Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Þeir sem leggja Múslima í einelti, m.a. á Íslandi, verða að skilja að þeir eru að gera ISIS greiða

Mér fannst það áhugavert sem kom fram í 10 fréttum RÚV í þann 18/1 sl., Lára Hanna klippti fréttina til og setti inn á Youtube, og það video er hér að neðan.

Eins og fram kemur í frétt - er einhver fjöldi einstaklinga, reglulega andstyggilegir við Sverri Agnarsson, sem tók Múslima trú fyrir einhverju síðan - þekki ekki hve lengi síðan.

Síðan kemur einnig fram í frétt, að Nadia Tamimi sætir einnig ofsóknum einhvers ótiltekins fjölda einstaklinga, sem senda henni reglulega - andstyggileg skilaboð.

Sjá má tilvitnanir í frétt Eyjunnar: Múslimar veigra sér við þátttöku í umræðum vegna hatursorðræðu – „Drepa allt folkid titt“.

  • Þar undir má sjá áhugaverðar athugasemdir - m.a. eins manns, er virðist ekki telja mikið að því, að þetta fólk fái slíkar sendingar.

 

Það er yfir máta heimskulegt, að vera að ráðast að fólki er býr hér, og engum hefur mein unnið, og í engu tengjast atburðum á erlendum vettvangi!

Nú - ætti maður að ráðast að Bandaríkjamönnum á götu úti, vegna þess að maður er ósáttur við framferði stjórnvalda Bandaríkjanna, víða um heim?
En það eru fjölmargir á móti Bandaríkjunum --> En flestir þeirra skilja, að venjulegir Kanar bera enga persónulega ábyrð.

Af hverju geta sumir Múslima-hatarar, ekki skilið sambærilegt atriði - að einhver Múslimi er býr á Íslandi, tengist með engum hætti - atburðum erlendis sem viðkomandi er ósáttur við?
Það virðist vaxandi þessi hugsun - að tengja öfgasamtök sem eru hafa stuðning lítils hlutfalls Múslima -- einhvern veginn við Múslima almennt, eins og allir Múslimar séu ábyrgir.

Það væri það sama og að -- gera alla Bandaríkjamenn, ábyrga fyrir stefnu Bandaríkjanna?
Algerlega - jafn heimskulegt!

  • Svipað heimskulegt -- væri að segja, alla Rússa ábyrga fyrir stefnu Pútíns.
    Þó að hann einn beri alla þá ábyrgð!
    Þannig, að menn færu að ráðast að rússn. borgurum, á götum úti í Vestrænum löndum, fyrir það eitt að vera Rússar -- og sá sem ræðst að þeim, væri á móti Pútín.

Ég set þessar samlíkingar fram - - til að sýna fram á hve heimskulegar slíkar alhæfingar eru!


Múslimar eru ca. 1,6 milljarður manna - langsamlega flestir þeirra búa í Asíu!

Múslima lönd eru langt í frá öll í einhverju -fokki.-
En löndin Malasía, meirihluta byggt Múslimum, og Indónesía -- eru hvort tveggja lýðræðislönd.
Og að auki, hafa þau náð töluvert langt í iðnvæðingu - Malasía reyndar ívið betur stödd.

M.ö.o. - ekki fátæk.
Standa langtum framar löndum Araba í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.

  • Það auðvitað afsannar kenninguna, að lýðræði geti ekki virkað í Múslima landi, að 2-fjölmenn lönd í Asíu, meirihluta byggð Múslimum - hafa haft stöðugt lýðræði a.m.k. í 25 ár.
  1. Spurningin er eiginlega frekar - - og ég sé ekki neina augljósa ástæðu að það tengist trúnni - þó slíkar kenningar séu vinsælar; af hverju Araba löndum gengur svo illa.
  2. Ég vil eiginlega beina sjónum að þeirri einföldu staðreynd -- að öll Arabalönd, og það án undantekninga; hafa verið með einræðis form á landsstjórn.
  • Ég vil eiginlega meina -- að það sé augljóst samhengi þar á milli, að Arabalöndin eru í "fokki" og að þeim hefur verið stjórnað af harðstjórum - mis slæmum, en sumum óskaplega hræðilegum.
  • Sem hafa lengst af sínum valdaferli - ekki einbeitt sér að efnahags uppbyggingu.

Það ætti -- alls ekki að koma á óvart.
Að þau Arabalönd, í allra versta fokkinu --> Eru einmitt þau Arabalönd - þ.s. grimmasta harðstjórnin var til staðar!

  1. Sá allra grimmasti var án nokkurs vafa, Saddam nokkur Hussain.
  2. Næst grimmustu harðstjórarnir - - hafa verið Assadarnir.
  3. Síðan sá 3-versti, var Muammar Gaddhafi.

_________________
Punkturinn er sá -- að dauð hönd þessara harðstjóra, ásamt þeirri grimmd sem þeir beittu eigið fólk, meðan þeir stjórnuðu!
Hafi skapað ástand - - haturs milli íbúa þeirra landa; þannig að í öllum þessum 3-löndum, hafa risið upp fjölmennar uppreisnir!

  1. Þó að uppreisnir þær er risu gegn Saddam - hafi ekki hrakið hann frá völdum, þá sýna aðferðir þær er hann beitti til að bæla þær niður, grimmd hans.
  2. Að uppreisn Kúrda, var bæld niður í svokallaðri "Anbar" sókn, er 180þ.
    Kúrdar voru myrtir í skipulögðum fjöldamorðum. Og síðar þegar meirihluti Shíta reis upp, þá lét Saddam drepa um 500þ. þeirra.
    Það er erfitt að skilja, hversu gersamlega Írak flosnaði upp - í kjölfar innrásar Bush 2003, nema að menn átti sig á því -- að þessir atburðir, gerðu bæði Kúrda í Írak - sem og Shíta í Írak; gríðarlega hatursfulla gagnvart íröskum Súnnítum er studdu Saddam.
    En þá hóf meirihluti Shíta, skipulagðar morð árásir á Súnní hluta íbúa landsins - fyrir utan að leitast við að drepa hvern þann er hafði tengst stjórn Saddams Hussain og flokki hans, sem náðist til.
    Ekki voru Bath-istar vinsælli meðal Kúrda!
  3. Það var gríðarleg grimmd Saddams sjálf -- sem sáði þessu hatri. Sem varð til þess, að um leið og hann féll frá - þá reis upp borgarastyrrjöld. Sem það tók Bandaríkin nokkur ár að stöðva - áður en þeir fóru frá Írak, eftir að Obama varð forseti.

Við urðum vitni að atburðarás í Sýrlandi - að meirihluti íbúa reis upp í því sem fyrst voru mótmæli, en síðan varð að vopnaðri uppreisn, þegar stjórnin fór að beita skotvopnum gegn því sem í upphafi voru óvopnuð götumótmæli.
Þarna reis upp uppsöfnuð óánægja - með áratuga langa ógnarstjórn Assadanna.
Sem hefur skipulega hyglað sumum hópum umfram aðra -- þannig skapað sundrung innan landsins, sem slík stefna óhjákvæmilega alltaf veldur, þegar hlaðið er undir suma þjóðfélagshópa -- meðan að traðkað er á öðrum þeim sem settir eru skör lægra.
Þegar -skipulögðu misrétti er beitt, sem stefnu stjórnvalda- og þeirri stefnu er vísvitandi beitt um áratugi -- þá safnast upp í landinu, meðal þeirra hópa - sem eru skör lægri, óánægja og fyrir rest - hatur til þeirra hópa er njóta forréttinda!

Uppreisnina gegn Gaddhafi - má skilja út frá sambærilegum þáttum, en hann stundaði einnig það - að hygla þeim hópum sérstaklega er studdu hann, sem þá nutu betri kjara - betri tækifæra - betra aðgangs að menntun, og störfum -- og svo má lengi telja.
En ekki síst, að þeir fengu forgang í viðskiptalífi landsins - og auður landsins safnaðist að þeim hópum.
Þannig að uppreisnin hefst -- að því er virðist, fyrst vegna mótmæla út af óréttlátri tekjuskiptingu - meðal hópa er töldu sig hafa fengið skarðan hlut.
En hún vopnast nær strax, og verður að atlögu þeirra hópa að völdum Gaddhafis sjálfs, og þeirra hópa er höfðu stutt Gaddhafi.
__________________

  1. Til samanburðar er áhugavert að íhuga hvað gerðist í Túnis - þ.s. Ben Ali hafði setið um áratugi.
  2. Mótmæli hófust gegn honum í des. 2010, hann steig upp í flugvél og yfirgaf landið í jan. 2011.
  • En punkturinn er - að landið flosnaði ekki upp í borgaraátök í kjölfarið.

Ben Ali var sannarlega einræðisherra!
En hve útkoman er ólík - bendir til þess að stjórnun hans, hafi til muna verið mildari, en þeirra félaga hans í Líbýu eða Sýrlandi eða Írak.

Það sauð ekki allt þjóðfélagið upp úr í hatri!

  1. Þó svo að ekki hafi allir harðstjórar Arabalanda - verið eins grimmir og Gaddhafi, eða Assadarnir, eða Saddam Hussain.
  2. Þá virtust flestir þeirra hafa ákaflega lítinn áhuga á að byggja löndin upp efnahagslega!

Arabalöndin - - hefur nær alfarið skort landstjórnendur, sem einbeita sér að efnahags uppbyggingu.
Gríðarlegu fé var sóað í Kalda-stríðinu - - í uppbyggingu herja, og stríð við Ísrael - fé sem algerlega fór í glatkystuna.

  • Ef það fé hefði farið til að byggja upp sömu lönd - væru þau án nokkurs vafa mun betur stödd í dag!
  • Þó að Gaddhafi hafi ekki viðhaft átök við Ísrael - - varði hann gríðarlegu fé í 20 ára langa tilraun, til þess að ná undir sig, Chad - tilraun sem á endanum fór út um Þúfur. Og að auki, sóaði hann gríðarlegu fé - í stuðning við margvíslegar skæruhreyfingar, í Kalda-stríðinu í löndum Afríku.
  • Saddam Hussain, réðst á Íran - stríð sem stóð frá 1980-1989, og kostaði um milljón mannslíf ca. samanlagt. Síðan 1991, réðst hann á Kuvæt - var ekki seinn á að hefja annað stríð, nú við Bandaríkin. Og á því án vafa, tapaði hann gríðarlega - bróður partur hers hans sem hann hafði byggt upp með miklum fjárútlátum, var eyðilagður.

M.ö.o. - harðstjórarnir vörðu gríðarlegu fé -- í stríðsleiki.
Fé sem hefði getað leitt til verulegrar uppbyggingar sömu landa efnahagslega, ef því hefði verið varið til þeirra hluta í staðinn!
_______________

Það er mín ályktun - af hverju Arabalöndin eru í fokki!
Vegna þess að harðstjórarnir - vörðu fénu til hluta sem nýttist ekki löndunum, sem mun betur hefði verið varið í efnahags uppbyggingu!
Og vegna þess, að harðstjórarnir - með óstjórn - með skipulögðu misrétti, sáðu sjálfir hatri milli íbúa eigin landa!

 

Af hverju græðir ISIS á því - að íbúar Evrópu beita Múslima innan Evópu harðræði?

Þetta ætti að vera einfalt að skilja!
En ISIS þrífst á hatri - og telur sig græða á stigmögnun haturs ástands.
Þ.e. auðvitað vegna þess, að boðskapur ISIS - er svo hatursfullur í eðli sínu, að einungis í haturs ástandi - verður hann aðlaðandi.

  1. Þannig að ISIS gagnast það - ef hatursfullir kjánar á Vesturlöndum, fara að ofsækja Múslima sem búa á Vesturlöndum -- því þá fjölgar þeim Múslimum er búa á Vesturlöndum, er geta reynst móttækilegir fyrir boðskap ISIS.
  2. Að auki gagnast ISIS slíkur kjánaskapur einnig í samhengi Mið-Austurlanda, en þeir geta notað myndbönd sem nást af slíku atferli í Evrópu - þegar "innfæddur" Evrópumaður veitist að Múslima - innflytjenda --> Í áróðurs tilgangi í Mið-Austurlöndum, til að afla sér frekari fylgismanna!

Þannig að í hvert sinn - sem Vesturlandabúi, hvetur til þess - að Múslimum sem búa á Vesturlöndum, séu beittir harðræði - eða misrétti af einhverju tagi, eða vinnur þeim mein.
Þá eru þeir viðkomandi - að gera ISIS greiða!

Ég hvet því þá sem eru andvígir ISIS - að láta það vera að vera greiðasamir við ISIS.

 

Niðurstaða

Hagsmunum Vesturlanda er enginn greiði gerður - af þeim sem hvetja til haturs meðal íbúa Vesturlanda, á Múslimum.
Sérstaklega, þá stuðla tilraunir hluta íbúa Vesturlanda - til að útbreiða Múslima hatur --> Alls, alls ekki að því að líkur aukist á því, að Vesturlöndum geti tekist að draga úr hættunni á hryðjuverkum.
En þvert á móti, þá eykur slíkt atferli - fremur augljóslega, hættuna af hryðjuverkum <--> Þ.s. það atferli að stuðla að hatri á Múslimum meðal Vesturlanda, og einnig því að stuðla að því að Múslimar séu beittir misrétti eða öðru harðræði.
Að sjálfsögðu fjölgar þeim Múslimum -- sem geta reynst móttækilegir fyri boðskap ISIS, og þar með fjölgar líklegum fylgismönnum ISIS, hvort tveggja í senn á Vesturlöndum sjálfum, sem innan N-Afríku og Mið-Austurlanda.

En það ætti að vera einfalt að skilja <--> Að ef þú stuðlar að hatri gegn tilteknum hóp.
Þá fjölgar þú einstaklingum í þeim hóp - sem hata á móti.

Og þ.e. akkúrat á útbreiðslu haturs, sem ISIS græðir.

Svo menn eru að vinna vinnuna fyrir ISIS - með því að hvetja til haturs á Múslimum.

 

Kv.


Refsiaðgerðir á Rússland - virka ekki, segir Emma Ashford hjá Cato Institute í nýlegri grein í Foreign Affairs

Mér virðist fljótt á litið - að Emma Ashford geri of mikið úr því að refsiaðgerðir á Rússlandsstjórn, hafi ekki -breytt stefnu Rússlands- sbr. að refsiaðgerðir hafi ekki hindrað Rússland í því að innlima Krím-skaga, ekki hindrað Pútín í að ákveða að - hefja stríð innan A-Úkraínu gegn stjórnvöldum í Kíev - né hafi þær fram að þessu neytt Pútín til að breyta stefnu sinni.

Not-So-Smart Sanctions - Foreign Affairs

Grein eftir Emmu í Newsweek, þ.s. hún endurtekur nokkurn veginn sömu fullyrðingar sem fram koma í grein hennar í Foreign Affairs: If Sanctions Against Russia Are Failing, What&#39;s Next?

Emma Ashford | Cato Institute

  1. Að auki, er það algerlega rétt, að meginhluti ca. 70% gengisfalls Rúbblunnar, er vegna lækkunar olíuverðs - sem sennilega er orðin liðlega 70% síðan lækkun olíuverðs, hófst fyrir tæpum 2-árum.
  2. Og að olíuverð greinilega útskýri gengissveiflur Rúbblunnar langsamlega að stærstum hluta.
  • Svo hefur hún dæmigerðan söng - þeirra sem eru andvígir refsiaðgerðum á Rússland - að þær kosti ríkin sem taka þátt í þeim --> Fé.
  • Hún slær fram þeirri fullyrðingu - úr því þær hafi ekki virkað enn, þá sé ósennilegt að þær virki í framtíðinni. Hún kallar þá fullyrðingu - niðurstöðu. En fullyrðing er allt og sumt sem það er.
  • Að auki kosti þær störf á Vesturlöndum.

Síðan segir hún - að betur væri að afleggja þessar refsiaðgerðir - styðja þess í stað Úkraínu með auknum efnahags stuðningi.

  1. Svo má bæta við, að auki bendir hún á --> Að kostnaður almennings í Rússlandi hafi orðið miklu meiri, en þeirra aðila sem aðgerðirnar beinast gegn - - ergo, þær bitni mest á rússn. almenningi.
  2. Rétt er að benda á móti á, að þetta er ákaflega villandi hjá henni - þ.s. refsiaðgerðir Vesturlanda beinast gegn rúmlega 100 einstaklingum sem tengjast elítunni í kringum Pútín - Rússland sé ekki raunverulega beitt efnahagslegum þvingunum - með því að tala um, efnahags-þvinganir á Rússland, sé hún að taka þátt í þeim villandi málflutningi sem er algengur meðal andstæðinga aðgerða gegn Rússlandi - áhugavert að ef Cato stofnunin bandar. er andvíg þeim aðgerðum - en hún er mjög hægri sinnuð, ég man ekki betur en að hún setji gjarnan gegn þvingunar aðgerðum gagnvart ríkjum, svo það má vera - að um prinsipp afstöðu sé að ræða.
  • Málið er - að það er Pútín sjálfur, sem hefur ákveðið, að senda kostnaðinn til almennings innan Rússlands.
  • Þ.e. a.m.k. rétt hjá Emmu, að Pútín hefur - notað ríkisfé til að styðja þá rúmlega 100 einstaklinga, sem aðgerðir Vesturvelda beinast gegn --> Það á sama tíma, og lækkandi olíuverð, dregur stöðugt úr því fé sem rússn. ríkið hefur til umráða.
  • En athugasemdir þeirra einstaklinga, sem hún vitnar til - sbr. að einn þeirra segist ekkert hafa að sækja til Vesturlands - þó sá hafi verið um árabil eins og grár köttur í London, og eigi þar íbúð -- sem geri þau ummæli ekkert sérstaklega trúverðug. Virðast mér af hennar hálfu - notuð af henni, án gagnrýnnar hugsunar.
    En þau ummæli, eru augljóst "bravado."

En þá er hún ekki að íhuga þá staðreynd - að með Því að nota það takmarkaða ríkisfé sem rússn. ríkið hefur til umráða, með þeim hætti, samtímis og olíutekjur dragast stöðugt saman.

Þá er Pútín, þar með að - þrengja að öðrum fjárlögum Rússlands, til að halda elítunni einkavinum sínum á floti.

Samtímis því, að - eftir því sem olíuverð lækkar frekar, þá minnkar það fé sem rússn. ríkið fær frá tekjum af olíusölu --> Þær tekjur hafa þá minnkað um 70% rúmlega, eins og hún sjálf benti á.

  1. Punkturinn er sá, að það eru samlegðar áhrif á milli, olíuverðs lækkana.
  2. Og þeirra refsiaðgerða sem Vesturlönd beita einkavini Pútíns.

_________
Svo er rétt að nefna, að ein fullyrðing Emmu er úrelt - en hún vitnar þar enn í hagspá rússn. stjv. - að við lok þessa árs, hefjist viðsnúningur yfir í hagvöxt.

En í ljósi þróun olíuverðs, sem langt er frá þeim væntingum sem rússn. stjv. gerðu er sú spá var búin til - er algerlega öruggt að - enginn efnahagslegur viðsnúningur hefst í Rússl. þetta ár.

 

Öfugt við það sem Emma Ashford heldur fram, þá taka refsiaðgerðir gjarnan langan tíma að virka - þ.e. öfugt við hennar fullyrðingu, að annaðhvort virki þær strax eða ekki; þá gjarnan tekur það mörg ár fyrir þær að skila sér -- eins og að þreyta spriklandi fisk!

En höfum í huga --- að skv. nýlegum fréttum hefur Pútín fyrirskipað að lækka ríkisútgjöld um 10%, vegna þess að þróun olíutekna þetta ár, því annars stefnir í mjög alvarlegan hallarekstur á rússn. ríkinu.

  1. Höfum einnig í huga, að á sl. ári þá vísitölutengdi Pútín bætur til aldraðra, til þess að verðbólga og frekari gengislækkanir Rúbblu, mundu ekki lækka þeirra kjör. Það auðvitað þíðir, að kostnaður við greiðslur til aldraðra - verður þá stöðugt hærra hlutfall fjárlaga -- samtímis og olíutekjur skreppa saman, og þar með tekjur ríkissjóðs Rússl.
  2. Að auki, eins og Emma Ashford réttilega bendir á, þá notar Pútín - fjármagn af rússn. fjárlögum, til þess að mæta kostnaði þeirra rúmlega 100% einstaklinga sem eru hluti einkavina Pútíns - af aðgerðum Vesturlanda gegn þeim einstaklingum. Þetta er einnig í gangi á sama tíma, og tekjur rússn. ríkisins skreppa saman - stöðugt.
  3. Rétt er að bæta við, að Pútín hefur fyrirskipað að - ekki megi draga úr útgjöldum til hermála.

Þetta er öflugt svar við fullyrðingu Emmu Ashford að - aðgerðir Vesturlanda virki ekki.

En það ætti að vera algerlega augljóst - að sá kostnaður sem Pútín hefur samþykkt að leggja á ríkissjóðs rússl., að taka yfir kostnað einkavina sinna af aðgerðum Vesturvelda gagnvart þeim --> Verður stöðugt erfiðari fyrir rússn. ríkið, eftir því sem olíutekjur halda áfram að minnka.

  • Bendi á að það eru tveir aðrir digrir fjárlaga liðir, sem einnig eru heilagir í augum Pútíns --> Þetta dæmi verður stöðugt erfiðara úrlausnar.

Að sjálfsögðu er það rétt --> Að það var gríðarleg lukka fyrir Vesturlönd, sú þróun olíuverðs sem hófst, rétt eftir að deilur við Rússland hófust.
En það auðvitað, styrkir áhrif aðgerða Vesturvelda gegn Rússlandi.

  1. Það má vel vera, að miklu hafi ráðið um ákvörðun Vesturvelda, að ljúka samningum við Íran, þau líklegu áhrif á olíuverð -- sem verða á næstunni af því, að þær refsiaðgerðir á Íran eru nú fallnar niður, og Íran ætlar að auka olíuframleiðslu um helming - strax á þessu ári.
  2. Það auðvitað þíðir, að olíuverð á eftir að fara mjög nærri 20 dollurum per fatið, sem að sjálfsögðu --> Mun gera reikningsdæmið hans Pútín, gríðarlega erfitt úrlausnar.
  • Auk þess, mun aukning framleiðslu Írans - tryggja að mörg ár getur tekið olíu að hækka í þá 50 dollara per fat, sem Rússn. ríkið telur sig þurfa -- fyrir efnahags viðsnúning.

Þá auðvitað - - eflast samlegðar áhrif aðgerða Vesturvelda enn frekar.
Og punkturinn er auðvitað sá - - að svo lengi sem kreppan í Rússlandi stendur yfir vegna þróunar olíuverðs, þá viðhaldast þau samlegðar áhrif.


Höfum í huga, að það val Pútíns -- að senda reikninginn til almennings. Að honum á örugglega eftir að hefnast fyrir þann valkost. Því þá velur hann, þar með, -að lækka kjör almennings í Rússlandi meir, en annars hefði orðið- vegna þróunar á erlendum mörkuðum!

  1. Með því að - vernda einkavini sína, senda kostnaðinn þess í stað á almenning.
  2. Þá auðvitað, flýtir Pútín fyrir þeirri þróun - að almenningur verði óánægður.
  • En höfum í huga, að það tekur alltaf tíma fyrir óánægju almennings - að safnast fyrir.
  • Þ.e. almenningur verður sífellt óánægðari, því lengri tími líður - og ekkert bólar á því að mál snúist til betri vegar.

Að auki - almenningi hlýtur að sárna, að tekjur ríkissjóðs séu notaðar með þessum hætti, til að vernda ofsa-auðuga einstaklinga; meðan að kjör almennings versna stöðugt.
Og það má reikna með því - að sú tiltekna óánægja einnig magnist eftir því sem frá lýður, og að auki að hún magnist einnig frekar ef kjör almennings halda áfram að lækka frekar.

Þetta er auðvitað - annað svar til Emmu, um það - er hún fullyrðir að refsiaðgerðir virki ekki. Íran er einnig gott svar, því það var ekki síst - uppsöfnuð óánægja almennings, sem braust fram í kjöri núverandi forseta Írans -- sem lofaði því að semja við Vesturveldi, var kjörinn út á það af Írönum.

  1. Nú, ef Pútín heldur áfram - að senda almenningi kostnaðinn, og vernda gríðarleg auðæfi elítunnar - auðæfi sem hann lét þeim í hendur, með því að afhenda þeim ríkis-eignir til eigin nota.
  2. Á sama tíma og kjör almenning stöðugt versna - - og atvinnuleysi er áfram í aukningu. Þá er Pútín þar með -- að skapa aðstæður fyrir einhvers konar sprengingu meðal almennings í framtíðinni.
  3. Þó sannarlega að Rússar séu þekktir fyrir að vera langþreyttir -- þá er rétt að benda á, að það hafa í fortíðinni orðið fjölmennar uppreisnir innan Rússlands, fjölmargar - t.d. var ein 1905 sem leiddi til þess að Nikulás Keisari, varð að veita umtalsverða eftirgjöf, gaf t.d. Dúmunni mjög aukið vægi. Síðan varð önnur uppreisn eins og frægt er, 1917 - - þ.e. fyrri byltingin, einnig vegna uppsafnaðrar óánægju með kjör.

Þessar sprengingar 1905 og 1917 - spruttu fyrst fram í formi mótmæla gegn lágum kjörum.
En síðan færðust þau mótmæli yfir í að vera mótmæli gegn stjórnvöldum sjálfum.

 

Rétt er að benda þeim á, sem halda á lofti miklu tjóni fyrir Evrópulönd - af því að taka þátt í aðgerðum gegn Rússlandi <--> Að síðan refsiaðgerðir hófust, hafa olíutekjur Rússlands minnkað um 70%, og gengi Rúbblu einnig lækkað ca. um 70% gegn Dollar!

Punkturinn er sá <--> Að þegar þeir sem halda á lofti miklu tapi sínu.
Þá algerlega láta þeir oftast nær hjá líða <--> Að taka tilli til þeirrar miklu gjaldeyristekju lækkunar sem Rússland hefur orðið fyrir, þ.e. 70% minnkun tekna af olíu- og gas-sölu, sem voru um 70% heildargjaldeyristekna Rússlands!

Það að sjálfsögðu þíðir - að þau viðmið sem gjarnan eru notuð, þ.e. sala til Rússlands meðan að vel gekk --> Eru þá hæsta máta villandi!

En augljóslega hefði orðið umtalsverður samdráttur í kaupum Rússa, á dýrri matvöru og annarri dýrri vöru - erlendis frá, sem Rússland getur mögulega komist af án.

Þannig að -- tölur þær sem oftast nær eru nefndar, um tap.
Eru örugglega - töluvert stórfellt ofmat á því tapi!

Það á auðvitað einnig um - töpuð störf.
Því augljóslega - hefði þeim störfum einnig fækkað, í ljósi mjög sennilegs samdráttar í kaupum Rússa, vegna stöðugs samdráttar gjaldeyristekna þeirra.

  • Raunverulegt tap -- er örugglega vart meira, en helmingur þess sem gjarnan er sagt.

 

Svo er rétt að benda á <--> Að aðgerðir Pútíns gegn Úkraínu eru mjög freklegt brot á mjög mörgum alþjóðasáttmálum um réttindi ríkja. Fjölmörg lönd, eiga gríðarlega mikið í húfi, að helstu grunnreglur alþóðasamfélagsins - haldi!

  1. Réttur ríkis til þess, að landamæri þess séu - heilög. En Jeltsín forseti Rússlands, þegar hann var forseti, þá undirritaði hann yfirlýsingu ásamt fulltrúum Frakklands, Bretlands, Þýskalands og Bandaríkjanna <--> Að ríkin 5 samþykktu á ábyrgjast landamæri Úkraínu.
    Að auki, er það eitt mikilvægasta viðmið alþjóðalaga, að engu ríki sé heimilt að - senda herlið án heimildar þess ríkis inn fyrir landamæri þess, og það er enginn vafi um að Rússland þverbraut þau ákvæði -- er hersveitir Rússlands fóru um Krím-skaga og hertóku, burtséð frá því að sú aðgerð fór fram án blóðsúthellinga, þá er samt brotið á þessari mikilvægu alþjóðareglu - fullframið án þess að blóði sé úthellt.
    Þetta var að sjálfsögðu - innrás. Skiptir engu, að það herlið hafi verið í tiltekinni herstöð í Sevastopol, það að senda það herlið síðan út fyrir Sevastopol svo um allan skagann án heimildar frá stjv. Úkraínu - hafi verið, innrás.
  2. Síðan hefur hvert land, rétt til þess lands, sem alþjóðlega viðurkennd er að er þess eign <--> Skv. samkomulaginu sem Jeltsín forseti undirritaði, þá skuldbatt Rússland sig til að -- vernda þau landamæri og viðureknna þar með eign Úkraínu á öllu sínu landi, þar með Krímskaga; og Rússland var því sannarlega skuldbundið, eftir að Jeltsín forseti formlega viðurkenndi þau landamæri sem réttmæt.
    **Það er engin heimild til þess í alþjóðalögum, að síðar meir draga slíka viðurkenningu til baka -- en ef slík heimild væri til staðar, þá væri alger óvissa um öll helstu alþjóðalög - sem í reynd þíddi, að þau væru - einskis nýtir pappírar.
  3. Og sú regla sem skiptir Ísland gríðarlegu máli --> Að hvert land hefur rétt til þeirra auðlinda sem eru á því landi sem er alþjóðlega viðurkennd eign þess, og innan þeirrar lögsögu - sem fylgir þeirri landar-eign.
    Bendi á að Úkraína var í viðræðum við erlend olíufélög, um leit undir hafsbotni í lögsögu Krímskaga. Og að landið Rúmenía, nokkrum árum fyrr, gerði samkomulag um olíu og gasleit við nokkur olíufyrirtæki. Þessum réttindum og hugsanlegum tekjum --> Stal Rússland.
  • Auk þessa -- bendi ég á, að þær aðgerðir Pútíns að magna upp stríð í A-Úkraínu, brjóta þessi sömu reglur - þ.s. með því að útvega vopn - með því að senda málaliða þeirra laun eru greidd - með því einnig að greiða laun uppreisnarmanna --> Þá er Pútín að svipta úkraínska ríkið "yfirráð yfir landi sem er alþjóðlega viðurkennd eign þess" að að auki að "svipta Úkraínustjórn aðgengi að auðlindum á þeim svæðum, sem þessi her undir umráðum Pútín, hefur tekið og heldur" og að sjálfsögðu að auki telst þetta vera annað brot Rússlands á "friðhelgi landamæra Úkraínu."

Pútín er að ógna þessum gríðarlega mikilvægu alþjóðareglum:

  1. Friðhelgi landamæra.
  2. Eignarrétti ríkis yfir eigin landi.
  3. Og eignarrétti ríkis til eigin auðlinda.

Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvægar reglur fyrir Ísland, og Íslendinga!

  1. En Ísland er ekki fært um að verja eigin landamæri.
  2. Ísland er ekki heldur fært um að verja eigið land.
  3. Og það sama gildir, að Ísland er ekki heldur fært um að verja sína lögsögu.

Þannig að Ísland á gríðarlega mikið í húfi!
Að Rússland með aðgerðum sínum - takist ekki að grafa undan virðingu fyrir þessum gríðarlega mikilvægu grunnreglum!

En fá lönd mundu verða fyrir stærra tjóni en einmitt Ísland!
Ef virðing fyrir ofangreindum alþjóða reglum - yrði fyrir verulegum hnekki!

  1. En rétt er að benda á, að um alþjóðareglur gildir <--> Eins og um lög almenng <--> Að virðing fyrir þeim reglum er sköpuð með því, að þeim reglum sé framfylgt!
  2. NATO er með aðgerðum sínum - að framfylgja þessum höfuðreglum! Þar með, að leitast við að verja þessar grunnreglur! Sem eru svo gríðarlega mikilvægar fyrir Ísland. Auðvitað, vegna hagsmuna margra annarra landa - en bara Íslands.

En ef NATO tekst ekki að stöðva Rússland í aðgerðum sínum!
Rússlandi tekst að fara sínu fram - gefa frat í þessar reglur!
Þá kemur að viðbrögðum landa -- annars staðar í heiminum.

Ef lönd í öðrum heimshlutum - fara að hegða sér svipað og Rússland.
Þ.e. taka fordæmi Rússlands - sem vísbendingu um að Vesturlönd, séu ófær um að verja það reglukerfi sem þau komu á fót á sínum tíma --> Þá þar með væri það reglukerfi fallið!

En með því að vega að alþjóðlegum grunnreglum, og sérstaklega að komast upp með -> aukast líkur á að önnur ríki fylgi slíku fordæmi.
**Ef Vesturlönd, hætta við sínar refsi-aðgerðir, er erfitt að sjá annað úr því - en að önnur lönd mundu líta svo á, að Vesturlönd hefðu gefist upp á að verja þessar grunnreglur!

  • Við gæti þá tekið - - gamla kaosið!
  • Að einungis með eigin vörnum - - geti lönd varið þ.s. er þeirra!

Ég efa að Emma Ashford hafi íhugað þær afleiðingar!

Það auðvitað þíddi -- að gríðarleg aukning yrði um allan heim, í útgjöldum til hermála!
En einnig að, óvissa og spenna milli landa, og hætta á styrrjöldum, gæti leitað aftur í þann farveg - þar með tíðni stríðsátaka; eins og var á öldum áður!

Alþjóðlega viðskiptakerfið - gæti þá samtímis riðað til falls!

Þetta virðast margir ekki skilja -- að átökin við Rússland, snúast um sjálf alþjóðakerfið!

  1. Í aðstæðum - þ.s. réttur hins sterka væri sú regla sem skipti máli!
  2. Ætti Ísland gríðarlega óskaplega erfitt!
  • Gæti raunverulega ekki haft - eiginlegt sjálfstæði.

Niðurbrot hins alþjóðlega reglukerfis --> Væri einnig, endalok raunverulegs sjálfstæðis Íslands!
Hversu mikils virði í krónum og aurum --> Er það fyrir Ísland, að taka þátt í vörn þess kerfis, sem sé hvorki meira en minna en - sjálfur grundvöllur sjálfstæðis Íslands?

Er hægt að nefna þar um - nokkra tölu?

Pútín virðist halda - að Rússland græði á því, að endurreisa hin gömlu fornu gildi, rétt hins sterka - því hann virðist halda að Rússland sé nægilega sterkt til að drottna yfir rétti sinna næstu granna!
Hann virðist máski ekki muna eftir í því samhengi - grannanum risastóra í Austri, með 10-faldan fólksfjölda Rússlands, og meir en 10-falt stærra hagkerfi! En hver veit, ef réttur hins sterka væri eina lögmálið - er þá Kína ekki miklu sterkara en Rússland? Af hverju ætti það þá ekki að bitna á Rússlandi? Mig grunar að Pútín sé ekki að hugsa málið til enda! Blindaður af hatri á Vesturlöndum - sé hann blindhliðaður gagnvart Kína!

 

Niðurstaða

Málflutningur Emmu Ashford hjá Cato stofnuninni - sem er þekktur stuðningsaðili frjálshyggju, og einnig þekkt fyrir andstöðu sína við, refsiaðgerðir yfirleitt milli ríkja.
Sá málflutningur virðist dæmigerður málflutningur andstæðinga refsiaðgerða NATO landa gegn vildarvinum Pútíns.
Bent sé á þ.s. alltaf er bent á sbr. kostnað við aðgerðir, að þær hafi ekki fram að þessu haft sýnileg áhrif á stefnu Pútíns.
Svo er slegið fram, að þær muni sennilega ekki virka - sem einnig er dæmigerð fullyrðing.

Ergo, mér virðist þetta fullkomlega dæmigerður málflutningur - og í honum eru einnig framin öll dæmigerð mistök sem einkenna þann málflutning.
Þannig efa ég þar með að Emma Ashford sé að sýna fram á nokkuð annað en það, sem hún taldi fyrirfram að væri rétt!

En fullyrðingar sbr. að refsiaðgerðir virki annaðhvort strax eða ekki - er auðvelt að afsanna með sögulega þekktum dæmum!
T.d. er Íran mjög gott dæmi, þ.s. það tók meir en 10 ár fyrir refsiaðgerðir er beindust gegn kjarnorkuprógrammi Írans, að skila þeirri útkomu - að kjörinn var til valda í því landi forseti, sem náði kjöri út á loforð að semja landið frá þeim refsiaðgerðum.

Þarna réði að því er best verður séð á endanum, uppsöfnun óánægju almennings - með þá kjarahnignun sem hefur verið til staðar í Íran.

Það má vel vera -- að vegna þess að Rússland er einræðisríki - þá sé stjórn Pútíns minna viðkvæm fyrir afstöðu almennings.
En rétt er að benda á móti á það, að stjórn Nikulásar keisara, neyddist til þess 1905 að beygja sig - þegar mjög fjölmenn uppreisn varð í Rússlandi, uppþot sem fyrst voru mótmæli gegn bágum kjörum --> Það leiddi til, verulegra lýðræðisumbóta, og breytingar á stefnu stjórnarinnar til að mæta þeim helstu kröfum er fram komu.
Síðar meir, 1917 - varð uppsöfnun óánægju til þess, að önnur uppreisn braust fram innan Rússlands, og í það skiptið var stjórn Nikulásar hrakin frá völdum, hann og fjölskylda hneppt í varðhald.

Pútín ætti m.ö.o. ekki reikna með því, að hann sé öruggur!
Þegar hann, beitir peningum rússn. skattborgara til að hygla vell auðugum vildarvinum, sem lifa í velllystingum -- meðan að kjör almennings fara versnandi!
Setur þar með, kostnaðinn -- á almenning! Samtímis og kjör almennings versna!

Mér virðist þetta - kjörið sprengi-efni!
Að senda almenningi - stöðugt kosnaðinn af refsiaðgerðum NATO, á þessa auðugu einstaklinga!

Rökrétt virkar óánægja almennings þannig - að hún safnast upp.
Heldur áfram að safnast upp - því oftar sem höggið er í sama knérunn!

Pútín sé því virkilega að leika sér að eldinum með því að vernda sína gríðarlega auðugu vildarvini - senda reikninginn stöðugt til almennings!

Öfugt við þ.s. Emma Ashford fullyrðir - gæti þetta alveg virkað fyrir rest!
Sérstaklega ef Pútín, heldur svona stöðugt áfram, að senda reikninginn til almennings -- samtímis því að kjör almennings versna áfram!

Að vernda forherta ofurauðuga einstaklinga - samtímis að kjör almenning stöðugt eru skert, til þess að verja þá aðila; þegar samtímis þau kjör einnig versna vegna frekari lækkana olíuverðs á mörkuðum --> Ég get hreinlega ekki komið auga á öflugra sprengiefni.

Og Pútín er að gera sér þetta sjálfur!

 

Kv.


Þrátt fyrir allt, verða enn refsiaðgerðir í gangi gagnvart Íran - þó að alþjóðlegar refsiaðgerðir tengdar kjarnorkuprógrammi Írans, séu fallnar niður

Skv. útskýringu Financial Times, eru þetta stærstum hluta aðgerðir er tengjast stuðningi Írans við Hesbollah, og nokkurn fjölda smærri hreyfinga Íslamista af meiði Shia Íslam.
Þær aðgerðir hangi uppi, að stórum hluta vegna andstöðu meðal Repúblikana að afleggja þær - en einnig þá rói Ísraelar og Saudi Arabar ásamt Flóa Araba vinum sínum - undir.

  1. Þær aðgerðir tilheyra eldri deilum Bandaríkjanna við Íran, sem hófust eftir að byltingin í Íran 1979 fór fram og keisarastjórnin sem Bandaríkin höfðu stutt - hrökklaðist frá völdum --> Einkum grunar mig, að mjög miklu hafi valdið - gísladeilan. Eftir að byltingarsinnaðir Íranar, tóku bandaríska sendiráðið í Teheran og starfsmenn í gíslingu. Deila sem stóð yfir í rúmt ár - og án nokkurs vafa, stuðlaði mjög að því að neikvæð viðhorft gagnvart írönsku byltingunni, urðu ráðandi vestanhafs.
    Mín skoðun er að gíslatakan hafi verið klár mistök af hálfu Írana, og ekki haft annað en - neikvæðar afleiðingar fyrir Íran.
  2. Meðan að gísla-deilan stóð yfir, réðst Saddam Hussain á Íran - og grunar mig sterklega, að gísladeilan hafi haft mikil áhrif á þá afstöðu í Bandaríkjunum --> Að styðja við Saddam Hussain í stríði hans við Íran.
    Það sama gerði Saudi Arabía -sem örugglega markar upphaf hatrammra átaka Írana og Sauda sem standa yfir enn þann dag í dag- og Súnní Araba furstadæmin við Persaflóa, sbr. flóa-arabar, studdu einnig það stríð gegn Íran.
    Meðan að þessi hildarleikur stóð yfir - Bandaríkin studdu stríðið gegn Íran, ásamt flóa Aröbum og Saudum. Þá hófst annað sjónarspil -> Innrás Ísraela í Lýbanon, og herseta þeirra þar.
    Eins og er þekkt, þá meðan á hernámi Ísraela stóð, þá risu upp hreyfingar meðal lýbanskra Shíta - og Íranar studdu þær hreyfingar eins og þeir gátu, uppskáru fylgispekt og stuðning þeirra hreyfinga á móti.
    Þær hreyfingar -þar beittu sér með margvíslegum hætti til stuðnings Íran- þaðan koma ásakanirnar, að Íran hafi stutt hryðjuverk. Hesbollah hreyfinging fremur fljótlega varð ráðandi, og réð niðurlögum keppinauta sinna meðal Shíta - og varð hreyfing lýbanskra Shíta.
    Það sem mest stendur í Bandaríkjamönnum, var hryðjuverk sem framið var í Lýbanon, þegar Bandaríkin voru þar í rúmt ár, með herlið -sem sagt var gegna friðargæslu- en mannskætt sprengjutilræði varð til þess, að Reagan ákvað að draga það lið frá Lýbanon.
    **Afar líklegt virðist að Hesbollah tengist þeirri árás, og Íran var þá þegar farið að styðja Hesbollah með öflugum hætti.
    **Síðar á sama áratug, gerð Hesbollah nokkrar árásir á samkomustaði Gyðinga m.a. í Argentínu - en Hesbollah leit svo á að þeir stofnanir gyðinga utan Ísraels, er styðja gyðingaríkið, væru réttmæt skotmörk Hesbollah meðan að á hernámi Ísraela stóð.

Það mun sennilega fyrr frjósa í helvíti - en að Íranar hætti stuðningi við Hesbolla!

Höfum í huga, að Hesbolla er róttæk íslamistahreyfing - þó þar fari hreyfing Shíta, í stað þeirra Íslamista hreyfinga sem eru mun þekktari á Vesturlöndum, hreyfingar Súnní Múslima.

  1. Hesbollah má eiga, að sú hreyfing hefur -ólíkt enn róttækari Súnní hreyfingum- skilgreint réttmæt skotmörk með miklu mun þrengri hætti.
  2. Hesbolla lítur á sig sem -baráttuhreyfingu fyrir Shíta- og stendur þá gjarnan gegn róttækum Súnníta hreyfingum. Vegna þess, að róttækar Súnníta hreyfingar, gjarnan vilja traðka á rétti Shíta - og sumar ráðast að Shítum með beinum hætti sbr. Al Qaeda og ISIS.
  • Með sínum hætti er Hesbollah - ákaflega miskunnarlaus. Þegar skilgreindir óvinir hreyfingarinnar, eiga í hlut.
  • Þannig hefur Hesbollah verið ásökuð fyrir að beita Súnní hópa, harðræði - þegar hreyfinging hefur náð stjórn á svæði, þ.s. íbúar blandast milli trúarhópa. Sérstaklega í átökunum innan Sýrlands.
  • Það má segja að það sé til staðar - gagnkvæmt vantraust.
  • T.d. í Sýrlandi, er það áberandi - að Hesbollah virðist skipulega hrekja Súnní hópa á brott, þar sem hreyfingin hefur náð svæðum.

Ásakanir uppi, að hreyfinging sé að skapa á landamærasvæðum Sýrlands við Lýbanon - - hreint Shíta svæði. Með því að hrekja Súnní íbúa í burtu!

Þetta er að sjálfsögðu mjög óheppilegt <--> Getur verið stór hluti skýringar þess, af hverju það eru svo margir Súnní Araba flóttamenn á svæðum innan Sýrlands þ.s. Súnní hópar ráða.

Óheppilegt -vegna þess- að þ.s. stjórnarherinn nú, nánast alltaf starfar í náinni samvinnu við Hesbolla -- er ákaflega sennilegt að Súnníar telji stjórnarherinn styðja þær hreinsanir sem Hesbolla virðist stunda.

Þetta líklega þíðir - að ef það gerðist, að sveitir Hesbollah og stjórnarhersins, næðu að sigrast á uppreisnarhópum - Súnníta. Þá mjög líklega mundi skella á fjöldaflótti þeirra Súnníta, þar á meðal meðal íbúa þeirra svæða - - við erum að tala um allt að 4 milljón manns.

  1. Vandinn virðist orðinn sá - að þetta sé orðið að Súnní/Shíta stríði. Eiginlega séu trúarátökin búin að taka yfir sviðið - af upphaflega borgarastríðinu.
  2. Sigur annars hvors aðilans, í þannig átökum -- muni leiða til fjöldaflótta.
  • Það sé þess vegna sem það sé nauðsynlegt - að enda átökin í Sýrlandi, með friðarsamkomulagi -- og mjög líklega, skiptingu landsins milli Shíta -þ.e. Írans og stuðningshópa Írans- og Súnníta, og þeirra er styðja Súnní Araba uppreisnarhópa.

__________
Vonir standa til - að samkomulag við Íran.
Er hefur nú bundið endi á alþjóðlegar refsiaðgerðir á Íran, er tengjast deilum um kjarnorkuprógramm Írana.
Muni hjálpa til við það verk, að binda endi á þetta stríð -- áður en frekari flóttamanna bylgjur skella yfir.

http://www.irangulistan.com/cartes/iran2.jpg

Hversu mikið vesen verða þær refsiaðgerðir Bandaríkjanna - er halda áfram?

Áfram verða aðgerðir í gangi af hálfu Bandaríkjanna - er tengjast íranska Lýðveldisverðinum, sem er nánast ríki innan íranska ríkisins - gríðarlega fjölmenn íslamista hreyfing.
Sú hreyfing - rekur eigin hersveitir við hlið almennra hersveita stjórnvalda Írans, yfir allt sviðið - þ.e. landhersveitir, sjóhersveitir og flughersveitir - 100% hliðstæða.
Að auki rekur sú hreyfing - - skóla, sjúkrahús, heilsugæslu - ekki síst, á mikinn fj. fyrirtækja í rekstri innan Írans.

Það sé því gjarnan góð spurning - hver ræður mestu innan Írans: Ríkið, klerkarnir, eða, íranski lýðveldis-vörðurinn.

Strangt til tekið er hann undir klerkunum, en -de facto- sé hann 3-aflið í Íran.

Hann haldi uppi róttækri stefnu, mjög and bandarískri oftast nær - oft róttækari en sú stefna meira að segja, sem klerkarnir reka.
Hann sé gríðarlega virkur í þeim átökum, sem hafa verið í gangi við Saudi Arabíu og flóa Araba.

  1. Bandaríkin ætla áfram að halda uppi refsi-aðgerðum gegn fyrirtækjum í eigu Lýðveldisvarðarins.
  2. Það sem flæki málin sé, að þær aðgerðir ná til fyrirtækja sem ekki eru bandarísk, en eiga viðskipti innan Bandaríkjanna eða við bandarísk fyrirtæki.
  • Þetta þíði - að þegar evrópsk fyrirtæki ætla að hefja viðskipti við Íran, nú í vikunni sem er að hefjast eftir að sunnudagurinn er búinn.
  • Þá þarf að gæta þess, að þau fyrirtæki í Íran sem þau ætla að starfa með, tengist ekki Lýðveldisverðinum.

Það sé hugsanlega snúið að tryggja það svo öruggt sé.

  1. En vegna þess hve stjórnvöld Írans - að því er virðist með stuðningi klerkanna.
    Leggja áherslu á að endalok alþjóðlegs viðskiptabanns - leiði til verulega mikilla erlendra fjárfestinga innan Írans.
  2. Þá örugglega munu báðir aðilar - beita Lýðveldisvörðinn þrýstingi um að standa til hliðar.

Að vera ekki hindrun.
Það verður að koma í ljós, hvort þetta skapar flækjur.

Svo eru nýjar refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjann, er þó virðst óverulegar: U.S. Imposes New Sanctions Over Iran Missile Tests

Miðað við lýsingu í frétt - virðist ólíklegt að þær aðgerðir hafi nokkur veruleg áhrif.
Obama virðist skv. þeirri lýsingu - hafa skilgreint þær aðgerðir þröngt.

Ástæða þess að Bandaríkjunum er uppsigað við eldflaugatilraunir Írana, er að -tæknilega- geta þær eldflaugar borið kjarnavopn, þó að skv. samkomulaginu - sem "I.A.E.A" sl. sunnudag formlega staðfesti, að Íran hafi uppfyllt - hafi Íran skilað öllum sínu kjarnakleyfa auðgaða úrani, og að auki tekið í sundur þunga vatns kjarnaofn, sem styrr stóð um - vegna þess að sá gat framleitt Plútoníum.

Það auðvitað þíðir, að ósennilegt er að þær flaugar verði búnar kjarna-oddum.

En með þróun þeirra eldflauga, viðheldur Íran a.m.k. þeirri tæknilegu getu - að síðar meir, ef einhverntíma seinna Íran smíðar kjarnasprengjur - að þá geta komið þeim fyrir á þeim eldflaugum, þ.e. ef Íran á hönnun fyrir kjarnaodd, sem sagt er að Íran eigi.

Þ.e. þá a.m.k. tæknilega mögulegt, fyrir Íran - að hugsanlega með frekar litlum fyrirvara síðar meir, að verða kjarnorkuveldi algerlega sambærilegt við Ísrael - það er, þar sem Íran sé þegar að fullþróa flaugar með næga burðargetu, sem þá -tæknilega- geta flutt kjarnavopn yfir umtalsverða vegalengd, t.d. hugsanlega til Ísraels.

  • Þetta er auðvitað sviðsmyndin sem forsætisráðherra Ísraels klifar á.

 

Ég aftur á móti held, að Íran - hafi ekki neina rýka hagsmuni af því, að láta verða af smíði kjarnavopna!

Ef losun alþjóðlegra refsiaaðgerða, leiðir til þess - að efnahags uppbygging Írans kemst á flug.
Þá verði það miklu mun stærri hagsmunir Írans, að rugga ekki þeim bát, að sú uppbygging geti tekist og gengið fyrir sig sem mest - án truflana.

  1. Höfum í huga, að Íran hefur í reynd miklu mun fjölbreyttara hagkerfi, heldur en t.d. Saudi Arabía - - sbr. framleiðir um milljón bifreiðar per ár, kvikmyndaframleiðsla er einnig mikil í Íran - og íranskar kvikmyndir áberandi í Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu.
    Pegugeot/Citroen hefur þegar ákveðið, að samstarfsaðili þeirra í Íran - verði einn helsti vaxtarbroddur PSA samsteypunnar á erlendum vettvangi í framtíðinni.
  2. Sem sagt - ekki bara olía og gas.
    Eiginlega lít ég svo á, að Íran -- eigi miklu mun betri möguleika, í framtíðar efnahags uppbyggingu, en t.d. Rússland.
  • Að sjálfsögðu - eigi sama við, ef samanburður er við Saudi Arabíu og flóa Araba.

Mig grunar reyndar - að ótti Sauda sé ekki síst sá, að efnahagsleg drottun Írans við flóann, verði slík - að Saudar muni eiga litla möguleika, svona - - 10 ár heðan í frá.

Að sjálfsögðu, mun efnahagsleg uppbygging Írans - stuðla að eflingu hers - flota og flughers Írans. Í dag er allur herafli Írana - gríðarlega úreltur eftir 30 ár af hörðum refsiaðgerðum.

Í dag, getur Íran ekki hætt sér í - bein átök við herafla annars lands, af þess sökum.

 

Auðvitað ef Íran er skoðað út frá olíuauðæfum!

  1. Þá er Íran í þeirri einstöku stöðu, að bjóða upp á aðgengi að Kaspíahafi, í gegnum Íran - en þar eru 3 - önnur olíuauðug lönd, þ.e. Kirgistan, Túrkmenistan og Azerbaijan. Eins og nú stefnir í -> Þá ætlar Kína sér bersýnilega að slá eign sinni á alla þá olíu sem þaðan streymir, sbr. 4-leiðslur alla leið til Túrkmenistan í gegnum Kirgistan, sem Kína hefur reist og skilst mér duga til að flytja um 90% af framleiðslu þeirra landa til Kína.
    Íran á gamla leiðslu með litla flutningsgetu - en nýjar er unnt að leggja, frá höfn við Kaspíahaf, til olíuhafnar við Persaflóa. Þannig nýta þau mannvirki til útskipunar við flóann, sem Íranar þegar eiga.
  2. Síðan er það eigin olíuframleiðsla Írana, sem Íranar segjast munu auka um 500þ.tunnur þegar í þeirri viku sem er að hefjast, og síðan auka um helming - á nk. 6-7 mánuðum. Þannig að síðsumars, sé sú aukning kominn inn. Margir draga þá tímasetningu í efa - en hver veit. Íranar virðast hingað til meina allt sem þeir segja - hví ekki þetta líka?

Þær Bandarísku refsi-aðgerðir sem halda áfram.
Gætu haft það sem hugsanleg megin áhrif - að halda bandarískum fyrirtækjum frá Íran.

Evrópsk orkufyrirtæki - sem og flugvélaverksmiðjan Airbus, og margvísleg evrópsk framleiðslufyrirtæki - - virkilega hugsa sér gott til glóðarinnar.

Heyrst hefur í fréttum, að Íranar hafi þegar pantað nokkra tugi Airbus þotna. Enda er gríðarleg uppsöfnuð þörf á að endurnýja flugflota Írana í innanlandsflugi.

Gríðarleg há slysatíðni - sé íbúum Írans mikið áhyggjuefni.

 

Niðurstaða

Ég hugsa að Íranar séu það einbeittir í því, að nú sé tækifæri Írans að renna upp. Að þeir láti ekkert stöðva sig - í því markmiði að byggja upp efnahag Írans á nk. árum.
En þeir hafa nú sl. 20-30 ár séð hvernig Kína hefur byggst upp, og mig grunar að Íranar hafi dregið af því sinn eigin lærdóm - m.ö.o. að efnahags uppbygging sé lykilatriði.

Þess vegna held ég persónulega, að lítil hætta sé á því að Íranar hætti á það nk. 10 ár meðan að samkomulag svokallaðra 6-velda við Íran stendur yfir; að það samkomulag fari út um þúfur, vegna einhvers sem Íran gerði af sér.

Vonandi verða þær vonir að veruleika, að þetta nýja upphaf fyrir Íran - stuðli að auknum sáttavilja Írans í deilum þeim, sem tengjast stríðinu í Sýrlandi --> En Íran er þar sannarlega megin þátttakandi <--> Á móti Saudi Arabíu og flóa aröbum, sem styðja uppreisnarhópa meðal Súnní Araba hluta íbúa landsins.

Á hinn bóginn má vera, að erfitt geti orðið að finna sátta vilja Sauda sjálfra.
En á sama tíma, veit enginn nákvæmlega, hvað Pútín vill - svo það þarf ekki vera svo, að það verði einungis um sáttavilja Sauda að sakast, eða skort á þeim vilja.

Ef Pútín -t.d.- heldur að hann geti stuðlað að sigri stjórnarhersins - þá má vera, að Pútín verði þar um, þrándur í götu.
En eins og ég útskýrði að ofan -- er afar sennilegt, að hvort sem um sé að ræða sigur uppreisnarmanna eða stjórnarhers með stuðningi Hesbolla sveita --> Að þá bresti á viðbótar fjöldaflótti frá Sýrlandi.
Á hinn bóginn, má vera að Pútín sé slétt sama um slíka afleiðingu, þ.s. að A)Hún mundi bitna á V-Evrópu, ekki Rússlandi. B)Pútín getur metið svo, að slík bylgja mundi auka fylgi við flokka á öfga-hægri væng í V-Evr., sem margir hallist að stuðningi við Pútín, þannig að slík bylgja gæti stuðlað að því að hagstæð fyrir Pútín stjórnarskipti verði í einhverjum V-evr. löndum. C)Þannig, að Pútín getur haft sínar eigin ástæður --> Til að vilja stuðla að slíkri flóttamannabylgju.

Við skulum vona - að Pútín vilji binda endi á þessi átök. En ef hann vill frekar spila "spoiler" hlutverk - þá gæti þess í stað stefnt í vaxandi átök, og einnig vaxandi líkur á nýjum flóttamanna bylgjum.

Og að auki, Íran taki upp þá sömu afstöðu - að vilja endi á þau átök.

En án vilja til samkomulags - getur ekkert samkomulag orðið. Þarf þar til vilja Írans og Pútíns - ekki síður en vilja Sauda og flóa Araba.

 

Kv.


Íran segist geta aukið olíuframleiðslu um helming á 6 mánuðum <-> Rússneska lífeyriskerfið er í alvarlegum sjálfbærnisvanda!

Þessar 2-sögur tengjast, því ef það er rétt - sem Íranar segja.
Mun fjármögnunarvandi ríkissjóðs Rússlands bersýnilega - vaxa!

Skv. fréttum, féll olíuverð á mörkuðum, Brent crude, í 29,46$/fatið.
Þetta þíðir að "Brent Crude" hefur fallið 21% það sem af er þessu ári.

  1. Ef frásögn íranskra olíu-yfirvalda eru réttar, að þeir auka framleiðslu um 500þ. tunnur á dag, þegar frá fyrsta degi sem viðskiptabanns aðgerðir falla af Íran.
  2. Síðan muni Íran auka framleiðslu sína um helming, á nk. 6-7 mánuðum.
  • Þá blasir við olíuverð á bilinu 20-30$ fatið, sennilega a.m.k. út þetta ár.

Slík útkoma er mjög góð fyrir þjóðir - sem kaupa olíuvörur, eru neytendur.
En slæm fyrir framleiðsluþjóðir, sbr. Rússland - Venesúela og Saudi Arabíu o.flr.

Bandaríkin eru reyndar orðin stærsta olíuframleiðsluþjóðin - samt er olíuverðslækkun líklega nettó séð jákvæðar fréttir fyrir bandaríska hagkerfið.

Oil plunges below $29 on prospects of more Iranian crude, China worries

Iran oil headed for India, Europe, with sanctions lifting

Russia’s pensioners squeezed as recession bites

 

Það sem er farið að gerast í Rússlandi - er að rússneskir lífeyrisþegar koma að tómum kofanum, er þeir vilja sækja sinn lífeyri!

Vandamálið er að olíutekjur Rússlands - - hafa skerst á bilinu 30-40% sl. 6 mánuði.
En hún hækkaði um tíma, upp í rúmlega 50$ fatið um mitt sl. ár - - síðan hófst nýtt lækkunarferli, sem enn stendur yfir - og ekki enn sér í neinn enda á.

Þessar olíutekjur - mynda um helming af fjárlagagrunni rússneska ríkisins.
Þannig, að það munar um þá tekjuskerðingu - sem hefur nú dunið yfir.

21% lækkun, bara frá 1. janúar 2016.

"The elderly residents who arrived last weekend at a Novosibirsk post office to collect their regular social security benefits were in for a nasty surprise." - “Due to underfunding,” read a statement pasted to the building’s front door, “allowance payments and monthly cash payments for January 2016 will not be made until cash flow is restored”.

Sennilega - vegna tekjuhruns, er Fjármálaráðuneytið - í vandræðum með að senda til héraðs yfirvalda það fé sem til þarf, svo lífeyrisgreiðslur verði inntar af hendi.

  • Það auðvitað er hluti af vandanaum, ákvörðun Pútíns -- að vísitölutengja lífeyri.
  • En verðbólga var 16% á sl. ári, þannig að þeim Rúbblum sem ríkið þarf að greiða til lífeyrisþega, hefur fjölgað um 16% <--> Samtímis, sem að fjárlagatekjur hafa skerst sennilega um 10-15% - ef olíuverð er helmingur tekna þess, og olíuverð hefur lækkað um 20-30% sl. 6 mánuði.
  1. Þá auðvitað - verður rökrétt til myndarlegt gat.
  2. Sem bitnar m.a. á ellilífeyrisþegum í Novosibirsk.

Ástæða þess að Pútín - vísitölutengdi ellilífeyri.
Hefur sennilega að gera með það - að stuðningur við hann er mestur meðal aldraðra Rússa.

Hann hefur því -að því er virðist- viljað halda öldruðum góðum.

  1. En þegar hann leitast við að forða því, að kjör aldraðra dragist saman - - samtímis því að tekjur rússn. ríkisins lækka stöðugt.
  2. Þá óhjákvæmilega stækkar hlutfall fjárlaga rússlands, sem fara í gegnumstreymisgreiðslur til lífeyrisþega - einnig stöðugt.

"The amount of funds allocated to social expenditure has risen from 9.1 per cent of gross domestic product in 2008 to 14.3 per cent last year."

Eitthvað verður undan að láta - ef rússneska ríkið heldur áfram að verða fyrir tekjuskerðingum.

  1. Nýlega í fréttum, kom fram fyrirskipun frá Pútín - að skerða ríkisútgjöld um 10%.
  2. Án þess að snerta lífeyrisgreiðslur eða hernaðarútgjöld.

Það auðvitað þíðir -- að lífeyrisgreiðslur halda þá áfram að vaxa að hlutfalli útgjalda rússn. ríkisins.

  1. Það verður áhugavert að sjá - hvað gerist á þessu ári, ef olíuverð lækkar frekar.
  2. Ef fullyrðingar Írana standast - gæti viðbótar lækkun orðið umtalsverð.

Spurning hvort að rússn. stjv. - eiga enn eftir að bölva Írönum!

 

Niðurstaða

Hriktir í stoðum rússn. lífeyriskerfisins - eftir því sem olíutekjur Rússlands skreppa saman. Ákvörðun Pútíns á sl. ári að vísitölutengja lífeyri - þíðir auðvitað að lífeyrisgreiðslur munu halda áfram að hafa ruðnings áhrif á önnur fjárlagaútgjöld. Þannig að lífeyrisútgjöld -ef lækkun olíuverðs heldur áfram, vegna aukningar framleiðsl Írana- halda þá áfram að stækka að hlutfalli rússn. ríkisútgjalda.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með málum í Rússlandi - en ef Pútín stendur við að samtímis skerða ekki kostnað við hermál, og kostnað við lífeyrisgreiðslur.

Mun rússn. ríkið, þurfa að draga mjög mikið úr starfsmannahaldi - loka stofnunum, minnka almenna þjónustu - við aðra en lífeyrisþega. Og ekki síst, margir opinberir starfsmenn verða atvinnulausir.

Og auðvitað, í hvert sinn sem olían lækkar frekar - lækkar gengi Rúbblu. Sem viðheldur þá verðbólgu, og áframhaldandi kjaraskerðingu annarra en lífeyrisþega.

  • Það eiginlega hlýtur vera farin að myndast óánægja meðal almennra launþega með kjör sín, og auðvitað - atvinnumissi.
  • Og rökrétt magnast sú óánægja áfram, ef fullyrðingar Írana standast - að framleiðsla Írans á olíu muni aukast um helming nk. 6-7 mánuði.

Það gæti því orðið áhugavert að fylgjast með innri málefnum Rússlands - seinni part þessa árs.

 

Kv.


Snögg úrlausn atburðar er varð sl. þriðjudag - sýnir hve samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa batnað, og það heilmikið!

Þegar áhafnir tveggja bandarískra hraðbáta voru handteknar á þríðjudag af íranska byltingarverðinum - innan lögsögu Írans, í grennd við Farsi eyju í miðjum Persaflóa.
Þá hófst atburðarás - er án nokkurs vafa, hefði leitt til harðrar deilu milli landanna tveggja, og tekið margar vikur a.m.k. að semja um úrlausn á.

  1. Skv. fréttum, hringdi John Kerry í starfsbróður sinn Mohammad Javad Zarif.
  2. Þeir ræddu síðan málið, og að því er best verður séð - þá beitti Mohammad Javad Zarif sér fyrir snöggri lausn mála innan stofnana íranska lýðveldisins.

Myndir sem birtar voru af handtökunni, voru nokkuð stuðandi - sýndu fjölda hraðbáta íranska byltingarvarðarins, umkringja bátana tvo - síðan áhafnir þeirra, krjúpa með hendur fyrir aftan höfuð, meðan að vopnum var miðað á þá og skilríki voru skoðuð.

Iran frees U.S. sailors swiftly as diplomacy smoothes waters

Iran’s moderates ensure swift release of US sailors

http://www.theblaze.com/wp-content/uploads/2016/01/Screen-Shot-2016-01-13-at-11.01.28-AM.png

Það sem er merkilegt við þessa atburðarás!

  1. Fyrsta er auðvitað - þessi persónulegu samskipti á ráðherrastigi, milli landanna tveggja. Slík "high level" bein samskipti, voru algerlega óhugsandi t.d. í embættistíð Bush forseta. En í reynd hefðu þau einnig verið mjög ósennileg í tíð Clintons - eða tíð fyrirrennara Clintons, Bush forseta - föður Bush forseta hins síðari.
  2. Það er algerlega öruggt -tel ég- að í tíð Bush yngri, hefði slíkum atburði - fylgt vikur af gagnkvæmum ásökunum, og harðri opinberri umræðu - meðan að lágt settir embættismenn, hefðu reynt að semja um málið -- það tekið langan tíma.
  3. Ríkisstjórn Clintons hefði verið dyplómatískari - en vegna skorts á sambærilegum beinum samskiptum á hæstu stöðum, hefði úrlausn af sambærilegu tagi - einnig tekið umtalsverðan tíma.

Það er ekki síst áhugavert - hve snögglega íranski byltingavörðurinn brást við, skv. fréttatilkynningu frá honum:

"Our technical investigations showed the two U.S. Navy boats entered Iranian territorial waters inadvertently," ... "They were released in international waters after they apologized,"

Þetta er vísbending um batnandi samskipti - vegna þess að það er enginn vafi á að áður fyrr, hefði byltingavörðuinn, haldið þeim í vikur - meðan að byltingarvörðuinn mundi hafa sagst vera að rannsaka málið.

En nú, er málið afgreitt á einum sólarhring - og strax gefin yfirlýsing, sem samþykkir að því er best verður séð -vífillengjulaust- frásögn sjóliðanna, að um mistök hafi verið að ræða.

  1. Miðað við hraðann í afgreiðslu málsins.
  2. Hafa írönsk stjórnvöld, sjálf - lagt sig í líma við að sem minnst verði úr málinu.
  • Eftir snögga úrlausn mála - þakkaði Kerry írönum fyrir.

Samskiptin öll á kurteisu nótunum.

 

Niðurstaða

Mér finnst eiginlega tónninn í orðaræðu stjórnvalda Írans og í Bandaríkjunum, ásamt snöggri úrlausn máls er áður fyrr án vafa hefði leitt til harðrar deilu og harkalegs árekstrar - - gefa skýra vísbendingu um það að samskipti Írans og Bandaríkjanna, hafi ekki einungis batnað - heldur að þau hafi batnað heilmikið.

Eiginlega gefi þetta mál - byr í segl þeirra vona, að neikvæð samskipti Írans og Bandaríkjanna - séu senn á enda.

Stjórnvöld í Ryadt hljóta að hafa áhyggjur af þeirri þróun - því að mörgu leiti hefur Íran upp á miklu mun meira að bjóða fyrir Bandaríkin og Vesturveldi almennt; heldur en Saudi Arabía.

 

Kv.


Rússnesk stjórnvöld hafa fyrirskipað harkalegan útgjaldaniðurskurð í ljósi verðþróunar olíuverðs á mörkuðum

Skv. nýjustu fréttum af mörkuðum, þá féll olíuverð á þriðjudag um skamma hríð niður fyrir 30 dollara fatið, en áður en markaðir lokuðu þann daginn - var endastaðan 30,44$/fatið.
Skv. frétt Financial Times - miðuðust rússnesk fjárlög við þá áætluðu verðþróun að olíuverð mundi rétta við sér á þessu ári, og vera að meðaltali þetta ár í ca. 50$/fatið.
Sú verðþróun er alls ekki að ganga eftir -- heldur blasir við hætta á frekara verðfalli.

  • Í ljósi þess að olía er ca. 50% þeirra tekna sem fjárlög Rússlands nota.
  • Þá leiðir þetta til nýrrar niðurskurðarþarfar útgjalda rússn. ríkissjóðsins.
  • Að auki, bendir flest til þess, að áætlanir Fjármálaráðuneytis Rússlands - að rússneska hagkerfið muni ná jafnvægi fyrir árslok, gangi ekki heldur eftir.
  • Heldur er nú reiknað með samdrætti í ár - þó enn séu ekki komnar tölur frá Fjármálaráðuneytinu, sem spá í það hve mikill sá samdráttur líklega verður. Seðlabanki Rússlands, var þó búinn að vinna slíka spá - þ.e. samdráttur yrði rýflega 3% af þjóðarframleiðslu; ef olíuverð héldist í rúmlega 30$/fatið - í stað þess að hækka í 50$/fatið.

Russia to cut expenditure by 10%

Tumbling oil trades below $30 a barrel for first time in 12 years

  1. Skv. frétt, verður ekki skorið niður í hermálum.
  2. Og ekki heldur til ellilífeyrisþega - en sá hópur kvá vera einn besti stuðningshópur Pútíns.
  • Niðurskurður á að fókusa á - fyrirhugaðar framkvæmdir.
  • Og fækkun starfsliðs stofnana og ráðuneyta.

Til þess að ná 10% af heildarfjárlögum - virðist ljóst.
Að stefnir í harkalegan niðurskurð opinberra framkvæmda.
Sem og mjög umtalsverðan niðurskurð starfsliðs.

Þ.e. ef markmið eiga að nást fram - án niðurskurðar í hermálum.

 

Þetta sýnir vel þann stórfellda galla sem það er fyrir Rússland - að hafa einvíddar hagkerfi!

Það er eiginlega stórfelldur áfellisdómur á 20 ára stjórnartíð Pútíns.
Að enn sé olía/gas ca. sama hlutfall útflutnings og í stjórnartíð Jeltsíns.

Það bendi til þess - að Pútín hafi sóað góðærinu frá 2003-2013, þegar olíuverð var í 100$/fatið og þar yfir.
En ef menn íhuga málið - þá tekur Pútín við 2000, eftir hrunið 1998. Það hrun varð vegna verðhruns á olíumörkuðum, af völdum "Dot.com" bólunnar svokölluðu.

Síðan rís hagkerfi Rússlands hratt - í kjölfar innrásar Bush í Írak, sem leiddi til hins gríðarlega háa olíuverðs.
Og mikill hagvöxtur hélst síðan í Rússlandi - meðan að olíuverð hélst í 100$/fatið og þar yfir, þangað til að olíuverðfallið mikla hefst fyrir tæpum tveim árum.

Síðan þá hefur verið kreppa í Rússlandi - gjaldmiðillinn er rúmlega 50% neðan við gengisstöðu þá er hann hafði við evru og dollar, fyrir verðfall.

Það er rökrétt útkoma - fyrst að olía/gas er nærri 70% gjaldeyristekna Rússlands.

  • Þetta er nánast eins og að Rússland - sé 3. heims hagkerfi.
  • Ekki 1. heims.

En 1. heims hagkerfi, þá miða ég við hagkerfi þ.s. búa tugir milljóna upp í yfir 100, eins og í Rússlandi ---> Hafa oftast nær miklu mun fjölbreyttari útflutning en Rússland.

Sem leiðir til mikilla muna stöðugara gengis.
En umtalsverður gengis-óstöðugleiki --> Er algengur í 3-heims hagkerfum, og einnig í svokölluðum, ný-iðnvæðandi hagkerfum.
Vegna þess, að þau hagkerfi -- eru gjarnan háð útflutningi á hrávörum, eins og Rússland er.

  1. Pútín - hefur augljóslega algerlega mistekist, að byggja upp aukna fjölbreytni í útflutning Rússa, meðan góðærið stóð yfir.
  2. Og það er augljós áfellisdómur yfir hans hagstjórn, að hafa sjáanlega ekki neitt gert - til þess að auka fjölbreytni rússn. atvinnulífs. Og þar með einnig, skjóta fleiri stoðum undir lífskjör þjóðarinnar.

 

Niðurstaða

Öfugt við aðdáendur Pútíns - þá tel ég hann hafa verið sekan um mörg alvarleg mistök í hagstjórn. Sennilega er það alvarlegasta, að hafa ekki skotið fleiri fótum undir rússneska hagkerfið - þau rúmu 20 ár sem hann hefur stjórnað.

Það leiðir til þess, að rússneska rúbblan hefur fallið nú rúmlega 50% - eins og hún á sínum tíma einnig féll rúmlega 50% 1998.
Þetta sýnir að óstöðugleiki rússn. hagkerfisins - er í engu minni en í tíð Jeltsín.

Það getur verið mjög þungur róður framundan í Rússlandi -- ef svartsýnustu spár um olíuverð rætast. En nú eru menn farnir að spá því að olíuverð fari í 20$/fatið, hugsanlega.

Það byggist á því - að eftirspurn þ.e. innflutningur hrávara til Kína, haldi áfram að dala, þ.e. að hagþróun þar verði verri en kínv. stjv. nú vilja kannast við sem líklega.

Ef kínverska hagkerfið fer í kreppu - þó hún yrði ekki djúp. Er algerlega öruggt, að nýtt verðhrun á hrávöru mörkuðum mundi eiga sér stað, þar á meðal á olíuvarningi.

Jafnvel þó það gerist ekki - sé fátt sem bendi til verðhækkana á næstunni. Þvert á móti gætu áform Írana, að auka framleiðslu sína um 50% á nk. árum - þrýst verðlagi á olíu enn frekar niður, eða til vara - tryggt það að olíuverð hækki ekki neitt í eitthvert árabil.

Slík útkoma, yrði einnig gríðarlegt áfall fyrir Rússland - því það mundi viðhalda djúpu kreppuástandi í nokkur ár samfellt. Sem gæti orðið mjög þungt fyrir rússnesk stjv.

Gæti þá mjög reynt á þolinmæði rússn. almennings.

 

Kv.


Svissnesk kantóna - óskar eftir því að íbúar, borgi skatta -seint- því seinna, því betra!

Þetta er svo sérstök beiðni, að hún vakti athygli heimsfjölmiðla - sem vanalega veita kantónunni Zug litla sem enga athygli: Swiss canton tells taxpayers to delay settling bills.

Ástæðan fyrir þessu - liggur í því óvenjulega ástandi, að seðlabanka-vextir í Sviss - eru neikvæðir, sem leiðir til "ultra" lágra vaxta í hagkerfinu.
Seðlabanka-vextir hafa nú verið neikvæðir í eitt ár - eða síðan að Seðlabanki Evrópu hóf seðlaprentun!

Tilgangur að forða því að svissneski frankinn, hækki enn meir.
En enn þrátt fyrir að evrukrísan hafi dalað mikið sl. 2 ár - þá vill fé enn leita til Sviss.
Og það aðstreymi - ógnar þeirri gengisstöðu, sem Svisslendingar vilja hafa gagnvart evru.

M.ö.o. vilja þeir vernda sína framleiðslu, sem gæti orðið ósamkeppnisfær, ef frankinn hækkar frekar en hann hefur þó gert.

  1. Considering the long lasting phase of low interest rates in Switzerland and the negative interest rates which have to be paid, the canton has no incentive to motivate taxpayers to make early payments,” - "Zug authorities said in a statement." - “On the contrary, the canton has an interest in receiving money as late as possible — so it pays less negative interest.”
  2. The canton calculates that the move will save SFr2.5m ($2.5m) a year."
  3. "...interest rate charged on overdue Zug tax liabilities has also been cut to zero..."

Þetta er auðvitað - lúxus vandamál!
Peningar eru fyrir bragðið, svakalega ódýrir í Sviss - þessi misserin.

Það má auðvitað velta því fyrir sér - hvort það ástand smám saman leiði fram vandamál með tíð og tíma, vegna þess að ástandið - skekki verðmætamat einstaklinga.

En menn geti vart treyst á að þetta ástand vari um aldur og æfi.

 

Niðurstaða

Aðgerð Zug kantónunnar, veltir upp vangaveltum um það, hvort aðrar kantónur fylgi þessu fordæmi; en Zug sé ekki eina kantónan sem glími við -ofurlága vexti- þessa dagana, og þar með þann möguleika að lenda í því - að greiða neikvæða vexti á fé sem liggi á reikningum.

 

Kv.


Það er algengur misskilningur að til staðar sé viðskiptabann á Rússland

Hið rétta er, að það er Pútín sjálfur sem viðhefur viðskiptabann á margvísleg NATO aðildarlönd.
Aðgerðir þær sem beinast gegn aðilum sem standa nærri stjórnvöldum Rússlands, eru ekki einungis sameiginlegar aðgerðir allra NATO landa, heldur taka þátt í aðgerðum að auki Japan og Ástralía -> þannig að réttara væri að nefna þetta, aðgerðir Vesturlanda gegn stjórnvöldum Rússlands.

En aðgerðirnar beinast ekki gegn Rússlandi - sem slíku.
Heldur, stjórnvöldum Rússlands - sérstaklega.

Eða nánar tiltekið, fjölda auðugra einstaklinga, sem standa þeim nærri.

Þess vegna - er ekkert útflutningsbann á Rússland.
Rússland má enn selja óhindrað, allar sínar afurðir.
Það eru engar - alls engar, viðskiptahindranir á Rússlands - af hálfu Vesturlanda fyrir utan vopnasölubann, og bann á að selja tækni sem nýtist til vopnasmíði.

  • Eins og ég sagði - ekkert almennt viðskiptabann á Rússland!
  • Samt virðast mjög margir - halda annað!

 

Í hverju felast þá þær aðgerðir, sem Pútín bregst við með viðskiptabanni?

EU restrictive measures in response to the crisis in Ukraine

"149 persons and 37 entities are subject to an asset freeze and a travel ban over their responsibility for actions which undermine or threaten the territorial integrity, sovereignty and independence of Ukraine. This includes 6 persons with close links to the Russian president."

  1. Síðan - er 5 stórUM ríkisfyrirtækjUM í eigu rússn. stjórnvalda, bannað að selja hlutafé á markaði í Evrópu - bannað að taka ný lán í Evrum, þannig að þau þurfa þá að greiða eldri evrulán upp á gjalddaga, geta ekki framlengt eða tekið ný.
  2. Að auki, er bann á sölu vopna til Rússlands, sem og tækni sem nota má til vopnasmíði.

Þetta er allt og sumt!

Eins og ég sagði - ekkert  almennt viðskiptabann, nema hvað tengist sölu vopna eða tækni sem má nota til vopnasmíði.

----------------------

  1. Nú segir kannski einhver - - en fyrst að þetta hefur þær afleiðingar þátttaka Íslands í þessum aðgerðum að það kostar Ísland máski 6ma.króna árlega í tapaðri sölu til Rússlands.
  2. Að þá sé ekki réttlætanlegt að taka þátt í þessu.

Þá þurfa menn að muna eftir því - að réttur Íslands til þeirra miða sem eru í kringum landið.
Byggist einungis á því, að sá réttur sé almennt viðurkenndur af alþjóðasamfélaginu.

Það sama gildir um alþjóðalög og önnur almenn lög - að þau eru einungis virt.
Ef það er einhver til staðar til að - framfylgja þeim!

  1. Þegar Rússland, ákvað að ræna landið Úkraínu - hluta af sínu landi, þá einnig svipti Rússland landið Úkraínu, þeim auðlindum sem finna má undir hafsbotninum á því hafsvæði, sem tilheyrir þeirri lögsögu á Svartahafi sem tilheyrir Krímskaga.
    Rétt að benda á, að Rúmenía hefur um nokkurra ára skeið, stundað olíu- og gasleit innan sinnar lögsögu. Mörg olíufélög telja að olíu og gas sé undir Svartahafi.
    Stjv. Úkraínu voru í viðræðum við fj. olíufélaga, um leit og skiptingu lögsögu í leitarsvæði. Nú hefur Rússland tekið þetta yfir!
  2. Þetta fól í sér, brot á miklum fjölda alþjóða-regla - regla sem fela það í sér, að lönd hafi rétt til sinna alþjóðlega virtu landamæra, þeirra landsvæða sem alþjóðlega viðurkennt er að tilheyri þeim, og þeirra auðlinda sem finna má á þeim svæðum.
  3. Að auki, hefur Rússland elft upp stríð gegn Úkraínu, Pútín fékk að því er virðist fámennan hóp öfgamanna til að rísa upp, gegn loforðum um stuðning og loforðum þess efnis að þeir fengju að stjórna landsvæðum - síðan sendi hann þeim þúsundir málaliða frá Rússlandi, og gnægð vopna -- þessi her er undir stjórn Pútíns, þ.s hann greiðir þeirra laun og tryggir þeim vopn, er sá her bersýnilega hans -- þannig að m.ö.o. stjórnar Pútín þeim svæðum í A-Úkraínu sem sá her hefur náð að taka. Þannig hefur Pútín í reynd hernumið svæði innan Úkraínu, og hefur þar með rænt Úkraínu enn frekar sínu landi og að auki auðlindum sínum - auk þess að þetta stríð sem Pútín hóf hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni rúmlega 8þ. Þetta sé í reynd innrás og yfirtaka á landi! Þó Pútín beiti málaliðaher ásamt aðilum er hafa verið keyptir til verka, innan A-Úkraínu.
  • Vesturlönd eru í reynd að taka að sér hlutverk - - lögreglu.

Sumir hér á landi átta sig ef til vill ekki á því - hversu gríðarlega miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Ísland!

En ég ítreka að, eign okkar á okkar auðlindum í kringum landið - byggist eingöngu á því, að alþjóðareglur af því tagi, sem Rússland er að þverbrjóta --> Séu virtar!

  1. Staða Íslands getur orðið ákaflega erfið, ef alþjóðareglur sbr. - að landamæri skuli virt!
  2. Að eignarréttur lands á sínum auðlindum - skuli virtur.
  • Verða að innantómu orðastagli --> Vegna þess, að þegar á reynir, er enginn til staðar til að tryggja - að þær reglur séu virtar.

Hvernig er unnt að leggja - - verðmæta mat á mikilvægi þess, að réttur smáríkja sé virtur?

 

Sjálfstæði dvergríkis, sem ekki getur varið sig sjálft, er ákaflega mikið háð því að alþjóðareglur séu virtar!

Hvernig getum við -- sett verðmætamat á okkar sjálfstæði?

  1. Í alþjóðasamfélagi - þ.s. einungis réttur hinna sterku gildir.
  2. Þá á dvergríki sem Ísland - alls enga möguleika á raunverulega sjálfstæðri tilvist.
  • Það getur einungis -- hallað sér að einhverjum ríkja hóp.
  • Eða einhverju stóru fjölmennu ríki -- sem hefur vilja til að verja það!

En í slíku alþjóða-samfélagi, þ.s. réttur ríkja til þess er þau eiga væri enginn!

Þá væri slíkt dverg ríki, einnig algerlega ofurselt vilja þeirra landa - eða lands, sem það með slíkum hætti hallaði sér að.

Það hefði einungis stöðu --> Leppríkis.

Ég held að það geti ekki verið nokkur vafi um - að fá lönd eiga meir í húfi, meir undir því --> Að alþjóðalög, um vernd landamæra - sem tryggja eignarétt á auðlindum.

Að þær alþjóðareglur - séu virtar!
_________________________

Þetta er ef til vill samhengi sem þeir sem gagnrýna þátttöku Íslands í aðgerðum gegn stjórnvöldum Rússlands -- átta sig ekki á!

Það er, að fyrir Ísland, er miklu meira í húfi -- en bara 6 ma.per ár viðskipti við Rússland.

  1. Vesturlönd, eru með aðgerðum sínum - - - hvorki meira né minna, en að leitast við að verja það alþjóðasamfélag, sem Vesturlönd hafa skapað.
  2. Og það alþjóða-reglusamfélag, vill Pútín eyðileggja - ef hann getur.
  • Ég er frekar viss - að þetta er einungis fyrsta atlaga Pútíns að því. Að ef hann kemst upp með atlöguna gegn Úkraínu, muni hann beina sjónum að næsta landi og svo koll af kolli, þar til að honum hafi tekist ætlunarverk sitt - að jarða alþjóða-reglusamfélag Vesturlanda!
  • En Pútín virðist halda - virkilega - að Rússland geti grætt á því ástandi, að hin forna regla -réttur hins sterka- gildi að nýju.
  • M.ö.o. að hann virðist halda að Rússland sé nægilega sterkt, til að geta drottnað yfir rétti þjóða nærri sér - í slíku samhengi, eða m.ö.o. að ekki sé hætta á að Rússland lendi í sambærilegri aðstöðu, að yfir rétti þess væri drottnað af annarri enn sterkari þjóð.
  • Ég á hinn bóginn, tel að Pútín - - sé ekki nægilega hræddur við Kína, sem sé 10 falt fjölmennara, og Rússl. á 3000km. landamæri að, og er mun meira en 10-falt auðugra hagkerfi, með gríðarlega mikið peningavald þar með.

En þetta þíðir -- að það þarf að stöðva Pútín.
Og að, það séu mjög miklir hagsmunir Íslands, af því að Pútín verði stöðvaður.

 

Niðurstaða

Misskilningur margra virðist byggjast á því - að það sem mestu máli skipti fyrir Ísland, sé það 6ma.kr. tap per ár af Rússlands viðskiptum, sem Ísland verður fyrir - ef það áfram styður aðgerðir Vesturlanda gegn stjórnvöldum Rússlands!

Það sem þeir viðkomandi virðast ekki átta sig á, er að Pútín er hvorki meira né minna en að leggja í atlögu við gervallt reglukerfi Vesturlanda, það alþjóðareglukerfi sem Vesturlönd hafa skapað á sl. áratugum.

M.ö.o. reglur um virðingu fyrir landamærum ríkja.
Reglur um virðingu fyrir eignarrétti einstakra landa á sínum auðlindum.

Eignarréttur Íslands á auðlindum hafsins hringinn í kringum landið, er varinn af þessu alþjóðlega reglukerfi.

Og þær reglur hafa þann sama galla og önnur lög, að til þess að virðing sé fyrir þeim borin - þarf að vera til staðar einhver lögga; sem refsar þeim sem brýtur þær reglur.

Ef að löggan ræður ekki við sitt hlutverk, ef hún getur ekki varið reglurnar - - þá tekur við kaos!

Kaos í skilningi alþjóðasamfélagsins - væri að aftur mundi gilda, réttur hins sterka.
Að það væru engar formlegar reglur virtar - um virðingu fyrir eingarrétti á landi. Eða um eignarrétt lands á eigin auðlindum.

Hvert land yrði að hafa styrk til að verja sitt - með eigin her!
Eins og var á öldum áður!

Pútín virðist vilja snúa aftur til gamla tímans - því hann haldi að Rússland sé sterkt!
Því haldi Pútín, að Rússland mundi græða á þeirri útkomu, að -anarkí- mundi aftur ríkja í alþjóðasamfélaginu.

En fá lönd mundu tapa meir á slíkri útkomu en einmitt Ísland!
Vegna þess að alþjóðareglusamfélagið - er hvorki meira né minna en sjálf forsenda þess, að Ísland geti haft ástand sem nálgast raunverulegt sjálfstæði.

  1. Punkturinn er sá - að með því að leitast við að verja Úkraínu gegn ásælni Rússlands, í úkraínskt landsvæði og auðlindir Úkraínu.
  2. Séum við samtímis að verja rétt Íslands til sjálfstæðrar tilvistar, og eignarrétt Íslands á auðlindum Íslands.
  • M.ö.o. að við eigum allt undir því að alþjóða-reglusamfélagið sé varið.
  • Að lögregluaðgerðir Vesturlanda gegn Rússlandi, haldi!

Þess vegna væri ákflega skammsýnt af okkar hálfu!
Að vera fyrsta landið sem mundi rjúfa samstöðu Vesturlanda, sem er órofa samstaða fram að þessu, um þær aðgerðir er beinast að stjv. Rússlands!

Það væri virkilega að - kasta krónunni, til að verja aurinn!
Eiginlega hefur Gunnar Bragi fullkomlega rétt fyrir sér, er hann segist ekki geta sett verðmiða á sjálft sjálfstæði Íslands!

Sumir segja Gunnar Braga ekki skilja málið - en ég held að hann skilji það miklu mun betur en hans gagnrýnendur gera!

 

Kv.


Áhugaverð afstaða eins auðugasta fjármagnara bandarískra stjórnmála -> telur hugmyndir Trumps, brjálaðar

Það sem er merkilegt við þetta, er að um er að ræða - Charles Koch. En Koch bræður eru án nokkurs vafa, stærstu og auðugustu - veitendur fjármagns inn í kosningasjóði stjórnmálamanna í Bandaríkjunum í dag.

Ekki þekki ég auðæfi Koch bræðra - en við erum ekki að tala, um bara örfáa milljarða dollara.
Í gamalli frétt, má sjá eftirfarandi fyrirsögn: Koch Brothers Worth $100 Billion.

  1. Bræðurnir eru þekktir hægri menn í Bandaríkjunum.
  2. Og þeir styðja lægri skatta fyrir fyrirtæki og auðmenn, sem og lægri ríkisframlög almennt.
  • Fyrir það eru þeir ekki vel liðnir af flestum Demókrötum.

Financial Times var með viðtal við - Charles Koch.
Og það eru ummæli í því sem vekja athygli!

Charles Koch attacks Republican hopefuls Trump and Cruz

Það bendir ekki til þess - að hægri hugmyndir Koch bræðra séu mjöf þröngsýnar.

  • Charles Koch - "said Mr Trump’s idea for registering and banning the entry of Muslims would “destroy our free society”.

Ég get ekki verið meira sammála þessum tilteknu ummælum. Fyrir utan að tillaga Trumps er augljóst - stjórnarskrárbrot.

  • Charles Koch - Mr Koch argued that military interventions in Iraq and Afghanistan had failed to make the US safer. Referring to the number of countries hosting the world’s 1.6bn Muslim population, he added: “What are we going to do: go bomb each one of them?”"

Þetta bendir ekki til þess - að stofnun Koch bræðra, muni hvetja þá áfram meðal Repúblikana, sem tala í dag - um að senda herlið til Miðausturlanda.

  • Charles Koch - “Who is it that said, ‘If you want to defend your liberty, the first thing you have got to do is defend the liberty of people you like the least?’

Þetta vísar til ummæla Donald Trumps - gegn bandarískum Múslimum, og hugmynda Trumps um að - takmarka þegnréttindi þeirra.

  • Charles Koch - “I have studied revolutionaries a lot,” ... “Mao said that the people are the sea in which the revolutionary swims. Not that we don’t need to defend ourselves and have better intelligence and all that, but how do we create an unfriendly sea for the terrorists in the Muslim communities. We haven’t done a good job of that.

Þessi spurning - - er algert kjarna-atriði.
En sá vandi sem er til staðar í Mið-austurlöndum, er án mikils vafa - því að kenna, hvernig stjórnendur landanna í N-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hafa gersamlega í flestum tilvikum - mistekist að byggja sín lönd upp, efnahagslega.

Þetta þíðir - að í flestum löndum N-Afríku og í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, eru atvinnutækifæri af mjög skornum skammti - atvinnuleysi miklu mun meira t.d. en meðaltal Evrópu, og fátækt mjög útbreitt vandamál.

Að auki, hafa flest þeirra landa, verið mjög ólýðfrjáls - stjórnun ósanngjörn, mjög oft ákaflega spillt að auki.
Það leiðir auðvitað til þess - þegar við er bætt í sarpinn, litla möguleika á vinnu.
Að útbreidd vantrú er til staðar í þessum löndum - á eigin samfélagsuppbyggingu.

Lögregluríki, síðan gjarnan - - takmarka möguleika fólks, til að ræða samfélags vanda á opinberum vettvangi.
Þannig - að útkoman er gjarnan, að öfgahópar - sem boða byltingu í samfélögunum.
Fá mikla áheyrn!

Þetta er auðvitað ábending um að - að sú stefna að styðja, einræðis stjórnir - sem hafa flestum tilvikum ekkert gert til uppbyggingar eigin landa - gjarnan safnað gríðarlegum auði að fámennum hópum útvaldra --> Er mjög sennilega hluti af vandamálinu að auki.

Þar sem einmitt er full ástæða að ætla - að sú staðreynd að dauð hönd slíkra stjórnvalda hefur lengi hangið yfir þessum löndum.
Sé stór ástæða þess vandamáls - - sem Mið-Austurlönd eru í dag.

Það sé þvert á móti sennilegra - að það þurfi að losna við þessar einræðis stjórnir.
Ef nokkur von á að vera til þess - að þetta svæði lagist.

Auðvitað gjósa upp vandamál - þegar ósanngjarnar og oft mjög hataðar stjórnir, falla frá.
En það séu - vandamál sem þær stjórnir hafi búið til á sínum valdatíma.

Það sé því ekki lausn - að halda slíkum stjórnum við völd.
Því - þær séu einmitt sennilega, þeir smiðir - sem hafi búið til þau uppsöfnuðu vandamál, sem upp gjósa.

Lykilatriðið - hljóti að vera.
Efnahagsuppbygging svæðisins.
Þá sé lykilforsenda - að fá skilvirkari stjórnendur.

Annars viðhaldist vandamálið - og sennilegra að það versni áfram, en að það batni.

  • Charles Koch - He added that Mr Trump was “not the only one that’s saying a lot of things that we disagree with . . . If we only supported organisations and politicians that we agreed with 100 per cent, we wouldn’t support anybody.

Þrátt fyrir þessi ummæli - virðist manni að ummæli Charles Koch, bendi heilt yfir ekki til þess að Koch bræður séu líklegir til að - styðja framboð Trumps.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að þegar annar Koch bræðra, sennilega auðugustu fjárveitendur kosningasjóða Repúblikana fyrir næstu forsetakosningar - - virðist beinlínis segja, hugmyndir Donalds Trumps - þess frambjóðanda Repúblikana er hefur mest fylgi, brjálaðar!

Það eru dálítið sérstakar aðstæður í Bandaríkjunum - því að 2010 kom úrskurður frá Hæstarétti Bandaríkjanna, sem óhætt er að segja að hafi lokað á möguleika til að - takmarka fjárframlög einstakra aðila til kosningasjóða einstakra frambjóðenda.

Þannig að nú má hver frambjóðandi fyrir kosningarnar 2017, verja eins miklu af sínu persónulega fé - eða fé einhvers annars, og sá vill.

Þetta auðvitað - gerir viðhorf Koch bræðra áhugaverðari til muna en annars væri!
Þ.s. 2017 gæti verið fyrsta sinn - sem frambjóðandi eða mjög auðugur fjáraflamaður, raunverulega á tækifæri til að - kaupa sig inn í Hvíta húsið eða eignast eitt stykki forseta Bandaríkjanna.

Þá skipta allt í einu - viðhorf fjáraflamannanna, mun meira máli en áður.

 

Kv.


Kína virðist helsta hættan fyrir heimshagkerfið

Eins og fram hefur komið í fréttum - þá hefur Sjanghæ hlutabréfamarkaðurinn fallið um 12% á 4 dögum þessarar viku, og markaðinum var lokað á fimmtudag eftir 7% fall, þann dag.
Ég hef ekki séð enn neinar fregnir af því hvort markaðurinn verður opinn á föstudag.

Chinese Stock Plunge Forces a Trading Halt, and Global Markets Shudder

Það virðist enn svo - að sérfræðingar utan Kína, sem innan Kína - virðast lítið í reynd vita hvað er í gangi. Vegna þess að sjálfsögðu, að engin leið er að vita, hversu mikið traust er raunverulega unnt að setja á opinberar tölur.

China suspends market circuit breaker mechanism after stock market rout

Yfirvöld í Kína - virðast auðsjáanlega sjálf, vera að þreifa fyrir sér.
Og virka þar með sjálf - töluvert ráðvillt.

Það er náttúrulega vegna þess hvað allt er risastórt innan Kína - alveg sama hvaða tölur eru skoðaðar.
Síðan, hefur Kína ekki enn, þessi ca. 40 ár sem Kína hefur verið að rísa hratt efnahagslega - haft klassíska kreppu.

Fyrir utanaðkomandi - virðist það algerlega ljóst, að ekkert land forðast kreppu fyrir rest.
Að fylgjast með kínverskum yfirvöldum - virðist manni vera það að horfa á aðila, sem sé að glíma við afl - sem manni grunar að viðkomandi aðila þ.e. kínv. yfirvöldum muni líklega ekki megna á endanum að glíma við með vel heppnuðum hætti.

  1. Ef má treysta opinberum tölum, þá er að hægja smám saman á hagvexti í Kína úr í kringum 8% þegar mest var, í ca. 6-6,5%.
  2. Það virðist ekki svo voðalegt - - á hinn bóginn, þá hefur Kína síðan 2008 aukið þjóðarskuldir sínar um meir en 100% af þjóðarframleiðslu, jafnvel um tölur sem nálgast 200%; samtímis og hægt hefur á hagvexti - smám saman.
  3. Í allra strangasta skilningi er þetta ekki aukning skulda kínv. ríkisins - heldur er þarna um aukningu skulda ríkisfyrirtækja í bland við einka-aðila. Ég þekki ekki hlutfallið þarna á milli.
  • En þetta samt setur spurningarmerki við það - að hvaða marki hagvöxtur hefur verið búinn til með þessari skulda-aukningu.
  • Og þar með, að hvaða marki þær fjárfestingar sem hafa verið í gangi á þessu tímabili - eru efnahagslega sjálfbærar.

En þ.e. alltaf hætta þegar - lánsfé er veitt í gríð og erg.
Og litlar gætur hafðar á - gæðum þeirra fjárfestinga.

Að þá sé sennilegt að of mikið hafi verið fjárfest í geirum sem hafa verið í vexti þau ár.

  1. Punkturinn er auðvitað sá - að ef mikið hefur verið af mjög hæpnum fjárfestingum.
  2. Þá gæti það dugað til - að framkalla gjaldþrota-hrinu, það eitt að það hægi á hagvexti.

Það sé þá spurning - hve miklar efnahags afleiðingar gjaldþrots hrina margra sem hafa offjárfest -> verða?

Um það er engin leið að spá!
En -eins og ég hef áður sagt- þá grunar mig að kreppa sé framundan í Kína!

 

Niðurstaða

Þegar ég segist eiga von á kreppu - er ég ekki að spá einhverjum ragnarrökum. Ég bendi á að þegar Bandaríkin voru í um sumt sambærilegu hagvaxtarskeiði frá ca. 1850- ca. 1890.
Þá urðu nokkrar mis stórar kreppur í Bandaríkjunum á því tímabili.

Það sé ef til vill visst hól til kínv. hagstjórnenda að þeim hafi fram að þessu tekist að forðast kreppu.

En ég virkilega held að þeim verði það ekki mögulegt fyrir rest.
_________________
Kreppa í Kína þarf ekki að þíða - að hagvöxtur verði neikvæður.
Það er alveg hugsanlegt - jafnvel líklegt - að kínv. valdaflokkurinn hefji enn eina framkvæmdasyrpuna, til að halda hagkerfinu uppi.

Það getur verið allt í lagi að stjv. Kína einmitt stundi slíkt.
Þegar leiðréttingar-atburður sennilega gengur í gegnum einka-hagkerfið.

Það heldur þá niðri atvinnuleysi á meðan.
Og -svo fremi sem framkvæmdir eru á sviðum sem gagn verður af til framtíðar- þá væri aáð fé sem í væri lagt; alls ekki tapað fé.

Og -svo fremi að fé sé varið í gagnlega hluti- þá gæti slík eyðsla stytt þá kreppu sem mundi fara í hönd, með því að viðhalda eftirspurn innan hagkerfisins - þannig tryggja að hún falli minna en annars.

Ég reikna fastlega með því, að kínv. einkahagkerfið - mundi rétta við sér innan ekki langs tíma, hvort sem er.
Þ.e. kreppa yrði stutt - eða svipaðar þeim kreppum sem Bandar. urðu fyrir á 19. öld.

Afleiðingarnar fyrir heiminn yrðu ekki neitt hræðilegar. Kína nálgast að vera ca. 18% af heimshagkerfinu - - sem er að sjálfsögðu mikið. En Indland ætti að haldast í hagvexti - Bandaríkin ættu einnig; og ég held að Evrópa sökkvi ekkert mikið niður.

Svo mundi heimshagkerfið rétta aftur við sér um leið og kreppan í Kína væri búin.
Helsta hættan væri fyrir svokölluð -vaxandi hagkerfi- önnur en Kína og Indland.
En sum þeirra gætu lent í djúpri kreppu, t.d. Brasilía þegar í þungri kreppu, án þess að Kína hafi gert meira en að draga úr hagvexti.
Ef kínv. hagkerfið mundi lenda í kreppu - er mjög sennilegt að -vaxandi eða rísandi hagkerfum í kreppu- mundi fjölga.

En ég hugsa samt að heilt yfir þá haldist heims hagkerfið rétt ofan við "0" í krafti þess að ég held að Bandaríkin haldist í hagvexti og það geri Indland einnig.
Höfum í huga, að í þessari sviðsmynd mundi olíuverð lækka sennilega enn frekar - sem mundi gefa innspýtingu í hagvöxt bæði á Indlandi og í Bandaríkjunum, og einnig létta undir Evrópu vegna áfallsins frá Kína - kannski duga til þess að Evr. fari einungis niður í ca. 0 vöxt.

Mjög lágt olíuverð í nokkur ár - gæti hjálpað heims hagkerfinu í þeim sennilega skammvinnu erfiðleikum sem það mundi ganga í gegnum, meðan að kínv. hagkerfið gengur í gegnum klassískan leiðréttingar atburð.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 64
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 847057

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband