Trump virtist hóta refsitollum á innflutning bifreiða frá Evrópu - ef ESB setur refsitoll gagnvart tolli Trumps á innflutt stál

Orð Trumps voru eftirfarandi: Trump fires back at EU tariff retaliation threats

  1. "If the EU wants to further increase their already massive tariffs and barriers we will simply apply a Tax on their Cars which freely pour into the US,"
  2. "They make it impossible for our cars (and more) to sell there. Big trade imbalance!"

Sannleikurinn er sá, að það er enginn tollur á innflutning bifreiða frá Bandaríkjunum til aðildarlanda ESB - frekar en að það sé tollur í hina áttina.

  1. Hinn bóginn, er verðlag á eldsneyti miklu mun hærra í Evrópu en Bandaríkjunum.
  2. Samtímis, hafa verið settir mjög háir mengunarskattar á bifreiðar.

Þetta leiðir til þess, að markaðurinn fyrir bifreiðar er mjög ólíkur í Evrópu.
Sem dæmi er enn meginsalan innan Bandaríkjanna, á stórum bifreiðum með bensínvélar.
En slíkar bifreiðar eru nánast óseljanlegar í Evrópu - vegna kostnað við eldsneyti og ákaflega hárra mengunartolla.

Í þessu felst ekki viðskiptahindrun í eiginlegum skilningi.
Því ef bandarísk fyrirtæki framleiða bifreiðar er henta evrópskum markaði, þá eiga þær bifreiðar sama greiða aðganginn að Evrópumarkaði - sem evrópskar bifreiðar eiga að bandarískum.

Hinn bóginn er einungis -- Ford Motor Corporation eftir á Evrópumarkaði.
Chrysler hætti fyrir nú áratugum - á 9. áratugnum.
General Motors á sl.ári seldi verksmiðjur sínar í Evrópu til PSA þ.e. Peugeot/Citroen.

  1. Ef bandarískar bifreiðar eins og þær eru nú framleiddar í Bandar. - ættu að vera söluvara í Evrópu.
  2. Þyrfti Evrópa að falla frá háu eldsneytisverði og háum mengunartollum, sem hafa m.a. þann tilgang að hvetja fólk til að kaupa sparneytnar bifreiðar og til að skipta yfir í rafbíla.
  • Ég sé það ekki gerast!

--En þær aðgerðir eru ekki - verndartollar eða eiginleg verndarstefna!

Að sjálfsögðu þíddi það - frekari útvíkkun viðskiptastríðs við ESB aðildarlönd, ef Trump mundi setja - tolla á innflutning á bifreiðum frá ESB aðildarlöndum.

 

Bandarískur landbúnaður verður líklega fyrir tjóni af viðskiptastríði Trumps við ESB aðildarlönd

En þ.e. einmitt dæmigert við viðskiptastríð - að mótherjarnir svara með tollum af því tagi, sem hámarka tjón á móti!
--Sem sagt, þ.e. tollum á stál er ekki endilega svarað með tollum á stál.

  • "The EU has drawn up a €2.8bn list of proposed counter-measures"
  1. "comprising roughly one-third steel and aluminium"
  2. "one-third agricultural products"
  3. "one-third other goods"

Bandaríkin hafa mjög öflugan útflutning á landbúnaðarvörum -- það má reikna með því að ef Trump setur tolla á bifreiðar frá Evrópu.
Þá sé sennilegt að ESB aðildarlönd -- svari með víðtækum tollum á bandarískar landbúnaðarvörur.

  1. Hafandi í huga að andstaða við bandarískar landbúnaðarvörur er töluverð í Evrópu meðal almennings, vegna víðtækrar notkunar í Bandar. á genabreyttum tegundum.
  2. Þá væri það líklega frekar pólit. auðvelt fyrir í evr. samhengi.
  3. Síðan bætist það við, að Trump fékk mörg atkvæði á landbúnaðarsvæðum innan Bandar.
  4. Menn gætu því viljað í og með, beita tollum til þess að fá fram þrýsting frá þeim er greiddu Trump atkvæði.

Ég held því að bandarískar landbúnaðavörur verði mjög líklegt fórnarlamb -- tollaaðgerða margra annarra landa gegn tollastefnu Trumps.

Síðan komi í ljós hvernig bandar. landbúnaðarsvæðin bregðast við - þegar afkoman fer hratt versnandi, og störf fara að tapast.

 

Niðurstaða

Trump virðist stefna að víðtækasta viðskiptastríði allra tíma a.m.k. síðan á 4. áratug 20. aldar -- rétt að nefna að afleiðingar viðskiptastríðs 4. áratugarins voru hrikalegar fyrir Bandaríkin sjálf. Sem sáu á ca. 6 árum um 40% minnkun eigin hagkerfis, og hrikalegar atvinnuleysistölur sem og mjög útbreidda fátækt.

Það virðist þegar ljóst að tollaðgerðum Trumps verður svarað af öðrum ríkjum. Það þarf alla ekki að efast um, að ef Trump bætir við tollum á innflutning bifreiða frá ESB aðildarlöndum. Að þá munu ESB aðildarlönd - bæta við frekari tollaðgerðum.

Ef maður ímyndar sér að Trump bæti þá enn í. Þá gæti á skömmum tíma risið upp hátolla-umhverfi milli ESB aðildarlanda og Bandaríkjanna.
-----------------
Þarna er ég einungis að tala um ESB vs. Bandaríkin - en hið sama á örugglega við víðar. Að önnur lönd annars staðar án vafa tolla á móti tollum Trumps - og ef hann bætir þá við tollum, koma aftur tollar á móti - o.s.frv.

  1. Eins og ég benti á í gær og fyrradag, þíðir það líklega ekki að önnur lönd fari í viðskiptastríð hvert við annað.
  2. Frekar að Trump sé að hefja viðskiptastríð við öll þróuð iðnríki.

Afleiðingar eru að mínu mati algerlega augljósar, að ef Trump fer í endurtekna röð "tit for tat" tollaðgerða gagnvart helstu iðnríkum heims. Verði Bandar. á skömmum tíma komin með endureist - hátollaumhverfi í báðar áttir gagnvart öðrum þróuðum löndum.

Slíkt á ég von á að hefði gríðarlega neikvæðar efnahagsleiðingar í för með sér fyrir Bandaríkin sjálf -- en viðsnúningur yfir í efnahags samdrátt held ég að taki skamman tíma innan Bandaríkjanna; ef Trump fer nú af stað af kappi í "tit for tat" tollaðgerðir við öll önnur þróuð iðnríki.

--Ég á ekki von á því að það leiddi til heimskreppu, þ.s. ég á ekki von á því að önnur lönd afleggi lágtollumhverfi hvert gagnvart öðru, þó hátollaumhverfi skelli á öll viðsk. milli þeirra og Bandar.
--Bandaríkin eigi ekki eftir að blómgast í hátollaumhverfi, það muni án vafa birtast mjög hratt, og þar með ný bylgja fjöldaatvinnuleysis skella yfir.

Trump hefur verið margvaraður við - með svipuðum hætti og Bush var margsinnis varaður við því að ráðast á Írak áður en hann hóf stríð þar - en mér virðist Trump ekki hlusta varðandi tollamál, frekar en Bush gerði varðandi stríðsrekstur.
--Afleiðingarnar af Írak voru þær sem sérfræðingar vöruðu við - afleiðingar af tollastefnu Trumps verða alveg örugglega þær sem menn vara við.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ja hérna og Jeremías. Ég fer nú að halda að Putin hafi komið Trump till valda.

Er þetta ekki það sem er kallað MAD á kjarnorkumáli.

Borgþór Jónsson, 4.3.2018 kl. 23:48

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, í þessu tilviki er meir um AD að ræða "assured destruction" þ.e. ekkert "mutual" þ.s. heimshagkerfið væntanlega mun geta veðrað þennan storm, þó Bandar. fái fyrir ferðina - ef Trump virkilega fer af stað í þetta dæmi.
--Pútín hefur að sjálfsögðu veitt athygli tali Trump í kosningabaráttunni er hann ítrekað hótaði viðskiptastríði.
--Ég hef allan tímann keypt það sem sennilegt, að Pútín hafi stutt framboð Trump - þó ósannað sé með öllu að sá stuðningur hafi riðið einhvern baggamun.
En ég held að sýnt Pútíns á málið sé sú - tap Bandar. væri gróði Rússl.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.3.2018 kl. 00:15

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er hræddur um að allir tapi. 

Líklega fellur dollarinn um 10 til 20% ef allar þessar æfingar fara af stað. Las einhverstaðar að í síðasta svona stríði hafi hann farið niður um 15%. Man ekki alveg hvað var í gangi þá.

Ætli allir lífeyrissjóðirnir okkar séu ekki þarna. Kannski förum við niður með dollarnum hvort sem er.

Þetta gæti orðið tvöfalt kjaftshögg. Gengistap og fall á hlutabréfum.

Borgþór Jónsson, 5.3.2018 kl. 00:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, rökrétt hann falli þegar hagkerfið þar stingur sér niður. Það verða neikvæð efnahagsáhrif á Evrópu - hinn bóginn grunar mig að Kína haldi Asíu uppi. Kína er einnig orðið verulegur markaður fyrir Evrópu.
--Ég hugsa að heimshagkerfið hægi á sér verulega en það fari ekki alveg alla leið í dýfu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.3.2018 kl. 06:59

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Að halda því fram að það séu ekki neinir tollar á bíla inn í Evrópu er algerlega fráleit.  Til hvers heldur þú að Euro Dise l.2.3.4.5.6.7 hafi verið  búið til. Og til hvers heldur þú að tollar hafi verið hækkaðir í Evrópu á alla bíla sem ekki voru með díselvélum að þessari gerð. Til hvers heldur þú að díselvélaframleiðendur í Evrópu hafi fengið miljónir Evra í styrki til að þróa vélar inn í euro xxx dísel standardinn. 'Eg skal segja þér þeð. Eini tilgangurinn var að loka markaðnum, enda ekki nokkur tæknimaður í heiminum sem gétur séð annan tilgang með þessu rugli.

Hélstu kannski að það væru umhverfisverndarsjónarmið sem réðu ferðinni ?

Guðmundur Jónsson, 5.3.2018 kl. 13:38

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Jónsson,  þetta er fullkomlega absúrd - Bandaríkin hafa sína eigin staðla sem sumir eru strangari en staðlar innan Evrópu. T.d. hafa staðlar innan Bandar. varðandi nytur-oxíð útblástur lengi verið harðari en þeir evrópsku - einungis í seinni tíð að Evr. er að herða kröfur um Nyturoxíð. Meðan Bandaríkin hafa lengi haft mjög strangar reglur þar um - sem er hvers vegna lítið er selt af dísilfólksbifreiðum í Bandar.

Bandaríkin sjálf mundu aldrei samþykkja að þeirra sérstöku staðlar um útblástur og t.d. styrk í árekstrum - væru innflutningstakmarkanir.
Af hverju ætti að líta evr. staðla um mengun - öðrum augum, þó þeir séu ekki nákvæmlega eins og þeir bandar?

Lönd setja almennar reglur sem gilda hjá þeim - sem þeirra eigin framleiðsla þarf að hlýta!
Af hverju ættu reglur sem þeirra eigin framleiðsla þarf að hlýta - ekki að gilda um innfluttan varning?
--Bandaríkin sjálf mundu aldrei sætta sig við það, að innfluttur varningur uppfyllti ekki alla setta staðla.

Bandaríkin sjálf framleiða mjög lítið af fólksbifreiðum með dísil vélar - því bandar. reglur hafa lengi verið það strangar, að fyrirtæki almennt meta það ekki kostnaðarins virði að - bjóða upp á dísil í fólksbifreið til Bandar.
--Þessar nýju strangari reglugerðir Evr. - einungis nálgast þær ströngu reglur sem Bandar. hafa lengi viðhaft.

Innan Bandar. er meiri fókus á "hybrid" sem gengur alveg að selja í Evrópu - þ.e. bensínvél og rafmótor í sama bíl, sbr. Toyota Prius -- bandar. framleiðendur hafa verulegt úrval slíkra gerða.
--Hvers vegna ég bjóða þá ekki til sölu í Evr. þekki ég ekki - en þeir bílar gætu allir verið söluvænlegir í Evr.

"Eini tilgangurinn var að loka markaðnum"

Hættu síðan þessu bulli. Kóreubúum hefur gengið hreint ágætlega - það sama á við Japan. Bandaríkin sjálf framleiða vart dísilfólksbíla hvort sem er, enda lengi vegna mjög strangra regla í Bandar. um Nyturoxíð verið ópraktíst.
--Ekkert hindrar Bandar. að bjóða upp á bifreiðar sem markaðurinn í Evr. gæti hugsað sér að kaupa.

Ekki hefur það vafist fyrir Kóreubúum sem hafa farið sigurför um Evr. markað seinni ár og margfaldað sína sölu.
--Ef Bandar. gengur illa - þá framleiða þeir ekki bifreiðar sem markaðurinn í Evr. vill, svo einfalt er það.

Þeir þurfa þá að líta í eigin barm, stúdera af hverju Kóreu gengur svo miklu betur -- en lykillinn er alltaf að bjóða vöru sem markaðurinn vill.

Kv.

ég

Einar Björn Bjarnason, 5.3.2018 kl. 20:25

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Japanir eru ad heita ma haettir ad selja til EU Koru fyrirtaekin hafa haldid bilamarkadinum I EU med tvi ad kaupa velar og eda leifi af EU I bilana sina. Og ja. Allir sem stunda vidskipti vid EU reyna ad verja sig med somu medulum.

Guðmundur Jónsson, 5.3.2018 kl. 21:28

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Jónsson, Í raun og veru er krafa Bandar. um nokkurs konar "exceptionalism" þ.e. reglurnar gildi ekki um Bandar.
--En þau hafi að sjálfsögðu ótakmarkaðan rétt til að setja reglur af sambærilegu tagi heima fyrir.
Öll lönd setja reglur um sem fara þarf eftir - Evrópumarkaðurinn er yfrið nægilega stór til þess að fyrirtæki sem vilja keppa við innlenda framleiðendur í Evrópu - eiga að geta ráðið við kostnaðinn sem er umtalsverður að uppfylla þær.
**S-Kórea í raun sannar fullkomlega að svo er ekki. Miklu smærra land, sem hefur gengið þetta rungandi vel.

Þ.s. reglurnar eru hvort sem er mjög strangar innan Bandar. að mörgu leiti - sérstaklega þegar kemur að loftmengun. Þá er í raun og veru ekki hár veggur milli þess sem krafist er í Bandar. og þess sem krafist er í Evrópu.
--Megin munurinn snýr að því að megunarskattur er hærri í Evr. en í Bandar. -- Þannig vélar þurfa vera sparneytnari.
--Bifreiðar í Evr. eru meðaltali smærri -- Bandar. framleiða yfirleitt ekki það smáa bíla.

En þ.e. ekki eins og það sé ekki hægt að mæta kröfum Evrópumarkað -- Fort Motor Corporation er enn sterk á Evrópumarkaði, þó GM hafi yfirgefið sviðið á sl. ári.
--Japönsku framleiðendurnir eru þar enn, þó þeir virðast hafa hopað nokkuð fyrir sókn SK.

Ekkert af þessu regluverki er ekki algerlega innan eðlilegs ramma - fáránlegt allt tal um verndarstefnu.
-Enda eftir allt saman er enginn undanskilinn, ekki evr. framleiðendur fremur en aðrir.

Þ.e. mælingin á því hvort um sé að ræða viðskiptahindrun eða almenna reglu sem gildir fyrir alla þátttakendur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.3.2018 kl. 23:55

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Suður Kóra er í miklvægur liður framleiðslu fyrir þýsku stórfyritækinn þeir hafa því rauntíma aðgang að fyrætlunum í EU Tæknitollastríðinu,  það er eina ástæðan fyrir því að þeim gengur miklu betru í EU en öllum hinum, þeir eru í sama lið.

Og var það líka innan eðlilgs ramma að flasa megunrtölur fyrir 1,2 milljón bíla til að hægt værir að selja þá frá EU til USA.

Guðmundur Jónsson, 6.3.2018 kl. 08:57

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Megin munurinn snýr að því að megunarskattur er hærri í Evr. en í Bandar. -- Þannig vélar þurfa vera sparneytnari. "

Þetta er hundalógikk sem gengur ekki upp. Einkabílar þurfa bara að vera litlir og með litlum vélum til vera söluvara í EU. Sparneytni er annað kemur því ekkert við. Enda eyða vélar sem eru frameleiddar inn í EU standarda ekki litlu vegna þess... / Meiginreglan er sú að til að koma snefilefnum niður þarf að auka eyðsluna.

Guðmundur Jónsson, 6.3.2018 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 166
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 846887

Annað

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 151
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband