Átök Tyrklandshers og Sýrlandshers, leiða til dauða 7 tyrkneskra hermanna og um 70 sýrlenskra, Rússalandsstjórn sagðist hafa misst mann! Tyrkir hóta yfirvofandi aðgerðum Tyrklandshers gegn sveitum Sýrlandsstjórnar í Idlib!

Líklega er áhugi Tyrklands fyrst og fremst sá að hindra flóttamanna-bylgju til Tyrklands.
En skv. fréttum hefur innrás Sýrlandshers í Idlib hérað sl. vikur - skapað nýja flóttamannabylgju er leitar að sjálfsögðu til landamæranna við Tyrkland!
Tyrkland hefur þegar meir en 3 milljónir Sýrlendinga, ef þeir rúmlega 500þ. sem nú streyma að landamærum Tyrklands bætast við - færi heildarfjöldinn yfir í rúmlega 4 milljónir.
--Á sl. ári, viðraði Erdogan hugmyndir um að koma sýrlenskum flóttamönnum fyrir á svæðum Kúrda í Sýrlandi, sem væntanlega þíddi að gera Kúrda í staðinn að flóttamönnum.
--Tyrkland, stjórnar nokkrum svæðum innan Sýrlands við landamærin að Tyrklandi.
Seint á sl. ári, tók Tyrkland sér 30km. ræmu meðfram landamærunum inn á Kúrdasvæði Sýrlands.

  • Spurning hvað Tyrklandsher gerir, en erfitt er að taka hótanir Tyrklands ekki alvarlega!

Image result for idlib syria map

Ef yfirlýsingar Tyrkja eru réttar, fórust 70 sýrlenskir hermenn - í aðgerðum Tyrklandshers sem fólust í stórfelldum stórskota-árásum á stöðvar Sýrlandshers í Idlib!
--Hefnd fyrir dauða 7 tyrkneskra hermanna, í átökum við Sýrlandsher á sunnudag!
Rússland hefur ekki skírt með hvaða hætti þeirra eini hermaður fórst!

Turkey warns of severe response to Syria regime attacks

Syrian army enters key town as Turkey beefs up its troops

Turkey and Syria are fighting in a shoe box in northern Syria, and officials fear it could ignite a bigger conflict with Russia

Turkey suffers first deaths in direct combat with Syria since start of war

Það virðist að Sýrlandsstjórn, ætli sér að ná Idlib á sitt vald!
Hinn bóginn, er enginn vafi að afleiðing þess yrði að - Sýrlendingum í Tyrklandi fjölgaði sennilega um milljón eða meir, en bylgja rúmlega 500þ. manna, er örugglega ekki heildarfjöldi þeirra er mundu flýgja Sýrlandsher - ef stefndi á að hann tæki héraðið allt.
--Tyrkland gæti hugsanlega endað með allt að 5 milljón Sýrlendinga!
--Þá væri heildarfjöldi Sýrlendinga flúinn land, orðinn 8 milljón.

  1. Þetta er þ.s. gerir Sýrlandsstríðið einstakt -- þ.e. þjóðernis-hreinsanir á skala sem ekki hefur sést síðan undir lok Seinni-Styrrjaldar.
  2. En, ég efa ekki að Sýrlandsstjórn er vísvitandi - að fækka Súnní hluta íbúa, svo að auðveldara verði fyrir - minnihlutastjórn Alavi fólksins undir stjórn Assad, að stjórna landinu.
    --En fyrir borgarastríð var Alavi fólkið ca. 12% Sýrlendinga, en þó með fulla stjórn yfir landinu - stjv. Sýrlands, tókst að sannfæra aðra smærri minnihlutahópa um að ganga í lið með stjórninni í Damaskus.
    --Það flækir stöðuna, að hástétt Súnnía er áfram til staðar sem á mörg fyrirtæki í landinu, og stendur með stjórnvöldum.
  3. Hinn bóginn, getur enginn hafnað því - meginþorri þeirra 6 milljóna er flúið hafa land, eru Súnnítar -- að uppreisnin er hófst í landinu 2011, var meginþorra til uppreisn meirihluta Súnníta um 70% landsmanna 2011, gegn minnihlutastjórn Alavíta.
    --Þó að smár hópur auðugra Súnníta standi áfram með stjv. - breytir það ekki þeirri heildarsýn, að borgarastríðið var hópastríð.
    **Þ.e. Súnnítar - gegn Shítum, Alavítum og þeim öðrum er studdu Damakus.

Hættan við þessa útkomu er augljóslega sá, að þegar þetta rosalega stór -- þjóðernishreinsunaratburður verður, að sá hatri milli stóru þjóðernishópanna er byggja Mið-Austurlönd, sem líklega verður að frægjum frekari átaka síðar!
--Fyrir utan að milljónir fátækra í flóttamannabúðum, eins og stríðin í Afganistan og átök Ísraela/Palestínumanna um áratugi sína - eru sjálfstæð fræ frekari átaka.

 

Mér virðist þar af leiðandi ljóst, að niðurstaðan í Sýrlandi -- komi til með að valda hrinu frekari átaka í Miðausturlöndum

  1. Tilgangur Erdogans í Sýrlandi, virðist sá að skapa pláss fyrir sýrlenska flóttamenn innan sýrlands, en undir stjórn Tyrklandshers.
  2. Þannig, slá tvær flugur í einu - losna við flóttamannavandamál heima fyrir. Og mynda -protectorate- undir stjórn Tyrkalands, sem Tyrklandsstjórn getur notað til að efla sín svæðisbundnu áhrif enn frekar.
    --Tyrklandsstjórn hefur nýlega gert formlegt tilkall til svæða innan Sýrlands.
  • Bendi á, að Tyrkland hefur nýlega hafið þátttöku í átökum í Líbýu, sent þangað fámennan her nú þegar -- hafið vopnasendingar til stjórnarinnar í Tripoli.
    --Í Líbýu, er Tyrkland einnig í og með í átökum við Rússland.

Image result for map turkey russia


Það er einmitt vaxandi spurning, samskipti Tyrklands og Rússlands!

Tyrkland er greinilega í árekstri við -- Moskvu. Pútín hefur ákveðið að styðja Haftar hershöfðingja -- sem ríkir í Tobruk, tilkall hans til að ná völdum yfir Líbýu allri.
Samtímis styður Pútín Assad - og án vafa hefur veitt blessun sína yfir, yfirtöku Assads á Idlib að nýju, þrátt fyrir ítrekaða fundi Erdogans með Pútín. Annars er erfitt að sjá að Assad hefði þorað að senda hersveitir inn í Idlib hérað - inn í augljósa hættu á átökum við Tyrkland.
--Höfum í huga, að Tyrkland ræður yfir næst fjölmennasta her NATO, nærri 900þ. manna.

  1. Þetta er her sem er velbúinn nútíma vopnum, og líklega ekki heilt yfir verr búinn en her Rússlands.
  2. Eins og sést á kortinu, er Tyrkland á milli Mið-Austurlanda og Rússlands.

Það þíðir, að land-fræðin hjálpar mjög Tyrklandi í - tæknilega mögulegum árekstri við Rússland.
Tyrkland -tæknilega- getur hindrað nær allar mögulegar samgöngur Rússlands við svæði við Miðjarðarhaf -- Rússland gæti einungis með erfiðleikum stutt við hersveitir í Mið-Austurlöndum, ef maður ímyndaði sér að Tyrkland beitti öllu sínu afli til að hindra samgöngur.
--Megin hótun Pútíns, væri að loka á olíu og gas, almennar efnahags refsiaðgerðir.
--Það væri erfitt efnahagslega fyrir Tyrkland, ekki endilega útilokað þó.

  • Rússland hefur ekki eins mikil áhrif og Bandaríkin hafa innan alþjóða-kerfisins, þannig að í eðli sínu eru - rússneskar refsiaðgerðir bit-minni.
  • Afar ósennilegt að Rússland legði í beint stríð.

Erdogan virðist í seinni tíð, til í að taka töluverða áhættu í samskiptum við Rússland.
Hann hefur sínt svipaða áhættusækni í samskiptum við Bandaríkin!
--Einhver ætti enn að muna eftir deilum Erdogans við stjv. Bandaríkjanna frá sl. ári.

  1. Erdogan virðist - ekki ólíkt því að Donald Trump segist vera America first - ekki ólíkt því að Pútín segist vera landsfaðir Rússlands -- taka sér sambærilegt hlutverk fyrir hönd Tyrklands.
  2. Með öðrum orðum, séu allir 3-með sterkar þjóðernissinnaðar tengingar. Erdogan er klárlega að gera tilraun til að notfæra sér átök um Sýrland, til að taka sér sneiðar af Sýrlandi - ætlast greinilega til þess að Pútín samþykki það - síðan í deilu um Líbýu, virðist ljóst að Erdogan ætlar sér einnig hlut af Líbýu.

Ekki er þekkt hve mikla áhættu Erdogan er tilbúinn að taka!
En fólk þarf að muna að -- Tyrkland ræður yfir næst stærsta her NATO.
--Að sá her er líklega afar nærri eins öflugur og gervallur her Rússlands.

  • Þ.s. Tyrkland vantar er kjarnorkuvopn, en landfræðin virkar með Tyrklandi, í hugsanlegum átökum við Pútín um Mið-Austurlönd.

Ég er að segja, að Tyrkland -- getur hugsanlega haft betur!
Ég sé ekki augljósa ástæðu að ætla -- að Erdogan lúffi fyrir Pútín.

  • Deilan er greinilega um framtíðar völd og áhrif á svæðinu.
    Mikið undir hjá báðum!

 

Niðurstaða

Ég er ekki að spá stríði Rússlands og Tyrklands, ekki endilega stríði Sýrlands og Tyrklands. Hinn bóginn, þarf að muna eftir hinum ógnar-sterka Tyrklandher sem er rétt handan landamæranna.
Rússland er í engri aðstöðu til að senda inn á Mið-Austurlandasvæðið, fjölmenna heri.
--Fólk starir gjarnan á styrkleika Rússlands, en nú er rétt að fólk íhugi veikleika þess.
Rússland hefur þarna greinilegt landfræðilegt óhagræði - Rússland ræður ekki yfir þeim mikla fjölda flutningatækja er gerir Bandaríkjaher mögulegt að senda 100þ. manna heri hingað og þangað, m.ö.o. er geta Rússlands fyrst og fremst nærri eigin landamærum þegar kemur að hugsanlegri notkun á fjölmennum hersveitum!
--Þetta er af hverju ég bendi fólki á að, afskrifa ekki fyrirfram þann möguleika að Erdogan endi með pálmann í höndum!

Tyrklandsher gæti auðveldlega tekið allt Sýrland, án þess að Rússland gæti mikið gert meir en að mótmæla, og setja á þær hörðustu efnahagslegu refsiaðgerðir Rússlandi væri kleyft.
--Pútín hefur verið mjög klókur í að spila takmörkuð spil Rússlands. Hinn bóginn, þá hlýtur hann einmitt vegna þess hann er klókur að skilja mæta vel - veikleika sinna spila.

  • Þess vegna væntanlega verður á einhverjum punkti lending milli Erdogans og Pútíns.
    Hver sú lending verður akkúrat er fyrirfram erfitt að spá.
  • Klárlega vill Erdogan tryggja sér landræmu meðfram öllum landamærum Tyrklands, mig grunar að Pútín fyrir rest -- sætti sig við þá niðurstöðu, að Tyrkland fái protectorate svæði undir stjórn Tyrklands innan Sýrlands þangað sem Sýrlenskir flóttamenn í Tyrklandi færu og dveldu undir stjórn Tyrklandshers -- yrðu síðan notaðir áfram sem valdatæki Tyrklands.
  • Væntanlega verður einnig einhverskonar lending í Líbýu, hver hún verður getur verið enn erfiðara um að spá -- en tæknilega getur Tyrkland sent fjölmennan her þangað. Auðveldar fyrir Tyrkland en fyrir Rússland. Þannig að væntanlega verður einhver lending á því máli milli einræðisherranna fyrir rest.

Það sem þessi saga virðist sýna er sá gamli sannleikur, að sá sem er tilbúinn til valdbeitingar - hefur nægan herafla til slíks, á endanum ræður.
Vandi ESB er að aðildarþjóðir skortir vilja til þess í dag að senda fjölmenna heri til slíks, þetta vita menn eins og Pútín, Erdogan -- sem skíri af hverju útlit er fyrir að ESB hafi nær engin áhrif á útkomu þessara átaka!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Óskhyggja, sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Svipað og óskhyggjan um Trump. Sem dæmi um Trump, við viljum ekki Trumalúðurinn við stjórn, við viljum einhvern eins og Lindsey Greyham, sem mun setja Hillary Clinton og Joe Biden, í rafmagnsstólinn. Í staðinn, situr þessi drjóli á stólnum og semur við þessa föðurlandssvikara, til að halda embættinu.

Svipað á sér stað í Idlib, Tyrkir vilja "tyrkmenistan" eða hluta af Sýrlandi, ásamt því að þeir vilja "Kúrda" burtu af svæðinu nær Tyrklandi. Landið sem þeir og Rússar hafa samið um, er þegar merkt á korti, og restin er bara að "hreinsa" landið af skrílnum (Al Qaida).

Örn Einar Hansen, 7.2.2020 kl. 19:10

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fyrir það fyrsta þá eiga Tyrkir engin kjarnorkuvopn.

Þau kjarnorkuvopn sem eru í Tyrkland eru Bandarísk og þeir geta ekki skotið þeim án samþykkis Bandaríkjamanna.

Annað er að aðgerðir Erdogan snúast ekki um flóttamanna hættu heldur er hann að vernda hryðjuverkamenn sem eru á hans vegum í Idlib

Samningur Pútíns og Erdogan hljóðar upp á að hann aðgeini svokallaða moderate frá hryðjuverkamönnum

Þetta getur Erdogan ekki frekar en Bandaríkjamenn um árið af því aðað eru engir moderate. Þetta eru allt saman forhertur glæpamenn og hryðjuverkamenn.

Það er vandamálið.

Ef kemur til átaka milli Rússa og Tyrkja er enginn vafi á að Tyrkir tapa. Rússar þurfa ekki einu sinni að fara að heiman til að vinna það stríð. Rússar hafa að sjálfu sér engann áhuga á að leggja undir sig Tyrkland,þeir munu bara kenna þeim lexíu.

Ef til átaka kemur munu Rússar að sjálfsögðu ekki flytja vopn frá Rússlandi til Sýrlands heldur ráðast áá frá Rússlandi.

NATO kemur ekki til með að aðhafast neitt. Það er engin stemning til að fórna Evrópu til að verja Tyrkland.

Það er reyndar frekar lítil stemning fyrir NATO í Evrópu þessa dagana. Fylgi við NaTO er komið niður fyrir helming í mörgum ríkjum Vestur Evrópu Þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi.

Borgþór Jónsson, 11.2.2020 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband