Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Spurning hvort Trump fyrirhugar stríð! En hann hefur nú gefið út yfirlýsingu hve mikið hann vill bæta við útgjöld til hermála

Samkvæmt áætlun Reuters, leggur Trump til 9,2% aukningu miðað við fjárlagaárið á undan fjárframlaga ríkissjóðs Bandaríkjanna til hermála: Trump seeks 'historic' increase of 9 percent in U.S. military's budget.

  1. "Defense spending in the most recent fiscal year was $584 billion, according to the Congressional Budget Office, so Trump's planned $54 billion increase would be a rise of 9.2 percent."
  2. "About one-sixth of the federal budget goes to military spending."

Trump sagði við tækifærið: "This is a landmark event and message to the world in these dangerous times, of American strength, security and resolve. We must ensure that our courageous servicemen and women have the tools they need to deter war and when called upon to fight in our name, only do one thing: Win,"

En skv. Trump - er herafli Bandaríkjanna, hræðilega undirfjármagnaður.
--Hann vísar þá til samdráttar í fjármögnun til hermála síðan 1993.
En í kjölfar endaloka Kalda-stríðsins, var ekki sérdeilis undarlegt að dregið yrði úr þeim útgjaldalið.

--Þetta virðist eitt af því fjölmörgu, sem Trump sér sem svik -elítunnar- við hin miklu Bandaríki.

  • Mark Cancian, an adviser with the Center for Strategic and International Studies: "This is certainly comparable to the largest peacetime buildups, which would be 2003,"

M.ö.o. sambærileg aukning, og þegar George Bush hóf stríð gegn Saddam Hussain 2003.

  • "A second official said the State Department's budget could be cut by as much as 30 percent..."

En Trump segist ætla að - - minnka utanríkisþjónustuna og skera niður þróunaraðstoð og efnahagsaðstoð sem Bandaríkin veita!
--Það dugar þó ekki til - nema Trump hreinlega leggi utanríkisþjónustuna alfarið niður.

Hinn bóginn, segist Trump - einnig ætla að skera niður fjárframlög til umhverfismála og stofnana á vegum alríkisins er tengjast þeim málaflokki.
--Ef hann sker þá þætti duglega niður, sem hann örugglega fyrirhugar.

Gæti niðurskurður - tæknilega dugað fyrir þessari útgjaldaaukningu til hermála.

 

Niðurstaða

Þó Trump hafi ekkert sagt um hugsanleg fyrirhuguð átök, þá er óvenjulegt að framkvæma svo mikla útgjaldaaukningu án þess að væntingar séu um átök í náinni framtíð, eða það að talið er þörf fyrir að mæta nýrri rísandi ógn.

Tæknilegir möguleikar virðast: Stríð í Mið-austurlöndum, í samhengi við loforð hans að útrýma ISIS. Eða, stríð í Mið-austurlöndum, í samhengi við greinilegan fjandskap Trumps gagnvart Íran. Eða, að uppbyggingu væri beint gagnvart Kína - sem gæti þá varpað upp þeirri spurningu hvort Trump sé að undirbúa eitthvað á þeim vettvangi.

Rétt að nefna, að þó Trump setji fram þessa ósk - er langt í frá öruggt að hann fái þingið til að veita henni sitt samþykki.

 

Kv.


Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórnina trúa því að skattalækkanir muni ekki koma tekjulega illa út fyrir ríkið

Hann notaðir orðalagið - "...fundamentally believes in dynamic scoring,..." - m.ö.o. hann segir ríkisstjórnina, ósammála þeim sem halda því á lofti, að skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki sem fyrirhugaðar eru; muni leiða til verulegs skatttekjutjóns fyrir alríkið.

  1. Þetta gengur gegn því, sem almennt er talið rétt.
  2. Þetta er á hinn bóginn, ríkisstjórn - gegn "orthodoxy."
  • Hinn bóginn, þá man ég ákaflega vel ennþá - eftir kjörtímabilum George Bush.
    --Bandaríska hagkerfið var flest árin í hagvexti.
    --En samt, var þau ár - verulegur hallarekstur sérhvert hinna 8-ára sem Bush sat.
  • Síðan man ég reyndar enn eftir Ronald Reagan, en hann einnig lækkaði skatta á sínum tíma, og það virtist hafa haft sömu afleiðingar -- en ólíkt Bush, smám saman tók Reagan lækkanirnar til baka, og skilaði fyrir rest - ágætu búi.
    --Þ.e. hvað margir kjósa að ekki muna, að Reagan - átti það alveg til, að skipta um skoðun ef stefna sem hann fór af stað með, virkaði ekki eins og til var ætlast.
    --Meðan að Bush, lét alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta - virtist reyndar þeirrar skoðunar, að neita að sjá neitt slæmt við hans stjórnarfar væri styrkur þ.e. þrjóska væri af hinu góða.
  • Það áhugaverða er - að mér virðist eiginlega Trump um margt líkur Bush.

No cuts to U.S. entitlement programs in Trump budget: Mnuchin

 

McNuching segir að það verði ekki snert við MedicAid and MedicCare!

Það er í samræmi við kosningaloforð Trumps - að snerta ekki við þeim.
--Gallinn er sá, að þetta er miklu meira en helmingur -mér skilst nær 2/3- útgjalda alríkisins.
Sem þá má ekki snerta á!

  1. Gagnrýnendur hafa almennt verið sammála um, að þegar ekki er snert við stærstu útgjalda-liðunum.
  2. Hljóti skattalækkanir þ.e. lækkun tekjuskatts einstaklinga og fyrirtækja, að hafa sömu áhrif og í tíð George Bush, eða í tíð Ronald Reagan -- að valda útgjaldahalla.
  • Þetta "dynamic soaring" var einnig fullyrt af þeim sem vildu í þau skiptin, fylgja þessari stefnu.

En þetta virðist nokkurs konar trúarbrögð á - WallStreet.
En McNuching er kominn beint úr WallStreet fjárfestingar-bankaheiminum.

Það leiði til þess, að menn ætla þá að láta algerlega hjá líða að taka mark á reynslu sögunnar.
--Það virðist mér eiginlega rauður þráður í stjórnarháttum Donald Trump.

En ekkert af því sem hann leggur til.
Hefur ekki verið reynt einvhers staðar áður.
--M.ö.o. með þekktum afleiðingum.

Mér virðist gagnrýnin - "orthodoxy" - "elitist" - notað til þess að leiða hjá sér reynslu sögunnar.
--Þegar menn draga ekki lærdóm af sögunni.--
--Dæma menn sig til að - endutaka hana.--

  1. Ég held að flesti reikni með því, að þessi stjórnarhættir - leiði til verulegrar skuldaaukningar fyrir alríkið.
  2. Sérstaklega, ef ofan í auknar opinberar framkvæmdir - Trump ætlar eins og hann marg ítrekað lofar, síðast í ræðu um helgina -- að auka útgjöld til hermála.
    --Hressileg aukning til hermála, ef marka má orð Trumps.

Það mundi þá ekki skipta máli - þó ef Trump fer ekki í stríð.
Þá endurtekur hann - útgjaldaaukningu til hermála, eins og gerðist í tíð Bush, í samhengi við skattalækkunarstefnu.
--Afleiðingin að sjálfsögðu - veruleg skuldaaukning hins opinbera í Bandaríkjunum.

 

Niðurstaða

Ég held það sé auðvelt að spá því að ríkiskuldir Bandaríkjanna aukist verulega í tíð Trumps, miðað við auglýst stefnumið. Spurningin sé frekar - hversu mikið þær aukist. Fremur en hvort þær aukist.
--En höfum í huga, að þau ár sem Bill Clinton var forseti - minnkuðu skuldir alríkisins.
M.ö.o. hann rak ríkissjóð með afgangi - eins og á að gera, þegar hagkerfið er í hagvexti.

En Bush setti hvað í hans tíð var met í hallarekstri, þegar haft er í huga að hann stjórnaði í góðu árferði.
Síðan auðvitað koma krepp í bláendann á hans tíð, sbr. "sup prime" krísan og eðlilega þegar hagkerfið fór í niðursveiflu varð veruleg aukning í halla.

  • Það sé hægt að afsaka halla í efnahags-niðursveiflu.
    --Ekki almennt séð í uppsveiflu.
    Þá er eitthvað að stjórnarháttum.

--Trump sennilega mun bregðast við gagnrýni á það, þegar þetta reynist rétt - líklega með því að ásaka fjölmiðla beint til baka.

 

Kv.


Hugmyndir Trumps virðast alvarleg ógn við - frálsa fjölmiðlun

En ég vísa til ræðu Trumps í sérstöku umræðu þingi bandarískra Íhaldsmannna - þar sem Trump endurtók árásir sínar á vinsæla fjölda-fjölmiðla, sakaði þá um - að ljúga upp fréttum.
--Síðan sagði hann nauðsynlegt að banna fjölmiðlum að nota -nafnlausa heimildarmenn.-
Hann fullyrti, að fréttir hafðar eftir - nafnlausum heimildarmönnum, væru lygar eða tilbúnar fréttir, og slíkt ætti alfarið að banna!
--Hann ítrekaði, að slíkir fjölmiðlar -- væru óvinir fólksins, þeir gætu aldrei talað fyrir fólkið.

Full transcript: President Trump’s CPAC speech

Trump: "A few days ago I called the fake news the enemy of the people, and they are. They are the enemy of the people." - "Because they have no sources, they just make them up when there are none." - "They make up sources." - "They're very dishonest people." - "But I am only against the fake news media or press. Fake. Fake." - "I'm against the people that make up stories and make up sources." - "They shouldn't be allowed to use sources unless they use somebody's name." - "Let their name be put out there. Let their name be put out. A source says that Donald Trump is a horrible, horrible human being — let them say it to my face. Let there be no more sources." - "But there are some terrible, dishonest people that do a tremendous disservice to our country, and to our people." - "They are very dishonest people, and they shouldn't use sources. They should put the name of the person." - "And many of these groups are part of large media corporations that have their own agenda. And it's not your agenda and it's not the country's agenda, it's their own agenda. They have a professional obligation as members of the press to report honestly, but as you saw throughout the entire campaign and even now, the fake news doesn't tell the truth. Doesn't tell the truth. So just in finishing, I say it doesn't represent the people, it never will represent the people, and we're going to do something about it because we have to go out and we have to speak our minds and we have to be honest."

  1. Síðan koma áhugaverð loforð - þar sem hann lofar skattalækkunum á fyrirtæki og einstaklinga.
  2. Samtímis og hann lofar - að stórbæta tækjabúnað herafla Bandaríkjanna, auka hernaðarútgjöld verulega.
  • Man eftir George nokkrum Bush, sem bjó til massívan ríkishalla með þannig stjórnunarstíl.

------------
En það sem ég vek athygli á -- er hættuleg árás Trumps á fjölmiðla.
Hann virðist -- sbr. orð hans, að hann ætli að gera í þessu, að hann hljómar svo honum sé alvara með það að -- banna notkun nafnlausra heimildarmanna"

 

Það sem Trump virðist vera að reyna - er að stöðva upplýsingaleka innan úr stjórnkerfinu!

  1. Það sem þarf að muna, er að fjölmiðlar eru mikilvægt tæki fyrir almenning, til að halda aftur af spillingu innan stjórnkerfa, hvort sem á við - á sveitastjórnastigi - millistjórnarstigi þ.s. slík eru til staðar - eða embættismannakerfum stjórnvalda ríkja.
  2. Að auki, eru fjölmiðlar mikilvægt tæki almennings, til að hafa viðbótar eftirlit með starfsemi fyrirtækja -- en þeir veita umkvörtunum almennings, gjarnan áheyrn.
  • Trump ræðst að noktun, nafnlausra heimildarmanna.

En þeir eru einmitt gríðarlega mikilvægir - en helstu upplýsingalekar, hvort sem um er að ræða leka frá fyrirtækjum - borgarstjórnum - fylkisstjórnum eða ríkisstofnunum eða ráðuneytum.
--Koma frá nafnlausum heimildarmönnum.

  1. En ef fjölmiðlum væri bannað að nota efni - undir nafnleynd.
  2. Þá mundi það minnka gríðarlega getu fjölmiðla, til að veita starfsemi - stofnana, borgarstjórna, ráðuneyta - og auki fyrirtækja.
    --Það aðhald sem þörf er fyrir!

--Ef aðhald minnkar, augljóslega mundi tækifærum fyrir spillingu - fjölga.
--Auk þess tækifærum fyrir glæpsamlega hegðan innan stjórnkerfa, almennt.

Trump er óhress við það -- að upplýsingar leka.
--Hann hefur aldrei beint, neitað því að því sem var lekið í þau skiptin, hafi verið rétt.

En hann greinilega vill -- stoppa slíka leka, samt.
--Það mundi skaða gríðarlega frjálsa fjölmiðlun innan Bandaríkjanna!
Ef í tilraun til þess, væri notkun á nafnlausum heimildarmönnum bönnuð.

  • Sem dæmi, hefði Watergate málið, þá aldrei væntanlega lekið.

 

Niðurstaða

Ég held að það séu engar ýkjur, að flest stærri hneyksli sem komið hafa upp, hafi hafist sem -- nafnlaus leki á upplýsingum. En um slíka leka, kennir mjög margra grasa!
--Eins og ég benti á, var Watergate -- upphaflega lekið undir nafnleynd.
--Svokölluðum Panamaskjölum -- var einnig lekið undir nafnleynd frá Mossak Fonseca í Panama.

Nafnlausir lekar hafa komið upp um -- glæpsamlegt atferli stjórnmálamanna í mörgum löndum, fyrirtækja í mörgum löndum, eiginlega á öllum stigum stjórnkerfa.

Það mundi stórfellt skaða þar af leiðandi getu fjölmiðla til eftirlits með atferli - stjórnmálamanna, embættismanna, fyrirtækja og auðvitað sveitastjórna að auki.
--Ef nafnlausir heimildarmenn væru bannaðir.

Trump neitar því, að hann sé að amast við fjölmiðlun.
En hann er greinilega að því!

  • Svakalegt sérstaklega -- þegar hann segir "enemy of the people."

En það eru að byrja að heyrast fregnir um það, að blaðamenn séu farnir að fá -- nafnlausar hótanir.
Það er ein klassísk ógnar-aðferð, þegar sverfa á að blaðamönnum -- að senda þeim nafnlaus hótunarbréf.

Ég fæ m.ö.o. ekki betur séð, en að Trump sé í nöp við frjálsa fjölmiðlun, þó hann staðhæfi annað.

 

Kv.


Trump gæti verið að boða - kjarnorkuvopnakapphlaup

Rétt að taka strax fram, að algerlega óvíst er að mikið búi að baki orðum Trumps, sem höfð voru eftir honum í viðtali.
--Hinn bóginn, er þetta ekki í fyrsta sinn, sem Trump hefur haldið því fram - að Bandaríkin væru að lenda á eftir í kapphlaupi um kjarnorkuvopn.
--Hann í nokkur skipti að auki, gagnrýndi Obama fyrir að hans mati, hirðuleysi um kjarnorkuvopn Bandaríkjanna.

  • M.ö.o. tóna nýjustu ummælin hans - við áður yfirlýstar skoðanir.
    --Sem bendir þá ef til vill til þess, að töluverð alvara sé að baki þessu hjá honum!

Trump wants to expand U.S. nuclear arsenal, make it 'top of the pack'

 

Þetta tengist kannski - "America first" hugsun Trumps

  1. I am the first one that would like to see everybody - nobody have nukes, but we’re never going to fall behind any country even if it’s a friendly country, we’re never going to fall behind on nuclear power."
  2. ""It would be wonderful, a dream would be that no country would have nukes, but if countries are going to have nukes, we’re going to be at the top of the pack," Trump said."
  • "Russia has 7,300 warheads and the United States, 6,970, according to the Ploughshares Fund, an anti-nuclear group."

Þetta er sennilega nokkuð nærri lagi - en vitað er að Rússland á aðeins fleiri kjarnaodda.
--Samtímis eiga Bandaríkin og Rússland, hvort um sig.
--Nægilega marga kjarnaodda - til að gereyða öllu lífi á Jörðunni.

Mér er það algerlega hulið - hvaða gagn væri af því, að fjölga þeim frekar.
Svo að Bandaríkin eigi fleiri en Rússland.

Eini tilgangurinn sjáanlegi - væri "national prestige" þ.e. að gera þetta að máli sem snúist um -- þjóðrembu!

En ummæli Trumps slá mann þannig - að honum finnist Bandaríkin með einhverjum hætti, sett niður - með því að eiga ekki fleiri kjanorkusprengjur, en nokkur annar.

  1. Rússland hefur lagt höfuðáherslu á kjanorkuvígbúnað.
  2. Sem allsherjar tékk á Bandaríkin.

--Ef út í þ.e. farið - virðist mér það klárt að báðar þjóðir eiga miklu meira af sprengjum, en raunverulega er nauðsynlegt að eiga -- í tilgangi þeim að fæla hitt landið frá árás.

Takið eftir hve Rússland og Bandaríkin eiga miklu fleiri sprengjur en nokkur annar

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/warheadinventories_170201.png

  • Innrás er samt talin - óhugsandi í þau lönd sem hafa mun færri sprengjur.
    --Meira að segja N-Kórea með einungis áætlaðar 10-sprengjur, hefur sennilega með því nægan fælingarmátt, til að hindra beinar vopnaðar árásir t.d. Bandaríkjanna.
  1. Ef Trump og Pútín - færu í kapphlaup um kjarnasprengjur.
  2. Væri það m.ö.o. lítið meira en - egóista-tripp.

Gagnið af því fyrir bæði lönd, væri nánast ekkert.
Samtímis mundi tilfinning fyrir spennu, óhjákvæmilega vaxa.

 

Niðurstaða

Hafandi í huga að bæði Rússland og Bandaríkin, eiga miklu fleiri sprengjur hvort um sig - en þau raunverulega þurfa, til að gera beina árás annars á hitt - óhugsandi. Þá virðist mér tal Trumps um þörf á eflingu kjarnavopnabirgða Bandaríkjanna, eiginlega fullkomlega ónauðsynlegt.
--Sennilega að auki, óskynsamt!

 

Kv.


NASA finnur sólkerfi er inniheldur 3-plánetur sem allar geta haft höf og þar með líf

Þetta virðist vera magnaðasti fundur á sólkerfi innan okkar vetrarbrautar til þessa. En þetta er í fyrsta sinn, að ég held - að það eru hvorki meira né minna en 3-plánetur, í hæfilegri fjarlægð frá stjörnu -- þannig að rennandi vatn getur verið til staðar á yfirborði allra þriggja!

Plánetur 3 - 4 - 5 geta haft yfirborðsvatn, talið frá stjörnunni

The TRAPPIST-1 system: Where might liquid water exist?

Wonderful potentially habitable worlds around TRAPPIST-1

Major Discovery! 7 Earth-Size Alien Planets Circle Nearby Star

Nasa astronomers discover new solar system called Trappist-1 where life may have evolved on three out of seven of its planets

Astronomers make largest ever discovery of habitable planets

Ímyndun lystamanns af yfirborði einnar plánetunnar!

Artist's illustration of the surface of a planet in the TRAPPIST-1 system, which hosts seven roughly Earth-size worlds.

Önnur ímyndun lystamanns af yfirborði plánetu á sveimi við rauða dvergstjörnu

an imagined view from the surface one of the three planets orbiting an ultracool dwarf star.

Trappist-1 er svokölluð rauð dvergstjarna!

  1. Reikistjörnurnar 7-í Trappist-1 kerfinu, hringsóla allar saman -- í fjarlægð er mundi rúmast innan sporbaugs Merkúrs, innstu plánetunnar í Sólarkerfinu.
  2. Líklega séu a.m.k. 5-innri pláneturnar "tidally locked" þ.e. með sömu hlið alltaf að rauðu dvergstjörnunni.
    --M.ö.o. önnur hliðin alltaf í skugga - á hinni setjist sólin aldrei.
    --Það þiðir að yfirborð á skuggahliðinni, ætti alltaf að vera frosið meðan að hliðin sem alltaf skýn á -- gæti verið of heit.
  3. Þetta var hvers vegna lengi var talið - að plánetur á braut um rauðar dvergstjörnur - mundu alltaf vera, óvistvænar fyrir líf.
    --Hinn bóginn, eru fræðingar í dag annarrar skoðunar.
    --En í dag telja menn, að ef pláneta hefur haf og þykkan lofthjúp.
    --Dugi það til þess, að tryggja næga dreifingu hita um yfirborð slíkrar plánetu, til þess að slík veröld geti verið -- lífvænleg.
    ::Hafið á skugga hliðinni, væri þó sennilega - sannkallað, íshaf. Meðan það gæti verið heitt og þægilegt á björtu hliðinni.
  4. Fleira gerir sólkerfi af þessu tagi - skrítið.
    --En rauð dvergstjarna skilar miklu minni birtu til yfirborðs slíkra pláneta, en Sólin skilar til yfirborðs Jarðar.
    --Þannig að líklega er ekki bjartara - en hvað telst, rökkur hér.
    --Að auki er rauður blær á birtunni, og öllum litum.

Trappist-1 sólkerfið vs. Sólkerfið okkar, og Júpíter kerfið

Diagram of the orbits of the TRAPPIST-1 worlds, compared to those of Jupiter's Galilean moons, Mercury, Venus and Earth.

  1. En það sem vekur ekki síst áhuga við - Trappist-1 plánetukerfið, er smæð þess.
  2. En það mundi allt rúmast á braut við plánetuna, Júpiter.
  3. Því rúmast innan Sókerfisins - ef Júpíter væri rauð dvergstjarna, Sólkerfið því - tvístjörnukerfi.
  4. Eins og á við um - Júpíter tunglakerfið, séu brautirnar afa nærri hverri annarri.
  5. Talið er því, að þær fari það nærri hverri annarri, að af yfirborði næstu sjáist eins vel a.m.k. til næstu og við sjáum til yfirborðs Tunglsins.
  6. Það þíði líka - að það geti vel verið, að þyngdarafl þessara pláneta, togi í yfirborð hverrar annarrar -- eins og t.d. tunglið IO í Júpíter kerfinu, svo eftirminnilega er dæmi um.
  7. Það geti því vel verið, að eldfjöll séu á þeim, knúin af núningnum sem verður vegna þess að þær toga í yfirborð hverrar annarrar.
  8. Það sé því jafnvel hugsanlegt, að þær geti allar verið - lífvænlegar.
    --Því að eldvirkni gæti viðhaldið lofthjúp á jafnvel plánetu 7.
  9. Bestar líkur séu þó taldar á að pláneta 3-5 séu lífvænlegar. Því þær séu í þeirri fjarlægð frá rauðu dvergstjörnunni Trappist-1 til að yfirborðs vatn við allar að öðru leiti eðlilegar kringumstæður væri á fljótandi formi, ef þ.e. til staðar á annað borð.
  10. Síðan séu sterkar vísbendingar um, að þær tilteknu plánetur -- séu "rocky" þ.e. úr grjóti.

--Stærðir plánetanna séu á bilinu Mars - Jörð.
Ath. engir gasjötnar í þessu plánetukerfi!

Trapist-1 sé þó afar ung rauð dvergstjarna, þ.e. 500 milljón ára gömul!
Það sé því afar ósennilegt að líf á plánetum á sporbaug, hafi náð að þróast mjög mikið.
Rauðar dvergstjörnur eru þó afar langlífar, þ.e. allt að þúsund faldur hámarks-líftími Sólarinnar.

----> Fjarlægð frá Sólkerfinu, 39-ljósár.
M.ö.o. ca. 400 ára ferðatími á 10% af ljóshraða!

 

Niðurstaða

Þó að ferðin til Trapist-1 mundi taka langan tíma, þ.e. 400 ár ef miðað er við 10% af ljóshraða - eða 200 ár miðað við 20% af ljóshraða, o.s.frv.
--Þá væri slíkt ferðalag sennilega gerlegt í framtíðinni.

Ef staðfest verður síðar að þetta kerfi hefur plánetur með andrúmslofti er greinilega inniheldur vatn - og á hitastigi þar sem það líklega er til staðar á yfirborðinu á fljótandi formi.
--Þá verður Trapist-1 kerfið mjög ofarlega á óskalista þeirra sem dreyma um mannaðar ferðir til annarra sólkerfa!

 

Kv.


Róbótaskatt? Athygli vakti er Bill Gates tók undir slíka hugmynd

Eitt sem menn eru farnir að velta fyrir sér - er hvaða áhrif róbótvæðing hefur á skattstofna ríkisins.
En tekjuskattar eru ein megin stoð skattkerfisins í flestum löndum í dag. Sem heldur síðan uppi því velferðarkerfi sem tíðkast í dag í flestum þróaðri löndum.

  1. En róbótvæðing í sífellt fleiri starfsgreinar, bersýnilega fækkar í framtíðinni þeim sem starfa vítt og breitt.
  2. Sem væntanlega þíðir, eftir því sem færri hafa vinnu, þá minnkar innkoma ríkisins af tekjusköttum á laun.

--Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar í framtíðinni, fyrir félagslegt stuðningskerfi, en ekki síður fyrir aðra þætti, sbr. skólakerfi sem haldið er uppi af ríkisvaldinu og ekki síður heilbrigðiskerfi.

Ein möguleg útkoma er sú; að það verði stöðug þróun til vaxandi - félagslegs óréttlætis.
Þ.e. atvinnuleysi vaxi - skattstofnar ríkisins dvíni.
Þar af leiðandi, verði félagslegur stuðningur fyrir höggi, samtímis og atvinnuleysi vex.

--Augljóslega mundi slík útkoma, leiða fram samfélags átök.
--Sem og vaxandi stuðning við, pólitískar öfgar.

Bill Gates Says Robots Should Be Taxed Like Workers

The robot that takes your job should pay taxes, says Bill Gates

 

Málið er að róbótar taka ekki endilega bara yfir framleiðslustörf!

En gagnrýnin á róbótskatt hugmyndir - snýst helst um það, að ef róbótar eru skattlagðir -- fari framleiðslan þangað þ.s. róbótar eru ekki skattlagðir.
--Eiginlega klassíska röksemdin, að fyrirtækin leiti í lágskattaumhverfi.
Já og Nei.

  1. En málið er, að líklega verða einnig mörg einföld skrifstofustörf - róbótvædd.
  2. Og að auki mikill fjöldi einfaldra afgreiðslustarfa, sbr. er ekkert tæknilega ómögulegt við að sjoppu-afgreiðsla verði róbótvædd t.d., og einnig afgreiðsla á skyndibitafæði, jafnvel afgreiðsla í fatabúðum -- eða í bönkum, o.s.frv.
  3. Störf við þrif, virðast einnig líkleg að á endanum verða róbótvædd.

En það má væntanlega tala um -- það verði öldur "waves" af róbótvæðingu.
--Framleiðslustörfin fari fyrst - síðan komi næstu öldur róbótvæðingar smám saman inn.

  • Þá erum við að kannski tala um -- útrýmingu nánast allra "low skill" starfa.
  1. Augljóslega fer skyndibita-afgreiðslan ekki til lágskattalands, eða fatabúðin, o.s.frv.
  2. Ef róbótar yrðu skattlagðir.

 

Slík skattlagning rökrétt breytir markaðsforsendum!

Að róbótvæða verður dýrara en ella -- gagnrýnin er þá á þá leið, að skattlagningin minnki skilvirkni.
--En á móti, mundi hún skila tvennu!

  1. Ríkið fær skatta, til að áfram viðhalda velferðarkerfum.
  2. Einhver tilvik verða þ.s. skattur hindrar að róbótar taki yfir störf.

--Málið er að fjöldi skatta, breyta markaðsforsendum.
En það getur einfaldlega einnig verið vísvitandi markmið a.m.k. að hluta.
Að nota skattlagningu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja.

  • Pólitíkin hefur alveg rétt til að taka þess konar ákvarðanir.
  • Ef víðtækur stuðningur er fyrir því.

En þ.e. grundvöllur lýðræðis fyrirkomulags, að á endanum ræður samfélagið útkomunni.

 

Niðurstaða

Það er hvað maður saknar í þjóðfélagsgagnrýni t.d. Donald Trumps - og Trumpista. Að þeir fókusi á hina raunverulegu ógn við störf.
--Sem að sjálfsögðu er sú róbótvæðing sem er í farvatninu heiminn vítt.

En hún mun hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélög manna.
Setja meira eða minna allt á annan enda!
--Rökrétt mun því fylgja eins umfangsmikil samfélags átök a.m.k. og urðu þegar iðnvæðingin sjálf hófst og fór að umbylta öllum samfélagsháttum.

En hin stóru samfélagsátök 20. aldar, má öll kalla -- hliðarverkan iðnvæðingar.
--Vísa til kommúnisma bylgjunnar og öll þau átök er þá fóru af stað og voru hnattræn.

  • Róbótbylgjan - ef hún skellur yfir, án þess að vörnum væri við komið!
    --Gæti hrint af stað, fullt eins varasamri samfélags-uppreisn.

 

Kv.


Spurning hvort að Trump sé að snúast gegn Pútín?

En athygli vekur ráðning hans á -Lieutenant General Herbert Raymond McMaster- sem nýr Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta-hússins. Hann virðist sannarlega eins og Trump segir, virtur innan hersins og þekktur sem sérlega fær á sínu sviði.
--En hann er einnig þekktur fyrir - að vera óhræddur við að tjá andstæða skoðun við sína yfirmenn, ef hann er ekki sammála þeim.
--Og hann er, eins og Marine General James Mattis Utanríkisráðherra Bandaríkjanna -- eindreginn þeirrar skoðunar að Rússland sé ógn.

General known for sharp questions will be Trump's new top security adviser

McMaster og Trump

http://www.dw.com/image/37642997_303.jpg

Augljós afleiðing þess að skipta Flynn fyrir McMaster!

  1. Stuðningur við NATO eflist innan ríkisstjórnar Trumps - en báðir hershöfðingjarnir McMaster og Mattis, eru eindregnir stuðningsmenn NATO og hernaðarsamstarfs Bandaríkjanna við önnur lönd.
  2. Stuðningur við eftirgjöf gagnvart Rússlandi - og nýjan frið við Rússland án umtalsverðrar eftirgjafar af hálfu Rússlands, veikist.
  3. Síðan er McMaster -- alls ekki með Múslima andúðar skoðanir Trumps eða Flynn - en McMaster virðist hafa lagt áherslu á það að hermenn undir hans stjórn þegar stríð Bandaríkjanna innan Írak í tíð George Bush var í gangi; kynntu sér "lókal" siði og venjur, og þekktu muninn á Shítum og Súnnítum - - og hann virðist hafa verið óragur við það að semja við "lókal" leiðtoga.

Maður veltir fyrir sér þessari - ást Trumps á hershöfðingjum.
En sá sem hafnaði um daginn boði um sama starf, var annar háttsettur hermaður til viðbótar.

 

Trump var búinn að gefa það eftir, að nýr Þjóðaröryggisráðgjafi, mætti velja sitt starfslið!

Maður veltir fyrir sér - hvernig ríkisstjórnin kemur til með að virka.
En hershöfðingjarnir tveir - án vafa mynda a.m.k. að einhverju leiti, mótvægi við Bannon.

Líkur virðast þar með fara verulega minnkandi á því - að Trump veiti Rússlandi nokkra umtalsverða eftirgjöf, ef Trump og Pútín hittast.
--En báðir hershöfðingjarnir án nokkurs vafa munu mælast ákveðið gegn nokkru slíku.
--McMaster þekktur fyrir að vera sérlega óragur við að tjá sínar skoðanir, þó þær gangi í berhögg við skoðanir hans yfirmanns.

Hvernig Trump á eftir að líka það.
En Trump er þekktur fyrir flest allt annað - en skoðanaumburðarlyndi.
Á eftir að koma í ljós.

 

Niðurstaða

Almenn ánægja innan Bandaríkjanna virðist ríkja um val McMaster hershöfðingja sem nýs Þjóðaröryggisráðgjafa Hvíta-hússins. Hann er maður sem virðist mega treysta, að taki sitt hlutverk fullkomlega alvarlega.
--Hinn bóginn ganga skoðanir hans í mikilvægum atriðum í berhögg við yfirlýstar skoðanir og stefnu Donald Trump - þegar kemur að Múslimum.
--Einnig við skoðanir Bannon, nokkurs konar áróðursmálaráðherra Trumps.

Bannon og hann -- gætu orðið eins og, eldur og vatn.

 

Kv.


Geta Almannavarnir Íslands ráðið við Kötlugos -- í ljósi gríðarlegs fjölda ferðamanna?

Ég set þetta fram sem opna spurningu!
Við vinnufélagarnir höfum rætt þetta innan okkar hóps, og enginn okkar hefur svar við þessu.
En punkturinn sem ég hef í huga, er hin gríðarlega fjölgun ferðamanna undanfarin ár.

  1. En 2017 gæti fjöldi ferðamanna farið rýflega yfir 2 milljónir.
  2. Í júlí 2017, er alveg hugsanlegt að fjöldi ferðamanna á landinu, gæti verið nærri - milljón.
  3. Þar af gætu nokkur hundruð þúsund verið á landinu - sunnanverðu.
  • Maður getur vel séð fyrir sér, að yfir 200þ. væru á svæðinu á Suðurlandi, þar sem stórhætta getur skyndilega orðið - ef Katla fer að gjósa.

Það eru þessar tölur sem ég hef í huga!
Er ég varpa því fram - hvort Almannavarnir mundu ráða við vandamálið?

http://cdn1.cdnme.se/cdn/6-2/157010/images/2010/katla2_82510876.jpg

Flestir vita geri ég ráð fyrir að Kötlugosi fylgir gríðarlegt hamfarahlaup úr Mýrdalsjöki!

Það er - bráðahættan, að loka þarf söndunum Sunnan við - um leið og gosórói hefst.
Svo þarf að tæma svæðið með hraði, koma ferðamönnum sem íbúum á brott - það er auðvitað þessi mikli fjöldi er getur verið til staðar, sem getur flækt málið, og valdið því að erfitt geti verið að tryggja fullkomna tæmingu í tæka tíð.

Síðan er það -- öskugosið.

  • Við erum að tala líklega um miklu stærra gos - en Eyjafjallajökulsgosið.
  1. Það gætu verið milljón manns á landinu.
  2. Keflavík - gæti lokast.

Það mundi fara eftir vindátt, í hvaða átt öskuskýið berst.

  1. Síðan gæti annað gerst, að þó Keflavík sé ekki lokuð.
  2. Að eins og í Eyjafjallajökulsgosinu, sé ekki hægt að fljúga frá Íslandi til Evrópu.
  • Við gætum því verið með -- hundruðir þúsunda strandaglópa.

Að klára peningana sína - sem þyrftu aðstoð, af þessa völdum.
Fyrir utan að ferðamennirnir - eðlilega eru ekki hugarfarslega undirbúnir fyrir, öskufall.

--Það gæti verið mikið um -- áfallastreyturöskun.
--Og þörf fyrir, áfallahjálp - umfram þ.s. Ísland hefur tekist á við fram til þessa.

Spurning um áhrif á framtíða ferðamennsku - en Ísland hefur verið í tísku, ef hundruðir þúsunda ferðamanna fara frá Íslandi --> Haldnir áfallastreyturöskun, gæti það alveg skaðað ferðamennskuna.

  • Ef Ísland fær á sig orðspor, að vera hættulegt land?

En orðspor fer gjarnan frekar eftir - upplifun, en nákvæmum staðreyndum máls!

 

Niðurstaða

Ef einhver þekkir til um það, að hvaða leiti viðbúnaður Almannavarna hefur verið uppfærður í ljósi gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna -- væri ágætt að sá eða sú, mundi koma með innlit.
En hin gríðarlega hraða fjölgun, gæti alveg verið umfram þá uppbyggingu sem er til staðar.
Á við, að viðbúnaður hafi ekki náð að fylgja þessari miklu fjölgun.

En væntanlega þarf að - skala upp viðbúnað í ljósi gríðarlegrar fjölgunar fólks sem getur verið til staðar á landinu, næst þegar Katla gýs.
--Það gæti vel gerst nk. sumar - um hábjargræðistímann.
En síð sumars er kannski ekki ósennilegt, en snjóbráð léttir fargi af jöklum og gæti aukið líkur á tímasetningu goss í júlí eða ágúst nk.

Þá gætu öll met um fjölda fólks á landinu verið að falla á sama tíma.
--M.ö.o. nokkurs konar fullkominn stormur fyrir okkar - Almannavarnir.

 

Kv.


Trump ætlar að gefa út nýja ferðabanns tilskipun fyrir ríkisborgara: Íraks, Sýrlands, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Yemen

Það sem virðist athyglisvert við hina fyrirhuguðu nýju tilskipun!
Að lærdómur er tekinn af mistökum við þá hina fyrri.

  1. Hún verður gefinn út með 2-ja vikna fyrirvara.
  2. Þannig að hún gildir þá, frá útgáfudegi - ekki fyrir þá sem fá gilda pappíra til Bandaríkjanna - innan þess tíma frá útgáfudegi.
  3. Það veitir einnig starfsmönnum útlendinga-eftirlits Bandaríkjanna, tíma til að undirbúa daginn - er hún formlega tekur gildi.
  4. Síðan mun hún ekki gilda fyrir "Green Card" hafa - þ.e. útlendinga með varanlegt búsetuleyfi sem eru enn ríkisborgarar landanna 7.

New U.S. travel ban to spare green card holders: Trump official

 

Málatilbúnaðurinn hefur samt marga af sömu göllunum og áður!

  1. T.d. hafa Bandaríkin - nána samvinnu við bráðabirgðastjórn Líbýu, og stjórnina í Mogadishu í Sómalíu - sem sannarlega ræður ekki öllu landinu langt í frá.
    --En Bandaríkin hafa aðstoðað þó þær ríkisstjórnir báðar, í baráttu við margvískonar - illþýði.
    --Mér virðist þar af leiðandi, það ekki beinlínis vera góð laun fyrir samstarfið.
    Nýlega t.d. tók bráðabirgðastjórn Líbýu - Sirte af ISIS, naut þar aðstoðar bandaríska flughersins.
    Hvernig ætlar Trump að viðhalda samvinnu stjórnina í Tripoli?
    Eða stjórnina Mogadishu?
    ::Stundum er sagt að laun heimsins séu vanþakklæti.
  2. Síðan virðist mér enn - skorta öll raunverulega haldbær rök fyrir þessari tilskipun, sem sögð er til að vernda bandaríska borgara.
    --En ekki eitt einasta hryðjuverk sl. 30 ár a.m.k. hefur verið framið innan Bandaríkjanna, af borgurum þessara 7 - landa.
    M.ö.o. er erfitt að sjá, að neyðarástand slíkt sé til staðar í innra öryggismálum Bandaríkjanna gagnvart þessum tilteknu löndum, að það sé raunverulega þörf á slíku úrræði -- sem algerri lokun á komur frá þessum löndum.
    Þar sem að, alger skortur á tilvikum, af því tagi sem væntanlega á að vernda bandaríska borgara gagnvart -- bendi einmitt til þess, að það eftirlitskerfi með komum fólks frá þessum löndum, sem þegar er til staðar --> Einfaldlega virki.
  3. Síðan ef maður tekur Íran fyrir sérstaklega - þá eru virkilega alls engin haldbær rök yfirhöfuð til staðar sem ég kem auga á.
    En Íranir hafi aldrei nokkru sinni framið hryðjuverk innan Bandaríkjanna.
    Og ekkert sérstakt bendi til þess að það sé líklegt.
    --Nema auðvitað að Trump fyrirhugi stríð gegn Íran.

Einhverjir hafa bent á það að Bandaríkjamenn hafi fallið í árás sérsveitar í Yemen.
Það hafi verið gerð árás á bandarískt herskip fyrir ströndum Yemen.

  1. Ég bendi á móti á, að það féll mikill fjöldi Bandaríkjamanna í Afganistan - aldrei kom til álita, ekki einu sinni í tíð Bush stjórnarinnar, að loka algerlega á komur frá Afganistan.
  2. Sama gildi um Írak á sínum tíma - að í tíð Bush var heilmikið bandarískt mannfall þar án þess að nokkru sinni væri alvarlega íhugað - að alfarið loka á komur frá því landi.

--Ég hafna því alfarið sem "irrelevant" ábendingum þess efnis, að lokun á Íran sé - rökrétt hefnd fyrir það að örfáir Bandarískir sérsveitarmenn féllu nýlega í árás í Yemen.
--Hafið í huga, í átökum -- ekki við aðila sem Íran styrkir.
Heldur átökum við -- ISIS.

Einhverjir bandarískir hægri menn - virðast ekki geta gert greinarmun á ISIS og aðilum sem eru á allt öðru svæði innan Yemen -- sem ráða þar verulegu landsvæði, og Íran styður.

  • Sannarlega var gerð eldflaugaárás á bandarískt herskið - án tjóns skilst mér á skipi eða mönnum - af aðilum er líklega tilheyra Houthi fylkingunni, sem Íran styður.

Mér m.ö.o. virðist slíkar ábendingar - skorta veruleikatengingu.
--En það eru engar beinar sannanir fyrir því, að Íran - stjórni Houthi fylkingunni.

 

Ætli nýtt ferðabann - fái einnig á sig lögbann?

Góð spurning -- a.m.k. virðist fela í hinni nýju, ath, fyrirhuguðu aðgerð - ekki enn formlega ákveðin, svo það er ekki enn algerlega öruggt að af þessu verði.

Ákveðin viðurkenning á þeirri gagnrýni - sem fyrra ferðabann hefur orðið fyrir.

  1. Nú skal Innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna, fyrirfram fá aðvörun og 2ja vikna undirbúningstíma -- í stað þess að banni sé skellt á starfsmenn þess, án nokkurrar aðvörunar eða kynningar, þannig að þeir sem eiga að framfylgja skipuninni - séu úti á þekju.
  2. Fólk með varanlegt dvalarleyfi, en þó ríkisborgarar landanna 7, eru undanskildir -- en svo var ekki í fyrra skiptið; sem leiddi til nokkurra lögbanna - enda fólk með varanlegan búseturétt með lögvarðan rétt skv. bandar. lögum.

En enn virðist þó ferðabannið - í besta falli á mjög gráu svæði.

  1. En það bannar eftir allt saman, ef nýja tilskipunin verður gefin út, aftur sömu 7-lönd.
    --En skv. endurskoðun Innflytjendalaga Bandar. frá 1965, er bannað að mismuna innflytjendum skv þjóðerni.
  2. Þetta eru einnig, allt múslimalönd.
    --En einnig skv. 1965 lögunum, er bannað að mismuna skv. trú.

Fljótt á litið virðist blasa við.
-Að sennilega mundi ný tilskipun verða kærð.

Sem brot á lögunum frá 1965, sbr. að tilskipunin brjóti bann við mismunun skv. þjóðerni, og sé mismunun vegna trúarbragða.

Væntanlega yrði sömu vörnum haldið fram á móti - að rangt sé að tilgangurinn sé að mismuna skv. þjóðerni eða skv. trú.

Og það væntanlega verða dómstólar sem þurfa að skera úr um það - hvort svo er í þeim tilvikum eða ekki.

 

Niðurstaða

Mér virðist nú ljóst, að ríkisstjórn Trumps viðurkenni að útgáfa fyrri ferðabanns tilskipunarinnar á löndin 7-hafi verið klúður. En að hvaða leiti ný tilskipun skal virka með öðrum hætti, skv. frétt - virðist mér augljós viðurkenning á - klúðri.

Hinn bóginn á sama tíma, þá sé ég ekki að tilskipunin hafi rökréttan tilgang.
En þó hún sé sögð vera nauðsynleg vegna innra öryggis Bandaríkjanna.
Virðist sú þörf, einfaldlega ekki studd nokkrum hinum minnstu raungögnum.

--Trump og Co. munu samt halda því blákalt fram að þetta sé nauðsynlegt.
Þó þeir geti ekki bent á eitt einasta tilvik til sönnunar.

  1. Það er eiginlega það atriði, sem er veikasti hlekkurinn í þessu.
  2. Og veikir þar af leiðandi, þeirra mótbárur að -- tilgangurinn sé ekki sá að mismuna íbúum þessara 7 landa, annaðhvort vegna trúar sinnar eða vegna þjóðernis þeirra.

En þegar ekki er unnt að sýna fram á - þörf.
Þá fellur augljóslega fullyrðingin - að þetta sé gert til þess að gæta innra öryggis.

Þá þarf að leita í aðrar skýringa.
--M.ö.o. að það sé erfitt að forðast þær skýringar sem gagnrýnendur halda á lofti.

Þó Trump-istar fullyrði að það sé ósanngjarnt - þá virðist mér það sanngjörn niðurstaða, að það sé sennilegasta skýringin; að um sé að ræða mismunun af öðru hvoru tagi þ.e. vegna þjóðernis eða trúar.
--M.ö.o. að dómstólar ættur rökrétt að setja lögbanna á þessa tilskipun einnig, skv. mínu mati.
Og síðan væri rökrétt að er málið færi alla leið á æðsta dómstig, að slík tilskipun væri dæmd ómerk.

 

Kv.


Ritstjóri þýska spegilsins segir Trump að einu leiti hafa á réttu að standa

Tengingin er við málefni - NATO. En Christiane Hoffmann segir Evrópu verða sjálfa að gera meira í eigin vörnum. Að Evrópa geti ekki lengur, eigin hagsmuna vegna, gefið sér það að Bandaríkin verði alltaf til staðar -- til að verja Evrópu.
--Þannig að hún tekur undir kröfuna þá, að Evrópulönd sem verja minna af landsframleiðslu til varna en 2% af þjóðarframleiðslu -- auki sitt framlag til varna í 2% af þjóðaframleiðslu.

Europe Must Plan to Defend Itself

Defense spending among NATO members

Það eru sögulegar ástæður fyrir því, af hverju framlag Þýskalands er svo hlutfallslega lágt!

Ég vísa til - Seinni Styrrjaldar. En þegar nýr þýskur her var búinn til á 6. áratugnum, ca. áratug að aflokinni þeirri styrrjöld.
Þá var að sjálfsögðu langt í frá - gróið um þau sárindi sem hernám Þjóðverja hafði skapað.

Það m.ö.o. hefði gert aðrar V-evrópskar þjóðir -- hræddar.

Ef -hafandi í huga að Þýskaland reis fljótt aftur eftir stríð sem stærsta hagkerfi V-Evrópu- hefði þá byggt upp langsamlega stærsta og öflugasta herafla NATO - á eftir herafla Bandaríkjanna.

Hinn bóginn, eru yfir 60 ár liðin síðan nýr þýskur her var búinn til.
Og löngu kominn tími til þess, að Þýskaland taki að sér það varnarhlutverk.
--Sem rökrétt sé að Þýskaland axli.

  • Að einhverju verulegu leiti, er einnig að glíma við - langvarandi andstöðu innan Þýskalands sjálfs, þ.e. eins og í Japan - er ekki almennur stuðningur við, stækkun herafla landsins.
  • Að sjálfsögðu stendur sár reynsla Seinna-stríðs, ennþá í fólkinu í Japan og Þýskalandi.

Bæði löndin eru lýðræðislönd, og það þarf að skapa nýrri stefnu - stuðning heima fyrir þ.e. innan Japans og Bandaríkjanna!
--Trump er ekki beinlínis vinsælasti þjóðarleiðtogi heimsins í þeim löndum.

M.ö.o. það að vitað er að krafan kemur frá Trump.
Eykur ekki endilega - vinsældir þess, að fylgja slíkri kröfu fram.

  1. Það er samt full gróft, eins og bandarískir hægri menn í dag gjarnan setja þetta upp.
  2. Að Evrópa -"free ride"- á bandarísku skattfé.
  • En menn gleyma því þá - að bandalag Vesturlanda, snýst ekki bara um hermál.

Einnig er um að ræða -- samstarf innan alþjóðastofnana heimsins.
Þar sem, Vesturlönd hafa staðið saman, um að viðhalda sameiginlegri valdastöðu.

  1. Sbr. þá virðist Evrópa eiga meir í -- AGS en Bandaríkin, Framkvæmdastjóri AGS hefur alltaf verið frá V-Evrópu.
  2. Á sama tíma, hefur framkvæmdastjóri "WTO" eða Heimsviðskiptastofnunarinnar, alltaf verið Bandaríkjamaður.

--Án samstöðu Evrópu + Bandaríkjanna!
Gæti Evrópa ekki haldið stöðu sinni í AGS.
Bandaríkin ekki stöðu sinni innan "WTO."

  • Það er ekki eins og það -- gagnist Bandaríkjunum nákvæmlega ekki neitt, að ráða mestu innan "WTO."
  • Og Evrópa að sjálfsögðu tekur mikið tillit til sjónarmiða Bandaríkjanna, þó hún fram að þessu hafi alltaf - framkvæmdastjóra AGS.
  1. Ef samstaða Bandaríkjanna og Evrópu rofnar.
  2. Þá þar af leiðandi, veikist staða beggja -- þ.e. Bandaríkjanna og Evrópu á sama tíma.

Þetta er hvað Trump og hans stuðningsmenn gjarnan gleyma.
Er að hve miklu leiti valdastaða Bandaríkjanna.
Er að þakka - samvinnu Bandaríkjanna við sín bandalagslönd.

 

Niðurstaða

Bandaríkin rökrétt í framtíðinni - munu fókusa í vaxandi mæli á Kyrrahafssvæðið, eftir því sem völlurinn á Kína vex.
Það, þó engar frekari ástæður væru nefndar, þíði að Evrópa mjög sennilega þarf í vaxandi mæli - að taka yfir eigin varnir.

Auðvitað þarf það að gerast í viðráðanlegum skrefum.
Ef Bandaríkin pökkuðu saman t.d. á einu ári, og kveddu samstarfið við NATO.
--Væri V-Evrópa ekki í aðstöðu til þess, að fylla upp í þá gjá í vörnum V-Evrópu er þá myndaðist.

En á t.d. 10-ára tímabili, ætti V-Evrópa vel að geta bætt í verulega.
Evrópa á vel að geta myndað varnargetu er getur dugað ein og sér, til að halda aftur af Rússlandi.

  • Í dag er Evrópa líklega ekki nægilega hernaðarlega öflug, ein og sér - til að veita örugga fælingu þegar kemur að Rússlandi.
    --En Evrópa ætti að vera vel fær um að byggja upp nægan fælingarmátt.

Þannig að Bandaríkin geti fókusað krafta sína á Kyrrahafssvæðið í framtíðinni.

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband