Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Spenna á landamærum Tyrklands við Sýrland - Tyrklandsher beitir stórskotaárásum á sveitir Kúrda í sókn meðfram landamærum ríkjanna

Til að sjá hvað er í gangi, þarf að skoða kort - sem virðist sýna mjög nýlega mynd af stöðu mála, hvað varðar framsókn sýrlenskra Kúrda á landamærum Sýrlands við Tyrkland.

Miðað við nýjustu fréttir - eru Kúrdar þó greinilega að sækja lengra í Vestur meðfram landamærunum. Uppreisnarmenn hafa ráðið mjórri landræmu -- græni liturinn.
Ef marka má fréttir -- eru sveitir Kúrda að einmitt sækja að því svæði!
Sem væntanlega þíðir að þeir hafa sókt dramatískt fram á sl. vikum.

Turkey vows 'harsh reaction' as missiles hit Syria town

https://natgeoeducationblog.files.wordpress.com/2015/10/syrian_civil_war.png

Kort frá sl. ári -- sýnir allt aðra stöðu, þegar mestur völlur var á framsókn ISIS við landamæri Tyrklands, og svæði Kúrda voru undir harðri atlögu.

Eins og sést -- er þetta dramatísk breyting, að síðan NATO flugsveitir hófu harðar loftárásir á stöðvar ISIS, og að auku hófu vopnasendingar til YPG sveita sýrlenskra Kúrda, þá hefur þeim sl. mánuði -- vegnað miklu mun betur!

http://arsenalfordemocracy.com/wp-content/uploads/2014/09/northern-syria-iraq-isis-map-kobani-raqqa-erbil-september-26-2014.png

Til að átta sig á því hvar bærinn Azaz er -- er gott að skoða enn eitt kortið.

Skv. fréttum, er tyrkneski herinn að beita stórskotaárásum á sveitir YPG eða sýrlenskra Kúrda, sem virtust hafa hug á að taka Azaz.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

  1. Eins og sést á kortunum, að ef YGP sveitir sýrlenskra Kúrda taka þá mjóu landræmu sem uppreisnarmenn hafa ráðið á landamærum Tyrklands.
  2. Þá sameina þeir byggðir Kúrda í Sýrlandi, í eitt umráðasvæði -- þ.e. einmitt hvað Tyrkir vilja hindra.

Það mundi þíða, svo fremi að við gerum ráð fyrir því að -- Bandaríkin haldi áfram að senda þeim vopn -> Að þá verður til vel vopnað sjálfstjórnarsvæði Kúrda á landamærum Tyrklands.

Tyrkir telja að upprisa slíks svæðis, væri mjög mikil ógn við Tyrkland.
En höfum í huga, að í Tyrklandi eru 11-milljón Kúrda!

Þetta kort sýnir dreifingu byggða Kúrda -- fyrir stríðið í Sýrlandi

Eins og sést, gæti öflugt og vel vopnað sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi -- haft mikil áhrif inn í Tyrkland.

  1. Enn segja Tyrkir ekki koma til greina að -- senda herlið inn í Sýrland.
  2. En þetta mundi setja sýrlenska Kúrda í mjög öfluga samningsstöðu gagnvart Tyrklandi -- ef vopnasendingar til uppreisnarmanna, eiga að halda áfram -- ekki ósennilegt að að þeir verði undir þrýstingi einnig frá Washington, að heimila slíka flutninga.

En auðvitað -- þá yrði Tyrkland að hætta loftárásum.
Og eiginlega -- viðurkenna ósigur í sinni viðureign við sýrlenska Kúrda.

  • Ég hef persónulega mikla samúð með þeirri kröfu, að Kúrdar í Tyrklandi - fái einnig sitt eigið sjálfstjórnarsvæði.

En það var þeirri kröfu sem Erdogan fyrir rest hafnaði.
PKK flokkurinn eða Verkamannaflokkur Kúrdistan eins og hann er gjarnan kallaður, vildi ekki falla frá þeirri kröfu.

Í staðinn hófst aftur - borgarastríð í A-hluta Tyrklands.
Og Tyrkir hófu aftur árásir yfir landamærin - á stöðvar YPG, eins og árum áður.

Meðan þessi innanlands átök eru til staðar -- skapa þau veikleika fyrir Tyrkland.
Sem utanaðkomandi lönd -- gætu gert tilraun til þess að notfæra sér, tja -- t.d. með því að dæla vopnum til PKK í Tyrklandi.

http://www.gatherthejews.com/wp-content/uploads/2011/11/map-of-turkey.jpg

Rétt að hafa það í huga - að ef Rússland reyndi slíkan leik.
Þá á Tyrkland mjög öflugan mögulegan mótleik - sem væri að loka Bosporus sundi, sundinu milli Miðjarðarhafs og Svartahafs.

Þá yrði það mjög erfitt fyrir Rússland -- að halda uppi vistaflutningum til herstöðva sinna í Sýrlandi.
Sprengjur og eldsneyti gæti hvort tveggja klárast hratt -- ef maður gerir ráð fyrir áframhaldandi stríðs átökum í Sýrlandi.

 

Niðurstaða

Ekki er gott að segja hvert sú spenna á landamærum Tyrklands og Sýrlands leiðir - en stríðs hætta virðist til staðar. Þó að Tyrkir fullyrði enn að þeir hafi engin áform um að senda herlið yfir landamærin - ef Tyrkjum er alvara með að líta á það sem mikla hættu að YPG sveitir sýrlenskra Kúrda sameini svæði Kúrda meðfram landamærunum.
Þá er rökrétt að Tyrklandsher fari yfir landamærin, og hertaki svæði það sem uppreisnarmenn áður höfðu full yfirráð yfir -- og lísi það verndarsvæði.
En þá tekur Tyrkland þá áhættu að lenda í hernaðarátökum af stærra tagi.

Þó að ég óttist ekki -per se- að Tyrklandsher mundi bíða ósigur í slíkri rimmu, þá mundi hún verða verulega kostnaðarsöm, og tjón af slíkri styrrjöld hlyti að verða nokkuð umtalsvert.

 

Kv.


Donald Trump gæti búið til heimskreppu alveg eins slæma og þá á 3. áratugnum!

Ég er ekki að segja að Trump geti búið til heimskreppu upp á grín, heldur þá er ég einfaldlega að leitast við að skilja afleiðingar líklegrar stefnu Trumps - - miðað við yfirlýsingar, sannarlega gjarnan oft óljósar og í innbyrðis mótsögn, er hann hefur gefið út.

Góð grein úr Der Spiegel: Donald Trump Is the World's Most Dangerous Man

Í grein Spiegel er tekið viðtal við mann, sem skrifaði æfisögu Trumps - framanaf hafi Trump verið áhugasamur um þau skrif, hann hafi fengið að koma inn á heimili Trumps, fengið að taka viðtöl við Trump og einstaka fjölskyldumeðlimi.

  • Eitt sem vakti athygli hans, var að hann sá ekki nokkra bók inni á heimili Trumps í risavillu þeirri sem hann býr í.
  • Og þegar hann spurði Trump hvaða bók eða bækur hefðu haft áhrif á líf hans - þá vildi Trump einungis tala um bækur sem hann hafði skrifað um þætti úr eigin lífi, og einnig þáttinn "reality TV show" sem var gerður og Trump sjálfur lék í.
  • Ályktun æfisagna-ritarans, að Trump einfaldlega læsi ekki bækur, og jafnvel að hann hefði aldrei tamið sér bókalestur.

Síðan kom fram í viðtölunum við Trump, sannfæring Trumps að hann væri mjög kyngóður í meiningunni "good breeding" - einnig sannfæring Trumps um eigin hæfileika - virtist mjög sterk.

  1. Það sem þarna virðist skýna fram, einnig í hegðan Trumps á kosningafundum, hvernig hann lætur púa niður hvern þann á kosningafundum, sem spyr erfiðra spurninga - síðan reka þá út af svæðinu, hvernig hann talar ákaflega neikvætt um fjölmiðlamenn og blaðamenn almennt --> Þá þolir hann ekki gangrýni.
  2. Kosningafundir hans virðast snúast um eigin sjálfupphafningu og síðan að hann eys aur yfir hvern þann sem honum er í nöp við, sem virðast fjölmargir.
  • Þetta allt kemur heim og saman við það, að ef hann er ákaflega "narkissískur" persónuleiki - en þeir sem eru mjög sterkt "narkissískir" gjarnan skortir sjálfsgagnrýni, samtímis þola illa gagnrýni á sig sjálfa.
  • Slíkir menn sem leiðtogar, hafa tilhneygingu til að umkringja sig af já mönnum.

Eins og Trump virtist æfisagnaritaranum koma fyrir sem persóna, þá er kannski auðvelt að skilja af hverju Trump nær svo vel til -- þeirra sem telja sig hafa orðið undir í lífinu.

Hann talar með einföldum hætti, vegna þess að hann hafi einfaldlega aldrei verið - "intellectual." Hann virðist ekki hafa mikla vitneskju um utanríkispólitík.

  • Hafa verður í huga, að Trump auðgaðist ekki eins og Bill Gates eða Steve Jobs af því að skapa eitthvað nýtt --> Nei, Trump er fasteignamógúll.

Til þess þarf ákveðið viðskiptavit, átta sig á hvenær er rétt að kaupa, og hvenær að selja -- en það krefst ekki endilega mikillar breiddar í þekkingu, heldur góðrar þekkingu á þeim tilteknu sviðum sem við koma fasteignaviðskiptum.

  1. Það getur því einfaldlega verið rétt, að Trump sé afskaplega "ignorant" á mörgum sviðum.
  2. Sem gerir ekki til ef viðkomandi er bara fasteignamógúll, en gæti reynst afskaplega "disastrous" ef hann verður forseti Bandaríkjanna, samtímis með algera sannfæringu um eigið ágæti -- og á sama tíma, enga þolinmæði fyrir gagnrýni.
  • Slíkur maður þarf góða ráðgjafa.
  • Og hann þarf að hlusta á þá.

En hættan er að - maður með algera sannfæringu um eigið ágæti, og mjög litla þolinmæði fyrir gagnrýni.

Velji fyrst og fremst ráðgjafa, er virðast sömu skoðunar og hann, ráðgjafa sem gæta þess - að gagnrýna aldrei herra Trump, eða segja neitt sem herra Trump mislíkar.

Það gæti komið virkilega hræðilega út -- ef Trump ákveður að gera eitthvað "disastrous."
Umkringdur já mönnum - þá gæti fundurinn sem hann tilkynnti slíka ákvörðun, endað með klappi og húrra hrópum.

 

Að Trump skapi heimskreppu!

Ef maður á að taka yfirlýsingar Trumps alvarlega - þá ætlar hann að verða sá forseti Bandaríkjanna sem skapar flest störf í sögunni, a.m.k. skv. eigin yfirlýsingum á fundum.
Hann talar - alltaf um sig sem sigurvegara, hvernig hann ætlar að -- tryggja forræði Bandaríkjanna á öllum sviðum, viðskiptasviðinu -- sem öðrum sviðum.

  • Hann hefur margítrekað hótað verndartöllum gegn Kína.
  • Og öðrum hratt vaxandi löndum Asíu.

Nú ætla ég að gefa mér það -- að Trump skelli á verndartollum á Kína.
Sem skv. reglum "W.T.O." - "World Trade Organization" er ekki heimilt.
En eins og Trump talar, þá skipta reglur ekki máli -- þetta virðist hluti af því af hverju hann hefur líst yfir hrifningu á Pútín, hvernig Pútín hefur hundsað reglur.

Ef marka má það umtal Trumps -- þá mun hann einfaldlega hundsa reglur "W.T.O." í slíku tilviki, og fara sínu fram.
Málið er, að þá líklega -- nett leggur hann "W.T.O." í rúst, en Bandaríkin hafa hingað til verið verndarar heims viðskiptakerfisins --> Enda bjuggu þau það til sjálf.

Ef Bandaríkin sjálf, fara að veifa öxum á það kerfi --> Þá einfaldlega hrynur það, og það á skömmum tíma. Það gæti tekið skemmri tíma ein eitt ár, að leggja það alfarið í rúst.

  1. Ef heims viðskiðtakerfið er lagt í rúst, þá hrynja heims viðskipti eins og spilaborg.
  2. En síðast þegar Bandaríkin, settu upp verndartolla við upphaf 4. áratugar sl. aldar, þá leiddi það einmitt til kerfislegs niðurbrots -- þess sem hafði verið frjálst heimskerfi er Bretar höfðu komið á fót. Þá tóku önnur ríki einnig upp verndartolla, og það tók mjög skamman tíma að ganga yfir.
  3. Í kjölfarið risu upp - lokaðir viðskiptaklúbbar.

En mikilvægi punkturinn er sá -- að við þetta dýpkaði mjög heimskreppan.
Í stað þess að skapa mikinn fjölda starfa -- leiddi þetta til kjarahruns og atvinnuleysis.

  1. Það er einmitt hvað ég held að gerist, ef Trump - - hefur öxina á loft á heims viðskiptakerfið sem Bandaríkin sjálf bjuggu til.
  2. Að þá skellur "med det samme" á hyldjúp heimskreppa.

Það mundi auðvitað leiða til mjög snöggrar efnahags dýfu fyrir Bandaríkin líka.

Það yrði þó sennilega verst fyrir Asíulönd sem hafa verið að framleiða mikið af varning fyrir lönd í fjarlægum heimshlutum -- í þeim löndum gæti skollið á gríðarlegt atvinnuleysi.

Á skömmum tíma, mundi sjálfsagt Kína -- taka upp til mikilla muna harðari stefnu gegn Bandaríkjunum, sem Kína -- mundi með réttu kenna um atvinnuleysið og kreppuna.

Útkoman yrði þá líklega ekki einugis -- heimskreppa.
Heldur líka að á einu kjörtímabili mundi herra Trump -- líklega valda einu stykki Köldu Stríði.

  1. En narkissisti sem tekur ekki gagnrýni, sennilega mundi fagna því, ef upp rís óvinur.
  2. Bæði löndin með mikið atvinnuleysi heima fyrir, þ.e. Kína og Bandaríkin -- mundu sennilega fagna því, að geta beint sjónum almennings að hvoru öðru sem óvin.

Og hefja mikla hervæðingu og æsingar.

 

Niðurstaða

Í þessu er ég að gefa mér, að Trump meini allt það sem hann segir - sbr. að ætla setja upp verndartolla. Að hann honum sé í nöp við útlendinga, sérstaklega Múslima. Og að sú sýn sem æfisagnaritari gefur af Trump sé rétt - - þ.e. að Trump sé "narkissisti" á háu stigi.
En a.m.k. sá þáttur kemur vel heim og saman við hegðan Trumps á kosningafundum, ekki síst hve óskaplega ruddalegur Trump oft er - og það almennt við alla sem ekki tilheyra hópi aðdáenda Trumps.

Ef Trump er alvara með það, að reglur eigi ekki að binda Bandaríkin.
Og að koma á verndartollum gegn Asíulöndum.
Þá tel ég það alveg öruggt -- að afleiðingin sé rétt skilgreind "heimskreppa."

Nú ef Trump veldur heimskreppu, þá muna rísa upp gagnrýni gegn honum innan Bandaríkjanna, og ef hann þá hegðar sér í samræmi við núverandi "narkissíska" hegðan, þá verður hann gríðarlega "divisive" þ.e. hann líklega þá bregst afar harkalega við gagnrýninni -- og eys þá aur yfir þá hópa sem rísa upp gegn honum, samtímis og hann hvetur eigin fylgismenn til dáða.

Þá gætu risið upp innan Bandaríkjanna -- mestu innanlandsátök sem sést hafa í Bandaríkjunum í mjög langan tíma.
Í slíku samhengi, efa ég að Trump mundi ná endurkjöri -- en eitt kjörtímabil af Trump gæti reynst mun meir "disastrous" fyrir Bandaríkin og heiminn, en 2-kj0rtímabil af Bush.


Kv.


Greinandi segir að skipting Sýrlands í áhrifasvæði Rússlands og Bandaríkjanna - sé í gerjun

Mér finnst þetta áhugaverð ábending greinandans:

You can just look at where the bombs have been falling,” - “What we have seen developing for the past two months, is an effective division of Syria into two zones of influence. One dominated by Moscow, the other by Washington. There is already effective partition of operations. So the question is, does that translate into something more permanent?

  1. "Russia’s air strikes have slowly pushed east across Syria since Moscow first began its military intervention in late September 2015, carving out an area of aerial control that the US has gradually ceded."
  2. "Washington is instead now focusing almost all of its aerial firepower on Isis strongholds in Syria’s east, in Deir Ezzor, Raqqa, and al-Hasakah."
  • There is pretty much a line you can draw, from just east of Aleppo in the North all the way down to Deraa in the South,

Það má líkja þessu við verkaskiptingu!
Rússar fókusi á uppreisnarmenn - sem sjáist á ferli loftárása á þeirra vegum.
Bandaríkin fókusi á svæði undir stjórn ISIS - sem sjáist á því hvar þeirra vélar beita sér.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

En í leiðinni geti verið að þróast 2-áhrifasvæði?

Þau gætu falið í sér - framtíðarskiptingu Sýrlands!

Áhrifasvæði Rússa væri þá N-Sýrland, þ.e. ströndin, höfuðborgin, Aleppo - síðan Austur að landamærum við Tyrkland - ca. í beinni línu -eins og greinandinn benti á.

Áhrifasvæði Bandaríkjanna væri þá N-Sýrland, eiginlega svæði byggð sýrlenskum Kúrdum - sem Bandaríkin hafa verið að vopna, samtímis sem getur vart kætt Bandaríkin Tyrkland hefur beitt sýrlenska Kúrda loftárásum, og svæði nú undir stjórn ISIS.

Skv. þessu séu Rússar að láta það eftir til Bandaríkjanna - og bandamanna Bandaríkjanna, að sigrast á ISIS á megin áhrifasvæðum ISIS í S-Sýrlandi.

Meðan að markmið Rússa, sé að tryggja stöðu stjórnarinnar í Damaskus í S-hluta Sýrlands, og ekki síst hinum mikilvægu strandsvæðum Sýrlands þ.s. Rússar hafa flotastöð í Tartus og herstöð í Ladakia borg.

 

Þá gætu yfirlýsingar Saudi Araba, að senda her til að berjast við ISIS í Sýrlandi - spilað inn í þetta samhengi!

Um daginn var fundur milli áhrifamanna fra Saudi Arabíu í Istanbul - þ.s. rætt var hugsanlegt samstarf Saudi Arabíu og Tyrklands, um að senda her inn á svæði ISIS innan Sýrlands - til að hernema þau svæði.

Ef greinandinn hefur rétt fyrir sér - gætu Saudar verið að þessu, fyrir hönd Bandaríkjanna.
En gagnkvæmur pyrringur er nú í gangi milli Bandaríkjanna og Tyrklands. T.d. um daginn, þá fordæmdi Erdogan stuðning Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda.

Saudar gætu þá verið - frekar en verð að spila sinn eigin leik - verið að ástunda milligöngu, til að fá Tyrki með í verkefnið.

En Bandaríkjastjórn hefur látið lýðum ljóst, að hún ætlar ekki að senda landher á svæðið.
Fyrir utan, að líklega er mun betra - að sá her er væri sendur til höfuðs ISIS, sé skipaður Múslimum sem samtímis séu Súnní - sem er meirihluta trú á umráðasvæðum ISIS.

Hver sá sem sparkar ISIS frá S-Sýrlandi - þarf einnig að geta stjórnað svæðinu þar, án þess að íbúar hefji uppreisn gegn viðkomandi.
Það sé minna líklegt, ef herlið sem væri þar til staðar, væri Súnní Íslam trúar eins og íbúarnir.

 

Það er þá hugsanlegt að þessi herför fari fram á nk. vikum eða mánuðum!
Ég geri þá ráð fyrir að hersveitir mannaðar Súnní Múslimum, mundu hersytja það svæði með varanlegum hætti - sem tekið væri af ISIS, þar á meðal höfuðborg ISIS Raqqah.

Það svæði mundi samtímis verða verndarsvæði fyrir núverandi uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Og gæti einnig orðið að svæði þ.s. unnt væri að hýsa Súnní Múslima er hafa flúið erlendis, eða eru flóttamenn innan Sýrlands.

Það gæti þá hugsanlega þróast fyrir rest samkomulag um frið með þeim hætti, að skipting landsins verði ca. með þeim hætti.

Og það gæti hugsanlega bundið endi á átökin.
Auðvitað er það einnig mögulegt - að stríðið mundi halda áfram, og þróast í framhaldinu í nýja pattstöðu.

Þ.s. Rússar - Hesbollah og Íran, mundu gæta N-hluta Sýrlands.
Bandamenn Bandaríkjanna í Arabaheiminum - gæta S-hluta Sýrlands.

Báðir möguleikar virðast mér til staðar í slíku framhaldi - friður/stríð í pattstöðu.

 

Niðurstaða

Eitt virðist öruggt að margt er að gerjast í Sýrlandi -- tvennt er þó fullvíst. Annars vegar að Rússar hafa ekki efni á víðtæku stríði innan Sýrlands. Og hitt, að stjórnin í Damaskus er of veikluð samtímis glýmir við mannaflaskort - til að líklega vera fær um að stjórna landinu öllu.

Rússar líklega ekki til í að senda fjölmennan her til landins, til varanlegrar gæslu eða hersetu, geti þá verið til í skiptingu landsins - skv. grófum útlínum nefndar að ofan.

 

Kv.


Staðfesting á tilvist þyngdaraflsbylgjur - virðist stórmerkilegur atburður

Í fysta lagi þá var ekki vitað fyrir algerlega víst að "gravity wave" eða þyngaraflsbylgjur - væru til. Þó að Albert Einstein hafi sett fram kenningu um þeirra tilvist í afstæðiskenningu sinni. Hann einnig setti fram kenningu um tilvist svarthola.

  1. Það má samtímis fullyrða - að tilvist svarthola hafi einnig verið sönnuð.
  2. Því að þær bylgjur sem voru mældar - koma frá risaatburði er 2-svarthol væntanlega leyfar tvístyrnis - sameinuðust.
  3. Annað svartholið telst hafa verið 29 sólarmassar, hitt 36. Svo stórar stjörnur hafa líklega verið útfjólubláar risastjörnur, áður en þær sprungu og urðu að svartholum.
  4. Sú orka er leystist úr læðingi, hafi um tíma varpað frá sér birtumagni sem sé meira að sögn vísindamannanna en komi frá öllum stjörnum sem til eru í alheiminum.

Þessi risa-atburður hafi togað og teygt til bæði tíma og rúm!

Það sé togið á rýminu sjálfu sem nú hafi tekist að mæla!

Gravitational Waves Detected, Confirming Einstein’s Theory

Einstein's gravitational waves detected in landmark discovery

https://i.kinja-img.com/gawker-media/image/upload/r9wmyolsyefh6zyp03xn.gif

Í rannsókninni voru notuð 2-rannsóknartæki er nefnast "LIGO"

2-slíkir mælar eru til staðar innan Bandaríkjanna, bilið á milli þeirra 3.002km.
Annar í Livingstone Loisiana, hinn nærri Richland í Washington fylki.

Fjarlægðin sé næg milli þeirra til þess að unnt er að nota sömu mælingu í þeim báðum, til að útiloka að utanaðkomandi áhrif önnur en þau sem til stóð að mæla - hafi skapað villumælingu.

https://www.i2u2.org/elab/ligo/graphics/lho_aerial_photo.jpg

Eins og sjá má á ljósmynd - þá eru til staðar í hvorum mæli 2-steynsteypt göng sem eru 4km. að lengd, og mynda L. Inni í þeim er viðhaldið hástigs lofttómi.

  1. Mæling fer fram með laser sem varpað er á geisla-skipti, er klýfur geislann og varpar honum inn í göngin til sitt hvorrar handar.
  2. Á enda hvorra ganga er spegill, er varpar klofna geislanum aftur til baka til - geisla-skiptisins, og þá sameinast geislinn að nýju.
  3. Ef annar eða báðir geislar breytast, þá kemur ljós á tiltekinn nema.
  4. Að tíðni annars eða beggja geisla breytist, gerist ef önnur göngin verða andartak örlítið lengri en hin - eða bæði göngin í tilviki að tíðni beggja breytist.
  5. Þyngdarafls bylgjur hafa einmitt þau áhrif - en vegna þess að þær fara hjá á hraða ljóssins, þarf væntanlega laserinn að lisa gríðarlega mörgum sinnum per sekúndu til að ná mælingunni.

Með tækni-trixum, fer laserinn 75 sinnum lengd ganganna í hvert sinn - en í göngunum fer laserinn í gegnum svokölluð "Fabry–Pérot cavities."
Áður en speglarnir endursenda hvorn geisla aftur til baka til laserskiptisins.

 

Hvaða máli skiptir þetta?

Nær tíma áhrif verða væntanlega þau, að nú geta vísindamenn -- séð alheiminn í gegnun lensu þyngaraflsbylgja.
Þannig opnast ný leið til að skoða alheiminn - sem talið er að muni opna nýja sýn á fyrirbæri alheimsins.

  • Það eru t.d. mörg svæði í alheiminum sem við getum ekki séð - vegna þess að mörg fyrirbæri í alheiminum hindra okkur sýn þegar notast er við ljós eða radarbylgjur, eða aðrar bylgjur á rafsegulsbylgjusviðinu.

Sem dæmi, þá hindrar miðja vetrarbrautarinnar okkur sýn - sambærilegt við það að mannkyn þekkti ekki dökku hliðina á tunglinu fyrr en geimkannar fóru í fyrsta sinn hring um Tunglið.

Það þíðir að mjög lítil vitneskja er til staðar um stjörnur og önnur fyrirbæri handan við þann skugga er tilheyra okkar vetrarbraut.

  • Þyngdaraflsbylgjur aftur á móti fara beint í gegnum efnið, hvort sem þ.e. stjarna eða pláneta er verður á veginum - eða miðja vetrarbrautarinnar.

Menn vonast einnig til að geta -- litið lengra aftur í tímann, þ.e. séð fjarlægari fyrirbæri en nú er mögulegt.
En í dag getum við ekki séð lengra aftur í tímann - þ.e. fjarlægari fyrirbæri, en þau sem voru orðin til eftir að stjörnur fóru að lísa upp alheiminn.

En með þyngdaraflsbylgjumælum - telja vísindamenn sig geta séð fyrirbæri er urðu til áður en fyrstu stjörnur alheimsins fóru að lísa.
Þannig að með þyngdaraflsbylgjumælum verði unnt að skoða alheiminn - lengra aftur í tímann en áður hefur verið mögulegt, jafnvel mjög nærri upphafs sprengingunni sjálfri.

Þannig aflað frekari vitnesku um -- upphaf alheimsins.

  • En ekki síst, þá á að verða mögulegt að -- rannsaka svarthol!

En svarthol eru þess eðlis, að ljósið sjálft sleppur ekki frá þeim.
En annað gildir um þyngdaraflsbylgjur.

Þannig að með þyngdaraflsbylgjum verði unnt að skyggnast inn í svartholin sjálf.
Komast að því - hvers konar fyrirbæri þau séu.

 

Niðurstaða
Staðfesting þyngdaraflsbylgja - sé mikilvæg vegna þess að staðfesting þess að unnt sé að mæla þær, muni gera stórfelldar nýjar vísinda-uppgötvanir mögulegar. Með því að unnt er að greina þyngdaraflsbylgjur - þá opnist ný sýn á alheiminn, og fjöldi fyrirbæra er áður var ekki unnt að rannska eða sjá - muni verða greinanleg og því rannsakanleg.

M.ö.o. muni staðfesting tilvistar þyngdaraflsbyglja framkalla risastökk í heimi vísinda.

 

Kv.


Sjálfkeyrandi bílar - einu mikilvægu skrefi nær

Stærsta hindrunin sem sjálfkeyrandi bílar þurfa að yfirstíga, tengist líklega lögleiðingu þeirra. Einmitt um það atriði - var stigið mikilvægt skref, þegar bær stofnun Bandaríkjanna -- samþykkti að mögulegt væri að lögleiða sjálfkeyrandi bíl -annars vegar- og -hins vegar- að í tilviki sjálfkeyrandi ökutækis væri tölvubúnaður sem stjórnaði ökutækinu rétt skilgreindur sem stjórnandi viðkomandi ökutækis.

  1. ""NHTSA will interpret 'driver' in the context of Google's described motor vehicle design as referring to the (self-driving system), and not to any of the vehicle occupants," NHTSA's letter said."
  2. "We agree with Google its (self-driving car) will not have a 'driver' in the traditional sense that vehicles have had drivers during the last more than one hundred years."

In boost to self-driving cars, U.S. tells Google computers can qualify as drivers

Google passes significant barrier in its plan for driverless cars

http://www.trbimg.com/img-5386922b/turbine/la-sci-g-google-self-driving-car-20140528

Google vill meina að sjálfkeyrandi bílar séu öruggari, ef það eru engir pedalar og ekkert stýri - þannig að farþegar geti ekki gripið inn í!

Við hér á Íslandi höfum orðið vitni að ótrúlega hættulegri hegðan - upp á síðkastið.

  1. í sl. viku var sagt frá því, að óþekktur fjöldi ökumanna með meira próf, sem aka vörubílum á vegum landsins -- stunduðu það að taka videó á síma meðan þeir eru að aka, samtímis og þeir eru að tala við félaga sína t.d. hinum megin á landinu.
  2. Um daginn, tók farþegi upp á myndband - athæfi ökumanns strætó, sem var í símanum sínum alla leiðina meðan viðkomandi var um borð, á netinu í símanum.

Þegar maður sjálfur ekur um borgina - þá sér maður ávalt fjölda ökumanna að nota símana sína, oftast nær án handfrjáls búnaðar.
Að auki grunar mig, að það sé algengt að fólk sé að gera meira en bara að tala -- sbr. að senda skilaboð, horfa á videó, vafra á veraldarvefnum, og taka myndir eða videó.

Þetta þíðir að fjöldi ökumanna -- ekki einungis almennra ökumanna, heldur einnig þeirra sem hafa meirapróf og aka þyngri ökutækjum.
Eru að skapa stöðugt - stórhættu í umferðinni.

Enginn veit hve marga hegðan af þessu tagi hefur drepið.

  1. Punkturinn er sá, að sennilega stoppar ekkert þessa hegðan -- þetta kæruleysi/skeytingarleysi - verði sennilega ekki stöðvað.
  2. Þ.e. ekki síst hve útbreidd þessi hegðan virðist, að ég er farinn að nálgast þá skoðun --> Að ökumanns lausir bílar séu nauðsynleg breyting.

Miðað við hegðan af slíku tagi -- þá verða sennilega flestir í dag, ánægðir með það að bílarnir aki sjálfir.
Þá geta þeir einbeitt sér algerlega að netheimum eða hverju því öðru sem þeir eru að gera í símunum sínum, meðan að ekið er á milli staða.

  • Það virðist einnig ljóst - - að sú breyting muni auka öryggi vegfarenda stórfellt.

Það bendi til þess -- að fljótlega eftir lögleiðingu, þá muni ríkin í kringum okkur - beggja vegna Atlantshafsins, skipulega ýta fólki yfir í ökumanns lausa bifreiðar.

Þ.e. hægt með margvíslegum aðferðum - sbr. að gera það mun ódýrara að tryggja ökumannslausar bifreiðar - að auka mjög kröfur til ökumanna - að stytta mjög þann tíma sem líður á milli þess að það þarf að endurnýja ökuréttindi - gera það mun dýrara en áður að endurnýja ökuréttindi og að taka bílpróf í fyrsta lagi.

Að auki væri mögulegt að ganga svo langt -- að banna með öllu, bifreiðar sem ekki eru sjálfkeyrandi í þéttbýli -- þó það verði sennilega ekki hægt fyrr en sjálfkeyrandi bifreiðar verða algengar.

  • Þ.e. hugsanlegt að -- bílpróf veiti einungis réttindi til að aka bíl í dreifbýli.

 

Niðurstaða

Einstaklega óábyrg hegðan ökumanna sem því miður virðist allt of mikið um, og ef eitthvað er - í örum vexti. Sé öflugur stuðningur við þá hugmynd, að sjálfkeyrandi bílar séu líklega sannarlega mun öruggari - og því sé það framtíðin að bifreiðar verði án ökumanns, þ.e. að tölva sjái um aksturinn.

Þetta sé sennilega ekki fjarlæg framtíð - sennilega innan nk. 20 ára.

 

Kv.


Stríðið í Sýrlandi virðist á leið í aukningu er getur orðið meiriháttar, með líklega stórauknum afskiptum utanaðkomandi aðila

Skv. fréttum eru fundir í gangi milli tyrkneskra yfirvalda og stjórnvalda í Saudi Arabíu, ásamt bandamönnum Sauda í við Persaflóa - - fundarefnið, hugsanlegt beint inngrip þeirra aðila inn í stríðið í Sýrlandi.

  1. Ég er að tala um - að þeir taki sig saman um að, hernema svæði innan Sýrlands.
  2. Á hinn bóginn eru a.m.k. 2-valkostir í þeirri stöðu!

A)Hugsanlegur valkostur, að setja upp - verndarsvæði meðfram landamærum Sýrlands við Tyrkland, fyrir flóttamenn frá Sýrlandi - sem og uppreisnarmenn.
B)Væri sameiginleg atlaga að -ISIS- sem ætlað væri að hernema svæði innan Sýrlands, sem tekið yrði af -ISIS- en síðan notað til þess, að skapa verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn - sem og flóttamenn.

Ekki liggur fyrir - hvor valkosturinn yrði ofan á!
Né hvort að líkur séu miklar á því að þessi lönd - hefji bein afskipti með eigin herliði að stríðinu í Sýrlandi!

Saudis make plans to deploy ground troops in Syria

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

Saudar - flóa Arabar og Tyrkland, standa fyrir þeim valkosti að tapa fyrir bandalagi Írans, Hesbollah, Alavi stjórnarinnar í Damascus og Rússlandi -- eða grípa til róttækra aðgerða!

Síðan ca. 2013, hefur stríðið í Sýrlandi - að mestu virst vera undir stjórn, erlendra aðila.

  1. Írans, en stjórnin í Damaskus virðist vera lítið meir en -leppstjórn- Írans. Svo veikluð sé staða hennar, svo gersamlega háð herliði frá Íran + sveitum á vegum Hesbollah + Rússlandi -- að erfitt er að líta á Assad sem sjálfstæðan geranda.
  2. Síðan eru það þeir utanaðkomandi aðilar er hafa verið megin stuðningsaðilar uppreisnarmanna -- þ.e. Tyrkland, Saudi Arabía og furstadæmin við Persaflóa.

Þessar 2-megin fylkingar hafi sl. 3 ár - stórum hluta stjórnað átökum þar.
Átökin séu þar með --> Í reynd "proxy war" milli þessara aðila.

Stríðinu hafi verið stolið -- af upphaflegu uppreisninni, er reis upp í sept. 2011.

  1. Shíta - Súnní vinkillinn sé mikilvægt atriði, en kalt stríð hefur geisað milli Saudi Arabíu og flóa Araba -- og Írans nú í 30 ár. En síðan Bush fór inn í Írak -- hafa þau átök verið í stigmögnun.
  2. En þegar uppreisn hófst 2011 innanlands í Sýrlandi -- virðist að utanaðkomandi aðilarnir hafi séð tækifæri, til þess -- að veikja valdastöðu Írans í Mið-austurlöndum, enda Sýrland lykil bandamaður Írans - en án landsamganga í gegnum Sýrland, hefur Íran enga landtengingu við svæði undir stjórn Hesbollah, sem er annar mikilvægur bandamaður Írans.
  • Þetta er langt í frá eina átakasvæðið -- annað stríð er í gangi á sama tíma í Jemen, "proxy war" milli Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba.

http://www.gatherthejews.com/wp-content/uploads/2011/11/map-of-turkey.jpg

Mér virðist fljótt á litið - minna áhættusamt, fyrir löndin að fara inn í Sýrland undir formerkjum "anti ISIS" aðgerðar!

Yfirlýst markmið væri þá að ganga milli bols og höfuðs á ISIS, og a.m.k. ná af ISIS umtalsverðum svæðum innan Sýrlands.
Og ég efa ekki, að ef sú aðgerð yrði ofan á -- að sameiginlegur herstyrkur ríkjanna, mundi raunverulega -- ganga á milli bols og höfuðs á umráðasvæði ISIS innan Sýrlands, að stórum hluta.

Bandaríkin gætu þá stutt aðgerðina - undir þeim formerkjum.
En eftir að hafa  náð svæðum af ISIS - yrðu þau áfram undir hernámi herja Sauda - flóa Araba og Tyrklands.
Og þau svæði notuð sem verndarsvæði fyrir flóttamenn - sem og uppreisnarmenn, þjálfunarbúðum þar komið upp - og þær búðir undir hervernd herja þeirra landa, sem og þeirra flugherja.

Þá væri þetta inngrip í stríðið -- beint til höfuðs aðgerð Pútíns.


Einnig er mögulegt að Tyrklands her á nk. dögum, taki svæði næst landamærum við Tyrkland - undir sína vernd, sendi þangað herlið -- síðan mæti Saudi Arabía og flóa Arabar þangað líka!

Mér virðist þessi aðgerð mun áhættusamari - vegna þess að nú eru hersveitir á vegum Írana, herflokkar á vegum Hesbollah og herflokkar á vegum Alavi stjórnarinnar í Damaskus - - á hraðri sókn í átt að landamærunum við Tyrkland.

Það getur verið að þegar sé sóknin komin í minna en 20km. fjarlægð frá landamærunum við Tyrkalnd - á sumum stöðum.
Á sama tíma, eru flughersveitir Rússa - stöðugt að gera loftárásir á þessi svæði, þá einkum stöðvar uppreisnarmanna -- til að brjóta niður þeirra síðustu varnir á Norður svæðinu og þar með er stefnt að töku þeirra svæða er liggja að landamærunum við Tyrkland.

Það þíðir -- að ef til stendur á annað borð, að fara þessa tilteknu leið.
Verður her Tyrklands líklega að hreyfa sig -- innan örfárra daga!

Það séu ekki vikur til stefnu!

  1. Á sama tíma, væru verulega umtalsverðar líkur á því að hersveitir Tyrkja -- geti lent í árekstrum við hersveitir Írana - Hesbollah og auðvitað stjórnarinnar í Damaskus.
  2. Að auki, gæti það vel gerst - að einhverjar sprengjur falli á tyrkneskar hersveitir af flugsveitum Rússa -- þó að verið geti að flugher Tyrkja mundi samtímis vera til taks, þ.e. það gæti orðið loftorrusta.
  • Þarna er augljóst til staðar -- mjög umtalsverð stríðshætta!

http://edinburghint.com/insidetrack/wp-content/uploads/2014/12/KRG-territory-map-770x605.png

Ef aðgerð undir formerkjum, að berja á ISIS - verður ofan á!
Þá er að auki meiri tími til stefnu - auk þess að strangt til tekið er ekki nauðsynlegt fyrir liðssafnað Tyrkja - Sauda og flóa Araba --> Að eiga sér stað innan Sýrlands.
Vegna þess hve þægir íraskir Kúrdar hafa verið Tyrkjum -- en á móti heimila Tyrkir íröskum Kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland.

Virðist mér til muna vænlegra fyrir löndin -- að safna liði sínu á svæðum undir umráðum Peshmerga sveita íraskra Kúrda!
Þá er áhætta á árekstri við aðgerðir Rússa - Írana og Hesbollah innan Sýrlands - - engin.

  1. Sá liðssafnður, gæti síðan ráðist inn á sýrlenskt yfirráðasvæði ISIS - frá umráðasvæði Peshmerga innan Íraks.
  2. Sókt beint úr Suðri í átt til Raqqah!

Það getur ekki verið nokkur vafi um - að þessi lönd eru fær um að safna saman nægu liði, til að taka Raqqah og nágrenni, og síðan halda þeim svæðum.
Þær hersveitir gætu þess vegna, einnig - tekið Mosul í Írak, af ISIS --> Án þess að afhenda Mosul til stjórnarinnar í Bagdad.

 

Niðurstaða

Mín ályktun er að ef Saudi Arabía - flóa Arabar og Tyrkland, láta verða af því að hefja beint inngrip í átök innan Sýrlands með eigin herliði. Aðgerð er væri til höfuðs aðgerð Rússa - og ætlað að snúa hlutum aftur við innan Sýrlands.

Þá væri til muna áhættuminna - að beina aðgerð upphaflega gegn ISIS, til að síðar meir að nota landsvæði innan Sýrlands, nú undir stjórn ISIS - sem verndarsvæði fyrir uppreisnarmenn, koma þar upp þjálfunarbúðum - sem og flóttamannabúðum fyrir sýrlenska flóttamenn.

Hverjar líkur eru á þessu - hef ég ekki hugmynd um, en örugglega hærri en "0."

Hafandi í huga, að Sýrlands stríðið hefur spilað rullu í samhengi átaka Írans og Saudi Arabíu í bandalagi við flóa Araba -- að þessi lönd líta á átök innan Sýrlands í samhengi þeirra heildarátaka án nokkurs vafa.
Þannig að þau mundu líta á það sem ósigur í samhengi þeirra átaka, ef bandamenn Írans vinna fullnaðarsigur innan Sýrlands.

Þá grunar mig að líkur séu þó nokkrar á því að önnur hvor áætlunin um inngrip - komist til framkvæmda.
En ef ég mundi geta ráðlagt þessum löndum - - þá mundi ég velja þá nálgun sem er áhættuminni.

 

Kv.


Indland með mestan hagvöxt stórþjóða í heiminum í dag

Ég sá þessa áhugaverðu frétt á vef Financial Times - þó hún ef til vill hafi ekki vakið mikla athygli, þegar á sama tíma allt reikur á reiðiskjálfi í Sýrlandi, og drama kosningabaráttu innan Bandaríkjanna er að komast í algleyming.
Þá skiptir þessi þróun á Indlandi greinilega máli!

India stays at top of growth table with 7.3% GDP rise

 

Skv. þessum tölum hafði Indland meiri hagvöxt sl. ári heldur en Kína!

Líkur eru að Kína hægi frekar á sér - - margir spá kreppu. En hver veit, kannski nær Kínastjórn að halda þessu einhvern veginn frá hruni, þó það virðist ótrúlegt samtímis að það takist.

  1. En þ.e. mjög mikilvægur atburður að Indland sé að sigla fram úr Kína - hagvaxtarlega séð.
  2. Því að svo lengi sem það ástand varir, þá minnkar bilið milli Indlands og Kína.

Í dag er kínverska hagkerfið í verðmætum talið margfalt stærra.
En 2-áratugir af hraðari hagvexti mundu minnka það bil mikið.
Ekki binda endi á það bil!

  1. Indland virðist í þeirri merkilegu stöðu -- að Indland græðir á því ástandi sem er á alþjóðamörkuðum, sem samdráttur í eftirspurn innan Kína hefur framkallað.
  2. Það er, að hrávöru verð hafa lækkað -- olía, "cash crops," málmar og annað.

Indland á tiltölulega lítil viðskipti við Kína -- þannig að samdráttur í innflutningi til Kína, hefur óveruleg neikvæð áhrif á Indland.

Skv. fregnum virðist að lág hrávöruverð séu að lyfta hagvexti á Indlandi um rúmt prósent.
Meðan að slaki er á kínverska hagkerfinu -- þá haldast þau hrávöru verð lág.

Auðvitað nema, að aukin eftirspurn á Indlandi -- geti með tíð og tíma komið í staðinn.

  1. En Kína er einnig að lenda mannfjölgunar vandamáli -- vegna 1-barns per fjölskyldu stefnunnar er valdaflokkurinn í Kína viðhélt lengi.
  2. Sú stefna hefur leitt fram -flöskuháls- í mannfjöldaþróun, sem er einmitt að detta yfr Kína á nk. árum -- sem mun draga mjög úr framboði á vinnuafli í Kína.
  • Punkturinn er sá, að þetta dregur úr mögulegum hagvexti í Kína.
  • Þannig, að það má vel vera - þ.s. þetta er að skella yfir nú á þessum áratug og þeim næsta - að þó svo að kínverska hagkerfið rétti við sér að einhverju leiti, þá getur hægur samdráttur hagvaxtar haldið þar áfram.

Sem þíðir -- að Indland getur átt alveg bærilega möguleika á að viðhalda með sæmilega stöðugum hætti, nk. 2-áratugi, hagvexti umfram Kína.

Við erum að tala um það sem raunhæfan möguleika - hugsanlega, að Indland verði 3-risaveldið.


Niðurstaða

Indland hefur lengi verið land með möguleika sem lengi hafa staðið á sér. En í ljósi þess að Kína sennilega stefni í langframa breytingu á hagvexti -- þ.s. Kína sennilega hættir að vera sú geysi kröftuga uppspretta eftirspurnar sem Kína hefur verið, á sviði hrávara.
Þá getur verið að hrávöru verð - verði í lægri kantinum í mörg ár!
Sem muni -ef rætist- hjálpa hagvexti á Indlandi verulega, meðan það ástand varir.
En síðar meir má vel vera að Indland sjálft leiði fram hækkun hráefnaverða.
Þá er eins gott að Indland verði búið að hagræða mikið í eigin hagkerfi, jafnhliða vexti þess.

Möguleikinn að Indland verði 3-ja risaveldið virðast augljós.
Ég sé enga sérstaka ástæðu að Indland yrði -- hallt undir Kína, eitthvað frekar.
Samtímis grunar mig sterklega að Indland mundi halda uppi sinni eigin stefnu, þ.e. ekkert endilega heldur vera handgengið Vesturveldum.

M.ö.o. að Indland gæti safnað sínum eigin hóp bandalagsþjóða.

Kv.


Það sem sjokkerar varðandi eldflaugaprógramm N-Kóreu, er að leiðtogar N-Kóreu séu að verja milljörðum dollara í hvað gagnast landinu ekki neitt

Hvaða gagn gerir eldflaugaprógramm fyrir lítið land, sem er gríðarlega fátækt - hefur lítinn iðnað og í bestu árum getur einungis rétt svo brauðfætt eigið fólk? Land þar sem vannæring er algengt vandamál.

Ég sé ekki hvaða gagn það gerir?
Sama gildir um her sem er ca. ein milljón að fjölda, vopn flest afar úrelt.
Einnig gildir sama um -- þróun og smíði kjarnorkusprengja.

  1. Innviðir landsins eru í molum -- þurfa sárlega á fjármagni til uppbyggingar.
  2. Almenningi haldið við sára fátækt -- og þá ógn að geta hvenær sem er verið varpað í fangabúðir, þaðan sem nær enginn sleppur frá lifandi.

Landið virðist raunverulega vera - risastórar fangabúðir.

North Korean rocket puts object into space, angers neighbors, U.S.

North Korea Launches Rocket Seen as Cover for a Missile Test

 

Helstu áhrif gætu orðið þau - að auka spennu í þessum heimshluta!

En S-Kórea heimtar nú að Bandaríkin láti þá hafa svokallað THAAD(Terminal High Altitude Area Defense) kerfi -- það er öflugt eldflaugavarnarkerfi sem getur skotið niður eldflaugar úr verulegri fjarlægð.

Frá sjónarhóli Kína, þá líta þeir á "THAAD" sem ógn - því langdrægar varnarflaugar í S-Kóreu gætu einnig grandað kínverskum flaugum á leið framhjá S-Kóreu, eða á lofti nærri S-Kóreu.

Japan er einnig líklegt að vilja auka við eldflaugavarnir.

Það gæti víxlverkað á Kína með þeim hætti -- að Kína bregðist við þannig að fjölga eigin eldflaugum er geta borið kjarnavopn.

Til þess að geta viðhaldið þeim tæknilega möguleika - að sprengja upp Japan eða S-Kóreu, ef til tæknilega mögulegs stríðs mundi koma.

Frekari uppbygging Kína á eldflaugakerfum -- gæti víxlverkað aftur til baka, þannig myndast keðjuverkun --> Vígbúnaðarkapphlaup.

Þannig gæti lítil þúfa -- haft töluverð áhrif út fyrir eigin landsvæði.

  • En ekki birtist gagnið fyrir íbúa N-Kóreu í slíkri framtíð.
  • Leiðtogar N-Kóreu kannski skála í dýru kampavíni frá Frakklandi, meðan eigið fólk sveltur.

Tæknilega getur Unha3 eldflaug N-Kóreu degið alla leið til Alaska.

Það þíðir þá að allt Japan er innan skotfæris, og sjálfsögðu öll S-Kórea, ásamt Tævan - Víetnam, Laos og líklega Filipseyjum.

  • Eina hugsanlega gagnið væri út frá sjónarhóli elítunnar í N-Kóreu, sem halda eigin fólki föngnu -- að hóta kjarnorkuárás á Japan eða S-Kóreu, til að hindra þann möguleika að árás með hefðbundnum vopnum verði gerð á N-Kóreu.

Kannski getur elítan í N-Kóreu, selt eitthvað af þessari tækni, til landa sem hugsanlega hafa áhuga á eldflaugatækni - en njóta ekki velþóknunar Vesturlanda. Það eru þó ekki margir aðilar er koma þar til greina.
Íran t.d. þegar ræður yfir tækni til að skjóta upp gerfihnöttum.
Og Pakistan hefur þróað eigin kjarnasprengju-berandi eldflaugar.

 

Niðurstaða

Ég hugsa að eldflauga prógramm N-Kóreu lísi eina ferðina ekki síst, algeru tómlæti leiðtoga N-Kóreu til eigin þjóðar -- að milljörðum dollara sé varið til þátta sem gagnast fólkinu nákvæmlega ekki neitt. Sama tíma og elítan í N-Kóreu viðheldur þrælabúðum þar sem tugir þúsunda jafnvel yfir 100þ. sé haldið innan við gaddavír, vélbyssuturna - þrælað æfina á enda, hver sem er virðist geta lent þar að því er virðist - tilviljanakennt eða fyrir afar litlar sakir. Landið sum ár getur ekki brauðfætt fólkið - þá tekur við vannæring, stundum hungur -- hundruð þúsunda eru taldar hafa látist sl. 20-30 ár af völdum vannæringar eða hungurs.

 

Kv.


Það getur dregið til stórra tíðinda fljótlega í sýrlenska stríðinu

Eftir að hafa fylgst með aðgerðum Rússa sl. 4-mánuði. Þá virðist algerlega "consistent" regla vera í gangi - hvað loftárásir Rússa í Sýrlandi varðar.
Það er, að þeim virðist ætlað að styrkja hernaðarlega stöðu Sýrlandsstjórnar.

  1. Í seinni tíð, hafa sveitir stjórnarhersins í náinni samvinnu við sveitir frá íranska byltingarverðinum og Hesbollah, unnið nokkra mikilvæga sigra -- þ.e. sveitir uppreisnarmanna hafa orðið að hörfa frá hæðum innan Ladakia héraðs, sem þeir höfðu ráðið í u.þ.b. ár. Síðan féll bær í S-Sýrlandi sem hafði verið undir stjórn "Frjálsa sýrlenska hersins" síðan 2012.
  2. En þ.s. er mikilvægast, er sókn sveita - Írana, Hesbollah, og hersveita Assads að Aleppo. Virðist að þeim sveitum hafi tekist að vinna einn mikilvægan sigur fyrir nokkrum dögum, er þorp sem mikilvægur vegur liggur í gegnum var tekinn.
  • Þetta þíðir, að hersveitir Írana - Hesbollah og stjórnarinnar, gætu verið að nálgast það takmark, að einangra Aleppo frá Tyrklandi.

Russia and Turkey trade accusations over Syria

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

Hættan varðandi sigur Írana - Hesbollah og stjórnarsinna --> Er að það verði ný stór flóttamannabylgja frá Sýrlandi!

  1. Eins og ég hef bent á áður -- þá getur vel verið að Pútín sé alveg til í það, að það verði ný flóttamannabylgja frá Sýrlandi.
  2. Vegna þess, að hún líklega skelli fyrst og fremst á Tyrklandi - og síðan Evrópu.
  3. Nú, sú flóttamannabylgja sem þegar hefur skollið á Evrópu, er að efla fylgi - - flokka lengst til hægri, einmitt flokkar sem líklegir eru að styðja Pútín.
  4. Það m.ö.o. þíðir -- að Pútín getur talið það "win, win" fyrir Rússland, að senda 3-4 milljónir Sýrlendinga til viðbótar til Tyrklands og síðan Evrópu.

Honum sé sennilega slétt sama um það - þó að Íranar, Hesbolla og her sá sem Assad enn ræður yfir, virðist vera -- að hreinsa Súnní Múslima frá Sýrlandi.
Er áður voru meirihluti íbúa þar - þ.e. 70%.

 

Af hverju segi ég að geti dregið til stórra tíðinda?

  1. Málið er, að rökrétt viðbrögð Vesturlanda - þar sem það virðist klárt af aðgerðum Rússa, að þeir hafa fullan áhuga á að stuðla að sigri stjórnarinna - burtséð frá afleiðingum þess sigurs í formi nýrrar flóttamannabylgju.
  2. Eru þá þau, að auka við hernaðar-aðstoð við uppreisnarmenn -- en allar hreyfingar uppreisnarmanna eru Súnní Íslam. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr, búa milli 3-4 milljónir Súnní Múslima á þeim svæðum sem uppreisnarmenn enn ráða yfir. Það sé gríðarleg hætta á -- að ef Shíta hersveitir Írana, og Hesbollah + Alavi hersveitir stjórnarinnar hefja innreið á þau svæði þ.s. megnið af þeim Súnní-um sem enn búa innan Sýrlands eru; að þá bresti á fjöldaflótti.
  3. Til þess að forða þeirri útkomu --> Sem Pútín virðist vísvitandi ætla að stuðla að, eða a.m.k. kæra sig um kollóttan ef af verði, þ.e. senda til Evrópu mikinn viðbótar fjölda flóttamanna. Þá sé rökrétt að styðja uppreisnarmenn -- svo þeir haldi velli. Haldi þeim svæðum sem þeir enn stjórna. Svo íbúarnir þar leggi ekki á flótta.

 

Þ.e. einmitt sú spurning sem nú vaknar, tilraunir til samninga hafa farið út um þúfur - og ekkert lát er á hernaðaraðgerðum, verið að þrengja að Aleppo þ.s. mikill fjöldi Súnnía býr!

Ætla Vesturlönd að láta það ganga yfir sig -- að Pútín sendi á þau nýja stóra flóttamannabylgju?

Þetta er þ.s. málið snýst um!

  1. Hafið einnig í huga, að Súnníar eru meirihluti íbúa Mið-Austurlanda. Þeir eru miklu mun fleiri heldur en Shítar, heilt yfir.
  2. Það sé mjög sennilegt að ef Vesturlönd, bregðast ekki við nægilega til að hindra að -- hreinsun á Súnní íbúum Sýrlands fari fram af Íran - Hesbollah og Alavi hersveitum Assads.
  3. Að það valdi í kjölfarið miklum æsingum meðal Súnnía í Mið-Austurlöndum.

Hættan sem ég visa til -- er sú hætta, að þetta stríð breiðist út frekar. Að í stað þess að hreinsun Súnnía leiði til friðar í Sýrlandi -- þá verði flóttamannabúðir -eins og oft gerðist í borgaraátökum í Afríku í Kalda-stríðinu- að þjálfunarbúðum fyrir þá sem vilja halda átökum áfram.
Hafandi í huga að fjölmennar búðir sýrlenskra flóttamana eru bæði í Jórdaníu og Lýbanon -- þá er ég að tala um það, að þau 2-lönd verði flækt inn í þessi átök með beinum hætti, með því að stríðið breiðist til þeirra.

Það þarf að auki vart að efa það -- að hættulegar öfgahreyfingar mundu græða með margvíslegum hætti á þeirri -hatursbylgju- er sennilega mundi ganga í gegnum Súnní meirihluta Mið-Austurlanda.

  • Mið-Austurlönd gætu orðið mjög hættuleg fyrir sérhvern af rússnesku bergi.
  • En sú hatursbylgja, mundi líklega einnig - beinast sterklega að Shítum, og Íran.

Það gæti skapast mjög hættulega eldfimt ástands.
Minnsti neisti gæti þá hleypt af stað -- allsherjar stríði.

_______________________

M.ö.o. að það er miklu meira í húfi en bara Sýrland!

 

Gætu ásakanir Rússa gegn Tyrklandi - um fyrirhugaða hernaðaríhlutun verið sannar?

Einfalt svar -- Já!
Höfum í huga, að Tyrkland hefur mikla hagsmuni af því - að hindra að ný flóttamannabylgja skelli á Tyrklandi.
En þegar eru þar meir en 2-milljónir Sýrlendinga.
Ef ný flóttamannabylgja skellur á Tyrkjum - gæti Sýrlendingum í Tyrklandi hæglega fjölgað í 5-6 milljónir.

  1. Þetta getur m.ö.o. verið fullkomlega næg ástæða fyrir Tyrkenska herinn, að hefja innreið í Sýrland -- hann gæti þar t.d. tekið landræmu sem hann mundi hugsanlega kalla "verndarsvæði fyrir Súnnía" og jafnvel hugsanlega haldið alla leið að mörkum Aleppo.
  2. Höfum í huga, að Tyrkneski herinn er - milljón manna, eins og her Rússlands. En að her Tyrklands er - rétt handan landamæra við Sýrlands. Meðan að megin herstyrkur Rússa er í Rússlandi. Á sama tíma og að sveitir Rússa í Sýrlandi eru örfá þúsund.
  3. Það getur enginn vafi verið á, að tyrkneski herinn - - hefur styrk til þess að sækja alla leið að Aleppo.
  4. Samtímis, að flugher Tyrkja er margfalt sterkari en flugsveitir Rússa innan Sýrlands.

Að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd hvort Tyrkir láta slag standa.

En geta þeirra til þess að hrinda þessu í verk í andstöðu Rússa - Írana og Hesbollah, sé alveg skýr.

  • Munið --> Að Rússar eiga engin landamæri að Tyrklandi.
  • Rússar eiga því engin hæg heimatök um að refsa Tyrklandi hernaðarlega.

 

Niðurstaða

Möguleikarnir eru augljóslega 3-þ.e. að Vesturlönd gefist upp, heimili Pútín í bandalagi við Íran og Hesbollah, að klára hreinsun Súnní Araba hluta íbúa Sýrlands. Þrátt fyrir þá hættu, að sú útkoma geti kveikt mikla elda innan Mið-Austurlanda, í ljósi þess að meirihluti íbúa Mið-Austurlanda eru Súnní Arabar.
Samtímis, mundi Pútín senda til Tyrklands og í framhaldinu til Evrópu - milljónir sýrlenskra Súnnía.

Möguleiki 2-er bersýnilega sá, að Vesturlönd hefji mun rausnarlegri hernaðaraðstoð en fram að þessu við uppreisnarhópa Súnní Araba í Sýrlandi, í þeim tilgangi að stöðva frekari framrás herja Írana - Hesbollah og Alavi stjórnarinnar í Sýrlandi -- svo nýrri flóttamannabylgju verði þannig forðað.
Mikilvægast væri að veita uppreisnarmönnum - - öflugar loftvarnarflaugar, svo þeir geti sjálfir bundið endi á loftárásir Rússa.

Möguleiki 3-er sá að Tyrkland ákveði að setja hnefann í borðið, og taka að sér að tryggja að Súnníar enn innan Sýrlands, hafi örugg svæði innan Sýrlands til að vera á -- þ.e. tyrkneski herinn hefji innreið, hernemi hluta landsins þ.s. meirihluti íbúa er enn Súnní, og geri þau að verndarsvæðum sem geti tekið við öðrum Súnníum er hafa flúið.
Kannski einnig Sýrlendingum sem nú eru í Tyrklandi.

3-möguleikinn þíddi hugsanlega stríðsátök milli Tyrklands og Rússlands, sem og við Íran.

Á hinn bóginn, er íranski herinn sennilega úreltasti herinn í Mið-austurlöndum eftir 3-áratugi af refsiaðgerðum, m.ö.o. íranski herinn á ekkert erindi í að berjast við miklu mun tæknilega fullkomnari her Tyrklands.
Íranir mundu örugglega þar af leiðandi - bakka fljótt, ekki hætta á bein átök við Tyrki.

  • Höfum samt í huga, að það má vera að Pútín forðist að lísa yfir stríði, þó svo að tyrkneski herinn mundi hefja innreið -- því ef Pútín lísti yfir stríði væri ekkert sem Pútín gæti gert til að hindra þá tyrkneska herinn í því að halda alla leið til Damaskus.
    Eftir allt saman hefur Pútín bara örfá þúsund hermenn í Sýrlandi, meðan að tyrkneski herinn gæti hæglega sent 100 þúsund.

Hinn möguleikinn er að það mundi ekki leiða til beinna stríðsátaka við Rússland - - heldur ákaflega kalds friðar, eiginlega fulls fjandskapar.
Það gæti orðið óformlegt samkomulag Tyrkja við Rússa - að stoppa rétt við Aleppo.
Að Rússar sætti sig við það að Aleppo haldi áfram að vera skipt!


Kv.


Ætla íraskir Kúrdar að gerast tyrkneskt verndarsvæði?

Massoud Barzani forseti sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í Írak - sagði að nú væri kominn tími fyrir íraska Kúrda að halda almenna atkvæðagreiðslu, þar sem Kúrdar mundu svara spurningunni um það hvort þeir styðja fullt sjálfstæði íraska hluta Kúrdistan.

Iraqi Kurdish leader calls for non-binding independence referendum

Iraqi Kurd leader wants referendum to pave way for independence

Kort sýnir núverandi yfirráðasvæði Kúrda - viðurkenn sjálfstjórnarsvæði Kúrda - dekkri litirnir, ljósari litirnir sýna hvar hersveitir Kúrda ráða, m.a. hafa Peshmerga sveitir Kúrda unnið umtalsverða sigra á ISIS í seinni tíð, náð svæðum af ISIS, eru ekki langt frá Mosul.

http://edinburghint.com/insidetrack/wp-content/uploads/2014/12/KRG-territory-map-770x605.png

  1. Framrás Peshmerga sveitanna innan Íraks, hefur gert merkilegt samstarf milli Tyrklands og Peshmerga mögulegt, en sérsveitir hers Tyrklands hafa um nokkurt skeið rekið þjálfunarbúðir innan Ninive héraðs í Írak - sem ranglega af sumum hefur verið fullyrt að væru á umráðasvæði ISIS, en þær eru þar sem Peshmerga hefur tekist að vinna landsvæði af ISIS - svæði undir stjórn Peshmerga, og því undir vernd Peshmerga.
  2. Bersýnilega mundi Peshmerga aldrei hafa neitt samstarf við ISIS - þessar þjálfunarbúðir eru án vafa akkúrat að gera þ.s. sagt er að þær geri, þ.e. að þjálfa Súnní Íraka sem hafa fengið nóg af ISIS -- skv. fréttum sem ég hef áður lesið, var þeim sveitum ætlað að vera undir stjórn fyrrum landstjóra Ninive héraðs, er var hrakinn á flótta er ISIS náði Ninive héraði að mestu á sitt valt um tíma 2014.

Þetta samstarf íraskra Kúrda og hers Tyrklands er áhugavert!
Mig grunar að tilgangur Tyrkja sé að mynda Súnní liðssveitir innan Íraks er væru í bandalagi við Tyrkland - er gætu hugsanlega myndað "Turkish protectorate no. 2."

Annað áhugavert, er að síðan 2014 - er ISIS sókti fram, hefur Tyrkland heimilað sjálfstjórnarsvæði Kúrda að flytja út olíu um leiðslu er liggur til Tyrklands og þaðan til hafnar í Iskenderum, austast á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands.

  1. Það getur var nokkur maður efað að sjálfstjórnaryfirlýsing verður í óþökk stjórnvalda í Bagdad.
  2. Þau t.d. heimta að Kúrdar afhendi þeim Kirkuk, sem Kúrdar líta á að tilheyri þeim -- þar ræður örugglega miklu, að nærri Kirkuk er auðugt olíusvæði.
  • Stjórnvöld í Bagdad eru alls ekki í sterkri samningsstöðu - - þau t.d. vilja samstarf við Peshmerga, um sókn að Mosul.
    Sem hersveitir Bagdad stjórnarinnar ráða ekki við einsamlar að ná af ISIS.
  • En þau geta lokað á þann möguleika -- að Kúrdar flytji út olíu til Suðurs um Persaflóa.

Það þíðir m.ö.o. að íraska Kúrdistan er algerlega efnahagslega háð Tyrklandi.
Sem þíðir að sjálfstæðisyfirlýsing íraska Kúrdistan, verður að njóta blessunar Tyrklands!


Þetta eru sannindi sem geta ekki hafa farið framhjá Massoud Barzani

Rétt að rifja upp, að Barzani nefndi einnig fyrir 2-árum, möguleikann á almennri atkvæðagreiðslu um hugsanlegt sjálfstæði.
En það hefur síðan ekkert heyrst frá honum um það mál síðan þá, fyrr en akkúrat nú.

Það er vel unnt að ímynda sér - að leynilegar viðræður hafi verið til staðar milli sjálfstjórnar íraskra Kúrda, og stjórnvalda í Tyrklandi.
Samstarf það við her Tyrklands, um rekstur þjálfunarbúða innan Ninive héraðs ekki langt frá Mosul, á svæði er Peshmerga ræður yfir og hafði náð áður af ISIS -- samstarf sem hófst um mitt sl. ár ---> Gæti verið vísbending!

  • Það gæti bent til þess - ásamt því að íraskir Kúrdar hafa látið vera að opinberlega gagnrýna Tyrkland fyrir loftárásir á bræður þeirra og systur í Sýrlandi - að Íraskir Kúrdar séu að sætta sig við, að vera nokkurs konar tyrkneskt verndarsvæði.

Það er ekki útilokað að - sjálfstjórnaryfirlýsing svæðis Kúrda í Írak, geti hentað Tyrklandi - ef það felur það í sér, að Kúrdar í Írak muni vinna náið með tyrkneska hernum.
Og gera her Tyrklands mögulegt, að starfa nær alveg óáreittir innan þeirra umráðasvæðis.

Að m.ö.o. svæði Kúrda innan Íraks - yrði aðgerðastöð fyrir her Tyrklands!

Ekki hef ég hugmynd um - hvort eitthvað í þessa átt hangir á spýtunni.
En þ.e. ekki mjög mikið annað sem Kúrdar geta boðið Tyrkjum - en fullan aðgang að sínu svæði, ásamt fullu athafnafrelsi.

Svo að Tyrkir samþykki þeirra sjálfstæðis-yfirlýsingu.
Og haldi áfram að heimila þeim að selja olíu í gegnum Tyrkland.

 

Niðurstaða

Það er nánast eini möguleikinn sem ég sé fyrir Kúrda, að hafa mjög náið samstarf við Tyrki. Það mundi auðvitað þíða, að sjálfstæði Kúrda væri margvíslegum raunverulegum takmörkunum háð. Þ.e. að þeir yrðu að sitja og standa eftir geðþótta Tyrklands.

Það auðvitað einnig þíðir, að íraskir Kúrdar geta ekki leyft sér að aðstoða sýrlenska Kúrda -- en þar ræður flokkur sem hefur tengsl við Verkamannaflokk Kúrdistan, sem lengi hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkasamtök.
Sveitir sýrlenskra Kúrda - voru á vesturlöndum þannig skilgreindar, alveg þar til Vesturlönd snögglega söðluðu um - er atlaga ISIS að sýrlenskum Kúrdum hófst snemma á sl. ári.

Hinn bóginn hafa Tyrkir ekkert breytt sinni afstöðu til þess flokks er stjórnar svæðum Kúrda innan Sýrlands. Í gegnum árin hafa Tyrkir oft gert loftárásir - þó að þær sem hófust á sl. ári hafi komið í kjölfar friðar er hafði enst í nokkur ár.

Hörð stefna Tyrkja gegn þeim flokki - er því ekki ný.
Frekar að Tyrklandsstjórn - hafi snúið til baka, til fyrri stefnu.

  • Bersýnilega hafa íraskir Kúrdar -- tekið þá afstöðu, að skipta sér ekkert af þessu.


Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband