Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
19.6.2016 | 14:03
Mikil skammsýni hjá Bernie Sanders og Donald Trump - andstaða þeirra gagnvartt viðskiptasamningi Bandaríkjanna við 12 Asíulönd
T.P.P. eða Trans-Pacific Partnership þ.e. Ástralía, Kanada, Japan, Malasía, Mexíkó, Perú, Bandaríkin sjálf, Chile, Brunei, Singapore, Nýja Sjáland og Víetnam.
Andstæðingarnir horfa til þess að þessi samningur inniheldur --> Japan og Víetnam, sérstaklega.
Og halda því fram, að hann muni eyða störfum innan Bandaríkjanna!
- Þannig séð eru Bernie Sanders og Donald Trump sammála að umtalsverðu leiti þegar kemur að -- einangrunarhyggju í viðskiptum!
- Á hinn bóginn er rétt að benda á að Bernie Sanders hefur nú samþykkt, að styðja við framboð Hillary Clinton - segir nú skilda allra Bandaríkjamanna að hindra kjör Donalds Trump: Sanders to work with Clinton to defeat Trump.
---Bernie Sanders - It is no secret that Secretary Clinton and I have strong disagreements on some very important issues, - It is also true that our views are quite close on others. I look forward, in the coming weeks, to continued discussions between the two campaigns to make certain that your voices are heard and that the Democratic party passes the most progressive platform in its history and that Democrats actually fight for that agenda. - I also look forward to working with Secretary Clinton to transform the Democratic party so that it becomes a party of working people and young people, and not just wealthy campaign contributors. - This campaign is about defeating Donald Trump, the Republican candidate for president. After centuries of racism, sexism and discrimination of all forms in our country we do not need a major party candidate who makes bigotry the cornerstone of his campaign, - The major political task that we face in the next five months is to make certain that Donald Trump is defeated and defeated badly. And I personally intend to begin my role in that process in a very short period of time. - This campaign has never been about any single candidate. It is always about transforming America,
---Það virðist liggja í loftinu að eitthvert óformlegt samkomulag hafi orðið milli Sanders og Clinton --> En einnig er líklegt að Trump sjálfur með hegðan sinni undanfarið hafi haft áhrif, t.d. árásir hans á dómara af mexíkóskum ættum, sem mörgum Repúblikönum blöskraði - og ítrekun hans á hvatningu hans til banns á það að Múslimar setjist að í Bandaríkjunum, og ítrekun hans á því að þeir sæti sérstöku eftirliti - hafi sérpassa, o.s.frv. - - atriði er væru augljós stjórnarskrárbrot.
Það sem andstæðingar viðskiptasamninganna líta framhjá - er að þeir eru sennilega ódýrasta aðferðin sem Bandaríkin hafa, til að - kaupa sér vinsamleg samskipti við fjölda landa!
Þessir samningar - eru hannaðir þannig, að þátttöku lönd -tapi- að sjálfsögðu ekki á þátttökunni, þá - þar með talið Bandaríkin og önnur þátttöku lönd.
Þetta er prinsippið - sameiginlegur gróði eða "mutual gain" sem einstaklingar eins og Donald Trump með sína Merkantílísku sýn og Bernie Sanders með sína sannfæringu að þeir eyði störfum - virðast þar með hafna!
Vegna þess að önnur þátttöku lönd en Bandaríkin, græða einnig, ekki Bandaríkin bara --> En hugsun Trumps virðist öll "zero sum," þannig að hann virðist í reynd vilja viðskiptakjör þ.s. Bandaríkin ein græða, þannig að önnur lönd virka eins og -- nýlendur Evrópumanna á öldum áður gerðu. --> Þá græða Bandaríkin einnig, bætt samskipti við önnur þátttöku lönd. --> Meðan að viðskiptastefna Trumps mundi hratt leiða til versnandi samskipta við fjölda annarra landa, og þ.s. ég er mjög viss um -- Kalt-stríð við Kína.
En alþjóða viðskiptasamningarnir sem Bandaríkin hafa tekið virkan þátt í um áratugi, hafa án nokkurs vafa -- einmitt haft þau áhrif, að tryggja Bandaríkjunum - vinsamleg, til mjög vinsamleg, eða í samhengi Kína a.m.k. friðsamleg - samskipti.
---En í tilviki Kína, þá er gróði Kína af viðskiptasamskiptunum við Bandaríkin augljós, og sá gróði einmitt tryggir það, að Kína fer ekki -meðan sá gróði er til staðar, að hefja einhver alvarleg átök við Bandaríkin.
---Sem þíðir að sjálfsögðu, að ef Kína er svipt þeim gróða, þá hverfur sú ástæða fyrir friðsamlega samvinnu við Bandaríkin innan alþjóða kerfisins.
---Síðan líklega verður Kalt-stríð, vegna þess að einhliða aðgerðir Trumps -- þ.e. háir verndartollar, en ég trúi ekki því að Kína samþykki kröfur hans, mundi líklega leiða til kreppu í Kína - sem þíddi sennilega að ráðamenn í Kína, hefðu ekkert annað val en að gera Trump að óvin og Bandaríkin sérstaklega, svo að reiði almennings í Kína er væri allt í einu orðinn atvinnulaus í miklum fjölda, mundi beinast út á við en ekki inn á við.
- Þessir sammningar eru m.ö.o. ekki síst mikilvægir á samskiptasviði Bandaríkjanna við önnur lönd!
Lítum nánar tiltekið á Víetnam vs. Bandaríkin, hvernig bæði lönd græða samtímis --> Málið er að viðskiptasamningar eru orðnir að einu megin valdatæki risaveldanna!
- Víetnam hefur nýverið af Obama verið heimilað að - kaupa bandarísk vopn.
--Víetnamar höfðu óskað eftir því um nokkurt skeið, að vopnasölubanni væri aflétt, fengu það ekki fram fyrr en nýverið.
--Það auðvitað blasir við, að ef maður gerir ráð fyrir því að samningurinn stuðli að því að Víetnam eflist efnahagslega <--> Þá stuðli samningurinn einnig að því, að Víetnam í vaxandi mæli í framtíðinni - kaupi bandarísk vopn. - Það er sennilega e-h til í því að e-h störf innan Bandaríkjanna geti tapast!
--Þetta er þ.s. andstæðingar viðskiptasamninga horfa alltaf á!
--Á hinn bóginn, þá koma önnur störf í staðinn -- en ekki endilega í sömu starfsgreinum; og ekki endilega innan sömu fylkja innan Bandaríkjanna heldur.
**T.d. munu innan Bandaríkjanna greinilega skapast ný störf í framleiðslu á vopnum.
--En ekki endilega bara þar, í Bandaríkjunum er margt framleitt - frá farþegavélum, sem Víetnamar örugglega kaupa einnig, yfir í bifreiðar - tækjabúnað af margvíslegu tagi - tölvur - hugbúnað -- lúxus varningur, o.s.frv.
--Víetnamar eignast mikið af dollurum <--> Það hvetur þá til að kaupa af Bandaríkjunum fyrir þá dollara. - Það má fastlega reikna með því, að aukin viðskipti Víetnams og Bandaríkjanna, bæti samskipti landanna 2-ja í framtíðinni - færi þau m.ö.o. nær hvoru öðru samskiptalega séð.
--Efling samskipta Bandaríkjanna við Víetnam - að sjálfsögðu einnig, skapar ný bandarísk áhrif í Víetnam, innan Víetnams í framtíðinni.
--Og auðvitað, það má reikna með því að Víetnam smám saman verði háðara Bandaríkjunum með aðgang að vopnum - og auðvitað, varahlutum í þau vopn.**Þessi samningur eflir því áhrif Bandaríkjanna!
- Síðasta atriðið - efling áhrifa Bandaríkjanna - er ekki síst mikilvægt.
- En flest þessara landa eru fyrir - bandamenn Bandaríkjanna, þó ekki öll!
- Samningurinn hefur m.a. þann tilgang -augljóslega- að þétta samskipti Bandaríkjanna við þessi lönd.
- Og ekki síður, með því að binda þau nánar við Bandaríkin efnahagslega -- má reikna með því, að þau í framtíðinni - verði líklegri til að fylgja sjónarmiðum Bandaríkjanna!
Höfum í huga, að þetta eru allt sjálfstæð lönd, og þau geta samtímis gert aðra viðskiptasamninga - við önnur lönd!
Kína er í lófa lagið, að gera eigin viðskiptasamninga við flest eða jafnvel, öll sömu lönd.
Þannig að í gegnum viðskiptasamningana -- byrtist að nokkru leiti - viðleitni Bandaríkjanna og Kína, í því að efla sín áhrif á önnur lönd.
Og samtímis, visst -reipitog- þeirra á milli.
Það er á hinn bóginn, fullkomlega friðsamleg nálgun á þeirra samkeppni.
Og því ekkert við það, þannig séð, að athuga.
Samtímis -geta 3.-lönd grætt á samkeppni- þeirra á milli, ef hún er á þessu formi.
- 3.-lönd, geta því ef þau nálgast málin með snjöllum hætti.
- Spilað á þessa samkeppni Kína og Bandaríkjanna.
- Ekkert að því, að löndin við Kyrrahafið - leitist eftir jafnvægi í samskiptum við risaveldin 2--einmitt með því, að gera viðskiptasamninga við þau bæði.
- Samtímis geta þau lönd einnig grætt efnahagslega á tilraunum risaveldanna til að efla samtímis sín áhrif - og sinn efnahag.
Ég er m.ö.o. að segja - að smærri löndin ættu alls ekki að horfa endilega neikvæðum augum á slíka viðleitni risaveldanna!
Með því að spila rétt úr sínum spilum, þá geta smærri lönd - spilað jafnvægisleik þarna á milli.
Kína getur haft mikil áhrif á það, hve náin bönd Víetnams og annarra SA-Asíu landa og Bandaríkjanna verða í framtíðinni
En áhugi Víetnams á bandarískum vopnum -- stendur í beinu samhengi við eflingu Kína á Suður-Kínahafi.
--Kortið að ofan sýnir - kröfur mismunandi ríkja í SA-Asíu til Suður-Kínahafs.
Kína hefur gengið sérlega hart fram til að tryggja sínar - hefur t.d. byggt upp a.m.k. 3-eyjar í Spratly skerjaklasanum, 2-þeirra eru þegar orðnar að her- og flotastöðvum.
Það sést einnig hvernig kröfur Kína - ná yfir nánast allt hafsvæðið.
--Kröfur sem standast ekki reglur Hafréttarsáttmálans --> Sem skýrir hvers vegna að sjálfsögðu Kína hefur verið að byggja upp fyrirfram andstöðu við úrskurð um hafréttarmál, sem Filipseyjar hafa óskað eftir.
- Með því að byggja upp flotastöðvar í Spratly klasanum.
- Samtímis og Kína hundsar kröfur nágranna landanna til svæðisins -- lætur sem nágrannalöndin eygi engan rétt.
- Beitir nálgun sem nefna má -- rétt hins sterka.
__Þá auðvitað er Kína þar með að skapa þær aðstæður, að Víetnam er í vaxandi mæli að óttast vaxandi veldi Kína.
**Sem er auðvitað hvers vegna - Víetnam vill aðgang að bandarískum vopnum.
- Mjög einfalt - því harðar sem Kína gengur á rétt granna sinna í SA-Asíu.
- Því betur mun Bandaríkjunum ganga við það verk, að efla sín áhrif innan SA-Asíu.
__Þá halla löndin sér að Bandaríkjunum, í viðleitni til að styrkja sig gagnvart Kína.
- Ef Kína heldur áfram með stefnu af þessu tagi - þá á einhverjum enda, verður uppskeran sú að Bandaríkin -- græða nýjan bandamann.
En ef maður ímyndar sér - að Kína mundi sýna meiri sáttfýsi um Suður-Kínahaf.
Og samþykkti einhvers konar skiptingu þess svæðis, eða sameiginlega nýtingu í samvinnu við nágranna löndin.
--Og gætti sín betur að því, að skapa ekki ótta í þeim löndum.
- Þá mundu þessi lönd mun síður hafa ástæðu til að -- halla sér að Bandaríkjunum.
Niðurstaða
Málið er að heimurinn græðir á samkeppni milli risaveldanna -- í formi viðskiptasamninga!
Meðan að þeirra samkeppni er fremur þar, en á formi vopnakapphlaups.
--Þá stuðlar sú samkeppni að bættum lífskjörum í heiminum, og framþróun í tækni.
Það að Bandaríkin geri TPP -- þíðir ekki að samtímis geti ekki Kína gert aðra samninga við mörg sömu landa eða jafnvel þau öll.
Fyrir lönd sem taka þátt í slíkum samningum -- er einmitt snjallt að hafa samninga af slíku tagi við bæði risaveldin.
Þannig geta smærri lönd, tryggt visst jafnvægi í samskiptum.
Meðan að þau samtímis græða á viðskiptum við risaveldin 2.
- Ef aftur á móti samkeppnin fer yfir í vopnakapphlaup, og upphleðslu spennu.
- Þá gegna þeir samningar - öðru hlutverki.
- Að efla samskipti og efnahag landa -- sem annaðhvort þegar eru bandalagsþjóðir, eða - líklegar bandalagsþjóðir.
Það er undir báðum risaveldunum komið -- hvor þróunin verður ofan á!
- En hvorki Kína.
- Né Bandaríkin.
- Gera þessa samninga -- til að tapa á þeim.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2016 | 03:31
Rússnesku frjálsíþróttafólki bönnuð þátttaka á ólymplýuleikunum í Ríó
Skv. nýrri rannsóknarskýrlu á vegum Alþjóða-ólympýuhreyfingarinnar - Status update concerning Russian testing - koma fram alvarlegar ásakanir um áframhald skipulagðra brota rússneskra íþróttamanna.
En samkvæmt skýrslu um málið sem kom fram í fyrra - THE INDEPENDENT COMMISSION REPORT - þá er talið að rússnesk stjórnvöld hafi tekið virkan þátt í svindlinu, þar á meðal - rússnesku leyniþjónustunni verið beitt.
Ef fólk segir þetta ósanngjarna aðdróttun að Rússlandi, bendi ég á að Pútín á sl. ári lét loka rannsóknarstöðinni, þ.s. þvagsýni íþróttamanna voru rannsökuð og bauðst til að láta framkvæma opinbera rannsókn á vegum rússneskra stjórnvalda: Russia shuts Moscow lab after doping report - Vladimir Putin seeks to head off Russian ban for doping scandal.
- Með þeim aðgerðum, að sjálfsögðu viðurkenndi hann þá, að alvarlegt svindl hafði verið í gangi --> Sjá einnig færslu um málið: Magnað - Rússland hefur verið sett í allsherjar bann innan frjáls íþróttaheimsins.
Mat þeirra sem rannsaka málið af hálfu Alþjóða ólýmpýuhreyfingarinnar, er m.ö.o. að skipulagt svindl á vegum rússneskra stjórnvalda haldi enn áfram!
Þar af leiðandi, sé ekki unnt að treysta því - að rússneskt íþróttafólk sé ekki gangandi fyrir ólöglegum lyfjum.
Þar af leiðandi væri það ósanngjarnt fyrir íþróttafólk annarra þjóða - ef rússnesku frjálsíþróttafólki væri heimiluð þátttaka í Ríó.
Olympic Ban Adds to Russias Culture of Grievances
Russias Track and Field Team Barred From Rio Olympics
Það kom að sjálfsögðu engum á óvart - þegar ásakanir komu strax fram frá rússneskum stjórnvöldum, að bannið væri - pólitístk.
Sjálfsagt munu rússneskir fjölmiðlar fjalla um það með þeim hætti - að það sé enn ein "meint" sönnun þess, að Rússland sé undir stöðugum ofsóknum.
Í stað þess að taka á málinu, og hætta að beita skipulögðu svindli - þá beiti einræðisherrann í Kreml, málinu líklega fyrir vagn sinn með þeim hætti - að nota það til þess að æsa frekar en orðið er almenning í Rússlandi til reiði; vegna meintrar ósanngjarnrar meðferðar umheimsins á Rússlandi.
- Og fullkomlega fyrirsjáanlega - munu fylgismenn línunnar frá Kreml.
- Taka upp þá væntanlegu línu Kremlverja, að ákvörðun Alþjóðahreyfingar ólýmpýskra íþróttamanna, sé þáttur í -meintu- samsæri Vesturlanda - þá sérstaklega Bandaríkjanna, gegn Rússlandi.
- Má væntanlega reikna með því - að fulltrúar Kremlverja á netinu, muni nú verja með miklum móð næstu daga og vikur, þá fyrirsjáanlegu afstöðu ráðamanna í Kreml -- að Rússland sé órétti beitt.
Niðurstaða
Það er algerlega einstakur atburður í ólýmpýusögunni, að heil þjóð sé bönnuð frá þátttöku í frjálsíþróttum á ólýmpýuleikum.
Þetta stafar væntanlega ekki síst af -- vaxandi andstöðu við lyfjamisnotkun í heiminum.
Þó það sé rétt sú mótbára - að lyfjasvindl sé mun víðar stundað en í Rússlandi.
Þá virðist það hafa verið mun umfangsmeira en þekkist annars staðar, og að auki -- að þátttaka stjórnvalda í svindlinu, beiting þeirra á leynistofnunum til að styðja við svindl íþróttamanna sinna - hafi skapað rússneska svindlinu óneitanlega sérstöðu.
- Ég bendi fólki á að opna hlekkina á skýrslurnar að ofan!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er vinsæl kenning í dag - að lausnin á flóttamannavandanum sé einföld, þ.e. felist í því að Evrópa verði ákveðin - og sýni næga hörku.
M.ö.o. að flóttamönnum verði send þau skilaboð, að þeir séu ekki velkomnir!
---En eru raunverulegar líkur á að slík stefna geti virkað?
Ég held að það sé full ástæða til að hafa efasemdir þar um!
Þegar maður velti því fyrir sér þeirri ótrúlegu áhættu sem þetta fólk tekur, og samtímis þeim miklu erfiðleikum sem fylgja ferðalaginu sjálfu -- t.d. er vitað að mjög margir farast ár hvert á þeim hluta ferðalagsins er liggur yfir Sahara, ekki bara að þeir drukkna á Miðjarðarhafi.
Desperation Rising at Home, Africans Increasingly Turn to Risky Seas
Samba Thiam í Senegal hugsar um fátt annað, en hvernig hann getur komist til Evrópu -- þó er bróðir hans látinn, drukknaði á flóttamannabát sem fórst á Miðjarðarhafi sl. sumar.
Im quite sure if he would have made it to Europe, our life would have changed, Mr. Thiam said. If I dont get a job, I will take the risk and do the same.
"More than 1,300 people have died trying to cross the Mediterranean in boats from North Africa in the last few weeks alone."
"On Thursday, the government of Niger reported that the bodies of 34 migrants, including 20 children, had been discovered in the Sahara near the Algerian border."
"Despite the risks, three to four times as many migrants as usual have been streaming into Libya from Niger, a popular place to cross the Sahara, in recent weeks, according to Giuseppe Loprete, chief of mission in Niger for the International Organization for Migration. As many as 17,000 people made the crossing in a single week in June."
"About 240,000 migrants are now in Libya, looking for work or waiting to cross, he said. The ones getting on boats in recent days are just the tip of the iceberg."
- Til þess að komast frá Senegal, þurfa gjarnan ættingjar og frændur -- að selja hluta bústofns síns - í veikri von um að einn einstaklingur komist alla leið til fyrirheitna landsins, eða álfunnar.
- Ástæður þær sem leiða til þess að ungt fólk sér enga von, og ættingjar eru til í að aðstoða þá - þó sjálfir séu þeir einnig bláfátækir --> Standi í samhengi við, hraða mannfjölgun, og litla sem enga von um það að komast úr sárri örbyrgð - nær engin von sé fyrir ungt bláfátækt fólk að fá starf.
- Ef ættinginn kemst alla leið, þá sé díllinn að ættinginn sendi hluta sinna launa heim, til að styðja við ættingja sína heima fyrir.
- Enginn veit hve margir farast á leiðinni yfir Sahara ár hvert.
- Þeir sem standa í flutningum þar yfir, séu aðilar sem virða líf viðkomandi lítils -- og viðkomandi hafi litlar varnir gegn því að vera rændur eða drepinn fyrir þá litlu peninga sem ættingjar og hann sjálfur hafi önglað saman.
- Síðan taki við -- að borga smyglurum fyrir að koma viðkomandi yfir Miðjarðarhaf - enn sem fyrr sé vinsælast að safnast saman í Líbýu.
- Eins og allir vita þá er Miðjarðarhafs siglingin mjög hættuleg í mörgum tilvikum vegna lélegra farkosta sem séu notaðir.
____Hvernig er mögulegt að fæla fólk frá slíkri hættuför, þegar ljóst er að það veit vel hversu hættuleg ferðin er -- og það samt stöðvar ekki sífellt fleiri í því að hefja þá för?
Niðurstaða
Miðað við frétt NyTimes, er ný flóttamannabylgja hafin yfir Miðjarðarhaf, sbr. 240þ. Afríkubúar innan Líbýu, sem hyggjast að flestum líkindum -- gera tilraun í ár að komast yfir til Evrópu yfir Miðjarðarhaf.
---Skv. fréttinni, eru enn fleiri að streyma inn í Líbýu yfir Sahara.
---Enginn geti vitað hve mörg þúsund beri beinin í auðnum Sahara ár hvert.
---Sannarlega blasir við að þúsundir drukkna í Miðjarðarhafi.
Fólk þetta örvæntingafullt, er til í hvað sem er - ef það kemst yfir til Evrópu.
--->Ég virkilega sé ekki hvernig það á að vera hægt að fæla fólk haldið örvæntingu á þessu stigi, frá þessu ferðalagi -- sbr. hugmyndir þeirra í Evrópu sem vilja sýna aukna hörku gegn aðkomumönnum, sbr. að senda þau skilaboð að flóttamenn séu ekki velkomnir.
En hvernig getur hver sú harka sem Evrópumenn eru til í að beita -- haft fælandi áhrif á fólk, sem er þegar búið að taka A)þá áhættu að farast í Sahara, B)þá áhættu að vera rænt eða myrt á leiðinni af þeim glæpahópum þeirra aðstoð það þarf að kaupa, og C)tekur síðan þá viðbótar lífshættuför að gera tilraun að komast yfir Miðjarðarhaf?
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2016 | 23:15
Spurning hvort að Trump hafi gengið fram af bandarískum kjósendum
En skv. nýjustu skoðanakönnunum er Hillary Clinton komin nú með nokkuð mælt forskot á Donald Trump -- en ekki er langt síðan, ef það var ekki ca. 2-vikum síðan, þá sýndu sumar kannanir Trump með smávegis forskot.
Vísbending er uppi um að nýjustu viðbrögð Trumps við fjöldamorðinu á Florida um daginn, hafi skaðað hann - til viðbótar við þann skaða er hann olli sér með persónulegri árás á mexíkanskt ættaðan dómara!
En strax í kjölfar fjöldamorðanna á Flórída, þá ítrekaði hann ákall sem hann hafði áður komið fram með -- þess efnis að Múslimum mundi verða bannað að setjast að í Bandaríkjunum, a.m.k. tímabundið.
--Hann hélt því fram að hann hefði spáð fyrir um atburð sem slíkan.
--Hann hélt því fram, að Clinton og Obama styddu það að hundruðir þúsunda Múslima settust að í Bandaríkjunum á nk. árum.
--Hann hélt því fram, að bandarísku þjóðinni stafaði mikil framtíðar ógn - af þeim meinta aðflutningi Múslima.
--Og hann ekki síst, sagði að Obama ætti að hætta sem forseti - ef hann lýsti ekki fjöldamorðið, "íslamista hryðjuverk" og að Clinton ætti að hætta sem frambjóðandi - ef hún gerði slík ekki hið sama.
Á sama tíma og Trump blés í sína lúðra -- þá hvatti Clinton og Obama til samstöðu meðal þjóðarinnar, gegn glæpum af slíku tagi.
--Bæði hvöttu til þess að lög gegn byssueign, sérstaklega þegar kemur að fólki undir eftirliti lögreglu, verði hert.
--Og bæði fordæmdu afstöðu Trumps gegn Múslimum.
- Einnig eru sterkar vísbendingar þess, að nýleg persónuleg árás hans á dómara af mexíkönskum ættum -- virkilega leggist illa í Bandaríkjamenn af mexíkönskum ættum, og skaði Trump einnig meðal Bandaríkjamanna almennt.
__________________
Donald Trump falls behind in US presidential polls
"Seventy per cent of Americans now have negative views of Mr Trump, according to a Washington Post-ABC News poll."
"Trump continues to be deeply unpopular with Hispanics, with 89 percent saying they have an unfavorable view of him, his highest mark in Post-ABC polling this campaign."
"...poll by Bloomberg Politics found that Mrs Clinton holds a 12 point lead over Mr Trump in national polls."
"...according to Bloomberg, 55 per cent of likely US voters say they could never vote for Mr Trump..."
"...while an equal percentage said they were bothered by Mr Trumps while an equal percentage said they were bothered by Mr Trumps..."
"A CBS poll found more Americans approved of both Mr Obamas and Mrs Clintons response to the crisis (fjöldamorðið) than Mr Trumps."
"Importantly, 51 per cent expressed outright disapproval for the Republicans response."
"The same poll also showed Mrs Clintons calls for greater gun control had far broader support than Mr Trumps plans to ban Muslims from entering the US."
__________________Spurning hvort að Bandaríkjamenn séu loksins að átta sig á því, að Donald Trump virðist einfaldlega vera -- einkar ógeðfelld persóna!
Niðurstaða
Loksins virðist fylgi Donald Trumps vera að dragast saman -- í fyrsta sinn má sjá þess stað í könnunum, að meirihluta bandarískra kjósenda - finnist hann hafa gengið of langt, og að meirihluti þeirra sé ósáttur við hans nýjustu framgöngu og tillögur.
Skv. könnun Washington Post -- hefur Trump nú 15% forskot í óvinsældum, umfram Clinton -- þau hæstu gildi sem hann hefur mælst með fram að þessu.
--Þ.e. 69% skráðra bandarískra kjósenda, mislíkar nú við Trump - samtímis að 56% skráðra bandarískra kjósenda mislíkar við Clinton.
Þetta getur verið að stuðla að fylgisaukningu Clinton -- að hún sé að hafa betur í "haturskosningunni."
- Trump þarf greinilega að breyta um taktík.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2016 | 00:20
Áhugaverð viðbrögð rússnesks varaforseta rússneska þingsins við átökum rússneskra knattspyrnubulla við aðdáendur enska landsliðsins
Óhætt að segja að viðbrögð Igor Lebedev hafi vakið nokkra athygli -- en í stað þess að fordæma þátt rússneskra knattspyrnubulla í átökum við aðdáendur enska landsliðsins; þá er vart unnt að skilja orð hans með öðrum hætti - en að hann hvetji rússnesku knattspyrnubullurnar til dáða.
Videó af atburðinum sem varð til þess að rússneska landsliðið fékk -gula spjaldið- frá evrópska knattspyrnusambandinu -- Eins og sést undir lok þess, þá byrja enskir aðdáendur flótta undan rússnesku bullunum, með því að klifra yfir grindverk -- Sjónarvottar virðast almennt sammála því, að rússnesku bullurnar hafi ráðist að þeim hluta stúkunnar þ.s. aðdáendur enska landsliðsins sátu!
Auðvitað gilti annað um átök hópanna tveggja -- fyrir leikinn, þ.s. ójóst er, hvor hópurinn átti upptökin -- sjá annað videó -- Ég held að rússneski hópurinn sé sá hópur er virðist klæddur í svarta boli, meðan að enski hópurinn sé klæddur margvíslegum litum!
Moscow football official to violent fans: well done lads, keep it up!
Ég virkilega get ekki séð það fyrir mér það geta gerst!
Að varaforseti íslenska þingsins - og samtímis einn háttsettasti einstaklingurinn innan knattspyrnusambandsins, mundi bera blak af hópi íslenskra aðdáenda - ef þeir hefðu gerst sekir um ólæti, hvað þá að hvetja þá til dáða!
- I dont see anything wrong with the fans fighting. Quite the opposite, well done lads, keep it up!
- I dont understand those politicians and officials who are criticising our fans. We should defend them, and then we can sort it out when they come home.
- What happened in Marseille and in other French towns is not the fault of fans, but about the inability of police to organise this kind of event properly.
- Our fans are far from the worst; its unclear why a lot of media are trying to say our fans actions were shameful. You should be objective. If there had been no provocation from English fans, its unlikely our fans would have got into fights in the stands.
- "...in comments given to the news website life.ru." - In nine out of 10 cases, football fans go to games to fight, and thats normal. The lads defended the honour of their country and did not let English fans desecrate our motherland. We should forgive and understand our fans,
Magnað eiginlega!
Mjög sérstakt að einn háttsettasti einstaklingurinn innan rússneska knattspyrnusambandsins, hafi slík viðhorf.
_________Rétt að benda á að "ráðherra íþróttamála" í Rússlandi, Vitaly Mutko - tók allt annan pól í hæðina: Russian minister says violent fans brought shame on country.
- Þessi senna innan Rússlands -- vekur samt sem áður nokkurn ugg, í ljósi þess að Rússland heldur Evrópumótið 2018.
Niðurstaða
Knattspyrnubulla-hegðan sú sem rússneskir og enskir aðdáendur sýndu -- er að sjálfsögðu báðum þjóðum til skammar. Á hinn bóginn, þá kom enginn sem gegnir háttsettu embætti í Bretlandi - ensku bullunum til varnar. Meðan að óhætt sé að orð eins af helstu forsvarsmönnum rússneska knattspyrnusambandsins og að auki, eins af varaforsetum rússneska þingsins - veki athygli.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2016 | 00:00
Fjöldamorð í Bandaríkjunum - nánast sem gjöf til Trumps
Eins og flestir fjöldamorðingjar sem ég hef séð myndir af, er ekkert sérstakt að sjá á myndinni einni saman - að þarna fari einstaklingur sem á eftir að myrða 50 manns.
Omar Mateen -- að því er best verður séð, virðist hafa verið yfirkominn af hatri á hommum, og morðið fór fram á vinsælum samkomustað homma og lesbía: Omar Mateen: From Early Promise to F.B.I. Surveillance -- Orlando Aftermath: Red Flags, Yet Legally Able to Buy a Gun.
Merkilegt hvernig margir af fjöldamorðingjum þeim sem hafa drepið fólk innan Bandaríkjanna með skotvopnum, hafa áður vakið athygli yfirvalda vegna hegðunarferlis utan við það venjulega, en samt getað fjárfest í skotvopnum með löglegum hætti.
Eins og mátti búast við - hefur Trump að nýju kallað eftir algeru banni á múslima að setjast að í Bandaríkjunum!
Donald Trump Seizes on Orlando Shooting and Repeats Call for Temporary Ban on Muslim Migration
- "I said this was going to happen and it is only going to get worse, Mr. Trump said in a statement, arguing that Mrs. Clintons presidency would mean hundreds of thousands more Middle East migrants."
- And we will have no way to screen them, pay for them, or prevent the second generation from radicalizing,
Frekar auðvelt að spá því -- að aftur verði framið fjöldamorð innan Bandaríkjanna með skotvopnum - þ.s. þau gerast með örfárra ára fresti að meðaltali.
--Alveg séns að einhver þeirra fjöldamorðingja verði Íslamtrúar eða ættar.
Omar Mateen var ekki innflytjandi - heldur fæddur á bandarískri grundu, þ.e. 2-kynslóð innflytjenda frá Afganistan.
- Rétt að benda á, að fólk af múslímskum ættum er einungis um -- 0,5% Bandaríkjamanna.
-----------Annars er mjög erfitt að henda reiður á stefnu Trumps!
T.d. í stefnuræðu sinni um utanríkismál, þá talaði hann um að -- standa með bandamönnum Bandaríkjanna, að Obama hefði ekki gert nóg af því - sem væri til skammar.
Í þeirri ræðu, kemur hvergi fram -- hvaða lönd akkúrat hann á við.
Fyrir utan að hann talar mikið um Ísrael - þörf á að styðja betur við það land!
Sjá ræðu: Ræðan hans Trump -- fullur texti.
- Rétt að benda á - fyrir utan Ísrael, eru hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna; Saudi Arabía og Egyptaland - innan Miðausturlanda!
Ég hef því nokkrum sinnum velt því fyrir mér -- hvort eða að hvaða leiti, Trump hugsar sína stefnu í stærra samhengi!
---Eða hvort þetta eru einfaldlega "sound bites" sem hann hendir fram, og telur falla í kramið - í það sinnið.
- En hvernig mundi hann ætla að bæta samskipti sín - við Egyptaland og Saudi Arabíu?
- Samtímis og hann fordæmir Múslima almennt, og lokar landinu fyrir þeim?
-------Minnir mig reyndar á annan tvískinnung!
- Hvernig hann ætlar sér samtímis að bæta samskiptin við Kína?
- Og endursemja við Kína um viðskipti -- með þeim hætti er mundi gera viðskiptakjörin við Bandaríkin miklu mun óhagstæðari en áður fyrir Kína?
--Þessu mundi fylgja hótun af hans hálfu, um einhliða verndartolla, ef Kína mundi ekki beygja sig fyrir hans vilja.
Ég held að hann mundi þurfa að velja! Ef maður ímyndar sér hann -- forseta!
- Annaðhvort að bæta samskiptin við hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna meðal Múslima landa -- eða láta þau til muna versna: Hann geti ekki gert hvort tveggja í senn.
- Annaðhvort að bæta samskiptin við Kína, eða færa þau til mun verri vegar: Sama eigi við, að hann þurfi að velja á milli mjög sennilega betri samskipta, og hans stefnu um stórfellda tilfærslu viðskiptakjara við Kína!
- Ef hann mundi velja mjög harða stefnu gegn Íslam -- þá líklega uppsker hann fyrirlitningu og skipbrot samskipta við hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna meðal Múslimalanda.
- Og ef hann velur að -- færa viðskiptakjör Kína við Bandaríkin til mun verri vegar, þá sé ég ekki hvernig hann kemst hjá því - að samskiptin við Kína bíði harkalegt skipbrot.
- Það áhugaverða er að sjálfsögðu -- að samtímis það gerist, að samskipti Saudi Arabíu og Bandaríkjanna, bíða skipbrot -- og samskipti Bandaríkjanna við Kína, einnig gera það.
- Þá gæti Trump hleypt Kína upp í rúmið hjá Saudi Arabíu.
**Ég hef heyrt þær kenningar er halda því fram, að ef Saudar hætta að selja olíu í dollurum, þá hrynji dollarinn!
**Ég hef ekki endilega trúað á það að ef t.d. Saudar selja olíuna sína í renminbi, þá muni það gerast -- að dollarinn mundi hrynja.
- En Trump gæti hugsanlega náð a.m.k. fram þeirri framtíð -- að Saudar söðli yfir í renminbi.
- Og í kjölfarið, gerst --- handgegnir Kína.
Það væri auðvitað -- mjög verulegt strategískt valda-áfall fyrir Bandaríkin.
Ég efa reyndar að það hefði afdrifaríkar afleiðingar á virði dollarsins.
En það væri gríðarlegur strategískur -heimsvaldagróði- fyrir Kína, að verða verndari Saudi Arabíu -- í staðinn fyrir Bandaríkin.
- Valdastaða Bandaríkjanna -- gæti veikst umtalsvert í kjölfarið.
- En -öfugt við fullyrðingar þeirra sem halda fram "olíudollarakenningunni"- þá tel ég að bandalag Sauda og Bandaríkjanna - - hafi alltaf einkum snúist um völd.
- Hervernd Bandaríkjanna, styrki völd Sauda og hafi gert, samtímis þá styrki aðstaðan við Persaflóa og umsjón yfir siglingum þ.s mesta olíuverslun heims fer fram, með margvíslegum hætti - völd Bandaríkjanna.
---Fyrir utan þetta, hafa Saudar eignast gríðarlega dollarasjóði, sem þeir ávaxta í Bandaríkjunum, og sem einnig skapa þeim töluverð peningaleg völd innan Bandar.
Rétt að benda á að Kína er stærsti einstaki fjárfestirinn í olíuiðnaðinum innan Íraks.
Sem er kaldhæðið í ljósi þess, að Nýíhaldsmenn Bush - ætluðu að færa íraska olíuiðnaðinn til bandar. fyrirtækja -- ekki kínverskra.
- Ef Trump -sem forseti- mundi gera Íslam hatur eitt af hans megin stefnumálum, þá gæti það einnig skapað Kína -- tækifæri í Egyptalandi, þ.s. Súesskurðurinn er!
- En þegar hefur Kína kynnt mikil fjárfestingaráform í Djibútí, landið sem er við enda Rauða-hafs, en Súesskurðurinn er við N-enda þess hafs.
------Ég sé m.ö.o. fyrir mér að hatursstefna Trumps á Múslimalöndun, gæti fært Kína á silfurfati mjög mikla valdastöðu!
**Sem Bandaríkin í dag ráða yfir!
Ég er ekki alveg að átta mig á því -- hvernig það fer saman við það að gera Bandaríkin - mikil á nýjan leik!
Niðurstaða
Hræðilegur glæpur fjöldamorðið í Bandaríkjunum, og ljóst að Trump ætlar að nota það í kosningabaráttunni á næstunni.
Hvað stefnu hans varðar, þá veit maður aldrei í reynd hvað mikið er að marka hugmyndir Trumps um stefnu. Fyrir utan það að það má líklega gera því skóna -- að hann virkilega meini hugmyndir sínar í viðskiptamálum! En skv. umfjöllun The Economist um stefnu Trumps, þá hefur Trump lengi haft hugmyndir í þá veru: American politics: Trumps triumph.
Þannig að Trump forseti, líklega og án lítils vafa, hefur viðskiptastríð við Kína, í kjölfarið hrynja samskipti Kína og Bandaríkjanna á mjög lágt plan - þróun yfir í Kaldastríðs átök milli risanna tveggja, gæti þá orðið - mjög hröð.
---Í slíku samhengi mundi Kína án einskis vafa, vera til í að notfæra sér sérhvert það tækifæri sem Trump mundi skapa Kína, til að höggva inn í valdastöðu Bandaríkjanna inna Miðausturlanda!
Ef í samhengi við stórfellt niðurbrot í samskiptum við Kína -- Trump mundi einnig stuðla að stórfelldu niðurbroti í samskiptum við Múslimaríki -- gæti innreið Kína inn í núverandi stöðu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum gerst með ógnarhraða!
---En Kína mundi örugglega ekki hika við það verk að bjóða einræðisherrum Araba -- vopn á niðursettu verði, eins og Sovétríkin á árum áður gerðu.Auk hagstæðra kjara á lánsfé!
Ég man vel eftir því hvernig ástandið var í Kalda-stríðinu er Arabalöndin voru vopnuð af Sovétríkjunum -- en þá a.m.k. áttu Vesturlönd alltaf Persaflóa á móti.
Ef Trump verður forseti -- gæti næsta Kaldastríð hafist í til muna veikari valdastöðu, með arabaríkin studd með kínv. vopnum - Kína einnig með Persaflóa!
---Ef samskipti Múslimalanda og Vesturlanda hrynja, þá gæti skapast mjög hættulegt ástand við Miðjarðarhaf á mjög mjög skömmum tíma - Kína með kannski raun eign á Súerskurðinum.
Með Múslimalönd fjármögnuð og vopnuð af Kína.
Auðvitað ef þess fyrir utan, Trump mundi framkvæma sitt hótaða "walk away" þ.e. færa lið Bandaríkjanna frá Evrópu - hætta að verja hana!
---Gæti Rússland riðið á vaðið samtímis og Kína gengur á að sínu leiti, og rutt borðið innan Evrópu -- endurreist Járntjaldið a.m.k. að hluta um sömu lönd og áður!
Þá yrði staða Evrópu -- enn veikari, ef Rússland yrði samtímis bandamaður Kína í því nýja Kalda-stríði, að Trump hefði stuðlað að því að "landamæri NATO" væru miklu lengra í Vestur en þau í dag eru!
- V-Evrópa yrði þá sem -- umsetin.
--Hugsanlega í miklu erfiðari stöðu en í síðasta Kaldastríði.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2016 | 03:25
Hin nýja ríkisstjórn Líbýu virðist vera að ganga á milli bols og höfuðs á ISIS innan landsins
Ef mark er takandi á fréttum - þá hefur snögg framrás hins nýlega endurskipulagða stjórnarhers -- sókt hratt fram, og er nú barist í Sirte þ.s. ISIS hefur haft höfuðstöðvar sínar í Líbýu.
Á Kortinu er bærinn nefndur - Surt!
Libyan forces appeal for western arms to press home Sirte gains
- "Brig Gen Ghasri confirmed weekend reports that pro-government forces had entered Sirte and seized the port area and several districts but said that Isis militants still controlled parts of the city."
- "These included the Ouagadougou conference centre, a complex of high-rise buildings where, he said, snipers had taken up positions."
- Our forces are inside Sirte and they are surrounding Isis who have no place to escape to by sea or land, - We have thousands of men surrounding the city but we need accurate long-range weapons to deal with the snipers at the Ouagadougou Centre.
- "He added that the jihadis were laying booby traps in the city and that his forces also needed mine detectors, body armour, night-vision kit and communication equipment."
Þetta verða að teljast snögg umskipti!
Fyrir ekki mjög mörgum vikum var ISIS enn í sókn innan Líbýu.
Skv. þessu virðist einungis hafa þurft til -- bætta samstöðu Líbýumanna sjálfra.
Þeir vilja bættan vopnabúnað - þeir eru í reynd ekki að biðja um mjög mikið, þ.e. ekki skriðdreka eða þyrlur eða herþotur.
Bandaríkin t.d. ráða yfir búnaði sem gerir þeirra hersveitum mögulegt - að sjá mjög fljótt með hárnákvæmni, hvaðan er skotið -- síðan geta þeir skotið til baka, með hárnákvæmni -- það gæti verið allt frá eldflaug yfir í sprengjukúlu úr fallbyssu, en með tölvumiði og aðstoð radara geta þær verið mjög nákvæmar.
Þess vegna lærðu auðvitað Talibanar -- að færa sig strax.
En ef ISIS heldur sér í afmörkuðum byggingum -- þá er þetta sennilega tiltölulega einfalt.
Niðurstaða
Það kemur sennilega flestum á óvart að hin nýja sameiningartjórn Líbýu hafi getað lagt með svo öflugum hætti upp í herför gegn ISIS innan landsins, og það með þeim hætti að sú árás hafi skilað þeim árangri - sem fréttir gefa til kynna.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að binda CO2 í stein, er varanleg varðveisluaðferð, vegna þess að þá er það þar með orðið hluti af jarðlögunum djúpt undir og öruggt í margar milljónir ára, jafnvel tugi milljóna ára!
Rannsóknir við Hellisheiðarvirkjun með aðstoð "Columbia University."
Iceland Carbon Dioxide Storage Project Locks Away Gas, and Fast
Eins og fram kemur í grein -- er koltvíoxíið leyst upp í vatni, m.ö.o. gert að gosvatni, síðan dælt niður í jarðlög sem innihalda - basalt.
Hugmyndin að koltvíoxíið bindist við basaltið, og myndi steintegund nefnd "calcite."
- Á tveim árum áætlað að 95% af koltvíoxíðinu hafi bundist við basaltið, og myndað kalsít.
- Magnið sem þarf er þó áhugavert, en skv. tölum koma 40þ. tonn af koltvíoxíði frá Hellisheiðarvirkjun ár hvert - vegna þess að koltvíoxíð er í heita vatninu.
- Miðað við það að 25 tonn af vatni þurfi á móti hverju tonni af CO2.
---Þarf allt í allt, 1.000.000 tonn af vatni! - Og það, sérhvert ár!
- Sem betur fer ekki skortur á vatni á Íslandi!
----------Þetta þíðir þó að aðferðin er gríðarlega vatnsfrek!
Sem leiðir til þess að ekki er unnt að beita henni, nema þarf sem -- virkilega nóg er af vatni, og það þurfa auðvitað einnig að vera -- basalt jarðlög undir.
- Það kvá vera unnt að nota -- sjó!
Þannig að - niðurdælingarstöðvar gætu í framtíðinni einna helst verið staðsettar við flæðarmálið, eða jafnvel - úti á borpöllum úti á.
- Kannski er unnt að nota gömlu -- olíuborpallana, til þess -- ef mannkyn hættir að nota þá til að bora eftir olíu, eða til að vinna olíu.
- Mér dettur þó í hug, að þarna sé leið fyrir lönd, sem eiga nóg af gasi - t.d. Noreg, ef þau nota gasið til að búa til rafmagn, þ.e. brenna því stórum orkuverum.
- Þá væri praktístk að safna CO2 - saman, jafnhliða - og bora í næsta nágrenni við orkuverið, ef þ.e. staðsett nærri sjó.
- Í dag er unnt að bora - lárétt, þannig að ekki er vandamál þó basalt sé ekki beint undir, ef slík jarðlög eru nægilega nærri -- þannig að lárétt borun frá orkuverinu gæti þá nýst til að losna jarnharðan við CO2 sem myndast.
- Þannig gætu CO2 losandi gasorkuver - jafnvel kolaorkuver, þar með starfað án losunar CO2.
Eðlilega gengur þessi leið ekki fyrir lönd -- sem eru of langt frá sjó!
En vegna þess hve mörg lönd eiga strandlengjur -- er vel mögulegt að þessi bindingar-aðferð verði mikilvæg í framtíðinni.
--Lönd þurfi ekki endilega að hætta alfarið brennslu kolefnis-eldsneytis, ef við erum að tala um -- orkuver!
En hvað með bíla - er unnt að safna CO2 úr þeim?
- Það mætti hugsa sér að sérhver bíll væri búinn búnaði til að fjarlægja CO2 úr útblæstrinum.
- Síðan væri því safnað í tank undir þrýstingi.
- Og öðru hverju væri tappað af þeim tanki - á söfnunarstað.
- Síðan öðru hverju, væri CO2 uppsafnað þar -- flutt til niðurdælingarstöðvar.
Ég þekki ekki hver lágmarks umfang slíks búnaðar væri!
M.ö.o. hvort það væri praktískt.
Þó það sé bersýnilega - tæknilega mögulegt.
Þíðir að tæknilega geta bensín- eða dísibilbílar verið núllstilltir fyrir CO2 með slíkri aðferð.
Þannig að mannkyn þurfi ekki endilega að -- innleiða rafbíla í staðinn!
Söfnunarstaðir gætu verið á sömu bensínstöðinni, sem menn mæta á til að -- fylla.
---Þá sé einnig tappað af!
Niðurstaða
Sönnun þess að varanleg geymsla CO2 í jarðlögum er praktísk getur átt eftir að reynast mjög mikilvægt! Hver veit -- kannski þíðir þetta að mannkyn þarf ekki að hætta brennslu kolefniseldsneytis eftir allt saman.
Kv.
10.6.2016 | 23:36
Neikvæð viðhorf gagnvart ESB eru ekki einskorðuð við Bretland!
Í nýlegri áhugaverðri könnun: Pew poll. Þetta eru merkilega niðurstöður, en ef fólk fer á blaðsíðu 24, kemur fram eftirfarandi:
Þegar spurt var um vilja til að halda sambærilega þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild, þá voru svörin eftirfarandi:
- Þjóðverjar.....Já...45%....Nei...40%.
- Frakkar........Já...53%....Nei...29%
- Pólland........Já...39%....Nei...45%
- Spánn..........Já...47%....Nei...39%
- Írland.........Já...38%....Nei...49%
- Svíþjóð........Já...49%....Nei...33%
Ég veit ekki um ykkur - en mér finnst þetta áhugavert!
Síðan var spurt með eilítið öðrum hætti -- þ.e. hvernig viðkomandi mundi greiða atkvæði ef kosið væri um aðild - þá komu nokkuð önnur svör:
- Þjóðverjar.....Já...60%....Nei...27%.
- Frakkar........Já...45%....Nei...33%
- Pólland........Já...66%....Nei...20%
- Spánn..........Já...68%....Nei...18%
- Írland.........Já...69%....Nei...18%
- Svíþjóð........Já...42%....Nei...37%
- Skv. því þíðir stuðningur við slíka atkvæðagreiðslu - ekki endilega andstöðu við aðild.
- Skv. nýlegum könnunum í Bretlandi, er munurinn milli fylkinga í undirbúningi fyrir BREXIT atkvæðagreiðsluna -- ekki marktækur.
Enn áhugaverðari eru svör við annarri spurningu til viðbótar, þ.e. jákvæð vs. neikvæð viðhorf til ESB.
- Pólland........Neikvæð...22%....Jákvæð...72%
- Ungverjal......Neikvæð...37%....Jákvæð...61%
- Svíþjóð........Neikvæð...44%....Jákvæð...54%
- Holland........Neikvæð...46%....Jákvæð...51%
- Þjóðverjar.....Neikvæð...48%....Jákvæð...50%
- Bretland.......Neikvæð...48%....Jákvæð...44%
- Spánn..........Neikvæð...49%....Jákvæð...47%
- Frakkar........Neikvæð...61%....Jákvæð...38%
- Grikkland......Neikvæð...71%....Jákvæð...27%
Áhugavert að Frakkar séu neikvæðari gagnvart ESB -- en Bretar!
Samt virðist meiri stuðningur við aðild í Frakklandi -- en ef marka má nýlegar kannanir rétt fyrir BREXIT atkvæðagreiðsluna, innan Bretlands.
- Þannig að -- neikvæð viðhorf gagnvart ESB, eru ekki endilega að leiða til útbreidds stuðnings við það að gefa ESB upp á bátinn.
Ég reikna samt með því að aukning neikvæðni í viðhorfum til sambandsins hljóti að vera áhyggjuefni fyrir stofnanir ESB, og stuðningsmenn þess innan aðildarríkjanna.
Sumir hafa verið að velta fyrir sér hvort -BREXIT- mundi hvetja önnur lönd?
Mér finnst áhugavert að í könnuninni eru einungis 42% Svía þeirrar skoðunar að þeir mundu kjósa með aðild -- meðan að 37% segjast mundu kjósa gegn henni!
---Það getur þítt, að Svíþjóð mundi geta verið land sem vert væri að fylgjast með.
Ef Bretland yfirgefur ESB -- það fer þó sennilega eftir því hvernig Bretlandi gengur að semja við ESB um úrlausn sinna mála, í viðskilnaðarferlinu.
----Hver þau áhrif eru líkleg að verða!
Ef Svíþjóð færi einnig út - væri Skandinavía sem heild fyrir utan, ásamt Bretlandi!
En það þarf alls ekki almennt séð að verða svo -- að BREXIT auki verulega líkur á upplausn ESB. En þó að það sé útbreitt óánægja -- virðist hún a.m.k. ekki enn vera að leiða fram mjög útbreiddan stuðning í öðrum aðildarlöndum, um viðskilnað.
Hvað sem síðar getur orðið.
Niðurstaða
Tek fram að ég er algerlega hlutlaus í BREXIT umræðunni - lít á þetta sem mál Breta eingöngu.
M.ö.o. sé það ekki mitt að hafa skoðun á aðild Bretlands - til eða frá.
Eiginlega eru viðhorft mín almennt séð gagnvart ESB -- sambærileg, þ.e. það megi vera til mín vegna, ef það sé ljóst að aðildarþjóðirnar raunverulega vilji þar fyrir innan vera; þá sé það einnig að mínu viti - þeirra mál, eins og það sé mál Breta hvort þeir hætta eða ekki sem meðlimir.
Síðan sé það með sambærilegum hætti - okkar mál, hvað við viljum um okkar framtíð.
---Ég er nefnilega stuðningsmaður, sjálfsákvörðunarréttar þjóða!_____________
Könnunin sem vitnað er í, þó hún gefi til kynna útbreidda óánægju með ESB í mikilvægum meðlimalöndum -- þá virðist a.m.k. ekki enn í flestum þeirra sömu landa, vera til staðar útbreiddur stuðningur fyrir því að - gefa sambandið upp á bátinn.
---Afstaða Svía sé þó áhugaverð, skv. könnun - og gæti verið vert að veita umræðu innan Svíþjóðar eftirtekt, í kjölfar þess -- ef Bretland hættir sem meðlimur í ESB.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2016 | 21:53
Sérkennilegt umtal um Tyrkland - hluti af BREXIT umræðunni
Ég er að vísa til þeirrar umræðu - sem heldur því fram að --> Aðildarviðræður við Tyrkland, sem voru hafnar að nýju, eftir allnokkurt árabil er þær viðræður voru í frosti --> Sé rök fyrir því að Bretland eigi að yfirgefa ESB.
En til þess að halda því fram!
Þurfa menn að sjálfsögðu að ímynda sér -- að líkur séu á aðild Tyrklands!
Það sem menn láta vera að nefna, er að þessar viðræður hafa verið í gangi eða frosti, í meir en 20 ár - - og þær voru frystar síðast fyrir allnokkrum árum, að kröfu stórra aðildarríkja.
Þær hafa hafist að nýju -- eftir að samið var fyrr á árinu milli Tyrklands og ESB, um -- skipti á flóttafólki.
____________En rétt að nefna, að mikilvægir kaflar þeirra viðræðna eru enn - frystir!
Í mars sl. fjallaði ég um samning ESB og Tyrkland - og þá kom ég fram með eftirfarandi: Samningur ESB og Tyrklands - besta von ESB til að koma böndum á flóttamannakrísuna! En það eru ótal leiðir fyrir þann samning að hrynja!.
- "Tyrkir...opnun á kafla 33 í aðildarviðræðum ESB og Tyrklands, sem Frakkland hafði -fryst- fyrir töluverðu síðan, en sá kafli fjallar um framlög og styrki - þ.s. Tyrkland mundi augljóst verða nettó styrkþegi og mjög stór sem slíkur - hafði Frakkland fryst þann kafla, ekki síst skv. kröfu fransks landbúnaðar.
- Þannig fá Tyrkir -- formlega endurræsingu viðræðna.
- En áfram verða frystir þeir 5-kaflar sem Kýpur neitar að losa, nema að Tyrkir fallist á tilslakanir gagnvart Kýpur - sérstaklega þegar kemur að hugsanlegri sameiningu eyjarinnar."
_____________Þannig að Tyrkir fá klárlega ekki aðild, nema að semja við Kýpur!
- Síðan er langt í land með það að Tyrkland uppfylli skilyrði ESB - um lýðfrelsi.
- Um frelsi fjölmiðla.
- Og auðvitað - gildir sama um meðferð á minnihlutahópum innan Tyrklands!
Auðvitað má ímynda sér -- að Tyrklandi væri hleypt inn, með mörgum undanþágum!
Ef einhver man eftir umræðunni um hugsanlega ESB aðild Íslands!
Þá hafa andstæðingar aðildar Íslands - ávalt bent á að ESB veiti ekki undanþágur, punktur.En aðildarsinnar hafa gjarnan haldið því fram, að um allt sé mögulegt að semja.
- En það gildir það sama um Ísland, og Tyrkland --> Að öll aðildarríkin, hafa neitunarvald um aðild nýs lands!
- Þess vegna þurfa þau að vera sammála um öll atriði aðildarsamnings!
- Þetta var auðvitað vandamálið -- þegar aðildarinnar sögðu gjarnan mögulegt að semja sig framhjá sjávarútvegsstefnu ESB.
- Að það dugar ekki að sannfæra Norðurlöndin eingöngu, það þarf einnig t.d. að sannfæra Spán og Portúgal, sem og önnur lönd sem eiga aðild fyrir.
----------Auðvitað, ég er einnig að tala um Tyrkland!
En punkturinn er sá -- að sömu reglur gilda!
M.ö.o. að vægt sagt sé afar ósennilegt að aðildarríkin samþykki að veita Tyrklandi -- umtalsverðar undanþágur frá mikilvægum kröfum um: lýðréttindi, fjölmiðlafrelsi, um réttindi minnihluta - síðan bætist við, sérkrafa Kýpur um Tyrkja-hluta eyjarinnar.
- Bendi einnig á, að þegar A-tjaldsríkin fyrrverandi -- stefndu á ESB aðild.
- Þá var engu þeirra gefið nokkur afsláttur -- um þessa sömu þætti.
- Þau þurftu að uppfylla öll skilyrði -- punktur.
Þetta þíðir - að Tyrkland getur orðið aðildarríki -- ef?
- Ef Erdogan -- snýr til baka frá núverandi stefnu, sem virðist sú að gera Tyrkland að einræðiríki!
- Ef hann skapar öðrum stjórnmálaflokkum - fullt svigrúm til að starfa á jafnréttisgrundvelli við AKB flokkinn.
- Ef hann uppfyllir V-evrópskar kröfur um frelsi blaðamanna, og fjölmiðla almennt.
- Og ef hann, uppfyllir V-evrópskar kröfur um réttindi minnihlutahópa, og meðferð þeirra almennt.
- Og auðvitað -- uppfyllir öll ákvæði mannréttindayfirlýsingar SÞ.
Nú -- ef Tyrkland yrði umbreytt í lýðræðisríki að Vestrænni fyrirmynd! Og t.d. réttindi Kúrda innan Tyrklands væru sambærileg við réttindi Skota í Bretlandi.
Þá væri að sjálfsögðu -- engin ástæða að hindra aðild landsins!
- En ég held að engar líkur séu á að Erdogan vendi svo fullkomlega um kúrs!
--Hann virðist nú einungis hugsa um völd!
Þannig að við getum fullkomlega - held ég, afskrifað það að nokkrar hinar minnstu líkur séu á aðild Tyrklands!
Niðurstaða
Ég lít eiginlega á þá umræðu meðal nokkurs hóps andstæðinga aðildar Bretland að ESB - þar sem hugsanleg aðild Tyrkland sé nefnd sem ein af ástæðum þess, að Bretland skuli hætta í ESB!
---Sem í allra besta falli, á misskilningi byggð!
Það sé jákvæðasta mögulega túlkun!
En það sé öllum þeim sem þekkja eitthvað til regla ESB, og sögu fjölgun aðildarríkja að sambandinu --> Að líkur á aðild Tyrklands, séu nákvæmlega engar.
Meðan að Tyrkland er svo víðáttu langt frá að uppfylla reglur sambandsins sem er reyndin í dag.
---Og auðvitað blandast deila Tyrkja við Kýpur inn í málið, þess fyrir utan!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.6.2016 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar