Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Verður Kóreuskaginn - hættulegri en Mið-Austurlönd, á nk. árum?

En á sama tíma virðist afar ósennilegt að fullyrðingar N-kóreanskra stjórnvalda, að um vetnisprengju hafi verið að ræða, að þær fullyrðingar standist.
Ástæðan er sú, að vetnis-sprengjur eru miklu mun flóknari vopn, en kjarnorkusprengjur er fá orku sína frá - kjarnaklofnun.
En vetnissprengjur, kalla fram -kjarnasamruna- og hafa mun meira afl.

Í því liggur punkturinn - því skv. jarðskjálftamálum í S-Kóreu, mælast jarðhræringar svipaðar að styrkleika, og síðast er N-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju.

North Korea says successfully conducts first H-bomb test :"The device had a yield of about 6 kilotones, according to the office of a South Korean lawmaker on the parliamentary intelligence committee - roughly the same size as the North's last test, which was equivalent to 6-7 kilotones of TNT."

Vanalega mælist sprengikraftur vetnis-kjarnasamrunasprengja, í svokölluðum Megatonnum.

Einn möguleiki virðist að N-Kórea, sé að gera tilraun til að auka sprengikraft kjarna-klofnunarsprengju, með --> þrívetni

North Korea Says It Has Detonated Its First Hydrogen Bomb

  1. "But some also said that although North Korea did not yet have H-bomb capability, it might be developing and preparing to test a boosted fission bomb, more powerful than a traditional nuclear weapon."
  2. "Weapon designers can easily boost the destructive power of an atom bomb by putting at its core a small amount of tritium, a radioactive form of hydrogen."

Ég skal láta vera að skilgreina, hvernig það virkar - að koma 3-vetni fyrir í kjarna-klofnunarsprengju.
En þ.e. að sjálfsögðu ekki hvað -almennt er átt við um- þegar talað er um vetnissprengjur.

  1. Það getur verið, að N-Kórea, sé að leyfa sér - að kalla slíka "hybrid" kjarna-klofnunarsprengju --> Vetnissprengju.
  2. En þ.s. menn eiga almennt við, þegar talað er um vetnissprengjur --> Eru sprengjur, sem kalla fram, kjarna-samruna. M.ö.o. kjarnasamruna-sprengjur.

Sérfræðingar virðast almennt sammála því - að sprengiafl það sem N-Kórea hafi sýnt fram á, þ.e. rúm 6 kílótonn, sé alltof lítið.
Raunveruleg kjarnasamruna-sprengja væri miklu mun öflugri en þetta.

  1. Ef tilgáta sérfræðinganna er rétt.
  2. Getur vel verið, að það sé rétt - að N-Kórea hafi náð fram árangri í, að smækka þá sprengju, sem landið getur smíðað.
  3. En það getur vel verið, að þó hún mælist svipað öflug og síðast -- að þá hafi vísindamenn N-Kóreu -- náð fram ca. sama afli, með minna heildar magn af plútoni.
  4. Með því að hafa 3-vetni í litlu magni með.
  • En þ.e. lykilatriði fyrir N-Kóreu að framleiða smærri sprengjur, sem skila þó sama afli.
  • Ef þeir ætla að geta smíðað "warhead" þ.e. sprengju sem koma má fyrir sem sprengju-oddi á eldflaug.
  • Einnig gæti smærri sprengja verið nægilega meðfærileg fyrir - - orrustuvél til að bera, vél sem ætti mun meiri möguleika á að komast á leiðarenda með sinn farm.

Það sé því alveg möguleiki - - að N-Kóreu hafi, mwð þeim hætti, tekist að framleiða mun hættulegri sprengjur en áður.
Þó þeim hafi ekki tekist að smíða raunverulegar -- samrunasprengjur.

 

Nú ef þessar vangaveltur eru réttar <--> Er herafli N-Kóreu að verða mun hættulegri en áður

En N-Kórea á fjölda fremur skammdrægra eldflauga, er gætu hugsanlega borið kjarna-sprengju, ef N-Kóreu hefur nú tekist að smækka þær niður í viðráðanlega stærð fyrir slíkar eldflaugar.
Þannig að þær vegi t.d. nokkur hundruð kíló, í stað þess að vega langt yfir tonn.
Punkturinn er sá - að viðvörunartími fyrir S-Kóreu væri þá nánast enginn.
Þar sem flugtími slíkra eldflauga á milli, væri svo skammur.

  1. Stríðshætta mundi því - margfaldast. Því, að S-Kórea mundi lenda í gríðarlegum þrýstingi, næst þegar skapast spenna - að ráðast að getu N-Kóreu til að breyta S-Kóreu í - kjarnorkueyðimörk.
  2. Og ekki síst, líklega skapast mjög mikill þrýstingur á S-Kóreu sjálfa, að smíða sín eigin kjarnavopn. (Japan gæti einnig fundið fyrir þeim sama þrýstingi, þ.s. N-Kórea á einnig flugar sem draga til japönsku eyjanna)
  3. S-Kórea yrði að auki, efla stórfellt sína getu - til að skjóta niður eldflaugar N-Kóreu á flugi, áður en þær mundu geta losa sinn kjarna-odd. Það mundi einnig auka hugsanlega stríðshættu - því að t.d. fjölda æfing N-Kóreu hers, gæti leitt til þess að S-Kórea mundi beita slíkum - gagnflaugavopnum - af ótta við það að N-Kórea sé í þann mund að hefja árás, sem gæti eitt og sér leitt fram stríð.

Báðir aðilar <--> Rökrétt séð, verða því til mikilla muna meir --> "Trigger happy."

Kóreu-skaginn, gæti því á nk. árum -- tekið yfir þann sess frá Mið-Austurlöndum.
Að vera, hættulegasta svæði Jarðar!

Því má ekki að auki gleyma <--> Að Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi.

 

Niðurstaða

Kóreuskaginn gæti - ef álykanir mínar eru nærri lagi. Orðið til mikilla muna hættulegri, en hann þó hefur verið til þessa. Stríðshætta þar gæti orðið þar ca. álíka og milli Ísraels og Hamas hreyfingarinnar á Gaza.
En höfum í huga, að til samanburðar - þá er Hamas ekki búið kjarnorkuvopnum.

En N-Kórea virðist algerlega óútreiknanleg - með þetta stórskrítna fjölskylduveldi.
3-kynslóð Kimma við völd.

 

Kv.


Er sagan að endurtaka sig? Á millistríðsárunum, árunum milli heimsstyrrjaldanna, var flestum löndum A-Evrópu stjórnað af fasistastjórnum

Á millistríðsárunum, var fyrst Ítalía Mussolinis - fyrirmynd. En áratug síðar, urðu þýskir nasistar áhrifameiri.
Í dag, virðist Pútín að einhverju leiti vera fyrirmynd af svipuðu tagi.
Þó að hin afar hægri sinnaða ríkisstjórn Póllands - sé sannast sagna, ef eitthvað er, harðar á móti Pútín -- á hinn bóginn, þá stendur það sennilega í tengslum við eflingu pólskrar þjóðernishyggju, en þegar skoðuð eru afar þjóðernislega-íhaldsöm viðhorf hinnar nýlegur þjóðernis hægristjórnar Póllands - til samfélagsþátta, þá virðast forsvarsmenn hinnar nýju þjóðernissinnuðu hægri stjórnar Póllands, um margt hafa skoðanir er svipar til skoðana stuðningsmanna Pútíns þegar kemur að hugmyndum um samfélagið.
Um nokkurra ára skeið, hefur Evrópa haft, afar þjóðernis-sinnaða hægri stjórn, með umtalsverðan halla í átt til þjóðernis-fasisma í Ungverjalandi. Sú ríkisstjórn, virðist aftur á móti, mun vinsamlegri ríkisstjórn Pútíns en á við núverandi landstjórnendur í Póllandi.

Brussels to review Poland’s media crackdown

Poland’s democratic progress is under threat

 

Sú aðgerð sem vekur einna mestan ugg um framtíð Póllands!

  1. Er vafalítið - ákvörðun ríkisstjórnar Póllands.
  2. Að afnema sjálfstæði æðsta dómstóls Póllands.
  • En sú ákvörðun, hvorki meira né minna, en afnemur hina hefðbundnu 3-skiptingu valds, sem er sjálfur grundvöllur vestrænnar lýðræðishefðar.

Ríkisstjórnin - er þá með dómsvaldið, í reynd undir sinni stjórn.

Þetta er augljós ógn við lýðræðið í landinu - minnir um sumt á valdatöku nasista í Þýskalandi, þegar þeir skipulega - afnámu alla aðra valdapóla í landinu, en ríkisstjórnina.

En þ.e. leið til að koma á einræði, að leggja af velli - þau tékk á vald stjórnvalda, sem byggð eru inn í grunn stofnanakerfi landsins.

Nýjasta útspil stjórnarinnar, virðist vera - afnám sjálfstæðis ríkisfjölmiðla landsins. Að sögn flokksmanna, nauðsynleg aðgerð til að - stoppa "ósanngjarna gagnrýni."
Vandi er sá, að -róttækir flokkar, gjarnan þola enga gagnrýni- og þetta virðist afsökun, til þess að gera ríkis-miðlana, að - - valdatæki ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin - virðist nú, stjórna með - "decree" - því sem á Íslandi nefnast, bráðabirgðalög. Það þíðir einfaldlega, að ríkistjórnin - gefur fyrirskipanir um breytingar með krafti laga og veit væntanlega að hennar þingmenn er hafa hreinan meirihluta, mundu hvort sem er - samþykkja allt sem fyrir þá væri lagt.

Eftir að stjórnin, afnám sjálfstæði æðsta dómstóls landsins - þá þíði það sennilega, að það stefni hratt í að --> Að í landinu sé einungis einn valdapóll.

Það verður merkilegt að fylgjast með því, hvernig ESB bregst við þessu:

  1. En ef ESB t.d. afnemur ekki atkvæðarétt Póllands.
  2. Verður lítið að marka yfirlýsingar ESB þess efnis, að vera - verndari lýðræðis.

En innan lagaramma ESB - fyrirfinnst regla, sem heimilar að atkvæðaréttur ríkis, sé afnuminn - ef sannast á það land, alvarleg brot á grunnreglum sambandsins.

Það er eiginlega erfitt að horfa framhjá því - að skipulögð tilraun nýs valdaflokks, til afnáms lýðræðis í eigin landi, telst einmitt - grundvallar brot á stofnsáttmálum sambandsins.

Ekki er unnt að --> Reka land úr ESB.
En án atkvæðaréttar --> Væri viðvist Póllands, óþægileg - svo meir sé ekki sagt.

  • Aðildarríkjum er sjálfum heimilt - skv. Maastricht sáttmálanum, að yfirgefa ESB.

Það gæti farið svo - að Pólland yrði hvatt til að fara!

Það gæti orðið upphaf að fækkun landa innan ESB, en erfitt væri síðan að horfa ekki til Ungverjalands, ef Pólland fengi þessa tilteknu meðferð - útilokun.

Það væru einnig skilaboð til kjósenda í aðildarlöndum - að það að kjósa yfir sig fasista, væri líklega samtímis ákvörðun um að yfirgefa sambandið.

  1. Að sjálfsögðu hafa Pólverjar rétt til þess, að velja fasisma.
  2. En málið er, að það væri alvarlegt grundvallarbrot á stofnsáttmálum ESB, að umbera það að eitt meðlimalanda - þróist yfir í fasisma.

Ef ESB setur ekki fótinn niður - þá væri það algerlega dauður bókstafur, sú grunnregla að aðildarlönd verði að viðhafa vestrænt lýðræðis-fyrirkomulag.

Að Pólland verði fasistaríki, mun ekki ógna NATO aðild þeirra - enda NATO ekki með neina formlega lýðræðisreglu. Og fordæmi t.d. í tilviki Grikklands á 8. áratugnum, og auðvitað tilviki Tyrklands - að einstök aðildarlönd viðhafi einræðis-fyrirkomulag.

 

Niðurstaða

Það er óneitanlega sérstakt að horfa upp á þetta, að ekki er lengra síðan en 1989 að Pólverjar börðust hugrakkri baráttu fyrir lýðræði. Var Pólland fyrsta A-Evrópu landið, sem tók upp það fyrirkomulag - kyndilberi lýðræðisþróunar í A-Evrópu.

Nú stefni ef til vill í að Pólland, verði kyndilberi aðrar þróunar, þ.e. þróunar yfir í hreinan þjóðernis-sinnaðan fasisma, eða þjóðernisfasisma, með afnámi raunverulegs lýðræðis.

Sennilega verða áfram kosningar í Póllandi - - en eins og Pútín hefur gert skipulega eftir 2003, að þá hefur hann smám saman veikt svo aðrar valdastofnanir landsins, og safnað samtímis völdum að sinni persónu - að hann er orðin raun og sanni, einræðisherra.

Þó enn séu haldnar kosningar - sé ekki raunverulegt val í boði til kjósenda. Allir helstu fjölmiðlar undir stjórn ríkisstjórnarinnar, og þeim beitt sem hreinum valdatækjum stjórnvalda.

Svipuð þróun getur verið framundan í Póllandi - þ.e. kosningar halda áfram, en jafnframt muni stjórnvöld - stokka upp spilin með svo óhagstæðum hætti fyrir stjórnarandstöðu, að hún eigi - litla möguleika!

Væntanlega er framundan í Póllandi - skipulögð aðför að fjölmiðlum landsins, svo að fjölmiðlun verði - eins og í Rússlandi, valdatæki stjórnvalda!
Með þingið stimpilpúða eins og í Pútínistan.
Og dómsvaldið gert - vanmáttugt.

  • Fátt virðist geta stöðvað þessa öfugþróun.

Merkilegt að verða vitni að því.
Hve hratt er unnt að afnema lýðræði í lýðræðisríki.

Endurtekning 3-áratugarins.
____________
Mér verður eiginlega hugsi - guð sé lof fyrir íslensku stjórnarskrána.
En þ.e. afar góð vörn falin í reglunni, að stjórnarskrárbreytingar taki einungis gildi eftir þingkosningar - og staðfestingu nýkjörins þings á breytingu.
Mun betri, en ef miðað er við lönd, þ.s. einungis þarf 2/3 þingmeirihluta, sem þíðir þá að ef slíkur meirihluti næst fram, getur ríkisstjórn breytt öllu að vild.

  1. Flokkur er vildi afnema lýðræði á Íslandi.
  2. Sennilega yrði fyrst, með einhverjum hætti, að takast að afnema núgildandi stjórnarskrá - án þess að önnur mundi strax taka gildi.
  • Það gæti verið hluti af undirbúningi slíkrar tilraunar - málflutningur sem skipulega er ætlað að draga úr virðingu fyrir gildandi stjórnlögum landsins.

Set þetta fram - til varnaðar.
En fólk verður að muna - þó núgildandi stjórnarskrá sé ekki án galla.
Þá bæði skilgreinir hún og ver öll mannréttindi, þar á meðal þau er tengjast lýðræði.

Það má ekki afnema stjórnlög - án þess að önnur sem séu a.m.k. ekki síðri, taki jafnharðan strax gildi.

 

Kv.


Maður veltir fyrir sér hvað Saudum gekk til, að taka af lífi þekktan Shíta klerk - mál sem hefur valdið nýrri stigmagnandi deilu við Íran

Það áhugaverða er - að allir þeir 47 sem teknir voru af lífi í Saudi Arabíu; höfðu allir með tölu verið í haldi árum saman. Að sögn yfirvalda í Saudi Arabíu, voru 43 Al-Qaeda meðlimir, er handteknir voru fyrir - áratug. 3-einstaklingar voru Shítar er voru handteknir í tengslum við óeirðir 2011, þar á meðal klerkurinn, Sheikh Nimr al-Nimr.

  • Eina ástæða sem ég kem auga á - eru pólitísks eðlis.

Það virðist aftur vera, vaxandi ógn af Al-Qaeda í ríki Sauda, sem gæti vel skýrt - þessa skyndilegu ákvörðun, að taka 43 Al-Qaeda meðlimi af lífi.

  • En þá lendir maður í pínu vandræðum með að skíra aftöku, Nimr al-Nimr - sem var shíta klerkur, í engum tengslum við Al-Qaeda, sem eru öfga Súnní Íslamistar.

Einn möguleikinn - er að yfirvöld í Saudi Arabíu, hafi hreinlega gert mistök.
Ef svo væri - þá líklega mundu þau aldrei viðurkenna slíkt.

  1. Skv. nýjustu fréttum, var sendiráð Saudi Arabíu í Teheran, brennt af æstum múg - sem mótmælti aftöku Nimr al-Nimr. Sagt þó hafa verið mannlaust.
  2. Viðbrögð Sauda að sjálfsögðu fyrirsjáanleg - þau hafa sagt sendiherra Írans í Riyadh að hypja sig, gefið honum 48kls.

Saudi Arabia cuts ties with Iran as row over cleric&#39;s death escalates

Saudi Arabia Cuts Ties With Iran Amid Fallout From Cleric’s Execution

 

Manni virðist samt líklegast að þetta mál hafi ekki frekari umtalsverðar afleiðingar

Þó æðsti leiðtoginn, Ayatollah Ali Khamenei, hefði lofað - guðlegri hefnd.
Hafa yfirvöld í Íran, handtekið 40 manns er tóku þátt í árásinni á sendiráð Sauda - og Rouhani forseti, sagði árásina hafa skaðað orðstír Írans.

Bandamenn Írana voru einnig mjög hvassir - eins og leiðtogi íranskra klerka, þ.e. Moqtada al-Sadr í Írak og leiðtogi Hesbollah í Sýrlandi.
Íranski byltingavörðurinn - virtist fylgja hinni harðari línu.

En vafasamt er að sjá að bæði ríkin -- sjái tilgang í að láta æsingar ganga lengra.

En líklega verða formleg dyplómatísk samskipti lokuð - a.m.k. einhverja hríð á eftir.

  • Írönsk yfirvöld verða að standa sig betur í því, að verja sendiráð erlendra ríkja í landinu.

 

Niðurstaða

Eitt af vandamálum við -einræðisríki- er að nær ómögulegt getur verið að átta sig á því, hvað liggur að baki tiltekinni ákvörðun.
Engin opinber skýring virðist til staðar í Riyadh - Saudar hafa lesið formlegar ásakanir á hendur þeim sem voru aflífaðir, þar á meðal Nimr al-Nimr.
En engin sönnunargögn hafa verið gerð opinber.

Svo er það - af hverju núna?
En ekki árum - fyrr?

Þetta er nánast eins og "Sovietology."

 

Kv.


Rússland hefur ákveðið að hefja dómsmál gegn Úkraínu - í deilu um 3 milljarða, sem Úkraína hafnar ekki að greiða ef Rússland samþykkir samkomulag sem aðrir kröfuhafar hafa undirgengist

Rússland er þarna að taka sambærilega stöðu <--> Og alræmdur bandarískur Vogunarsjóður, sem á hluta af skuldum Argentínu.
En eins og í Argentínudeilunni <--> Hafa aðrir kröfuhafar undirgengist samkomulag, sem felur í sér hluta afskrift höfuðstóls krafna.
En eins og bandaríski vogunarsjóðurinn, sem Argentína hefur glímt við <--> Heimta rússnesk stjórnvöld, fulla greiðslu - þó þau hafi sagt að til greina komi að dreifa greiðslunni í þrjár 1. ma.Dollara greiðslur --> Algerlega hafna þau að gefa eftir af hluta höfuðstóls, eða, að dreifa greiðslum yfir langt tímabil - með hagstæðari kjörum að auki en áður.

  1. Það er merkilegt að hafa í huga, að ríkissjóður Rússlands stígur þarna í sama hlutverk, og bandaríski vogunarsjóðurinn í tilviki Argentínu.
  2. Og að krafan í báðum tilvikum er afskaplega lík - og að í báðum tilvikum, er til staðar samkomulag við aðra kröfuhafa.
  • Úkraína hafnar að veita ríkissjóð Rússlands, miklu mun hagstæðari greiðslukjör - en þeim sem aðrir kröfuhafa hafa samþykkt.

Þarna er afstaða úkraínskra stjórnvalda - aftur spegilmynd af afstöðu argentínskra stjórnvalda, er þau glímdu við bandaríska vogunarsjóðinn.
Að neita að greiða - fyrr en mótaðilinn samþykkir að undirgangast það samkomulag sem aðrir kröfuhafar hafa undirgengist.
En þ.e. allt og sumt sem farið er fram á - að Rússland samþykki sömu greiðsluskilyrði, og aðrir kröfuhafar hafa samþykkt, þar með - hluta afskrift höfuðstóls.

  1. Ég lít ekki á þetta þannig - að Rússland sé beitt einhverju ofbeldi af hálfu Úkraínu.
  2. Enda er algerlega ljóst, að Úkraína gat ekki greitt sínar skuldir - án þeirra breytinga á þeim, sem aðrir kröfuhafar samþykktu.
  3. og þ.e. í mínum augum, eðlileg krafa - að rússn. ríkið samþykki sömu greiðsluskilyrði - enda liggur þá fyrir að úkraínsk stjórnvöld muni þá greiða rússn. stjv. eins og öðrum kröfuhöfum.
  • Tek fram að ég hafði aldrei samúð með afstöðu vogunarsjóðsins bandaríska, sem argentínsk stjv. voru svo óheppin að lenda í.

Það má þannig sjá í þessum tveim málum <--> Aðra endurspeglun.

  1. En bandaríski vogunarsjóðurinn, fór í mál gegn argentínskum stjv. fyrir rest, fyrir dómstól í New York, og á endanum vann.
  2. Skuldin við Krelmverja, er undir breskri lögsögu - svo rússn. stjv. sækja málið fyrir dómi í London.

Eins og ég sagði <---> Mér finnst merkilegt af Pútín, að setja sig -hegðunarlega séð- og þar með einnig -siðferðislega séð- upp að hlið bandarísks vogunarsjóðs.

Russia initiates legal proceedings against Ukraine over $3bn debt

Eins og ég benti á síðast er ég fjallaði um þessa tilteknu deilu:

Úkraína neitar að greiða 3-ma.dollara skuld við Rússland sem fallin er á gjalddaga

Að ríkisstjórn Viktors Yanukovych fékk þessa 3-ma.dollara + loforð um 11ma. til viðbótar í framtíðinni, er hann á endanum samþykkti að undirrita samkomulag við Pútín - um aðild að svokölluðu "Evrasíu-tollabandalagi" sem Pútín setti fram sem - annan valkost í stað hugsanlegrar ESB aðildar Úkraínu.

Rétt að auki, að árétta - að mánuðina á undan, hafði Pútín að auki beitt Úkraínu stigmagnandi viðskipta-þvingunum, til að leggja frekari áherslu á þann punkt - að Viktor Yanukovych ætti að samþykkja aðild að "Evrasíu-tollabandalagi" Pútíns.

Þegar Yanukovych, undirritaði loks -skv. kröfu og þrýstingi Pútíns- samning um aðild Úkraínu að Evrasíu-tollabandalagi Pútíns, í stað auka-aðildar samn. að ESB sambærilegan við EES, og í stað hugsanlegrar ESB aðildar í framtíðinni <--> Þá með því sama, spratt upp gríðarleg reiðialda meðal almennings í Úkraínu, sem sá sig sviptan þeirri framtíð,er þá naut vaxandi stuðnings meðal íbúa Úkraínu.

Þarna var Pútín, raunverulega - að ákveða upp á sitt eindæmi, hver framtíð Úkraínumanna ætti að vera - gegn vilja íbúa landsins.
Þegar við bætast refsiaðgerðirnar, mánuðina á undan - og 3-ma.Dollara lánið, sem Yanukovych fékk á sama tíma frá Pútín <---> Þá varð allt vitlaust.

  • Já --- einmitt sömu 3-milljarðarnir og nú er rifist um.

 

Út af því að deilan um lánið, er í reynd -- utanríkispólitísk

  1. Tók AGS sl. sumar þá afstöðu - að Úkraína mundi samt fá neyðarlán, þó Úkraínu mundi ekki takast að semja um Rússa, um greiðslur á láninu - er falla að samkomulagi við aðra kröfuhafa.
  2. Svo lengi sem "Ukraine has negotiated in good faith" að mati stjórnar AGS - þá sé ekki spurning, að AGS líti ekki á þetta sem "credit event."
  3. Þegar AGS gaf út þessa yfirlýsingu sl. sumar - þá fljótlega í kjölfarið, náði Úkraína samkomulagi við aðra kröfuhafa <--> Það virðist felast í þessu, að þeir einnig samþykki, að ef samkomulag takist ekki v. rússn. stjv. - þá sé það ekki "credit event."
  • Þannig virðist að þetta lán sé tekið út fyrir sviga - af AGS - af öðrum kröfuhöfum.

En þetta hljómar eins og að - AGS og kröfuhafar.
Ætli ekki að leyfa Moskvu að leika sama leik, og tiltekinn bandar. vogunarsjóður gerði gagnvart Argentínu.

  1. Það verður forvitnilegt að fylgjast með breskum stjórnvöldum, nú þegar rússn. stjv. taka deiluna um lánið fyrir - breska dómstóla.
  2. En almennt séð hafa bresk stjv. ekki rétt til að skipta sér af dómsmáli <--> Á hinn bóginn, má vera að þau geri það samt í þessu tiltekna máli.
  3. Vegna þess, að litið verði á málið, sem hluta af deilu Pútíns við stjórnvöld í Úkraínu - þ.e. ekki bara lánið, heldur í ljósi augljóss stuðnings rússn. stjv. við hersveitir andstæðar úkraínskum stjv. í A-Úkraínu - það tjón sem það stríð hefur valdið á efnahag landsins, sem bresk stjv. sjá örugglega að stórum hluta á ábyrgð rússn. stjv.
  4. Ef afstaða breskra stjv. sé - að málið sé í reynd -utanríkispólitískt- og að auki það skipti mjög miklu máli fyrir -öryggi Evrópu, þar með Bretlands- má vera, að bresk stjv. -- stoppi dómsmálið með lagasetningu.
  • Þá muni bresk stjv. - líta svo á - að þetta mál sé það sérstætt, að slík aðgerð mundi ekki skaða ímynd Bretlands, sem hlutlauss aðila - þ.s. erlendir aðilar geti leitað réttar síns, fyrir breskri réttvísi.

Þetta er útkoma sem ég hallast að.
Þó vera megi - að bresk stjv. flíti sér ekki við það að taka slíka ákvörðun.
Þau gætu t.d. fyrst - beitt rússn. stjv. þrýstingi, að draga málið til baka -með hótun um "or else."

 

Niðurstaða

Ég tek fram - að ég hef í þessari deilu, engu meiri samúð með afstöðu rússneskra stjv. <--> Heldur en ég hafði með afstöðu bandar. vogunarsjóðsins, sem átti skuld á argentínsk stjv.

Stíf afstaða rússn. stjv. - líklega mótist af pólitík í Moskvu.
En höfum í huga að Rússland hefur ekki eingöngu, innlimað Krímskaga undir yfirskini algerlega ólýðræðislegra kosninga sem ekki er því unnt að taka mark á sem mælingu á afstöðu íbúa. Heldur að auki, eflt upp her andstæðinga Úkraínustjórnar í A-Úkraínu.

Ég lít á skuldamálið -- sem hluta af þeim þrýstingi sem Kremlverjar kjósa að beita Úkraínu.
Það sé eins og, þegar Pútín tókst ekki að fá Úkraínu - inn í Evrasíutollabandalagið.
Að þá hafi hafist --- allsherjar herferð til að refsa íbúum Úkraínu, og stjv. Úkraínu.
Fyrir að voga sér að hafa storkað vilja Pútíns.

Þetta skuldamál - sé einfaldlega partur af þeirri heild.
Það sé eins og Kremlverjar séu að gera sitt besta til þess - að Úkraína detti niður í einhvers konar "failed state status."

Þegar þetta er allt tekið saman - þ.e. brottnám skagans, að efla her gegn Kíev - efnahags tjónið sem þau átök hafa valdið er hefur gert skuldamál landsins svo miklu erfiðari en áður, síðan afar stíf afstaða Kremlverja í skuldamálinu.

Þá er eins og að Kreml stefni á "failed state status" fyrir landið Úkraínu.

  • Þess vegna grunar mig, að bresk stjv. muni á endanum - stöðva dómsmálið.
  • Líta á þ.s. hluta af þrýstingi kremlverja á Úkraínu.
  • M.ö.o. tilraun rússn. stjv. til að misnota breska stjv. í eigin utanríkispólit. tilgangi.

 

Kv.


Kína opinberlega viðurkennt að vera langt komið með smíði nýs flugmóðurskips

Flugmóðurskipin af Kuznetsov gerð voru smíðuð á loka árum Sovétríkjanna, þ.e. Kuznetsov  og Varyag. Systurskipið Varyag var aldrei klárað - þ.e. Sovétríkin hrundu 1991 áður en smíði skipsins var að fullu lokið. Því hafði verið hleypt af stokknum, og lá við festar síðan - án þess að vélbúnaðar væri full frágenginn og án siglingabúnaðar, síðan var að auki fjarlægður úr skipinu hver sá herbúnaður sem þegar að hluta var búið að koma fyrir.

Eftir það flaut það við bryggju í landinu Úkraínu, sem þá var sjálfstætt orðið eftir uppbrot Sovétríkjanna 1991 --> Þar til kínverskur aðili festi kaup á því 1998.

Opinberi kaupandinn - var ferðafrömuður frá Makao, sem sagðist ætla að gera skipið að fljótandi spilavíti.
Sá keypti skipið, það tók síðan heila 16 mánuði fá leyfi Tyrkja að fá það dregið í gegnum Sundin yfir til Miðjarðarhafs, á meðan var siglt með skipið í togi einhverja hringi um Svartahaf - meðan að háttsettir kínverskir aðilar sömdu við Tyrki.
Svo vildi það óhapp til, að óveður skall á í Eyjahafi og taugin slitnaði, var skipið síðan á reki í óveðrinu stjórnlaust í rúman sólarhring.
Leyfi fékkst víst ekki að flytja það í gegnum Súes skurð, svo það þurfti að fara með það lengri leiðina fyrir Góðravonarhöfða.
En á endanum komst það heilu og höldnu í hendurnar á kínverskum flota-yfirvöldum.

Það tók síðan Kínverja mörg ár að vinna í skipinu, og ekki fyrr en 2011 að það var tekið formlega í notkun, sem Liaoning.

Lengd......305m
Breidd......72m
Rystir......11m
Þyng venjuleg hleðsla, 55.þ.tonn.

Mynd - Liaoning / Varyag

http://www.gannett-cdn.com/-mm-/ffe1848450d7cccdec4e0a30a48971ffa64740c7/c=0-110-3315-1983&r=x1683&c=3200x1680/local/-/media/2015/12/31/USATODAY/USATODAY/635871300336424172-AP-CHINA-US-NAVY-VISIT-76898526.JPG

Nýja skipið - virðist vera endurgerð Liaoning.
Talið er að a.m.k. eitt annað skip sé í smíðum að auki, líklega annað systurskip.

  1. Í ákveðinni kaldhæðni má segja að þetta passi við hefð hins kommúníska Kína, að taka yfir gerð sem upphaflega kemur frá Sovétríkjunum - og gera að sínu, þ.e. Kuznetsov class.
  2. Þetta eru ekki sérlega stórt skip - ef mið er tekið af flugmóðurskipum. Miklu mun minni t.d. heldur en dæmigert bandarískt flugmóðurskip, sem er í kringum 100þ.tonn.
  • En í stærðarklassa passar þetta við skip sem Bretar eru að smíða og Frakkar eiga.
  1. Takið eftir einu enn, að þessi skip - eru í reynd of smá fyrir stórar þotur til að taka á loft með venjulegum hætti --> Takið eftir uppsveigða þylfarinu. Þá á ég við vél sambærilega við t.d. F-15 eða F-14. Smærri vélar sbr. F-16 og F-18 geta tekið á loft af ívið smærri skipum, en þeim 100þ.tonna risaskipum sem Bandaríkin eiga - en þurfa þá "catapult." En þá þarf að taka bunguna af!
  2. Þess vegna velti ég fyrir mér, hvort Kínverjar eru að gera mistök með sinni vél - þ.e. Shenyang J-15 er virðist ca. afrit af Sukhoi Su-33. En það má velta því fyrir sér, hvort að svo stór og þung vél, sé fær um að taka á loft - fullhlaðin. Eða geti það einungis - hálf hlaðin.
    En slíka gagnrýni má finna á kínverskum fjölmiðli: "In September 2013, the Beijing-based Sina Military Network (SMN) criticized the capabilities of the J-15 as nothing more than a "flopping fish" incapable of flying from the Liaoning with heavy weapons, “effectively crippling its attack range and firepower,” an unusual move as it contradicted state-owned media reports praising the fighter. SMN reported the J-15 could operate from the carrier equipped with two YJ-83K anti-ship missiles, two short-range PL-8 air-to-air missiles, and four 500 kg (1,100 lb) bombs, but a weapons load exceeding 12 tons would not get it off the ski jump, prohibiting it from carrying heavier munitions such as PL-12 medium-range air-to-air missiles, making it an unlikely match if hostile fighters are encountered when flying strike missions; furthermore, it can carry only carry two tons of weapons while fully fueled, limiting it to no more than two YJ-83Ks and two PL-8s".

En þetta getur mjög vel staðist - vegna þess að vélarnar geta ekki tekið beint af stað, heldur þurfa að fara yfir bunguna - er setur auka álag á allt dæmið, og rökrétt minnkar burðargetu -- miðað við tæknilegt hámark við aðrar aðstæður.

Stærra flugmóðurskip - í klassa frá 80-100þ.tonn mundi leysa vandamálið.
Eða að nota smærri orrustuvélar - og afnema bunguna!

Rétt að benda á að hið glænýja flugmóðurskip, 65þ.tonna: HMS Queen Elizabeth.
Er með þennan sama galla - að Bretar smíða skip, ívið of smátt fyrir öflugustu þotur sem til eru -- sú vél sem á að nota það F-35B Lightning II er ætlað að lenda lóðrétt á skipinu, en taka á loft yfir bungu eins og á Liaoning - Bretarnir einfaldlega sætta sig við það að F-35B hafi mun minna burðargetu en aðrar útgáfur af F-35.

  • Það sé m.ö.o. rökrétt að ætla, að J-15 vélin, sé háð sambærilegum takmörkunum, þegar hún flýgur frá Liaoning, að geta ekki tekið á loft - nema umtalsvert minna en fullhlaðin.

Það takmarki hana töluvert miðað við vélar er fljúga frá bandarísku risaskipunum - er geta tekið á loft af þeim, full-lestaðar.
Það þíðir, að þær geta borið -meira eldsneyti- og - vopn.-
Sem skiptir örugglega nokkru máli!

  1. Ég held að Kínverjar hljóti að óforma stærri flugmóðurskip.
  2. Þó ekki nema vegna þess, að vél af stærðarklassa J-15 hentar í reynd ekki á skipi af stærðarklassa Liaoning.
  • En einnig vegna þess <--> Að ég held að Kínverjar vilji á endanum, gera jöfnuð við bandaríska flotann!

En á meðan, geta þeir a.m.k. öðlast reynslu af því að reka flugmóðurskip - ekki síst, að læra á það hvernig þau vinna best með öðrum skipum, og auðvitað - liðssveitum af öðru tagi.

Þessi skip eru örugglega -interim- þ.e. stærri skip komi síðar.
Þegar Kínverjar smíða á endanum flota til að nota utan við S-Kínahaf.
En þau duga sennilega til að efla mjög stöðu kínv. flotans á S-Kínahafi.

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram, eru þau skip sem Kínverjar eru að smíða - ekki kínversk hönnun. Heldur gömul sovésk - þó allt í nýju skipunum verði kínversk smíðað, og skv. kínverskri tækni.

Þá eiga Kínverjar enn eftir að hanna og smíða sitt fyrsta flugmóðurskip.
En með því að nota hina gömlu sovésku hönnun, þá auðvitað minnka Kínverjar áhættu.

Kínverjar þekkja nú á hana, eftir að hafa keypt Varyag og tekið í notkun 2011 sem Liaoning, en Kínverjar hafa þurft sjálfir að smíða allan búnað í skipið - enda hafi það ekki verið neitt meira en "skrokkur" þegar þeir tóku við því.

Ég á von á því, að síðar meir muni þeir smíða stærri skip - og hanna þau sjálfir.
En þó ekki fyrr en þeir hafa beitt Liaoning og líklega 2-systurskipum, í nokkur ár.

Og lært alla þeirra kosti og galla, og því hvað þeir vilja hafa í stærri skipum sem þeir síðar meir smíða.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 222
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 495
  • Frá upphafi: 847717

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 481
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband