Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018
12.3.2018 | 02:20
Til þeir sem gagnrýna Trump fyrir ákvörðunina að hitta Kim Jong Un
Ástæðan er sú að Trump virðist ekki hafa krafist nokkurra sérstakra fyrirfram trygginga af hálfu Kim Jong Un. Það má því álíta ákvörðun Trumps nokkra eftirgjöf, a.m.k. fyrst á litið.
En allt og sumt sem Kim virðist hafa lofað, er:
- Engar kjarnorkutilraunir eða eldflaugatilraunir tímabilið þangað til fundurinn verður haldinn.
- Og að N-Kórea mun ekki vera með nokkurn pyrring, þó Bandaríkin haldi áfram að stunda heræfingar með her S-Kóreu - yfir það sama tímabil.
--Að vísu nefndi Kim, að það gæti komið til greina hugsanlega að semja um kjarnorkuvopn og langdrægar flaugar NK - m.ö.o. hvort NK afvopnist.
Donald Trump, Kom Jong Un
Kim græðir á þessu, burtséð frá hvað síðar gerist!
Kim hefur sjálfsagt í 1. lagi grætt, öryggi. En hann veit að Trump er ólíklegur að gríðar til nokkurra drastískra ákvarðana gegn NK - þær vikur eða jafnvel mánuði, sem það tekur að skipuleggja - að fundurinn fari fram.
Trump's condition for Kim meeting is no nuclear, missile test
Kim að sjálfsögðu græðir athygli umheimsins, það er að sjálfsögðu viss sigur NK að forseti Bandaríkjanna hitti hann augliti til auglitis, svona eins og þeir séu jafningjar. Þetta lyftir a.m.k. eitthvað orðstír Kims og NK sjálfrar.
Kim fær á þessum fundi, gríðarlegt tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við heimspressuna. En hún verður þarna öll - og þá ekki bara stærstu nöfnin. Heldur mæta blaðamenn frá fjölda landa, og þar með fjölmiðlum sem við hér þekkjum lítt til en hafa án vafa milljónir lesenda í sínum löndum. Pressa í 3-heims löndum, er ekki endilega eins fyrirfram neikvæð gagnvart sjónarmiðum NK og pressa frá Evr. eða Bandar.
En þau sjónarmið NK - að tiltekin lönd eigi engan einkarétt á kjarnavopnum. Að þetta snúist um öryggi NK. Geta alveg notið samúðar í einhverjum löndum. Kim gæti vel talað til slíkra landa með þeim hætti, að tilgangur NK sé friðsamur -- en að NK þurfi að tryggja öryggi sitt, og fá ásættanlegar tryggingar fyrir því öryggi.
- Það er þá spurning hversu mælskur Kim Jon Un reynist vera!
- En þ.e. sú áhætta sem Trump hefur tekið, að hann hefur nú veitt Kim Jong Un - stall - "podium" eða sviðsljós.
--Trump getur ekki vitað það fyrirfram, að mælska hans taki mælsku Kims fram.
--Kim þarf ekki annað en að koma fram, líta ekki út eins og skrímsli, ræða um atriði eins og þörf fyrir öryggi -- til að virðast sanngjarn!
Ef Kim gerir þetta rétt, getur hann notfært sér ágætlega tortryggnina sem til staðar er í heiminum gagnvart Bandaríkjunum - ef honum tekst að setja fram sem mörgum virðist sanngjarnar kröfur, og fær síðan hnefann í borðið.
--Þá gæti hann breytt töluvert ímynd þeirrar baráttu sem staðið hefur milli Bandar. og NK - án þess að í raun hafa gefið nokkurt mikilvægt eftir, eða hafa lofað nokkru slíku.
- Þetta gæti orðið stærsta prófraun Trumps fram að þessu!
Niðurstaða
Ég ætla ekki fullyrða að á fundinum verði Trump ofurlyði borinn. En þ.e. sú áhætta sem Trump tekur að fyrir Kim - er það sigur út af fyrir sig það eitt, að fá þennan fund - fá það tækifæri sem í því felst að athygli fjölmiðla alls heimsins verður á þeim báðum um hríð, einstakt tækifæri fyrir Kim að fá athygli á sín sjónarmið - að koma skilningi stjórnvalda NK á framfæri við heiminn, fyrir þau að rökstyðja þ.s. mætti kalla sína hlið. Að það gæti hreinlega verið nægilegur árangur fyrir NK - það eitt og sér að fundurinn fari fram án nokkurs annars sjáanlegs árangurs. Kim m.ö.o. þarf ekki annað en að mæta, nota tækifærið til að halda ræður fyrir blaðamönnum, fá þannig tækifæri til að láta ljós sitt skína. Síðan láta í viðtali við Trump að hugsanlega komi til greina að semja, án þess að lofa í reynd nokkru.
Ég efa að Kim í reynd veiti Trump nokkuð það sem Trump mundi þurfa fá, svo hann geti með sanni líst yfir sigri.
En það getur alveg verið að formlega viðræður hefjist -- það hefur áður gerst t.d. í tíð Bill Clinton. Viðræður sem þá stóðu töluverða hríð, náður á enda fram samkomulagi er NK um tíma virtist sína lit að framfylgja en síðan skipti NK um skoðun eða ætlaði í reynd aldrei í raun og veru.
Það er vandinn, að mjög erfitt er að tryggja nokkra útkomu!
Yfirvöld í NK eru virkilega hálir sem álar!
- Þau gætu virkilega séð það þannig, þeim hafi tekist að fá Trump að ræða við sig - þá sé hálfur sigurinn í höfn - restin af honum, náist fram smám saman hægt og rólega.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2018 | 17:39
Undirritun 11 þjóða á viðskiptasamningi - gefur vísbendingu hvernig þjóðir heims líklega taka viðskiptastríði við Bandaríkin
Um er að ræða svokkallaðan TPP samning sem Trump sagði Bandaríkin frá á sl. ári. En í stað þess að það ónýtti samninginn hafa hinar þjóðirnar 11 samið um breytingar á honum, sem greinilega er lokið skv. fréttum um undirritun hins nýja samkomulags.
Eleven nations - but not U.S. - to sign Trans-Pacific trade deal
Málið er að ég held þetta gefi vísbendingu um að afstaða Trumps njóti lítils stuðnings á alþjóðavettvangi!
En meðan Trump bölsótast yfir alþjóðaviðskiptasamningum - þá virðast flestar aðrar stórþjóðir stefna í þveröfuga átt.
- "The 11 remaining nations, led by Japan and Canada, finalized a revised trade pact in January"
- "It will enter force when at least six member nations have completed domestic procedures to ratify the agreement."
- "The final version of the agreement was released in New Zealand on Feb. 21."
- Australia, Brunei, Canada, Chile, Japan, Malaysia, Mexico, New Zealand, Peru, Singapore and Vietnam.
Það er áhugavert að tvö landanna eru þegar í viðskiptadeilu við Bandaríkin. Með vissum hætti finnst mér þjóðirnar 11 reka Trump langt nef - með því að þjóðirnar skuli hafa ákveðið að standa við samninginn - eftir Trump hraunaði yfir hann.
- Það sem þessi lönd líklega eiga öll sameiginlegt, sé að standa uggur af vexti Kína.
- En samtímis má segja þau hafni í reynd afstöðu Trumps til alþjóðasamninga - óneitanlega er þetta í og með stuðningsyfirlýsing við alþjóðasamninga módelið.
En mjög áhugavert er að Víetnam rottar sig með Japan og Kanada - en japanskir hermenn voru um hríð í Víetnam. Kanada hefur fram til þessa verið mjög náinn bandamaður Bandar.
En núna eru þessi lönd að rotta sig saman, það virðist a.m.k. einhverju leiti nokkurs konar varnarbandalag í efnahagslegum skilningil
Ég held þetta veiti vísbendingu um líkleg viðbrögð annarra þjóða gagnvart hótunum Trumps um viðskiptastríð!
En ég hef verið þeirrar skoðunar, að alþjóðakerfið muni líklega ekki brotna niður - þó svo alþjóðakerfi 4. áratugar 20. aldar hafi brotnað niður í kjölfar Smoot/Hawley tollalaga í tíð Hoovers forseta.
En það ber að nefna að Kyrrahafssvæðið er miklu muna sterkara en áður. Þróuð hagkerfi eru miklu mun fleiri í heiminum.
En síðast en ekki síst - alþjóðasamninga módelið virðist hafa víðtækan stuðning.
Ég held að þjóðirnar fari ekki í hart hverjar við aðra, ef og þegar Trump hefur sitt viðskiptastríð, heldur einfaldlega svari tollum Trumps - hver fyrir sig.
En haldi sig gagnvart hverri annarri við lágtollaumhverfi - en heimili Bandaríkjunum að prófa hátollaumhverfi.
Ég held að það að TPP lifði Trump af, sýni hvaða stefnu aðrar þjóðir eru líklegar að taka.
Niðurstaða
Sannast sagna er afstaða Trumps til alþjóðasamninga heimskuleg, og mun verða skaðleg einkum fyrir Bandaríkin sjálf. En viðskipthalli Bandar. sýnir ekki fram á ósanngjörn viðskipti - heldur val bandarískra neytenda. Viðskiptahallinn stjórnast fyrst og fremst af - gengi dollarsins. En vanalega er það hærra þegar vel gengur í bandar. hagkerfinu, og þá vaxa kaup bandarískra neytenda á innfluttum vörum.
- En þ.e. engin leið að útiloka viðskiptahalla, nema búa til nokkurs konar "sovéska" samninga.
- Þá á ég við, beina skiptisamninga á gæðum milli landa, þ.s. skráð væri nákvæmlega tonn fyrir tonn hvað mætti skiptast og af hvaða varningi akkúrat.
Það þíddi auðvitað skelfilegt skrifræði og væri skelfilega óhagkvæmt.
Mér finnst það merkilegt að svokallaður hægrimaður sé að berjast fyrir - sovésku fyrirkomulagi af slíku tagi.
--Þetta er ekki venjuleg hægri afstaða, alls ekki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.3.2018 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sergei Skripal var auðvitað klassískur svikari - hann virðist hafa njósnað fyrir MI6 bresku leyniþjónustuna á 10. áratugnum. Talið er að hann hafi valdið handtöku fjölda rússneskra/sovéskra njósnara á því tímabili. Hann var síðan handtekinn 2004 var starfsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands frá 1999-2003. Síðan var hann dæmdur 2006 í 13 ára fangelsi. Í forsetatíð Medvedev fóru fram skipti á fangelsuðum njósnurum milli Rússlands og Vesturlanda - var Sergei Skripal þá náðaður og sleppt lausum.
--Hefur hann síðan búið í Bretlandi lifað rólegu lífi.
Salisbury, scratchcards and sausage: the quiet life of Sergei Skripal
Counter-terrorism police take over Sergei Skripal 'poison' case
Yulia Skripal
Sergei og dóttir hans Yulia fundust meðvitundarlaus sl. sunnudag!
Hryðjuverkadeild bresku lögrelunnar hefur nú málið undir sinni umsjá, sem bendir til þess að bresk yfirvöld taki máli mjög alvarlega.
Eins og mátti búast við hefur rússneska sendiráðið harðlega mótmælt umfjöllun breskra fjölmiðla á þá leið - að gert er ráð fyrir því að Pútín hafi fyrirskipað eitrunarárás á Skripal feðginin, sakað bresku pressuna um nornaveiðar.
Hinn bóginn get ég alveg trúað því á Pútín að hafa fyrirskipað slíka aðgerð, enda sennilega áhættan afar lítil fyrir rússn. yfirvöld.
Líklega hafa þau ekki aftur notað - geislavirkt efni sem nánast einungis er framleitt í Rússlandi - þannig að sennilega verður engin leið að sanna nokkurn skapaðan hlut.
En þetta kannski bendir til þess að bresk yfirvöld ættu að veita landflótta Rússum er búa í Bretlandi - vernd.
- Dauði sonar Sergeis vekur athygli nú, en hann lést með dularfullum hætti í ferð til Rússlands.
Það er eins og að Pútín sé að leitast við að þurrka alla Skripal fjölskylduna út.
Niðurstaða
Eiturárásir virðast stundaðar af leyniþjónustu Rússlands í tíð Pútíns. Áherslan virðist á að drepa annars vegar svikara við Rússland og andófsmenn sem flúið hafa. Þetta virðast mjög vel útfærðar árásir!
--Nánast ekkert hægt að gera, nema að loka öllum rússneskum sendiráðum.
--En það mundi gera rússn. útsendurum eitthvað erfiðar fyrir.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta virðist vera hugmynd sem hafi vaknað meðal forsvarsmanna bandarískra fyrirtækja sem berjast gegn innflutningstollum á stál - helstu stóru bandarísku iðnfyrirtækin virðast í spilum hvort sem á við GM eða Ford eða Boeing, og mörg önnur.
- Fordæmið væri aðgerð bandaríska þingsins á sl. ári þegar þingið með 2/3 meirihluta samþykkti frumvarp um herrtar refsiaðgerðir á Rússland - í greinilegri andstöðu við Trump.
- Umdeildasta ákvæði laganna, var ákvæði sem færði völdin yfir til þingsins um það hvort refsiaðgerðum þeim yrði breytt eða þær aflagðar.
--Trump þarf að senda rökstuddar beiðni til þingnefndar, síðan ákveður þingið hvort eftir beiðni Trumps yrði farið.
Það væri sannarlega mjög stór og ekki síður umdeild ákvörðun, ef sambærilega stór meirihluti þingsins - tæki þá ákvörðun að setja lög þess efnis að það en ekki forsetinn - ráði yfir ákvörðunum um tollamál þegar í gildi eru samningar sem þingið hefur áður staðfest.
--Síðan yrði Trump að fara bónleiðir til þingsins með rökstudda beiðni, sem þingið síðan tæki afstöðu til, ekki forsetinn.
Companies, industry groups target Congress to derail Trump tariffs
Mig grunar að þetta atriði geti reynst grátt svæði í stjórnarskránni!
En þó sannarlega sé forsetinn yfir utanríkismálum almennt séð, m.ö.o. ríkisstjórnin sér um að semja við önnur lönd.
Þá er það þingið sem þarf að staðfesta alla skuldbindandi samninga.
- Það mætti á þeim grundvelli, rökstyðja að Trump væri að grípa fram fyrir hendurnar á þinginu -- með aðgerð sem nokkrar líkur eru á að séu brot á viðskiptasamningum, sem þingið hefur staðfest.
--Sem þingið geti túlkað sem afsögn gildandi samninga, án þess að þingið fái að taka á málinu - sem því ber í tilviki ef samningi sem staðfestur hefur verið af þinginu skal sagt upp.
--Höfum í huga, að samningur sem Trump sagði upp í upphafi sitt kjörtímabils - hafði ekki á þeim tíma enn fengið staðfestingu þingsins.
Helstu iðnfyrirtæki Bandaríkjanna hafa nú sett tollana hans Trumps á oddinn.
Og þau vilja einfaldlega ekki sjá þessa tolla!
Það eru auðvitað gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir öll helstu iðnfyrirtæki Bandaríkjanna - þannig að það þurfi ekki að efast um það, að þingið verði beitt óskaplegum þrýstingi á næstunni -- um það að hlutast til um málið með einhverjum hætti.
--Hvernig akkúrat liggur ekki fyrir!
"Congress could try to attach language to the spending bill due late this month restricting the ability of the administration to impose tariffs, while many Republicans were calling for hearings or urging the administration to limit the extent of the tariffs."
Trump virtist sjálfur grafa undan rökstuðningi eigin ríkisstjórnar:
Donald Trump links planned steel tariffs to Nafta negotiations
"We have large trade deficits with Mexico and Canada. NAFTA, which is under renegotiation right now, has been a bad deal for USA. Massive relocation of companies & jobs. Tariffs on Steel and Aluminum will only come off if new & fair NAFTA agreement is signed,..."
- En reglan innan "WTO" sem ríkisstjórnin sagðist vera nota - snýst um neyðarrétt af ástæðum er koma við öryggi landsins. Sú regla hefur aldrei verið notuð með þessum hlætt og skv. frétt, ber Bandar. að bæta erlendum aðilum er verða fyrir tjóni -- út af ráðstöfun er skv. reglunni skal vera vegna tímabundins ástands.
- Hugmyndin var sem sagt að þetta væri öryggisventill - ekki afsökun fyrir einhliða tollum. En með því að tengja viðræður milli Bandar. og Mexíkó, og Kanada við málið. Virðist Trump m.ö.o. sjálfur grafa undan röksemdinni um - meintan neyðarrétt.
- En höfum í huga, að hugmyndin að tilskipun um toll - er almenn, skv. því gildir um allan innflutning á stáli ef hún væri þannig innleidd.
Þegar Trump segist nota tollinn til að beita nágrannalönd þrýstingi -- virðist röksemd fyrir tolli er gildi fyrir öll lönd, þá fallin um sjálfa sig.
Niðurstaða
Það virðist enginn vafi að á nk. vikum muni nánast gervallt atvinnulíf Bandaríkjanna - leggjast á Repúblikana á þingi, um það að þeir tryggi að með einhverjum hætti verði ekki að tollaðgerðum sem að mati forsvarsmanna þeirra fyrirtækja skaða þau, og þar með heilt yfir atvinnulíf Bandaríkjanna.
Þar sem að þingmenn fá peninga frá fyrirtækjum, virðast mér töluverðar líkur á því að þingmenn Repúblikana rotti sig saman með þingmönnum Demókrata í þessu máli.
Þannig að í annað sinn getir 2/3 meirihluti myndast, sem er sá meirihluti sem þarf til svo Trump geti ekki beitt neitunarvaldi á aðgerð þingsins.
--Ef svo fer, þá mundi maður ætla að Trump hafi stórlega ofmetið sína stöðu -- en ég efa að þingið síðar meir afsali sér aftur því valdi ef það á næstunni hrifsar það af forsetanum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2018 | 21:24
Trump virtist hóta refsitollum á innflutning bifreiða frá Evrópu - ef ESB setur refsitoll gagnvart tolli Trumps á innflutt stál
Orð Trumps voru eftirfarandi: Trump fires back at EU tariff retaliation threats
- "If the EU wants to further increase their already massive tariffs and barriers we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the US,"
- "They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!"
Sannleikurinn er sá, að það er enginn tollur á innflutning bifreiða frá Bandaríkjunum til aðildarlanda ESB - frekar en að það sé tollur í hina áttina.
- Hinn bóginn, er verðlag á eldsneyti miklu mun hærra í Evrópu en Bandaríkjunum.
- Samtímis, hafa verið settir mjög háir mengunarskattar á bifreiðar.
Þetta leiðir til þess, að markaðurinn fyrir bifreiðar er mjög ólíkur í Evrópu.
Sem dæmi er enn meginsalan innan Bandaríkjanna, á stórum bifreiðum með bensínvélar.
En slíkar bifreiðar eru nánast óseljanlegar í Evrópu - vegna kostnað við eldsneyti og ákaflega hárra mengunartolla.
Í þessu felst ekki viðskiptahindrun í eiginlegum skilningi.
Því ef bandarísk fyrirtæki framleiða bifreiðar er henta evrópskum markaði, þá eiga þær bifreiðar sama greiða aðganginn að Evrópumarkaði - sem evrópskar bifreiðar eiga að bandarískum.
Hinn bóginn er einungis -- Ford Motor Corporation eftir á Evrópumarkaði.
Chrysler hætti fyrir nú áratugum - á 9. áratugnum.
General Motors á sl.ári seldi verksmiðjur sínar í Evrópu til PSA þ.e. Peugeot/Citroen.
- Ef bandarískar bifreiðar eins og þær eru nú framleiddar í Bandar. - ættu að vera söluvara í Evrópu.
- Þyrfti Evrópa að falla frá háu eldsneytisverði og háum mengunartollum, sem hafa m.a. þann tilgang að hvetja fólk til að kaupa sparneytnar bifreiðar og til að skipta yfir í rafbíla.
- Ég sé það ekki gerast!
--En þær aðgerðir eru ekki - verndartollar eða eiginleg verndarstefna!
Að sjálfsögðu þíddi það - frekari útvíkkun viðskiptastríðs við ESB aðildarlönd, ef Trump mundi setja - tolla á innflutning á bifreiðum frá ESB aðildarlöndum.
Bandarískur landbúnaður verður líklega fyrir tjóni af viðskiptastríði Trumps við ESB aðildarlönd
En þ.e. einmitt dæmigert við viðskiptastríð - að mótherjarnir svara með tollum af því tagi, sem hámarka tjón á móti!
--Sem sagt, þ.e. tollum á stál er ekki endilega svarað með tollum á stál.
- "The EU has drawn up a 2.8bn list of proposed counter-measures"
- "comprising roughly one-third steel and aluminium"
- "one-third agricultural products"
- "one-third other goods"
Bandaríkin hafa mjög öflugan útflutning á landbúnaðarvörum -- það má reikna með því að ef Trump setur tolla á bifreiðar frá Evrópu.
Þá sé sennilegt að ESB aðildarlönd -- svari með víðtækum tollum á bandarískar landbúnaðarvörur.
- Hafandi í huga að andstaða við bandarískar landbúnaðarvörur er töluverð í Evrópu meðal almennings, vegna víðtækrar notkunar í Bandar. á genabreyttum tegundum.
- Þá væri það líklega frekar pólit. auðvelt fyrir í evr. samhengi.
- Síðan bætist það við, að Trump fékk mörg atkvæði á landbúnaðarsvæðum innan Bandar.
- Menn gætu því viljað í og með, beita tollum til þess að fá fram þrýsting frá þeim er greiddu Trump atkvæði.
Ég held því að bandarískar landbúnaðavörur verði mjög líklegt fórnarlamb -- tollaaðgerða margra annarra landa gegn tollastefnu Trumps.
Síðan komi í ljós hvernig bandar. landbúnaðarsvæðin bregðast við - þegar afkoman fer hratt versnandi, og störf fara að tapast.
Niðurstaða
Trump virðist stefna að víðtækasta viðskiptastríði allra tíma a.m.k. síðan á 4. áratug 20. aldar -- rétt að nefna að afleiðingar viðskiptastríðs 4. áratugarins voru hrikalegar fyrir Bandaríkin sjálf. Sem sáu á ca. 6 árum um 40% minnkun eigin hagkerfis, og hrikalegar atvinnuleysistölur sem og mjög útbreidda fátækt.
Það virðist þegar ljóst að tollaðgerðum Trumps verður svarað af öðrum ríkjum. Það þarf alla ekki að efast um, að ef Trump bætir við tollum á innflutning bifreiða frá ESB aðildarlöndum. Að þá munu ESB aðildarlönd - bæta við frekari tollaðgerðum.
Ef maður ímyndar sér að Trump bæti þá enn í. Þá gæti á skömmum tíma risið upp hátolla-umhverfi milli ESB aðildarlanda og Bandaríkjanna.
-----------------
Þarna er ég einungis að tala um ESB vs. Bandaríkin - en hið sama á örugglega við víðar. Að önnur lönd annars staðar án vafa tolla á móti tollum Trumps - og ef hann bætir þá við tollum, koma aftur tollar á móti - o.s.frv.
- Eins og ég benti á í gær og fyrradag, þíðir það líklega ekki að önnur lönd fari í viðskiptastríð hvert við annað.
- Frekar að Trump sé að hefja viðskiptastríð við öll þróuð iðnríki.
Afleiðingar eru að mínu mati algerlega augljósar, að ef Trump fer í endurtekna röð "tit for tat" tollaðgerða gagnvart helstu iðnríkum heims. Verði Bandar. á skömmum tíma komin með endureist - hátollaumhverfi í báðar áttir gagnvart öðrum þróuðum löndum.
Slíkt á ég von á að hefði gríðarlega neikvæðar efnahagsleiðingar í för með sér fyrir Bandaríkin sjálf -- en viðsnúningur yfir í efnahags samdrátt held ég að taki skamman tíma innan Bandaríkjanna; ef Trump fer nú af stað af kappi í "tit for tat" tollaðgerðir við öll önnur þróuð iðnríki.
--Ég á ekki von á því að það leiddi til heimskreppu, þ.s. ég á ekki von á því að önnur lönd afleggi lágtollumhverfi hvert gagnvart öðru, þó hátollaumhverfi skelli á öll viðsk. milli þeirra og Bandar.
--Bandaríkin eigi ekki eftir að blómgast í hátollaumhverfi, það muni án vafa birtast mjög hratt, og þar með ný bylgja fjöldaatvinnuleysis skella yfir.
Trump hefur verið margvaraður við - með svipuðum hætti og Bush var margsinnis varaður við því að ráðast á Írak áður en hann hóf stríð þar - en mér virðist Trump ekki hlusta varðandi tollamál, frekar en Bush gerði varðandi stríðsrekstur.
--Afleiðingarnar af Írak voru þær sem sérfræðingar vöruðu við - afleiðingar af tollastefnu Trumps verða alveg örugglega þær sem menn vara við.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 5.3.2018 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.3.2018 | 02:04
Trump fagnar yfirvofandi viðskiptastríði - segir engin Bandaríki án stáls! Blasir þó við verndartollar á stál muni fækka störfum, ógna hagvexti!
Ég benti í gær á gagnrýni samtaka bandarískra iðnframleiðenda á yfirlýsta 25% tolla Trumps á innflutt stál, að þeir tollar muni skaða samkeppnishæfni bandarísks iðnaðar, iðnaðar sem í dag veitir 6,5 milljón Bandaríkjamanna störf - gagnvart erlendum keppinautum þess iðnaðar, er muni geta keypt stál á lægra verði en bandarísku fyrirtækin.
Á sama tíma skv. ábendingu samtaka bandarískra iðnframleiðenda starfi einungis 80þ. manns við bandarískar stálbræðslur -- þannig að þó slíkum störfum geti fjölgað, komi á móti að líkindum fækkun starfa í iðnframleiðslu er notar stál.
--Útkoma nettó fækkun starfa - fyrir utan að hagvöxtur óhjákvæmilega skaðast!
Færsla mín frá síðast: 25% tollur sem Donald Trump hefur ákveðið að leggja á innflutt stál, mun líklega fækka störfum innan Bandaríkjanna.
'Trade wars are good,' Trump says, defying global concern over tariffs
Hvernig svarar Donald Trump?
- We must protect our country and our workers. Our steel industry is in bad shape. IF YOU DONT HAVE STEEL, YOU DONT HAVE A COUNTRY!
- "When a country (USA) is losing many billions of dollars on trade with virtually every country it does business with, trade wars are good, and easy to win,..."
Ég velti fyrir mér hvort bandarískir hægri menn muni sjá eftir því að hafa kosið Trump.
En viðskiptastríð er líklegt að vera það skaðlegt fyrir bandarískan efnahag, að það er raunhæfur möguleiki að núverandi hagvöxtur í Bandaríkjunum koðni niður.
En önnur lönd að sjálfsögðu mæta hverri tollaðgerð Trumps - með annarri móttollaðgerð.
- Hafið í huga, að önnur lönd fara ekki neitt endilega í viðskiptastríð hvert við annað.
- Heldur væri þetta líklega - viðskiptastríð Bandaríkjanna, við eiginlega öll önnur iðnvædd ríki.
Þannig, að ef við ímyndum okkur að Trump mundi svara með fleiri tollaðgerðum, og hin löndin með tollaðgerðum á móti sérhverri tollaðgerð hans.
Þá héldu hin löndin áfram að flestum líkindum að viðhafa áfram lágtolla hvert gegn öðru -- samtímis og tollaðgerð - eftir tollaðgerð, lentu Bandaríkin skref fyrir slíkt skref í nýju hátolla-umhverfi.
Þ.e. út á við og inn á við!
Ég er algerlega viss að það sannaðist mjög hratt, að fyrir Bandaríkin væri slíkt ástand ákaflega efnahagslega skaðlegt - og því skaðlegra sem "tit for tat" tollaðgerðum fjölgaði.
Slíkt gæti leitt til nýrrar efnahagskreppu og nýrrar atvinnuleysisbylgju innan Bandaríkjanna - ég mundi segja að umsnúningur þyrfti ekki að taka meiri tíma en 12 mánuði; ef Trump mundi hreyfa sig hratt nk. vikur og mánuði í því að hrinda af stað sínu viðskiptastríði - við heiminn!
Ég velti fyrir mér hvort Trump er nú að sýna sitt rétta andlit.
En í kosningabaráttunni, hótaði hann ítrekað verndartollum.
Það hefur alltaf verið ljóst að það þíddi viskiptastríð Bandar. við önnur iðnríki.
Samtímis hefur það alltaf verið fyrirframljóst einnig að slíkt viðskiptastríð yrði óskaplega efnahagslega skaðlegt fyrir Bandaríkin sjálf.
--Að það væri nokkurs konar efnahags sjálfsmorð Bandaríkjanna sjálfra!
Ef Trump fer virkilega í þá vegferð -- þá er það eina sem ég fagna, að það mundi tryggja líklega að hann ætti ekki möguleika á endurkjöri.
--En 2018 gæti þá verið komið ný atvinnuleysis-bylgja, og hún yrði örugglega ekki koðnuð 2020.
--Þannig gæti hann eyðilagt gersamlega vonir Repúblikana fyrir þingkosningar 2018, samtímis því að Trump gæti eyðilagt gersamlega sína eigin endurkjörs möguleika 2020.
Ég vil alls ekki viðskiptastríð - þannig ef Trump hefur það með slíkum brag, segi ég "gone riddance."
--En Repúblikanar munu þá auðvitað sitja mjög sárir eftir á endanum!
Niðurstaða
Eins og ég benti á, þá velti ég fyrir mér hvort nú sé Trump að sýna sitt rétta andlit. En Trump hefur lengi haft þá skoðun að viðskipti Bandaríkjanna við önnur lönd væru í ósanngjörnu fari. Lítur á viðskiptahalla sem sönnun þess, önnur lönd misnoti aðstöðu sína - á kostnað Bandaríkjanna.
Trump er auðvitað alger þverhaus í þeirri umræðu. Því það hefur mest að gera með gengisstöðu dollars hver viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna er. Þannig að í kreppu lækkar dollarinn og viðskiptajöfnuður landsins þá verður hagstæðari - en á toppi hagsveiflu eins og nú, þá er gengið hærra og þar með viðskiptahallinn vaxandi.
Það þarf ekki nema að líta yfir viðskiptasögu Bandaríkjanna til að sjá, að viðskiptaátök hafa ætíð leitt til "tit for tat" tollaaðgerða. Meðan deila hefur verið við einstakt land, hefur skaðinn ekki verið verulegur. En á 3. áratugnum gilti annað - þá lagði Hoover forseti á tolla á allan innflutning, sem svarað var samtímis af öðrum löndum. Á ca. 6-árum féll bandaríska hagkerfið um ca. 40%. Atvinnuleysi varð nærri það mikið einnig - það mynduðust "shanty towns" meðfram bandar. borgum.
--Tollaaðgerð Hoover skóp sennilega mesta efnahags skaða er Bandar. hafa orðið fyrir í sinni efnahagssögu.
Þ.e. mjög einfalt að ef Trump fer af stað í viðskiptaátök við heiminn, verða efnahagsafleiðingar fyrir Bandaríkin mjög verulegar!
--Tap bandar. efnahagslífs og fyrirtækja yrði mikið, mjög mikið jafnvel.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.3.2018 | 01:45
25% tollur sem Donald Trump hefur ákveðið að leggja á innflutt stál, mun líklega fækka störfum innan Bandaríkjanna
Ástæðan er einföld, að mun fleiri starfa við starfsemi innan Bandaríkjanna sem notar stál, en þeir sem starfa við það að framleiða stál: Thousands of jobs at risk over tariffs, US manufacturers warn.
- "...the National Tooling and Machining Association and the Precision Metalforming Association..." - said in a joint statement: "President Trump campaigned on the promise to protect manufacturing jobs but . . . his plan to impose tariffs will cost manufacturing jobs across the country."
- "They added that 6.5m people were employed in the US in businesses that use steel and aluminium, compared to just 80,000 working in the steel industry."
Að sjálfsögðu eru þetta hagsmuna-aðilar, en ég er á því að þessi ábending sé án nokkurs raunhæfs vafa - örugglega rétt.
En risastór stáliðjuver krefjast ekki verulega margra starfsmanna.
Að því leiti virka þau eins og álver sem við þekkjum hér á Íslandi.
Meðan að rökrétt sé að margvísleg framleiðsla hluta úr málmum, skapi miklu mun fleiri störf - líklega í háu margfeldi fleiri.
Þannig að það geti mjög vel verið að munurinn á fjölda starfsmanna milli málmbræðsla og framleiðenda er nota málma, sé þetta gríðarlega mikill.
- Þá standast alveg rök framleiðendanna er nota málma, að framleiðslan þeirra verði óhjákvæmilega dýrari, því þeir geti ekki fjárfest í málmum þaðan sem málmar fást gegnt lægsta verðinu.
- Meðan að erlendir keppinautar, búi ekki við sama vanda - og geti þar með enn frekar en fyrir toll; boðið vörur sínar á hagstæðari verðum en bandarískir framleiðendur.
- M.ö.o. bitni tollurinn á samkeppnishæfni bandarískrar framleiðslu, er notast við málma.
--Þar sem störf í geirum er framleiða úr málmum séu miklu mun fleiri, en í málmbræðslugeirum.
--Jafnvel þó hugsanlega fjölgi málmbræðslustörfum - fækki líklega á móti störfum í annarri iðnframleiðslu á móti það mikið, að heilt yfir fækki aðgerð Trumps líklega störfum innan Bandaríkjanna!
Trump to impose steep tariffs on steel, aluminum, stoking trade war talk
Niðurstaða
Trump er greinilega annt um bandarísk stálver er árum saman hafa kallað eftir tollvernd. Hinn bóginn, þá sé ég ekki betur en líklega sé umkvörtun samtaka bandarískra iðnframleiðenda er framleiða úr málmum líklega rétt. Nefnilega að í stað hugsanlegra nýrra starfa hjá málmbræðslum komi fækkun starfa líklega í iðnframleiðslu innan Bandaríkjanna er notast við málm til sinnar framleiðslu. Þannig að heildaráhrif tollaðgerðar Trumps líklega verði á þá leið að fækka störfum.
Þetta sýni hve vanhugsaðar tollaðgerðir geta verið skaðlegar.
--Fyrir utan að erlend ríki munu að auki án vafa leggja sambærilegan toll á bandarískan útflutning á stáli, þannig að bandar. stálver líklega missa af útflutningsmörkuðum á sama tíma.
Verndarstefna er sögulega séð yfirleitt ákaflega efnahagslega skaðleg.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Morðin í bandarískum skóla í Miami virðast hafa sett af stað einhverja hreyfingu. En nú hafa tvö stórfyrirtæki ákveðið að taka af skarið þ.e. Wallmart og Dick's Sporting Goods.
--Líklegt virðist að fyrirtækin bregðist við þrýstingi utan að frá!
Walmart to end gun sales to people under 21
Dicks Sporting Goods to stop selling assault-style rifles
Dick's gengur lengra, Wallmart lætur nægja að hækka aldurinn.
Breytingar er virðast hafa víðtækt fylgi!
- Þetta að hækka aldur úr 16 - í 21 ár. En þ.e. áhugavert að í Bandaríkjunum má ekki aka bifreið innan við 18 en tveim árum fyrr, hefur maður mátt eignast sitt eigið vopnasafn án athugasemda.
--Með því að hækka aldurinn þetta mikið, væri lögleg vopnaeign færð upp fyrir "highschool" aldur væntanlega. - Síðan vilja menn afnema svokallaða "assault rifles" þ.e. hálfsjálfvirka ryffla sem eru grundvallaðir á þeirri tegund vopna - sem notuð eru gjarnan í hernaði. M.ö.o. banna sölu slíkra vopna til almennings.
Ar 15 ryffill svipaður þeim er notaður var í árásinni í Miami! - Að auki vilja menn, taka stór magasín úr umferð.
- Ekki síst, vilja menn taka upp -- stranga skoðun á bakgrunni þeirra er vilja eignast vopn, en víða í Bandar. virðist einungis tékkað á því hvort viðkomandi er á sakaskrá.
--En þeir morðingjar er drápu í síðustu tveim mannskæðu árásunum, voru ekki á sakaskrá.
Þegar menn hafa vopn af þessu tagi, þ.e. t.d. 20-40 skota magasín, og geta skotið eins hratt og þeir geta hreyft fingurinn á gikknum.
Þá er unnt að skjóta mjög marga á skömmum tíma - það einmitt hafa skotmenn notfært sér í mannskæðum árásum á þessu ári og því síðasta - sbr. skotárásina á sl. ári í Las Wegas.
- Rökrétt, verða skotárásir síður mannskæðar - ef menn hafa ekki almennt lengur aðgengi að þetta öflugum skotvopnum.
- Og ef nemendur í bandarískum gagnfræðaskólum geta ekki lengur löglega eignast skotvopn - minnka líkur á mannskæðum árásum af hálfu óánægðra nemenda fyrrum eða núverandi.
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu - en fyrir utan þetta. Hafa fjöldi fyrirtækja líst því yfir að þau styðja ekki lengur NRA með fjárframlögum. NRA fær ekki lengur afslátt frá þekktu flugfélagi.
Mér virðast þær breytingar sem Dick's Sporting Goods leggur til hófsamar og sjálfsagðar - ég mundi ganga lengra, og banna hálfsjálfvirk vopn með öllu. Og smætta magasín að auki niður í þ.s. tíðkast á Íslandi - þ.e. 4 eða 5 skot.
En slík vopn duga meira en nægilega vel til skotveiða. Fyrir utan að skothraði slíkra vopna er mun hægari en hálfsjálfvirkra -- þ.e. lykilatriði ef skotmaður vill drepa fólk, auk þess að viðkomandi þurfi fljótt að hlaða vopnið.
--Þá fær fólk tækifæri til að afvopna kauða áður en sá hefur náð að gera mjög mikinn óskunda.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar