Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Mariano Rajoy ítrekar andstöðu við þá hugmynd að Skotland einhvernveginn haldist innan ESB þó Bretland yfirgefi sambandið

Nicola Sturgeon fékk fund með Jean-Claude Juncker, þ.s. hún ræddi hugmynd sína að Skotland fái að vera áfram meðlimur að ESB -- þó Bretland yfirgefi sambandið.

"After Mr Juncker met with Ms Sturgeon on Wednesday evening, a commission spokesperson offered qualified support: “The president respects Scottish democracy and the result in Scotland; However, this is an issue that pertains to the constitutional order of the United Kingdom and will have to be dealt with in this context.” "

Á hinn bóginn, þ.s. allar æfingar í slíka átt mundu þurfa samþykki allra aðildarríkja -- þá auðvitað skiptir skoðun Mariano Rajoy miklu máli.

"Spanish prime minister, Mariano Rajoy, said: “I am radically against it, the treaties are radically against it, and I think everyone else is radically against it.”" - “If the United Kingdom leaves [the EU], so does Scotland,” - “Scotland has no competences to negotiate with the EU. The Spanish government rejects any negotiation with anyone other than the United Kingdom.”

Vegna þess að það hefur engin fordæmi að hérað fái að haldast meðlimur að ESB -- ef heimalandið fer; þá þarf að sjálfsögðu - samþykki allra meðlimalanda.

Þess vegna þá skiptir mun minna máli, að t.d. forsætisráðherra Írlands - talaði máli Nicola Sturgeon við einhverja ónefnda samleiðtoga ESB landa.

"Irish leader Enda Kenny revealed that he spoke on behalf of Ms Sturgeon during Tuesday’s meeting of heads of government in Brussels, repeating her message that Scotland should not be “dragged” out of the EU against its will."

Það virðist rétt vera að Skotar séu mjög hlinntir áframhaldandi veru í ESB.
Að einhverju leiti er það þá þeirra tragedía - að lenda utan sambandsins, ef Bretar ganga út.
En ég sé ekki að þeir eigi nokkra von um að haldast innan sambandsins; nema að Bretar sjálfir hætti við - Brexit.

  1. Mariano Rajoy - getur ekki hugsað sér að gefa fordæmi af þessu tagi, þegar Katalónía stefnir að sjálfstæði, og hefur sambærilegan áhuga og Skotland að haldast innan ESB.
  2. Ef slíkt fordæmi væri gefið -- gæti það opnað nokkuð Pandórubox; en Flæmingjar og Vallónar hafa lengi eldað grátt silfur, og má vel vera að þeir gætu hugsað sér slíka lausn, þ.e. að slíta belgíska sambandinu og verða - beinir meðlimir að ESB.
  3. Það eru auðvitað héröð víðar t.d. í ítalska Tíról, síðan má nefna að Bæheimur í Þýskalandi hafði nærri 1000 ára sögu sjálfstæðis, fyrir stofnun þýska sambandsins um 1870 -- Bæjarar hafa um nokkurt skeið verið svolítið sér á parti meðal þýskra sambandsríkja.

___Þannig að vilji Skota er m.ö.o. fangi hagsmuna aðildarríkja sem glíma við áhuga eigin héraða til sjálfstæðis.

 

Niðurstaða

Staða Skota er einfaldlega sú að þeir geta ekki fengið að vera meðlimir að ESB - ef Bretland gengur út. Það væri ekki í boði að veita þeim sérstöðu - sem héraðs sem vill vera áfram. Eða heimila þeim að vera áfram meðlimir að ESB - ef þeir yfirgefa breska sambandið áður en BREXIT tekur formlega gildi.
M.ö.o. þeir yrðu að ganga úr breska sambandinu - síðan óska eftir aðild, ganga í gegnum aðildarferli - evruna síðan fengu þeir ekki nema skv. gildandi reglum, að uppfylla stöðugleika skilyrðin.

  • Á hinn bóginn gætu samningar við Bretland um skil að skiptum reynst tafsamir.
    Ósennilegt að Bretar mundu ljúka þeim áður en þeir sjálfir klára sín vandamál gagnvart ESB.

Kv.


Frakkar gætu fengið sína eigin þjóðaratkvæðagreiðslu

Sú er reyndar ekki líkleg að vera um -- FREXIT. Þó að Marine Le Pen tali nú fyrir slíkri atkvæðagreiðslu.
--En athygli hefur vakið að nokkrir þekktir stjórnmálamenn hafa hálf-lofað þjóðaratkvæðagreiðslum.

Þeir vilja meina að næsta stóra sáttmálabreyting - verði að fá stuðning almennings innan Frakklands, til að skapa þeim lögmæti í augum franks almennings.
--Á sama tíma, vilja þeir gjarnan einnig - sínar stórstígu sáttmálabreytingar!

French politicians promise their own referendums on a new Europe

"Mr Juppé, a candidate for the centre-right presidential nomination..." - "...the people have the feeling that the EU has been built without them," - "We will have to hold a referendum, not just in France but in all the countries, at some point in the European construction.”

"...economy minister Emmanuel Macron." - “We have never had the courage to organise a real European referendum,” - “This next project has to give it the strength.”

Bæði Juppe og Sarkozy -- vilja búa til fjármálaráðuneyti evrusvæðis.
Og auka á hlutfall skatttekna sem renna í sameiginlega sjóði - meðal aðildarríkja evru.
Hefja m.ö.o. það ferli að evrusvæði þróist í átt að því að vera ríki.

Sarkozy hefur þó ekki tekið undir hugmyndir um -- þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Alan Juppe væri þá skv. því að binda sig til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu, um breytingar af slíku tagi - ef þær næðust fram.

 

Spurning hvernig þetta allt kemur út fyrir Marine Le Pen?

En hún hefur fagnað atkvæðagreiðslunni í Bretlandi, niðurstöðu hennar - kallað hana hugrakka og sigur lýðræðis. Og vill halda FREXIT atkvæðagreiðslu.

Hún mun án nokkurs vafa snúast öndverð gagnvart hugmyndum forsvarsmanna stóru flokkanna þ.e. Sarkozy og Macron, ásamt Juppe -- að draga úr sjálfstæði Frakklands, með því að færa aukið vald yfir fjárlögum yfir til sameiginlegs fjárlagaráðuneytis - evrusvæðis.

Fyrir utan að hún hefur áður lofað því að taka Frakkland út úr evrunni!

Svo má vel vera að hún geti grætt pólitískt á þeirri afstöðu stóru gömlu frönsku flokkanna -- að ganga mjög hart fram gegn Bretlandi!
--Sem hún mun að sjálfsögðu túlka sem - tilraun til að refsa breskum kjósendum, fyrir að kjósa rangt.

  1. Þ.e. auðvitað áhugavert að sumir af sömu frönsku stjórnmálamönnunum og fordæma David Cameron fyrir að heimila BREXIT atkvæðagreiðslu.
  2. Skuli sjálfir a.m.k. hálf lofa atkvæðagreiðslu heima fyrir.

Það má því velta því fyrir sér -- hversu mikil alvara sé að baki þeirra ummælum, um þörf á lögmætingu sáttmálabreytinga - með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á hinn bóginn, mun Marine Le Pen án nokkurs vafa hamast á þeim.
Og gera þeim þar með mjög erfitt með að sleppa við að standa við slík loforð.

  1. En hún mun örugglega á sama tíma -- höfða til allra þeirra Frakka, sem ekki vilja frekari tilfærslur á sjálfsforræði Frakklands til sameiginlega stofnana.
  2. Og gera kröfur um stóraukinn rétt Frakklands um að ákveða hvert flæði flóttamanna til Frakklands verður.
  3. Auk þess að árétta loforð um endurreisn Frankans.
  4. Og að Frakkland fái eigin FREXIT atkvæðagreiðslu.

Skv. spám er henni spáð inn í 2-umferð frönsku forsetakosninganna 2017.
Þar sem hún líklegast mætir Sarkozy!

  • Fyrrum forseta Frakklands -- en ekkert dæmi þekki ég þess að fyrrum forseti Frakklands, nái síðar meir aftur kjöri.

Skv. því er alls ekki hægt að afskrifa fyrirfram þann möguleika að hún nái kjöri 2017.

 

Niðurstaða

Hvað gerist í kjölfar Brexit atkvæðagreiðslunnar getur haft áhrif á fylgi Front Nationale og Marine Le Pen - nánar tiltekið. En einn möguleiki er sannarlega sá, að í það muni fara í gang - löng störukeppni milli nýrrar forystu Íhaldsflokksins breska nk. haust; og aðildarlanda ESB.
En skv. lögum ESB getur Bretland einungis með því að virkja ekki lögformlegt ferli skv. Grein 50 í lögum sambandsins -- fyrr en í lengstu lög; haft áhrif á það hvaða meðferð meðlimalöndin veita Bretlandi.
Það getur auðvitað vel farið svo að meðlimalöndin neita að ræða óformlega við nýja stjórnendur Bretlandseyja -- samtímis og þeir neita að virkja Gr. 50.

Þ.e. auðvelt að sjá með hvaða hætti slík störukeppni gæti orðið vatn á myllu FN og Marine Le Pen - það síðan ofan í hugmyndir Juppe - Sarkozy og núverandi stjórnarflokks Frakklans, um verulegar valdatilfærslur yfir til evrusvæðis; sem Marine Le Pen mun auðvitað veita andstöðu og höfða til allra Frakka andstæða frekari valdatilfærslum til sameiginlegra stofnana.

  • Með allt þetta í huga - gæti Marine Le Pen staðið fyrir mjög vænlegri stöðu fyrir forsetakosningarnar 2017.

Hún mun leitast til að tala upp einhvers konar kjósenda uppreisn gegn hugmyndum stóru flokkanna gömlu -- um slíkar viðbótar valdatilfærslur, meðan að hún lofar almenningi þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvægustu framtíðarmál landsins - leitast þannig til að slá sig til riddara sem lýðræðissinna.

Það gæti ofan í deilur um innflytjendamal - hreinlega einfaldlega virkað!

 

Kv.


Tyrkland biður Pútín afsökunar - Ísrael og Tyrkland formlega ganga frá endurreisn samskipta

Merkilegt að þetta er tilkynnt sama dag, þ.e. að Erdogan biðjist formlega afsökunar á því að Tyrkland skaut niður rússneska sprengjuvél fyrir um ári síðan, og að samkomulag Ísraels og Tyrklands um endurreisn samskipta -- sé full frágengið!

Turkish president apologises to Putin over downing of fighter jet

Israel and Turkey Agree to Resume Full Diplomatic Ties

Israel and Turkey agree to restore full diplomatic relations

Ekkert liggur fyrir um viðbrögð frá Rússlandi - nema það að afsökunarbréfi Erdogans hafi verið veitt móttöku.
Opinber tilkynning Rússlands um málið er álitin af sérfræðingum í alþjóðamálum, vísbending þess efnis að afsökunarbeiðnin hafi verið samþykkt.
--Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Hvað það þíðir um samskipti Rússlands og Tyrklands er enn á huldu - gæti þó þítt að Rússland slaki á viðskiptabanns aðgerðum gagnvart Tyrklandi.
--Kannski að Erdogan dragi úr aðgerðum líkleg til að vera Rússlandi andstæð í Miðausturlöndum.

Vangaveltur í netheimum sá ég þess efnis -- að Pútín hafi á laun stutt uppreisn Kúrda innan Tyrklands - og sá stuðningur sé ástæða þess að Erdogan bakkar.
--Sel það ekki heldur dýrar en ég keypi.

 

 

http://www.iiss.org/~/media/Images/Publications/Strategic%20Comments/Eastern-Mediterranean-gas-fields-630x385.gif

Samningur Tyrklands og Ísraels getur verið raunverulega merkilegur!

  1. Um virðist að ræða -- full dyplómatísk samskipti.
  2. Að lausn var fundin á nokkurra ára deilumáli þjóðanna, þ.s. Ísrael sættist á að biðjast afsökunar á dauða nokkurra tyrkneskra ríkisborgara fyrir nokkrum árum, og greiða ættingjum þeirra bætur -- á móti fellur Tyrkland frá málshöfðunum gegn ísraelskum sérsveitarmönnum.
  3. Viðskiptasamningur milli Tyrklands og Ísraels - samþykkt kaup á gasi frá Ísrael frá svokallaðri "leviathan" gaslynd -- sem kvá vera það stór, að Ísrael hafði ekki bolmagn til að hefja nýtingu hennar, fyrr en stór tryggur kaupandi væri fundinn.
    --Með því að Tyrkland samþykkir að kaupa gas!
    --Getur nýting gaslyndarinnar komist í fullan gang - þ.e. sala til Tyrklands, og til Evrópu í gegnum Tyrkland.
    --Mjög góðar fréttir fyrir efnahag Ísraels - til lengri tíma litið.
    **Og Tyrkland skiptir um orkusala!
  4. Eðlilega tekur nokkur ár fyrir gasið að streyma -- þannig að Tyrklandi er sennilega a.m.k. í hag, að halda Rússlandi - sæmilega góðu, þangað til að Rússland getur ekki lengur hótað, að skrúfa fyrir gasið.
  5. Það virðist um að ræða endurreisn að takmörkuðu leiti á hernaðarsamstarfi beggja þjóða - sem var umfangsmikið á árum áður, en a.m.k. fyrst í stað virðist einungis stefnt að varfærnum skrefum þar um.

_____Strategískt séð þíðir þetta, að eftir nokkur ár verður Tyrkland búið að hætta gaskaupum af Rússlandi!
_____Að efnahagur Ísraels og Tyrklands verður tengdur nánum böndum til framtíðar.

  • Það þykir mér benda til þess að Ísrael og Tyrkland séu að rotta sig saman.

En bæði löndin líta á vaxandi áhrif Hezbollah og Írans í Sýrlandi - sem ógnun.
Ísrael án einskis vafa lítur á þá þróun að Hezbolla virðist ætla að vera með sambærilega stöðu í Sýrlandi og innan Lýbanons, sem ógnun við sitt öryggi.
Ísrael að auki hefur margsinnis líst því yfir að það álítur Íran alvarlega ógn.
--Það virðist rökrétt að Tyrkland -miðað við afskipti Tyrklands af átökum innan Sýrlands- sé einnig vaxandi mæli í keppni um völd og áhrif við Íran.

  • Sameiginlegir hagsmunir geta því einfaldlega verið að ýta þessum tveim löndum saman.

 

Niðurstaða

Hverjar verða heildar afleiðingar afsökunarbeiðni gagnvart Pútín - persónulega frá Erdogan; liggur allt á huldu um! En líklega hafa leynileg samskipti verið til staðar milli landanna, og leynilegar samningaviðræður.
Vangaveltur hafa lítinn tilgang - þegar svo lítið er vitað!

En samningurinn milli Ísraels og Tyrklands hefur nú verið í býgerð - síðan Tyrkland skaut niður rússnesku vélina, eða nánar tiltekið - skömmu síðar.
--Þar virðist að Ísrael hafi gripið tækifæri sem bauðst, með því að leggja fram tilboð til Erdogans, sem maður verður að gera ráð fyrir að hann hafi tekið vel í, viðræður síðan hafist.

  • Útkoman virðist í þessu vera -- gróði Ísraels.
  • Sem græðir efnahagslega, sem styrkir stöðu Ísraels eitt og sér, en að auki má reikna með því að Ísrael sé einnig að græða - bandamann!
  • Tyrkland skiptir máli, með sinn fjölmenna her - þann næst fjölmennasta innan NATO.

 

Kv.


Kannski ætti frekar að líta á Brexit sem tækifæri fyrir Evrópusambandið

Punkturinn sem ég kem með er sá, að ef nokkru sinni það á að vera mögulegt að halda áfram svokkallaðri dýpkun sambandsins - sérstaklega ef hugmyndin er að halda áfram með þá hugmynd að sú dýpkun skuli vera jöfn og stöðug, með myndun sameiginlegs ríkis sem - loka endapunkt.

  1. Þá hlýtur að vera ljóst -- að Bretland er einungis fyrsta landið sem fer!
  2. En augljóslega gengur ekki módelið um stöðuga dýpkun samstarfsins upp - nema að þau lönd sem ljóst er þegar að aldrei ætla að taka upp evruna --> Fari öll með tölu út.

 

Í því liggur þá Brexit sem tækifæri!

En þau lönd sem verða þá ekki með í stofnun sameiginlegs ríkis - þurfa þá samt að hafa eitthvert form af samskiptum við það ríki í framtíðinni.

Réttast væri að sjálfsögðu, að utan um það nýja ríki -- verði myndaður einn fríverslunarklúbbur, ekki ósvipað því að Bandaríkin bjuggu NAFTA til utan um Norður-Ameríku lönd sem ekki tilheyra Bandaríkjunum.

  1. Þá er augljósa ábendingin sú -- að þegar fyrsta landið, þ.e. Bretland er að fara út.
  2. Í þeirri röð ríkja sem líklega yfirgefa sambandið.

Þá er að skapast tækifæri að hefja sköpun þess fríverslunarsvæðis, sem í framtíðinni mundi innihalda væntanlega -- öll Evrópuríki utan ESB.
--Kannski jafnvel A-Evrópulönd ekki síður en V-Evrópulönd.

Slíkt svæði þarf þá að vera hugsað til langs tíma!
Eftir allt saman þá ætti það rökrétt að vera til svo lengi sem hið nýja sambandssríki nokkurs fjölda Evrópuríkja - hefði rauntilvist.

 

Evrusvæðið t.d. þarf mjög nauðsynlega á frekari dýpkun að halda!

En allar þær tilhneygingar rekast á hagsmuni landanna utan Evru -- sem líklega ætla sér aldrei að taka evruna upp; og þ.e. mjög flókið og verður vaxandi enn flóknara, að láta þá hagsmuni landanna utan evru og innan evru - ganga upp.

  • Löndin utan evrunnar -- munu ekki sætta sig við það að fara!
  • Nema að löndin innan evrunnar -- skapi þeim nægilega hagsælt til framtíðar, umhverfi.
  1. Rökréttast er að evrusvæðið hafi sínar viðskiptareglur -- þær þróist óháð reglu-umhverfi þeirra landa sem verða fyrir utan.
    Þær reglur þróist miðað við þarfir hins nýja ríkis.
  2. Síðan eins og þegar NAFTA var búið til -- þá eru viðskiptareglurnar innan fríverslunarsvæðisins, búnar til sameiginlega milli -hins nýja ríkis- og landanna sem verða áfram fyrir utan; þannig að löndin fyrir utan hafi einnig áhrif á þá setningu regla er gilda innan þess frísvæðis.

Auðvitað -- eins og Bandaríkin eru lang sterkust innan NAFTA.
Væri nýja Evrópuríkið -- langsterkast innan þess frísvæðis, og hefði því langsamlega mest áhrif á mótun þess reglu-umhverfis.

___En punkturinn er sá, að löndin utan evru -- mundu aldrei sættast við að kerfið virkaði þannig að þau hefðu engin áhrif á þær viðskiptareglur sem þau eiga að nota.

___Þannig að rökréttast er að ESB gefi það strax eftir -- til þess að nýja fríverslunarsvæðið verði nægilega aðlaðandi; svo að löndin utan evru -- öll með tölu sættist á það að evrulöndin sigli síðan sína leið áfram inn í sífellt dýpkandi samstarf með stofnun Evrópuríkis sem lokaniðurstöðu.

 

Niðurstaða

Þessa dagana eru menn að hamast á því að Brexit sé -tragedía- bæði í Bretlandi og í Evrópu. En kannski eru menn ekki að sjá tækifærið í þessu. En það hefur lengi verið ljóst að ESB verður að taka stórstígum breytingum -- sérstaklega evrusvæðið. Ennþá er evrusvæðið - hálf karað hús, sem líklega skýrir af hverju evrusvæðið er ekki að skila fullri skilvirkni.

En meðan að ESB inniheldur fjölda landa sem aldrei ætla sér að taka upp evru - þá er mjög erfitt að sleppa út þeim vítahring sem Evrópusambandið hefur nú verið statt innan um nokkurt árabil.

Ef kjarnasvæði ESB á nokkru sinni að geta klárað sitt hús -- þá sennilega þarf það að losa sig við þau lönd sem hafa engan áhuga á frekari dýpkun!
--Í því liggur einmitt tækifærið við Brexit -- því ef kjarnasvæði ESB á að geta haldið vegferð sinni áfram, þá þarf kjarnasvæðið að sannfæra löndin utan evrunnar - að fara af sjálfdáðum!

Það verður að sjálfsögðu ekki gert -- nema að fyrir þeim standi nægilega vænleg framtíð.
Kannski er þá Brexit einmitt tækifæri fyrir -- kjarna Evrópu, að skapa þá framtíð sem löndin utan evrunnar gætu þá sætt sig við.

Þannig að skilnaðurinn geti í framtíðinni orðið -- með vinsemd!
__Sú vegferð gæti hafist með því að viðskilnaður ESB og Bretlands þá verði einmitt í vinsemd og sátt beggja aðila!

 

Kv.


Brexit virðist líklegt að valda deilum milli aðildarríkja Evrópusambandsins!

Mjög sérkennilegur fundur utanríkisráðherra upphaflegu fyrstu 6-stofn ríkja hins upphaflega Evrópubandalags - fyrirrennara Evrópusambandsins: Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Lúxembúrgar og Hollands.

Sýndi eiginlega -- frekar sundrung sambandsins.
En samstöðu þess!

En þegar sama dag -- t.d. lýsti Angela Merkel sig, á töluvert annarri skoðun, en utanríkisráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar -- en sá kemur frá sósíal-demókrata-flokki Þýskalands, meðan að Merkel fer fyrir megin hægri flokki Þýskalands.

Merkel sees no need to rush Britain into quick EU divorce

Angela Merkel pushes back on EU pressure for quick divorce

  1. Þessi fundur ráðherranna 6 - er einnig sérkennilegur fyrir þær sakir!
  2. Að utanríkisráðherrar 21-meðlimríkis, voru ekki með - og voru ekki spurðir.
  • Þannig að það mætti túlka yfirlýsingu ráðherranna 6-sem hroka!

En þ.e. full ástæða að ætla að t.d. Norðurlönd, sem hafa umtalsverða viðskiptahagsmuni við Bretland -- séu ekki alveg sammála þeirra afstöðu.

En hvatning ráðherranna 6-var á þá leið, að Bretland ætti að virkja Grein 50 í sáttmála ESB sem fyrst!
Svo að Brexit sé unnt að afgreiða með hraði -- enda hafi breska þjóðin tekið ákvörðun um að fara.

__________________________: núgildandi sáttmáli ESB

Article  50

1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own     constitutional requirements.

2. A Member State which decides to withdraw shall notify the European Council of its intention. In the light of the guidelines provided by the European Council, the Union shall negotiate and conclude an agreement with that State, setting out the arrangements for its withdrawal, taking  account of the framework for its futurere lationship with the Union. That agreement shall be negotiated in accordance with Article 218(3) of the Treaty on the Functioning of the European Union. It shall be concluded on behalf of the Union by the Council, acting by a qualified majority, after obtaining the consent of the European Parliament.

3. The Treaties shall cease to apply to the State in question from the date of entry into  force of the withdrawal agreement or, failing that, two years after the notification referred to in paragraph 2, unless the European Council, in agreement with the Member State concerned, unanimously decides to extend this period.

4. For the purposes of paragraphs 2 and 3, the member of the European Council or of the Council representing the withdrawing Member State shall not participate in the discussions of the European Council or Council or in decisions concerning it. A qualified majority shall be defined in accordance with Article 238(3)(b) of the Treaty on the Functioning of the European Union.

5. If a State which has withdrawn from the Union asks to rejoin, its request shall be  subject to the procedure referred to in Article 49.

 

Eins og sést af lestri Greinar 50 -- þá gerir hún ekki ráð fyrir því, að land sem hyggst hætta sem meðlimur --> Fái að hafa nokkur hin minnstu áhrif á samninga um brottför úr sambandinu!

Þannig að raunverulega eru ráðherrarnir 6-að segja!
Að þeir vilji sem fyrst -- einhliða ákveða hvaða meðferð Bretland fær við Brexit.
Þannig að Bretland þyggi eitthvað "hand me down" sem Bretland fái ekkert að hafa nokkur hin minnstu áhrif á!

En þarna skýn líklega í afstöðu -- sem virðist algeng meðal svokallaðra "federalista" þ.e. þeirra sem styðja stöðuga dýpkun sambandsins, með hugsanlegt Evrópuríki sem endapunkt.

En sú hugmynd virðist njóta fylgis meðal fólks með þá grunn afstöðu --> Að það þurfi að stíga harkalega á Bretland, og bresku þjóðina -- öðrum til aðvörunar!

Þeir sem hafa þá afstöðu -- virðast halda að, það að refsa bresku þjóðinni fyrir að vilja hætta í ESB; sé besta leiðin til þess - að forða því að fleiri þjóðir hugsanlega ákveði að fylgja fordæmi Breta!

  1. Ég er að sjálfsögðu á þeirri skoðun, að afstaða sem þessi - sér yfirmáta heimskuleg.
    --Þá meina ég, í tilliti til hagsmuna Evrópusambandsins sjálfs!
  2. En ef ESB raunverulega mundi gera sitt ítrasta til þess, að Brexit verði sem harkalegastur skellur fyrir bresku þjóðina --> Sem að sjálfsögðu er eðlilegt að líta á sem, refsingu!
  3. Þá mundi ESB þar með -- í augum sinna gagnrýnenda, sem halda því fram t.d. að ESB beri ekki virðingu fyrir lýðræðinu - að ESB sé eðli sínu ólýðræðislegt - að innan ESB ráði fámennur valdahópur sem sé gegnsýrður valdahroka!
    --Virðast staðfesta þá gagnrýnispunkta í öllum höfuðatriðum.
  4. Sem mundi að sjálfsögðu verða vatn á myllu flokka andstæðinga sambandsins innan aðildarríkjanna!
  • Síðan er rétt að benda á, að slík -- varnarstaða, sem ráðherrarnir 6-virðast vilja taka, í eðli sínu inniber ákveðið vantraust þeirra sjálfra á ESB.
  • Þ.e. upp á ensku "lack of confidence" -- þ.e. þeir óttast að geta ekki haldið í einhvern ónefndan fjölda annarra meðlimaþjóða!
    --Nema að refsivöndurinn sé hafinn á loft.

_____Ég aftur á móti held að slík aðferð hafi akkúrat þveröfug áhrif!
En hrokinn sem skýn úr þessu - hlýtur að stuða fjölda þeirra landa, einmitt hugsanlega þau sem þeir óttast að hugsanlega gætu fylgt fordæmi Bretlands.
Og auðvitað vanvirðingin við hinn breska þjóðarvilja - er líklega ekki heldur til þess fallinn, að bæta samskiptin við þau lönd sem þeir óttast að geti tekið svipaða ákvörðun.

  • Það áhugaverða er -- að með þessu, gætu þeir hafa skapað Bretlandi nokkra samúð!
  • Sennilega þvert á það sem þeir ætluðu sér!

Auðvitað í þeim löndum sem þeir óttast að geti fylgt fordæmi Breta!
Bretar gætu þá óvænt reynst líklegri að hafa bandamenn innan ESB í viðræðum sínum við sambandið!
--Tja ekki ósvipað því þegar Danmörk aðstoðaði Grænland á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Hrokafullur fundur 6-ráðherra er ekki sú sýn sem ESB ætti að halda á lofti, í kjölfar þess atburðar sem nú skekur sambandið, þ.e. niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi sl. fimmtudag.
--Þvert á móti er sá fundur mun sennilegar vatn á myllu gagnrýnenda sambandsins.
--Þar hafi ráðherrarnir, mun sennilegar, skaðað sambandið - þvert á þeirra ætlan!


Kv.


Ég er ekkert viss að það séu miklar líkur á því að Skotland yfirgefi Bretland í kjölfar Brexit

Það má alveg teikna upp þá mynd að líkur séu á því að Skotland yfirgefi Bretland.
Eftir allt saman þá vildu 62% Skota að Bretland væri áfram í ESB, meðan að einungis 38% Skota studdu Brexit.
-Ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon, sagði það ólýðræðislegt að Skotland væri dregið út úr ESB gegn þess vilja - og sagði nýja atkvæðagreiðslu um brotthvart úr breska sambandinu, líklega.

Skotland væri að sjálfsögðu ekki sjálfvirkt meðlimur að ESB!

Rétt að ryfja upp þegar umræðan um þjóðaratkvæðagreiðslu Skota var í gangi -- og sjálfstæðissinnar í Skotlandi héldu því fram að Skotland yrði áfram meðlimur að ESB.

Þá var þeirri afstöðu samstundis hafnað af Mariano Rajoy forsætisráðherra Spánar!
En forsætisráðherra Spánar er að glíma við sjálfstæðissinna í Katalóníu.
Og það síðasta sem hann vill - er að skapa það fordæmi að svæði innan meðlimalanda geti sagt bless við meðlimalandið, og verið sjálfkrafa ESB meðlimir.

Eftir umræðu milli meðlimalanda -- var formúlan skýr.

  • Sjálfstætt Skotland yrði að sækja um aðild að ESB.
  1. Þannig að ef maður ímyndar sér það að Skotar vilji sem fyrst hætta í breska sambandinu, til þess að halda í ESB aðildina -- áður en Bretland formlega yfirgefur ESB.
  2. Þá gengur það ekki upp!
  • Það má að auki nefna það, að stjórnvöld í Belgíu -- vildu ekki heldur skapa þannig fordæmi.

En ella gæti það verið fordæmi, sem leitt gæti til slita sambands Vallóníu og Flæmingjalands, þ.e. upplausnar Belgíu.

 

Olíuverð er í dag ennþá töluvert lægra en það var meðan Skotar höfðu sitt þjóðaratkvæði

Þjóðernissinnaðir Skota dreymdi um að lifa á olíunni eins og Norðmenn - en skoski olíuiðnaðurinn er eins og sá norski, þ.e. olíuborpallar og óskaplegur rekstrarkostnaður.
Sem þíðir, að olíuverð þarf að vera hátt - til að reksturinn skili hagnaði.

Í dag er skoski olíuiðnaðurinn örugglega í taprekstri eins og sá norski.
Það sem verra er - Skotar eiga engan olíusjóð eins og Norðmenn.

Það er örugglega um að ræða - umtalsverða fjármagnstilfærslur í formi skattfjár frá hinu hlutfallslega auðuga, Englandi - til Skotlands.
--Sem Skotar mundu missa af.

Ég sé ekki ESB aðildarlönd -- dæla miklu fé til Skota.

Enda nóg af verulega fátækari löndum í ESB í A-Evrópu, og SA-Evrópu.
--Sem fá rjómann af byggðastyrkjum úr sameiginlegum sjóðum, og styrkjum til vegaframkvæmda.

  • Það sem ég er að segja er, að Skotar yrðu fátækari utan við breska sambandið.
  • Og þeir yrðu að óska eftir ESB aðild - fara síðan í dæmigert umsóknarferli með samningum um aðild.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé ekki efnahagslega séð aðlaðandi kostur fyrir Skota að yfirgefa Bretland - þó svo að það líti út fyrir það að Bretland sé virkilega á leið út úr Evrópusambandinu.
Sem segir ekki að Skotar geti ekki tekið slíka ákvörðun -- þ.e. verða sjálfstætt land, síðan að ákveða að ganga í ESB.


Kv.


Fullkomin áætlun um ólympýugull fyrir Ísland :)

Mér flaug þetta í hug þegar ég velti því fyrir mér öllu þessu rússneska frjálsíþróttafólki sem verður bönnuð þátttaka í ólympýuleikunum í Ríó.
--Þegar formlegt bann á Rússland verður væntanlega samþykkt á næstunni!
Þannig að Rússneskt frjálsíþróttafólk verði ekki með á næstu ólympýuleikum.

http://www.thesundaytimes.co.uk/sto/multimedia/dynamic/01190/01_D08ATH_1190993k.jpg

Hvað ef Ísland býður völdu úrvali rússnesks íþróttafólks sem telst líklegt til afreka en lendir í banni á næstu ólympýuleikum -- íslenskan ríkisborgararétt?

Ísland er auðvitað ekki í banni!
Með ríkisborgararétt upp á vasann - ættu íþróttamenn að mega keppa fyrir Íslands hönd.
Þetta gæti veitt íþróttafólki - sem annars missir af sínu tækifæri til að keppa um ólympýtitil, tækifæri til afreka.
**Og auðvitað teldist sá ólympýutitill vera fyrir hönd Íslands.

  • Að sjálfsögðu ætti að gæta þess, að fylgjast vel með því að ekkert misjafnt fari fram -- þ.e. enginn passi t.d. án þess að standast próf um að vera laus við ólögleg efni.
  • Síðan vandlega fylgst með því að allt sé í lagi - reglum skv.

___En uppgefin ástæða þess að Rússland fer í bann, er sú - að ekki sé unnt að treysta því, vegna þess hve mikil spilling sé í kringum íþróttastarf innan Rússlands, með þátttöku rússneska stjórnkerfisins í þeirri spillingu -- að rússneskt íþróttafólk verði ekki undir áhrifum ólöglegra efna.

  • En enginn hefur a.m.k. enn klagað neitt upp á Ísland að þessu leiti!

Það hafi því enginn ástæðu til að hindra þetta fólk í að keppa fyrir Íslands hönd, ef leyfi fengist fyrir því í Rússlandi - og rússneskt íþróttafólk væri til í að slá til.
Þar sem að enginn hafi ástæðu að ætla, að Ísland sé ófært um að tryggja að ólympýufarar fari að settum reglum.

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta skemmtileg hugmynd. Það þarf ekki endilega vera að rússnesk stjórnvöld mundu bregðast illa við slíkri tillögu. En ef fólk sem mundi keppa fyrir Íslands hönd - mundi vinna til verðlauna. Og það hefði enginn ástæðu til að halda að ólögleg efni hefðu verið í spilum.
___Þá kannski minnka líkur á því að rússneskt íþróttafólk sem hefur unnið til verðlauna á ólympýuleikum þeim sem síðast fóru fram, verði svipt sínum verðlaunum.

Og Ísland gæti skemmt sér við það -- að sjá kannski ísl. fánann í miðjunni í einhver skipti á næstu ólympýuleikum.

 

Kv.


ISIS virðist hafa gert vel heppnaða gagnárás innan Sýrlands

Undanfarnar vikur hefur verið í gangi hæg sókn í átt að höfuðborg ISIS - Raqqa. Í annan stað sækja hópar sem Bandaríkin veita stuðning í átt að borginni. Á hinn veginn, sækja hersveitir Assads að henni með aðstoð Shíta hersveita í bandalagi við Íran.

ISIL 'recaptures' areas from Syrian forces in Raqqa

Islamic State regains areas lost to Syrian government

Islamic State launches counter-attacks on U.S.-backed forces, Syrian army

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/6a/Un-syria.png

Hersveitir sem styðja ríkisstjórn Assads voru komnar í næsta nágrenni við "Tabqa" - eða skv. kortinu, "Madinat al Thawrah."

En þar er herstöð og herflugvöllur sem ISIS tók 2014. Assad vill mjög gjarnan ná henni aftur.

En ef marka má fréttir af gagnárás ISIS -- þá tókst ISIS að hrekja hersveitir stjórnarsinna af höndum sér, og það svo rækilega - að hersveitir stjórnarsinna eru ca. þar sem þær voru er herförin var hafin fyrir ca. 3-vikum síðan.

Miðað við frásögn af herför liðssveita undir stuðningi Bandaríkjanna -- þá sitja þær um bæinn Manbij -- töluverðan spöl fyrir norðan.
--Isis sveitir réðust einnig þar fram -- en ef mark er takandi á fréttum, var umsátrinu um bæinn ekki hrundið.

  • Ég skal ekki fullyrða - að hersveitir stjórnarsinna muni ekki leggja aftur af stað.

En a.m.k. fram að þessu - virðist herförin ekki vera nein glæsiför.

___Og ISIS tók víst einnig aftur olíusvæðið sem stjórnarsinnar höfðu tekið.


Niðurstaða

Miðað við þessar fréttir þá virðist veikleiki hersveita Assads - augljós.
Þegar þeim er hrundið til baka -- þó þær séu studdar með ráðum og dáð af herflugvélum Rússa, enn þann dag í dag.

Sókn Súnní hersveita er njóta stuðnings Bandaríkjanna úr Norðri -- er sosum engin leiftursókn. En a.m.k. voru þær sveitir ekki hraktar til baka.

  • Miðað við þetta virðist fátt benda til þess að Assad geti staðið við þau orð í bráð, að taka aftur öll þau svæði sem ekki lúta hans hersveitum innan Sýrlands.

 

Kv.


Hefur æðsti dómstóll Þýskalands - aukið lýkur á nýrri evrukreppu?

Minn skilningur á fréttinni er nokkuð annar en blaðamanns sem skrifar hana, en hann virðist horfa á það atriði - að dómstóllinn í Karlsruhe dæmir að svokallað "OMT" prógramm "ECB" eða Seðlabanka-evrópu, standist þýsku stjórnarskrána.

German high court backs ECB on crisis-fighting tool

En, þá virðist hann ekki veita því nægilega athygli - að þýski stjórnlagadómstóllinn setur skilyrði.
Og einmitt þau skilyrði skipta töluverðu máli.

Þetta snýst um loforð Seðlabanka-evrópu, að til greina komi að hefja kaup án takmarkana!

Einmitt það er lykilatriðið -- að kaupin séu án takmarkana!

Að auki -- er litlu minna mikilvægt að Seðlabankinn geti keypt skuldabréf landa sem eru við það að detta út af markaði, eða eru þegar -de facto- dottinn út, þ.e. lántökukostnaður óheyrilegur.

  • "Mr Draghi has never had to use the OMT, in part because of the credibility of the ECB’s commitment to buy large amounts of government debt."
  • "Eurozone sovereign borrowing costs are now at or close to record lows in many economies — including some of the weaker members of the currency union."

Einmitt vegna þess, að markaðurinn hefur trúað því, að Seðlabankinn geti hafið inngrip án takmarkana -- ef þ.e. talið nauðsynlegt!
Þá hefur myndast að nýju sú staða sem var á evrusvæði fyrir evrukreppu -- þ.e. að lántökukostnaður aðildarríkja evrunnar sé með litlum breytileika!

  1. Ástæðan að þ.e. algert lykilatriði - - að kaupin séu án takmarkana, eða a.m.k. þau geti verið það ef þurfa þykir!
  2. Er að ef markaðurinn veit af því, að Seðlabankinn getur gripið til ótakmarkaðra kaupa --> Þá fer markaðurinn ekki að keppa við seðlabankann!
    M.ö.o. hann er þá mjög varfærinn í því að stunda spákaupmennsku með ríkisbréf aðildarríkja evru!

"The conditions attached to the Bundesbank’s participation in the OMT programme mean the volume of the ECB’s purchases must be limited from the outset," -- "that purchases are not announced," -- "that bonds are bought only from member states with market access," -- "and that this debt is sold as quickly as possible" -- "and only held to maturity in exceptional circumstances."

Öll þessi atriði eru vandamál!

OK - strangt til tekið, snúa þau eingöngu að þátttöku "Bundesbank" í slíkum kaupum -- en erfitt er að sjá að þau fari fram, ef fjársterkasti meðlimaseðlabanki Seðlabanka-kerfis-ESB tekur ekki þátt.

  1. Það ef kaupin verða að vera -- takmörkuð.
    --Þíðir skv. mínum skilningi, að þá er aftur komið sama ástand og var áður en Mario Draghi gaf sitt fræga loforð, um það að gera allt sem unnt væri til að halda evrunni á floti -- og síðar koma fram svokallað "OMT" prógramm.
    --Þá meina ég, að ef "ECB" hefur einungis takmarkaða -heimild- til kaupa.
    **Þá skapast um leið svigrúm fyrir -spákaupmenn- til að veðja gegn einstökum aðildarríkjum evru <--> Sambærilega þeirri spákaupmennsku er var í gangi í svokallaðri evrukrísu.
  2. Tjáskipti skipta máli - þ.e. hluti af tilgangnum með kaupum, að markaðurinn fái strax upplýsingar um þau.
    --Því tilgangurinn er einmitt að hafa áhrif á markaðinn með kaupum.
    **En það eru til þeir hagfræðingar -- sem eru andvígir markaðs inngripum af prinsipp ástæðum.
  3. Það er einmitt tilgangur "OMT" að kaupa af löndum sem eru í hættu á að missa markaðs aðgang -- auðvitað skiptir máli hvernig "markaðs-aðgangur" er skilgreindur.
    --En ef "ECB" getur ekki keypt bréf landa sem eru komin í vandræði á markaði.
    **Þá fellur sjálfur tilgangur "OMT" algerlega um sjálfan sig -- þó að dómstóllinn hafi ekki formlega lýst "OMT" stjórnarkrárbrot.__Þá auðvitað næst ef það skellur á kreppa -- getur ECB orðið ómögulegt að hindra að land hrekist úr evrunni.
  4. Svo er það krafan að bréfin séu seld -- helst strax.
    Einnig gengur gegn markmiði "OMT" kaupaprógramms, að halda niðri lántökukostnaði aðildarríkis evru -- í vanda.
    --Það auðvitað er viðbótar takmörkun á getu "ECB" til að verja aðildarríki undir ásókn spákaupmanna -- ef bréfunum er ekki unnt að halda frá markaðnum, nema í mjög stuttan tíma.


Niðurstaða mín er nefnilega sú!

Að þótt Stjórnlagadómstóll Þýskalands hafi ekki formlega bannað Seðlabanka Evrópu að kaupa bréf aðildarríkja í vanda -- ef þau eru í hættu á að hrekjast út úr evru.
--Þá hafi hann dregið svo rækilega tennurnar úr möguleikum "ECB" til slíks <--> Að mér virðist næsta svo vera að mál séu komin aftur á sama stað og áður en Mario Draghi gaf út fræga yfirlýsingu sína!

Það þíðir ekki endilega að evrukreppa sé yfirvofandi -- strax nk. vikur eða mánuði.
En næst þegar kreppa skellur á í Evrópu -- virðist mér blasa við að þau vandræði sem við sáum 2011-2012, þegar spákaupmenn gengu á land eftir land, og það hrikti sjáanlega undir stoðum evrukerfisins --> Séu líkleg í slíkri kreppu til að endurtaka sig!

 

Kv.


Ný rannsóknarskýrsla Alþjóða-ólympýunefndarinnar, er á leiðinni - þá verður tekið til skoðunar að víkka út bann á rússneska íþróttamenn

Rannsóknarskýrslan er á grundvelli upplýsinga frá, Grigory Rodchenkov, dr. í lífefnafræði - sem var yfirmaður rannsóknarstöðvarinnar opinberu í Rússlandi, sem meðhöndlaði þvagsýni úr íþróttamönnum: Russian Insider Says State-Run Doping Fueled Olympic Gold.

Ég verð að segja -- að við lestur greinarinnar virðast ásakanirnar afar sannfærandi, það sannfærandi að þær sannfærðu alþjóðlegu Ólympýunefndina að fara fram á - óháða rannsókn.

Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg eftir mánuð, skv: Russia’s athletes face extended ban.

  1. "After the report came out, Dr. Rodchenkov said, Russian officials forced him to resign. Fearing for his safety, he moved to Los Angeles, with the help of Mr. Fogel."
  2. "Back in Russia, two of Dr. Rodchenkov’s close colleagues died unexpectedly in February, within weeks of each other; both were former antidoping officials, one who resigned soon after Dr. Rodchenkov fled the country." <-- Án vafa myrtir af FSB.

Önnur manneskja augljóslega í stórfelldri hættu!

"...the whistleblower Yulia Stepanov, the Russian middle-distance runner who first revealed details of the national doping regime."

--Borgar sig líklega fyrir hana - að hætta að drekka te, en einn rússn. andófsmaður var sem frægt er myrtur af FSB þegar stórhættulegt eiturefni var sett í tebolla.
--Og sennilega einnig, ganga um í kevlar og hafa vopnaða verði, og eigin vopn meðferðis.

  • Þeir sem taldir eru -- svikarar í Kreml, verða líklega í stöðugri lífshættu út lífið.

Það virðist enginn vafi á að ótrúleg svik fóru fram í Sochi.
Miðað við umfang svikanna - að leyniþjónusta Rússlands, starfsmenn ráðuneyta og rannsóknarstöðvarinnar voru djúpt innviklaðir -- og auðvitað íþróttafólkið sjálft.
Þá verður virkilega erfitt fyrir Rússland í framtíðinni - að sannfæra þjóðir heims um að treysta Rússlandi að nýju fyrir - óympýuleikum!

Umtalsverðar líkur að rússneskir íþróttamenn verði enn í banni 2018, þegar ólympýuleikar fara fram í Seúl.
Eftir ótrúlega svikamyllu í Sochi -- getur nokkur maður undrast slíkt?

 

Niðurstaða

Í umræðunni á vefnum hefur verið bent á það að gríðarleg svik hafi farið fram í A-Evrópu á árum Kalda-stríðsins. Síðan halda ýmsir því fram - að fleiri lönd standi í skipulögðum svikum.
--Þannig séð skiptir þessi fortíð ekki máli, eða sá möguleiki að fleiri lönd svindli -- reyndar hefur alþjóðlega ólympýunefndin lofað því, að svik verði rannsökuð - ef skýrar vísbendingar koma fram.

Það sem máli skiptir -- er að Rússland gekk lengra en þekkt eru dæmi um á seinni árum.
Og ekki síst, svikin teljast fullkomlega sönnuð!

 

Kv.


Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband