Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019

Trump tekst ekki að tryggja væna eftirgjöf Japans í viðskiptadeilu við heimsókn Shinzo Abe í Hvítahúsið

Landbúnaðarmál eru Donald Trump greinilega kær, enda fjölmennur kjósendahópur hans í miðfylkjum Bandaríkjanna, svokölluðu - landbúnaðarbelti. 
--Eins og flestir ættu að vita sem hafa verið að fylgjast með viðskiptadeilum Trumps við nokkurn fjölda annarra þjóða, þá viðhefur Trump það bragð -- að leggja fram hótanir um tolla.
--Gegn því að láta ekki verða af þeirri hótun eða þeim hótunum, ætlast hann til að verða veitt eftirgjöf.

Eins og fólk ætti að muna, þá lofaði hann því í kosningabaráttunni 2016, að semja að nýju við helstu viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - fullyrti hann þá gildandi samninga ósanngjarna, að viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna hefðu árum saman verið að - græða á Bandaríkjunum.
--Eins og gefur að skilja eru langt í frá allir sammála þessu um ósanngjarna samninga.

Trump ætlast beinlínis til þess - að þær þjóðir sem hann beitir þrýstingi, sættist á lakari samninga fyrir sig en áður.
--Rökrétt, eru menn tregir til þess, að samþykkja lakari kjör en fram til þessa.

Image result for abe trump

Rétt að taka fram, að Shinzo Abe stendur frammi fyrir kosningum á þessu ári, eins og Trump þarf hann að tala til sinna kjósenda -- það áhugaverða er, að einnig líkt Trump, er Abe frekar þjóðernis-sinnaður, í vissri kaldhæðni þíðir það - að vegna þess að um sumt er bakgrunnur stefnu Abe og Trumps líkur, á Abe enn erfiðar en hugsanlega ella, að gefa eftir.
--Abe eins og Trump, byggir á þjóðernis-sinnuðu fylgi a.m.k. að einhverju verulegu leiti.

Kjósendur Abe eru því einmitt að segja við Abe -- stattu fast!
Svipað því að Trump hefur kjósendur -- sem heimta hann standi við stóru orðin.

Japan refuses to give greater access to US farmers

Eitt vandamál á ráði Trumps, einmitt vegna þess að hann hefur í nokkrum fjölda skipta vent um kúrs í óskildum málum - þá hefur hann skapað sjálfur óvissu um það, að hvaða marki aðrar þjóðir geta treyst því - hann sjálfur mundi standa við undirritaða samninga.

Bendi á, hann hóf sjálfur deilurnar um viðskipti með því að leggja fram kröfur.
Og síðan samhliða þeim kröfum að leggja fram hótanir um tolla, og leggja á tolla.
--Aðrar þjóðir hljóta að velta því fyrir sér, mundi hann endurtaka leikinn síðar, eftir að samningur hefur verið undirritaður og eftirgjöf veitt - í von um enn frekari eftirgjöf?

Trump talar um það - eins og það sé kostur - að enginn geti reiknað hann út.
En eins og ég þarna bendi á - þá er óvissan um það hvað hann gerir - einnig hugsanlega fjötur um fót, því ef menn vita ekki hvað hann gerir - hvernig geta menn þá treyst honum?

Trump þarf einnig að sannfæra aðra -- að óvissan gildi ekki lengur, eftir að samningur hefur verið gerður. Annars gæti hann átt í erfiðleikum með -- að fá fram samning í fyrsta lagi.

  1. Fyrir fundinn við Abe, hafði Trump vonast eftir snöggum samningi.
  2. En að sögn erlendra fjölmiðla, bauð Trump á fundinum Abe - enga eftirgjöf, ekkert skírt loforð um að hætt yrði við - hótanir um tolla.
  3. En meðan að Robert Lighthizer ætlast til þess, að Abe lofaði strax - bættum aðgangi fyrir bandar. landbúnaðarvörur, án þess að fá að því er virðist nokkuð á móti.

Rétt að taka fram, Japan hefur verið ákaflega lokað þegar kemur að landbúnaði, með enn hærri ef e-h er, verndartollmúra fyrir eigin landbúnað en Kanada eða Evrópa.

Japan vill að Trump slái af álagða toll á stál og ál, auk þess að falla frá hótunum um háa tolla á bifeiða-innflutning - auk þess að Japan æskir þess að Bandaríkin felli niður háa verndar-tolla sem þau hafa lengi viðhaft, á léttum trukkum.

--M.ö.o. virðist fátt benda til snöggra samninga.
--Varðandi samninga við ESB, hafa fréttir verið litlar sem engar - þær litlu er hafa borist benda til algerrar pattstöðu í samningum.

Það virðist sem svo, að Japan og ESB - hafni aðferð Trumps, m.ö.o. vilja að Trump felli niður tollhótanir og þegar álagða tolla, ætlist til þess að Bandaríkin veiti eftirgjöf á móti þess fyrir utan - eins og álagðir tollar ásamt hótuðum tollum væru ekki til.

  • Ég persónulega efa það verði af samningum - nema Trump taki ákvörðun um stóra eftirgjöf, eiginlega það - að slá hótanirnar af, ásamt þegar álögðum tollum.
  • Síðan væri samið út frá þeirri stöðu er til staðar var, við upphaf forsetatíðar hans.

Ég held nefnilega að - valdastaða Bandaríkjanna sé ekki lengur sú sem Trump aldist upp við er hann var yngri - stórar þjóðir úti í heimi hafi í dag aðra valkosti, þær hafi efni á að segja -Nei- eða þæfa málin þangað til að Trump sjálfur, þarf alvarlega að íhuga eftirgjöf eða hugsanlega fá nákvæmlega ekki neitt fram.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti virðist mér forsetatíð Trumps mæling á raunverulegum mætti Bandaríkjanna ekki síður en forsetatíð George W. Bush -- Trump hefur þó annan fókus á, America first, en Bush. 

En eins og Bush, virðist mér Trump vera að hnjóta um - takmarkanir valds/áhrifa Bandaríkjanna - þ.e. að hvort tveggja sé ekki eins mikið, og ríkisstjórnin í Washington ímyndar sér.

Mér virðist m.ö.o. að ríkisstjórn Trumps ekki ósvipað ríkisstjórn Bush, sé í ákveðinni - aðlögunar-kreppu, þegar hún rekst á það að heimurinn - sveiflast ekki lengur í takt við vilja eða óskir Bandaríkjanna og hann hugsanlega gerði einhverjum ónefndum árum fyrr.

--Bush ætlaði sér með aðgerðum sínum, að sanna styrk Bandaríkjanna svo eftir væri tekið, en þess í stað sýndi hann fram á veikleika þeirra - að sumt sé þeim um megn.
--Mig grunar, að tilraunir Trumps til þess - að semja aftur, fá fjölda stórra viðskiptaþjóða til að sætta sig við mun lakari viðskiptakjör, séu líklegar að hrasa um svipað vandamál - þ.e. að vald Bandaríkjanna sé takmarkaðra en ráðamenn Hvítahússins halda.

Með öðrum orðum eftir að hafa fylgst með tilraunum Trumps til að semja aftur, virðist mér fleira en færra benda til þess - að roðið á huganlegum samningum verði líklega miklu mun rýrara en Trump og teymið í kringum hann virðist ætla sér.

 

Kv.


Áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um stórfellt aukna vinnslu á olíu og gasi í óvissu - eftir óhagstæðan dómsúrskurð

Eftir að alríkisdómari setti lögbann á yfirlýst áform um olíuboranir á svæðum sem mörg hver voru friðuð gagnvart slíkum framkvæmdum í tíð Obama - virðist sem að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé ótímabundið búin að slá þau áform af, þó þeim sé ekki formlega aflýst.
--Virðist a.m.k. fullkomlega óljóst hvort nokkuð verði af þeim!

Trump administration sidelines U.S. offshore drilling plan after court ruling

Trump administration hits pause on offshore oil plans after court ruling

Trump is shelving plans to open virtually all federal waters to offshore drilling

Trump offshore drilling order unlawful, judge rules

Federal judge blocks President Trump's Arctic drilling plans

Trump's Arctic Oil Drilling Edict Blocked by Federal Judge

Eins og sést, virðast hugmyndir ríkisstjórnar Trumps óhemju víðfeðmar!

Image result for trump shelves oil drilling

David Bernhardt -- Þetta kom fram í viðtali við ráðherra innanríkismála, að í kjölfar ákvörðunar alríkisdómara, Sharon Gleason, í Alaska sl. föstudag - að Trump hefði farið út fyrir valdmörk forseta-embættisins, er hann reyndi með - forseta-tilskipun, að fyrirskipa boranir á víðfeðmum svæðum sérstaklega við strendur Alaska, einnig við Atlantshaf - sem höfðu verið tekin formlega af lista yfir svæði, sem koma til greina sem olíuborunarsvæði.

Virðist það úrskurður dómara - að bandaríska þingið, þurfi að afgreiða málið.
En að framkvæmdavaldið eitt og óstutt - hafi ekki nægt valt til að taka slíka ákvörðun.

Hinn bóginn, virðist ríkisstjórn Trumps hafa áfrýjað málinu upp á næsta dómstig, óþekkt hve langan tíma það ferli getur tekið.
--A.m.k. erum við að tala um - ca. hálft ár, en það gæti tekið mun lengri tíma.

Ekki síst er í gangi í Bandaríkjunum - deila um framtíðarsýn landsins!

  1. Framtíðarsýn sem Trump hefur haldið á lofti, er hámörkun á vinnslu - eiginlega virðist mér stundum, að Rússland sé viss fyrirmynd í hans augum, a.m.k. að þessu leiti - ég fæ hér reglulega innlit frá fólki sem styður þær hugmyndir, þ.e. að auka sem mest vinnslu á olíu og gasi -- er virðast sjá framtíð Bandaríkjanna, sem olíu- og gasútflutningsland.
    --Sannast sagna, verð ég að segja, mér finnst þeirri framtíðarsýn -- skjóta nokkuð skökku.
  2. Hinn bóginn, er það fólk, sem lítur á Bandaríkin frekar sem - framleiðslu-land á iðnvarningi og hátækni-vörum - auðvitað, hugbúnaði. Framleiðslugeirinn og hátæknigeirinn.
    --Þau fyrirtæki eru ekki endilega sammála ofangreindri stefnumörkun, fer þó eftir akkúrat - hvaða framleiðslu-atvinnugrein.
  • Ástæður þess, mér virðist þetta -- skökk stefna, a.m.k. hugsanlega.

Er að olía- og gas, eru hráefni!
--Er það virkilega það sem Bandaríkin eiga að stefna að, að vera fyrst og fremst - hráefna-útflytjendur?

Síðan hitt, hnattræn hlýnun af mannavöldum -- en mannkyn, verður að stefna að - minnkun á vinnslu á olíu og gasi, ekki aukningu.


Þarna takast einnig á, sjónarmið kynslóða.
--Eldri kynslóðin, líklegri að styðja sjónarmið um meiri boranir eftir olíu og gasi.
--Meðan yngra fólkið þvert virðist á flokkslínur -en kannanir á skoðunum ungra Repúblikana hafa vakið athygli upp á síðkastið- virðist vaxandi mæli, líta á olíu og gas sem iðnað fortíðar!

  • Mig grunar einmitt, að kynslóða-bilið sé stórt í þessari deilu.

Fyrir utan þetta, virðast áform um stóraukna vinnslu í sjó við strendur, mæta andstöðu heimamanna víða við strendur -- sem óttast olíuslys og aðra mengun fylgjandi iðnaðinum.
--Á sama tíma, virðist þeim litlar líkur á að ágóðinn renni til þeirra.

Nú er 2019 - við skulum ekki gera ráð fyrir að Trump, augljóslega nái endurkjöri, þannig að það er algerlega hugsanlegt að áformin um stóraukna strandvinnslu séu runnin í strand.
--Ef ég geri ráð fyrir, að töfin sé ekki ca. hálft ár, heldur meir en ár vegna lagaflækja.

  • En ef næsti forseti verður demókrati, vart þarf að efast - áformin verða slegin af.

 

Niðurstaða

Vissulega framleiða Bandaríkin akkúrat núna meiri olíu en nokkur önnur þjóð - þó það þíði einungis það að Bandaríkin framleiða næstum því ca. álíka mikið og þau sjálf nota. Hinn bóginn, er samt innflutningur og útflutningur - vegna þess að ódýrar virðist vera að flytja inn frekar á hinni strönd Bandaríkjanna, og út frá hinni. En nettó þ.e. innflutningur vs. útflutningur, ef maður ímyndar sér að það jafnist út - þá framleiða Bandar. rétt tæplega eigin noktun.

Draumurinn sem Trump vísar til er draumurinn um Bandaríkin sem sjálf sér nóg um olíu og gas, en að auki sem - stórfellt gas og olíuútflutningsland.

Mig grunar persónulega að í reynd sé þessi iðnaður á útleið. En miðað við það að nýlegar kannanir sýna unga Repbúlikana með svipaðar skoðanir á hnattrænni hlýnun og unga Demókrata, þ.e. viðurkennt af báðum hópum, og auki viðurkennt af báðum hópum að það þurfi að skera niður losun.

Þá sé ég ekki að þessi draumsýn sé líkleg til framtíðar. Hún slökkni líklega með Trump.

 

Kv.


Ríkisstjórn Bandaríkjanna - hótar viðskiptaþjóðum Írans refsiaðgerðum, ef þær hætta snarlega ekki viðskiptum við Íran

Ríkisstjórn Donald Trumps hefur ákveðið að afleggja svokallaða - sanction waivers - sem ríkisstjórn Bandaríkjanna, veitti á sl. ári - að því er manni virtist, til þess að tryggja að heims-olíuverð hækkaði ekki verulega!
--En Donald Trump, virtist mér hafa veitt þær undanþágur, er hann varð var við ónánægju meðal eigin kjósenda, er eldsneytisverðlag innan Bandaríkjanna var farið að hækka, í kjölfar hækkana á olíu á heimsmörkuðum, er mörkuðust a.m.k. að einhverju verulegu leiti af ótta markaða um olíuskort, ef Íran yrði þvingað af heimsmörkuðum með olíu.
--Nú hinn bóginn, segir Donald Trump keikur - að hann sé þess fullviss, að aðrar olíuþjóðir séu færar um að tryggja nægt framboð af olíu, svo að það verði ekki stórfelld hækkanabylgja.

US ends sanctions waivers on Iranian oil imports

Mike Pompeo - Any nation or entity interacting with Iran should do its due diligence and er in the side of caution, -- How long we remain on zero depends solely on Iran’s behaviour.

The Trump Administration and our allies are determined to sustain and expand the maximum economic pressure campaign against Iran to end the regime’s destabilising activity threatening the United States, our partners and allies, and security in the Middle East, -- the White House said.

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Ekki liggur enn fyrir að sjálfsögðu hvernig stórar viðskiptaþjóðir Íran bregðast við!

Mig grunar að Japan hugsanlega hætti viðskiptum - stærri spurning hvað Indland gerir.
Tyrklansstjórn, sagði aðgerð Washington líkleg til að auka óstöðugleika í Mið-Austurlöndum, og sagði ekki málefni Washington við hvaða þjóðir Tyrkland hefur viðskipti.
--Kína auðvitað, er í áhugaverðri stöðu -- talsmaður stjv. þar sagði viðskipti Kína og Íran, lögmæt.

 

Ég velti því enn fyrir mér hvort Bandaríkin, hugsanlega - þvinga fram bandalag Kína og Írans?

  1. Tæknilega getur Kína keypt alla olíu Írana.
  2. Á móti, selt vopn en Kína framleiðir í dag vopnabúnað sem er nærri þeim gæðastandard sem Bandaríkin ráða yfir - og auðvitað, Kína er stærsta framleiðslu-hagkerfi heimsins í dag, þaðan er sannarlega að fá mjög mikla breidd varnings.
    --Þannig, lokuð viðskipti Kína og Írans, væru mjög - möguleg.
    --Ég mundi reikna með, gjaldmiðils-skipta-samningi, þannig að viðskiptin gætu farið fram með óþvinguðum hætti.
  3. Til viðbótar, mætti hugsa sér að löndin færu í - hernaðar-bandalag, þannig að kínverskar flotastöðvar spryttu upp við Persaflóa á strandlengju Írans, beint andspænis herstöðvum Bandaríkjanna!

Ef allt þetta yrði, væri það stærsta umbylting á völdum innan Mið-Austurlanda, síðan Bretland samdi við Bandaríkin kringum 1950 um yfirtöku Bandaríkjanna á stöðvum þeim sem Bretar höfðu fyrst - reist við Persaflóa.

Kína yrði allt í einu, næstum eins valdamikið í Mið-Austurlöndum og Bandaríkin.

Þó Rússland sé auðvitað einnig á svæðinu, gæti það ekki - keppt við Kína, ef af slíkum samningum milli Írans og Kína mundi verða.
--Þá yrði Rússland, allt í einu að -- varaskeifu fyrir Íran, Kína - megin-bandamaður.

Það mundi verulega veikja stöðu Rússlands - lönd sem í dag, eru að ræða við Rússa, mundu ræða við Kína þess í stað.
--Kína kæmi þá í stað Rússlands.

  • Það væru ekki bara Bandaríkin sem töpuðu á þessu.
  • Rússland, einnig!

 

Niðurstaða

Mínar vangaveltur um hugsanlegt bandalag Írans og Kína, eru gamlar - en ég hef nefnt þær reglulega nú í nokkur ár. Mér virðist ljóst, að Íran er í reynd ekki - áhugasamt.
--Líklega hefur Íran valið Rússland, einfaldlega vegna þess - Rússland er veikara land.
Vandamálið fyrir Íran, er að allsherjar bandalag við Kína, gerði Íran að - leppi Kína.
Meðan, að vegna þess að Rússland er ekki eins sterkt ríki, er ekki hætta á því að það bandalag ógni sjálfstæði Írans.

Hinn bóginn, ef Bandaríkin - kyrfilega loka á alla möguleika Íran, fækka þeim niður í 2:

  1. Alger uppgjöf gagnvart Bandaríkjunum, m.ö.o. nokkurs konar leppríkis samband við Bandaríkin - en krafa Bandar. er ekki neitt minni en sú, að Íran afsali sér öllu þeim ávinningi valdalega séð sem Íran hefur áunnið sér sl. 30 ár.
    --Íran yrði kyrfilega sett á sinn stað!
  2. Þá gæti allt í einu, leppríkis-bandalag við Kína - litið út sem skárri kosturinn af slæmum.

Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki strax. Vegna þess, að Íran vill í reynd - verja sitt sjálfstæði, þ.e. vill hvorkri verða leppur Bandar. né Kína -- þá mun Íran fyrst gera sitt ítrasta til að sprikla, undir nú síversnandi efnahags-ástandi.

Það sem Bandaríkin klárlega vonast eftir, er að það mundi leiðast fram - einhvers konar, innan-lands uppreisn í Íran. Auðvitað, vegna versnandi kjara fólks.

Hinn bóginn, er augljóslega mögulegt svar við þeim vanda - bandalag við Kína.
En ég mundi reikna með því, að Kína gæti tryggt Íran - fjármagn, þar með - fjárfestingar.

  • M.ö.o. gæti sú óánægjubylgja sem bandaríkjastjórn vonast til að kalla fram meðal íranska almennings - sem sannarlega mundi í samhengi því sem bandaríkjastjórn ætlar sér að framkalla - leiða til alvarlegrar innan-landskreppu fyrir Teheran; þvingað fram næga örvæntingu stjórnarinnar í Íran -- til að leiða það fram, að þau velji þann kost, að falla í faðm Kína.
    --En þaðan í frá, yrði væntanlega ekki aftur snúið fyrir Íran.

Fólk getur tjáð sig um það hvort því virðist þessi sviðsmynd geta gengið eftir!

 

Kv.


Slapp Trump með skrekkinn eftir allt saman, í tengslum við Mullers rannsókn?

Á vef Financial Times er áhugaverð frétt, þ.s. birt eru stuttir úrdrættir úr skjalinu umrædda sem fjölmiðlar hafa fengið að sjá - nánar tiltekið, skjal þ.s. eru eyður þ.s. finna má gögn sem metin eru, þurfa leynd af ímsum ástæðum.

Mueller report: Here are the key revelations

 

Eitt af merkilegustu tilvikunum, var fundur sem haldin var í Trump turni 2015!

The Office concluded that, in light of the government’s substantial burden of proof on issues of intent (knowing and wilful), and the difficulty of establishing the value of the offered information, criminal charges would not meet the Justice Manual standard that the admissible evidence will probably be sufficient to obtain and sustain a conviction.

  1. Niðurstaðan af því, af hverju Donald Trump yngri, Jared Kushner, voru ekki ákærðir formlega -- virðist ekki að þeir hafi ekki verið sterklega grunaðir.
  2. Heldur það að þau gömlu bandarísku lög, sem banna erlendum ríkisborgurum að gera tilraun til að hafa áhrif á bandarískar kosninga-niðurstöður; virðast krefjast þess - að það sé sannað, að í tilviki vitorðsmanna - að þeim  hafi verið kunnugt, að gerningur væri ólöglegur.
    --Þetta er svona ca. svipað, að ef aðili gæti sagt við lögreglumann, ef viðkomandi er tekinn á 150km. hraða, að þ.s. var ekkert skilti í augsýn - gætu lögreglumenn ekki sannað, að honum hafi verið kunnugt að ekki mætti aka á 150 á þjóðvegum á Íslandi.
    **Hinn bóginn, eru umrædd bandarísk lög afar gömul, og afar sjaldan beitt.
    **Þannig, að þ.e. alveg hugsanlegt, menn gætu hnotið um þau, án þess að hafa frétt af tilvist þeirra.

Hinn bóginn, ef maður hefur dómsmál gegn Manfort í huga, þ.s. hann er m.a. ákærður fyrir að hafa ekki sagt bandarískum stjórnvöldum frá því - að hann væri lobbýisti fyrir erlenda ríkisstjórn.
--Þá, hikuðu bandar. stjv. ekki að beita gömlum lögum, sem líklega margir vita ekki einu sinni að væru til.
**Hinn bóginn, virðist ekki í texta þeirra laga - krafist þess að sannað sé að ákærður einstaklingur, hafi vitað að sá væri að brjóta lög.

  • Höfum í huga, almenn regla réttar-ríkja, er að gera ráð fyrir því þegnar - þekki lögin, m.ö.o. þekkingarleysi er almennt ekki talin vörn.
    --Eftir allt saman, lögin öll til á prenti eða tölvutæku formi sem aðgengilegt er í gegnum netið.
  1. Eins og ég skil málið -- þá sleppur Don Jr. og Kushner, vegna þess að nánast er ekki hægt að sanna - að viðkomandi hafi verið kunnugt fyrirfram þau lög sem gera það ólöglegt þau hugsanlegu kaup á -dirt- á Hillary Clinton frá rússn. lögfræðingi.
    --Fyrst að þau lög, leggja á þá sönnunarbyrði, að ákærandi verði að sanna að viðkomandi hafi vitað að sá væri að fremja lögbrot.
  2. Þegar kemur að -- forsetanum sjálfum, þá fundust engar sannanir um vitneskju hans fyrirfram í því tilviki.
    --Eðlilega er þá ekki hægt að álykta nokkuð um það, hvort hann vissi eða ekki.

Hafið í huga - að í E-mail máli Hillary Clinton, var niðurstaða sú er Director Comey kynnti 2016 ekki ósvipuð - að líkur á velheppnaðri saksókn væru það litlar, að mat FBI væri að leggja ekki til að dómsmál væri hafið.

  • Þannig, mér virðist að það megi klárlega segja, að Don Jr. og Kushner hafi sloppið með skrekkinn.

Hinn bóginn, virðist það fullkomlega óljóst hvort forsetinn sjálfur vissi nokkuð fyrirfram um þetta tiltekna mál -- þannig, að sleppa með skrekkinn, væri of sterk ályktun í hans tilviki um þetta tiltekna mál.

 

Obstruction of justice -- hvort Trump var að leitast við að hindra rannsókn

Niðurstaðan af því, virðist hreinlega svo -- Trump sleppi með skrekkinn!
--Málið virðist að Trump hafi við og við veitt fyrirmæli, sem ef hefðu verið framkvæmd.
--Hinn bóginn, hafi í öllum tilvikum - fyrirmælum forseta ekki verið framfylgt.
Það megi hártoga, Trump hafi ætlað sér að - hindra framgang réttvísinnar, en óhlýðni undirmanna hafi leitt til þess - að ekkert af því var raunverulega framkvæmt.

The President’s efforts to influence the investigation were mostly unsuccessful, but that is largely because the persons who surrounded the President declined to carry out orders or accede to his requests. Comey did not end the investigation of Flynn, which ultimately resulted in Flynn’s prosecution and conviction for lying to the FBI. McGahn did not tell the Acting Attorney General that the Special Counsel must be removed, but was instead prepared to resign over the President’s order. Lewandowski and Dearborn did not deliver the President’s message to Sessions that he should confine the Russia investigation to future election meddling only. And McGahn refused to recede from his recollections about events surrounding the President’s direction to have the Special Counsel removed, despite the President’s multiple demands that he do so. Consistent with that pattern, the evidence we obtained would not support potential obstruction charges against the President’s aides and associates beyond those already filed.

--T.d. í dæmi Flynns - væri líklega ómögulegt að sanna, sbr. orð á móti orði, að Donald Trump hafi sagt Flynn að ljúga að FBI. Flynn hafi aftur á móti, setið í súpunni.

Mér virðist sanngjarnt að túlka málið svo að forsetinn sleppi með skrekkinn í því tilviki.

 

Spurning um vitneskju Trumps varðandi fræga leka á WikiLeaks vefnum!

Þetta er talið fullsannað að hafi verið lekið til WikiLeaks af aðilum á vegum rússn. stjv.
Hinn bóginn, hafi Muller ekki tekist að sína fram á það - þó framboð Trumps hafi náttúrulega vitað um lekana, grætt á þeim - þeir hafi grunað að framboð Trumps væri að hagnast á lekum sem þá þegar voru taldir líklega koma frá rússn. leyniþjónustunni.
--Þá sé ekki gögn finnanleg sem sýna fram á að framboð Trumps, hafi haft í nokkru samvinnu við hina rússn. aðila, þegar kom að þeim tilraunum til að hafa áhrif á bandar. kosningahegðan.

Deputy campaign manager Rick Gates said that Manafort was getting pressure about [redacted] information and that Manafort instructed Gates [redacted] status updates on upcoming releases. Around the same time, Gates was with Trump on a trip to an airport [redacted], and shortly after the call ended, Trump told Gates that more releases of damaging information would be coming. [Redacted] were discussed within the Campaign, and in the summer of 2016, the Campaign was planning a communications strategy based on the possible release of Clinton emails by WikiLeaks.

Það komu greinilega tilvik, að framboðið virtist vita - að nýrra leka væri að vænta.

Rétt að nefna, að Roger Stone - sem virðist hafa verið milli-göngumaður gagnvart WikiLeaks, hefur verið ákærður og veit ekki betur - verji sitt mál fyrir dómi.
--Hinn bóginn, hefur hann hingað til þverneitað, að blanda Trump inn í málið af sinni hálfu.

Hugsanlega er það alger neitun Stone - að opna sig um málið, sem blokkeri tilraunir til að sýna fram á -- meint tengsl eða collusion.

 

 

Niðurstaða

Eins og ég skil málið, þá virðist mér niðurstaðan vera í þá átt - að rannsóknin hafi haft sterkar rökstuddar grunsemdir í Trump turns málinu - einnig í tengslum við hugsanlega collusion við rússneska aðila; en ekkert sé hægt að sanna.
Varðandi tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar, virðist Trump raunverulega í nokkur skipti hafa gert slíkar tilraunir - en óhlýðni undirmanna hafi ónýtt þær allar.

--Það má einhverju leiti líkja þessu við niðurstöðu FBI varðandi e-mail mál Hillary Clinton á þann veg, að leki á leyndar-gögnum hafi verið metinn sennilegur, en ekki hafi tekist að sannað að svo illa hafi farið.

Þess vegna að sögn Comey var ekki lögð fram af hálfu FBI ráðlegging um ákæru.
Í báðum málum, þ.e. e-mail málum Clinton og rannsókn á málum tengd framboði Trumps, virðist mér að næg rök hafi verið fyrir rannsókn - m.ö.o. í hvorugt skipti sé rannsókn, klárlega tilhæfulaus - þar af leiðandi ekki heldur sennilegt að rannsókn sé pólitískt sprottinn.

--Ég á von á því, einhverjir verða þessu ósammála!

  • Mér virðist að málum Trump sé lokið - eins og málum Hillary Clinton.

Rökstuddar grunsemdir einar sér duga ekki til ákæru, sem er eðlilegt fullkomlega.
Donald Trump forseti virðist því skv. þessu raunverulega líklega laus allra þeirra mála!

 

Kv.


Kim Jong Un leiðtogi Norður Kóreu - gefur Donald Trump frest til ársloka til að koma fram með, ásættanleg samningsmarkmið!

Sá þetta á vef Reuters, yfirlýsing beint af vörum Kim Jong Un:

Image result for kim jong un

North Korea's Kim Jong Un gives U.S. to year-end to become more flexible

  1. It is essential for the U.S. to quit its current calculation method and approach us with a new one,
  2. The Hanoi summit ...aroused a strong question if we were right in taking the steps with strategic decision and bold resolution, and evoked vigilance as to the U.S.’ true willingness to improve its relations with the DPRK,
  3. If it (the United States) keeps thinking that way, it will never be able to move the DPRK even a knuckle, nor gain any interests no matter how many times it may sit for talks with the DPRK,
  4. We will wait for a bold decision from the U.S. with patience till the end of this year but I think it will definitely be difficult to get such a good opportunity as the previous summit,

DPRK - þíðir Democratic Republic North Korea - m.ö.o. Alþýðulýðveldið Norður-Kórea.
--Kommúnistaríkin, nefndu sig alltaf - alþýðulýðveldi, þó öll þróuðust þau yfir í það ástand, að vera stjórnað af mjög þröngum hóp, er varð gjarnan að ofsaauðugri elítu.
--Það þíddi auðvitað, að þau ríki voru ekkert sérlega - alþýðleg. 
Það á auðvitað ekki heldur við Norður-Kóreu, sem beinlínis hefur - valdafjölskyldu.

Sjá einnig:  Kim Jong-un calls for ‘bold decision’ from US by end of year

 

Í orðum Kim Jong Un virðast mér felast augljósar hótanir!

En í orðum hans skv. fjölmiðlum, virðist hann hafa kvartað yfir því, sem hann kallaði - stöðugar ógnanir og fjandskap ríkisstjórnar Bandaríkjanna, þó sú ríkisstjórn óskaði eftir samningum.

Hann kvartar yfir refsiaðgerðum, sem í engu hafa verið mildaðar. 
Og hann kvartar yfir prófunum, á nýjum - gagnflaugum á Kóreuskaga, sem hann segir brot á loforði, um engar - heræfingar.

Hann virðist hóta því ef Bandaríkin láta ekki af - ógnandi framkomu sinni - eins og hann virðist kalla það, að taka að nýju upp prófanir á kjarnorku-sprengjum og eldflaugum ætlað að bera kjarnorkuvopn.

  • Bandaríkin, hafa fram til loka þessa árs - til að sjá að sér!

 

Niðurstaða

Eins og ég skil málið, þá hefur Kim Jong Un það alls ekki í hyggju, að gefa nokkuð verulega eftir. Mér hefur allan tímann virst afar ósennilegt, að Kim samþykkti hugmyndir Pompeo og Bolton, um algera kjarnorku-afvopnun. Af núverandi viðbrögðum Kims, virðist ljóst - að hugmyndir þær sem Pompeo setti fram 2017 um algera afvopnun, virðist vera hent út af borðinu af hálfu Kim Jong Un.
--Augljós hótun að mér virðist af hálfu Kim, að snúa til baka til ástandsins 2017, segir mér að Kim kjósi frekar að snúa til baka til spennu-ástandsins það ár, en að samþykkja kröfur þær sem hingað til Bandaríkjastjórn núverandi heldur sig við.

Fljótt á litið virðist mér þetta ekki benda til þess, að Trump takist að krækja í - Nóbelinn eftir allt saman!
--2017 hótaði Trump hugsanlegri beitingu kjarnorkuvopna gegn Norður-Kóreu, en nú virðist augljóst Trump sé fyrst og fremst að horfa til nk. forsetakosninga.

Kannski hefur Kim Jong Un - ályktað, hann þurfi ekki lengur á þessu samningaferli að halda. Trump, starandi á nk. kosningar - muni ekki taka áhættu á því að starta nýju stóru stríði.
--Kim m.ö.o. hafi tekist það sem kannski var hans eiginlega ætlunarverk, að þæfa málið þar til hann væri - laus við Trump. En það getur hugsanlega verið veðmál Kims, að hann sé þegar búinn að sjá við Trump.
--Kim virðist þó bjóða upp á hugsanlegan 3-ja leiðtogafund, ef Donald Trump fellst á hans skilyrði.

 

Kv.


Fyrsta mynd tekin af svartholi talin stórmerkur sögulegur atburður í stjörnufræði

Svartholið sem myndin er af, er ævintýralegur risi - sem er í stjörnuþokunni M87, 53 milljón ljósár frá Jörð. Massi þess er áætlaður - 6.500 milljón Sólar-massar.
--Það gerir þetta tiltekna svarthol, eitt það allra stærsta sem þekkt er í alheiminum.

  1. Sem dæmi, sé Sagittarius A - svartholið í miðju okkar vetrarbrautar, dvergur - þó það teljist þó vera, risasvarthol -- stærðarhlutföll, 1/1.500.
    --Eða, 4,3 milljón Sólar-massar.
  2. Vegna óskaplegt massa svartholsins sem myndin er af, sé - event horizon - þ.e. svarta miðjan á myndinni, 40.000 milljón km. í þvermál.
    --Það gerir dökka svæðið í miðjunni, svipað vítt og allt okkar Sólkerfi.

Kraftarnir sem eru í gangi á mynd eru í stærðarhlutföllum utan skilnings!

Black hole

First ever black hole image released

Black Hole Photographed for 1st Time

This is the first photo of a black hole

Astronomers release first-ever image of a black hole

 

Vísindamenn eru mjög ánægðir!

Myndin virðist staðfesta - staðal kenningar um svarthol, þarna sé skýrt - event horizon - eins og talið hefur verið nú í töluverðan tíma.
Að auki, sést ógnarheitt gas - margar margar milljónir gráða heitt - á óskaplega hröðum snúningi í kringum svartholið.

Bendi á, þetta er ekki -- hefðbundin ljósmynd!

Myndin er sett saman úr gögnum frá radarsjónaukum hringinn í kringum okkar plánetu.
Gögnum hefur verið safnað um nokkurt skeið frá þeim öllum.
--Einkum voru menn að leita eftir sönnun fyrir, dökku miðjunni þ.s. er ekkert ljós.

Tók nokkurn tíma, að afmarka vel svæðið - þ.s. engar ljóseindir greinast.

Með því, að öll Jörðin fúnkeraði sem sjónauki, um mánaða-skeið.
Með því, að meðhöndla gögnin í ofurtölvu.
--Tókst að samþætta óskaplegt gagnamagn, og lesa út úr þeim þá mynd er blasir við.

  • Litirnir í myndinni, eru þá einungis settir inn - til skilnings.
    --Orkan í geisluninni er svo mikil, hún sé utan þess ramma sem mannlegt auga sér.
  • Í athugasemd á erlendum vef, var mér sagt að litirnir táknuðu - snúning ofurheita gassins, þ.e. bjartari hlutinn væri snúningur að okkur, rauðari snúningur frá okkur séð -- doppler effect.

Sem sagt, klassískur snúningur eins og klukkur sem við erum vön!

  1. Eitt af því merkilegasta er virðist staðfest.
  2. Að svarthol hafi snúning, þ.e. þau sjálf, ekki bara gasið í kring.

Svartholið staðfest, að hafi einnig sama snúning og klukka, sem ætti ekki að koma á óvart, að svartholið sjálft hafi snúning í sömu átt - og gasið sem falli í það!

EHT's data revealed the M87 black hole is spinning clockwise, team members said today. 

Vísindamenn segja að gögnin gefi nægilegar vísbendingar til þess að slíkur snúningur teljist nú staðfestur -- þ.e. auðvitað stórt skref í vitneskju um það fyrirbæri sem svarthol er.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað ekki fyrsta mikilvæga myndin frá sjónarhóli stjörnufræði sem maður hefur augum litið - t.d. komu fyrstu myndir frá Plútó sérfræðingum ánægjulega á óvart, eða myndir er sýndu í fyrsta sinn að tunglið Io á braut um Júpíter hefur virk eldfjöll.

Ég skal ekki segja, hvað telst mikilvægari vitneskja - svarthol eru auðvitað óskaplega öflug fyrirbæri, þar sem kraftar langt umfram allt það sem betur fer á sér stað nærri okkar Sólkerfi eru í gangi.

Hafandi í huga þá óskaplegu krafta sem gangi eru nærri miðju M87 - svarthol með, event horizon, á breidd við allt okkar sólkerfi. Þá grunar mig, að örugg fjarlægð þaðan sé líklega mæld í ljósárum.

 

Kv.


Ríkisstjórn Bandaríkjanna, skilgreinir íranska lýðveldisvörðinn - hryðjuverkasamtök. Ég á þó ekki von á þetta sé undirbúningur fyrir stríð við Íran

Íranski lýðveldisvörðurinn er ákaflega sérkennilegt fyrirbæri - eiginlega koma SS-sveitir nasista upp í hugann, þá er ég ekki meina að lýðveldis-vörðurinn sé illur eins og SS.
Heldur vísa ég til þess, hvernig lýðveldis-vörðurinn virðist allt um lykjandi í Íran.

Hann sé eins og -- hliðstætt ríki, við hliðina á ríkinu.
Það hafi einnig einkennt -- SS hreyfinguna!

  1. Eigin her - floti - flugher, hlið við opinberan her - flota - flugher landsins.
  2. Síðan rekur vörðurinn - æskulýðsbúðir - eigin skóla - eigin framhaldsskóla - eigin sjúkrahús.
  3. Ef þetta er ekki nóg - eiga aðilar innan varðarins, stóran hluta íranska hagkerfisisins.

--Það næsta sem ég man eftir, sem viðhafði þess lags -- 2 földun skipulags ríkisins, var SS.
--Þannig séð, má alveg hugsa sér - vörðinn, koma alfarið í stað íranska ríkisins núverandi.

  • Kostnaðurinn við þess lags -- 2 földun, hlýtur að vera óskaplegur.
  • Vörðurinn í dag, getur verið nærri eins öflugur, og öll önnur írönsk kerfi lögð saman.

Hvar íranska ríkið byrjar og vörðurinn - sé sennilega í vaxandi mæli - blurred.

US designates Iran’s Revolutionary Guard a foreign terrorist organisation

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Af hverju held ég þetta sé ekki undanfari að stríði?

Bendi fólki á að Trump ætlar að kveða herinn heim frá Afganistan.
Hann einnig ætlar að kveða lið heim frá Sýrlandi, þó þar hafi einungis verið 2000 sérsveitarmenn, til að þjálfa Kúrda-sveitir og aðstoða - engin bein þátttaka í bardögum.
--Hersveitir í Afganistan, höfðu hætt að mestu beinni þáttöku í stríði, en voru enn að stunda umsvifamikla þjálfun hersveita Kabúl stjórnarinnar.

Ég hugsa að ákvörðunin gagnvart Íran nú - sé einna helst ætlað að blíðka þá aðila innan Bandaríkjanna, sem séu andsnúnir Íran - til að tryggja að þeir styðji Trump aftur 2020, eins og t.d. svokallað - Israel lobby - gerði fyrir kosningarnar 2016.
--En ég stórfellt efa, Trump gangi í nokkru verulega lengra.

Bendi einnig að auki á, þrátt fyrir harðar hótanir 2017 gegn Norður-Kóreu, hóf Trump ekki stríð - ég bjóst aldrei beint við því, en var þó að spyrja spurningar hvort hann ætlaði í stríð, en síðan gerðist ekkert mikið!
--Eftir harðar hótanir, hertar refsiaðgerðir - hófust viðræður við stjórnendur Norður-Kóreu, en miðað við nýlegar fréttir, virðist fátt ætla að koma út úr þeim.

  1. M.ö.o. þá þrátt fyrir stór ummæli - gerðist ekki mjög mikið.
  2. Og stríðshætta nú - virðist afar óveruleg, Trump með minnkandi áhuga á NK.

Það sem ég hugsa, er að Trump einblýni á 2020 - þ.e. forsetakosningarnar.
Það sé fókus alls þess sem hann geri þessi misserin!

  1. Ef maður skoðar hans hegðan - frekar en hans orð!
  2. Virðist -- gelt hans hátt/en svipan ekki nærri eins beitt.

Eiginlega snar-öfugt við mottó Teddy Roosevelt - sem sagði forseta eiga, tala mildilega, en hafa í farteskinu öfluga svipu.
--M.ö.o. á ég ekki von á því, Trump hafi maga/stomach fyrir stríð.

 

Niðurstaða

Það sem má segja að einkenni Trumps, séu stórar yfirlýsingar - en efndir þeirra eru ekki endilega í samræmi við þær risastóru fullyrðingar sem oft komu á undan. Það má eiginlega lengi telja - þ.e. viðskiptastríð við Kína, sem litlu virðist ætla að skila - viðskiptahótanir gagnvart ESB, sem fram til þessa hafa skilað enn smærri árangri. Hótanir gagnvart Norður-Kóreu, sem sannarlega leiddu til viðræðna, virðast ekki ætla heldur að leiða til mikils - m.ö.o. fátt bendi nú til stórfellds árangurs úr þeim viðræðum.
--Í ljósi þessa, þá vænti ég ekki lengur að mjög mikið gerist gagnvart Íran.
--Umfram þær yfirlýsingar sem nú eru gefnar!
Yfirlýsingar Trump stjórnarinnar, virðst gjarnan miklu skarpari en hennar aðgerðir.

  • Nennu-leysi Trumps, virðist ákveðin trygging fyrir friði.

 

Kv.


Trump vill að Seðlabanki Bandaríkjanna - hefji seðlaprentun að nýju, þó segir Trump efnahag Bandaríkjanna góðan!

Trump lét þessi orð frá sér á lóð Hvíta-hússins skömmu áður en hann hóf ferðalag til landamærastöðva Bandaríkjanna við Mexíkó, sem stendur yfir þessa helgi.
--Óneitanlega vekja orð Trumps óskipta athygli.

Stutt fréttaskýring - síðan Trump sjálfur!

Donald Trump: Trump Heaps Pressure on Fed

  1. Our country is doing unbelievably well, economically, -- We have a lot of very exciting things going on, at lot of companies will be announcing shortly that they'll be moving back to the United States. They want to be where the action is.
  2. I personally think the Fed should drop rates, they've really slowed us down, -- There's no inflation. In terms of quantitative tightening, it should be quantitative easing...
  3. I think they should drop rates and get rid of quantitative tightening, - - I think you'd see a rocket ship.

Það áhugaverða við ummæli Trump - er að þau koma í kjölfar þess, að ný gögn um gang hagkerfis Bandaríkjanna -- gefa vísbendingar í þá átt, að hagkerfinu gangi enn vel.

Donald Trump calls for U-turn by Federal Reserve to stimulate economy

US hiring bounces back in March but wage growth cools

  1. Some 196,000 jobs were added last month...
  2. ...unemployment hovered at just 3.8 per cent...
  3. ...while pay rose at a robust 3.2 per cent over the same month a year ago.

Seðlaprentun - quantitive easing - eins og Seðlab. kallaði þá aðgerð meðan Obama var forseti, er ætlað að vera efnahagsleg björgunar-aðgerð, þegar hagkerfinu gengur illa.

En Donald Trump - virðist, ef ég skil þetta rétt, vilja kynda frekar undir bandaríska hagkerfinu -- þó það sé almennt talið, við topp hagsveiflunnar.

--Verðbólga er næglega lág í Bandar. að rúml. 3% meðal-launahækkun milli ára, felur í sér -- litla raun-launahækkun.
--Á sama tíma, telst rétt rúmlega 3% atvinnuleysi - mjög lágt í sögulegu bandarísku samhengi.

Seðlabanki Bandaríkjanna, hefur a.m.k. virst hafa hætt frekari hækkun stýrivaxta.
En Trump vill þeir verði færðir aftur niður - og ný prentunar-aðgerð sé hafin.

  1. Það sem mig grunar, er að Donald Trump -- sé umhugað að hagvöxtur verði aftur í ár, nærri 3% -- en tölur benda til þess, að hann hafi meðaltali verið -- 2,9%.
  2. En spáð að hann verði ca. 2,4% í ár.

Vegna þess, að Demókratar ráða nú Fulltrúadeild, þá væntanlega geta þeir - blokkerað alla - economic stimulus - pakka frá Trump í gegnum fjárlög.
--Svo, Trump er þá væntanlega að óska eftir -- economic stimulus - frá US Federal Reserve.

Sumir ryfja upp það að fyrir forsetakosningar 1972 - hafði Richard Nixon tekist að koma sínum manni inn í Seðlabanka Bandar. -- síðan var vöxtum haldið lágum án tillits til efnahagslegra kringumstæðna.
Útkoman er þekkt, á seinni hluta 8. áratugsins - kom tímabil verulegrar verðbólgu er stóð fram á miðjan 9. áratug.
Þetta gerðist ekki bara í Bandaríkjunum - heldur varð einnig veruleg verðbólga á þeim áratug, víða um hinn Vestræna heim -- svokallað, stagflation tímabil.

Áratuginn eftir - voru seðlabankar víðast hvar, gerðir algerlega sjálfstæðir.
Hafa verið það - síðan!
--Árangurinn af því, er auðvitað -- hin lága verðólga og vaxtastig sem er í dag.

  • Það þíðir ekki, að ekki sé mögulegt - að vinda klukkunni til baka, og kalla aftur fram -- tja verðbólgu og vaxtastig - svipað því og Íslendingar sáu 2009.
  • En ég held að verðbólga í Bandar. hafi toppað yfir 15% er hún mest var.
    --Sum Evrópulönd sáu nokkurra tuga prósenta verðbólgu.

 

Niðurstaða

Krafa Trumps um peningaprentun mitt í efnahagslegu góðæri - vegna þess að Trump finnst samt hagvöxturinn ekki nægur, verður að skoðast sem -- tær pópúlismi. Trump vill greinilega selja sig, sem efnahags-snilling -- á sl. ári fór hann mikinn, um hinn rosalega efnahag. Er hagvöxtur fór suma ársfjórðunga sl. árs yfir 3%. En árið heilt yfir um 2,9%.

Skv. útliti ársins í ár, telst hagvöxturinn samt bærilegur þ.e. milli 2-3%. Sem Trump bersýnilega finnst samt ekki nóg -- vegna þess, það sé ekki -genius- hagvöxtur. Og hann vilji selja sig sem - snilling, grunar mig.

Áhættan er auðvitað, þó verðbólgan sé lág - enn. Að seðlaprentun - beint ofan í hagkerfi statt nærri hápunkti innlendrar eftirspurnar -- að það hreinlega ofhytni. 
--Ekkert segir að ekki sé mögulegt, að kalla aftur fram verulega verðbólgu - þó hún hafi verið lág innan Bandaríkjanna, síðan hún toppaði í ca. 15% 1982.

Frá ca. rétt fyrir 1990 hefur staðið samfellt það lága verðbólgu-tímabil sem fólk er orðið vant. Það þíðir einnig, að útlána-vextir eru lágir.
--En lánavextir voru háir, mun hærri en á Íslandi nú - 1982.

  • Sumir saka Trump um að vera sama um allt, nema hugsanlegan sigur 2020.

 

Kv.


Stjórnvöld Eþíópíu segja hrap Boeing 737Max8 vélar ekki flugmönnum að kenna - rannsóknarskýrsla sýni að flugmenn hafi fylgt ráðleggingum Boeing

Í umræðu um málið á netinu - póstaði aðili hlekk á skýrsluna: Hlekkur á skýrslu!

Skýrslan er mjög forvitnilegt plagg - margt þar ekki auðskiljanlegt sannarlega þeim sem ekki eru fagmenn - þó með nákvæmum lestri, má sjá áhugaverða punkta!

Skýrslan virðist benda til þess að flugmenn hafi tekið MCAS úr sambandi - síðan verið í vandræðum með svokallaða - trim-tabs - lent í vandræðum með að stilla þá - vélin virðist ekki í fullu jafnvægi á flugi - það kemur aðvörun um flughraða umfram uppgefin hraðamörk - þeir eru enn að glíma við þann vanda að koma vélinni í jafnvægi.

Vélin virðist allan tímann hafa verið á nær fullum kný, þeir virðast ekki hafa slegið af - þó aðvörun um of mikinn hraða hafi hljómað - vélin er komin í jörðina tæpum tveim mínútum síðar.
--Skv. nýjum upplýsingum virðist sem flugmenn hafi gefið boð til vélarinnar að minnka inngjöf, en - auto throttle - hafi ekki virkað.
--Flugmenn væntanlega ekki áttað sig á því, að vélin var enn á fullri inngjöf.

Þeir virðast hafa - ræst sjálfvirka stillingu á - trim tabs - í örvæntingu örskömmu fyrir hrap, við það hafi MCAS ræst að nýju - MCAS beint nefi vélar niður, vélin hafi þá náð enn meiri hraða -- control forces - orðið óviðráðanlegir sennilega - á manual stillingu - er vélin fer sennilega vel yfir hönnunar-hraða.

Á lokasekúndum benda upplýsingar til þess að stýripinnum hafi verið beitt af afli í örvæntingarfullri tilraun til að lyfta nefi vélarinnar aftur.

Ethiopia inquiry shows Boeing MAX hurtling uncontrolled to disaster

Ethiopian 737 Max pilots not to blame for crash, probe finds

Boeing 737Max8 Ethiopian Airlines

Asset Image

Ethiopian transport minister Dagmawit Moges - Ms Dagmawit said the crew of the Ethiopian Airlines flight - performed all the procedures repeatedly provided by the manufacturer but were not able to control the aircraft. -- Since repetitive, uncommanded aircraft nose-down actions were noticed in this preliminary investigation, it is recommended the aircraft flight control system shall be reviewed by the manufacturer,...

Sú sviðsmynd sem hin huggulega Dagmawit Moges dregur fram - er af áhöfn sem var í slag við kerfi vélarinnar sem þeir flugu, frá því skömmu eftir flugtak - alveg þar til vélin skall í jörðina.

Aðilar máls munu að sjálfsögðu fara yfir gögn þau sem rannsóknar-aðilar á vegum stjórnvalda Eþíópíu hafa lagt fram, flugmálayfirvöld Bandaríkjanna - Boeing verksmiðjurnar, og væntanlega munu flugmálayfirvöld víðar - hafa eigin skoðanir á þeim gögnum.

Fljótt á litið - virðist skýrslan ekki vera ástæða til bjartsýni fyrir Boeing.

  1. MCAS kerfið svokallaða, sem beinir nefi vélarinnar niður - er það skynjar hættu á ofrisi, er sagt - a.m.k. hluta orsök slyssins.
    --Eins og í tilviki Lion Air fyrir ca. 6 mánuðum.
  2. Ástæða þess Boeing setti upp MCAS - er til að fást við hættu á ofrisi, en Max8 vélarnar kvá hafa tilhneygingu til þess að lyfta nefi sínu of mikið, sem skapi ofris-hættu.
  3. Skv. útskýringu ég hef fengið á netinu - þá er það sannarlega vegna þess, að hreyflarnir eru stærri en áður, þ.e. stærri að ummáli og flatarmáli, auk þess að vera færðir framar á vænginn auk þess að vera örlítið ofar.
  4. Skv. útskýringu er málið það, að þegar vélin er í klifri - þá skapi hliðar hreyflanna, lyfti-kraft, þ.s. loft skellur þá á horni á þeim.
  5. Þ.s. þeir hafi verið færðir framar, þá lyftist nef vélarinnar - sú tilhneyging vaxi með auknum hraða, meðan vélin sé í klifri og loft skelli á hreyflunum á horni.
  6. Eftr því sem nefið lyftist frekar, ágerast áhrifin.
  7. Ástæða staðsetningar hreyflanna - hafi verið skortur á plássi undir vél, ekki hafi verið pláss fyrir stærri hjólabúnað - milli búks og hreyfla, en hjólastellið virðist ef maður skoðar myndir - liggja flatt frá festingum rétt við hreyfla og liggja síðan út að búk.
    --Sem væntanlega þíðir, bilið milli búks og hreyfla þyrfti þá að vaxa, er kostaði líklega verulega kostnaðarsama breytingu á væng-strúktúr. Sem Boeing hafi sparað sér.

 

Niðurstaða

Skýrslan sem birt er hér, er ekki endanleg niðurstaða. Miðað við hana má alveg ræða það hvort þáttur flugmanna hafi virkilega verið enginn, þegar kemur að orsökum slyss. MCAS kerfi vélarinnar, virðist klárlega orsakaþáttur.

Boeing vill enn sem fyrr, bjóða uppfærslur á MCAS kerfinu. Vélin er enn sem fyrr, með þann galla - sem er ástæða þess að Boeing setti MCAS upp í fyrsta lagi.

Þegar ég horfi á myndir af B737 vélum, virðist mér líkleg ástæða þess að ekki hafi verið hægt að setja stærri hjólabúnað, að svæðið milli búks og vængja sé ekki nægileg. Að breyta því, þíddi líklega verulega mikla breytingu á væng-strúktúr.

En sú breyting, mundi líklega gera vélarnar algerlega öruggar.
Spurning hvort að Boeing kemst upp með það áfram, að sleppa við kostnaðar-sama lagfæringu.
En þess í stað að bjóða í annað sinn, enn eina hugbúnaðar-uppfærsluna.
--Sem væntanlega felur í sér, lagfæringu á virkni MCAS.

Í þetta sinn, er líklega ekki nóg fyrir Boeing að sannfæra einungis bandarísk flugmálayfirvöld - niðurstaðan eftir Lion Air slysið, hafi framkallað vantraust gagnvart Boeing og flugyfirvöldum Bandaríkjanna.

Mér virðist það því ekki augljóst, að Boeing sleppi við dýra og tafsama lagfæringu, er gæti tafið framleiðslu vélanna verulegan tíma -- nokkur ár hugsanlega.
--En nýr vængur tæki slatta af tíma, þyrfti nýtt prófunarferli, o.s.frv.

 

Kv.


Útlit fyrir að Bandaríkin afhendi ekki F35 þotur til Tyrklands - vegna deilu um kaup Tyrklands á S400 loftvarnakerfi frá Rússlandi

Bandaríkin hafa stöðvað afhendingu á búnaði tengdum afhendingu F35 þotna til Tyrklands. Ekki kom fram í tilkynningu akkúrat hverskonar búnaður. En talað um búnað - ætlað að byggja upp, notkunar-öryggi vélanna eða - operational readinence - tja. segjum varahluti og fylgihluti t.d. sérstök vopn sem einungis sú vél á að nota.

U.S. halts F-35 equipment to Turkey, protests its plans to buy from Russia

US halts F-35 equipment to Turkey in protest of its missile purchase from Russia

Turkish lira slides on tension with US over Russian missile system ff

A U.S. Air Force F-35 Lightning II demonstration aircraft takes off during the AirPower over Hampton Roads Open House at Langley Air Force Base, Va., April 24, 2016. (U.S. Air Force/Senior Airman R. Alex Durbin)

Bandaríkin óttast að Rússland geti komist yfir - nákvæmar radarupplýsingar um F35

S400 kerfið byggist auðvitað á öflugu radar-kerfi að hluta, síðan sérsmíðuðum eldflaugum sem er beint af öflugum radar á jörðu niðri í átt að skotmarki, þegar flaug er stödd nærri skotmarki - tekur radar um borð í flaug við, og klárar dæmið.

  1. Ef F35 vélar væru reglulega að fljúga á áhrifasvæði þess öfluga radarkerfis sem tengist eldflaugakerfinu - þá óttast Bandaríkin, að ef rússnesk stjórnvöld geti komist yfir gögn frá þeim radarstöðvum.
  2. Þá gætu rússnesk stjórnvöld hugsanlega, endurbætt sinn loftvarnabúnað sem þau hafa til sölu og til heima-nota, þannig að sá búnaður gæti skotið niður F35.

--Varla þarf að taka fram, ef svo færi mundi mjög draga úr áhrifamætti F35.
--En Rússar selja einnig vopn víða um heim!
--Bandaríkin eru auðvitað ekki með nokkurt annað prógramm, sem gæti komið snögglega í stað F35 - það tók rúm 20 ár að þróa F35.
--Í F35 prógrammið hafa Bandaríkin án vafa, varið meir en bandarískri trilljón.

  • Rétt að benda á, að svokallaðar torséðar vélar eða - stealth - eru í reynd ekki ósýnilegar á radar, heldur það sem tæknin gerir - er að minnka mjög svörun vélanna við radarbylgjum.
  • Það þíðir, að radarinn vissulega nemur einhverja svörun afar sennilega, en tækni radarsins nær líklega ekki að greina mun á þeirri svörun - og svörun af margvíslegu náttúrulegu tagi, sbr. hópar af fuglum jafnvel ský.
  • Ef Rússar mundu komast yfir gögn úr S400 kerfi frá Tyrklandi, eftir að F35 vélar hefðu flogið verulegan tíma innan Tyrklands - í færi við radara þá sem eru hluti af S400 kerfinu.
  • Er a.m.k. hugsanlegt, að þeir gætu náð að greina þær litlu svaranir sem F35 vélarnar framkalla, og hannað - tölvubúnað sem geti gert rússneskum radarstöðvum og hugsanlega einnig rödurum um borð í rússneskum orrustuvélum - það mögulegt, að greina þær daufu svaranir frá öðrum daufum svörunum, t.d. fuglahópum á flugi.
  • Og þar með hugsanlega gert rússnesk smíðuðum rödurum það mögulegt, að ná miði á F35 vélar.

Ég reikna með því, að Rússland muni veita viðhaldsþjónustu við S400 kerfi innan Tyrklands, þar á meðal - aðstoð við hugbúnaðar-uppfærslur, og aðrar uppfærslur tæknilegs eðlis, er síðar væru líklegar að verða.
--Það er hugsanlega nóg, að upplýsingaleki verði einungis í - eitt skipti.

Ég skil því mæta vel, af hverju Bandaríkin án mikils vafa, muni fljótlega formlega hafna því að selja F35 þotur til Tyrklands!
Það sem Bandaríkin hafa nú ákveðið, ætti að skoðast sem - loka-aðvörun!

 

Bendi fólki á sem heldur því fram að SU30/32 geti auðveldlega skotið F35 niður!

  1. Að F35 getur borið 4 eldflaugar til að skjóta niður aðrar flugvélar.
  2. Það áhugaverðasta er þó - þær flaugar eru af nýrri gerð, sem er unnt að skjóta í allar áttir - þar á meðal, beint aftur fyrir F35 vélina þó hún sé á super-cruice.

--F35 er búin búnaði sem sér í allar áttir, þannig að mjög erfitt væri að gera árás er mundi koma flugmanni á óvart!
--Ég geri ráð fyrir, að þesaar nýju air-to-air flaugar séu afar fullkomnar og nákvæmar.
--Þannig, að líkur séu á að ef 4 flaugum sé skotið, séu 4 vélar skotnar niður.

Það mundi þíða t.d. að ef 4 F35 vélar væru að fljúga í hóp, gætu þær skotið niður 12 Sukhoi vélar - tæknilega séð - áður en þær vélar gætu komist nægilega nærri til að komast í eiginlegan - dogfight.
--En meðan að flaugar rússn. vélanna næðu ekki almennilegri radarsvörun, yrðu þær að nota þá tækni - að komat í návígi.

Klárlega væri þetta ekki sérdeilis hagstæð niðurstaða.

  1. Átta mig á því, að SU30/32 er hraðskreiðari.
  2. Líklega liprari í návígi.

En þessi nýja tækni sem F35 ber, þ.e. búnaður sem horfir langa vegu til allra átta samtímis + flaugar sem unnt er að skjóta til allra átta.
Virðist fyrir mér, þrátt fyrir það veita F35 afar mikið forskot.

  • Klárlega vilja Bandar. ekki að Rússar komist yfir - nákvæm radargögn, því slík gætu breytt einvíginu sem ég lýsti, afar mikið.
  • Þ.s. eftir allt saman, að SU30/32 ber einnig öflugar eldflaugar, þannig að útkoman yrði verulega óhagstæðari - ef báðir hópar véla gætu skotið niður á löngu færi.
    --En meðan, rússn. vélarnar geta ekki læst radar, þá klárlega hefur bandar. vélin afar mikið forskot.
    --Þannig, að ég er algerlega viss, að Bandaríkin meina þetta, að neita að selja Tyrkjum F35.

 

Niðurstaða

Það er greinilegt að Erdogan verður að velja milli F35 og S400 kerfisins. Bandaríkin greinilega ætla að hafna því að selja Tyrklandi F35 - þó Tyrkland hafi verið virkur þátttakandi í þróun vélanna, og til standi að Tyrkland smíði skrokkhluti í vélarnar. Það þíðir auðvitað, daginn sem Bandaríkin loka á sölu til Tyrklands - þá lokar Tyrkland á sendingar á þeim skrokkhlutum sem framleiddir eru í Tyrklandi. Hinn bóginn segja yfirvöld í Bandaríkjunum, að slíkt mundi einungis tefja afhendingu véla í nokkra mánuði, það sé hægt að skipta um framleiðanda þeirra skrokkhluta - sem Tyrkland á að framleiða.
--Punkturinn í þessu er auðvitað sá, að Tyrkland hefur greinilega varið umtalsverðu fé þegar í undirbúning þess, að fá F35 vélar sem sínar framtíðar vélar.

Því þykir mér það sérkennilegt hve mikla áherslu Erdogan leggur á kaupin á S400 kerfinu.
Bandaríkin hafa í staðinn, boðið Patriot flaugar á afslætti.
--Erdogan verður einfaldlega að velja, Bandaríkjunum sé örugglega alvara með nei-ið.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband