Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021
Varðandi kófið, virðist mér heimurinn kominn að straum-hvörfum!
Omikron afbrigðið sbr. tölur m.a. frá Íslandi - fer um eins og sinueldur:
Rúmlega fimmtán hundruð innanlandssmit í gær. Á einum degi greinast nær eins mörg smit og allan liðlangan tímann - svokallað Delta afbrigði var í gangi!
- Ég held að það sé full-ljóst nú, landsmenn hafa enga stjórn nú á COVID.
- Straum-hvörfin liggi í því, að Omikron sé það smitandi.
Að líklega sé vonlaust að stjórna útbreiðslu smita úr því sem komið er.
Mér virðist því blasa við, að stjórnvöld Íslands snemma á nýári.
Að þau standa frammi fyrir róttækum ákvörðunum!
- Ísland hefur náð óvenjulegum árangri með dreifingu bóluefna.
A.m.k. 90% þjóðarinnar með a.m.k. 2-skammta bóluefnis.
Hátt hlutfall með 3-skammta bóluefnis. - Nú liggja fyrir vísinda-niðurstöður er staðfesta.
1. Að, í annan stað virðist - þrátt fyrir að vera mun meira smitandi - er Omikron afbrigðið vægara en COVID afbrigðin hafa hingað til verið.
2. Og á hinn bóginn, virðast a.m.k. BioNtech/Phizer og Moderna áfram virka.
Tveir skammtar af báðum veiti enn - góða vörn, ef miðað er út frá líkindum á veikindum -- 3 skammtar veiti mjög góðar vörn, er miðað er út frá líkindum á veikindum.
3. Í þriðja lagi, er greinilegt - að bóluefnin stoppa ekki smitun. - Þannig, þjóðin er í ofan-á-lag ofan á ónæmi í gegnum bóluefni.
Að fá svokallað - náttúrulegt ónæmi.
Þegar menn ræða áhrif bóluefna - blasir við tölur Landspítala eru áhugaverðar!
20 liggja nú á Landspítalanum, sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Af þessum sex sjúklingum á gjörgæsludeild eru fimm þeirra óbólusettir
Akkúrat -- 5 af 6 í öndunarvél, eru óbólusettir.
- Ath. að óbólusettir á Íslandi eru afar lágt hlutfall, þ.e. nú innan við 10%.
- Það segir pent, að hættan á alvarlegum veikindum er - margföld, fyrir óbólusetta.
Ég er að segja -- kannski er kominn tími til að leyfa COVID að geisa!
Ef einhver þjóð er undirbúin undir - að leyfa COVID að breiðast!
Þá er það Ísland, hættan virðist nú óveruleg - með yfir 90% landsmanna 2-bólusetta.
Og þar fyrir utan, megnið af fólki yfir 50 þegar - 3-bólusett.
Ég studdi ekki það sjónarmið áður að, sleppa COVID lausu!
Ég lít einfaldlega svo á, að árangurinn af bólusetningum, hafi opnað á þann möguleika!
Ekki má heldur gleima þeim röskunum fyrir samfélagið, sem fylgja COVID aðgerðum.
- Þar fyrir utan, bendi flest til að -- OMICRON fari hratt í gegn.
Verði líklega búið að smita nær alla, á fyrri parti 2022. - Þá rökrétt fjarar a.m.k. OMICRON út.
Og hjarðónæmi - með náttúrulegum hætti - bætist ofan á hjarðónæmi fengið fram með bóluefnum.
- Ég á ekki von á að með því verði bundinn endir á COVID bylgjur.
- Heldur á ég nú von á að - þrátt fyrir bóluefna-dreifingu.
Þrátt fyrir, annað hjarðónæmi - fengið með náttúrulegum hætti. - Fái Ísland - og heimurinn allur - áfram nýjar COVID bylgjur.
Og fólk smitist af nýjum - COVID afbrigðum.
Þrátt fyrir - 2-falt hjarðónæmi.
Þ.e. náttúrulegt + bóluefna-hjarðónæmi. - Einfaldlega vegna þess, að ég á nú von á að hegðan COVID sé sú.
Að stökkbreitast það mikið, að - ónæmi, burtséð hvernig það er fengið fram, úreldist a.m.k. hluta til. - Ég hugsa það virki áfram þannig, að ný afbrigði COVID - smiti á ný.
En að, hjarðónæmi sem er fyrir - bóluefna sem vegna eldri smita.
Tryggi að afar fáir veikist alvarlega. - Sennilega verði COVID alltaf vandamál - stöðugt og viðvarandi.
Ég er ekki viss að Kína komi best út - eftir allt saman!
Spurningin er - hvert er endgame viðkomandi lands!
Kinverska bóluefnið virðist - veikara en, meira að segja AstraZeneca.
Vísbendingar frá löndum utan Kína, er hafa notað SINOVAC.
- Ef marka má tölur Alþjóða-Heibrigðist-Stofnunarinnar.
Hafa ca. 120 milljón Kínverjar fengið SINOVAC. - 10% Kínverja hingað til verið bólusettir.
Ath. þetta virðist heildartala.
Einungis 50m tvíbólusettir.
38m fengið einn skammt af bóluefni.
66m fengið 3-skammta.
- Virkar á mann eins og að - stjórnvöld Kína séu einungis að dreifa bóluefnum til, einstaklinga sem teljast - mikilvægir skv. einhverri skilgreiningu.
- Kína hefur ekki haft minni tíma en aðrir til bóluefna-dreifinga.
Ég kem því ekki auga á nokkra skynsama ástæðu þess.
Að takmarka - dreifingu bóluefna við einungis 10% landsmanna. - Kína virðist skv. því - einungis halda COVID niðri með lokunum.
Sannarlega eru opinber - tilkynnt tilvik COVID afar fá.
Ath. - obinberlega viðurkennd greind smit eru fá.
Margir netverja halda því fram Kína hafi miklu flr. smit en eru viðurkennd.
Það eru greinilega vangaveltur - sem ég ætla ekki að fara í.
Þetta er þ.s. ég meina með -- að Kína komi ekki endilega fyrir rest vel út.
- Mig grunar að - í ljósi þess að Vestrænar þjóðir hafa staðið sig miklu mun betur í dreifingu bóluefna - sem dregur úr dauðsföllum!
- Vegna þess að það koma stöðugt nýir COVID stofnar - þá séu Vestræn lönd í því ferli að læra að lifa með COVID.
- Meðan, að Kína gæti dagað uppi -- með lokað samfélag.
Það er opin spurning, hvort XI - er að notfæra sér COVID til að loka samfélaginu.
Eða málið sé einfaldlega það, að stjórnvöld Kína vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Samtímis og þau, samt láta sem að engin standi sig betur í COVID.
- Ég ætla samt að vera svo djarfur að - stinga upp á því sem möguleika.
- Að eftir sem 2022 gengur fram.
Líti Vesturlönd sífellt hlutfallslega betur og betur út. - Meðan - sífellt lokað Kína.
Líti samtímis - sífellt verr og verr út.
Eftir allt saman - hlær sá best sem síðast hlær.
Bandaríkin eru klárlega í ákveðnum innalandspólitískum vanda!
Árið 2021 hófst auðvitað með innreið - múgs af stuðningsmönnum Donalds Trumps í þinghús Bandaríkjanna á Capitol hæð svokallaðri.
Það er síðan orðinn afar umdeildur atburður.
- Bendi á, er múgurinn réðst inn, var þingið í miðjum klíðum við það að staðfesta embættistöku Bidens sem nýs forseta Bandaríkjanna.
- Múgnum tókst að tefja formlega lúkningu þingsins á formlegri vottun þingsins á því að Biden hefði sannarlega haft sigur - um nokkra klukkutíma.
Út af þeirri tímasetningu, sbr. þetta voru stuðningsmenn Trumps - það var á þeim punkti fullkomlega ljóst að þingið ætlaði að staðfesta Biden sem nýjan réttkjörinn forseta.
Hafa margir kallað atburðinn - tilraun til valdaráns.
Hinn bóginn, í kjölfarið hefur Trump og stuðningsmönnum tekist, að sannfæra meginþorra Repúblikana -- að forsetakosningunni hafi verið stolið: 82% of Fox News, 97% of OANN, Newsmax Viewers Believe Trump's Stolen Election Claim: Poll.
- 31% Bandaríkjamanna skv. könnun, trúa sögu-sögnum um stolnar kosningar.
Þar af 2/3 skráðra Repúblikana.
Þetta er auðvitað stórhættulegt ástand. - Kannanir sýna einnig, gríðarlegt vantraust meðal Repúblikana á kosningakerfinu.
- Kannanir auk þessa sýna, dreifing áróður gegn kosningakerfinu gæti skaðað Repúblikana:
A new survey shows 1 in 6 Republicans are less likely to vote in midterm elections.
Skv. könnun frá Október 2021: Trump Is Waging a War on Democracy. A New Poll Says Hes Winning
- 86 percent of Democrats, 51 percent of Independents, and just 26 percent of Republicans believe the election was free and fair.
- Only 77 percent of Democrats, 49 percent of Independents, and 28 percent of Republicans trust the election system a lot or some. Only nine percent of Republicans trust it a lot.
A new survey shows 1 in 6 Republicans are less likely to vote in midterm elections
- Nearly half (48%) of GOP and Trump voters believe there were widespread occurrences of election officials deliberately miscounting votes in the 2020 election, compared to just 10% of Democrats and 25% of independents who feel that way.
- Asked what will continue to be a problem in the 2022 elections, 61% said illegitimate votes from false or deceased persons; 55% said duplicate votes, or people voting multiple times; 46% said elections officials intentionally miscounting votes; 36% said elections officials accidentally miscounting votes; 28% said foreign interference, and 16% the smallest number said suppression of votes by minorities.
- Despite the fact that there is no legal way to overturn 2020 election results, 60% of GOP and Trump voters support full forensic audits (a term not defined to survey respondents) in every state to reexamine the 2020 election results, and a plurality (47%) support these forensic audits in only the states that Biden won.
- And 16% say they are less likely to vote next year if no forensic audits are conducted.
Trump virðist skv. þessu - hafa tekist að sá gríðarlegu vantrausti meðal Repúblikana!
Það vantraust virðist einnig ná nokkuð inn í raðir - svokallaðra independents.
16% Repúblikana-kjósenda er svöruðu -- sögðust síður líklegir að kjósa 2022, ef kröfu þeirra um - enn eina rannsóknina á forsetakjörinu, nær ekki fram.
- Skv. því, gæti það víðtæka vantraust - hugsanlega skaðað Repúblikana í þingkosningum innan Bandaríkjanna, 2022.
- En þegar munur er lítill milli flokkanna í tilteknum fylkjum.
Gæti það vel skipt sköpum, ef 16% Repúblikana-kjósenda sitja heima.
Því þeir séu svo sannfærðir að - atkvæði þeirra skipti engu máli.
Þar eð kosningunni verði hvort eð er stolið.
Þetta á allt eftir að koma í ljós.
Já það eru einmitt þingkosningar framundan í Bandaríkjunum.
--Spurning hvort Demókratar halda eða missa meirihlutann í Fulltrúadeild.
Repúblikana dreymir um sigur - samtímis er þeirra eigin áróður gegn niðurstöðu forsetakosninganna; hugsanlega þeirra stærsta ógn m.ö.o. möguleiki á sjálfsmarki.
--Þetta allt kemur í ljós á árinu 2022.
Hagvöxtur í Kína í vanda!
Þetta gæti vakið vaxandi athygli 2022, en sbr. umfjöllun um COVID.
Virðist flest benda til, fullkomlega lokaðs samfélags í Kína áfram árið 2022.
--Það skaðar ekki endilega útflutning Kína.
--Hinn bóginn, hlýtur innanlands-neysla í Kína, þar með innalandshagkerfi Kína að skaðast af þessa sökum.
Almenningur í Kína virðist víðast hvar lokaður heima, fær að virðist einungis að fara um í brýnum erindum - þetta virðist viðvarandi ástand.
Meðan að Kófið geisar erlendis, meðan Kína hefur ekki enn náð nokkrum umtalverðum árangri í dreifingu bóluefna -- blasir sennilega ekki annað við.
--En áfram lokað Kína.
Við þetta bætast, vandræði stærsta verktaka-fyrirtækis Kína!
Flest bendi til að verið sé að vinda ofan af því.
Málið sé að hrun þess líklega markar endi hagvaxtaskeiðs Kína.
Það sem ég meina með því, meira sé í gangi en einungis hrun eins fyrirtækis.
- Kína virðist hafa reist ca. húsnæði fyrir 90milljón manns, umfram þörf.
Verðlag á húsnæði og á landi, virðist stórfellt útbólgið. - Samtímis, við árslok 2020 bárust tölur frá Kína.
Er staðfesta að Kína er komið í fólksfjölda-fækkun.
Punkturinn á því, að fækkun - þíði að eftirspurn eftir húsnæði, og eftir landi.
Hlýtur hvort tveggja að dala. - Vertaka-iðnaðurinn í Kína hefur verið ca. 1/3 af mældum hagvexti sl. 30 ár.
Það blasi við, að gervallur verktaka-iðnaðurinn þurfi að minnka.
Sú aðlögun að sjálfsögðu bælir hagvöxt Kína - og skapar atvinnuleysi.
Um þessar mundir virðist land-verð og húsnæðis-verð, haldið uppi skv. ríkis-skipunum.
Einfaldlega verið að prenta fé af kínverska ríkinu.
- Þessar áskoranir allar - meina ég - víxlverka væntanlega árið 2022.
- Þ.e. vaxandi hrun verktaka-iðnaðar, líklegt fall verðmætis fasteigna sem og á landi, er rökrétt skapar mikið magn af vondum skuldum.
- Og ekki gleyma -- COVID lokað Kína.
- Og auðvitað, Kínverjum fækkar.
--Þess vegna grunar mig að ein af stórum afhjúpunum 2022.
Verði sífellt meir blasandi hrun hagvaxtar Kína.
- Eiginlega á ég von á svokölluðum tíndum áratug í Kína.
Tja, sambærilegan við tíndan áratug Japans milli 1990-2000.
Sögulega séð - sé það líklega mikilvægur atburður.
Því að endalok - umtalsverðs hagvaxtar í Kína.
--Leiði klárlega til þess, að bæta samkeppnistöðu annarra landa gagnvart Kína.
Ætlar Pútín að gera stórinnrás í Úkraínu 2022?
Ef það gerist hefst innrásin líklega í janúar eða febrúar 2022.
--Því það séu köldustu mánuðirnir, því hentugastir fyrir skriðdreka-hernað.
Þegar landið er sem mest frosið og því auðveldar yfirferðar.
- Þetta er einfaldlega opin spurning!
Eins og stendur ræðast Pútín og Vesturlönd við.
En samkomulag virðist -- afar, afar, afar ósennilegt. - Vegna þess að ginnungsgap fullkomið er milli þess.
Er Rússland krefst, og þess sem NATO gæti samþykkt:
Rússland heimtar að fyrrum Járntjalds-ríkin í E-Evrópu, nú meðlimir að NATO, sætti sig við stórfellt minnkað sjálfstæði - m.ö.o. Rússland fái neitunarvald um atriði er nú eru þeirra eigin sjálfstæðu ákvarðanir!Eins og kemur fram í færslu minni, eru kröfur Rússa hreint ótrúlegar.
Og því pottþétt ekki samþykktar.
--Spurning hver er tilgangur þess að setja fram fullkomlega óaðgengilegar kröfur? - Tilgangur slíks - getur verið sá, að skapar sér tilefni til stríðs eða casus belli, en þ.e. þekkt sögulega séð aðferð er aðili hyggur á stríð að setja fram fullkomlega óaðgengilegar kröfur, nota síðan það sem tilefni að þeim var hafnað -- þikjast síðan vera aðilinn sem komið er illa fram við, þó viðkomandi sé farin að drepa fólk í stórum stíl eftir hernaður er hafinn.
Hin sagan væri, að stjórnvöld í Kreml, fullkomlega ofmeta sína samningsstöðu.
Þ.e. þeir ímynda sér að kröfurnar séu sanngjarnar, gera sér ekki grein fyrir hve fullkomlega óaðgengilegar þær eru mótaðilanum.
Í þeirri söguskýringu - halda samningar ef til vill áfram um nokkra hríð.
Samtímis og pyrringur vex og vex - í þeirri sviðsmynd gæti stríð einnig hafist.
En það gæti hugsanlega verið - eitthvað lengri bið eftir því.
Við hér á klakanum getum ekkert annað gert en að horfa á rás atburða.
--Mín samúð er að sjálfsögðu með Úkraínu, sem stöðugt er undir árás Rússlands síðan sumarið 2014, og býr við þá ógn og skelfinu að hafa nú rýflega 100þ. manna her Rússland, er bíður á landamærunum - einungis eftir fyrirmælum frá Kreml.
- Auðvitað vekur það eðlilegar spurningar um það, hvaða möguleika Úkraína hefur.
Eins og ég hef sett fram í minni færslu - a.m.k. tæknilega séð.
Er her Úkraínu á ca. sama róli og her Rússlands.
--Hinn bóginn, er her Rússlands mun stærri og öflugari í fjölda tækja.
--Á móti því, er her Úkraínu nú bardagareyndur eftir 7 ár af átökum.
Þar fyrir utan, hafi töluvert af búnaði Úkraínuhers verið uppfærður og bættur. - Úkraína ræður yfir eigin skriðdreka-framleiðslu.
Framleiðsla T64 skriðdreka dagaði uppi í Úkraínu við hrun Sovétsins.
Úkraína hefur þróað þ.s. þar er kallað, T84.
Hefur selt skriðdreka til Pakistan og Tælands.
Samanlagt ca. 350 stykki síðan 2010.
--Mikilvægi punkturinn þar um, er að T64 verksmiðjan er starfandi.
Fyrir utan þetta, á Úkraína mikið af gömlum vopnum.
Ástand þeirra er þó óþekkt.
--Á móti, má reikna með því að síðan 2014 hafi mikið af dóti verið lagfært.
Og tekið síðan aftur í noktun.
--Mikið af gömlu dóti, gæti vel verið vel nothæft í varnarstríði.
Sérstaklega er haft er í huga, dótið sem Rússland notar er einnig - frá sovéskum rótum, þ.e. einnig uppfært og einnig ný-smíðuð tæki þróuð í því tæknilega framhaldi.
Þess vegna þori ég að álykta að herirnir standi tæknilega á svipuðum slóðum.
Vegna þess að Úkraínuher er í dag, þökk átökum við Rússland síðan 2014, bardagareyndur.
--Ég meina svokallaðir -veteran- hermenn eru í dag margir í Úkraínuher.
Þá á ég ekki von á að Úkraínuher mundi gera eitthvað annað en að berjast.
Þess vegna á ég von á því að innrás mundi kosta Rússlandsher líklega mikið mannfall.
Jafnvel þó hann í einhverjum skilningi gæti hugsanlega unnið, yrði það sennilega afar dýru verði keypt -- þar fyrir utan að NATO er nær öruggt að senda Úkraínu vopn og peninga til að halda Úkraínu í gangi í gegnum slík átök.
--Markmið slíks væri auðvitað sá að gera stríð sem kostnaðarsamast fyrir Rússland, í von um að átökin leiddu til umtalsverðrar veikingar Rússlands - jafnvel hugsanlegs ósigurs.
Þetta kemur í ljós árið 2022.
Er ríkisstjórn Bidens veik?
Það sem hefur komið í ljós, að Biden getur ekki skipað þinginu fyrir.
Hann er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna að lenda í vanda með þingið.
--Bendi á að Trump sjálfur gat litlu komið í gegnum þingið síðari 2 árin.
Margir forsetar hafa lent í sama, eins og þekkt er - Obama, og Clinton.
- Biden náði þó fram 1,5tn (bandar. trilljón)pakka til uppbyggingar á samgöngukerfi Bandaríkjanna. Trump fyrir forsetakosningar 2017 lofaði uppbyggingu í innviðum.
En gerði síðan ekkert með það.
--A.m.k. hefur Biden náð því óumdeilanlega í höfn.
Nokkrir Repúblikana-þingmenn studdu málið. - Hann hefur ekki náð - öðrum 1,5tn. pakka í gegn.
Sá dagaði uppi í þinginu fyrir árslok.
--Joe Manchin, hefur reynst Biden erfiðastur.
Vegna þess að í Öldungadeild hefur Biden einungis 1 atkvæði umfram Repúblikana.
Þá hafa allir Demókrataþingmenn þar því neitunarvald.
--Joe Manchin, hefur verið óhræddur að segja - Nei.
Manchin er enn með það opið, að hugsanlega samþykkja pakkann síðar.
En vill á honum frekari breytingar.
Það er hugsanlegt að hann komist í gegn á nk. ári í staðinn.
Vandi Bidens er sá, að þessi pakki -- inniheldur allt þ.s. Biden ætlaði að gera.
Til að standa við gróðurhúsa-markmið Bandaríkjanna!
--Þarna er sannarlega einnig félagslegur pakki - t.d. barnabætur, borgað frý til launamanna, og stuðningur við fátækari byggðir innan Bandaríkjanna.
--En þar fyrir utan, einnig stór fjármögnun til - uppbyggingar innviða er beinist að endurnýjanlegum orkugjöfum.
- Barnabæturnar sem alríkið borgaði, féllu niður í lok nóv.
Er ljóst var að Manchin mundi -- neita að samþykkja frumvarpið.
Þetta á eftir að vera áhugaverð saga á nk. ári.
- Biden vill ná árangri í gróðurhúsamálefnum fyrir hönd Bandar.
En ógnin er sú, að hann nái nær engu fram. - Biden vill einnig ná fram bætingu kjara fátækari hluta Bandar.
En það blasir einnig sá möguleiki að hann nái því ekki fram heldur.
Þetta getur allt spilað inn í 2022 kosningarnar!
En félagmála-pakkinn, ef hann næst fram, gæti styrkt stöðu stjórnarinnar.
- Biden stjórnin hefur klárlega ekki sterka stöðu í þinginu.
Samt sem áður, er hún þar ekki fullkomlega lömuð. - Repúblikana dreymir um að, loka á alla möguleika Bidens innan þingsins.
Niðurstaða þingkosninganna liggur að sjálfsögðu ekki enn fyrir.
Varðandi sögur um verðbólgu!
- Bendi ég á að verðbólga í Bandar. stjórnast almennt ekki af ákvörðunum forseta.
Forsetinn t.d. hefur engin áhrif á prentun US Federal Reserve þ.e. Seðlabanka Bandaríkjanna.
--US Fed ræður sennilega miklu miklu mun meir um það hver verðbólgan er.
Þ.s. hann er sá sem prentar peninga.
--Og US Fed ræður vöxtum. - Eina ákvörðunin sem Biden tók er hugsanlega hefur einhver verðbólguáhrif, var pakki - svokallaður COVID stuðnings-pakki - upp á meir en 1,5tn. dollara sem samþykkt var af Demókrötum í febrúar 2021.
--Í þeim pakka, var peningum hins opinbera beinlínis dælt til almennings.
Þ.e. fólki sendir peningar.
Sá pakki hefur sennilega haft einhver verðbólgu-áhrif.
Hinn bóginn -- hefur US Fed prentað miklu mun hærri upphæðir.
--US Fed hóf þá prentun á miðju ári 2020, er kófið skall yfir - hélt síðan prentun linnulaust í gangi út það ár, hefur töluvert minnkað prentun á þessu ári.
- En verðbólgan sem sú prentun bjó til.
Getur enn verið að hríslast í gegnum samfélagið.
- Þar sem prentun hefur minnkað, líkur á að hún minnki frekar og jafnvel Fed hækki vexti. Þá ætti - rökrétt séð - verðbólgan að dala!
- Þar fyrir utan, er fólkið líklega þegar búið að eyða peningagjöfinni frá Demókrötum. Þannig að sú hugsanlega verðbólga er líklega einnig að klárast.
Samtímis, er atvinnuleysi innan Bandaríkjanna aftur orðið lítið.
--Þ.e. sögulega í samhengi Bandaríkjanna séð.
Töluvert hefur verið um launahækkanir, því fyrirtækjum í sumum geirum gengur illa að ráða fólk -- eftir því sem atvinnuleysi minnkar enn frekar.
--Rökrétt vex sá vandi frekar.
- Það þíðir væntanlega að launa-hækkanir blasa við.
Ein helsta kvörtun launafólks er Obama var forseti, var sú - laun væri ekki að hækka.
Launahækkanir hafa reyndar þegar verið nokkrar, en einungis haldið í verðbólgu.
--Fólk er því ekki enn að sjá undir lok 2021 - raun-tekju-hækkanir.
Enn, rökrétt virðist með lækkandi verðólgu!
Að samtímis er rökrétt að þrýstingur á laun haldi áfram.
--Að fólk fari loks að sjá rauntekjuhækkanir.
Hvort það kemur í tíma fyrir Biden, áður en kosið er til þings um ca. mitt ár.
Kemur í ljós síðar.
- A.m.k. er það alls ekki augljóst í mínum augum, að Demókratar tapi meirihlutanum í Fulltrúadeild.
Kannski gerist það, kannski ekki.
Niðurstaða
Óska öllum gleðilegs nýs árs.
Ég hugsa að 2022 geti orðið að áhugaverðu ári.
Mér virðist það geta orðið ár, þ.s. kemur máski í ljós að Vesturlönd í reynd hafa betra plan er kemur að COVID en Kína - en mér virðist stefna Kína alls ekki eins góð, og Kínastjórn talar hana upp sem.
Kannski hefst ný stórstyrrjöld í Úkraínu!
Ef Pútín hefur það stríð, gæti það hugsanlega orðið eins mikilvægt og borgarastríðið á Spáni árin 1937-1939, er markaði spor fyrir Seinni-Styrrjöld.
En það má spyrja sig, hvað Kína gerir ef Pútín hefur það stríð?
Ég mundi ætla að Kína - horfi einfaldlega á, geri ekki neitt.
En Kína gæti einnig ákveðið að styðja Rússland með einhverjum beinum hætti.
Í því tilviki gæti Úkraínu-stríð orðið eiginlegt upphaf nýs Kalds-Stríðs.
Annaðhvort stendur ríkisstjórn Bidens keik eftir það ár, ef Biden heldur meirihluta í fulltrúadeild, eða að Repúblikanar hafa þar sigur -- og ríkisstjórn Bidens stendur mjög veikluð eftir.
--Það seinna gæti verið óhentugt fyrir Bandaríkin, ef Úkraína reynist vera rásmark nýs kalds stríðs.
- Markar 2022 eiginlegt upphaf kalds stríðs - eða ekki?
- Verður 2022 árið, sem að veikari staða Kína - en margir hafa haldið blasir við, og staða Vesturlanda virðist því sterkari töluvert en margir hafa haldið?
- Mun Kófið spila rullu í þessu öllu?
En mér virðist mögulegt að það komi fram að Vesturlönd hafi haft betri áætlun, þ.e. dreifa sem mest bóluefnum, ekki ganga nærri eins langt og Kína í lökun eigin samfélags -- þannig saman fari náttúruleg dreifing smita/og dreifing bóluefna.
--Þannig að Vesturlönd gætu verið búin að ná, útbreiddu COVID ónæmi.
Ég er að meina, að COVID gæti verið orðið að mikilvægri stærð.
Er mæli hvernig lönd eru líkleg að standa sig.
--Mig grunar að áætlun Kína sé í reynd - heilt yfir séð - lakari.
------------
Aftur - gleðilegt nýtt ár!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er minn skilningur á kröfum Rússlands gagnvart NATO er birtar voru á föstudag!
Að Rússland sé hvorki meira né minna, að heimta -- A-tjalds ríkin fyrrverandi.
Sætti sig við það, að eigin ákvörðunar-vald þeirra, verði í nokkrum atriðum.
--Fært til stjórnvalda Rússlands.
Í dag eru:
- Eystland, Lettland, Litháen - er voru Sovétlýðveldi innan Sovétríkjanna, fullvalda ríki og meðlimir að NATO.
- Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland,Rúmenía og Búlgaría.
Gengu öll einnig í NATO.
- Hvíta-Rússland, Rúmenía og Moldavía - eru utan NATO.
En teljast fullvalda ríki.
Pútín hefur margsinnis lýst því yfir, að hrun Sovétríkjanna 1993, hafi verið óþolandi atburður og mesta högg Rússlands allra tíma.
Og að auki, að það sé óþolandi ástand, að allur þessi fjöldi - fyrrum leppríkja Sovétríkjanna, hafi gengið Vesturlöndum á hönd.
Pútín, virðist líta á það sem -- sitt lífsmarkmið, að snúa þessu við.
A.m.k. að einhverju leiti.
Evrópa Kalda-Stríðsins!
Það má velta fyrir sér - tilgangi Rússlands með þessum kröfum!
- Under the draft proposals, Nato would have to seek consent from Moscow to deploy troops in former Communist countries in Europe that joined Nato in May 1997.
Bendi fólki á, að -- NATO hermenn, eru hermenn herja NATO meðlima-ríkja -- það gengur að sjálfsögðu fullkomlega gegn, skipulagi NATO.
Er kveður á -- öll ríkin séu skuldbundin að verja hvert annað.
NATO lönd geta að sjálfsögðu -- ekki samþykkt.
Að Rússland ákveði, hvar þeirra eigin hermenn eru -- staðsettir. - Nato would have to refrain from -any military activity- in Ukraine, eastern Europe, the southern Caucasus, and central Asia
Ekki fylgir sögu, hvað þetta ætti að þíða.
NATO mun að sjálfsögðu aldrei samþykkja.
Að aðildar-ríki NATO, geti ekki haft eigin heri -- hvar sem þeim sínist.
Innan eigin landamæra.
--Né að, þau geti ekki skipulagt heræfingar, innan eigin landamæra.
Er væri sameiginlegar með hermönnum - einhvers fjölda NATO landa.
4-meðlima-ríki NATO eru með landamæri að Úkraínu.
Þau munu að sjálfsögðu, aldrei samþykkja -- að Rússland ráði.
Hvar innan þeirra eigin landamæra, þeirra eigin hermenn eru.
Ég sé ekki, Erdogan af Tyrklandi, samþykkja - hann geti ekki beitt sér í Kákasus.
En á sl. ári, hafði hann sigur á Rússlandi -- í rymmu á Kákasus svæðinu.
Ég stórfellt efa, að Bandaríkin samþykki, þau muni samþykkja þau muni aldrei beita sér aftur í Mið-Asíu.
-Þar fyrir utan, Kína ræður því svæði mestu leiti í dag, ekki Rússland.- - ...pledge not to deploy any missiles close enough to hit Russia ...
Eiginlega það sama, enginn möguleiki að NATO lönd samþykki.
Að Rússland ráði hvar þau staðsetja sitt dót.
--Margar tegundir eldflauga, geta tæknilega náð yfir landamæri.
T.d. loftvarnar-flaugar.
Algengur misskilningur er -- NATO sé með kjarnorku-eldflaugar nærri Rússlandi.
Svo er ekki.
Einu kjarnorku-eldflaugarnar í Evrópu, eru í eigu franska hersins, í Frakklandi.
--NATO lönd hafa komið fyrir á nokkrum stöðum - svokölluðum - ABM (Anti-Ballistic-Missile) flaugum: PATRIOT.
Það er enginn megin-munur á gagn-flaugum, og hverri annarri loftvarnar-flaug.
Nema sá, gagn-flaugar eru mun öflugari, enda ætlað að skjóta niður - ballístískar flaugar.
--Sprengi-hleðsla er venjuleg.
Margir halda þær séu, kjarnorku-flaugar. Svo er ekki.
Rússland pyrrast mjög yfir þessum flaugum, en mörg NATO lönd í dag eiga þær.
Og þau, koma þeim fyrir - þar sem þeim sýnist.
--Þ.e. ekki þannig, að einungis Bandar. noti þær.
Heldur fjöldi NATO ríkja.
Ég get ekki samþykkt, innganga landa í NATO - hafi verið ofbeldi gegn Rússlandi!
NATO er samband fullvalda ríkja - NATO hefur ekki boðvald yfir aðildarríkjum.
M.ö.o. getur enginn, skipað NATO meðlimi - að gera X eða Y eða Ö.
Ákvarðanir eru teknar með -- samþykki allra.
M.ö.o. -- sérhvert meðlimaland, hefur neitunarvald.
NATO lönd funda auðvitað reglulega, og ræða saman.
Vegna ákvörðunar-reglu NATO -- taka ákvarðanir oft langan tíma.
--Því allir verða vera, sammála.
- Augljóslega, munu A-Evrópulöndin, ekki samþykkja þá takmörkun á þeirra - eigin ákvörðunarvaldi; sem Rússland nú heimtar.
- Eftir allt saman, gengu þau í NATO, til að losna við -- afskipti Rússlands af þeirra málum.
Þau auðvitað vissu, Rússland mundi einhvern-tíma rísa fram, og gera kröfur á þau.
--Draumur Pútíns er auðvitað, að leysa NATO upp.
NATO löndin á hinn bóginn sjálf, hafa ekki séð nokkra ástæðu til, upplausnar á klúbbnum.
T64 Skriðdreki her Úkraínu á hersýningu 2017
Varðandi Úkraínu, 2 áhugaverð atriði!
Þegar Sovétríkin leystust upp 1993, og Úkraína varð fullvalda.
Lentu tvær mikilvægar hergagna-verksmiðjur í Úkraínu.
- Verksmiðja sem framleiðir T64 skriðdreka.
- Og Antonov flugvélaverkmiðjurnar.
Sjálfsagt vita ekki allir, að Úkraína getur framleitt eigin skriðdreka.
T64 er minna þekktur en T72 -- T64 var aldrei seldur út fyrir landamæri Sovétsins.
Málið var, T64 var fullkomnari - með besta búnaði Sovétríkin réðu yfir.
Auk þessa, betur brynvarinn.
T72 var einfaldari og ódýrari, og notaður af fylgilöndum Sovétríkjanna.
Auk þess að vera seldur í miklu magni til margra landa.
- Rússland hélt eftir T72 verksmiðjunni.
Úkraína - eins og Rússland hefur gert - hefur framleitt uppfærslur á sína skriðdreka.
Þar fyrir utan, hefur Rússland framleitt - týpu kölluð T90.
Sá er mikið uppfærður T72, en nýsmíðaðir - ekki uppfærðir gamlir.
2019 virðist Úkraína hafa full-uppfært tæknilega, a.m.k. 100 T64.
Óþekkt hve marga óuppfærða T64 skriðdreka Úkraínuher á og rekur.
- En tæknilega séð er lítill munur á rússn. T90 og uppfærðum T64.
- Úkraína hefur framleitt fj. T80 dreka, og selt til Pakistan.
Þeir eru á grunni T64. Meðan að T90 er uppfærður T72. - Þ.e. T90 er fulluppfærður T72 skv. nútíma-tækni nýframleiddur.
Og T80 er fulluppfærður T64 nýframleiddur. - Rússl. hefur selt fj. T90 til Indlands.
- Þannig halda bæði löndin, Rússland og Úkraína.
Hergagna-framleiðslu gangandi.
Rússland á einnig T80 skriðdreka, er framleiddir voru fyrir 1993.
Tæknilega séð, virðast herirnir afar á svipuðu róli.
T84 skriðdreki Úkraínuhers!
Besti skriðdreki Úkraínu er líklega: T-84.
Eftir 1993, þurfti Úkraína að gera sína framleiðslu 100% Úkraínska.
T84 var útkoman af þeirri þróun.
--Úkraína seldi rúmlega 300 skriðdreka til Pakistan.
Sala sem líklega hefur borgað fyrir þróun T84.
--Þar fyrir utan virðist Úkraína hafa selt skriðdreka til Tælands.
Antonov 124
Antonov verksmiðjurnar, framleiddu megnið af flutninga-vélum Sovétríkjanna.
Rússland lenti í þeirri stöðu, að verða að kaupa þær af Úkraínu.
--Rússland hefur verið að þróa nýjar, en er enn með mikið af Antonov vélum.
Niðurstaða
Augljóslega verður kröfum Rússlands hafnað.
Spurning sé þá, hvað gerist eftir það er orðið ljóst?
Rússland er með 100Þ hermenn við landamæri Úkraínu.
Enn stendur spurningin, hvort Rússland hefur þar stór-styrrjöld.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.12.2021 kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Besti tími til innrásar væri snemma á útmánuðum 2022 þegar kaldast er í ári, jörð frosin - þannig skriðdrekar eigi hvað auðveldast með að far um. Ef Rússland fyrirhugar innrás á annað borð, væri það hagstæðast í janúar eða febrúar nk.
The Ukrainian army has got better at fighting Russian-backed separatists: Besides, the 100,000 Russian troops massed near the border are more than mere theatre; Russia is setting up field hospitals and calling up its reserves.
Á gerfihnatta-öld er ekki hægt að fela meiriháttar liðssafnað -- það sé enginn vafi að hann sé þegar ca. á þeim mælikvarða, er Bandaríkin réðust inn í Írak -- þegar menn sjá að verið sé að hrófla upp, spítulum - birgðastöðum, ekki einungis liðssafnaði.
Þá lítur þetta eins og undirbúningur fyrir innrás.
Bandaríkjaher, sagðist hafa upplýsingar um fyrirhugaða aðgerð með 175þ. manna liðsafla, í Janúar 2022. Jafnvel þó að - megi deila um trúverðugleika þeirrar fullyrðingar - sést vel frá gerfihnöttum að stöðugt er verið að bæta í.
Þannig að langt í frá sé augljóslega útilokað að það sé einfaldlega rétt.
Í annan stað, er úkraínski herinn miklu mun betri en hann var 2015 - með aðgengi að 300.000 bardagaþjálfuðum mönnum; en á móti kemur að sá her er gíraður til að eiga í skæru-átökum, ekki meiriháttar landstríði.
Rétt þó að nefna, að Úkraína ræður yfir mörgum samskonar vopnum og Rússland notar, þ.e. sambærilegir skriðdrekar -- þó öðruvísi uppfærðir með vestrænum tölvum. Rússneski herinn auðvitað, ræður yfir miklu fleiri skriðdrekum.
Engin leið er fyrir leikmann að ákveða hvernig fer -- hvernig svarar maður fullyrðingum að Rússneski herinn færi í gegn eins og hnífur í gegnum smjör.
--Einfaldlega óþekkt.
Ég væri a.m.k. hissa, að ef Úkraínski herinn, hafi ekki a.m.k. undirbúið sig fyrir mögulega innrás; en til að mæta innrás af slíku tagi - þarf djúpar varnarlínur og mikið magn sérstaklega af skriðdreka-eldflaugum, og auðvitað loftvarnarflaugum.
--Og auðvitað beita eigin skriðdrekum, þegar það á við.
- NATO gæti bætt stöðu Úkraínu, með því að afhenda -- betri skriðdreka-flaugar, og loftvarnarflaugar.
- Og auðvitað dróna - svo unnt sé að fylgjast með öllum hreyfingum á bardagavelli.
Mjög margir sem ræða um hugsanlegt stríð - eru skeptískir að Rússland standi í þessu.
Því að Rússland sé veikt land efnahagslega - segjum t.d. ef mikill fjöldi úkraínskra hermanna, mundi beita skæru-hernaði í stað þess, að standa beint á móti rússneska hernum?
--Þannig mætti hugsa sér að, Rússland næði svæðum -- en stæði í stöðugum afar umfangsmiklum skæruhernaði, meðan íbúar hjálpuðu úkraínskum skæruliðum.
Úkraína pent hafnaði þeim afarkostum sem Pútín heimtaði að Úkraína skrifaði undir.
Og berðist áfram, þannig þvingaði Rússland í að leita leiða til að sækja stöðugt fram, þá samtímis þurfa að glíma við stórfelldan skæruhernað á sífellt stærra landsvæði.
--Það má alveg hugsa sér, að fyrst her Úkraínu sé gíraður frekar til að berjast við skæruliða, þá sé hann samtímis skipulagður fyrir skæruhernað.
- Rússland m.ö.o. gæti lent í því, að efnahagslega ráða ekki við slíkan hernað til langs tíma, og þá standa frammi fyrir erfiðum valkostum!
- Auðvitað mundu stórfelld átök í Úkraínu, gera refsiaðgerðir mun grimmari en áður -- og ég mundi ætlað, að samúð með Úkraínu í Evrópu, mundi þíða að Úkraína fengi nóg af vopnum til að viðhalda átökum.
Stríðið yrði þá að -proxy war- fyrir NATO, en heitu stríði fyrir Rússland.
Ég á erfitt með að trúa því að Rússland hefði úthald til langs umfangsmikils skærustríðs.
Putins choice: Hot war or a deeply frozen conflict
Pútín hefur tekist að gera Úkraínu heilt yfir -- afar hlynnta vesturlöndum.
Þó að er dregur nær landamærum Rússlands, þynnist sú afstaða út.
58% back Ukraine's accession to NATO, 62% want Ukraine to join EU
Ekki virðist líklegt að Biden forseti geti veitt Pútín það sem Pútín líklega vill.
En NATO vill ekki t.d. skrifa undir það, að Úkraínu sé bönnuð aðild um alla framtíð.
Samtímis, er aðild að NATO ekki sennileg í nærtíma.
--En sú pólitíska afstaða gæti tekið breytingum síðar.
Efnahagslega séð er Úkraína sterkara landa en 2014, og samstaða íbúa virðist hafa vaxið.
Bendi á, það þarf ekki að fara saman, að rússnesku mælandi hluti Úkraínu -- vilji endilega búa undir Pútín. Eftir allt saman, hafa þeir miklu meira frelsi í Úkraínu.
Og efnahagsleg framtíð Úkraínu er ekki endilega neitt augljóslega slæm.
--Mörgu leiti er Úkraína öfugt byggð upp við Rússland, þ.e. mun veikara ríkisvald og verulega til muna veikari miðsstýring - ásamt miklu meira athafnafrelsi íbúa.
- Mig grunar hreinlega, að það sé -- frjáls Úkraína, sem Pútín óttast svo.
Óttinn um að, frjáls Úkraína -- einfaldlega gangi upp.
Niðurstaða
Í mínum augum væri stór innrás sambærileg mistök og fyrir Bandaríkin það var að ráðast inn í Írak -- jafnvel þó að Úkraínski herinn - kannski - ætti ekki roð í beinum stórátökum við Rússlandsher, þá tæki - tel ég víst - við í framhaldi stórfellt skærustríð, við bardagareynda Úkraínu hermenn - vel þjálfaða, og vopnaða.
Og ég mundi ætla, að innrásin mundi leiða til slíkrar samúðarbylgju í Evrópu og í Bandaríkjunum, að Úkraínu-mönnum væri alltaf tryggð næg vopn til að halda baráttunni áfram.
M.ö.o. sé ég ekki slík átök enda vel fyrir Rússland. En það má alveg sjá fyrir sér svipaða útkomu, er átök í Afganistan a.m.k. áttu hlut líklega að hruni Sovétríkjanna.
Veik efnahagslega, entist getan til að halda áfram líklega ekki mjög lengi.
A.m.k. ekki mjög mörg ár.
Í kjölfarið væri Rússland síðan búið að tapa Úkraínu fyrir alla framtíð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar