Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020

Gæti fjöldi Bandaríkjamanna án heilbrigðis-tryggingar náð 50 milljón? 30 milljón voru án heilbrigðis-tryggingar við upphaf árs, og 30 milljónir eru í dag atvinnulausar í Bandaríkjunum!

Þetta hefur ekki vakið mikla athygli - en stefna Donalds Trumps hefur jafnt og þétt fjölgað þeim Bandaríkjamönnum er ekki hafa heilbrigðis-tryggingar, skv. CBO (Congressional Budget Office)voru 27,5 milljón Bandaríkjamenn án slíkra trygginga við upphaf árs 2017, talan komin í 30 milljónir við upphafa þessa árs.
--Ástæða var afnám Trumps á PPACA (Patient Protection and Affordable Care Act)gjarnan uppnefnt Obama Care.

  • Mikilvæga atriðið, er afnám Trumps með penna-striki á niðurgreiðslum alríkisins á heilbrigðis-tryggingum til fátækra -- ríkið greiddi allt að helming á móti.
    Þetta var tekju-tengt sbr. means-tested.
  • Um þetta munaði marga, skv. spá CBO var gert ráð fyrir fjölgun fólks án slíkra trygginga í 34 milljónir við árslok 2014 er maður ímyndar sér Trump ljúka öðru kjörtímabili.

Nú hefur gríðarleg atvinnuleysis-bylgja skollið yfir Bandaríkin!
Og allar spár eru því fullkomlega úreltar!
En án vafa detta margir er missa vinnu -- út úr heilbrigðis-tryggingum einnig!

US jobless claims hit 30m on coronavirus lockdowns

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum skv. því er nú 12,4%.

Það sem ég velti fyrir mér - er allur sá sjúkrakostnaður er hellist yfir fólk sem ekki hefur heilbrigðis-tryggingar, en þá þarf viðkomandi að greiða allan kostnað!

Ef þú hefur ekki heilsutryggingu getur reynst dýrt að leita eftir aðstoð vegna COVID-19: Total Cost of Her COVID-19 Treatment: $34,927.43. Ca. 5 milljón íslenskar krónur!
--Þetta er dæmi er nokkurra vikna gamalt!

En sýnir hvað ég á við, þeir sem verða alvarlega veikir.
Og hafa ekki tryggingu -- geta fengið á sig svimandi háa reikninga!

Ég velti fyrir mér hvort þetta gæti orðið stórt hitamál nk. haust!
En þá ætti COVID-19 vera búin að fá nægan tíma til að dóla um Bandaríkin.
--Fólk án trygginga, ætti þá vera búið að fá sína reikninga, lögfræðingar kannski komnir í málið ef fólkið getur ekki borgað.

  1. Atvinnulausum gæti átt eftir að fjölga frekar í Bandaríkjunum.
    Spurning hvort atvinnuleysi nær 20%.
  2. Punkturinn er sá, ef maður getur gert ráð fyrir því -- ca. helmingur detti úr heilbrigðis-tryggingum, a.m.k. það.
    --Þá gæti fólk án trygginga náð 50 milljón fyrir nk. haust!

Þetta er það fjölmennur hópur!
Að hann ætti að gera ráðið úrslitum forseta-kosninganna!

Þ.s. ég velti fyrir mér -- skellur á svokallað bidding contest?
Trump ætlar sér að vinna, hann mundi örugglega ekki vilja - bjóða minna.

Þá velti ég fyrir mér hvort nk. haust gæti séð. 
Dýrustu kosninga-loforðasúpu í sögu Bandaríkjanna!
--Þegar Trump og Biden keppa við að bjóða yfir hvorn annan.

  • Þetta gæti orðið virkilega áhugaverð kosninga-barátta.
    Kannski er þetta ár breytinga - hver veit.

 

Niðurstaða

Ég er sem sagt að spá í það hversu margir gætu lent utan heilbrigðis-trygginga í Bandaríkjunum af völdum samhengis stefnu Donalds Trumps og þeirrar atvinnuleysis-bylgju sem skollin er á innan Bandaríkjanna!
Það er sérstaklega slæmt nú er faraldur geisar að þeim fjölgar svo mikið sem ekki hafa heilbrigðis-tryggingar.
Eins og sést á dæminu að ofan reikning upp á ca. 5 millj. ísl. 
Þá er þetta virkilegt alvörumál fyrir fólk er missir sínar tryggingar.
--Að þurfa borga allan sjúkra-kostnað.

Mig grunar að heilbrigðis-tryggingavandinn geti verið orðinn að miklu hitamáli nk. haust.
Er hugsanlega getur fjöldi utan trygginga, verið komin jafnvel yfir 50 milljónir.
--Samtímis og veikin líklega enn geisar og fólk án trygginga væri líklega hundelt af lögfræði-hótunum og kröfum um lögtak.

  • 50 milljón manns geta hugsanlega ráðið úrslitum kosninganna.
    Ef krafa þess hóps yrði eins hávær og mér dettur í hug.
    Skellur kannski á -bidding contest- milli Trumps og Biden.
    Og engin leið þá að vita hve ofsadýr loforðasúpan gæti orðið.
    Trump mundi ekki vilja verða no. 2.


Kv.


Dánarhlutfall Svíþjóð virðist 12%, í Bandaríkjunum 5,6% á Íslandi 0,56% -- innlegg í umræðuna hvaða nálgun er best gegn COVID-19

Ég hafði ekki áður prófað að reikna dánarhlutfall í Svíþjóð, en áður reglulega reiknað dánarhlutfall í Bandaríkjunum og Íslandi.
--Vara við að mjög mikil óvissa er, hve margir hafa dáið í Svíþjóð og Bandaríkjunum.
--Einnig mikil óvissa hve margir eru sjúkir í Svíþjóð.

Í Bandaríkjunum vegna þess -- að prófanir virðast enn ónógar þrátt fyrir öflugt prófunarferli eftir Donald Trump lýsti yfir hættuástandi um miðjan Mars.
--Og setti ásamt Bandaríkjaþingi öfluga fjármögnun til baráttunnar gegn COVID-19.
Þetta þíðir að enn er ekki líklega nægilega vitað hve margir eru smitaðir.
Þar fyrir utan er líklega ekki verið að fara yfir andlát utan sjúkrastofnana í því skyni að tékka á hvort viðkomandi hugsanlega lést af COVID-19.

Svíþjóð:

Smitaðir: 18,926

Dánir: 2,274

Prósenta: 12,02.

 

Bandaríkin: 

Smitaðir: 987,322.

Látnir: 55,415.

Prósenta: 5,61.

 

Ísland:

Smitaðir: 1792.

Dánir: 10.

Prósenta: 0,56.

Hvernig Svíþjóð nálgast þetta hefur komið mér á óvart, miðað við 20. aldar sögu Svíþjóðar, er samfélgsleg hugsun virtist lengi ríkjandi í Svíþjóð -- er áhugavert að Svíþjóð skuli fylgja þeirri stefnu er virðist skera sig úr miðað við mörg önnur lönd.
--Þá vísa ég til þess að aðgerðir gegn COVID-19 virðast ganga skemmra.

Það virðist ekki að Svíþjóð stundi það að elta sýkingar í stórum stíl eins og Ísland.
Að auki virðast prófanir gegn sjúkdómnum í miklu mun smærri stíl en á Íslandi.
--En þ.s. áhugavert virðist, smærri stíl en í Bandaríkjunum.

Skv. viðtali við Íslending er býr í Svíþjóð taldi hann líklegt að hann hafi fengið veikina, þ.e. hann hafi veikst af veiki er líktist flensu en var mun verri en nokkur sú flensa hann hafði áður fengið á sinni lífstíð.
--Skv. viðtalinu virtist ekki í boði fyrir þá sem væru veikir heima, að fá prófun - eins og tíðkast á Íslandi, að menn geta mætt á sinni bifreið hringt inn beðið fyrir utan síðan eftir einhvern tíma kemur starfsmaður út gallaður og tekur próf.

  • Skv. honum væru einungis prófaðir þeir sem væru lagðir inn á spítala eða mættu í bráðamóttöku.
  • Svíþjóð virtist taka mun minni varúð samtímis gagnvart því að fólk mætist utan dyra.
    Mörg starfsemi er var um tíma lokuð á Íslandi virtist fá starfa ótrufluð.

Margir sem finnst of langt gengið á Íslandi og mörgum öðrum löndum.
--Hafa því horft til Svíþjóðar sem fyrirmynd!

Spurningin á móti er þó hvort Svíar séu að borga þessa stefnu dýru verði?
Skv. mínum einfalda reikningi: 12,02% 

  1. Tek fram að fyrst Svíar prófa mun minna, samtímis taka mun minni varúð til að hægja á dreifingu sýkinga -- er hlutfall sýktra í Svíþjóð líklega.
    Miklu mun hærra en tölur frá Svíþjóð sýna.
    Vegna þess hve lítið Svíar virðast prófa -- sé ónákvæmnin í þeim tölum líklega mikil.
    Hinn bóginn getum við einungis giskað hve stór hún sé.
    Ég ætla að sleppa þeim ágiskunum.
  2. Þetta þíðir að dánarhlutfall er örugglega mun lægra en 12%.
    Hinn bóginn, þíði lítt að velta vöngum yfir hvað það raunverulega er.
    Hvað sem menn segja þá eru einu tölurnar við höfum.
    Þær tölur að Svíþjóð sé með 12% og Bandaríkin með 5,6%.
  • Dánarhlutfall á Íslandi er raunverulega lágt þ.e. 0,56%.
    Ég reikna með því að einhver athugasemd komi.
    Er haldi því fram dánarhlutfall sé svipað í Svíþjóð.
    M.ö.o. að aðgerðir skipti engu máli.

En það að aðgerðir séu án tilgangs virðist megin kenning þeirra er vilja.
Öllum aðgerðum sé hætt og þjóðfélagið án tafar -- sett af stað aftur.
Hinn bóginn byggja þeir aðilar klárlega á -- hreinum ágiskunum.

Þó svo ég geti ekki sannað að dánarhlutfall sé hærra raunverulega í Svíþjóð en í Bandaríkjunum -- grunar mig það samt!
Að auki grunar mig að aðgerðir þær er Ísland hefur stundað.
--Hafi haft tilgang, m.ö.o. að þær hafi skilað hinu lága dánarhlutfalli.

  1. Svíþjóð sé líklega raunverulega verst, með hæst dánarhlutfall.
    Þó líklega lægra en 12%.
  2. Bandaríkin komi síðar, með dánarhlutfall 5,6% er líklega sé einnig lægra en það.
    Bandar. hafa gert meira en Svíþjóð, en voru seinni til aðgerða an Ísland.
    Bandaríkin séu þá grunar mig með hlutfallslega flr. látna en við en færri en Svíþjóð.
  3. Ísland af þessum þrem löndum sé sennilega með hlutfallslega fæsta dána.

Ég tek það fram að ekkert af þessu er hægt að sanna.
Endurtek að einu raunverulegu tölurnar sem til staðar eru.
Eru tölur yfir mælda smitaða vs. þá dána af COVID-19 sem vitað er um.
Þetta séu skárstu tölurnar sem við enn höfum.
--Þó líklega sé veruleg ónákvæmni í þeim - sérstaklega mikil töluleg ónákvæmni í Svíaríki.

  • Vegna þess hve tiltölulega margir hafa verið prófaðir á Íslandi, gott eftirlit er með mannslátum -- er ónákvæmni talna sennilega lítil hérlendis.
    Þannig grunar mig að dánarhlutfall sé líklega mjög nærri lagi hér.

 

 

Niðurstaða
Forðumst stóryrði, en ég ítreka að tölur um dánarhlutfall eru á grunni opinberra talna.
Þetta er einfaldur reikningur en ekkert verri endilega fyrir það.
Opinberar tölur eru líklega mjög ónákvæmar í löndum þ.s. tiltölulega lítt er prófað.
Auk þess ef ekki er tékkað á þeim er látast utan sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, athugað með hvaða hætti þeir létust -- gætu dánartölur einnig haft ónákvæmni.

Ég get því ekki sagt að það sé öruggt að Svíþjóð sé með dánarhlutfall yfir 12%
Eða Bandaríkin að þar sé öruggt dánarhlutfall sé yfir 5%.

  • Samt rökrétt séð hækkar það dánarhlutfall að bregðast seint við eins og í Bandar. -- þó ákveðið hafi verið tekið til handa frá miðum mars.
    Þakka ég ríkisstj. Bandar. þó fyrir að hafa þó brugðist ákveðið við.
    Og þeim fylkjum er berjast við sýkinguna.
  • Sama tíma, mundi maður ætla að það geti aukið dánarhlutfall enn frekar.
    Að grípa til enn hlutfallslega smærri aðgerða en Bandaríkin.
    Er virðist lísa málum í Svíþjóð.
  • Aðgerðir á Íslandi hafa af löndunum þrem, án vafa verið virkastar og hér að auki fóru þær nokkurn veginn strax af stað.
    Það ætti að skila lægsta dánarhlutfallinu.

Síðan getum við rifist um það hvort að bregðast við hafi slíka galla í för með sér.
Að öll lönd ættu að fara Svíþjóðarleiðina. En þ.e. krafa þeirra sem draga stórfellt í efa að tiltölulegt aðgerðaleysi í Svíþjóð sé í reynd að valda háu hlutfalli látinna.

  • Enn er í slíkum ummælum verið að halda því fram, veikin sé ekkert verri en flensa.

Sænsk upplýsingasíða: FAQ about COVID-19

Skv. henni er hópatakmörkun 50 -- þar kemur fram að prófanir fara fram á sjúkrahúsum, og fólki sem starfar í heilbrigðis-geiranum og við hjúkrun aldraðra.
--Skv. því virðist Íslendingurinn hafa sagt rétt frá, að til að fá prófun þurfu að mæta veikur á spítala.

  • Áhugavert að bera það við Ísl. þ.s. reynt er allan tímann eftir föngum að elta upp alla smitaða, víðtækar prófanir.

Þetta getur ekki annað þítt en að sænsk yfirvöld hafi nánast enga hugmynd um hve margir eru smitaðir í Svíþjóð -- þannig verður að líta dánarhlutfall mjög óvisst.
Pottþétt lægra en tölur virðst sína, samtímis engin leið að vita að hvaða marki lægra.

 

Kv.


Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna -- með harðar ásakanir á Kína

Það er veruleg umræða innan Bandaríkjanna um að skella allri sökinni á Kína þegar kemur að því tjóni sem Bandaríkin eru að verða fyrir og hafa orðið fyrir af völdum COVID-19.

  1. Bandaríkjastjórn er undir ámæli heima fyrir. Enda hefur hún ekki beitt sér eins skynsamlega gagnvart COVID-19 og framast hægt var.
  2. T.d. dróg Donald Trump það fram í miðjan Mars - að lísa yfir neyðarástandi.
    Punkturinn við slíka yfirlýsingu - er að þá getur alríkið beint aðstoðað einstök fylki Bandaríkjanna, þegar þau glíma við vandamál sem er alvarlegt innan einstakra fylkja.
    Þess vegna er það mikilvægt atriði - að gefa slíka yfirlýsingu.
    Svo alríkið geti beitt öllu sínu afli til aðstoðar.
  3. Samt var veikin greinilega farin að berast um einstök fylki Bandaríkjanna -- nærri mánuði fyrr, er Trump loks lýsir yfir neyð -- höfðu 44 fylki tilkynnt smit meðal íbúa.
    Fyrstu smitin meðal íbúa voru kynnt rétt fyrir mánaðamót febrúar/mars - eða skömmu eftir að veikin braust út af krafti á Ítalíu.
  • Augljósi punkturinn er sá - ef Trump hefði lýst yfir neyð mánuði fyrr eða a.m.k. þegar fyrstu fylkin lýstu yfir smitum rétt fyrir þau mánaðamót.
    --Hefði verið líklega hægt að takmarka verulega tjón Bandaríkjanna.
    --Miðað við það tjón er nú blasir við.
    Þ.e. manntjón sem og efnahags-tjón.

Coronavirus: Mike Pompeo calls on China to share early virus ...

Að sjálfsögðu veit veröldin að fyrstu viðbrögð Kínastjórnar voru - stinga hausnum í sand, læknir er fyrst varaði við, var settur í varðhald síðar lést sá sjálfur af COVID-19.
Síðan eftir að sjúkdómurinn fór að valda of miklu tjóni, brást Kínastjórn hratt við.

  1. Enginn getur mögulega vitað, ef Kínastjórn hefði brugðist -- enn fyrr við. Að það hefði bjargað því, að sjúkdómurinn barst út fyrir Kína.
  2. Bendi fólki á að Wuhan hérað er eitt mikilvægasta efnahagssvæði Kína, þ.s. fjöldi erlendra fyrirtækja starfa -- þ.e. ekki tilviljun veikin berst til Ítalíu, því ítölsk fyritæki t.d. starfa í Wuhan -- sem þíðir að regluleg flug hafa líklega verið milli Ítalíu og þess svæðis í Kína.
    Að sjálfsögðu eru þar einnig bandarísk fyrirtæki, og líklega einnig mjög reglulega flogið milli höfuðstöðva þeirra og starfseminnar í Kína.
  • Punkturinn á því er sá, þ.e. ekki hægt að fullyrða -- veikin hefði ekki samt getað borist út fyrir Kína, valdið sama usla burséð!
    Þ.s. ekki er hægt að útiloka að veiran gæti jafnvel hafa borist til Bandar. og Ítalíu, jafnvel áður en Kína opinberlega viðurkenndi að það væri vandamál.
    --Dagleg flug milli Wuhan og Bandar. og Ítalíu, þíði náttúrulega að veiran getur borist á milli á innan við sólarhring.

Ásakanir Pompeo: Pompeo accuses China of destroying coronavirus samples -- Pompeo rips China, WHO for allegedly withholding coronavirus information

Eitt og annað er klárlega rétt - m.ö.o. Kínastjórn klárlega eftir að hafa tilkynnt veikina til WHO - virtist um hríð vilja tala niður alvarleika sjúkdómsins.
--Coverup eða ekki, þá töluðu talsmenn hennar fyrst í stað á eftir eins og að ósannað væri að veikin bærist milli manna.

Síðan kom fram kenning, að veiran hefði stökkbreyst - aðlagast fólki betur.
Sem er per se ekki útilokað, en þættir þó til staðar gefa ástæðu til að efast að það sé rétt frásögn: Head of China’s CDC defends country’s response to coronavirus

Kínverskur sérfræðingur starfsmaður - rannsóknastöðvar í veirufræðum í Wuhan, segir að það sé rétt að Kína hafi ekki afhent eintök af vírusnum -- en vill meina að Kína hafi veitt nægar upplýsingar; með því að birta fullt genamengi vírussins 12. jan: Hunt for origin of coronavirus raises new US-China tensions

  1. Fullt genamengi eru auðvitað fullar upplýsingar um vírusinn sem slíkan.
  2. Þó til þess að framkvæma tilraunir þurfi eintök af sjálfum vírusnum klárlega.

Hinn bóginn barst vírusinn svo fljótt út fyrir Kína - næg tækifæri hafa verið til að rannsaka hegðun hans og hugsanlegar breytingar - síðan.
Þannig góð spurning hvort það skipti nokkru máli að Kína hafi ekki sent eigin eintök af vírusnum.

Pompeo vill fá að senda bandaríska vísindamenn til að taka út rannsóknarstofur í veirufræðum sem til staðar eru í Wuhan - getur hugsast að vinsæl samsæriskenning innan Bandaríkjanna hafi áhrif þar um, m.ö.o. vírusinn sé upprunninn í rannsóknarstofu eða hafi lekið þaðan: Pompeo presses China to allow lab inspections

Skv. frétt hafi Trump rætt við kínverskan kollega sinn: Pompeo calls for China cooperation amid COVID-19 tensions. Og möguleikar á samvinnu ræddir.

 

Niðurstaða

Það sem ég hef áhyggjur af - er hve viðkvæmt málið er fyrir hugsanlegri pólitískri misnotkun. En ef menn mundu fara í það fara að kenna Kínastjórn pent um allt það tjón sem hafi orðið í Bandaríkjunum, þannig bandaríkjastjórn lýsti frá sér allri ábyrgð.
--Væri þar með komin fullkomin uppskrift að mjög hörðu köldu-stríði, þ.s. útbreitt fullkomið hatursástand gæti risið fljótt.

Það gæti verið gagnlegt að sjóða saman - nefnd vísindamanna þ.s. kínverskir og bandarískir mundu starfa hlið við hlið að rannsókn uppsprettu veirunnar.
--En hvaðan hún barst er hreinlega óþekkt.

Tek sem dæmi gögn er láku frá Kína: 

The first man recorded as dying from the disease came into contact with the market, but his wife — who was also hospitalised with the disease — did not, according to a paper published by Chinese researchers in The Lancet. Of 41 hospitalised patients confirmed to have contracted the disease by January 2, the study showed only 27 had contact with the market.

Skv. þessu er það ekki á tæru svokallaður -wet market- hafi raun verið sjúkdómsuppruninn.
Þannig að eina sem hægt er að segja sé - uppruninn innan Kína sé á huldu fyrir utan að vitað er að hann brýst fyrst fram í Wuhan.

 

Kv.


Bandarísk olíufélög lentu í þeirri einstöku aðstöðu - þurfa borga kaupendum til að taka við olíunni þeirra!

Atburðir mánudagsins í Bandaríkjunum þ.s. nokkur bandarísk olíufyrirtæki virðast hafa lent í því að - þurr-ausa sitt geymslu pláss fyrir olíu - segja fjölmiðlar einstaka í sögu Bandaríkjanna.
--En aldrei áður hafi það gerst að olía hafi gengið kaupum og sölum á -- mínus-verði. M.ö.o. að olíufélögin hafi greitt kaupendum fyrir að taka við olíunni þeirra.

  1. Vegna skorts á geymslurými fyrir olíu, hafi þau tilteknu fyrirtæki er lentu í þeim geymsluvandræðum, ekki átt annan kost en að selja olíuframleiðslu dagsins jafn óðum -- burtséð frá því hvaða verð fékkst.
  2. Er Trump frétti af þessu -- lofaði hann því að opna birgða-geymslur bandaríska ríkisins og hersins, svo olíu-fyrirtæki gætu nálgast - frekari geymslu-aðstöðu.

US oil price below zero for first time in history

Nýlega skrifaði ég þennan pistil: Þrátt fyrir 10 milljón fata minnkun heimsframleiðslu olíu, verður líklega aftur svipað ástand eftir mánuð! Líklega var Pútín að bluffa er í sl. viku hann heimtaði Bandaríkin með í samkomulagi!.

  1. Ég var þá nýlega búinn að lesa pistil á vef Financial-Times þ.s. vakin var athygli á yfirvofandi birgða-geymslu-skorti olíufyrirtækja.
  2. Þetta er hluti af ástæðunni að ég talaði um -- líkur á fjárhagsvanda fyrir olíufyrirtæki.

En verðið á olíunni er ekki eini vandinn!
Geymslur kosta einnig - ef menn geyma sífellt vaxandi magn olíu.
Þá auðvitað verður sá kostnaður væntanlega tilfinnanlegur - eftir því verðlag olíu lækkar.

  • Málið eins og ég benti á, að minnkun sú á framleiðslu sem samdist um milli Saudi-Arabíu og Rússlands -- dugar hvergi nær virðis til þess að mæta þeim offramleiðsluvanda sem olíufyrirtækin búa við þessar stundir.
  • Sá offramleiðsluvandi kemur til vegna afar snöggs og afar djúps hnattræns efnahags-hruns, sem hafi komið að öllum olíu-iðnaðinum með buxurnar á hælum.

Málið er að geymslurými er ekki endalaust eins og bandarísku fyrirtækin lentu í.
Skiptir litlu hvort menn tala um -- olíuskip.
Eða olíutanka í landi.
--Bendi á að flr. lönd en Bandaríkin gætu lent í samskonar - birgðavandræðum.

  1. Þar sem líklega varir kreppan í a.m.k. 2 - ár.
  2. Þá gæti staða olíufyrirtækja orðið áhugaverð, smám saman.
    --Ekki bara í Bandaríkjunum eftir því sem birgðakostnaður hleðst upp.
    **En væntanlega eru ekki heldur til endalaus olíutankskip.

M.ö.o. fyrirtæki gætu virkilega farið að tína tölunni.

West Texas Intermediate, the US benchmark, traded as low as -$40.32 a barrel in a day of chaos in oil markets. The settlement price on Monday was -$37.63, compared to $18.27 on Friday. Traders capitulated in the face of limited access to storage capacity across the US, including the country’s main delivery point of Cushing, Oklahoma.

After the price drop, Mr Trump reiterated plans for the US to open the federally-controlled strategic petroleum reserve to store excess oil that cannot find a home in commercial storage facilities.

Trump: We're filling up our national petroleum reserves, the strategic reserves, and we're looking to put as much as 75m barrels into the reserves themselves that would top it out, -- We're going to either ask for permission to buy it, or we'll store it, one way or the other, it will be full.

Kemur fram í frétt bandaríska þingið hafði áður hafnað ósk Trumps að fá fjármögnun þingsins til að kaupa olíu af bandar. olíufyrirtækjunum til að fylla smám saman birgðastöðvar ríkisins.
--Tæknilega mögulegt einnig er að -- bjóða fyrirtækjunum pláss á leigu.
--Þannig ríkið væri ekki að kaupa af þeim.
En það væri ekki sú fjárhagslega björgunaraðgerð sem Trump vill.

Stephen Schork, editor of oil-market newsletter The Schork Report, said he expected access to storage capacity in the US to be exhausted within two weeks — and cautioned that the collapse of the country’s oil consumption was accelerating. -- It just gets uglier from here, -- This summer is dead on arrival. The biggest demand months are not going to happen,

  • Brent, the international benchmark, lost 8.9 per cent on Monday to fall to $25.57 a barrel, but is less immediately afflicted by storage issues. 

Ég velti fyrir mér hvort það var út af vanda olíufyrirtækjanna - sem Trump um daginn óskaði fámennum hópum mótmæla gegn lokunum innan 3-ja fylkja með demókrata sem ríkisstjóra, góðs gengis í því að mótmæla slíkum lokunum?
--An það býður upp á tæknilega mögulega hótun frá Trump.

Ef fylkisstjórar hafna því að hætta lokunum.
Að Trump hvetji fylgismen sína til að standa fyrir mótmælastöðum.
--Krafan um að opna Bandaríkin aftur.

Nýjustu tölur um COVID-19 sýkingar: United States Coronavirus Cases: 792,759 (virkja hlekk til að sjá töluna núna).

Ps: Frekara olíuverðfall hefur orðið þriðjudag

Brent crude drops below $20 per barrel for first time in 18 years: Brent, the international crude marker, slipped to $18.10, indicating that markets see no immediate let-up to the collapse in oil demand...

Ps2: Brent crude er nú á -- $15.98 a barrel, its lowest point since mid-1999."

International oil prices fall to more than two-decade low

Olíuverð heldur áfram að falla ekki séð fyrir þann enda.

Heims-olíuverð farið niður fyrir 16 Dollara.

 

Niðurstaða
Það virðist kýrskýrt að bandarísk olíufyrirtæki eru í vanda. Um sl. helgi tók Trump undir kröfu frá fámennum mótmælum andstæðinga - aðgerða gegn COVID-19 innan sinna fylkja, að það eru Demókratar sem eru fylkisstjórar í þeim þrem fylkjum sjálfsagt hrein tilviljun.
Skv. frétt Financial Times um olíuverðhrunið í Bandaríkjunum, þá hefur Trump áður óskað eftir því við bandaríska þingið - ekki fengið til þess heimild, að fá fjármögnun frá þinginu til alríkisins til að kaupa olíu af bandarískum olíufyrirtækjum til að fylla upp birgðastöðvar í eigu alríkisins.
--Nú þegar blasir við að virðist neyðarástand hjá bandarískum olíufyrirtækjum, má væntanlega reikna með - einhverjum snörpum viðbrögðum frá Trump.

Spurning hvort - rígurinn milli flokkanna leiði til þess að enn verði aðgerðir til að bjarga olíufyrirtækjunum, blokkaðar á þinginu.
--Ef svo verður, mundi Trump væntanlega leita hefnda gegn Demókrötum með einhverjum hætti.

Spurning hvort Trump mundi beita fyrir sig fylgismönnum sínum, til að standa fyrir frekari mótmælum innan bandarískra fylkja - með Demókrata sem ríkisstjóra?

  • En það gæti skapað mjög áhugavert ástand innan Bandaríkjanna - í því ljósi að COVID-19 klárlega er þar enn í hraðri útbreiðslu.
    Stefnir í milljón staðfesta sýkta í nk. viku.
  • Ef Trump færi að stefna frekar á að efla mótmæli gagnvart - COVID-19 aðgerðum einstakra fylkisstjóra sem eru Demókratar.

Spurning hvað annað Trump gæti hugsanlega gert í hefndarskyni?
En ef aðgerðir gegn COVID-19 verða að -- opinni samfélagsdeilu með slíkum hætti.
--Mundi það að sjálfsögðu hraða enn frekar dreifingu smita.

Spurning hvað þá gerðist með fylgi forsetans?

 

Kv.


Trump bálreiður því Roger Stone vinur hans fær ekki ný réttarhöld, Stone var dæmdur til 40 mánaða varðhalds fyrr á þessu ári þrátt fyrir afskipti Trumps af réttarhaldinu!

Roger Stone var án vafa mikill vinur Trumps, Trump er greinilega afar hlítt til hans -- mikla athygli vakti seint á sl. ári er Trump virtist gefa skipanir á Twitter að málsókn gegn Stone yrði breitt.
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sem er þekktur fylgismaður Trumps - þá strax í kjölfarið sagði kröfu saksóknar um 7-9 ára fangelsi langt fram úr hófi, ósanngjarna.
--Í kjölfar þeirrar ádrepu, hættu 4 ðstoðar-saksóknarar er þátt tóku í málarekstri fyrir saksókn afskiptum af máli Stone, og krafa saksóknar var færð í kjölfarið niður í ósk eftir skilorðsbundnu varðhaldi, m.ö.o. að Stone færi ekki í fangelsi!

  • Eiginlega virðist sem að saksókn hafi þá lagað sig að óskum Stone um málalok.
  • Margir vildu meina það stefndi í að -- Stone fengi að ráða eigin dómsniðurstöðu.

Í þessari grein er farið yfir feril Stone: Meet Roger Stone: One of Trump's most loyal supporters who was just sentenced to serve 40 months in federal prison.

Margir vilja meina að Stone hafi meitlað Trump sem pólitíkus.
Skoðanir Trumps og Stone virðast það líkar - nánast eins og þeir séu tvíburar.
--Frægt að Stone er með risastórt tattoo af Richard Nixon á bakinu.

Augu margra voru því á því hvað dómarinn mundi gera í febrúar sl. er dómur yrði birtur:
M.ö.o. fengi Stone einungis skilorð -- eins og saksókn virtist gera skv. fyrirmælum Trumps?
Eða yrði dómur nær því sem asksókn lagði til áður en Trump hóf bein afskipti af málinu?
--Viðurkenni að ég gleymdi að fylgjast með því hver dómurinn var.

  • En Stone fékk 40 mánaða dóm, og var áður úrskurðaður sekur um alla ákæruliði.
  1. Fyrir suma var þetta líka spurning um sjálfstæði dómstóla.
  2. M.ö.o. hvort dómur fylgdi því er virtust skipanir forseta/framkvæmdavalds.

Hvað sem dómarinn hugsaði öðru leiti, þá gagnrýndi hún Stone harðlega er hún veitti honum 40 mánuði.

 

Það nýjasta er sem sagt, Stone er neitað um -- ný réttarhöld
Krafa um ný réttarhöld var sett fram á þeim grunni, einn kviðdómenda hafi logið til um sína pólitísku afstöðu og því skort nægilegt hlutleysi í máli Stone.
Stone heldur því fram viðkomandi kviðdómandi hafi logið um sína afstöðu.
Og sagði því niðurstöðu kviðdóms ómarktæka.

Stone er auðvitað niðurstöðunni að hafna beiðni um nýtt réttarhald - reiður.
Trump tekur undir í tvíti sem hefur vakið athygli.

Donald J. Trump@realDonaldTrump, 9h, This is a disgraceful situation!
Quote Tweet,
Charlie Kirk@charliekirk11
Apr 16
BREAKING: Roger Stone is DENIED a new trial by Obama Judge Amy Berman-Jackson Despite a stacked, partisan jury Despite a rigged, unfair sentencing process He STILL faces prison time while Comey & Clinton walk free This is a disgrace.
RT for a FULL PARDON of Roger Stone!

Skemmtilegt að Trump -- vísar beint í einstakling sem er að vísa í frétt Russia-Today.
Í niðurlagi fréttar hvatning um að krefjast -- náðunar fyrir Stone.

  • Það niðurlag hefur auðvitað vakið athygli, menn velta því fyrir sér hvort Trump ætli að náða Stone hugsanlega jafnvel fljótlega.
  1. Höfnun dómara í neðri - alríkisrétti - virðist á þeim grunni að -- verjandi Stone hafi fengið tækifæri til að gagnspyrja kviðdómendur - við það tækifæri hafi verjandi haft tækifæri til að rannsaka hvern kviðdómanda fyrir sig.
    Mikilvæga spurningin að mati dómara sé, hefur eitthvað nýtt komið fram - sem eðlilegt er að ætla að verjandi hafi ekki getað komast að á þeim tíma?
  2. Að mati dómara hafi krafan um nýtt réttarhald ekki sýnt fram á að kviðdómandi hafi logið - en dómari vitnar beint í svör kviðdómanda sem virðist hafa sagt á þeim tíma ekki muna hvort hefði eða ekki sett inn athugasemdir á facebook um Trump, eða mál Stone.
    Þá spyr sem sagt dómari á móti -- hver er lýgin?

    Þessi frétt inniheldur úrskurð dómara:
    Judge denies Roger Stone's motion for new trial.

  3. Dómari hafnar síðan kröfunni um nýtt réttarhald á þeim grunni, að ekki hafi verið -- sannað að um lygar hafi verið að ræða af kviðdómanda, að ekki hafi komið fram neitt nýtt, sem verjandi Stone hafði ekki aðstöðu til að komast að á sínum tíma.
    M.ö.o. færslur sem eru á netinu.
  • Væntanlega er dómari þá að vísa til athafnar er fer fram undan formlegu réttarhaldi er verjandi og sækjandi fá báðir tækifæri til að taka þátt í vali kviðdóms.
    --Við það tækifæri eiga þeir að spyrja þá spjörunum úr, og hafna þeim sem þeir geta sínt fram á að séu - vanhæfir vegna skorts á hlutleysi.
  • Ég held það sé réttur skilningur á bandarískum hefðum hvað þetta varðar - að eftir þetta líti réttarhaldið svo á að verjandi og saksókn hafi samþykkt kviðdóm.
    --Það geti því verið að dómari sé einfaldlega að vísa til þess að verjandi hafi samþykkt kviðdóminn eins og kviðdómurinn hafi verið skipaður.

Ef skilningur minn er réttur - verði krafa um nýtt réttarhald þá að byggja á tvennu:
--Meintum lygum kviðdómanda.
--Að ný gögn hafi komið fram sem verjandi Stone gat ekki vitað á þeim tíma sem val kviðdómanda fór fram.
Dómari telur greinilega hvorugt eiga við!

Trump bemoans 'disgraceful situation' after Roger Stone denied new trial

Roger Stone denied new trial and gag order lifted

--Frétt CNN er greinilega hlutdræg í mati.

 

Niðurstaða

Ég reikna með því að fljótlega líklega veiti Trump vini sínum Roger Stone náðun. En allan tímann hefur Trump staðið með Stone í gegnum réttarhaldið, sagt málarekstur fáránlegan - Stone saklausan, afstaða sem Trump heldur sig greinilega enn við þó Stone hafi verið dæmdur sekur og síðan fengið dóm.
--Hvað sem segja má um Trump er forseti Bandaríkjanna greinilega vinur vina sinna!

  • Ætla ekki að taka afstöðu til sektar/sakleysis Stone.
    Það greinilega ætlar að sannast það fornkveðna gott sé að eiga vini í háum embættum.

Meginákærurnar gegn Stone virðast hafa snúist um að hann hafi logið að FBI og haft afskipti af kviðdómendum er þóttu óeðlileg, m.ö.o. beitt þá þrýstingi. Bendi á það er alltaf lögbrot að ljúga að lögreglu, burtséð frá öllu öðru. Og í þeim löndum þ.s. kviðdóms fyrirkomulag er haft á réttarhaldi, er einnig lögbrot að beita kviðdómendur þrýstingi eftir skipun þeirra.

 

Kv.


Trump segist ætla opna Bandaríkin fyrir viðskipti - sama dag hann fullyrti hann gæti skipað ríkisstjórum Bandaríkjanna að binda endi á svæðislokanir vegna COVID-19!

Það er óhætt að segja að fullyrðingar Trumps um völd yfir ríkisstjórum Bandaríkjanna hafi fallið í töluvert gríttan jarðveg - hinn bóginn benda orð sem hann síðar lét frá sér falla sama dag á þann veg, hann ætli að opna Bandaríkin að nýju fyrir viðskipti.
--Til þess að hann vilji enda svæðis-lokanir sem fyrst.
--Eins og flestir ættu vita, hefur þeim verið beitt af ríkisstjórum þeirra ríkja Bandaríkjanna þar sem COVID-19 hefur náð hvað mestri útbreiðslu.

  1. Þekktar sýkingar komnar yfir 600þ.: United States Coronavirus Cases: 611,745 . (Virkja hlekkinn til að sjá hver talan er nú).
  2. Þriðjudag létust fleiri einstaklingar af COVID-19 í Bandar. en nokkurn einstakan dag fram til þessa: Over the past 24 hours, a further 2,299 people died, according to the latest data from the Covid Tracking Project, taking the total to 25,668.

Þetta er ekki beint það veganesti sem bendir til þess, að nú sé tími til að huga að því að binda endi á -- harðar aðgerðir gegn sjúkdómnum sem allra fyrst.

A presidency of two for coronavirus: Trump hands his sidekick the ...

Svokallað -- 10th. Amendment í stjórnarskrá Bandaríkjanna: The powers not delegated to the United States by the Constitution, nor prohibited by it to the States, are reserved to the States respectively, or to the people.

  1. Þetta er mjög mikilvægt atriði, að skv. stjórnarskrá Bandaríkjanna - er allur vafi ríkjunum í hag, þ.e. ríkisstjórunum.
  2. M.ö.o. það vald sem ekki er skírt skilgreint vald alríkisins - tilheyri ríkjunum.

Sem sagt, ef hvergi stendur skírt orðað - að forsetinn geti tekið ráðin af ríkisstjórunum t.d. hvað varðar hvort ríkisstjórarnir telji að enn þurfi að viðhafa víðtækar svæðislokanir.
--Þá hafi forsetinn einfaldlega ekki þau völd sem Trump heldur fram að hann sem forseti hafi.

Rand Paul -- the constitution doesn’t allow the federal to become the ultimate regulator of our lives because they wave a doctor’s note -- Powers not delegated are RESERVED to states & the PEOPLE.  If we dispense with constitutional restraints, we will have more to worry about than a virus,...

Hann vitnar sem sagt - beint til 10. Breytingarinnar.

Einn af þekktari ríkisstjórum Bandaríkjanna!

Mario Cuomo - The first point is: He does not have total authority . . . That statement cannot stand, -- We don’t have a king in this country. We didn’t want a king.

Örugglega ekki mjög oft sem Rand Paul og Mario Cuomo eru algerlega sammála.

Donald Trump, blaðamannafundur þriðjudagskvöld:

The plans to reopen the country are close to being finalised, and we will soon be sharing details and new guidelines with everybody,

I will be speaking to all 50 governors, very shortly, and I will then be authorising each individual governor of each individual state to implement a reopening ... at a time and in a manner as most appropriate.

Mr Trump said reopenings would be -- very close ... maybe even before the date of May 1.

Hafandi í huga að þegar ég skrifa þetta er 14. apríl, hafandi í huga að sýktum Bandaríkjamönnum hefur fjölgað frá sl. föstudag úr rúmlega 500þ. um 100þ. yfir í rúmlega 600þ.
--Fjölgun tæp 100þ. ca. á innan við viku.
Og að Bandaríkin höfðu sama dag og Trump tjáði þessar skoðanir sínar -- mesta mannfelli af völdum COVID-19 til þessa.
--Get ég ekki ímyndað mér að nokkur von sé til þess, að fara að opna Bandaríkin aftur í maí.

  1. Klárlega þarf veikin fyrst að toppa.
  2. Sú stund er bersýnilega hvergi nærri enn í Bandaríkjunum.
    --Þó vísbendingar séu að hún sé nærri toppi í NewYork og hugsanlega einnig Kaliforníu.
    --Þá virðist veikin enn í hraðri sókn á mörgum svæðum þar fyrir utan.

Umdeild ummmæli Donalds Trumps:

The authority of the President of the United States having to do with the subject we're talking about is total. -(um ríkisstjórana)- They can't do anything without the approval of the President of the United States.

Rand Paul var ekki eini þekkti Repúblikaninn til að hafna þessum orðum!

Liz Cheney -- The federal government does not have absolute power. -- The powers not delegated to the United States by the Constitution, nor prohibited by it to the States, are reserved to the States respectively, or to the people.' United States Constitution, Amendment X.

Hún vitnaði m.ö.o. einnig beint í orð 10. Breytingarinnar.

Ég held að það sé alger óþarfi að vera kurteis við Trump í þetta sinn.
Orð Trumps um allsherjar ákvörðunar-vald yfir ríkjunum þegar kemur að svæðislokunum.
Hafi verið tóm steypa eða með öðrum orðum -- Trump staðinn að því að bulla!

 

Niðurstaða

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Trump er staðinn að því að halda fram staðlausum stöfum, langt í frá fyrsta sinn -- hinn bóginn er ástandið alvarlegra innan Bandaríkjanna en nokkru sinni í hans valdatíð. Þess vegna eru orð hans alvarlegri en áður.
En við erum að tala um ákvarðanir er gætu orðið fjölda manns að fjörtjóni.
Höfum í huga að fyrstu vísbendingar eru að koma fram að harðar aðgerðir séu að byrja að hægja á smitun á sumum svæðum, sbr. NewYork og Californíu.
--Það á hinn bóginn þíði ekki, að þá sé hægt að hætta þeim aðgerðum í bráð. En greinilega er hröð fjölgun smita enn heldur betur í gangi innan Bandaríkjanna.
--Að það að hætta hörðum aðgerðum, mundi einungis leiða til enn hraðari fjölgunar smita, og til þess líklega að mun fleiri Bandaríkjamenn mundu láta lífið af völdum COVID-19 en annars.

  1. Það sem aðgerðir á Íslandi t.d. sína fram á, að algert lykilatriði er að hægja á smitunarferlinu, til þess að verja heilbrigðiskerfin.
  2. Þar fyrir utan sé mjög mikilvægt að beita víðtækum prófunum til að leita uppi smit, þannig leita uppi hugsanlega aðra heita punkta smita - svo unnt sé að beita aðgerða-pakka til að hamla fjöglun smita - með sem skilvirkustum hætti.

Til samans bjarga þær aðgerðir lífum. Hafandi í huga Bandaríkjamenn eru 1000 sinnum fleiri, er að sjálfsögðu verið að tala um -- verulegan fjölda mannslífa er geta bjargast eða farist.
Eftir því hvaða stefnu er beitt!

  • Hvað vakir fyrir Trump?
  • Grunur vaknar að sjálfsögðu hann óttist að COVID-19 skaði endurkjörs möguleika hans.

Hann hefur sl. 3 ár endurtekið hamrað á góðu atvinnu-ástandi og hagvexti, sagt það allt honum að þakka -- nú þegar yfir 10% atvinnuleysi er snögglega skollið á.
Heldur hann ef til vill að sú neikvæða þróun geti dregið niður endurkjörslíkur.
--Hinn bóginn grunar mig, að ósannfærandi nálgun á baráttuna gegn COVID-19, geti skaðað hann mun meir!

Enn þeirra skoðunar sbr. skoðun er ég setti fram í upphafi mars að COVID-19 geti verið það mál sem komi til með að ráða úrslitum kosninganna nk. haust: Gæti COVID-19 skaðað framboð Donalds Trumps? COVID-19 byrjuð að dreifast í Bandaríkjunum!.
--Þetta sagði ég þegar lágu fyrir fyrstu staðfestu samfélags-sýkingar í Bandaríkjunum!

 

Kv.


Þrátt fyrir 10 milljón fata minnkun heimsframleiðslu olíu, verður líklega aftur svipað ástand eftir mánuð! Líklega var Pútín að bluffa er í sl. viku hann heimtaði Bandaríkin með í samkomulagi!

Málið var að heims-olíuverð líklega hefði endað vel undir 20 Dollurum, það fer enginn að segja mér að stóru olíuframleiðsluþjóðirnar hafi efni á það lágu verði -- líklega væri innan við 20 Dollara verð undir framleiðslukostnaði Rússlands, framleiðslukostnaður Saudi-Arabíu er áætlaður einungis 3 Dollarar á hinn bóginn!
En á móti kemur bæði lönd virðast nota olíutekjur beint til að fjármagna ríkissjóði, talað um að ríkissjóður Rússlands þurfi milli 40-50 Dollara til að vera ekki rekinn með halla, tölur um þörf ríkissjóðs Saudi-Arabíu hafa verið hærri -- a.m.k. virtist öruggt að ríkissjóðir beggja landa væru í taprekstri skv. verðum á bilinu 20-30 Dollarar.

  1. Bandaríkin hafa nú 3-vikur í röð séð atvinnuleysi hækka um ótrúlegar tölur - rafmagnsnotkun virðist á sumum svæðum í Bandar. hafa minnkað um svo mikið sem 30%.
    Stórfelldur samdráttur virðist einnig í Evrópu, og ekki gleima því lamandi hönd COVID-19 fer nú um heim allan.
  2. Það virðist afar ósennilegt að öll sú minnkun á neyslu á olíu í heiminum er líklega verður -- sé öll komin nú þegar inn.
    Það má því reikna með frekari minnkun neyslu á olíu á nk. mánuðum til viðbótar þeirri er þegar hefur orðið.
  • Þ.s. minnkun framleiðslu um 10 milljón tunnur virðist rétt svo duga til að stöðva lækkunar-ferli verðlags miðað við þá minnkun neyslu sem þegar er dottin inn.
  • Virðist ljóst, að verð líklega fari aftur fljótlega að nýju í lækkunarferli.

Eitt vandamál við samkomulag Rússlands og OPEC - það tekur ekki gildi fyrr en nk. mánuð:
G20 ministers meet to endorse Opec-Russia deal to slash oil production.

Af hverju það er vandamál var bent á af Lex hjá FT: Opec/Russia oil deal.

  • Í maí var áætlað áður en ákvörðun var tekin hjá OPEC og Rússlandi, að umfram-framleiðsla hafi tekið á leigu nánast öll stór olíutankskip sem til eru í heiminum - til að nota þau sem fljótandi geymslur.
  • Eins og ég benti á, framleiðslu-lækkun tekur ekki gildi fyrr en í Maí.
    Þegar mat óháðra aðila er að flest risaskip verði komin í hlutverk geimsla fyrir olíu.

Spurningin sem Lex velti fram -- hvar ætla framleiðendur að geyma alla olíuna sem þeir hleypa ekki inn á markað?
--Framleiðendur hafa verið að geyma gríðarlegt magn olíu, ekki selt hana - samt hafði olíuverð fallið niður í rétt í kringum 20 Dollara, stefndi niður fyrir.

  1. Þegar heims-neysla á olíu dregst frekar saman.
  2. Verður væntanlega - geimslukostnaður hratt vaxandi vandamál hjá framleiðendum.
  • En því færri skip, því hærri leigu þarf að borga fyrir frekari leigutökur skipa.
    Þá auðvitað til að geyma olíu sem ekki eru nokkrar tekjur af.

Ég hugsa þar af leiðandi að Pútín hafi vent um kúrs.
Þegar honum hafi verið gert ljóst að það hafi stefnt í gríðarlegt tap í rekstri olíuiðnaðar Rússlands!

Varðandi kröfu Pútíns frá sl. viku að Bandaríkin ættu að taka þátt í framleiðslulækkun, var það algerlega á tæru að Donald Trump gat ekki lofað nokkru slíku!

  1. Kemur einfaldlega af mismunandi kerfum - Saudi-Arabía, Mexíkó, Íran, Rússland o.flr. viðhafa - ríkisrekstur um olíu-iðnað.
    Þá er einfalt fyrir ríkisstjórnir að taka ákvarðanir.
  2. Hinn bóginn hafa Bandaríkin og Kanada olíuiðnað sem er algerlega einkarekinn.
    Það þíðir, að ríkisstjórnir þessara landa - hafa ekki valdheimildir til að fyrirskipa minnkun framleiðslu, eða tiltekin verð.
    --Einfalt mál, að Donald Trump er ófær um að mæta slíkri kröfu.

Yfirlýsing Trumps á G20 að Bandaríkin mundu minnka framleiðslu síðar á árinu.
--Var því innantómt orðagjálfur a.m.k. að einhverju leiti.

En sennilega velja einkafyrirtækin að minnka framleiðslu, frekar en að stefna dýpra inn í tap.
--Hinn bóginn, getur Trump ekki vitað að hvaða mati þau ákveða slíkt.

Hann getur einungis ályktað að slíkt séu sennileg viðbrögð.

  • Málið er að ekki einungis að Kanada og Bandar. viðhafa einkarekstur.
    Heldur eru að auki ströng lög er banna - samtakamyndun um: verðsamráð og samráð um framleiðslu; hægt er að setja menn í fangelsi fyrir að brjóta slík lög.
    --Fyrirtækin m.ö.o. mega ekki ákveða framleiðslu sameiginlega, ekki heldur verð.
    --Ríkisstjórnir eru einnig bundnar af lögum, geta ekki fyrirskipað lögbrot.

Tæknilega gætu þing þeirra landa gert umfangsmiklar lagabreytingar.
Jafnvel fyrirskipað allsherjar þjóðnýtingar framleiðslu á olíu og gasi.
--En slíkt virðist mér afar ósennilegt í þeim löndum tveim.

 

Niðurstaða

Það virðist ljóst að COVID-19 muni orsaka afar lágt heimsmarkaðsverð fyrir olíu á þessu ári - ef Rússland ásamt OPEC minnka ekki framleiðslu frekar, má vel vera verðlag fari vel niður fyrir 20 Dollara, þannig að líklega lendi lönd sem eru afar háð tekjum af olíu í miklum taprekstri.

Fyrir lönd þeirra meginhagkerfi eru ekki á grunni framleiðslu og sölu olíu.
Þá virkar þetta lága olíuverð - sem óbein efnahagsaðstoð.
Minnkar a.m.k. að einhverju leiti það efnahagstjón sem COVID-19 er að framkalla.

  • Bandaríkin rökrétt græða meir en þau tapa á lágu olíuverði - þ.s. olía og gas samanlagt sé vel innan við 10% heildar-efnahagsumsvifa Bandaríkjanna.
    --Fyrir meginþorra hagkerfis Bandar. sé olía kostnaður - neyslu-afurð.
    --Þannig að lágt verð sé gott fyrir meginhluta bandar. hagkerfisins.

Fyrir lönd þeirra tekjur eru stærstum hluta olía og gas, hlýtur lágt verðlag að vera afar efnahagslega skaðlegt -- Rússland að sjálfsögðu er eitt þeirra landa. Lít á það sem afar gagnrýnisvert á stjórnun Pútíns, að enn sé olía og gas meginþorri útflutnings Rússlands eins og er Jeltsín stjórnaði þar áður. Yfir sama árabil, höfum við borið vitni risi Kína úr fátækt til bjargálna, þróun stærsta framleiðsluhagkerfis heimsins -- þannig maður veltir fyrir sér hvernig Rússland væri ef Pútín hefði hafið samskonar efnahagsuppbyggingu!
--Í mínum augum þar af leiðandi er valdatíð Pútíns líklega töpuð ár.

  • Þessi misseri mun óhjákvæmilega þrengja mjög að í Rússlandi, samtímis er veikin geisandi þar einnig -- enginn veit í reynd hve margir eru sýktir, en afar lítt virðist að marka opinberar tölur.

 

Kv.


Singapore virðist vera lenda í nýrri öldu COVID-19 sýkinga! Skv. frétt hefur sýkingum fjölgað snögglega mesti fjöldi sýkinga á einum degi sl. sunnudag!

Þetta vekur athygli því -- Singapore hefur á samfélagsmiðlum verið hampað sem dæmi þess, að harðar lokanir séu leiðin áfram. Singapore lokaði mjög fljótt á ferðalög til eyjunnar að utan, sérstaklega frá Kína -- þetta hafa margir séð sem fyrirmynd.

Singapore eyjan við suður-enda Malakkaskaga!

Maps of Singapore | Detailed map of Singapore in English | Tourist ...

Singapore fights third wave of coronavirus infections

Total infections have jumped more than 60 per cent in the past week to 1,623, including 120 on Sunday and 142 on Wednesday, a record for a single day for Singapore.

The trend is particularly concerning in the past week, -- said Gan Kim Yong, minister of health, citing the emergence of new clusters and the growing number of patients with no links to confirmed cases.

Singapore on Tuesday evening passed a bill -- valid for up to six months -- banning social gatherings of any size -- Singapore has also closed schools and most workplaces until May 4.

People can only leave their homes for essential services, groceries or to exercise in the park at a safe distance. 

The number of Singapore’s locally transmitted infections has grown fourfold in the past fortnight following a wave of imported infections.

Þetta kemur ekki skírt fram í frétt - þó það megi lesa milli lína þ.s. segir í frétt um innfluttar sýkingar - að það virðist að yfirvöld í Singapore hafi losað um ferða-takmarkanir er settar voru snemma á árinu.

Í fréttinni kemur fram, að yfirvöld í Hong-Kong eru einnig að glíma við sambærilega - nýja dreifingu COVID-19, og eru aftur að herða verulega reglur í þessari viku.

  1. Þetta virðist staðfesta þ.s. landlæknir á Íslandi hafi bent á, þegar hann hafnaði því að setja alls-herjar lokanir.
  2. Það er vandinn, hvað gerist þegar þeim lokunum er hætt?

Vandinn er sá að meðan -- lyfi hefur ekki enn verið dreift.
Þá er augljós hætta á að sjúkdómurinn taki sig strax upp er lokunum er hætt.
--Þetta virðist hafa gerst í Singapore og Hong-Kong.

  • Þar sem enn getur verið meira en heilt ár í lyf.
  • Síðan þarf að framleiða það og dreifa því, dreifing getur verið risavaxið verkefni í stórum og fjölmennum löndum.

Spurningin er einfaldlega -- ganga lokanir heilla þjóðfélaga upp í það langan tíma?
--Auðvitað innkoma í umræðu hvað er best.

  1. En það getur verið að skárst sé að loka ekki alveg, þess í stað gera ítrasta til að hægja á dreifingu sjúkdóms -- en samt lofa honum að dreifa sér.
  2. Hæg dreifing lágmarki dánartölu með því að verja heilbrigðis-kerfið, samtímis myndast smám saman ónæmi innan samfélagsins eftir því sem sjúkdómurinn dreifist.

--Meðan enn séu fjölmennir hópar er ekki hafa fengið veiruna.
Eða ekki hefur enn verið dreift lyfi til allra sem ekki hafa fengið hana!

  • Þá virðist ljóst að veiran getur tekið sig upp aftur.

 

Niðurstaða

Mig grunar að skárst sé að hægja á dreifingu sjúkdómsins án allsherjar lokana, þannig veirunni er samt leyft að dreifa sér - en á hraða sem heilbrigðis-kerfið ræður við.
Þannig smám saman byggist um hjarðónæmi og það á endanum tryggir að sjúkdómurinn gís ekki aftur upp, og normal er hægt að endurreisa.

Ég er eiginlega að segja - kannski er Ísland að fylgja skárstu stefnunni.

 

Kv.


Boris Johnson lagður inn á sjúkrahús vegna COVID-19! Færður síðan á bráðadeild á mánudag, ástand forsætisráðherra Bretlands alvarlegt bersýnilega!

Þegar ég var að lesa athugasemdir við grein Financial Times um málið, þá virtust margir telja sennilegt að Johnson væri alvarlega veikur. Eiginlega vegna þess hversu brátt að innlögn hans virðist hafa borið.
Undanfarna daga hefur Boris Johnson stjórnað landinu heiman að frá sér vegna veikinda.
Bent er á, að Johnson sé klárlega tregur til að láta leggja sig inn, því hljóti ástand hans hafa verið slæmt fyrst hann samþykkti að fara á sjúkrahús.
--Auðvitað eru þetta vangaveltur, en kannski sennilegar sem slíkar.
-----------
Á sunnudag bárust fregnir af því Boris Johnson hafi verið færður á sjúkrahús.
Á mánudag komu þær fregnir að sóttin hafi versnað, og Boris Johnson hafi verið færður á gjörgæslu.

Boris Johnson - Wikipedia

Boris Johnson taken to hospital over coronavirus symptoms

  1. On the advice of his doctor, the prime minister has tonight been admitted to hospital for tests,
  2. This is a precautionary step, as the prime minister continues to have persistent symptoms of coronavirus 10 days after testing positive for the virus.

Nokkrum fannst ótrúlegt að það gæti staðist  sem talsmaður forsætisráðherra sagði.
Að Johnson væri lagður inn - til að fara í frekari próf.
--Hingað til hefur manni virst að þeir sem verða nægilega veikir til að þurfa spítalavist, séu þá virkilega alvarlega veikir - þ.e. með lugnabólgu, er getur í verstu tilvikum krafist öndunarvélar.
--Lungnabólgutilfelli þurfa ekki að verða alveg það skæð á hinn bóginn.

  • Ef hann er greindur með lungnabólgu vegna COVID-19 virðist rökrétt að leggja hann inn.
  • Þó hann sé ekki endilega það alvarlega veikur að þurfa aðstoð við öndun.

---------------
Frétt mánudags: Boris Johnson moved to intensive care as condition worsens.

Over the course of the afternoon the condition of the prime minister has worsened and, on the advice of the medical team, he has been moved to the intensive care unit of the hospital.

Yfirlýsing ríkisstjórnar Bretlands ekki orðlöng.
Það lítur sannarlega ekki vel út að hann sé kominn yfir á gjörgæslu.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að spá því að Boris sé á förum úr þessu lífi - en nú þegar ljóst er að Boris hafi verið færður yfir á gjörgæslu virðist á tæru að ástand forsætisráðherra Bretlands er alvarlegt.
Óskum honum góðs bata!
--Hef aldrei haft skoðun á hvort Bretland á að Brexitera eða ekki, Brexit sé ekki tilfinningamál hjá mér.

Það mundi sannarlega geta skapað flókið pólitískt ástand á Bretlandi ef Boris væri lagður af velli af COVID-19 vírusnum, en þá mundi aftur þurfa leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum. Sá sem var næst efstur síðast - er ekki harður fylgismaður BREXIT.

 

Kv.


Trump hefur viðurkennt meira en 2 milljónir Bandaríkjamanna geta látist af völdum COVID-19

Við mánaðamót febrúar/mars nefndi ég það sem hugsanlega möguleika að COVID-19 gæti skaðað framboð Trumps: Gæti COVID-19 skaðað framboð Donalds Trumps? COVID-19 byrjuð að dreifast í Bandaríkjunum!. En á þeim punkti virtist ríkisstjórn hans ekki taka COVID-19 alvarlega sem hættu.
Viku síðar lokaði Trump á flug frá fjölda Evrópulanda - en taldi enn litla hættu innan Bandaríkjanna sjálfra. Síðan undir lok þeirra sömu viku þ.e. föstudag, lýsir Trump yfir neyðarástandi og samþykkir tillögu Bandaríkjaþings um umtalsverða fjárveitingu til þess að efla próf fyrir sjúkdómnum innan Bandaríkjanna og baráttu gegn honum almennt.

Málið er að það voru merki um það - um svipað leiti og stórfelld smitdreyfing hófst á Ítalíu kringum 20. febrúar - að dreifing smita væri þegar til staðar innan Bandaríkjanna.
--Þegar Trump síðan lýsti yfir neyðarástandi, voru 44 fylki búin að lísa yfir dreifingu smita.
--Í dag hafa öll fylki Bandaríkjanna líst yfir smit-dreifingu meðal íbúa.

United States Coronavirus Cases: 211,143 (getið tékkað virkjað hlekkinn)

Þetta er fjöldi smita þegar ég skrifa þessi orð.
Sl. laugardag var talan rétt rúmlega 100.000.
Laugardaginn þar á undan, tæplega 20þ. fyrri hl. dags.
Þegar Trump lýsti yfir neyð - voru þekkt smit innan við 1000.
--Fjöldi þekktra smita er nú langsamlega mestur af löndum heims.
**Hafið í huga, þekkt smit, Indland líklega t.d. hefur mun flr. smit.

  • Vísbendingar eru að Ítalía sé ca. búin að ná toppi, tala nýrra smita fer nú minnkandi dag frá degi, sama gildir um tölur yfir dauðsföll.
  • Engar vísbendingar enn á þann veg að Bandar. séu nokkurs staðar nærri að toppa.


Trump segir dauðföll geta farið í 2,2 milljónir!

THE PRESIDENTI just want to reiterate, because a lot of people have been asking, “Well, what would have happened if we did nothing?  Did nothing — we just rode it out.”
And I’ve been asking that question to Tony and Deborah, and they’ve been talking to me about it for a long time.  Other people have been asking that question. And I think we got our most accurate study today, or certainly most comprehensive. 
Think of the number: 2.2 — potentially 2.2 million people if we did nothing.  If we didn’t do the distancing, if we didn’t do all of the things that we’re doing.  And when you hear those numbers, you start to realize that with the kind of work we went through last week, with the $2.2 trillion, it no longer sounds like a lot, right? 
So you’re talking about — when I heard the number today — first time I’ve heard that number, because I’ve been asking the same question that some people have been asking — I felt even better about what we did last week with the $2.2 trillion, because you’re talking about a potential of up to 2.2 million.  And some people said it could even be higher than that. 
So you’re talking about 2.2. million deaths — 2.2 million people from this.  And so, if we can hold that down, as we’re saying, to 100,000 — that’s a horrible number — maybe even less, but to 100,000; so we have between 100- and 200,000 — we all, together, have done a very good job.  But 2.2, up to 2.2 million deaths and maybe even beyond that.  I’m feeling very good about what we did last week.

Ég fagna því Trump taki þessu nú eins alvarlega og full ástæða er til. Ég er einmitt sammála því að möguleiki sé til staðar á dauðsföllum yfir milljón -- jafnvel svo mörgum sem, 2 millj.
--Þetta er spurning hve margir fá sjúkdóminn.
--Og auðvitað, hversu vel gengur að tryggja fólki þá hjúkrun sem það þarf.
Ég ætla ekki ganga svo langt Bandaríkin eigi enga möguleika á að forða stórfelldu manntjóni.

  • En það hefði sannarlega verið betra, ef Trump -- hefði ekki verið svo sannfærður sem hann greinilega var, að flugbönn á Kína - síðan á Evrópu, dygðu til að verja Bandaríkin.

Sérstaklega er rétt að benda á, þegar Trump bannaði flug frá Evrópu -- voru 27 fylki Bandaríkjanna þegar búin að lísa yfir - smitdreyfingu meðal íbúa, viku þar á undan voru það 13 fylki.
--Því ljóst að umtalsverð dreifing var þá þegar hafin.

Punkturinn er sá, að það hefði verið mun betra -- ef Trump hefði óskað við Bandaríkjaþing eftir fjármagni -- mánaðamótin febrúar/mars.
--Því gagnvart COVID-19 gildir að hefja baráttuna sem fyrst.

  • Gagnrýni á ríkisstjórn Trumps var hafin þegar skömmu eftir að Ítalía var komin í vandræði eftir 20. febrúar sl.
    Það hefði verið mun betra, ef ríkisstjórn Bandar. hefði hafið víðtæk tékk innan Bandaríkjanna, ekki síðar en við þau mánaðamót.

Í staðinn fóru þau af stað þegar tvær vikur er liðnar af mars.
Í kjölfar yfirlýsingar um neyð.
--Þetta gerir Trump ekki að glæpamanni.

En, eins og ég sagði, það hefði verið betra ef Trump hefði uggt að sér fyrr.

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á er ég um mánaðamót febrúar/mars skrifaði að COVID-19 geti hugsanlega ógnað endurkjöri Trumps - held ég að vírusinn sé sannarlega slík ógn. Sannarlega eru viðbrögð kjósenda í Bandaríkjunum - nú þau að þegar ríkisstjórnin nú tekur til hendinni þá hefur ánægja aukist.
--En mig grunar að þetta séu enn -early days- meina að mikið eigi enn eftir að gerast í baráttunni við hinn illvíga sjúkdóm áður en Bandaríkin ná þeirri stöðu að hafa fundið toppinn.

Og ég endurtek að ég er sammála því að mannfellir geti vel náð 2 milljónum.
Það fari eftir því hve vel gangi á næstunni - hvort slíkar svartar spár rætast eða ekki.
--Óska auðvitað Bandaríkjamönnum góðs gengis í þeirri baráttu.

  • Ef illa fer þ.e. mjög mikill mannfellir verður, er ég enn á því að slík niðurstaða gæti ógnað endurkjörs möguleikum Trumps.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband