Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021
Repúblikanaflokkurinn var með ráðstefnu sl. helgi, skv. fréttum þá var umtal um meintar stolnar kosningar -- mjög áberandi meðal ræðumanna, skv. könnun er gerð var fyrir Repúblikanaflokkinn fyrir þessa helgi; hefur Trump 55% stuðning meðal kjósenda Repúblikana til framboðs 2024!
--Þó það hljómi ekki sem -- einróma stuðningur!
--Er það þó mun hærri stuðningur en nokkur annar þekktur Repúblikani hefur.
Miðað við ræðuhöld ef marka má fréttir, er flokkurinn enn ekki kominn yfir kosninga-tapið.
M.ö.o. umtal um -stolnar kosningar- mjög áberandi.
--Væntanlega koma þar til áhrif Trumps og Trump-sinna, m.ö.o. þ.s. Trump enn staðhæfir þrátt fyrir skort á sönnunum hann hafi verið rændur sigri með óheiðarlegum hætti.
Rétt að benda á að fremur yfirgnæfandi hluti Bandaríkjamanna er sammála því að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram: Quinnpiaq University Poll.
- 97% Demókrata ásamt 62% óháðra, eru sammála því þær hafi farið heiðarlega fram -- meðan einungis 28% Repúblikana eru á þeirri skoðun.
--Þ.e. samt sem áður þó áhugavert stór minnihluti Repúblikana. - Á móti, voru 67% Repúblikana og 32% óháðra á hinni skoðuninni.
- Heildarhlutföll -- 64%/31%.
Þetta bendir ekki til þess, að -grievance- kenning sé líkleg til víðtækra vinsælda.
Hinn bóginn, nýtur Trump yfirgnæfandi stuðnings Repúblikana skv. annarri könnun: Quinnpiaq University Poll.
- 75% Repúblikana vilja Trump áfram sem leiðandi afl í flokknum.
- Meðan 20% Repúblikana vilja það ekki.
- Heildarstuðningur yfir landið, var 34%/60% á móti.
Sú niðurstaða tónar við Trump -approval rating- í Janúar, er hún mældist einungis: 34%/61% á móti.
Sú könnun bendir ekki til þess að Trump njóti lengur -- nægs stuðnings yfir landið.
Til þess að geta líklega leitt fram til sigurs!
Biden -approval rating- 57%: Biden Begins Term With 57% Job Approval
Initial Job Approval Ratings of Elected U.S. Presidents, 1953-2021
.....................Dates of first poll....Approve....Disapprove...No opinion
Joe Biden.............2021 Jan 21-Feb 2.......57...........37...........6
Donald Trump..........2017 Jan 20-22..........45...........45..........10
Barack Obama..........2009 Jan 21-23.........68...........12...........21
George W. Bush........2001 Feb 1-4...........57...........25..........18
Bill Clinton.........1993 Jan 24-26..........58...........20..........22
George H. W. Bush....1989 Jan 24-26..........51...........6..........43
Ronald Reagan........1981 Jan 30-Feb 2.......51..........13..........36
Jimmy Carter.........1977 Feb 4-7............66..........8...........26
Richard Nixon........1969 Jan 23-28..........59..........5...........36
John F. Kennedy 1961 Feb 10-15...........72..........6...........22
Dwight Eisenhower 1953 Feb 1-5...........68..........7...........25
Gallup............tölur prósentur.
Rétt að taka fram, er flokkslínur eru skoðaðar:
- 98% Demókrata með Biden.
- 61% óháðra.
- 11% Repúblikana.
Ef bakkað er 4 ár er Trump var nýtekinn við:
- 14% Demókrata studdu Trump.
- 40% óháðra voru með Trump.
- 90% Repúblikana.
--Munurinn í stuðningi milli flokkanna, aldrei mælst hærri.
Hvernig sem á það er litið sé þó ljóst, að Biden hefur verulega víðari stuðning.
En Trump nokkru sinni á sínum 4 ára ferli naut!
Á sama tíma, sé mun stærri hluti Bandaríkjamanna á því, kosningarnar hafi verið heiðarlegar.
Meðan að einungis rúmlega 30% Bandaríkjamanna fylgja hinni línunni.
Niðurstaða
Þó svo að flokksráðstefna Repúblikana sl. helgi hafi hamrað á kenningunni um stolnar kosningar, líklega vegna þess að Trump hefur greinilega enn -- afar sterk tök á flokknum sínum.
Benda kannanir ekki til þess að sú söguskýring sé líkleg til að leiða til sigurs!
64/31 afstaða virðist mér nægjanlega afgerandi til að benda til að það verði afar erfitt fyrir Trump, ef hann ætlar að leiða flokkinn áfram -- að keyra á stolnu kosninga-kenningunni.
--M.ö.o. þetta sé tveir á móti einum.
Það áhugaverða er, sömu 2/1 hlutföll koma fram er stuðningur vs. andstaða við Trump yfir landið er mæld, þ.e. rúmlega 60% á móti honum vs. rétt rúmlega 30% með honum.
--Þær tölur benda ekki til þess, að Trump væri sennilegur til að skila sigri.
- Það verður áhugavert því að fylgjast áfram með Repúblikanaflokknum.
- Málið er að þingkosningar fara fram 2022.
Skv. fréttum undanfarið, er sterkur orðrómur uppi að Trump-sinnar ætli að gera sitt besta til að tryggja, að einungis þeir fari fram -- er formlega lýsa stuðningi við Trump.
--Það mundi líklega þíða, sérhver slíkra frambjóðenda yrði að formlega styðja kennginuna um stolnar kosningar -- hinn bóginn, eins og bent er á, virðist sú kenning njóta einungis meirihluta-stuðnings meðal Repúblikana.
- Það þíðir, að ef Repúblikanar hamra áfram á þeirri kenningu, gæti það veikt kjörmöguleika Repúblikana-frambjóðenda, á svæðum þ.s. Repúblikanar þurfa stuðning utan sinna eigin raða til að hafa sigur í kjördæmi.
Á sama tíma, gæti flokkurinn einnig veikst ef þrýstingur Trump-sinna um einungis Trump-sinnaða frambjóðendur; veldur hugsanlegum klofningi meðal flokksmanna.
--En það á eftir að koma í ljós auðvitað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2021 | 23:13
Bóluefni BioNTech/Phizer afar virkt skv. 4-stigs prófun er fór fram í Ísrael, er stór hluti Ísraela var bólusettur með bóluefni BioNTech/Phizer!
Sjálfsagt hafa einhverjir hérlendis heyrt um drauma þess efnis, að Ísland gerði samning við BioNTech/Phizer - um 4-stigs prófun bóluefnis þess sem fyrirtækin þróuðu í sameiningu, skv. hönnun BioNTech og lyfjapatentum þess fyrirtækis.
--Hinn bóginn bárust fréttir þess efnis fyrir meir en mánuði, að Ísrael hafi fengið þann samning.
Israel finds BioNTech/Pfizer vaccine reduces virus transmission
- Skv. frétt, er dreifing bóluefnis fer fram, er svokallað breskt afbrigði COVID-19 ríkjandi í Ísrael - sem er talið erfiðara er þau afbriði er voru virk áður en breska afbrigðið kom fram.
- Það er því ánægjulegt að vita, að bóluefni BioNTech/Phizer sé afar virkt gagnvart breska afbrigðinu.
- Seint á sl. ári, birtu fyrirtækin 2 niðurstöður, en þá var breska afbriðið ekki komið í fjölda-dreifingu.
- Skv. þeim gögnum, var bóluefnið meir en 95% virkt.
Hinn bóginn, er breska afbrigðið talið erfiðara!
Það séu því afar góðar fréttir, að bóluefnið sé þetta virkt!
--Er það afbriði á í hlut!
- ...vaccine was 89 per cent effective at preventing infection of any kind...
M.ö.o. 89% virkt í því að hindra smitun. - ...94 per cent effective against symptomatic infection...
94% líkur á að viðkomandi fengi engin einkenni. Ef smitaðist. - The study was conducted in the three weeks to February 6, during which the BioNTech/Pfizer vaccine was the only shot available in Israel.
- At the end of that period, more than 27 per cent of all people in the country over the age of 15 were fully vaccinated.
- Among those hospitalised in a severe or critical condition during the study 4.4 per cent had received both shots and 5.7 per cent of those who died from the disease were fully vaccinated.
Einungis 4,4% þeirra er lentu á spítala vegna COVID meðan rannsóknin fór fram - höfðu verið bólusettir með báðum sprautum -- 5,7% þeirra er létust höfðu fengið báðar sprauturnar.
--Heilt yfir var efnið metið 93% vörn gegn spítala-vist, og hugsanlegum dauða. - B.1.1.7 variant first discovered in the UK...found in more than 81 per cent of Covid-19 test samples.
Það þíðir, að langsamlega flestir þeirra sem voru sprautaðir með bólu-efninu voru með breska afbrigðið. - ...the results bolster previous laboratory findings that the jab is highly effective against the B.1.1.7 strain.
- "The country has administered doses to more than 78 people per 100 residents..."
Megin þorri fullorðinna Ísraela var því sprautaður með lyfinu. - In a further boost for the BioNTech/Pfizer shot...Stability data...show the vaccine can now be kept at normal medical freezer temperatures of between minus 15C to minus 25C for up to two weeks,
Prófanir fyrirtækjanna á bóluefninu -- hafa sýnt fram á að unnt er að varðveita bóluefnið í 2-vikur.
Í venjulegum heimilis-frysti, milli -15°C og -25°C.
Það eru væntanlega góðar fregnir, því þá er bóluefnið ekki eins háð -- aðgengi að djúpfrystum, eins og fyrirtækin 2 áður töldu.
Niðurstaða
Af hverju fékk Ísrael samninginn en ekki Ísland? Skv. því sem ég hef lesið, fylgdu ísraelsk yfirvöld hugmyndinni fast fram, fóru að ræða um hana strax í desember -- eins og sagt er gjarnan; það gildi að grípa gæsina strax!
Hið minnsta þíðir þetta, að Ísrael hefur nú framkvæmd bólusetningu meginþorra landsmanna.
Meðan að aðrar þjóðir eru enn að berjast um að fá til sín nægt bóluefni.
- Meginþorri Ísraela - hlýtur að vera a.m.k. 2-milljónir manna, þannig að -- niðurstöðurnar hljóta að vera afskakplega áreiðanlegar.
Ekki hafa enn verið birt ítargögn, en væntanlega koma þau fram á nk. dögum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljóst er af henni að Trump ætlar að kenna McConnell um ófarir Repúblikana í Georgíu, er leiddu til þess að Repúblikanar töpuðu 2-þingsætum í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
--Þar með meirihluta yfirráðum þar.
Þar fyrir utan, heldur hann greinilega staðfast í ásakanir á leiðtoga Repúblikana í Georgíufylki, en fylkisstjóri þar og fylkisstjórn - ásamt þingi fylkisins; er undir meirihluta yfirráðum Repúblikana!
--Harðar árásir Trumps á fylkisstjórann - vísa til stöðugra staðhæfinga Trumps um kosningasvik hann hefur ekki getað sínt fram á að standist skoðun, og þing fylkisins fyrir að staðfesta kosninguna, og auki kjörstjórn fylkisins einnig undir stjórn Repúblikana.
--Var hart deiluefni innan Repúblikana-flokksins í tengslum við kjörið, er kosið var um þingsætin 2.
McConnell og margir lengi starfandi Repúblikanar á hinn bóginn, kenna Trump um niðurstöðuna -- m.ö.o. að tilhæfulausar eða hið minnsta ásakanir hann hefur ekki getað sannað með nokkrum hætti; hafi verið það hvað leiddi til kosninga-ósigursins í því þingkjöri.
--Þvi að fjöldi Repúblikana hafi setið heima, vegna klofningsins er deilan hafi skapað.
Trump greinilega eignar sér þann árangur að Repúblikanar unnu nokkur þingsæti í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
--Mig grunar að þar um geti einnig verið skiptar skoðanir meðal Repúblikana.
- Þar fyrir utan virðist Trump taka þann pól, að McConnell hafi ekki staðið sig í stykkinu, þá virðist hann meina, staðið nægilega með honum -- er Trump deildi á kosninga-úrslitin.
- Hinn bóginn, er málið pent einfaldlega að -- flest bendi til þess, að McConnell sé sammála því að Trump hafi einfaldlega tapað.
Eins og úrslit sýna. McConnell studdi sannarlega í engu augljósu, þá aðgerð Trumps -- að leitast við að sanna svik.
--Hinn bóginn, man ég eftir mörgum tilvikum þ.s. McConnell bar blak af Trump með þeim orðum, að Trump ætti rétt á að sækja mál fyrir dómstólum.
En sannarlega lýsti McConnell aldrei því yfir -- að kosningunni hafi verið stolið.
--McConnell, hafi aldrei verið Trumpari.
Kannski er það, sem Trump getur ekki einhverju leiti lengur umborið.
Hinn bóginn virðist afar sennilegt að reiðilestur Trumps, beinist að gagnrýni McConnell á Trump -- en sl. laugardag er Bandaríkjaþing batt enda á -Second Impeachment- þá gagnrýndi McConnell Trump harkalega:
McConnell: There is no question that President Trump is practically and morally responsible for provoking the events of the day, -- The people who stormed this building believed they were acting on the wishes and instructions of their president,
Ég reikna með því, að það hafi ekki síst verið sú gagnrýni.
--Þrátt fyrir að McConnell hafi tekið þátt í að fella -impeachment- þá sé ljóst, að McConnell kenni Trump um þá atburðarás er leiddi til þess -- að stuðningsmannahópur Trumps ruddist inn í bandaríska þinghúsið á - Capitol hæð.
Hérna má sjá yfirlýsingu Donalds Trumps í heild!
--Minn skilningur á þessum reiðilsetri er sá.
--Trump sé búinn að lísa Mitch McConnell: Óvin!
Þannig að líklega skelli yfir nokkurs konar stríð þeirra á milli.
Trump sé ekki þekktur fyrir að -- fyrirgefa.
Þar fyrir utan, hafi hann lofað því að -- fella sérhvern þann sem setur sig upp móti honum.
- Mitch McConnell geti því vart reiknað með öðru; en Trump ætli að eyðileggja hann.
- Því, sé það væntanlega svo -- Mitch McConnel eigi engan kost eftir, því fyrirgefning verði ekki í boði --> En að eyðileggja Trump.
Það sem ég á við, að líklega skelli yfir -- nokkurs konar stríð innan Repúblikanaflokksins.
Mitch McConnel, líklega verði þá leiðtogi þeirra sem -- standi í hárinu á Trump.
- Trump muni pottþétt leitast við að fella sérhvern þeirra.
- Hinn bóginn, sé McConnell afar snjall pólitíkus, og sennilega besti taktíski pólitíkus Repúblikana til margra ára -- með honum með í för.
Verði líklega andstaðan gegn Trump innan flokksins.
Mun betur skipulögð en áður.
Og þar af leiðandi, mun síður líkleg til að falla í valinn fyrir Trump. - Á móti, sé ólíklegt grunar mig að andstaðan innan flokksins sigrist á Trump.
Þess vegna grunar mig að þessi átök eigi eftir að standa lengi.
Því hvorugur hópurinn láti sig -- heiftin væntanlega vaxi er á lýður.
En ekki ólíklega svara þeir -- tilraunum Trumps til að fella þá, með tilraunum til að fella Trumpara --> Slíkt tit for tat mundi verða mikill gróði fyrir Demókrata.
En ef 2-fylkingar Repúblikana fara í stríð, verða í stríði, skemma fyrir hvorri annarri.
Þá augljóslega eiga Demókratar eftir að -- taka pólitíska sigra af þess völdum.
--Trump mun kenna hinni fylkingunni, sú fylking kenna Trump.
--Þannig að líklega vex heiftin er á lýður frekar en hitt.
Við gæti þá tekið langt tímabil -- er Repúblikanar eiga nánast engan séns í landskjöri.
Niðurstaða
Hvað á ég við með því að viðbrögð Trumps gætu skoðast sem Shakespeare-ísk? Málið er að ef fer eins og ég held, að óvina-yfirlýsing Trumps gegn McConnell ræsi langvarandi innanflokksátök milli Trumps, Trump-sinna og andstæðinga Trumps og Trump-sinna meðal Repúblikana.
--Að Trump hafi í reynd gert sér stóran óleik, m.ö.o. svokallað sjálfsmark.
Eins og ég bendi á, veikja slík átök flokkinn -- ef þau verða svo hörð sem mig grunar.
En þau veikja ekki bara flokksinn -- þau veikja einnig Trump að sama skapi.
Klassískur Shakespeare harmleikur snýst um fígúru t.d. King Lear, sem skapar sér skref fyrir skref sjálfur -- örlög er verða fjötur um fót. Sögur Shakespeare enda gjarnan í grimmum örlögum.
--En punkturinn er sá, að klassíska sjálfs-hamfara sagan, felst í því að sá er lendir í þeim örlögum, skapar þau örlög sér sjálfum.
Mér virðist Trump í mörgu sl. 12 mánuði hafa verið sinn eigin versti óvinur.
Hann sé að skapa úlfúð innan flokksins, sem hann sjálfur komi að tapa á.
--Og ásakanir hans um kosninga-svik eru hluti af ástæðunni fyrir klofningnum, þar eð fjöldi Repúblikana stóð í valdstöðu á svæðum innan Bandaríkjanna, sem þíðir að ásakanir Trumps beinast þá einnig gegn þeim.
--Og það má alveg örugglega kenna þeim ásökunum Trumps um -- kosningaósigurinn í Georgíu.
Því það hafi verið ásakanir Trumps, er hafi leitt til þess hluti kjósenda Repúblikana í fylkingu hafi setið heima -- er líklega hafi verið hvað leiddi til þess ósigurs.
Trump hafi þar með veikt stöðu flokksins með þeim ásökunum.
Og hann veiki stöðu flokksins nú aftur -- með ræsingu innan-flokks-átaka er líklega standa lengi, væntanlega árum saman - hugsanlega svo lengi sem áratug.
- Samtímis veiki hann sína eigin stöðu.
En klofningurinn væntanlega mun einnig tryggja að Trump eigi ekki möguleika 2024. - Sennilega tryggja Joe Biden öruggt endurkjör það ár.
- Og jafnvel Kamölu Harris kjör sem forseti 2028.
Þannig gæti klofningurinn leitt til mesta veikleika-tímabil í sögu flokksins í langan tíma.
Til þess að Demókratar verða nær fullkomlega ríkjandi pólitískur flokkur í landsmálum, hugsanlega svo lengi sem áratugur.
--Með klofningnum, tryggi Trump samtímis sína eigin pólitísku útlegð, sem og pólitíska útlegð síns eigin flokks.
Einhverntíma rís flokkurinn aftur.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.2.2021 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir að þeim farsa er lokið stendur Trump aftur án sakfellingar, rétt þó að taka fram að réttarhald á vegum þinga -- er alltaf pólitísk aðgerð, eðli sínu getur ekki verið annað.
--Eina hugsanlega sem Demókratar hafa grætt á því, að koma sínum skilningi framfæri við bandarísku þjóðina á rás atburða er varð er hópur af stuðningsmönnum Donalds Trumps réðst inn í bandaríska þinghúsið!
M.ö.o. tilraun til að fá sem flesta landsmenn til að brennimerkja Trump fyrir atvikið.
- Það er hugsanlegt það hafi virkað, enda skv. könnunum virðast nærri 20% skráðra Repúblikana, líta svo á að Trump hafi gert rangt þá daga í embætti er atvikið fór fram!
- Þar fyrir utan, virðist Demókrötum hafa tekist að sannfæra meirihluta svokallaðra óháðra kjósenda um sama atriði, að atvikið sé Trump að kenna.
--Vart þarf að nefna hvaða skoðun mikill meirihluti kjósenda Demókrata hefur.
Fordæming McConnel leiðtoga Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings vakti athygli:
There is no question that President Trump is practically and morally responsible for provoking the events of the day, -- The people who stormed this building believed they were acting on the wishes and instructions of their president,
--Skv. því er ljóst, að McConnel kennir Trump um atvikið.
Samt greiddi hann atkvæði gegn því að -- sakfella Trump.
- Það kom einmitt fram í réttar-höldunum, að þeir af þeim hóp er réðst inn í þinghúsið sem standa fyrir dómi, hafa líst því yfir að þeir hafi álitið sig hafa gert þetta skv. vilja og boði Donalds Trumps.
Að sjálfsögðu er það áhugavert, að þeir halda því fram.
Hvaða Repúblikanar greiddu atkvæði með sakfellingu?
Sens. Susan Collins of Maine, Lisa Murkowski of Alaska, Mitt Romney of Utah, Richard Burr of North Carolina, Ben Sasse of Nebraska, Pat Toomey of Pennsylvania and Bill Cassidy of Louisiana
--Sá hópur veit að Trumparar munu beita sér gegn þeim, og það mun Trump sjálfur einnig gera. Það er auðvitað áhugavert að þessir 7 - ákveða að tryggja að þeir séu hataðir af fylgismönnum Trumps.
- Ef þeir ætla sér að halda samt sem áður áfram í pólitík, þá geta þeir vart það með öðrum hætti, en sem einhvers konar leiðtogar -- innanflokks uppreisnar gegn honum!
- Það þarf ekki að vera útilokað að pólitísk framtíð sé í slíku, fer þó eftir því hversu styrk staða viðkomandi er í sínu eigin fylki.
En þ.e. langt í frá öruggt, að Trump mundi vinna útnefningu Repúblikana-flokksins 2024.
En það má gera ráð fyrir því, að a.m.k. einhver muni fara gegn honum í nafni andstöðu við hann innan flokksins!
--Sá mun sennilega halda því á lofti að Trump geti ekki unnið!
En þ.e. alveg hugsanlegt að það sé rétt, að Trump eigi litla sigurmöguleika!
Bendi á greiningu - þess aðila er vann kannanir fyrir framboð Trumps sjálfs 2020.
Post Election Exit Poll Analyzis 10 Key Target States.
- Þetta er afar áhugaverð greining, því hún byggir á könnun sem er unnin út frá svörum þeirra eru spurðir -- er þeir ganga frá kjörstað eftir að hafa greitt atkvæði.
--Slík könnun er eina raunverulega áreiðanlega könnunin. - Bendi á, að slík könnun tengist að sjálfsögðu í engu -- ásökunum um kosninga-svindl, enda unnin af sjálfstæðum aðila er vinnur þá könnun sjálfur, með aðstoð síns eigin starfs-fólks.
--Bendi á að þetta fyrirtæki vann fyrir framboð Trumps 2020.
Þar af leiðandi lít ég þessa könnun -- fullkoma sönnun þess að ekkert svindl hafi verið!
- Það sem þessi könnun sýnir, er það sem í ljós kom í kosngingunni!
- Að úrslit ráðast vegna þess!
A)Óháðir kusu Trump miklu mun síður 2020 en 2016. Þess í stað kusu þeir Biden.
B)Trump fékk ekki eins góða kosningu meðal hvítra karlmanna yfir 50 ára aldri, og hann fékk 2016. Margir þeirra virðast hafa verið Trump reiðir vegna áhersla hans í tengslum við kófið.
C)Hann fær mun færri atkvæði meðal háskólamenntaðra hvítra, en 2016.
Það að útgöngu-spá er sammála kosninga-niðurstöðu, sýnir að það var ekkert svindl!
- Ástæða að ég bendi á þessa könnun í annað sinn, er í samhengi við þá spurningu -- hvort Trump eigi raunhæfa möguleika 2024?
- Hann þarf eiginlega að treysta á að -- ríkisstjórn Bidens standi sig heilt herfilega!
--Fylgismenn Trump eru með honum sem fyrr.
En mig grunar, að Trump eigi afar erfitt héðan í frá að ná til óháðra!
Nema ef -- ríkisstjórn Bidens yrði séð hafa framið stórfelld axarsköft í embætti.
- En segjum að Biden gangi svona -- sæmilega vel, m.ö.o. efnahagurinn réttir við sér.
- Þá væntanlega verður efnahagsleg uppsveifla 2024!
- Ég held það sé enginn vafi, Trump hefði unnið -- ef kófið hefði ekki snúið efnahagsmálum úr uppsveiflu, í dýpri kreppu en árin 2008-2010.
--Punkturinn er sá, að forseti sem situr með meðbyr uppsveiflu, ætti að ná endurkjöri.
Skipti þá engu hvort sá sé Demókrati eða Repúblikani!
Þar fyrir utan er Trump ekki úr hættu!
A.m.k. tvær dóms-rannsóknir eru í gangi.
--M.ö.o. rannsókn í Georgíufylki á áhugaverðu símtali, þ.s. Trump gekk svo langt að beita embættismann þrýstingi til að breyta kosninganiðurstöðu Trump í hag. Mig hefur grunað síðan það símtal lak í heild -- að það yrði að dómsmáli!
--Síðan er rannsókn í gangi í NewYork á rekstri fyrirtækja Trumps, m.ö.o. hvort hann hafi svikið undan skatti.
- Þar fyrir utan er spurning hvað Dominion Voting Maschines gerir.
En það fyrirtæki hefur hafið einkamál gegn tveim af lögfræðingum Trumps.
Og FoxNews eins og frægt er í Bandaríkjunum. - Ástæða að það er áhugavert, eru þær risa-upphæðir sem Dominion krefst í skaðabætur, m.ö.o. 1,3 milljarðar dollara per haus af lögfræðingum Trumps.
Mig grunar að fyrirtækið eigi eftir að beina sjónum að Trump sjálfum.
--Meiðyrða-mál getur ekki endað með fangelsis-refsingu, einungis skaðabótum.
- En ef Dominion mundi vinna mál gegn Trump, gæti skaðabótakrafan komið mjög illa við kauninn á Trump, fer eftir því hver upphæðin yrði.
En þ.e. hugsanlegt að hún gæti orðið það há, að þá færi fram þvingað gjaldþrot Trumps.
Niðurstaða
Hvað Trump sjálfan varðar, virðist ljóst hann ætlar sér að ráða yfir Repúblikana-flokknum, og það með refsivöndinn á lofti -- gegn sérhverjum Repúblikana er vogar að lyfta hendi gegn honum.
Það virðist að til staðar sé raunveruleg uppreisn gegn honum. Samtímis virðist ljóst, að hún hafi besta falli -- nálægt 20% fylgi meðal flokksmanna.
Skv. nýlegri könnun, hefur Trump enn a.m.k. 50% fylgi -- skráðra Repúblikana.
Skv. því hefur nokkuð tínst af fylgi hans innan flokksins -- kannski vegna árásarinnar á þinghúsið einna helst.
Á móti, þá þíði það samt sem áður hann sé langsterkastur einstakra aðila innan hans.
--Spurning í framhaldinu hvað sú uppreisn gerir.
--Hvort Trump tekst með hörku sem hann líklega sýni, að kæfa hana.
- Bendi á að aukin harka, gæti alveg snúist gegn honum.
M.ö.o. vakið samúð, ef hann væri talinn of ósveigjanlegur.
En það allt á eftir að koma í ljós!
----------
Hvað ríkisstjórn Bidens varðar, er hún enn stærstum hluta óskrifað blað.
Þá á tæru að Biden líklega ætlar að snúa mörgu því við sem Trump innleiddi.
Endurkjörs-möguleika Bidens munu líklega stærstum hluta snúast um það, hversu öflug efnahagsframvinda Bandaríkjanna verður á næstunni.
--En stóra stefnumál Bidens, er að hraða henni einmitt sem allra mest.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Greiningin sem hefur nú verið lekið í fjölmiðla var framkvæmd af Fabrizio, Lee&Associates; sem er fyrirtæki er gerir kannanir fyrir aðila og aðstoðar við kosninga-greiningar fyrir frambjóðendur.
- Donald Trump keypti þjónustu þessa fyrirtækis reglulega í kosningabaráttunni 2020.
- Tony Fabrizio, vann þessa greiningu -- 27 blaðsíður.
--Þetta er mjög áhugaverð greining:
Post Election Exit Poll Analyzis 10 Key Target States.
Með réttu ætti þessi greining að binda endi á ásakanir um stolnar kosningar!
Bendi fólki á að lesa greininguna er virðist vel unnin!
- Í fljótu bragði er munurinn á fylkjum sem Trump vinnur vs. Trump tapar sá.
- A)Trump fær hærra hlutfall atkvæða Repúblikana í þeim 5 sem hann vann.
B)Trump fær hærra hlutfall atkvæða hvítra karlmanna í 5 fylkjum sem hann vann.
C)Trump tapar ekki eins háu hlutfalli atkvæða meðal óháðra í 5 fylkjum sem hann vann.
D)Hann kemur ívið skár út í kosningu meðal hvítra kjósenda með háskólagráðu í 5 fylkjum sem hann vann. - Í 5 fylkjum sem hann tapar.
A)Fær hann sem sagt örlítið lakari kjör meðal Repúblikana.
B)Hann tapar umtalsverðu fylgi meðal hvítra karlamanna, sérstaklega yfir 65 ára.
C)Hann fær herfilega útreið meðal óháðra í fylkjunum sem hann tapar.
D)Hvítir kjósendur með háskólagráðu snúa margir baki við honum í fylkjunum hann tapaði í.
Sveiflan í prósentum talið virðist ekki óskapleg!
- Trump fær 2020 -- 3% af hlutfalli greiddra atkvæða minna fylgi en 2016 í þeim fylkjum sem hann tapar í, m.ö.o. meðaltali 49% á móti 50% Biden.
- Trump fær einnig lægra hlutfall af heildarfjölda greiddra atkvæða í þeim 5 fylkjum er voru greind þ.s. hann vann samt sem áður -- þ.e. 1% minna þ.e. 52% móti 47% Biden.
--Ath. slík greining tekur ekki tillit til heildarf. greiddra atkvæða - heldur einungis hlutfalls af greiddum atkvæðum.
Trump sannarlega fær víða hvar fleiri atkvæði en 2016!
--En á móti, fær Biden gríðarlega miklu betri kosningu en Clinton fékk 2016.
- Stóra sveiflan 2020 sbr. 2016 -- virðist stór sveifla óháðra yfir til Demókrata.
- Þar fyrir utan, virðist að háskóla-gengnir hvítir hafi kosið Repúblikana síður 2020 en þeir gerðu 2016.
- Og Biden virðist ná einhverju fylgi af Repúblikönum -- í aldurshópnum yfir 65.
--Líklegt virðist að sú sýn að Trump hafi ekki staðið sig vel út af kófinu, hafi ráðið ákvörðun þess eldra hóps kjósenda -- en þeir virðast hafa verið ósáttir skv. greiningu við afstöðu Trumps að leggja meiri áherslu á að efla hagkerfið, en að berjast við kófið.
Sjá einnig frétt: The 27-page report pins Trump's loss on voter perception that he was untrustworthy and disapproval of his pandemic performance.
Niðurstaða
Greining þess fyrirtækis sem sá stórum hluta um að vinna kosninga-greiningar fyrir framboð Trumps 2020 -- ætti að taka af allan vafa ef einhver slíkur vafi er til staðar; að Trump virkilega og raunverulega tapaði 2020. M.ö.o. sögur um svindl séu bara sögur!
Ætli að leki á greiningu fyrirtækisins er vann fyrir framboð Trumps, hafi nokkur áhrif?
Sannast sagna efa ég það, enda virðist afstaða Trump-sinna mótast einungis af afstöðu Trumps sjálfs, er virðist hafa bitið í sig -- sögunar um stolnar kosningar.
--Þó eiginlega ekki nokkur skapaður hlutur bendi til sannleiksgildis þeirrar sögu.
Óhætt að segja að greining kosningargreiningaraðila þess sem Trump einna helst notaði, sýni að sá aðili bersýnilega kaupi ekki söguna um stolnar kosningar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar