Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Elon Musk eigandi SpaceX og Tezla, segist ætla senda 100 manns til Mars 2025

Ég held að enginn trúi því að raunverulegur möguleiki sé að slík ferð væri farin það ár. Þannig að spurningin er frekar -- hvort hugmyndir Musk séu praktískar yfir höfuð!

Höfum í huga að áhættan af ferðalagi til Mars, er í háu margfeldi samanborið við - þróun rafbíla eða þróun endurnýtanlegra eldflauga.
--Elon Musk ætlar að senda tilraunafar til Mars 2018, NASA tekur þátt í kostnaðinum við þá tilraun, sem á að prófa að búa til eldsneyti á yfirborði Mars.
--Sem er auðvitað lykilatriði í því, að gera mannaðar ferðir til Mars praktískar.

  • A.m.k. hafandi í huga, að Elon Musk virðist ekki gera ráð fyrir eldneyti til heimferðar, nema að því marki -- sem það væri unnið með búnaði sem væri búið að koma fyrir á yfirborði Mars.

Elon Musk Wants to Put a Million People on Mars

Elon Musk unveils ambitious Mars colonization plan

Raptor (rocket engine)

Space sector questions whether Musk mission to Mars will lift off

comparing ITS to Saturn V

Mín persónulega skoðun er að hugmyndin sé það áhættusöm að vera gersamlega geggjuð!

Eldflaugin sjálf, á að vera enn stærri en Saturn V flaug Apollo áætlunar NASA.

  1. 122 metra á hæð, 12 metra breit -- vs. 111m. og 10m.
  2. Kraftur 13.000 tonna knýr vs. 3.500 tonna kný.
  3. Hreyflar 42 nefndir Raptor, vs. 5 Rocketdyne F-1.
  4. Burðargeta, 5oo tonn, vs. 130 tonn - upp á sporbaug Jarðar.
  5. Geimfarið skal bera 100 manns, vs. 3 persónur.

Geimfarið sem Elon Musk planleggur, kvá þó það þungt - að þessi lyftigeta dugar ekki; þannig að geimfarið sjálft þarf að brenna eldsneyti til að klára leiðina upp á sporbaug.
--Sem væntanlega þíði, að þyngd þess sé umfram 500tonn með tanka fulla.

Síðan mun þurfa að senda eldsneyti upp, til að fylla tanka þess að nýju -- og auk ferða sem þarf til að koma fólkinu þangað upp.

 

Geggjaðasti hlutinn er þó eftir!

Geimfarið á ekki að fara á sporbaug um Mars - síðan senda lendingarför niður, eins og í hinni frábæru Mars mynd - Martian.
--Heldur er hugmyndin sett þannig fram, að allt farið lendi í heild - þ.e. 50 metra langt, og 19 metra breitt, á yfirborði Mars.

  1. Það þarf varla að taka fram, að fram að þessu hefur ekkert far nægilega stórt til að bera - einn lifandi farþega, lent á Mars.
  2. Andrúmsloftið á Mars ca. 1/100 af þéttni lofthjúps Jarðar -- er það þunnt, að jafnvel þó notast væri við lofthjúpinn til að hægja á.
  3. Þá dugar það hvergi nærri, heldur mun þurfa að auki - að nota eldflaugahreyfla í rassinum á farinu, sem brenna eldsneyti og senda knýinn beint niður - til að hægja á farinu.

Vandinn er -- að þetta er miklu hættulegra en að lenda á Tunglinu, þ.s. ekkert er loft.
En málið er, þegar mörg þúsund gráða knýr er notaður með þessum hætti í andrúmslofti - þó það sé mjög þunnt!

Þá mundi það leiða til þess, að þeir um borð mundu upplifa ástand sambærilegt við það, þegar fólk upplifir óróa í loftinu um borð í flugvél!
--Þ.e. eldurinn frá hreyflunum -- ofurhitar loftið sem mætir farinu á leið niður.
--Það þenst út að sjálfsögðu og það fremur harkalega, vegna þess hve hitunin er mikil.
--Og farið mundi titra og skjálfa út frá höggunum sem það mundi fá, og farþegarnir einnig.

Vegna þess að þetta hefur aldrei verið reynt--veit enginn hversu harkaleg slík ferð niður í gegnum þunnt loftið með knýinn á undan sér, mundi reynast vera.

  • Ef farið bilar á þessum punkti -- farast allir!

 

Margt fleira afar áhættusamt!

Eins og ég sagði að ofan, þá planleggur hann að farið hafi einungis eldneyti fyrir ferðalag í aðra átt! Hugmynd hans er að þetta sé -"settlement"- þ.e. að fólkið taki sér bólfestu á Mars - geri Mars að þeirra heimili.

Farið á samt að vera -"reusable"- þ.e. íbúarnir, en enn á eftir að ákveða hvernig þeir búa á Mars, hvort heimilin væru niðurgrafin t.d. eða ekki; munu fylla tankana á Mars - svo farið geti hafið sig aftur til flugs frá Mars og þaðan til Jarðar.

Væntanlega þíðir það, að það snúi mannlaust til baka!

  1. Flugtak er í sjálfu sér, einfaldari aðgerð -- en lendingin.
  2. En um leið og farið er farið --> Er ekkert sem unnt væri að gera fyrir íbúana 100, ef alvarleg tæknibilun yrði t.d. - engin leið væri að bjarga þeim.
  3. Sama gerist auðvitað, ef e-h gerist í flugtaki og farið eyðileggst, þá eru íbúarnir 100 strandaðir -- óvisst hve lengi tæki að smíða annað far.
  4. Á plánetu án lofts sem fólk getur andað að sér -- þó tæknilega eigi að vera unnt að framleiða loft, með því að ná upp ís sem vitað er að til er á Mars, og kljúfa vatnið í súrefni og vetni.
  5. Þar er auðvitað töluvert krítískur tæknibúnaður á ferð.
  6. Svo er það -- geislun. En geislun er mun meiri á yfirborði Mars en á yfirborði Jarðar - þó Mars sé fjær Sólinni en Jörðin, og þ.e. engin vörn gegn - geimgeislum.
  7. Augljóslega þurfa híbýli að vera -- vel geislavarin. Einfaldast að nota - vatn. Þ.e. hafa neisluvatns birgðir í tönkum ofan á híbýlum. Og helst, að grafa þau að auki - niður.
  8. Samt munu íbúar verða fyrir verulega meiri geislun en hér á Jörðu - ef maður gerir ráð fyrir að þeir verji tíma á hverjum degi - utan híbýla.
  9. Öðru hvoru koma Sólgos, og þau verða miklu hættulegri á yfirborði Mars. Ég held að gera verði ráð fyrir -- niðurgröfnum híbýlum.
  • Þess fyrir utan, eru Sólgos einnig afar hættuleg - meðan á 6-mánaða eða svo geimferð stendur.
    --Geimgeislun er þó ekki alvarlegt vandamál til í þeim tímaramma.

Þ.e. talið að menn geti verið á Mars í 1-ár og farið strax til baka, án þess að taka lífshættulega geislun --> En vandinn er mun stærri með viðvarandi búsetu.

 

Mín skoðun er að hugmyndin sé gersamlega snargeggjuð

Mjög veruleg hætta mundi vera á því að -- allir 100 talsins mundu farast. Sem getur gerst á ýmsum stigum.
--Ef það gerist, mundi tel ég "outcry" frá almenningi verða mjög umtalsvert.

Líkur væru þá verulegar á því - að umtalsverðar takmarkanir frá löggjafanum, mundu verða settar á mannaðar geimferðir -- hugsanlega umfram þ.s. rökrétt varfærni mundi krefjast.

Útkoman gæti skaðað mannaðar ferðir til langs tíma á eftir.

  1. Ég vil fókusa á aðra hluti, t.d. eru áform uppi um að hefja námuvinnslu í geimnum, hefja hana á "near Earth asteroids" -- sem eru á sporbaugum sem fara nærri Jörðu.
  2. Höfum einnig í huga, að starfsemi í geimnum nærri Jarðar/Túngl kerfinu, mundi ekki vera -- nærri eins fjarlæg mögulegri björgun.
  3. Síðan er kostnaður ekkert í á þeim skala, sem hugmynd Elon Musk mundi kosta.
  4. Að auki, mundi hugmynd Elon Musk kosta stöðugt á hverju gríðarlegar upphæðir og mjög mörg ár mundi taka áður en - tæknilega mögulega Mars gæti farið að skila einhverju verulegu til baka, ef maður gerir ráð fyrir að málin heilt yfir gangi upp.
  5. Meðan að vinnsla á dýrum efnum í geimnum sem væri farið að skorta á Jörðinni -- getur borgað sig fremur fljótt upp --> Og þ.s. meira er, skilað hvatningu þá til baka til fjárfesta, um að verja frekar fé til að auka við þá vinnslu.

Punkturinn er sá, að ég tel að leggja eigi áherslu á uppbyggingu hagkerfis í geimnum, er mundi vinna í náinni samvinnu við hagkerfi Jarðar -- þjóna því.
--Þannig smám saman getur byggst upp verulega umfangsmikil starfsemi í geimnum!
--Og samtímis smám saman batnar tæknin, og margvísleg mál sem í dag eru afar erfið -- verða minna erfið eftir því sem tæknin batnar!

  • Á einhverjum enda, fara menn til Mars!
    --Á því væri enginn vafi, ef menn starta sjálfbæru hagkerfi sem virkar, smám saman stækka umsvif þess, og útbreiðsla þeirra umsvifa.
  • Þannig að á endanum verða Jarðarbúar búnir að heimsækja alla staði í Sólkerfinu.
    --Um leið og snjóboltinn fer af stað, fylgi allt hitt á eftir -- innan tíðar.

Það sem menn mega ekki gera!
--Er að reyna að hlaupa, áður en þeir hafa almennilega lært að skríða.

 

Niðurstaða

Elon Musk er reyndar stórum hluta að tala um að hætta sínu eigin fé. En á hinn bóginn hafandi í huga óhugnanlega áhættu sem 100 manns mundu taka. Hafandi í huga, miklar líkur á að þeir allir mundu farast. Þá held ég að -- rangt væri að leyfa Elon Musk að hrinda þessu í verk nokkurs staðar nærri þeim tímaramma sem hann talar um.

Miklu meiri reynsla þarf að vera komin á mannaðar geimferðir, áður en hættandi sé á "Mars settlement."

 

Kv.


Endanlega staðfest, Malasíska vélin sem skotin var niður yfir A-Úkraínu, var skotin niður með eldflaugavopni er fyrr sama dag kom yfir landamærin frá Rússlandi

Þetta þíðir að flestum líkindum, hafandi í huga að BUK skotvagninn var færður yfir landamærin frá Rússlandi nokkrum klukkustundum fyrr - sama dag, síðan færður aftur til baka yfir landamærin til Rússlands - áður en þeim degi lauk; að líklega hafi honum verið stjórnað af rússneskum hermönnum!

MH17 shot down by Buk missile brought from Russia, say investigators

MH17: Buk missile finding sets Russia and west at loggerheads

9M38M1 9M317.svg

Skv. Wikipedia, þá er BUK 9M38 flaugin, með 70kg. sprengju, vegur heilt yfir um 700kg., hefur hámarks hraða Mac 3, er 5,55m. löng og 40cm. breið, hámarks flughæð 15km. - hámarks drægi 30km. -- stýrt með radar, og sprengjan sprengd af radar rétt framan við skotmark.

This satellite image shows the primary crash site of Malaysia Airlines Flight 17 between the towns of Hrabove (spelled Grabove in Russian) and Rasypnoye, Ukraine. The Boeing 777 was shot down Thursday, July 17, with a surface-to-air missile in Ukrainian territory controlled by pro-Russian rebels. All 298 people aboard died. The satellite imagery was collected on Sunday, July 20, by <a href=

Afar auðvelt er að hafna öðrum kenningum!

  1. Úkraínustjórn t.d. hefur aldrei beitt í átökum innan Úkraínu - loftvarnarflaugum, hefur ekki ástæðu til að setja slík kerfi þar upp, vegna þess: A)Andstæðingar Úkraínustjórnar, hafa fram að þessu - aldrei beitt flugvélum, B)Það síðasta sem Úkraínustjórn mundi vilja gera, ef rússnesk herflugvél flygi yfir - væri að skjóta þá vél niður.
    Það sé því algerlega órökrétt að ætla að Úkraínustjórn, hafi haft sambærilega skotvagna á svæðinu.
  2. Radargögn frá Rússlandi og frá Úkraínu - hafa sýnt fram á að engar aðrar flugvélar voru á svæðinu á slóðum nokkru staðar nærri flugleið Mh17 er hún var skotin niður.
  3. Þar með verða fullyrðingar frá Rússlandi -- þess efnis að niðurstaðan sé pólitísk, eins og hver annar hávaði.
  • Rétt að benda á að auki, að Mh17 - flaug yfir Kiev borg, það þíðir að þegar hún flaug í átt að landamærum Rússlands, þá mundi aðilum sem ekki vissu hvaða vél var á ferð - eða voru ekki í aðstöðu til að hafa talstöðvasamband við hana.
  • Vel geta dottið í hug, að um úkraínska flutningavél væri að ræða, en 2-dögum fyrr var Antonov vél skotin niður -- einnig 2-ja hreyfla, en miklu minni vél -- en sú flaug í ca. 20th. fetum, meðan að Mh17 flaug í 30th. fetum.
  • Hæðarmunur upp á 10th. fet, getur vel þurrkað út stærðarmun af slíku tagi, sjónrænt séð - frá jörðu.

Rétt eftir að vélin var skotin niður, birtist í skamman tíma á netmiðli, sem svokallaðir uppreisnarmenn höfðu áður notað -- yfirlýsing að Antonov vél hefði verið skotin niður. Sú var fljótlega á eftir fjarlægð!

Sú kenning hefur mér því alltaf verið ljós sem langsamlega líklegust!
Að -hvort sem rússn. hermenn skutu hana niður- eða -svokallaðir uppreisnarmenn- að þá sennilega hafi menn gert mistök.

Að skotvagninn sé síðan snarlega fluttur aftur yfir landamærin til Rússlands.
--Sé þá klassískt "cover up."

Þar fyrir utan, hafa margvíslegar misvísandi fullyrðingar komið frá rússn. stjv. -- flestar á þann veg, að Úkraínuher hafi sjálfur skotið hana niður -- þær kenningar hafa verið misjafnar, allt frá því að hún hafi átt að hafa verið skotin niður af herflugvél, yfir í að Úkraínuher hafi haft BUK skotvagn til taks.

Slíkar kenningar eru einfaldlega -- fullkomlega fáránlegar.

  1. Þar sem, eins og ég benti á, höfðu úkraínsk stjv. enga ástæðu til að hafa loftvarnarkerfi til taks í A-Úkraínu, þ.s. engum lofthernaði hafði verið beitt af andstæðingum Úkraínustjórnar.
  2. Og fyrir utan að Úkraínustjórn vissi nákvæmlega hvaða flugvél var á ferð, enda flugleiðsögumenn í Kíev, í sambandi við Mh17 allan tímann.

Á sama tíma, höfðu andstæðingar Úkraínustjórnar, ítrekað skotið niður flugvélar Úkraínuhers, orrustuvélar - þyrlur og flutningavélar, daga og vikur á undan -- sem er fullkomin sönnun þess að þeir höfðu loftvarnarkerfi til umráða í þau skipti.

Og að auki, höfðu þeir ekki þá aðstöðu sem Úkraínustjórn hafði, að vita hvaða vél var að nálgast!
Þannig, að það kemur einungis til greina, að vélin hafi verið skotin niður af annað af tvennu -- svokölluðum uppreisnarmönnum, eða rússneskum hermönnum.

  • Hver akkúrat skaut hana niður - hver gaf skipanir þar um, ef skipanir voru gefnar.
  • Verður rannsakað áfram, að sögn rannsóknarnefndarinnar --> Og vonast nefndin til þess, að þeir seku verði á endanum dregnir fyrir rétt.

 

Niðurstaða

Það er í sjálfu sér ekkert nýtt - nema það að það telst nú að fullu sannað hvaðan flauginni var skotið, sem sprengdi malasísku farþegavélina í 10km. hæð yfir A-Úkraínu, þannig að henni rigndi síðan niður í ótal pörtum til jarðar.
Að auki telst að fullu sannað, hverrar tegundar akkúrat flaugin var.

Slíkt er unnt að sanna með því, að nægilegt magn brota af flauginni hafi fundist -- það getur vel hafa tekist. Og ef einhver brotanna innihalda týpunúmer, er tæknilega unnt að vita hvenær hún var framleidd og af hvar.

  • Í kjölfarið er sennilegt að fjöldi einkamála verði höfðuð gegn rússneskum stjórnvöldum fyrir rétti - utan Rússlands, af aðstandendum farþega Mh17.

Hugsanlega geta dómstólar, fryst eignir rússn. stjv. - sem tryggingu fyrir greiðslum skaðabóta, ef rússn. stjv. eiga einhverjar eignir í því landi þ.s. dómur fellur.

Rússn. stjv. munu náttúrulega - titla slíkt, ofsóknir gegn Rússlandi.

 

Kv.


Flestir fréttaskýrendur telja Clinton hafa haft betur í kappræðum við Trump, a.m.k. klárt að markaðir voru sammála en gengi mexíkóska persósins reis töluvert

Þar sem ég hef ekki sjálfur horft á kappræðurnar ennþá, get ég ekki tjáð mig um það -- hver ég persónulega tel hafa unnið eða tapað!
Það sem vekur þá athygli mína -- er augljós pyrringur Trumps, er hann sakar spyrilinn um að hafa verið ósanngjarn, ekki sókt nægilega að Clinton!
Síðan jafnvel hefur hann sagt, að hljóðneminn hans hafi verið gallaður!

Youtube videóið er af kappræðunum í -- fullri lengd! Var míkrófónninn hans bilaður?

Einn áhugaverður hlekkur: PolitiFact-Trump, Clinton debate fact-checks (a running collection)

PolitiFact, greinir fjölda tilvika þegar báðir frambjóðendur - voru ekki sannsöglir.


Sumir hafa þá ákveðnu skoðun að Trump hafi beðið ósigur:

Donald Trump fumbles his primetime moment

Clinton puts Trump on defense at first debate

Clinton won, Trump lost

Trump’s debate incompetence a slap in the face to his supporters

‘The Trump thermometer’: He lost the debate in first few minutes, according to currency markets and gamblers -- Washington Post bendir á viðbrögð markaða!

Sumir telja Trump hafa unnið:

How Trump won over a bar full of undecideds and Democrats

Newt Gingrich: Trump won the debate. Don&#39;t believe the "Intellectual Yet Idiot" class

 

Það mér finnst geta verið vísbending þess að Trump hafi raunverulega tapað

Eru viðbrögð hans sjálfs - sem mér finnst merki þess að hann viti að hann hafi komið illa út!

Trump says he may hit ‘harder’ in next debate

"“I really eased up because I didn’t want to hurt anyone’s feelings,” Trump said on Fox News, saying he would have brought up “the many affairs that Bill Clinton had” but held back because the Clintons’ daughter Chelsea was in the audience." - "“I didn’t think it was worth the shot,” he said. “I didn’t think it was nice.”"

Þetta hljómar í mín eyru -- ég veit ég tapaði, en ég ætla að vera harðari næst, mun harðari.

Donald Trump: The one time Hillary Clinton got under my skin during the debate

"Trump said Lester Holt did "really good" for the first half, but criticized the NBC News anchor for bringing up a housing discrimination lawsuit the federal government brought against Trump Management in the 1970s and for not directly questioning Clinton about her email scandal or the fatal 2012 attack on a U.S. diplomatic mission in Benghazi, Libya, that occurred while she was secretary of state." - ""I had a problem with a microphone that didn&#39;t work. I don&#39;t know if you saw that in the room, but my microphone was terrible. I wonder was it set up that way on purpose?"

Þetta finnst mér einnig vera -- ég veit að ég tapaði --> Í alvöru, að fara að ræða það að míkrófónninn hans hafi verið pyrrandi - ekki virkað alveg rétt.

 

Niðurstaða

Hin endanlega mæling er auðvitað 8/11 nk. þegar kosið verður í Bandaríkjunum. En hvað það varðar hvort Trump eða Clinton hafði betur í 1-kappræðunum. Finnst mér viðbrögð Trumps sjálfs benda til þess, að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel.

 

Kv.


N-Kórea smíðar miklu mun öflugari hreyfil fyrir eldflaugar! Yfrið nægilega öflugan fyrir - ICBM

Það er að sjálfsögðu ekki vitað hvort að nýi hreyfilinn - virkilega hefur 80 tonna kný. En það gerir hann ca. 2,5 sinnum öflugari en knýr hreyfils svokallaðrar Nodong flaugar, sem hefur hreyfil með 30 tonna kný.

Þessi mynd frá stjórnvöldum N-Kóreu kvá sýna hreyfilinn í gangi!

Fig. 1.

Það er áhugavert að bera þennan hreyfil saman við hreyfla svokallaðrar Falcon-9 flaugar fyrirtækisins Space-X, sem Elon nokkur Musk á, en hann einnig á Tesla fyrirtækið.

Skv. upplýsingum á síðunni, hefur Merlin 1D kný upp á 140þ.pund, eða 70 tonn.

Svokölluð Falcon 9 v1.1 hefur 5 Merlin 1D hreyfla í fyrsta þrepi, og sú flaug getur borið 13,5 tonn upp á sporbaug!

  1. Ef nýi hreyfill N-Kóreu hefur 10 tonna kný umfram Merlin 1D.
  2. Þá er ljóst, að þetta er alvöru - hreyfill.

Það sem samanburðurinn við Falcon 9 flaugina sýnir fram á, er fyrst og fremst, hvað er tæknilega mögulegt - með þetta öflugan hreyfil.

To the Moon, North Korea? Or Does a Rocket Have a Darker Aim?

  • En skv. yfirlýsingu N-Kóreu, a.m.k. skv. einni yfirlýsingunni, beinast sjónir N-Kóreu nú að Tunglinu.

Skv. sérfræðingi sem fréttamiðillinn ræddi við, þá væri tæknilega unnt með 5-X hreyflum með 80 tonna kný - að skjóta einhverju á sporbaug við Tunglið.

North Korea’s New Rocket Engine Test: What Does It Mean?

David Wright -sjá hlekk- bendir á að Kína hafi á 8. áratugnum þróað svokallaða DF-5 flaug, sem notaðist við hreyfil með 70 tonna kný, sem Kína þróaði á 7. áratugnum.
--Þetta hafi verið fyrsti ICBM Kína.

  • Skv. því sé enginn vafi að N-Kórea með hreyfil með 80 tonna kný, ef rétt er sagt frá afli þess hreyfils -- nú ræður yfir eldflaugahreyfli með nægilegu afli, til að knýja kjarnorkusprengju til hvaða staðar sem er á hnettinum.

Það geti þó vel verið, að N-Kórea noti hreyfilinn fyrst - til að skjóta upp gerfihnöttum.
--T.d. vel unnt með svo öflugum hreyflum að skjóta hnetti upp á svokallaðan "geosynchronous orbit" þ.e. sporbaug þ.s. gerfihnöttur hefur brautarhraða = snúning Jarðar.
--Þá er hnöttur alltaf yfir sama stað!

Sjá einnig: North Korea&#39;s New Rocket Engine Could Loft Satellites — Or Missiles

 

Niðurstaða

Ef fréttir af nýjustu tilraun N-Kóreu eru réttar, þá ræður N-Kórea nú yfir miklu öflugari eldflaugahreyfli en nokkru sinni áður. Það þíðir að sjálfsögðu, að þá getur N-Kórea smíðað mun öflugari eldflaugar en áður. Hreyfill með 80-tonna kný virðist yfrið nægilega öflugur fyrir "ICBM - Intercontinental Range Ballistic Missile" sbr. að fyrsti ICBM Kína var með hreyfil er hafði 70 tonna kný.
--Að auki ef samanburður er hafður við Falcon 9 flaug Space-X, þá er unnt með öflugum hreyflum af þessu tagi að smíða mjög öflugar flaugar sem geta borið marga gerfihnetti í einu upp á sporbaug - - eða tæknilega jafnvel, sent gerfihnött alla leið til Tunglsins.

  • Klárlega er eldflauga-áætlun Kimmanna á flugferð þetta ár!

 

Kv.


Spurning hvort að Rússland sé fast í kviksyndi í Sýrlandi?

Max Fisher hjá NyTimes var um helgina með áhugaverða samantekt, þar sem hann gerir tilraun til að átta sig á því - hverju akkúrat Pútín hefur náð fram á þessu rúmlega ári sem hann hefur haft rússneskar flughersveitir og sérsveitir í Sýrlandi, við það verk að aðstoða hersveitir stjórnarinnar í Damaskus og bandamenn þeirra hersveita - við það verk að berjast við margvíslega uppreisnarhópa, sem hafa nú í nokkur ár reynt að sigrast á Assad stjórninni.

Kortið má einnig sjá hér -:In Syrian War, Russia Has Yet to Fulfill Superpower Ambitions.

Gula svæðið sýnir umráðasvæði Assad stjórnarinnar áður en aðgerð Rússa hófst!

Svörtu svæðin sýna landvinninga þá sem unnist hafa síðan aðgerð Rússa hófst!

Rauðu svæðin, svæði sem stjórnin hefur misst síðan 2015!

Sú mynd sem birtist er af stríði nokkurn veginn í pattstöðu!

Um þessar mundir er í gangi mjög hörð orrusta um Aleppo - á hinn bóginn, hefur sú orrusta þegar staðið mánuðum saman, með litlum hléum.

  1. Stærsta svarta svæðið - frekar sunnarlega, eru landvinningar gegn ISIS.
  2. Litlu svörtu svæðin - ívið Norðar, eru í flestum tilvikum lítilsháttar landvinningar gegn uppreisnarmönnum.

Það sem Pútín virðist hafa áunnist -- er að hindra það sem fyrir rúmu ári virtist stefna í, yfirvofandi ósigur Assad stjórnarinnar.

Á hinn bóginn, þrátt fyrir mikið sprengjuregn - hafi ekki tekist að sigrast á meginhópum uppreisnarmanna, sem ráða svæðum - einkar Norð-Vestanlega í landinu. Í framhaldi af Aleppo.

Það eru líka til staðar lítil umráðasvæði í uppreisn, allra syðst í landinu - nærri landamærum við Jórdaníu.

 

Fyrir viku sagði ég frá áliti rússnesks herforingja!

In a recent report, former Russian colonel Mikhail Khodarenok gave the Syrian forces devastating marks. "Assad&#39;s soldiers busy themselves with collecting bribes at checkpoints," the report reads. "The Syrian forces have not conducted a single successful offensive in the past year."

He writes that much of the fighting is conducted by foreign units, mercenaries and Syrian militias. "Assad&#39;s generals do not believe their troops can bring the country to order without military aid from foreign states." He says a dramatic dearth of men, morale and supplies is responsible. "It is impossible to win the war with such an ally as Assad&#39;s army." That&#39;s why "a drastic decision" is needed to end the Syria campaign in 2016, involving the withdrawal of troops and leaving only the military bases, he writes.

  • Herforinginn m.ö.o. lauk máli sínu með því, að ráðleggja brottflutning rússn. liðsafla, og á að einbeita fókus á að tryggja flotastöðina í Tartus og flugvöllinn við Ladakia.

M.ö.o. virðist Mikhail Khodarenok staðfesta það, að það séu Shíta hersveitir í bandalagi við Íran -- sem hafi tryggt þá hernaðarsigra sem unnist hafi sl. ár!
--Meðan að her Assad stjórnarinnar megi sín lítils, spilling og lélegur agi ráði ríkjum.

 

Ef maður gefur sér að álit Mikhail Khodarenok sé rétt mynd af stöðu mála!

Þá séu ef til vill litlar líkur á að átökum við Aleppo ljúki í bráð - né séu miklar líkur á endanlegum hernaðarsigri.
--Heldur mun líklegra að - pattstaðan haldi áfram!

  • Þetta hafi máski - ekki verið það sem Rússar ætluðu sér!

En eins og Max Fisher hjá NyTimes bendir á, að sá árangur sem Pútín hefur náð fram, er sennilega bundinn því - að Pútín haldi áfram þeim beinum afskiptum af átökunum sem hann hefur viðhaldið í rúmt ár.

Að auki, virðist Pútín hafa náð því fram - að þegar fjallað er um Sýrland af stórveldunum, þá fái ríkisstjórn Rússlands - alltaf sæti á slíkri ráðstefnu.
--En sá árangur sé sennilega einnig háður því, að Pútín haldi beinum afskiptum áfram!

  1. Þetta er þ.s. ég á við, er ég varpa þeirri spurningu fram!
  2. Hvort Pútín eða nánar tiltekið Rússland, sé orðið fast í Sýrlands átökunum?

 

Höfum í huga, að fyrir Rússland er þessi stríðskostnaður stöðugt álag á ríkissjóð landsins

Eins og ég hef bent á, er ekki mikill munur á þjóðarframleiðslu Rússlands og Ítalíu - mælt í bandarískum dollurum: tölur frá 2013.

  1. Rússland 2.097 milljarðar Dollara.
  2. Ítalía 2.149 milljarðar Dollara.

Það er ágætt að hafa þetta í huga, er menn íhuga þátttöku Rússlands í slag við Bandaríkin.

  • Bandaríkin 16.770 milljarðar Dollara.

Skv. þessu er þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna það ár ca. 8-föld þjóðarframleiðsla hvors ríkis um sig.
--Efnahagslegt umfang skiptir máli, þegar metið er geta landa í því að reka kostnaðarsöm stríð.

  • Svo er Rússland enn í efnahagssamdrætti.
  1. Höfum að auki í huga -> Að Rússland hefur ekkert efnahaglega upp úr því, að verja stjórnina í Damaskus falli.
  2. Flotastöðin í Tartus og flugherstöðin við Ladakia, hafa afskaplega takmarkaða hernaðarlega þíðingu -> Vegna þess að Tyrkland ræður Posporus sundi.
    --Þar með getur NATO alltaf lokað á samgönguleiðir við þær herstöðvar, ef í hart færi.
  3. Rússland hefur enga efnahagslega hagsmuni af Sýrlandi - "það eru vinsælar internet kenningar um meint áform um olíuleiðslu til Sýrlands til hafnar þar" - "sem mér hefur alltaf virst afar fjarstæðukennt" - "fátt bendi til annars að um sé að ræða, internet mýtu" - "enda hefði slík leiðsla legið um svæði, þ.s. mjög erfitt væri að tryggja öryggi hennar, svo sem svæði í Írak þ.s. ISIS nú ræður, hluta umráðasvæðis Kúrda, o.s.frv." --> M.ö.o. trúi ég ekki að þau áform hafi verið líkleg til framkvæmda.
    --Þar með afar ólíklegt, að fjarlæg draumsýn einhverra í Bagdad, hafi getað leitt til einhvers samsæris um að hindra þá meintu framkvæmd.
  4. Rússland hefur ekkert fast á hendi, sem tryggi að Rússland hafi efnahagslegan gróða af Sýrlands ævintýrinu í einhverri framtíð.
  • M.ö.o. sé Sýrlands þátttaka Rússlands, kostnaður eingöngu!

Með það í huga, þá getur verið að Rússlandsstjórn sé farin að ókyrrast!
--En það væri bitur kaleikur að hætta, án þess að hafa tryggt sér nokkurn hlut.

Sérstaklega mundi það bitna á orðstír Pútíns persónulega!
--Sem sennilega þíði, að Rússlandsstjórn muni halda áfram a.m.k. enn um sinn, að dreifa sprengum yfir þéttbýlissvæði innan Sýrlands í uppreisn, í von um að staðan á jörðu niðri batni.

En mér finnst orðið sennilegt að Rússland á einhverjum enda, leggi skottið niður - og fari heim! En það geti verið ómögulegt að tímasetja hvenær!

 

Niðurstaða

Ef Rússlandsstjórn stefnir að því að fylgja ráðum "colonel Mikhail Khodarenok" að yfirgefa Sýrland - hann lagði til fyrir nk. árslok. Þó ósennilegt sé að það gerist svo snemma.

Þá efa ég stórfellt að Pútín láti heiminn vita af því með nokkrum umtalsverðum fyrirvara - sennilegar, með engum fyrirvara.
--Þannig að maður mundi þurfa að geta í eyðurnar, svona þegar menn reyndu að fylgjast með fréttum frá Sovétríkjunum, og ráða í það hvernig valdamenn stóðu á hersýningum.

Ein vísbending gæti verið, ef rússneskir fjölmiðlar -- hætta nánast alfarið að fjalla um Sýrland! M.ö.o. beina sjónum almennings innan Rússlands í aðrar áttir.
--Rússland gæti einnig tímasett þetta, við aðra milliríkjadeilu.

Til að tryggja lágmarks athygli heima fyrir, ef og þegar blásið er til brotthvarfs frá Sýrlandi! Það gæti meira að segja verið, að ekkert - nákvæmlega ekki neitt, væri fjallað um það brotthvart í rússneskum fjölmiðlum.

  • M.ö.o. Pútín gæti beitti því að stjórnvöld eða vinir Pútíns ráða öllum fjölmiðlum er máli skipta innan Rússlands, til þess að þaga málið í hel!

Það hafa nýlega verið áhugaverðar hreyfingar rússneskra hersveita nærri landamærum Úkraínu, það gæti verið -- að smávegis drama í samskiptum Rússlands og Úkraínu; gæti einmitt verið þægileg aðferð fyrir Pútín - að beina athyglinni annað, meðan hann mundi senda sitt lið heim frá Sýrlandi!

Þetta eru auðvitað - vangaveltur eingöngu! En ég sé ekki að Rússland hafi nokkuð upp úr því að viðhalda stríðsþáttöku innan Sýrlands --> Þannig séð kem ég ekki auga á neitt raunverulegt tjón fyrir Rússland, nema kannski á orðstír Pútíns persónulega, ef Rússland mundi missa öll sín ítök innan Sýrlands.

Fullt af fé mundi sparast - sem betur væri að nýta t.d. í það að bæta heilbrigðismál innan Rússlands, sem enn þann dag eru í molum, eða skólakerfi - eða vegakerfi, eða þá að nota þá peninga til uppbyggingar atvinnulífs í Rússlandi sjálfu!
--En þ.e. nóg fyrir peningana að gera heima fyrir innan Rússlands!

 

Kv.


Hvet Framsóknarmenn til að styðja framboð Sigurðar Inga Jóhannessonar til formanns á flokksþingi Framsóknarflokksins nk. helgi

Ég lít ekki á slíkan stuðning - sem svik við Sigmund Davíð. Heldur einfaldlega - kalt mat á hagsmunum flokksins. Í mínum augum sé flokkurinn alltaf mikilvægari en sá sem situr í formanns sætinu hverju sinni. M.ö.o. snúist málið ekki um einhverja sérstaka persónulega skoðun á Sigmund Davíð að öðru leiti en að því leiti - að mitt mat sé að Sigmundur Davíð sé búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð!

Það hafi hann gert á sínum tíma, er þau hjón varðveittu fé í skattaparadís -- áfram eftir að SDG var orðinn formaður Framsóknarflokksins, og þingmaður!
--Með öðrum orðum, skil ég ekki málið svo, að aðrir hafi framið á Sigmund Davíð - mannorðs morð, eða myrt hans pólitíska feril.
--Heldur hafi hann gert sér þetta sjálfur!

Sigurður Ingi býður sig fram til formanns

 

Mér finnst persónulega fullkomlega óskiljanlegt, að SDG skuli hafa framið það pólitíska axarskaft - að halda áfram að varðveita féð í skattaparadís, eftir að hann var orðinn einn af helstu pólitíkusum þjóðarinnar!

Að sjálfsögðu vita allir sem vita vilja, að þau hjón frömdu ekkert ólöglegt!

  1. En málið er að síðan eftir hrun, hefur sérhver eign á fé í skattaparadís -- orðið að pólitískt séð, baneitruðu fyrirbæri.
  2. Það kemur til vegna athæfis svokallaðra útrásarvíkinga, sem eins og þekkt er - tóku sér gríðarlegar arðgreiðslur út úr fyrirtækjum sem þeir áttu fyrir hrun, og komu því fé í mörgum tilvikum úr landi, og þá nánar tiltekið - gjarnan fyrir í skattaskjóls landi.
  3. Síðan í fjölda tilvika, reyndust þau fyrirtæki sem þeir höfðu tekið sér þetta mikinn arð út úr, líklega með löglegum hætti; gjarnan fullkomlega eignarlaus og mjög mörg þeirra voru sett í þrot - í fjölda tilvika afskrift skulda nærri 100%.
  • Þetta hefur leitt það að verkum --> Að í huga Íslendinga, er eign á fé í skattaparadís -- tengd afar neikvæðum formerkjum.

Þannig að --> Moldviðrið sem varð, hefði SFG átt að vera fullkomlega fyrirsjáanlegt!

Sú eitraða umræða sem fer strax af stað --> Tengist þeirri reiði sem enn býr með þjóðinni, vegna hegðunar útrásarvíkinga!

 

Það verður þar af leiðandi fullkomlega merkingarlaust í huga fólks - að þau hjón hafi ekkert gert sem ólöglegt var!

Um leið og almenningur fréttir af eign þeirra hjóna, þá fer þjóðin samstundist að munstra / máta þau hjón við -- útrásarvíkinga.

  1. Málið er að viðbrögð þjóðarinnar, eru nær öll á tilfinningasviðinu!
  2. Þar með, einfaldlega nær Sigmundur Davíð - einfaldlega ekki þeirri hlustun þjóðarinnar sem hann þarf, er hann trekk í trekk gerir tilraun til að útskýra málið.

Þau hjón lenda í því að verða -- endurskilgreind, um leið og málið fréttist af alþjóð. Með mun neikvæðari formerkjum en áður!
--Ég er viss að sú barátta þeirra, að sannfæra þjóðina - að þau hafi ekkert gert af sér, eða haft illt í hyggju.
--Sé fyrirfram töpuð.

Vegna þess að þjóðin kastar útskýringum þeirra hjóna strax til baka, þannig að þær útskýringar -- hafa ekki áhrif á mat fólks, sem þegar liggur fyrir.
--Þá hafi SDG litla sem enga möguleika til að endurskilgreina sig hjá þjóðinni.

  1. Hann lendi þar af leiðandi í því, að svara alltaf trekk í trekk, nákvæmlega sömu ásökuninni.
  2. Án þess að svör hans skili sér í breyttum viðhorfum til hans eða þeirra hjóna.

Vegna þess að svörin -fari inn um annað og út um hitt- nái umræðan ekki að fara lengra!
Sé föst í sama farinu, þ.e. alltaf á sama staðnum!

 

Það sem ég held að gerist ef SDG leiði flokkinn í nk. kosningaslag!

Sé að SDG og flokkurinn, komist ekkert úr því fari - að stöðugt svara sömu spurningunum, og verja þar með formanninn gegn þeirri ásökun.

Það sem menn þurfa að muna, er það:

  1. Að það menn trúa að sé rétt!
  2. Skiptir ofast nær meira máli, en hvað er rétt!

Vegna þess að SDG mæti stöðugt þeirri sannfæringu -- að hann hafi gert rangt!
Sem hann svari með þeim hætti -- að hann hafi ekkert rangt gert!

En vegna þess, að hann nær ekki að hafa áhrif á þá sannfæringu!
--Kemst málið ekki lengra!Þannig að hann er þá stöðugt á sama stað, í því að svara sömu ásökuninni.

  1. Hættan sé sú, að mínu mati, að nær öll orka formannsins fari stöðugt í þær sömu spurningar, og síðan að gefa sömu svörin -- án þess að nokkurt breytist.
  2. Vegna þess, að hann sé að glíma við -- mat þjóðar á máli þeirra hjóna er byggist á sannfæringu, ekki endilega rökum.

Þá skýrist af hverju, hann nái ekki í gegn!
--Þjóðin upplifi það, vegna þess að hún breyti ekki sinni sannfæringu sinni, að SDG sé -- siðlaus, er hann hafnar með rökum ríkjandi sannfæringu þjóðarinnar!

--Vegna þess að SDG er að glíma við, ráðandi hughrif!
Sem eðli sínu eru ekki á grundvelli rökhugsunar, þá er barátta hans vonlaus!

  • Rökin virka ekki - vegna þess að þjóðin hlustar ekki.
    --Hún heyrir þau, en kastar þeim jafnharðan frá sér.
    --Þau fara inn um annað og út um hitt!
  1. Hættan sé sú, að mínu mati, að of mikið af orku og tíma flokksins, og formannsins.
  2. Fari í það, að svara trekk í trekk sömu atriðunum, sem þjóðin síðan jafnharðan neitar að taka mark á.

--Vegna þess að þjóðin, upplifi frekar viðbrögð við svörum SDG - að hann sé siðlaus.
--En að þjóðin, taki undir þau rök - hans útskýringar!

  1. Hætta flokksins er m.ö.o. að önnur mál sbr. að kynna fyrir þjóðinni árangur ríkisstjórnarinnar, komist ekki að - sem og að flokkurinn fái ekki nægilegt næði, til að kynna stefnumál sín.
  2. Hættan er einnig, að upplifun þjóðarinnar - um meint siðleysi formannsins.
    --Færist yfir á flokkinn, ef hann tekur þátt í því að verja formanninn.
    --Þannig að sú neikvæða ímynd er formaðurinn hefur fengið í tengslum við þetta mál, færist þá einnig yfir á flokkinn sjálfan!
  • Það gæti leitt til þeirrar stöðu!
  • Að pólitístk séð yrði það - of eitrað fyrir aðra, að vinna með Framsóknarflokknum.

Flokkurinn gæti þá staðið frammi fyrir pólitískri einangrun, með SDG áfram í brúnni!
--Höfum í huga, að flokkurinn sögulega séð hefur einna helst áhrif með þeim hætti, að aðrir flokkar sjá hag sínum borgið að vinna með Framsóknarflokknum.

Pólitístk einangrun - þíddi pólitískt áhrifaleysi!
Að auki, sennilega að fylgið við flokkinn, færi stórum hluta annað!__En Framsókn á ekki tilkalla almennt séð til atkvæða, nema út á það gamla loforð flokksins að atkvæði greidd flokknum, tryggi áhrif.
__Það kemur til af því, að Framsóknarflokkurinn sögulega séð -- hefur ekki hugmyndafræði.

Þar af leiðandi ætti Framsóknarflokkurinn gríðarlega erfiða daga, ef hann lenti í því að verða einangraður!
--Það gæti ryðið flokknum að fullu!

 

Niðurstaða

Hlutverk formanns Framsóknarflokksins er að leiða flokkinn til sigurs. Ef formaður flokksins það fyrirsjáanlega ekki getur. Hefur það ekkert með persónulega óvild að gera, eða skort á þakklæti yfir sigrum eða árangri fortíðar. Fyrir flokksmenn að velja sér annan formann, þann sem þeir telja líklegri til að leiða flokkinn - til frekari sigra!

En flokkar þurfa alltaf að -- horfa til framtíðar! Það eru ekki sigrar gærdagsins sem tryggja sigur morgundagsins, eftir allt saman!

Formaður flokksins, hafi orðið á það axar-skaft, að fremja pólitískt sjálfsmorð!
Þar af leiðandi, þurfi flokkurinn að skipta um formann!

Að sjálfsögðu með góðu þakklæti við fráfarandi formann, yfir sigrum gærdagsins! Og fyrir þau góðu verk sem hann hefur framkvæmd fyrir flokkinn og þjóðina!

En eftir pólitískt sjálfsmorð sitt, sé staða Sigmundar Davíð slík - að hann geti ekki leitt flokkinn til frekari sigra! Þar með þurfi að skipta um formann!

Þetta snúist ekki um vanþakklæti. Heldur um mat á því sem er flokknum fyrir bestu!

 

Kv.


Staðfest af vísindamönnum að nær allt mannkyn utan Afríku eigi ætt sín að rekja til eins hóps Afríkumanna er yfirgaf Afríku ca. 60.000BC

Gögnin virðast staðfesta a.m.k. 3 útrásir Afríkumanna frá Afríku -- sú fyrsta fyrir ca. 120þ. árum, sú næsta fyrir ca. 80þ. árum, og sú 3.-fyrir ca. 60þ. árum.
--Samtímis staðfesta genarannsóknir að nær allt mannkyn utan Afríki, eigi einungis ættir sínar að rekja til 3. útrásarinnar!

Það hafi tekist að staðfesta tilvist gena sem rakin eru til útrásar nútímamanna frá Afríku fyrir ca. 120þ. árum -- í Papúa Nýju Gíneu!
--Þau gen hafi einungis fundist þar, hvergi annars staðar!

Engin merki um gen af útrásum Afríkumanna frá öðrum tímum en þessum tveim - hafa fundist.

  1. Þetta bendi til þess, að nútímamenn sem dreifðust frá Afríku fyrir 60þ. árum.
  2. Hafi skipt út öðrum hópum nútímamanna sem dreifðust út frá Afríku -- fyrr.
  • Auk þess hafi sú útrás Afríkumanna er hófst fyrir 60þ. árum, leitt til útrýmingar allra annarra manntegunda er fyrir voru -- sbr. Neandertal, manntegundar er lifði í Asíu, annarra sem hugsanlega voru þá til.

Image result for out of africa map

A Single Migration From Africa Populated the World, Studies Find

Almost all living people outside of Africa trace back to a single migration more than 50,000 years ago

Human DNA tied mostly to single exodus from Africa long ago (Update)

 

Einungis er unnt að viðhafa getgátur um það hvers vegna síðasta útrásin frá Afríku -- skipti út öllum öðrum hópum manna á plánetunni

Sennileg skýring virðist að fólkið sem hóf útrás frá Afríku ca. 60þ. árum síðan -- hafi haft að einhverju leiti, þróaðri samfélagsgerð --> Er hafi gert því fólki mögulegt að lifa í stærri hópum, og flóknara samfélagi - þar af leiðandi.

Að auki er sennilegt að það fólk hafi að einhverju marki ráðið yfir betri tækni.

  • Aðrar manntegundir sem og eldri samfélög nútímamanna, hafi líklega lifað í afar smáum hópum á veiðmanna og safnara stigi.

Þannig að þó dreifing slíkra hópa hafi getað verið umtalsverð!
Hafi fjöldinn hvergi verið mikill!

  • Umskipti geta því hafa gengið hratt fyrir sig!

Ef betri tækni í bland við flóknari samfélagsgerð, gerði aðkomufólkinu mögulegt að lifa alls staðar í stærri hópum!
--Hafi þeir alltaf haft vinninginn er í odda skarst.

Hrakið hina stöðugt á undan sér, þangað til að þeir hurfu!

  1. Eitt áhugavert við rannsóknirnar, er að -- Búskmenn í S-Afríku, virðast elsti greinanlegi afmarkaði kynstofn í heiminum.
  2. Gena rannsóknir sýni að Búskmenn hafi að fullu verið aðskildir öðrum hópum í Afríku, svo snemma sem fyrir 100þ. árum.
  • Búskmenn virðast óskildir þeim hópum er dreifðust síðar um heiminn.

 

Niðurstaða

Nánast allt mannkyn ættað frá einni dreifingu nútímamannsins er virðist hafa orðið fyrir ca. 60þ. árum, er hafi skipt út öllu öðru fólki er bjó á hnettinum - hvort sem um var að ræða fólk frá eldri útrásum nútímamannsins frá Afríku, eða fólk af öðrum manntegundum sem enn voru til um það leiti er 3-útrás nútímamannsins frá Afríku hófst.

Þessi 3-útrás nútímamannsins frá Afríki, hefur þá væntanlega verið mesti örlagavaldur í sögu nútímamannsins síðan nútímamaðurinn fyrst þróaðist í Afríku fyrir um 200þ. árum.
--Enn mikilvægari atburður heldur en upphaf iðnbyltingar á árunum milli 1750-1800.

 

Kv.


Rússar segjast vera að þróa orrustuvél er næði 4-földum hljóðhraða

Verkefnið hefur verknafnið Mig 41, og kvá ætlað að koma í staðinn fyrir Mig 31, en sú vél kom í stað Mig 25

Sannast sagna átta ég mig ekki á því hvaða þörf væri fyrir svo óskaplega hraðskreiða orrustuvél -- en til samanburðar var hámarks hraði Mig 25, MAC 3 - ef notuð sem könnunarvél, MAC 2,8 - ef notuð sem orrustuvél.

Mig 25

File:Russian Air Force MiG-25.jpg

Mig 25 var alls ekki fær um að berjast í návígi við aðrar orrustuvélar, enda einungis fær um 2,2g þyngarálag með fulla eldsneytistanka -- þannig að notkun hennar byggðist á stórum langdrægum radar, ásamt því að hún gat borið stórar og langdrægar eldflaugar - ætlað einkum til þess að skjóta niður sprengjuvélar.
--En það eru dæmi þess að Mig 25 hafi skotið niður orrustuvélar, t.d. íraskar Mig 25 í átökum við Íran 1980-1988.

Mig 31

File:Russian Air Force MiG-31 inflight Pichugin.jpg

Mig 31 var hönnuð fyrir nokkurn veginn sama hlutverk, var með sterkari búk þannig að styrktarþol búksins fór í 5g - sem samt telst lítið. Tæknibúnaður var af nýrri kynslóð, radar mun fullkomnari -- hennar hlutverk var að verja Sovétríkin síðan Rússland fyrir sprengjuvélum - stýriflaugum og háfleygum njósnavélum.

Hvorki Mig 25 né Mig 31 hafa nokkra umtalsverða getu til að bera sprengjur!
--Þær hafa aldrei verið notaðar sem sprengju- eða árásarvélar á jörðu niðri.

  • Báðar háfleygar og langdrægar -- það ásamt langdrægum radar, þíddi að hve vél gat gætt verulega stórs svæðis innan lofthelgi Sovétríkjanna, eða Rússlands.

Lockheed SR-71 Blackbird

File:Lockheed SR-71 Blackbird.jpg

Lockheed SR-71 Blackbird er áhugaverð til samanburðar, því hún er eina flugvélin sem komst í framleiðslu sem ég veit um - sem hafði hreyfla sem voru -- "ramjet."

Fræðilega getur ramjet virkað upp í MAC 6.
--En þ.e. absolút fræðilegt hámark.

En dæmigerðir "Turbojet" eða "Turbofan" hreyflar eru mjög nærri absolút mörkum við MAC 3.

Mig 41 - skv. óljósum upplýsingum, er unnin út frá Mig 31 -- ekki ósvipað því að Mig 31 var unnin út frá Mig 25.

  1. Skv. því mundi Mig 41 hafa svipaða "mission" m.ö.o. ekki gerð til þess að berjast í návígi, enda vél gerð til flugs á MAC 4 -- enn ólíklegri til að vera fær um þröngar beyjgur eða snögga loftfymleika.
  2. Líklega væri óhjákvæmilegt að beita sama trixi og Bandaríkin beita við sína fullkomnustu orrustuvél, þ.e. að vopnin eru varðveitt í litlum geymslum inni í búknum, opnaðir eldsnöggt litlir hlerar til að hleypa vopni út.
    --Til þess að sjálfsögðu halda loftmóttstöðu niðri.
  3. Mjög líklega væri þessi vél ekki heldur gerð til árása á Jörðu niðri, og sennilega einnig óhentug til lágflugs. Þ.e. "opmtimized" fyrir háflug fyrst og fremst.
  4. En ef maður gefur sér, að þessi gríðarlegi flughraði náist -- þá auðvitað gæti slík vél væntanlega varið enn stærra svæði - hver um sig innan lofthelgi Rússlands.
    --Sem getur hugsanlega verið hvers vegna pælt er í meiri hraða.
  5. Að auki má vera, að pæling sé einnig að gera þeim mögulegt, að "tækla" hugsanlegar ofur hraðfleygar sprengjuvélar framtíðar, og/eða könnunar-vélar.
  • Lockheed SR-71 var takmörkuð við MAC 3,4 ca. bout, til þess að hlífa skrokknum.

Málið var hitaþol þeirra efna sem voru notuð!
--Það virðist benda til þess að hreyflarnir hafi verið færir um að koma henni hraðar!
--Auk þess að skrokkhönnun og hönnun vængja hafi tæknilega virkað fyrir meiri hraðar.

Þess vegna verður mjög forvitnilegt hvort að Rússar raunverulega láta verða að því, að þróa arftaka Mig 31 fyrir 4-faldan hljóðhraða!

  1. Stóra málið er það hita-álag sem skrokkur - vængir - hreyflar; verða fyrir á svo miklum hraða.
  2. Spurning ekki síst hvort kostnaður er viðráðanlegur.
    --En ofurhitaþolin efni, eru gjarnan - ofurdýr.

Kínverjar hafa þróað ramjet-eldflaug sem þeir kalla "CX-1"

Image result for Chinese CX-1 Ramjet Supersonic Anti-Ship Cruise Missile

Þetta er langt í frá fyrsta ramjet flaugin sem þróuð hefur verið -- t.d. þróuðu Bretar flaug sem hét Bloodhound á seinni hluta 6. áratugarins.

Þær eldflaugar eru ekki hannaðar fyrir hraða mikið umfram MAC 2.
--Væntanlega vegna þess, hve kostnaður við hitaþolinn efni vex hratt, eftir það.

 

Niðurstaða

Ég skal viðurkenna að ég er smávegis skeptískur á það að Rússar láti raunverulega verða af því, að þróa arftaka Mig 31 sem langfleyga og háfleyga orrustuvél færa um flug á 4-földum hljóðhraða

Málið er ekki að ég hafi efasemdir um færni Rússa, til að þróa flugvél fær um slíkan hraða. Ég er frekar að horfa á kostnað!

En ekki einu sinni Bandaríkin létu verða af því að framleiða orrustuvél sem fær væri um flug á hraða um eða yfir MAC 3.

Tilraunir voru gerðar á sínum tíma með orrustuvélar útgáfu af Lockheed SR-71, en ekki tekin til framleiðslu.
--Og það voru aldrei framleidd sérlega mörg eintök af SR-71 könnunar- og njósnavélinni.

Sjálfsagt vegna kostnaðar --> Rökrétt séð, yrði Mig-41 enn dýrari en SR-71.

  • Sennilegra sé að arftaki Mig 31 verði þróuð, en hraðinn takmarkaður ca. við núverandi hraða Mig 31.
    --En arftakinn verður fullkomnari að öllu leiti, kannski með einhverja "stealth" eiginleika - frekar en að stefna á að verða "hypersonic."

 

Kv.


T14 Armata skriðdreki Rússa, virðist taka langt fram því sem Rússar hafa áður haft til umráða

Umræðan um T14 skriðdrekann rússneska minnir mig dálítið á umræðu í Kalda-stríðinu, þegar Sovétríkin þróuðu MIG 25 og MIG 23 vélarnar. Á þeim tíma, var F4 megin vél Bandaríkjanna og NATO landa, Bretar notuðu BAC Lightning vélar þá enn, í Evrópu var Lockheed Starfighter mjög mikið notuð, og Frakkar Mirage III.
--Á þeim tíma er Sovétríkin voru að þróa sínar nýju vélar voru NATO týpurnar orðnar gamlar.

Til mótvægis, þróuðu Bandaríkin F14 - F15 - F16, Evrópa Panavia Tornado, Frakkar Mirage F1.

  • Punkturinn er sá, að eftir á að líta - reyndust hvorki MIG 23 né MIG 25 vera yfirburðavélar, miðað við hvað NATO lönd notuðu þarna á undan.
    --MIG 25 notuð sem "bomber interceptor" með hámarks hraða upp á MAC 2,8 þegar notuð sem orrustuvél, en MAC 3 þegar notuð sem óvopnuð könnunarvél. Málið er að þó hún hafi haft miðað við sinn tíma öflugan radar, þá hafi MIG 25 ekki verið hönnuð til að berjast við aðrar orrustuvélar í návígi, ekki haft næga lipurð til þess.
    --MIG 23 var miklu liprari vél, en þ.s. er mikilvægt þar, að tæknilega voru Sovétríkin á þeim tíma, fyrst og fremst að - jafna bilið, ekki taka því fram sem NATO átti fyrir.

Á hinn bóginn hafi báðar vélarnar verið mjög ofmetnar í umræðunni innan NATO á sínum tíma, sem hafi leitt til þess að stóraukinn kraftur var settur í þróun næstu kynslóðar véla.

Punkturinn er sá, að mig grunar að viss endurtekning sé í gangi, þegar kemur að umræðu innan NATO um svokallaðan - Armata skriðdreka!
--Þ.e. að hann sé ofmetinn!

En ef mark er tekið á umræðunni, þá segja þeir sem tala mest í paník tón, að Armata geri alla núverandi skriðdreka NATO landa -- úrrelta.
--Armata af slíku fólki gjarnan sagður, heilli kynslóð á undan!.

  • En þ.s. mig grunar er, að sama eigi við og er Sovétríkin þróuðu sínar nýju vélar upp úr 1970, eða rétt fyrir 1970, er nýju vélarnar voru sagðar taka öllu fram sem NATO lönd hefðu yfir að ráða.

Image result for t-14 armata

Eitt er a.m.k. víst að Armata skriðdrekinn er miklu betri en það sem Rússar hafa áður notað

Til samanburðar:

  1. M1 Abrams.
  2. Leopard 2.
  3. Challenger 2.
  4. AMX Leclerc.
  5. Ariete.
  6. K2 Black Panther.
  7. Type 90 Kyū-maru.
  8. Merkava.

Það sem vekur mesta athygli sérfræðinga - er varnarkerfi nýja rússneska skriðdrekans.

  1. Hann ræður yfir fullkomnum og öflugum radar, sem dregur 100km. Sem ásamt tölvustýrðu skotkerfi skriðdrekans - gerir honum mögulegt að skjóta niður með aðalvopni skriðdrekans, hvort tveggja þyrlur og flugvélar.
    Tæknilega geti sá radar haldið utan um allt að 40 skotmörk í lofti í einu, og 25 á jörðu.
    Skriðdrekinn geti að auki látið stjórnstöð vita, ef radar hans t.d. nemur staðsetningu stórskotaliðs er skýtur utan skotfæris skriðdrekans.
  2. Myndavélar eru síðan á turninum sem sjá fyrir áhöfnina, og veita "multispectrum" sýn í 360°C þ.e. frá infrarauðu út í útfjólublátt. Enda er turninn mannlaus, sem sker sig frá öðrum skriðdrekum er þekkjast. Áhöfnin staðsett í meginbúk skriðdrekans í brynvörðu rými. Það geri það að verkum væntanlega að ekki er þörf fyrir að turninn sé nándar nærri eins þung brynvarinn og tíðkast í öðrum skriðdrekum.
    --Enda Armata mun léttari en aðrir skriðdrekar í sambærilegum klassa.
  3. Mesta athygli vekur sérstakt varnarkerfi skriðdrekans, sem tengt er við svokallaðan "millimetra radar" m.ö.o. örbylgjuradar, en litlar bylgjur þarf til að radarinn geti numið með nægilegri nákvæmni -- skriðdrekaflaugar á leið að drekanum, stór-skot úr stórskotabyssum á leið að honum, og ekki síst - skot úr meginvopni annarra skriðdreka á leiðinni að honum.
    Skriðdrekinn er búinn skotpípum, sjá mynd "Hard Kill Launchers" sem þeita út eldflaugum á ógnarkrafti, á móti -- til að eyðileggja það sem ógnar!
    **Punkturinn er auðvitað sá --> Að þ.e. algerlega á huldu hversu skilvirkt þetta kerfi raunverulega er!
    __Þeir sem hafa mestar áhyggjur, halda að þetta varnarkerfi geti jafnvel -- tekið skot úr megin vopni skriðdreka og gert að engu.
    **Það virðist aftur á móti -- afar hæpið! A.m.k. þegar kemur að "kinetic penetrators" enda innihalda slíkir enga sprengihleðslu, er skotið af skriðdrekabyssu af ógnarkrafti --> Bandaríkin nota mikið "depleted uraninum" í slíka.

Þ.e. þetta tiltekna varnarkerfi sem er grunnurinn að baki áhyggjum sumra NATO sérfræðinga, að Armata geri alla aðra skriðdreka úrelta!

Á hinn bóginn, er ekket sem segir að Rússar segi nákvæmlega satt frá raunverulegri getu þessa varnarkerfis.

  1. Ég sé ekkert til fyrirstöðu að varnarflaugar geti tekið niður - aðrar eldflaugar þ.e. skriðdrekaflaugar.
  2. Það virðist a.m.k. hugsanlegt að "Hard Kill" kerfið geti virkjað sprengihleðslu skots með svokallaða "shaped charge" þ.e. sprengihleðslu sem ætlað er að granda skriðdreka.
    --Þannig hugsanlega dregið mjög út notkunarmöguleikum slíkra skota.
  3. En eins og ég sagði, ég á afar erfitt með að trúa -- að það geti ráðið við "kinetic penetrators" sem innihalda enga sprengihleðslu, heldur eru í eðli sínu málmstykki úr gríðarlega hörðu efni - sem skotið er í átt að drekanum af ógnarkrafti úr meginvopni annars skriðdreka.

Afleiðingin gæti þá orðið sú -- að auka áherslu á slík skot!

  • Ef maður gerir ráð fyrir því að "hard kill" kerfi Armata drekans hafi þessa rökréttu takmörkun!

Þá er ályktunin að heilt yfir sé Armata drekinn, ca. jafnoki vestrænna skriðdreka.
--En taki þeim ekki endilega klárlega fram!

 

Það verður síðan að koma í ljós hvort að Rússar geta staðið við áætlaða framleiðslu

Það má vera að Armata drekinn sé e-h ódýrari en dæmigerður Vestrænn dreki. Armata vegur t.d. rétt innan við 50 tonn, meðan flestir Vestrænir vega nær 70 tonnum.
--Vegna gríðarlegrar brynvarnar sem flestir Vestrænir drekar hafa.

M1 Abrams t.d. hefur margsannað getu til að taka skot úr skriðdrekabyssum eldri týpa rússneskra dreka, án þess að verða fyrir umtalsverðu tjóni.
--Óþekkt er hvort að ný byssa Armata sé mikið betri en eldri rússnesk skriðdrekavopn.

  • Vopnin t.d. geta verið sambærilega öflug!

Vestrænir skriðdrekar í dag eru það þungbrynvarðir, að þeir líklega geta tekið skot úr eigin vopnum, t.d. slysaskot - án þess að verða fyrir verulegu tjóni.

Þetta hefur auðvitað vakir spurningar um öflugri vopn -- bæði Rússar og Þjóðverjar virðast hafa þróað 150mm skriðdrekabyssu, en ekki ákveðið að taka slíka í notktun a.m.k. að sinni.

The Russian army plans to acquire 2.300 T-14s in the period 2015-2020.

  1. Höfum í huga, að Armata drekinn hlýtur samt að vera dýrasti skriðdreki sem Rússar hafa fjöldaframleitt.
  2. Þannig að það vakna virkilega spurningar hvort Rússar ráði efnahagslega við svo mikinn kostnað -- sem þetta mikil framleiðsla á svo dýru tæki væri á þetta skömmum tíma.
  • En enginn vafi vær um, að með þúsundir Armata dreka --> Yrði rússneski herinn, miklu mun hættulegri andstæðingur fyrir NATO heri, en fram að þessu.

Líkindi eru á því, að Armata drekinn leiði til framleiðslu nýrrar kynslóðar skriðdrekavopna í Evrópu og í Bandaríkjunum!

Eurocopter Tiger

File:Eurocopter Tiger der Bundeswehr.jpg

Þetta eintak af Eurocopter Tiger -- hefur radar og "optískan" búnað ofan á þyrlinum!
--Slíkur radar skynjara búnaður gerir "anti tank" þyrlu mögulegt að gægjast yfir hæð, án þess að taka áhættu á að vera skotin niður --> Flestar týpur skriðdrekaflauga hafa þó þann galla að verða að fljúga í beina línu, sem kallar á það að þyrlan lyfti sér snöggt yfir hæðina skjóti og stingi sér niður fyrir aftur til baka.
**Á hinn bóginn hafa Frakkar þróað kerfi sem heitir PARS 3 LR sem eru mun fullkomnari flaugar, sem unnt er að skjóta t.d. yfir hæð - þannig að þyrlan þarf aldrei að taka slíka áhættu, ef hún notar þetta nýlega kerfi - tekið í notkun 2011.

  • Það auðvitað dregur mjög úr möguleikum Armata drekans, að skjóta þyrluna niður, ef landslag er a.m.k. nægilega mishæðótt.
  • Svo auðvitað verður það alltaf takmörkunum háð, hve margar varnarflaugar hver skriðdreki geti borið.
  • T.d. ef skotið er 3. eða 4. skriðdrekaflaugum í einu? Eða meir?

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvað Rússar raunverulega verja miklu fé til hermála. En ef virkilega stendur til að fjöldaframleiða Armata í yfir 2.000 eintökum á einungis 4-árum.
--Þá fer mann virkilega að gruna að raunveruleg hernaðarútgjöld séu miklu hærri, en opinberar tölur segja -- m.ö.o. að uppgefnar opinberar tölur Rússa séu ósannar!

  • Höfum í huga að Rússland er enn í efnahagssamdrætti í ár, samfellt nú í 3 ár.

Útgjöld til hermála hafa samt verið aukin - þó útgjöld til margra annarra þátta innan Rússlands, hafi verið minnkuð.

Höfum í huga að heildar-hagkerfi Rússlands, er svipað stórt mælt í dollurum og hagkerfi Ítalíu -- sbr: tölur frá 2013.

  • 2.097 milljarðar dollarar Rússland vs. 2.149 milljarðar dollara Ítalía.

Ég get ekki ímyndað mér forsætisráðherra Ítalíu - fyrirskipa svo mikla framleiðslu á Ariete skriðdrekum!

Þetta hljóma eins og framleiðslustærðir sem maður heyrði á tíma Kalda-stríðsins.
--Maður velti fyrir sér tilgangi Pútíns fyrir svo mikilli framleiðslu.

En innrásarhætta er augljóslega ekki fyrir hendi.
Þannig að svo öflugar skriðdrekasveitir - hafa engan augljósan varnar tilgang.

Nema auðvitað að Pútín án þess að segja nokkrum frá, sé orðinn logandi hræddur við Kína.
--En hugmyndir um fyrirhugaða NATO árás á Rússland -- eru fullkomlega absúrd!

  • Ef svo öflugum skriðdrekaher er ætlað að standa mótvægis NATO megin, samtímis og innrásarhætta frá NATO löndum er nákvæmlega engin -- þá er erfitt að koma auga á annan tilgang en þann, gera það að trúverðugri ógn --> Að Pútín geti fyrirskipað innrás í NATO lönd.

 

Kv.


Christoph Reuter hjá Der Spiegel veitir áhugaverða greiningu á stöðu mála í Sýrlandi

Hann bendir á að Pútín hafi náð mörgum af markmiðum sínum - en grunur margra hefur verið að fókus loftárása Rússlandshers hafi verið einkum á að veikja uppreisnarsveitir sem tilheyrðu hófsamari armi uppreisnarinnar. Vegna þess, að Pútín hafi reiknað það út þannig, að það væri stöðu Rússlands hagstætt í samhengi Sýrlands --> Að róttækari sveitir uppreisnarmanna, tækju yfir sviðið!

Þetta hafi nú tekist, þ.e. hófsamari armur uppreisnarmanna sé mestu út þurrkaður!
--Eftir séu nú nær eingöngu, mismunandi róttækir hópar með mismundandi skilgreiningu á ofsatrúar Súnní Íslam! M.ö.o. "jihadist movements."

  1. Aftir á móti hafi Bandaríkin nær ekkert gert í málinu, til að hindra þá útkomu -- en t.d. hefðu Bandaríkin getað sent til þessara uppreisnarhópa, öflugri vopn - ekki síst loftvarnarflaugar!
  2. Þess í stað, hafi Bandaríkin -- dregið saman aðstoð sína til uppreisnarmanna Súnní, sem skilgreindir voru - tiltölulega hófsamir.
    --Sem líklega skýri einnig að verulegu leiti, af hverju þeim hópum hafi hnignað!
    --Þ.e. ekki einungis vegna fókuss lofthernaðar Rússa!
  • Niðurstaðan sé sú --> Að þetta styrki rök þeirra sem halda því fram, að rétt sé að styðja Assad!
    --Vegna þess að hann sé sagður "the lesser evil."
    **Það fer auðvitað eftir því, hvað akkúrat er átt við með "lesser evil."

Why The Cease-Fire in Syria Won&#39;t Help

 

Af því að Assad er "secular"

Þessi viðbára heyrist afskaplega oft -- að stjórn Assads sé "lesser" evil vegna þess að hún sé "secular."

  1. Hinn bóginn er vert að muna - að verstu harðstjórar mannkynssögunnar, hafa einmitt verið "secular." Hverja á ég við?
    --Segjum, Stalín - Hitler - Maó formann - Pol Pot. Það má bæta Saddam Hussain við -- en í hans valdatíð dóu 1,7 milljón manns, sem ekki líklega hefðu farist ef ekki hefðu komið til ákvarðanir sem Saddam Hussain tók.
  2. Þetta er nefnilega gríðarlega útbreiddur misskilningur --> Að "secular" þíði hófsamt afl! Eins og fólk sé algerlega búið að gleyma ofstæki kommúnismans.
  3. Bendi á umfjöllun um hræðilega glæpi Assad stjórnarinnar: Hrannmorð í dýflissum Assads

Tökum dæmi um trúarstjórn - Múllana af Íran. Skv. hinni útbreiddu kenningu að trúarstjórn hljóti alltaf að vera versti mögulegi möguleiki -- þá hlýtur væntanlega stjórnin í Íran að vera eins hræðileg a.m.k. og Benjamin Netanyahu segir Íransstjórn vera - eða, hægri sinnaðir Repúblikanar í Bandaríkjunum!

  1. En Íran hefur aldrei ráðist á annað land, en það gerðu secular stjórnvöld Sovétríkjanna a.m.k. 3-skipti, þ.e. Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Afganistan. Og Saddam Hussain, secular stjórnvald Íraks á 8. áratugnum fram á 10. áratuginn, réðst á 2-lönd þ.e. Íran 1980 og Kúvæt 1992.
  2. Íran breiðir út hryðjuverk -- er sagt.
    Íran styður sannarlega öfgahreyfingar meðal Shia Íslam - sem þekkt er að hafa beitt sér í átökum innan Mið-austurlanda.
    --Þau átök eru minna þekkt, en átök við öfgasinnaða Súnní hópa - því Shia hreyfingar hafa almennt séð ekki beitt sér á Vesturlöndum.
    **Höfum í huga, að á sama tíma hefur t.d. leyniþjónusta Ísraels ítrekað reynt að ráða af dögum, einstaklinga innan Írans - sem ráða yfir mikilvægri þekkingu, tekist í nokkur skipti.
    **Bandaríkin beittu mjög þekktri tölvuárás á Íran fyrir nokkrum árum.
    Þ.e. nefnilega punkturinn í átökum hópa er styðja Íran --> Að þeir beita sér í samhengi þeirra átaka, sem Íran á við lönd --> Sem sjálf hafa gegnum árin beitt Íran og Írana margvíslegum kárínum.
    --Þeim átökum hefur svipað um margt til "kalds stríðs."
    --Þ.e. leyniþjónustur og allskyns "irregular" hópar beita sér --> En ekki, herir landanna beint. Sem viðheldur "denyability."
    M.ö.o. hefur enginn hreinan skjöld!
    En málið er að ég kem ekki auga á það að hegðan Írans í samhengi þeirra átaka, sé áberandi verri en annarra landa sem hafa verið að kljást við Íran sl. 30 ár!
  3. Síðan fæ ég ekki séð það, ef maður ber Íran við t.d. Rússland - annað en það, svokölluð - lýðréttindi, áhrif sem almenningur hefur á stjórnun landsins; séu verulega meiri í Íran - en í Rússlandi.
    --Að sjálfsögðu lýðréttindi innan Írans miklu mun betri, en var innan Íraks í tíð Saddams Hussain, eða innan Sýrlands í gervallri stjórnartíð Assadanna.
    **Sem þíði ekki ekki að Íran - sé lýðræðisland sambærilegt við Vesturlönd - en almenningur virðist samt hafa einhver áhrif á stjórnun landsins.

Íran er m.ö.o. dæmi um -- svokallað íslamskt lýðveldi!
--Að sjálfsögðu gæti íslamskt lýðveldi endað sem miklu mun verra dæmi en Íran!

  • En punkturinn var sá - að það eru dæmi um miklu mun verra stjórnarfar sem var "secular."

Sem þíðir - að við getum ekki alveg sett það þannig fram!

Að "secular" sé ætíð betra en trúarstjórn!

  1. Það eru auðvitað til -- hófsamar "secular" stjórnir t.d. í Frakklandi. Þ.s. lýðréttinda er gætt, og réttinda fólks almennt.
  2. Samtímis, hafa verið til afar afar - róttækar og hættulegar "secular" stjórnir.

Það sama gildir að sjálfsögðu einnig fyrir -- trúarstjórnir!

  1. Að þær geta verið sæmilega manneskjulegar, þ.e. öfgum haldið sæmilega í skefjum.
  2. Eða þær geta að sjálfsögðu verið róttækar og jafnvel afar hættulegar!

--Það verði að skoða / meta einstök dæmi, hvert fyrir sig!

--Það sé engin algild regla - að trúarstjórn sé verri en "secular" stjórn, eða öfugt!

____________________

  1. Í samhengi glæpa Assad stjórnarinnar - sé ekki með sanngyrni unnt að kalla Assad stjórnina, annað en - róttæka "secular" stjórn!
    --Þ.e. skipulögð fjöldamorð í díflyssum landsins.
    --Miskunnarlausar loft- og stórskotaárásir á byggðir landsins undir stjórn uppreisnarmanna, þ.s. engin tilraun virðist hafa verið gerð til að takmarka manntjón almennra borgara. Þær árásir hafi hafist alveg frá upphafi, með fullkomnu miskunnarleysi.
    --Síðan virðast raunverulega hafa verið í gangi tilraunir til að hrekja á brott íbúa sem tilheyra meirihluta trúarhópi landsins - Súnní Íslam, m.ö.o. meir en 5 millj. brottflúnir. --> Sambærilegt við þjóðernishreinsanir.
    --Eins og gjarnan gerist í borgaraátökum sem fara í þannig far --> Þá leiðir slíkt til, gagn hreinsana á svæðum undir stjórn andstæðinga á þeim hópum sem taldir séu hallir undir stjórnina.
    --Sem hafi leitt til þess að 6 milljónir eru flóttamenn innan landsins, dreift á héröð stjórnarsinna - sem og stjórnarandstæðinga!
    **Þetta er stærsta flóttamannavandamál í tengslum við styrrjöld sem sést hefur síðan undir lok Seinni Heimsstyrrjaldar!
    **En niðurstaða Der Spiegel í umfjöllun minni sem hlekkjað er á, er að þó uppreisnarmenn hafi einnig framið mikið af glæpum -- sé digur meirihluti glæpa gegn mannkyni framinn af stjórnvöldum!
  2. En það þarf að muna, að fyrirmynd Bath flokksins í Sýrlandi -- er fasista alræðis stjórnarform. Bath stjórnirnar í Sýrlandi og Írak voru alltaf - totalitarian.
  3. Þó að stjórnin í Sýrlandi hafi heimilað - kosningar á seinni árum. Var þess alltaf gætt, eins og undir Pútín í Rússlandi - að þær kosningar feli ekki í sér nokkra ógn við völd þeirra sem ráða landinu. M.ö.o. hafi kosningarnar í Sýrlandi - ætíð verið eins merkingarlausar, og kosningar undir Pútín eru í samhengi Rússlands.
  4. Assad stjórnin hafi þróast smám saman frá -alræðisfyrirkomulagi- yfir í stjórnarform er svipar mjög til stjórnarforms Pútíns. Þ.s. lýðræði er viðhaft á leiktjaldaformi - þ.e. án nokkurra raunverulegra áhrifa á stjórnun landsins.

 

Vegna þess að Vesturlönd hafi í reynd aldrei stutt uppreisnarmenn með öflugum hætti, sambærilegan við stuðning Pútíns við Assad!

Bendir Christoph Reuter hjá Der Spiegel á það að nú sé til staðar vaxandi vantraust á Vesturlöndum meðal íbúa á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna!

T.d. sé fullkomlega í óvissu hvernig það á að geta virkað -- samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, um að heimila jafnhliða!
--Loftárásir á ISIS sveitir -- loftárásir á sveitir hliðhollar "al-Qaeda."

  1. "Jabhat Fatah al-Sham (JFS)" eða "Front for the Conquest of Syria" -- hafi t.d. nýlega verið virkasta hreyfingin í átökum nýlega í grennd við Aleppo.
  2. Sem leitt hafi til þess að umsátrið um Aleppo rofnaði í nokkra daga -- sem dugði til þess að umtalsverðu magni matvæla og annarra vista, varð komið til borgara á svæði undir stjórn uppreisnarinnar.
    --Þetta hefur auðvitað aukið verulega stuðning við JFS.
  3. Síðan skv. samkomulagi Rússa og Bandaríkjamanna - eiga sveitir annarra uppreisnarhópa að aðskilja sig frá svæðum undir stjórn JSF.
    --En þetta virðist varla framkvæmanlegt - þ.s. margvíslegir hópar sem í bandalagi verja nú svæði undir stjórn uppreisnarmanna í Aleppo, hjálpast að við það að verja þá víglínu.
  4. En ef aðrir hópar ættu að aðskilja sig -- gætu þeir það vart, nema með því að gefa eftir landsvæði til stjórnarhersins - og sveita sem styðja stjórnarherinn.
    --Það hlyti að veikja vígstöðuna heilt yfir hjá þeim sem leitast við að verja þann hluta Aleppo sem lítur uppreisnarmönnum --> Þar með auka líkur á að sú vígsstaða hrynji.
  5. Þannig, að það hljóti að vera afar ólíklegt!
    --Að þeim kröfum verði mætt, að hóparnir aðskilji sig.
    --Þannig að unnt verði að greina hópana í sundur úr lofti.

Christoph Reuter bendir á að útkoman geti orðið sú -- að loftárásir á uppreisnarmenn í Aleppo --> Fái stimpil Bandaríkjanna!

Sem væri að sjálfsögðu háðsleg útkoma fyrir stefnu Obama stjórnarinnar í Sýrlandi.

  • Sem veltir auðvitað upp þeirri spurningu -- hvort Bandaríkin hafi afskrifað uppreisnarmenn.
    --Það geti alveg verið!

 

Assad vs. róttækir Jihadistar?

Málið er að svo óskapleg slæm er ógnarstjórn Assads!
--Að jafnvel í slíku samhengi - - fæ ég ekki séð að hún sé skárri kostur!

  1. Á hinn bóginn, líklega leiði sú útkoma að áhrif tiltölulegra hófsamra Súnní afla hverfi að mestu innan svæða uppreisnarmanna, til þess að Vesturlönd hætti frekari afskiptum af átökum innan Sýrlands!
  2. Enda róttækt Íslam augljóslega slæmur valkostur -- þó menn geti ekki fengið sig til stuðnings við Assad.
  3. Lofi Rússlandi - Tyrklandi - Saudi Arabíu - og Íran --> Að eiga þennan leikvöll!

Í slíku samhengi á ég alls ekki von á að nokkur minnsta hætta sé á að átökum linni!
--En ef menn halda að sigur stjórnarhersins sé yfirvofandi.
--Ættu menn að kynna sér skoðun rússnesks hershöfðingja á stjórnarher Assads!

In a recent report, former Russian colonel Mikhail Khodarenok gave the Syrian forces devastating marks. "Assad&#39;s soldiers busy themselves with collecting bribes at checkpoints," the report reads. "The Syrian forces have not conducted a single successful offensive in the past year."

He writes that much of the fighting is conducted by foreign units, mercenaries and Syrian militias. "Assad&#39;s generals do not believe their troops can bring the country to order without military aid from foreign states." He says a dramatic dearth of men, morale and supplies is responsible. "It is impossible to win the war with such an ally as Assad&#39;s army." That&#39;s why "a drastic decision" is needed to end the Syria campaign in 2016, involving the withdrawal of troops and leaving only the military bases, he writes.

  • Hershöfðinginn m.ö.o. lauk máli sínu með því, að ráðleggja brottflutning rússn. liðsafla, og á að einbeita fókus á að tryggja flotastöðina í Tartus og flugvöllinn við Ladakia.

M.ö.o. virðist Mikhail Khodarenok staðfesta það, að það séu Shíta hersveitir í bandalagi við Íran -- sem hafi tryggt þá hernaðarsigra sem unnist hafi sl. ár!
--Meðan að her Assad stjórnarinnar megi sín lítils, spilling og lélegur agi ráði ríkjum.

Mig grunar að útkoman verði einhvers konar skipting á Sýrlandi!
--Vísbending nú uppi, að Erdogan af Tyrklandi ætli að tryggja sér sneið!--Rússland klárlega ætli sér að lágmarki sneið er tryggi strandhéröðum landsins sé stjórnað af öflum vinveittum Rússlandi.

  1. En þ.e. alveg hugsanlegt að átök haldi áfram á öðrum svæðum, þó Tyrkland tryggi sér verndarsvæði á eigin landamærum - en þó Tyrkir mundu væntanlega viðhalda einhverju öryggi á eigin verndarsvæði.
    --Gætu átök verið fyrir utan það svæði.
  2. Sama gæti gilt við hugsanlegt -- verndarsvæði sem Rússar mundu tryggja sér að lágmarki, á svæðum þ.s. Alavar búa sem líklegir eru til að vera vinveittir rússneskum hermönnum er gættu hugsanlega slíks svæðis.
    --Að átök gætu hugsanlega geisað utan þess svæðis.

Það er nefnilega einn möguleiki er geti farið vaxandi, að það verði enginn allsherjar friður --> Heldur að lönd sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, tryggi þá hagsmuni; en láti þar staðar numið!

  • En strangt til tekið -- skiptir ISIS litlu máli fyrir Rússland, ef áhrif þess einangrast fyrst og fremst við Mið-austurlönd.
  • Það má einnig vera, að Tyrkland meti það þannig að -- það sama eigi við fyrir Tyrkland, að hagsmunir Tyrklands nái eingöngu til þess að gæta öryggis landamæra Tyrklands.

 

Það má vera að samkomulag Rússa og Bandaríkjanna, feli í sér það að Bandaríkin gefi uppreisnina upp á bátinn -- samtímis og Bandaríkin hætti að gagnrýna loftárásir Rússa á uppreisnarmenn; verði bætt samvinna um loftárásir á stöðvar ISIS

Það sé á hinn bóginn -- líklega ósennilegt að Rússland beiti sér nokkuð frekar þar til viðbótar!

Hagsmunir Rússlands séu að tryggja sér -- stöðvarnar á strönd Sýrlands!
--Þeir nái strangt til tekið, ekki lengra en það!

  1. Rússland gæti þá verið að eftirláta baráttuna gegn ISIS.
  2. Yfir til -- Írans, annars vegar, og Bandaríkjanna og NATO, hins vegar.

En ISIS er sannarlega veruleg ógn við áhrif Írans!

  • Fyrir utan þetta, þá skiptir verulegu máli -- hve miklu púðri Íran er til í að verja áfram, til þess að halda Assad á floti.
    --En það sé Íran - og Shíta sveitir hliðhollar Íran -- sem hafi haldið Assad á floti.
  • Á móti, sé það stór spurning, hve miklu púðri Saudar og Araba furstadæmi við Persaflóa, eru tilbúin til að verja til að viðhalda tilraunum til þess - að veikja valdastöðu Írans innan Mið-austurlanda.

En meðan að enginn bilbugur sé á Íran -- eða Arabalöndunum!
--Þá halda átökin bersýnilega áfram!

En meðan mikilvægir utanaðkomandi þátttakendur í átökunum -- eru ekki enn búnir að fá nóg.
Geta væntanlega þessi átök staðið lengi enn!
--Eftir allt saman stóð stríðið í Lýbanon allan 9. áratuginn, rúman áratug samanlagt.

 

Niðurstaða

Vandi Sýrlendinga er auðvitað sá að allir valkostir eru slæmir! Greinilega hefur verulegur fjöldi íbúa alltaf haldið tryggð við stjórnina í Damaskus -- þrátt fyrir óskaplega grimmd þeirrar stjórnar!
--Rétt að benda á sögulegan samanburð, að meirihluti Þjóðverja líklega studdi Nasista a.m.k. fram til 1943, og Stalín - og Maó formaður þrátt fyrir að vera verstu morðingjar heimssögunnar -- eiga sér enn marga talsmenn.
--Stjórn Assads hefur ríkt lengi, þ.e. það lengi að Sýrlendingar þekkja ekkert annað.

Margir líklega kjósa að verja slæman valkost -- þegar annar valkostur virðist þeim fyrst og fremst bjóða upp á óvissu, og að auki líkur á að sá verði ekki endilega betri.
--Hinn bóginn er stjórnin raunveruleg ógnarstjórn - hefur alltaf verið.
--Og hún hefur lengi verið óskaplega spillt.
--Svo fyrir utan það atriði, þá er hún drottnuð af minnihlutahópi Alava, sem miskunnarlaust hefur mismunað milli hópa og gert það alla tíð.

  • Slíkt stjórnarform er í eðli sínu ákaflega óstöðugt.
    --En skipulögð mismunun elur á ósætti milli hópa.
    --Spilling dregur úr trausti íbúa, og stuðningi.

Þannig að það er alls ekki undarlegt -- að báðir Assadarnir við völd.
--Hafa lent í fjölmennum uppreisnum.
--En víða er ekki munað eftir uppreisn sem faðir núverandi Assads, barði niður snemma á 9. áratugnum eftir að hafa barist við þá uppreisn í nærri því áratug.

  • Þannig að jafnvel þó maður ímyndaði sér að unnt væri að sameina landið aftur undir Assad.
    --Mundi líklega eðli stjórnarformsins, leiða til nýrrar uppreisnar í framtíðinni.

Hinn bóginn held ég virkilega að engin von sé til þess að Sýrland sameinist að nýju undir núverandi Assad! Jafnvel þó að Vesturlönd gersamlega hætti öllum afskiptum.
--Uppreisn no. 2 hafi í raun og veru gersamlega lagt samfélags uppbyggingu landsins í rúst - það verði ekki undið klukkunni til baka.

En hve mörg ár til viðbótar átök geta staðið -- veit enginn!

--En misskilningur margra er að utanaðkomandi aðilar hafi búið uppreisnina til --> Þegar sjálft stjórnarfyrirkomulagið sem verið hefur undir Assödunum, er fullkomlega nægileg skýring að ekki þarf að bæta við frekari skýringum.

Málið er að, skipulagt misréttis stjórnarform undir einræðis fyrirkomulagi, sé næstum fullkomin uppskrift að uppreisn!
--Þá er ég að meina, að slíkt stjórnarform leiði nær algerlega örugglega til blóðugrar uppreisnar! Einungis spurning um tíma!

  1. 2.-blóðugar uppreisnir á áratuga valdatíma Assadanna!
  2. Þannig að ég að sjálfsögðu fullkomlega hafna kenningunni um meintan stöðugleika þess einræðis fyrirkomulags sem hefur þar verið til staðar!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband