Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021

Nýtt -Omicron- afbrigði COVID virðist hvatning til - 3. hrinu COVID bólusetninga! Skv. rannsókn í Ísrael er 3ja bólusetning afar virk gegn Delta! Embætti landlæknis segir 2 bólusetningar minnka smitunarlíkur 50%

Skv. rannsókn frá Ísrael, bætir 3ja bólusetning vörn gegn COVID umtalsvert, samanborið við það að hafa fengið tvær sprautur áður: COVID-19 vaccine for preventing severe outcomes in Israel: an observational study.

  1. Rannsóknin virðist benda til að - 3ja sprauta veiti 90% vörn gegn Delta afbrigði.
  2. Hinn bóginn er komið nýrr afbrigði - OMICRON.

What you need to know about the omicron variant

What we know about Omicron variant that has sparked global alarm

Heilbrigðis-yfirvöld um heim allan, eru auðvitað á nálum!
Markaðir lækkuðu fyrir helgi, er fréttin barst út.
--Margir óttast nú, efnahagsframvinda verði minna góð.

  1. Það litla sem vitað, Omicron hefur fjölda nýrra stökkbreytinga.
  2. Nokkrar þeirra eru á svokölluðu -spike- próteini.
    Sem vírusinn notar til að brjótast inn í frumur.
    Sem getur þítt, að það afbrigði - brjótist í gegnum vírusvarnir, frekar.

Það virðist fljótt á litið - líkur á að virkni bólu-efna virki aftur.
Reynslan af COVID til þessa, bendi þó ekki á að -- virkni fari í núll.
--Frekar að bóluefnin verði minna virk freka en að verða, óvirk.

  • Það sé talið að, bóluefnin - hafi því áfram virkni.
    Þó sú virkni, verði -- minnkuð að marki, sem enn á eftir að koma fram.

 

Þess vegna held ég að Omicron - ýti undir örvunarbólusetningar!
En rannsóknin unnin í Ísrael -- sýnir að 90% virkni var aftur komin fram.
En bóluefnin en Biontec-Phizer og Moderna bóluefnin, höfðu þá virkni - gegn fyrstu útgáfum af COVID, síðan dróg úr virkni þeirra er veiran stökkbreyttist.
--Ísrael hefur einkum notað BioNtech-Phizer.

  1. 3ja sprautan greinilega elfdi varnir að nýju.
  2. Án 3ju sprautu gæti á hinn bóginn verið, að vörnin gegn Omicron sé verulega minnkuð.

Ég hvet því alla til að mæta í örvuna-bólusetningu.
Tilkoma Omicron styrkir ástæður þess að taka 3ju sprautuna.

  • Kannski verður þetta alltaf svona, að maður þurfi að fá sprautu á 6 - 12 mánaða fresti.

 

Vegna umræðu um gagn þess að bólusetja sig, leitaði ég upp rannsóknir!
Bresk rannsókn sem ég fann, segir veikinda-daga tvíbólusettra, að meðaltali helmingi færri -- myndin að neðan, sýnir að tíðni COVID einkenna er mikið minnkuð!

Bendi á breska rannsókn sem myndin er tekin úr: Risk factors and disease profile of post-vaccination SARS-CoV-2 infection in UK users of the COVID Symptom Study app: a prospective, community-based, nested, case-control study.
--Mjög stór rannsókn, svo áreiðanleiki hennar ætti að vera mjög góður!

Ath. -- ef minna en 1, minnka líkur -- ef meira en 1, eru þær meiri!
Myndin segir t.d. líkur minnka um meir en helming t.d. á að fá hita!

https://els-jbs-prod-cdn.jbs.elsevierhealth.com/cms/attachment/fb84c7e6-f43d-4dcd-996f-a785a6214cc2/gr4_lrg.jpg

Þessu mynd veitir afar miklar upplýsingar -- ath. að hún ber einungis þá saman sem veikjast af COVID -- þrátt fyrir bólusetningar, við þá sem ekki voru bólusettir.
Þ.e. forvitnilegt að sjá að líkur á miklum veikindum vera verulega minnkuð.

  • Landlæknir Íslands er sbr. ekki að ljúga því, er hann segir: líkur á smitun helmingi minni: Tilefni örvunarbólusetninga gegn COVID.
    -50% minni líkur eru á því að einstaklingur sem býr með COVID smituðum einstaklingi smitist ef hann er bólusettur heldur en annars-
  • Þar fyrir utan, sbr. bresku rannsóknina -- er tíðni alvarlegra veikinda mun minni hjá bólusettum.

Bendi að auki á nýleg ummæli landlæknis:
-en hann benti á að óbólusettir eru 11%.-
-en þó er fj. þeirra sem lenda á spítala svipaður.-
Sem þíðir, að líkur á spítala-vist eru 9-falt hærri, fyrir óbólusetta!

 

Niðurstaða

Omicron afbrigðið hleypir bólusetningum kapp í kinn, því rannsóknir - þvert á fullyrðingar um annað - staðfesta að bólusetningar hafa haft mikla virkni.
Þó sú virkni hafi ekki verið eins mikil og vonast var eftir, þar sem COVID stökkbreytist reglulega, hver stökkbreyting úrelti ívið það mótefni fólk hefur.

  1. Fyrir þá sem hafa viljað sleppa bólusetningum.
    Er svokallað náttúrulegt ónæmi, ekkert annað ónæmi en fólk fær úr sprautu.
    Og í engu augljóslega virkara, en ónæmi úr sprautu.
  2. Náttúrulegt ónæmi, úreltist því nákvæmlega með sama hætti, er veira stökkbreytist. Þannig fá menn aldrei kvef bara einu sinni, heldur nær ár hvert. Því kvef veiran stökkbreytist stöðugt, þannig ónæmi er orðið alltaf úrelt.

Ef þjóðir mundu ekki sprauta fólk við COVID -- mundu faraldrar ganga yfir, með sama hætti að sjálfsögðu; en þá væri engin viðbótar vörn til staðar þegar menn veikjast.
Rannsóknir benda til þess, sbr. þær vitnað í að ofan, að bóluefnin dragi verulega úr tíðni veikinda og að auki úr tíðni verulegra veikinda þeirra er veikjast.
--Niðurstöðurnar benda því klárlega til þess, að án bólusetninga væri tjón vegna veikina fyrir samfélagið, þ.e. fleiri veikinda-dagar og fleiri dauðsföll, meira.

  • Hinn bóginn, er það önnur umræða -- hvort einnig á að vera með - aðrar aðgerðir til viðbótar bólusetningum.
  • Eða bara, reglulegar bólusetningar.

En það má alveg ræða hvort hætta á inngrips aðgerðum.
En viðhafa reglulegar bólusetningar -- eftir því sem ný og betri koma fram.
--Þannig halda tíðni veikinda og dauðsfalla niðri.

En að öðru leiti láta samfélagið rúlla í friði.

 

Kv.


Mun Elon Musk gera Bandaríkin ríkjandi yfir Sólkerfinu í framtíðinni? Vísa til hliðaráhrifa af þróun StarShip1 - SuperHeavy1 geimferðakerfisins! Ef eins gott og Musk segir, virðist mér Bandaríkin ná óskaplegu foskoti í geimnum!

Ég ætla að telja upp hvað herra Musk segir SuperHeavy1 - StarShip1 geta gert!
Töluvert hefur þegar verið um prófanir, en samtímis í ferlinu verið slatti af óhöppum - þ.e. allt upp í það að flaug hafi sprungið. Slíkt er ekki óvenjulegt í þróun á nýju kerfi, en -tja- segjum að enn hafi ekki verið sýnt fram á sá áreiðanleiki sem kerfið kvá munu hafa; en kerfið gerir ekki ráð fyrir flóttaleið fyrir farþega!
Skv. Musk mun farið fullþróað vera það áreiðanlegt, slíkt sé óþarfi!
--Hingað til hafa öll mönnuð kerfi, haft einhverja björgunar-aðferð.
--Ef bilun verður eftir að geimskot er hafið.
Sjáum til, en Musk ætlar að selja NASA eintök af kerfinu - fyrir rest.
NASA þarf þá að samþykkja, að áreiðanleiki mæti stöðlum.

Mynd sýnir prufueintök af kerfinu!

File:Starship sidebar image.jpg

Til samans, þ.e. StarShip1 ofan á SuperHeavy1 flaug:

Hæð: 120m.
Þvermál: 9m.
Flutningsgeta: 100 tonn.
SuperHeavy: 3400tonn.
--Ath. flaug á að lenda aftur, vera sí-endurnýtanleg.

StarShip1 - skv. Musk. vegur innan við 100tonn, án eldsneytis.
--Sama á að gilda um StarShip1, þ.e. vera stöðugt notuð aftur.

  • Það atriði, kvá gera kerfið miklu ódýrara en öll fyrri geimferðakerfi.

Skv. Musk, er flutningsgeta StarShip1 alltaf 100 tonn, á lægsta sporbaug Jarðar, til Tungls, til Mars.
Lausnin því liggi í því að til standi, að smíða sér útgáfu StarShip1 sem flytji eldsneyti upp á sporbaug Jarðar, svo að annað eintak StarShip1 geti haft nægt eldsneyti til að lenda 100 tonnum á Tunglinu.
--Mér skilst, að þá geti Starship1 einnig tekið á loft án eldsneytistöku.
--En í tilviki Mars, er gert ráð fyrir að framleiða elsneyti á yfirborði Mars.
Með svokallaðri: Sabatier reaction.
Sú aðferð virkar, auðvitað afar -daring- að ætla að lenda á Mars, og treysta á að allt gangi upp í framleiðslu á eldsneyti, þó aðferðin virki sannarlega á Jörð. Það þarf þá að leita þau efni er til þarf á plánetunni, vinna þau!

  • Á meðan munu fólkið er hefur lent, vera fast á plánetunni, þ.e. engin leið til undankomu, svo sannarlega þarf þá allt að ganga upp.
  • Mars er kaldari en SuðurSkautsLandið á Jörð, loft er eitrað afar þunnt 1/100, samtímis er geislun slík að banvænt er líklega að vera óvarinn á yfirborði lengur en nokkra mánuði!
    --Ekki segja að það sé allt óleysanlegt, vandamálin eru ekki smá, og allt verður að ganga upp - því björgun verður -að séð verður- ómöguleg um hríð.

Draumur Elon Musk, er um MarsCity - með 1 milljón íbúa, í ótilgreindri framtíð.
Talar um 10þ. StarShip til fólksflutninga og 100.000 StarShip í flutningum á varningi.

  • Vantar á hinn bóginn, að virðist í þá áætlun, hvaðan tekjurnar eiga að koma.
  • Settlement er eitt, hitt er að borga fyrir viðhald verkefnisins, þ.e. stöðuga flutninga á varningi til fólksins á yfirborði Mars, ef allt kemur frá Jörð.
  • Það þarf greinilega eitthvað óskaplega verðmætt að koma frá Mars, ef dæmið á að ganga upp.

Greinilega þarf að leita uppi verðmæt hráefni á Mars!
Einn vandi enn - enginn veit hvort yfir höfuð eru verðmætar námur!
--Ekki fullyrða þær séu ekki til, enginn veit það enn.
Það væri dálítið hressilegt að fullyrða þær séu án allrar vitneskju, eða treysta á það.

 

Vekur athygli mína, hvernig StarShip1 - SuperHeavy1 kerfið eflir Bandaríkin!

Elon Musk hefur gert fjölda samninga nú við bandaríska ríkið, að sjálfsögðu í því markmiði að - ná til sín sem mest af peningum ríkisins til að fjármagna dæmið.
--En flest bendi til að, SpaceX SpaceShip1 og SuperHeavy1 verði kjarni í framtíð NASA.

  1. StarShip1 á að geta lyft allt að 400 gerfihnöttum á lægsta sporbaug Jarðar.
    Með hjálp SuperHeavy1.
  2. Og á að geta flutt 100 tonn á yfirborð Tungls.
  3. Og á að geta flutt, 100 tonn af eldsneyti upp á lægsta sporbaug Jarðar.

Þ.e. einmitt með -- eldsneytis-töku á sporbaug, sem á að gera SpaceShip1 mögulegt að vera stöðugt í förum frá sporbaug Jarðar, og til sporbaugs Tungls, eða yfirborðs Tungls, og til baka.
--Þannig rökrétt verði þá kerfið að, kjarna í Tungláætlun NASA.

  • Bandaríkjastjórn, mun að sjálfsögðu kaupa fjölda eintaka - fyrir rest, af SpaceX.
  • Ég geri ráð fyrir því, bandaríski herinn muni einnig kaupa eintök.
  • Að bandaríska ríkið, muni - banna SpaceX að selja til aðila, bandar. ríkið treysti ekki.
  1. In October 2020, NASA provided $53.2 million to SpaceX to demonstrate the transfer of 10 metric tons (22,000 lb) of cryogenic propellant between two Starships.
  2. Also in that month, the United States Transportation Command announced Rocket Cargo program, which aims to transport cargo via rocket anywhere in the world in under 1 hour.
  3. On 16 April 2021, NASA selected Starship HLS and awarded SpaceX a $2.89 billion contract over Integrated Lander Vehicle and Dynetics HLS. Starship HLS will perform an uncrewed landing demonstration and an Artemis 3 crewed lunar landing mission.
  • Einn möguleiki í notkun á StarShip1 er til skjótra ferða milli staða á Jörð.
    Hugmyndin er sú, StarShip1 - mínus SuperHeavy - taki á loft með 100 farþega.
    Og lendi eftir 1klst t.d. í Japan!
  • Þetta er eitt af því sem leiðir líklega til þess að bandar. herfinn kaupi slatta af StarShip1, þ.e. getan að flytja - hermenn eða varning.
    Á einni klst. þúsundir km.
  • Elon Musk segir einnig, að StarShip1 muni geta keppt við, þotu-flug.
    Það verði það hagkvæmt, og öruggt, að reglulegt farþegaflug.
    Geti orðið veruleiki með þessum hætti.
    --Hinn bóginn, verða farþegar líklega vera - heilsuhraustir.
    Því álag er greinilega töluvert í flugtaki, líklega a.m.k. 2g.

Spurningin er -- getur nokkurt annað ríki keppt við Bandaríkin í geimnum.
Þegar bandaríska ríkið -- mun vera farið að nota kerfi SpaceX?
Ég sé ekki betur, en Bandaríkin nái - það miklu forskoti á alla keppinauta, að enginn eigi möguleika til að keppa við þau -- a.m.k. um töluverða framtíð!

  • Íhugum Mars áætlun Musk, ef hún verður?
    Þíðir það ekki, að Bandaríkin slá eign sinnig á Mars?
    Eiga þannig heila aðra plánetu?
  • Hver á að geta hindrað þá útkomu?
  • Ekki gleyma einnig því, að Bandaríkin hafa þá einnig óskaplegt forskot í því að nýta Tunglið -- og eiginlega allt annað í geimnum, fyrir utan Jörð.

Þannig sting ég upp á þeim möguleika, að Bandaríkin stefni í að verða enn meir drottnandi ríki í framtíðinni -- en þau hafa verið hingað til í nálægri fortíð.

 

Niðurstaða

Í þessari færslu, er ég að velta upp því hvaða áhrif geimáætlun Elon Musk, hefur á Bandaríkin sem slík -- en í umræðu um draumsýnir Musks, hef ég enga umræðu séð um það -- hvaða þíðingu það hefur fyrir Bandaríkin, ef allt sem Musk segir gengur upp.

Ég sé ekki betur, ef allt virkar eins og það kvá eiga virka -- þá fái Bandaríkin það óskaplegt tækni-forskot í geimferðum, að Bandaríkin geti líklega stórum hluta.
--Slegið eign sinni á geiminn utan Jarðar, a.m.k. í Sólkerfinu.

Ímynduð Mars-City verði þá - undir lögum Bandaríkjanna.
Og væntanlega þá Mars, eign Bandaríkjanna!
--Eða hvað akkúrat ætti að koma í veg fyrir það?

Sé ekki að Musk fari í persónulega uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin geta þá orðið nær fullkomlega drottnandi um töluvert langa framtíð.
--Öfugt við þ.s. margir hafa haldið fram, útlit fyrir að framtíðin sé þeirra.

 

Kv.


Game of Chicken - milli Bandaríkjanna og Kína, um Tævan! Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Ástralíu báðar tvær hafa nú gefið út óskoraða yfirlýsingu um að verja Tævan!

Það sem er nýtt - að óvissan hefur verið tekin úr gildandi yfirlýsingum.
Síðan Nixon gerði samkomulag við Mao 1972, er Bandaríkin formlega hættu að viðurkenna ríkisstjórn Tævans sem -- hina lögmætu ríkisstjórn Kína.
--Já virkilega, sem lögmæta ríkisstjórn Kína.

Hafa ríkisstjórnir Bandaríkjanna, viðhaldið - óvissu um það hvort Bandaríkin verja eða verja ekki Tævan; um hafi verið að ræða stefnu sem ætlað var.
--Samtímis að halda aftur af Tævan og Kína, í því að fyrir sinn part að ógna jafnvæginu.

  1. Hinn bóginn hefur hröð uppbygging Kína á flota - flug og herafla, gerbreytt stöðunni.
  2. Kína hefur gert Suður-Kína-Haf að sínu, með uppbyggingu gerfieyja þ.s. á hefur verið settar, herstöðvar þaðan sem hægt er að skjóta langdrægum eldflaugum - senda á loft herflugvélar og einnig þjóna sem herskipahafnir.
  3. Þar fyrir utan, er floti Kína - jafn stór flota Bandaríkjanna í fjölda skipa. Það þíðir, að floti Bandaríkjanna - er ekki lengur eins yfirgnæfandi öflugur og áður.
    --Kína-floti notar meðaltali smærri skip, enn einungis 3 flugmóðurskip.
    --En a.m.k. 2 önnur í smíðum er eiga að vera risaskip.
  • Þ.s. þetta þíðir allt, að innrás á Tævan er að verða raunhæfur möguleiki.
    Sem hefur ekki hingað til raun verið.
    Sem skýrir stefnubreytingu Ástralíu og Bandaríkjanna.
  • Málið er að taka Tævan, mundi gerbreyta jafnvæginu í heimshlutanum.

Kort frá The Economist er sýnir hvað ég á við!

The South China Sea | South china sea, South china, China

  1. Horfið á Eyjaklasana fyrir framan Kína!
    Kortið sýnir þá ekki alla, en Norðar eru smáeyjar sem Japan stjórnar - Senkaku.
    Síðan taka Japans-eyjar sjálfar við.
  2. Málið er að til samans - mynda eyjaklasarnir, varnar-garða fyrir framan Kína.
    Meðan bandalags-ríki Bandaríkjanna stjórna öllum þeim eyjum.
    Er mögulegt -tæknilega- að setja hafnbann á Kína.
  3. Ef Kína tekur Tævan - á hinn bóginn - rýfur Kína það stórt gat í múrinn.
    Að hafnbann verður fullkomlega ómögulegt.
    Er eins og ég sagði - mundi fullkomlega kollvarpa hernaðarstöðunni.
    Tja, á gervöllu Kyrrahafi.

--OK, Bandaríkin tala um að verja lýðræði á Tævan.
En ég er viss, að undir niðri vakir óttinn við hratt vaxandi flota-styrk Kína.
En sá styrkur hefur vaxið það hratt, að innan fárra ára gæti Kína-floti verið orðinn, tæknilega sterkari en Bandaríkja-floti.
--Ég segi, tæknilega, þ.s. einhvern tíma mundi taka Kína að æfa sitt fólk - svo sá floti hefði algerlega sambærilega færni við Bandaríkjaflota er hefur æft sitt fólk í áratugi.

  1. Sjálfsagt Horfir Ástralía til -- Seinna-stríðs, er það var Japan er allt í einu ruddist fram, og um hríð var innrás í Ástralíu hugsanleg.
  2. En stór stefnubreyting í Canberra upp á síðkastið, hlýtur að skýrast af -- óttabylgju þar.
    M.ö.o. allt í einu skilur Canberra, að Ástralía er ekki - algerlega örugg.

Þá leitar Canberra til Bandaríkjanna, sem eini aðilinn -- er geti veitt Kína andstöðu.

Australia vows to help US defend Taiwan from Chinese attacks

Australia’s defence minister has said it was -inconceivable- that his nation would not support the US in a campaign to defend Taiwan from China -- Peter Dutton said that Chinese leaders had been -very clear about their intent to go into Taiwan- -- It would be inconceivable that we wouldn’t support the US in an action if the US chose to take that action

Takið efir þessu - afar sterka orðalagi. Algerlega óhugsandi.

Biden vows to defend Taiwan from Chinese military action

Asked whether the US military would defend the country in the event of a Chinese attack,the president said: -Yes, we have a commitment to do that.-

Orðalagið ekki eins sterkt - en Biden sagði þó hiklaust Bandaríkin skuldbundin.
Sem er breyting á fyrri afstöðu, er forseta yfirleitt töluðu í hálf-kveðnum vísum.

Á hinn bóginn, var Kína ekki eins sterkt þá - ekki innrás klárlega möguleg.

 

Niðurstaða

Í vaxandi mæli virkar það á mann svo að - rísandi game of chicken sé í gangi. Vaxandi yfirlýsingar frá Kína, um möguleikann á innrás - tal um það sé óþolandi að þessi eyja sé ekki undir stjórn Kína, eins og Kína stjórn segir hana með réttu eiga vera.
Samtímis afar öflug or hröð uppbygging herafla á Suður-Kína-Hafi.
Er greinilega hefur gert innrás að raunhæfum möguleika.

Það sé væntanlega hvers vegna, ótti fari hratt vaxandi í Washington og Canberra.
Að Kína ætli sér hugsanlega, að kollvarpa hernaðarjafnvæginu í heimshlutanum.
Slíkt væri auðvitað stórfellt hættuspil, beint stríð milli Kína og Bandaríkjanna, ásamt þeim bandamönnum Bandaríkjanna er tækju þátt.

Þannig að örugglega er mikilvægur partur í rísandi yfirlýsingum, fæling.
Hugmynd um fælingu er að fá mótaðilann til að hika, hætta við.
Þá þarf mótaðilinn að trúa því, að þér sé virkilega alvara.
Þannig má skýra hugsanlega vaxandi áherslu yfirlýsinga.

  • Hinn bóginn, er það auðvitað annar hlutur hvort - Xi og fólkið í kringum það, trúir því að Bandaríkjunum sé alvara!
  • Þeir gætu ímyndað sér, að Bandaríkin séu raun lin.

Sem gæti auðvitað leitt til þess að 3-ja heimsstyrrjöldin hæfist auðvitað.
Ef Kína stjórn tæki rangt stöðumat.
--Það væri ekki fyrsta sinn, en Fyrra-Stríð líklega hófst ekki síst, út af röngu stöðumati -- það má einnig hugsanlega rekja upphaf Seinna-stríðs til slíks einnig.

Rangt stöðu-mat er þá það, að mótaðilinn - trúir ekki yfirlýsingum.
Hefur stríð, en lendir síðan í stærri átökum en sá taldi líkleg.
Því aðilar sá taldi ekki munu gera neitt, hófu stríð skv. gefnum yfirlýsingum.

  1. Í Fyrra Stríði taldi keisarinn af Þýskalandi, að Bretar mundu ekki verja Belgíu, en þeir stóðu við yfirlýsingar um að tryggja sjálfstæði þess lands.
    Þannig Þýskaland lenti í stríði ekki bara við Frakkland, heldur Bretland að auki.
  2. Hitler 1939 líklega taldi að Bretland og Frakkland, mundu ekki gera neitt er hann fyrirskipaði innrás í Pólland. En Bretland og Frakkland stóðu við yfirlýsingar gagnvart póllandi, þó að landherir þeirra gerðu ekkert annað en að safna liði - létu Þjóðverjum eftir hlutverk geranda.
  • Sambærilegt væri, ef Xi fyrirskipaði innrás í Tævan, teldi sig fullvissan að Bandaríkin gerðu ekki neitt - Ástralía ekki heldur, né ekki Japan.
    En hefði rangt fyrir sér þar um, og 3-ja Heimsstyrrjöldin vær þar með hafin.

Án nokkurs vafa er Tævan deilan orðin sú langsamlega hættulegasta í heiminum.

 

Kv.


Hvernig Biden forseti Bandaríkjanna hefur ekki þingmeirihluta fyrir loftslags-aðgerðum - er leiddi til þess Biden skrifaði ekki undir markmið um að binda endi á kolanotkun; sýni hve litlar líkur séu á að loftslagsmarkmið náist!

Joe Manchin er auðvitað ástæða þess, að Biden hafði enga möguleika til þess að styðja markmið um -- bann við notkun kola fyrir 2030; en Manchin virðist tengjast kola-iðnaðinum í Bandaríkjunum sterkum böndum, m.ö.o. hafa sterka fjárhagslega hagsmuni þar um.

Afstaða hans virðist einfaldlega tengjast hans persónulegu hagsmunum, m.ö.o. sem eigandi verulegs hluta í einu slíku fyrirtæki - þá hafi hann verið andvígur kolefnis-skatti - hækkunum skatta á fyrirtæki alfarið og að sjálfsögðu fyrirfram ljóst, hann mundi ekki samþykkja - fyrir-hugað bann við notkun kola fyrir 2030.

Will Joe Manchin Save Voting Rights?

  • Ástæða þess Manchin hafi getað beitt niðurskurði á fyrirhugað - loftslagsprógramm Biden, og þar fyrir utan einnig á fyrirhugaðan félagsmála-pakka Bidens.
  • Sé einfaldlega að -- sérhver þingmaður Demókrata í Öldungadeild Bandaríkjaþings, hafi neitunarvald.
    Stafar af því að hafa einungis meirihluta upp á einn.
    Manchin hafi því haft tækifæri til að -- hafna því sem hann ekki vill.
    Og hefur sannarlega ekki látið sitt ljós skýna.

En þessi staða í Bandaríkjunum, sýni hversu vonlítil staða aðgerða gegn loftslagsvá sé!
Má sennilega fyllyrða með 100% öryggi, engin möguleiki sé til að ná 1,5°C markmiði.
Að auki séu líkur á að 2°C markmið sé sennilega hæpið!

Pact to end coal use undermined as US fails to sign

The world’s top-three coal consumers in China, India and US,representing 72 per cent of global emissions from coal-fired power, did not sign ...

IEA warns Paris climate target at risk as US and China shun coal pact

Without addressing this problem, the chances to reach our 1.5C target is close to zero, -- Fatih Birol  said.

Augljóslega, er lönd sem standa fyrir 2/3 af kolanotkun, taka ekki þátt í samkomulagi.
Þá er vart hægt annað en að líta það samkomulag, marklítið plagg.

  1. Ég saka ekki Biden persónulega um svik.
  2. Það hefði verið án tilgangs fyrir hann að skrifa undir.
    Í fullri vitneskju þess að ómögulegt væri fyrir hann að framfylgja samkomulaginu í nokkru hinu einasta atriði.
  3. Eiginlega í því ljósi -- hefði verið óheiðarlegt af honum, að skrifa undir.

 

Niðurstaða

Það að litlar líkur séu líklega á að bundinn verði endir á kolanotkun í stórfelldum mæli fyrir 2040 eða jafnvel fyrir 2050 - eða jafnvel enn síðara ártal. Líklega bendi til þess að líkur þess að ná fram 2°C markmiði séu hverfandi, samtímis og 1,5°C markmið sé sennilega nú einungis draumsýn.
Mannkyn gæti verið að stefna á 3°C. Jafnvel enn hærra!

En Bandaríkin eru ekki eina landið þ.s. pólitískt erfitt gæti reynst að ná markmiðum fram, sérstaklega er engin leið verður að forða því -- ef markmið eiga að nást, að hár kostnaður falli á borgara hvers lands.

Þ.e. auðvelt að lýsa sig sammála, meðan það kostar viðkomandi nær ekki neitt.
En, þegar maður t.d. skoðar ummæli í fréttamiðlum frá Bandaríkjunum er rætt er við almenna borgara - í kjölfar nýlega afstaðinna kosninga á svæðum innan Bandaríkjanna.
--Skýn í gegn, andstaða við sérhverjar kostnaðar-hækkanir - hvort sem það eru gjöld eða skattar; m.ö.o. almenningur vill -- kostnaður sé enginn.

New Jersey’s suburban voters provide ‘wake-up call’ in Democrats’ slim victory

You’re going to bring that up to me when I have to pay $1.50 more to fill my thousand-gallon home heating oil tank? -- That’s $1,500!

Veruleg óánægja sé með nýlegar eldsneytis-hækkanir, þó þær í engu tengist ákvörðunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna! Vart þart að spyrja um viðhorf viðkomandi, gagnvart hugsanlegum -- kolefnis-gjöldum, þar ofan á.

Sem sagt, almenningur sé ekki tilbúinn - að borga neitt aukalega.
Hvorki með gjöldum né sköttum.
Meðan svo er, þá er nær engin von til þess -- að pólitíkin taki verulega aðra afstöðu, en þá að tala um aðgerðir - í cirka besta falli - en síðan gera nær ekki neitt.

Eftir allt saman vilja menn vera endurkjörnir.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband