Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020
27.2.2020 | 23:40
Auk Ítalíu - Frakkland, Spánn, og Svíþjóð glíma við útbreiðslu COVID-19 veirunnar -- stærsta verðfall á verðbréfamörkuðum síðan 2008!
Frakkland skv. yfirlýsingu heilbrigðisráðherra Frakklands, glímir nú við sýkingu er virðist hafa brotist út á Oise svæðinu norðan Parísar - eins og á Ítalíu hefur sá sem upphaflega dreifði sýkingunni ekki enn fundist.
--Fjöldi sýktra skv. frétt, 38.
Frakkland hefur ekki fram til þessa lent þetta illa úti, fengið sýkta til Frakklands við og við, en fram til þessa stöðvað útbreiðslu. En þessi tiltekni atburður lítur mun verr út.
Auðvitað ekki enn eins mikil útbreiðsla og á Ítalíu í grennd við Milano:
France faces coronavirus 'epidemic', Macron warns, as confirmed cases double.
Of the 38 confirmed cases in France, 12 have recovered, 24 are hospitalised and two have died.
- PS: Bættust við 12 tilfelli í Frakklandi á föstudag, heildarfj. þá 57.
Ef marka má fréttina - 2-faldaðist fjöldinn milli daga. Ekki ljóst því hver endanlegur fjöldi verður, hvort yfirvöld ná í skottið á þessu.
Í Svíþjóð voru 5 ný tilfelli tilkynnt, orðin 7 talsins - heilbrigðisráðherra Svíþjóðar sagðist að tilvist fleiri tilfella væri líkleg, en það væri ekki til staðar skýr vísbending um stjórnlausa útbreiðslu a.m.k. enn!
Two of the sufferers had been in contact with an infected person in Gothenburg while the other three had come back from trips to northern Italy, Germany and Iran.
Three of the newly infected came from the area around the western city of Gothenburg, one from the university town of Uppsala, and one from the capital of Stockholm -- bringing the total number of cases in Sweden to seven.
Fréttir hafa borist af því að sýktir hafi borist frá Ítalíu - t.d. sagði Sviss frá tveim tilvikum, þar virðist ekki enn stjórnlaus dreifing ljós.
--Skv. yfirvöldum Spánar eru tilfelli orðin alls 23 sem hafa bæst við í þessari viku, Spánn virðist hafa fengið töluverða dreifingu sýktra frá fólki er var á N-Ítalíu um sl. helgi: 2020 coronavirus outbreak in Spain.
Heildarfjöldi sem af er, 25 og þar af tveir látnir. Yfirvöld treysta sér ekki til að fullvissa að fleiri hafi ekki sýkst þ.s. fólk er dvaldist á N-Ítalíu sl. helgi, virðist hafa dreifst síðan nokkuð um Spán, leitar síðan í þessari viku til yfirvalda.
- Á meðan er heildar-fjöldi tilfella á Ítalíu kominn upp í 650.
PS: Skv. yfirlýsingu á föstudag, er heildarfj. tilfella 821 - engin smá munur milli daga.
21 látinn alls!
Ps.2: S&P missti 4,4% til viðbótar á föstudag.
Allar vísitölur féllu á föstudag í Bandar. - Evrópu og Asíu.
Það má vera að fréttir af þessari útbreiðslu veirunnar í Evrópu hafi komið róti á markaði!
S&P 500 stages quickest correction since the Great Depression
Það sem Financial Times bendir á er hve snögg þessi markaðs-leiðrétting var:
- S&P niður 12% á fimmtudag 27/2 miðað við 19/2 sl.
- 1933 hafi S&P hrapað 13,3% á tveim dögum.
- Nasdaq og WallStreet eru einnig komnir 10% undir.
Þetta skilgreinist því - markaðs-leiðrétting.
Svokallaður VIX - mældi næst stærstu sveiflu frá upphafi mælinga á grunni VIX.
En VIX mælir - markaðs-sveiflu-tíðni.
The Vix is staring down its second-biggest weekly rise on record, having gained 22.1 percentage points since Fridays close. The biggest weekly rise was 24.8 percentage points for the week ended October 10, 2008, during the depths of the financial crisis.
Það áhugaverða við þetta er að það næsta sambærilega er markaðs-hrunið er svokölluð -sup-prime- markaðs-krísa hófst.
--Augljóslega hefur COVID-19 veiran hugsanlega þau áhrif að valda heims-kreppu.
Bendi á að orðið er einungis - hugsanlega.
Ps: Var að lesa frétt að VIX sé nú hlaupinn í 47 -- nær 2-földun frá gær.
Skýrist af því að verðfall sé enn í gangi dag föstudag!
Niðurstaða
Líklega ekki enn hægt að halda því fram að dreifing COVID-19 veirunnar sé stjórnlaus í Evrópu - en hin sterka útbreiðsla er fór af stað á N-Ítalíu er greinilega að setja þrýsting á getu yfirvalda í Evrópu að hindra þá þróun að útbreiðslan verði stjórnlaus.
Eina sem hægt er að gera að fylgjast áfram með fréttum!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2020 kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er líklega mesta útbreiðsla vírussins sem fyrst greindist í Kína - í Evrópulandi. Áhugavert hversu hratt þetta gerist - fyrst tilvik greint á föstudag, á sunnudag tilvik greind yfir 150 - yfirvöld voru ekki enn á sunnudagskvöld búin að greina, hver bar veiruna upphaflega.
--Skv. fréttum á sunnudagskvöld, höfðu engvir þeirra sem á þeim punkti höfðu greinst, haft nokkur samskipti við Kína - né Kínverja; þannig að einhver sem yfirvöld voru ekki enn búin að leita uppi - er upphaflegi dreifarinn í samhengi Ítalíu.
--Vegna þess að sá var ekki enn fundinn, óttast yfirvöld hið versta að tilvikum geti átt eftir að fjölga verulega á nk. dögum!
- En meðan sá finnst ekki, meðan sá er ekki nægjanlega veikur sjálfur til að leita til læknis.
- Þá hugsanlega heldur sá áfram daglegu lífi, og dreifir.
Hættulegustu dreifararnir hugsanlega eru þeir, sem ekki veikjast nægjanlega - þeir halda þeir séu með flensu, taka þetta ekki alvarlega - halda áfram að sinna daglegum erindum.
Svæði á Ítalíu sem búið var að setja í sóttkví á sunnudagskvöld!
Italy quarantines northern towns in coronavirus outbreak
3-Ítalir voru dánir skv. fréttum sunnudagskvölds!
Ef maður deilir 150 greindum tilfellum í 3 -- fæst akkúrat talan: 2%
Þetta virðist ítrekað vera dánarhlutfall það er birtist!
Ítalír á þeirri stundu höfðu ekki hugmynd um hve margir eru í reynd sýktir.
Hafandi í huga hversu hratt greindum tilvikum hefur fjölgað.
Ég er ekki klár hve langur meðgöngutími sjúkdómsins er - áður en menn veikjast fyrir alvöru.
--Get ég vel skilið að erfitt sé að, stöðva útbreiðslu eftir hún er þegar hafin.
Vandamálið er ekki síst, hve auðveldlega fólk ferðast um Evrópu.
Dreifarinn gæti verið útlendingur er kom þarna við - lenti t.d. í Milano.
Ákvað að hafa stutta viðdvöl á N-Ítalíu. Áður en sá færi heim!
--Heim gæti þá verið eitthvert landanna í næsta nágrenni.
Ef sá ferðast síðan t.d. með lest, gæti sá sýkt farþega þar - sem síðan dreifa sér hvert það er sem þeir síðan fara, og sjálfir fara að dreifa - áður en þeir veikjast nægilega!
--Úff, ég er að segja, ég óttast að þetta verði ekki stöðvað!
- Sjúkdómurinn fari sennilega hraðferð um Evrópu úr þessu.
Eins gott að yfirvöld hér hafa verið að undirbúa sig. - Nú er spurning, hvort ekki þurfi að loka landinu!
Skítt með ferðaþjónustuna!
Hugsið -- 2% dánartala!
Ef hún helst, 100.000 veikjast -- farast 2.000 af hverjum 100.000.
Þetta er eins og rússnesk rúlletta -- enginn veit fyrirfram hver er einn af 2%.
--Það er ekkert bóluefni enn!
Niðurstaða
Kannski telur einhver þetta -alarmist- að tala um að loka landinu. En hugsið, fólk flýgur út um allt - til og frá Evrópu, hittir alls-konar fólk. Fólk sem eru dreifarar - geta hugsanlega haldið sig fyrst - bara vera með kvef, hugsanlega flensu. Fólk er svo oft með kvef eða flensu, margir hugsa lítt um það. Halda bara áfram því sem þeir eru að gera!
Það er svo mikill fj. ferðamanna sem fer til Íslands, ef ferðaþjónustan heldur áfram eins og ekkert -- verður engin leið að forða því sjúkdómurinn komi hingað.
--Meðan enn hefur ekki verið búið til bólu-efni, er þetta virkilegt alvörumál!
- Kannski á maður að panikkera einmitt núna!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ekki margir í dag sem vita það, af hverju milljarðamæringar eins og Bloomberg, og Donald Trump - geta varið ótakmörkuðu fé til eigin kosningabaráttu.
Um er að ræða 2-dóma, þ.e. frá 2010 CITIZENS UNITED v. FEDERAL ELECTION COMMISSION annars vegar og hins vegar MCCUTCHEON ET AL. v. FEDERAL ELECTION COMMISSION sjá einnig umfjöllun NewYorkTimes um síðari dóminn: Supreme Court Strikes Down Overall Political Donation Cap.
Bloomberg hefur örugglega í krafti peninga sinna betur en Sanders!
Afstaða meirihluta hæstaréttar Bandaríkjanna var sú, að takmörkun á rétti einstaklinga til að reka baráttu fyrir málstað eða stuðning við kosningabaráttu með eigin fé -- væri óþolandi inngrip tjáningarfrelsi einstaklinga!
--Hafið í huga, sjónarmið um réttlæti - um afleiðingar ákvörðunarinnar fyrir lýðræði, virðast ekki hafa fengið áheyrn hjá hinum íhaldsama meirihluta.
- Síðasta kosningin til forseta skv. gömlu reglunum þegar - takmarkanir giltu á rétt til fjárframlaga giltu, var 2012 Obama vs. Romney.
- Strax 2016 einungis 2-árum eftir gildistöku dómsins, nær kjöri Donald Trump - milljarðamæringur.
- Nú 2020, er Michael Bloomberg ca. 10 - sinnum rýkari en Trump, þegar búinn að verja 400 milljón dollara í prófkjörsbaráttu fyrir útnefningu Demókrata flokksins -- sem ath. er meira fé en Trump varði til allrar sinnar kosningabaráttu -- ljóst því að Bloomberg á eftir að verja miklu - miklu - miklu meira fé!
--Skv. þessu er ljóst hvað í stefnir, þ.e. slag milljarðamæringanna!
US Supreme-Court Decision - virðist hvorki meira né minna en hafa framkallað stórfellt tjón á bandarísku lýðræðis-kerfi þ.s. afleiðingin virðist sú, að héðan í frá hafi milljarðamæringar stórfellt forskot á aðra í keppni um embætti forseta.
--Rétturinn hafi pent afhent stjórn Bandaríkjanna yfir til auðugasta 1%.
- Vanalega vinnur það framboð er ver meira fé.
Þannig að líklega hefur Bloomberg betur, fyrst innan Demókrata-flokksins, síðan gegn Trump.
Kosningin muni líklega staðfesta ástand - sem nálgist það að nefnast, hrun lýðræðiskerfis.
Chief Justice John G. Roberts Jr.: There is no right in our democracy more basic, - than the right to participate in electing our political leaders. -- Money in politics may at times seem repugnant to some, but so, too, does much of what the First Amendment vigorously protects. If the First Amendment protects flag burning, funeral protests and Nazi parades despite the profound offense such spectacles cause it surely protects political campaign speech despite popular opposition. -- ...the overall caps placed an unacceptable burden on an individuals right to participate in the public debate through political expression and political association. -- The government may no more restrict how many candidates or causes a donor may support than it may tell a newspaper how many candidates it may endorse,
Með tilvísun til tjáningafrelsis voru sem sagt - takmarkanir á heildar-framlögum einstaklinga til kosningabaráttu - afnumdar, skilgreindar stjórnarskrárbrot - brot á tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna!
--Afleiðingar þessarar afdrifaríku ákvörðunar sjást í dag í framferli Bloombergs, er virðist geta varið fullkomlega ótakmörkuðu fjármagni til eigin kosningabaráttu - þess vegna milljörðum dollara af eigin fé, og líklega gerir hann nákvæmlega einmitt það.
- Þetta þíðir, að ofsaríkir einstaklingar -- geta keypt embætti forseta.
Meðan takmarkanir giltu á heildarframlögum -- þá var það raunveruleg takmörkun á getu milljarðamæringa, til að ráðskast með embætti forseta Bandaríkjanna. - En með því að þeir geta í dag varið ótakmörkuðu eigin fé, þá virðist embætti forseta orðið að -- þeirra eign!
Obama var líklega síðasti forseti Bandaríkjanna sem ekki er milljarðamæringur.
Bendi á að Clinton var ekki milljarðamæringu meðan hann var forseti, hann auðgaðist stærstum hluta eftir að hann hætti sem forseti, þ.e. árin á eftir!
Niðurstaða
Spár um slæmar afleiðingar dóms hæstaréttar Bandaríkjanna sem afnam takmarkanir við heildarframlögum einstaklinga til kosningabaráttu - eru rækilega að koma í dagsljósið í dag. Kjör Donalds Trumps 2016 var einungis - fyrsta aðvörun. Það sem líklega verður kjör Michael Bloomberg 2020 eftir líklega milljarða dollara eyðslu af eigin fé, mun væntanlega kóróna þann ósóma sem meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna hefur skapað.
--En þetta virðist hvorki né minna vera heldur en, stórfelld eyðilegging á bandaríska lýðræðiskerfinu - með ákvörðuninni virðist hæstiréttur Bandaríkjanna hafa afhent forsetaembætti Bandaríkjanna að fullu yfir til stéttar milljarðamæringa innan Bandaríkjanna.
Ég reikna fastlega með því að ríkari milljarðamæringurinn hafi betur í krafti peningaausturs.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2020 | 19:00
Financial Times birtir merkileg gögn um ofsóknir á Uighur fólkinu í Kína
Upplýsingar FT eru á grunni leka gagna sem komið var til blaðamanns um ofsóknir Kínastjórnar í Karakax í Xinjiang - blaðamenn FT vörðu töluverðum tíma til að sannreyna gögnin eftir því sem þeir best gátu, hið minnsta staðfestu þeir tilvist þeirra umfangsmiklu fangabúða sem reknar eru í grennd við Karakax, auk þess að skoðun á gerfihnattamyndum sýnir umtalsverða uppbyggingu á vinnu-búðum og iðnaði í grennd við þær vinnubúðir er virðast nýta ófrjálst vinnuafl. Þeir náðu einnig í einhverjum fjölda tilvika að staðfesta að þeir einstaklingar sem nefndir eru á nafn í gögnum, raunverulega hafi verið handteknir og vistaðir þ.s. ættingjar þeirra gátu ekki viðhaft tengsl við viðkomandi.
--Niðurstaða blaðamannanna er sú, að gögnin séu trúverðug:
The Karakax list: how China targets Uighurs in Xinjiang.
Ahyglisverður listi yfir ástæður fyrir handtöku og vistun!
- Breaking family planning laws
- Travelling to one of 26 sensitive countries
- Being involved in the 2009 protests in the city of Urumqi
- Going on a hajj pilgrimage
- Being related to someone who is detained
- Being an untrustworthy individual
- Providing a place for illegal worship
- Secretly taking religious texts from the mosque to pray at home
- Owning a passport
- Growing a beard
- Being a wild (unofficial) Imam
- Using a virtual private network software that allows access to websites banned by China
- Owning illegal books
- Getting married using a fake marriage certificate
- Reading scripture to a child aged under 16
- Visiting a banned website
- Donating money to a mosque
- Disobeying local officials
- Praying in a public place
- Calling someone overseas
- Having previously served time in prison
- Downloading violent videos
Fólk sem losnar úr búðunum, virðist ekki frjálst í hefðbundnum skilningi - heldur vinnur þ.s. því er sagt að vinna, býr þ.s. því er sagt að búa - áfram undir mjög nánu eftirliti.
- Augljós áhersla á að einangra Uighur fólkið frá umheiminum, m.ö.o. það að hafa ferðast - hafa haft samband við útlending í gegnum síma - eiga vegabréf, getur allt dugað til handtöku og vistunar.
- Greinilega allt gert til að bæla niður trúarbrögð og trúarvitund Uighur fólksins, fjöldi atriða sem trúariðkun af sérhverju tagi er ástæða handtöku og vistunar.
--Ég reikna með því að bönnuðu löndin séu múslimalönd.
--Líklega sérdeilis áhersla á að einangra Uighur fólkið frá öðrum múslimum. - Halda niður fjölda Uighur fólksins - skv. blaðamönnum FT var algengasta einstaka ástæða handtöku skv. gögnum frá Karakax, að eignast fleiri en 2 börn.
--Hinn bóginn grunar mig að trúariðkun sé heilt yfir stærri fókus.
- Skipulögð vinnuþrælkun er greinilega vaxandi áhersla miðað við að gerfihnattamyndir að sögn FT sýna að iðnaðarsvæði í grennd við fangabúðirnar fara stækkandi.
--Gögn sína, að fjölda fólks sé ákveðið að halda líklega varanlega sem þrælum.
Takið eftir hve margar ástæður eru fullkomlega -- matskenndar!
Skv. upplýsingum sem blaðamenn komust að, þá sé dæmigert að - lágtsettir kerfiskarlar og konur á vegum flokksins taki allar helstu ákvarðanir - hvað skal gera við einhvern tiltekinn.
Þetta skapar augljósa hættu á stórfelldri misnotkun, að setja Uighur fólkið undir þrælvald einstaklinga - sem líklega eru ekki hálaunaðir sjálfir.
--Það má sjálfsagt líkja því við það að sjálf íbúasvæði Uighur fólksins hafi verið gerð að fangabúðum, þegar lágt settum embættismönnum hefur verið veitt þetta mikið vald yfir þeim - þ.e. rétt til að handtaka hvern sem er - að virðist hvenær sem er - að virðist halda viðkomandi eins lengi og þeim sýnist svo.
--Sagan sýnir að í öðrum löndum þ.s. fólk er sett undir - tilviljana-vald lágtsettra aðila - gjaran einnig sjálfir á lágum launum, að þá skapast að líkindum ástand þ.s. viðkomandi misbeita sínu valdi -->
Hvert ætti fólkið eftir allt saman að kvarta?
Kvörtun líklega örugg leið til handtöku.
Skv. þessu virðist svæðum Uighur fólksins hafa verið umbreytt í helvíti á Jörð.
Niðurstaða
Ofsóknir Kínastjórnar á Uighur fólkinu virðast ótrúlega umfangsmiklar. Lýsingar FT eru einungis frá Karakax. Umfang búða á vegum kínv. stjv. í Xinjiang virðist slíkt að þær gætu hæglega innihaldið milljón manns. Miðað við þær upplýsingar sem Financial Times komst yfir og rannsóknir blaðamanna FT hafa frekar sýnt fram á, þá er líklega ekki hægt að nota yfir þetta annað orðalag en -- Cultural Genocide.
Það er ekki beint verið að drepa fólkið, frekar virðist áherslan á að kæfa allt sem viðkemur þeirra menningu - þekkingu á þeirra eigin sögu - tengls þeirra við umheiminn. Líklegur tilgangur er sennilega sá að kæfa sjálfstæða þjóðarvitund Uighur fólksins. Gera þá að kínverjum m.ö.o.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2020 | 23:11
Donald Trump virðist hafa skipt sér af dómsmáli í Bandaríkjunum - fyrirskipað mildandi meðferð fyrir persónulegan vin fyrir dómi!
Þetta vekur óneitanlega athygli - aðgerð er virðist þráðbeint inngrip í dómsmál fyrir rétti. Kemur mér mjög á óvart ef forseti Bandaríkjanna stígur ekki yfir valdsviðs-mörk sín, með slíkum beinum afskiptum.
--Bendi á að hugmyndin um 3-skiptingu valds, kemur upphaflega frá bandar. stjórnarskránni.
Bendi fólki auki á að íslenskur ráðherra varð af segja af sér fyrir nokkrum árum, þegar lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar - var í gangi.
Það sem hún gerði var reyndar ekki alvarlegra en það, að hún hafði bein samskipti við lögreglustjóra er sá um rannsóknina, og beindi til hans spurningum - milliliðalaust.
--Það reis upp mikil umræða hér, hún hefði beitt hann óeðlilegum þrýstingi, fyrir rest sagði hún af sér -- er í dag formaður Viðreisnar.
- Það sem Trump gerði með afskiptum af dómsmáli í Bandaríkjunum.
- Gengur miklu mun lengra en þetta!
Raunveruleg afskipti af dómsmáli, ekki einungis spurt um gang - rannsóknar áður en mál fer til dóms í fyrsta lagi.
Þetta atkvik mun óhjákvæmilega vekja aftur umræðuna um valdmörk embættis forseta.
En mjög klárlega er Donald Trump að leitast við að víkka þau sem allra allra mest!
Málið með -tvít- Trumps að hann ítrekað hefur notað þau til að gefa skipanir!
- Síðan í kjölfarið er ljóst -- að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur brugðist við kröfu Trumps.
- En fyrstu vísbendingar þess voru -- er tveir aðstoðar-saksóknarar hættu snarlega.
--En a.m.k. virðist þegar ljóst að yfirlýsing þess efnis að krafist verði 7 ára dóms verði felld niður.
--M.ö.o. sleppt án refsingar.
Berum það saman við - að áður er krafist 7 ára fangelsis.
Gott að eiga forseta Bandaríkjanna að vini!
- Tek samt fram, dómari dæmir - fer ekki endilega eftir slíkum ráðleggingum.
Veit örugglega af því hvað áður var lagt til.
Höfum í huga fordæmið sem Trump tekur sér - alveg burtséð frá skoðunum fólks á máli Stone - þá þíðir það fordæmi ef það stendur, stórfellda víkkun á valdi forseta Bandaríkjanna miðað við fyrri skilning fólks á - 3 skiptingu valds sem ath. Bandaríkin sjálf komu á fót í Bandaríkjunum fyrst allra ríkja og varð síðan að fordæmi um gervallan heim!
--Þetta virðist því klárlega veikja þá 3-skiptingu valds sem hefur verið til staðar í Bandaríkjunum, því geta orðið þáttur í því að hola smám saman grunninn undan lýðveldinu hinu bandaríska.
Þetta er kannski hvatning til Bandaríkjamanna að láta verða af því að semja nýja stjórnarskrá - ef girðingar hennar halda ekki lengur, þó þær lengi hafi haldið -- þá þarf kannski semja nýja betri með sterkari girðingum sem halda enn betur.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Líklega er áhugi Tyrklands fyrst og fremst sá að hindra flóttamanna-bylgju til Tyrklands.
En skv. fréttum hefur innrás Sýrlandshers í Idlib hérað sl. vikur - skapað nýja flóttamannabylgju er leitar að sjálfsögðu til landamæranna við Tyrkland!
Tyrkland hefur þegar meir en 3 milljónir Sýrlendinga, ef þeir rúmlega 500þ. sem nú streyma að landamærum Tyrklands bætast við - færi heildarfjöldinn yfir í rúmlega 4 milljónir.
--Á sl. ári, viðraði Erdogan hugmyndir um að koma sýrlenskum flóttamönnum fyrir á svæðum Kúrda í Sýrlandi, sem væntanlega þíddi að gera Kúrda í staðinn að flóttamönnum.
--Tyrkland, stjórnar nokkrum svæðum innan Sýrlands við landamærin að Tyrklandi.
Seint á sl. ári, tók Tyrkland sér 30km. ræmu meðfram landamærunum inn á Kúrdasvæði Sýrlands.
- Spurning hvað Tyrklandsher gerir, en erfitt er að taka hótanir Tyrklands ekki alvarlega!
Ef yfirlýsingar Tyrkja eru réttar, fórust 70 sýrlenskir hermenn - í aðgerðum Tyrklandshers sem fólust í stórfelldum stórskota-árásum á stöðvar Sýrlandshers í Idlib!
--Hefnd fyrir dauða 7 tyrkneskra hermanna, í átökum við Sýrlandsher á sunnudag!
Rússland hefur ekki skírt með hvaða hætti þeirra eini hermaður fórst!
Turkey warns of severe response to Syria regime attacks
Syrian army enters key town as Turkey beefs up its troops
Turkey suffers first deaths in direct combat with Syria since start of war
Það virðist að Sýrlandsstjórn, ætli sér að ná Idlib á sitt vald!
Hinn bóginn, er enginn vafi að afleiðing þess yrði að - Sýrlendingum í Tyrklandi fjölgaði sennilega um milljón eða meir, en bylgja rúmlega 500þ. manna, er örugglega ekki heildarfjöldi þeirra er mundu flýgja Sýrlandsher - ef stefndi á að hann tæki héraðið allt.
--Tyrkland gæti hugsanlega endað með allt að 5 milljón Sýrlendinga!
--Þá væri heildarfjöldi Sýrlendinga flúinn land, orðinn 8 milljón.
- Þetta er þ.s. gerir Sýrlandsstríðið einstakt -- þ.e. þjóðernis-hreinsanir á skala sem ekki hefur sést síðan undir lok Seinni-Styrrjaldar.
- En, ég efa ekki að Sýrlandsstjórn er vísvitandi - að fækka Súnní hluta íbúa, svo að auðveldara verði fyrir - minnihlutastjórn Alavi fólksins undir stjórn Assad, að stjórna landinu.
--En fyrir borgarastríð var Alavi fólkið ca. 12% Sýrlendinga, en þó með fulla stjórn yfir landinu - stjv. Sýrlands, tókst að sannfæra aðra smærri minnihlutahópa um að ganga í lið með stjórninni í Damaskus.
--Það flækir stöðuna, að hástétt Súnnía er áfram til staðar sem á mörg fyrirtæki í landinu, og stendur með stjórnvöldum. - Hinn bóginn, getur enginn hafnað því - meginþorri þeirra 6 milljóna er flúið hafa land, eru Súnnítar -- að uppreisnin er hófst í landinu 2011, var meginþorra til uppreisn meirihluta Súnníta um 70% landsmanna 2011, gegn minnihlutastjórn Alavíta.
--Þó að smár hópur auðugra Súnníta standi áfram með stjv. - breytir það ekki þeirri heildarsýn, að borgarastríðið var hópastríð.
**Þ.e. Súnnítar - gegn Shítum, Alavítum og þeim öðrum er studdu Damakus.
Hættan við þessa útkomu er augljóslega sá, að þegar þetta rosalega stór -- þjóðernishreinsunaratburður verður, að sá hatri milli stóru þjóðernishópanna er byggja Mið-Austurlönd, sem líklega verður að frægjum frekari átaka síðar!
--Fyrir utan að milljónir fátækra í flóttamannabúðum, eins og stríðin í Afganistan og átök Ísraela/Palestínumanna um áratugi sína - eru sjálfstæð fræ frekari átaka.
Mér virðist þar af leiðandi ljóst, að niðurstaðan í Sýrlandi -- komi til með að valda hrinu frekari átaka í Miðausturlöndum
- Tilgangur Erdogans í Sýrlandi, virðist sá að skapa pláss fyrir sýrlenska flóttamenn innan sýrlands, en undir stjórn Tyrklandshers.
- Þannig, slá tvær flugur í einu - losna við flóttamannavandamál heima fyrir. Og mynda -protectorate- undir stjórn Tyrkalands, sem Tyrklandsstjórn getur notað til að efla sín svæðisbundnu áhrif enn frekar.
--Tyrklandsstjórn hefur nýlega gert formlegt tilkall til svæða innan Sýrlands.
- Bendi á, að Tyrkland hefur nýlega hafið þátttöku í átökum í Líbýu, sent þangað fámennan her nú þegar -- hafið vopnasendingar til stjórnarinnar í Tripoli.
--Í Líbýu, er Tyrkland einnig í og með í átökum við Rússland.
Það er einmitt vaxandi spurning, samskipti Tyrklands og Rússlands!
Tyrkland er greinilega í árekstri við -- Moskvu. Pútín hefur ákveðið að styðja Haftar hershöfðingja -- sem ríkir í Tobruk, tilkall hans til að ná völdum yfir Líbýu allri.
Samtímis styður Pútín Assad - og án vafa hefur veitt blessun sína yfir, yfirtöku Assads á Idlib að nýju, þrátt fyrir ítrekaða fundi Erdogans með Pútín. Annars er erfitt að sjá að Assad hefði þorað að senda hersveitir inn í Idlib hérað - inn í augljósa hættu á átökum við Tyrkland.
--Höfum í huga, að Tyrkland ræður yfir næst fjölmennasta her NATO, nærri 900þ. manna.
- Þetta er her sem er velbúinn nútíma vopnum, og líklega ekki heilt yfir verr búinn en her Rússlands.
- Eins og sést á kortinu, er Tyrkland á milli Mið-Austurlanda og Rússlands.
Það þíðir, að land-fræðin hjálpar mjög Tyrklandi í - tæknilega mögulegum árekstri við Rússland.
Tyrkland -tæknilega- getur hindrað nær allar mögulegar samgöngur Rússlands við svæði við Miðjarðarhaf -- Rússland gæti einungis með erfiðleikum stutt við hersveitir í Mið-Austurlöndum, ef maður ímyndaði sér að Tyrkland beitti öllu sínu afli til að hindra samgöngur.
--Megin hótun Pútíns, væri að loka á olíu og gas, almennar efnahags refsiaðgerðir.
--Það væri erfitt efnahagslega fyrir Tyrkland, ekki endilega útilokað þó.
- Rússland hefur ekki eins mikil áhrif og Bandaríkin hafa innan alþjóða-kerfisins, þannig að í eðli sínu eru - rússneskar refsiaðgerðir bit-minni.
- Afar ósennilegt að Rússland legði í beint stríð.
Erdogan virðist í seinni tíð, til í að taka töluverða áhættu í samskiptum við Rússland.
Hann hefur sínt svipaða áhættusækni í samskiptum við Bandaríkin!
--Einhver ætti enn að muna eftir deilum Erdogans við stjv. Bandaríkjanna frá sl. ári.
- Erdogan virðist - ekki ólíkt því að Donald Trump segist vera America first - ekki ólíkt því að Pútín segist vera landsfaðir Rússlands -- taka sér sambærilegt hlutverk fyrir hönd Tyrklands.
- Með öðrum orðum, séu allir 3-með sterkar þjóðernissinnaðar tengingar. Erdogan er klárlega að gera tilraun til að notfæra sér átök um Sýrland, til að taka sér sneiðar af Sýrlandi - ætlast greinilega til þess að Pútín samþykki það - síðan í deilu um Líbýu, virðist ljóst að Erdogan ætlar sér einnig hlut af Líbýu.
Ekki er þekkt hve mikla áhættu Erdogan er tilbúinn að taka!
En fólk þarf að muna að -- Tyrkland ræður yfir næst stærsta her NATO.
--Að sá her er líklega afar nærri eins öflugur og gervallur her Rússlands.
- Þ.s. Tyrkland vantar er kjarnorkuvopn, en landfræðin virkar með Tyrklandi, í hugsanlegum átökum við Pútín um Mið-Austurlönd.
Ég er að segja, að Tyrkland -- getur hugsanlega haft betur!
Ég sé ekki augljósa ástæðu að ætla -- að Erdogan lúffi fyrir Pútín.
- Deilan er greinilega um framtíðar völd og áhrif á svæðinu.
Mikið undir hjá báðum!
Niðurstaða
Ég er ekki að spá stríði Rússlands og Tyrklands, ekki endilega stríði Sýrlands og Tyrklands. Hinn bóginn, þarf að muna eftir hinum ógnar-sterka Tyrklandher sem er rétt handan landamæranna.
Rússland er í engri aðstöðu til að senda inn á Mið-Austurlandasvæðið, fjölmenna heri.
--Fólk starir gjarnan á styrkleika Rússlands, en nú er rétt að fólk íhugi veikleika þess.
Rússland hefur þarna greinilegt landfræðilegt óhagræði - Rússland ræður ekki yfir þeim mikla fjölda flutningatækja er gerir Bandaríkjaher mögulegt að senda 100þ. manna heri hingað og þangað, m.ö.o. er geta Rússlands fyrst og fremst nærri eigin landamærum þegar kemur að hugsanlegri notkun á fjölmennum hersveitum!
--Þetta er af hverju ég bendi fólki á að, afskrifa ekki fyrirfram þann möguleika að Erdogan endi með pálmann í höndum!
Tyrklandsher gæti auðveldlega tekið allt Sýrland, án þess að Rússland gæti mikið gert meir en að mótmæla, og setja á þær hörðustu efnahagslegu refsiaðgerðir Rússlandi væri kleyft.
--Pútín hefur verið mjög klókur í að spila takmörkuð spil Rússlands. Hinn bóginn, þá hlýtur hann einmitt vegna þess hann er klókur að skilja mæta vel - veikleika sinna spila.
- Þess vegna væntanlega verður á einhverjum punkti lending milli Erdogans og Pútíns.
Hver sú lending verður akkúrat er fyrirfram erfitt að spá. - Klárlega vill Erdogan tryggja sér landræmu meðfram öllum landamærum Tyrklands, mig grunar að Pútín fyrir rest -- sætti sig við þá niðurstöðu, að Tyrkland fái protectorate svæði undir stjórn Tyrklands innan Sýrlands þangað sem Sýrlenskir flóttamenn í Tyrklandi færu og dveldu undir stjórn Tyrklandshers -- yrðu síðan notaðir áfram sem valdatæki Tyrklands.
- Væntanlega verður einnig einhverskonar lending í Líbýu, hver hún verður getur verið enn erfiðara um að spá -- en tæknilega getur Tyrkland sent fjölmennan her þangað. Auðveldar fyrir Tyrkland en fyrir Rússland. Þannig að væntanlega verður einhver lending á því máli milli einræðisherranna fyrir rest.
Það sem þessi saga virðist sýna er sá gamli sannleikur, að sá sem er tilbúinn til valdbeitingar - hefur nægan herafla til slíks, á endanum ræður.
Vandi ESB er að aðildarþjóðir skortir vilja til þess í dag að senda fjölmenna heri til slíks, þetta vita menn eins og Pútín, Erdogan -- sem skíri af hverju útlit er fyrir að ESB hafi nær engin áhrif á útkomu þessara átaka!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svar - já! Þetta fer auðvitað eftir því hve víða vírusinn berst, en hagfræðingar eru farnir að benda á þá augljósu staðreynd -- að vikt Kína er orðin afar mikil í heims-hagkerfinu, og að nýi Corona-vírusinn mun skaða Kína efnahagslega í ár án nokkurs vafa.
--Skv. áætlun um heims-hagvöxt, er Kína áætlað ca. 1/3 hagvexti heimsins fyrir árið.
Coronavirus will hit global growth
Fears of global economic slowdown as virus follows trade war
Coronavirus threatens global slowdown: IMF chief
As Wuhan Coronavirus Drags on Chinese Markets, the World Economy Braces for a Slowdown
The Geopolitical Consequences of the Coronavirus Outbreak
Almenningur á Vesturlöndum gerir sér ekki fulla grein fyrir því hversu útbreiddur skjúkdómurinn er orðinn í Kína - en skv. fréttum eru í dag 16 borgir í sóttkví með samtals ca. 50 millj. íbúum.
--Þetta er einmitt í einu af helstu kjarnasvæðum Kína, sem bera uppi hagkerfi Kína.
- Talað er um að hagvöxtur gæti minnkað um 1% í Kína, þ.e. í ca. 5%.
- Og hagvöxtur í Bandaríkjunum gæti minnkað um 0,4% - vegna samlegðaráhrifa.
- Áætlun AGS fyrir heims-hagvöxt í ár 3,3%. Áætlun er miðast ekki við sjúkdómsfárið.
Allar pælingar um sjúkdóminn - miðast einungis við áfall hans á hagkerfi Kína.
Menn virðast ekki enn gera ráð fyrir möguleika þess - hann berist að ráði út fyrir Kína.
Að auki, virðast hagfræðingar reikna með því að Kína nái á enda að ráða við sjúkdóminn!
- En þ.e. þ.s. ég á við möguleika á heimskreppu.
Ef sjúkdómurinn næði útbreiðslu í einhverjum stórum löndum til viðbótar, t.d. Indlandi - þar sem varnarkerfi gegn frekari útbreiðslu eru ekki eins góð og innan Kína.
--Gæti útbreiðsla hans orðið ill- til óstöðvanleg.
**Það getur einnig verið kínversk stjórnvöld þrátt fyrir allt muni ekki ná að ráða við ástandið, sjúkdómurinn verði þar smám saman óstöðvandi faraldur er síðan breiðist frekar út.
Þá að sjálfsögðu mundu efnahagsleg áhrif - margfaldast.
En miðað við Kína eitt og sér - er ljóst að sjúkdómurinn hægir á heims-hagkerfinu miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja er ekki gerður ráð fyrir Corona-vírusnum.
Frétt NewYorkTimes - segir að Kórónavírusinn líklega verði heims-faraldur!
Wuhan Coronavirus Looks Increasingly Like a Pandemic, Experts Say
- Vandamálið er að sjúkdómurinn hegðar sér útbreiðslulega eins og flensa.
- Það hefur aldrei tekist að stoppa flensu frá því að breiðast frá landi til lands.
- Hugsanlega gæti því nýi Corona-vírusinn verið nærri eins hættulegur og spanska-veikin.
Líklega séu meira en 100þ. Kínverjar smytaðir í dag - þetta hefur einungis tekið örfáar vikur.
--Fyrir utan mannfallið sem af verður - ef heims-faraldur þróast.
--Yrðu efnahagsáhrif heiminn vítt án nokkurs vafa - harkaleg.
Niðurstaða
Manni svitnar við tilhugsunina að nýi Corona-vírusinn þróist í heims-farald. En útbreiðsluhraðinn er greinilega óskaplegur í Kína - þetta er vandamálið við sjúkdóm er hegðar sér eins og flensa, þ.e. smytast gegnum öndunarveg, m.ö.o. einn sem hóstar í mann-þröng dreifir skýi af veirum í kringum sig, síðan anda margir í hópnum veirunum að sér og fjöldi þeirra smytast og fara fljótlega einnig að dreifa veirunni.
--Sennilega verður fólk að smytberum áður en þ.e. það veikt, að það leitar sér aðstoðar.
Ef dauðhlutfallið helst á bilinu 2-3%.
Þá er sjúkdómurinn mjög nærri því að vera svipað hættulegur og spanska-veikin.
--Sérfræðingar vara við því að enn sé ekki víst að dauðshlutfall sé þetta hátt.
Hinn bóginn, virðist veiran - valda lungnabólgu. Sem skýri hátt dauðshlutfall. Og einnig af hverju sjúkrahús fyllast af veikum. Því lungnabólga sé alltaf alvarleg.
--Ef milljónir veikjast af lungnabólgu, er ekki órökrétt að margir deyi.
Auðvitað ef svo alvarlegur sjúkdómur leggst yfir heilu samfélögin, þá verða áhrifin mjög mjög mikil meðan ósköpin ganga yfir -- síðan langvarandi eftirköst af margvíslegu tagi auðvitað.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar