Bloggfærslur mánaðarins, september 2020
Trump virðist hafa gert þá reginskyssu - að gerast persónulega ábyrgur fyrir skuldum yfir 400 milljón Dollurum; það auðvitað þíðir, ef greiðslu-geta Trumps bilar þá geta eigendur krafna gengið beint að persónulegum eignum Trumps.
--Ég er ekki viss, að ef hann næði endurkjöri sem forseti, að staða hans sem forseti mundi verja hann slíkri atlögu -- eiginlega grunar mig að hann gæti ekki beitt reglum um lögvernd forseta, til að verjast atlögu að persónulegum eignum, í kjölfar persónulegs gjalþrots!
- 300 milljón af þessu láni, gjaldfellur innan 4-ára, skv. ákvæðum ber þá að greiða þá upphæð.
--Tæknilega gæti Trump slegið lán í staðinn!
--En hver mundi lána? - Þarna liggur augljós gríðarleg spillingarhætta, en ef Trump væri áfram forseti -- getur enginn vafi legið um hann mundi beita öllum klækjum, til að fá einhvers staðar að fé, eða lán -- svo hann gæti forðast persónulegt þrot.
--Freystingin væri augljós, að beita embætti forseta - til að makka fyrir sína persónulegu fjárhagslegu stöðu, bjóða aðilum -- greiða í nafni embættisins, er væru það verðmætir, að þeir væru til í á móti að koma fjárhag forsetans til bjargar.
- Ef hann tapar aftur á móti 9. nóv. nk. -- gætu öll sund verið lokuð.
Heimild: Long-Concealed Records Show Trumps Chronic Losses and Years of Tax Avoidance.
In 2012, he took out a $100 million mortgage on the commercial space in Trump Tower. He took nearly the entire amount as a payout, his tax records show.
Skv. gögnum notaði Trump þetta fé, til að borga vexti af lánunum.
Þær 100 millur hvíla þó á Trump-turni, og þarf að greiða upp 2022.
In 2013, he withdrew $95.8 million from his Vornado partnership account.
Það fé virðist einnig hafa verið notað af Trump - til að standa straum af vaxtagjöldum.
Áfram heldur Trump að selja eignir næstu árin - til að borga vaxtagjöld.
And in January 2014, he sold $98 million in stocks and bonds, his biggest single month of sales in at least the last two decades. He sold $54 million more in stocks and bonds in 2015, and $68.2 million in 2016.
Skv. því gekk Trump á lausa-eignir -- á lítið eftir af þeim nú.
His financial disclosure released in July showed that he had as little as $873,000 in securities left to sell.
OK, kannski ekki -- pínulítil upphæð, en greinilega hvergi næg miðað við kostnaðinn per árin á undan, til að halda áfram að greiða vaxtagjöld.
Mr. Trumps businesses reported cash on hand of $34.7 million in 2018, down 40 percent from five years earlier.
Skv. því er hann farinn að ganga á -- eigið fjármagn, til að halda sér á floti.
Það sem eftir er saman-lagt af fljótt seljanlegum lausa-eignum, og eiginlegu fé!
--Klárlega er skv. því hvergi nærri nóg.
Tekjur á móti -- hverjar eru þær?
The Apprentice, along with the licensing and endorsement deals that flowed from his expanding celebrity, brought Mr. Trump a total of $427.4 million ...
--Þar fyrir utan, vitað hann fékk rúmlega 400 millj. í arf frá föður sínum.
Three pages of his 1995 returns, mailed anonymously to The Times during the 2016 campaign, showed that Mr. Trump had declared losses of $915.7 million, giving him a tax deduction that could have allowed him to avoid federal income taxes for almost two decades.
Þessi tap-upphæð kvá hafa verið sú stærsta sem nokkur einstaklingur í Bandar. hafði tilkynnt í fjölda ára -- líklega fauk föðurarfurinn stórum hluta í spilavístir-martröðina hans Trumps.
Hann hefur líklega tapað föðurarf sínum stórum hluta í röð stórra gjaldþrota -- 6 alls talsins.
--Sennilega sé því grunnur auðæfa hans seinni árin -- gróðinn af Apprentice, og ásamt gróða af tveim raunverulega vel heppnuðum byggingum.
- Mr. Trumps net income from his fame his 50 percent share of The Apprentice, together with the riches showered upon him by the scores of suitors paying to use his name totaled $427.4 million through 2018.
- A further $176.5 million in profit came to him through his investment in two highly successful office buildings.
Síðan kemur þar á móti, stöðugur taprekstur fyrirtækja Trumps!
Trump National Doral, near Miami. Mr. Trump bought the resort for $150 million in 2012; through 2018, his losses have totaled $162.3 million. He has pumped $213 million of fresh cash into Doral, tax records show, and has a $125 million mortgage balance coming due in three years.
Ekki hægt að sjá betur en að þessi fjárfesting skili honum stórfelldu tapi.
His three courses in Europe two in Scotland and one in Ireland have reported a combined $63.6 million in losses. -- -- Over all, since 2000, Mr. Trump has reported losses of $315.6 million at the golf courses that are his prized possessions.
Þetta er afar myndarlegur taprekstur!
For all of its Trumpworld allure, his Washington hotel, opened in 2016, has not fared much better. Its tax records show losses through 2018 of $55.5 million.
Hótelið fræga er þá ekki að hjálpa til heldur.
And Trump Corporation, a real estate services company, has reported losing $134 million since 2000.
Jamm, fjárfestingar í fasteignum almennt -- hafa skilað tapi hjá honum síðan 2000.
Mr. Trump personally bankrolled the losses year after year, marking his cash infusions as a loan with an ever-increasing balance, his tax records show. In 2016, he gave up on getting paid back and turned the loan into a cash contribution.
Hann hefur með öðrum orðum -- látið tapið ganga á sína persónulegu peninga-sjóði.
He declared the first $28.2 million in 2014.
Hann þurfti að greiða bandar. skattinum -- 5 greiðslur ca. að þessu andvirði, vegna þess að skatturinn leit svo á að 287 milljónir í lán - Trump hafði tekist fá felld niður, væri þar með form af tekjum Trump yrði að borga af skatt.
- Spurning hvort Trump þarf að borga skattinum -- 72,6 milljónir með vöxtum!
- En deilur við bandar. skattinn standa yfir -- geta endað í mála-ferlum.
Skatturinn vill að Trump borgi þá upphæð, með vöxtum a.m.k. 100 millj.
--Það komi til af því, Trump hafði tekist að fá fram endurgreiðslu frá skattinum -- síðan hafi skatturin hafið innri rannsókn á bak-greiðslunni til Trumps, komist að þeirri niðurstöðu - Trump hefði ekki átt að fá þá greiðslu.
Trump auðvitað berst um hæl og hnakka gegn því -- að greiða e-h um 100 millj.
--Ofan á allt tap, og skuldir sem hann ber -- munar auðvitað um þetta.
Trump fullyrðir, að frásagnir sl. daga séu - fake news!
Bendi á móti, Trump getur þá hæglega -- birt sitt skatta-uppgjör.
Ef frásagnirnar eru lygar eins og hann og talsmenn staðhæfa!
--Ætti uppgjörið sanna hans mál.
- Klárlega er það honum í hag að birta uppgjörið nú sem fyrst.
Ef sannleikurinn er sá -- þetta sé allt - fake news. - Eftir allt saman, eru líkur á því að upplýsingarnar skaði stöðu Trumps.
En þær virðast sýna -- Trump sé langt frá því að vera milljarðamæringur.
--Sem hann hefur þó staðhæft hann sé við marg ítrekuð tilefni. - Þar fyrir utan, borgaði hann enga persónulega tekju-skatta í 11. ár.
Ef marka má upplýsingarnar.
Skv. reglum að það má nota gamalt tap, á móti skattgreiðslum.
--En einhverjum kjósendum kann að renna í skap. - Síðan auðvitað, virðast upplýsingarnar sína fram á að: Það getur vel verið, að heildar-skuldir Trumps séu nú meira virði, en heildar-eignir og annað fé er hann á.
--M.ö.o. það getur verið hans nettó eignastaða sé neikvæð.
Hann sé ekki einu sinni -- milljóna mæringur. - Ef frásögnin um stöðu hans er rétt.
Lítur hún einmitt þannig út.
--Að Trump geti staðið frammi fyrir gjaldþroti innan 4-ára. - Það varpar fram nýrri spurningu um hæfi Trumps sem forseta.
En mörg opinber störf - eru sjálkrafa útilokuð þeim, sem glíma við skuldakröggur.
--T.d. dómara-störf, það að vera endurskoðandi, það að vera lögreglustjóri - o.s.frv.
Það sé klárlega áhættu-söm staða, að hafa einstakling í stöðu forseta.
Sem glími við þetta alvarlega fjárhagslega stöðu.
--Vegna þeirrar óskaplegu freystingar sem því fylgi, þ.s. sá einstaklingur er þá í þeirri stöðu, að geta líklega beitt embættinu fyrir sig -- til að losa sig úr skulda-snörunni.
Það mundi þá gerast með einhvers-konar spilltu samkomulagi við - auðugan einstakling, eða auðugt fyrirtæki - eða jafnvel erlenda ríkisstjórn.
--Sem fæli í sér, persónulegan ágóða nægilega digran fyrir Trump - að hann mundi geta náð endum saman.
En hvað mundi Trump gefa á móti - hver væri kostnaðurinn fyrir þjóðarbúið af því?
En til þess að aðili fengist til verks - yrði rökrétt gróði þess, vera umtalsvert meiri en sú upphæð er Trump fengi sér til handa til að redda sér.
--Mér virðist Trump ekki vera sú persónutýpa -- er mundi standast slíkar freystingar.
Niðurstaða
Mér virðist upplýsingarnar ekki - bersýnilega ótrúverðugar. Það er löngu komið í ljós, að Trump er ekki - snillingur í viðskiptum, en mundi snillingur í viðskiptum tapa nærri milljarði Bandaríkjadala á spilavítum -- sem vanalega eru peninga-vélar fyrir eigendur?
Þar fyrir utan, sína upplýsingar að Trump er að tapa síðan 2000 -- hundruðum milljóna.
Til viðbótar því, skuldar hann að virðist rúmlega 400 milljón Dollara -- virðist einungis hafa greitt vaxtagjöld, til að standa straum af þeim vaxtagjöldum virðist hann hafa selt stórum hluta lausra eigna sem auðvelt er að koma í verð - þar fyrir utan minnkað sitt persónulega fé um 40%.
Það allra versta, hann virðist hafa gert þá reginskyssu, að taka persónulegar ábyrgðir.
Þannig að ef upplýsingarnar eru réttar, gæti Trump því staðið innan 4-ára frammi fyrir persónulegu gjaldþroti.
--Ef hann hefur ekki sigur þann 9. nóv. nk.
En ég geri ráð fyrir því, að hann ætli sér að nota embættið til að koma sér í skjól.
Með einhverjum spilltum díl - er mundi kosta bandar. skattgreiðendur líklega mun meira en Trump persónulega skuldar.
--Þess vegna sé hann líklegur til að beita - öllum þeim ljótu klækjabrögðum hann kann, til að hafa sigur.
- Hinn bóginn, greinilega kemur skortur hans á fé - niður á kosninga-baráttu hans.
Og mál sem hann stendur fyrir nú, sbr. ráðning fóstureyðinga-andstæðing sem hæsta-réttar-dómara, sem einnig vill - afnema Obama-care lögin; eru líklega nettó óvinsæl.
Þar fyrir utan, gætu upplýsingar um fjárhagslega stöðu Trumps - skaðað kosningabaráttu hans.
En skv. þeim - ef þær eru réttar - sé Trump orðinn að -liability.-
Vegna þeirra áhrifa á hann - hans ákvarðanir, 3-ju aðilar geta öðlast, er falbjóða Trump að bjarga hans persónu-fjárhag, gegn því Trump geri þeim kostnaðar-saman greiða er líklega kostnaði bandar. skattgreiðendur meir en það fé sem Trump persónulega skuldar.
--Það eitt og sér, geta verið næg rök þess -- að fólk ætti rökrétt að hafna Trump. Án þess að nokkur önnur rök séu íhuguð.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hatrið á Obama-care virðist snúast um vörn á hagsmunum trygginga-félaga, en Obama-care sem stóðst fyrir hæsta-rétti Bandaríkjanna á sl. ári -- dómur sem frú Barrett gagnrýndi, kveður m.a. á um að fyrirtækin - verða að tryggja þá sem hafa heilsufars-vandamál, eða nýlega haft þau.
Þetta leiðir til aukinnar áhættu fyrir trygginga-félögin, áhætta og kostnaður sem þau vilja losna við.
--Þekki ekki almennilega, af hverju frú Barrett fyrir sitt leiti, styður þá aðgerð.
Þar fyrir utan, er frú Barrett þekkt fyrir fullkomna andstöðu við fóstureyðingar.
--Ein þeirra er álítur -- fóstureyðingar jafngilda morði.
- Það virðist sennilegt með Barrett - myndast meirihluti í Hæsta-rétti gegn Obama care, þ.s. síðast tapaði Trump því með minnsta meirihluta.
- Samtímis getur vel verið að með Barrett, myndist einnig meirihluti til þess að -- fella Roe vs. Wade dóminn frá 8. áratug 20. aldar -- er heimilaði fóstureyðingar alls staðar í Bandaríkjunum.
En aðferð dómsins var sú, að það væri -- mat einstaklings hvað einstaklingur vill gera.
Dómurinn aftur á móti, skilgreindi ekki beint fóstureyðingar sem rétt -- frekar að matið hafi snúist um þann almenna rétt, að einstaklingur -- ráði því sjálfur hvaða læknismeðferð viðkomandi lætur framkvæma á sjálfum sér, eða ekki.
--Ríkið m.ö.o. mætti ekki ráðskast með þær ákvarðanir.
- Ekki veit ég nákvæmlega með hvaða rökum -- slíkri röksemd væri hafnað, af einstaklingi eins og Barrett -- m.ö.o. að hver og einn ráði því, hvaða típa af læknis-meðferð hver og einn velur að láta framkvæma á sjálfum sér.
--En rökin væru væntanlega með þeim hætti, að með einhverjum hætti stæðist það ekki stjórnarsrká.
Eiginlega sé ég ekki leið til þess að halda því fram, fóstur skammt komið á veg, sé sjálfstæður einstaklingur!
Fyrir viku fékk ég þessa könnun senda í athugasemd: Gallup - Abortion.
Það sem ég ræð úr þeirri könnun -- að meirihluti Bandaríkja-manna, vilji heimila fóstur-eyðingar -- en með fremur ströngum skilyrðum þó.
- ca. 20% vill banna þær með öllu.
- ca. 50% vill heimila þær með ströngum skilyrðum.
- Tæp 30% vill heimila þær án nokkurra takmarkana.
Könnunin spyr hópinn -- sem velur að heimila með skilyrðum aftur.
--Þá kemur í ljós, meir en helmingur þess hóps vill - ströng skilyrði.
Það er enginn vafi hver afstaða frú Barrett er -- algert bann.
- Könnunin sýnir einnig - svokölluð pro life vs. pro choice afstaða er ca. 50/50.
Þeim sem eru - pro-life - hefur fjölgað nokkuð seinni ár!
--Sem væntanlega þíðir, að þeim hafi fjölgað er vilja -- þröng skilyrði frekar en víð.
- Alltaf spurning hvað menn meina með -- ströngum.
Fóstureyðinga-löggjöfin ísl. er gilti fyrir tíma nýju laganna.
--Leit ekki á þetta sem ákvörðun móður eingöngu.
--M.ö.o. þurfti að ræða við lækni, sem þurfti skv. þeirri löggjöf að ræða málið.
Hinn bóginn, ef vilji viðkomandi var ákveðinn -- var eyðing heimiluð af lækni. - Nýja löggjöfin, gerir ákvörðunina -- að ákvörðun móður eingöngu.
--Það þarf ekki að ræða við nokkurn, áður en ákvörðun er tekin.
Tíminn sem fóstureyðing er heimiluð -- var víkkaður nokkuð.
Ég mundi segja að -- fyrri löggjöfin hafi verið nokkuð ströng.
En að núgildandi -- sé með mun mildari-takmörkunum, hún miðast einnig frá prinsippinu fóstureyðing sé einungis mál viðkomandi -- sem eldri lög gerðu ekki.
------------------
Spurningin er því - hvar menn vilja setja strikið!
- Algert bann, þíðir yfirleitt - eina undantekninging, líf móður í hættu.
- Heimild með skilyrðum -- sé þá allt er veitir víðari heimildir en það.
--Má eyða fóstrum með mikla galla, sem geta samt lifað?
--Hvaða tímabil á meðgöngu er eyðing heimil?
--Ákvörðun móður eingöngu - eða þarf að fá lækni til verks, m.ö.o. ekki réttur?
- Almennt -- ef heimild til fóstureyðinga er víðari, en einungis er líf móður er í hættu, séu fóstureyðingar heimilar!
Samtímis eru margar breytur er hægt er að stilla af, þannnig skilyrði séu mjög breytileg.
Vandi Trumps er sá, að hann er með í farteskinu fólk er vill alfarið banna fóstureyðingar!
Sú afstaða er greinilega minnihluta-afstaða!
Amy Coney Barrett er greinilega -- með þá harðlínu, banna þær alfarið.
Biblíubeltis-hópurinn, sem Trump er í tygjum við -- hefur yfirleitt þá afstöðu.
- Þ.e. algerlega öruggt, sá hópur vill kollvarpa Roe vs. Wade dómnum.
- Breytingin er þá verður, að þá verða fóstureyðingar bannaðar í öllum þeim fylkjum -- þ.s. afstaða bann-sinna er í meirihluta.
- Athygli vekur, frú Barrett er einnig með þá harðlínu-afstöðu.
--Að vera andvíg getnaðar-vörnum.
--Sem og kennslu um kynlíf í skólum.
Þetta er afstaða Kaþólsku kirkjunnar enn -- harðlínu-kaþólikkar er fylgja kirkjunni nákvæmlega, vilja því allt í senn; engar fóstureyðingar - banna helst framboð á getnaðarvörnum - sem og helst leggja bann við kynlífsfræðslu í skólum.
Augljósi vandinn, að unglingar hætta ekki að hafa -- kynhvöt.
--Ef þau fá enga fræðslu - ef það eru ekki getnaðarvarnir í boði.
--Verða augljóslega mörg lausa-leiks-börn.
Gamla lausnin í íhaldssömum samfélögum -- var oft að gyfta 14-15 ára stúlkur strax.
--Ef þær urðu ófrískar, gjarnan sér mun eldri mönnum.
- Heilt yfir, veikir þetta mjög -- réttindi kvenna.
En þ.e. afar líklegt að slíkur kokteill -- leiði til þess, að mikið verði til af fátækum einstæðum mæðrum, þar með einnig mikið af börnum er alast upp í fátækt.
--Í Bandar. þ.s. stuðningur er lélegri við fátæklinga en í Evrópu oftast nær, Trump hefur skorið fátækra-aðstoð niður, sem og styrki til náms -- þá virðist ljóst að þessi leið skapar og eflir viðvarandi fátækt. - Bendi auk þess á, sterk tenging er milli -- fátæktar og glæpa.
Samfélaglega afturhalds-samt fólk, virðist samt vilja þessa útkomu mjög eindregið.
Síðan er það atlagan gegn Obama-care, en Trump sagði eftirfarandi:
Obamacare will be replaced with a MUCH better, and FAR cheaper, alternative if it is terminated in the Supreme Court. Would be a big WIN for the USA!
Kem auga á eina hlið er væri augljóslega ódýrari, fyrir fyrirtækin!
- Það sem fyrirtækin vilja losna við, er þurfa að tryggja fólk - sem er með lang-frama heilsu-fars-vandamál.
--Ef Trump nær því fram að banna Obama-care, þá losna fyrirtækin við þá kvöð. - Á móti, verða tryggingar nánast ófáanlegar fyrir fólk - sem annaðhvort er með viðvarandi heilsufars-vanda af einhverju tagi, eða hefur nýlega gengið í gegnum alvarlegt sjúkdómsferli.
Ein stór breyting er Obama-care gerði, fækkaði fólki án trygginga um ca. 20 milljónir.
--Augljóslega ef allt er tekið til baka, þá dettur það fólk út að nýju.
- Þegar hefur orðið veruleg fjölgun fólks utan trygginga -- vegna atvinnuleysis.
En oft fær fólk tryggingu í gegnum vinnu, m.ö.o. betri vinnuveitendur hafa samvinnu við tryggingafélag.
--Fyrir aðra, þá þíðir að missa vinnu -- líklega að geta ekki borgað iðgjöld.
Ég er því ekki að sjá hvernig þetta sé líklegt til vinsælda!
--Hafandi í huga Trump meðaltali er 7% að baki Biden.
Frú Barrett sagði eftirfarandi:
Ms Barrett in 2017 criticised that ruling in a law review article, arguing that Mr Roberts had -- pushed the Affordable Care Act beyond its plausible meaning to save the statute.
Gagnrýni hennar beinist gegn ákvörðun Chief Justice John Roberts -- að styðja þá afstöðu er ákvarðaði að Obama-care væri í samræmi við stjórnarskrá.
--En John Roberts er var settur í embætti af Trump, hefur valdið afturhaldssömum Bandaríkjamönnum vonbrigðum -- með því í nokkur skipti, taka aðra afstöðu en þá er hópurinn hefur er studdi að hann væri settur dómari.
- Með því að gagnrýna John Roberts, gerir frú Barrett afstöðu sína skíra.
M.ö.o. vilja banna Obama-care.
--Frú Barrett segist vera -pro-life- en með því að styðja ákvörðun er kollvarpar Obama-care, þá styður hún þar með ákvörðun -- er án nokkurs vafa mun leiða til fjölgunar dauðsfalla í framtíðinni -- þ.e. langveikra er þá geta ekki lengur fengið þá aðstoð er þeir þurfa, því þeir hafa ekki lengur efni á tryggingum.
Þetta atriði er að sjálfsögðu nú harðlega gagnrýnt.
Það er enginn vafi -- að atlagan að Obama-care verður nú stórt kosninga-mál.
Niðurstaða
Óneitanlega sérstakt - nú ca. mánuði fyrir kosningar, þ.e. mánuður plús ein vika, þá leggur Trump til atlögu við 2-mál! Í bæði skiptin er Trump líklega að fara gegn meirihluta Bandaríkjamanna, m.ö.o. þ.e. atlagan gegn heimild til fóstureyðingar og atlagan gegn Obama-care sem ef nær fram að ganga - leiði óhjákvæmilega til fjölgunar Bandaríkjamanna utan heilbrigðis-trygginga, og þar með án nokkurs vafa til fjölgunar dauðsfalla meðal almennings.
Þess vegna finnst mörgum það orka tvímælis, að frú Barrett segist - pro life - en samtímis vill svifta milljónir Bandaríkjamanna aðgengi að heilbrigðis-tryggingum, það skerta aðgengi að heilbrigðisþjónustu án nokkurs vafa leiðir síðar meir til fjölgunar dauðsfalla af völdum margvíslegra heilsufars-vandamála sem fólk gjarnan verður fyrir á lífsleiðinni.
--M.ö.o. ótímabærum dauðsföllum fjölgar!
Frá Trump séð -- áhugavert að styðja 2-óvinsæl mál samtímis.
Ætla sér samt að vinna kosningar framundan -- er nú enn rúmum 7% fylgislega undir Biden.
-------------
Rökrétt ætti þetta að leiða til vaxandi óvinsælda Trumps á næstunni, minnka möguleika hans þar með á endurkjöri.
- Bendi fólki á, að mál tengd heilbrigðis-tryggingum eru nú ef eitthvað er, enn viðkvæmari en ella -- vegna kófsins er geri fólk enn óttaslegnara og því líklegra en ella til reiði, gagnvart hverjum þeim sem vill gera breytingu er skerðir enn frekar aðgengi að þeim.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.9.2020 kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þó fjölmiðlar tali gjarnan um - íhaldssama vs. frjálslynda dómara.
-Er réttara að tala um, afturhald -- frekar en íhald.
En málið er að, íhald er sú skoðun að hafa taumhald á breytingum, vilja sem fæstar.
Meðan að, afturhald er sú skoðun - að vilja breyta til baka í far er áður tíðkaðist.
- En þ.e. einmitt hvað stóra deilan um hæsta-rétt Bandaríkjanna snýst um.
Ekki áhugann um að - forðast breytingar. - Heldur áhuga á að - innleiða breytingar, er tækju til baka þ.s. áður var breytt.
En meðal svokallaðs Biblíubeltis í Bandaríkjunum, er hörð barátta um að - takmarka rétt til fóstureyðinga innan Bandaríkjanna.
--Til þess að geta það, er baráttan um að snúa við gömlum hæstaréttardómi.
--M.ö.o. er um að ræða eins klassískt dæmi um afturhald, og unnt er að leita.
Tveir Repúblikana-þingmenn Öldungadeildar, Murkowski og Collins.
--Hafa líst yfir að þær muni ekki styðja útnefningu hæsta-réttardómara að þessu sinni, en þær eru talsmenn þeirrar skoðunar - óeðlilegt sé að forseti skipi hæstaréttardómara.
- Svo skömmu fyrir forseta-kosningar, réttara sé að skipunin bíði fram á nk. ár þegar ljóst verði hver er þá sitjandi forseti.
Rétt að benda á, að Repúblikanar notuðu þess-lags röksemd, er þeir höfnuðu því að samþykkja skipun dómara, sem Obama lagði til -- skömmu fyrir forsetakosningar 2016.
--Obama lagði þá til, fremur hófsaman Repúblikana.
- Þá þegar var bandalag Trumps - við Biblíubeltis-Repúblikana ljóst.
Demókratar eru að sjálfsögðu - að herma rökin frá 2016 upp á núverandi þingmeirihluta Öldungadeildar.
- Yfirlýsing Murkowski og Collins, minnkar þann meirihluta úr 53/47 í 51/47.
Demókratar þurfa þá að fá 5 Repúblikana til að sitja hjá til viðbótar.
Ekki eiga margir von á að það takist.
--Mun sennilegar að Trump takist að tryggja, óskoraðan meirihluta -- afturhalds-samra dómara í hæstarétti Bandaríkjanna.
Lisa Murkowski - Susan Collins, nú umdeildir þingmenn Repúblikana!
Af hverju er það tvíeggjað sverð fyrir Trump, að tryggja óskoraðan afturhaldssaman meirihluta í hæstarétti?
Ég held að það hljóti að -- fækka til muna kjósendum, er ekki hafa þegar tekið afstöðu.
- Sem sagt, allir sem eru andvígir - fóstureyðingum, vilja afnema þær.
Kjósa þá - þakklátir Trump. - Þetta virkar einnig í hina áttina.
Að allir þeir sem eru - sammála svokölluðum rétti til fóstureyðinga.
Líklega þá kjósa Biden, enn frekar en áður.
- Punkturinn er sá, að líklega eru þeir Bandaríkjamenn er standa með meintum rétti til fóstureyðinga, ívið fleiri.
Höfum einnig í huga, að fj. þeirra er hafa þær skoðanir eru - consentreraðir - í tiltekin fylki, sem þegar voru nokkuð öruggir kjósendur Trumps. - Ég er þar með ekki sannfærður, að Trump græði kosninga-lega á þessu.
Það gæti alveg eins farið á hinn veginn, að Trump sannfæri það marga svokallaða -independents- að kjósa Biden, með þeirri aðgerð.
Að eftir það, verði Biden enn öruggari en fyrr.
Bendi á að Biden hefur mun meira forskot á Trump en Clinton hafði á sama tíma 2016:
Bidens polling lead nears magic number.
- According to the latest RealClearPolitics average, Biden is sitting at 49.3 percent in national surveys and has a 6.2 percentage point lead over President Donald Trump.
- Thats significantly higher than Clintons 44.9 percent mark this time four years ago, which was good for only a 1 point lead.
Það sem er áhugavert - að þetta forskot hefur lítt hreyfst síðan júlí.
M.ö.o. það hefur verið stöðugt! Að auki, færri óákveðnir kjósendur en 2016.
- Aðgerð Trumps að skipa - afturhaldssama konu, til að fá meirihluta í hæstarétti, er væri andvígur svokölluðum - rétti til fóstureyðinga.
Eins og ég bendi á þá mundi Trump einnig með því -- fæla fólks til Bidens.
Bendi á, Trump hefur þegar -- áður tryggt sér atkvæði Biblíubeltis. - Trump gæti þar með -- tapað atkvæðalega á þessu.
Ef það leiðir til þess, þeir sem enn voru óákveðnir.
--Fara mun frekar til Bidens.
--Eins og bent er á, þarf ekki Biden - mikla aukningu, að ná yfir 50% múrinn.
Þá er óhætt að segja, að möguleikar Trumps yrðu að engu.
Hvaða konur er Trump að íhuga að skipa?
Báðar tvær -- sannfærðir kaþólikkar. Haft eftir Amy Coney - líf hefjist eftir getnað.
Þannig að afstaða hennar til fóstureyðinga liggur alfarið krystal tær fyrir.
Eiga Demókratar hugsanlegan krók á móti bragði?
Þetta er gömul hugmynd: How Democrats Could Pack the Supreme Court in 2021.
Fordæmið er frá 19. öld - Andrew Johnson forseti átti í miklum útistöðum við þingið, 1866 ákvað þingið að takmarka fj. - hæstaréttardómara við 7. Þannig hindraði þingið frekari tilraunir, Andrew Johnson - til að skipa nýja dómara. Síðan var fj. aftur færður í 9, er forsetatíð Andrew Johnson var lokið.
--Þ.s. þetta fordæmi skapar hugsanlega er það fordæmi, að fj. hæstaréttardómara þarf ekki vera endilega 9 -- t.d. hvað með að fjölga þeim í 15?
- Enginn hefur gert tilraun til þessa, síðan Franklyn Delano Roosevelt, gerði tilraun til að pakka hæsta-rétt, í kjölfar stórsigur 1936. En hann var stoppaður af andstöðu innan eigin flokks. Nægilega margir Demókrata-þingmenn voru á móti, til þess að ljóst væri hann næði ekki að framkv. tilraun sína.
Hinn bóginn, virðist skv. fordæminu frá 1866 -- ekkert sem tæknilega útiloki.
Að Demókratar fjölgi - hæstaréttardómurum í t.d. 15 úr 9.
--Auðvitað, yrðu Demókratar að ná þingmeirihluta í báðum þingdeildum.
- En það gæti einmitt hugsanlega gerst.
Ef það gerist, kannski yrðu Demókratar nægilega reiðir. Til þess að framkv. þá aðgerð.
--Ég geri ráð fyrir, að þá yrðu einungis skipaðir - frjálslyndir dómarar.
Auðvitað eftir það, mundi standa fullkomið stríð um - hæstarétt.
--En það má alveg segja, að Trump sé sjálfur að ræsa það nú!
Bendi fólki á að lesa þessa umfjöllun: The Surprising Conservatism of Ruth Bader Ginsburg.
Ekki margir sem vita - að Ginsburg sjálf gagnrýndi; Roe vs. Wade dóminn.
Ekki af sömu ástæðum og margir aðrir! Hún taldi hann þó á of veikum lögfræðilegum grunni, hætta væri á að honum yrði hnekkt síðar - dómurinn hafi líklega gengið of langt. Samfélagið ekki verið tilbúið.
--En þ.e. dómurinn, sem afturhaldssinnar ætla sér að steypa með nægilega stórum afturhaldssömum dómarameirihluta. Afleiðingin yrði, að aftur færi reglan í þá átt að hvert fylki ákveddi sjálft hvaða regla gilti, m.ö.o. að þau fylki er hafa íbúa með ríkjandi samfélagslega afturhaldssamar skoðanir, mundu þá banna án nokkurs vafa fóstureyðingar.
--Rétt að benda þó á, að andstæðingar fóstureyðinga -- líkja þeim við morð, það þíðir að ólíklegt væri að það fólk mundi nema staðar á, Rove vs. Wade; þ.e. sama fólk er yfirleitt andvígt hjónaböndum samkynhneigðra og að auki - vildi helst banna fóstureyðingar yfir Bandaríkin gervöll.
Á móti, líta fylgismenn svokallaðs réttar til fóstureyðinga - einfaldlega þannig á málið, það snúist um rétt kvenna - nær eingöngu. M.ö.o. konur skuli ráða yfir eigin líkama.
--Milli þessara tveggja afstaða, er enginn möguleiki á sáttum.
- Báðar fylkingar líta á sig - sem málsvara hins góða gegn því illa.
Þegar mál eru þannig, er enginn möguleiki á sáttum. - Báðar fylkingar jafn bitrar í brúnni á sinni baráttu.
Hinn bóginn virðist mér - félagslegt frjálslyndi, fyrir nokkru sé orðin, meirihlutaskoðun.
Þess vegna gæti Trump - tapað heilt yfir atkvæðalega á málinu!
Það þarf ekki stóra sveiflu til Biden, til að þurrka út endurkjörsmöguleika Trumps.
Niðurstaða
Fljótt á litið, er Trump með stóra málið - nægilega stórt mál til að taka yfir samfélagsumræðu í Bandaríkjunum rétt fyrir kosningar. Vandinn á hinn bóginn við þetta mál, að það er mál af því tagi; að fólk getur einungis valið - með/móti. Mjög margir hafa sterkar skoðanir.
Það gæti leitt til þess að óákveðnir kjósendur taki mjög fljótlega afstöðu með eða móti Trump.
Vandi Trumps er sá, líklega eru töluvert fleiri Bandaríkjamenn, orðnir sammála þróun yfir í félagslegt frjálslyndi - en fjöldi þeirra Bandaríkjamanna, er upplyfa það svo að þróun yfir í aukið samfélagslegt frjálslyndi sé slæm, Bandaríkin hafi þegar gengið of langt þar um.
Félagslega íhaldssamir/afturhaldsamir kjósendur eru þegar að flykkjast um Trump.
Meðan, að aðgerð Trumps - líklega smalar þeim kjósendum sem eru félagslega frjálslyndir sem ekki eru þegar búnir að taka afstöðu til forsetakjörs, yfir til Bidens.
--Biden er þegar með það mikið yfirburða-fylgi, að mjög lítil viðbótar sveifla til hans, gæti þurrkað út alla möguleika Trumps til endurkjörs.
Það væri áhugaverð kaldhæðni, að meintur stórsigur -- félagslega íhaldssamra/afturhaldssamra Bandaríkjamanna, er þjappi þeim enn meir en áður til Trumps.
--Leiði kannski til þess, að í kjölfarið þurrkist út endurkjörsmöguleikar Trumps.
-----------------
Bendi á að skv. fordæmi frá 1866, getur Bandaríkjaþing - breytt fjölda hæstaréttardómara.
Sumir reiðir Demókratar vilja nú ólmir sækja í þau spor, og skipa nýja dómara.
--Ef færi þannig að Demókratar næðu meirihluta í báðum deildum.
- Eftir það væri auðvitað öllum stríðshönskum kastað um skipanamál í Hæstarétt.
En þeir Demókratar væntanlega meina, Trump sé þegar að kasta þeim stríðshönskum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.9.2020 | 13:11
Framboð Trumps virðist í peningavandræðum, skv. frétt hætt nær alfarið að auglýsa í sjónvarpi!
Fjölmiðillinn Politico ræddi við stjórnanda framboðs Trumps: Cash-strapped Trump campaign awaits a bailout from big donors.
Bill Stepien: We are now carefully managing the budget. I consider it to be among the if not the most important tasks for any campaign manager, -- Creating or recreating the budget was the first thing that I did upon becoming the campaign manager, and its something that we as a team manage every single day.
Auðvitað rétt hjá Stepien, framboðið má ekki - klára sitt fé, þarf að verja því fé sem það hefur með eins skilvirkum hætti og mögulegt.
Skv. frétt Financial Times, er framboðið að fókusa mjög á FaceBook auglýsingar: Trump retreats from television ads amid campaign cash crunch.
Mr Trumps team has ramped up his buying on digital in recent weeks, spending $72m on buying adverts on Facebook and Google from July 17 to September 4 well above the $47m the Biden campaign spent in the same period.
--Yngri kjósendur væntanlega taka betur eftir -- internet-auglýsingum.
--Ef menn vilja ná til eldri kjósenda -- virka líklega betur sjónvarpsauglýsingar.
Hinn bóginn, sögulega séð, mæta eldri kjósendur yfirleitt mun frekar til að kjósa.
Þess vegna eru þeir yfirleitt álitnir mjög mikilvægur kjósenda-hópur!
- 2016 var Trump áberandi sterkur í hópi fólks yfir 50, sérstaklega hvítum karlmönnum í þeim aldurshóp -- -- spurning hvaða áhrif það hefur á kosninganiðurstöðu, að framboð Trumps virðist nær alfarið hætt að auglýsa í sjónvarpi.
Þetta þíðir ekki að engar sjónvarps-auglýsingar séu til stuðnings Trump.
Einungis að þær auglýsingar eru ekki á vegum hins eiginlega Trump framboðs!
Það mætti kalla -- slag milljarða-mæringanna!
Milljarðamæringar er styðja Trump.
Vs. milljarðamæringa er styðja Biden.
- Trump is also getting support from the America First Action super PAC, which recently announced plans to invest $40 million on advertising, an amount that officials say will increase as the election draws closer.
- Nathan Klein, a top America First Action official who is overseeing the spending, said the organization was looking to invest in states where the Trump campaign was absent, thereby allowing the reelection effort to focus elsewhere.
Til samanburðar skv. frétt Financial Times: Bloomberg to spend $100m to help Joe Biden in Florida.
Mike Bloomberg is committed to helping defeat Trump, and that is going to happen in the battleground states, -- Kevin Sheekey, a senior adviser to Mr Bloomberg, told the Financial Times -- Mike Bloomberg is committed to helping defeat Trump, and that is going to happen in the battleground states, -- Mikes substantial investment in Florida,...will mean Democrats and the Biden campaign can invest even more heavily in other key states like Pennsylvania, which will be critical to a Biden victory,
--Þær 100 milljónir, einungis þeir peningar sem Bloomberg hefur lofað nú.
Eins og einn, þekktur Repúblikani sagði:
If there is a time you never want to be outspent, it is with less than 50 days to go until Election Day, but the nature of the campaign finance laws allow for outside groups to fill the void and thats exactly what they are doing, -- Ultimately it doesnt matter who is spending the money as long as its spent and done so in an effective manner.
Geoffrey Palmer, réttilega bendir á - utanaðkomandi hópar mega verja ótakmörkuðu fé, og geta skipt miklu máli fyrir þá kosninga-baráttu sem þeir styðja!
--Móti kemur, framboðið og þeir hópar, skv. lögum mega ekki bera saman bækur, framboðið getur ekki stjórnað þeirra auglýsingum, þannig getur ekki stýrt skilaboðunum.
- Það aftur á móti skapar -deniability- að slíkir hópar, geta sent inn ruddalegar auglýsingar, sem formlegt framboð má vera - sé ekki til í.
Í tíð George Bush, beitti hópur sem kallaði sig -war veterans- afar svívirðilegum auglýsingum, til að grafa undan orðstír keppinauts Bush -- að vera stríðshetja.
--Bush framboðið bar allt af sér, ekki á þeirra vegum, ekki á þeirra ábyrgð!
Ég get trúað herra Bloomberg, til að vera afar harkalegur í keyptum auglýsingum gagnvart Trump, enda virðast Bloomberg og Trump -- hafa þekkst lengi, verið óvinir jafn lengi.
--Joe Biden getur þá notfært sér sama -deniability.-
Auðvitað gildir sama fyrir Trump - gagnvart hinum svokallaða -America First Action super PAC- vanalega einungis kallaður -Super PAC.-
- Framboð Bidens, virðist hafa augljóslega meiri peninga -- safnaði t.d. a.m.k. 100 milljón dollurum meira fé í ágúst en framboð Trumps.
- Bloomberg, ætlar að verja a.m.k. 2-falt því fé, sem Super-PAC hefur lofað Trump.
Niðurstaða
Rétt að benda á að Trump vann 2016 -- þrátt fyrir að heilt yfir verja minna fé.
Hinn bóginn, er það óneitanlega ákveðið forskot að hafa meira eyðslufé.
Hversu miklu máli það skiptir kemur í ljós!
Bendi fólki á, sem glímir við gullfiskaminni, að það hjálpaði framboði Trumps án nokkurs vafa, að Hillary Clinton var undir smásjá Director Comey hjá FBI -- tvisvar var hún rannsökuð vegna svokallaðs E-mail máls, þar af seinni rannsókn loka-vikur kosningabaráttunnar.
--Þetta hlýtur að hafa hjálpað framboði Trumps töluvert haustið 2016.
Ég bendi á þetta, svo fólk fyllist ekki þeirri öryggis-tilfinningu að Trump reddi þessu algerlega örugglega!
Ég er ekki að sjá í farvatninu, mál sambærilegt við E-mail málið, er væri líklegt að skaða verulega möguleika Joe Bidens.
E-mail málið, getur vel hafa verið það sem skilaði Trump sigri.
Trump vann í mörgum fylkjum naumlega!
Það sé raunverulegur galli, að hafa minna fé!
Obama t.d. vann í bæði skiptin með meiri peninga handa á milli.
Ég held að Bush hafi einnig haft meira fé þau 2 skipti hann vann.
Sama hafi gilt fyrir Bill Clinton þau 2 skipti hann vann.
--Það auki sigurlíkur að geta auglýst meira.
Sama skapi auki taplíkur að hafa minna fé til að auglýsa.
--Þó svo það eitt og sér gulltryggi ekki útkomuna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2020 | 21:42
Úkraínumaður sem útvegaði Rudy Guilani og nokkrum þingmönnum vinum Trumps - gögn er áttu að styðja harðar ásakanir á Biden; reynist rússneskur njósnari!
Þetta er sennilega magnaðasta afhjúpun vikunnar, að Andrii Derkach - þingmaður á þingi Úkraínu, er veitti Rudy Guilani aðstoð við meinta afhjúpun mála tengdum syni Joe Biden, Hunter Biden - mál er átti skv. ásökunum lykta af spillingu.
--Sé nú fordæmdur af bandarískum stjórnvöldum sem rússneskur njósnari!
Treasury sanctions Ukrainian politician: The US Treasury on Thursday imposed sanctions on a Ukrainian politician -- an active Russian agent. US Treasury - gaf út gagn, sjá hlekk, þ.s. Derkach er sakaður um að hafa verið, virkur rússneskur njósnari árum saman!
Derkach, a Member of the Ukrainian Parliament, has been an active Russian agent for over a decade, maintaining close connections with the Russian Intelligence Services. Derkach has directly or indirectly engaged in, sponsored, concealed, or otherwise been complicit in foreign interference in an attempt to undermine the upcoming 2020 U.S. presidential election. Todays designation of Derkach is focused on exposing Russian malign influence campaigns and protecting our upcoming elections from foreign interference. This action is a clear signal to Moscow and its proxies that this activity will not be tolerated. The Administration is working across the U.S. Government, and with state, local, and private sector partners, to make the 2020 election secure.
Haft eftir fjármálaráðherra Bandaríkjanna!
Steven T. Mnuchin: Andrii Derkach and other Russian agents employ manipulation and deceit to attempt to influence elections in the United States and elsewhere around the world, -- The United States will continue to use all the tools at its disposal to counter these Russian disinformation campaigns and uphold the integrity of our election system.
Þetta er allt ákaflega forvitnilegt!
- Andrii Derkach hefur verið að afla Rudy Guilany gagna, er áttu að afhjúpa meinta spillingu tengda Joe Biden og syni hans -- þessi afhjúpun fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hlýtur að sjálfsögðu að kasta rýrð á þau gögn.
- Þar fyrir utan, veitti Andrii Derkach gagna til - þingnefndar skipuð bandamönnum Trumps, er stóð í rannsókn, m.a. á þeirri rannsókn sem Trump lenti í sjálfur -- tilraun til að kasta rýrð á rannsókn Robert Mueller.
Þessi afhjúpun hlýtur þá einnig að kasta nokkurri rýrð á niðurstöður þeirrar nefndar.
Hver er mín tilfinning eftir þessa afhjúpun?
Undirstrikun þeirrar tilfinningar minnar er hefur vaxið stig af stigi -- að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, sé samsafn fífla.
Rússland er að spila með þessa drengi -- eins og fiðlu.
Hver rússneski agentinn eftir annan -- kemur fram.
Og þeir gleypa í sérhvert sinn -- allt hrátt.
--Nema nú allt í einu eins og Mnuchin, sé farinn að hugsa sinn gang.
--Best að kannski, skapa smá fjarlægð milli mín.
Og þess disaster sem er núverandi ríkisstjórn!
En hvað með Rudy Guilani?
Vegferð hans er orðin stórskrítin, var áður vinsæll borgarstjóri.
- En nú augljóslega þurfa menn að spyrja sig, hversu nátengdur hann sjálfur er orðinn þeim rússn. agentum, sem hann hefur verið í tygjum við.
Eiginlega komið að því að menn spyrji sig -- landráð?
En annaðhvort áttaði hann sig ekki á því, að rússn. leyniþjónustan væri að spila með hann.
Eða, hann er sjálfur kominn á bóla kaf!
Mig grunar, að eftir að ríkisstjórn Trumps er fyrir bý.
Sé algerlega óhjákvæmilegt, að bandar. saksóknara-yfirvöld beini spjótum sínum að Guilani.
--Þá væntanlega kemur í ljós, hvað hann veit um Donald Trump.
Niðurstaða
Ég er eiginlega farinn að telja dagana, þegar það samsafn - trúar róttæklinga en einn ráðherra ríkisstjórnar Bandaríkjanna, Pompeo og varaforsetinn Pence, teljast til trúarbragða er trúa á svokallaðan -- efsta dag; þegar guð á að velja hina blessuðu út fordæma rest.
Þetta sé trúarróttækni það ofstækisfull, ástæða sé að spyrja sig hvort slíkt fólk yfirhöfuð á erindi inn í sjálfa ríkisstjórnina. Þar fyrir utan eru þarna samsæriskenningasinnar, ofstækisfullir Kína-hatarar, einbeittir afneitarar á hnattrænni hlýnun.
--Heilt yfir, ríkisstjórn er einkennist af ofstæki af margvíslegu tagi.
Eins og nýjasta dæmið sýnir, virðast rússnesk stjórnvöld - fara létt með að spila með þetta lið, eins og fiðlu; m.ö.o. þeir virðast kaupa allt hrátt sem þeim sé rétt.
Það verður góður dagur þegar Biden vinnu í nóv. nk.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Forvitnilegasta sveiflan til Trump - að honum hefur tekist að minnka fylgi Bidens í nokkrum fylkjum þ.s. Biden taldist fyrir tveim mánuðum líklegur til sigurs, þau fylki nú metinn geta farið á hvorn veginn sem er.
Á móti hefur Trump öruggt forskot á Biden í færri fylkjum en í júlí!
- Heilt yfir hafa líklegir kjörmenn fækkað hjá Trump.
- En það sama hefur samtímis gerst hjá Biden!
Nú er staða frambjóðandanna eftirfarandi:
Biden með yfir 10% forskot í fylkjum er hafa 203 - electoral votes.
Biden með milli 5-10% forskot í fylkjum með 66 - electoral votes.
--Samanlagt 269.
Trump með yfir 10% forskot í fylkjum með 80 - electoral votes.
Trump með milli 5-10% forskot í fylkjum með 42 - electoral votes.
--Samanlagt 122.
Laus atkvæði -kjörmanna- skv. því 147!
- Sigur 270 kjörmenn!
Fyrir tveim mánuðum var þetta niðurstaða kannana:
Biden með yfir 10% forskot í fylkjum er hafa 197 - electoral votes.
Biden með milli 5-10% forskot í fylkjum með 109 - electoral votes.
--Samanlagt 306.
Trump með yfir 10% forskot í fylkjum með 106 - electoral votes.
Trump með milli 5-10% forskot í fylkjum með 26 - electoral votes.
--Samanlagt 132.
Laus atkvæði -kjörmanna- skv. því 100!
--En 306 er meir en nóg til að sigra í kosningunum.
- Sigur 270 kjörmenn!
Einn áhugaverður munur í ár, að óákveðnir kjósendur eru færri en 2016!
Sem eru í reynd slæmar fréttir fyrir Trump!
Það er erfiðara að sannfæra kjósendur til að kjósa þig, ef þeir þegar hafa ákveðið að kjósa annan -- en ef þeir eru enn ekki búnir að móta fasta skoðun!
Þetta eitt og sér, þrengir sennilega að möguleikum Trumps til að minnka bilið!
- Það þíðir líklega, að Trump á enga möguleika að taka af Biden þau fylki, þ.s. Biden hefur meir en 10% forskot.
Takið eftir að þau fylki gefa Biden 203 kjörmenn! - Skv. því þar þá Biden einungis 67 þar við.
Hann er enn með góða stöðu í fylkjum er hafa 66 kjörmenn.
Sbr. milli 5-10% forskot.
--Ég get því ekki túlkað stöðuna með öðrum hætti en þannig, að staða Trumps - þrátt fyrir umfjöllun um óróleika í tiltekinni borg þar Vestra undanfarið - sé afar erfið.
Ég sé ekki að hann hafi með sannfærandi hætti styrkt stöðu sína sl. 2 mánuði.
- Hafið í huga að sveiflan í fj. áætlaðra kjörmanna Biden miðað við fyrir tveim mánuðum - þarf ekki að hafa orsakast af mikilli fylgis-sveiflu.
- Biden hefur greinilega misst eitthvað fylgi í einhverjum fylkjum hann hafði milli 5-10% forskot!
--Sveiflan þarf ekki endilega hafa verið meiri en 2-3%.
M.ö.o. líklega mælist hann enn í þeim fylkjum að meðaltali yfir Trump.
Þó það forskot hafi dottið niður fyrir 5% múrinn!
- Á móti komi, að Trump hefur einnig tapað með sama hætti til Bidens!
Það segir manni að það sé nú afar hörð kosningabarátta!
- Meginbreytingin sem sagt, að fylkjum þ.s. hvorugur frambjóðandinn sé með skírt forskot hafi fjölgað.
- Hafa báðir frambjóðendur misst fylki yfir í hópinn -- úrslit óviss.
--Heilt yfir, sé ég ekki að Trump sé skírt að vinna á! Trump sé greinilega að sprikla, a.m.k. ekki enn sem komið er, sé hann að hafa með skírum hætti betur í slagnum um atkvæði.
En hann þarf að gera það - ef hann á að saxa á forskot Biden.
Niðurstaða
Að því ég best fæ séð, er Trump ca. enn svipað langt að baki Joe Biden og hann var fyrir tveim mánuðum síðan - tölur sína greinilega að kosningaslagur er í gangi, sbr. að báðir frambjóðendur hafa séð fylgi sitt minnka í einhverjum fylkjum!
Vandi Trumps á hinn bóginn er sá, að honum hefur ekki tekist að verja sína stöðu nægilega vel -- þannig þó hann hafi saxað á Biden á einhverjum stöðum, hefur Biden einnig gert það sama -- sem skili heilt yfir því að enn standi Trump skírt langt að baki Biden.
Nú eru einungis tæpir tveir mánuðir til kosninga!
Fyrir tveim mánuðum, varð maður að gefa Trump einhvern séns um að geta snúið þessu við.
En nú þegar hann er enn svipað langt að baki og áður - tveim mánuðum síðar.
Verð ég að álykta að sigurlíkur Trumps séu sennilega afar litlir.
Kosningavefur Financial Times: Biden vs Trump: who is leading the 2020 US election polls?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar