Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
3.2.2016 | 00:37
Lúxembúrg með áætlun um að hefja námurekstur í geimnum
Þetta hljómar nánast eins og brandari við fyrstu sýn - en Lúxembúrg er agnarsmátt land, með mannfjölda innan við milljón. Á hinn bóginn, þá er það langsamlega auðugasta meðlimaland ESB miðað við þjóðarframleiðslu per haus, og hefur lengi starfað með "ESA" eða "Geimferðastofnun ESB." Og þar séu fyrirtæki sem framleiða hluti í gerfihnetti, og geta smíðað gerfihnetti. Þó landið sjálft ráði ekki yfir tækjum til að skjóta hlutum upp í geim.
Luxembourg launches plan to mine asteroids for minerals
Ríkisstjórn Lúxembúrg virðist fyrirhuga að gefa út yfirlýsingu - um að starta verkefni í samstarfi við bandarísk einkafyrirtæki á sviði geimtækni, er tengist námurekstri í geimnum.
"Jean-Jacques Dordain, director-general of the European Space Agency until last June told the FT: I am convinced there is great scientific and economic potential in Luxembourgs vision. - We know how to get to asteroids, how to drill into them and how to get samples back to Earth."
"The Grand Duchys announcement, to be made by Etienne Schneider, deputy prime minister, will be attended by Deep Space Industries and Planetary Resources of the US, two of Luxembourgs potential commercial partners which were set up with the long-term aim of mining asteroids."
Það er ágætt að rifja upp að ESA fyrir 2-árum lenti geimfari á halastjörnu: Magnað afrek hjá ESA að lenda á halastjörnunni "67P/Churyumovâ-Gerasimenko". En ESA sendi Rosetta kannann af stað 2004, og sá hafði náð að hala uppi halastjörnuna 10 árum síðar, er hann sendi Philae kannann - á stærð við þvottavél - af stað til lendingar, sem tókst.
NASA framkvæmdi svokallaða -geimryks- áætlun er fór af stað 1999, er fól í sér að lítið far elti uppi halastjörnu eins og Rosetta, nema að "Stardust" var einungis ætlað að safna ryki úr hala halastjörnunnar -- það tókst, og sneri kanninn til baka með sýnið til Jarðar 2006.
Nýjasti róbotinn sem NASA sendi til Mars - sá lenti á Mars 2012 "Curiosity", hefur færni til að bora undir yfirborðið, og ná upp litlum borkjörnum -- síðan að rannsaka sýnið. Sá er "kjarnorkuknúinn" þó ekki með kjarnaofni heldur hefur hann hágeislavirkt efni um borð sem gefur frá sér hita, sá hiti er notaður til að framleiða rafmagn -- geislavirka efnið ætti að gefa 900kg. rótbotnum næga orku í 14 ár.
- Það sem þetta sýnir fram á - er að Jarðarbúar ráða þegar yfir þeirri tækni sem þarf, til að senda smá róbotísk för til smærri "hluta" á sveimi í geimnum -- og lenda þeim þar.
- Að auki getur mannkyn látið róbotísk geimför lenda aftur á Jörðinni með sýni.
- Og að lokum, hefur mannkyni tekist að senda far til Mars sem fært er um að bora eftir sýnum og rannsaka þau.
Tekið saman -- virðist ekki lengur absúrd.
Að unnt sé að þróa róbóta er geta lent á loftsteini eða "asteroid."
Og borað eftir verðmætum efnum -- síðan sent þau til Jarðar.
Þau þurfa náttúrulega að vera verðmæt -- til að þetta borgi sig.
- Hugmyndin virðist vera að líta nánar á svokallaða "Near Earth Objects" þ.e. loftsteina eða "asteroids" sem hafa sporbauga er fara nærri braut Jarðar.
- Fyrsti hluti áætlunarinnar væri að senda fjölda lítilla kanna, til þess að rannsaka þá lofsteina eða "asteroids" sem vitað er að eru auðugir af málmum.
- Einungis eftir slíka rannsókn, væri næsta skref stigið - að senda far sem getur lent og tekið verðmæta málma - og flutt til sporbaugs Jarðar.
Eftir er að þróa þá verksmiðju sem mundi vera komið fyrir á sporbaug Jarðar - er væri róbotísk, og mundi vinna úr efnunum. Verðmætustu málmana mætti senda síðan beint niður til yfirborðs Jarðar. Minna verðmæta, mætti nota í geimnum - til að smíða hluti á sporbaug.
Ekkert af þessu virðist algerlega augljóslega óyfirstíganlegt!
Niðurstaða
Ég er alveg viss að það kemur að því, að mannkyn fer að vinna málma í geimnum. Mjög sennilega fer vinnslan fram á sporbaug Jarðar -- ódýr efni sem nóg er af á yfirborði Jarðar, væri unnt að nota beint til smíði hluta á sporbaug.
En verðmæt efni mundu verða send niður til yfirborðs Jarðar.
Þetta tekur þó sennilega vart minni tíma en 20-30 ár í þróun - grunar mig.
Kv.
2.2.2016 | 00:25
Pútín íhugar stórfellda einkavæðingu - til að afla fjármagns fyrir tómann ríkissjóð
Skv. frétt Financial Times er íhugað að selja eftirfarandi ríkisfyrirtæki:
- Aeroflot.
- Alrosa.
- Rosneft.
Virði Aeroflot virðist mér óljóst - ríkisflugfélagið. Flugfloti þess mikið til rússnesk smíðaðar vélar, sem hafa ekki fengist flestar hverjar skráðar á Vesturlöndum.
Putin lines up state sell-offs to plug budget hole
- En ég hugsa að námurisi - sé einhvers virði.
- Sama gildi um stórt olíufélag.
Vandamálið er fyrst og fremst -- hver á að kaupa.
En miðað við það hvernig Pútín fór að í fortíðinni -- þegar t.d. Youkos var skipulega eyðilagt af rússneska ríkinu, sem á undan var talið eitt best rekna einkafyrirtækið í Rússlandi.
Þá grunar mig að margir verði mjög hikandi við að kaupa.
A.m.k. - vestrænir aðilar.
Þegar landið hefur slíka sögu - að skipulega leggja í rúst fyrirtæki, svo ríkið geti hirt eignir þess - vegna þess að eigandi þess var talinn styðja stjórnarandstöðuna í Rússlandi.
Þá vita allir - að nánast hvað sem er gæti gerst síðar meir, tja t.d. ef land þess sem eigandi fyrirtækis er hefði keypt það af rússn. stjórnvöldum - síðar meir lenti í deilu við Rússland.
Þá væru rússn. stjv. vís til að -- hirða viðkomandi fyrirtæki.
Eða, að spilltir embættismenn, gætu soðið saman mál til að skemma fyrir viðkomandi -- af hvatningu auðugra rússneskra keppinauta, svo þeir geti hirt fyrirtækið af viðkomandi.
- Slík mál þekkjast í gegnum árin í Rússlandi.
- Nánast einu kaupendurnir sem ég kem auga á - sem gætu verið tilbúnir til að taka þessa áhættu.
- Væru kínverskir aðilar.
En þá væru stjórnvöld í Rússlandi að bjóða kínverska valdaflokknum upp á gafl hjá sér.
Í reynd að afhenda honum - beinan aðgang að áhrifum innan rússnesks viðskiptalífs.
Og auðvitað -- eign yfir hluta auðlinda Rússlands.
Niðurstaða
Einu erlendu kaupendurnir sem ég kem auga á, væru Kínverjar. En þar sem valdaflokkurinn í Kína, enn þann dag í dag, stjórnar því hverjir fá heimildir til stórra fjárfestinga á erlendri grundu. Þá þíðir það einmitt það sem ég benti á að ofan. Að þar sem kínverski valdaflokkurinn mundi handvelja þá aðila er mundu fá að kaupa, að þá væri kínverski valdaflokkurinn þar með kominn með mjög mikil efnahagsleg áhrif innan Rússlands.
Það má velta fyrir sér skynsemi þess, í ljósi þess að Kína er 10-falt fjölmennara en Rússland. Samtímis, meir en 10-stærra sem efnahags heild.
- Ítreka það sem ég hef áður bent á, að Kína getur á nk. árum hæglega orðið mun valdameira í A-héruðum Rússlands - en sjálf ríkisstjórn Rússlands, í gegnum gríðarlegt fjárhagslegt vald - vs. spillinguna í Rússlandi sem versnar því lengra er farið frá Moskvu -- það hefur lengi verið viðloðandi í Rússlandi, að reglur séu fyrst og fremst fyrir þá, sem ekki eiga næga peninga - til að múta embættismönnum til að líta í hina áttina.
Gríðarlega fjárhagslega sterk kínversk fyrirtæki, með því að verða helstu fjárfestarnir innan Rússlands - gætu þar með haft mjög mikil svæðisbundin völd innan Rússlands, sérstaklega langt frá miðstjórnarvaldinu í Moskvu.
Ég tel að Rússland sé í raunverulegr hættu á nk. árum að missa stjórn á hlutum síns lands.
Kreppan auðvitað flýtir fyrir.
Kv.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 863660
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar