Bloggfærslur mánaðarins, október 2021

Geimvopnakapphlaup að hefjast milli Kína og Bandaríkjanna? Prófanir Kína á hugsanlegu geimvopni vekja athygli - á sama tíma eru Bandaríkin að þróa nýja kynslóð ofurhraðskreiðra eldflauga!

Kína virðist fyrir nokkrum dögum hafa prófað - farartæki er skv. upplýsingum var skotið upp af eldflaug sem hönnuð er til að skjóta kjarnaorkuvopnum.

  1. Farartækið sjálft virðist hafa verið vængjað - radar virðist hafa náð því á ca. Mac 5 uppi í efri hluta lofthjúps Jarðar; farartækið verið fært um að gera breytingar á stefnu.
  2. Það sé ekki síst, færni þess að breyta um stefnu, taka beygjur, er vakti athygli.
    Vegna þess, að sambærileg farartæki, séu yfirleitt -- ekki fær um snöggar beygjur.
    Sem er rökrétt, því kraftarnir sem farartæki þarf að glíma við á slíkum hraða - ef teknar eru beygjur, eru gríðarlegir.
    --Líklega eru þyngdar-kraftar vegna miðflótta-afls slíkir í beygjum á þeim hraða.
    --Að enginn líkami gæti lyfað þá krafta af.
  3. Punkturinn í áhuganum á beygju-færni þess er sá:
    Að farartæki með slíka beygjufærni.
    Ætti að geta komist hjá að vera skotið niður af ABM-eldflaugum.

Engnn veit hvort að kínverska farartækið er eiginlegt vopn.
En augljóslega hefur það - möguleika sem vopn.

Samtímis eru Bandaríkin að þróa ofurhraðskreiðar stýriflaugar:
DARPA’s HAWC scramjet missile completes first free flight test

Í þessari frétt frá 28. sept. sl. er sagt frá velheppnuðu prófi á SCRAM-stýriflaug.
SCRAM-Jet (Supersonic-Ramjet)er Ramjet er getur virkað á ofurhljóðhraða.
Þ.e. á bilinu Mac 5 - 10. 

Það er skv. þeirri frétt útlit fyrir að Bandaríkjunum takist að taka í notkun innan nokkurra ára, stýriflaug er getur viðhaldið hraða -- yfir MAC 5. 

Hvaða kosti hefur SCRAM-jet flaug umram kínverska vopnið?
Gallinn við kínverska vopnið, ef maður gerir ráð fyrir að - um vopn sé að ræða. Að farartækið þó það sé skotið upp af stórri eldflaug. Þá er það þaðan í frá er flaugin hefur lokið sínu hlutverki - einungis hraðskreið sviffluga.

  1. Á MAC 5 líklega missi það orku fremur hratt, hafi því takmarkaðan tíma.
  2. Eiginlega vart mikið meira, en lyprara form af warhead

Hinn bóginn sé aðferðin við að koma því á loft -- afar sýnileg. 
Þ.s. skotið upp lóðrétt! 
--Síðan eftir að farartækið er laust, sést það á radar.

  • Án knýs, minnkar bæði hraði og flughæð stöðugt - fremur hratt.
    Líklega sé þetta farartæki með litla vængi, sbr. MAC 5 svif í lofthjúp.
    --Sennilegast líkist það, lítilli geimskutlu.

SCRAM-jet stýriflaugin sé án vafa hönnuð til að vera skotin upp af öllu er Bandar. eiga!

  1. Flugvélum.
  2. Kafbátum.
  3. Skipum.
  4. Land-farartækjum.

Slík flaug jafnvel þó hún hefði ekki -torséðna- hönnun.
Væri samt skotið upp - með síður sýnilegri aðferð.

  1. Sviffluga þó hún hafi verið á MAC 5 á einhverjum punkti, væri á sífellt minnkandi hraða -- þannig líklega mun minni ferð er dregur nær skotmarki.
    **Sem líklega þíði, ekki sé ofur-erfitt að skjóta það í tætlur.
  2. Meðan SCRAM-flaugin með sífelldan kný, mundi halda hraða sínum alla leið að skotmarki.
    **Er væntanlega gerir niðurskot af vörnum - erfiðara.

Rétt að taka fram, að kínverska farartækið er ekki algerlega ný tækni!
Bandaríkin flugu svokallaðri geimskutlu á 9. áratugnum.
Bandaríski herinn á einnig sína eigin geimskutlu, X37B.

  1. Geimskutlan hafi verið smíðuð til að flytja fólk, því aldrei verið hönnuð til að taka -- beygjur á ofurhljóðhraða. X37B virðist hafa verið hannað með hámarks burð í huga, því ekki verið hannað til að taka -- krappar beygjur á ofurhljóðhraða.
  2. Kínverska faratækið/vopnið virðist hannað til slíks -- það þíði ekki að Bandar. hefðu ekki getað -- ákveðið að hanna inn þann styrk í t.d. X37B að það gæti þolað snöggar beygjur á MAX 5.
    Hinn bóginn, þíddi það - að það væri væntanlega strúktúr þyngra, því minni flutnings-geta. X37B virðist hannað til að sækja gerfihnött upp á sporbaug, til að flytja hann síðan niður aftur. Það farartæki sé ómannað - róbótískt.
    Punkturinn sé sá, að þröngar beygjur þær er kínv. farartækið tók.
    Líklega útiloki mannaðar ferðir, því mannlegur líkami þoli ekki það mikið -- G. 
    Og að auki, væntanlega bendi það einnig til þess að - áhersla hafi ekki verið á flutnings-getu, sbr. þörf fyrir sterkan strúktúr minnki burðargetu.
    --Það bendi til þess að líklegast sé um vopn að ræða.

Í megindráttum sé Kína að endurtaka tækni er Bandaríkin voru búin að þróa fyrir 40 árum!
Það að kínverska farartækið sé með þeirri færni að taka krappar beygjur á svo mikilli ferð - er bendi til strúktúrstyrks er líklega takmarki burðaþol, bendi til að líklega sé hlutverk kínverska faratækisins einungis það að vera -- vopn.
Ég held að það sé fátt sem bendi til að Kína sé nærri því að endurtaka SCRAM-tækni Bandar.

 

Niðurstaða

Mér virðist ef maður ber saman nýlegar tilraunir Kína - við tækni-tilraunir Bandaríkjanna. Að Bandaríkin séu enn með umtalsvert geim-tækni-forskot á Kína.
Tilrauna-flug Kína nýlega, virðist hafa verið á einhvers konar - ómannaðri geimskutlu. 
Að hafa hana ómannaða, hafi gert Kína fært að -- hanna inn styrk, svo unnt sé að taka óvenju þröngar beygjur á MAC 5 - skv. því er virðist hafa sést á radar.
--Það sé líklega útilokað að það faratæki geti verið mannað, vegna þess hve miðflótta afl mundi verða mikið innan-borðs í slíku faratæki, langt umfram þ.s. mannlegur líkami geti líklega þolað.

Á sama tíma séu Bandaríkin líklega nálægt því að taka í notkun ofurhraðskreiða Supersonic Ramjet flaug eða SCRAM flaug, er væri ný kynslóð stýriflauga Bandaríkjahers.
Er hefðu færni til flugs í lofthjúp á bilinu MAC 5 - MAC 10.

Ég hugsa að slík stýriflaug sé mun hættulegra vopn.
En lítil geimskutla sem einungis geti svifið í átt að skotmarki.

  • Þó Kína sé að minnka tæknibilið, sé greinilega enn verulegt bil á milli.

 

Kv.


Í fullri kaldhæðni eru Asíulönd einmitt líklegri en ella að styðjast við Bandaríkin, gegn Kína -- vegna fyrri ófara Bandaríkjanna í stríðum! Ef eitthvað auki Afganistan málið þá sannfæringu

Ástæða þess að ég tel að - fyrri ófarir Bandaríkjanna, hafi alls ekki þau áhrif að sannfæra Asíulönd að leita frekar til Kína um stuðning eða bandalög, en til Bandaríkjanna!
Er sú, að ófarir Bandaríkjanna sýna fram á -- veikleika þeirra.
Kannski finnst einhverjum það öfug-snúið, að veikleiki þeirra auki líkur á bandalögum!
--En það er einmitt hvað ég tel sennilegast rétt vera!

  1. Málið er að - mig grunar að Asíulönd velji frekar að styðjast við Bandaríkin.
    M.a. því þau telja sig, þekkja veikleika Bandaríkjanna.
    Og þar með þeirra takmörk.
  2. Þá meina ég, að í allra versta falli - eru þau laus við Bandaríkin innan fárra áratuga.
    Ef í það versta færi, og Bandaríkin gerðu tilraun til að leggja eitthvað þeirra undir sig.
    Bandaríkin hafa sýnt fram á, að þeirra úthald er takmarkað.
    Þ.e. hvað ég meina, m.ö.o. að áhætta við að halla sér að Bandaríkjunum sé minni.
  3. Hinn bóginn, grunar mig að þau muni óttast. Að úthald Kína væri miklu mun meira.
    Ef í það versta færi að Kína leitaðist við að leggja þau undir sig.
    Þá væri miklu erfiðara að vera laus undan Kína.

Rétt að benda fólki á, öll löndin er eiga landamæri að Kína.
Hafa einhvern-tíma verið innan landamæra Kína!

Sögulega séð, ef horft er á lengra tímabil en sl. 200 ár.
Hafa landamæri Kína nær alltaf færst út, á kostnað granna Kína.
--Þegar Kína hefur verið sterkt.

Sannarlega hefur Kína ekki ráðist með hernaði þannig verulegt manntjón hljótist af, síðan Kína gerði tilraun til innrásar í Víetnam -- 1979.
Það var 2020 árekstur á landamærum milli Kína og Indlands þ.s. nokkrir tugir létust.
--Indland vill meina Kína eigi upptökin þar.

  1. Hinn bóginn held ég, að hröð uppbygging Kína á Suður-Kína-Hafi, sé að endurvekja gamlan ótta meðal granna Kína.
    Það er ekki langt síðan, Víetnam óskaði eftir við Bandar. að fá að kaupa vopn frá Bandar.
    --Samþykki þess var veitt í forsetatíð Donalds Trump.
    Þetta vakti athygli, því forsaga samskipta Bandar. er afar blóðug við Víetnam.
  2. Nam er eitt þeirra landa, sem á baksögu þess að hafa einhvern-tíma verið innan landamæra Kína. Stjórnvöld þar eru án vafa þeirrar skoðunar, að mikil uppbygging á Suður-Kína-Hafi sé ógn við þeirra land.
    --Það virðist -signal- til Bandaríkjanna og Kína, að stjórnvöld í Nam séu að alvarlega að íhuga að leggjast að Bandaríkjunum, haldi sú hraða uppbygging áfram.

Kortið sýnir svæði mismunandi ríki telja sig eiga rétt til!
Rauða brota-línan er svæðið er nær yfir næsta gervallt hafsvæðið Kína telur sig eiga!

Asia's new battleground: the South China Sea and the Future of Global Order  – Aspenia Online

Kína hefur greinilega ákveðið að -- taka svæðið með frekju, skv. rétti hins sterka.
Og lætur svo að réttur hinna landanna sé, alls enginn.
Réttur Kína hafinn yfir allan vafa!

  • Á kortið eru merkt inn, nokkrar manngerðar eyjar þ.s. Kína rekur nú herstöðvar.

Sést vel á kortinu, af hverju Tævan er lykilatriði!
En ef Kína ræður Tævan, þá væri floti Kína með öruggt aðgengi að Kyrrahafi.

  1. Stóra hagsmunamálið fyrir Bandar. - er að tryggja að floti Kína þurfi áfram að fara um girðingu - þ.s. vinveitt lönd Bandaríkjanna ráða.
  2. Meðan að ef Kína - næði Tævan - væri sú girðing rofin.

Floti Kína er nú orðinn, nærri eins stór og floti Bandaríkjanna!
Því eru hagsmunir í húfi fyrir Bandar. orðnir all verulegir.
Sem má leiða að líkum, að skýri vaxandi hita í málum tengt Tævan sl. misseri.
--Kína vill ná Tævan, Bandaríkin vilja - halda í Tævan.

  • Á sama tíma, hefur Tævan þróast yfir í full-þróað lýðræðisríki, sl. ár.
  • Samhliða þeirri þróun, hefur Kína - þróast frekar í einræðis-átt.
    Stjórn Xi í Kína, er greinilega með harðlínu einræðis-hegðan.

Það er ekki síst, stefna Xi - þ.s. ítrustu harðlínu er beitt í öllum deilum.
Kína er afar móðgunar-gjarnt, þolir ekki minnstu gagnrýni - alltaf tekið afar illa.
--Samtímis og afar hröð uppbygging herafla er enn á fullu stými.

Það er samhengið, augljós harðlína í hegðan og nálgun.
Samtímis og hröð hernaðaruppbygging heldur áfram!
--Sem magnar ónot grannlanda gagnvart Kína.

  • Og virðist augljóslega þrýsta grönnum Kína, í átt til Bandaríkjanna!

Vaxandi grunar mig að - löndin líti á Bandaríkin.
Sem klárlega - the lesser evil!
Þetta snúist um það, þau í vaxandi mæli óttist Bandaríkin síður.
Þar um í kaldhæðni örlaga spili fyrri ófarir Bandaríkjanna rullu.
--Einmitt um það að þau óttist Bandar. síður.

 

Niðurstaða

Mig grunar að ef maður mælir styrk landa með hugtakinu -- staying power -- þá sé Kína með sinn gríðarmikla mannfjölda klárlega sterkari aðilinn en Bandaríkin. Hugtakið vísi til, getu lands til að búa við mannfall í hugsanlegum átökum, og halda áfram að taka það mannfall.
--Kína er fjölmennara en samanlagður mannfjöldi allra landa er eiga landamæri að Kína.

Þessi miklu mannfjöldi setur Kína í algera sérstöðu meðal - hátækniþjóða.
Og meðal meiriháttar hervelda!

Ég tel það fullvíst, að mat þjóða annarra en Kína í Asíu, sé líklega það.
Að Bandaríkin séu þeim sjálfum, síður hættuleg!

Vegna þess, að líklega ef til þess komi - hafi Kína miklu meira - staying power.
Áratugur eða tveir - gæti þess í stað orðið að einum eða tveim öldum.

  • Sannanir fyrir slíkri niðurstöðu, sé auðvitað að leita í þeim stríðum sem Bandar. hafa yfirgefið -- þjóðirnar líklega telji sig þekkja takmörk Bandaríkjanna.
    Þar með, meti bandalag við þau -- síður áhættu-samt.
  • Þar fyrir utan, er ég á því - því meir sem Xi Jinping þrýstir á mál á svæðinu.
    Því hræddari verði grannþjóðir Kína, gagnvart Kína.
    Og þar með, því líklegri að halla sér að Bandaríkjunum.

Eins og ég segi að ofan, tel ég nýlegar ófarir í Afganistan, styðja enn frekar við þ.s. mig grunar sterklega að sé -- líkleg afstaða flestra grannþjóða Kína.

 

Kv.


Aðgerð Póllands lísa eigin lög lögum ESB æðri, virðist ógna prinsippinu um yfirþjóðlegt vald -- því hugsanlega tilvist ESB! ESB verði líklega fara í afar hart gegn Póllandi á næstunni!

Þeir sem vita eitthvað um ESB, vita að ESB er yfirþjóðleg stofnun -- það nefnast stofnanir í fjölþjóðlegu- eða alþjóðlegu samhengi; sem geta sett reglur eða lög sem þær þjóðir er tilheyra þeim stofnunum - hafa fyrirfram skuldbundið sig til að hlíða.

  1. Í aðildarsamningum að ESB, er sú yfirþjóðlega skuldbinding framkvæmd.
    Það er einmitt vegna þess, að skuldbindingin er yfirþjóðleg.
    Sem krafa er að samningur sé samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu.
  2. Til þess einmitt, að ekki sé hægt síðar meir að halda því fram.
    Að sú gerð hafi með einhverjum hætti verið þvinguð fram.
    Sé þar með -- ósanngjörn.
  • Að Pólskur dómstóll hafi líst -- lög Póllands æðri lögum ESB.
  • Er einfaldlega stríðs-yfirlýsing, a.m.k. í lagalegu samhengi.

Það er einkar áhugavert, ekki síst í því ljósi -- að Pólland sannarlega samþykkti hið yfirþjóðlega fyrirkomulag á sínum tíma; og meirihluti Pólverja einnig studdi aðildarsamninginn á sínum tíma.
--Hinn bóginn er ríkisstjórn svokallaðs -- Laga og Réttlætisflokks, afar þjóðernis-sinnuð.

Deilan við ESB - snýst ekki síst um - hvernig L&R hreinsaði - pólska dómstóla.
Flest bendir til að - L&R - hafi fyllt pólska dómstól af einstaklingum, hlyðhollir sinni afstöðu.
--M.ö.o. þjóðernis-stefnu.

  1. Lög í Póllandi, er heimila stjórnvöldum að reka dómara.
  2. Eru talin brjóta gegn - prinsippinu um aðskilnað réttarfars og framkvæmda-valds.
  • En grunn-hugmyndin um sjálfstæði dómstóla.
  • Er til þess, að gera þá a.m.k. tiltölulega hlutlausa og einnig tiltölulega ópólitíska.

--Ef stjórnvöld geta að vild rekið dómara sem þeim líkar ekki við.
Er erfitt að sjá hvernig slíkur dómstóll er þá ekki orðinn - pólitískur, m.ö.o. hlutdrægur.

  1. Laga og Réttlætisflokkurinn, fullyrti á móti, að hreinsun í dómskerfinu væri nauðsynleg, þar eð að þeirra mati - væri dómskerfið fullt af -kommúnistum.-
  2. Ég ætla ekki að fella mat á hvort - viðkomandi hafi verið -kommúnistar- en það á til að gerast að mjög eindregnir hægrimenn kalli venjulegt vinstrifólk kommúnista.
    Það þar jafnvel ekki vera að þeir hafi verið -vinstri- nema í þeim skilningi, vinstra megin við Laga og Réttlætis.

M.ö.o. ákvörðunin getur einfaldlega hafa þítt.
Að þeir töldu dómstólana - sína pólit. andstæðinga.
En þá er hreinsunin - að sjálfsögðu hrein og tær pólitísk aðgerð.
Dómstólar verða að sjálfsögðu ekki hlutlausari við það - að einn flokkur hreinsi alla út þá sem þeim líkar ekki við, síðan setji einungis þá sem þeim líkar við.

 

En hversu langt getur ESB gengið? Gagnvart Póllandi?
Skv. fregnum stendur til að setja -- dagsektir á Pólland.
Ég veit ekki hver upphæð per dag mundi vera.
--En mat Framkvæmdastjórnar skv. fregn að líklega þvingi sú aðgerð pólsk stjórnvöld til að semja við stofnanir ESB.

  • Skv. því eru það líklega ekki túskildingar per dag.

Þar fyrir utan eru til staðar ákvæði er heimila stofnunum ESB að -- stöðva greiðslur til Póllands út úr styrkjakerfi ESB.
--Þó ekki í tilviki styrkja til landbúnaðarmála -- en aðra styrki t.d. til framkvæmda.

Að auki, geta stofnanir ESB hindrað að Pólland fái lán frá Þróunar-banka ESB -- jafnvel látið lán falla á gjalddaga þ.e. hafnað að þau séu endurnýjuð.
--Heimtað greiðslu strax.

En ESB getur gengið miklu lengra en þetta: 7gr. Sáttmálans um Evrópusambandið!

  1. On a reasoned proposal by one third of the Member States, by the European Parliament or by the European Commission, the Council, acting by a majority of four fifths of its members after obtaining the consent of the European Parliament, may determine that there is a clear risk of a serious breach by a Member State of the values referred to in Article 2. Before making such a determination, the Council shall hear the Member State in question and may address recommendations to it, acting in accordance with the same procedure.  The Council shall regularly verify that the grounds on which such a determination was made continue to apply.
  2. The European Council, acting by unanimity on a proposal by one third of the Member States or by the Commission and after obtaining the consent of the European Parliament, may determine the existence of a serious and persistent breach by a Member State of the values referred to in Article 2, after inviting the Member State in question to submit its observations.
  3. Where a determination under paragraph 2 has been made, the Council, acting by a qualified majority, may decide to suspend certain of the rights deriving from the application of the Treaties to the Member State in question, including the voting rights of the representative of the government of that Member State in the Council. In doing so, the Council shall take into account the possible consequences of such a suspension on the rights and obligations of natural and legal persons.  The obligations of the Member State in question under the Treaties shall in any case continue to be binding on that State.
  4. The Council, acting by a qualified majority, may decide subsequently to vary or revoke measures taken under paragraph 3 in response to changes in the situation which led to their being imposed.
  5. The voting arrangements applying to the European Parliament, the European Council and the Council for the purposes of this Article are laid down in Article 354 of the Treaty on the Functioning of the European Union.

Þessi ákvæði hafa verið til staðar -- alla tíð síðan 1999 Maastricht sáttmála.
En hingað til aldrei verið beitt.
--Svokallað Evrópuþing, heimtar nú að beiting þeirra verði hafin.

  1. Skv. því sem fram kemur:
    Er hægt að svipta aðildarland atkvæða-rétti í Ráðherra-ráðinu.
    Sem er lykil-stofnun um nýjar ákvarðanir innan ESB.
  2. Sú svipting standi einungis yfir - svo lengi sem Ráðherra-ráðið telur aðildarland vísvitandi brjóta sáttmála ESB.

Rétt að taka fram, ekki er hægt að reka aðildarland úr ESB.
En stofnanir ESB geta gert landi lífið leitt með margvíslegum hætti.
--Er viðkomandi aðildarland, brýtur með vísvitandi hætti reglur sambandsins.

  • Fram til þessa, virðist mikil tregða til að beita þessum hörðustu viðurlögum.
  • Þ.s. auðvitað Ráðherra-ráðið þart að taka ákvörðun.
    Þá auðvitað, beita lönd sem hugsanlega yrðu beitt þvingunum.
    Öllum þeim klækjum sem þau geta, ekki síst að safna liði innan Sambandsins.
  • Ef þau geta hindrað nægan meirihluta, svokallaðan - qualified majority.
    Geta þau hindrað aðgerðina.

En kannski kemur nú að því að í fyrsta sinn verði þessu valdatæki ESB beitt.
Þ.s. að vart er hægt að reka fingurinn skýrar fram gegn ESB!
--En lísa lög Póllands lögum ESB æðri.

  1. Skv. því, fullyrt að Pólland sé í fullum rétti að hundsa ákvæði laga ESB, ef þau stangast á við -- samþykkt lög af hálfu ríkisstjórnar Póllands.
  2. En ef Pólland kemst upp með þetta!
    --Væri sjálft prinsippið um yfir-þjóðlegt vald, hrunið.
    Þar með vald þ.s. stofnanir ESB hafa haft, gufað upp.

Ég get því ekki séð hvernig ESB getur annað en beitt nú héðan í frá -- stigmagnandi þvingunum!
Málið sé, að þetta sé líklega hvorki meira né minna en spurning um tilvist ESB.
ESB verði að svínbeygja Pólland -- annað sé það líklega hrunið.

En ef Pólland kæmist upp með að hundsa stofnanir ESB að vild.
Þá þíddi það einnig að önnur lönd fljótt gerðu það sama!
Þá að sjálfsögðu rekur fljótt klúbbinn í ótal áttir.
--Regluverkið mundi þá flosna upp, því engin leið væri þá að framfylgja því.

  • Þetta sé m.ö.o. eins og ég sagði -- eiginlega stríðsyfirlýsing gegn ESB.
    Af hálfu Laga og Réttlætisflokksins.

Það áhugaverða er að sá flokkur segist ekki ætla að segja Pólland úr ESB.
Enda nýtur aðild Póllands milli 70-80% fylgis almennings í Póllandi.
--Hinn bóginn, ef Pólland brýtur ESB sjálft - þá þarf ekki að segja sig úr, ef stofnunin sjálf flosnar upp.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með stríði Póllands og stofnana ESB -- en vart sé unnt að kalla það minna en -stríð- úr því sem komið sé. En það að stjórnlaga-dómstóll Póllands, skipaður fólki sem - Laga og Réttlætisflokkurinn hafi skipað þar; hafi skilgreint lög Póllands æðri lögum ESB.
Geti vart annað en kallast - stríðs-yfirlýsing gagnvart þeim stofnunum.

  1. Eins og ég bendi á, ef Pólland kæmist upp með að -- hundsa lög og reglu, kalla eigin lög þeim æðri - hafna lagabreytingum að vild.
    Eða að Pólland kæmist upp að, afnema einhliða lög ESB innan Póllands.
  2. Þá væri sjálft prinsippið um yfirþjóðlegt vald ESB og stofnana þess hrunið.
    --Þetta er alveg sami hluturinn, að t.d. Alþingi ver rétt sinn til að setja lög á Íslandi, í gegnum dómstóla og lögreglu -- sveitafélög á Íslandi og aðrir aðilar, verða að hlíða lögum Alþingis.
    --Aðilar eru miskunnarlaust dregnir fyrir lög og dóm, ef þeir vísvitandi brjóta lög.
    Mönnum - aðilum - sveitafélögum og hópum, sé ekki heimilt að hundsa lög að vild.
  3. Ef menn komast upp mað að hundsa lög að vild.
    Yrðu lög landsins hrunin - og ríkisvaldið er byggir á þeim lagagrunni það einnig.
    Ég meina það því algerlega, að Pólland vegur þarna að sjálfri tilvist ESB.

Stofnanir ESB verða því klárlega að beita öllum þeim úrræðum sem til eru.
--Ég er ekki handviss að listi minn sé algerlega tæmandi.

En ESB getur beitt verulega óþægilegum úrræðum skv. þeim lista.
En þó getur ESB ekki formlega rekið land úr sambandinu.
--Ég geri ráð fyrir því að ESB muni beita Pólland stigmagnandi úrræðum.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband