendingar af NATO stórskotavopnum í notkun, og áður en fjölmennur - conscript - her er tilbúinn.
Til að skapa sér betri vígsstöðu! En mig virkilega grunar það sé málið hjá Rússum.
--------
Átök nk. hausts og vetrar geta skorið út um hvernig stríðið raunverulega fer.

  • Ef Pútín, fyrirskipar almennt herútboð, þurfa Rússar einnig a.m.k. 6 mánuði til að þjálfa það lið -- tæknilega geta Rússar sókt sér 2 millj. af conscript.
  • Eins og ég benti á, hafa Úkraínumenn þar um - 4ja mánaða forskot.
    Sbr. hafa nú þjálfað conscript her samfellt síðan innrásin hófst.

Gæti reynst meiriháttar axarskaft hjá Pútín, að hafa ekki enn: Fyrirskipað almennt herútboð.


Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband